Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Snjór, hreindýr og börn í London. Nokkrar myndir...
Eru hreindýr í London? Ganga þau laus?
Vissulega. Í Richmond Park ganga um 600 dýr laus borgarbúum til ánægju í einstaklega fallegum 1000 hektara garði.
Ég fékk sendar nokkrar myndir frá London sem teknar voru síðastliðinn mánudag.
Þetta var mesti snjór sem fallið hafði í 20 ár og kunnu börnin vel að meta hann
Myndirnar tók Ragnar Þ. Ágústsson.
Þessi mynd er tekin á sunnudagskvöld þegar snjórinn tók að falla af himnum ofan. Hekla Dögg er komin út í garðinn sinn.
Loftmynd af Richmond Park í vestur-London.
(Smella þrisvar á mynd til að sjá stærri)
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.2.2009 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Venus og Máninn dansa tangó á Gamlárskvöld ...
Reikistjarnan Venus er langbjartasta stjarnan á kvöldhimninum þessar vikurnar. Á gamlárskvöld má búast við skemmtilegri sjón skömmu eftir sólarlag, en þá verða Venus og Tunglið í návígi á suð-vestur himninum.
Myndin er úr Starry Night Pro og sýnir hvernig staðan verður um klukkan 18 á gamlárskvöld séð frá Íslandi.
Þessi danssýning Venusar og karlsins í Tunglinu stendur aðeins yfir í skamma stund eftir sólarlag. Skötuhjúin munu síðan draga sig í hlé í skjóli nætur og svo ... og svo ...
Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt við dansinn stígum
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft, ...
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi
blaktir líf í tíð.
Bregðum blysum á loft, ...
Jón Ólafsson
Fæðing Venusar. Botticelli Sandro 1482-86.
Það er engin furða að Máninn skuli vera í návígi við Venus á nýársnótt
Gleðilegt ár !
Takk fyrir árið sem er að líða í aldanna skaut
Svona litu skötuhjúin út klukkan 17 á Gamlársdag
Þau eiga eftir að færast nær hvort öðru þegar líður á kvöldið...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 1. desember 2008
Tónlistarmaðurinn handalausi gefst ekki upp... Og til hamingju með daginn!
Tónlistarmaðurinn Tony Melendez fæddist án handa í Nicaragua. Hann kenndi sjálfum sér að leika á gítar með tánum.
Myndbandið sýnir okkur hvernig hægt er að yfirstíga erfiðleika sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganlegir. Hann ekur jafnvel bíl með stýri í gólfinu. Með bjartsýni og réttu hugarfari er vissulega hægt að ná langt...
Til hamingju með Fullveldisdaginn 1. des.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?
(Uppfært 13. ágúst 2022)
Hugsið ykkur, að vatn í einu baðkari ásamt lithíum úr einni hleðsluraflöðu í fartölvunni nægi sem orkulind heillar fjölskyldu í hálfa öld. - Bull? Ekki aldeilis.
Þetta er vonandi ekki mjög fjarlægur draumur. Markmiðið er að virkja ótæmandi orkulind innan fárra áratuga. Þetta er sama orka og sólin notar sem eldsneyti.
Um er að ræða alvöru vetnisorku. Það er óskylt vetnisrafölum sem hafa m.a verið notaðir til að knýja bíla. Þar er vetnið orkumiðll en ekki orkulind. Gjörólíkt.
Í bókinni Kjarnorka á komandi tímum, sem kom út á Íslandi árið 1947 og fjallað var um í þessum pistli nýlega, stendur á bls. 185:
"Fyrir meira en tuttugu árum þykjast vísindamenn hafa komist að, að einhver hagkvæmasta uppspretta kjarnorkunnar mundi verða sú, að breyta vetni í helíum; og það er almennt álit stjarnfræðinga nú, að einhver slík frumefnabreyting sé uppsprettan að ljósorku og hitamagni sólar vorrar og annarra sólstjarna."
Bókin kom út fyrir um 75 árum (uppfært 2022) og vitnað er til þekkingar manna tuttugu árum fyrr. Hver er staðan í dag?
Nú er hafin smíði á tilraunaofni hjá ITER (International Thermonuclear Experimental Reactor). Takmarkið er að árið 2018 takist að framleiða 500 megawött í að minnsta kosti 1000 sekúndur.
Gangi allt samkvæmt áætlun er ætlunin að smíða fyrsta samrunaofninn sem framleitt getur nothæfa orku árið 2040. Orku sem nýta má til að framleiða rafmagn. Það er til mikils að vinna. Vonandi gengur allt samkvæmt áætlun.
Hingað til hefur kjarnorka tæpast talist til vistvænnar orku. Vandamál við geymslu og förgun geislavirks úrgangs eru óleyst. Margir hafa illan bifur á kjarnorkuverum af þessum sökum. Allt annað gildir um samrunaofna. Þeir nota ekki geislavirkt eldsneyti og geislavirknin sem myndast er smávægileg og verður einungis í málmhlífum ofnsins. Auðvitað er engin losuna á koltvísýringi heldur. Aðal úrgangsefnið er helíum, sama efni og börn nota í gasblöðrur.
Almennt má segja að nokkur bjartsýni ríki nú og vísindamenn telja töluverðar líkur á að þessi draumur manna verði að veruleika innan 30 ára.
Hvernig er hægt að vinna orku úr vatni?
Mjög góður og aðgengilegur fróðleikur á Íslensku, "Samrunaofnar-TOKAMAK", er hér. Þetta var lokaverkefni Karenar Óskar Magnúsdóttur og Líneyjar Höllu Kristinsdóttur í eðlisfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð haustið 2002. Nú er Karen orðin rafmagnsverkfræðingur og Líney eðlisfræðingur.
Myndin sem er úr umfjöllun Karenar Óskar og Líeyjar Höllu sýnir orkuver sem fær varmann frá samrunaofni. Samrunaofninn framleiðir varmann, sem notaður er til að framleiða gufu, sem leidd er að gufuhverfli eins og í jarðvarmavirkjunum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 13.12.2022 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Aðferð til að lækka vaxtabyrðina yfir 40% ... Að snúa vörn í sókn.
Bankinn græðir. Þú tapar. Þannig er staðan hjá mörgum í dag.
Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum.
Freistandi var fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds". Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót. Fólki er jafnvel boðið upp á 1.000.000 króna yfirdráttarlán á hæstu vöxtum. Þar á meðal er skólafólk.
Á þessu græðir enginn annar en bankinn. Almenningur tapar stórum fjárhæðum.
Svipaður pistill birtist í janúar síðastliðnum. Þá þóttu yfirdráttarvextir háir, en nú hafa þeir tvöfaldast. Komnir í 18% sem gerir nánast útilokað að taka lán.
Vextir af almennum yfirdráttarlánum stefna í að verða 28%. Bankarnir græða, þú tapar.
Hvernig er þá hægt að greiða 43% lægri vexti?
Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur. Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt. Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti. Reikna má með að innlánsvextir bankanna fari innan skamms yfir 15%. Munurinn á 28% yfirdráttarvöxtum og 15% innlánsvöxtum er 43%!
Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins:
Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Það er áríðandi að byrja á að greiða sjálfum sér inn á einkasjóðinn áður en maður greiðir öðrum. Að minnsta kosti eitthvað. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta. Vaxtamunurinn sem er 43% fer þá virkilega að vinna með manni.
Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Lítill fjársjóður. Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls! Gott er að stefna að því að eiga t.d. sem nemur 3ja mánaða launum í slíkum varasjóði.
Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma. Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 15%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.
Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 43%!
Nokkur markmið til að snúa vörn í sókn:
- Losa sig úr viðjum yfirdráttarlána.
- Safna smám saman í varasjóð.
- Minnka eða hætta notkun kreditkorta.
- Greiða með seðlum í stað korta. Það skapar aðhald.
- Ekki nota greiðsludreifingu.
- Nota einfalt heimisbókhald.
- Kaupa íslenskar vörur.
- Stefna að því að staðgreiða allar vörur og biðja um staðgreiðsluafsátt sem oft er í boði.
- Má ekki endurnýjun á heimistölvunni, sjónvarpinu og öðrum munaðarvörum bíða í nokkra mánuði?
- Velta fyrir sér hverri krónu...
Auðvitað getur verið erfitt á þessum síðustu og verstu tímum að hafa sig upp úr skuldafeninu, en er ekki óþarfi að bankarnir fitni á okkar kostnað? Hafa þeir ekki gert meira en nóg af því? Er ekki sjálfsagt að reyna að snúa dæminu við? Það er auðvitað stundum hægara sagt en gert, en það er um að gera að byrja strax og setja sér markmið.
Pistillinn frá 19. janúar 2008: Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?
Sjá vefsíðuna www.sparnadur.is.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Nauðsyn þess að vera bjartsýnn og jákvæður...
Nú þegar innviðir þjóðfélagsins hafa verið að hrynja er mikilvægt að hugsa til þess hve vel við stöndum að mörgu leyti. Reyna að hugsa jákvætt um framtíðina. Óvissan nagar marga og því er mikilvægt að standa saman. Sýna vináttu og hlýhug. Hjálapst að. Öll él birtir upp um síðir, en það getur tekið tíma. Ljósið er þó framundan.
Við eigum gott land með miklum auðlindum sem bíða þess að verða nýttar. Auðvitað verður að stíga varlega til jarðar og gæta þess að skemma ekki náttúruverðmæti, en jafnframt er nauðsynlegt að reyna eftir fremsta megni að setja af stað arðbær verkefni til að reyna að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Nú verðum við öll að líta í kringum okkur og leggja höfuðið í bleyti. Verðum að vera samtaka. Margt smátt gerir eitt stórt. Saman getum við komist yfir erfiðleikana, en við megum alls ekki missa móðinn.
Menntun Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum. Íslendingar eru áræðnir og duglegir. Hugmyndaríkir og skynsamir. Hvernig væri að reyna að safna saman hugmyndum um hvað gera má til að flýta fyrir batanum?
Bloggarar eru með gott tæki til að skiptast á hugmyndum og koma þeim á framfæri. Notum hugmyndaflugið. Ræðum hugmyndir og úrræði. Munum að orð eru til alls fyrst.
Framundan er álver á Reykjanesi og jafnvel annað á Bakka. Til að knýja þau þarf að virkja jarðvarma og vatnsföll. Nauðsynlegt er að sjá til þess að Íslendingar njóti forgangs við framkvæmdir. Ekki veitir af. Hver veit nema þessar tvær framkvæmdir geti hjálpað verulega til að komast yfir erfiðasta hjallann.
Örugglega er hægt að koma auga á margt annað sem gera mætti, þó það sé ekki eins stórt í sniðum. Margt smátt gerir eitt stórt. Stundum mjög stórt.
Bjartsýni:
Frábært efni í Spegli RÚV:
Viðtal við skynsama og bjartsýna menn. Smella hér til að hlusta.
Jón G. Hauksson ritsjóri Frjálsrar verslunar: Veröldin eins og hún var nýlega, og ráðleggingar um hvernig við endurreisum viðskiptalífið og komumst út úr kreppunni. Lífið heldur áfram...
Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við HÍ: Jafnvægi á gjaldeyrismarkaði gæti komist á innan nokkurra daga og lífið í svipað horf eftir fáein ár. Líf í heilbrigðara hagkerfi þar sem fáeinir auðmenn ráða ekki yfir stórum hluta efnahagslífsins...
Sjá einnig gott viðtal við Benedikt Jóhannesson og Gylfa Magnússon í Kastljósinu 9. okt. hér.
Sjá:
Vefur BBC News:
What happened to Iceland?
Jon Danielsson
Economist, Financial Markets Group, London School of Economics
Sjá grein Ágústs Valfells á Silfri Egils: Viðreisn
Verum bjartsýn og dugleg. Það skiptir mestu máli.
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.10.2008 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Refurinn rófulausi og Móri vinur hans. Myndir.
Síðastliðinn fimmtudag fékk ég óvenjulega heimsókn. Tveir vingjarlegir refir. Mér varð litið út um gluggann klukkan hálf átta að morgni og sé þá fallegan gráan ref koma röltandi. Ég fór út vopnaður Canon EOS 400D myndavél með 28-300mm Tamron linsu. Refurinn horfði á mig góða stund og stillti sér upp fyrir myndatökuna í um 10 metra fjarlægð alls óhræddur. Skömmu síðar kom vinur hans sem var dökkur á brún og brá. Líklega dökk-mórauður. Hann var ekki alveg eins ófeiminn, en gaf sér samt tíma svo ég gæti náð myndum.
(Með því að smella tvisvar til þrisvar á mynd má sjá stærri útgáfu).
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4. Rófulaus.
Mynd 5. Móri lætur sjá sig.
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8. Með steikina í gogginum?
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11. Kominn tími til að kveðja.
Refalitir eftir Pál Hersteinsson.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Hitabylgja í uppsveitum í gær. Sumarið er komið.
Um hádegið í gær fór hitinn í 21 gráðu við sumarbústað sem er ekki fjarri Geysi. Myndin af mælinum sem er í skugga norðan megin við húsið var tekin klukkan 13:50.
Í byrjun dags og fram eftir morgni var veðrið sæmilegt og hitinn aðeins um 12 gráður en rauk mjög hratt upp um hádegið.
Sjálfvirkur hitamælir Vegagerðarinnar sem kenndur er við Gullfoss, en er í reynd við Kjóastaði, fór þó aldrei hærra en í 15 gráður. Líklega er sá mælir í aðeins 3ja km fjarlægð, þannig að þessi hitabóla hefur verið staðbundin.
Veðrið annan í hvítasunnu var sannkallað sumarveður. Sól, logn og hiti yfir tuttugu gráður. Sumarið er komið!
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar. Í dag er fyrsti dagur Hörpu.
Í dag er fyrsti dagur Hörpu og sumardagurinn fyrsti. Þennan merkisdag ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir:
"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."
Ekki frusu saman vetur og sumar hér í uppsveitunum örskammt fyrir sunnan hálendið. Hitinn í nótt fór ekki niður fyrir 5 gráður. Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti. - En, er sumarið ekki alltaf dásamlegt?
Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars:
"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."
Gleðilegt sumar
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.4.2008 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Hákon Bjarnason efnilegur píanóleikari. Stjarna morgundagsins.
Í gær hlustaði ég á ungan frænda minn leika einleik á píanó með Sinfóníuhljómsveitinni. Þeir sem hafa fylgst með Hákoni Bjarnasyni, sem fæddur er 1987, vita að þar er enginn meðalmaður á ferð þó aðeins sé hann tvítugur að aldri. Dúx frá MH 2005 yngstur nýstúdenta og með langflestar einingar, um það bil að ljúka háskólaprófi, sigurvegari í ýmsum einleikarakeppnum, Íslandsmeistari í Karate, o.s.frv. Það er ekki lítið sem þessi hógværi og ljúfi drengur hefur afrekað!
Hákon er nemandi Halldórs Haraldssonar í Listaháskóla Íslands. Síðastliðna haustönn var Hákon í skiptinámi við Sibeliusar-akademiuna í Helsinki. Hákon hefur unnið til verðlauna í öll þrjú skiptin sem píanókeppni Íslandsdeildar EPTA hefur verið haldin. Tvisvar sinnum hefur hann hlotið fyrstu verðlaun og einu sinni þriðju. Í vor mun hann ljúka bakkalárprófi frá Listaháskóla Íslands og væntanlega halda utan til framhaldsnáms í haust.
Að sjálfsögðu þarf ekki að hafa mörg orð um frammistöðu Hákonar. Hún var einfaldlega stórfengleg, eins og frammistaða hinna ungu einleikaranna sem einnig léku með Sinfóníuhljómveitinni. Það kom skemmtilega á óvart hve glæsilegt og hæfileikaríkt unga fólkið sem lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni er. Hákon, Theresa, Arngunnur og Páll eru örugglega stjörnur morgundagsins.
Það var einstaklega ánægjulegt að sjá þennan unga pilt, Hákon Bjarnason, ganga inn á sviðið í upphafi tónleikanna klæddan kjólfötum og setjast af sama öryggi og þekktustu píanóleikarar við hljóðfærið og leika af fingrum fram Píanókonsert nr.1 eftir Sergej Prókofíev, sem bæði er flókinn og hraður.
Þar sem ég er auðvitað mjög montinn af frænda mínum er vonandi í lagi að kynna aðeins hvernig við tengjumst. Alnafni minn og afi Ágúst H. Bjarnason prófessor (1875-1952) var langafi Hákonar. Ágúst var sonur Hákonar Bjarnasonar kaupmanns á Bíldudal (1828-1877) sem rak þar verslun og þilskipaútgerð. Föðurbróðir minn Hákon Bjarnason skógræktarstjóri (1907-1989) var afi Hákonar píanóleikara. Við getum rakið ættir okkar til vestfirskra galdramanna og ofurmenna, en ljóst er að Hákon ungi er einn slíkur þegar píanóið er annars vegar.
Af vefsíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar:
Sigurvegarar í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskólans flytja einleiksverk.
Tækifæri til að kynnast stjörnum morgundagsins.
Hljómsveitarstjóri: | Kristofer Wahlander |
Einleikari: | Hákon Bjarnason |
Einleikari: | Theresa Bokany |
Einleikari: | Arngunnur Árnadóttir |
Einleikari: | Páll Palomares |
Höfundur |
Verk |
Sergej Prókofíev: | Píanókonsert nr.1 |
H. Wieniawski: | Fiðlukonsert nr. 2 |
Claude Debussy: | Premier Rhapsody f. klarinett og hljómsveit |
Jean Sibelius: | Fiðlukonsert |
Úr frétt Morgunblaðsins frá 2005:
mbl.is | 23.12.2005 | 08:18 Átján ára piltur dúx í MH: Stefnir á feril í tónlist
Ég hef alltaf haft mestan áhuga á raungreinum eins og stærðfræði og eðlisfræði og svo auðvitað tónlist," segir Hákon Bjarnason, sem útskrifaðist dúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú á miðvikudag. Hákon, sem brautskráðist frá náttúrufræðideild, er fæddur árið 1987 og er því átján ára. Hann var yngstur nýstúdenta og með langflestar einingar, auk þess sem hann var með óaðfinnanlega skólasókn allan námstímann.
...
Auk þess að vera dúx skólans fékk Hákon verðlaun fyrir árangur í stærðfræði og var með aðaleinkunn í kringum 9,3. Hákon segir lykilatriðið í árangrinum vera það að hann lærði það sem hann hafði brennandi áhuga á. "Ég hef getað valið mér það sem mér þykir skemmtilegast í skólanum og þurfti ekki að taka mikið af aukafögum sem ég hafði ekki áhuga á vegna þess að tónlistin gildir stóran hluta af einingafjöldanum," segir Hákon, sem hefur þegar hafið nám við Listaháskólann á tónlistarbraut. "Þar er ég á hljóðfæraleikarabraut, þar sem tekur þrjú ár að taka Bachelor of Music-gráðu. Síðan hef ég velt því fyrir mér að fara til útlanda aðeins fyrr sem skiptinemi á vegum skólans. Hvort sem ég klára hérna eða úti stefni ég á meistaragráðu í hljóðfæraleik úti."
Hákon stefnir á feril í píanóleik og hefur m.a. tekið þátt í keppnum á því sviði. Þá hefur hann einnig verið virkur í félagslífinu í MH. Tók hann m.a. þátt í uppsetningu á leikritinu Martröð á jólanótt, en þar lék hann á hljómborð og útsetti nokkur lög fyrir hljómsveitina. Einnig hefur Hákon tekið þátt í lagasmíðakeppninni Óðrík Algaula, þar sem hann lék á píanó í lögum vina sinna.
Píanóið er þó ekki eini afrekastaður Hákons, en hann æfði karate fyrir nokkrum árum og tók svarta beltið í þeirri íþrótt. Þá varð hann Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. "Það hjálpar til að vera í góðu líkamlegu formi og hefur líka mikið að gera með agann," segir Hákon, sem þó hætti fyrir tveimur árum sökum tímaskorts."
Að auki syngur Hákon með Hamrahlíðarkórnum, en hann mun einmitt syngja í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.1.2008 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 764866
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði