Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir Kína...

 

 BalloonPath

 Myndin sýnir ferðalag loftbelgsins sem fór frá Bandaríkjunum 35 sinnum umhverfis jörðina.

 

Loftbelgurinn kínverski, sem Bandaríkjamenn óttuðust það mikið að þeir sendu sína öflugustu orrustuþotu búna flugskeytum upp í háloftin til að sprengja blöðruna, hefur vakið athygli víða um heim. Það tókst og þeim létti mikið, enda voru þeir sannfærðir um að þetta hefði verið hátækni njósnaverkfæri sem Kínverjar hefðu sent þeim í óleyfi án þess að spyrja kóng eða prest. Þeim kom heldur ekki til hugar að veðurguðirnir sem ráða háloftavindunum ráði mestu um för loftbelgjarins.
 
Það gleymdist líka, að Bandaríkjamenn hafa oft sent á loft belgi með rafeindabúnaði, stórar gasblöðrur með búnaði sem sendir upplýsingar til viðtækja á jörðu niðri. Myndin sýnir nákvæmlega ferðalag þess loftbelgs sem líklega á metið. Hann fór 35 sinnum umhverfis jörðina á 277 dögum, samtals 1.514.000 kílómetra.

Á ferðalagi sínu fór hann oft yfir Kína eins og sést á myndinni, og ekki reyndu Kínerjar að skjóta hann niður. Þeir eru greinilega ekki mjög taugaveiklaðir cool.
 
Þetta er aðeins einn af mörgum lotbelgjum sem radíóamatörinn Alan Adamson, W7QO, hefur sent upp í sal vindanna, en það hafa fleiri gert, og ekki hafa þeir belgir verið skotnir niður.
 
Þessir loftbelgir eru búnir WSPR (Weak Signal Proapgation Reporter) senditæki sem sendir til jarðar merki frá GPS tæki, og APRS (Automatic Packet Reporting System) sendi sem getur sent upplýsingar frá mælitækjum um borð. WSPR sendirinn notar hugbúnað sem Dr. Joe Taylorradíóamatör með kallmerkið K1JT þróaði. Þessi samskiptaháttur gerir kleift að senda upplýsingar um óravegu með litlu sendiafli. Joe (Joseph) Taylor er stjarneðlisfræðingur og hlaut hann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1993.
 
 
 
Myndin, sem sýnir braut loftbelgsins sem Bandaríkjamaðurinn sendi á loft, er fengin hér:

 

 --- --- ---

 

WSPR tf3om
Þetta kemur lofbelgjamálum lítið við, en sýnir hve samskiptatæknin sem radióamatörinn og Nóbelsverðlaunahafinn Joe Taylor hannaði, er öflug. 

WSPR viðtæki getur lesið merki sem er 1000 sinnum veikara en bakgrunns-suðan eða skvaldrið.
( -28 dB SNR)


Undirritaður á og hefur notað lítinn WSPR sendi til að mæla útbreiðslu frá fjölbanda loftneti sínu, og náðust merkin m.a. á Suðurskautslandinu og í Ástralíu, þó svo að sendiaflið væri aðeins 1/5 úr watti, eða 200 milliwött, svipað og lítil vasaljósapera. Kallmerkið er TF3OM).

Smella á mynd til að stækka.



Félagið Íslenskir Radíóamatörar: www.ira.is





 

 Hugarflug: www.agust.net/wordpress/


Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

 time_graphic_388781



"Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim...". 

Þannig svara þeir  Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, sem þekkja þessi mál best Íslendinga, spurningunni á Vísindavefnum.


 Á Vísindavefnum stendur meðal annars í svari Þorsteins og Gunnlaugs:

"...Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík myndi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári.

Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman..."

Smellið á krækjuna til að sjá alla greinina á Vísindavefnum:   Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

 
--- --- ---

Að lokum:

Er fækkun birtustunda um 130 til 190 klukkustundir á ári æskileg og eftirsóknarverð? Vafalítið kemur þessi staðreynd mörgum á óvart, en það er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að seinka klukkunni.

Varðandi stillingu líkamsklukkunnar er vert að hafa í huga, að við jafndægur á vori og hausti breytist tíminn við sólris og sólarlag um tæpan hálftíma á einni viku, eða lengd sólarhringsins um næstum klukkustund. Líkamsklukkan ætti þá fullt í fangi með að stilla sig af og elta dagsbirtuna, og í raun mjög ólíklegt að hún gæti það. 

Áhrif á svefntíma barna og unglinga gætu verið einhver fyrst eftir að klukkunni er seinkað, en það er næsta víst að svefntíminn færi í sama horf eftir aðeins fáeina sólarhringa, því á okkar norðlægu slóðum er sólarklukkan gersamlega ófær um að stilla líkamsklukkuna, eins og ljóst má vera.

Mun árangursríkara er að breyta skólatíma þannig að kennsla hefjist ekki fyrr en klukkan 9, í stað klukkan 8. Áhrifin af því yrðu varanleg, auk þess sem það hefði jákvæð áhrif á umferðaröngþveiti sem mest er um klukkan 8 á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar sá er þessar línur ritar var í menntaskóla var hringlað með klukkuna vor og haust og man ég ekki til þess að það hafi verið neitt betra fyrir okkur skólanemendur. Ég var í háskóla á Íslandi 1968 þegar hætt var að breyta klukkunni og fann ég nákvæmlega ekkert fyrir því, fyrir utan hve notalegt var að losna við ruglið á svefntíma skömmu eftir að klukkunni var breytt vor og haust.

Ekki má gleyma því hve góð áhrif það hefur á heilsuna að koma heim úr vinnu í vel björtu að sumri til og geta notið dagsbirtunnar og sólar mun lengur. Hverjir vilja fórna þeim munaði?


 

Sjá bloggpistil frá árinu 2014:

"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"

 

 

 

Dr. Þorsteinn Sfbrvbar;mundsson, stjfpara;rnufrfbrvbar;fdeg;ingur hjfiexcl; Raunvfshy;sindastofnun Hfiexcl;skfsup3;la Íslands.

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

 

Image result for gunnlaugur bjfpara;rnsson stjarnefdeg;lisfrfbrvbar;fdeg;ingur

Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur er núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Raunvísindastofnun Háskólans - Háloftadeild
http://cygnus.raunvis.hi.is/~halo/haloft.html

 



Það vill svo til að sá sem þessar línur ritar starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

 

 

 


Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?

 

 

Gæti þetta verið ástæðan fyrir því að Apple valdi ekki Ísland?



Bændablaðið 5 juli

 

Greinina, sem nær yfir opnu á blaðsíðum 20 - 21 í Bændablaðinu, má nálgast hér:

http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-13tbl-2017-web.pdf


Reyndar vinnur fjarlægðin frá mörkuðum á meginlandinu á móti okkur. 

Svartíminn (ping tíminn) er frekar langur. Hvort það hefur átt þátt

í þessu tilviki er ómögulegt að segja.

 

 


mbl.is Apple fjárfestir í gagnaveri í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfðinginn Már Sigurðsson, Geysi í Haukadal, er allur...

 

 

107-0717_IMG

 

Mikill sveitarhöfðingi hefur nú kvatt okkur. 

Nokkur orð um vin minn eru hér:


Már Sigurðsson, Geysi í Haukadal

 


Hópferðarbíll slítur þjóðvegi 10.000 sinnum meira en fólksbíll...!

 

 

 

Hola i vegi

 

Um helgina ók ég um uppsveitir sunnanlands. Hrikalegt var að sjá hvernig slitlag veganna er víða illa farið. Jafnvel nýir vegir sem voru gerðir sumarið 2015 eru farnir að molna upp og djúpar holur með skörpum brúnum víða.

Niðurbrot vega fylgir öxulþunganum í fjórða veldi samkvæmt "Fjórða veldis reglu" Evensen og Senstad. Það þýðir að jeppi með öxulþunganum 1 tonn skemmir veginn 10.000 (10 þúsund) sinnum minna en t.d. rúta með 10 tonna öxulþunga. Álag bílsins sem er 10 sinnum þyngri en fjölskyldujeppinn er því 10x10x10x10=10.000 sinnum meira!

Venjulegir fólksbílar, jeppar meðtaldir, eiga því hverfandi þátt í hrörnun vega. Ein rúta getur því valdið sömu skemmdum á veginum og 10.000 fólksbílar, sé hún 10 sinnum þyngri en fólksbíllinn.

Ein rúta eða eða þungaflutningabifreið getur því valdið sömu skemmdum og öll umferð fólksbíla eftir sama vegarkafla í nokkra daga, jafnvel marga daga.

Á vinsælum leiðum túrista, t.d. Gullna hringnum, er kannski ekki fjarri lagi að 100 rútur aki daglega. Nú er 100 x 10.000 sama og milljón. Umferð þessara þungu bíla á einum degi veldur því sama skaða og milljón fólksbíla !!!

Þetta er væntanlega svona því sem næst, en líklega ekki mjög fjarri lagi. Þeir sem þekkja burðarþolsfræði vega betur en ég mega gjarnan leiðrétta mig ef með þarf, eða taka undir það sem skrifað er hér... Öxulþungi hópferðabíls sem fullur er af túristum er heldur ekki nákvæmlega 10 sinnum meiri en öxulþungi jeppans sem er kannski um 2 tonn eða með 1 tonna öxulþunga, en Yaris er ekki nema 1 tonn án faþega, en fjórðaveldisreglan gildir eftir sem áður.

Til að útskýra fjórða veldis regluna aðeins betur: Ef öxulþunginn væri 5 tonn, eða 5 sinnum meiri en heimilsjeppans sem er með 1 tonna öxulþunga, þá er álagið á veginn 5x5x5x5=625 sinnum meira.
Ef við berum saman við Yaris með 500 kg öxulþunga, þá er álagið á veginn
10 x 10 x 10 x 10=10.000 sinum neira!    
Einnig má geta þess, til að útskýra hve hratt þessi neikvæðu áhrif fylgja þunganum, að niðurbrotsáhrif bifreiðar með 11,5 tonna öxulþunga er 75% meira en bifreiðar með 10 tonna öxulþunga (  N = 11,5 4  /  10 4  = 1,75  ).

 

 --- --- ---

Vegagerðin:  Vegirnir okkar

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Vegirnir_okkar/$file/Vegirnir%20okkar.pdf

„Með vaxandi umferð hefur slit á vegum aukist til muna en þar vega þungt auknir vöruflutningar. Þungar bifreiðar slíta þjóðvegunum margfalt meira en léttar fólksbifreiðar því þungaumferðin brýtur niður burðarlög veganna smátt og smátt og veldur því að með tímanum minnkar burðarþol þeirra. Í grófum dráttum er talið að áhrif þyngdar hafi fjórða veldis áhrif á niðurbrot veganna. Þetta þýðir að öxull, sem er 10 tonn að þyngd, hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn.“

 

  --- --- ---

 

Nú stendur jafnvel til að setja upp tollhlið á vegi umhverfis höfuðborgarsvæðið og rukka íbúa þar um vegatoll í því skyni að safna fé svo hægt sé að lagfæra skemmdir á vegum sem ljóst er að þungaflutningar, m.a. hópferðabílar fullir af ferðamönnum, valda. Hinn almenni heimilisbíll á nánast engan þátt í þessum skemmdum á þjóðvegakerfinu.

 

Fjordaveldisreglan

Mynd: Birkir Hrafn Jóakimsson: Hjólför í íslensku malbiki

S
já einnig:  
Árni Snær Kristjánsson:
Áhrif þungatakmarkana á vegum - Kostnaðargreining helstu flutningaleiða  

 

--- --- ---

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar freistast til að reyna að hafa fé af ferðamönnum. Grani bóndi á Stað reyndi það eitt sinn og fór illa fyrir honum:

thjodsogur-142w"Á Stað á Ölduhrygg (Staðastað) bjó í gamla daga bóndi sá, er Grani hét; var hann bæði ágjarn og auðugur. Alfaravegurinn lá um landeign hans eptir endilaungum Ölduhrygg sem nú er kallað Staðarholt, og verður enn í dag að fara um þennan veg, er ferðast er vestur undir Jökul eða þaðan inn á Mýrar eða í Dali, enda er vegur sá mjög fjölfarinn, bæði til kauptúnanna Ólafsvíkur og Búða, og til skreiðarkaupa vestur i „pláss", sem kallað er, en það er Hjallasandur, Keflavík, Ólafsvik, og Brimilsvellir.

Grani bóndi þóttist nú geta náð miklu fé, ef hann tollaði veginn; byggði hann því afar mikinn torfgarð neðan frá sjó og upp í Langavatn (Staðarvatn). Hlið hafði hann á garðinum, þar sem vegurinn er, en veitti eingum fararleyfi, nema þeim, er greiddu Granatoll. Óljóst er með öllu, hve hár hann hefir verið, en illa undu menn tollgreiðslu þessari, enda launuðu þeir Grana bónda hana "því einhvern morgun fanst hann dauður hangandi við annan dyrastafinn í garðshliðinu.

Hefir sá vegur aldrei verið tollaður síðan. Það er auðséð á garðrúst þeirri, sem eptir er, að hann hefir verið ákaflega hár og þykkur, og leingd hans hér um bil 300-400 faðmar."

                                                                    Þjóðsögur og Munnmæli. Jón Þorkelsson. 1899.

 

 

 

 


mbl.is Telja vegaskemmdir ógna öryggi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flöskuskeytið víðförla. Myndband sem tekið var þegar skeytið fannst...

 

 

 

 Myndband sem tekið var þegar flöskuskeytið fannst

 

 

20170116_130303

 

Flaska-21-B

 

20170116_130030-B

 

Á sunnudag lenti flöskuskeytið Iceland-1 á eyjunni Tiree sem er skammt austan við Skotland. Tiree tilheyrir hinum innri Suðureyjum, Inner Hbridges. Þar bjó Ketill flatnefur faðir Auðar djúpúðgu.

Fylgjast mátti með því þegar flaskan barst upp að fjörunni  á sunnudaginn og síðar hærra uppp í fjöruna á flóðinu um nóttina.

Þegar ljóst var í hvað stefndi var reynt að ná sambandi við einhverja íbúa eyjarinnar með ýmsu ráðum. Fljótt flýgur fiskisagan…

Kona er nefnd Rhoda Meek. Ævar hafði náð sambandi við hana og síðan undirritaður. Við áttum nokkur orðaskipti á netinu og sagði hún frá hvernig hún hefði fundið skeytið. Sendi síðan fjölda ljósmynda og videoklippna samtals tæplega 1 Gigabæti með hjálp Dropbox. Ég sá strax hve faglega myndirnar voru teknar við erfið skilyrði, en Rhoda var aðeins með myndavél í símanum.  Komst ekki hjá því að hrósa henni dálítið. Þá sagði hún mér að hún hefði verið kynnir í barnasjónvarpsþáttum í 5 ár hjá BBC, eða children´s TV presenter.

Rhoda er öflug kona með mikla reynslu eins og lesa má á Linkedin :-)

 

Rhoda


Skömmu síðar sendi hún mér krækju að bloggpistli sem hún hafði verið að gera meðan á spjallinu stóð, og jafnvel tengt saman nokkrar af videóklippunum í stuttmynd sem er á blogginu. Ég er þó ekki frá því að sumar klippanna séu enn betri. Að hluta talaði hún Gelísku og að hluta Ensku.



Hér er bloggpistill hennar Wodieskodie


Verkís “Message In A Bottle” makes landfall in Tiree


 

Við bíðum svo eftir að Ævar vísindamaður geri þátt um fundinn og birti fleiri myndir...


 

Verkfræðistofan Verkís hannaði og smíðaði flöskuskeytin á eigin kostnað, enda telja starfsmenn Verkís að Ævar vísindamaður vinni gott starf í þágu barna og unglinga.
Vísindin efla alla dáð!

 


Uppfært 18:00 >>> Iceland-1 flöskuskeytið er komið í fjöruna á eyjunni Tiree...

 

Uppfært klukkan 18:00

Samkvæmt skeyti sem kom klukkan 17:20 er skeytið komið upp í fjöru á eyjunni Tiree.

 

Flaska 20

 

Flaska-20

 

 

 

Uppfært. Ný staðsetning kom 13:20. 

 Annað flöskuskeytanna, Iceland-1, er rétt í þann mund að taka land á
Suðureyjum (Hebrides) við Skotland.

Stefnan er annað hvort á Eyjuna Coll eða Tiree, en smáeyjan Gunna þar á milli virðist bíða spennt.

Uppfært 13:30

Skeyti barst fá flöskunni klukkan 13:20.
Nú er nokkuð öruggt að hún mun lenda eftir nokkrar mínútur á eyjunni Tiree
sem er næsta eyja fyrir sunnan Gunnarseyju.
Þar er byggð og jafnvel flugvöllur.

https://en.wikipedia.org/wiki/Tiree

Næsta skeyti mun berast 17:20.

Flaska-19




Smella á mynd til að stækka og sjá betur.

Síðasta skeyti barst klukkan 13:20 og er næsta skeyti væntanlegt 17:20.

 

Flaska-15jan2017

 Hér sést ferðalag skeytanna frá því í janúar 2016

 

 

Flaska-16

 Skeytið Iceland-1 stefnir á smáeyjuna Gunna

 

 

Flaska-17

  Smáeyjan Gunna


Flaska-17 Gunna

 Gunna er aðeins 69 hektarar.
Á Gelísku hetir hún Gunnaigh, en það þýðir Gunnaeyja eða eyjan hans Gunna,
eða Gunnarseyja.

 


Flöskuskeytin tvö
hafa undanfarna mánuði ferðast frá Íslandi áleiðis til Grænlands og síðan suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs og norðurs langleiðina að Íslandi. Aftur snérist þeim hugur og héldu nú áleiðis til Grænlands, suður með austurströndinni og norður með vesturströndinni fram hjá hinni fornu byggð norrænna manna. Síðan héldu þau áleiðis til Vínlands, en fengu ekki góðan byr... Eftir að hafa þvælst um í hafinu vestan Grænlands í nokkurn tíma tóku þau stefnuna hratt í suðausturog huga nú að landtöku á Suðureyjum við Skotland. Landnámsmenn sóttu sínar konur á þessar slóðir eins og flesti vita...

Flöskuskeytin hafa nú ferðast um 15.000 kílómetra síðan þau voru sjósett í janúar fyrir einu ári um 40 km sunnan við Reykjanesvita. Flöskuskeytin hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

Myndin neðst á síðunni er beintengd við líkanið sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd. Með því að smella á blöðrurnar er hægt að kalla fram upplýsingaglugga eins og er á efstu myndinni. Með músarbendlinum er hægt að færa kortið.

 

 

Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti


 

Stórt kort sem sýnir ferðalag flöskuskeytanna:

gps.verkis.is


 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum, en þar má lesa um aðdraganda ævintýrisins og sjá hvernig flöskuskeytin líta út:

Ævar vísindamaður og flöskuskeytið frábæra með gervihnattatengingu...

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

Verkfræðistofan Verkís hannaði og smíðaði flöskuskeytin á eigin kostnað, enda telja starfsmenn Verkís að Ævar vísindamaður vinni gott starf í þágu barna og unglinga.
Vísindin efla alla dáð!

 

 

 

 

 

 Beintengd mynd sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd núna.

Prófið að draga til kortið með músinni og nota músarhjólið.

 

 

 

Líkan sem sýnir vindakerfið akkúrat núna.

https://www.windytv.com

 

 


Annað flöskuskeytanna er núna að taka land í Skotlandi. Verður Gunna fyrir valinu? Sjá myndir...

 

 

 Annað flöskuskeytanna, Iceland-1, er rétt í þann mund að taka land á
Suðureyjum (Hebrides) við Skotland.

Stefnan er annað hvort á Eyjuna Coll eða Tiree, en smáeyjan Gunna þar á milli virðist bíða spennt.


Smella á mynd til að stækka og sjá betur.

Síðasta skeyti barst klukkan 09:20 og er næsta skeyti væntanlegt 13:20.

 

Flaska-15jan2017

 Hér sést ferðalag skeytanna frá því í janúar 2016

 

 

Flaska-16

 Skeytið Iceland-1 stefnir á smáeyjuna Gunna

 

 

Flaska-17

  Smáeyjan Gunna


Flaska-17 Gunna

 Gunna er aðeins 69 hektarar.
Á Gelísku hetir hún Gunnaigh, en það þýðir Gunnaeyja eða eyjan hans Gunna,
eða Gunnarseyja.

 


Flöskuskeytin tvö
hafa undanfarna mánuði ferðast frá Íslandi áleiðis til Grænlands og síðan suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs og norðurs langleiðina að Íslandi. Aftur snérist þeim hugur og héldu nú áleiðis til Grænlands, suður með austurströndinni og norður með vesturströndinni fram hjá hinni fornu byggð norrænna manna. Síðan héldu þau áleiðis til Vínlands, en fengu ekki góðan byr... Eftir að hafa þvælst um í hafinu vestan Grænlands í nokkurn tíma tóku þau stefnuna hratt í suðausturog huga nú að landtöku á Suðureyjum við Skotland. Landnámsmenn sóttu sínar konur á þessar slóðir eins og flesti vita...

Flöskuskeytin hafa nú ferðast um 15.000 kílómetra síðan þau voru sjósett í janúar fyrir einu ári um 40 km sunnan við Reykjanesvita. Flöskuskeytin hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

Myndin neðst á síðunni er beintengd við líkanið sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd. Með því að smella á blöðrurnar er hægt að kalla fram upplýsingaglugga eins og er á efstu myndinni. Með músarbendlinum er hægt að færa kortið.

 

 

Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti


 

Stórt kort sem sýnir ferðalag flöskuskeytanna:

gps.verkis.is


 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum, en þar má lesa um aðdraganda ævintýrisins og sjá hvernig flöskuskeytin líta út:

Ævar vísindamaður og flöskuskeytið frábæra með gervihnattatengingu...

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

Verkfræðistofan Verkís hannaði og smíðaði flöskuskeytin á eigin kostnað, enda telja starfsmenn Verkís að Ævar vísindamaður vinni gott starf í þágu barna og unglinga.
Vísindin efla alla dáð!

 

 

 

 

 

 Beintengd mynd sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd núna.

Prófið að draga til kortið með músinni og nota músarhjólið.

 

 

 

Líkan sem sýnir vindakerfið akkúrat núna.

https://www.windytv.com

 

 


Niðurstaða mælinga: Árið 2016 var hlýtt á heimsvísu, en ekki tölfræðilega hlýrra en árið 1998...

 

 

UAH hitaferill til loka 2016-B

 

 

Í dag voru birtar niðurstöður hitamælinga frá gervihnöttum til loka desembermánaðar 2016. Samkvæmt þeim var árið 2016 hlýtt, en munurinn á árunum 1998 og 2016 er ekki tölfræðilega marktækur, eða 0,02°C.

Þessi hitatoppur árin 1998 og 2015/2016 stafaði af fyrirbæri í Kyrrahafinu sem kallast El-Niño, eða jólabarnið. Heitur sjór losar varma í lofthjúpinn, hann hlýnar en sjórinn kólnar. Yfirleitt tekur við fyrirbæri sem kallast La-Niña þegar kaldari sjór kælir loftið. Áhrifanna gætti víða um heim og veðráttan var víða mjög óvenjuleg. Lofthitinn náði hámarki um áramótin 2015/2016 en fór síðan hratt fallandi. Samkvæmt þessum mælingum var hitafallið á árinu nálægt 0,6 gráðum. Það munar svo sannarlega um minna.

Þetta er mikil einföldun á fyrirbærunum El-Niño og La-Niña. Sjá góðar skýringar Trausta Jónssonar á fyrirbærinu hér.

Verður árið 2017 hlýtt á heimsvísu?  Við skulum ekki fullyrða neitt, en brjóstvitið segir okkur að svo muni ekki verða. Enn síður árið 2018.  Það er nefnilega svo að svala fyrirbærið La-Liña fylgir oft í kjölfar hins hlýja El-Niño.  Takið t.d. eftir ferlinum árið 2000, þ.e. um tveim árum eftir hið öfluga El-Niño árið 1998. Sjórinn dempar allar svona hitasveiflur, ekki síst hjá okkur sem lifum í nábýli við hann. Við skulum því sjá til hvað gerist hér á landi eftir svo sem fáeina mánuði.



Sjá nánar á vefsíðu Dr. Roy Spencer með því að smella á krækjuna: 

Global Satellites: 2016 not Statistically Warmer than 1998

Strong December Cooling Leads to 2016 Being Statistically Indistinguishable from 1998

January 3rd, 2017 by Roy W. Spencer, Ph. D.

 

 

Hvað tekur svo við eftir að La-Nina lýkur?

 - Hækkandi hiti?
 - Lækkandi hiti?
 - Kyrrstaða?

Enginn veit svarið. Sumir telja að það muni halda áfram að hlýna hægt og rólega vegna aukins styrks koltvísýrings í loftinu, aðrir að nú muni taka að kólna vegna minnkandi sólvirkni og sveiflna í hafinu, og enn aðrir gera ráð fyrir meira og minna kyrrstöðu...    Kannski það verði bara sambland af þessu öllu?  

 

Hafi einhverjum ekki litist á blikuna þegar hitinn hækkaði hratt fyrir rúmu hálfu ári, þá getur hinn sami andað rólega núna.  Að minnsta kosti í fáein ár ef að líkum lætur :-) 

 

Myndin efst á siðunni:

Hnattrænn lofthiti til loka desembermánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu UAH.

Heimild: Dr. Roy Spencer.

Blái ferillinn er mánaðagildi.   Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal. (Meðaltalsferillinn sýnir meðaltalsgildi fyrir tímann fyrir aftan og fyrir framan hvern punkt á ferlinum, svo að hann nær ekki alveg til endanna. "Centered average").

Mælingar á hitastigi lofthjúpsins með hjálp gervihnatta hófust árið 1979. 

 

 

 

nino3_4

  

Yfirborðshiti sjávar í Kyrrahafinu þar sem El-Niño átt sér stað nýlega.

Beintengdur ferill frá Áströlsku veðurstofunni.  Sjá hér

 

 

Rétt er að minna á að þessi pistill fjallar ekki um hnatthlýnun af mannavöldum, heldur eðlilegar sveiflur í náttúrunni. 

 

 

 

--- --- ---

Til unhugsunar:

Skalinn á venjulegum heimilishitamæli, sem við annað hvort erum með fyrir utan gluggann eða innanhúss, er þannig gerður að hver gráða jafngildir um 1 millímetra. Auðvitað ekki nákvæmlega, en því sem næst.  Þessi munur á árunum 1998 og 2016 (0,02°C) kæmi þá fram sem 0,02 mm.   Samkvæmt upplýsingum á netinu er þvermál mannshárs 0,02 til 0,2mm.

Munur aranna

Allur lóðrétti skalinn á þessari mynd nær yfir 0,8 gráður. Munur (0,02°) milli áranna 1998 og 2016 er örlítill, miklu minni en óvissumörk mælinganna sem gætu verið  +/- 0,1 gráða.

 

Þessar upplýsingar koma að gagni ef einhverjir fara að deila um keisarans skegg cool

 

 


Er "endurheimt votlendis" oft tilgangslítil...?

 

 

 

Forsetaskurdur

 

Hve lengi losar mýri sem hefur verið þurrkuð koltvísýring eða CO2? Að því hlýtur að koma, að órotnuðu jurtaleyfarnar í fyrrum mýrinni hafi að mestu rotnað og breyst í frjósama gróðurmold. Það tekur ekki mjög langan tíma. Eftir það er losunin ekki meiri en frá venjulegum úthaga og þörfin fyrir að endurheimta votlendið til að minnka losun á CO2 þá engin.

Hver þessi tími er virðast fáir vita, ef þá nokkur.

Hugsum okkur skurð sem opnaður var fyrir 100 árum.  Jarðvegurinn er fyrir löngu orðinn þurr og hefur breyst í frjósama gróðurmold. Rotnun jurtaleyfanna sem hófst skömu eftir að skurðurinn var opnaður hefur að mestu stöðvast. Losun koltvísýrings frá þessu þurra landi er orðin óveruleg. Þetta skilja allir sem vilja.

Að bleyta upp land sem breyst hefur úr mýrarjarðvegi í frjósaman jarðveg hefur því ef til vill ekki nokkurn tilgang. Það hjálpar auðvitað ekkert að stöðva losun sem af náttúrulegum ástæðum er orðin lítil sem engin.

Ef fjósama landið þar sem áður var mýri er notað til að rækta skóg, þá næst árangur við að binda CO2. Það er ekki sjálfgefið að það skili nokkrum árangri að fylla í skurði sem grafnir voru fyrir nokkrum áratugum.

Flestir efnaferlar varðandi niðurbrot fylgja veldisfalli. Sama gildir um fjölmörg fyrirbæri í náttúrunni. Losun CO2 úr framræstu mýrlendi fylgir væntanlega einnig veldisferli. Losunin er mest í byrjun, en fellur síðan nokkuð hratt. Eftir fáeina áratugi gæti hún verið orðin óveruleg. 

Helmingunartími er skilgreindur sem tíminn þar til losun á tímaeiningu (t.d. á ári) er komin niður í helming af því sem hún var í byrjun. Ef helmingunartíminn varðandi losun á CO2 úr framræstri mýri er 10 ár, þá er árleg losun komin niður í fjórðung eftir 20 ár, 12% eftir 30 ár og 6% eftir 40 ár.

Sem sagt, eftir fáeina áratugi er árleg losun orðin óvera miðað við að helmingunartíminn sé t.d. 10 ár.

Það er því ekki nóg að áætla augnabliksgildið á losun CO2 úr framræstum mýrum. Við þurfum að þekkja það sem fall af tíma og þar með helmingunartímann (eða tímastuðulinn ef það hentar betur) við dæmigerðar íslenskar aðstæður. Þá fyrst getum við farið að ræða af viti um það hvort vit sé í að bleyta upp framræst land.

 

Helmingunartími

 

 

Svo má ekki gleyma því, að þó að blautar mýrar losi ekki nema takamarkað af CO2, þá losa þær metan. Metan er um 25 sinnum virkara gróðurhúsagas en koltvísýringur, svo það kann að vera að fara úr öskunni í eldinn að bleyta upp land til að endurheimta votlendi!

Nokkrar spurningar sem menn ættu að kunna svar við:

  • Hve mikil er árleg losun CO2 pr. hektara fyrst eftir skurðgröft miðað við dæmigerða mýri?
  • Hvað ætli árleg losun CO2 sé eftir 10 ár?  20 ár? 30 ár?
  • Eftir hve langan tíma frá því skurðir voru grafnir er losun á CO2 orðin óveruleg miðað við það sem hún var fljótlega eftir skurðgröft?
  • Hve mikið minnkar losun CO2 eftir bleytingu?
  • Hve mikið bindur skógur pr. ha. sem plantað er í þurrkað land?
  • Er víst að bleyting eða endurheimt votlendis sé árangursríkari en skógrækt á sama stað?   
  • Hver mikil eru áhrif útstreymis metans frá blautum mýrum á hlýnun miðað við útstreymi CO2 frá nokkurra áratuga gömlum þurrkuðum mýrum?
  • Getur verið, að þegar landi sem þurrkað hefur verið upp fyrir nokkrum áratugum er breytt í mýri aftur, að þá fari í gang losun metans sem er skæðari valdur hlýnunar en útstreymi koltvísýrings sem var orðið lítið? (Sem sagt, farið úr öskunni í eldinn).

 

Fáir eða enginn virðist kunna svar við þessum spurningum, sem þó eru grundvallaratriði í umræðunni um loftslagsmál.

 

Endurheimt-votlendis

 

 

Oft hefur mér komið til hugar að “endurheimt votlendis” með því að fylla í skurði sé ekki endilega rétt aðferð til að minnka losun koltvísýrings.

Annar möguleiki til að binda kolefni, og jafnvel betri, er að rækta skóg á landinu, eða einfaldlega friða það og leyfa sjálfsáðum trjáplöntum að vaxa.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hvernig fyrrum votlendi hefur gerbreytt um svip á fáum áratugum. Þarna var landið ræst með mörgum skurðum, en hefur lengi verið laust við ágang hesta og kinda. Svona skógur er væntanlega duglegur að binda koltvísýring og auðvitað miklu fallegri en einhver dýjamýri. Þarna hefur engu verið plantað. Allt er sjálfsáð. Landið er ofarlega í uppsveitum og er alllangt síðan það var þurrkað með skurðgreftri. Fræ hefur meðal annars borist frá skóginum í fjallinu.

Til þess að flýta fyrir að skógur vaxi upp nánast af sjálfdáðum mætti planta fáeinum birkiplöntum hér og þar, jafnvel aðeins 100 stk. í hvern hektara, þ.e. um 10 metrar milli pantnanna. Eftir nokkur ár fara þessi tré að bera fræ og verða frælindir. Sjálfsáðar plöntur fara að skjóta upp kollinum vítt og breitt. Á fáeinum áratugum verður birkiskógurinn þéttur og fallegur. Þetta kostar lítið sem ekkert, eða þrjá bakka af birkiplöntum í hvern hektara. Um 15.000 krónur kosta plönturnar samtals. Auðvitað verður einnig að girða landið fjárheldri girðingu. Tíminn vinnur með okkur.

Að sjálfsögðu má planta þéttar, nota fleiri tegundir en birki og jafnvel stunda formlega skógrækt. En til að koma til meira og minna sjálfsáðum skógi þarf litla fyrirhöfn. Fyrst og fremst þarf að friða landið og girða, og tryggja að frælindir skorti ekki.

Síðan er auðvitað einfalt að flétta svona birkiskóg við votlendissvæði með því að fylla í skurði í hluta landsins. Þannig má fara bil beggja og tryggja fjölbreytt fugla- og plöntulíf ásamt skjólgóðum skógi.

 

 

 

Endurheimt_votlendis1

 Hvað skyldi skurðurinn sem fólkið er að moka ofan í vera gamall?  Líklega mjög gamall, enda greinlega nánast uppgróinn. Hver mikil ætli árleg losun per hektara landsins þarna sé? Varla mikil.

 

 

Myndin efst á síðunni er fengin að láni af vefsíðu Ríkisútvarpssins hér.

Myndin neðst á síðunni er fengin að láni af vef Garðabæjar hér.

 

 


mbl.is Vantar vísindin við endurheimt mýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 764773

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband