Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Tveggja ára drengur þekkir alheiminn betur en þú...! - Myndband

 


Drengurinn sem kemur fram í myndbandinu er aðeins tveggja ára,

en virðist vita miklu meira um alheiminn en flest okkar Smile 

 


 

 Rose Center for Earth and Space

 

 

 


Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...

human-pylon-human-shape-electricity-transmission-tower-2-600w.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (12/10) var fréttin hér fyrir neðan í Vísi, og á Stöð 2 var viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Í fréttinni kemur fram að eftir um áratug gæti Landsvirkjun farið að greiða okkur eigendunum um 25 milljarða á ári. Það munar um minna.

Ríkissjóði (það er að segja okkur) veitir svo sannarlega ekki af tekjum til að reka skólakerfið, sjúkrahúsin, löggæsluna, ... og styðja við listir og menningu.

Þetta er til viðbótar við það sem áliðnaðurinn skilar nú þegar beint og óbeint í þjóðarbúið.

 

 

Vísir, 12. okt. 2010 18:33

Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug

Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.

Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.

Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.

Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það.

"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.

Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.

Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.

 

 

 

 

Fréttin á Stöð 2

 

 

Samtök iðnaðarins (nóv 2009): Yfirlit yfir áliðnað á Íslandi
mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er móðir náttúra að stríða okkur? - Enn hagar hafísinn á norðurslóðum sér undarlega...

 

 

dmi_ice_12_okt_2010_1034103.jpg

 

Takið eftir hvernig svarti ferillinn hefur læðst upp fyrir hina ferlana.


Síðastliðið sumar (19. júlí) skrifaði ég pistil sem nefndist ""Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...". Sjá agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1078104.  Tilefnið var að ferillinn sem sýnir útbreiðslu hafíss hafði þá nýverið tekið krappa sveigju uppávið.

Nú hefur það aftur gerst að ferillinn hefur sveigt uppávið, og er svo komið að hann liggur hærra en ferlarnir fyrir árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.

Hvað veldur hef ég ekki minnstu hugmynd um. Hvort þetta er vísbending um hvernig hafísinn muni haga sér á næstunni hef ég enn minni hugmynd um. Það er þó ljóst að samkvæmt Dönsku veðurstofunni er útbreiðsla hafísinns nú í augnablikinu heldur meiri en árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009. 

Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun, en samt er þetta óneitanlega forvitnilegt.   Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði.

Kannski móðir náttúra sé bara að stríða okkur. Eða er hún að minna okkur á hver það er sem ræður Wink

 

icecover_2010_1034006.png
 Arealet af al havis på den nordlige halvkugle for de seneste 5 år.

 

 

Myndin er af vefsíðu dönsku veðurstofunnar DMI 12. október 2010.
http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Myndin sem er efst á síðunni er klippt úr þessari mynd.

 

Current Sea Ice extent

Total sea ice extent on the northern hemisphere since 2005. The ice extent values are calculated from the ice type data from the Ocean and Sea Ice, Satellite Application FacilityOSISAF), where areas with ice concentration higher than 30% are classified as ice.

The total area of sea ice is the sum of First Year Ice (FYI), Multi Year Ice (MYI) and the area of ambiguous ice types, from the OSISAF ice type product. However, the total estimated ice area is underestimated due to unclassified coastal regions where mixed land/sea pixels confuse the applied ice type algorithm. The shown sea ice extent values are therefore recommended be used qualitatively in relation to ice extent values from other years shown in the figure. In 2010 sea ice climatology and anomaly data will be available here. 

 

 

 

Havisareal på den nordlige halvkugle

Grafikken til højre viser det totale havis areal på den nordlige halvkugle, som funktion af dag på året. Det viste havis areal er beregnet på baggrund af is-koncentrations data fra Ocean and Sea Ice, Satellite Application Facility-projektet (OSISAF), hvor is-koncentrationer større end 30% kategoriseres som havis.

Det totale areal er summen af vinteris, polaris, samt det isdækkede areal hvor OSISAF-algoritmen ikke med sikkerhed kan bestemme istypen. Det totale estimat for havisen er undervurderet, da en del kystområder er udeladt, hvorfor grafen bør benyttes kvalitativt indtil data kan sammenlignes med andre år. Der arbejdes i øjeblikket på at lave et havis klimatologi datasæt, hvilket forventes færdigt 2010.

 

 

 

 

 

 

Sjá vefsíðuna Sea Ica Page sem er með fjölda grafa og mynda sem breytast daglega.

 

 

 

mynd10a.jpg
 
Lagnaðarís í Reykjavíkurhöfn 1918.
Myndin er úr myndasafni Mbl (sjá  hér) og er textinn þar ónákvæmur eins og Trausti bendir á í athugasemd #8. (Uppfært 13/10 kl 06:32).

 
crying_ice_sheet.jpg

 Móðir náttúra að tárast?

Myndina tók Michael Nolan við Austfonna á Svalbarða

 

 


Minnstu norðurljós í 100 ár...

 

 

 

Fyrir skömmu birtist frétt þar sem vitnað var í  Dr. Noora Partamies hjá Finnsku Veðurstofunni.  Þar kemur fram að norðurljósin séu nú sjaldgæfari en nokkru sinni í meira en öld.  Þessu veldur væntanlega minnkandi virkni sólar.

 

 Northern Lights hit 100-year low point

 Helsinki (AFP) Sept 28, 2010

The Northern Lights have petered out during"the second half of this decade, becoming rarer than at any other time in more than a century, the Finnish Meteorological Institute said Tuesday.

 

The Northern Lights, or aurora borealis, generally follow an 11-year "solar cycle", in which the frequency of the phenomena rises to a maximum and then tapers off into a minimum and then repeats the cycle.

"The solar minimum was officially in 2008, but this minimum has been going on and on and on," researcher Noora Partamies told AFP.

"Only in the past half a year have we seen more activity, but we don't really know whether we're coming out of this minimum," she added.

The Northern Lights, a blaze of coloured patterns in the northern skies, are triggered by solar winds crashing into the earth and being drawn to the magnetic poles, wreaking havoc on electrons in the parts of the atmosphere known as the ionosphere and magnetosphere.

So a dimming of the Northern Lights is a signal that activity on the sun which causes solar winds, such as solar flares and sun sports, is also quieting down.

For researchers like Partamies, it is the first time they can observe through a network of modern observation stations what happens to this solar cycle when it becomes as badly disrupted as it is now.

"We're waiting to see what happens, is the next maximum going to be on time, is it going to be late, is it going to be huge?" Partamies said.

During the cycle's peak in 2003, the station on Norway's Svalbard island near the North Pole, showed that the Northern Lights were visible almost every single night of the auroral season, which excludes the nightless summer months.

That figure has fallen to less than 50y percent, while the southernmost station, situated in southern Finland, has been registering only two to five instances annually for the past few years.

 

 

 Sjá fréttina hér á Space Daily.


24/7 Space News
 
 
Myndin efst á síðunni er af norðurljósum fyrir ofan lítið gróðurhús í Bláskógabyggð.
 

 


Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...

 

 

hathaway ssn blink2007 2010

 

 

Á hreyfimyndinni má sjá samanburð á spá NASA (Dr. David Hathaway)  árið 2007 og 5. október 2010.

NASA spáir nú sólblettatölu 64 sem er sú sama og fyrir 100 árum. Hámarkið spáir Hathaway að verði árið 2013. Sjá hér

Aðrir hafa spáð enn lægri sólblettatölu eða um 48, en svo lág tala hefur ekki sést í um 200 ár. Spár Dr. Hathaway hafa farið lækkandi þannig að ekki er hægt að útiloka að næsta spá hans verði enn lægri en sú sem var að birtast.

Hr. Hathaway má eiga það að hann hefur verið óragur við að breyta spám sínum og gerir ávallt góða grein fyrir forsendununum, óvissunni og því hve lítið við vitum í raun um eðli sólar.

Sumum finnst spá Hathaway vera enn of há. Þar á meðal er David Archibald. Sjá hér. Hann spáir sóllblettatölu 48 og hámarki 2015. Meðal annars vitnar hann í 210 ára De Vries/Suess sólsveifluna. Sjá hér. Fari svo að Archibald hafi rétt fyrir sér, þá verður þetta lægsta sólblettatala síðan um það bil 1810. Sjá hér.

 

Við lifum svo sannarlega á spennandi tímum...

 

 

 

maunderminimum.jpg


 Myndin af sólsveiflum í 400 ár er fengin að láni á vefsíðu NASA hér

 


Halastjarnan Hartley 2 sést núna...

 

 

rolando-ligustri1.jpg

 

Í kvöld sá ég  halastjörnuna 103P/Hartley 2 Smile


Þar sem ég var staddur utanbæjar var himininn með allra fallegasta móti og tindruðu stjörnur um alla hvelfinguna. Vetrarbrautin skartaði sínu fegursta og var engin "ljósmengun" frá mánanum eða norðurljósum.

Halastjarnan er skammt frá stjörnumerkinu Kassíopeia, sem er eins og stórt W mjög hátt á himninum. Um halastjörnuna er fjallað í góðri grein á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is.

Halastjarnan er mjög dauf og ekki auðvelt að koma auga á hana. Stundum þóttist ég sjá móta fyrir henni með berum augum, en var ekki viss. Líklega var það bara ímyndun :-).   Ég var með góðan handsjónauka, Canon 15x50 með hristivörn,  en halastjarnan ætti að sjást með öllum sæmilega góðum sjónaukum ef ljósmengun er mjög lítil. Hún er þó frekar ógreinileg, eiginlega eins og óskarpur hnoðri.

Líklega verður halastjarnan  björtust 20. október og ætti þá að sjást vel, jafnvel með berum augum. Það verður gaman að fylgjast með henni. Halastjörnur eiga til að koma á óvart. Stundum verða þær skyndilega bjartar og fallegar.

Sjá umfjöllun um halastjörnuna hér á Stjörnufræðivefnum. Þar er m.a. stjörnukort sem sýnir hvar halastjörnuna er að finna næstu kvöld.

Myndina tók Rolando Ligustri 2. október og er hún fengin að láni á spaceweather.com. Græni liturinn sést ekki í sjónauka, en kemur fram á myndum sem teknar eru af halastjörnunni. (Smella nokkrum sinnum á myndina til að stækka hana).

-

Í kvöld sá ég einnig fjöldan allan af gervihnöttum. Þar á meða var einn Iridium sem blossaði upp um leið og hann fór fram hjá Kassíópeiu merkinu.

 


Ótrúlegir goshverir á Enceladus tungli Satúrnusar...

 

enceladus-600w_1031393.jpg

 

 

Engu líkara er en að göt hafi komið á Enceladus sem er eitt tungla Satúrnusar. Enceladus er um 500km í þvermál og er myndin tekin í sýnilegu ljósi 25 desember 2009 frá Cassini geimfarinu.

Þetta er þó ekki heit hveragufa eins og kemur upp úr jörðinni við Geysi, heldur kalt vatn, eða öllu heldur ískristallar.

Sjá nánar hér og hér.

 

 

6023_14195_1.jpg

 

 

CICLOPS: Cassini Imaging Central Laboratory for OPerationS

 www.ciclops.org

 


Jessica Cox, stúlkan sem fæddist handalaus, er með einkaflugmannspróf - Videó...

 

jessica-cox-standing-in-plane.jpg

 

 

 

Nú þegar svartsýnin og örvæntingin ræður ríkjum í þjóðfélaginu er hughreystandi að lesa um Jessicu Cox sem fæddist handalaus, en hefur með einstökum dugnaði og bjartsýni náð lengra en flest okkar. Getur fleira og gerir það betur.

Þrátt fyrir fötlun sína er Jessica með einkaflugmannspróf,  leikur á píanó, vélritar 25 orð á mínútu, er meistari í íþróttum, dansar, er góður fyrirlesari...

Eiginlega á ég ekki orð.   Hvers vegna er ég að kvarta þó á móti blási stundum? Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins jákvæðir og þessi fallega stúlka?

Myndirnar segja meira en mörg þúsund orð, orð sem ég á ekki til...

 

 

 


 

 

jessica1.jpg

 

 

 

 

 Meira hér.

 

 

 

 

 


Nýr áhugaverður hitaferill sýnir hlýskeið og kuldaskeið á norðurhveli síðastliðin 2000 ár...

 

ljungquist2010_temp-graph.jpg

 

Í sænska tímaritinu Geografiska Annaler 92A(3):339-351)  birtist fyrir skömmu áhugaverð grein eftir Fredrik Charpentier Ljungquist. Höfundur starfar við Háskólann í Stokkhólmi.

Greinina má nálgast með því að smella hér.
Trausti Jónsson
fjallaði um greinina hér.

Hitaferillinn sem er efst á síðunni er úr greininni, en ég bætti inn rauðu línunni sem sýnir meðalhita áranna 1961-1990. Hitaferillinn sýnir sem sagt frávik frá þessu meðaltali. Strikaði hluti ferilsins lengst til hægri er áratugameðaltal yfir tímabilið 1850-1999, þ.e. hitamælingar gerðar með mælitækjum, en grái hlykkjótti ferillinn er  auðvitað niðurstöður óbeinna mælinga.

Smella má tvisvar á myndina til að opna stærri mynd og lesa skýringarnar sem eru fyrir neðan hana. 

Í greininni er kort sem sýnir á hvaða rannsóknum ferillinn er byggður, og þar er einnig listi með tilvísunum í rannsóknirnar.

 

ljungquist-1_1030548.jpg

Það er áhugavert að á ferlinum, sem er efst á síðunni, kemur fram að álíka hlýtt hefur verið á norðurhveli jarðar, þ.e. á þeim svæðum sem rannsóknirnar sem ferillinn byggir á ná yfir, fyrir 2000 árum, aftur fyrir um 1000 árum, og einnig á undanförnum áratugum.

Kuldaskeiðin á hinum myrku miðöldum um 300-800, og aftur á litlu ísöldinni frá um 1300-1900 leyna sér ekki.

Hitasveiflurnar fyrr á öldum eru yfir 0,6°C, eða svipað og á síðustu öld eins og allir vita.

 

Úrdráttur:

ABSTRACT. A new temperature reconstruction with decadal resolution, covering the last two millennia, is presented for the extratropical Northern Hemisphere (90–30°N), utilizing many palaeotemperature proxy records never previously included in any largescale temperature reconstruction. The amplitude of the reconstructed temperature variability on centennial time-scales exceeds 0.6°C. This reconstruction is the first to show a distinct Roman Warm Period c. AD 1–300, reaching up to the 1961–1990 mean temperature level, followed by the Dark Age Cold Period c. AD 300–800. The Medieval Warm Period is seen c. AD 800–1300 and the Little Ice Age is clearly visible c. AD 1300–1900, followed by a rapid temperature increase in the twentieth century. The highest average temperatures in the reconstruction are encountered in the mid to late tenth century and the lowest in the late seventeenth century. Decadal mean temperatures seem to have reached or exceeded the 1961–1990 mean temperature level during substantial parts of the Roman Warm Period and the Medieval Warm Period. The temperature of the last two decades, however, is possibly higher than during any previous time in the past two millennia, although this is only seen in the instrumental temperature data and not in the multi-proxy reconstruction itself. Our temperature reconstruction agrees well with the reconstructions by Moberg et al. (2005) and Mann et al. (2008) with regard to the amplitude of the variability as well as the timing of warm and cold periods, except for the period c. AD 300–800, despite significant differences in both data coverage and methodology.

 

 

Sjálfsagt er að sækja alla greinina með því að smella hér:
A new reconstruction of temperature variability in the extra-tropical northern hemisphere during the last two millenia.

 

Önnur áhugaverð grein frá 2009 eftir sama höfund er hér:
Temperature proxy records covering the last two millenni: A tabular and visual overview.
Þetta er vissulega nokkuð löng grein, en yfirfull af fróðleik.

 

 

 

 


 

Ú T Ú R D Ú R A R:

 

 

 
Hitaferil eftir Craig Loehle (2007), en hann birtist hér á blogginu í júní 2008. 
Ferillinn nær einnig yfir síðastliðin 2000 ár.
 
 
 
Uppfært 30/10:  Þetta er smávegis leiðréttur hitaferill eftir Loehle (2008). 
 

 

 

 warming-in-cycles-carter1.jpg

 Síðastliðin 5000 ár. Koma svona hlý og notaleg tímabil á um þúsaldar fresti?

 

 

 

temperature_swings_11000_yrs.jpg

Frá síðustu ísöld fyrir 11.000 árum nánast til dagsins í dag. 

 

Þetta virðast vera gríðarmiklar sveiflur eins og þær birtast á ferlunum, en hve miklar eru þær í raun? Meðalhiti jarðar er um 15°C.  Heimasmíðaði hitamælirinn hér fyrir neðan sveiflast um því sem næst 0,7 gráður.  Er þetta mikið eða lítið? Það fer auðvitað eftir ýmsu.

 

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/global-warming-thermometer--50_996980.gif

 

 

En þá er það auðvitað spurningin stóra: Mun framtíðin verða svipuð og fortíðin? Notalega hlýtt á Fróni með 1000 ára millibili, en leiðinda kuldi í nokkur hundruð ár þess á milli. Hvenær megum við búast við næstu ísöld sem færir Frón á kaf undir ís?  Erum við ekki einstaklega heppin að það skuli vera svona milt og gott þessa áartugina, eða er það bara eigingirni?

 

 

 Ef einhver er ekki búinn að fá nóg:

 Medieval Warm Period Project


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fréttin um myrkvun jarðar árið 2013 vegna sólgosa...

 

 

 

 

Það er útilokað að að hægt sé að spá fyrir um sólgos á þann hátt sem fram kemur í norsku fréttinni, Jörðin gæti myrkvast,  sem vitnað er til í Morgunblaðinu í dag.

Það er svo annað mál að öflug sólgos geta valdið skaða á viðkvæmum rafbúnaði. Til þess að svo verði er ekki nóg að öflugt sólgos verði, heldur þarf jörðin að vera stödd þannig á braut sinni umhverfis sólu að efnisagnirnar lendi á henni. 

Það er því ástæðulaust að óttast að nokkuð svona lagað gerist árið 2013. Svona sólgos gæti kannski orðið í næstu viku, eða kannski eftir nokkur ár, áratug eða áratugi...

 

Það er svo annað mál að það er sjálfsagt að þekkja hættuna og vera viðbúinn. Um það var fjallað í pistlinum 25. janúar 2009:  Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

Í september 2009 var fjallað um atvikið 1859 sem kennt er við Carrington og minnst er á í fréttinni:  Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

Nýlega kom út viðamikil skýrsla vísindanefndar sem nefnist Space Weather Events—Understanding Societal and Economic Impacts.   

Fyrir nokkru var fjallað um skýrsluna á vefsíðu NASA: Severe Space Weather. Þar kemur fram sú mikla hætta sem rafdreifikerfinu getur stafar af öflugum kórónugosum og segulstormum. 

 

Sem sagt, í fréttinni leynist sannleikskorn, en þar er einnig óþarflega mikið fullyrt...

 

 

 

Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag...?

 Þannig var spurt á blogginu fyrir ári...

 

 


mbl.is Jörðin gæti myrkvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 764577

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband