Færsluflokkur: Umhverfismál
Þriðjudagur, 1. september 2009
Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...
Auðlind sem er að hverfa. Ljósmengun frá illa hannaðri lýsingu er helsti óvinur þess sem vill njóta fegurðar himinsins. Þetta er ekki aðeins vandamál hérlendis, heldur víða um heim. Nú er að vaxa upp kynslóð sem varla hefur séð stjörnur aðrar en þær allra skærustu. Hve margir skyldu hafa séð okkar eigin Vetrarbraut? Jafnvel norðurljósin hverfa í glýjuna.
Víða erlendis hafa menn gert sér grein fyrir þessu vandamáli og gert bragarbót: Lýsing hefur orðið þægilegri, orkunotkun verulega minni, og fjárhagslegur ávinningur hefur því verið töluverður af þessum lagfæringum. Allir eru ánægðir þegar vel tekst til, ekki síst stjarneðlisfræðingar, stjörnuáhugamenn, og allir þeir sem unna fallegri náttúru.
Alþjóðleg samtök áhugamanna og hagsmunaaðila á þessu sviði, International Dark-Sky Association - IDA (http://www.darksky.org), hafa víða náð góðum árangri á þessu sviði með því að benda á vandamálið og úrlausnir. IDA er með mjög gagnlega vefsíðu.
Hér á landi hefði mátt ætla að við værum blessunarlega laus við þessa mengun eins og aðrar, en það er öðru nær. Ljósmengun hér er engu minni en víða í hinum stóra heimi. Bjarmi yfir höfuðborginni er ótrúlega mikill, svo og bjarmi frá gróðurhúsum í dreifbýlinu.
Hér til hægri eru tvær myndir teknar í mars 1997:
Fyrri myndin er tekin frá Garðabæ yfir hluta Reykjavíkur. Vel má sjá bjarmann, sem liggur eins og hjúpur yfir borginni. Aðeins allra skærustu stjörnur sjást, og Vetrarbrautin sést ekki lengur. Ein bjartasta halastjarna sem sést hefur á síðustu árum prýddi stjörnuhimininn. Mjög erfitt var að ljósmynda hana frá Reykjavík.
Næsta mynd sýnir Hale-Bopp og aragrúa stjarna. Hér var myrkrið það gott, að hægt var að hafa ljósop myndavélarinnar opið í 10 mínútur. Þá koma fram ótal stjörnur, sem venjulega sjást ekki með berum augum. Einnig má sjá bláan rafhala halastjörnunnar, en hann sést ekki með berum augum. Myndin var tekin frá Keilisnesi, áður en Reykjanesbrautin var lýst upp með illa skermuðum ljósum. Lýsing utanbæjar er sífellt að aukast, og oftar en ekki gleymist að huga að góðri lýsingartækni. Lýsingin veldur óþarfa bjarma, og ekki síður óþarfa glýju.
Hefur þú lesandi góður prófað að horfa til himins þar sem himininn er ómengaður? Prófaðu að fara út úr bílnum og horfa til himins ef þú ert á ferðalagi utan þéttbýlis í stjörnubjörtu veðri. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum
Vonandi fara menn að gera sér grein fyrir þessu vaxandi vandamáli. Ef heldur áfram sem horfir verður stjörnuhimininn ósýnilegur flestum innan skamms. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra!
Hvað veldur ljósmengun? Ljósmengum er af ýmsum toga. Algengasta orsökin er slæmur frágangur á ljósastæðum. Ljós berst þá til hliðar eða upp og verður sýnilegt sem bjarmi yfir borgum eða gróðurhúsum.
Sum götuljós eru mjög illa hönnuð, og þekkja margir kúlu- eða keilulaga ljósakúpla sem einkum eru algengir í íbúðahverfum. Í stað þess að beina ljósinu niður er því varpað um allar trissur, mest beint í augu vegfarenda.
Ljóskastarar, sem ætlaðir eru til að lýsa upp byggingar, geta verið slæmir, því töluvert ljós fer fram hjá byggingunni beint upp í háloftin.
Önnur gerð af ljósmengun stafar af skærum ljósum sem skína beint í augun og valda glýju, þannig að augun verða ónæmari og krefjast meiri lýsingar, sem veldur enn meiri ljósmengun,..... o.s.frv!
Hvað er til ráða? Ljósabúnaður: Nota góðan ljósabúnað sem varpar ljósinu eingöngu niður. Ljós sem berst til hliðar eða upp er til einskis nýtt, en veldur bjarma og glýju í augum. Vel skermuð ljós (og þar með minni glýja í augun) gera það að verkum, að skyggni að nóttu til verður meira en ella! Þannig má komast af með minni perur og spara orku og peninga. Ekki nota óþarflega stórar perur.
Gróðurhús: Gróðurhúsabændur ættu að huga vel að þeim kostnaði sem stafar af því að senda ljósið upp í háloftin. Þarna er væntanlega fundið fé. Með betri nýtingu á ljósinu gætu þeir vafalaust sparað stórfé, og jafnframt aukið uppskeruna.
Þjófavörn: Stundum telja menn að gott sé að hafa útiljós kveikt í öryggisskyni, þ.e. til að minnka líkur á innbrotum. Ljós sem síloga draga athygli að mannvirkinu sem ætlunin var að verja, en mun áhrifameira er að hafa ljós sem kvikna við merki frá hreyfiskynjara, en eru að öllu jöfnu slökkt. Nágrannar verða þá varir við mannaferðir, og hinir óboðnu gestir hörfa.
Sumarhús: Vaxandi sumarhúsabyggð utan þéttbýlis veldur áhyggjum. Tilheiging virðist vera hjá sumum sumarhúsaeigendum að vera með útljós kveikt, jafnvel þegar enginn er við. Ljósin hjálpa óboðum gestum að finna sumarhúsið. Það er einnig tillitsleysi við nágrannana að vera með logandi og illa skermuð útiljós að óþörfu.
Hvers vegna að hafa kveikt á útiljósum, þegar enginn er útivið? - Munið eftir slökkvaranum! - Notið hreyfiskynjara við útiljósin, ef ætlunin er að fæla burt óvelkomna gesti. - Veljið ljósastæði sem lýsa eingöngu niður. - Notið ljósadimmi. - Notið minni perur.
Einstaklingar, sem setja upp ljós utanhúss, ættu að taka tillit til nágranna sinna!
Munið eftir leynivopninu gegn óboðnum gestum; þ.e. hreyfiskynjaranum sem kveikir útiljósin þegar einhver nálgast! Ekki gera þeim lífið auðveldara með því að lýsa upp sumarhúsið í tíma og ótíma
Þjóðvegalýsing: Aukin lýsing á þjóðvegum landsins veldur áhyggjum, en þar þyrfti að huga betur að vali á ljósastæðum en gert hefur verið hingað til.Til að varðveita fegurð himinsins væri æskilegt að sjá tekið á þessum málum í greinargerðum aðal- og deiliskipulags, svo og í umhverfisstefnum. Aðeins ætti að nota fullskermuð ljós á þjóðvegum.
Hönnun: Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og aðrir sem hanna lýsingu utanhúss ættu að taka höndum saman og taka tillit til þessarar mengunar við hönnun á nýframkvæmdum og við lagfæringar á eldri búnaði.
Aðal- og deiliskipulag: Skipulagsfræðingar og landslagsarkitektar, sem vinna að aðal- og deiliskipulagi, ættu að setja ákvæði um skynsamlega lýsingu í greinargerð skipulagsins.
Í umhverfisstefnu Borgarbyggðar, sem samþykkt á fundi bæjarstjórnar 25. apríl 2000 stendur m.a: 11. Ljósmengun: Við uppsetningu og endurnýjun götulýsingar verður þess gætt að ljósmengun utan svæðis verði í lágmarki. Þetta er til mikillar fyrirmyndar.
Ýmislegt er hægt að gera til að minnka ljósmengun. Hér fyrir aftan eru nokkrar tengingar að vefsíðum þar sem fræðast má nánar um aðgerðir. Nokkrar ljósmyndir hér fyrir neðan varpa ljósi á vandamálið. Aðalatriðið er að menn séu meðvitaðir um málið og láti skynsemina ráða.
Hver er reynsla annarra þjóða? Minni orkunotkun er ótrúlega fljót að skila sér. Sem dæmi má nefna San Diego þar sem ráðist var í að lagfæra götulýsingu með því að skipta um ljósker. Eftir aðeins þrjú ár hafði minni orkunotkun greitt allan kostnað, og nú nemur sparnaðurinn milljónum dollara á ári! Ótrúlegt en satt. Stjörnur eru aftur farnar að skreyta himinhvelfingua eftir þessar lagfæringar.
Nokkrar myndir. Myndirnar hér á síðunni eru frá ýmsum áttum. Sumar varpa skýrara ljósi á vandamálið og úrlausnir, en aðrar eru af ómenguðum stjörnuhimi og sýna hvers menn eru að fara á mis þar sem ljósmengun er mikil.
Oft, en ekki alltaf, má smella á mynd til að kalla fram aðra stærri.
Ört vaxandi sumarhúsabyggð er eitt helsta áhyggjuefni stjörnuskoðunarmannsins. Hvers vegna? Jú vegna þess að margir virðast telja sér skylt að flytja ljósmengun þéttbýlisins út í sveitir landsins og setja upp skær ljós utanhúss sem skera í augu nágrannans. Ekki aðeins þegar einhver er í bústaðnum, heldur dag og nótt, árið um kring. Þetta er mikill misskilningur ef ætlunin er að fæla óboðna gesti frá. Góð útiljós hjálpa þeim að rata að bústaðnum og athafna sig. Tvö ráð eru miklu áhrifameiri: Nota útiljós sem tengt er hreyfiskynjara og vekur athygli nágranna á mannaferðum, og/eða dauft ljós bak við gluggatjöld. Hinn óboðni veit ekki hvort einhver er heima og fælist ljósið sem kviknar.
Venjið ykkur á að slökkva á útiljósum ef enginn er útivið. Takið tillit til nágranna ykkar. Notirð dauf og vel skermuð útiljós, ljós sem lýsa niður, en ekki fram.
Hale Bopp, stjörnur og norðurljós í tunglskini í mars 1997. Skálafell í baksýn. ©ÁHB
Krækjur:
Vísindavefurinn: Hvað er átt við með ljósmengun, er það mikið vandamál á Íslandi og hvað er til ráða gegn því?
Stjörnuskoðun:
Til fyrirmyndar: Umhverfisstefna Borgarbyggðar tekur á ljósmengun. (Sjá grein 11).
Alþjóðasamtök: International Dark Sky Association
Meira um ljósmengun: Áhyggjur stjörnuskoðunarfélags af vaxandi mengun (PDF grein á íslensku)
Gap Ginnunga. Vefsíða Ekki láta útiljósin loga að óþörfu! |
Umhverfismál | Breytt 1.2.2014 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe á Menningarnótt...

Í tilefni Menningarnætur 2009 og Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar hefur ljósmyndasýningin
From Earth to the Universe
verið sett upp á Skólavörðuholti, fyrir framan Hallgrímskirkju.
Tuttugu og sex ljósmyndir eru á sýningunni sem er eitt af alþjóðlegum verkefnum stjörnufræðiársins og nýtur meðal annars stuðnings Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Sýningin stendur yfir í mánuð.
( Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Þess vegna skal hér á þessari síðu ítrekað það sem félagi minn hefur þegar fjallað um á Stjörnufræðivefnum. Þessi síða er í reynd afrit af þeirri ágætu síðu ).
Viðfangsefni stjörnufræðinnar koma oft mjög vel út á ljósmyndum og meðsýningunni eru nokkrar þeirra kynntar almenningi. Hinar glæsilegu ljósmyndir, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hafa tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum. Með fallegum ljósmyndum er auðvelt að ná til fjölda fólks sem hvorki hefur upplifað né séð undur alheimsins.
Með sýningunni skapast tækifæri til að efla áhuga barna og unglinga á raunvísindum, segir Sævar Helgi Bragason, einn aðstandandi sýningarinnar og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Sýningin stendur fram yfir upphaf skólaárs og eru kennarar hvattir til að skoða sýninguna með bekkjum sínum. Sýningin mun ekki aðeins höfða til Íslendinga, heldur líka þeirra þúsunda ferðamanna sem staddir verða hérlendis á meðan hún stendur yfir. Þess vegna er skýringartexti við allar myndirnar bæði á íslensku og ensku.
Allar myndirnar eru í litum. Á mörgum þeirra eru litirnir um það bil eins og fólk sæi þá, væri það nógu nálægt og augun nógu næm. Með sjónaukum má sjá mun meira en augu okkar nema. Þeir eru miklu næmari og sjá daufara ljós, daufari liti og eru auk þess næmir fyrir ljósi utan hins sýnilega litrófs, m.a. útbláu ljósi, innrauðu ljósi, röntgengeislun, útvarpsbylgjum og gammageislun. Á myndum sem teknar eru í ósýnilega hluta litrófsins er litum oftast bætt við þannig að orkuminnsta geislunin er rauð og sú orkumesta blá. Á þennan hátt má kortleggja ósýnilegt ljós eins og röntgengeislun eða innrautt ljós og búa til myndir sem við getum séð.
Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, segir stjarnvísindi leita svara við dýpstu spurningum mannkyns og tengjast líka menningu og menningararfi þjóða traustum böndum. Löngu áður en stjörnusjónaukinn kom til sögunnar sáu menningarsamfélög fyrri tíma mynstur á stjörnuhimninum og nefndu þau eftir dýrum, hlutum, hetjum, guðum og kynjaverum, segir Einar og bætir við: Tímatalið, trúarhátíðir og ýmsar hefðir byggja enn á gömlum athugunum á göngu himintungla. Þetta eru aðeins örfá dæmi sem sýna þau nánu tengsl sem eru milli stjarnvísinda og menningar og menningararfleiðar þjóða.
Sýningin hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir aðkomu góðra stuðningsaðila. Þeir eru:
# # #
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 (The International Year of Astronomy 2009: IYA2009) er haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (the International Astronomical Union: IAU) og UNESCO (the United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) undir kjörorðinu Undur alheimsins.
Á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 eru liðin 400 ár frá því Galíleó Galíleí gerði sínar fyrstu stjörnuathuganir með aðstoð sjónauka. Árið er að grunni til alþjóðleg hátíð þar sem áhersla er lögð á stjarnvísindi og framlag þeirra til samfélags og menningar. Hátíðarhöldin endurspeglast í viðburðum í einstökum bæjum og byggðarlögum, á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi.
Á ári stjörnufræðinnar verður reynt að fá almenning til þess að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum. Í því átaki leika stjörnuáhugamenn stórt hlutverk og munu þeir skipuleggja og stjórna fjölda skemmtilegra viðburða. Nú þegar taka þúsundir þeirra þátt í undirbúningnum á alþjóðavettvangi og með þátttöku sinni mynda þeir stærsta tengslanet sem um getur í stjarnvísindum. Hér á landi er það fyrst og fremst Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness sem sér um þennan þátt.
Frekari upplýsingar veita:
Einar H. Guðmundsson
Formaður íslensku IYA2009-landsnefndarinnar
og formaður Stjarnvísindafélags Íslands
Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 3, 107 Reykjavík.
Símar: 5255800/4811 og 8626192
Tölvupóstfang: einar[hjá]raunvis.hi.is
Sævar Helgi Bragason
Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 3, 107 Reykjavík.
Sími: 896-1984
Tölvupóstfang: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Gagnlegar vefsíður
- Íslensk vefsíða stjörnufræðiársins: http://www.2009.is
- Stjörnufræðivefurinn: http://www.stjornuskodun.is
- Stjarnvísindafélag Íslands: http://www.raunvis.hi.is/~einar/SI.html
- Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness: http://www.astro.is
- Stjörnuverið: http://www.natturmyndir.com
- Vefsíða alþjóðaársins IYA2009: http://www.astronomy2009.org
- Vefsíða sýningarinnar: http://www.fromearthtotheuniverse.org
Nokkrar myndir sem sjá má á sýningunni
![]() |
Satúrnus |
![]() |
Sólblettir |
![]() |
Kjalarþokan |
![]() |
Riddaraþokan í Óríon |
|
Andrómeduvetrarbrautin
|
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Ný aðferð við framleiðslu eldsneytis úr CO2 lofar góðu...
Fyrirtækið Joule Biotechnologies ( www.joulebio.com ) kynnti fyrir fáeinum dögum aðferð til að framleiða fljótandi eldsneyti úr koltvísýringi og sólarorku. Nokkuð sem þeir kalla Helioculture.
Þetta er ekki hefðbundin aðferð eins og notuð hefur verið hingað til að framleiða lífrænt eldsneyti (biofuel) með gerjun úr matvælum, aðferð sem þarf gríðarmikið landflæmi.
Þessi aðferð ætti að þurfa miklu minna (10x?) landflæmi, því ætlað er að framleiðslan geti numið um 18 lítrum á hvern fermetra á ári, eða 20.000 gallon á ári á hverja ekru lands, eins og fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Áætlað verð á eldsneytinu er $50 tunnan. Þá er miðað við sambærilegt orkuinnihald og hjá olíu (energy equivalent).
Jafnvel þó rafmagnsbílar verði algengir í framtíðinni, þá mun fljótandi eldneyti verða notað áfram enn um skeið í alls konar öðrum farartækjum, svo sem skipum, flugvélum, vinnuvélum of flutningabílum.
Fyrirtækið Joule Biotechnologies er í háskólabænum Cambridge í Massachusetts i Bandaríkjunum. Cambridge er rétt fyrir utan Boston, handan árinnar Charles River. Í Cambridge eru hinir þekktu háskólar Harvard og MIT.
Nánar á vefsíðu Joule Biotechnologies www.joulebio.com.
Vonandi á þessi tækni eftir að reynast vel. Upplýsingar eru ekki miklar um tæknina á vefsíðu þeirra. Er óhætt að giska á að notaðir séu genabreyttir þörungar? "We have developed a proprietary platform organism, which through the natural process of photosynthesis, catalyzes the direct conversion of sunlight and CO2 to useful fuels and chemicals; a dozen of which weve already proven".
--- --- ---
Joule Biotechnologies Introduces Revolutionary Process For Producing Renewable Transportation Fuels
Two years into development, innovative startup enables path to energy independence; Unveils proprietary production system capable of supplying unlimited quantities of renewable fuel at costs competitive with fossil fuels
Cambridge, Mass.July 27, 2009Joule Biotechnologies, Inc., an innovative bioengineering startup developing game-changing alternative energy solutions, today unveiled its breakthrough Helioculture technologya revolutionary process that harnesses sunlight to directly convert carbon dioxide (CO2) into SolarFuel liquid energy. This eco-friendly, direct-to-fuel conversion requires no agricultural land or fresh water, and leverages a highly scalable system capable of producing more than 20,000 gallons of renewable ethanol or hydrocarbons per acre annuallyfar eclipsing productivity levels of current alternatives while rivaling the costs of fossil fuels.
There is no question that viable, renewable fuels are vitally important, both for economic and environmental reasons. And while many novel approaches have been explored, none has been able to clear the roadblocks caused by high production costs, environmental burden and lack of real scale, said Bill Sims, president and CEO of Joule Biotechnologies. Joule was created for the very purpose of eliminating these roadblocks with the best equation of biotechnology, engineering, scalability and pricing to finally make renewable fuel a realityall while helping the environment by reducing global CO2 emissions.
Joules transformative Helioculture process leverages highly-engineered photosynthetic organisms to catalyze the conversion of sunlight and CO2 to usable transportation fuels and chemicals. The scalable SolarConverter system facilitates the entire processfrom sunlight capture to product conversion and separationwith minimal resources and polishing operations. This represents a significant advantage over biomass-derived biofuels, including newer algae- and cellulose-based forms, which are hindered by varying obstacles: costly biomass production, numerous processing steps, substantial scale-up risk and capital costs.
The modular SolarConverter design is engineered to meet demand on a global scale while requiring just a fraction of the land needed for biomass-based approaches. It can be easily customized depending on land size, CO2 availability and desired output. The functionality is proven and can readily scale from smaller operations with limited land to extensive commercial plants. Additional benefits enabled by the system include:
- Multiple Product LinesThe same conversion technology and modular system used to produce SolarFuel liquid energy will also enable the production of SolarChemical products, several of which have already been demonstrated at laboratory scale.
- Optimal Storage of Solar PowerBecause Joule harnesses the sun to produce energy in the form of liquid fuel, it overcomes a major obstacle to the broad-based use of solar power, namely storage. SolarFuel liquid energy has up to 100 times the energy storage density of conventional batteries, and can be very efficiently stored and transported with no degradation of power.
Todays leading scientists and engineers have been called upon to solve one of the greatest challenges of our time: how to take promising theories and turn them into real, impact-making strides towards energy independence, said Noubar Afeyan, founder and chairman of Joule Biotechnologies. Joule is doing exactly thatcreating an entirely novel solution that combines the best of solar energy and biofuels, while eliminating their respective weaknesses. The result is a system that can operate at very large scale and provide efficient conversion and storage of solar power without relying on fossil or agricultural products as raw materials.
Joule SolarFuel liquid energy meets todays vehicle fuel specifications and infrastructure, and is expected to achieve widespread production at the energy equivalent of less than $50 per barrel. The companys first product offering, SolarEthanol fuel, will be ready for commercial-scale development in 2010. Joule has also demonstrated proof of concept for producing hydrocarbon fuel and expects process demonstration by 2011.
About Joule Biotechnologies
Joule Biotechnologies, Inc. is tackling the global energy crisis with a game-changing, renewable alternative to fossil fuels. Its patent-pending Helioculture technology surpasses the limitations of other clean fuel approaches by harnessing sunlight to convert CO2 directly into SolarFuel liquid energy. This direct-to-fuel conversion requires no fresh water and just a fraction of the land needed for biomass-derived alternatives, avoids costly intermediaries and processing, and finally enables the scale, unlimited quantities and pricing required for energy independence. Founded in 2007 by Flagship Ventures, Joule is privately held and headquartered in Cambridge, Massachusetts. Additional information is available at www.joulebio.com.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 1. ágúst 2009
Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...
Vegna þeirra fjölmörgu sem áhuga hafa á kenningu Henriks Svensmark um eðli loftslagsbreytinga þá skal bent á grein sem var að birtast í dag í hinu virta tímariti Geophysical Research Letters sem gefið er út af American Geophysical Union.
Kynning á kenningunni er hér: Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.
Sjá einnig frétt af tilrauninni miklu hjá CERN
"Mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský -> minna endurkast -> hærra hitastig"
"Forbush Descrease" sem fjallað er um í greininni er skyndileg minnkun geimgeisla eftir öflug sólgos. Greinin fjallar því um skammtímaáhrif sem ekki hafa nein marktæk áhrif á breytingar á hitastigi lofthjúpsins, en samt sem áður má líta á "Forbush Decrease" áhrifin sem kærkomið prufumerki sem gerir kleyft að rannsaka áhrif geimgeisla á skýin, og vætanlega þar með áhrif á hlýnun eða kólnun jarðar.
Sjá læsilega og fróðlega grein NASA um "Forbsh Decrease" hér (Who is afraid of a solar flare?).
Úrdrátt (abstract) má lesa hér: http://www.agu.org/pubs/crossref/2009/2009GL038429.shtml
Cosmic ray decreases affect atmospheric aerosols and clouds
Henrik Svensmark
National Space Institute, Technical University of Denmark, Copenhagen, Denmark
Torsten Bondo
National Space Institute, Technical University of Denmark, Copenhagen, Denmark
Jacob Svensmark
National Space Institute, Technical University of Denmark, Copenhagen, Denmark
Close passages of coronal mass ejections from the sun are signaled at the Earth's surface by Forbush decreases in cosmic ray counts. We find that low clouds contain less liquid water following Forbush decreases, and for the most influential events the liquid water in the oceanic atmosphere can diminish by as much as 7%. Cloud water content as gauged by the Special Sensor Microwave/Imager (SSM/I) reaches a minimum ≈7 days after the Forbush minimum in cosmic rays, and so does the fraction of low clouds seen by the Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer (MODIS) and in the International Satellite Cloud Climate Project (ISCCP). Parallel observations by the aerosol robotic network AERONET reveal falls in the relative abundance of fine aerosol particles which, in normal circumstances, could have evolved into cloud condensation nuclei. Thus a link between the sun, cosmic rays, aerosols, and liquid-water clouds appears to exist on a global scale.
Received 31 March 2009; accepted 17 June 2009; published 1 August 2009.
Citation: Svensmark, H., T. Bondo, and J. Svensmark (2009), Cosmic ray decreases affect atmospheric aerosols and clouds, Geophys. Res. Lett., 36, L15101, doi:10.1029/2009GL038429.
Og svo splunkuný fréttatilkynning:
Cosmic meddling with the clouds by seven-day magic
29 July 2009 Technical University of Denmark (DTU)
Billions of tonnes of water droplets vanish from the atmosphere, as if by magic, in events that reveal in detail how the Sun and the stars control our everyday clouds. Researchers of the National Space Institute in the Technical University of Denmark (DTU) have traced the consequences of eruptions on the Sun that screen the Earth from some of the cosmic rays - the energetic particles raining down on our planet from exploded stars."The Sun makes fantastic natural experiments that allow us to test our ideas about its effects on the climate," says Prof. Henrik Svensmark, lead author of a report newly published in Geophysical Research Letters. When solar explosions interfere with the cosmic rays there is a temporary shortage of small aerosols, chemical specks in the air that normally grow until water vapour can condense on them, so seeding the liquid water droplets of low-level clouds. Because of the shortage, clouds over the ocean can lose as much as 7 per cent of their liquid water within seven or eight days of the cosmic-ray minimum.
"A link between the Sun, cosmic rays, aerosols, and liquid-water clouds appears to exist on a global scale," the report concludes. This research, to which Torsten Bondo and Jacob Svensmark contributed, validates 13 years of discoveries that point to a key role for cosmic rays in climate change. In particular, it connects observable variations in the world's cloudiness to laboratory experiments in Copenhagen showing how cosmic rays help to make the all-important aerosols.
Other investigators have reported difficulty in finding significant effects of the solar eruptions on clouds, and Henrik Svensmark understands their problem. "It's like trying to see tigers hidden in the jungle, because clouds change a lot from day to day whatever the cosmic rays are doing," he says. The first task for a successful hunt was to work out when "tigers" were most likely to show themselves, by identifying the most promising instances of sudden drops in the count of cosmic rays, called Forbush decreases. Previous research in Copenhagen predicted that the effects should be most noticeable in the lowest 3000 metres of the atmosphere. The team identified 26 Forbush decreases since 1987 that caused the biggest reductions in cosmic rays at low altitudes, and set about looking for the consequences.
Forgetting to sow the seeds
The first global impact of the shortage of cosmic rays is a subtle change in the colour of sunlight, as seen by ground stations of the aerosol robotic network AERONET. By analysing its records during and after the reductions in cosmic rays, the DTU team found that violet light from the Sun looked brighter than usual. A shortage of small aerosols, which normally scatter violet light as it passes through the air, was the most likely reason. The colour change was greatest about five days after the minimum counts of cosmic rays.
Why the delay? Henrik Svensmark and his team were not surprised by it, because the immediate ac-tion of cosmic rays, seen in laboratory experiments, creates micro-clusters of sulphuric acid and water molecules that are too small to affect the AERONET observations. Only when they have spent a few days growing in size should they begin to show up, or else be noticeable by their absence. The evidence from the aftermath of the Forbush decreases, as scrutinized by the Danish team, gives aerosol experts valuable information about the formation and fate of small aerosols inthe Earth's atmosphere.
Although capable of affecting sunlight after five days, the growing aerosols would not yet be large enough to collect water droplets. The full impact on clouds only becomes evident two or three days later. It takes the form of a loss of low-altitude clouds, because of the earlier loss of small aerosols that would normally have grown into "cloud condensation nuclei" capable of seeding the clouds. "Then it's like noticing bare patches in a field, where a farmer forgot to sow the seeds," Svensmark explains. "Three independent sets of satellite observations all tell a similar story of clouds disappearing, about a week after the minimum of cosmic rays."
Huge effects on cloudiness
Averaging satellite data on the liquid-water content of clouds over the oceans, for the five strongest Forbush decreases from 2001 to 2005, the DTU team found a 7 per cent decrease, as mentioned earlier. That translates into 3 billion tonnes of liquid water vanishing from the sky. The water remains there in vapour form, but unlike cloud droplets it does not get in the way of sunlight trying to warm the ocean. After the same five Forbush decreases, satellites measuring the extent of liquid-water clouds revealed an average reduction of 4 per cent. Other satellites showed a similar 5 per cent reduction in clouds below 3200 metres over the ocean.
"The effect of the solar explosions on the Earth's cloudiness is huge," Henrik Svensmark comments. "A loss of clouds of 4 or 5 per cent may not sound very much, but it briefly increases the sunlight rea-ching the oceans by about 2 watt per square metre, and that's equivalent to all the global warming dur-ing the 20th Century."
The Forbush decreases are too short-lived to have a lasting effect on the climate, but they dramatize the mechanism that works more patiently during the 11-year solar cycle. When the Sun becomes more active, the decline in low-altitude cosmic radiation is greater than that seen in most Forbush events, and the loss of low cloud cover persists for long enough to warm the world. That explains, according to the DTU team, the alternations of warming and cooling seen in the lower atmosphere and in the oceans during solar cycles.
The director of the Danish National Space Institute, DTU, Eigil Friis-Christensen, was co-author with Svensmark of an early report on the effect of cosmic rays on cloud cover, back in 1996. Commenting on the latest paper he says, "The evidence has piled up, first for the link between cosmic rays and low-level clouds and then, by experiment and observation, for the mechanism involving aerosols. All these consistent scientific results illustrate that the current climate models used to predict future climate are lacking important parts of the physics".
http://www.space.dtu.dk/English.aspx
Drög að greininni má lesa með því að smella hér: Svensmark et al: Cosmic ray decreases affect atmospheric aerosols and clouds
Sjá umfjöllun Dr. Lubos Motl eðlisfræðings: Forbush decreases confirm cosmoclimatology
Umhverfismál | Breytt 3.8.2009 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...
Flestir vita hve tíðarfar var hagstætt þegar norrænir menn tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi. Við getum jafnvel þakkað það þessum hlýindum að landið var numið af forfeðrum okkar. Það hlýtur því að vera áhugavert fyrir okkur Íslendinga að vita nánar um hvernig ástandið var hér á landi, og einnig annars staðar á þessum tíma. Undanfarna áratugi höfum við einnig notið mildrar veðráttu og getum því nokkuð ímyndað okkur ástandið fyrr á tímum.
Það gæti verið fróðlegt að fræðast aðeins um hnatthlýnunina fyrir árþúsundi. Vörpum fram nokkrum spurningum og leitum svara:
- Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?
- Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?
- Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?
Hvernig er hægt að fá svar við þessum spurningum?
Á vef CO2 Science hefur um alllanga hríð verið kynning á verkefni sem kallast Medieval Warm Period Project. Verkefnið fer þannig fram að skoðaðar eru fjölmargar vísindagreinar þar sem rannsóknir gefa hugmynd um hitafarið á þessu tíma og niðurstöður metnar m.a. með tilliti til ofangreindra spurninga. Niðurstöður eru skráðar í gagnagrunn sem aðgengilegur er á netinu.
Þetta er gríðarlega mikið verkefni. Í dag eru í gagnagrunninum gögn frá 716 vísindamönnum hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi, en þar á meðal eru íslenskir vísindamenn hjá íslenskum stofnunum. Reglulega bætast nýjar greinar í safnið.
Auðvitað er ekki hægt að meta hitastigið beint, en með því að meta vaxtarhraða trjáa út frá árhringjum, vaxtarhraða lífvera í vötnum og sjó skv. setlögum, mæla hlutfall samsæta í borkjörnum, osfrv. er hægt að fara nærri um hvernig hitafarið á viðkomandi stað var. Þetta eru því óbeinar hitamælingar, eða það sem kallast proxy.
Vandamálið er meðal annars að til er aragrúi rannsóknaskýrslna og greina eftir fjölda vísindamanna sem líklega enginn hefur haft yfirsýn yfir fyrr en Dr. Craig Idso, Dr.Sherwood Idso og Dr. Keith Idso réðust í það verkefni að rýna þennan fjölda vísindagreina og flokka niðurstöður.
Kosturinn við þessa aðferðafræði er auðvitað að hér er fyrst og fremst um að ræða niðurstöðu viðkomandi vísindamanna sem framkvæmdu rannsóknirnar, en álit þeirra sem rýna vísindagreinarnar skipta minna máli. Komi upp vafamál varðandi mat þeirra er alltaf hægt að fara í frumheimildir sem getið er um.
Verkefninu er ekki lokið, en hver er staðan í dag?
--- --- ---
MWP<CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna kaldara hafi verið fyrir árþúsudi en í dag.
MWP=CWP: Niðurstöður sem gefa til kynna að álíka hlýtt hafi verið á þessum tveim tímaskeiðum.
MWP>CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en undanfarið.
Yfirgnæfandi meirihluti rannsókna gefur til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en í dag.
Figure Description: The distribution, in 0.5°C increments, of Level 1 Studies that allow one to identify the degree by which peak Medieval Warm Period temperatures either exceeded (positive values, red) or fell short of (negative values, blue) peak Current Warm Period temperatures.
Sjá hér
Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?
Hér er eins og á fyrri myndiniin fjöldi rannsókna sem gefa ákveðna niðurstöðu á lóðrétta ásnum. Flestar rannsóknir gefa til kynna að á tímabilinu hafi verið um 0,5 gráðum hlýrra en undanfarið, en dreifingin er allnokkur.
Það virðist hafa verið heldur hlýrra á miðöldum en undanfarið, eða sem nemur rúmlega hálfri gráðu Celcius.
--- --- ---
This is the main TimeMap window. Use the zoom or pan tools from the toolbar above it to focus on different parts of the world where MWP studies have been conducted. Call up information pertaining to a single study by clicking the pointer on the symbol representing it. Drag a box around multiple symbols and a new attribute window will open that contains information about the MWP at each of the enclosed locations.
Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?
Sjá hér.
Á vef CO2Science er mjóg áhugavert gagnvirkt kort eins og myndin sýnir.
Kortið er beintengt stórum gagnagrunni.
Einn punktur er fyrir hverja rannsókn sem hefur verið rýnd og flokkuð (7 punktar við ísland). Með því að smella á viðkomandi punkt er hægt að sjá ýmsar upplýsingar.
Kortið ásamt ítarlegum útskýringum er hér.
Miklar upplýsingar eru tengdar þessu gagnvirka korti, miklu meiri en svarið við þeirri einföldu spurningu sem bloggarinn varpaði fram, þ.e. hvort um hnattrænt fyrirbæri hafi verið að ræða.
Þegar þetta kort er skoðað vel og hvað liggur þar að baki virðist einhlítt að um hnattræn hlýindi hafi verið að ræða.
Hvað er fjallað um rannsóknir sem tengjast Íslandi á vefnum CO2 Science?
Á kortinu eru sjö punktar við Ísland. Því er forvitnilegt að kanna hvað þar er á bakvið. Hér eru fjögur sýnishorn.
Smellið á krækjurnar fyrir neðan myndirnar til að lesa nánar um viðkomandi rannsókn.
Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean
--- --- ---
Að lokum: Ætli þessi mynd sem á ættir a rekja til Dr. Craig Lohle sé nokkuð rétt? (grein hér).
Ferillinn á myndinni sýnir hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár eða frá Kristsburði til ársins 1995. Þetta er meðaltal 18 rannsókna á hitafari jarðar sem Dr. Craig Loehle hefur tekið saman og birti í ritinu Energy & Environment í nóvember árið 2007. Engin þessara 18 rannsókna byggir á árhringjum trjáa enda telur Loehle árhingi vera ónákvæman mælikvarða þar sem margt annað en hitastig hefur áhrif á trjávöxtinn. Lengst til hægri á ferlinum hefur Dr. Roy W. Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna um hitafar jarðar frá gervihnöttum, teiknað inn hitaferil frá Bresku veðurstofunni sem sýnir meðalhita jarðar frá árinu 1850 til ársins 2007. Höfundur pistilsins íslenskaði skýringar á línuritinu sem Dr. Spencer birtir á vefsíðu sinni. Samanlagt sýna því ferlarnir hitafar jarðar frá árinu 1 til ársins 2007. Hlýindin á miðöldum eru greinileg, þá kemur litla ísöldin og svo aftur hlýindin síðustu áratugina.
Hingað til hafa menn aðeins getað vitnað í stöku rannsóknir, en hér er búið að safna saman og flokka niðurstöður 716 vísindamanna hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi. Hér eru allar tilvísanir fyrir hendi svo auðvelt er að sannreyna allt.
Megin niðurstaðan virðist vera að hlýindin hafi verið hnattræn, og að það hafi verið um hálfri gráðu hlýrra þá en undanfarið, en hlýindin nú eru um 0,7°C meiri en fyrir öld.
Það er því vonandi óhætt að álykta sem svo, þó það komi ekki fram beint í niðurstöðum Medieval Warm Period Project, að fyrir árþúsundi hafi verið um 1,2°C hlýrra en fyrir árhundraði, að sjálfsögðu með fyrirvörum um mikla óvissu vegna eðli málsins.
Við vitum að menning blómstraði um þetta leyti á miðöldum. Evrópa var rík vegna ríkulegrar uppskeru, og fólk hafði meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Mikil þróun var í vísindum, listum og bókmenntum. Margar dómkirkjur og fagrar byggingar voru reistar í Evrópu. Norrænir menn sigldu um heimshöfin... Síðan kólnaði verulega þegar Litla ísöldin svokallaða brast á, fátækt, hungur, galdraofsóknir, sjúkdómar tóku við, en aftur tók að hlýna á síðustu öld...
UPPFÆRT 2014:
Listinn á CO2 Science yfir rannsóknir sem tengjast Íslandi hefur lengst síðan pistillinn var skrifaður árið 2009:
Lake Stora Viðarvatn, Northeast Iceland
Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean
Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean
Lake Haukadalsvatn, West Iceland
Lake Hvítárvatn, Central Iceland
Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean
ÍTAREFNI:
Áslaug Geirsdóttir o.fl: A 2000 year record of climate variations reconstructed from Haukadalsvatn, West Iceland. Grein í Journal of Paleolimnol
Áhugaverð ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason.
Tengsl htastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO (Norður-Atlantshafssveifluna).
Mjög fróðleg og áhugaverð prófritgerð frá Háskóla íslands, Líf og umhverfisvísindadeild.
Sennileg stærð jökla við landnám:
Umhverfismál | Breytt 29.7.2014 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Er stór hluti hlýnunar síðustu áratuga af völdum náttúruaflanna? Ný grein í Journal of Geophysical Research...
Það er ekki á hverjum degi sem nýjar ferskar hugmyndir sem hugsanlega eiga eftir að vekja mikla athygli koma fram.
Hér er það hafið en ekki sólin sem kennt er um hitabreytingarnar. Getur verið að sólin hafi áhrif á hafið sem aftur hefur áhrif á lofthjúpinn, eða hefur sólin áhrif á hvort tveggja? Eða er þetta allt okkur mannfólkinu að kenna? Á því hefur bloggarinn enga sérstaka skoðun. Því er ekki að leyna að bloggarinn hefur dálitlar efasemdir um að breytingar í hafinu geti valdið svona langtíma breytingum í hitafari lofthjúpsins, þó svo að skammtímabreytingar (eitt ár eða svo) séu algengar, eins og sannaðist t.d. með El Nino árið 1998. Orkuinnstreymið kemur auðvitað frá sólinni, en á ekki upptök sín í hafinu. Því finnst bloggaranum líklegast að breytingar í sólinni hafi valdið bæði breytingum í hafinu og lofthjúpnum, og því sé þessi samsvörun, sem fram kemur í greininni sem fjallað er um í þessum pistli, þ.e. milli hafsins og lofthjúpsins.
Í ritrýnda tímaritinu Journal of Geophysical Research, sem gefið er út af American Geophysical Union, var að birtast í gær (23/7) grein sem nefnist Influence of the Southern Oscillation on tropospheric temperature. Úrdráttur (abstract) úr greininni er hér. Þar sem greinin er ritrýnd ætti innihaldið að vera sæmilega áreiðanlegt, en samt er aldrei hægt að treysta ritrýni fullkomlega.
Í niðurlagi greinarinnar segir:
Since the mid-1990s, little volcanic activity has been observed in the tropics and global average temperatures have risen and fallen in close accord with the SOI of 7 months earlier. Finally, this study has shown that natural climate forcing associated with ENSO is a major contributor to variability and perhaps recent trends in global temperature, a relationship that is not included in current global climate models.
Þetta er auðvitað þvert á víðteknar skoðanir. Ekki er því ólíklegt að greinin eigi eftir að valda deilum.
Sjá umfjöllun og umræður á síðu Antony Watts veðurfræðings.
Sjá frétt hjá CNS News.
---
Influence of the Southern Oscillation on tropospheric temperature
J. D. McLean
Applied Science Consultants, Croydon, Victoria, Australia
C. R. de Freitas
School of Geography, Geology and Environmental Science, University of Auckland, Auckland, New Zealand
R. M. Carter
Marine Geophysical Laboratory, James Cook University, Townsville, Queensland, Australia
Time series for the Southern Oscillation Index (SOI) and global tropospheric temperature anomalies (GTTA) are compared for the 1958−2008 period. GTTA are represented by data from satellite microwave sensing units (MSU) for the period 19802008 and from radiosondes (RATPAC) for 19582008. After the removal from the data set of short periods of temperature perturbation that relate to near-equator volcanic eruption, we use derivatives to document the presence of a 5- to 7-month delayed close relationship between SOI and GTTA. Change in SOI accounts for 72% of the variance in GTTA for the 29-year-long MSU record and 68% of the variance in GTTA for the longer 50-year RATPAC record. Because El Niño - Southern Oscillation is known to exercise a particularly strong influence in the tropics, we also compared the SOI with tropical temperature anomalies between 20°S and 20°N. The results showed that SOI accounted for 81% of the variance in tropospheric temperature anomalies in the tropics. Overall the results suggest that the Southern Oscillation exercises a consistently dominant influence on mean global temperature, with a maximum effect in the tropics, except for periods when equatorial volcanism causes ad hoc cooling. That mean global tropospheric temperature has for the last 50 years fallen and risen in close accord with the SOI of 57 months earlier shows the potential of natural forcing mechanisms to account for most of the temperature variation.
Received 16 December 2008; accepted 14 May 2009; published 23 July 2009.
Google finnur yfir 700 tilvísanir í greinina frá í gær: Googlað um greinina.
Vilji einhver fá greinina lánaða til skoðunar þá má smella hér
Umhverfismál | Breytt 26.7.2009 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 18. júlí 2009
Ný rannsókn: Sólsveiflan tengist loftslagsbreytingum.
Fyrir fáeinum dögum (16. júlí) birtist nokkuð merkileg frétt hér á vef National Science Foundation. Tilefnið var rannsókn sem kynnt var í tímaritinu Journal of Climate sem gefið er út af American Meteorological Society fyrr í þessum mánuð.
Vísindamenn finna tengingu milli sólsveiflunnar og loftslags á heimsvísu svipaða áhrifum El Nino/La Nina. (Scientists find link between solar cycle and global climate similar to El Nino/La Nina). (Sjá aths. #5).
"These results are striking in that they point to a scientifically feasible series of events that link the 11-year solar cycle with ENSO, the tropical Pacific phenomenon that so strongly influences climate variability around the world."
Þetta hljóta að teljast nokkur tíðindi. Frétt National Science Foundation er birt í heild hér fyrir neðan.
Lesa má um National Science Foundation hér:
The National Science Foundation (NSF) is an independent federal agency created by Congress in 1950 "to promote the progress of science; to advance the national health, prosperity, and welfare; to secure the national defense " With an annual budget of about $6.06 billion, we are the funding source for approximately 20 percent of all federally supported basic research conducted by America's colleges and universities. In many fields such as mathematics, computer science and the social sciences, NSF is the major source of federal backing. MORE
--- --- ---
Press Release 09-139
Solar Cycle Linked to Global Climate
Drives events similar to El Niño, La Niña
July 16, 2009
Establishing a key link between the solar cycle and global climate, research led by scientists at the National Science Foundation (NSF)-funded National Center for Atmospheric Research (NCAR) in Boulder, Colo., shows that maximum solar activity and its aftermath have impacts on Earth that resemble La Niña and El Niño events in the tropical Pacific Ocean.
The research may pave the way toward predictions of temperature and precipitation patterns at certain times during the approximately 11-year solar cycle.
"These results are striking in that they point to a scientifically feasible series of events that link the 11-year solar cycle with ENSO, the tropical Pacific phenomenon that so strongly influences climate variability around the world," says Jay Fein, program director in NSF's Division of Atmospheric Sciences. "The next step is to confirm or dispute these intriguing model results with observational data analyses and targeted new observations."
The total energy reaching Earth from the sun varies by only 0.1 percent across the solar cycle. Scientists have sought for decades to link these ups and downs to natural weather and climate variations and distinguish their subtle effects from the larger pattern of human-caused global warming.
Building on previous work, the NCAR researchers used computer models of global climate and more than a century of ocean temperature to answer longstanding questions about the connection between solar activity and global climate.
The research, published this month in a paper in the Journal of Climate, was funded by NSF, NCAR's sponsor, and by the U.S. Department of Energy.
"We have fleshed out the effects of a new mechanism to understand what happens in the tropical Pacific when there is a maximum of solar activity," says NCAR scientist Gerald Meehl, the paper's lead author. "When the sun's output peaks, it has far-ranging and often subtle impacts on tropical precipitation and on weather systems around much of the world."
The new paper, along with an earlier one by Meehl and colleagues, shows that as the Sun reaches maximum activity, it heats cloud-free parts of the Pacific Ocean enough to increase evaporation, intensify tropical rainfall and the trade winds, and cool the eastern tropical Pacific.
The result of this chain of events is similar to a La Niña event, although the cooling of about 1-2 degrees Fahrenheit is focused further east and is only about half as strong as for a typical La Niña.
Over the following year or two, the La Niña-like pattern triggered by the solar maximum tends to evolve into an El Niño-like pattern, as slow-moving currents replace the cool water over the eastern tropical Pacific with warmer-than-usual water.
Again, the ocean response is only about half as strong as with El Niño.
True La Niña and El Niño events are associated with changes in the temperatures of surface waters of the eastern Pacific Ocean. They can affect weather patterns worldwide.
The paper does not analyze the weather impacts of the solar-driven events. But Meehl and his co-author, Julie Arblaster of both NCAR and the Australian Bureau of Meteorology, found that the solar-driven La Niña tends to cause relatively warm and dry conditions across parts of western North America.
More research will be needed to determine the additional impacts of these events on weather across the world.
"Building on our understanding of the solar cycle, we may be able to connect its influences with weather probabilities in a way that can feed into longer-term predictions, a decade at a time," Meehl says.
Scientists have known for years that long-term solar variations affect certain weather patterns, including droughts and regional temperatures.
But establishing a physical connection between the decadal solar cycle and global climate patterns has proven elusive.
One reason is that only in recent years have computer models been able to realistically simulate the processes associated with tropical Pacific warming and cooling associated with El Niño and La Niña.
With those models now in hand, scientists can reproduce the last century's solar behavior and see how it affects the Pacific.
To tease out these sometimes subtle connections between the sun and Earth, Meehl and his colleagues analyzed sea surface temperatures from 1890 to 2006. They then used two computer models based at NCAR to simulate the response of the oceans to changes in solar output.
They found that, as the sun's output reaches a peak, the small amount of extra sunshine over several years causes a slight increase in local atmospheric heating, especially across parts of the tropical and subtropical Pacific where Sun-blocking clouds are normally scarce.
That small amount of extra heat leads to more evaporation, producing extra water vapor. In turn, the moisture is carried by trade winds to the normally rainy areas of the western tropical Pacific, fueling heavier rains.
As this climatic loop intensifies, the trade winds strengthen. That keeps the eastern Pacific even cooler and drier than usual, producing La Niña-like conditions.
Although this Pacific pattern is produced by the solar maximum, the authors found that its switch to an El Niño-like state is likely triggered by the same kind of processes that normally lead from La Niña to El Niño.
The transition starts when the changes of the strength of the trade winds produce slow-moving off-equatorial pulses known as Rossby waves in the upper ocean, which take about a year to travel back west across the Pacific.
The energy then reflects from the western boundary of the tropical Pacific and ricochets eastward along the equator, deepening the upper layer of water and warming the ocean surface.
As a result, the Pacific experiences an El Niño-like event about two years after solar maximum. The event settles down after about a year, and the system returns to a neutral state.
"El Niño and La Niña seem to have their own separate mechanisms," says Meehl, "but the solar maximum can come along and tilt the probabilities toward a weak La Niña. If the system was heading toward a La Niña anyway," he adds, "it would presumably be a larger one."
-NSF-
Media Contacts
Cheryl Dybas, NSF (703) 292-7734 cdybas@nsf.gov
Rachael Drummond, NCAR (303) 497-8604 rachaeld@ucar.edu
The National Science Foundation (NSF) is an independent federal agency that supports fundamental research and education across all fields of science and engineering. In fiscal year (FY) 2009, its budget is $9.5 billion, which includes $3.0 billion provided through the American Recovery and Reinvestment Act. NSF funds reach all 50 states through grants to over 1,900 universities and institutions. Each year, NSF receives about 44,400 competitive requests for funding, and makes over 11,500 new funding awards. NSF also awards over $400 million in professional and service contracts yearly.
Umhverfismál | Breytt 20.7.2009 kl. 05:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 3. júlí 2009
Hefur sjávarborð verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið? Nei, alls ekki...
Stundum þykist maður greina eitthvað óvenjulegt í náttúrunni. Oft er um hreina tilviljun að ræða, en stundum er forvitnin vakin og þá staldrar maður við og fer að velta hlutunum fyrir sér...
(Uppfært 17. júlí: Sjá athugasemdir # 39 og 49).
Þessi pistill er helgaður breytingum í sjávarstöðu. Augun beinast bæði að breytingum allra síðustu ára, en þá virðist sem hægt hafi á hækkun sjávarborðs, svo og breytingum síðustu aldar, en þar má vel greina áratuga langa sveiflu sem vel gæti passað við sólsveifluna, svo fjarstæðukennt sem það nú er.
Skoðum fyrst ferilinn hér fyrir neðan þar sem má sjá breytingar í sjávarstöðu frá 1993. Þetta eru mælingar gerðar með hjálp gervihnatta. Meðalhraði hækkunar er gefinn upp 3,2 mm á ári (+/- 0,4 mm skekkjumörk). Ekki er hægt að greina að hraði hækkunar (hröðunin) hafi verið að aukast á þessum tíma, en hvað er að gerast frá árinu 2007? Er að hægja á hækkun sjávarborðs? Hvernig stendur á þessu? Líklega er þetta bara tilviljunarkennt frávik og ástæðulaust að hugsa meira um það...
Sjá vefsíðuna University of Colorado Boulder - Sea Level Change þar sem fjallað er um þessar mælingar.
Gervihnattamælingar. Engin hröðun merkjanleg.
Hummm... Hefur hægt á hækkun síðustu 2-3- ár? Sjá hér.
Síðustu 130 ár. Meðalhraði hækkunar 1,8 mm/ári (18 cm á öld). Sjá hér.
Frá lokum síðustu ísaldar. Takið eftir gríðarlegum hraða á hækkun sjávarborðs fyrir rúmlega 10.000 árum. Eftir það hægir verulega á hækkuninni og síðustu árþúsundin hefur hækkunin verið nokkuð stöðug, þ.e. ekki verulega frábrugðin því sem er í dag. Sjá hér.
Síðustu árþúsundin, eða nútímann (holocene) má sjá betur á þessari mynd.
Sjávarborð hefur verið að rísa frá því ísöldinni lauk fyrir um 10.000 árum. Enn er þessi hækkun í gangi. Sjá hér.
Ef við horfum 500 milljón á aftur í tímann þá sjáum við hve sveiflur í sjávarstöðu hafa verið gríðarlegar. (Hér er lárétti skalinn öfugur miðað við fyrri myndir). Sjávarborð hefur samkvæmt þessu verið allt að 400 metrum hærra en í dag! Sjá hér.
--- --- ---
Fróðleg grein S.J. Holgate í Geophysical Reserch Letters 4. jan. 2007 On the decadal rates of sea level change during the twentieth century
Þar stendur eftirfarandi m.a:
"The rate of sea level change was found to be larger in the early
part of last century (2.03 ± 0.35 mm/yr 19041953),
in comparison with the latter part (1.45 ± 0.34 mm/yr 19542003) ".
Sjá einnig veggspjaldið hér.
Hver er svo niðurstaðan:
Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi.
Við vitum reyndar einnig að hitastig sjávar hefur ekki verið að hækka a.m.k. síðastliðin 6 ár. Sjá hér.
Við vitum það einnig að hitastig lofthjúps jarðar hefur ekki hækkað síðastliðin 7 ár. Sjá hér.
Við vitum einnig að heildar hafísmagn á norður og suðurhveli hefur varla verið að minnka marktækt. Sjá hér og hér.
Er þetta ekki allt saman þvert á það sem við lesum nánast daglega um í fréttamiðlum? Hvers vegna?
Svona er nú raunveruleikinn samkvæmt mælingum færustu vísindamanna...
Að lokum: Er þetta tilviljun:
Blái ferillinn er árleg breyting í sjávarstöðu alla síðustu öld, sem sveiflast um ca 2mm á ári. Sjá hér.
Græni ferillinn sýnir sólsveifluna á sama tíma.
Sjá einnig mynd 2 hér á vefsíðu Dr. Nir Shaviv. Myndin er birt hér fyrir neðan ásamt skýringatextanum. Svarti ferillinn er árleg breyting í sjávarstöðu í mm, og rauði ferillinn er breyting á heildarútgeislun sólar. Er þetta ekki ekki alveg makalaust?
fig 2: Sea Level vs. Solar Activity.
Sea level change rate over the 20th century is based on 24 tide gauges previously chosen by Douglas [1997] for the stringent criteria they satisfy (solid line, with 1-σ statistical error range denoted with the shaded region).
The rates are compared with the total solar irradiance variations Lean [2000] (dashed line, with the secular trends removed).
Note that unlike other calculations of the sea level change rate, this analysis was done by first differentiating individual station data and then adding the different stations. This can give rise to spurious long term trends (which are not important here), but ensure that there are no spurious jumps from gaps in station data. The data is then 1-2-1 averaged to remove annual noise. Note also that before 1920 or after 1995, there are about 10 stations or less such that the uncertainties increase.
Kannski bara skemmtileg tilviljun. Hver veit? Það er nefnilega svo margt skrítið í kýrhausnum, eða þannig...
Umhverfismál | Breytt 17.7.2009 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Gróðurhúsaáhrifin dásamlegu...
Gróðurhúsaáhrifin eru mikil blessun fyrir okkur jarðarbúa, menn dýr og gróður. Því verður varla á móti mælt. Pistillinn er helgaður þessu magnaða fyrirbæri og það skoðað frá ýmsum hliðum.
Hvernig væri lífið á jörðinni án gróðurhúsaáhrifanna? Því er fljótsvarað: Það væri ömurlegt.
Ömurlegt? Kannski er það ekki rétta orðið, því líklega væri réttara að segja að án gróðurhúsaáhrifanna væri ekkert líf á jörðinni. Að minnsta kosti ekkert í líkingu við það líf sem við þekkjum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að án þessara dásamlegu gróðurhúsaáhrifa væri meðalhiti jarðar -18°C í stað þess að vera +15°C eins og hann er. Það ríkti sem sagt hörkufrost á jörðinni og fimbulkuldi. Meðalhitinn væri 33°C lægri en hann er í dag.
Hvernig vitum við þetta? Jú það er tiltölulega auðvelt að reikna út hver lofthiti jarðar væri án gróðurhúsaáhrifanna og einnig hitastigið á reikistjörnunum, eins og rauði ferillinn sýnir.
Gróðurhúsaáhrifin á Venus eru gríðarleg, miðlungs mikil á Jörðinni og heldur minni á Mars.
Rauði ferillinn sýnir útreiknað hitastig á nokkrum reikistjörnum eða tunglum þeirra.
Bláu punktarnir sýna raunverulegt hitastig eins og menn þykjast hafa mælt það.
Grænu lóðréttu strikin sýna hitahækkun vegna gróðurhúsaáhrifa.
Lengdin á græna strikinu við Jörðina ætti því að vera 33°C, þ.e. frá -18°C til +15°C. Á Mars er hitahækkunin aðeins um 5°C, en gríðarleg á Venusi.
Tölur um raunverulegt hitastig á reikistjörnunum er nokkuð á reiki, enda erfitt að koma við mælum á sama hátt og á jörðinni. Þess vegna má ekki taka tölurnar sem koma fram á myndinni of bókstaflega, en þær gefa þó sæmilega vísbendingu um raunveruleikann.
Góð grein um Svarthlutargeislun (Black Body Radiation og lögmál Stefan Boltzman), sem ákvarðar rauða ferilinn á myndinni, er hér á Stjörnufræðivefnum.
Gróðurhúsaáhrifin gera jörðina lifvænlega. Við skulum því hugsa hlýlega til þeirra, sérstaklega á mildum sumardögum eins og við njótum um þessar mundir .
Umhverfismál | Breytt 10.2.2023 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 14. júní 2009
Hafísinn yfir meðaltali áranna 1979-2007 í apríl-maí.
Hafísinn á norðurslóðum var í apríl-maí aðeins yfir meðaltali áranna 1979-2007 eins og sjá má á ferlinum hér fyrir ofan. (Pistillinn er skrifaður 14. júní).
Er hafísinn þar farinn að aukast aftur? Hvert stefnir rauði ferillinn?
Spennandi verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði og ár. Takið eftir dagsetningunni sem er neðst til vinstri á myndinni. Myndin ætti að uppfærast daglega.
Ferillinn er frá Arctic ROOS. Nansen Environmental & Remote Sensing Center í Noregi.
Umhverfismál | Breytt 8.7.2009 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 766351
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði