Veðurstofan www.yr.no heiðrar risann Bergþór úr Bláfelli...

 

 

Bergþórsleiði

 

 

Bergþórsleiði ...

 

Þegar kristni fór að breiðast út um landið, bjó risinn Bergþór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til að flytjast brott frá þessum óþolandi hávaða í kirkjuklukkunum niðri í byggðinni.  Hann fór hvergi en hún færði sig norður fyrir Hvítárvatn þar sem heitir Hrefnubúðir. 
 
Bergþór gerði sér dælt við byggðamenn og fór stundum suður í sveit til að nálgast nausynjar.  Eitt sinn á heimleið bað hann bóndann á Bergstöðum að gefa sér að drekka.  Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergþór hjó með staf sínum holu í berg við túnfótinn.  Bergþór drakk nægju sína og þakkaði.  Sagði hann bónda að geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún þar hvorki frjósa né blandast vatni. Æ síðan hefur verið geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verði misbrestur þar á verða landeigendur fyrir óhöppum.  Síðast gerðist það árið 1960 og missti þá bóndinn allar kýr sínar.
 
p1020071.jpgÞegar aldurinn færðist yfir Bergþór fór hann eitt sinn niður að Haukadal og bað bóndann um að tryggja sér legstað þar sem heyrðist klukknahljóð og árniður, og bað hann að flytja sig dauðan í Haukadal.


Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við
bæjardyrnar í Haukadal.  Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans.  Bóndi fór eftir p1020079-001.jpgþessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera.  Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli.  Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná.  Þar heitir nú Bergþórsleiði.  Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina.
 
 
 
Það var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sem kostaði sjálfur og lét setja steininn á leiði Bergþórs, eins og hann gerði einnig á leiði Jóns hraks á Skriðuklaustri.  
 

(Smella má tvisvar á litlu myndirnar til að stækka).

 

p1020081.jpg

 

 

Enn þann dag í dag verða Tungnamenn varir við Bergþór þegar hann leggur leið sína frá núverandi heimili sínu örskammt fyrir norðan kirkjuna í Haukadal þar sem heitir Bergþórsleiði. Hann stikar stórum skrefum yfir Beiná þar sem beinaleifar miklar eru á botni árinnar rétt við kirkjugarðinn og yfir á Bryggjuheiði þar sem hann heimsækir heimafólk og þiggur brjóstbirtu þar sem nú heitir hinu heiðna nafni Iðavellir, og síðan meðfram Tungufljóti að fossinum Faxa, þar sem hann fer af öryggi yfir fljótið á grynningunum ofan við fossinn. Hressingu fær  hann svo í holunni í berginu að Bergstöðum, en ábúendur þar gæta þess ávallt vel að Bergþór fái nægju sína af mjólkursýru og komi aldrei að kerinu tómu.

Nú hefur Norska veðurstofan  sem heldur úti vefnum www.yr.no séð ástæðu til að heiðra Bergþór gamla með því að gera sérstaka veðurspá fyrir karlinn, svo hann fari sér nú ekki að voða þegar hann sækir sér nauðsynjar, ket og brennivín, suður í sveitir.

                             Veðurspá www.yr.no fyrir Bergþórsleiði

 



 

bergthorsleidi-vedurspa.jpg

 

 

 

Hvernig skyldi Bergþór hafa fengið Norðmenn
til að gera sérstaka veðurspá fyrir sig? 


Auðvitað er það lítið mál fyrir fjölkunnugan risa
úr einu tignarlegasta fjalli Íslands.

 

 

Er það ekki annars dálítið undarlegt að gefa út veðurspá fyrir leiði?

Halo 


Ótrúleg heppni Breta opinberuð í gær...

 

 

map1_1753924a.jpg

 


"Eru Bretar að verða Saudi Arabía heimsins í gasvinnslu?" 

Þannig spyr The Spectator í gær eftir að British Geological Survey tilkynnti í gær að þeir áætluðu að magn setlagagass í Englandi nemi um  1330 trilljón rúmfetum (38 trilljón rúmmetrar).

Jafn stórar gaslindir í setlögum hafa hvergi fundist. 

Til samanburðar má nefna N-Ameríku þar sem áætlað er að magnið sé  682 trilljón rúmfet, Argentína 774 trilljón rúmfet and Kína 1,275 trilljón rúmfet.

Þetta eru stærstu setlaga-gaslindir sem fundist hafa, mun meira magn gæti fundist ef Suður England og Skotland væru tekin með, svo og hafsvæðið umhverfis Bretlandseyjar.

 

Sjá vefsíðu  British Geologica Survey.

 

Þetta er miklar fréttir fyrir Breta. Í raun stórfréttir.   Hér er tilvísun í nokkrar fréttir sem birst hafa í dag:

 The Sun, 28. júní 2013

 The Sun, 28 . júní 2013

 The Times, 28. júní 2013

 The Spectator, 27. júní 2013

 The Economist, 29. júní 2013

 Public Service Europe, 28. júní 2013

 

 

 

Nú vaknar ein lítil spurning:  Skyldu Bretar hafa áhuga á að kaupa örlítið rafmagn frá okkur um sæstreng eftir þennan fund?


 

 bowlandshale-600x369.jpg

 

redo_1754082a.jpg

 

 

1 milljón= 1.000.000

1 milljarður = amerísk billjón = 1.000.000.000

 1 trilljón = 1.000.000.000.000 


Flughæfni þessara þyrlna er með ólíkindum...

 

 

Þessar litlu þyrlur eru með fjórum rafmótorum og öflugri lítilli stjórntölvu sem tengist ýmiss konar skynjurum svo sem GPS staðsetningarðnema, fjölása hröðunarmælum og áttavita.

Í stjórntölvunum sem eru um borð í þyrlunum er öflugur hugbúnaður sem reiknar flóknar eðlisfræðijöfnur í rauntíma og sendir boð til rafmótoranna fjögurra til að stjórna fluginu. Þessir útreikningar byggjast að miklu leyti á reglunarfræðinni (control theory) sem kemur víða við í tækni nútímans.

Þar sem myndbandið er tekið innanhúss hefur staðsetningakerfi verið komið þar fyrir í stað hefðbundins GPS, en víða er farið er að nota þessar þyrlur, sem í daglegu tali hafa oft verið nefndar „fjölþyrlur" sem þýðing á enska orðinu multicopter, utanhúss, og þá oftast til myndatöku. Algengast er að þyrlurnar séu með fjórum hreyflum og kallast þá á ensku quadcopter, en einnig eru til fjölþyrlur með  þrem hreyflum (tricopter) sex hreyflum (hexacopter) eða átta hreyflum (octocopter).

Í þessu tilviki er væntanlega einnig tenging við yfirstjórntölvu „á jörðu niðri" sem samhæfir hreyfingu allra þyrlnanna.

Rafmótorarnir eru þriggja fasa og stjórnað með rafeindabúnaði sem breytir jafnspennunni frá rafhlöðunni í riðspennu með breytilegri tíðni samkvæmt boðum frá stjórntölvunni.

Í þessu verkefni er fléttað saman flugeðlisfræði, reglunarfræði, eðlisfræði, stærðfræði, rafmagnsfræði, tölvutækni, hugbúnaði og hugviti.  Útkoman er vél með einstaka eiginleika. Með meiri gervigreind er hægt að láta svona búnað vinna flókin verkefni. Rafhlöðurnar (Lithium-Polymer) eru helsta takmörkunin í dag og takmarka flugtímann, jafnvel þó orkuinnihald þeirra sé mun betra en mögulegt var að ná fyrir fáeinum árum. 

Sjón er sögu ríkari.  Það er vel þess virði að horfa á allt myndbandið og sjá hvers svona fjölþyrlur eru megnugar.

Myndbandið er frá TED.

 

 


 


Uppvakningar frá Litlu ísöldinni...

 

 

uppvakningur_1203928.jpg

 

Hópur vísindamanna við háskólann í Alberta undir stjórn Catherine La Farge hefur fundið gróður sem fór undir ís fyrir 400 árum meðan á Litlu ísöldinni stóð, og það sem merkilegra er, þeim hefur tekist að vekja gróðurinn til lífs eftir langan svefn. Sjá mynd.

Þyrnirós svaf í eina öld og þótti mikið, en þessar plöntur í fjórar aldir. Um þetta er fjallað í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, en fréttin hefur farið víða undanfarið, og má m.a. lesa um málið hér á vefsíðu PHYS.ORG.

 

 

 

Fyrir árþúsundi voru jöklar líklega minni en í dag. Ekki var það mannfólkinu að kenna og enginn kvartaði svo vitað sé. Mannlíf og menning blómstraði....

Svo fór að kólna, og kólna...

Meðan á Litlu ísöldinni stóð gengu jöklar fram og lögðu í eyði gróið land og jafnvel bújarðir á Íslandi. Víða um heim.  Einnig gróðurinn sem vísindamönnunum tókst að vekja til lífsins eftir langan þyrnirósarsvefn.  Það hlýtur að hafa verið hrikalegt að horfa upp á jökulinn flæða yfir gróið land. Styrjaldir geisuðu, hungur varð mörgum að aldurtila, sjúkdómar felldu fólk unnvörpum.  
Ekki var það mannfólkinu að kenna, svo mikið er víst. Einhverjir voru þó brenndir á báli fyrir galdra, því auðvitað var þessi óáran þeim að kenna, að minnsta kosti taldi fávís almúginn og yfirvaldið það...

Nú eru jöklar farnir að hopa aftur og það sem huldist ís fyrir nokkrum öldum farið að koma í ljós. Það þykir fjölmörgum hrikalegt upp á að horfa og kenna mannfólkinu um það...


Humm...


Fréttin um þennan gróður sem hefur verið lífgaður við eftir að hafa verið hulinn ís í hálfa þúsöld er auðvitað stórmerkileg, en minnir okkur á að allt er í heiminum hverfult...

 

 

 

 
(Nú svo er það auðvitað nýleg frétt í Nature.
Hver veit nema loðinn uppvakningur úr holdi og blóði sé á leiðinni). 

Hafísútbreiðslan í maí 2013...

 

hafis.gif

hafis-mai2013-urklippa_copy-4.jpg

                                                                       

 

Myndin hér að ofan sýnir útbreiðslu hafíss nú þegar líður að lokum maímánaðar.   Greinilegt er að myndin nú er allt önnur en í september 2012 þegar útbreiðslan var í lágmarki.   

Ferillinn fyrir árið 2013 er rauður, en svartur fyrir árið 2012. 

Í augnablikinu er rauði ferillinn nærri meðaltali áranna 1979-2006 (punktalínan), en í september 2012 var útbreiðsla hafíss sú minnsta sem mælst hefur, a.m.k. síðan mælingar merð gervihnöttum hófust.

Hafa verður í huga að myndin sýnir útbreiðslu hafíss en ekki magn, þ.e. ekki er tekið tillit til þykktar íssins. 

 

Hvernig stóð á lítilli útbreiðslu hafíss í september 2012?  Á vefsíðu NASA kemur fram að öflug heimskautalægð í ágúst 2012 hafi brotið upp ísinn þannig flýtt fyrir bráðnun hans, en hann var tiltölulega þunnur fyrir.

 

arctic-cyclone-nasa.png

 

                   Smella hér til að sjá myndbandið á vef NASA.  Sjá einnig frétt Reuters hér.

 

Stormurinn skall á 5. ágúst og strax 9. ágúst birtist á vef NASA frétt um storminn þar sem leiddar eru líkur að því að hann geti haft áhrif á útbreiðslu hafíss:  "Arctic storms such as this one can have a large impact on the sea ice, causing it to melt rapidly through many mechanisms, such as tearing off large swaths of ice and pushing them to warmer sites, churning the ice and making it slushier, or lifting warmer waters from the depths of the Arctic Ocean".   Þetta gekk eftir.

 

Myndin hér fyrir neðan ætti að uppfærast sjálfkrafa. Fylgist með rauða ferlinum. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver þróunin verður í ár.  

Hver skyldi staðan vera næstkomandi september þegar útbreiðslan verður í lágmarki?     Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur, fæst orð hafa minnsta ábyrgð...  Wink

 

 

                                                         Stærri beintengd mynd hér.

 

 

Næsti ferill sýnir breytingu á heildarflatarmáli hafíss,

á suðurhveli + norðurhveli, frá árinu 1979. 

Stærri beintengd mynd hérá hafíssvef háskólans í Illinois.

 

 

 

Að lokum er ferill sem sýnir stöðuna í dag á hafísnum við Suðurskautslandið.

Greinilegt er að útbreiðsla hafíss er þar meiri en í fyrra og meiri en meðaltal áranna 1979-2000.

 

 

 

 

53_1jeross_pb01_07.jpg

 

 
 Vefsíður með fjölda ferla:
 
 
 
 
 

Styrkur koltvísýrings (CO2) í lofthjúpnum nú og fyrr á tímum...

 

 

 

co2-scotese.gif

 

Fátt er meira hressandi en ískalt vatn blandað kolsýru, sódavatn eða ölkelduvatn. Nú eða bjór og kampavín?

Jæja, ekki var tilgangurinn að fjalla um þessar veigar sem ekki væru til án kolsýrunnar eða CO2Hugmyndin er að fjalla um þessa lofttegund eða gas sem við köllum ýmsum nöfnum; kolsýru, koltvísýring, koldíoxíð eða einfaldlega CO2, þ.e. hvernig styrkur hennar hefur breyst undanfarin 600 milljón ár.  Sjálfum er mér tamast að tala um kolsýruna en skrifa CO2. Sjálfsagt er þó réttara að tala um koltvísýring.

Kolsýran  verður til t.d. við bruna, hvort sem það er bruni jarðefnaeldsneytis, timburs eða fæðu í líkama okkar. Einnig verður það til í iðrum jarðar og kemur upp m.a. með eldgosum, jarðgufu og ölkelduvatni.

Kolsýran, CO2, er ómissandi öllu lífi á jörðinni. Með aðstoð sólarljóssins umbreyta grænar plöntur efninu í súrefni sem er okkur lífsnauðsyn, og ýmisskonar fæðu.   Kolsýran er því ekki beinlínis eitur og drepur ekki nema of mikið sé af henni í loftinu sem við öndum að okkur, en þá getur hún kæft, en það getur reyndar H2O einnig gert, en H20 er jú vatn.

Plöntur elska CO2 og vaxa yfirleitt mun betur þar sem styrkur kolsýrunnar er tiltölulega mikill. Þetta nýta garðyrkjubændur sér þegar þeir losa kolsýru inn í gróðurhúsin til að örva vöxtinn.

Styrkur  CO2 í andrúmsloftinu er um það bil 0,04%, eða 400 ppm (parts per milljon). Styrkurinn hefur verið að aukast á síðustu áratugum og hafa menn haft af því nokkrar áhyggjur.  Fyrir iðnbyltinguna var styrkurinn um 280 ppm, eða 0,028%.   Eins og flestir vita ætti aukinn styrkur CO2 í lofthjúpnum að valda nokkurri hækkun hitastigs, en ekki eru menn sammála hve mikið. Einnig má búast við að sýrustig (pH) sjávar lækki nokkuð og að hann verði minna basiskur.

 

En, hefur styrkur CO2 aldrei verið meiri en í dag?  Jú vissulega!  Og það miklu meiri...

 

bernerhead.jpgSvarti ferillinn á myndinni sem er efst á síðunni er teiknuð samkvæmt niðurstöðum rannsókna prófessors R.A. Berner við Yale háskóla.  Svarti ferillinn sýnir styrk CO2 í lofthjúpnum í 600 milljón ár.  Takið eftir að það er aðeins á tiltölulega stuttu tímabili undanfarið og einnig á tímabili fyrir um 300 milljón árum sem styrkurinn er ámóta og nú, en á öðrum tímaskeiðum töluvert eða miklu meiri. Takið eftir lóðrétta ásnum vinstra megin og hve hátt svarti ferillinn nær, eða í 7000 ppm, þ.e. 17 sinnum hærra en í dag! (Takið þó eftir óvissunni sem afmarkast af „Estimate of uncertainity).

 

 

 

 Sjá grein R.A.Berner í American Jounal of Science, Vol 301, Feb. 2001:  http://www.geocraft.com/WVFossils/Reference_Docs/Geocarb_III-Berner.pdf

Myndin efst er fengin að láni hér: http://www.geocraft.com/WVFossils/Carboniferous_climate.html

Sjá einnig hér: http://www.scotese.com/climate.htm

 

Tónlist eftir prófessor Robert Berner við Yale háskóla. Hlusta hér: http://people.earth.yale.edu/profile/robert-berner/about/music.html.

 

 

Hér fyrir neðan er önnur mynd frá Wikipedia: Carbon Dioxide in Earth's Atmosphere.

Eldrauði (orange) ferillinn GEOCARB III er hliðstæður þeim svarta efst á síðunni. 

 

phanerozoic_carbon_dioxide.png

 


This figures shows estimates of the changes in carbon dioxide concentrations during the Phanerozoic. Three estimates are based on geochemical modeling: GEOCARB III (Berner and Kothavala 2001), COPSE (Bergmann et al. 2004) and Rothman (2001). These are compared to the carbon dioxide measurement database of Royer et al. (2004) and a 30 Myr filtered average of those data. Error envelopes are shown when they were available. The right hand scale shows the ratio of these measurements to the estimated average for the last several million years (the Quaternary). Customary labels for the periods of geologic time appear at the bottom.

Direct determination of past carbon dioxide levels relies primarily on the interpretation of carbon isotopic ratios in fossilized soils (paleosols) or the shells of phytoplankton and through interpretation of stomatal density in fossil plants. Each of these is subject to substantial systematic uncertainty.

Estimates of carbon dioxide changes through geochemical modeling instead rely on quantifying the geological sources and sinks for carbon dioxide over long time scales particularly: volcanic inputs, erosion and carbonate deposition. As such, these models are largely independent of direct measurements of carbon dioxide.

Both measurements and models show considerable uncertainty and variation; however, all point to carbon dioxide levels in the past that have been signifcantly higher than they are at present. While the GEOCARB Carbon dioxide levels in the most part of the Phanerzoic Eon shows a fit and resultíng climate sensitivity similar to todays values, the early Phanerozoic includes a global ice age during the Ordovician age combined with high atmospheric carbon contents based on the same project. There have been different speculations about the reasons but no acknowledged mechanism so far.

 

 

 


mbl.is Koltvísýringur í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ekki nein venjuleg flugsýning...

 

 

l39-erstflug-005-b.jpg

 

 

Aðeins fyrir þá sem ánægju hafa af flugsýningum. Þetta er þó ekki nein venjuleg flugsýning, því þarna sjást atriði sem aðeins útvaldir hafa séð Wink

Myndatakan er eiginlega bara nokkuð góð...

Nauðsynlegt er að horfa á sýninguna í HD, helst HD1080, og í fullri skjástærð.  Til þess er hægt að smella hér og síðan á tannhjólið og kassann sem eru neðst til hægri.

 

 
 
 
 
 

 


Vel varðveitt leyndarmál í Frakklandi...

 

 

picture_356.jpg

 

 

Sumir eiga sér draum sem aldrei verður neitt annað en draumur.  Aðrir láta draum sinn rætast jafnvel þó það kosti blóð, svita og tár. Draumar sem rætast eiga það til að vera engu líkir, enda eru draumar alltaf dálítið sérstakir og persónulegir.

Margrét Jónsdóttir listmálari er ein þeirra sem hafa látið draum sinn rætast, draum um að eiga hús í sveit í Frakklandi.   Fyrir um áratug keypti hún ævagamalt hús í örlitlu þorpi ekki langt frá París. Hún gerði húsið, sem er 300 ára gamalt, upp af einstakri alúð og smekkvísi sem listamönnum einum er lagið,  og breytti því í sannkallaðan unaðsreit.

 
Þarna dvelur listamaðurinn annað slagið, en leigir húsið út þess á milli þeim sem vilja kynnast hinu blíða Frakklandi, eða eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France".    Það kemur skemmtilega á óvart hve leiguverði er stillt í hóf.

Skammt frá húsinu eru kastalar, ótal eldgamlar gönguleiðir, hundgömul þorp, baðströnd við vatn, skógur, veiðar, golf og hestaleiga.  Allt er þetta nokkuð sem okkur sem búum í köldu landi nærri heimskautsbaug dreymir um að kynnast.

Sannarlega er það ótrúlegt framtak að gera 300 ára gamalt hús svona vel upp eins og raun ber vitni.   Ef einhvers staðar er til gamalt hús með fallegri sál og góðum anda þá er það hér.

Húsið er í litlu þorpi í sveitarfélaginu Mayenne í héraðinu Pays de la Loir. Náttúrufegurð er þar mikil.

 

Eiginlega er þetta vel varðveitt leyndarmál sem fáir vita um.   Er ástæða til að ljóstra upp þessu fallega leyndarmáli?  Auðvitað!

 

 

Vefsíða þessa fallega húss sem auðvitað heitir Mögguhús er:                       margretjonsdottir.blogspot.fr

 

Facebook síða hússins er hér.  (Áhugaverðar upplýsingar).

 

Fjölmargar myndir og upplýsingar um leiguverð eru hér


Fjölmargar myndir eru á Flickr síðu hér, en þær má skoða sem myndasýningu (slideshow).

 

 
 
picture_137.jpg
Eldhúsið
 
 
picture_345.jpg
 Stofan
 
 
picture_204.jpg
  Bakgarðurinn
 
 
lokin_008.jpg
 Húseigandinn Margrét Jónsdóttir listmálari
 
 
 


400.000 ára saga Mayenne

 

 

 

 Undursamleg náttúrufeguð

 

 

 

 Uppgötvið Mayenne og auðlegð þess!

 

 

 

mont-saint-michel.jpg
 
 Mont Saint Michel
 
 

 
 
Síða hússins á Facebook er áhugaverð: MögguHús-Hús til leigu  
 
 
 

 

Í dag er hálf öld liðin frá páskahretinu mikla 1963 - Annað á leiðinni...?

 

 

 

mispill_copy.png

 

Ekki er laust við að þessa dagana sé nokkur uggur í brjósti skógræktarmanna og annarra sem unna gróðri og góðu mannlífi, en nú er að skella á kuldahret sömu ættar og fyrir nákvæmlega 50 árum, en þá urðu tré víða um land fyrir miklum skaða.

Það var 9. apríl 1963 þegar gerði mjög óvenjulegt hret eftir langvarandi hlýindi. Tré  á Suðurlandi drápust unnvörpum, einkum síberíulerki, sitkabastarður og alaskaösp. Hitinn féll þá á nokkrum klukkustundum um því sem næst 20 gráður, úr góðum vorhita í hörkufrost.

Tveim árum seinna eða um 1965 hófst síðan kalt tímabil sem gengur undir nafninu hafísárin eða kalárin, og stóð það næstum óslitið í tvo áratugi.

Nú hafa verið langvarandi hlýindi eins og árið 1963, en vonandi verður hretið ekki mjög slæmt. Gróður er farinn að taka við sér, brum á trjám farin að þrútna og sum tré jafnvel farin að laufgast eins og mispillinn á myndinni hér efst á síðunni. Myndin var tekin s.l. sunnudag.

Það er ekki bara gróðurinn sem getur skaðast, fuglar og önnur dýr gætu verið í hættu. Við skulum því vona að hretið verði hvorki slæmt né langvinnt.

 


 

 

kalskemmdir-2.jpg

 Kalskemmdir í túni

 

Við á sunnanverðu landinu höfum notið blíðunnar undanfarnar vikur og vel það. Sama er ekki að segja um alla landshluta, því á norðanverðu landinu hafa verið snjóþyngsli og víða hefur klaki lagst yfir tún. Þá er mikil hætta á að tún kali og allt gras drepist. Það er ófögur sjón og mikið tjón fyrir ábúendur.

 

Ísland er harðbýlt og náttúran er ekki alltaf eins mjúkhent eins og hún hefur verið síðustu áratugi.   Það þarf ekki nema litla breytingu á hitastigi til að allt fari úr skorðum.  Vonandi verða næstu ár áfram mild.

 

 

 

vedurkort_fostudag_12_april_copy.jpg
 
Hitaspá fyrir n.k. föstudagsmorgun

 

 

 

 Blogg Trausta Jónssonar í dag:  Býsna kalt - vonandi ekki svo hvasst.

 

 

Stórmerkilegt myndband: Dýrahjarðir notaðar til að breyta eyðimörkum í gróðurlendi...

 

 

 

ted-dessert.jpg

 

Fyrir skömmu hélt Dr. Allan Savory fyrirlestur á TED um hvernig snúa má við þeirri þróun, að land er víða að breytast hratt úr gróðurlendi í eyðimörk.  Líklega er þetta með því merkilegasta sem ég hef kynnst. 

Þetta er ekki bara tilgáta, heldur hefur aðferðin verið sannreynd víða um heim. Það er ljóst að með þessari aðferð er hægt að auka matvælaframleiðslu víða um heim, m.a. í Afríku þar sem hungursneyð og fátækt er víða.

Ekki nóg með það, heldur er þetta mjög áhrifamikil aðferð til að vinna á móti losun á koltvísýringi, eins og fram kemur í lok erindisins, enda nærist gróðurinn á þessu efni.

Í stórum dráttum kemur þetta fram í TED fyrirlestrinum:

Aðferðin, sem fyrst og fremt kemur að notum þar sem úrkoma er stopul eins og m.a í Afríku, snýst um að láta stórar dýrahjarðir með skipulagi troða niður gróðurinn í skamma stund á réttum tíma. Þannig er líkt eftir stóru dýrahjörðunum sem reikuðu um gresjurnar áður fyrr. Með þessu vinnst m.a.:

- Grasið leggst niður á opna jörðina og rakinn í jarðveginum gufar síður upp. Jarðvegurinn helst rakur lengur.

- Í stað þess að sinan oxyderist (grá líflaus sina) fyrir ofan landið brotnar grasið niður í rakri jörðinni með hjálp örvera og myndar áburð.

Þetta snýst því um að koma rakanum og kolefninu niður í jörðina með því að loka yfirborðinu með niðurtröðkuðum gróðri sem síðan brotnar niður í jörðina.
Nýr gróður sprettur upp, jafnvel þar sem enginn gróður var.

Myndbandið er um 20 mínútna langt, en tímanum er mjög vel varið í að hlusta og horfa á myndir af landsvæðum sem hafa gerbreyst. Sjálfsagt verða margir undrandi.


 

 Allan Savory: How to green the world's deserts and reverse climate change

 

 

(Svo það fari ekki á milli mála, og með mikilli einföldun, þá nægir ekki að einn grasbítur sé 100 daga á einum hektara, heldur þarf átroðslu hundrað dýra hjarðar í einn dag, til að ná árangrinum sem kynntur er. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en það er álag og átroðsla margra dýra í skamman tíma sem þarf til, en ekki samfelld beit. Nánar í myndbandinu). 

 

 Sjá vefsíðu TED: Fighting the growing deserts, with livestock: Allan Savory at TED2013

 

Mun lengra erindi er á vef FEASTA - The Foundation for the Economics of Sustainability. Þessi fyrirlestur er haldinn á Írlandi, en þar höfðu stjórnvöld áhyggjur af metanlosun búfénaðar. Fyrirlesarinn telur að skoða verði málið í heild, eins og fram kemur á vefsíðunni. Smella hér.    Erindið þar er um klukkustundar langt, en einnig er þar 10 mínútna  úrdráttur með því helsta.  Bæði myndböndin eru hér fyrir neðan.

Þetta stutta myndband með úrdrættinum er sjálfsagt að horfa á:

 

*

 

*

Hér er svo allur fyrirlesturinn fyrir þá sem hafa mikinn áhuga:

+

 

+

 *

m-1963-ads-640px.jpg
 
 
m-2003-arrow-_-date-720x500-w-stroke_1.jpg

 

Það er ótrúlegt, en þessar tvær myndir eru teknar frá nákvæmlega sama sjónarhorni. Örin bendir á sömu hæðina í bakgrunni. Það var reyndar ekki fyrr en 1978 sem farið var að beita aðferðinni á þetta land, þó svo að fyrri myndin sé tekin 1963. Það gjörbreyttist því á aldarfjórðungi.

Fleiri myndir hér.

 

 

 

http://www.managingwholes.com

http://achmonline.squarespace.com

http://www.holisticresults.com.au

 

 

 

 

 

 

 

 

Savory Institute

www.savoryinstitute.com

 


Verður sólblettahámarkið nú tvítoppa...?

 


 

ssn_predict_l_1193733.gif

 

Sólin kemur sífellt á óvart. Að mörgu leyti hefur hegðun hennar verið óvenjuleg undanfarið. Sólblettahámarkið (númer 24) ætlar að verða það lægsta í 100 ár og svo getur farið að toppurinn verði tvöfaldur.

 

Tvöfaldur toppur stafar af því að norðurhvel sólar og suðurhvel ná ekki hámarki í fjölda sólbletta samtímis. Nú gæti svo farið að hámarkið á suðurhveli verði seinna á ferðinni og að hámarkinu á norðurhveli hafi þegar verið náð.

Hvers vegna telja menn að toppurinn geti orðið tvöfaldur?  Því hafði verið spáð að hámarkinu yrði náð í maí, þ.e. eftir tvo mánuði. Ef við skoðum myndina hér að ofan, þá kom skammvinnur toppur fyrir rúmu ári, en síðan dalaði virknin aftur. Er annar svipaður toppur væntanlegur á næstu mánuðum?

Ef við skoðum vinstri hluta myndarinnar, þá sjáum við að  hámark sólsveiflunnar um síðustu aldamót var einmitt með tveim toppum og lægð á milli.  Einhvern vegin þannig gætum við séð á næstunni í sólbletthámarkinu sem nú stendur yfir. 

Á myndinni hér fyrir ofan (Hathaway / NASA mars 2013: "Solar Cycle Prediction") er spáð sólblettatölu 67 sem er ámóta og hámarkið árið 1906, en þá var sólblettatalan 64.

Á annarri vefsíðu NASA "Solar Cycle Update: Twin Peaks?" getur Dean Pesnell sér þess til að hámarkið verði tvítoppa og þaðan er eftirfarandi myndband fengið að láni.

Hathaway spáir sólblettatölu 67.

Pesnell spáir hærri sólblettatölu.

Hver verður reyndin? Jafnvel þó sólsveiflan sé í hámarki er óvissan nokkur. Spennandi Halo.

 

 

 

Þetta var sólblettahámark númer 24.  Við hverju má búast af sólblettahámarki númer 25 sem verður væntanlega eftir um áratug?  Það veit auðvitað enginn, en menn eru auðvitað byrjaðir að spá. Verður toppurinn miklu lægri en nú? Mönnum hefur alltaf gengið illa að spá um framtíðina, en vísbendingar um að svo verði eru nokkrar.

 

 comparison_recent_cycles

Eins og sést á þessum samanburði, þá er núverandi sólsveifla 24 mun minni
en sólsveiflur 21, 22 og 23.
Myndin uppfærist sjálfkrafa annað slagið.
 

 Sólin núna, beintengd mynd.

 


 Fersk mynd af sólinni í dag. Ekki er mikið um að vera i hámarki sólsveiflunnar.


Þetta er beintengd mynd sem uppfærist sjálfkrafa nokkrum sinnum á dag.

Dagsetningu og tíma ætti að vera hægt að sjá í horninu neðst til vinstri,

en sjá má mynd í fullri stærð með því að smella á þessa krækju:

http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_2048_HMIIC.jpg

Síðan er hægt að stækka myndina enn meir með því að smella á hana.

Þá sést textinn mjög vel og einnig sólblettirnir.

 

 

 

Solar Dynamics Observatory

Fjöldi splunkunýrra mynda: http://sdo.gsfc.nasa.gov/data/

Áhrif sólar á norðurljósin: Norðurljósaspá.

 

 

 


 


Hvað veldur þessu 10 ára hiki á hnatthlýnun? - Hvað svo...?

 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979-b_1192796.jpg

 

Svarið við spurningunni í fyrirsögninni er einfalt. Ég veit það ekki og væntanlega veit það enginn með vissu... Margir hafa þó ákveðnar grunsemdir og kenningar...

Samkvæmt mælingum hefur ekki hlýnað undanfarið 10 ár, jafnvel ekki tölfræðilega marktækt í 15 ár samkvæmt sumum mæligögnum.

Þessi pistill fjallar því aðeins um það að skoða hitaferla en ekki er dregin nein ályktun um framtíðina, enda er það ekki hægt... Það er þó full ástæða til að fylgjast með framvindu mála næstu árin.

 

Myndin hér að ofan er nokkuð fróðleg. Hún er samsett úr öllum helstu hitamæliferlum, tveim sem unnir eru úr mæligögnum frá gervihnöttum (UAH MSU, RSS MSU) og þrem sem unnir eru úr hefðbundnum mæligögnum (GISS, NCDC, HadCRUT4). Ferlarnir ná frá árinu 1979 og út janúar 2013.

Ferlarnir ná aftur til ársins 1979 en þá hófust mælingar frá gervihnöttum.  Hér hafa ferlarnir verið stilltir saman miðað við meðaltal fyrstu 10 ára tímabilsins.  Þeir virðast falla vel saman allt tímabilið sem eykur trúverðugleika þeirra.

Svarti þykki ferillinn er 37 mánaða (3ja ára) meðaltal. Ferlarnir ná til loka desember 2012.  Ferlarnir sýna frávik frá viðmiðunargildi, en ekki raunverulegt hitastig, en meðalhiti yfirborðslofthita jarðar er nálægt 15 gráðum Celcíus.  Stækka má mynd með því að tvísmella á hana.

 

Nú er hægt að skoða þetta ferlaknippi á mismunandi hátt, en auðvitað verður að varast að taka það of bókstaflega. Við tökum kannski eftir að að svo virðist sem skipta megi ferlinum sjónrænt gróflega í þrjú tímabil:

 

1979-1993: Tiltölulega lítil hækkun hitastigs.

1992-2002: Ör hækkun hitastigs.

2002-2013: Engin hækkun hitastigs.

 

Svo má auðvitað skipta ferlinum í færri eða fleiri tímabil ef einhver vill, og skoða á ýmsan hátt, en allt er það sér til gamans gert...

 

 -

 

Til að gæta  alls velsæmis er rétt að skoða hitaferil (HadCRUT3) fyrir meðalhita jarðar sem nær alveg aftur til 1850 og endar í janúar 2011.  Ferillinn sem er efst á síðunni nær aðeins aftur til ársins 1979, eða yfir það svæði sem merkt er með rauðu [Satellites].

Við sjáum þar að hitinn síðustu ár hefur verið hár miðað við allt 160 ára tímabilið.

Við tökum einnig eftir að hækkun hitastigs hefur verið álíka hröð tvisvar á þessu 160 ára tímabili, þ.e. því sem næst 1910-1940 og 1985-2000.

 

hadcrut3_globalmonthlytempsince1850_withsatelliteperiod.jpg

 

Myndirnar hér á síðunni eru fengnar að láni hjá vefsíðunni www.climate4you.com sem Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla sér um.  Á efri myndinni var bætt við lóðréttum línum við árin 1998 og 2003,  (10 og 15 ár frá 2013).

 

Nú vakna auðvitað nokkrar spurningar:

  •    Hvað veldur þessu hiki eða stöðnun sem staðið hefur a.m.k. í áratug?
  •    Hve  lengi mun  þessi stöðnun standa yfir?
  •    Mun hlýnunin sem var á síðasta áratug 20. aldar fara aftur af stað eftir þetta hik? 
  •    Er hlýnunin í hámarki um þessar mundir og mun svo fara að kólna eftir þetta hik? 

 

Hér verður ekki gerð nein tilraun til að svara þessum spurningum, enda veit enginn svarið. Við getum lítið annað gert en beðið og dundað okkur við að fylgjast með þróuninni næsta áratug eða lengur.

Það er þó væntanlega í lagi að benda á að um geti verið að ræða þrenns konar fyrirbæri sem veldur breytingum á hitafari undanfarina áratugi og árhundruð:

 

  1. Ytri sveiflur sem væru þá helst breytingar í sólinni.

  2. Innri sveiflur svo sem breytingar í hafstraumum og breytingar í hafís/endurskini eins og Páll Bergþórsson hefur bent á.

  3. Stígandi sem stafar af sífelt meiri losun á koltvísýringi

 

Þetta er semsagt flókið samspil náttúrulegra fyrirbæra og áhrifa losunar manna á koltvísýringi. Hve mikið hver þessara þriggja þátta vegur er ómögulegt að segja.  Við getum þess vegna til einföldunar og bráðabirgða sagt er hver þáttur valdi svo sem þriðjungi, en auðvitað er það bara órökstudd ágiskun þar til við vitum betur...

 

Við vitum að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið svo óneitanlega liggur hún undir grun.   Nú gefst því kjörið tækifæri til að reyna að meta þátt sólar í breytingum á hnattrænum lofthita.    Kannski verðum við eitthvað fróðari  um málið eftir nokkur ár.  Þetta er þó aðeins einn þáttur þeirra þriggja sem getið var um hér að ofan. Um allnokkurt skeið hafa menn spáð minnkandi virkni til ársins 2030 eða svo, en viðsnúningi eftir það...   Hvað svo?  

 

 

frettabladir_1_mars-b.jpg

Í Fréttablaðinu í dag föstudaginn 1. mars er viðtal við Pál Bergþórsson um reglubundnar sveiflur sem stafar geta af hafísnum og enduskini sólar af honum.  Það er einn þáttur innri sveiflna í kerfinu.  "Hlýindaskeiðið er við að ná hámarki sínu". stendur í fyrirsögn viðtalsins við Pál.

Viðtalið má lesa með því að smella tvisvar eða þrisvar á myndina, eða með því að skoða alla blaðsíðu fréttablaðsins hér, sem er jafnvel betra en að skoða myndina.

Viðtlið hefst svona:

„Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara
er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra.
Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið
sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi...“
.

 

Mun hlýna á næstu árum, mun hitinn standa í stað eins og undanfarinn áratug, eða mun  kólna á næstu árum og áratugum.  Hvað gerist svo eftir það? 

Tíminn mun leiða það í ljós, en áhugavert verður að fylgjast með.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stórfengleg hikmynd frá Alþjóða Geimstöðinni...

 

 

 

 

 

Einstaklega falleg hikmynd (time lapse video) sett saman úr myndum

teknum frá Alþjóða Geimstöðinni - International Space Station.

 

Myndin er um 6 mínútna löng og má þar m.a. sjá  stórfengleg
norðurljós, vetrarbrautina og sjálfa geimstöðina.

 

Myndbandið er miklu tilkomumeira ef það er skoðað í fullri skjástærð og HD.

 

 

Tónlistin er eftir Emancipator.

Myndbandið gerði Brian Tomlinson með myndum frá NASA.

 

 

 

 


Það á ekki að refsa eldri borgurum...

 

 

Eldri borgarar
 

 

Nú eru aðeins fáeinar vikur þar til  ríkisstjórnin undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfússonar leggur niður störf.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað líkt sér við norræna velferðarstjórn, og því verður að gera ráð fyrir að hún hætti að níðast á eldri borgurum á Íslandi. 

Jóhanna og Steingrímur: Sýnið nú hvað í ykkur býr! 

Leiðréttið skerðingu á kjörum aldraðra áður en þið farið frá.

Þið getið ekki verið þekkt fyrir annað.

Ef ykkur er annt um orðstír ykkar, þá verðið þið að bregðast strax við!

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn föstudaginn 15. febrúar s.l.  Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt af fundinum. (Leturbreyting bloggarans):

 

"Það á ekki að refsa eldri borgurum"

Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, krefst þess að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum verði leiðréttur strax til samræmis við kauphækkanir láglaunafólks.

FEB krefst þess einnig að sú skerðing á kjörum aldraðra, sem ríkisstjórnin ákvað frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð.

„Kjararáð hefur afturkallað kauplækkun ráðherra, þingmanna og embættismanna með gildistíma frá  1.október 2011. Ríkisstjórnin verður að veita öldruðum sams konar leiðréttingu,“ segir í ályktun aðalfundar FEB sem haldinn var síðastliðinn föstudag.

„FEB telur að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og myndi því ekki skerða bætur almannatrygginga,“ segir í ályktuninni 

Þá er þess krafist að frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði strax  hækkað.

„En í næsta áfanga verði skerðing tryggingabóta vegna lífeyrissjóðs afnumin með öllu. Við afturköllun á kjaraskerðingu frá 1. júlí 2009 verður hætt að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri almannatrygginga. Hækka þarf einnig verulega frítekjumark vegna fjármagnstekna og atvinnutekna. Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að spara eða vinna.“

 

Lífeyrir verði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar

FEB telur að  stefna eigi að því að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í áföngum í upphæð sem samsvarar meðaltalsútgjöldum einstaklinga og heimila samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.

„Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar (des. 2012) eru meðaltalsútgjöld einhleypinga 295 þús kr. á mánuði eftir að tekið hefur verið tillit til hækkunar neysluverðs frá því, að könnunin var gerð. Hvorki skattar né afborganir og vextir er  innifalið í tölu Hagstofunnar og lyfjakostnaður vanáætlaður. En hæsti lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega  (framfærsluviðmið- lágmarksframfærslutrygging) frá TR er 180 þús. kr. á  mánuði eftir skatta. Það vantar því  115 þús. kr. á mánuði upp á að  lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir neysluútgjöldum þessara einstaklinga. En aðeins mjög lítill hópur eldri borgara nýtur  framfærsluviðmiðs Tryggingastofnunar að fullu. Lífeyrir annarra ellilífeyrisþega frá TR er mikið lægri.“

 

Endurskoðun kemur ekki í stað kjaraleiðréttingar

Aðalfundurinn bendir á að endurskoðun almannatrygginga komi ekki í stað kjaraleiðréttingar vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar krepputímans. „Það verður eftir sem áður að leiðrétta kjör aldraðra strax og afturkalla  kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Grunnlífeyrir er nú 34 þús. kr. á mánuði. Þeir sem misstu hann 2009 eiga að fá hann aftur nú að öðru óbreyttu.“

Þá mótmælir FEB harðlega hækkun Reykjavíkurborgar á ýmsum þjónustugjöldum aldraðra, til dæmis fyrir mat og á akstri.

 

 
 


mbl.is „Það á ekki að refsa eldri borgurum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsvirkjun hin mikla og vistvæna...

 

 

 

eldingar.jpg

 

Hugsað út fyrir litla ferkantaða boxið í laufléttum dúr og kannski smá hálfkæringi...

 

Hvernig væri að slá nokkrar flugur í einu höggi og uppfylla samtímis óskir náttúruverndarmanna og virkjanasinna? Framleiða vistvæna orku sem ekki veldur hnatthlýnun, veldur ekki sjónmengun eða spjöllum í íslenskri náttúru, og selja hana dýru verði um sæstreng til útlanda þar sem orkukaupendur bíða í röðum eftir því að kaupa dýru verði græna, að minnsta kosti ljósgræna, orku frá Íslandi...

Við skulum hugsa stórt...

Við virkjum á þann hátt að engin þörf er á uppistöðulónum, engin þörf á að virkja fallega fossa, engin þörf á að bora í hverasvæði til að nálgast jarðvarmann, engin brennisteinslykt, enginn gufumökkur, engar háspennulínur, engar ljótar vindmyllur.  En gjaldeyririnn mun streyma inn í stríðum straumum...

Hvernig er þetta hægt...?

Við höfum reynslu í að virkja kjarnorkuna í iðrum jarðar þar sem jarðvarmavirkjanir eru og farnir að huga að kjarnorkuveri í Vestmannaeyjum, og á upprunavottorðum sem íslenskir orkuframleiðendur gefa út kemur fram að uppruni 39% raforkunnar sem við framleiðum sé kjarnorka og 37% jarðefnaeldsneyti, svo við erum ekki alveg græn, en getum þó sagt að við séum ljósgræn. Kannski nægir það til að selja útlendingum dýru verði raforku um sæstreng.  Svo notum við auðvitað þóríum í stað úrans.


En, hvaðan á raforkan að koma, er ekki nánast bannað að virkja vatnsföllin og jarðhitann í dag...?


Við þurfum ekki að virkja vatnsföll og jarðhita til að framleiða ljósgræna orku fyrir ríka útlendinga sem vilja kaupa hana um sæstreng.

Lausnin í framtíðinni gæti verið Þóríum orkuver á Íslandi sem framleiddi rafmagn fyrir umheiminn. Lítill sem enginn geislavirkur úrgangur, engin hætta á að orkuverið bræði úr sér, o.s.frv. Sem sagt, næstum græn orka. Við erum þá ekki að tala um smávirkjun, heldur svosem tífalda Kárahnjúkavirkjun, hið minnsta. Með því að nýta Atlantshafið til að kæla eimsvalanna í stað kæliturna, og með því að reisa mannvirkið að miklu leyti neðanjarðar, og með því að reisa það á þeim stað þar sem væntanlegur strengur kemur á land, yrðu umhverfisspjöll engin. Orkuverið yrði nánast ósýnilegt þar sem það væri einhvers staðar við hafið bláa.

Engar sýnilegar byggingar, engir kæliturnar sem spúa gufumekki og engar háspennulínur; orkuverið nánast ósýnilegt. Ekki er það amalegt.    Ekki er verra að nafnið Þóríum tengist goðafræðinni, það gæfi því sérstakan dulmagnaðan blæ. Þóríum vísar til Þórs og við ætlum að nota það til að framleiða rafmagn, eins og Þór gerir reyndar sjálfur þegar hann sveiflar Mjölni svo eldingar skjótast í allar áttir og Þórsdunur gnýja.   Þar sem orkuverið losar ekki koltvísýring yrði vafalítið ekki erfitt að sannfæra náttúruverndarfólk um að rafmagnið frá Þórsvirkjun á Íslandi sé vistvænt og valdi ekki hnatthlýnun sem mörgum stendur ógn af, en Íslendingar kunna að meta.

Auðvitað er þetta framtíðardraumur...  en einhvern tíman gæti Þórsvirkjun orðið að veruleika.

Svo getur auðvitað verið að tæknin að virkja orku með samruna á hagkvæman hátt verði orðin að veruleika eftir fáeina áratugi. Þá einfaldlega skiptum við út þóríumofninum með samrunaofni þar sem eldsneytið er einfaldlega vatn...  Notum þá tækni sem Sólguðinn hefur kunnað í milljarða ára.

-

Hmmm...  Kannski Skotar verði bara á undan okkur og setji upp Þórsvirkjun í Skotlandi...   Þá þarf engan rafstreng frá Íslandi til Skotlands.  Kannski voru þetta bara draumórar og kannski eigum við ekkert að vera að hugsa um einhvern sæstreng... Ææ...

 

Eða er einhver önnur lausn...?

Jú auðvitað, við reisum álver og alla þá stóriðju sem okkur lystir á lóð Þórsvirkjunar og sleppum draumnum um sæstreng, enda flækist hann bara fyrir.

Nú geta allir verið ánægðir: Náttúruverndarfólk, virkjanasinnar og stóriðjufrumkvöðlar.

Engar háspennulínur milli orkuvers og iðjuvera, og þar með þarf ekki leyfi frá landeigendum, ekkert umhverfismat vegna lína til að flækja málin, og engar línur og möstur til að særa fegurðarskyn okkar.  Nú, orkuflutningurinn verður ókeypis og Landsnet fær ekki krónu. Orkan verður þeim mun ódýrari.

Þórsvirkjun verður að mestu niðurgrafin og sést því varla. Þórsvirkjun verður af gerð virkjana sem nefnast á misgóðu máli séstvallavirkjanir.  Engir kæliturnar sem spúa út gufu eins og við kjarnorkuver og flest jarðvarmaorkuver, því sjókæling verður notuð eins og við Reykjanesvirkjun sem Verkís hannaði með miklum sóma. 

Engin bennisteinslykt eins og fylgir oft eggjum og jarðgufuvirkjunum. Engar borholur. Engar áhyggjur af líftíma háhitasvæða.

Engin uppistöðulón, engar stíflur, engir aðrennslisskurðir.

Engar vindmyllur.

En, við flytjum orkuna út sem vöru sem unnin er á Íslandi af íslenskum vinnufúsum höndum og þurfum við því ekki vírspotta á sjávarbotni, en hann kostar langleiðina í þúsund milljarða og veldur því í ofanálag að rafmagnsreikningurinn heima hjá mér tvöfaldast. Högnumst þeim mun meira, og ekki veitir af...

Lausnin er komin! 

 

Það er þó eitt stórt vandamál: Það verður ekkert til að kvarta eða nöldra yfir, en gleymum því... Það má nöldra yfir einhverju öðru, en nú vita víst sumir hvað "eitthvað annað" er.  

 

Jæja, nú er frumhönnun lokið; er ekki rétt að fara að bretta upp ermarnar og hefjast handa? Frumhönnun lokið, næst er það forhönnun, síðan deilihönnun og loks framkvæmdir. Auðvitað verður allt unnið af Íslendingum eins og öll orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi. Við kunnum nefnilega til verka hér á landinu bláa.

Svo er það auðvitað spurningin með kæliturnana. Í 300 MW Þóríum orkuverinu sem þjóðverjar reistu fyrir 30 árum, THTR-300, voru notaðir kæliturnar, en í framtíðinni kann að vera að menn noti CO2 sem miðil fyrir túrbínurnar og sleppi kæliturnum (Brayton Cycle) í stað gufu (Carnot cycle) eða jafnvel isopentan eins og í Svartsengi (Rankine cycle), en nú er þetta víst orðið einum of tæknilegt og rétt að fara hætta þessu ábyrgðalausa skrafi... Wink.  Sjónmengandi kæliturna ætluðum við þó ekki að nota, heldur Atlanshafið til kælingar, ef með þarf. Það gera menn með góðum árangri í Reykjanesvirkjun, enda ekki mikil gufa sem sleppur út frá því orkuveri.

 

 

 

 

 

TED:   Kirk Sorensen: Thorium, an alternative nuclear fuel

https://www.ted.com/talks/kirk_sorensen_thorium_an_alternative_nuclear_fuel


https://www.youtube.com/watch?v=N2vzotsvvkw


 

www.energyfromthorium.com

 

 

 

_or-600w.jpg

 

 Þór sveiflar Mjölni og hefur Megingjörðina um sig miðjan

þegar hann berst við þursa og útrásartröll.

Tanngjóstur og Tanngrísnir draga vagninn.

Þórdunur og eldingar...

Raforka...

...

 

 

 

 

Thorium Energy Alliance

www.thoriumenergyalliance.com

 

 

 

 

 


Hugsanleg skýring á blæðingu þjóðvega...?

 

 

653991.jpg

 

 

Hvað var það sem vann sem gikkur og hleypti ferlinu af stað nánast samtímis á hundruð kílómetra kafla, nokkrum mánuðum eftir að klæðningin var lögð? Blæðingin fór skyndilega af stað og hætti jafn skyndilega. Nánast samtímis alls staðar.

Getur verið að skýringin á þessu sé eftirfarandi fyrirbæri sem við gætum kallað "frostdælingu"?

Hugsum okkur að hitastig sé að sveiflast umhverfis bræðslumark vatnsins, sem er 0°C ef það er hreint, en lægra ef það er blandað óhreinindum eða salti. Þannig hefur veðurfar líklega verið undanfarið, en við vitum ekki hve hreint vatnið hefur verið og þekkjum því ekki vel við hvaða hitastig það frýs/þiðnar.  Munum eftir því að vatn þenst  skyndilega út um 8% um leið og það frýs og breytist í klaka.

 

 - Sprunga hefur myndast í yfirborðið.

 - Hugsum okkur til einföldunar að frost sé að nóttu en þíða að degi til. 

 - Vatn seitlar niður um sprunguna og safnast fyrir undir klæðningunni meðan frostlaust er.

 - Hitastig fer niður fyrir frostmark vatnsins að nóttu. Vatnið þenst út og þrýstist frosið upp um sprunguna ásamt olíu/biki sem undir klæðningunni er.

 - Næsta dag fer hitinn upp fyrir frostmark vatnsins. Ísinn bráðnar og sprungan ásamt holrúminu undir klæðningunni fyllist aftur af vatni.

 - Næstu nótt er frost, vatnið/ísinn þenst út um 8% og þrýstir meira af olíu/biki upp um sprunguna ásamt krapi.

 - Daginn eftir þiðnar og sprungan fyllist aftur af vatni.

 - O.s.frv., aftur og aftur. Gumsið mjakast upp um sprunguna með hjálp þessarar "frostdælu" sem er sífellt að vinna þegar hitastigið sveiflast umhverfis frostmark vatnsins...  Meira og meira gums þrýstist upp...

 

 

Það er svo annað mál hvers vegna svona mikil olía eða bik er undir klæðningunni. Skýringin á því liggur kannski í því hvernig staðið er að verki þegar klæðningin er lögð.

 

(Myndin er úr frétt Morgunblaðsins).

 



 

 

 

 


mbl.is „Svakalegt að lenda í svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Antikyþera reiknivélin, 2100 ára hátæknitölva...

 

 nama_machine_d_anticyth_re_f.jpg

 

Hátæknibúnaðurinn sem fannst árið 1901 í skipi sem sökk við eyjuna Antikyþera skammt norðvestur af Krít um 80 fyrir Krist hlýtur að teljast meðal merkustu fornminja allra tíma. Þetta er furðuflókinn tölvubúnaður eða reiknivél sem nota mátti fyrir flókna stjarnfræðilegra útreikninga.

Tækið er frá því um 100 fyrir Krists burð, og því meir en 2000 ára gamalt. Hugsanlega má rekja tilvist þess til smiðju Arkímedesar þó svo hann hafi dáið um hundrað árum áður en þessi vél var smíðuð. Vel má ímynda sér að Arkímedes hafi gert frummyndina.

Þetta er reyndar ekki stafræn tölva (digital computer) eins og við þekkjum í dag, heldur hliðræn tölva (analog computer) sem notar fjöldan allan af tannhjólum, gírum og öðrum vélbúnaði í stað rafeindarása.

Þetta er ótrúleg smíði og mikið hugvit og þekkingu á stærðfræði ásamt smíðakunnáttu hefur þurft til að hanna og smíða gripinn. Það kemur á óvart að þessi flókni gripur er ekki mikið stærri en ferðatölva í dag.  Hér hefur snillingur komið að verki.

Hugvitið og þekkingin sem liggur að baki þessarar smíði er það mikil að maður fellur nánast í stafi við tilhugsunina. Hvað varð um þessa þekkingu og hvers vegna gleymdist hún? Hvernig væri þjóðfélag okkar í dag hefði þetta hugvit og tækniþekking náð að þróast áfram í stað þess að falla í gleymsku?

Mikill fróðleikur er til á netinu og í fræðigreinum um  Antikyþera tölvuna og verður hann ekki endurtekinn í þessum stutta pistli, en í þess stað vísað í myndbönd, myndir og vefsíður sem fjalla um þennan merkisgrip.  Myndböndin er rétt að skoða í fullri skjástærð og hámarksupplausn ef þess er kostur. Nýleg mjög áhugaverð kvikmynd frá BBC um þennan merkisgrip er hér fyrir neðan.

 

---

 

Á vefsíðu hins þekkta tímarits Nature  er fréttagrein um Antikyþera tölvuna hér.

Myndband Nature, hluti 1 og hluti 2:

 

 

 

 

Þrjár röntgen sneiðmyndir af gripnum:

 

 

 

 

 

 

Líkan smíðað með Lego sýnir vel hve flókinn búnaðurinn er:

 

 

Líkan smíðað í stærð armbandsúrs:

 

 

Michael Wright: Líkan smíðað:

 

 Og það virkar!:

 

Nútíma tölvulíkan sýnir hvernig hin forna tölva vinnur:

 

 

Áhugavert: Klukkutíma löng mynd frá BBC:   Antikythera Mechanism, The Two Thousand Year Old Computer. (Horfa í fullri skjástærð og 720HD upplausn):

 

 

Ekki síður áhugavert:
The 2000 Year-Old Computer - Decoding the Antikythera Mechanism (2012)

 

 

 

"Ekkert verður til af engu. Einnig menningin, hversu frumleg hún virðist vera í fyrstu, á sér djúpar rætur, sem oft og einatt liggja víða að. Á þetta sér jafnt stað um grísku menninguna sem menningu allra annarra þjóða. Enda þótt Forngrikkir væru ákaflega gáfuð þjóð og allt léki svo að segja í höndum þeirra, var menning þeirra sjálfra svo sem engin, er þeir settust fyrst að í landinu. Á hinn bóginn urðu þeir svo skjótir til menningar og menning þeirra varð svo mikil og fögur, að það er nær óskiljanlegt, hversu bráðþroska þeir urðu, nema þeir hafi sætt því meiri áhrifum utan frá.

Og ef við lítum á landabréfið, dylst okkur ekki, að svo hefur hlotið að vera. Þarna lá Egyptaland, einhver helsta bækistöð fornmenningarinnar, sunnan að Miðjarðarhafi, og áin Níl, lífæð lands þessa, kvíslaðist þar út í hafið, líkt og hún vildi spýja hjartablóði menningar sinnar út til beggja hliða..."    

Saga Mannsandans, Hellas, Ágúst H. Bjarnason 1950.

 

 

 

The Antikythera Mechanism Research Project í Grikklandi hér.

Grein sem birtist árið 2008 í Nature  Calendars with Olympiad display and eclipseprediction on the Antikythera Mechanism má skoða á vefnum hjá EBSCOhost.com hér.

Sem handrit má lesa greinina á vef www.antikythera-mechanism.gr hér.

Mjög áhugavert ítarefni við greinina má sækja á vef hist.science.online.fr hér.

Grein í Nature 2010 Mechanical Inspiration má lesa hér á vef Nature.

 

World Mysteries: Antikythera Mechanism

Universe Today: The Antikythera Time Machine.

 

 

 

 

Allar greinar sem tengdar eru þessari færslu eru aðgengilegar á netinu. Sjá hér að ofan.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýtt frá NASA / NRC: Áhrif sólar á loftslag jarðar geta verið meiri og flóknari en áður var talið...

 

 

max_cycle2.jpg

 

Í gær 8. jan. 2013 birtist á vefnum NASA Science News athyglisverð frétt. Innihaldið kemur þeim sem þessar línur ritar ekki mikið á óvart, en þeim mun ánægjulegra er að lesa  fréttina og ekki síður skýrsluna sem hún vísar til.

Í stuttu máli þá er vísað til skýrslu frá National Research Council (NRC) sem nefnist "The Effects of Solar Variability on Earth's Climate".   NCR gerði sér grein fyrir að nauðsynlegt væri að smala saman fimm tugum sérfræðinga frá hinum ýmsu sérfræðisviðum svo sem plasmaeðlisfræði, sólvirkni, loftslagsefnafræði, straumfræði, eðlisfræði háorkuagna, loftslagssögu jarðar...   Þetta væri það flókið mál að enginn einn sérfræðihópur eins og t.d. loftslagsfræðingar hefðu nægilega yfirgripsmikla þekkingu á málinu.

 

Oft er vitnað til þess að heildarútgeislun sólar  breytist aðeins um 0,1% yfir 11-ára sólsveifluna, en það ætti ekki að hafa mikil bein áhrif á hitafarið.   Það gleymist þó oft í umræðunni að aðrir þættir geta verið miklu áhrifameiri, en útfjólublái þáttur sólarljóssins breytist miklu miklu meira, en hann breytist um 1000% eða meir yfir sólsveifluna. Á það benti bloggarinn reyndar á fyrir 15 árum hér

Svo má ekki gleyma öðrum þáttum svo sem agnastreymi frá sólinni, háorku rafeindum og geimgeislum sem fjallað er um í skýrslunni.

Nú er það spurning hvort hratt minnkandi sólvirkni um þessar mundir eigi sinn þátt í að hitastig jarðar hefur staðið í stað undanfarin 16 ár samkvæmt HadCrut4 gögnum bresku veðurstofunnar MetOffice, en nú um jólin kom fram í nýrri spá frá þeirri sömu stofnun að þessi stöðnun verði a.m.k. til 2017, þ.e. í fulla tvo áratugi. Hvað þá tekur við mun tíminn leiða í ljós.

 

Auðvitað svaraði þessi sérfræðinganefnd ekki öllum spurningum sem brenna á vörum manna, en vonandi er þetta bara byrjunin á því að menn líti til himins eftir skýringum, það er nefnilega svo örstutt út í geiminn frá yfirborði jarðar...

 

Sjá frétt NASA Science News  Solar Variability and Terrestrial Climate  hér.

Sjá drög að skýrslunni frá NCR  “The Effects of Solar Variability on Earth’s Climatehér.

 

 

 

 

 

sep_strip.jpg

 Mynd úr skýrslunni

 

Klippt úr frétt NASA:

In the galactic scheme of things, the Sun is a remarkably constant star.  While some stars exhibit dramatic pulsations, wildly yo-yoing in size and brightness, and sometimes even exploding, the luminosity of our own sun varies a measly 0.1% over the course of the 11-year solar cycle.

There is, however, a dawning realization among researchers that even these apparently tiny variations can have a significant effect on terrestrial climate...

-


Of particular importance is the sun's extreme ultraviolet (EUV) radiation, which peaks during the years around solar maximum.  Within the relatively narrow band of EUV wavelengths, the sun’s output varies not by a minuscule 0.1%, but by whopping factors of 10 or more.  This can strongly affect the chemistry and thermal structure of the upper atmosphere.

Several researchers discussed how changes in the upper atmosphere can trickle down to Earth's surface.  There are many "top-down" pathways for the sun's influence.  For instance, Charles Jackman of the Goddard Space Flight Center described how nitrogen oxides (NOx) created by solar energetic particles and cosmic rays in the stratosphere could reduce ozone levels by a few percent.  Because ozone absorbs UV radiation, less ozone means that more UV rays from the sun would reach Earth's surface.

Isaac Held of NOAA took this one step further.  He described how loss of ozone in the stratosphere could alter the dynamics of the atmosphere below it.  "The cooling of the polar stratosphere associated with loss of ozone increases the horizontal temperature gradient near the tropopause,” he explains. “This alters the flux of angular momentum by mid-latitude eddies.  [Angular momentum is important because] the angular momentum budget of the troposphere controls the surface westerlies."  In other words, solar activity felt in the upper atmosphere can, through a complicated series of influences, push surface storm tracks off course. 

-

Many of the mechanisms proposed at the workshop had a Rube Goldberg-like quality. They relied on multi-step interactions between multiples layers of atmosphere and ocean, some relying on chemistry to get their work done, others leaning on thermodynamics or fluid physics.  But just because something is complicated doesn't mean it's not real...

-

The solar cycle signals are so strong in the Pacific, that Meehl and colleagues have begun to wonder if something in the Pacific climate system is acting to amplify them. "One of the mysteries regarding Earth's climate system ... is how the relatively small fluctuations of the 11-year solar cycle can produce the magnitude of the observed climate signals in the tropical Pacific."  Using supercomputer models of climate, they show that not only "top-down" but also "bottom-up" mechanisms involving atmosphere-ocean interactions are required to amplify solar forcing at the surface of the Pacific...

-

Indeed, the sun could be on the threshold of a mini-Maunder event right now.  Ongoing Solar Cycle 24 is the weakest in more than 50 years.  Moreover, there is (controversial) evidence of a long-term weakening trend in the magnetic field strength of sunspots. Matt Penn and William Livingston of the National Solar Observatory predict that by the time Solar Cycle 25 arrives, magnetic fields on the sun will be so weak that few if any sunspots will be formed. Independent lines of research involving helioseismology and surface polar fields tend to support their conclusion...

 

 

Verkefni nefndarinnar í stórum dráttum samkvæmt skýrslunni:

• The Sun and Solar Variability: Past and Present
- Overview of solar and heliospheric variability
- Observations of the Sun’s variable outputs
- Techniques for revealing past solar changes

• Sun-Climate Connections on Different Timescales
- Evidence of solar influences in the troposphere and stratosphere
- How the climate system works and how it might respond to solar influences
- Indications of influence based on paleoclimate records

• Mechanisms for Sun-Climate Connections
- Mechanisms connecting variations in total solar irradiance directly to the troposphere
- Mechanisms that influence upper parts of the atmosphere, such as variations in solar
ultraviolet radiation and possibly solar energetic particles
- Mechanisms that link variations in galactic cosmic rays to climate change.

 

 

Nefndina skipuðu:

Caspar Ammann, National Center for Atmospheric Research
Susanne Benze, University of Colorado, Boulder
Blair Bowers, Caset Associates, Ltd.
Matthias Brakesusch, University of Colorado, Boulder
Gabriel Chiodo, Universidad Complutense de Madrid

Odele Coddinggon, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Guiliana de Toma, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Ells Dutton, Global Monitoring Division, National Oceanic and Atmospheric Administration
Juan Fontenla, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Joe Giacalone, University of Arizona

Sarah Gibson, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Douglas Gough, JILA, University of Colorado, Boulder
Madhulika Guhathakurta, Living With a Star, National Aeronautics and Space Administration
Jerald Harder, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
V. Lynn Harvey, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder

Lon Hood, University of Arizona
Charles Jackman, NASA Goddard Space Flight Center
Philip Judge, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Farzad Kamalabadi, University of Illinois at Urbana-Champaign
Peter Kiedron, Earth System Research Laboratory, National Oceanic and Atmospheric Administration

Hyosub Kil, Applied Physics Laboratory, Johns Hopkins University
Greg Kopp, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Andrew Kren, University of Colorado, Boulder
Hanli Liu, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Jesse Lord, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder

Dan Lubin, Scripps Institution of Oceanography, University of California, San Diego
Janet Machol, National Geophysical Data Center, National Oceanic and Atmospheric Administration
Youhei Masada, Kyoto University, Japan
Joe McInerney, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Scott McIntosh, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research

Aimee Merkel, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Mark Miesch, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Raimund Muscheler, Lund University, Sweden
Seung Jun Oh, SELab, Inc.
Ethan Peck, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder

Jeffrey Pierce, Dalhousie University, Halifax, Nova Scotia
Douglas Rabin, NASA Goddard Space Flight Center
Cora Randall, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Mark Rast, University of Colorado, Boulder
Alan Robock, Rutgers University

Fabrizio Sassi, Naval Research Laboratory
Harlan Spence, University of New Hampshire
Mark Stevens, University of Colorado, Denver
Michael Thompson, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Juri Toomre, JILA, University of Colorado, Boulder

Thomas Woods, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Lawrence Zanetti, Applied Physics Laboratory, Johns Hopkins University

Abigail Sheffer, NRC Space Studies Board
Michael Moloney, NRC Space Studies Board and Aeronautics and Space Engineering Board
Amanda Thibault, NRC Aeronautics and Space Engineering Board
Terri Baker, Space Studies Board

 

 


 

heliosphere.jpg

 

   Mynd úr skýrslunni
    sem nálgast mér hér

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762142

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband