Föstudagur, 21. desember 2012
Sól ég sá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í --- Sólvirknin nálgast hámark sem er mun lægra en hið fyrra...
Í dag á vetrarsólstöðum er sólin lægst á lofti. Hún rétt nær því að komast um 3 gráður yfir sjóndeildarhringinn á höfuðborgarsvæðinu um hádegisbil. Skammdegið er í hámarki, en á morgun fer daginn að lengja aftur, fyrst um eitt hænufet og síðan um tvö, og svo skref fyrir skref... Í þessum sólarpistli er fjallað um fortíð, nútíð og framtíð... Hin sanna dagstjarna, sólin, sem við búum í nábýli við og veitir okkur birtu og yl, er svokölluð breytistjarna. Við verðum ekki vör við það dags daglega, en þegar grannt er skoðað sjáum við að ásjóna hennar breytist nokkuð reglulega. Hún kætist og verður freknótt og spræk með um 11 ára millibili, og þá prýða sólblettir ásjónu hennar. Þess á milli hverfa blettirnir og sólin verður ekki eins virk. Með mælitækjum má sjá að birtan frá sólinni breytist örlítið á þessu tímabili, ekki mikið, en nóg til þess að hægt sé að nefna hana breytistjörnu eða "variable star". Það er ekki nóg með að sólin breytist með svonefndri 11 ára sveiflu, heldur má greina lengri sveiflur, 90 ára, 200 ára, o.s.frv. Það veldur því að fjöldi sólbletta í hámarki 11-ára sveiflunnar er breytilegur. Stundum stundum er sólblettatalan vel á annað hundað, stundum minna en hundrað og jafnvel hefur komið fyrir að nánast engir sólblettir hafa sést. Svo eru sveiflurnar mislangar, síðasta sólsveifla var óvenju löng eða 12,6 ár. Við erum nú að nálgast hámark 11-ára sólsveiflu sem hefur raðnúmerið 24. David Hathaway hjá NASA gefur reglulega út spádóma þar sem hann reynir að spá fyrir um hæð sólsveiflunnar. Nú er hámarkinu næstum náð eins og sjá má á fallegu myndinni hér fyrir neðan sem fylgir nýjustu spá hans:
Eins og sjá má myndinni hér fyrir ofan, þá stefnir sólvirknin í hámark "11-ára sólsveiflunnar" á allra næstu mánuðum. Sólblettatalan verður nú um 70 en var um 120 við síðasta hámark. Það er töluverður munur, en það getur verið fróðlegt að bera þessa sólblettatölu við fyrri sólsveiflur.
Hér sjáum við sólsveiflur aftur til ársins 1900 og blasir þá við að núverandi sólsveifla ætlar að verða sú veikasta í 100 ár. Aðeins sólsveiflan sem var í hámarki um það bil 1905 var lægri.
Hér sjáum við sólsveiflur aftur til ársins 1600 er menn byrjuðu reglubundið að fylgjast með sólblettum, reyndar ekki kerfisbundið fyrr en síðar. Það var einmitt fyrir rúmum 400 árum þegar Galileo Galilei beindi sjónauka sínum til himins sem menn fóru að fylgjast með hinum furðulegu sólblettum af áhuga. Sólsveiflu 24, sem nú nálgast hámark, vantar á myndina. En hvað gerist á tímabilinu 1650 til 1700, sjást engir sólblettir þá? Þeir voru víst sárafáir sem prýddu ásjónu sólar þá. Sólblettalausa tímabilið nefnist Maunder Minimum, eða Maunder lágmarkið í virkni sólar og er kennt við stjörnufræðinginn Edward Walter Maunder sem rannsakaði þetta tímabil, en af einhverjum ástæðum fellur það saman við kaldasta tímabil Litlu Ísaldarinnar. Þetta tímabil hefur einnig það virðulega nafn Grand Minimum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá annað lítið virkt tímabil við sólsveiflur 5 og 6, en það kallast Dalton lágmarkið, en þá var líka af einhverjum ástæðum frekar svalt. Við tökum einnig eftir að sólsveiflan sem var í hámarki 1905 og minnst var á fyrr í pistlinum hefur raðnúmerið 14. Nú vaknar auðvitað áleitin spurning; heldur sólvirknin áfram að minnka? Er hætta á að sólvirknin stefni í annað Grand Minimum á næstu árum? Enginn veit neitt um það, en vísindamenn reyna auðvitað að sjá lengra en nef þeirra nær.
Efri myndin: Birta sólbletta hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þeir verða því ekki eins svartir og hverfa síðan að mestu ef heldur fram sem horfir.
Myndin hér að ofan er fengin úr grein tveggja vísindamanna þeirra Livingston og Penn, sjá tilvísun í greinar neðst á síðunni. Reyndar er þetta uppfærð mynd sem inniheldur nýjustu mælingar, allt til þessa dags. Þeir hafa um árabil fylgst með sólinni á óvenjulegan hátt. Þeir hafa nefnilega verið að fylgjast með því hvernig birta sólblettanna breytist með tímanum, svo og styrkur segulsviðsins inni í þeim. Það er auðvitað tiltölulega einfalt að mæla birtuna, en til þess að mæla segulsviðið hafa þeir notað svokölluð Zeeman hrif sem valda því að litrófslínur klofna í fleiri línur í segulsviði. Á neðri myndinni sjáum við hvernig styrkur segulsviðsins í sólblettunum hefur farið minnkandi. Þeim félögum Livingston og Penn reiknast til, að þegar styrkurinn er kominn niður í 1500 Gauss að þá verði birtuskilin (contrast) milli sólblettanna og umhverfis þeirra orðinn svo lítil að blettirnir verða ósýnilegir og munu því hverfa sjónum okkar að mestu meðan þetta ástand varir. Er nýtt Grand Minimum á næsta leiti? Daufa bláa línan sem sker lóðrétta ásinn við 1500 Gauss sýnir okkur þessi mörk og línan sem hallar niður til hægri sýnir okkur hver tilhneigingin er í dag. Ef fram heldur sem horfir, þá munu þessar linur skerast eftir fáein ár. Lesendur geta reynt að finna út hvenær það verður... Auðvitað er ekki víst að ferillinn sem sýnir styrk segulsviðsins inni í sólblettunum haldi áfram að falla, en líklegt má telja að næsta sólsveifla, sólsveifla númer 25, muni verða öllu lægri en núverandi sem er sú lægsta í yfir 100 ár.
Sólblettur getur verið gríðarstór
Þessi minnkandi virkni sólar mun þó gefa okkur kærkomið tækifæri til að meta áhrif sólar á hitafar jarðar. Ef þau áhrif eru óveruleg þá mun halda áfram að hlýna með auknum styrk koltvísýrings í loftinu, en hætti að hlýna og fari síðan að kólna... - Við Frónbúar skulum bara vona að ekki kólni, því það yrði fæstum okkar hér á klakanum kærkomið.
Hvað um það, hátíð fer í hönd og því tilefni til að enda þennan Sólarpistil á þeim hluta hinna merku Sólarljóða sem ljóðin eru kennd við. Þetta eru erindi númer 39-45 af 83:
|
Sól ek sá, Sól ek sá ...
Sólarljóð eru talin vera frá tímabilinu 1200-1250. Höfundur er óþekktur. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur: Sæmundur andaðist 1133, en með hverjum atburðum höfum vér eigi heyrt; þó segja menn, að hann þrídagaður hafi úr líkrekkjunni risið og þá kveðið þá drápu, er hans Ljóða-Eddu er vön að fylgja og kallast Sólarljóð". Þessu trúum við rétt mátulega, en þjóðsagan ekki verri fyrir það. Í Sólarljóðum birtist kristinn og heiðinn hugarheimur og þar birtist faðir syni sínum í draumi og ávarpar hann frá öðrum heimi. Sólarljóð má t.d. lesa hér ásamt enskri þýðingu sem Benjamin Thorpe gerði 1866. Tilvísanir í þýðingar á önnur tungumál má finna hér. Það er vel þess virði að lesa Sólarljóð í heild sinni.
|
During This Solar Minimum?
Sunnudagur, 16. desember 2012
NASA fjallar um væntanlegan heimsendi - Myndband...
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum
að heimurinn á að farast á vetrarsólstöðum í ár.
En er það ekki bara bull?
NASA hefur séð ástæðu til að gera myndband um málið.
Vefsíða NASA um heimsendinn:
Why the World Didn't End Yesterday
- - -
Hér er vefsíða fyrir þá sem trúa á heimsendi:
Vísindi og fræði | Breytt 17.12.2012 kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. nóvember 2012
Ég nota kjarnorku fyrir hita og ljós í kofanum mínum...
Ég nota kjarnorku til að hita upp kofann minn í íslensku sveitinni og einnig til að lýsa hann upp í skammdeginu. Enn sem komið er eru það ekki nema 5% raforkunnar sem ég nota sem koma frá kjarnorku og 6% frá kolum og olíu. Ég get þó verið sæmilega ánægður því heil 89% koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Humm... Er átt við jarðvarmann sem á uppruna sinn að rekja til kjarnorkunnar í iðrum jarðar? Það hélt ég fyrst, en málið er ekki svo einfalt. Þetta kom mér á óvart, en ég hlýt að trúa upplýsingum frá opinberum aðilum, þó ótrúlegar séu. Myndin hér að ofan er úr skjalinu Uppruni raforku - Stöðuð yfirlýsing fyrir árið 2011 sem skoða má hér á vef Orkustofnunar.
|
Ég er aldeilis hlessa... Skýringuna er að finna hér á vef Orkustofnunar. Reyndar er svona hringavitleysa langt fyrir ofan minn skilning. Tengist þetta beint eða óbeint kaup og sölu á kolefniskvóta? Ef svo er, hversvegna eru menn að standa í þessu? Hvað sem þessu líður, þá er Ísland ekki lengur grænt í huga útlendinga. Það er ekki lengur hægt að markaðssetja íslenska orku sem græna. Uppruni orkunnar er ekki lengur endurnýjanleg samkvæmt opinberum gögnum, heldur einnig kjarnorka og jarðefni Þeir ferðamálafrömuðir sem vilja selja Ísland sem land þar sem öll orka til húshitunar og lýsingar er endurnýjanleg geta ekki lengur fengið vottorð um að svo sé, jafnvel þó allir viti mætavel að hvorki kjarnorka né jarðefnaeldsneyti sé notað í íslenskum orkuverum. Kerfið segir annað og við skulum bara gjöra svo vel og trúa því, þó það sé endemis vitleysa. Hverslags kjánaskapur er þetta eiginlega?
¿¿¿ ...Skilekki... ???
Ef einhver skilur hvað er á seyði, þá er pláss hér fyrir neðan til að skýra það út á mannamáli fyrir okkur hin sem ekki skiljum... |
Markmiðið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum
og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum."
Koldíoxíð 42,25 g/kWh
Geislavirkur úrgangur 0,15 mg/kWh"
Hverjir hafa verið að selja Fjallkonuna?
Uppfært í júní 2013: Hlutur kjarnorku og jarðefnaeldsneytis hefur verið aukinn frá því í fyrra.
"Losun koldíoxíðs og kjarnorkuúrgangs í hlutdeild raforkusölu á Íslandi 2011 er því þannig: Koldíoxíð 159,05 g/kWh
|
Vísindi og fræði | Breytt 8.7.2013 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 18. nóvember 2012
Íslenska birkiplantan á Englandi vex hratt...
Vorið 2010 birtist hér pistill sem nefndist Íslenska birkið á Englandi... Pistillinn fjallaði um birkiplöntu eina í á suður Englandi sem var 10 cm vorið 2007 en var orðin 100 cm þrem árum seinna eða vorið 2010. Hvernig skyldi henni hafa vegnað? Plantan rekur ættir sínar til Íslands og er kynbætt afbrigði sem kallast Embla. Myndin hér fyrir ofan var tekin nú í haust eða 22. september. Nú er birkið orðið 300 cm hátt og varla hægt tala um birkiplöntu, heldur birkitré. Óneitanlega hefur birkið vaxið hratt, miklu hraðar en maður á að venjast hér á landi. Hvað skyldi 10 cm birki sem plantað var á Íslandi vorið 2007 vera orðið hátt?
Meira hér. |
Vorið 2007 var birkið aðeins um 10 cm. Ætli það sé ekki ársgamalt á myndinni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. nóvember 2012
Vindstig eða m/s: Hvort skilur almenningur betur...?
Getur verið að margir (flestir) hafi litla sem enga tilfinningu fyrir vindstyrk sem gefinn er upp í metrum á sekúndu? Getur verið að flestir skilji mun betur gömlu góðu vindstigin? Getur verið að fæstir geri sér grein fyrir að eyðileggingamáttur vindsins vex mjög hratt með vindhraðanum, miklu hraðar en tölurnar gefa í skyn? Getur verið veðurfréttir, þar sem vindhraðinn er gefinn upp sem sekúndumetrar fari meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum og það bjóði hættunni heim? Í fersku minni er óveðrið í byrjun september síðastliðinn. Ýmsir, þar á meðal einn ráðherra, töldu að ekki hefði verið varað við veðrinu. Það hafði þó verið gert, en svo virðist sem þær aðvaranir hafi ekki komist til skila. Hvernig stendur á því? Haraldur Ólafsson veðurfræðingur kom fram í sjónvarpinu eftir að í ljós kom að Ögmundur ráðherra hafði ekki skilið veðurfréttirnar. Hann birti veðurkort sem sýnt var í veðurfréttum Sjónvarpsins 8. september. Þar mátti sjá að spáð var um 25 m/s vindhraða skammt norður af landinu. Veðurfræðingurinn tók fram að það jafngilti 10 vindstigum og við þann vindstyrk rifnuðu tré upp með rótum. Um leið og hann nefndi 10 vindstig kviknaði ljós hjá mörgum. Nú loks var talað mannamál í veðurfréttunum, en það hafði ekki verið gert árum saman. - Loksins. Það er nefnilega svo að við eigum mjög góðan skala yfir vindstyrk, skala sem er miklu meira lýsandi fyrir áhrif vindsins en sekúndumetrarnir sem í hugum flestra eru bara einhverjar tölur, kannski álíka tölur og hitastigin á kortinu. Það eru í raun fáir sem gera sér grein fyrir hve eyðileggingamáttur vindsins vex hratt með vindhraðanum. Það eru fáir sem vita að við tvöföldun á vindhraða áttfaldast aflið í vindinum. Vindrafstöðvar framleiða t.d. áttfalt meira afl ef vindhraðinn tvöfaldast, 27 sinnum meira ef hann þrefaldast. Með öðrum orðum, þá er aflið í vindi sem er 24 m/s næstum 30 sinnum meira en aflið í vindi sem er aðeins 8 m/s. Ég gæti vel trúað því að veðurfréttir kæmust mun betur til skila hjá flestum ef veðurfræðingar og veðurfréttamenn temdu sér að nota vindstig frekar en sekúndumetra. Eða öllu heldur, nota gömlu góðu veðurheitin í stað þeirra þriggja orða sem núorðið heyrast nánast eingöngu í veðurfréttum, þ.e. logn, strekkingsvindur og stormur. Veðurfréttamenn, að minnsta kost þeir sem komnir eru til vits og ára, hljóta að þekkja hin gömlu góðu heiti. Til upprifjunar birti ég hér töflu sem fengin er að láni hér hjá Trausta Jónssyni.
Mat vindhraða eftir Beaufort-kvarða
Munur á 20 m/s og 30 m/s hljómar ekki mikill (50%), en það er samt gríðarlegur munur á hvassviðri (20 m/s, 8 vindstig) og ofsaveðri (30 m/s, 11 vindstig). Líklega er það nokkuð sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir.
Þess má geta að Trausti minnist hér á Jón Ólafsson langafa bloggarans: Jón ritstjóri ÓlafssonÞegar sendingar veðurskeyta hófust héðan árið 1906 fór fréttablaðið Reykjavík (undir ritstjórn Jóns Ólafssonar) fljótlega að birta veðurskeyti frá nokkrum veðurstöðvum. Þar fylgdu með nöfn á hinum 13 stigum Beaufort-kvarðans. Líklegt er að Jón hafi sjálfur raðað nöfnunum á kvarðann:
Eru hér að mestu komin sömu nöfnin og Veðurstofan notaði síðar í veðurspám, þau má sjá í sviganum í töflunni. Fyrstu stigin þrjú, frá logni til kuls, eru gjarnan kölluð hægviðri og reyndin var sú að orðið gola var oftast notað sem samheiti á 3 til 4 vindstigum eins og í töflu Jóns Eyþórssonar, svo sem áður var getið.
Mikið yrði ég þakklátur ef veðurfræðingar og veðurfréttamenn færu aftur að nota gömlu góðu vindstigin í veðurfréttunum
Í fyrirsögn pistilsins var spurt "Vindstig eða m/s: Hvort skilur almenningur betur?" Sjálfur skil ég vindstigin og samsvarandi heiti betur, miklu betur
---
Smá fróðleikur um vindrafstöðvar: Mesta virkjanlegt afl í vindinum fæst með þessari jöfnu:
P = 1/2 x ξ x ρ x A x v3 þar sem P = afl (Wött) ξ = nýtnistuðull ρ = þéttleiki lofts (kg/m3) A = flöturinn sem vindurinn fer um (m2) v = vindhraði (m/s)
Sem sagt, aflið mælt í wöttum fylgir vindhraðanum í þriðja veldi (v3). Sjá hér.
|
Vísindi og fræði | Breytt 14.11.2012 kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 3. nóvember 2012
Með fjölnýtingu má gjörnýta orku jarðhitasvæðanna...
HS-Orka og HS-veitur, eru meðal merkustu fyrirtækja þjóðarinnar. Þar starfa djarfir og framsýnir menn sem þora að takast á við vandamál sem fylgja því að vinna orku úr 300 gráðu heitum jarðsjó, sem sóttur er í iður jarðar á Reykjanesskaganum. Þeir eru sannkallaðir frumkvöðlar. Að sækja orku í sjó sem hitaður er með eldfjallaglóð er einstakt í heiminum. Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar, ekki er nema ofurmennum ætlandi var" segir í kvæðinu Suðurnesjamenn. Það á ekki síður við um Suðurnesjamenn nútímans.
Hefðbundin jarðvarmaorkuver eins og Kröflustöð framleiða aðeins rafmagn. Önnur jarðvarmaver eins og Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun framleiða einnig heitt vatn sem notað er til húshitunar.
Í Svartsengi hefur aftur á móti smám saman þróast sannkallaður auðlindagarður með ótrúlega margslunginni starfsemi. Þar er ekki eingöngu framleitt rafmagn, heitt vatn og kalt vatn, heldur hefur til hliðar við alkunna starfssemi Bláa lónsins, sem 400 þúsund gestir heimsækja árlega, verið komið á fót meðferðarstöð fyrir húðsjúka, þróun og framleiðslu snyrtivara og sjúkrahóteli, svo fátt eitt sé nefnt.
Á vegum HS eru stundaðar margs konar rannsóknir á ýmsum sviðum til að leggja grunninn að framtíðinni. Hugmyndin að djúpborunarverkefninu á rætur að rekja til HS og ÍSOR. Svo má ekki gleyma því að nú er verið að taka í notkun verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna metanól eldsneyti úr kolsýrunni sem margir telja eiga einhvern þátt í hnatthlýnuninni. Skammt frá Svartsengi er hátæknifyrirtækið Orf-Genetics sem nýtir græna orku; ljós og hita, frá Svartsengi til að smíða sérvirk prótein úr byggplöntum. Jafnvel er ætlunin að nota koltvísýringinn úr borholunum sem áburð fyrir plönturnar.
Í auðlindagarðinum í Svartsengi hafa nú um 150 manns fasta atvinnu; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, viðskiptafræðingar, ferðamálafræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar, vélfræðingar, líffræðingar, lyfjafræðingar, jarðfræðingur, forðafræðingur, matreiðslumenn, trésmiðir, þjónar, blikksmiðir, vélvirkjar, rafvirkjar og ófaglærðir. Fræðslustarfsemin skipar sinn sess í auðlindagarðinum. Í Svartsengi er fyrirtaks aðstaða fyrir ráðstefnuhald, fræðslusetrið Eldborg og Eldborgargjáin, og á Reykjanesi er hin metnaðarfulla sýning Orkuverið Jörð. Sýningin hefst á atburði sem gerðist fyrir 14 milljörðum ára er ,,allt varð til úr engu", þ.e. við Miklahvell. Saga alheimsins er síðan rakin í máli og myndum með sérstakri áherslu á sólkerfið. Fjallað er um orkulindir jarðar og hvernig nýta má þær í sátt við umhverfið okkur jarðarbúum til hagsbóta.
Carnot er ekki hægt að plata þegar eingöngu er framleitt rafmagn, en það er hægt að nýta á fjölmargan hátt varmann sem til fellur og færi annars óbeislaður út í náttúruna. Þannig getum við aukið nýtnina við nýtingu jarðgufunnar verulega umfram 15%. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hve mikilli heildarnýtni má ná með fjölnýtingu, og einnig fer það eftir því við hvað er miðað og þær forsendur sem notaðar eru. Án þess að fullyrða of mikið mætti nefna 30-50% til þess að hafa samanburð. Það er um tvöföldun til þreföldun miðað við rafmagnsframleiðslu eingöngu.
Flestir hafa tekið eftir miklum gufumekki sem leggur frá kæliturnum flestra jarðvarmaorkuvera. Þetta er varmi sem stundum getur verið hagkvæmt að nýta og er vissulega arðbært ef rétt er að málum staðið. Aðstæður á virkjanastað og í nágrenni hans eru mjög mismunandi. Þess vegna er ekki hægt að beita sömu aðferðum alls staðar. Stundum er virkjunin nærri byggð og þá getur verið hagkvæmt að nota varmann sem til fellur til að framleiða heitt vatn, eins gert er í Svartsengi, Nesjavöllum og Hellisheiði. Á þessum stöðum er því heidarnýtnin töluvert meiri en 15% af þessum sökum. Með svokallaðri fjölnýtingu má gera enn betur...
Dæmi um fjölnýtingu: Með svokölluðum tvívökvavélum, þar sem vökva með lágt suðumark er breytt í gufu sem knýr hverfil, er stundum hagkvæmt að vinna raforku úr lághita. Varmann má nýta á staðnum fyrir efnaiðnað, og einnig má nýta hann á staðnum til að hita t.d. gróðurhús þar sem rafmagnsljós eru notuð í stað sólarljóss. Að lokum má svo nýta steinefnaríka vatnið sem eftir verður til lækninga og baða, og koltvísýringinn sem kemur úr borholunum sem hráefni í framleiðslu á eldsneyti og sem áburð fyrir plöntur í gróðurhúsunum. Jafnvel má nota kísilinn sem fellur úr jarðhitavökvanum í dýrindis snyrtivörur. Allt er þetta gert í og við auðlindagarðinn í Svartsengi.
Fjölnýting er lykilorðið til að auka nýtnina við virkjun jarðvarmans. Líklega er hvergi í víðri veröld gengið eins langt í fjölnýtingu jarðvarmans og í auðlindagarðinum Svartsengi. Svartsengi gæti verið góð fyrirmynd að því hvernig nýta má jarðvarmann á sjálfbæran hátt með hámarks nýtingu á auðlindinni. - Það er reyndar ekki bara í Svartsengi þar sem afgangsvarminn er nýttur. Í Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun er varminn frá eimsvölum hverflanna nýttur til framleiðslu á heitu vatni sem notað er fyrir húshitun á höfuðborgarsvæðinu. Við Reykjanesvirkjun er nú verið að reisa fiskeldisstöð sem nýtir afgangsvarmann, en þar er einnig fyrirhugað að setja upp vélasamstæðu sem framleiðir rafmagn úr þessum varma, þ.e. án þess að bora þurfi fleiri holur. Við Hellisheiðarvirkjun er fyrirhugað að reisa gróðurhús fyrir matvælaframleiðslu, en þar yrði afgangsvarmi notaður til upphitunar, raforka fyrir lýsingu og koltvísýringur sem kemur með jarðgufunni sem áburður til að örva vöxt.
Tækifærin eru til staðar og bíða þess að þau séu nýtt. Vafalítið a nýting á afgangsvarma frá farðvarmavirkjunum eftir að aukast á næstu árum og þannig verður hægt að tvöfalda eða þrefalda nýtni jarðhitasvæðanna miðað við að eingöngu sé framleitt rafmagn.
Greinin hér að ofan er að stofni til grein sem pistlahöfundur skrifaði í Gangverk fréttablað Verkís haustið 2011. Blaðið má nálgast í íslenskri útgáfu með því að smella hér og í enskri útgáfu hér.
Ítarefni: - Frétt Morgunblaðsins: Risastór eldisstöð Reykjanesi. - Pistill frá 2009 um sjálfbæra nýtingu jarðhitans. - Nýtni jarðhitavökva til orkuframleiðslu
Myndin efst er af stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar. |
![]() |
Risastór eldisstöð á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 6.11.2012 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 15. september 2012
Snillingurinn Burt Rutan flugverkfræðingur heiðraður - og álit hans á loftslagsmálunum umdeildu...
Hver kannast ekki við flugverkfræðinginn Burt Rutan stofnanda flugvélaverksmiðjunnar Scaled Composites sem hannað hefur margar nýstárlegar flugvélar, meðal annars flugvélina Voyager sem flogið var í einum áfanga umhverfis jörðina árið 1986 og aðra SpaceShipOne sem flogið var út í geiminn árið 2004 og hlaut fyrir það afrek 10 milljon dollara Ansari-X verðlaunin. Í janúar 2011 var fjallað hér á blogginu um Burt Rutan í pistlinum Goðsögnin Burt Rutan flugverkfræðingur sem er að smíða geimskipið Space Ship One - Myndband... Hér er myndband sem gert var af tilefni að hann var nýlega heiðraður með National Air and Space Museum 2012 Lifetime Achievement Trophy:
|
Annað myndband sem sýnir Space Ship Two á flugi:
Hin hliðin á Burt Rutan: Burt Rutan verkfræðingur (aerospace engineer) er vanur að rýna í mæligögn og leita að villum, enda er útilokað að ná svona langt eins og hann án þess. Hann hefur því vanið sig á gagnrýna hugsun og trúir engu nema hann sjái óyggjandi og ótvíræð gögn og skilji sjálfur hvað liggi að baki þeim. Hann vill því alltaf sjá frumgögnin svo hann getir rýnt þau sjálfur. Þannig lýsir hann sjálfum sér. Á vefsíðu Forbes birtist fyrir nokkrum dögum viðtal við Burt Rutan þar sem rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið má lesa hér: A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan Viðtalið er þarna á þrem síðum. Viðtalið er mjög áhugavert og er eins víst að margir eru honum sammála, en auðvitað margir ósammála. Burt Rutan hefur þó sýnt það og sannað að hann hefur næman skilning á lögmálum eðlisfræðinnar og kann að lesa úr tölum. Þess vegna er fróðlegt að lesa viðtalið í heild sinni.
Til að kynnast manninum nánar má benda á eftirfarandi: Vefsíða Burt Rutan þar sem hann fjallar um starf sitt og áhugamál: www.BurtRutan.com.
Glærur um flug og feira. Erindi flutt í Oskosh.: * CAGW=Catastrophic Anthropogenic Global Warming (Global climate destruction caused by human emissions of greenhouse gasses).
Google má "Burt Rutan" (Næstum hálf milljón tilvísana).
|
OP/ED
|
9/09/2012 @ 3:45PM |9,276 views
A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan

Burt Rutan with his SpaceShipOne , the first privately developed and financed craft to enter the realm of space twice within a two-week period and receive the Ansari X-Prize. (Photo credit: Burt Rutan)
My wife Nancy and I recently enjoyed a couple of great days with Burt Rutan and his wife Tonya at their beautiful new home in Coeur dAlene, Idaho. The visit afforded an opportunity to discuss many topics of keenly shared interest, including the global warming debate. Although Burt is world renowned for his remarkable record-setting achievements in aircraft and spacecraft design, he has devoted a great deal of attention to this subject as well.
By way of brief introduction, Burt Rutan designed Voyager, the first aircraft to fly around the globe without stopping or refueling. He also designed SpaceShipOne financed by Microsoft co-founder Paul Allen which won the $10 million Ansari X-Prize in 2004 for becoming the first privately-funded manned craft to enter the realm of space twice within a two-week period. Both, along with three other of his aircraft, are on display at the National Air and Space Museum in Washington, D.C. Burts recent projects include a flying car, and the Virgin GlobalFlyer which broke Voyagers time for a non-stop solo flight around the world
Burt, as someone with such intense involvement in aerospace design and development, what got you interested in climate issues?
Even though Ive been very busy throughout my entire career developing and flight-testing airplanes for the Air Force, Ive always pursued other research hobbies in my time away from work. Since Im very accustomed to analyzing a lot of data, about three or four years ago many alarmist claims by some climate scientists caught my attention. Since this is such an important topic, I began to look into it firsthand.
Although I have no climate science credentials, I do have considerable expertise in processing and presenting data. I have also had............
...
Lesa meira með því að smella hér: http://www.forbes.com/sites/larrybell/2012/09/09/a-cool-headed-climate-conversation-with-aerospace-legend-burt-rutan/
Ef til vill þarf að smella á krækju á síðunni sem opnast "Continue to site". Þessi krækja er í horninu efst til hægri.
Prentvæn pdf útgáfa hér.
Vísindi og fræði | Breytt 26.7.2013 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Hafísinn á norðurslóðum: Stórfurðuleg hegðun...
Málin hafa tekið mjög óvenjulega stefnu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Vægt til orða tekið þá er þetta alveg furðuleg hegðun svo ekki sé meira sagt.
Hvað er eiginlega á seyði?
Er náttúran alveg gengin af göflunum eða er það bara þessi blessaða baugalín?
Heimild: Hér
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. september 2012
Flúrperur eða sparperur - hver er munurinn...? --- Hversvegna er verið að banna blessaðar glóperurnar hans Edisons...?
Flúrperur eru sparperur og sparperur eru flúrperur. Munurinn er því í raun enginn annar en sá, að það sem við köllum í daglegu tali sparperur er minna um sig og með innbyggða svokallaða straumfestu eða ballest. Svo er auðvitað skrúftengi í öðrum endanum eins og á glóperum. Þegar ég stóð í því að koma þaki yfir höfuðið fyrir rúmum þrem áratugum gerði ég strax ráð fyrir sparperum og hef því notað þær jafn lengi. Ég kom þeim yfirleitt fyrir þannig að þær veittu milda óbeina lýsingu. Ég var ekki að hugsa um orkusparnaðinn, heldur var þægilegt að koma sparperunum fyrir til dæmis bak við gardínukappa og undir skápum í eldhúsinu. Lausleg talning í huganum segir mér að ég hafi notað "sparperur" á 15 stöðum í þessi 33 ár. Auðvitað á ég við þessar aflöngu perur sem ganga undir nafninu flúrperur. Það sem við köllum sparperur í dag er nánast sama fyrirbærið, aðeins minna. Það er jafn rétt að tala um smáflúrperur eða Compact Fluorecent Lamp (CFL) eins og sagt er og skrifað í útlöndum. Aðvitað hef ég einnig töluvert notað þessar nýju litlu flúrperur. Í reynd hafa venjulegar glóperur verið í minnihluta á heimilinu undanfarið, en samt haft sinn tilgang. Stundum hef ég bölvað þessum nýju perum í sand og ösku, en kannski oftar hrósað þeim. Mér er illskiljanlegt hvers vegna verið er að banna hinar sígildu glóperur með lögum. Hvers vegna ekki að leyfa fólki að ráða. Ef smáflúrperurnar eru betri og hagkvæmari, þá mun almenningur smám saman skipta yfir í þær. Eingin þörf á skipunum frá misvitrum sjálfvitum. Menn tala um að flúrperum fylgi minni mengun eð glóperum. Er það nú alveg víst? Ekki er ég viss um það. Í þessum nýtísku smáflúrperum er bæði flókinn rafeindabúnaður og kvikasilfur. Í glóperunum er bara vír sem hitnar í lofttæmdri glerkúlu. Ekkert annað. Minni koltvísýringur myndast þegar rafmagn er framleitt fyrir flúrperur, segja menn. En á Íslandi þar sem kolakynnt orkuver þekkjast ekki? Hve mikil orka fer í að framleiða eina smáflúrperu með flóknum rafeindabúnaði? Hve mikil losun á koltvísýringi fylgir því ferli? Svo er það allt annar handleggur, er koltvísýringur, sem er undirstaða alls lífs á jörðinni, mengun? Kannski í huga sumra, en ekki allra. Kvikasilfur frá þessum perum er auðvitað hrein mengun ef það sleppur út. Óhrein mengun er víst réttara hugtak. Í sumar hef ég keypt alls fimm sparperur og notað til þess æði marga þúsundkalla. Á umbúðunum var lofað tíu ára endingu. - Ein þeirra lýsti ekkert frá byrjun nema með daufu flökatndi skini og enn ein dugði í um 10 klukkustundir þar til hún gaf upp öndina með látum og sló út öryggi í rafmagnstöflunni. Afföllin voru tvær perur af fimm eða 40%.
Eftirfarandi upptalning er byggð á reynslu bloggarans af hinum gömlu góðu glóperum og flúrperum af ýmsum gerðum. Þetta er ekki því nein vísindaleg greining... Kostir glópera
Ókostir glópera
Kostir smáflúrpera ("sparpera")
Ókostir smáflúrpera ("sparpera")
Sem sagt, í mínum huga er aðalkosturinn við flúrperur langur líftími og minni orkunotkun. Ókostirnir eru þó allnokkrir.
|
Flókinn rafeindabúnaður er í sökkli perunnar
Ljósið frá flúrperum er miklu "óhreinna" en ljósið frá hefðbundnum glóperum. Takið eftir toppunum á efri ferlinum og hvernig ljósið er mun bjartara (neðri myndin) þar sem topparnir eru. Jafnvel er um nokkra útgeislun á útfjólubláa sviðinu að ræða. Það gerir það að verkum að erfitt getur verið að taka myndir innanhúss þar sem lýsingin kemur frá flúrperum, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Margir kannast við grænleita slikju á þannig myndum. Konur verða að gæta sín þegar þær eru að farða sig í ljósi frá flúrperum - útkoman getur komið á óvart
Nánar um litrófið frá flúrperum þar sem sjá má m.a. toppana frá kvikasilfri (mercury) hér.
|
Á næstu árum verður búið að banna allar glóperur, þar meðtalið halógenperur sem vinsælar eru m.a. í baðherbergisinnréttingum. Thomas Alva Edison, faðir lósaperunnar, sem myndin er af efst á síðunni, mun þá örugglega snúa sér við í gröfinni.
Til umhugsunar: Þetta er skrifað að kvöldi dags við ljós frá hefðbundnum vistvænum glóperum í sumarhúsi sem er hitað með raforku og hitanum frá glóperunum. Hér er nákvæmlega sama hvaðan hitinn kemur og rafmagnsreikningurinn nákvæmlega hinn sami hvort sem notaðar eru flúrperur eða glóperur. Ef skipt væri yfir í flúrperur eða "sparperur" þá hækkað hitastillirinn á ofnunum rafmagnsnotkun þeirra nákvæmlega jafn mikið og flúrperurnar spöruðu! Er það ekki makalaust? Hér myndi ég því ótvírætt menga náttúruna mun meira með því að skipta yfir í flúrperur eða smáflúrperur. Það er mér mjög á móti skapi.
Der Spiegel: 'Dictatorship of the Bureaucrats' - Light-Bulb Ban Casts Shadow over EU Democracy
Nokkur ábyrgðarlaus orð í lokin: Nú hafa evrópskir sjálfvitar bannað gömlu góðu góðarperuna með lögum og auðvitað apa íslenskir hálfvitar það eftir og gleyma því að hér á landi tíðkast ekki að framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti. Þykjast vera að bjarga heiminum, en það er víst bara byggt á misskilningi eins og margt annað á landi hér. Hvers vegna mátti ekki leyfa markaðinum einfaldlega að ráða. Hvers vegna þurftum við íslendingar að apa þessa vitleysu eftir, erum við bara svona miklir hugsunarlausir aftaníossar? Ef smáflúrperurnar eru miklu betri og hagkvæmari en glóperur þá mun fólk auðvitað nota þær. Sjálfur notar bloggarinn þær víða. Í stöku tilvikum kýs maður þó að nota hinar umhverfisvænu kvikasilfurslausu glóperur. Það má þó ekki lengur. Jæja, kannski var þetta skrifað áf eintómu ábyrgðarleysi í hita leiksins...
|
Heatballs eða hitakúlur með 95% nýtni fást hér !
Vísindi og fræði | Breytt 3.9.2012 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2012
Sólvirknin og norðurljósin...
Nú fer í hönd sá tími sem best er að stunda stjörnuskoðun og njóta norðurljósanna. Myrkur á kvöldin þegar hausta tekur, en ekki nístingskuldi vetrarins. Norðurljósin virðast oft birtast fyrirvaralítið og eru jafnvel horfin þegar manni loks kemur til hugar að líta til himins. Þetta á sérstaklega við þegar maður býr þar sem ljósmengun er mikil. Leynivopnið mitt er lítil vefsíða sem ég kalla einfaldlega Norðurljósaspá. Þar er fjöldi beintendra mynda sem gefa upplýsingar um hvað er að gerast í háloftunum. Þó þessi síða sé fyrst og fremst ætluð sjálfum mér, þá er auðvitað öllum frjálst að nota hana. Þessi vefsíða er vistuð á litlum vefþjóni á heimanetinu þannig að ekki er víst að svartíminn sé eins stuttur og menn eiga að venjast. |
Smella hér: Norðurljósaspá.
Smella tvisvar á mynd efst til að stækka hana
![]() |
Sólvirkni í hámarki 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 17. ágúst 2012
Risastórt lýsingarlistaverk frumsýnt á Menningarnótt...
Verkís fagnar 80 ára afmæli á árinu og efndi af því tilefni til samkeppni meðal listamanna um hönnun á Pixel Art listaverki sem frumsýnt verður á Menningarnótt. Verkið hefst kl.23 og mun verða spilað fram á nótt sem og næstu kvöld. Síðastliðinn vetur var framhlið starfsstöðvar Verkís að Suðurlandsbraut 4 lýst upp með LED lýsingu í gluggum, en hægt er að stýra hverjum glugga fyrir sig og fá hvaða lit sem er. Þar með varð byggingin að stórum striga listarinnar og hentug fyrir listaverk byggt á pixlum eða svokallað Pixel Art. Í sumar var svo efnt til samkeppni um hönnun á Pixel Art listaverki sem innsetningarþætti Verkís á Menningarnótt 2012. Vinningstillagan sem sameinar verkfræði, tækni og list ber nafnið Pixlar og er eftir Hermann Hafsteinsson nemanda í grafískri hönnun við Marbella Design Academy á Spáni. |
Listaverkið verður lifandi og ljósadýrðin í gluggunum mun flökta taktvisst í öllum regnbogans litum. Myndin var tekin þegar lýsingin var prófuð síðastliðinn vetur. Þetta var bara prufa, en nú byrjar gamanið fyrir alvöru. Lamparnir eru gerðir með fjölda ljósdíóða, og eru þeir tengdir tölvu sem stjónar litavali. -
![]() |
VERKÍS er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins Fjöldi starfsmanna er á fjórða hundrað. |
Vísindi og fræði | Breytt 20.8.2012 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2012
264% hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu...
Hvort er fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu 264% eða 18,5%?
Ferðamaður, sem áður greiddi án VSK kr. 10.000 fyrir gistinguna og með VSK kr. 10.700, mun eftir breytinguna greiða kr. 12.550 með VSK. Hækkunin sem ferðamaðurinn sér er úr 10.700 í 12.550 eða 17,3% af heildarupphæðinni. Hann greiðir aftur á móti 2.550 kr. í skatt í stað 700 kr. áður, eða 1.850 kr. meira sem er 264% hækkun.
Heyrst hefur að 7% VSK sé niðurgreiðsla ríkisins til ferðaþjónustuaðila, þeir séu því á ríkisstyrk. Þetta er reyndar haft eftir fjármálaráðherra. Væntanlega eru þá matvörukaupmenn líka á ríkisstyrk því matvara er með 7% VSK, ef ég man rétt.
Annars er það ekki ferðaþjónustan sem greiðir virðisaukaskattinn, heldur innheimtir hann af ferðamönnum fyrir ríkið.
Það má ekki gleyma því að útlendingar hafa miklu meira verðskyn en við mörlandarnir. Þeir munu taka eftir þessari verulegu hækkun á virðisaukaskatti. Þeim mun hugsanlega fækka af þeim sökum. Það gleymist e.t.v. í umræðunni að ferðamenn skilja miklu meira eftir sig en virðisaukaskatt af ferðaþjónustu. Miklu meira. Þannig getur fækkun ferðamanna vegna þessa auðveldlega haft þau áhrif að heildartekjur af þeim minnki stórlega. Það er því eins gott að fara varlega í verðhækkunum. Ekki rugga bátnum að óþörfu.
|
![]() |
Greiða engan virðisaukaskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2012 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Hækkun sjávarborðs; engar fréttir eru góðar fréttir...
Stöku sinnum berast fréttir af áhyggjum manna af hækkun sjávarborðs. - Er hækkunin undanfarin ár eitthvað meiri en venjulega? - Hækkar sjávarborð hraðar og hraðar? - Eða, er ekkert markvert að gerast?
Til að fá svar við þessum spurningum er einfaldast að skoða þróunina undanfarna tvo áratugi, þ.e. yfir það tímabil sem mælingar hafa verið gerðar með hjálp gervihnatta. Myndin efst á síðunni er nýjasti ferillinn frá Háskólanum í Colorado, sem birtist 26.6.2012. Hækkunin yfir tímabilið frá upphafi mælinga er hér gefin upp sem rúmir 3 millímetrar á ári (3,1 +/- 0,4 mm/ár). Hækkunin virðist nokkuð stöðug yfir tímabilið, en hve stöðug. Getur verið að dregið hafi úr hækkuninni undanfarin ár? Eitthvað virðist hallinn á ferlinum vera minni frá árinu 2005 eða svo. Skoðum málið nánar. Á vefsíðu Ole Humlum prófessors við Oslóarháskóla eru sömu mæligögn notuð til að draga upp ferla. Þar má sjá betur hver þróunin er.
Á þessari mynd er nánast sami ferill og er efst á síðunni og fenginn er frá University of Colorado, enda unninn úr sömu mæligögnum. Eini munurinn er sá að meðalgildi er reiknað á annan hátt. Granna línan sýnir einstakar mælitölur en svera línan keðjumeðaltal yfir eitt ár. (Efsta myndin er teiknuð með 60 daga meðaltali). - Næsta mynd er öllu fróðlegri:
Hér er ferill sem sýnir greinilega þróunina undanfarin ár. Ferillinn er teiknaður með því einfaldlega að finna mismuninn á síðustu 12 mánuðum og 12 mánaða tímabilinu þar á undan. Þetta er gert fyrir hvern punkt á ferlinum. Ef við skoðum granna ferilinn þá sjáum við miklar sveiflur, um það bil 4 ár að lengd. Þykka línan er aftur á móti 3ja ára meðaltal. Þannig verða sveiflurnar minni en langtímaþróunin sést betur. Hér blasir það við að tilhneigingin er að sjávarborð hefur risið hægar síðustu ár en í byrjun tímabilsins. Hækkunin hefur fallið úr u,þ.b. 4 mm á ári í 2 mm á ári, en yfir allt tímabilið er hækkunin um 3 mm á ári. Hvað verður síðar veit þó enginn. Uppfært 12. ágúst að gefnu tilefni: Eftirtektarvert er að þessi breyting, þ.e. að sjávarborð rís hægar, hefur náð yfir allnokkurn tíma eða um hálfan áratug (...jafnvel frá 2002) eins og glögglega má sjá á neðsta ferlinum, sem unninn er úr nákvæmlega sömu gögnum og efsti ferillinn sem er frá Háskólanum í Colorado, og stafar því ekki af skammtímasveiflum eins og ENSO sveiflunni í kyrrahafinu, en áhrifa hennar má merkja árið 2011 á ferlunum sem dýfu sem nær yfir nokkra mánuði, eða etv. rúmlega ár. Gott er til þess að hugsa til þess að um þessar mundir er ekkert sem bendir til þess að sjávarborð sé að rísa óvenju hratt, nema síður sé. - Forvitnir kunna að spyrja: Hvað veldur því að dregið hefur úr hækkun sjávarborðs þrátt fyrir bráðnun jökla o.s.frv.? Svar mitt er stutt: Veit ekki.
--- --- ---
Hafi einhver áhuga á að skoða þróunina í 100 ár 1904-2003), en ekki aðeins yfir það tímabil sem gervihnattamælingar ná yfir, má benda á greinina On the decadal rates of sea level change during the twentieth century eftir Holgate sem er aðgengileg sem pdf hér.
|
Vísindi og fræði | Breytt 20.8.2012 kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 25. júlí 2012
Reynsla Grikkja af Kínverjum í höfninni í Píreus...
Það er fróðlegt að skoða myndbandið hér fyrir ofan sem ættað er frá sjónvarpsstöð Evrópuþingsins og má einnig sjá hér á vefsíðu European Parliament/EuroparITV. Þar er fjallað um reynslu Grikkja af umsvifum Kínverja í höfninni í Píreus. Myndbandið er með enskum texta.
Það er einnig fróðlegt að lesa þessa grein um sama mál: In Greek Port, Storm Brews Over Chinese-Run Labor þar sem meðal annars er fjallað um slæm kjör kínverskra starfsmanna og aðbúnað þeirra.
Der Spiegel: Good friends are here to help: Chinese Investors Take Advantage of Greek Crisis. Um höfnina í Píreus: "The conditions here are like something from the darkest Middle Ages"
Er þetta það sem við viljum?
|
![]() |
Vilja rannsókn á tengslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 21. júlí 2012
Ný byggingareglugerð hækkar í raun hitunarkostnað verulega...
Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Hannarr skrifaði fróðlega grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 19 júlí s.l. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að í stað þess að lækka hitunarkostnað húsnæðis, þá kemur kostnaðurinn í raun með að hækka verulega, sé tekið tillit til þess hve miklu dýrara húsnæðið verður og fjármagnskostnaður hærri. Niðustaða hans er sú að verulega auknar kröfur um einangrun húsa eigi ekki við í íslensku umhverfi og það séu mistök að þessar auknu kröfur hafi verið settar í byggingareglugerð. Útreikningar Sigurðar miðast við hitun á húsi með heitu vatni, og gilda því ekki óbreyttir um hús á þeim svæðum þar sem rafmagn er notað til hitunar. Þau eru þó í minnihluta sem betur fer. Þessi ákvæði um einangrun gætu átt við í löndum þar sem hús eru hituð með raforku og þar sem orkan er mun dýrari er hér á landi. Líklega er þetta bara "copy-paste" úr erlendum reglugerðum. Ég veit til þess að fleiri tæknimenn hafa komist að svipaðri niðurstöðu og er því full ástæða til að vekja athygli á þessu. Gefum Sigurði orðið:
Vegna aðkomu minnar að ýmsum útreikningum sem snerta byggingarframkvæmdir finnst mér rétt að vekja athygli á grein 13.3.2 í nýrri byggingarreglugerð, en þar er fjallað um "hámark U-gildis - nýrra mannvirkja og viðbygginga". Þær kröfur sem koma fram í þessari grein, kalla meðal annars á aukna einangrun útveggja, þaka og gólfa í nýbyggingum, um u.þ.b. 50 mm. Hvað þýðir þetta í auknum kostnaði fyrir húsbyggjendur? Ef húsbyggjandi vill byggja sér einbýlishús getur hann reiknað með að útveggjaflötur sé álíka og brúttóflötur hússins og ef húsið er á einni hæð þá er gólf- og þakflötur álíka stór og brúttóflötur hússins, hvor fyrir sig. Aukakostnaður við að byggja 200 m² hús á einni hæð vegna þessara auknu einangrunar er um 1 milljón króna. En þetta hefur fleira í för með sér Húsið hefur annaðhvort bólgnað út um þessa 5 cm í allar áttir, eða innra rými þess skroppið saman sem þessu nemur. Til að halda sama nettófleti hússins þarf þannig að stækka það um uþ.b. 3 m², til að halda sama rými innanhúss. Kostnaður vegna þessarar stækkunar er u.þ.b. 1 milljón króna og eykst því kostnaður við húsið um alls 2 milljónir króna til að fá sama nýtanlega rýmið, eða sem svarar til rúmlega 3% af byggingarkostnaði. Og hvað sparar þetta húsbyggjandanum? Reiknað er með að hús sem hafa verið byggð samkvæmt síðustu byggingarreglugerð noti um 0,8-1,0 rúmmetra af heitu vatni á ári til upphitunar á hvern rúmmetra húss (ekki neysluvatn) og þar af fari umtalsverður hluti í að hita lotfskipti hússins. 200 fermetra hús er um 660 rúmmetrar og sé reiknað með verði Orkuveitunnar á heitu vatni, sem er í dag um 125 kr/m3 (OR 119,91), er kostnaður við upphitun hússins fyrir breytingu u.þ.b. 83.000 kr. á ári. Aukin einangrun skilar húsbyggjandanum á bilinu 15-20% sparnaði, eftir því hversu mikið tapast af hita hússins með loftskiptum. Það gerir 12-17.000 í krónur í sparnað á ári. Hafi húsbyggjandinn fengið þennan viðbótarpening sem aukin einangrun kostar, að láni, þarf hann að greiða vexti af honum sem eru 4,1% auk verðtryggingar í dag, eða um 82.000 kr. á ári, og lánið stendur þá áfram í sömu upphæð, verðtryggðri. Sé litið á þennan vaxtakostnað sem hluta af upphitunarkostanði hússins og dreginn frá sparnaður í upphitun þess vegna aukinnar einangrunar hækkar þessi aukna krafa um einangrun upphitunarkostnað þessa húsbyggjanda um allt að helming, í stað þess að spara honum pening. Hér virðist eitthvað hafa gleymst í útreikningunum, eða að þeir hafi e.t.v. aldrei verið gerðir. Útkoman er sú sama í öðrum gerðum af húsum, að öðru leyti en því að tölur þar eru oftast lægri, bæði kostnaður og sparnaður, en hlutfallið er það sama og því um kostnað að ræða en ekki sparnað í öllum tilvikum. Húsbyggjandinn greiðir þennan aukakostnað og fær hann aldrei til baka í lækkuðum upphitunarkostnaði. Því má líta á þetta sem skatt á húsbyggjandann. Skattur þessi er samtals um það bil 1 milljarður króna á ári á landinu öllu sé miðað við eðlilegan fjölda nýbygginga á hverjum tíma. Fyrir þann pening mætti t.d. byggja 16 einbýlishús af ofangreindri stærð eða 43 íbúðir sem væru um 100 m² að stærð. Hver tekur svona ákvarðanir og hversu löglegar eru þær? Hverjir taka svona ákvaðranir og á hvaða forsendum? Gleymdist að reikna dæmið til enda? Er e.t.v. verið að taka upp erlenda staðla án skoðunar á áhrifum þeirra hér? Er eðlilegt og heimilt að leggja þennan skatt á húsbyggjendur? Er of seint að leiðrétta þessa reglugerð? Hér virðast vera gerðar meiri kröfur í reglugerð en er að finna í mannvirkjalögum nr. 160/2010, en þar segir um hitaeinangrun húsa: "6. Orkusparnaður og hitaeinangrun. Hita-, kæli- og loftræsingarkerfi bygginga og mannvirkja skulu hönnuð og byggð á þann hátt að nauðsynleg orkunotkun sé sem minnst með tilliti til veðurfars á staðnum en án þess að til óþæginda sé fyrir íbúana." Það skal tekið fram að þessi niðurstaða var kynnt fyrir Mannvirkjastofnun, Orkustofnun og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir nokkru og hafa þessir aðilar ekki gert athugasemdir við þessa niðurstöðu. --- --- ---
Nýju byggingareglugerðina má finna hér. Umrædd grein er á blaðsíðu 156. Því miður er ekkert efisyfirlit í þessum 178 blaðsíðna texta og því erfitt að lesa hann. Höfundum reglugerðarinnar mætti benda vinsamlegast á að í nútíma ritvinnsluforritum eins og Word er mjög auðvelt að vera með efnisyfirlit og atriðaskrá.
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. júlí 2012
China Town á Grímsstöðum...
Í byrjun maí s.l. var hér varpað fram 25 spurningum vegna fyrirhugaðrar langtímaleigu Kínverja á 30.000 hekturum lands. Ekki hafa nein svör borist. Sjá pistilinn Spurningar sem fá verður svar við áður en rætt verður um langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum... Nú er þó ljóst að þarna mun rísa kínverskt þorp með 100 glæsihýsum fyrir auðmenn, með öllu sem slíku tilheyrir, þjónustuliði (væntanlega kínversku) o.s.frv. Þarna mun einnig verða lagður flugvöllur, fyrir "svifflug" samkvæmt fréttinni. Er þetta virkilega það sem við viljum? Lítilla sanda - Í Heimskringlu er frásögn af því að Ólafur Haraldsson Noregskonungur sendi hirðmann sinn, Þórarin Nefjólfsson, til að biðja Norðlendinga að gefa sér Grímsey. En Einar Eyjólfsson Þveræingur kom í veg fyrir það með ræðu sem hefur lengi verið í minnum höfð: Ok þegar er Einar hafði þetta mælt ok innt allan útveg þenna, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál. Nú vantar okkur sárlega Einar Þveræing...
Er öllum virkilega sama? Einnig náttúruverndarfólki? Eru menn kannski með einhverja dollaraglýju í augunum?
Bloomberg 17. júlí: |
![]() |
Huang segir samkomulag í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. júlí 2012
Leitin að Guðseindinni ber árangur...
Frétt Morgunblaðsins í dag hefst á þessum orðum: "Bandarískir eðlisfræðingar segjast hafa fundið sterkar vísbendingar um tilvist svonefndrar Higgs-bóseindar, sem gefi öreindunum massa. En hún er einnig kölluð Guðseindin...".
Það er því tilefni til að rifja upp gamlan pistil frá árinu 2008: Miklahvells-vélin og leitin að Guðseindinni hjá CERN
|
![]() |
Vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 21.7.2012 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 22. júní 2012
Spurningar og svör um brennisteinsvetni...
Undanfarið hafa verið nokkrar umræður um brennisteinsvetni frá jarðgufuvirkjunum, sérstaklega Hellisheiðarvirkjun. Ýmsar spurningar hafa vaknað og af því tilefni hefur Orkuveita Reykjavíkur tekið saman upplýsingar um málið. Sá sem ritar þennan pistil hefur komið að hönnun jarðgufuvirkjana í næstum fjóra áratugi og er því nokkuð kunnugur vandamálinu, sérstaklega hvað varðar áhrif brennisteinsvetnis á rafbúnað. Í upplýsingum Orkuveitunnar hér fyrir neðan og í reglugerðum er notuð mælieiningin µg/m3 eða míkrógrömm í rúmmetra. Margir eru þó vanari að nota PPB eða Parts Per Billion, þar sem billjón er amerísk billjón eða milljarður. 1 PPB er því sama og 1/1.000.000.000. Til að breyta milli PPB og µg/m3 og þegar um er að ræða brennisteinsvetni má nota sambandið - Áður en lengra er haldið er rétt að það komi fram að Orkuveitan hefur varið um 350 milljónum króna í rannsóknir og tilraunir til hreinsunar á brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun og tekist að dæla brennisteinsvetni niður með affallsvatni stöðvarinnar. Notuð er tilraunastöð þannig að fullum afköstum hefur ekki verið náð, en tilraunin lofar góðu. Til eru aðferðir sem notaðar eru erlendis til að hreinsa brennisteinsvetni sem fellur til í t.d. olíuiðnaði. Afurðin er þá brennisteinn eða brennisteinssýra, en verð á því er lágt, markaðir langt í burtu, og förgun tiltölulega dýr. Það er ástæðan fyrir því að menn eru að leita ódýrari lausna. Mestar vonir eru því bundnar við verkefni þar sem brennisteinsvetninu er blandað í vatn og dælt niður í berglög. Þá binst brennisteinsvetnið aftur í steintegundir sem það kom upphaflega úr og binst til framtíðar. Í glópagulli sem margir þekkja er til dæmis mikið af brennisteini. Ljóst er að þessi tækni lofar góðu og líklegt að hveralyktin frá jarðvarmavirkjunum heyri brátt sögunni til.
Hér má sjá styrk brennisteinsvetnis beint frá mælistað. Fróðlegt er að sjá hvernig mæliniðurstöður eru samanborið við heilsuverndarmörkin. Mælistöð við Hellisheiðarvirkjun
Myndina efst á síðunni tók höfundur bloggsins í apríl 2011 af hver í Kleifarvatni. |
Birt með leyfi Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Spurningar og svör um brennisteinsvetni 1 Hvað er brennisteinsvetni?Brennisteinsvetni, auðkennt sem H2S í efnafræðinni, er jarðhitalofttegund sem berst upp á yfirborðið frá jarðhitasvæðum og sérstaklega við nýtingu háhitasvæða. H-ið stendur fyrir vetni og S-ið fyrir brennistein. Sameind efnisins er því mynduð úr tveimur vetnisfrumeindum á móti einni brennisteinsfrumeind. Brennisteinsvetnið er lofttegundin sem hveralyktin er af. Styrkur þess í jarðhitavökva er mismunandi frá einu jarðhitasvæði til annars. Af þeim háhitasvæðum, sem nýtt eru á Íslandi, er styrkurinn lægstur á Reykjanesskaganum. Á lághitasvæðum er styrkur þess gjarna minni en á háhitasvæðunum þar sem lægri hiti leysir minna af jarðefnum úr berggrunninum. Vatn frá lághitasvæðum með brennisteinsvetni hefur verið nýtt í hitaveituna í Reykjavík frá árinu 1928. Við framleiðslu á hitaveituvatni í virkjununum á háhitasvæðunum er kalt vatn hitað upp en örlitlu brennisteinsvetni er blandað í það til að hreinsa úr vatninu súrefni, sem veldur tæringu í lögnum veitunnar og viðskiptavina. Þannig berst hveralykt með öllu hitaveituvatni Orkuveitu Reykjavíkur. Í miklum styrk er brennisteinsvetni hættulegt. Dæmi eru um að við jökulhlaup tengd jarðhita undir jökli hafi vísindamenn verið hætt komnir við upptök hlaupanna og starfsfólk virkjana líka og þarf að gæta sérstakrar varúðar, ekki síst í lokuðum rýmum þar sem lofttegundin getur safnast fyrir. 2 Af hverju er meiri lykt stundum?Framleiðsla jarðgufuvirkjananna er nokkuð stöðug og því er magn brennisteinsvetnis, sem frá þeim kemur, einnig nokkuð jafnt. Vísbendingar eru þó um að það dragi úr styrk þess í jarðhitavökvanum eftir því sem viðkomandi jarðhitasvæði hefur verið nýtt lengur. Veður og vindar ráða mestu um það hvort brennisteinsvetnið berst frá jarðgufuvirkjununum til byggða. Mestar líkur eru á að lykt finnist í hægum vindi í svölu veðri, t.d. í vetrarstillum. Við þær aðstæður blandast brennisteinsvetnið minna andrúmslofti og stígur lægra upp í loftið frá virkjununum. Algengast er að hveralyktin finnist á höfuðborgarsvæðinu í svölum og hægum austanáttum og austan Hellisheiðar í svölum, norðvestlægum vindáttum. 3 Hvað er Orkuveitan að gera til að draga úr menguninni?Hreinsun brennisteinsvetnis úr útblæstri jarðgufuvirkjana hefur verið í umræðu hjá starfsfólki Orkuveitunnar allt frá því Nesjavallavirkjun var tekin í notkun, árið 1990. Skoðaðar voru aðferðir við hreinsun þess og hugmyndir skutu upp kollinum í vísindasamfélaginu um hagnýtingu þess. Þannig hefur prótínframleiðsla úr hitakærum örverum, sem nærast á brennisteinsvetni, verið á tilraunastigi um árabil. Gallinn við þá aðferð er að örverurnar kæra sig ekki um brennisteininn, sem þá verður eftir og þarf að farga honum eða koma honum í verð. Það er offramboð af brennisteini í heiminum og verð lágt. Eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett, haustið 2006, fór að bera meira á hveralykt á höfuðborgarsvæðinu. Var þá farið að leita leiða til hreinsunar með markvissari hætti en áður. Leiddi það til þess að afráðið var að rannsaka með tilraunum hvort fært sé að skilja brennisteinsvetnið frá vatnsgufunni og dæla því niður í berggrunninn aftur með affallsvatni frá virkjuninni. Niðurdæling affallsvatnsins niður í berggrunninn að nýju þjónar þeim tilgangi að auka sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og koma í veg fyrir að það dreifist um yfirborðið. Með því að blanda brennisteinsvetninu saman við þetta vatn er vonast til að unnt sé að losna samhliða við óþægindi tengd hveralyktinni. Ráðist var í hönnun og smíði tilraunastöðvar sem á að skilja jarðhitalofttegundirnar frá vatnsgufunni. Eftir margháttaðar tilraunir tókst að dæla brennisteinsvetni niður með affallsvatninu í rúma viku í desember 2011. Þá gripu veðurguðirnir í taumana og raki í hreinsibúnaði, sem rekja mátti til vetrarríkisins á svæðinu, stöðvaði frekari tilraunir í bili. Aftur var dælt niður um skeið í kringum páskana og niðurdæling hefur nú staðið frá í byrjun júní. Í töflunni má sjá hvaða fjármunum Orkuveitan hefur varið til hreinsunar á brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun:
Þá hefur Orkuveitan ráðist í umfangsmikla vöktun á magni brennisteinsvetnis í lofti. Um áramótin 2009 og 2010 voru settar upp þrjár nýjar síritandi mælistöðvar, sem reknar eru í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þær eru í Norðlingaholti, í Hveragerði og við Hellisheiðarvirkjun. Hægt er að fylgjast með mæligildum frá stöðvunum í rauntíma á vef Orkuveitunnar og Heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu hafa rekið loftgæðamælistöðvar um nokkurra ára skeið til að fylgjast með loftgæðum, og er svifrykið þar mest í umræðu auk brennisteinsvetnisins. 4 Af hverju er Orkuveitan ekki farin að beita þeim aðferðum sem notaðar eru annarsstaðar til að hreinsa brennisteinsvetnið?Orkuveitan hefur kynnt sér aðferðir sem beitt er þar sem brennisteinsvetni fellur til í iðnaði. Skoðunin bendir til að niðurdæling brennisteinsvetnis ofan í jarðlög að nýju sé ekki bara ódýrari en hefðbundnar aðgerðir heldur einnig miklu heppilegri frá sjónarmiði umhverfisins. Ástæðan er sú að allar iðnaðarlausnirnar eru því marki brenndar að annaðhvort fellur til brennisteinn eða brennisteinssýra, sem afurð. Hvorttveggja er markaðsvara en verðið lágt og flutningskostnaður mikill frá Íslandi á þekkta markaði. Líklega yrði því að urða brennisteininn með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Því eru þessi þekktu ferli við hreinsun einungis tilflutningur á viðfangsefninu, ekki lausn. Þá er sú leið einnig þekkt að leiða útblásturinn upp í háf í því augnamiði að dreifing hans verði meiri. Það dregur ekki úr magni brennisteinsvetnisins, en með meiri blöndun við loftið, dregur úr styrk þess. Sú lausn virðist ekki vera óhóflega dýr og virðist geta lækkað toppa í styrk brennisteinsvetnis. 5 Er óhætt að fara nálægt virkjununum?Já og Orkuveitan hefur hvatt til útivistar á jarðhitasvæðunum, sem fyrirtækið nýtir með útgáfu gönguleiðakorta og stikun göngustíga. Hægt er fylgjast með styrk brennisteinsvetnis í lofti við Hellisheiðarvirkjun á vef fyrirtækisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 6 Er brennisteinsvetnið hættulegt heilsunni?Í því magni, sem nú mælist í byggð er það ekki talið hættulegt. Nýleg íslensk rannsókn gefur þó vísbendingar um að brennisteinsvetni, ásamt öðrum loftmengunarþáttum, geti haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru. Orkuveitan hefur ákveðið að styrkja frekari rannsóknir á þessu. Styrkur svifryks í andrúmslofti í Reykjavík hefur farið yfir mörk 15 til 29 daga á ári frá 2008. Styrkur brennisteinsvetnis fór þrisvar yfir viðmiðunarmörk í Hveragerði árið 2011 en var alltaf undir mörkum í Norðlingaholti. Erlendar rannsóknir, þar sem leitað hefur verið langtímaáhrifa af brennisteinsvetni í litlu magni á fólk, hafa gefið misvísandi niðurstöður, sem erfitt hefur reynst að draga ályktanir af. Ákvarðanir um umhverfismörk brennisteinsvetnis, hér á landi og erlendis, eru ekki byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum eins og gert hefur verið fyrir svifryk, óson og brennisteinsoxíð. Í miklum styrk er brennisteinsvetni stórhættulegt og ber því að gæta fyllstu varúðar þar sem það getur safnast saman. Það getur t.d. gerst inni í borholuhúsum, stöðvarhúsum eða öðrum mannvirkjum jarðgufuvirkjana og getur einnig orðið í náttúrunni svo sem við jökulhlaup eða eldgos. Taflan hér að neðan sýnir áhrif brennisteinsvetnis á mannslíkamann við mismunandi styrk þess, mælt í míkrógrömmum á rúmmetra. Inn í töfluna eru feitletruð reglugerðarmörk hér á landi. Hún er byggð á samantekt Kristins Tómassonar og Friðriks Daníelssonar, sérfræðinga hjá Vinnueftirlitinu.
7 Er brennisteinsvetnið hættulegt tækjum?Brennisteinsvetni veldur því að það fellur á málma, t.d. silfur og kopar. Fólk í austari hluta borgarinnar hefur sagst telja að það falli hraðar á silfur eftir að Hellisheiðarvirkjun tók til starfa. Þá þarf að verja rafbúnað, sem inniheldur kopar, fyrir áhrifum brennisteinsvetnisins þar sem það er í háum styrk eins og í virkjununum sjálfum. 8 Get ég losnað við hveralyktina úr kranavatninu heima hjá mér?Já, það er hægt með því að setja upp varmaskipti fyrir þann hluta heita vatnsins sem ekki fer á ofnana heldur inn á neysluvatnskerfið, þ.e. í krana, baðkör o.s.frv. Í nýrri byggingareglugerð er að finna ákvæði um varmaskipti eða uppblöndunarloka á heitavatnskerfinu. Þar er ákvæðið til þess að koma í veg fyrir að of heitt vatn komi úr krönum með tilheyrandi slysahættu. Sé varmaskiptir notaður í þessum tilgangi kemur upphitað kalt neysluvatn úr heitu krönunum. Komi fólk sér upp slíkum búnaði þarf að huga sérstaklega vel að því að lagnaefni þoli súrefnið í upphitaða vatninu. 9 Stafar starfsfólki OR hætta af brennisteinsvetninu?Já, það þarf að viðhafa sérstakar ráðstafanir á vinnustöðum á borð við jarðgufuvirkjanirnar til að draga úr líkum á slysum vegna brennisteinsvetnis í háum styrk. Starfsmenn bera mæla á sér sem gera viðvart fari styrkur upp í vinnuverndarmörk. Sérstakur kafli er í öryggishandbók Orkuveitunnar þar sem starfsfólki er leiðbeint um hvernig umgangast eigi þessa hættu. Orkuveitan hefur ekki ástæðu til að ætla að við eðlilegar aðstæður sé vinnuumhverfið starfsmönnum skaðlegt. Engu að síður hefur fyrirtækið ákveðið að fylgjast sérstaklega með heilsufari starfsmanna sem vinna í brennisteinsríku umhverfi. 10 Verður útblástur Hverahlíðarvirkjunar hreinsaður að fullu?Þegar unnið var að mati á umhverfisáhrifum Hverahlíðarvirkjunar, á árunum 2006 til 2008, lýsti Orkuveitan því yfir að brennisteinsvetni yrði hreinsað að langmestu leyti úr útblæstrinum. Á árinu 2010 var sett reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Leyfilegur styrkur samkvæmt reglugerðinni er fremur lágur, eða um þriðjungur leiðbeinandi marka Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Vinna Orkuveitunnar miðar nú að því að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar og er þá litið til allra virkjana á Hengilssvæðinu, ekki bara Hverahlíðarvirkjunar. Í yfirstandandi viðræðum um fjármögnun og byggingu Hverahlíðarvirkjunar er það forsenda af hálfu Orkuveitunnar að áður en ráðist verði í virkjun liggi fyrir hvernig brennisteinsmál og niðurrennsli affallsvatns verða leyst. 11 Verður útblástur allra virkjananna hreinsaður að fullu?Alger hreinsun brennisteinsvetnisins er líklega ekki raunhæf. Markmið Orkuveitunnar er að uppfylla ákvæði reglugerðar 514/2010. Samkvæmt henni taka hert ákvæði gildi um mitt ár 2014. Orkuveitan sér ekki fram á að vera tilbúin með lausn á iðnaðarskala fyrir þennan tíma. Þess vegna mun fyrirtækið, í samstarfi við önnur orkufyrirtæki, fara þess á leit að gildistöku hertra ákvæða verði frestað.
12 Má búast við að orkuverðið hækki vegna hreinsunar brennisteinsvetnis?Ef þær lausnir, sem verða ofan á við hreinsun brennisteinsvetnisins, verða mjög kostnaðarsamar, má búast við að sá kostnaður komi fram í verði til neytenda. |
Nýlega hafa HS-Orka, Landsvirkjun og Orkuveita Rekjavíkur auglýst sameiginlega eftirverkefnastjóra til að stýra sameiginlegu verkefni sem hefur það markmið að draga úr styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti við jarðvarmavirkjanir. Það er því ljóst að málið er nú tekið föstum tökum.
Spurningar og svör um brennisteinsvetni frá OR má nálgast sem pdf með því að smella á krækjuna neðst á síðunni. |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 10
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 766538
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði