Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Snjór, hreindýr og börn í London. Nokkrar myndir...
Eru hreindýr í London? Ganga þau laus?
Vissulega. Í Richmond Park ganga um 600 dýr laus borgarbúum til ánægju í einstaklega fallegum 1000 hektara garði.
Ég fékk sendar nokkrar myndir frá London sem teknar voru síðastliðinn mánudag.
Þetta var mesti snjór sem fallið hafði í 20 ár og kunnu börnin vel að meta hann
Myndirnar tók Ragnar Þ. Ágústsson.
Þessi mynd er tekin á sunnudagskvöld þegar snjórinn tók að falla af himnum ofan. Hekla Dögg er komin út í garðinn sinn.
Loftmynd af Richmond Park í vestur-London.
(Smella þrisvar á mynd til að sjá stærri)
Vísindi og fræði | Breytt 6.2.2009 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Hversu lítið eða mikið er af CO2 í andrúmsloftinu? Umfjöllun um þetta og fleira á mannamáli, ef það er á annað borð hægt...
Hvað merkir það á mannamáli að styrkur CO2 í andrúmsloftinu sé 385 ppm?
Skilur einhver þá stærð? Er það mikið eða lítið? Líklega gera fáir sér grein fyrir hvað þetta þýðir á mannamáli. Tilgangur pistilsins er að reyna að skýra málið aðeins, svo og fáein önnur atriði.
(Gróðurhúsakenningin er algjört aukaatriði í þessum pistli, enda yfirgripsmikið mál. Hér erum við að skoða almennt nokkra eiginleika þessarar frægu lofttegundar CO2 sem einnig gengur undir nafninu koltvísýringur eða jafnvel kolsýra. Sumt eru atriði sem ekki eru í daglegri umræðu).
Vissulega virðist 385 ppm vera stór tala, en getur verið að hún sé örsmá?
385 ppm þýðir 385 milljónustu hlutar en það er aðeins 0,0385 %, eða því sem næst 0,039 %. Það eru heil 10.000 ppm í 1%. Skammstöfunin ppm stendur fyrir "parts per million".
Með öðrum orðum: Aðeins 39 sameindir af hverjum 100.000 sameindum andrúmloftsins er CO2.
Miðað við núverandi hraða á losun manna á CO2 tekur það um þrjú ár að bæta við einni sameind af 100.000, þannig að eftir þrjú ár verða væntanlega um 40 sameindir af hverjum 100.000 koltvísýringur.
Magn CO2 hefur aukist frá 0,0280 % í 0,0385 % frá því menn fóru að brenna kolum og olíu eftir að iðnbyltingin hófst fyrir um 250 árum.
Þar sem það er auðveldara að segja og skrifa 385 ppm en 0,0385 % er venjan að nota fyrri framsetninguna.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur aukist síðan reglulegar mælingar hófust. (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri). Takið eftir að lóðrétti skalinn er frá 0 til 600 ppm eða 0,06%.
Myndin hér fyrir neðan er alveg eins rétt og myndin hér fyrir ofan. Samt virðist aukning CO2 vera miklu meiri. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að lóðrétti ásinn platar okkur. Myndin er þanin út eins og hægt er. Efri myndin gefur því réttari mynd þrátt fyrir allt, er það ekki?
Hér virkar aukningin miklu meiri en á efri myndinni.
--- --- ---
Hve mikilli hækkun hitastigs veldur þessi örlitla viðbót CO2 í andrúmsloftinu?
Um það eru menn ekki sammála. Fræðilega veldur tvöföldun á CO2, t.d. úr 280 ppm í 560 ppm aðeins um 1°C hækkun hitastigs, ef ekkert annað kæmi til. Hvað er þetta "annað"? Menn greinir á um hvort náttúran sé meðvirk, mótvirk eða hlutlaus. Þetta kallast "feedback" eða afturverkun.
Flestir virðast telja að náttúran sé meðvirk og magni þessa hækkun hitastigs, þannig að tvöföldun CO2 gæti valdið t.d. 3°C hækkun hitastigs í stað 1°C. Sumir vísindamenn telja aftur á móti að náttúran sé mótvirk, þannig að hækkun hitastigs yrði minni en 1°C fyrir tvöföldun CO2.
Hér stendur hnífurinn í kúnni. Menn vita því miður ekkert um þetta í dag. Engar tilraunir eru til sem sýna fram á hvað er rétt. Þess vegna deila menn endalaust.
Dæmi um meðvirkni eða "positive feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu en loftraki er öflug gróðurhúsalofttegund -> Enn meiri lofthiti ->Enn meiri uppgufun -> O.s.frv...
Dæmi um mótvirkni eða "negative feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu sem veldur aukinni skýjamyndun -> Skýin valda minni inngeislun sólar -> Lofthitinn lækkar aðeins -> Lofthitinn finnur nýtt jafnvægi...
Málið er ótrúlega flókið eins og sjá má á myndinni sem er hér, og engin furða að það valdi endalausum deilum. Sum áhrif af þessum fjölmörgu sem sjást á myndinni vinna með, önnur á móti, en hver eru heildaráhrifin?
Meðvirkni? Mótvirkni?
--- --- ---
Ef tvöföldun CO2 veldur 1°C hækkun hvernig má það vera að fjórföldun veldur aðeins 2°C hækkun og áttföldun 3°C hækkun?
Þetta segir IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) á vefsíðu sinni hér: Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic - a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect.
Ástæðan er sú að sambandið milli hitafars lofthjúpsins og styrks CO2 er logarithmiskt. Á myndinni hér fyrir neðan sést þetta greinilega. Takið eftir að fyrstu 20 ppm af CO2 hafa jafnmikil áhrif á hitastigið og öll hækkun CO2 frá 20 ppm upp í 300 ppm!
Það skiptir ekki máli hver hækkun hitastigsins fyrir tvöföldun CO2 er. Logaritmiska sambandið gildir alltaf eins og ferlarnir þrír sýna. Hækkunin er alltaf sú sama fyrir hverja tvöföldun í styrk CO2.
300 ppm -> 600 ppm, hækkun um 1°C (Plús [eða mínus] áhrif vegna "feedback")
600 ppm -> 1200 ppm, hækkun um 1°C (--"--)
1200 ppm -> 2400 ppm, hækkun um 1°C (--"--)
(Á myndinni hér fyrir ofan eru þrír ferlar. Meðaltal hækkunar hitastigs við tvöföldun CO2 er um 1°C án "feedbacks". Það sem er áhugavert er hve ólínulegur ferillinn er og að áhrifin af hækkandi magni CO2 fara hlutfallslega síminnkandi. Ferlarnir byrja að breikka þar sem magnið er orðið 280 ppm (upphaf iðnbyltingar) og á breiði hluti ferlanna að sýna viðbótarhlýnun af mannavöldum, án nokkurrar afturverkunar (feedback). Í dag er magnið 380 ppm, en yrði 560 ppm við tvöföldun). (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri).
--- --- ---
Hvað valda náttúruleg gróðurhúsaáhrif mikilli hækkun hitastigs og hve mikil gæti hækkun hitastigs viðbótar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum verið?
Sem betur fer eru náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin veruleg, því án þeirra væri ekkert líf á jörðinni. Hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif ná að hækka meðalhita jarðar um því sem næst 33°C, eða úr mínus 18° í plús 15 gráður. Þar á vatnsgufan eða rakinn í andrúmsloftinu líklega mestan þátt, því vatnsgufan veldur 70-90% gróðurhúsaáhrifanna.
Það eru viðbótar gróðurhúsaáhrifin sem margir hafa áhyggjur af og stafa af losun manna á CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum. Þessi viðbóta gróðurhúsaáhrif valda að hámarki 0,7°C hækkun hitastigs, en í reynd allnokkuð minni hækkun þegar náttúrulegar sveiflur hafa verið dregnar frá. Gróðurhúsaáhrif af mannavöldum valda því um 1 til 2% hækkun hitastigs umfram það sem hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif valda.
Án hinna góðu gróðurhúsaáhrifa væri fimbulkuldi á jörðinni og lítið lífsmark .
--- --- ---
Hvaða áhrif hefur aukið magn CO2 á gróður jarðar?
Áhrifin eru þau að gróðurinn vex hraðar og uppskera bænda verður meiri. Þetta eru hin jávæðu áhrif aukins magns CO2 í andrúmsloftinu. Myndin hér fyrir neðan er tekin fyrir utan gróðurhús á Íslandi, en bændur hleypa CO2 inn í gróðurhúsin til að ná meiri uppskeru. Plönturnar nota sólarljósið (eða raflýsinguna í gróðurhúsum) til að losa súrefnið (O) frá kolefninu (C). Þær hafa engar áhuga á súrefninu, en nýta kolefnið til að framleiða mjölvi og sykur Aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hefur því góð áhrif á gróðurfar jarðar og ættu þess að sjást merki.
--- --- ---
Er CO2 notað í matvælaiðnaði?
Vissulega. Brauð hefast eða lyftist vegna gerjunar á sykri og mjölvi, en við það myndast CO2 sem þenur deigið út. CO2 er að sjálfsögðu ómissandi í brauð, gosdrykki, bjór og kampavín .
Í þessum pistli var almennt fjallað um eiginleika koltvísýrings. Ekki var hjá því komist að minnast aðeins almennum orðum á gróðurhúsaáhrifin, bæði þau náttúrulegu og af mannavöldum. Það væri þó efni í annan pistil að fjalla meira um þau áhugaverðu og flóknu mál.
Ítarefni:
Wikipedia: Carbon Dioxide
Hvert væri hitastig jarðar án gróðurhúsaáhrifa? Sjá útreikninga hér á Wikipedia.
Vísindi og fræði | Breytt 2.2.2009 kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...
Sólgos geta hæglega haft alvarlegar afleiðingar á samfélagið, og hafa reyndar haft. Þekktasta dæmið er segulstormurinn mikli árið 1989 þegar sex milljón manns urðu rafmagnslaus í 9 klukkustundir í Kanada vegna öflugs segulstorms sem átti uppruna sinn í svokölluðu kórónugosi (coronal mass ejection) á sólinni. Við kórónugos þeytast milljarðar tonna af rafgasi (plasma) frá sólinni. Stundum í átt til jarðar, en þá er mikið um norðurljós. Einstaka sinnum er þó vá fyrir dyrum ef sólgosin eru öflug. Fólki stafar þó ekki nein hætta af þessu, en getur notið stórfenglegra norðurjósa.
Árið 1859 varð gríðarlega öflug sprenging á sólinni sem sást með berum augum, svokallað Carrington atvik sem varð til þess að ritsímamenn urðu varir við neistaflug úr ritsímalínunum. Sjá ítarlega lýsingu á þessu magnaða fyrirbæri hér. Í þessari áhugaverðu grein kemur fram að ritsímakerfi heimsins lamaðist meðan á segulstorminum stóð. (Sjá samtímalýsingar í kafla 3 og hvernnig menn virkjuðu norðurljósin, eða "celestical power" í kafla 4). Hefði þetta atvik orðið á síðustu árum þegar allt líf manna treystir á tæknina, þá hefði tjónið orðið gríðarlegt.
Árið 1859 var ritsíminn ekki annað en rafhlaða, morslykill og segulspóla, en í dag er fjarskiptabúnaðurinn miklu flóknari og margfalt viðkvæmari. Hætt er við að fjarskiptatungl, tölvukerfi og símakerfi hefðu eyðilagst. Sjálfsagt er bara tímaspursmál hvenær við lendum í öðru eins geimóveðri og árið 1859.
Árið 2007 kom út hjá Princeton University Press bókin The Sun Kings:The Unexpected Tragedy of Richard Carrington and the Tale of How Modern Astronomy Began sem fjallar að mestu um atburðinn 1859. Þar er mögnuð lýsing á baráttu ritsímamannanna við búnaðinn. Neisti flaug úr símalínunni í höfuð eins þeirra þannig að hann vankaðist, platínusnertur morslyklanna ofhitnuðu, eldur kom upp í pappírsstrimlunum og hægt var að senda skeyti milli staða jafnvel þó allar rafhlöður hefðu verið fjarlægðar. Mikið hefur greinilega gengið á.
Nýlega kom út viðamikil skýrsla vísindanefndar sem nefnist Space Weather EventsUnderstanding Societal and Economic Impacts. Fyrir skömmu var fjallað um skýrsluna á vefsíðu NASA: Severe Space Weather. Þar kemur fram sú mikla hætta sem rafdreifikerfinu stafar af öflugum kórónugosum og segulstormum. Þar er einnig bent á hættuna sem gervihnöttum stafar af fyrirbærum sem þessum:
A contemporary repetition of the Carrington Event would cause extensive social and economic disruptions," the report warns. Power outages would be accompanied by radio blackouts and satellite malfunctions; telecommunications, GPS navigation, banking and finance, and transportation would all be affected. Some problems would correct themselves with the fading of the storm: radio and GPS transmissions could come back online fairly quickly. Other problems would be lasting: a burnt-out multi-ton transformer, for instance, can take weeks or months to repair. The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina or, to use a timelier example, a few TARPs.
Svona öflug sólgos eru nokkuð algeng, en yfirleitt stefna þau ekki í átt til jarðar, sem betur fer. Einstaka sinnum erum við ekki heppin og þá getur farið illa. Menn geta rétt ímyndað sér afleiðingarnar af því ef fjarskiptakerfin lamast og hundruðir milljóna verða án rafmagns. Svona óveður í geimnum nærri jörðinni getur skollið á hvenær sem er, nánast fyrirvaralaust.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá skemmdir sem urðu á spennubreytinum vegna segulstormsins. Afleiðingin var 9 klukkustunda rafmagnsleysi hjá 6 milljón manns.
(Smella tvisvar á myndina til að sjá stærra eintak).
Spennubreytar rafdreifikerfisins eru í sérstakri hættu vegna þess að þeir tengjast löngum raflínum eins og ritsímarnir forðum. Við hinar gríðarmiklu segultruflanir spanast miklir straumar sem skemmt geta spennubreytana eins og myndin sýnir. Nánar hér og hér. Geimfarar í geimgöngu geta verið í lífshættu og búnaður gervihnatta getur truflast.
Alls konar hátæknibúnaður er í hættu:
Many technologies are affected by space weather: energetic electrons and protons can damage electronics on satellites and high-flying aircraft, ionospheric disturbances affect GPS positioning and HF radio communication, magnetic storms interfere with aeromagnetic surveys and induce currents in power systems, pipelines and submarine cables.

NASA: A Super Solar Flare
NASA: Safeguarding Our Satellites From the Sun
British Geological Survey: Carrington Event - The Largest Magnetic Storm on Record (1859)
Science Direct: The super storms of August/September 1859 and their effects on the telegraph system
Science Daily 12. jan 2009: Hazards of Severe Space Weather Revealed
Natural Resourches Canada: Reducing Risk from Natural Hasards.
Space Weather Canada: Geomagnetic Effects on Power Systems
Max Plank Society: The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years
Stuart Clark: The Sun Kings:The Unexpected Tragedy of Richard Carrington and the Tale of How Modern Astronomy Began
Fróðleg vefsíða: Stuart Clark's Universe
Stjörnufræðivefurinn: Sólin Þar er fjallað um kórónugos eða kórónuskvettur.
Blogg: Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka
Smá hliðarspor:
Max Planck Institute for Solar System Research: The Sun and the Earth's Climate, Does the Sun affect Climate?
Vísindi og fræði | Breytt 29.4.2009 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Skemmtileg veðurspá :-)
Í tilefni föstudagsins...
Það væri aldeilis gaman að sjá íslensku veðurfræðingana í svona ham:
Og svo smá kvikindisskapur...
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Ný dönsk rannsókn styður kenningar um samspil geimgeisla og loftslagsbreytinga...
Ferlarnir hér fyrir ofan ná yfir 5000 ár. Hvað er eiginlega svona merkilegt við það?
Annar ferillinn er regn og hinn er jarðsegulsvið. Hmm...
Á myndinni er jarðsegulsviðið svartur ferill, en frávikið í þungu súrefnissamsætunni 18O er blár ferill. Þessi blái ferill er mælikvarði á úrkomu í Kína og Óman, og er niðurstaða mælinga í dropasteinshellum. Ferlarnir falla nánast saman. Tilviljun eða vísbending? Hvernig í ósköpunum getur verið samband milli jarðsegulsviðsins og úrkomu?
Sjá frétt AFP hér.
Grein þeirra Faurschou og Riisager birtist í janúarhefti bandaríska tímaritsins Geology. Vilji menn lesa greinina þá er hún sem pdf skjal hér.
Í Morgunblaðinu í dag 13. jan. 2009 er eftirfarandi frétt á bls. 17:
Geimgeislar mikilvægari fyrir loftslag en talið var?
NIÐURSTÖÐUR rannsóknar vísindamanna hjá dönsku jarðfræðistofnuninni Geoecenter Danmark sýna að segulsvið jarðar hefur veruleg áhrif á loftslag á jörðinni, segir í frétt vefsíðu blaðsins Jyllandsposten. Magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu er því ekki jafn þýðingarmikið fyrir hlýnun loftslags og talið hefur verið.
Blaðið segir að um sprengju sé að ræða í loftslagsumræðunum vegna þess að niðurstöðurnar renni stoðum undir umdeildar kenningar þess efnis að loftslag stýrist að miklu leyti af geimgeislum sem streyma inn í lofthjúp jarðar.
Eðlisfræðingurinn Henrik Svensmark hjá Danska tækniháskólanum setti fyrir áratug fram kenningarnar um geimgeislana og olli þá hörðum deilum. Nú hafa tveir Danir, jarðeðlisfræðingurinn Mads Faurschou hjá jarðfræðistofnun Árósaháskóla og Peter Riisager, jarðeðlisfræðingur hjá GEUS, stofnun er annast rannsóknir í Danmörku og á Grænlandi, borið saman loftslagsgögn sem safnað var í dropasteinshellum í Kína og Óman við módel er sýnir segulsvið jarðar á forsögulegum tíma. Kom í ljós að breytingar á segulsviði jarðar hafa haft áhrif á úrkomumagn í hitabeltinu síðustu 5.000 árin.
Þeir segja báðir að koldíoxíðmagn sé að vísu mjög mikilvægt fyrir loftslagið. En loftslagskerfi séu geysilega flókin og óhjákvæmilegt sé að niðurstöðurnar þvingi menn til að taka meira mark á kenningum Svensmark. kjon@mbl.is
Jæja, getur þetta verið tilviljun, eða hvað? Auðvitað eiga menn eftir að deila um þessi mál. Það er bara gott og blessað. Hver hefur síðasta orðið í þessum málum? Auðvitað er það náttúran sjálf. Sjá síðasta pistil um breytingar sem virðast vera að gerast í virkni sólar um þessar mundir.
Þessi rannsókn styður umdeilda kenningu Henriks Svensmark um samspil sólar, geimgeisla, skýjafars og hitafars. Kenningin er kölluð CosmoClimatology, Sumir telja að það samspil geti útskýrt mikinn hluta hækkunar hitastigs á síðustu öld.
Myndin er úr dropasteinshelli:
Ítarefni:
Videnskab.dk: Jordens magnetfelt påvirker klimaet
Bloggpistill: Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....
Vísindi og fræði | Breytt 14.1.2009 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913...
Eins og margir vita þá hefur sólin verið einstaklega óvirk undanfarna mánuði. Árið 2008 voru dagarnir sem engir sólblettir sáust samtals 266. Dagarnir hafa ekki verið fleiri síðan 1913 en þá voru þeir 311. Þetta er bara einn mælikvarði af mörgum um virkni sólar, en ekki sá nákvæmasti.
Það er lítið spennandi að fylgjast með sólinni þessa dagana eins og myndin hér að ofan ber með sér. Svo er líka lítið er um norðurljós eins og venjulega þegar sólin er óvirk...
Marga undanfarna mánuði hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Fátt sem bendir til að sólsveifla 24 sé að hefjast en sólsveiflu 23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni.
Sólsveifla 22 stóð aðeins yfir í 9,8 ár en í nóvember síðastliðnum var sólsveifla 23 þegar orðin meira en 12,5 ár að lengd. Er sólsveifla 24 ótvírætt byrjuð? Sjá hér frá NASA í nóvember s.l: "I think solar minimum is behind us," says sunspot forecaster David Hathaway of the NASA Marshall Space Flight Center". Ekki eru alir sannfærðir um að svo sé.
Sem sagt: Sólsveifla 23 er þegar orðin 2,5 árum lengri en næstsíðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. Það er greinilegt að sólin er nú þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit líklega enginn. En það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar, í reynd bara eðlilegt. Stundum er sólin fjörug og vel virk, þess á milli róleg og óvirk. Það er því ekkert óeðlilegt við svona langa sólsveiflu, bara óvenjulegt.
Skin sólarinnar hefur aldrei verið stöðugt, því sólin er breytistjarna (variable star). Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. Þó svo að stysta sveiflan sé oft nefnd 11-ára sveiflan er hún í reynd 9,5-13 ár. Svipaður breytileiki er á öðrum sveiflum þannig að erfitt er að spá nákvæmlega.
Sólin er breytistjarna eins og sést á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er árlega yfir heila sólsveiflu. Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi, og sést vel hve ásýnd sólar breytist gríðarlega á fáum árum. Í sýnilegu ljósi er munurinn miklu minni.
Nú getur verið fróðlegt að skoða síðustu upplýsingar um virkni sólarinnar. Hvernig er staðan í dag og við hverju má búast? Skoðum fáeinar myndir:
Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda sólblettalausra daga á ári síðan árið 1913. Árið 2008 lendir við hliðina á árinu 1913.
Fjöldi daga án sólbletta eftir síðasta hámark sólsveiflunnar er orðinn 510. Sólsveiflan númer 23 sem er að syngja sitt síðasta er sú lengsta síðan 1848. Verði sólin óvirk nokkra mánuði í viðbót gæti farið svo að metið frá 1790 verði slegið, en sú sólsveifla var undanfari Dalton lágmarksins svokallaða í virkni sólar. Sjá myndina hér fyrir neðan sem sýnir hvernið sólsveiflurnar frá 1760 hafa verið mislangar. Síðasta sólsveifla er lengst til hægri. Almennt gildir að löng sólsveifla fylgir lítilli virkni sólar.
Á næstu mynd má sjá sólblettafjöldann eins og hann er núna (blátt), og spá vísindamanna um næstu sólsveiflu (rautt). Takið eftir hvernig ferlarnir standast ekki lengur á. Það er harla ólíklegt að virkni sólar hrökkvi skyndilega af stað og nái rauða ferlinum á næstu mánuðum. Ferillinn er af vefsíðu NOAA/Space Weather Prediction Center.
Segulsvið sólar í sólkerfinu (Ap planetary index) hefur farið hratt minnkandi sem bendir til minnkandi virkni sólar. (Smella á mynd til að sjá stærri).
Geimgeislar hafa farið vaxandi samkvæmt mælingum hjá háskólanum í Oulu í Finnlandi. Við munum eftir kenningu Danans Dr. Henrik Svensmark sem bloggað var um hér. Henrik fylgist örugglega vel með þróun mála, enda er náttúran greinilega að gera tilraun sem vert er að fylgjast með.
Heildarútgeislun sólar hefur farið minnkandi. Myndin hér fyrir neðan er úr nýlegum fyrirlestri hins þekkta sólar-vísindamanns Hathaway Solar Activity Cycles - Past and Future.
Sagan hefur kennt okkur að næsta sólsveifla eftir langa sveiflu verður yfirleitt veik. 12,5 ár jafngilda sólblettatölu um 80 samkvæmt myndinni hér fyrir neðan.
Sumir muna eftir pistlinum: NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár frá 23. september.
Nýjasta spá Davíðs Hathaway:
Að lokum...
Það virðist vera orðið ótvírætt að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið. Hve mikil áhrif það hefur á veðurfar skal ósagt látið, en rétt að vera við öllu búinn. Það ræðst mikið af framhaldinu. Hugsanlega verða áhrifin lítil, en ef til vill allnokkur. Við getum lítið annað gert en beðið róleg og fylgst með því sem verða vill...
Svo gildir það auðvitað að sólin á það til að koma mönnum á óvart. Það er ekkert óeðlilegt við hegðun sólar um þessar mundir, það mætti frekar orða það þannig að hegðun hennar sé óvenjuleg. Stundum er sólin hress og fjörug, en dauf og löt þess á milli. Eiginlega eins og mannfólkið.
Hve mikil hefur hlýnun andrúmsloftsins verið undanfarinn áratug og hve mikil hefur aukningin á losun koltvísýring verið? Hve góð er fylgnin? Skoðum það seinna ef áhugi er fyrir...
Ítarefni:
- Um sólina á Stjörnufræðivefnum
- D. Hathaway: Solar Activity Cycles - Past and Future
- Lund Space Weather Center: Prediction of Solar Cycle 24
- Year Without a Summer
- Myndir af sólinni í ham
- Bloggpistill: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
- Solarcycle24.com
Vísindi og fræði | Breytt 9.1.2009 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Glöggt er gests augað: Áskorun þingmanns Evrópuþingsins til Íslendinga...
Bretinn Daniel Hannan er þingmaður á Evrópuþinginu. Hann hefur oft komið til Íslands síðastliðin 15 ár og þekkir vel til ESB. Það er því full ástæða til að hlusta á hvað þessi Íslandsvinur hefur til málanna að leggja varðandi Evrópusambandið.
Greinin birtist í Mbl. 3. janúar 2008, bls. 32. (Bloggarinn breytti lit í textanum til að gera hann auðlesnari á skjá).
Að sjálfsögðu þarf það sem hér fer á eftir ekki að vera skoðun bloggarans. Það er Daniel Hannan sem hefur orðið hér, en bloggarinn telur mjög mikilvægt að kynna sér sjónarmið manns sem gjörþekkir til innviða ESB. Sjálfsagt er að kynna sér allar hliðar þessa mikilvæga máls.
--- --- ---
KÆRU Íslendingar! Ég geri mér fulla grein fyrir því að þið standið nú frammi fyrir mjög erfiðum tímum - við stöndum raunar öll frammi fyrir mjög erfiðum tímum - en engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri. Ég skil vel að þið séuð í sárum og finnist þið standa ein á báti. Þið hafið fulla ástæðu til þess eftir ömurlega framkomu Gordons Browns í ykkar garð. En ef þið bregðist við með því að leggja niður lýðræðið ykkar og sjálfstæði þá festið þið ykkur í sömu vandamálum og þið eruð í núna um alla framtíð.
Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Við gerðumst aðilar að forvera sambandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward Heath var forsætisráðherra, þegar verðbólga var í tveggja stafa tölu, allt logaði í verkföllum, lokað var reglulega fyrir orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við. Það er erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug áður eða þá áratug síðar. Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu mikil svartsýni og örvænting. Þegar komið var fram á 9. áratug síðustu aldar fór breskur almenningur að gera sér grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kötturinn í sekknum. En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið. Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glötuðum við samkeppnisforskoti okkar. Við gengum Evrópusamrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin var sú að við festum þær aðstæður í sessi.
Ekki gera sömu mistökin og við gerðum. Þið þurfið þess ekki! Ég hef haft ómælda ánægju af því að ferðast reglulega til Íslands undanfarin 15 ár og á þeim tíma hef ég orðið vitni að ótrúlegum framförum. Slíkar breytingar eru oft augljósari í augum gesta sem annað slagið koma í heimsókn en þeirra sem hafa fasta búsetu á staðnum. Þegar ég kom fyrst til landsins höfðuð þið nýlega gerst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitti ykkur fullan aðgang að innri markaði ESB án þess að þurfa að taka á ykkur þann mikla kostnað sem fylgir aðild að sambandinu sjálfu.
Ímyndið ykkur að í tímabundnu vonleysi tækjuð þið þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evruna. Hvað myndi gerast? Í fyrsta lagi yrði gengi gjaldmiðilsins ykkar fest til frambúðar við evruna á því gengi sem þá væri í gildi. Endurskoðun á genginu með tilliti til umbóta í efnahagslífi ykkar væri útilokuð. Að sama skapi yrði ekki lengur hægt að bregðast við efnahagsvandræðum í framtíðinni í gegnum gengið eða stýrivexti. Þess í stað myndu slíkar aðstæður leiða til mikils samdráttar í framleiðslu og fjöldaatvinnuleysis.
Það næsta sem þið stæðuð frammi fyrir væri það að fyrir inngönguna í ESB yrði að greiða hátt verð, fiskimiðin ykkar. Þessi mikilvægasta endurnýjanlega náttúruauðlind ykkar yrði hluti af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins.
Fljótlega mynduð þið þó átta ykkur á því að þið hefðuð afsalað ykkur einhverju margfalt dýrmætara en fiskimiðunum. Ykkar mesta auðlegð liggur nefnilega ekki í hafinu í kringum landið ykkar heldur í huga ykkar. Þið búið yfir einhverju best menntaða fólki í heiminum, frumkvöðlastarfsemi er mikil sem og öll framtakssemi. Þið hafið byggt árangur ykkar á minna regluverki, skattalækkunum og frjálsum viðskiptum. En þið mynduð reka ykkur á það að þið hefðuð gengið til liðs við fyrirbæri sem er fyrst og fremst skriffinnskubákn grundvallað á gríðarlegri miðstýringu á öllum sviðum og háum verndartollum í viðskiptum við ríki utan þess.
Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel. Það er litið niður á ykkur. Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi: "Jæja Hannan, Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana, ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði, þeir áttu þetta skilið!"
Tilvist ykkar ein og sér sem sjálfstæð og velmegandi þjóð hefur skapað öfund í Brussel. Ef 300 þúsund manna þjóðfélag norður við heimskautsbaug getur náð betri árangri en ESB þá er allur Evrópusamruninn í hættu að áliti ráðamanna sambandsins. Árangur ykkar gæti jafnvel orðið ríkjum sem þegar eru aðilar að ESB hvatning til þess að líta til ykkar sem fyrirmyndar. Það er fátt sem ráðamenn í Brussel vildu frekar en gleypa ykkur með húð og hári.
Þið hafið valið. Þið getið orðið útkjálki evrópsks stórríkis, minnsta héraðið innan þess, aðeins 0,002% af heildaríbúafjölda þess. Eða þið getið látið ykkar eigin drauma rætast, fylgt ykkar eigin markmiðum, skráð ykkar eigin sögu. Þið getið verið lifandi dæmi um þann árangur sem frjálst og dugandi fólk getur náð. Þið getið sýnt heiminum hvað það er að vera sjálfstæð þjóð, sjálfstæð í hugsun og athöfnum sem er það sem gerði ykkur kleift að ná þeim árangri sem þið hafið náð á undanförnum áratugum. Hugsið ykkur vandlega um áður en þið gefið það frá ykkur.
--- --- ---
Höfundurinn Daniel Hannan er þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu. Hann er með bloggsíðu á vef Daily Telegraph hér. Hann hefur skrifað átta bækur um Evrópumál og talar auk móðurmálsins frönsku og spænsku. Hann er með próf í sagnfræði frá Oxford. Meira um hann á Wikipedia.
Greinin á vef Morgunblaðsins: Áskorun til Íslendinga
Í Morgunblaðinu er að hefjast greinaflokkurinn Fréttaskýringar um ESB, Kostir og gallar aðildar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Mynd af frumkvöðlum Verkís
Í nóvember á síðasta ári komu saman starfsmenn og makar verkfræðistofnnar Verkís til að fagna samruna verkfræðistofanna sem standa að Verkís. Þetta var fríður hópur, enda starfsmenn um 350. Meðal viðstaddra voru nokkrir frumkvöðlar sem hafa lokið störfum vegna aldurs. Bloggarinn smellti þessari mynd af þeim á Ixus-860-IS vasayndavélina.
Þessir heiðursmenn eru talið frá vinstri:
Sigurbjörn Guðmundsson verkfræðingur og lengi stærðfræðikennari við MR (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen),
Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og skákmaður (Verkfræðistofan Fjölhönnun),
Karl Ómar Jónsson verkfræðingur (Verkfræðistofan Fjarhitun),
Pétur Guðmundsson verkfræðingur (Verkfræðistofan Fjarhitun),
Sigmundur Freysteinsson verkfræðingur (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen),
Sigurður Þórðarson verkfræðingur og líffræðingur (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen),
Björn Kristinsson verkfræðingur og prófessor (Verkfræðistofan RT-Rafagnatækni),
Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur (Verkfræðistofan Rafteikning),
Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur og fyrrverandi borgarstjóri (Verkfræðistofan Rafteikning).
Verkfræðistofurnar sem voru að smeinast eru gamalgrónar með 250 ára samanlagðan starfsaldur:
1932: VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961: RT - Rafagnatækni
1962: Fjarhitun
1965: Rafteikning
1970: Fjölhönnun
Með því að smella nokkrum sinnum á myndina má sjá mun stærri mynd.
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.
Vort land það á eldforna lifandi tungu,
hér lifir það gamla´ í þeim ungu.
"Aldamót" Einars Benediktssonar
Vísindi og fræði | Breytt 7.1.2009 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Ár stjörnufræðinnar er byrjað... Fallegt myndband...
Á ári stjörnufræðinnar er haldið upp á það að liðin verða 400 ár frá einum mikilvægasta atburði í sögu raunvísinda þegar Galíleó Galíleí beitti sjónauka fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum.
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur fyrir hinn almenna jarðarbúa þar sem áhersla er lögð á persónulega upplifun og ánægjuna við það að deila með öðrum þekkingu á alheimi og stöðu mannsins í honum. Þá er lögð áhersla á mikilvægi vísindalegrar hugsunar með það að leiðarljósi að hún sé ómetanleg auðlind fyrir allt mannkyn.
Hvorki meira né minna en 135 þjóðir hafa tekið höndum saman til að kynna jarðarbúum alheiminn. Á næstu 12 mánuðum verður efnt til margs konar viðburða er tengjast stjörnufræði og heimsfræði. Það má því reikna með að árið verði spennandi fyrir okkur.
Sjá íslensku vefsíðuna www.2009.is og alþjóðlegu vefsíðuna www.astronomy2009.org
Sjá einnig Stjörnufræðivefinn, Stjörnuskoðunarfélagið og Stjörnuverið
Munið að Ár stjörnufræðinnar er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur fyrir okkur hinn almenna jarðarbúa.
Njótið þessa fallega myndbands frá www.allthesky.com sem kallast Sky in Motion:
(Gefið myndbandinu smá tíma í byrjun til að hlaðast inn)
Vísindi og fræði | Breytt 3.1.2009 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Venus og Máninn dansa tangó á Gamlárskvöld ...
Reikistjarnan Venus er langbjartasta stjarnan á kvöldhimninum þessar vikurnar. Á gamlárskvöld má búast við skemmtilegri sjón skömmu eftir sólarlag, en þá verða Venus og Tunglið í návígi á suð-vestur himninum.
Myndin er úr Starry Night Pro og sýnir hvernig staðan verður um klukkan 18 á gamlárskvöld séð frá Íslandi.
Þessi danssýning Venusar og karlsins í Tunglinu stendur aðeins yfir í skamma stund eftir sólarlag. Skötuhjúin munu síðan draga sig í hlé í skjóli nætur og svo ... og svo ...
Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt við dansinn stígum
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft, ...
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi
blaktir líf í tíð.
Bregðum blysum á loft, ...
Jón Ólafsson
Fæðing Venusar. Botticelli Sandro 1482-86.
Það er engin furða að Máninn skuli vera í návígi við Venus á nýársnótt
Gleðilegt ár !
Takk fyrir árið sem er að líða í aldanna skaut
Svona litu skötuhjúin út klukkan 17 á Gamlársdag
Þau eiga eftir að færast nær hvort öðru þegar líður á kvöldið...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Sherry-trifli uppskrift...
Vinsælasti desertinn í fjölskyldunni er Sherry triffli. Ómissandi á Aðfangadag og Gamlársdag.
Sherry trifli er mjög þekktur ábætir og til í mörgum útgáfum eins og sést ef sherry trifle er sett í Google leitarvélina. Um 90.000 tilvísanir birtast.
Þessi uppskrift hefur nokkra sérstöðu. Amma mín Sigríður var að hluta alin upp í Bandaríkjunum í lok 19. aldar og kom með þessa uppskrift þaðan. Hún var dóttir Jóns Ólafssonar ritsjóra og skálds, þess er orti m.a. Máninn hátt á himini skín. Maður Sigríðar og afi minn var Ágúst H. Bjarnason prófessor í heimsspeki. Líklega er réttara að uppskriftin hafi komið með langömmu minni, Helgu Eiríksdóttur móður Sigríðar, en fjölskyldan fluttist heim 1899. Þessi réttur hefur alltaf verið mjög vinsæll hjá afkomendum Sigríðar og Ágústar, og hjá mögum alveg ómissandi á stórhátíðum. Grunnuppskriftin er alltaf eins, en útfærslan getur verið mismunandi. Neðst er þó alltaf blanda af sherry, makkarónum, sultu og súkkulaðibitum. Miðlagið er eins konar ísblanda eins og notuð er í heimagerðan ís en blönduð smá matarlími. Efsta lagið er þunnt lag af rjóma. Efst er svo skreytt með t.d. rifsberjahlaupi, muldu suðusukkulaði og öðru sem matar-listamanninum dettur í hug.
Í eina skál:
3 eggjarauður
2 þeyttar eggjahvítur
1 peli rjómi auk rjóma sem fer ofan á. Líklega tæpir 2 pelar alls.
1 msk sykur
2-3 blöð matarlím
Sherry
Mulið suðusúkkulaði
Sulta (jarðaberja eða hindberjasulta í neðsta lagið, rifsberjasulta í skreytingu efst).
Makkarónur.
Makkarónur og mulið súkkulaði í botninn, og sulta eftir smekk. Sherrý (a.m.k. 50 g, sjá aths.). Makkarónurnar aðeins muldar, súkkulaðið og sultan sett saman við sherrýið. Þetta aðeins hrært með gaffli.
Eggjarauðurnar hrærðar með sykri til að blandast saman. Eggjahvítur þeyttar, síðan rjómi þeyttur, og þessu blandað saman.
2-3 blöð matarlím vætt í köldu vatni og kreist út í og sett í pott sem er hitaður í heitu vatni.
Matarlíminu er síðan hellt í hræruna mjög mjórri bunu og hrært varlega svo ekki kekkist. Látið stirðna í kæliskáp.
Síðan lag af hvítum rjóma efst og skreytt með rifsberjahlaupi og röspuðu suðusúkkulaði.
---
Ath. Þetta er uppskrift fyrir eina stóra skál. Sjálfsagt er betra að nota tvær skálar þannig að pláss verði fyrir rjómann í efsta laginu. Yfirleitt voru búnar til tvær skálar og veitti ekki af :-)
Oftast var sett töluvert meira af sherry en stendur í uppskriftinni, enda þótti flestum það sem á botninum var langbest. Börnin voru þó oftast hrifnari af efri lögunum.
Það sem er vandasamast er þegar mararlíminu er hellt í hræruna. Það þarf að gerast mjög varlega til að forðast kekki. Að öðru leyti er mjög auðvelt að útbúa þennan ljúffenga desert.
áhb
Matur og drykkur | Breytt 24.12.2022 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. desember 2008
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008
Stjörnufræðin er einstaklega myndræn vísindagrein. Á hverju ári eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugamönnum, stjörnufræðingum eða sendiherrum jarðarbúa úti í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru í gullfallegar og verðskulda sannarlega að sem flestir fái að njóta þeirra.
Sjá Stjörnufræðivefinn www.stjornuskodun.is
Myndirnar sem þar eru valdar sem tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008 voru fyrst og fremst valdar út frá fegurðargildi, en ekki síður vísindalegu.
Við hverja mynd er lýsing á því sem fyrir augun ber, enda eru fyrirbærin ekki síður áhugaverð en myndirnar fallegar.
Myndin hér fyrir ofan er ein þessara frábæru mynda. Við myndina stendur þessi skýring Sævars Helga Bragasonar:
Þessa ótrúlegu mynd af rykstormi við gljúfrakerfi á Mars tók Mars Reconnaissance Orbiter geimfarið. Mars Reconnaissance Orbiter er útbúið gríðarlega öflugum myndavélum sem gegna því hlutverki að kortleggja yfirborðið mjög nákvæmlega svo unnt sé að draga upp sögu fljótandi vatns á yfirborðinu. MRO gegnir auk þess hlutverki veðurtungls sem fylgist stöðugt með veðurfarinu á Mars. Stundum sér geimfarið storma verða til á yfirborðinu, líkt og á myndinni hér fyrir ofan.
Rykstormar á Mars verða til þegar vindur lyftir rykögnum upp af yfirborðinu og hátt upp í lofthjúpinn. Vatnsís í lofthjúpnum þéttist á rykagnirnar og mynda ljósleit ský. Stundum breytast litlir staðbundnir rykstormar sem þessi í einn risavaxinn hnattrænan rykstorm sem hylur allt yfirborðið svo aðeins hæstu tindar eldfjallanna á Mars standa upp úr.
Á hverju degi verða talsverðar breytingar í lofthjúpi Mars. Þessar breytingar má að hluta rekja til þess að á Mars eru engin höf eins og á jörðinni. Á jörðinni geyma höfin mikinn varma svo hitasveiflur hér eru ekki ýkja miklar milli dags og nætur. Yfirborð Mars er ein eyðimörk sem hitnar fljótt á daginn en kólnar jafnsnöggt á næturnar, líkt og í eyðimörkum jarðar. Daglegar hitasveiflur upp á 100°C sem endurspeglast í breytileika lofthjúpsins.
Veðurfarið á Mars er óskaplega heillandi og lærdómsríkt fyrir okkur sem lifum á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Mars Reconnaissance Orbiter er sendherra jarðarbúa á rauðu reikistjörnunni og er ætlað að afhjúpa leyndardóma hennar.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS
Skoðið hinar níu myndirnar á vefsíðunni www.stjornuskodun.is.
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008
Mánudagur, 29. desember 2008
Myndband í Wall Stree Journal: How Iceland Collapsed ...
Myndbandið hér fyrir neðan birtist 26. desember í Wall Street Journal. Það gefur nokkuð góða mynd af ástandinu á Íslandi.
Myndbandið á Wall Street Journal er hér, ef innfellda myndbandið hér fyrir neðan virkar ekki sem skyldi.
Viðskipti og fjármál | Breytt 30.12.2008 kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. desember 2008
Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google...
Picasa-3 er einstaklega þægilegt forrit til að halda utan um ljósmyndir, lagfæra þær, prenta eða setja í myndaalbúm. Það besta er að forritið er ókeypis. Gott eins og flest sem kemur frá Google .
Forritið byrjar á að finna allar myndir sem eru í tölvunni, jafnvel einnig þær sem maður er búinn að týna, og raðar þeim í myndaalbúm. Þannig hefur maður gott yfirlit yfir allar myndirnar í tölvunni.
Síðan er auðvelt með einföldum aðgerðum að lagfæra galla í myndunum. Sumar myndir halla, aðrar eru með undarlegum litblæ, rauð augu, óskýrar, of dökkar, o.s.frv. sem flestir þekkja. Jafnvel má búa til vídeó úr myndunum og flytja yfir á YouTube.
Það besta er að lagfæringarnar hafa engin áhrif á frummyndina sem er varðveitt óbreytt.
Eftir lagfæringar getur maður merkt bestu myndirnar með stjörnu og flutt yfir í nýja möppu þar sem auðveldara er að njóta þeirra og skoða sem "slide show".
Hægt er að fá ókeypis pláss á netinu (1Gb) fyrir myndaalbúm sem auðvelt er að flytja myndirnar í. Sjá hér. Útprentun mynda er sáraeinföld.
Ég nota Photoshop töluvert fyrir betri myndir, en Picasa-3 er miklu auðveldara og fljótlegra í notkun og meira en nóg fyrir allar venjulegar myndir.
Mæli eindregið með þessu góða forriti frá Google. Heilmikið kennsluefni er á netinu, eins og sést með því að leita með Google.
Forritið má sækja hér: http://picasa.google.com
Kynning á Picasa-3:
Laugardagur, 20. desember 2008
Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...
Í tilefni Alþjóðalegs árs stjörnufræðinnar 2009 verður á vetrarsólstöðum bein útsending á sólarupprás frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi, sem er eldra en Stonhenge. Eða er réttara að kalla þetta 5000 ára gamla stjörnuathugunarstöð, eins og Ásgeir Kristinn bendir á í athugasemd sinni? Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Menning, trú, tímatalsreikningur, ...
Smellið hér til að sjá útsendinguna frá Newgrange sem verður frá klukkan 8:30 til 9:30 á morgun sunnudaginn 21. desember.
Hér sést hvernig fyrstu sólargeislarnir á vetrarsólstðum berast eftir 18 metra löngum gangi sem er fyrir ofan innganginn að grafhýsinu og lýsa upp gólfið fyrir framan skreyttan stein. Fyrir 5000 árum hefði sólin náð að skína á steininn á vetrarsólstöðum. Sjá nánar hér.
Myndin er fengin að láni á APOD síðunni hér.
Vefsíðan www.astronomy2009.org
Íslenska vefsíðan www.2009.is
Vetrarsólstöður á Stjörnufræðivefnum
Útsending frá vetrarsólstöðum 2007. Þá var veður hagstætt.
Bloggið Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja
Vísindi og fræði | Breytt 22.12.2008 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Hvaða loftslagshlýnun? Þannig spyr prófessor Ole Humlum...
Frétt Morgunblaðsins í dag, bls. 17.
Allt bendir til þess að árið sem er að líða verði það kaldasta á öldinni og ekkert hefur hlýnað síðastliðin 10 ár. Samt halda margir að hlýnun lofthjúps jarðar sé í fullum gangi. Er ástæða til að staldra aðeins við og íhuga málin? Það er einmitt það sem prófessor Ole Humlum er að gera.
Vissulega hlýnaði á síðustu áratugum síðustu aldar og enn sem komið er hefur lofthitinn haldist þokkalega hár. Hann hefur þú ekki haldið áfram að hækka í nokkurn tíma. Því verður ekki á móti mælt.
Myndin sýnir þróun lofthita síðastliðin 10 ár, mælt á tvennan hátt.
Blái ferillinn er mæling frá gervihnöttum og rauði ferillinn hefðbundnar mælingar á jörðu niðri.
Græni ferillinn sýnir aukningu koltvísýrings.
Ferillinn er frá miðju þessu ári og er því ekki með nýjustu gögnum, en þau má sjá á vefsíðu prófessors Ole Humlum sem fjallað er um í fréttinni hér að ofan, www.climate4you.com
Umfjöllun Ole Humlum om loftslagsbreytingar
Árið 2008 er kaldasta árið það sem af er öldinni. Blogg eftir Emil Hannes.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 14. desember 2008
Frábær grein um Ísland í Sunday Times
Iceland: frozen assets
Six months ago, Iceland was one of the worlds richest nations. Now its bankrupt. AA Gill visits the first victim of the economic ice age
In the summer of 1783, there was a volcanic eruption in the southeast of Iceland that vomited lava into the Skafta river, which boiled and ran with fire like a mythological Nordic curse. The volcanic gases were toxic and poisoned animals in their byres. Seething clouds of opaque ash plumed into the sky, blotting the sun. Everything that photosynthesised withered and died. There was a famine that killed a fifth of the population a fifth of the people who had survived the smallpox epidemic that had previously seen off a quarter of all Icelanders.
So the penury of the Icelandic banking system, the collapse of its currency, the parlous implosion of its economy that relegated it from being, per capita, the second or third richest nation in the world to being the shivering Big Issue-seller of Europe, bobbing in the queue somewhere behind Albania and Moldova, is not actually the worst thing that ever happened to this island. That would have to be the two occasions when the plague wiped out more than half of everybody. Iceland didnt have any rats, but they got Europes worst case of bubonic deaths without them. Thats unheard of. Thats virtually impossible but thats how Icelands luck is. Its said you make your own luck; its never said that your luck also makes you.
Iceland and Icelanders have been forged on the anvil of hard knocks. The unfair thing about this latest paper calamity is that it happened just when they thought things were going so well. There were restaurants that sold food for people who werent hungry, there were international bars for international folk, there were boutique hotels with ambient music, and candles for smell, not illumination. Iceland was chic and cool, not just in a cold way. This summer, a pretty girl with a red nose and a pink scarf told me, everybody was here on a small patch of green in front of the parliament (which itself is smaller than Elton Johns guesthouse). We came to cheer and drink, because Iceland had won a silver medal at the Olympics for handball, she said. It was huge. Wed never won a medal before. Who came first? Who cares? We came second. Everything was going so well.
Reykjavik is littered with the detritus and shells of things that were once going so well and now arent going at all. Like the big four-wheel-drives, bought on a promise and the never-never. The biggest is a Babel-ish building site, palisaded by protective cranes, which was hoping to be a music hall, the Sydney Opera House of the far, far north. There is still a visitors centre, with a girl on the phone looking for a new job. Theres a toy model of what it is now unlikely to look like. You can peer through a telescope at nobody working. I watched one ancient traffic warden give a ticket to a solitary pick-up, abandoned on a patch of rutted wasteland that was going to be a smart amenity area. This was all financed by Landsbanki, one of the raiding banks that spent like mullered fishermen and borrowed like agoraphobic Vikings, who leveraged the economy into the stratosphere without a Keynesian parachute, along with every other bank in the monetarist world.
The difference here was that in every other city centre, they can run home to Daddy Government and have their gambling debts paid off. The Icelandic government is a dozen shepherds and a couple of grocers in Specsavers and M&S suits. One of the reasons they say the financial risk was so precipitous was that the entrepreneurial pool is so small. The bankers and the regulators, the ministers and the judges are all the same people theyve known each other all their lives, their wives and their children are friends, and nobody wanted to be the one who said no. And why should they?
It was all going so well.
Down by the container port, where the derricks droop idly, is a car pound the size of half a dozen football fields, circled by defunct iron boxes. Its full of hundreds, perhaps thousands of cars. Behind them, across the grey fjord, black pumice crags are scarred with snow. The cars are going nowhere, dumped here at the end of the world: a great, windswept, conceptual monument to the hubris of Mammon, laughed at by black-backed gulls. These testaments to excess are now the most tasteless things to be seen in. They call the puttering Range Rovers Game-Overs.
Further down the shore is a speculation of modern flats, expensive, insubstantial urban penthouses that may well remain empty for ever. A young man passing by, dressed in the winter uniform of Icelandic youth skinny jeans, T-shirt with ironic postmodern slogan, Converses and a bit of a useless scarf, hunched shoulders and a general air of thermometer-denial and hungover insouciance stops and laughs. Who did we ever think was going to live here? Now we look back and it seems mad. Anyone could have told them. I could have told them.
Outside Reykjavik, there are suburban developments for new commuter suburbs. They put in roads and street lights but the houses have yet to be built, or stand blankly unfinished. Outside, a little girl plays in the gloaming with her sheepdog. Its a strangely surreal image: the silent cul-de-sac, like a model of the middle-American burbs, with just this child, a character snatched from an Edward Hopper painting.
Further along a road called End of the World we find a self-employed electrician. His company is called Why Not Me. When he has finished here, he is going abroad to find work Poland, probably and he smiles a crooked Icelandic smile. Its a joke. There used to be lots of Poles here doing the dirty bits of the economic soft times. Now they have all gone home because the Icelandic krona has become shrapnel in the explosion of free markets.
Kaupthing, Landsbanki and Glitnir sound like elf characters from The Lord of the Rings, and there is an element of fairy-tale comeuppance to these three backwater banks. Only when youre shown their headquarters do you realise how bizarre and unworldly their success was. They look like small city shops, branches of Bradford & Bingley. One of them was run from the floor above a fast-food restaurant. As with every great disaster the world over, the moment after it happened, the scales fell from every eye and all could see that it was inevitable. Where were the white-collar jobs for the commute back from the brave new garden suburbs to come from? Where was the black-tie audience for the opera? How could Iceland have the sharpest cashiers in the world? How could this nation sustain just two main industries: cod-fishing and international high finance? And, most importantly, most damningly, how did they ever think they could buck the Icelandic luck? Now everyone looks back at the road theyve just travelled and wonders why none of them mentioned it was made of marzipan and Rolexes.
The act that tipped the last Icelandic bank off the edge of the cliff was delivered by Gordon Brown, who froze Icelandic assets in the UK using our new, gleaming anti-terrorist legislation. The Icelanders mind that theyre hurt by that. You see, they always imagined they were one of us, not one of them. But Gordon needed to do something cheap to look competent, so he beat up a smaller kid. Not just a bit of a slap, but a vicious kicking. Showing off to impress the girls. He would never have started it if the banks had been German or French, or even from Liechtenstein.
The Icelanders mind about the terrorist thing. They dont even have an army. They barely have a jail: its more of a drop-in centre. The police drive you home if youre too drunk. This is the most liberal, reasonable, hard-working, decent, moral, amusing and well-educated people on the Continent; a nation who are temperamentally the furthest away from terrorism. Remember that about Brown the man who said he wanted to prevent the export of terrorism. Remember it when he puts on his Save the World, Mr International Harmony hat. He put an ally into intensive care for the sake of a headline and three points in a weekend poll. Perhaps he didnt notice. Perhaps he was looking through his glass eye.
Lets just be clear about what Iceland really is. Most people think its the size of the Isle of Wight with the population of, say, Holland. Its bigger than Hungary, bigger than South Korea, which has a population of 50m. There are just over 300,000 people in Iceland. So thats a country the size of Portugal with the population of Bradford. Those are Mr Browns terrorists.
Iceland imagined that Europe and America would help it out. After all, it has always helped us out. Keflavik was a vital Nato base between the east coast of America and the west coast of Europe in the cold war. We were all in this together. Except, as they were to learn, we were only in it together if we were fat enough to buy ourselves the solution. The Russians bailed Iceland out: Reykjavik could be a very useful place to launder money and cock a snook. And the Faroe Islands, bless them, population 48,000, lent £34m. Everyone in Iceland signed a thank-you card. And finally the IMF came up with a rescue package.
Oh, but Gordon Brown or you and me, as he is known abroad leant on that so that fat, stupid English councils could get their greedy noses in the trough before Icelandic children got a banana. Thats not hyperbole because they have so little foreign currency, imports are graded into three categories: essential, necessary and luxury. Exotic fruit is a luxury, but then in Iceland a tree is an oddity. If you want fruit, eat fish liver or a puffin.
Sitting in the happy, healthy organic cafes of downtown Reykjavik where the hippie kids blog (there are more bloggers here than anywhere else) and girls with blond babies laugh at each other, you wouldnt know this was an economically dead country walking. In the 101, a New York-brittle boutique hotel built and patronised by the bankers and speculators, you couldnt tell that nobody here has a pension or savings. The groups of svelte and confident girls flick their hair, neck cocktails and make blatant passes at the men with face hair like mangy seals who are downing beer and shots. Icelanders react to bad news the way they always have. Its the same way they react to good news: they get hammered. Properly Valhallaed. The bars and clubs are full, the booze is expensive, and they toast each other with a grim irony. There are still redundancy payments around theyre cash-happy. The crunch will come in the New Year when the brass handshakes run out.
People may be hurt by Brown and the British, and embarrassed by the gluttony and ineptitude of their own businessmen, and they are angry with their government. They want an election and someone to be Icelandic enough to grasp the blame and responsibility. But about themselves and the future they are remarkably, Nordically sanguine. A very direct woman in a bar said: All that money, all the things and the stuff, its very un-Icelandic. The wanting, the conspicuous consumption, the avarice and ambition, the pathetic jealousy, that isnt us. A great weight has been lifted now the money and the desires are gone. We can get back to being who we are.
Who the Icelandics are is one of the great enigmas of northern Europe. They speak an ancient, pure Scandinavian. They are horrifically hard-drinking, maudlin and prone to flights of dark nihilism and lengthy bitterness. They are taciturn fishermen and farmers; stoical, practical and moral. They have published more books and produced more chess grandmasters per head than anywhere else. They read more and write more, they sing and play instruments. Everyone here can change a tyre, strip an engine, ride a horse, sail a boat, dress a sheep and cure a salmon. They have grown through a hard Calvinism to a moral atheism while maintaining an open mind about elves.
Roads are moved to avoid the homes of the hidden people: elves have to be asked permission before new buildings are built, and country folk see them regularly, not always when drunk. The fairy folk who share this empty island with the humans are Adams other children: the unwanted, cloaked by God in invisibility.
There is also a deep handmade seam of nostalgia that links all Icelanders. Families are going back to the old ways to buying the autumn-culled sheep. Traditionally you get an odd number, and the whole family comes to make slatur, a sort of fatty haggis sausage that is boiled and tastes like warm, meaty fat. The warming cabinets of convenience stores offer vacuum-packed, ready-cooked, laterally sliced halves of sheeps heads, which Im told are selling like boil-in-the-bag halves of sheeps heads. The women are going back to knitting rough, tarry wool into the mentally geometric jerseys that feel like wearing St Franciss wife-beater. A big second-hand shop has become a smart and fashionable place to shop, though not for anything that is fashionable or smart. The contents are commendably and pathetically meagre and practical. The boxes of second-hand records hum the contradictions of Icelands long winter. There are lots of romantic choral works, home-grown folk songs from men in third-degree knitting, and heavy metal and prog rock. On the second-hand-magazine rack are piles of practical outdoor-activity manuals and a copy of Hello! commemorating the death of Princess Diana.
The designer interior-decorating emporiums that sprung up in the last five years now stand empty and sulky, like party-dressed girls with panda eyes waiting at morning-after bus stops. Theres a large new mall on the outskirts of Reykjavik, neon-bright and desolate. The girl who takes me there says, A mall nothing could be less Icelandic than a mall. All this will go, and waves a mittened fist at the prefab warehouses, the new homes and the loneliness of the long-distance car park with its flapping flagpoles, and we can stop pretending to be little Americans, or Danes, or British.
There is something invigorating about Iceland at this moment like being with people waking from a dream. Its exciting and instructive. Its a patronising cliché to say that people have wealth beyond mere riches. Nobody is better off for being poor. But this tight-knit, undemonstrative community at the edge of the world has been woven together from sterner stuff than I think we could muster. Well be all right were not going to starve, a shopkeeper told me. We have fish and rye and mutton and barley. We can grow the odd tomato in a polytunnel. We have skills useful skills, practical skills. And, you know, theyre under-heating the pavement outside my shop so it wont freeze in the winter. All our energy is thermal and free. So maybe I cant have a new mobile phone, but when I get drunk and fall over, the pavement will keep me warm.
From the 12th century a miraculous thing happened here: one of those eruptions of creation that defy the laws of culture and make civilisations briefly pyrotechnic. A series of books were written to illuminate the dark: sagas, secular stories of life, of mystery and mythology, of lords and farmers, politics and revenge, love affairs and voyages. Stories that were the first to be written as narratives with parabolas of plot and evolving characters. Nobody anywhere else had ever done that before. It is the birth of literature. They are as inexplicably, breathlessly awe-inspiring as the conception of the Renaissance a hundred years later. It was the Icelandic sagas that inspired Tolkien to write The Lord of the Rings, because he wanted Britain to retrospectively have a creation myth. Nobody knows what inspired Iceland or what precipitated this volcano of clear, collected genius. It was just Iceland: out there, sparse and treeless.
In the howling gale where the water boils and the volcanoes rumble, and the earthquakes make the ground liquid, and black shores crash and smoke, it is a landscape that fills you with either dread or stories. And its shared with the hidden people and the heroic solitude, a brooding presence to measure your height against.
Iceland has grasped this weakness, this greed, this business with money, and turned its back to take an unsentimental look at itself.
They will be all right. This is the nation that made the first democratic parliament the Althing that fought the Royal Navy to make the first sustainable fishery in the northern hemisphere, produced three Miss Worlds and one Nobel literature laureate then came second at handball. You are measured by how squarely you stand against bad luck. Not how you squander good luck.
---
Komment um greinina:
Your best ever Adrian. It's a pity it is about such tragedy. But as they say..."We'll be Ok" I'm sure they will.
Geoff, birmingham, uk
Another superb article from one of my favourite writers.
miko, Singapore,
A superb article, written on two levels. It starts off rough, almost on purpose, and ends as one of the best written articles I've read in recent years. I've never been to Iceland, but surely I want to go now, if only to meet some of the folks who have survived more than most nations ever could.
Stephen Churchill, Brockton, USA
I have never read a more elegantly written article in my life.
Michael Fernandes, Chapel Hill, USA
A gifted scribe indeed, writing about a place in need of gifts. Yet which also evidences the consequences of seeking easy wealth.
Prov 11:28) "He that trusteth in his riches shall fall: but the righteous shall flourish as a branch."
daniel hamilton, Chelsea, United States
Exceptionally good. And true to life of all the Icelanders I have met in several countries.
Austin Scott, Chicago,
I've been to Iceland many times over the years, organizing tourist trips centering on the Medieval sagas. But best of all I have made friends there, and the integrity and the courage of Icelanders will take them through this. A. A. Gill did a fantastic job on capturing the spirit of Iceland.
Bob Wilhelm, Hagerstown, USA
This is definitely one of the best articles I have ever read on this website.
Kunal Chakraborty, Cambridge, UK
This article is staggeringly well written. Iceland is a fascinating place, made all the more intriguing by A.A. Gill's evocative writing. The Icelandic attitude is apt: while nobody enjoys being poor, adversity can be a reinvigorating test of character - e.g. late 70s Britain, early 90s Australia.
Luke Critchley, Toowoomba, Australia
Sjá hér:
http://business.timesonline.co.uk/tol/business/economics/article5329762.ece
![]() |
Brown sparkaði í Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 13. desember 2008
Nú er það svart: Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum... Breytingar í Golfstraumnum?
Er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessari frétt 12. des?
"World Climate Growing Warmer, Say Russians, Citing Arctic Data"
Two Professors Independently Find Change in Temperature - They See a Gulf Stream Relation, but Look for Deeper Causes"
Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum. Þeir tengja það breytingum í Golfstraumnum, og jafnvel breytingum í útgeislun sólar.
Svona hjóðar fyrirsögn áhugaverðar greinar 12. desember í New York Times.
Það er vissulega ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu því eitthvað u n d a r l e g t er á seyði !
Hvað er svona undarlegt við þetta? Er þetta ekki dauðans alvara?
Greinin er ekki úr New York Times 12. desember 2008, heldur 70 árum áður, eða 12. desember 1938.
Svo segja menn að sagan endurtaki sig ekki .
Það merkilega er að nákvæmlega þessi sama frétt hefði getað verið í blaðiu í gær!
Hvernig verða fréttirnar eftir 70 ár?
Sem sagt, þetta var árið 1938. Ekki árið 2008.

Spaugilegt | Breytt 14.12.2008 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 22
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 128
- Frá upphafi: 766948
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði