Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er ný ísöld yfirvofandi? - Kenning Milankovitch...

 

milankovitch.jpgÞað getur verið fróðlegt að skoða hvaða hugmyndir menn hafa um veðurfar fyrir óralöngu, og hvernig menn hafa reynt að skýra ástæður fyrir gríðarmiklum loftslagsbeytingum sem valdið hafa ísöldum og hlýskeiðum á víxl.

(Þó svo að losun manna á CO2 og meint hnatthlýnum af völdum þess sé mikið hitamál, þá fjallar þessi pistill alls ekki um slíkt. Lesendur eru beðnir um að hafa það í huga).

Fyrir um 12 árum, árið 1998,  "bloggaði" pistilshöfundur um áhrif sólar o.fl. á veðurfar. Þessi langi pistill "CO2 - Er jörðin að hitna? - Ekki er allt sem sýnist"  byrjar hér. og heldur síðan áfram á 9. síðum alls.  Einn kaflinn nefnist "Áhrif innbyrðis afstöðu jarðar og sólar á hitastig. Ísaldir og önnur óáran. Rannsóknir á Grænlandsjökli"  og er hægt að komast inn á hann hér. Það sem hér er birt er hluti þess kafla.   Hafa verður í huga að þessum gamla pistli hefur lítið sem ekkert verið breytt í rúman áratug, þannig að margar vefkrækjur eru óvirkar.

Hér á eftir er styttur  útdráttur úr þessum kafla vefsíðunnar sem m.a. fjallar um kenningar Milankowitch. Gamli textinn er með brúnum lit.

Allur kaflinn um Milankowitch er hér.


Myndin hér að ofan er af Milutin Milankovitch (1879-1958) sem var serbneskur verkfræðingur og jarðeðlisfræðingur. (Hann er reyndar stundum titlaður stærðfræðingur eða stjörnufræðingur). Hann er þekktastur fyrir kenningar sínar um orsakir mikilla kuldaskeiða sem koma með um 100 þúsund ára millibili. 

(Það er svo annað mál, að það er dálítil ónákvæmni að tala um þessar ísaldir, því eiginlega lifum við á hlýskeiði alvöru ísaldar, eða meginísaldar (Sjá Icehouse/Hothouse eða Icehouse/Greenhouse), sem skiptist í um 100.000 ára kuldaskeið og 10.000 ára hlýskeið. Kuldaskeiðin, sem við leyfum okkur að kalla meginísaldir, eru því  ástand sem varir í kannsk í 100 milljónir ára eða svo. Í þessum pistli látum við orðið "ísöld" standa fyrir 100.000 ára kuldaskeiðin eins og í gamla pistlinum, enda er það í samræmi við hefð).

 

---

Gamli pistillinn frá 1998 (styttur):

 

Áhrif innbyrðis afstöðu jarðar og sólar á hitastig.
Ísaldir og önnur óáran
Rannsóknir á Grænlandsjökli.

(Síðasti hlutinn er aðeins í frumtextanum)


Árið 1941 setti stærðfræðingurinn Milutin Milankovitch fram kenningu sem skýrt getur hvers vegna mikil kólnun verður með tiltölulega löngu millibili. Hann reiknaði út samanlögð áhrif breytinga á möndulhalla (obliquity, 41.000 ára sveifla), möndulveltu (precession, sbr. skopparakringlu, 19-21.000 ára sveifla) og sporöskjulögun brautar jarðar umhverfis sólu (eccentricity, 100.000 ára sveifla).

Niðurstaðan sýnir hvenær líkur eru á köldum og heitum tímabilum, og að á kuldaskeiðum fá staðir á 60°N aðeins sama varma frá sólinni (insolation) og staðir á 80°N fá nú!

Áhrif möndulveltu og möndulhalla gera það að verkum, að annað slagið hallar jörðin lítið móti sólu að sumri til, og verður sumarhitinn [á norðurslóðum] því lágur.

Síðari rannsóknir sýna að fjöldi smærri áhrifa hefur áhrif á heildarmyndina, en kenning Milankovitch er samt sem áður mjög áhugaverð og vel þekkt.

 

 

Kenning Milankowitch:

 

milankowitch-ahb_edited-1_954529.jpg
Ferillinn á myndinni nær 200.000 ár aftur í tímann og 100.000 ár fram í tímann


Kenning Milutin Milankovitch um ástæður ísalda er vel þekkt. Með útreikningum er hægt að finna mismunandi hitunaráhrif sólar á norðurhvel jarðar. Möndulhalli, möndulvelta og braut jarðar breytast með tímanum.

Á myndinni hér að ofan sjáum við hvernig þessir þrír þættir leggjast saman og mynda samsetta ferilinn sem er neðst. Tímaskalinn nær 200.000 ár aftur í tímann og 100.000 ár fram í tímann. (Lóðrétti ásinn er merktur: Wött á fermetra á 60°N)

Jæja, hvenær megum við eiga von á næstu ísöld samkvæmt þessari kenningu?

Eins og mörgum er kunnugt, þá virðist sem ísaldir hafi skollið á með litlum fyrirvara á aðeins nokkrum áratugum. Rannsóknir á borkjörnum frá Grænlandsjökli hafa leitt þetta í ljós. Getur verið að sólin hafi komið þar nærri og hjálpað til við að setja ferlið af stað með langvarandi kuldakasti á sama tíma og afstaða jarðar og sólar var óhagstæð samkvæmt líkani Milankovitch?

 
Hvað ber framtíðin í skauti sér, hlýnun eða kólnun?....
Náttúrulegar breytingar, sem eru vel þekktar, hafa vafalaust ekki stöðvast. Við þekkjum vel hagstæð tímabil í jarðsögunni, með smávægilegum hitasveiflum upp á við og köldum tímabilum þess á milli. Við þekkjum einnig miklar ísaldir, sem koma með nokkuð reglulegu millibili.

Fyrir um 1000 árum var mikið góðæri í heiminum. Það stóð aðeins í tiltölulega stuttan tíma (~200 ár). Síðan tók við langt tímabil með nokkuð köldu veðurfari; "Litla ísöldin". Rannsóknir á sólstjörnum, sem líkjast okkar sól, gefa til kynna að tímabil þar sem sólin er í lægð ("Maunder minimum"), eru algeng fyrirbæri. Stjarneðlisfræðingar hafa í alvöru varað við því að nýtt "Maunder minimum" geti hafist í okkar sól hvenær sem er, jafnvel á næstu öld. Það þýðir nýtt kuldakast og mikinn hafís umhverfis Ísland. Þá mundi aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hafa kærkomin áhrif á hitastig til að vinna á móti þessu. Það er að segja, ef áhrif CO2 til hækkunar hitastigs reynast nægileg.

Raunverulegar ísaldir koma með nokkuð reglulegu millibili. Við þessu getum við ekkert gert. Bara beðið eftir næstu ísöld!
Sé litið til lengri tíma er víst að ný ísöld komi og landið hverfi undir ís. Svo virðist sem hlýindaskeið, eins og nú ríkir, séu fremur undantekning, og að ísöld sé eðlilegra ástand. Við sjáum það á ferlinum, sem nær yfir 900.000 ár, að hitastigið er yfirleitt lægra en nú á dögum (lárétta línan), og oft miklu lægra.

Vel getur verið að við séum að nálgast lok núverandi hlýindaskeiðs, sem þegar hefur staðið yfir í um 10.000 ár. Ef til vill eru ekki nema nokkrar aldir til næstu ísaldar. Ef til vill fáein þúsund ár.

 

 

(Á neðsta ferilinn vantar síðstu áratugina og ætti ferillinn að rísa þar. Við erum að skoða tímabil
sem nær yfir  næstum milljón ár, svo það skiptir litlu máli. Við höfum hér áhuga á megindráttunum, en ekki smáatriðum. Ferillinn er uphaflega frá IPCC 1990).

 

Myndin sýnir í stórum dráttum hitafar síðustu 900.000 ára. Strikaða viðmiðunarlínan er sett á hitastig, sem var um 1900. Oftast hefur verið mun kaldara en þá. Takið eftir, að hitasveiflurnar eru miklu meiri en virðist við fyrstu sýn. Hitaskalinn nær yfir aðeins 2 gráður á neðsta ferlinum, en 7-8 gráður á efri ferlunum.

Þegar á allt er litið, getum við ekki annað en verið þakklát náttúrunni fyrir það hve mjúkum höndum hún fer um okkur þessa áratugina.

 --- --- ---

 

Meira hér: www.agust.net/sol/sol-milankovitch.htm

Myndirnar sem fylgja pistlinum voru fengnar einhvers staðar að láni og textinn á þeim þýddur 1998. Upphaflega myndin er mun eldri.

 

 

 

 

Áhrif innbyrðis afstöðu jarðar og sólar á hitastig.
Ísaldir og önnur óáran. Rannsóknir á Grænlandsjökli

 

 CO2 - Er jörðin að hitna? - Ekki er allt sem sýnist.


Misskilningurinn mikli: Bráðnun jökla Himalajafjalla orðum aukinn...

 

 


 

 

Í skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er nánast fullyrt að jöklar Himalajafjalla verði horfnir árið 2035 eða fyrr. "Glaciers in the Himalaya are receding faster than in any other part of the world and, if the present rate continues, the likelihood of them disappearing by the year 2035 and perhaps sooner is very high if the Earth keeps warming at the current rate." Þessar fullyrðingar eru byggðar á stórfurðulegum misskilningi sem óhjákvæmilega fær menn til að staldra við og íhuga hvort allt sé með felldu hjá þessari virtu stofnun, International Panel of Climate Change - IPCC. Málið teygir sig jafnvel til Íslands eins og sjá má hér fyrir neðan. Einhverjir muna eftir upphlaupinu í nóvember síðastliðnum þegar Rajendra Pachauri verkfræðingur og forstöðumaður IPCC ásakaði Indverska umhverfisráðuneytið um hroka. Sjá hér.

Fréttamiðlar víða um heim hafa fjallað um máið og verður hér vísað á nokkra þeirra:

Á vefsíðunni Vísir.is er fjallað um málið 18. janúar. Þar segir:

http://www.visir.is/article/20100118/FRETTIR02/877981067

"Bullspár um bráðnun jökla:

Fullyrðingar Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að jöklar Himalayafjalla verði að mestu horfnir árið 2035 eða jafnvel fyrr eru á byggðar á furðulegum misskilningi og vísindalegum mistökum að sögn vefsíðu breska blaðsins The Times.

Tvö ár eru síðan Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna setti fram þessa geigvænlegu spá. Þetta er sama nefndin og stóð fyrir Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Því var haldið fram að spáin væri byggð á nýjustu og ítarlegustu rannsóknum sem fyrir lægju um loftslagsbreytingar.

Þetta var kallað tímamótaspá sem tæki af allan vafa um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Nú hefur komið í ljós að í raun var spáin byggð á stuttu símtali sem blaðamaður á tímaritinu New Scientist átti við lítt þekktan indverskan vísindamann fyrir níu árum. New Scientist er tímarit um tækni og vísindi fyrir almenning.

Indverski vísindamaðurinn Syed Hasnian hefur viðurkennt að hann hafi aðeins verið með vangaveltur um bráðnun jöklanna. Engar formlegar rannsóknir hafi legið þar að baki.

Erfitt er að útskýra hvernig í ósköpunum Loftslagsnefndin ákvað allt í einu að taka þessu sem heilögum sannleika.

Rétt er að geta þess að jöklafræðingar tóku spá Loftslagsnefndarinnar með mikilli vantrú á sínum tíma. Hún varðist hinsvegar með kjafti og klóm.

Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar kallaði gagnrýni á spána „voodoo vísindi". Þegar umhverfisráðherra Indlands lýsti efasemdum um spána sagði Pachairi að það lýsti miklum hroka.

The Times telur líklegt að að minnsta kosti Himalaya-hluti heimsendaspárinnar verði dreginn til baka".

 

 Nokkrar tilvísanir í aðra fjölmiðla þar sem lesa má um málið:

 ---

Dagens Nyheter í Svíþjóð:

 Välkommen till DN.se

 http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/fn-rapport-om-glaciarer-felaktig-1.1029731

FN-rapport om glaciärer felaktig

Uppdaterat 2010-01-19 17:26. Publicerat 2010-01-19 15:05

En rapport som använts av FN:s klimatpanel (IPCC) om att Himalayas glaciärer kan vara borta år 2035 har visat sig vara ren spekulation. Forskaren bakom påståenden erkänner nu att han bara gissat och inte använt sig av vetenskapliga fakta.  [Meira...]

---

Frá Canada.com:

 http://www.canada.com/technology/climate+report+Scientist+warned+glacier+forecast+wrong/2455973/story.html

 UN climate report: Scientist warned glacier forecast was wrong
 
By Marlowe Hood, Agence France-PresseJanuary 18, 2010

PARIS - A top scientist said Monday he had warned in 2006 that a prediction of catastrophic loss of Himalayan glaciers, published months later by the UN's Nobel-winning climate panel, was badly wrong.

The Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) report said in 2007 it was "very likely" that the glaciers, which supply water to more than a billion people across Asia, would vanish by 2035 if global warming trends continued.

"This number is not just a little bit wrong, but far out of any order of magnitude," said Georg Kaser, an expert in tropical glaciology at the University of Innsbruck in Austria.

"It is so wrong that it is not even worth discussing," he told AFP in an interview....

Kaser was a lead author in Working Group I of the IPCC report, which dealt with the physical science of climate change....

"This is a source of a lot of misunderstandings, misconceptions or failures," Kaser said, noting that some regions lacked a broad spectrum of expertise.

"It is a kind of amateurism from the regional chapter lead authors. They may have been good hydrologists or botanists, but they were without any knowledge in glaciology."  [Meira...]

---

 

The Times of India

 

 

 http://timesofindia.indiatimes.com/india/Ramesh-turns-heat-on-Pachauri-over-glacier-melt-scare/articleshow/5474586.cms

Ramesh turns heat on Pachauri over glacier melt scare
Nitin Sethi, TNN, 19 January 2010, 05:39am IST

NEW DELHI: The furore over the validity of data used by UN's Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) has taken some of the sheen off the Nobel prize-winning institution's reputation.

A day after it emerged that IPCC's dire prediction that climate change would melt most Himalyan glaciers by 2035 was based on mere "speculation", environment minister Jairam Ramesh slammed the processes of the celebrated body saying "due diligence had not been followed by the Nobel peace prize winning body".

"The health of glaciers is a cause of grave concern but the IPCC's alarmist position that they would melt by 2035 was not based on an iota of scientific evidence," the environment minister said.

Ramesh recalled how IPCC chief R K Pachauri had scornfully dismissed doubts raised by a government agency about the veracity of the UN body's sensational projection about melting of glaciers. "In fact, we had issued a report by scientist V K Raina that the glaciers have not retreated abnormally. At the time, we were dismissed, saying it was based on voodoo science. But the new report has clearly vindicated our position," he said.

This may not be the first time that climate science relating to India has been found to be fallacious or incorrect. However, revelation that the data on glacial melt in Himalayas was unverified has dented the image of the IPCC -- which has set the agenda for climate change talks. It has given a handle to climate sceptics who have long accused the IPCC of being biased.... [Meira...]

 ---

 Times Online

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/environment/article6991177.ece

From
January 17, 2010

World misled over Himalayan glacier meltdown

 

 

A WARNING that climate change will melt most of the Himalayan glaciers by 2035 is likely to be retracted after a series of scientific blunders by the United Nations body that issued it.

Two years ago the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) issued a benchmark report that was claimed to incorporate the latest and most detailed research into the impact of global warming. A central claim was the world's glaciers were melting so fast that those in the Himalayas could vanish by 2035.

In the past few days the scientists behind the warning have admitted that it was based on a news story in the New Scientist, a popular science journal, published eight years before the IPCC's 2007 report....

When finally published, the IPCC report did give its source as the WWF study but went further, suggesting the likelihood of the glaciers melting was "very high". The IPCC defines this as having a probability of greater than 90%.

The report read: "Glaciers in the Himalaya are receding faster than in any other part of the world and, if the present rate continues, the likelihood of them disappearing by the year 2035 and perhaps sooner is very high if the Earth keeps warming at the current rate."

However, glaciologists find such figures inherently ludicrous, pointing out that most Himalayan glaciers are hundreds of feet thick and could not melt fast enough to vanish by 2035 unless there was a huge global temperature rise. The maximum rate of decline in thickness seen in glaciers at the moment is 2-3 feet a year and most are far lower... [Meira...]

 

 

 

 

 ---

EU Referendum:

 http://eureferendum.blogspot.com/2010/01/pachauri-theres-money-in-them-glaciers.html

Syed Hasnain (pictured), the scientist at the centre of the growing controversy over melting Himalayan glaciers (not), is now working for Dr R K Pachauri's TERI as head of the institute glaciology team, funded by a generous grant from a US charity, researching the effects of the retreat.

Highlighted in The Sunday Times yesterday, Dr Hasnain was the scientist responsible for claiming that the world's glaciers were melting so fast that those in the Himalayas could vanish by 2035. This was picked up by the New Scientist and then by a 2005 WWF report, and subsequently published as a definitive claim in the IPCC's 2007 fourth assessment report, masterminded by Dr R K Pachauri....

The Global Center is an Icelandic-based private institute with links to the office of the president of Iceland, Olafur Ragnar Grimsson. Its aim is to establish "a major research and training program involving scientists from South Asia, Europe and the Americas," of which Dr Pauchari's TERI India is a central part...

The research fund is also to be topped up from the $108,000 proceeds of the Nehru Prize awarded to Grímsson this month... [Meira...]

---

 Prófessor Roger Pielke jr:

 http://rogerpielkejr.blogspot.com/2010/01/sorry-but-this-stinks.html

 "Sorry, But This Stinks".

 "The IPCC treatment of Himalayan glaciers and its chairman's conflicts of interest are related. The points and time line below are as I understand them and are informed by reporting by Richard North.

1. In 2007 the IPCC issues its Fourth Assessment Report which contains the false claim that the Himalayan glaciers are expected to disappear by 2035.

2. The basis for that statement was a speculative comment made to a reporter by Syed Hasnain in 1999, who was then (and after) a professor at Jawaharlal Nehru University in Delhi.

3. Following the publication of the IPCC report, and the widespread media coverage of the false claim about Himalayan glaciers, Dr. Hasnain joins TERI as a Senior Fellow, where Dr. Pachauri is the director.

4. Drs. Pachauri and Hasnain together seek to raise fund for TERI for work on Himalayan glaciers, justified by the work of the IPCC, according to Dr. Pachauri just last week:

Scientific data assimilated by IPCC is very robust and it is universally acknowledged that glaciers are melting because of climate change. The Energy & Resources Institute (TERI) in its endeavor to facilitate the development of an effective policy framework and their strategic implementation for the adaptation and mitigation of climate change impacts on the local population is happy to collaborate with the University of Iceland, Ohio State University and the Carnegie Corporation of New York.

5. When initially questioned about the scientific errors Dr. Pachauri calls such questions "voodoo science" in the days leading up to the announcement of TERI receiving funding on this subject. Earlier Dr. Pachauri criticized in the harshest terms the claims made by the Indian government that were contrary to those in the IPCC

Pachauri said that such statements were reminiscent of "climate change deniers and school boy science".

6. Subsequent to the error being more fully and publicly recognized, when asked by a reporter about the IPCC's false claims Dr. Pachauri says that he has no responsibility for what Dr. Hasnain may have said, and Dr. Hasnain says, rather cheekily, the IPCC had no business citing his comments:

“It is not proper for IPCC to include references from popular magazines or newspapers.”

Of course, neither Dr. Pachauri nor Dr. Hasnain ever said anything about the error when it was receiving worldwide attention (as being true) in 2007 and 2008, nor did they raise any issues with the IPCC citing non-peer reviewed work (which is a systemic problem). They did however use the IPCC and its false claims as justification in support of fund raising for their own home institution. At no point was any of this disclosed.

If the above facts and time line is correct (and I welcome any corrects to details that I may have in error), then what we have here is a classic and unambiguous case of financial conflict of interest. IPCC Chairman Pachauri was making public comments on a dispute involving factual claims by the IPCC at the same time that he was negotiating for funding to his home institution justified by those very same claims. If instead of climate science we were instead discussing scientific advisors on drug safety and funding from a pharmaceutical company to the advisory committee chair the conflict would be obvious.

Climate science desperately needs to clean up its act."

 

Þetta voru bara sýnishorn af þeim fréttum sem hafa verið í miðlum heims undanfarna tvo daga. Því miður hefur þetta atvik ásamt Climategate uppnáminu skömmu fyrir jól ekki verið til að auka tiltrú manna á loftslgsvísindinum svokölluðu. Climate science desperately needs to clean up its act, skrifar prófessor Roger Pielke jr. Það eru orð að sönnu...

Hver var annars að tala um „voodoo vísindi"?

 

Tengt efni:

Bloggpistill frá 13. nóv. 2009:

Hefur sjávarborð virkilega hækkað hraðar undanfarið? Ekki er það nú alveg víst...


Ólafur Ragnar stóð sig vel hjá BBC í gær: Myndband...

 

Jeremy Paxman hjá BBC er þekktur fyrir að vera harðskeyttur. Hann komst þó varla að þegar hann mætti Ólafi Ragnari í gær. Ólafur lét Paxman ekki vaða yfir sig og stóð sig með prýði.

Svona kynning hefði auðvitað átt að koma miklu miklu fyrr frá stjórnvöldum.  Það verður að segjast eins og er að þarna gerði forsetinn gagn, hvað sem manni finnst um atburðina fyrr í vikunni.

 

 

 

 

 

Sjá einnig þátt um Icesave, þ.e. fyrri hlutann, á Newsnight BBC 5. janúar.

 

 


Ólafur Ragnar: "You ain't seen nothing yet"...

.
you_aint_seen_500_shadow.jpg
 
 
 "You ain't seen nothing yet"...
 
sagði forseti vor í ræðu á erlendri grundu í maí 2005.
 
 
(Now we have seen it...)
 
 
 
Þessa frægu tilvitnun má lesa í aftast ræðunni sem má nálgast hér.
 
Lesið alla ræðuna. Hún gefur okkur innsýn í heim sem flestum er hulinn...
 
Hvað finnst mönnum um þessa ræðu í ljósi atburða síðasta sólarhrings? Ber hún ekki vott um mikla framsýni, visku og skynsemi? Ber hún ekki vott um hógværð og lítillæti? 
 
 
"...It is of course tempting to let it remain a mystery, to allow the British business world to be perplexed...."
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hraðari bráðnun jökla í Sviss fyrir 60 árum en undanfarið...

 
 
Á vef ETH í Zurich er grein sem nefnist  The stupefying pace of glacier melt in the 1940s. 
Þar er fjallað um nýja grein frá 3ja des. s.l. í ritrýndu timariti Geophysical Research Letters (GRL) sem nefnist  Strong Alpine glacier melt in the 1940s due to enhanced solar radiation. Sjá samantekt hér.
 
Í greininni kemur fram að bráðnun jökla í Sviss hafi verið hraðari á fimmta áratug síðustu aldar en í dag, þrátt fyrir hlýindi undanfarinna ára. Um miðja síðustu öld var vissulega einnig hlýtt, en höfundar greinarinnar kenna um breytingum í inngeislun sólar og vísa þá til breytilegs magn loftborinna agna (aerosols) og skýja.
 
Í samantektinni (abstract) á vef  GRL stendur:
 
"A 94-year time series of annual glacier melt at four high elevation sites in the European Alps is used to investigate the effect of global dimming and brightening of solar radiation on glacier mass balance. Snow and ice melt was stronger in the 1940s than in recent years, in spite of significantly higher air temperatures in the present decade. An inner Alpine radiation record shows that in the 1940s global shortwave radiation over the summer months was 8% above the long-term average and significantly higher than today, favoring rapid glacier mass loss. Dimming of solar radiation from the 1950s until the 1980s is in line with reduced melt rates and advancing glaciers".
 
Í inngangi (introduction) greinarinnar stendur: 
 
"[2]   Changes in climatic forcing are directly reflected by the mass budget of snow and ice surfaces (see von Hann [1897] and Hock [2005] for a review). Understanding the impact of changing climate conditions on glacier melt is a prerequisite for projections of glacier volume, changes in mountain hydrology, natural hazard frequency and sea level rise. For the last decades a rapid mass loss of mountain glaciers in response to climate warming has been reported for high and low latitudes all over the planet [Kaser et al., 2006]. Glacier wastage in the 20th century was mainly attributed to changes in air temperature [e.g., Haeberli and Beniston, 1998; Braithwaite and Zhang, 1999]. Global solar radiation at the earth's surface shows significant variations over the last century profoundly affecting the climate system [Ohmura and Lang, 1989; Wild et al., 2004, 2005]. Changes in solar radiation were rarely considered to explain cryospheric variability on decadal time scales [Ohmura et al., 2007]. This is due to the scarcity of both long-term radiation measurements and unbiased time series of glacier melt.

[3]   Here, we interpret a 94-year time series of annual snow and ice melt at four high elevation sites in the European Alps derived from the longest direct observations of glacier surface mass balance worldwide [Huss and Bauder, 2009]. We investigate possible drivers of multidecadal changes in the glacier mass budget by putting into context the impact of variations in solar radiation given by a 73-year radiation record. Based on the presented data sets we discuss the limitations of the empirical temperature-index approach for projections of glacier melt".

 
 
Myndin hér fyrir neðan er úr greininni sem bloggarinn á.  Ekki er heimilt að birta alla greinina hér.
 
Efri myndin sýnir frávik í bráðnun jökla. Á árunum 1942-1952 er hún 17% yfir meðaltali, en rúm 13% yfir meðaltali á árunum 199-2008.
 
Neðri myndin sýnir frávik í sólgeislun í wöttum á fermetra.
 
 

 Figure 3.
 
(a) Four-site average of annual melt anomaly n (see text) and sum of daily air temperatures above 0°C over the year at the study sites (dashed), low-pass filtered using 11-year running means.
 Melt anomalies for extreme decadal periods are shown by bars.
 
(b) JJA anomaly in measured global radiation at Davos. Period means are given.


 

 
 
 
 Huss M, Funk M & Ohmura A: Strong Alpine glacier melt in the 1940s due to enhanced solar radiation. Geophysical Research Letters (2009), 36, L23501, doi:10.1029/2009GL040789
 

Hitafar jarðar á umliðnum öldum og þúsöldum... Eitthvað sérstakt að gerast um þessar mundir...?

 

drilling_941284.jpg

 

 

Það er auðvitað mjög áhugavert að skoða hitafarssögu jarðar. Til þess getum við notað gögn frá NOAA sem fengin hafa verði með borunum í Grænlandsjökul.

 

 

 

Nei sko, er ekki hokkíkylfan fræga hér? Takið eftir hve hitastigið hækkar ört á síðustu áratugum. Það virðist byrja að hlýna fyrir árið 1900.  Eru þetta ekki ótvíræð merki um hnatthlýnun af mannavöldum? Svei mér þá...

...En, höfum það í huga að þetta eru mælingar gerðar á ískjörnum. Þess vegna vantar síðustu tæp hundrað árin hægra megin á ferilinn. Ímyndum okkur svo sem rúma hálfa gráðu til viðbótar... Kannski 0,7 +/- 0,2 gráður...  Þetta gildir auðvitað um alla ferlana á þessari síðu. Það breytir þó ekki öllu.

En er ekki hitaskalinn vinstra megin eitthvað undarlegur? Látum okkur sjá, jú hann er eiginlega öfugur...   Auðvitað, nú skil ég. Auðvitað er alltaf frost á Grænlandsjökli og þetta eru mínusgráður, eða þannig...

 

 

Hummm... Nú erum við komin rúmlega 1000 ár aftur í tímann. Hvaða fjall er þetta á þeim tíma sem Ísland byggðist og norrænir menn tóku sér bólfestu á Grænlandi? Nú dámar mér, var hlýrra þá en í dag? Getur það verið?

 Eigum við að prófa að skyggnast lengra aftur í tímann?

 

 

 Nú erum við komin næstum 5000 ár aftur í tímann. Við sjáum hlýindin í dag, fjallið okkar árið 1000, og svo...

Skömmu fyrir Krists burð hefur líka verið vel hlýtt, eiginlega ennþá hlýrra en á landnámsöld, og svo hefur verið einstaklega hlýtt á bronsöld, þ.e. fyrir rúmum 3000 árum. Miklu hlýrra en í dag.

Hvernig má þetta vera. Ég sem hélt að hlýnunin á síðustu áratugum væri einstök, og mér og mínum að kenna!

 

 

 Hvað er nú að gerast? Ferillinn hrapar bratt  lengst til vinstri. Eða, er ekki réttara að segja að hann rísi hratt? Látum okkur sjá, þetta er fyrir um 11.000 árum...   Hvað var að gerast þá?    Jú, nú man ég, þá var 90.000 ára kuldaskeiði að ljúka. Íshellan sem huldi allt Ísland var byrjuð að bráðna.

 

 

 Hérna sjáum við þetta betur.   Brrr...  Sjá skalann á lóðrétta ásnum vinstra megin. Það hefur sko verið kalt! Hlýindin fyrir 1000 árum, 2000 árum, 3000 árum blikna í samanburði við þessa hitasveiflu. Nú dámar mér alveg. Hvar í ósköpunum er hlýnunin mikla sem allir eru að tala um i dag? Hvar? Hún ætti jú að sjást lengst til hægri.... Sækjum stækkurnarglerið góða... 

 

 

Jú, víst hefur verið kalt alla ísöldina miklu... 

 

 

Ísaldir koma og fara með reglulegu millibili. Hlýskeiðin eru yfirleitt örstutt.  Fer ekki að styttast í næstu ísöld? Hvað skyldi vera langt þar til landið okkar hverfur aftur undir ís? Nokkur hundruð ár? Þúsund ár ???

 

Það er svo annað mál, að það er dálítil ónákvæmni að tala um þessar ísaldir, því eiginlega lifum við á hlýskeiði alvöru ísaldar, eða meginísaldar, sem skiptist í um 100.000 ára kuldaskeið og 10.000 ára hlýskeið. Kuldaskeiðin, sem við leyfum okkur að kalla ísaldir, eru því nánast eðlilegt ástand sem varir í kannski milljón ár eða svo.

 

Ættum við ekki að hafa áhyggjur af  virkilegri kólnun sem er næsta víst að verður  einhvern tíman aftur. Stór hluti Evrópu, N-Ameríku og Asíu fer þá aftur undir ís. Það styttist ískyggilega í það.

 

Eftir að hafa skoðað þessar gríðarlegu hitasveiflur á undanförnum öldum og þúsöldum:
Er virkilega eitthvað sérstakt við þá hlýnun sem við höfum upplifað á síðustu áratugum? Hversu lengi munum við njóta hennar?

 --- --- ---

 

Þessum myndum var nappað héðan.


Sjóðheitt: Hvaða læti eru þetta útaf ClimateGate...? Föstudagsvídeó í stríðum straumum í vikulokin...

Hvers vegna eru sumir í myndböndunum hér fyrir neðan svona ótrúlega æstir?  Hvað gengur eiginlega á?

Hér  eru fáein myndbönd frá erlendum fréttamiðlum. Á þeim má sjá að töluvert hefur verið fjallað um ClimateGate málið svokallaða erlendis, en af einhverjum ástæðum nánast ekkert hérlendis.  Ætli Íslendingum sé bara ekki nokk sama um málið og fagni bara dálítilli hlýnun. Ekki veiti okkur af, eða hvað?

Skoðum nokkur sýnishorn. Fyrst smá hamagangur,svo léttmeti og síðan á aðeins skaplegri nótum.

 

 Fyrst smá upphitun. Óttalega getur mönnum verið heitt í hamsi:


 Æsingur í meira lagi hjá Ed Begley Tounge

 

 ...Svo á léttum nótum:


 Söngleikurinn um Michael Mann

(Það er Mann sem gerði sitt besta til af afmá hlýindin miklu fyrir árþúsundi)

 

 

 Glenn Beck fjallar á mannamáli um ClimateGate
og birtir nokkur sýnishorn

 

 

 

Dr. Tim Ball fjallar um innihald tölvupóstana frá sjónarhorni vísindamannsins

 

Að lokum:

 

Vísindamaðurinn sem átti að berja Crying

Hér kemur m.a fram Dr. Pat Michaels sem varð fyrir undarlegri reynslu. 

Í einum tölvupóstanna stendur nefnilega eftirfarandi (sjá hér):


Dear Phil [Jones],

I've known Rick Piltz for many years. He's a good guy. I believe he used
to work with Mike MacCracken at the U.S. Global Change Research Program.

I'm really sorry that you have to go through all this stuff, Phil. Next
time I see Pat Michaels at a scientific meeting, I'll be tempted to beat
the crap out of him. Very tempted.


I'll help you to deal with Michaels and the CEI in any way that I can.
The only reason these guys are going after you is because your work is
of crucial importance - it changed the way the world thinks about human
effects on climate. Your work mattered in the 1980s, and it matters now.

With best wishes,

Ben [Santer]
Pinch

 

 

Satt er það, loftslagsmálin eru sjóðheit! Málið er þó grafalvarlegt, svo ekki veitir af að slá á aðeins léttari strengi...

Þá kemur að spurningunni: "Hvers vegna hefur þetta mál vakið svona litla athygli hérlendis? Hugsum við öll eins og hinn þekkti  Alfred E. Neuman?

 

 images.jpg


 
smile.jpg

 

 

 Njótið helgarinnar!  Don't worry, be happy!


Innbrotið í tölvukerfi Climatic Research Unit í Englandi, og hugsanlegar afleiðingar þess...

 

 
0-nmjnpxft-hacker-d70focus-1.png


Sá fáheyrði atburður gerðist í síðustu viku að brotist var inn í tölvukerfi hinar heimsþekktu loftslagsrannsóknastöðvar Climatic Research Unit (CRU) og gríðarlegu magni af tölvupóstum og fleiri skjölum stolið.

Hugsanlega hefur einhver innanhúss staðið að þessum verknaði, eða þá einhver tölvuhakkari á internetinu, jafnvel í Rússlandi, því þar voru öll gögnin öllum aðgengileg í einhvern tíma.

 

Þetta eru um 150 Mb af gögnum með þúsundum skjala sem virðast vera aðgengileg öllum sem hafa geð í sér að skoða þau, en miðað við netheima undanfarna tvo daga virðast þeir vera allmargir. Gögnin virðast, eftir því sem fram hefur komið, vera ósvikin, en þó er aldrei að vita nema einhverju hafi verið breytt.

Ekki er hægt undir nokkrum kringumstæðum að mæla innbrotum í tölvukerfi annarra bót. Innbrot er alltaf innbrot og stuldur á tölvugögnum er þjófnaður eins og annar þjófnaður. Maður verður alltaf fyrir smá áfalli þegar fréttist af svona málum og fer að velta því fyrir sér hve tölvukerfi geta verið ótryggur geymslustaður. Maður verðu einnig hugsi yfir tilganginum. Getur hugsanlega verið að einhver innanhúss hafi hugsað svipað og "Litli Landsímamaðurinn" á sínum tíma og telji innbrotið því afsakanlegt. Hver sem tilgangurinn er, þá er erfitt að verja hann siðferðislega.

Meðal gagnanna var aragrúi tölvupósta milli vísindamanna undanfarinn áratug eða svo. Nokkur þessara bréfa hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga og verið fjallað um þau m.a. í greinum á vefsíðum og í greinum erlendra blaða. Þar komst undirritaður ekki hjá því að lesa innihald nokkurra þeirra og varð þá aftur brugðið. Eiginlega orðlaus. Maður á ekki að lesa annarra manna póst, en þegar úrdráttur er birtur á svona áberandi hátt og svona víða kemst maður ekki hjá því að lesa eitthvað af því sem þar stendur, þó ógeðfellt sé.

Það virðist nefnilega vera að heimur þessara vísindamanna sér ekki alveg flekklaus. Í þessu smá áfalli sem bloggarinn upplifði kom honum jafnvel augnablik fyrir sjónir sá heimur sem birtist í skáldsögu Michaels Chricton, State of Fear. Auðvitað alls ekki sambærilegt, og þó...

 

Í þessum pistli verður ekkert birt úr þessum bréfum, enda mjög óviðeigandi. Vilji menn lesa ítarlegri umfjöllun þá verða menn því að snúa sér annað, t.d. á þessar vefsíður:

 

DV:  Rannsóknir á hitafarsbreytingum falsaðar.

Vísir: Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega.

Loftslag.is


The Telegraph
   Climategate: the final nail in the coffin of 'Anthropogenic Global Warming'?

BBC
The Guardian
Foxnews
Boston Herald
CBS
Reuters
UPI

AP/ABC
Wall Street Journal

Climate Audit (mirror)

Real Climate
The Reference Frame
Antony Watts

Bishop Hill
...
...

 

Umfjöllun er miklu víðar, enda hlýtur þetta mál að hafa eftirmála. Ekki bara vegna innbrotsins, heldur einnig vegna þess sem komið hefur í ljós úr innihaldi þeirra, samkvæmt því sem lesa má á ofangreindum vefsíðum. Ef mark er takandi á því sem birt hefur verið, þá hafa vinnubrögðin hjá umræddri stofnun ekki alltaf verið til sóma. Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur.

Eiginlega er maður orðlaus yfir þessum ósköpum öllum...  Sjálfsagt verðum við að bíða í nokkra daga þar til rykið sem þessi atburður hefur þyrlað upp hverfur að mestu og menn ná áttum. Þangað til er varlegast að draga ekki of miklar ályktanir. 

 


" Ragnarök - nei ! " Óvenjulegur fyrirlestur Monckton lávarðar í Cambridge. Myndband...

 

 

Það er ekki annað hægt en að dást að umhverfinu í Cambridge þar sem fyrirlestur Moncktons lávarðar, Apocalypse - No,  um loftslagsmál er haldinn. Sjálfsagt eru Bretar sérfræðingar í að skapa svona hátíðlegt umhverfi í gömlum háskólabæ þar sem tradisjónirnar ráða ríkjum.

Myndbandið hefst á ljúfri tónlist þar sem lordinn gengur prúðbúinn milli fagurra bygginga áleiðis að fyrirlestrasalnum...

Í inngangi fyrirlestursins vitnar hann í Thomas Henry Huxley: "The improver of natural knowledge absolutely refuses to acknowledge authority, as such. For him, scepticism is the highest of duties; blind faith the one unpardonable sin."

Þetta er nokkuð langur fyrirlestur, en enginn verður svikinn af því að horfa og hlusta.

 

Góða skemmtun og góða helgi  Wizard

 

 Apocalypse-No    eða     Ragnarök-Nei

 

 Stækka má myndina í fullan skjá með takkanum neðst hægra megin. Smella síðan á F11.

 

Einnig má horfa á myndina hér: http://video.google.com/videoplay?docid=5206383248165214524#

 

Auðvitað mega menn gjarnan segja álit sitt á lávarðinum og fyrirlestri hans, en bloggarinn ætlar að halda sig til hlés og leyfa Monckton að svara fyrir sig, enda er hann vel fær um það...

 

 

P.S.  Vilji einhver hlusta á annan fyrirlestur Moncktons þá er hann hér.

 ---

(Hvað er þetta hér og hér  !!! ???    Manni kemur til hugar State of Fear eftir Crichton).


Fréttir af CLOUD tilrauninni hjá CERN sem fjallar um kenningu Henriks Svensmark um samspil geimgeisla, skýja og hitafars jarðar...

 

Inni í Cloud hylkinu

Séð inn í CLOUD hylkið þar sem tilraun verður gerð til að nota tilbúna "geimgeisla"  til að búa til ský.
(Smellið þrisvar á myndina til að stækka hana).

 

Í nýju fréttablaði CERN frá 13. nóvember eru nokkrar fréttir af tilrauninni. Þar segir m.a:

"CERN is home to lots of experiments and collaborations. CLOUD is an experiment that uses a chamber to study the possible link between cosmic rays and cloud formation. The experiment is based at the Proton Synchrotron; this is the first time a high-energy physics accelerator has been used in the study of atmospheric and climate science. CLOUD's results could greatly modify our understanding of our planet's climate".

 

Sjá einnig greinina Happily CLOUDy hér.

Þar segir meðal annars:

"...Many experiments in the world are currently investigating the factors that may affect the planet’s climate but CLOUD is the only one that makes use of a particle accelerator. “The proton beam that the PS provides is unique because it allows us to adjust the “cosmic ray” intensity. In this way, we can simulate the difference of particle flux in the atmosphere in going from the ground to the outermost layers of the stratosphere (a factor 100 more intense)”, explains Jasper Kirkby, CLOUD’s spokesperson...".

"...Climate change is high up on the agenda of governments and experts worldwide. CLOUD has indeed the ambition to address this question too.

“One of our collaborators from Leeds University in the UK, has developed a ‘global model’ of the cloud processes that can affect the climate”, explains Kirkby. “Using the Leeds model, we will evaluate the climatic significance of any results that we find in CLOUD”".

Fram kemur í viðtalinu hér fyrir neðan, að búast megi við fyrstu niðurstöðum á næsta ári.

 

Í viðtalinu koma fram Jasper Kirkby sem er í forsvari fyrir CLOUD tilrauninni og Markku Kulmala sem er prófessor við Helsinki háskóla og yfirmaður loftslagsvísindadeildarinnar þar.

 


 

 Góða lýsingu Kirkby á tilrauninni er að finna hér.

 

CLOUD tilraunin

 

Eldri pistlar um Henrik Svensmark og kenningar hans:

Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...

Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....

Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband