Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Hvers vegna er hlaupár?
Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.
Hlaupár er það kallað þegar almanaksárið er einum degi lengra en venjulegt ár, þ.e. 366 dagar en ekki 365. Tilgangurinn er að samræma lengd almanaksársins og árstíðaársins, sem ræðst af gangi jarðar um sólu. Almanaksárið er að meðaltali 365 dagar 5 stundir 49 mínútur og 12 sekúndur eftir þessa leiðréttingu.
Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu.
Gregoríanska tímatalið eða "nýi stíll" er kennt við Gregoríus páfa 13. sem innleiddi það í Róm árið 1582.
Heitið hlaupár er talið dregið af því að margir merkisdagar í árinu eftir hlaupársdag hlaupa yfir einn vikudag.
Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. Í Bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson kemur fram að hlaupársdagurinn hjá Rómverjum var ...eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir til var þetta einskonar missiraskiptahátíð og að vissu leyti sambærileg við sumardaginn fyrsta hjá okkur. Munurinn er sá að Rómverjar virðast á ákveðnu skeiði hafa skipt árinu í þrennt. Var gömul venja að rétta tímatalið af með innskotum á þessum tíma, í lok vetrartímabilsins, og því þótti þeim Sesari eðlilegast að hlaupársdagurinn fengi þar inni (bls 520).
Hvernig ætli það sé að vera fæddur á hlaupársdegi og eiga bara afmæli fjórða hvert ár?
Hver er höfundur vísunnar góðu sem allir kunna "Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver..." ?
Næsti hlaupársdagur verður ekki fyrr en árið 2012. Njótum því dagsins í dag vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Tunglmyrkvinn aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar
En hvers vegna er hann rauður? Svarið kemur á óvart: Rauði litur mánans stafar af því að allir morgunroðar og kvöldroðar jarðar lýsa hann upp samtímis ! Rómantískara gæti það ekki verið

Deildarmyrkvi hefst: 1:43
Almyrkvi hefst: 3:01
Miður myrkvi: 3:26
Almyrkva lýkur: 3:51
Deildarmyrkva lýkur: 5:09
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Snögg kólnun jarðar í janúar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Sökktu sólblettir Titanic? Grein á vef NOAA - Bandarísku haf- og loftslags- stofnunarinnar.
Fyrirsögnin hljómar vissulega fáránlega, en eins og allir vita þá sökk Titanic vegna áreksturs við hafís. En hvernig stóð á hafís á þessum suðlægu slóðum? Grein á vef hinnar þekktu rannsóknarstofnunar NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) ber nafnið The Sun-Climate Connection - Did Sunspots Sink the Titanic?
Þar er vísað til þeirrar staðreyndar að hafís var á siglingaleið Titanic á sama tíma og sólblettir voru í lágmarki. Hafís hefur ekki sést þar eftir að virkni sólar fór að aukast og sólblettum að fjölga. Þessi áhugaverða og auðlesna grein er hér.
Greinin hefst á umfjöllun um hlýnun andrúmslofts á síðustu öld, en hlýnumin er talin vera bæði af völdum náttúrunnar og af mannavöldum. Tveim spurningum er varpað fram:
1) Af hve miklu leyti er hlýnunin af mannavöldum?
2) Hvernig hefðu loftslagsbreytingar orðið hefði maðurinn hvergi komið þar nærri?
Til þess að geta svarað fyrri spurningunni verða vísindamenn að hafa svar við seinni spurningunni, segir í greininni.
Þar sem sólin er eini hitagjafi jarðar (fyrir utan jarðhitann sem er hverfandi) er augum beint að breytingum í sólinni. Bent er á að yfir eina 11 ára sólsveiflu breytist heildarútgeislun sólar um aðeins 0,1%, en frá 17. öld um 0,5%. (Nú skulum við hafa í huga að sólin hitar jörðina frá alkuli upp í +15° að meðaltali, eða um tæpar 300°. Lítil breyting í orkustreymi frá sólinni getur því haft allnokkur áhrif á hita lofthjúpsins).
Í greininni kemur einnig fram að þessi 0,1% - 0,5% breyting er miðuð við heildarútgeislun frá sólinni, en miklu meiri breytingar í útgeislun verða í útfjólubláa hluta litrófsins. Þar getur útgeislunin breyst 100 til 1000 falt yfir eina sólsveiflu ! Útfjólubláa ljósið hefur fyrst og fremst áhrif á efstu lög lofthjúpsins. Sjá myndina hér til hliðar, en hún sýnir hvernig ásýnd sólar breytist á sex ára tímabili þegar hún er skoðuð með myndavél sem er næm er fyrir útfjólubláu ljósi.
Þar sem greinin er skrifuð árið 2001 er ekki fjallað um hinar nýju kenningar Henriks Svensmark um samspil breytilegrar virkni sólar, geimgeisla, skýja og þar með hitafars. (Sjá bloggið "Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....")
Í greininni frá NOAA er mynd sem sýnir samsvörun milli fjölda sólbletta og hitastigs á síðustu öld. Samsvörunin er sláandi, eins og sést á myndinni hér til hliðar. Rauði ferillinn er fjöldi sólbletta, en blái ferillinn hitastig við yfirborð jarðar.
Nú, síðan eftir þessa kynningu víkur sögunni aftur að Titanic árið 1912, en eins og kunnugt er rakst skemmtiferðaskipið á ísjaka sem var á siglingaleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Á þessum árum mátti oft sjá ís á þessum suðlægu slóðum, en hann var mjög varasamur skipum, sérstaklega að nóttu til, því skip voru auðvitað ekki með ratsjá á þeim tíma.
Að sjálfsögðu voru það ekki sólblettirnir sem sökktu Titanic, en líklegt er að rekja megi hina köldu veðráttu sem ríkti þegar Titanic rakst á borgarísjakann langt suður í höfum til lítillar virkni sólar, en fáir sólblettir eru einmitt til marks um það. Með hlýnandi loftslagi (og fjölgandi sólblettum) hætti ís reka þangað suðureftir.
Lesendum þessa pistils er eindregið bent á að lesa greinina sem er á vef NOAA hér. Þar er auðvitað fjallað mun betur um málið en í þessari stuttu kynningu.
Krækjur:
The Sun-Climate Connection - Did Sunspots Sink the Titanic?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Bloggað í 10 ár ...

Hvað varð um þessa byggð er ekki ljóst, en vitað er að veðurfar var óvenju hagstætt frá um 1000-1300, en fór þá snögglega kólnandi. Tímabilið sem fór í hönd hefur verið kallað "litla ísöldin" og hafði kólnandi veðurfar áhrif víða um heim næstu aldir. Svo mikill var kuldinn að áin Thames í Englandi var oft ísi lögð.

Töluvert yngri síða: Öldur aldanna (Er jörðin að kólna?)
"The important thing is to not stop questioning." - Albert Einstein
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Ótrúlegt hvað tíminn líður. 50 ár liðin frá geimskoti fyrsta bandaríska gervihnattarins
Nú er hálf öld liðin síðan Bandaríkjamenn skutu upp sínum fyrsta gervihnetti Explorer-1, hinn 31. janúar 1958, fáeinum mánuðum eftir að Sovétmenn skutu upp Sputnik-1, 4. október 1957.
Þessi tvö geimskot fyrir hálfri öld mörkuðu upphaf geimaldar og hafa haft miklu víðtækari áhrif en flesta grunar. Án geimferðakapphlaupsins mikla væri margt öðru vísi en í dag. Atburðurnir höfðu áhrif á stjórnmál, menntamál, vígbúnað og vísindi um allan heim.
Hvernig væri heimurinn án fjarskiptahnatta og veðurtungla? Væru tölvur eins fullkomnar þær eru í dag? Væru til GSM símar? Hvernig væru samgöngur án GPS staðsetningartækja? Væri heilsugæslan eins góð? Væru til hátækni lækningatæki eins og segulómunartæki?
Það er ljós að geimferðakapphlaupið hleypti nýju blóði í rannsóknir, vísindi og vöruþróun. Mjög miklar breytingar urðu á kennsluefni í stærðfræði og eðlisfræði og tóku kennslubækur miklum framförum. Bein og ekki síður óbein áhrif hafa vafalítið verið gríðarlega mikil á flestum sviðum daglegs lífs.
Hér fyrir neðan eru myndbönd sem lýsa þessum atburði vel.
Hvaða áhrif telur þú að þessir atburðir hafi haft á daglegt líf okkar? Lífsgæði, heilsufar, efnahag, ... Fróðlegt væri að fá álit þitt hér.
Áður hefur verið fjallað um Sputnik-1, sjá færsluna "Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október"
Sjá einnig vefsíðuna "Geimskot Frakka á Íslandi 1964 & 1965"
Hér eru síður með samantekt á ýmsu sem óbeint hefur leitt af geimrannsóknunum.
NASA Spinoffs. Bringing Space down to Earth.
JFK Space Center. NASA Spinoffs.
Space Benefits. Bringing Space Down to Earth
The Best of NASA's Spinoffs
Google leit að "NASA spinoffs" skilar 5750 krækjum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2008 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Vestmannaeyjagosið: Fundust smáskjálftar í Eyjum dagana fyrir gos?
Ég var staddur í Vestmannaeyjum dagana fyrir gos og rétt nýfarinn þaðan þegar gosið hófst. Ég varð oft var við titring þessa vikuna og taldi hann vera af eðlilegum ástæðum, en það var ekki fyrr en skömmu eftir gos þegar ég var aftur þar á ferðinni að ég komst að raun um að ástæðan gat ekki verið sú sem mig hafði grunað. Þá kom mér í hug að um smáskjálfta eða gosóróa hefði verið að ræða. Það var svo ekki fyrr en 23. október 2000 að ég sendi Dr. Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi eftirfarandi tölvupóst, en hann var þá forstöðumaður Náttústofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Ég hafði þá skömmu áður hitt Ármann við Geysi og spjallað við hann um óskyld mál. Hér fyrir neðan er hluti úr bréfaskiptum okkar. Svar Ármanns er mjög fróðlegt eins og vænta má.
(Ég vona að Ármann fyrirgefi að ég vitni í bréfaskriftir okkar, en eins og hann segir, þá er gott að fá svona reynslusögur því þær geta komið að gagni síðar. Þess vegna væri gott að fá athugasemdir frá þeim sem kunna að segja frá einhverju í þessum dúr).
Sæll Ármann
...
Ég sá á síðu þinni http://www.nattsud.is áskorun um að segja frá reynslu af eldgosum. Hér er ein stutt:
Ég var í Vestmannaeyjum alla vikuna fyrir gos og fór þaðan tveim dögum áður en ósköpin byrjuðu. Ég var að reyna að koma lagi á fjargæslubúnað vatnsveitunnar, en miðstöðin var staðsett í húsnæði símans og útstöðinn í dælustöðinni uppi á landi. Milli lands og eyja var notað VHF radíósamband.
Miðstöðin var tekin niður eftir að gosið byrjaði og sett aftur upp í kjallara ráðhússins eftir gos, og dvaldist ég þá aðra viku í Eyjum. Magnús var bæjarstjóri fyrir gos og Páll bæjartæknifræðingur.
Það sem mér hefur lengi þótt áhugavert varðandi vikuna fyrir gos er að hugsanlega hef ég orðið var við gosóróa eða smáskjálfta án þess að gera mér grein fyrir því þá.
Ég stóð í nokkra daga fyrir framan skápinn með fjargæslubúnaðinum og var að rekja merkin sem skiluðu sér ekki með sveiflusjá. Annað slagið fann ég titring í gólfinu eins og vél væri í gangi í húsinu. Þetta var mjög greinilegt og veitti ég þessu athygli nokkrum sinnum. Ég dró þá ályktun, að sjálfsagt væri þetta vararafstöð í kjallaranum sem verið væri að prófa, og fannst ósköp eðlilegt að svo væri í símstöð. Eftir að gosið hófst fór þetta að rifjast upp og mér komu í hug smáskjálftar.
Þegar ég kom til Eyja eftir gos og við vorum að setja búnaðinn aftur upp minntist ég á þetta við starfsmann símans. Hann kvað þetta ekki hafa geta verið dieselstöð, þar sem engin dieselrafstöð hefði verið í húsinu. Nú veit ég ekki hvort þetta er rétt hjá honum, en oft síðan hefur mér komið til hugar að þetta gætu hafa verið smáskjálftar og kvikan byrjuð að streyma upp. Ég veit ekki heldur hvort menn hafi orðið varir við þetta á mælum.
Sagan er stutt og kanski ómerkileg :-)
Bestu kveðjur
Ágúst Bjarnason
--- --- ---
Sæll Ágúst og þakka þér fyrir síðast,
....
Saga þín af reynslu fyrir gos í Eyjum er mjög merkileg, einkum fyrir það að þú hefur verið að finna titring allt að viku fyrir gos. Ljóst er að tveim dögum fyrir gos var all mikið um smá kippi hér í Eyjum og gerðust þeir harðari eftir því sem leið nær gosi. Einna stekrastir voru þeir um 2 klst fyrir gos.
Skjálftar sem greindir voru á mælum fyrir gosið voru ávalt taldir eiga uppruna sinn á Torfajökulssvæðinu, en sá galli fylgdi gjöf Njarðar að aðeins voru tveir skjálftamælar í gangi á þessum tíma, skurðpunktar mælanna voru því tveir, annar í Torfajökli og hinn í Eyjum. Vegna þess að Torfajökull er mun virkara svæði en Eyjar var talið að þar ættu sér stað einhver kvikuumbrot. Menn komust að sjálfsögðu að því þegar að fór að gjósa að skjálftarnir tengdust allir Eyjum en ekki Torfajökli.
Það er ávallt gott að fá svona reynslu sögur því þær geta til að mynda gefið okkur von um að með því mælaneti sem uppi er í dag getum við séð fyrir kvikuhreyfingar hér í Eyjum með allt að viku fyrirvara. Fyrirvari eldgosa er þó mismunandi á milli eldstöðva. Þannig er til að mynda Hekla eitt af undrum heims því hún verður ekki skjálftavirk fyrr en nokkrum mínútum fyrir gos.
Bestu kveðjur ...
Ármann.
Eftir 35 ár er mér enn í fersku minni titringurinn sem ég fann fyrir annað slagið, en er ekki ennþá viss um ástæður hans. Fróðlegt væri að frétta hvort fleiri telji sig hafa orðið vara við svipaðan titring og hér er lýst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Gömlu góðu vindstigin.
Margir eiga erfitt með að venja sig við mælieininguna metra á sekúndu (m/s) fyrir vindhraða og líkar best við gömlu góðu vindstigin. Af einhverjum ástæðum skynjar maður miklu betur hvað átt er við með gömlu einingunum en þeim nýju. Ástæðan er líklega sú að vindstigin taka mið af áhrifum vinds á landi og sjó.
Vissulega hefur gamli Beaufort skalinn fyrir vindstig ýmsa ókosti. Hann er ólínulegur og nær ekki nema upp í 12 vindstig, þó svo að menn hafi stundum framlengt hann upp í 14 vindstig eða jafnvel hærra.
Til að tengja saman vindhraða (v) í m/s og vindstig (B) má nota þessa nálgunarformúlu:
v = 0.836 B3/2 m/s
Það sem heillar bloggarann mest varðandi gömlu góðu vindstigin er tengingin við náttúruna. Með því að horfa í kring um sig og gæta að öldum á vatni, hvernig tré hreyfast, fánar blakta, o.s.frv., er hægt að fara nærri um vindstigin. Sjá töfluna hér fyrir neðan.
Gömlu góðu orðin logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, fárviðri heyrast nú sjaldan, en oft er í veðurlýsingum sjónvarps talað um strekkingsvind, hvað sem það nú er. Getur verið að ástæðan sé sú að menn séu hættir að gá til veðurs, heldur láti nægja að sitja inni á kontór og lesa af stafrænum vindhraðamælum?
Mikið væri nú ánægjulegt ef veðurfræðingar notuðu þessar einingar jafnhliða, þ.e. metra á sekúndu og vindstig, eða að minnsta kosti orðin andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi ... og þá samkvæmt hinni gömlu hefð.
Hvað finnst þér? Vindstig, m/s, km/klst eða hnútar, - eða m/s ásamt gömlu orðunum?
Gamli góði skalinn fyrir vindstig er kenndur við Sir Francis Beaufort (1774-1857) sem myndin er af.
Samanburðartafla fyrir vindhraða.
Þumalputtareglur:
Deila með 2 í hnúta til að fá því sem næst m/s.
Deila með 2 í m/s til að fá gróft vindstig. Ónákvæmt þar sem Beaufort skalinn fyrir vindstig er ólínulegur.
Veðurhæð | Meðalvindhraði | Miðgildi meðalvindhraða | |||||
Vindstig | Heiti og lýsing á áhrifum | m/s | km/klst | hnútar | m/s | km/klst | hnútar |
0 | Logn | 0-0,2 | < 1 | < 1 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
1 | Andvari. Vindur hreyfir reyk. Gárur á vatni. | 0,3-1,5 | 1-5 | 1-3 | 0,8 | 3,0 | 1,6 |
2 | Kul. Vindur finnst á húð. Lauf skrjáfa. Litlar smáöldur. | 1,6-3,3 | 6-11 | 4-6 | 2,4 | 8,5 | 4,6 |
3 | Gola. Lauf og smágreinar slást til. Stórar smáöldur. | 3,4-5,4 | 12-19 | 7-10 | 4,3 | 15,6 | 8,5 |
4 | Stinningsgola (blástur). Ryk og laus pappír fýkur til. Litlar greinar hreyfast. Litlar öldur. | 5,5-7,9 | 20-28 | 11-16 | 6,7 | 24,1 | 13,0 |
5 | Kaldi. Minni tré svigna. Miðlungsstórar, langar öldur. Dálítið löður og úði. | 8,0-10,7 | 29-38 | 17-21 | 9,3 | 33,6 | 18,2 |
6 | Stinningskaldi. Stórar greinar hreyfast. Erfitt að nota regnhlíf. Stórar hvítfyssandi öldur og úði. | 10,8-13,8 | 39-49 | 22-27 | 12,3 | 44,2 | 23,9 |
7 | Allhvast. Heil tré hreyfast. Erfitt að ganga móti vindi. Sjór hrannast upp og löðrið myndar rákir. | 13,9-17,1 | 50-61 | 28-33 | 15,5 | 55,7 | 30,1 |
8 | Hvassviðri. Sprek brotna af trjám, Vindurinn tekur í bíla á ferð. Nokkuð háar hvítfyssandi öldur og særok. Löðurrákir. | 17,2-20,7 | 62-74 | 34-40 | 18,9 | 68,1 | 36,8 |
9 | Stormur. Minni skemmdir á mannvirkjum. Háar öldur með þéttu löðri. Ölduhryggir hvolfast. Mikið særok. | 20,8-24,4 | 75-88 | 41-47 | 22,6 | 81,3 | 43,9 |
10 | Rok. Tré rifna upp. Töluverðar skemmdir á mannvirkjum. Mjög háar öldur. Yfirborð sjávar er hvítt og haugasjór. Skyggni minnkar. | 24,5-28,4 | 89-102 | 48-55 | 26,4 | 95,2 | 51,4 |
11 | Ofsaveður. Almennar skemmdir á mannvirkjum. Gríðarlega stórar öldur. | 28,5-32,6 | 103-117 | 56-63 | 30,5 | 109,8 | 59,3 |
12 | Fárviðri. Miklar almennar skemmdir á mannvirkjum. Risaöldur. Loftið fyllist af löðri og úða. Hafið er alveg hvítt. Mjög lítið skyggn | >= 32,7 | >= 118 | >= 64 | ... | ... | ... |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2008 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir
Undanfarna daga hefur verið mikið um norðurljós. Þó höfum við Íslendingar ekki getað notið þeirra eins vel og ísbirnirnir á myndinni. Hér hefur verið frekar skýjað og spáin fyrir vikuna er ekki hagstæð.
Myndin er tekin í þorpinu Salluit, Nunavik í Quebec þar sem aldrei hafa sést ísbirnir. Hvernig stendur á þessum krúttlegu björnum þarna? Eru þetta ísbirnir í orlofi að virða fyrir sér stjörnuhimininn og norðurljósin? Túristabirnir? Þeir virðast allavega kunna vel að meta fegurð norðurljósanna ...
Hvaðan koma birnirnir og hvernig? Jamm... Þetta eru sko alvöru ísbirnir, þ.e. birnir gerðir úr ís og snjó.
Þetta er falleg mynd. Á vefsíðunni www.spaceweather.com er fjöldinn allur af fallegum norðurljósamyndum sem teknar hafa verið undanfarna daga. Norðurljósamyndirnar eru hér.
Í kvöld og annað kvöld má hugsanlega búast við miklum norðurljósum. Ástæðan er mikil kórónugos sem japanski gervihnötturinn Hinode varð var við fyrir nokkrum dögum. Risavaxið gasský stefnir nú á ógnarhraða (um 2.000.000 km á klukkustund) í átt til jarðar og er væntanlegt einmitt núna. Það er því rétt að gjóa augum til himins ef það skyldi rofa til.
Myndin hér til hliðar er frá Hinode og sýnir svæðið þar sem kórónugosið átti sér stað. Nánar um þessa mynd í frétt hér frá 13. janúar.
Norðurljósin séð frá gervihnetti, næstum í rauntíma:

Hér birtist sjálfkrafa ný mynd í hvert sinn sem NOAA POES gervihnötturinn hefur farið yfir norðupólinn. Guli hringurinn er norðurljósin eins og þau sjást frá gervihnettinum.
Takið eftir tímanum efst á myndinni.
Ísland er hægra megin á myndinni. Á myndinni má sjá hvort líkur séu á að norðurljósin séu sýnileg hér á landi. Ný mynd birtist á um 100 mínútna fresti.
Rauða örin bendir á sólina, þ.e. hvar á jörðinni hádegi er.
Nánar hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2008 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Fasteignagjöld hækka óheyrilega milli ára. 14% - 20%
- Fasteignagjöld af miðlungsíbúð í Reykjavík hækka um 14%.
- Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis í Reykjavík hækka um 20%
- Fasteignagjöld af sumarhúsum og sumarhúsalóðum í uppsveitum hækka um 20%
- Þetta er þrefalt meira en hækkanir á almennu verðlagi og launum.
Þannig er þetta víða um land. Álagningaseðlar hafa ekki enn verið bornir út, þannig að fólk er ekki farið að átta sig á þessum ósköpum. Hvað er á seyði? Eru sveitarfélögin alveg úti að aka og gjörsamlega stikkfrí? Þessi hækkun er með öllu óskiljanleg og gjörsamlega út í hött.
Sjá upplýsingar á vef Fasteignamats ríkisins hér.
Ég vona bara að þetta sé tómur misskilningur hjá mér.
Er mig að dreyma, eða er þetta rétt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 768901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði