Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Rafeindahernaður - Electronic Warfare - er raunveruleg ógn við innviði landsins...

 

 Trójuhestur

 
 

Með meiri ógnunum sem steðja að nútímaþjóðfélögum er rafeindahernaður. Er þá ekki átt við tiltölulega meinlausar árásir tölvuhakkara á vefsíður fyrirtækja og stofnana, heldur árásir erlendra leyniþjónusta og jafnvel hryðjuverkasamtaka á innviði þjóðfélagsins, svo sem raforkuver og símakerfi.

Reyndar stendur hugtakið rafeindahernaður, eða "Electronic Warfare",  fyrir töluvert breiðara svið en skemmdaverk og árásir með hjálp tölvuvírusa, Trójuhesta og tölvuorma, þar sem það nær einnig yfir það að trufla radíófjarskipti o.fl. með rafsegulbylgjum. Þetta er dauðans alvara eins og t.d. þessi auglýsing Bandaríkjahers eftir sérfræðingum bendir til.

Hugtakið "Cyber Warfare" nær ef til vill betur yfir það sem þessi pistill fjallar um. Sjá umfjöllun um Cyberwarfare á Wikipedia hér. Mörkin milli Electronic Warfare og Cyber Warfare eru þó ekki skýr.

Hér er eingöngu ætlunin að skoða möguleika á árásum á innviði þjóðfélagsins, svo sem raforkuframleiðslu og dreifingu. Einnig "nýja" gerð af tölvuóværu sem menn eru farnir að óttast, svokallaða kísil-trójuhesta.

Hvað er Trójuhestur og önnur óværa í tölvukerfum? Allir vita væntanlega af hverju myndin er efst á síðunni. Hún er af Trójuhestinum sem Grikkir smíðuðu í Trójustríðinu sem getið er um í grískri goðafræði. Sjá hér.  Trójuhesturinn var risastór tréhestur sem grískir hermenn notuðu til að smygla sér  inn í Tróju. Á svipaðan hátt vinna svokallaðir Trójuhestar í tölvukerfum. Trójuhestar í tölvukerfum eru forrit sem komast inn í tölvukerfin á fölskum forsendum og hægt er að nota til nánast hvers sem er þegar þau eru einu sinni komin inn. Hér er fjallað á íslensku um Trójuhesta, vírusa og orma.

0921-acyberweapon-bushehr-iran-nuclear_full_600.jpgFyrir skömmu var svona Trójuhesti beint að Bushehr kjarnorkuverinu í Íran.  Sumir telja að Ísraelska leyniþjónustan hafi átt þátt í þessu máli, en enginn er viss. Það er þó vitað að þetta var mjög sérhæfð óværa sem beint var að tölvukerfi af þeirri gerð sem mikið er notuð í iðnaði, þ.e. skjákerfi og iðntölvur (SCADA & PLC). Þessi ákveðna óværa, tölvuormur, gengur undir nafninu Stuxnet og er t.d. fjallað um hana hér á vef Symantec. Það fer ekki á milli mála að Stuxnet hefur verið beitt í þeim tilgangi að ráðast á iðnstýringar og má lesa ítarlega skýrslu Symantec hér. Þessi ormur hefur þá náttúru að hann skríður um iðntölvukerfið, breytir forriti þess og felur slóð sína. Sjá einnig frétt um málið hjá Daily Mail.

Eftirfarandi er af fyrstu og síðustu síðum hinnar löngu greinargerðar frá Symantec, en margir þekkja fyrirtækið sem framleiðanda hins þekkta Norton vírusvarnarforrits:

symantec-logo-300dpi.jpgIntroduction
W32.Stuxnet has gained a lot of attention from researchers and media recently. There is good reason for this. Stuxnet is one of the most complex threats we have analyzed....Stuxnet is a threat that was primarily written to target an industrial control system or set of similar systems. Industrial control systems are used in gas pipelines and power plants. Its final goal is to reprogram industrial control systems (ICS) by modifying code on programmable logic controllers (PLCs) to make them work in a manner the attacker intended and to hide those changes from the operator of the equipment....The ultimate goal of Stuxnet is to sabotage that facility by reprogramming programmable logic controllers (PLCs) to operate as the attackers intend them to, most likely out of their specified boundaries.

...
...

Summary
Stuxnet represents the first of many milestones in malicious code history – it is the first to exploit four 0-day vulnerabilities, compromise two digital certificates, and inject code into industrial control systems and hide the code from the operator. Whether Stuxnet will usher in a new generation of malicious code attacks towards real-world infrastructure—overshadowing the vast majority of current attacks affecting more virtual or individual assets—or if it is a once- in-a-decade occurrence remains to be seen.

Stuxnet is of such great complexity—requiring significant resources to develop—that few attackers will be capable of producing a similar threat, to such an extent that we would not expect masses of threats of similar in sophistication to suddenly appear. However, Stuxnet has highlighted direct-attack attempts on critical infrastructure
are possible and not just theory or movie plotlines.

The real-world implications of Stuxnet are beyond any threat we have seen in the past. Despite the exciting challenge in reverse engineering Stuxnet and understanding its purpose, Stuxnet is the type of threat we hope to never see again.

 

 

Nú vita menn ekki hvort það var ásetningur að lama stjórnkerfi kjarnorkuversins, eða að þetta hafi bara verið æfing fyrir eitthvað annað og meira. Það er þó ljóst að þetta atvik hefur sýnt ótvírætt að þessi hætta er raunveruleg. Útilokað er að þarna hafi amatörar eða hakkarar verið að verki, því þeir hafa ekki næga þekkingu á iðntölvum sem vinna á allt annan hátt en hefðbundnar PC tölvur. Þarna er aðferð sem óvinaþjóðir geta notað til að lama orkuver nánast innanfrá með því að eyðileggja taugakerfi þeirra, ef nota má þá samlíkingu. Eða, endurforrrita stjórnkerfi þess þannig að það eyðileggi sjálft sig.

Í Íranska kjarnorkuverinu er talið að smitleiðin hafi verið um USB minnislykil sem einn rússnesku tæknimannanna var með. Hvernig smitið barst á hann er minna vitað um.

-

Hvernig dreifa óværur eins og ormar, vírusar og Trójuhestar sér?

Hugsanlega er algengasta aðferðin að dreifa vírusum með viðhengjum tölvubréfa. Þá aðferð  þekkja flestir. Einnig eru sumar vefsíður vafasamar og geta smitað tölvuna með óværu ef óvarlega er farið og tölvan er ekki með gott nýlega uppfært vírusvarnarforrit. Þetta vita flestir.

cpu.pngÖnnur aðferð til að dreifa svona óværum er öllu óhugnanlegri. Lítið hefur verið fjallað um þessa aðferð, en ljóst er að margir hafa þungar áhyggjur. Þessi óværa gengur stundum undir nafninu Silicon-Trojan eða kísil-Trójuhestur.

Ýmsir íhlutir í tölvubúnað, svo sem örgjörvar, samrásir fyrir netsvissa, skjákort o.m.fl. eru framleiddir í láglaunalöndum hinum megin á hnettinum.  Made in xxx stendur á þessum tölvukubbum eða samrásum (integrated circuit). Þetta eru gríðarlega flóknar rásir með tugþúsundum eða milljónum transistora og oftar en ekki með eigin tölvu og tölvuforrit. Stundum er svona forrit kallað firmware til aðgreiningar frá venjulegum hugbúnaði, eða software.

Þessi forrit sem byggð eru inn í samrásirnar, eða tölvukubbana eins og við köllum þetta oft, geta verið gríðarlega stór og flókin. Hve stór? Jafnvel hundrað þúsund línur af tölvukóða eða meira. Það er því lítið mál að koma fyrir Trójuhesti sem smá viðbót við þennan kóða án þess að nokkur verði þess var. Trójuhesturinn getur síðan innihaldið orma og vírusa sem hægt er að hleypa út í tölvuna með einhverjum lymskulegum aðferðum. Óværan blundar í milljónum tölva um allan heim og bíður þess að kallið komi.

Eitt ímyndað dæmi sem gæti verið raunverulegt um svona samrásir eru kubbarnir sem eru í ADSL beinum sem eru á flestum heimilum og skrifstofum, og tengja saman internetið og innra net heimilisins eða skrifstofunnar. Þar gæti Trójuhestur hæglega verið í fæði og húsnæði og í beinu sambandi við húsbónda sinn einhvers staðar úti í heimi. Þegar húsbóndinn kallar á alheimsnetinu hott-hott allir mínir Trójuhestar rís Trójuhesturinn upp, og úr innyflum hans skríða tölvuormar sem fjölga sér og smita á augabragði allar tölvur á heimilinu, fyrirtækinu... Ekki bara á einu heimili eða fyrirtæki, heldur þúsundum eða milljónum.  Taka jafnvel til við það, eins og í tilviki Stuxnet, að endurforrita stjórnkerfi orkuversins, stóriðjunnar, símstöðvarinnar....  Níðhöggr rumskar og nagar rætur þjóðfélagsins...

Auðvitað gæti þetta verið ímyndun, en tæknin er fyrir hendi og margir óttast að þetta sé veruleikinn.

 

 

nidhoggur.jpg

 Níðhöggr nagar rætur Yggdrasils.

 

Ótrúlegt? Vissulega, en margir hafa af þessu miklar og þungar áhyggjur. Meðal þeirra er Varnarmáladeild áströlsku ríkisstjórnarinnar sem leyft hefur aðgang að skýrslu sem fjallar um þessa hættu.  Sjá Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan á vef Australian Government-Department of Defence. 

 

Í samantekt skýrslunnar stendur:

australian_government.jpgThe Trojan Horse has a venerable if unwelcome history and it is still regardedby many as the primary component in Computer Network Attack.
Trojans have been the direct cause of significant economic loss over the years, and a large industry has grown to counter this insidious threat. To date, Trojans have in the vast majority taken the form of malicious software.
However, more recent times have seen the emergence of what has been dubbed by some as the “Silicon Trojan”; these trojans are embedded at the hardware level and can be designed directly into chips and devices. The complexity of the design of the device or chip in which they are embedded, coupled with the severe difficulty of evaluating increasingly dense, proprietary hardware designs, can make their discovery extremely difficult.
This paper explores the possible effectiveness of a Silicon Trojan, whether they form a credible ongoing threat, and describes possible approaches which can be used as countermeasures.

 Öll skýrslan: Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan

Það að ákveðin tegund iðntölvukerfis hafi orðið fyrir barðinu er einfaldlega vegna þess að þessi tegund hefur verið notuð í orkuverinu sem var skotmark í þetta sinn.

 -

 Vídeó frá Al Jazeera um Cyberwar (apríl 2010):

 


 

 

 troja_brennur_edited-1.jpg

Trója brennur eftir Johann Georg Trautmann (1713-1769)

Trójuhesturinn stendur hægra megin. Vonandi eiga tölvukerfi þjóðfélagsins ekki eftir að lenda í svona hremmingum með hjálp nútíma Trjóuhesta eins og Stuxnet.


 

Vonandi hefur þessi pistill sannfært einhverja um að hefðbundin tölvuinnbrot sem við fréttum af annað slagið eru tiltölulega meinlaus og unnin af sjálfmenntuðum amatörum eða hökkurum. Hætt er við að þessi innbrot og skemmdarverk blikni í samanburði við það sem fjölmargt bendir til að sé í undirbúningi og hafi jafnvel verið reynt hjá leyniþjónustum stórveldanna.  Hugsanlega gætu hryðjuverkasamtök einnig hafa séð sér leik á borði.

Vilji einhver kynna sér málið nánar þá eru fáeinar krækjur hér fyrir neðan. Síðan er auðvelt að finna efni með hjálp Google.

 

 

Wikipedia um Stuxnet

Wikipedia um Cyberwarfare

Pentagon fears trojans, kill switches in foreign-made CPUs

Spy chiefs fear    cyber attack

Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan

Hardware Trojan: Threats and emerging solutions

Jerusalem Post: The Lessons of Stuxnet

Google: Stuxnet  Cyberwarfare  Electronic Warefare    Silicon Trojan  Ghostnet

 


 

 

 

 

 

Stuxnet Takes It Up A Level

October 3, 2010: Cyber War is not new. There have been skirmishes between nation states; Russia used cyber weapons against Estonia in 2007 and Georgia in 2008. However, the appearance of the Stuxnet Worm is an escalation on a level with the introduction of intercontinental ballistic missiles. It has been a wakeup call to the world...
 
Strategy Page
 
 
 
 
"Stuxnet - A working and fearsome prototype of a cyber-weapon that will lead to the creation of a new arms race in the world."  Kaspersky Labs
 
 
Hvað hefði Hómer sagt við svona nútíma Trójuhestum? 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...

human-pylon-human-shape-electricity-transmission-tower-2-600w.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (12/10) var fréttin hér fyrir neðan í Vísi, og á Stöð 2 var viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Í fréttinni kemur fram að eftir um áratug gæti Landsvirkjun farið að greiða okkur eigendunum um 25 milljarða á ári. Það munar um minna.

Ríkissjóði (það er að segja okkur) veitir svo sannarlega ekki af tekjum til að reka skólakerfið, sjúkrahúsin, löggæsluna, ... og styðja við listir og menningu.

Þetta er til viðbótar við það sem áliðnaðurinn skilar nú þegar beint og óbeint í þjóðarbúið.

 

 

Vísir, 12. okt. 2010 18:33

Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug

Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.

Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.

Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.

Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það.

"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.

Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.

Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.

 

 

 

 

Fréttin á Stöð 2

 

 

Samtök iðnaðarins (nóv 2009): Yfirlit yfir áliðnað á Íslandi
mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...

 

 

hathaway ssn blink2007 2010

 

 

Á hreyfimyndinni má sjá samanburð á spá NASA (Dr. David Hathaway)  árið 2007 og 5. október 2010.

NASA spáir nú sólblettatölu 64 sem er sú sama og fyrir 100 árum. Hámarkið spáir Hathaway að verði árið 2013. Sjá hér

Aðrir hafa spáð enn lægri sólblettatölu eða um 48, en svo lág tala hefur ekki sést í um 200 ár. Spár Dr. Hathaway hafa farið lækkandi þannig að ekki er hægt að útiloka að næsta spá hans verði enn lægri en sú sem var að birtast.

Hr. Hathaway má eiga það að hann hefur verið óragur við að breyta spám sínum og gerir ávallt góða grein fyrir forsendununum, óvissunni og því hve lítið við vitum í raun um eðli sólar.

Sumum finnst spá Hathaway vera enn of há. Þar á meðal er David Archibald. Sjá hér. Hann spáir sóllblettatölu 48 og hámarki 2015. Meðal annars vitnar hann í 210 ára De Vries/Suess sólsveifluna. Sjá hér. Fari svo að Archibald hafi rétt fyrir sér, þá verður þetta lægsta sólblettatala síðan um það bil 1810. Sjá hér.

 

Við lifum svo sannarlega á spennandi tímum...

 

 

 

maunderminimum.jpg


 Myndin af sólsveiflum í 400 ár er fengin að láni á vefsíðu NASA hér

 


Ótrúlegir goshverir á Enceladus tungli Satúrnusar...

 

enceladus-600w_1031393.jpg

 

 

Engu líkara er en að göt hafi komið á Enceladus sem er eitt tungla Satúrnusar. Enceladus er um 500km í þvermál og er myndin tekin í sýnilegu ljósi 25 desember 2009 frá Cassini geimfarinu.

Þetta er þó ekki heit hveragufa eins og kemur upp úr jörðinni við Geysi, heldur kalt vatn, eða öllu heldur ískristallar.

Sjá nánar hér og hér.

 

 

6023_14195_1.jpg

 

 

CICLOPS: Cassini Imaging Central Laboratory for OPerationS

 www.ciclops.org

 


Áhyggjur vísindmanna af heilsufari sólar...

 

 

ssn_predict_l_1027400.gif

 

 Myndin er frá síðustu spá NASA um virkni sólar á næstu árum. Spáin er dagsett 3ja september og má lesa hana hér.  Eins og sjá má, þá spáir NASA nú að næsta sólsveifla, sveifla númer 24, muni hafa um helmingi lægri sólblettatölu en sú sem nýliðin er, þ.e. sólsveifla númer 23.

 

Ennþá meiri athygli hefur eftirfarandi þó vakið...

 Á vefsíðu danska blaðsins Ingeniøren, sem margir þekkja, var fyrir fáeinum dögum grein sem nefnist  Solpletterne forsvinder om få år, spår amerikanske forskere.

Smella hér til að sjá greinina.

"Solen er langsomt ved at skrue ned for styrken af sit magnetfelt, viser målinger gennem de seneste ti år. En ekstrapolation tyder på, at solpletterne helt forsvinder om fem-ti år"

stendur í inngangi greinarinnar.

Í greininni er vísað í splunkunýja grein eftir Livingston og Penn. Greinin, sem er erindi sem þeir fluttu nýlega á ráðstefnu Alþjóða stjörnufræðifélagsins, Internationa Astronomical Union - IAU.  mun birtast innan skamms.     Bloggarinn náði í eintak á arXiv.org. Greinina má nálgast með því að smella hér.

Höfundarnir eru enn svartsýnni enn NASA og spá þeirra nær einnig til sólsveiflu 25.

Í samantekt greinarinnar (abstract) stendur meðal annars:

"Independent of the normal solar cycle, a decrease in the sunspot magnetic field
strength has been observed using the Zeeman-split 1564.8nm Fe I spectral line at the
NSO Kitt Peak McMath-Pierce telescope. Corresponding changes in sunspot brightness
and the strength of molecular absorption lines were also seen. This trend was seen to
continue in observations of the first sunspots of the new solar Cycle 24, and extrapolating a linear fit to this trend would lead to only half the number of spots in Cycle 24 compared to Cycle 23, and imply virtually no sunspots in Cycle 25."

Höfundarnir benda vissulega á að þetta séu aðeins vísbendingar byggðar á mælingum. Það þurfi að fara varlega þegar mæliferlar eru framlengdir inn í framtíðina, en vissulega er þetta vísbending sem vert er að veita athygli, sérstaklega þegar spár NASA um næstu sólsveiflu eru nánast í sama dúr.

 

Sjá einnig grein í Science 14 september; Say Goodby to sunspots?  Lesa hér.
Þar stendur m.a.:

"The last solar minimum should have ended last year, but something peculiar has been happening. Although solar minimums normally last about 16 months, the current one has stretched over 26 months—the longest in a century. One reason, according to a paper submitted to the International Astronomical Union Symposium No. 273, an online colloquium, is that the magnetic field strength of sunspots appears to be waning.

Scientists studying sunspots for the past 2 decades have concluded that the magnetic field that triggers their formation has been steadily declining. If the current trend continues, by 2016 the sun’s face may become spotless and remain that way for decades—a phenomenon that in the 17th century coincided with a prolonged period of cooling on Earth".

 --- --- ---

 

 

 

Grein um málið var að birtast í dag á síðunni WUWT:  Sun’s magnetics remain in a funk: sunspots may be on their way out. Smella hér. Þar eru nokkrar myndir og krækjur.

-

Livingston og Penn hafa fjallað um þessi mál áður, en nú virðist sem rannsóknir þeirra veki mun meiri athygli en áður. Í nýju greininni eru uppfærðir ferlar með niðurstöðum nýrra mælinga.

 

Sjá bloggpistilinn sem birtist hér 3ja september 2009 þar sem fjallað er um Livingston og Penn:

Eru sólblettir að hverfa? Þannig er spurt á vefsíðu NASA í dag...

 

Nú er bara að vona að þetta sé ekki fyrirboði um það sem fjallað er um hér Undecided

-

Það er þó rétt að taka það fram í lokin að sólin er við hestaheilsu og því fílhraust, en það er bara spurning hvort hún verði í sólskinsskapi næstu árin.

Svona sveiflur í sólinni eru mjög eðlilegar og koma með reglulegu millibili, en hæðirnar og lægðirnar eru misdjúpar.

Það er vel þekkt að virkni sólar gengur í bylgjum. Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. 
(Ath. að tímarnir sem gefnir eru upp eru eingöngu því sem næst. Þannig er t.d. 11-ára sveiflan í raun á bilinu  9,5 til 13 ár að lengd).

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Grein um Ísland í víðlesnu erlendu tölvublaði: How to kill the datacenter business...

 

Í vefútgáfu víðlesins og mjög þekkts erlends miðils  ZDNet er fjallað um ólukku Íslendinga. Skýrt er frá því hvernig þeir hafa lifað af eldgos, óveður og jarðskjálfta, en nú sé ljóst að enn ein ógnin stafi að Íslendingum, þ.e. þeirra eigin stjórnmálamenn.

Auðvitað er verið að fjalla um gagnaverin sem áttu að koma í stað álveranna. Fjallað er um ákvörðun IBM og fleiri að hætta samstarfi um uppbyggingu stórs gagnavers á Keflavíkurflugvelli...

 

How to kill the datacenter business

By David Chernicoff | September 9, 2010, 11:48am PDT

http://www.zdnet.com/blog/datacenter/how-to-kill-the-datacenter-business/438


Summary

With an environment that lends itself to significant green datacenter potential, Iceland’s dreams of becoming a datacenter mecca seem to have run afoul of the governmental bureaucracy

 

 

 

They survived earth quakes, severe weather, and a volcanic eruption that shut down air travel over a good portion of the planet, but it looks like the big plans of Icelandic datacenter providers may have been shot down by that most insidious of creatures; their own politicians.

With the announcement that IBM, as well as other major players, was postponing their involvement in the large datacenter operation planned for the former military base at Keflavik International Airport the prospects of a relatively rapid ramp up of the Icelandic datacenter operation seemed to be pretty well dampened.  At issue is the fact that the servers in the datacenters are currently subject to the Icelandic VAT and this additional taxation adds a major increase to the costs of setting up a datacenter in Iceland. The decision is apparently in the bureaucratic hands of the Icelandic Ministry of Finance, who has yet to make a decision

In the EU, servers are excluded from VAT so their inclusion in the Icelandic tax model came as a surprise to the potential datacenter facility customers. Due to the fact that the companies using the facility would not be operating on a permanent basis in Iceland, the VAT is non-refundable.  Within the confines of the EU companies can move servers from country to country without incurring a tax penalty under an exclusion in the tax code of the EU covering the free flow of product.

Regardless of the greenness of datacenters based in Iceland, the bottom line for business is the cost of doing business. By adding an unnecessary tax burden to the operation of datacenters in the country, the Icelandic government is throttling the growth of an entire industry sector.  And it’s not as if the government would be getting revenue from this business model if the tax stays in place.  The actions of the major corporations necessary for a successful launch of world-class datacenters makes that abundantly clear.

 

With more than 20 years of published writings about technology, as well as industry stints as everything from a database developer to CTO, David Chernicoff has earned the term "veteran" in the technology world. Currently the principal of an independent consulting business and an active freelance writer, David has most recently been a Senior Contributing Editor for Windows IT Pro magazine, having also been the Lab Director for Windows NT Magazine, Technical Director of PC Week Labs, the author or co-author of a number of books on different versions of Windows, a plethora of eBooks on various technology topics, and of approximately 3000 magazine articles in print and on the web. With more than 20 years of published writings about technology, as well as industry stints as everything from a database developer to CTO, David Chernicoff has earned the term "veteran" in the technology world. Currently the principal of an independent consulting business and an active freelance writer, David has most recently been a Senior Contributing Editor for Windows IT Pro magazine, having also been the Lab Director for Windows NT Magazine, Technical Director of PC Week Labs, the author or co-author of a number of books on different versions of Windows, a plethora of eBooks on various technology topics, and of approximately 3000 magazine articles in print and on the web.

 

 

Verður Íslands óhamingju virkilega allt að vopni?

Nú er nauðsynlegt að hafa snarar hendur. Ef til vill er það þó þegar orðið of seint...

Kannski má bjarga einhverju fyrir horn með því að bregðast við strax í dag.
Á morgun verður það orðið allt of seint...


Norskur prófessor: "Sólin boðar kaldari áratug"...

 

 

Sólsveiflan-spá

 

Þessi pistill fjallar um merkilega grein eftir Jan-Erik Solheim prófessor við Oslóarháskóla, en fyrst örstuttur inngangur:

Hugsanlega muna einhverjir eftir bloggpistlinum Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar? sem birtist hér 30. júní 2008.  Að stofni til var efnið grein sem birtist þá um sumarið í tímaritinu Þjóðmál. Þar birtist meðal annars mynd sem sýnir sambandið milli hitastigs við Armagh stjörnurannsóknarstöðina á Norður-Írlandi og lengd sólsveiflunnar frá 1796 til 1992. Myndin hér fyrir neðan er uppfærð miðað við að lengd síðustu sólsveiflu reyndist verða 12,6 ár, þ.e. henni lauk í desember 2008.

Taki maður sambandið milli lengdar sólsveiflunnar og lofthita trúanlegt, þá má því miður búast við verulegri kólnun á næstu árum. 

 

Armagh-temperature-solarcycle

 

Í pistlinum Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar? stendur við þessa mynd:

 Við stjörnuathugunarstöðina Armagh á Norður-Írlandi hefur lofthiti verið skráður samviskusamlega frá árinu 1796. Hin fræga 11 ára sólblettasveifla nær sjaldnast yfir 11 ár heldur er hún breytileg; hún er frá um 9,5 árum til 12,5 ára. Það er vel þekkt að sólin er virkari en venjulega þegar sólsveiflan er stutt en síður virk þegar hún er löng. Það er einnig vitað að lengd sólsveiflu er vísbending um hve virk næsta sólsveifla verður. Stjörnufræðingar við Armagh teiknuðu upphaflega línuritið en höfundur pistilsins endurteiknaði það. Lóðrétti ásinn er hitastig við Armagh, sá lárétti lengd sólsveiflunnar. Rauða línan er útreiknuð og sýnir eiginlega meðaltal legu punktanna (regression). Hver einstakur punktur á línuritinu sýnir lengd sólsveiflu og meðalhita meðan á næstu sólsveiflu stóð (áratug síðar). Þetta er vegna tregðu lofthjúps jarðar til að svara breytingum frá inngeislun sólar en vegna þess hve sjórinn er mikill varmageymir tekur um áratug þar til breyting í inngeislun skilar sér sem breyting í lofthita. Það fer ekki á milli mála að töluverð fylgni er á milli lengdar sólsveiflunnar og meðalhita næsta áratugar; jafnframt að meðalhiti getur samkvæmt línuritinu lækkað um það bil 1,4°C við það að lengd sólsveiflunnar breytist frá 9,5 árum til 12,5 ára. Það er ekki lítið miðað við að hitastig lofthjúpsins er talið hafa hækkað um 0,7°C síðastliðin 150 ár. Hliðstæðir ferlar hafa verið gerðir sem sýna samsvörun milli meðalhita lofthjúps jarðar og lengdar sólsveiflunnar.

 

(Myndin hér að ofan er frábrugðin myndum  sem Jan-Erik Solheim teiknaði og eru neðst á síðunni  að því leyti að á henni eru vangaveltur um hvort nota megi hana til að meta hver mikil áhrif losun á CO2 hefur á hitastigið. Myndin gæti því verið eins konar mælitæki, þó ekki fyrr en eftir að minnsta kosti áratug).

 

archibald_norway_solar_cover.pngNýlega skrifaði Jan-Erik Solheim prófessor emeritus í stjarneðlisfræði við Oslóarháskóla grein í norska tímaritið Astronomi. Greinina má lesa með því að smella hér. Greinin, sem nefnist Sólin boðar kaldri áratug,  er ekki löng og er auðlesin. Þess vegna verður hér látið nægja að skrifa örstutta kynningu á efni hennar.

Það sem Jan-Erik Solheim hefur gert er að teikna ferla eins og sést hér fyrir ofan fyrir 10 mismunandi staði í Noregi. Niðurstöðuna má sjá á stóru myndinni hér fyrir neðan. Hann hefur einnig teiknað inn ellipsu sem sýnir líklega legu næsta punkts, en hringurinn efst til vinstri táknar ástandið meðan á síðasta sólblettatímabili (#23) stóð.

Takið eftir að á öllum ferlunum, bæði þeim sem er hér fyrir ofan, og þeim sem eru neðst á síðunni, er verið  að bera saman hitastigið um áratug eftir mælingu á lengd sólsveiflunnar, eins og fram kemur í skýringunum undir myndinni hér að ofan. Reyni maður að teikna svona ferla fyrir hitastigið sem mælist meðan á ákveðinni sólsveiflu stendur, þá kemur lítil samsvörun fram. Það er af þessum sökum sem við verðum að bíða í áratug til að komast að raun um hvort spáin reynist rétt, og njóta hlýindanna á meðan.

Við sjáum á myndinni, að ef ekki kemur annað til, svosem hlýnun af völdum losunar manna á CO2, þá stefnir í verulega kólnun. Það er auðvitað ef þetta er ekki allt saman einhver merkileg tilviljun.

Þetta er ekki nein smá lækkun hitastigs sem ferlarnir benda til. Lækkunin er svipuð og  spáð var fyrir um í greininni Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?, en þar var spáð 1,4 gráðu lækkun miðað við hitastigið á Norður-Írlandi. Þetta er um það bil tvöföld sú hækkun sem mælst hefur síðastliðna öld.

Gangi þessi spá eftir, þá erum við í mjög vondum málum.  Við verðum því að vona að hún rætist ekki, en eins og Jan-Erik Solheim bendir á í grein sinni, þá getur hver og einn auðveldlega teiknað svona feril með hjálp töflunnar um lengd sólsveiflunnar sem fylgir greininni, og einhverjum langtímahitaferli. Fróðlegt væri ef einhver prófaði að teika svona feril fyrir hitastigið á Stykkishólmi, en það er lengsti samfelldi hitaferill á Íslandi.

Vonandi gengur þessi spá ekki eftir.  Vonandi mun haldast vel hlýtt eins og undanfarinn áratug. Við getum ekki annað en vonað, því kólnun er miklu verri en hlýnun Pinch.


Menn hafa ekki hugmynd um hvernig á þessari samsvörun stendur. Kannski bara furðuleg tilviljun. 
Jan-Erik Solheim minnist á hugsanlega skýringu í lok greinar sinnar.

 

Vonandi á þessi ljóta spá ekki eftir að rætast.  Hafi losun manna á CO2 veruleg áhrif á hitafar, þá gæti hitalækkunin orðið minni. Kannski engin. - Nú, ef til vill er þetta bara tilviljun. 

 

Enn og aftur: Orsakasamhengið þekkja menn ekki. Suma grunar kannski eitthvað, en ekkert hefur verið staðfest. Þess vegna skulum við bíða róleg og sjá til. Við getum nefnilega ekkert annað.

 

archibald_norway_solar.png

"Rauðu punktarnir sýna mælt hitastig á 10 stöðum í Noregi (meðaltal yfir heila sólsveiflu, Y-ásinn), og  lengd næstu sólsveiflu þar á undan (X-ásinn). Svarta ellipsan sýnir meðalhitastigið sem búast má við næstu 11 ár, en hitastigið meðan á sólsveiflu 23 (1996-2008) stóð er teiknað með hring".

 

 

 

 

Lesið greinina: Solen varsler et kaldere tiår.

Bloggpistill frá 30. júní 2010: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarsólstöður & New Scientist: "What's wrong with the sun?"...

 

 

magnetic_clean2_prev.jpg

 

 

 

"What's wrong with the sun?" nefnist áhugaverð grein í nýjasta hefti New Scientist. Þó það sé tæplega hægt að ræða um að eitthvað rangt sé við sólina um þessar mundir, þá er ljóst að hegðun hennar er óvenjuleg. Þannig hagar hún sér samt annað slagið, ef til vill einu sinni á öld eða svo.

Í tilefni þess að í dag eru sumarsólstöður er ekki úr vegi að beina huganum að okkar fallegu stjörnu sem veitir okkur birtu og yl. Greinin hér fyrir neðan er eftir Stuart Clark, en bók eftir hann kemur við sögu í bloggpistlinum Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

sunspot_1002266.gifAuðvitað eru engin bein tengsl milli sumarsólstaða og þessarar greinar, en í greininni fjallar höfundurinn um  þá staðreynd að virkni sólar hefur fallið verulega á undanförnum mánuðum, frá því að vera óvenju virk í það að vera óvenju löt. Hún lenti í óvenju langvarandi lægð eftir sólsveiflu númer 23 og eitthvað virðist hún eiga erfitt með að byrja almennilega á sólsveiflu númer 24. Þessi breyting sem kom flestum vísindamönnum á óvart er að sumu leyti kærkomin því hún auðveldar mönnum að öðlast betri skilning á tengslunum milli jarðar og sólar. Ekki er þó alveg víst að við Íslendingar verðum ánægðir með þessa breytingu ef hún kemur til með að standa í áratugi og hefur í för með sér kólnandi veðurfar eins og Stuart Clark minnist á.  Það á þó eftir að koma í ljós...    Myndin hér til hliðar sýnir þróun sólblettatölunnar undanfarin ár þar til í dag. Stækka má mynd til að sjá betur.

Afrit af þessar grein hafa birst víða og er því vonandi óhætt að birta hana hér. Greinin er mjög auðlesin og ætluð almenningi. (Litbreytingar o.fl.  eru bloggarans).

(Nenni einhver ekki að lesa allan textann, þá má alltaf skoða myndböndin Smile )

Gefum Dr. Stuart Clark stjarneðlisfræðingi  orðið:

 

 

 

20100612.jpgSunspots come and go, but recently they have mostly gone. For centuries, astronomers have recorded when these dark blemishes on the solar surface emerge, only for them to fade away again after a few days, weeks or months. Thanks to their efforts, we know that sunspot numbers ebb and flow in cycles lasting about 11 years.

But for the past two years, the sunspots have mostly been missing. Their absence, the most prolonged for nearly a hundred years, has taken even seasoned sun watchers by surprise. "This is solar behaviour we haven't seen in living memory," says David Hathaway, a physicist at NASA's Marshall Space Flight Center in Huntsville, Alabama.

The sun is under scrutiny as never before thanks to an armada of space telescopes. The results they beam back are portraying our nearest star, and its influence on Earth, in a new light. Sunspots and other clues indicate that the sun's magnetic activity is diminishing, and that the sun may even be shrinking. Together the results hint that something profound is happening inside the sun. The big question is what?
 
 
The stakes have never been higher. Groups of sunspots forewarn of gigantic solar storms that can unleash a billion times more energy than an atomic bomb. Fears that these giant solar eruptions could create havoc on EarthMovie
 
Camera, and disputes over the sun's role in climate change, are adding urgency to these studies. When NASA and the European Space Agency launched the Solar and Heliospheric Observatory almost 15 years ago, "understanding the solar cycle was not one of its scientific objectives", says Bernhard Fleck, the mission's project scientist. "Now it is one of the key questions."
 
 
 Myndband sem fylgir greininni í New Scientist
 
 
 
Sun behaving badly

Sunspots are windows into the sun's magnetic soul. They form where giant loops of magnetism, generated deep inside the sun, well up and burst through the surface, leading to a localised drop in temperature which we see as a dark patch. Any changes in sunspot numbers reflect changes inside the sun. "During this transition, the sun is giving us a real glimpse into its interior," says Hathaway.

When sunspot numbers drop at the end of each 11-year cycle, solar storms die down and all becomes much calmer. This "solar minimum" doesn't last long. Within a year, the spots and storms begin to build towards a new crescendo, the next solar maximum.

What's special about this latest dip is that the sun is having trouble starting the next solar cycle. The sun began to calm down in late 2007, so no one expected many sunspots in 2008. But computer models predicted that when the spots did return, they would do so in force. Hathaway was reported as thinking the next solar cycle would be a ";;doozy";;: more sunspots, more solar storms and more energy blasted into space. Others predicted that it would be the most active solar cycle on record. The trouble was, no one told the sun.

The first sign that the prediction was wrong came when 2008 turned out to be even calmer than expected. That year, the sun was spot-free 73 per cent of the time, an extreme dip even for a solar minimum. Only the minimum of 1913 was more pronounced, with 85 per cent of that year clear.


As 2009 arrived, solar physicists looked for some action. They didn't get it. The sun continued to languish until mid-December, when the largest group of sunspots to emerge for several years appeared. Finally, a return to normal? Not really.

Even with the solar cycle finally under way again, the number of sunspots has so far been well below expectations. Something appears to have changed inside the sun, something the models did not predict. But what?

The flood of observations from space and ground-based telescopes suggests that the answer lies in the behaviour of two vast conveyor belts of gas that endlessly cycle material and magnetism through the sun's interior and out across the surface. On average it takes 40 years for the conveyor belts to complete a circuit.

 
 
27640801.jpg
 
© New Scientist
 
When Hathaway's team looked over the observations to find out where their models had gone wrong, they noticed that the conveyor-belt flows of gas across the sun's surface have been speeding up since 2004.

The circulation deep within the sun tells a different story. Rachel Howe and Frank Hill of the National Solar Observatory in Tucson, Arizona, have used observations of surface disturbances, caused by the solar equivalent of seismic waves, to infer what conditions are like within the sun. Analysing data from 2009, they found that while the surface flows had sped up, the internal ones had slowed to a crawl.

These findings have thrown our best computer models of the sun into disarray. "It is certainly challenging our theories," says Hathaway, "but that's kinda nice."

It is not just our understanding of the sun that stands to benefit from this work. The extent to which changes in the sun's activity can affect our climate is of paramount concern. It is also highly controversial. There are those who seek to prove that the solar variability is the major cause of climate change, an idea that would let humans and their greenhouse gases off the hook. Others are equally evangelical in their assertions that the sun plays only a minuscule role in climate change.

If this dispute could be resolved by an experiment, the obvious strategy would be to see what happens when you switch off one potential cause of climate change and leave the other alone. The extended collapse in solar activity these past two years may be precisely the right sort of test, in that it has significantly changed the amount of solar radiation bombarding our planet. "As a natural experiment, this is the very best thing to happen," says Joanna Haigh, a climatologist at Imperial College London. " Now we have to see how the Earth responds."

 
The climate link

Mike Lockwood at the University of Reading, UK, may already have identified one response - the unusually frigid European winter of 2009/10. He has studied records covering data stretching back to 1650, and found that severe European winters are much more likely during periods of low solar activity (New Scientist, 17 April, p 6). This fits an emerging picture of solar activity giving rise to a small change in the global climate overall, yet large regional effects.

Another example is the Maunder minimum, the period from 1645 to 1715 during which sunspots virtually disappeared and solar activity plummeted. If a similar spell of solar inactivity were to begin now and continue until 2100, it would mitigate any temperature rise through global warming by 0.3 °C on average, according to calculations by Georg Feulner and Stefan Rahmstorf of the Potsdam Institute for Climate Impact Research in Germany. However, something amplified the impact of the Maunder minimum on northern Europe, ushering in a period known as the Little Ice Age, when colder than average winters became more prevalent and the average temperature in Europe appeared to drop by between 1 and 2 °C.

A corresponding boost appears to be associated with peaks in solar output. In 2008, Judith Lean of the Naval Research Laboratory in Washington DC published a study showing that high solar activity has a disproportionate warming influence on northern Europe (Geophysical Research Letters, vol 35, p L18701).

So why does solar activity have these effects? Modellers may already be onto the answer. Since 2003, spaceborne instruments have been measuring the intensity of the sun's output at various wavelengths and looking for correlations with solar activity. The results point to the sun's emissions of ultraviolet light. "The ultraviolet is varying much, much, much more than we expected," says Lockwood.

Ultraviolet light is strongly linked to solar activity: solar flares shine brightly in the ultraviolet, and it helps carry the explosive energy of the flares away into space. It could be particularly significant for the Earth's climate as ultraviolet light is absorbed by the ozone layer in the stratosphere, the region of atmosphere that sits directly above the weather-bearing troposphere.

More ultraviolet light reaching the stratosphere means more ozone is formed. And more ozone leads to the stratosphere absorbing more ultraviolet light. So in times of heightened solar activity, the stratosphere heats up and this influences the winds in that layer. "The heat input into the stratosphere is much more variable than we thought," says Lockwood.

Enhanced heating of the stratosphere could be behind the heightened effects felt by Europe of changes in solar activity. Back in 1996, Haigh showed that the temperature of the stratosphere influences the passage of the jet stream, the high-altitude river of air passing from west to east across Europe.

Lockwood's latest study shows that when solar activity is low, the jet stream becomes liable to break up into giant meanders that block warm westerly winds from reaching Europe, allowing Arctic winds from Siberia to dominate Europe's weather.

The lesson for climate research is clear. "There are so many weather stations in Europe that, if we are not careful, these solar effects could influence our global averages," says Lockwood. In other words, our understanding of global climate change could be skewed by not taking into account solar effects on European weather.

Just as one mystery begins to clear, another beckons. Since its launch 15 years ago, the SOHO spacecraft has watched two solar minimums, one complete solar cycle, and parts of two other cycles - the one that ended in 1996 and the one that is just stirring. For all that time its VIRGO instrument has been measuring the total solar irradiance (TSI), the energy emitted by the sun. Its measurements can be stitched together with results from earlier missions to provide a 30-year record of the sun's energy output. What this shows is that during the latest solar minimum, the sun's output was 0.015 per cent lower than during the previous lull. It might not sound like much, but it is a hugely significant result.

We used to think that the sun's output was unwavering. That view began to change following the launch in 1980 of NASA's Solar Maximum Mission. Its observations show that the amount of energy the sun puts out varies by around 0.1 per cent over a period of days or weeks over a solar cycle.

 
Shrinking star

mg20627640_800-1_300.jpgDespite this variation, the TSI has dipped to the same level during the three previous solar minima. Not so during this recent elongated minimum. Although the observed drop is small, the fact that it has happened at all is unprecedented. "This is the first time we have measured a long-term trend in the total solar irradiance," says Claus Fröhlich of the World Radiation Centre in Davos, Switzerland, and lead investigator for the VIRGO instrument.

If the sun's energy output is changing, then its temperature must be fluctuating too. While solar flares can heat up the gas at the surface, changes in the sun's core would have a more important influence on temperature, though calculations show it can take hundreds of thousands of years for the effects to percolate out to the surface. Whatever the mechanism, the cooler the surface, the less energy there is to "puff up" the sun. The upshot of any dip in the sun's output is that the sun should also be shrinking.

Observations suggest that it is - though we needn't fear a catastrophe like that depicted in the movie Sunshine just yet. Back in the 17th century French astronomer Jean Picard made his mark by measuring the sun's diameter. His observations were carried out during the Maunder minimum, and he obtained a result larger than modern measurements. Was this simply because of an error on Picard's part, or could the sun genuinely have shrunk since then? "There has been a lot of animated discussion, and the problem is not yet solved," says Gérard Thuillier of the Pierre and Marie Curie University in Paris, France.

Observations with ground-based telescopes are not precise enough to resolve the question, due to the distorting effect of Earth's atmosphere. So the French space agency has designed a mission, aptly named Picard, to return precise measurements of the sun's diameter and look for changes.

Frustratingly the launch, on a Russian Dnepr rocket, is mired in a political disagreement between Russia and neighbouring Kazakhstan. Until the dispute is resolved, the spacecraft must wait. Every day of delay means valuable data being missed as the sun takes steps, however faltering, into the next cycle of activity. "We need to launch now," says Thuillier.

What the sun will do next is beyond our ability to predict. Most astronomers think that the solar cycle will proceed, but at significantly depressed levels of activity similar to those last seen in the 19th century. However, there is also evidence that the sun is inexorably losing its ability to produce sunspots. By 2015, they could be gone altogether, plunging us into a new Maunder minimum - and perhaps a new Little Ice Age.

Of course, solar activity is just one natural source of climate variability. Volcanic eruptions are another, spewing gas and dust into the atmosphere. Nevertheless, it remains crucial to understand the precise changeability of the sun, and the way it influences the various regional patterns of weather on Earth. Climate scientists will then be able to correct for these effects, not just in interpreting modern measurements but also when attempting to reconstruct the climate stretching back centuries. It is only by doing so that we can reach an unassailable consensus about the sun's true level of influence on the Earth and its climate.

 
The sunspot forecast

Although sunspots are making a belated comeback after the protracted solar minimum, the signs are that all is not well. For decades, William Livingston at the National Solar Observatory in Tucson, Arizona, has been measuring the strength of the magnetic fields which puncture the sun's surface and cause the spots to develop. Last year, he and colleague Matt Penn pointed out that the average strength of sunspot magnetic fields has been sliding dramatically since 1995.

If the trend continues, in just five years the field will have slipped below the threshold magnetic field needed for sunspots to form.

How likely is this to happen? Mike Lockwood at the University of Reading, UK, has scoured historical data to look for similar periods of solar inactivity, which show up as increases in the occurrence of certain isotopes in ice cores and tree rings. He found 24 such instances in the last few thousand years. On two of those occasions, sunspots all but disappeared for decades. Lockwood puts the chance of this happening now at just 8 per cent.

Only on one occasion did the sunspot number bounce back to record levels. In the majority of cases, the sun continued producing spots albeit at significantly depressed levels. It seems that the sunspot bonanza of last century is over.

Stuart Clark's latest book is The Sun Kings (Princeton). He blogs at stuartclark.com

 

 

 

 

Úrklippa úr mynd National Geographic Storm Worlds - Cosmic Fire. Sjá hér.

 

Sjá nánar á vefsíðu Stuart Clark. Þar eru athyglisverðar videóklippur úr þætti
National Geographic um sólgos. www.stuartclark.com



Pistill frá janúar 2009:
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...


Er hnatthlýnunin ógurlega bara hjóm eitt...?

 

 

smiling-sun_997222.gif

 

 

Hve mikil er hækkun hitastigs frá síðustu árum Litlu ísaldarinnar?

Meðalhiti jarðar er um 15 gráður. Svipað og dæmigerður sumardagur á Íslandi. Hitamælirinn merkilegi hér fyrir neðan gæti verið að sýna hækkun hitastigs lofthjúps jarðar frá 1860 til dagsins í dag. Svarið við spuringunni má finna með því að lesa af þessum sannkallaða töframæli.

 

Er þessi hækkun mikil eða lítil?   Það fer eftir því hvernig á málið er litið. Um það deila menn endalaust og hitnar þá oft hressilega í hamsi. Hlýnunin kann að virðast lítil í samanburði við sumt, en mikil miðað við annað. Er hlýnunin bara hjóm eitt?  Þannig er spurt í fyrirsögn pistilsins.  Því kann bloggarinn ekki svar við. Látum svarið því liggja milli hluta.  Það er svo annað mál, að hér á landi hefur hækkun hitastigs, þó lítil sé, haft mjög jákvæð áhrif á gróðurfar. Það er óumdeilt.

 

Hvernig stendur á þessari breytingu í hitastigi, þ.e. um 0,8 gráður á 150 árum?

Ekki veit bloggarinn það.   Helmingur hækkunarinnar gæti stafað af völdum náttúrulegra breytinga og helmingur vegna losunar manna á koltvísýringi.  Hugtakið "helmingur" er hér mjög loðið og gæti þýtt nánast hvað sem er.    Látum það svar nægja.


Takið eftir því að mælirinn hér fyrir neðan sýnir ýmist meðalhita dagsins í dag og meðalhitann fyrir 150 árum. Þetta er óneitanlega merkilegur mælir sem sýnir okkur hve mikil þessi breyting er miðað við eitthvað sem við skiljum betur er einhverjar torskiljanlegar kúrfur og ferla...

 

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/global-warming-thermometer--50_996980.gif

 
Hækkun lofthita jarðar undanfarin 150 ár er um 0,7 til 0,8 gráður.

Meðalhiti lofthjúpsins er um 15 gráður.

Hreyfimyndin sýnir þessa breytingu síðastliðinna 150 ára.

 

Finnst einhverjum þessi breyting sem fram kemur á hitamælinum hér fyrir ofan vera ótrúlega lítil?     Ef svo er, þá er rétt að taka fram stækkunarglerið og skoða myndina hér fyrir neðan, en hún er frá IPCC. Takið sérstaklega eftir lóðrétta ásnum hægra megin og berið hann saman við hitamælinn góða hér fyrir ofan:

 

hnatthlynun-umhverfisraduneytid-2008.jpg

 

Hér sést sama hækkun undanfarinna 150 ára.
Eiginlega virðist þetta miklu meiri hækkun en á hitamælinum.
Samt er þetta sama hækkun um því sem næst 0,8°C.


Maður verður að gæta þess vel að láta svona útþanda hitaferla ekki villa sér sýn, en hætt er við að mörgum finnist þeir ógnvekjandi. Átta sig ekki á hve sviðið á lóðrétta ásnum er lítið.

(Einhver hugsar: Það er engu líkara en mýfluga hafi orðið að úlfalda, eða þannig...  Og svo hefur einhver verið að leggja einhverja planka á myndina, og gætt þess vandlega að láta þá byrja í lægðum svo hallinn virðist enn meiri. Uss... svona hugsa menn ekki. Þetta eru jú verk til þess gerðra vísidamanna sem kunna til verka...).

Myndin er upphaflega úr skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), en þessi útgáfa var fengin að láni úr  Skýrslu vísindanefndar um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - Umhverfisráðuneytið 2008. Stækka má mynd með því að smella nokkrum sinnum á hana.

 

Við gætum haldið áfram að spyrja: Hvers vegna var svona hlýtt á Steinöld? Hvers vegna kólnaði þá aftur? Hvers vegna var svona hlýtt á Rómverskum tíma? Hvers vegna kólnaði aftur eftir það? Hvers vegna var svona hlýtt á Landnámsöld? Hvers vegna var svona óttalega kalt á Litlu ísöld? Hvers vegna er svona notalega hlýtt nú? Síðasta spurningin er auðveld. Það er nefnilega samdóma álit vísindamanna að það sé mannfóklinu að kenna. Á fínni útlensku kallast það scientific concensus.  Það er þó ekki álit allra, því sumir óttast að það muni kólna aftur innan skamms. Af gömlum vana náttúrunnar...  Er það ekki óþarfa ótti? Um það má þó ekki ræða upphátt og því skulum við þegja núna...  Annars koma einhverjir og slá á putta okkar óvitanna í athugasemdunum hér á eftir...   Hverjir skyldu þessir einhverjir vera...   Er það kannski Jón Narr? Varla... Hverjir þá? 

 

Ítarefni:

Litla ísöldin   -   veðurfar á spjöldum sögunnar
Erla Dóra Vogler

 

 

magnifying-glass.gif

Er það ekki annars dálítð merkilegt hve smávægileg breyting í lofthita jarðar
getur valdið  miklum hita í umræðum og skrifum manna?
Það er örugglega verðugt og styrkhæft rannsóknarefni...

 

 

Sett á vefinn laugardaginn 5. júní Anno Domini 2010 klukkan 08:20


Um hlýindin á miðöldum -- Gagnvirkt heimskort...

 

 

 

Með því að smella hér er hægt að opna "lifandi" útgáfu af þessari merkilegu mynd sem lætur lítið yfir sér. Á gagnvirka heimskortinu sem opnast er fjöldi rauðra punkta og lítið línurit tengt hverjum punkti. Línuritið sýnir hitaferil fyrir viðkomandi stað, og þar má sjá hvernig hitastigið var líklega fyrir árþúsundi eða lengur. Prófið að láta músarbendilinn svífa yfir kortinu.

Ef smellt er á einhvern punktanna opnast ný síða þar sem sjá má ágrip viðkomandi vísindagreinar og tilvísun í hvar hún hefur birst. Það er því hægt að nálgast frumheimildir. Jafnvel má nálgast þær beint með viðeigandi krækju.

Kosturinn við þessa framsetningu er að auðveldara er að fá einhverja hugmynd um hvort hlýindin á miðöldum hafi verið hnattrænt fyrirbæri eða ekki, og hvort álíka hlýtt hafi verið þá og nú. 

 

Á vefsíðunni CO2 Science.org er í gangi verkefni þar sem fjallað er um fjölda svona fræðigreina eftir 827 vísindamenn hjá 491 rannsóknarstofn í 43 löndum. Aðeins hluti þeirra kemur fram á kortinu hér að ofan, en flestar sjást á þessu korti sem einnig er gagnvirkt. Með því að skruna inn á Ísland þar má finna 8 rannsóknir.  Um verkefnið  Medieval Warm Period Project má einnig lesa í þessum bloggpistli: Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 

Þessi pistill fjallar eingöngu um það sem gerðist á síðustu árþúsundum, en ekki um það sem gæti verið í vændum. Hann fjallar því alls ekki um loftslagsmál nútímans. Höfum þó í huga orð Einars Benediktssonar í Aldamótaljóði hans sem gætu (með smá útúrsnúningi) átt við: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sjest ei hvað er nýtt...

Höfum einnig í huga að eingöngu er um að ræða óbeinar mælingar (proxy) á hitastigi sem gefa okkur frekar ónákvæma mynd af hitafarinu, því hitamælar voru ekki fundnir upp fyrr en á 17. öld. Ef aftur á móti mörgum ferlum, þar sem mismunandi og óháðar aðferðir eru notaðar, ber nokkurn vegin saman, eykst tiltrú okkar á að heildarmyndin sem við sjáum sé rétt. Með þetta í huga er fróðlegt að skoða hvað rannsóknir vísindamanna gefa til kynna. 

Í  pistlinum er engin afstaða tekin til þess hve réttar niðurstöður þessara vísindamanna eru, en bent skal á að stór hluti rannóknagreinarnnna er ritrýndur (peer review, jafningjarýni) og því væntanlega vandaður.

 

 

Dæmi til að sjá hvernig þetta virkar:

Ef við smellum á einn punktanna við Ísland þá birtist t.d. svona vefsíða um rannsóknir í Stóra Viðarvatni:

 (Prófið líka að smella á "Link to Paper",  "Full Text"   og CO2-Science lógóið hér fyrir neðan).

 

 
 

 

Climate of the Little Ice Age and the past 2000 years in northeast Iceland inferred from chironomids and other lake sediment proxies

Axford, Y., Geirsdottir, A., Miller, G.H. and Langdon, P.G. 2009; Journal of Paleolimnology 41: 7-24

Abstract

A sedimentary record from lake Stora Viðarvatn in northeast Iceland records environmental changes over the past 2000 years. Downcore data include chironomid (Diptera: Chironomidae) assemblage data and total organic carbon, nitrogen, and biogenic silica content. Sample scores from detrended correspondence analysis (DCA) of chironomid assemblage data are well correlated with measured temperatures at Stykkishólmur over the 170 year instrumental record, indicating that chironomid assemblages at Stora Viðarvatn have responded sensitively to past temperature changes. DCA scores appear to be useful for quantitatively inferring past temperatures at this site. In contrast, a quantitative chironomid-temperature transfer function developed for northwestern Iceland does a relatively poor job of reconstructing temperature shifts, possibly due to the lake’s large size and depth relative to the calibration sites or to the limited resolution of the subfossil taxonomy. The pre-instrumental climate history inferred from chironomids and other paleolimnological proxies is supported by prior inferences from historical documents, glacier reconstructions, and paleoceanographic studies. Much of the first millennium AD was relatively warm, with temperatures comparable to warm decades of the twentieth century. Temperatures during parts of the tenth and eleventh centuries AD may have been comparably warm. Biogenic silica concentrations declined, carbon:nitrogen ratios increased, and some chironomid taxa disappeared from the lake between the thirteenth and nineteenth centuries, recording the decline of temperatures into the Little Ice Age, increasing soil erosion, and declining lake productivity. All the proxy reconstructions indicate that the most severe Little Ice Age conditions occurred during the eighteenth and nineteenth centuries, a period historically associated with maximum sea-ice and glacier extent around Iceland.

 

 



 

 Bloggpistill:  Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 Vefsíðan CO2 Science

 Annað gagnvirkt kort á síðunni Medieval Warm Period Project.


 
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 762203

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband