Fćrsluflokkur: Tölvur og tćkni

NASA: Minnsta sólsveifla í 200 ár...

 

Solar-Prediction-NASA-April-2011 copy

Í nýrri spá á vefsíđu NASA um ţróun sólsveiflunnar má lesa eftirfarandi:


"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed sunspot number maximum of about 62 in July of 2013. We are currently over two years into Cycle 24.

The predicted size would make this the smallest sunspot cycle in nearly 200 years..."

 

Sjá:

solarscience.msfc.nasa.gov/predict.shtml

www.solarham.com

www.nasa.gov

 

 


Áfhrif sólar á hitastig Noregshafs siđan áriđ 1000...

 

 

haflidason-solar-drop.jpg


Nýlega (16. des. s.l.) birtist í tímaritinu Journal of Geophysical Research grein sem nefnist

Response of Norwegian Sea temperature to solar forcing since 1000 A.DSjá hér.

Međal höfunda er Hafliđi Hafliđason prófessor viđ Háskólann í Bergen.


Vel getur veriđ ađ einhverjir hafi áhuga á ţessari grein, og ţess vegna er vísađ á hana hér.

Rannsóknin fór fram á borkjarna sem tekinn var viđ stađinn P1 á myndinni sem fengin er úr greininni.

 

Í samantekt greinarinnar stendur:

"We report on a 1000 year long oxygen isotope record in sediments of the eastern Norwegian Sea which, we argue, represents the temperature and transport of warm Atlantic waters entering the Nordic Sea basin via the North Atlantic Drift and the large‐scale Meridional Overturning Circulation. The single‐sample resolution of the record is 2.5–10 years and age control is provided by 210Pb and 137Cs dating, identification of historic tephra, and a 14C “wiggle‐match” dating method in which the surface reservoir 14C age in the past is constrained rather than assumed, thereby eliminating a large source of chronological uncertainty. The oxygen isotope results indicate decade‐ to century‐scale temperature variations of 1–2°C in the shallow (∼50 m deep) subsurface which we find to be strongly correlated with various proxies of past solar activity. The correlations are synchronous to within the timescale uncertainties of the ocean and solar proxy records, which vary among the records and in time with a range of about 5–30 years. The observed ocean temperature response is larger than expected based on simple thermodynamic considerations, indicating that there is dynamical response of the high‐latitude ocean to the Sun. Correlations of our results with a gridded temperature reconstruction for Europe are greater in central Europe than in coastal regions, suggesting that the temperature and transport of warm Atlantic waters entering the Nordic Basin and the pattern of temperature variability over Europe are both the proximate responses to a change in the atmospheric circulation, consistent with a forced shift in the primary modes of high‐latitude atmospheric variability".

Í greininni (sjá hér á síđu Svalgaards) stendur međal annars í kafla 3:

"...Lowest isotope values (highest temperatures) of the last millennium are seen ~1100–1300 A.D., during the Medieval Climate Anomaly [Bradley et al.,2003], and again after ~1950 A.D. The largest and most sustained isotopic increases (coolings) are centered at ~1500 A.D. and ~1700 A.D., corresponding to the regional Little Ice Age..."

"...The presence of medieval and 20th century warmth and Little Ice Age cooling in our records suggests a possible connection to known solar variations at these times (i.e., the
Spřrer and Maunder minima and medieval and modern maxima, respectively..."

(Sejrup, H.P., Lehman, S.J., Haflidason, H., Noone, D., Muscheler, R., Berstad, I.M. and Andrews, J.T. 2010. Response of Norwegian Sea temperature to solar forcing since 1000 A.D. Journal of Geophysical Research 115: 10.1029/2010JC006264).

 

 

 


"Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilbođi General Electric"...

 

 


flow_diagram_nuclear_plant---cream-background_1064694.jpg

 

Raforkumálastjóra hefur borist tilbođ í lítiđ kjarnorkuver.  Björn Kristinsson verkfrćđingur á Orkudeild Raforkumálastjóra hefur unniđ ađ mati á tilbođi General Electric og skrifađ ítarlega skýrslu sem nefnist "Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilbođi General Electric".

kjarnorkuvers-skyrsla-200w.jpgSkýrslan hefst á ţessum orđum: "Í byrjun árs ... fengu Rafmagnsveitur ríkisins tilbođ í lítinn suđuvatnsreaktor frá General Electric og voru ţá Vestmannaeyjar einkum hafđar í huga sem vćntanlegur stađur fyrir reaktorinn. Međ reaktor sem ţessum mćtti sjá eyjunum fyrir raforku, og jafnframt gćti hann veriđ undirstađa hitaveitu fyrir kaupstađinn. Utan mesta álagstíma almennrar notkunar gćti reaktorinn séđ varmafrekum iđnađi fyrri orku, og ćskilegt vćri ađ sem mest af orkunni sé seld sem varmi, ţví ţannig yrđi reaktorinn rekinn á hagkvćmastan hátt...

Kjarnorkuver ţetta má stađsetja á flestum stöđum ţar sem landrými er fyrir hendi. ... Í Noregi og Svíţjóđ tíđkast ađ hafa ţćr neđanjarđar til ađ einangra ţćr frá umhverfinu og minnka ţar međ enn meir líkurnar fyrir óhöppum...  Reaktor af svipađri gerđ hefur General Electric reist viđ Vallecitos í Kaliforníu og er hann sýndur á mynd 1...."

Einnig hafa á vegum Raforkumálastjóra veriđ gefnar út skýrslurnar  "Stofnkostnađur kjarnorkustöđva og framleiđslukostnađur raforku (1958)". (Skýrslan er tekin saman af nefnd á vegum European Nuclear Energy Agency, og er hér um ađ rćđa ţýđingu međ smávćgilegum breytingum), og "Orkuverđ frá litlum kjarnorkustöđvum (1959)"Í skýrslunni Orkuverđ frá litlum kjarnorkustöđvum er reynt ađ finna út hvađa verđ  yrđi á orku frá kjarnorkustöđ á Íslandi.

Höfundur er einnig Björn Kristinsson verkfrćđingur, sem síđar stofnađi verkrfrćđistofuna Rafagnatćkni og varđ einnig prófessor viđ Háskóla Íslands. Í skýrslunum er ítarlega fjallađ um stofnkostnađ, fjármagnskostnađ og rekstrarkostnađ slíkra stöđva. 

(Uppfćrt 3ja mars:  Skýrslunni Orkuverđ frá litlum kjarnorkustöđvum bćtt viđ).

Ţessar skýrslur Raforkumálastjóra eru öllum ađgengilegar hér á netinu. Einnig má smella á eftirfarandi krćkjur til ađ nálgast ţćr:


Myndin hér fyrir ofan sýnir kjarnorkuver. Ţar er ţó enginn kćliturn sýnilegur, en risastórir kćliturnar einkenna oft ţannig orkuver, en ţar sem kalt Atlantshafiđ er nćrri má sleppa slíkum búnađi og einfaldlega kćla eimsvalann (condenser á myndinni, neđst til hćgri) međ sjónum...


Höfund greinargerđanna um kjarnorkuver má sjá á ţessari hópmynd. Hann er ţriđji frá hćgri.

Fyrsta kjarnorkuveriđ sem framleiddi raforku til almenningsnota var AM-1 Obnisk orkuveriđ, sem hóf starfrćkslu 27. júni áriđ 1954 í Sovétríkjunum. Ţađ framleiddi um 5 megawött af raforku. Orkuveriđ í Vallecitos í Kaliforníu semhóf starfssemi áriđ 1957 var aftur á móti hiđ fyrsta sem var í einkaeign. Ţađ framleiddi um 40 MW af varmaorku og 5 MW af raforku.

Ţađ vekur athygli ađ skýrslur ţessar eru ekki alveg nýjar og hafa líklega ekki veriđ áberandi fyrir sjónum almennings fyrr, en ţetta var fyrir rúmlega hálfri öld...  Ţađ er gaman til ţess ađ hugsa hve tilbúnir Íslendingar voru ađ nýta sér nýjustu tćkni og vísindi...

 

Um Raforkumálastjóra


 

 

643669.jpg

 

Eldri pistlar:

Kjarnorka á komandi tímum

Ótćmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?

Sjálfbćr nýting jarđhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iđrum jarđar...

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Gangverk rit verkfrćđistofunnar Verkís er komiđ út - Helgađ nýtingu jarđvarma - Hćgt ađ nálgast á netinu...

 

 

 Gangverk febrúar 2011


Verkfrćđistofan Verkís hefur um árabil gefiđ út fréttabréfiđ Gangverk.  Fyrsta tölublađ tíunda árgangs kom út fyrir nokkrum dögum og er ţađ helgađ nýtingu jarđvarma á Íslandi, en starfmenn Verkís hafa komiđ ađ hönnun flestra hitaveitna og jarđvarmaorkuvera hér á landi, auk ţess ađ hafa komiđ ađ nýtingu jarđvarma víđa erlendis.
 
Fréttabréfiđ er hćgt ađ nálgast  međ ţví ađ smella á krćkju sem er neđar á síđunni.
 
Vafalítiđ hafa margir áhuga á nýtingu jarđhitans og ţykir ţetta fréttablađ örugglega mjög fróđleg lesning. Ekki sakar ađ ţađ er ókeypis og prýtt fjölda fallegra mynda. Og svo eru engar auglýsingar í blađinu :-)
 
Efni blađsins:
 
  • Framkvćmdastjóri Verkís, Sveinn Ingi Ólafsson vélaverkfrćđingur dregur gangverkiđ upp međ fróđlegum inngangi. Síđan koma nokkrar stuttar fréttir af starfsemi fyrirtćkisins, en ţar á eftir koma nokkrar greinar prýddar fallegum myndum:
  • Flokkun Jarđhitasvćđa nefnist fyrsta greinin sem Dr. Oddur B. Björnsson vélaverkfrćđingur ritar. 
  • Hitaveita á höfuđborgarsvćđinu er fyirrsögn greinar Sigţórs Jóhannessonar byggingaverkfrćđings og sviđsstjóra jarđhitasviđs.
  • Hellisheiđarvirkjun og Hellisheiđarćđ nefnist grein Snćbjörns Jónssonar rafmagnsverkfrćđings og Sigurđar Guđjónssonar byggingaverkfrćđings.
  • Jarhitvirkjanir á Reykjanesi er fyrirsögn greinar Ţorleiks Jóhannessonar vélaverkfrćđings.
  • Auđlindargarđurinn Svartsengi nefnist grein Ágústs Bjarnasonar rafmagnsverkfrćđings.
  • Snjóbrćđslukerfi í Reykjavík er umfjöllunarefni greinar Andra Ćgissonar véltćknifrćđings og Ţorleiks Jóhannessonar vélaverkfrćđings.
 
 
Gangverk má nálgst sem pdf međ ţví ađ fara á ţessa síđu, og eldri blöđ eru varđveitt hér.
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
sitelogo.png
 
Verkfrćđi- og ráđgjafastofa
 

Samfelld reynsla frá árinu 1932

 

Verkfrćđistofan VERKÍS  á rćtur ađ rekja til fimm verkfrćđistofa sem sameinuđust áriđ 2008.

 

Starfsmenn ráđgjafafyrirtćkisins Verkís og dótturfélaga ţess eru um 300. Ţar starfa međal annars verkfrćđingar, tćknifrćđingar, dýravistfrćđingur, iđnfrćđingar, landfrćđingar. landslagsarkitekt, jarđfrćđingar, eđlisfrćđingar, tćkniteiknarar, geislafrćđingar, lćknir, hjúkrunarfrćđingur, lýsingarhönnuđir, fiskifrćđingur, bókasafnsfrćđingur, viđskiptafrćđingar...   

 

Á nćsta ári mun fyrirtćkiđ halda upp á ţau tímamót ađ ţá verđa 80 ár liđin síđan Sigurđur Thoroddsen opnađi verkfrćđistofu sína.

 

VERKÍS  á rćtur ađ rekja til fimm rótgróinna verkfrćđistofa sem  sameinuđust áriđ 2008:

 

1932:  VST - Verkfrćđistofa Sigurđar Thoroddsen
1961:  RT - Rafagnatćkni
1962:  Fjarhitun
1965:  Rafteikning
1970:  Fjölhönnun

 

 

 

 

 www.verkis.is


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Um sólblossa fyrr og nú...

 

 

hmi4096_blank_1061430.jpg

 Sólblettahópurinn 1158 sést greinilega hćgra megin á ţessari mynd.
Smella ţrisvar á myndina til ađ sjá betur

 

Ţađ er ekki á hverjum degi sem svona fyrirbćri sést stefna beint á jörđina. Frćgastur er líklega Carrington sólblossinn sem orsakađi neistaflug úr fjarskiptalínum áriđ 1859. Sjá nánar hér á bloggi Stjörnufrćđivefsins

Sjá tvo pistla um fyrirbćriđ:

 

Pistill 25. janúar 2009.
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiđingar á jörđu niđri...

 

Pistill 2. september 2009.
Gríđarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

518at-h_aul_sl500_aa300.jpgÁriđ 2008 var gefin út löng skýrsla um hugsanlega vá af svona fyrirbćrum: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report

Í skýrslunni stendur međal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...".  Ţetta er enginn smá kostnađur: 2.000.000.000.000 dollarar, og ţađ bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn áriđ 1859, gćti komiđ hvenćr sem er. Afleiđingarnar gćtu orđiđ skelfilegar fyrir efnahag heimsins.

Ţessa 130 blađsíđna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb ađ stćrđ). Einnig er hćgt ađ kaupa hana hjá Amazon.

(Skýrsluna og samantekt er líklegar fljótlegast ađ nálgast međ ţví ađ smella á viđhengin neđst á ţessari síđu).

 

Ţađ er rétt ađ leggja áherslu á ađ ţessi fyrirbćri eru ekki hćttuleg, en norđurljós geta orđiđ mjög falleg.

Sólblossinn sem fréttin fjallar um er ekkert í líkingu viđ Carrington blossann áriđ 1859 og ólíklegt ađ hann valdi miklum usla.

 

 

 Svona heyrđist í stuttbylgjuviđtćkjum međan loftnetum var beint ađ sólinni

Loud Blast of Radio Waves Heard in Shortwave From: Sunspot 1158/M6-Flare.

 

Sólblettahópur 1158 ađ myndast

Sunspot group 1158 forms - Solar Dynamics Observatory 

 

 

Segulmynd

Sunspot group 1158 forms as seen on SDO magnetic imager 


 

 Ótrúlegar myndir hér !

 


mbl.is Sólstormur í vćndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt
Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Spjall um segultruflanir sólar sem benda til minnkandi virkni - - - og kvćđiđ um samlíkingu sólarinnar...

 

 

 sun-earth-b.jpg


 

 Hvađ er betra en sólarsýn
ţá sveimar hún yfir stjörnurann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
                                                                                      Bjarni Gissurarson 1621 - 1712.

 

 

 

Skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólinni hafa veriđ skráđar í áratugi. Međal annars í á vegum Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans. Ţessar breytingar geta jafnvel veriđ ţađ miklar ađ ţćr birtist sem flökt í stefnu  áttavita.

Ţetta segulflökt sem sólvindurinn ber međ sér er einn af mćlikvörđunum á virkni sólar.

Á vefsíđu Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans stendur eftirfarandi m.a.:

 "Háloftadeild rekur segulmćlingastöđ í Leirvogi í Mosfellssveit. Stöđinni var komiđ á fót áriđ 1957 og er hún hin eina sinnar tegundar hér á landi. Ţar eru skráđar breytingar á segulsviđi jarđar, bćđi skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu og hćgfara breytingar sem stafa af hrćringum í kjarna jarđar. Breytingarnar hafa međal annars áhrif á stefnu áttavitanála, og langtímamćlingar í Leirvogi eru ţví notađar til ađ leiđrétta kort fyrir siglingar og flug. Niđurstöđur mćlinga sem skráđar eru á 10 sekúndna fresti eru sendar daglega til gagnamiđstöđvar í Kyoto í Japan og mánađarlega til Boulder í Colorado.

Háloftadeildin sér einnig um rekstur tveggja stöđva til norđurljósarannsókna, en stöđvarnar eru í eigu Pólrannsóknastofnunar Japans. Önnur ţeirra er á Augastöđum í Borgarfirđi, en hin á Mánárbakka á Tjörnesi. Stöđvum ţessum var komiđ upp 1983, en tćkjabúnađur ţeirra er í stöđugri ţróun. Hiđ sama er ađ segja um segulmćlingastöđina í Leirvogi.

Ţá sér Háloftadeildin um rekstur tveggja ratsjárstöđva til rannsókna á rafhvolfi jarđar. Önnur ţeirra er  viđ Stokkseyri en hin viđ Ţykkvabć. Fyrrnefnda stöđin var sett upp áriđ 1993 og er í eigu franskra rannsóknastofnana en sú síđarnefnda, sem tók til starfa 1995, er í eigu háskólans í Leicester í Englandi. Ţessar stöđvar eru mikilvćgur hlekkur í keđju slíkra stöđva sem nćr bćđi til norđur- og suđurhvels jarđar. Markmiđiđ međ keđjunni er ađ kortleggja áhrif sólar á rafhvolfiđ".

Sá sem ţennan pistil ritar vann á námsárunum sem sumarmađur á Háloftadeildinni, og kom ţví oft í Segulmćlingastöđina í Leirvogi. Á ţeim áratugum sem síđan eru liđnir hef ég komiđ ţangađ nokkrum sinnum, síđast líklega fyrir um fimm árum. Dr. Ţorsteinn Sćmundsson var deildarstjóri Háloftadeildar lengst af, en nú rćđur Dr. Gunnlaugur Björnsson ţar ríkjum.

Mér er minnisstćtt hve mikiđ alúđ hefur alla tíđ veriđ lögđ viđ stöđina og úrvinnslu gagna. Ţarna fékk ég ađ kynnast vísindalegum vinnubrögđum Ţorsteins sem ávallt hafa veriđ í hćsta gćđaflokki. Aldrei mátti vera neinn vafi á ađ mćligögn vćru eins rétt og nokkur kostur vćri á, og ef grunur var um ađ ţau vćru ţađ ekki, ţá var ekki hćtt ađ leita ađ skýringum fyrr en ţćr lágu fyrir. Ţarna kom ég ađ viđhaldi tćkjabúnađar, gagnaúrvinnslu og jafnvel framköllun á kvikmyndafilmu úr norđurljósamyndavél. Ţarna var međal annars veriđ ađ framkvćma óbeinar mćlingar á sólinni, ţ.e. breytingum á segulsviđi jarđar og jónahvolfinu. Ţarna voru notuđ mćlitćki sem voru einstök í heiminum, m.a róteinda-segulsviđsmćlirinn Móđi sem Ţorbjörn Sigurgeirsson prófessor smíđađi ásamt samstarfsmönnum sínum. Mörg tćkjanna í segulmćlingastöđinni, e.t.v. flest, voru smíđuđ á Íslandi. 

Ţorbjörn Sigurgeirsson prófessor í eđlisfrćđi viđ HÍ hóf stafrćkslu síritandi mćlistöđvar í Leirvogi á alţjóđa jarđeđlisfrćđiárinu 1957, ţannig ađ ţar hafa nú veriđ gerđar mćlingar samfellt í meira en hálfa öld. Um Ţorbjörn má lesa í einkar fróđlegri samantekt Leós Kristjánssonar sem finna má hérŢorbjörn var einstakur mađur, jafnvígur á frćđilega eđlisfrćđi, tilraunaeđlisfrćđi, rafeindatćkni, o.m.fl. Einstakt ljúfmenni og góđur kennari, en ég var svo heppinn ađ hafa hann sem kennara í rafsegulfrćđi á sínum tíma fyrir margt löngu.

 

Jćja, nóg komiđ af útúrdúrum, en skođum ađeins hver áhrif sólin hefur haft á segulflökt jarđar síđastliđna hálfa ađra öld, ţ.e. skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu, sem minnst er á á vef Háloftadeildar.

 ---

Ferillinn hér fyrir neđan uppfćrist sjálfkrafa og sýnir hann breytingar í Average Planetary Magnetic Index (Ap) síđan um síđustu aldamót, eđa í rúman áratug (2000 til janúar 2011).  Athygli vekur hve lágt gildiđ hefur veriđ undanfarin tvö ár eđa svo, en Ap stuđullunn hefur veriđ ađ dóla kringum gildiđ 5, og jafnvel ađeins neđar.

 

                                           http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle/Ap.gif

 

En hvernig hefur Ap stuđullinn veriđ ţau síđastliđin 80 ár sem góđ gögn eru til um. Ţađ sýnir nćsta mynd sem nćr frá 1932 til 2008.

Örvarnar neđst á myndinni merkja lágmörk í sólsveiflunni. Lárétta línan er viđ Ap=6. Kuldatímabiđiđ um 1970 ("hafísárin") hefur veriđ merkt inn. Ţađ er ljóst ađ undanfarin tvö ár hefur Ap stuđullinn veriđ sá lćgsti sem mćlst hefur síđan 1932.

 

ap-index-1932-2008-b_1056197.png

 

 

 Myndin hér fyrir neđan sýnir breytingar alla leiđ aftur til ársins 1884 til dagsins í dag, en myndin er fengin á vefsíđu Dr Leif Svalgaard.  Sést nokkurs stađar lćgra gildi en mćlist um ţessar mundir?

Ath ađ ferlarnir á ţessum myndum er ekki endilega alveg sambćrilegir.  Međaltaliđ er ekki alls stađar tekiđ yfir jafn langan tíma, ţannig ađ smávćgilegur munur getur veriđ á útliti ţeirra..  

 

ap-monthly-averages-1844-now.png

 Stćkka má mynd međ ţví ađ tvísmella á hana.

 

 

Niđurstađan er sú ađ skammtímatruflanir á segulsviđi jarđar eru óvenju litlar um ţessar mundir. Vćntanlega kemur ţađ líka fram á mćlunum í Leirvogi á svipađan hátt og hér.

 

 

 ---

 

www.spaceweather.com

NOAA: Geomagnetic Kp and ap indices.

NOAA: Currrent solar data.

NOAA: Solar Cycle Progression

Vefsíđa međ fjölmörgum beintengdum upplýsingum um sólina:
Solar Images and Data Page


 

 


 

 

 

 

Kvćđi um samlíking sólarinnar

Hvađ er betra en sólar sýn,
ţá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.


Ţegar ađ fögur heims um hlíđir
heilög sólin loftiđ prýđir,
lifnar hauđur, vötn og víđir,
voldug er hennar sýn.
Hún vermir, hún skín
Međ hćstu virđing herrans lýđir
horfi á lampa ţann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

Á fjöllunum hennar geislar glóa,
gropnar ís í vötn og flóa,
drýpur vörm í dalina mjóa
dýrđar gufan eins og vín.
Hún vermir, hún skín
Allskyns fögur eplin gróa
út um veraldar rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

Öll náttúran brosandi breiđir
blíđan fađm og sig til reiđir,
ţegar ađ veldis hringinn heiđir
og hennar ljóma augnabrýn.
Hún vermir, hún skín
Elds brennandi lofts um leiđir
lýjast aldrei kann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

Orđiđ herrans helgidóma
hreinferđugrar kvinnu blóma
samlíkir viđ sólarljóma,
ţá situr hún kyrr ađ verkum sín.
Hún vermir, hún skín
Um hennar dyggđir, hefđ og sóma
hljómurinn víđa rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

                                                 

 

Bjarni Gissurarson 1621 – 1712, höfudur kvćđisins um samlíking sólarinnar, var skáld og prestur í Ţingmúla í Skriđdal, fćđingarstađ sínum. Bjarni var gáfumađur, gleđimađur og gamansamur. Hann er í tölu helstu skálda síns tíma og mjög mikilvirkur, orti trúarljóđ og veraldleg kvćđi af ýmsum toga, einkum ádeilur, skemmtibragi og ljóđabréf, einnig vikivakakvćđi.


 

 


Spá NASA um virkni sólar fellur enn...

 

 

 

 

Eins og hreyfimyndin hér fyrir ofan ber međ sér ţá  hefur spá NASA um hámark nćstu sólsveiflu fariđ hratt lćkkandi.  

Takiđ eftir textanum efst á myndinni međ dagsetningu.

 

Eins og bloggađ var um hér 7. október 2010 spáđi NASA ţá sólblettatölu 64. Í nýjustu spánni sem birt er hér er talan komin niđur í 59. Sjá myndina hér fyrir neđan.

Í mars 2008 spáđi NASA sólblettatölu 130-140, en nú er spáin komin niđur í 59. Skyldi spáin eiga eftir ađ falla frekar?

 

"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed
sunspot number maximum of about 59 in June/July of 2013.
We are currently two years into Cycle 24 and the predicted size continues to fall".

 

Ţannig byrjar vefsíđa NASA Solar Cycle Prediction.

        Ţađ dregur greinilega nokkuđ hratt úr virkni sólar...

 

 

ssn_predict_l--jan-2011.gif

 Myndin er af vefsíđu NASA. Takiđ eftir textanum efst á myndinni.

 

""The next sunspot cycle will be 30% to 50% stronger than the previous one,"
If correct, the years ahead could produce a burst of solar activity second only to
the historic Solar Max of 1958 ".

NASA 10 mars 2006 Smile

Hvađ hefđi ţetta ţýtt í sólblettatölu?

 

Sjá pistilinn frá 7. október 2010:   Spá NASA um virkni sólar fer lćkkandi...

 


Til hamingju međ daginn Axel Sölvason...!!!

 

 

axel_solvason_og_asgeir_long.jpg

 

 

Hinn síungi Axel Sölvason er orđinn áttrćđur. Hver skyldi hafa trúađ ţví, mađur sem lítur út fyrir ađ vera ađ minnsta kosti tíu árum yngri, og í viđkynningu áratugum yngri.  Einn af ţessum heppnu sem tíminn bítur ekki á.

Stundum hef ég velt ţví fyrir mér hvers vegna tíminn virđist hafa gleymt Axel. 
Líklega er skýringin einföld.  Sjálfsagt á Axel ţátt í ţessu... Hann er einn sá mesti dellukarl sem ég ţekki, einn af ţeim lífskúnstnerum sem kunna ađ varđveita barnshjartađ ţađ vel ađ tíminn gleymir ţví ađ menn séu til. Gleymir ţví ađ menn eigi ađ eldast...

Axel er, og hefur allaf veriđ, mikill dellukall.  Hann hefur stundađ ýmiss konar flug, bćđi utanfrá og innanfrá, flogiđ listflug og hringspólađ í teygjustökki. Hann hefur veriđ í fjarskiptasambandi um víđa veröld sem radíóamatör, ferđast um hálendiđ á sínum fjallabíl, stundađ skytterí, og guđ má vita hvađ...   Hann er enn ađ og verđur örugglega um ófyrirsjáanlega framtíđ, ef ég ţekki hann rétt.  Svona líf er líklega lykillinn ađ eilífri ćsku.

Ég óska Axel mínum gamla og síunga kunningja innilega til hamingju međ áfangann. Wizard

 

Á myndinni er Axel Sölvason ađeins vinstra megin viđ miđju. Í rćđupúltinu er frćgasti flugkappi Íslendinga, Ţorsteinn E. Jónsson sem frćgur varđ fyrir afrek sín hjá Royal Air Force í síđari heimsstyrjöndinni og í Biafra. Milli Axels og Ţorsteins er Ásgeir Long. Lengst til vinstri er Ingvar Ţórđarsson, en milli hans og Axels eru Böđvar Guđmundsson og Ólafur Sverrisson.  Myndina tók pistlahöfundur einhvern tíman á síđustu öld.

 

 

--...    ... --

          -..    .

                    -    ..-.    ...--    ---   --


 

 


Nóvembermánuđur síđastliđinn var ekki sá hlýjasti, en beđiđ er eftir hitatölum fyrir áriđ 2010...

 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979--last_month_nov2010.gif

 

 

Í fréttum undanfariđ hefur komiđ fram ađ nóvembermánuđur hafi veriđ sá hlýjasti frá upphafi mćlinga. Er ţađ virkilega svo? Reyndar eingöngu samkvćmt mćligögnum frá einum ađila, ţ.e. NASA-GISS.

Skođum máliđ nánar, en látum nćgja ađ skođa áratuginn sem er ađ líđa ţví hann er talinn hafa veriđ einstaklega hlýr á heimsvísu. Hér fyrir neđan er rýnt í mćligögnin og vísađ í frumheimildir:

(Talan 11 eftir ártalinu táknar alls stađar nóvember, en gildin eru afrituđ beint úr frumheimildum).

 ---

Samkvćmt niđurstöđum mćlinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliđni.

2000 12  0.04
2001 11  0.28
2002 11  0.36
2003 11  0.33
2004 11  0.26
2005 11  0.42
2006 11  0.30
2007 11  0.17
2008 11  0.28
2009 11  0.50
2010 11  0.38

http://vortex.nsstc.uah.edu/

http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt

 ---

Samkvćmt niđurstöđum mćlinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliđni.


2000 11    0.021
2001 11    0.331
2002 11    0.306
2003 11    0.366
2004 11    0.263
2005 11    0.363
2006 11    0.240
2007 11    0.131
2008 11    0.216
2009 11    0.328
2010 11    0.312

http://www.remss.com/


ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt
 

---

Samkvćmt niđurstöđum mćlinga frá CRU (Climate Research Unit í Bretlandi) voru nóvember 2009, 2006, 2005, 2004 og 2001 hlýrri en sá nýliđni:


1998/11    0.351
1999/11    0.210
2000/11    0.150
2001/11    0.506
2002/11    0.393
2003/11    0.428
2004/11    0.526
2005/11    0.483

2006/12    0.523
2007/11    0.269
2008/11    0.393
2009/11    0.448
2010/11    0.431

 http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/diagnostics/global/nh+sh/monthly

 ---

Samkvćmt NOAA (National Oceanic Atmospheric Administration) ţá var nóvember 2004 hlýrri en nýliđinn nóvember.   Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.


2000 11    0.1885
2001 11    0.6461
2002 11    0.5693
2003 11    0.5370
2004 11    0.7247
2005 11    0.6817
2006 11    0.5942
2007 11    0.4716
2008 11    0.6013
2009 11    0.5845
2010 11    0.6943

ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat

---

NASA-GISS (Goddard Institute for Space Studies) segir aftur á móti ađ nóvember hafi veriđ sá hlýjasti frá upphafi mćlinga, - en skođum áriđ nánar:

Janúar síđastliđinn var kaldari en 2007, 2005 og 2002.
Febrúar var kaldari en 1998.
Mars var kaldari en 2002.

Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mćlinga.
Maí var kaldari en 1998.
Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.
Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.
Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.
September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.
Október var kaldari en 2005 og 2003.
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mćlinga.

Hvernig skyldi ţá allt áriđ verđa?

http://www.giss.nasa.gov/

http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt

 ---

Innan skamms mun ef ađ líkum lćtur NASA-GISS tilkynna ađ áriđ 2010 hafi veriđ ţađ hlýjasta frá upphafi mćlinga. Ţađ getur vel fariđ svo ađ ţeir verđi einir um ţá skođun, ţví mćlingar NASA-GISS eru af einhverjum ástćđum vel fyrir ofan ţađ sem ađrar stofnanir mćla, hver sem ástćđan er.

Hitaferla fyrir síđustu 30 ár frá öllum ţessum ađilum má sjá efst á síđunni. Myndin er fengin r. Nóvember síđastliđinn er kominn inn.

Hitaferlarnir eru unnir úr sömu gögnum og vísađ er til hér ađ ofan og hafa ekkert veriđ teygđir eđa togađir til. Ţeir gefa ţví rétta mynd af síđastliđnum rúmum 30 árum.

Eftirtektarvert er hve sveiflur eru miklar, bćđi upp og niđur.

Svarta línan er 37 mánađa međaltal allra ferlanna, ţ.e. hver punktur er međaltal 18 fyrri mánađa plús 18 nćstu mánađa. Sjá hér.

Stćkka má myndina međ ţví ađ tvísmella á hana.

 

Ţađ er misjafnt hvađ menn lesa úr svona hitaferli, en hér er ţađ sem bloggarinn sér:

Lćgđin um 1992 stafar vćntanlega af eldgosinu mikla í Mt. Pinatubo áriđ 1991.

Hitatoppurinn áriđ 1998 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.

Hitatoppurinn áriđ 2010 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu. 

Hitastigiđ hefur falliđ mjög hratt á síđustu mánuđum. Mun vćntanlega halda áfram ađ falla, en hve mikiđ er ómögulegt ađ segja.

Erfitt er ađ greina nokkra hćkkun eđa lćkkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999  má ţó sjá hćkkun. Eftirtektarvert er ađ ţessi hćkkun hitastigs á sér stađ á fáeinum árum.

IPCC hefur spáđ verulegri hćkkun hitastigs fram til ársins 2100.  Segjum ađ miđgildiđ sé um 3°, en ţađ jafngildir um 0,3° á áratug. Vilji menn bera saman t.d. E-Nino hitatoppana árin 1998 og 2010 ţá vćri eđlilegt ađ taka tillit til ţessa spádóma. Vćru hitatopparnir álíka öflugir, ţá ćtti toppurinn 2010 ađ vera rúmum 0,3 gráđum hćrri en toppurinn 1998, en ekki er ađ sjá annađ en hann sé íviđ lćgri.

 

Ađ sjálfsögđu lesa ađrir annađ en bloggarinn  úr ţessum hitaferlum, og ekkert óeđlilegt viđ ţađ.

Nú hefur virkni sólar fariđ mjög hratt minnkandi á undanförnum mánuđum eftir ađ virkni hennar fór vaxandi á síđustu öld. Vonandi mun ţađ ekki hafa mikil áhrif á hitastigiđ, en samt er ţađ svo ađ á tímum sem sólin hefur veriđ lítiđ virk á undanförnum öldum hefur veriđ kalt. Kannski bara tilviljun. Vonandi á sagan ekki ađ endurtaka sig, ţví kuldinn er slćmur. Honum fylgir uppskerubrestur, hafís hungur, sjúkdómar og jafnvel styrjaldir og mannfellir. Hugsanlega mun losun manna á koltvísýringi vinna á móti hugsanlegri hitalćkkun...    Höfum ekki áhyggjur af ţessu í dag ţví um ţessi mál veit enginn međ neinni vissu.

 

 

---

Eftirfarandi skýringar standa fyrir neđan myndina sem fengin var ađ láni frá Climate4you vefsíđunni sem haldiđ er úti af prófessor Ole Humlum (greinar) hjá Oslóarháskóla:

Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.

It should be kept in mind that satellite- and surface-based temperature estimates are derived from different types of measurements, and that comparing them directly as done in the diagram above therefore in principle is problematical. For that reason, in the analysis below these two different types of global temperature estimates are compared to each other. However, as both types of estimate often are discussed together, the above diagram may nevertheless be of interest. In fact, the different types of temperature estimates appear to agree quite well as to the overall temperature variations on a 2-3 year scale, although on a short term scale there may be considerable differences.

All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Nińo event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation.

 

Gleđileg jól


Ótrúlegar kvikmyndir af geimskutlunum...

 

Discovery-HDRmynd
  

 

Í hvert sinn sem geimskutlunni er skoti á loft eru yfir 125 hágćđa kvikmyndavélar notađar af verkfrćđingum NASA til ađ fylgjast međ skotinu í návígi. Nú, ţegar til stendur ađ leggja geimskutlunum,  hefur veriđ safnađ saman hinu besta úr öllu ţessu gríđarlega magni kvikmynda sem til er.

Matt Melis flugverkfrćđingur (aerospace engineer) hjá NASA útskýrir ţađ sem fyrir augu ber á mjög greinargóđan hátt.

Í kynningunni segir:

“This compilation of film and video presents the best of the best ground-based Shuttle motion imagery from STS-114, STS-117, and STS-124 missions. Rendered in the highest definition possible, this production is a tribute to the dozens of men and women of the Shuttle imaging team and the 30yrs of achievement of the Space Shuttle Program.”

Ţetta er nokkuđ langt myndband, heilar 45 mínútur. Í fyrstu myndunum sjást eldflaugahreyflarnir í návígi, en myndbandiđ endar á myndum sem teknar eru međ einum bestu linsum sem til eru af flugi geimskutlunnar upp í himinhvolfiđ.

Ţó myndbandiđ sé langt, ţá er óhćtt ađ mćla međ ţví. Sérstaklega fyrir ţá sem áhuga hafa á tćkni og vísindum.  Ţegar horft er á goshverfla geimskutlunnar í návígi rifjast upp tilfinningin sem fer um mann ţegar stađiđ er nálćgt öflugri gufuholu sem blćs milljónum watta upp frá iđrum jarđar...

Auđvitađ má horfa á myndbandiđ í nokkrum áföngum ef mönnum finnst ţađ í lengra lagi, en best er ađ smella á myndflötinn og stćkka hann upp í fulla skjástćrđ, ţví gćđi myndbandsins eru mikil.

 

Ţesss má geta ađ Matt Melis verkfrćđingur hjá NASA og kynnir myndbandsins hefur haldiđ fyrirlestur viđ Háskólann í Reykjavík. Sjá hér.


 

 

 


 


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 761784

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband