Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Merkilega mikil fylgni milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljóts í S-Ameríku...

 

 

 

Ótrúlega mikil fylgni virðist vera milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljótsins Paraná í Suður Ameríku, eins og ótvírætt virðist vera á myndinni hér fyrir neðan.

Paraná fljótið er hið fjórða stærsta í heimi miðað við vatnsmagn sem er 20.600 rúmmetrar á sekúndu, og hið fimmta stærsta miðað við svæðið þaðan sem það flytur vatn, en stærð vatnasvæðisins er 3.100.000 ferkílómetrar, eða 30-föld stærð Íslands. Fljótið safnar vatni í Brasilíu, Bólivíu, Praguay og Argentínu. Ósar þess eru skammt norðan við Buenos Aires. Vatnið í ánni á upptök sín í rigningu á þessu gríðarstóra landsvæði, og er því vatnsmagnið í ánni mjög góður mælikvarði á meðalúrkomuna.

Í tímaritinu Journal of Atmospheric and Solar-Terrestrial Physics mun væntanlega innan skamms birtast grein eftir Pablo Mauas and Andrea P. Buccino. Greinin nefnist Long-term solar activity influences on Souh American rivers. Greinina má nálgast með því að smella hér. David Whitehouse skrifar um rannsóknina hér. Greinin er framhald annarrar greinar um sama efni sem birtist árið 2008. Greinarnar þarf að skoða í samhengi.

Ástæðulaust er að endurtaka efni greinarinnar, en í henni er einnig fjallað um  Colorado ána og tvær þverár hennar, San Juan og Atuel. Í þessum ám er ekki eingöngu regnvatn, heldur einnig afrennsli jökla í Andesfjöllum. Niðurstaðan er því ekki beint sambærileg við Paraná þar sem vatnið í ánni er eingöngu regnvatn. Engu að síður má sjá þar fylgni milli rennsli ánna og sólvirkninnar.

Í þessari fróðlegu grein er minnst á aðrar rannsóknir á sambandi milli sólvirkninnar og úrkomu, og sólvirkninnar og monsún vinda. Rannsóknir sem gefa svipaða niðurstöðu.

 

Það er ekki annað að sjá en sambandið milli virkni sólar og úrkomu í Suður-Ameríku sé mikið og ótvírætt. Þá vaknar auðvitað  spurningin: Hvernig stendur á þessu?



1909 til 2003.

Svartur ferill: Frávik í vatnsmagni Paraná fljótsins.

Rauður ferill: Frávik í virkni sólar (sólblettatalan).

(Smella tvisvar á mynd til að stækka).

 

Alla greinina má nálgast hér sem próförk (preprint).

Greinina frá 2008 má nálgast hér.

Pistill David Whitehouse um málið er hér.

 

 

Abstract
River streamflows are excellent climatic indicators since they integrate precipitation
over large areas. Here we follow up on our previous study of the influence of
solar activity on the flow of the Paraná River, in South America. We find that the
unusual minimum of solar activity in recent years have a correlation on very low
levels in the Paraná’s flow, and we report historical evidence of low water levels
during the Little Ice Age. We also study data for the streamflow of three other
rivers (Colorado, San Juan and Atuel), and snow levels in the Andes. We obtained
that, after eliminating the secular trends and smoothing out the solar cycle, there
is a strong positive correlation between the residuals of both the Sunspot Number
and the streamflows, as we obtained for the Paran´a. Both results put together imply
that higher solar activity corresponds to larger precipitation, both in summer and
in wintertime, not only in the large basin of the Paran´a, but also in the Andean
region north of the limit with Patagonia.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sólarorkuver á Spáni framleiða rafmagn í myrkri...!

 

 

Sólarorkuver á Spáni


Í ljós hefur komið að orka streymir inn á landsnet Spánar frá mörgum sólarorkuverum þar í landi, sérstaklega þegar ekki sést til sólar að nóttu til.    Yfirnáttúrlegt? Errm  

Líklega er frekar um að ræða mannlegt eðli en eitthvað yfirnáttúrulegt.   Í Evrópu er nefnilega greiddur mun hærri taxti fyrir svokallað grænt rafmagn en venjulegt svart, og það kunna menn að notfæra sér. 

Í ljós hefur komið að eigendur þessara orkuvera hafa framleitt rafmagn með díselrafstöðvum og tengt inn á netið að nóttu til  Ninja   -  Síðan hafa þeir fengið greitt fyrir rafmagnið eins og um væri að ræða grænt rafmagn en ekki svart.  Rafmagn sem framleitt er með sólaorkuverum og vindorkuverum er nefnilega niðurgreitt með styrkjakerfi Evrópusambandsins.

Nú þegar er vitað um svindl sem nemur 2,6 milljónum Evra, en menn telja að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum sem kominn er í ljós.   Á Spáni styrkti ríkið framleiðslu með sólarorku með 2,3 milljörðum Evra samkvæmt fréttinni hér fyrir neðan. Það er því eftir miklu að slæðast.

 

Það er ekki nóg að menn græði á kolefniskvótasvindli... 

 

Sjá grein frá í gær um málið hér(Google þýðing á ensku hér).

 

 

Swisscom logo

 16:15 13.04.2010

 

Schwindel mit Solarstrom in Spanien aufgeflogen

Das spanische Industrieministerium ist einem Betrug in der Solarbranche auf die Spur gekommen. Betreiber sollen Diesel-Strom als Solarstrom ausgegeben haben, um an lukrative Subventionen zu kommen.

Presseberichten festgestellt, dass mehrere Solaranlagen angeblich auch nachts Strom produzierten und in das Netz einspeisten. Um eine grössere Leistung der Anlagen vorzutäuschen, sollen die Betreiber Diesel-Stromgeneratoren angeschlossen haben.

Nach vorläufigen Schätzungen beläuft sich der Schaden auf 2,6 Mio. Euro. "Dies ist aber nur die Spitze des Eisbergs", sagte ein Branchenexperte der Zeitung "El Mundo", die den Skandal ans Licht brachte. Wenn Solaranlagen angeblich in der Dunkelheit Strom produzieren, falle das früher oder später auf. Wenn jedoch auch tagsüber Stromgeneratoren angeschlossen würden, sei der Schwindel kaum festzustellen.

Die Verbände der Solarwirtschaft forderten harte Strafen für die Betrüger. Diese brächten die gesamte Branche in Misskredit. Auch das Schweizer Unternehmen Edisun Power kritisierte solche Vorgehensweisen auf Anfrage der Nachrichtenagentur SDA scharf. Edisun Power sei von den Ermittlungen nicht betroffen und distanziere sich klar.

In Spanien zahlte der Staat im vergangenen Jahr rund 2,3 Mrd. Euro an Subventionen für Solarstrom. Dieser macht rund zwei Prozent der spanischen Stromerzeugung aus. Die Subventionen hatten die Zahl der Photovoltaik-Anlagen in Spanien rapide ansteigen lassen. Die Regierung will die Prämien aber um bis zu 40 Prozent kürzen.

 

     Wikipedia: Solar Power in Spain

     Green Energy News: World's Largest Solar Energy Plant in Spain

     The Copenhagen Post: Denmark rife with CO2 fraud


Eldgosið og HDR (High Dynamic Range) myndataka...

 

 

Eldgos 27. mars 2010, ÁHB

 HDR mynd
(Smella tvisvar á mynd til að stækka)

 

Við hjónin skruppum í Tröllagjá nærri fjallinu Einhyrningi til að virða fyrir okkur eldgosið síðastliðinn laugardag í ljósaskiptunum. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en í þessum pistli ætla ég að kynna ljósmyndatækni sem getur, þegar vel tekst til, skilað einstökum myndum. Tæknin kallast   HDR, sem stendur fyrir High Dynamic Range imaging.

Myndin sem trónir efst á síðunni er tekin þannig, en er ekkert merkileg né sérstök að öðru leyti. Þar sem ég á hana til bæði sem HDR og venjulega, og þar sem eldgosið er á allra vörum, nota ég hana sem dæmi.

-

Skoðum nú myndina hér fyrir neðan. Hún er "venjuleg", nánast eins og hún kom beint úr myndavélinni. Þó hefur verið reynt að bæta hana smávegis með myndvinnsluforriti. Ekkert óvenjuleg sem slík. Myndin er þó miklu verri en ég upplifði myndefnið á staðnum, því ég sá landslagið og himininn vel.

Sólin var rétt komin niður undir sjóndeildarhringinn og rökkrið farið að skella á. Ég var ekki með þrífótinn, þannig að hristivörnin í 17-85mm linsunni fyrir Canon 400D myndavélina kom sér vel. Myndin er sæmilega skörp, en birtuskilin afleit.

Þegar maður tekur myndir við svona aðstæður er er erfitt að lýsa myndina rétt. Annað hvort verður himininn alltof ljós eða landið alltof dökkt. Oft er útilokað að ná hvoru tveggja rétt lýstu samtímis. Myndirnar verða leiðinlegar.

 


 Venjuleg mynd.
(Þetta er reyndar 1/3 af HDR myndinni).

 

Til að búa til HDR mynd eru teknar þrjár (stundum fimm) myndir af sama myndefninu, en með mismunandi stillingum. Ein myndanna er "rétt" lýst eins og myndavélin vill hafa hana, þ.e. myndavélin reynir að ná bæði landslaginu og himninum sæmilega lýstum, önnur er lýst mun lengur til að landslagið sjáist, og sú þriðja er lýst mun skemur til þess að skýin komi vel fram. Oft lýsir maður venjulega samkvæmt ljósmælingu, fjórfalt lengur (+2 stopp) og fjórfalt skemur (-2 stopp). Litlu myndirnar hér fyrir neðan sýna þessar þrjár útgáfur af myndinni. Sérstakt forrit er síðan notað til að fella þessar þrjár myndir saman. Ég notaði Photomatix Pro.

Best er að nota þrífót svo allar myndirnar verði eins, nota RAW (hægt með DSLR  myndavélum, gefur meira birtusvið en jpg), og nota sjálfvirkt "bracketing" sem lýsir sjálfkrafa myndirnar á mismunandi hátt. Það er þó hægt að ná góðum árangri á einfaldari hátt með vasamyndavél og jpg, án þrífóts. Það sakar ekki að reyna :-)

 

 

allar_eldgos_200w_edited-2.jpg

Myndirnar þrjár sem notaðar voru í HDR myndina sem er efst á síðunni.
Efsta er "rétt lýst" (í dekkra lagi), miðmyndin er undirlýst um 2 stopp, og neðsta myndin yfirlýst um 2 stopp. 

 

 

Til að fella saman þessar þrjár myndir í HDR er hægt að nota t.d. Photoshop Elements 8. Árangurinn verður þokkalegur. Bestur árangur næst þó líklega með sérhæfðu forriti eins og Photomatix.  Það er tiltölulega auðvelt og fljótlegt að fella myndirnar saman í HDR mynd, en þá tekur við smá nostur við að varpa myndinni svo vel sé yfir á birtusvið endanlegu myndarinnar, eða svokallað tone mapping.

---

Að lokum eru tvær myndir sem voru teknar af sólarlaginu í sömu ferð. Fyrri myndin er venjuleg, en síðari HDR. Hér gleymdi ég að stilla á RAW þannig að myndirnar voru jpg. Í þessu tilviki hefði jafnvel verið betra að taka fimm myndir í stað þriggja því sólin er ofurbjört. Það er ýmislegt að þessari HDR mynd, en hún sýnir hvernig hægt er að ná samtímis himninum, bjartri sólinni og bílunum sem koma akandi í rökkrinu. Skýin koma betur fram svo og landslagið í fjarska.

 

 


Venjuleg mynd

 

 
HDR mynd

 

---

Viðbót 4. apríl:

Smá tilraun innanhúss. 

 

img_2433.jpg
 
Venjuleg mynd
 
Allt of mikill birtumunur úti og inni. Landslagið fyrir utan gluggann sést ekki.
 
 
 
img_2434_1_2_3_tonemapped.jpg
 
  HDR mynd
Notaðar voru fjórar myndir lýstar 1/200 sek, 1/50, 1/10, og 1/3 sek. Ljósop f7,0. 100 ISO.
 
Landslagið fyrir utan gluggann sést jafn vel og skúmaskotin inni.
 
---
 
 

 

Þetta var aðeins lítilfjörleg kynning á þessari tækni sem gefur möguleika á miklu birtusviði, miklu meira en hægt er að ná á venjulegri mynd, hvort sem er á pappír eða skjá.

 

Ítarefni:

Wikipedia: High dynamic range imaging

Video sem sýnir hvernig nota má Photoshop Elements 8 til að búa til HDR myndir

Vefsíða sem sýnir hvernig nota má Photoshop Elements 8 til að búa til HDR myndir

Photomatix forritið

 Bloggsíða: HDR - Áhugaverð nýjung í ljósmyndatækni (Kjartan Sigurðsson)

 

 


 ---

 

 Hluti efstu myndarinnar. Takið eftir fólkinu efst á fjallinu

(Smella tvisvar á mynd til að stækka)

 

Nú er bara að prófa sjálfur HDR!   Nóg er til af kennsluefni á netinu...  Þetta er mun auðveldara en virðist við fyrstu sýn.


Flugvélar framtíðarinnar verða margar hverjar rafknúnar - Myndbönd...

 

 

Þessi draumur er orðinn að veruleika. Þessi fallega tveggja manna flugvél á myndinni er rafknúin og því næstum hljóðlaus. Þetta er alvöru flugvél í fullri stærð, en ekki leikfang. Flugvélin er kínversk og kallast Yuneec e430. (Yuneec er borið fram eins og unique). Sjá myndir og myndbönd hér.

Áður hefur verið fjallað um rafknúnar mannbærar flugvélar í pistlinum:  Rafknúnar alvöru flugvélar - Myndir og myndbönd

 

 Sjón er sögu ríkari:

 

 

 




 

Þessi stóra B-50 sprengjuflugvél sem er í eigu Tony Nijhuis er rafknúin. Ekki þó mannbær eins og Yuneec:

 

 

 

 


Röng þýðing seljanda sjónvarpstækja á hugtakinu contrast - Birtuskil en ekki skerpa...!

 

Flestir seljendur sjónvarpstækja nota kolranga þýðingu á hugtakinu contrast.  Þýða hugtakið sem skerpu.

Contrast hefur réttilega verið þýtt sem birtuskil á íslensku, enda lýsir það hugtakinu vel.

Í auglýsingum má lesa til dæmis "skerpa  10.000:1".    Þar ætti að standa "birtuskil: 10.000:1".

Að nota orðið skerpa fyrir contrast er undarlegt. Eiginlega bendir það til þess að viðkomandi sjónvarpsverslanir hafi aldrei komið nálægt ljósmyndun, þó svo að margar þeirra selji jafnframt dýrindis myndavélar.

Skerpa  er aftur á móti rétt  þýðing á orðinu sharpness. Myndir sem ekki eru í fókus hafa lélega skerpu. Þetta vita flestir aðrir en seljendur sjónvarpstækja, svo undarlegt sem það nú er.

 

Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um birtuskil:

"Birtuskil eða andstæða (e. contrast) segja til um birtuhlutfallið milli hvítasta hvíta litarins og svartasta svarta litarins. Í sjónvarpstækjum er birtuskilum lýst sem hlutfalli eins og 1200:1, 5000:1 eða 20.000:1 svo dæmi séu tekin. Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta. Birtuskilin eru ekki síður mikilvæg en upplausnin því þau segir til um birtudýptina í myndinni".

 

Seljendur sjónvarpstækja: Takið ykkur nú á!  Ef þið seljið einnig myndavélar þá verið þið að gæta ykkar á að rugla ekki saman hugtökum! Það er ekki traustvekjandi Woundering

 

Veit einhver um sjónvarpsauglýsingu þar sem orðið birtuskil er notað?      Í auglýsingum og leiðbeiningum fyrir myndavélar virðist orðið þó yfirleitt vera rétt notað.

 

Vísindavefurinn: Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?

Tölvuorðasafnið: Contrast: Birtuskil.

 

 Afsakið nöldrið... Smile


Danskir vísindamenn uppgötva vísbendingar um uppruna vatns á jörðinni...

 

 

 

Það hlýtur að teljast meiriháttar afrek að finna vatn umhverfis unga stjörnu sem er í 815 ljósára fjarlægð frá jörðu, en það hafa danskir vísindamenn einmitt gert samkvæmt nýlegri grein í danska blaðinu Ingeniøren. Greinina má lesa hér á vefsíðu blaðsins.

Þessi uppgötvun getur hugsanlega hjálpað okkur að skilja uppruna vatnsins á jörðinni, en vatnið er undirstaða alls lífs.

Vísindamennirnir fundu mikið vatn umhverfis stjörnuna  NGC1333-IRAS4B með litrófsmælingum. Til þess notuðu þeir sex stóra útvarpssjónauka sem eru við Grenoble í Frakklandi (sjá: Institut de Radioastronomie Millimétrique en þar er frétt im málið: Première localisation de l’eau dans un système planétaire en formation), en ekki venjulega sjónauka, þannig að það er ef til vill ekki alveg rétt að tala um litróf, en útvarpsbylgjur og ljós eru þó af sama meiði, þ.e. hvort tveggja rafsegulöldur. 

Þetta er stjarna sem er að byrja að myndast úr geimryki. Umhverfis hana hefur fundist gríðarmikið magn af vatni sem vísindamennirnir hafa áætlað vera 100 sinnum meira en vatnið á jörðinni.

 

 Hér má sjá hina ungu stjörnu NGC1333-IRAS4B. Efst til vinstri má sjá fingrafar vatns í "litrófinu" sem gulan topp ásamt merki  frá lífrænum efnasamböndum sem bláa toppa. Neðst til vinstri má sjá hvar vatnið var að finna.

 

Myndin efst á síðunni sýnir hugmynd listamanns um hvernið þessi unga stjarna gæti litið út. Hugsanlega eiga reikistjörnur eftir að myndast í ryk-skífunni sem er umhverfis sólina.

 

Takk Albert Albertsson fyrir ábendinguna!

 --- --- ---

 

 Lesið alla greinina sem bloggarinn nappaði af vef Ingeniøren:

 

 http://ing.dk/artikel/106239-dansk-opdagelse-giver-ny-viden-om-vands-tilblivelse-paa-jorden

Dansk opdagelse giver ny viden om vands tilblivelse på Jorden

Astronomer fra Danmark har fundet vanddamp omkring en stjerne, der blev til under sidste istid. Opdagelsen kan vise sig at være med til at løse gåden om, hvordan vand blev til på vores planet.

Af Thomas A. E. Andersen ,  onsdag 10. feb 2010 kl. 10:07

Fundet af vanddamp omkring en ung stjerne 815 lysår fra Jorden kan måske være med til at forklare, hvordan vandet, som er grundlag for liv som vi kender det i dag, er kommet til Jorden.

Det er en gruppe astronomer under ledelse af Jes Jørgensen fra Center for Stjerne og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum i København og Bonn Universitet som har fundet store mængder vanddamp i den roterende gas- og støvskive omkring stjernen NGC1333-IRAS4B.

Stjernen befinder sig 815 lysår fra Jorden og kan være forløberen for et planetsystem som vores eget solsystem.

Mere end 100 gange vandet i alle verdenshave
Ved hjælp af seks store radio-teleskoper placeret ved Grenoble i Frankrig, søgte astronomerne efter vand omkring den unge stjerne.

Stjernen NGC1333-IRAS4B blev dannet for cirka 10,000-50,000 år siden - samtidig med den sidste istid her på Jorden. Resultatet af observationerne viste, at der er en stor mængde vanddamp omkring
denne unge stjerne – og det befinder sig inden for et område svarende til afstanden mellem Solen og den yderste planet i vores solsystem, Neptun.

Mængden af vand i skiven er langt større end hvad man tidligere har antaget - mere end 100 gange den samlede mængde vand i alle verdenshavene på Jorden. Ewine van Dishoeck fra Leiden Universitet i Holland, som er medforfatter på artiklen, siger i en pressemeddelse:

»På grund af de lave temperaturer i molekyleskyen er det meste af vandet blevet til is før stjernen er blevet dannet, men i skiven tæt på den unge stjerne fordamper alt vandet, så vi kan observere det med vores radioteleskoper.«

Kollapset molekylesky fik det til at regne
Vand er grundlaget for liv som vi kender det på Jorden. En stor del af vandet i havene på Jorden stammer sandsynligvis fra verdensrummet.

Solen og planeterne blev formentlig dannet for omkring 4.5 mia. år siden da en lille del af en sky af gas og støv i verdensrummet - en såkaldt molekylesky - faldt sammen på grund af dens egen tyngdekraft.

I molekyleskyen var der også en lille del vand, som på en eller anden måde fandt vej til vores egen Jord. Helt præcist hvordan, er et af de store ubesvarede spørgsmål i studierne af livets oprindelse på Jorden.

»Disse observationer har åbnet for en helt ny metode til at studere vand i unge solsystemer. De radiobølger, som vi kan observere med teleskoperne, gør det muligt for os at kigge meget dybere ind mod stjernen og dens skive, end det hidtil har været muligt. Vi kan dermed studere de fysiske og kemiske processer der har betydning for hvordan skiven udvikler sig og hvordan planeter bliver dannet,« siger Jes Jørgensen fra Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum.

Jes Jørgensen har lige startet en ny gruppe ved Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum, som fokuserer på netop de spørgsmål.

Han planlægger at benytte bl.a. ESO’s kommende Alma-teleskop, som kan benyttes til at finde vand omkring mange unge stjerner og dermed fastlægge, om mængden af vand og hvor det befinder sig ændrer sig, mens stjernen bliver dannet.

 

 
 
 
En grafisk fremstilling af den unge stjerne NGC1333-IRAS4B. Forskere går ud fra at planeter vil kunne dannes i skiven af støv og gas, der omgiver den unge stjerne. For første gang har de også kunne påvise, hvor store mængder vand der findes i sådan en skive. (Foto: NASA/JPLCaltech/R. Hurt-Spitzer Science Center)
 
 
 
 
 
 
 
Den unge stjerne NGC1333-IRAS4B, hvor man øverst til venstre ser det spektrale fingeraftryk af vandmolekylet (gult) sammen med linjer fra komplekse organiske molekyler (blå). Nederst til venstre fordelingen af vand i skiven omkring den unge stjerne.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  --- --- ---
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 Ítarefni:

 

 The Astrophysical Journal Letters

 http://www.iop.org/EJ/abstract/2041-8205/710/1/L72

WATER VAPOR IN THE INNER 25 AU OF A YOUNG DISK AROUND A LOW-MASS PROTOSTAR*

Jes K. Jørgensen et al 2010 ApJ 710 L72-L76   doi: 10.1088/2041-8205/710/1/L72  Help

 
   PDF (263 KB) | HTML | References
 

Jes K. Jørgensen1,4 and Ewine F. van Dishoeck2,3
1 Argelander-Institut für Astronomie, University of Bonn, Auf dem Hügel 71, D-53121 Bonn, Germany
2 Leiden Observatory, Leiden University, P.O. Box 9513, NL-2300 RA Leiden, The Netherlands
3 Max-Planck Institut für extraterrestrische Physik, Giessenbachstrasse, D-85748 Garching, Germany
4 Current address: Centre for Star and Planet Formation, Natural History Museum of Denmark, University of Copenhagen, Øster Voldgade 5-7, DK-1350 Copenhagen K, Denmark.
E-mail: jes@snm.ku.dk and ewine@strw.leidenuniv.nl

 

ABSTRACT. Water is one of the key molecules in the physical and chemical evolution of star- and planet-forming regions. We here report the first spatially resolved observation of thermal emission of (an isotopologue of) water with the Plateau de Bure Interferometer toward the deeply embedded Class 0 protostar NGC 1333-IRAS4B. The observations of the H18 2O 31,3-22,0 transition at 203.4 GHz resolve the emission of water toward this source with an extent of about 0farcs2 corresponding to the inner 25 AU (radius). The H18 2O emission reveals a tentative velocity gradient perpendicular to the extent of the protostellar outflow/jet probed by observations of CO rotational transitions and water masers. The line is narrow, ≈1 km s–1 (FWHM), significantly less than what would be expected for emission from an infalling envelope or accretion shock, but consistent with emission from a disk seen at a low inclination angle. The water column density inferred from these data suggests that the water emitting gas is a thin warm layer containing about 25 M Earth of material, 0.03% of the total disk mass traced by continuum observations.

Key words: astrochemistry; ISM: abundances; ISM: individual objects (NGC 1333-IRAS4B); protoplanetary disks; stars: formation

* Based on observations carried out with the Institut de Radioastronomie Millimétrique (IRAM) Plateau de Bure Interferometer. IRAM is supported by INSU/CNRS (France), MPG (Germany), and IGN (Spain).

Print publication: Issue 1 (2010 February 10)
Received 2009 October 18, accepted for publication 2010 January 7
Published 2010 January 22

 

 Reyna má að nálgast sjálfa greinina hér.


Myndvinnsluforrit fyrir jólamyndirnar...

 

 

 

Fyrir réttu ári var fjallað um einfalt myndvinnsluforrit á þessum síðum í pistlinum  Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google.

Þrátt fyrir önnur miklu öflugri myndvinnsluforrit er Picasa það sem bloggarinn notar mest, enda er það einstaklega þægilegt í notkun.  Það er þó tæplega hægt að kalla það myndvinnsluforrit, því frekar er um að ræða forrit til að flokka myndir og raða í albúm, hvort sem er í tölvunni eða á vefnum. Það er þó hægt að framkvæma á einfaldan hátt allar helstu aðgerðir til að klippa til myndir, laga lit og birtu, ásamt því að prenta út myndir. Allar þessa aðgerðir eru einstaklega auðveldar, og svo sakar ekki að Picasa er ókeypis. 

Á vef Kennaraháskólans má finna leiðbeiningar. Kári Harðarson fjallar um hvernig nýjasta Picasa getur þekkt andlit hér.

Þó Picasa sé frábært forrit til að flokka myndir og lagfæra hefur það þó sínar takmarkanir. Picasa er alls ekki sambærilegt við Photoshop, en það er líka dálítill munur á verðinu, því sjálfsagt kostar Photoshop um hundarð þúsund krónur. Photoshop er reyndar óþarflega fullkomið og flókið fyrir flesta aðra en atvinnumenn.

Sem betur fer eru til alvöru myndvinnsluforrit sem kosta mun minna en Photosop og eru jafnfram auðveldari í notkun. Hér verður minnst á fáein þeirra. Menn mega gjarnan benda á önnur í athugasemdunum, eða segja sína skoðun.

 

gimp_logo.pngÓkeypis myndvinnsluforrit sem lofar góðu, en fáir vita um, er Gimp. Forritið er í stöðugri þróun og er hægt að nálgast síðustu útgáfu á vefsíðunni www.gimp.org  Gimp á fjölmarga aðdáendur og hefur verið boðið upp á námskeið um það á Íslandi.  Þó ég hafi hlaðið niður þessu forriti, þá hef ég mjög takmarkaða reynslu af því og væri áhugavert að heyra af reynslu manna.

 

 

 

corel_paint_shop_pro_photo_11_1.jpgCorel selur ágætt myndvinnsluforrit sem heitir Paint Shop Pro X2. Sjá vefsíðu hér.   Þetta er mjög öflugt forrit og getur flest af því sem maður hefur þörf fyrir og gerir það vel. Þetta forrit keypti ég fyrir mörgum árum, en nýjasta útgáfan er miklu betri. Forritið kostar aðeins $59 hjá Corel, en þar er einnig hægt að fá forritið lánað til reynslu. Sjálfsagt er að notfæra sér það.  Veit ekki hvort forritið er selt í verslunum hér á landi. (Myndin efst á síðunni er af þessu forriti).  Mjög gott.

 

 

 

photoshop-elements-7-300.jpgAdobe selur Photoshop Elements 8 sem er litli bróðir hins stóra og fullkomna Photoshop CS4. Sjá vefsíðu Adobe hér. Með Photoshop Elements er hægt að gera flest allt sem venjulegur áhugamaður gerir með Photoshop, en á auðveldari hátt.  Þeir sem hafa notað Photoshop vita hve erfitt er að ná tökum á því án tilsagnar. Photoshop elements getur hver sem er notað frá fyrsta degi, þar sem helstu aðgerðir til að lagfæra myndir er hægt að nálgast á einfaldan hátt. Smám saman lærir maður á flóknari aðgerðir, og auðvitað er helsti kosturinn að þá lærir maður um leið á gamla stóra Photoshop, þvi skyldleikinn leynir sér ekki. Forritið er hægt að fá lánað til reynslu hér, en það fæst m.a hjá Nýherja. Nokkur myndbönd hér.  Mjög gott.

 

Hvort er betra  Paint Shop Pro X2 eða Photoshop Elements 8? Sjálfsagt má deila um það endalaust. Paint Shop Pro X2 er heldur ódýrara og getur sumt betur en Photoshop Elements 8, en líklega eru þetta mjög sambærileg forrit. Sjálfur hef ég notað  Photoshop Elements 8 undanfarið og líkar vel.

 

 

Margir eru miklu fróðari um þessi mál en bloggarinn, en hann notar Picasa lang mest til að hafa yfirlit yfir myndirnar, lagfæra smávegis og raða þeim í allbúm. Síðan er gott að grípa til öflugra forrits fyrir þessar fáeinu myndir sem óvart eru verulega góðar, en þær eru varla fleiri en ein af hverjum hundrað. Þá reynist Photosho Elements 8 vel.

 

Fróðlegt væri að fá ábendingar og reynslusögur...

 


Einstein gengur aftur...

Ekki er annað að sjá en Einstein gangi aftur í þessu stutta myndbandi...

 

 

 

 

 

 ---

 

 En þetta fagra fljóð sem nefnist Repliee Q1:

 

 

 

Ég er handviss um að þetta er stúlkan sem ég sá ganga á Laugaveginum í gær. Augun í henni voru svo undarlega fjarræn og seiðandi...   Hver var þessi stúlka?  Var hún hugsanlega af hinni nýju kynslóð sem kallast Android? Ný kynslóð? Hafa ekki Android verið á ferli síðan á þrettándu öld?

 

Android kallast mannvélar sem líta út og haga sér eins og ég og þú.  Þær gætu þess vegna verið á sveimi hér og þar án þess að við gerum okkur grein fyrir því Alien

Android er ekki nýyrði. Albertus Magnus (~1193-1280) notaði þetta orð yfir svona fyrirbæri sem hann smíðaði á sínum tíma. Um það má t.d. lesa hér.

 

 

albertus_magnus_5629-400w.jpg
 
 
mchem3.jpg
 
Magnus Magia - Major Philosophia - Maximus Theologia

 Albert mikli, eða Albertus Magnus, hönnuður fyrstu android mannvélarinnar

 

 

Eins og sjá má á myndskeiðunum, þá virðist þessi tækni vera komin ótrúlega langt. Hvernig get ég verið viss um að þú sért raunverulega þú næst þegar ég mæti þér, eða er það kannski Android sem heilsar mér?  En sjálfur ég?

 

Viltu sjá myndband sem náðist af Repliee Q1 heima hjá sér? Prófaðu hér.

 


Innbrotið í tölvukerfi Climatic Research Unit í Englandi, og hugsanlegar afleiðingar þess...

 

 
0-nmjnpxft-hacker-d70focus-1.png


Sá fáheyrði atburður gerðist í síðustu viku að brotist var inn í tölvukerfi hinar heimsþekktu loftslagsrannsóknastöðvar Climatic Research Unit (CRU) og gríðarlegu magni af tölvupóstum og fleiri skjölum stolið.

Hugsanlega hefur einhver innanhúss staðið að þessum verknaði, eða þá einhver tölvuhakkari á internetinu, jafnvel í Rússlandi, því þar voru öll gögnin öllum aðgengileg í einhvern tíma.

 

Þetta eru um 150 Mb af gögnum með þúsundum skjala sem virðast vera aðgengileg öllum sem hafa geð í sér að skoða þau, en miðað við netheima undanfarna tvo daga virðast þeir vera allmargir. Gögnin virðast, eftir því sem fram hefur komið, vera ósvikin, en þó er aldrei að vita nema einhverju hafi verið breytt.

Ekki er hægt undir nokkrum kringumstæðum að mæla innbrotum í tölvukerfi annarra bót. Innbrot er alltaf innbrot og stuldur á tölvugögnum er þjófnaður eins og annar þjófnaður. Maður verður alltaf fyrir smá áfalli þegar fréttist af svona málum og fer að velta því fyrir sér hve tölvukerfi geta verið ótryggur geymslustaður. Maður verðu einnig hugsi yfir tilganginum. Getur hugsanlega verið að einhver innanhúss hafi hugsað svipað og "Litli Landsímamaðurinn" á sínum tíma og telji innbrotið því afsakanlegt. Hver sem tilgangurinn er, þá er erfitt að verja hann siðferðislega.

Meðal gagnanna var aragrúi tölvupósta milli vísindamanna undanfarinn áratug eða svo. Nokkur þessara bréfa hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga og verið fjallað um þau m.a. í greinum á vefsíðum og í greinum erlendra blaða. Þar komst undirritaður ekki hjá því að lesa innihald nokkurra þeirra og varð þá aftur brugðið. Eiginlega orðlaus. Maður á ekki að lesa annarra manna póst, en þegar úrdráttur er birtur á svona áberandi hátt og svona víða kemst maður ekki hjá því að lesa eitthvað af því sem þar stendur, þó ógeðfellt sé.

Það virðist nefnilega vera að heimur þessara vísindamanna sér ekki alveg flekklaus. Í þessu smá áfalli sem bloggarinn upplifði kom honum jafnvel augnablik fyrir sjónir sá heimur sem birtist í skáldsögu Michaels Chricton, State of Fear. Auðvitað alls ekki sambærilegt, og þó...

 

Í þessum pistli verður ekkert birt úr þessum bréfum, enda mjög óviðeigandi. Vilji menn lesa ítarlegri umfjöllun þá verða menn því að snúa sér annað, t.d. á þessar vefsíður:

 

DV:  Rannsóknir á hitafarsbreytingum falsaðar.

Vísir: Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega.

Loftslag.is


The Telegraph
   Climategate: the final nail in the coffin of 'Anthropogenic Global Warming'?

BBC
The Guardian
Foxnews
Boston Herald
CBS
Reuters
UPI

AP/ABC
Wall Street Journal

Climate Audit (mirror)

Real Climate
The Reference Frame
Antony Watts

Bishop Hill
...
...

 

Umfjöllun er miklu víðar, enda hlýtur þetta mál að hafa eftirmála. Ekki bara vegna innbrotsins, heldur einnig vegna þess sem komið hefur í ljós úr innihaldi þeirra, samkvæmt því sem lesa má á ofangreindum vefsíðum. Ef mark er takandi á því sem birt hefur verið, þá hafa vinnubrögðin hjá umræddri stofnun ekki alltaf verið til sóma. Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur.

Eiginlega er maður orðlaus yfir þessum ósköpum öllum...  Sjálfsagt verðum við að bíða í nokkra daga þar til rykið sem þessi atburður hefur þyrlað upp hverfur að mestu og menn ná áttum. Þangað til er varlegast að draga ekki of miklar ályktanir. 

 


Fréttir af CLOUD tilrauninni hjá CERN sem fjallar um kenningu Henriks Svensmark um samspil geimgeisla, skýja og hitafars jarðar...

 

Inni í Cloud hylkinu

Séð inn í CLOUD hylkið þar sem tilraun verður gerð til að nota tilbúna "geimgeisla"  til að búa til ský.
(Smellið þrisvar á myndina til að stækka hana).

 

Í nýju fréttablaði CERN frá 13. nóvember eru nokkrar fréttir af tilrauninni. Þar segir m.a:

"CERN is home to lots of experiments and collaborations. CLOUD is an experiment that uses a chamber to study the possible link between cosmic rays and cloud formation. The experiment is based at the Proton Synchrotron; this is the first time a high-energy physics accelerator has been used in the study of atmospheric and climate science. CLOUD's results could greatly modify our understanding of our planet's climate".

 

Sjá einnig greinina Happily CLOUDy hér.

Þar segir meðal annars:

"...Many experiments in the world are currently investigating the factors that may affect the planet’s climate but CLOUD is the only one that makes use of a particle accelerator. “The proton beam that the PS provides is unique because it allows us to adjust the “cosmic ray” intensity. In this way, we can simulate the difference of particle flux in the atmosphere in going from the ground to the outermost layers of the stratosphere (a factor 100 more intense)”, explains Jasper Kirkby, CLOUD’s spokesperson...".

"...Climate change is high up on the agenda of governments and experts worldwide. CLOUD has indeed the ambition to address this question too.

“One of our collaborators from Leeds University in the UK, has developed a ‘global model’ of the cloud processes that can affect the climate”, explains Kirkby. “Using the Leeds model, we will evaluate the climatic significance of any results that we find in CLOUD”".

Fram kemur í viðtalinu hér fyrir neðan, að búast megi við fyrstu niðurstöðum á næsta ári.

 

Í viðtalinu koma fram Jasper Kirkby sem er í forsvari fyrir CLOUD tilrauninni og Markku Kulmala sem er prófessor við Helsinki háskóla og yfirmaður loftslagsvísindadeildarinnar þar.

 


 

 Góða lýsingu Kirkby á tilrauninni er að finna hér.

 

CLOUD tilraunin

 

Eldri pistlar um Henrik Svensmark og kenningar hans:

Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...

Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....

Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 762527

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband