Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Ţverganga Venusar. Mynd sem ég tók 2004...


 

 

Ţverganga Venusar
 
 
 
 
Myndina sem birtist međ fréttinni í Morgunblađinu tók ég fyrir átta árum. Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 11. júní 2004.
 
Myndin er tekin međ Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45 - 480mm á ţessari myndavél). Ljósnćmi 100 ISO. Hrađi 1/4000 sek. Ljósop f36.
 
Sólfilterinn minn var ekki á sínum stađ svo nú voru góđ ráđ dýr.  Birtan frá sólinni var alltof mikil til ţess ađ hćgt vćri ađ ná mynd.  Ţegar neyđin er stćrst er hjálpin nćst.  Skýjabakki kom siglandi og sveif fyrir sólina.  Ég lét slag standa og smelli af myndum međ myndavélina stillta á minnsta ljósćmi, minnst ljósop og mestan hrađa.  Ţađ tókst ađ ná rétt lýstri mynd međ ţessari hjálp...
 
Ţađ er alls ekki hćgt ađ mćla međ svona ađferđ viđ myndatöku ţví ţađ er stórvarasamt ađ horfa í sólina. Ţađ er sérstaklega varasamt ađ međ svona myndavélum (SLR eđa DSLR) horfir mađur í gegn um linsukerfiđ beint í sólina.
 
 
venus-transit-ahb---obreytt-2.jpg
 
 
 
 
Umfjöllun Stjörnufrćđivefsins um ţvergöngu Venusar er hér.
 

 

 

 

 
 
 

mbl.is Stjörnuáhugamenn verđa víđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Catalína snýr aftur...

 

 

 

 

 Catalina

 

Hefur einhver séđ Catlínu nýlega? Ţađ hef ég gert og meira segja strokiđ henni blíđlega, enda fátt fegurra á jörđu hér. Ţeir sem kynnst hafa Catalínu gleyma henni seint... :-)

Hver er ţessi einstaka Catalína sem margir hafa elskađ? Fullu nafni heitir hún Cosolidated PBY5A Catalina og hefur stundum veriđ kennd viđ Vestfirđi. Nú vakna öugglega góđar minningar hjá mörgum. Já, hún Kata, auđvitađ. Hver man ekki eftir Kötunni...

 

tf-rvg.jpg

 

Myndin hér ađ ofan er tekin á Reykjavíkurflugvelli snemma á sjötta áratug síđustu aldar, en myndin efst á síđunni er tekin á svipuđum slóđum fyrir fáeinum árum. Báđar eru myndirnar af Vestfirđingi TF-RVG, en munurinn er sá ađ Sturla Snorrason smíđađi ţá sem litmyndin er af.

 

 

Catalina-flugbátar voru notađir á Íslandi um tuttugu ára skeiđ hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiđum og Landhelgisgćslunni. Ţetta var á árunum frá 1944 til 1963

Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Gamli-Pétur Flugfélags Íslands. Flugvélin var keypt frá Bandaríkjunum áriđ 1944 og varđ fyrsta íslenska flugvélin til ţess ađ fljúga milli landa ţegar Örn Ó. Johnson flugstjóri, Smári Karlsson flugmađur og Sigurđur Ingólfsson flugvélstjóri flugu vélinni frá New York í október 1944 ásamt tveimur Bandaríkjamönnum. Gamli-Pétur flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumariđ 1945.

Catalina flugbátar Flugfélags Íslands, Gamli-Pétur, Sćfaxi og Skýfaxi, og Loftleiđa, Vestfirđingur og Dynjandi, áttu mikinn ţátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944 til 1961. Ţá voru flugvellir fáir og samgöngur á landi erfiđar og var ţví mikill kostur ađ geta lent á sjó.

TF-RÁN var síđasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis, en ţađ var flugvél Lanhelgisgćslunnar sem var í notkun hérlendis 1954 til 1963. TF-RÁN kom mikiđ viđ sögu í ţorskastríđinu

 

Sturla Snorrason er mikill smiđur. Hann hannađi og smíđađi forláta líkan af Vestfirđingi sem sjá má efst á síđunni og á myndbandinu hér fyrir neđan ţar sem Sturla flýgur Vestfirđingi á Tungubökum í Mosfellssveit áriđ 2001. Ţađ er gaman ađ fylgjast međ gamla Catalinu flugstjóranum Smára Karlssyni sem greinilega yngist um nokkra áratugi ţegar minningarnar streyma fram...

Ţetta líkan af gamla Vestfirđingi er einstakt. Smíđin er návćm, uppdraganleg hjólastell og uppdraganleg flot á vćngendum. Flugmennirnir í stjórnklefanum hreyfa sig  og svo getur líkaniđ flogiđ og hefur svipađa flugeininleika og fyrirmyndin.

Sturla selur smíđateikningar, uppdraganleg hjólastell og fleira sem sjá má hér, og hér.  Grein á ensku um ţennan forláta grip má lesa međ ţví ađ smella á hlekkina sem finna má hér. Vestfirđingur verđur til sýnis í Flugskýli 1 á flugsýningunni annan í Hvítasunnu.

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 Til ađ frćđast meira um smíđi og flug véla eins og ţeirrar sem Sturla smíđađi:

www.frettavefur.net


 


Styrktartónleikar píanósnillingsins Martins Berkofsky í Hörpu 26. maí 2012.

 

  martin-berkofsky-600w.jpg

 



 


Martin Berkofsky, Íslandsvinur og heimsţekktur listamađur, heldur tónleika í Hörpu laugardaginn 26. maí. 

Takmarkađ miđaframbođ ţví mikil nálćgđ verđur viđ listamanninn. 

Miđa má nálgast á www.harpa.is

 

 

Martin Berkofsky leikur á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Norđurljósi í Hörpu laugardaginn 26. maí. Martin hefur sjálfur háđ hetjulega baráttu viđ krabbamein undanfarin tíu ár og hefur haldiđ hundruđ tónleika til styrktar krabbameinsfélögum. Nú kemur hann til Íslands til ađ gera slíkt hiđ sama. Martin mun leika lög eftir Franz Liszt en fáir núlifandi listamenn túlka ţennan risa píanósins jafn vel og Martin Berkofsky.

Um Martin Berkofsky 

- texti eftir félaga í Samtökum um tónlistarhús

Martin Berkofsky kom inn í íslenskt tónlistarlíf eins og hvirfilbylur upp úr 1980 og var ţá ţegar ljóst ađ ţar fór stór mađur í listsköpun sinni. Martin var undrabarn og spilađi fyrst sjö ára gamall međ sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, píanókonsert eftir Mozart. Hans stóra áhugamál í lífinu hefur ćtíđ veriđ Franz Liszt og hann fann ýmis verk eftir ţann snilling sem áđur höfđu legiđ gleymd víđs vegar í Evrópu. Hann varđ síđan nokkurs konar sendiherra Bandaríkjanna og spilađi víđa á vegum Bandaríkjastjórnar, ţar til hann sendi gamla Bush bréf um ađ hann vćri ekki sáttur viđ árásarstefnu Bandaríkjanna. Ţá var hann strikađur út af sendiherralistanum og honum allar leiđir lokađar.  

Fljótlega eftir ađ Martin kom til Íslands, en ást á konu leiddi hann ţangađ, lenti hann í hrikalegu slysi á mótorhjóli sínu og mölbraut á sér handlegginn, fjórtán brot. Honum var sagt ađ hann gćti aldrei spilađ aftur en ţökk sé ótrúlegum baráttuvilja og ađ hans mati lćkningu ađ handan, tókst honum ađ komast aftur ađ sínu hljóđfćri. 

Ţegar veruleg hreyfing komst á ađ byggja tónlistinni hús á Íslandi um 1983 gerđist hann strax ötull baráttumađur fyrir ţeirri hugmynd međ ţeim eina hćtti sem hann kunni, ađ spila stuđningstónleika. Hann tók ţátt í tónleikum í Austurbćjarbíói og hélt sjálfstćđa tónleika í Ţjóđleikhúsinu fyrir trođfullu húsi, spilađi út um land og hann spilađi í Harvard í Bandaríkjunum málinu til framdráttar. Hann gaf út snćldu málinu til stuđnings – ţá voru geisladiskarnir ekki komir – sem seldist ótrúlega vel.

Martin hélt upp á sextugsafmćliđ sitt međ ţví ađ hlaupa 1400 kílómetra í Bandaríkunum og halda tónleika á hverju kvöldi eftir hlaup dagsins. Ţannig safnađi hann yfir 10 milljónum króna sem runnu til ţeirra sem voru međ krabbamein á hverjum stađ. Hann hefur spilađ mikiđ í Austurlöndum nćr, enda armenskur gyđingur ađ uppruna, og á Ítalíu síđustu ár allt til stuđnings baráttunni viđ krabbamein. Sjálfur hefur hann aldrei haft neinn áhuga á peningum.

Félagar í Samtökum um tónlistarhús, í samstarfi viđ Krabbameinsfélag Ísland, eru ađ fá Martin hingađ til lands til ađ halda styrktartónleika í Hörpu, en til ţeirrar byggingar lagđi hann mikilsverđan skerf. Hann mun flytja verk Liszts sem enn á erindi viđ okkur međ tónlist sinni, enda ţótt liđnar séu ţrjár aldir síđan hann fćddist. 
 
 ---
 

 

 

Efnisskrá:

Öll verkin eru eftir Franz Liszt (1811-1886)

1. Pater Noster /Fađir vor…

 

   Pater noster, qui es in coelis, sanctificetur nomen tuum;

   adveniat regnum tuum;

   fiat voluntas tua sicut in coelo et in terra.

   Panem nostrum quotidianum da nobis hodie,

   et dimitte nobis debita nostra,

   sicut et nos dimittimus debitoribus nostris.

   Et ne nos inducas in tentationem.

   Sed libera nos a malo.

   Amen.

 

2. Il Festo Transfigurationis nostri Jesu Christi

 

3. Légende: St. François d'Assise. La prédication aux oiseaux

(Lausl. ţýđ.: Ţjóđsaga: St. François d'Assise. Spádómur fuglanna

 

4. Miserere d´Aprčs Palestrina /Miskunnarbćn skv. Palestrina

 

   Miserere mei Deus secundum magnam misericordiam tuam

   Et secundum miserationem tuam

   Dele iniquitatem meam.

 

5. Valhalla (Aus Der Ring des Nibelungen) /

    (Úr Niflungahringnum)                                        

    (Wagner-Liszt-Berkofsky)

 

HLÉ

 

6. Les Morts-Oraison* /Dauđinn  

 

   Ils ont aussi passé sur cette terre; ils ont descendu le

   fleuve du temps; on entendit leur voix sur ses bords,

   et puis l'on n'entendit plus rien.

   Ou sont-ils? Qui nous le dira? 

   Heureux les morts qui meurent dans le Seigneur!

    (Lausl. ţýđ.:)

    Ţeir hafa og veriđ á ţessari jörđ; ţeir hafa fylgt tímans straumi;

    Rödd ţeirra heyrđist viđ árbakkann og ţagnađi síđan.

    Hvar eru ţeir, hver mun upplýsa okkur?

    Lánsamir eru ţeir látnu sem deyja í drottins nafni!

 

  *(Verkiđ er leikiđ í minningu um Edward Parker Evans,

      f. 31. janúar 1942  d. 31. desember 2010).

 

7. Légende: St. François de Paule marchant sur les flots /

    (Lausl. ţýđ.:)  Ţjóđsaga: heilags François de Paule, gangandi á vatninu

 

8. Hungarian Rhapsody No. 12 / Ungversk rapsódía No. 12

 
 
 ---
 
Áđur hefur veriđ fjallađ um hinn margbrotna tónlistarsnilling á ţessu bloggsvćđi:
 

Viđtal Voice of America viđ Martin Berkofsky.  Ísland kemur viđ sögu...

American classical pianist Martin Berkofsky has long impressed music critics around the world with his firebrand virtuosity. But as VOA's Irina Robertson learned when she met recently with Berkovsky, he stopped playing for personal fame 25 years ago and began performing for charitable causes. Scot Riddlesburger narrates the story.    


 

 merki-harpa-tonlistarhus.jpg

        


 

Harpa 26. maí 2012

 

 

 

 

 

Spurningar sem fá verđur svar viđ áđur en rćtt verđur um langtímaleigu á Grímsstöđum á Fjöllum...

 

 

grodurkort.jpg

 

 

Áđur en Grímsstađir á Fjöllum verđa leigđir útlendingi til 40 ára, eđa 99 ára eins og hann vill sjálfur, ţurfa nokkur atriđi ađ liggja skýrt fyrir.  Ţarna er um 300 ferkílómetra af landsvćđi í jađri hálendisins ađ rćđa, ţannig ađ ţetta er mál sem snertir alla Íslendinga.  
300 ferkílómetrar eru 30 ţúsund hektarar.

Ég trúi ekki öđru en svör viđ neđangreindum spurningum liggi fyrir. Ég neita ađ trúa ţví ađ menn geti veriđ svo miklir kjánar ađ ana út í samninga án ţess ađ skođa máliđ.   Ţví óska ég eftir ađ ađilar sem starfa fyrir okkur tímabundiđ viđ stjórn lands og sveitarfélaga upplýsi okkur nú ţegar um ţađ sem ţeir vita.  Menn verđa einnig ađ gera sér grein fyrir ađ munnlegir samningar viđ útlendinga um hvađ til stendur ađ gera hafa ekkert gildi, ţeir verđa ađ vera skriflegir og liggja fyrir áđur en rćtt  er um langtímaleigu.

 

1)      Er vitađ í hverju er ćtlunin er ađ fjárfesta, en rćtt hefur veriđ um 20 milljarđa króna fjárfestingu?

2)      Óljósar fregnir eru af hóteli og golfvelli, en slíkt kostar ekki nema brot af 20 milljörđunum.

3)      Mun ţessum fjármunum verđa eytt hér innanlands, eđa er ađ miklu leyti um ađ rćđa fjármagn sem notađ verđur til ađ kaupa efni og vörur erlendis?

4)      Verđa iđnađarmenn, tćknimenn og verkamenn, sem starfa munu viđ framkvćmdina,  ađ stćrstum hluta íslenskir, eđa verđa ţeir ađ mestu útlendingar?

5)      Verđa starfsmenn hótelsins, golfvallarins og alls hins sem koma skal, Íslendingar, eđa verđa ţeir flestir fluttir inn?

6)      Verđi starfsmennirnir kínverskir, hve margir verđa ţeir?

7)      Hvernig munu starfmennirnir búa? Verđur reist ţorp á svćđinu fyrir ţá eđa háhýsi/íbúđablokk?

8)      Heyrst hefur ađ reiknađ sé međ flugvelli á Grímsstöđum, vćntanlega til ađ flytja ferđamenn til og frá landinu. Er ţađ rétt?

9)      Ef  flugvöllur verđur gerđur í tengslum viđ hóelsamstćđuna, hver mun ţá sinna tollgćslu og landamćraeftirliti, ţ.á.m. Schengen eftirliti? Hver mun kosta ţađ?

10)   Er hćtta á ađ ţessi hugsanlegi flugvöllur trufli örćfakyrrđ hálendisins?

11)   Ţurfa framkvćmdir á ţessum 30.000 hektara lands ađ fara í umhverfismat?

12)   Hefur Umhverfisráđuneytiđ og Umhverfisstofnun ekki ţungar áhyggjur af ţessu máli sem fylgja munu lítt afturkrćfar framkvćmdir á jađri hálendisins?

13)   Hafa Náttúruverndarsamtök ekki áhyggjur af ţróun mála?  Landvernd?

14)   Er hćtta á ađ leigutaki muni hindra umferđ ferđamanna um ţessa 30 ţúsund hektara lands? Ţađ vćri ţó vćntanlega ólöglegt, en hvađ kynni mönnum ađ detta í hug...

15)   Gerir vćntanlegur leigutaki sér grein fyrir ţeim reglum og skyldum sem gilda hér á landi m.a.  í jarđa- og ábúđalögum, t.d. varđandi  smölun fjár og ađrar skyldur viđ samfélagiđ?

16)    Er hćtta á gríđarlegu slysi eins og ţegar kínverskir athafnamenn ćtluđu sér stóra hluti í Kalmar í Svíţjóđ áriđ 2006, en allt fór í vaskinn eins og hálfbyggđ hús og opnir húsgrunnar bera ófagurt vitni um? (Sjá hér, hér, hér, hér, hér). Í Kalmar lćrđu menn dýrkeypta lexíu, og gćtum viđ lćrt mikiđ af reynslu Svía.  Í Sćnska ríkissjónvarpinu var sýnd heimildarmynd um ţetta furđulega mál, og er vonandi ađ RÚV sýnir ţá mynd sem allra fyrst. Sjá Kineserna Kommer.

17)   Er ţessi vćntanlegi samningur um langtímaleigu fordćmisgefandi?

18)   Hafa menn lesiđ varnađarorđ Dr. Ágústs Valfells sem eitt sinn var forstöđumađur Almannavarna ríkisins og lengi prófessor í kjarnorkuverkfrćđi viđ bandarískan háskóla?  Hafa menn hugleitt innihald greinarinnar?  Grein hans nefnist Gangiđ hćgt um gleđinnar dyr, og birtist 13. desember s.l.   Sjá hér.   

 

19)   Mun vćntanlegur leigutaki krafinn um tryggingar fyrir ţví ađ í einu og öllu verđi fariđ eftir ţeim lögum, reglum og venjum sem gilda á Íslandi?

 

20)   Sjálfsagt hef ég gleymt einhverjum spurningum, - ţeim má bćta viđ seinna...

 

 

 

Uppfćrt:

Viđbótarspurningar sem komiđ hafa fram í athugasemdum og víđar. (Ef til vill verđur fleiri atriđum bćtt viđ hér ef ástćđa er til):

 21)   Hvađ gerist ađ 40 (eđa 99) árum liđnum eđa ţegar samningnum lýkur?  Hvernig verđur međ mannvirkin og allt raskiđ?  

Verđur skilyrt í samningnum ađ leigutaki skili landinu í sama ástandi og hann tók viđ ţví?

Eđa, ţarf landeigandi etv. ađ leysa til sín öll mannvirkin og greiđa fyrir?  Munum ađ ţetta eru 20 milljarđar sem veriđ er ađ rćđa um og landeigandinn (sveitarfélagiđ)  gćti ţurft ađ borga.   Ţađ ţarf ţví ađ gćta sín ţegar og ef samningur er gerđur.

 

22)   Hver ber kostnađ af vegagerđ og gatnagerđ, ađrennsli og frárennsli, rafmagni o.ţ.h. Hvađ um lögćslu ?  Er ţađ ríkiđ eđa sveitarfélög sem sem tekur ţann hluta ađ sér eins og oftast er gert ráđ fyrir?


23) ţađ er ljóst ađ fjölda starfsmanna ţarf til ađ starfa viđ hótel, golfvelli o.fl. sem tilheyra 20 milljarđa fjárfestingunni á Grímsstöđum. Vćntanlega munu flestir búa á stađnum, sérstaklega í ljósi ţess ađ samgöngur í ţessum landshluta geta veriđ erfiđar ađ vetri til. Hver mun reka grunnţjónustu viđ íbúana, svo sem leikskóla, grunnskóla, heilsugćslu...?  Lćknisţjónusta viđ hótelgesti?  Lendir ţetta allt á sveitarfélaginu?  - Eđa er reiknađ međ ađ ţetta verđi allt saman kínverskt ţorp, eins konar Chinatown?

 

24) Vetur eru harđir á ţessum slóđum.  Munu koma fram auknar kröfur um ađ vegakerfinu sé haldiđ opnu?  Hver mun bera kostnađ af ţví?

 

25) Hefur utanríkisráđuneytiđ látiđ kanna hvort íslenskum athafnamönnum standi til bođa ađ taka á leigu eđa kaupa 0,3% af Kína?

 

 

 

 

 

 

Nú getur auđvitađ vel veriđ ađ allar hliđar ţessa máls hafi veriđ skođađar og skjalfestar, og ađ allt sé í lagi. Ef svo er, ţá ber viđkomandi yfirvöldum ađ sjálfsögđu skylda ađ upplýsa okkur um ţađ.

 

 

Ef svar viđ öllum ţessum spurningum liggur ekki fyrir, ţá verđur ađ afla ţeirra skriflega áđur en rćtt verđur um langtímaleigu á hinu 30.000 hektara landi Grímsstöđum á Fjöllum.

Um ţađ hljóta allir sannir Íslendingar ađ vera sammála.

 

Hitt er svo annađ mál ađ ţađ getur veriđ erfitt ađ taka "rétta" ákvörđun í svona flóknu máli. Ţađ eru ţó til ađferđir sem auđvelda slíkt, en í ţessum bloggpistlum hafa einmitt tvćr slíkar ađferđir veriđ kynntar.

Önnur ađferđin nefist á íslensku  nefnist ađferđin SVÓT greining.     (Styrkur, Veikleiki, Ógnun, Tćkifćri), en á ensku  Ensku SWOT analysis.   (Strength, Weakness, Opportunity, Threat). Ţessi einfalda ađferđi var kynnt í ţessum bloggpistli um Icesave máliđ.

Svo er til enn öflugri áhćttugreining sem kynnt var í öđrum bloggpistli um Icesave máliđ á sínum tíma.  Ţessi ađferđafrćđi getur nýst öllum vel ţegar ţeir standa frammi fyrir ákvarđanatöku ţar sem máliđ er snúiđ og áhćttur margar og mismunandi. Sama hvort ţađ er í fjármálum, framkvćmdum eđa stjórnmálum. Sama hvort ţađ er í ţjóđfélaginu, vinnustađnum eđa einkalífinu. Hún er notuđ viđ stórframkvćmdir og jafnvel notuđ af ţinginu og ráđuneytum í Ástralíu.

Báđar ţessar ađferđir gćtu nýst vel ţeim sem ţurfa ađ fjalla um framkvćmdir eins og ţćr sem komiđ hafa til greina á Grímsstöđum. 

 


 

gangid-haegt-haegt-um-gledinnar-dyr---agust-valfells----crop.jpg

 


 Tví- eđa ţrísmelliđ á mynd til ađ stćkka og lesa grein.
 
Gangiđ hćgt um gleđinnar dyr.

Ţađ er fyrir öllu!
 

 
 

 


mbl.is Huang fagni ekki of snemma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt
Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Nýjasta Gangverk fréttablađ Verkís á afmćlisári komiđ út - Fćst ókeypis hér :-)

 

 

 

logo-upphleypt-liggjandi-verkfraedistofa.png

 

 

Verkfrćđistofan Verkís er langelsta verkfrćđistofan á Íslandi og varđ 80 ára á ţessu ári, en áriđ 1932 stofnađi Sigurđur Thoroddsen verkfrćđistofu sína sem síđan varđ einn af máttarstólpum Verkís...
Af ţví tilefni er sérstaklega vandađ til fréttablađsins Gangverk. Annađ tölublađ afmćlisársins var ađ koma út og má nálgast ţađ ókeypis á netinu. 


Međal efnis aprílblađsins er áhugavert viđtal viđ einn af frumkvöđlum verkfrćđistofunnar Verkís, Egil Skúla Ingibergsson, sem um tíma var borgarstjóri Reykjavíkur, en hann stofnađi verkfrćđistofuna Rafteikningu, sem er međal fimm öflugra máttarstólpa Verkís.

Í blađinu er einnig fjallađ um nýjar virkjanir á norđurlandi, mývarginn mikla sem gerđi mönnum lífiđ leitt međan á virkjanaframkvćmdum viđ Sogiđ stóđ og notkun DDT í baráttunni viđ hann, verkfrćđingaverkföllin um miđja síđustu öld sem áttu eftir ađ hafa jákvćđar afleiđingar, o.m.fl. 

 

Á afmćlisárinu eru ţegar komin út tvö blöđ, en ţau verđa vćntanlega um fimm alls.

Öll eintök Gangverks, 21 ađ tölu, má nálgast hér á vefsíđu Verkís, en síđustu 5 hér fyrir neđan.

 

Ţađ getur hentađ vel ađ hćgrismella á krćkjurnar og nota Save Link As  til ađ vista blađiđ sem pdf, og lesa ţađ síđan međ hjálp Acrobat. Stundum er auđveldara ađ lesa ţannig en beint í vefskođaranum.

 

 

Forsida-Gangverk-Apr-2012

Apríl 2012.  Smella hér: 2.tbl 2012

Greinar:

  • Lýsing á húsnćđi og tré í tilefni afmćlis.
  • Viđtal viđ Egil Skúla Ingibergsson stofnanda. Rafteikningar og fyrrum borgarstjóra.
  • Jarđgufuvirkjanir á Norđausturlandi.
  • Varnarefniđ DDT og mývargur í Sogi.
  • Hús verkfrćđingsins.
  • Frá hinu opinbera inn á stofurnar.
  • Fréttamolar.
Forsida Gangverk 1 tbl 2012

Febrúar 2012. Smella hér:  1.tbl 2012

Greinar:

  • Fyrstu ár Verkfrćđistofu Sigurđar Thoroddsen.
  • Viđtal viđ Björn Kristinsson stofnanda Rafagnatćkni og prófessor emeritus.
  • Byggingarćvintýri Viđlagasjóđshúsanna.
  • Jarđvarmaverkefni í Kenía.
Forsida Gangverk Des 2011

Desember 2011. Smella hér: 2.tbl 2011

Greinar:

  • Umhverfisstjórnun hjá Verkís.
  • Lífsferilsgreiningar.
  • Almenningshjólaleigur.
  • Vistvćn hönnun og vottanir.
  • Díoxín í umhverfinu.
  • Búorka.
  • Sjávarfallavirkjanir.
  • Vistbyggđaráđ.
  • Hvers vegna ađ spá í skólp?
  • Húsasótt - hvađ og hvers vegna?
Forsida Gangverk febrúar 2011

Febrúar 2011. Smella hér: 1.tbl 2011

Greinar:

  • Flokkun jarđhitasvćđa.
  • Hitaveita á höfuđborgarsvćđinu.
  • Hellisheiđarvirkjun og hellisheiđarćđ.
  • Jarđhitavirkjanir á Reykjanesi.
  • Auđlindagarđurinn Svartsengi.
  • Snjóbrćđslukerfi í Reykjavík.
Gangverk_vor_2010-1

Vor 2010. Smella hér: 1.tbl 2010

Greinar:

  • Fyrirtćkjamenning og starfsandi í sameiningu.
  • Björgunarstarf á Haíti.
  • Verkís um allan heim.
  • Ráđgjafasamningi Kárahnjúkavirkjunar lýkur.
  • Verkís á Grćnlandi.
  • Engin diskókúla.
  • Andblćr - loftrćstikerfi.
  • Ljósgćđi - Lífsgćđi.
  • Vatnaflsvirkjun í Georgíu.
 
 
Fimm gamalgrónar verkfrćđistofur runnu saman í eina undir nafninu Verkís áriđ 2008.
Fjöldi starfsmanna er 320.
 
VST - Verkfrćđistofa Sigurđar Thoroddsen (1932)
RT - Rafagnatćkni (1961)
Fjarhitun (1962)
Rafteikning (1962)
Fjölhönnun (1970)

 
 
 
afmaelismerki-upphleypt-liggjandi-consulting_1149181.png
 
 
 
 

 

1932 – 2012

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Stríđ og friđur - góđ grein Péturs Stefánssonar verkfrćđings um ástandiđ á Íslandi samboriđ viđ eftirstríđsárin í Ţýskalandi...

 

 

"Aldrei á mínum 70 árum hef ég upplifađ jafn neikvćđa ţjóđfélagsumrćđu, reiđi og persónulega óvild eins og mér finnst ég skynja í ţjóđfélaginu í dag"...  

Ţannig skrifar Pétur Stefánsson í grein í Morgunblađinu í dag 13. apríl.  Ég er svo innilega sammála Pétri ađ ég tek mér besssaleyfi og birti grein Péturs hér í heild sinni.

 

 

petur-stefansson.jpg"Mér hefur síđustu misserin orđiđ tíđhugsađ til námsáranna í München eftir stríđiđ. Ég kom til Ţýskalands ţegar 13 ár voru liđin frá stríđslokum. Uppbyggingin var ţá hafin af krafti en menn voru enn ađ brjóta niđur ónýt hús og hreinsa rústir. Ég bjó um tíma hjá gamalli ekkju sem misst hafđi bćđi eiginmanninn og einkasoninn í stríđinu. Hún kvartađi ekki. Ţađ kvartađi enginn. Umferđ var lítil og vöruúrval var lítiđ, ţó svalt held ég enginn. Ţjóđin var sakbitin. Enginn minntist á stríđiđ. Ţađ ríkti ţögul ţrá eftir nýrri framtíđ.

 

»Ţýska efnahagsundriđ«

Ţađ var sérstaklega eftirminnilegt ađ fylgjast međ stjórnmálunum. Tveir menn voru áberandi, Konrad Adenauer kanslari og Ludwig Erhard efnahagsmálaráđherra. Adenauer talađi kjark í ţjóđina og sinnti einkum hinu víđara samhengi í Evrópu. Ludwig Erhard, sem síđar hefur veriđ nefndur fađir ţýska efnahagsundursins, hafđi forystu um endurreisn efnahags landsins. En hver var ţessi Ludwig Erhard og hver var hans galdur. Erhard var sonur smákaupmanns í Fürth. Hann gekk í verslunarháskóla en nam síđan hagfrćđi og félagsfrćđi og lauk doktorsprófi. Áriđ 1948 varđ hann forstöđumađur efnahagsráđs hernámsstjórnarinnar og afnam sem slíkur verđlagshöft og opinbera framleiđslustýringu samhliđa upptöku ţýska marksins. Ári síđar varđ Erhard ţingmađur CDU (nú flokkur Angelu Merkel) og efnahagsmálaráđherra til 14 ára. Erhard var ţó aldrei flokksbundinn og ađ mínu mati aldrei fulltrúi neins nema ţýsku ţjóđarinnar. Ludwig Erhard lagđi ţunga áherslu á frjálst efnahagslíf (»die freie Wirtschaft«) en hann lagđi jafnframt áherslu á félagslegt réttlćti (»die soziale Gerechtigkeit«). Ţetta var mikil jafnvćgislist. Hann vissi ađ hann mátti ekki lama dráttarklára atvinnulífsins en hann stóđ líka dyggan vörđ um grundvallarmannréttindi. Allir áttu rétt á ađ lifa mannsćmandi lífi og njóta hćfileika sinna. »Wohlstand für alle«, velferđ fyrir alla, var kjörorđ hans og raunar heiti á bók ţeirri er hann síđar gaf út. Ţađ sérstaka afbrigđi kapítalisma sem ţróađist í Ţýskalandi á ţessum árum (og ríkir í meginatriđum enn) hefur veriđ nefnt »Ordokapitalismus«, vćntanlega, án ţess ég viti ţađ, skylt ţýska orđinu Ordnung (regla).

Ţegar ég hélt heim frá námi sex árum síđar voru rústirnar ađ mestu horfnar, vöruúrval orđiđ fjölbreytt í verslunum og menningarlíf tekiđ ađ blómstra á ný. Á einum aldarfjórđungi byggđu Ţjóđverjar öflugasta iđnríki álfunnar undir öruggri leiđsögn Ludwigs Erhards og eftirmanna hans.

 

Ólíkt höfumst viđ ađ

Viđ Íslendingar lentum líka í stríđi, stríđi viđ eigin breyskleika og hömluleysi og eigum líka um sárt ađ binda. Viđ settum kíkinn fyrir blinda augađ og biđum lćgri hlut.

Ţegar ég hins vegar ber ástandiđ hér heima saman viđ ástandiđ í Ţýskalandi eftir stríđiđ verđ ég hugsi. Aldrei á mínum 70 árum hef ég upplifađ jafn neikvćđa ţjóđfélagsumrćđu, reiđi og persónulega óvild eins og mér finnst ég skynja í ţjóđfélaginu í dag. Af hverju erum viđ svona reiđ? Tókum viđ ekki flest einhvern ţátt í dansinum, mishratt ađ vísu. Vissulega urđum viđ fyrir áfalli og vissulega töpuđum viđ nokkrum fjármunum. Ţannig tapađi undirritađur t.d. 30-40% af lífeyrisréttindunum sínum til ćviloka og eignir hans lćkkuđu í verđi eins og eignir annarra. Hann ćtti ţví samkvćmt formúlunni ađ vera bćđi sár og reiđur. Ţví fer ţó fjarri. Ég er bćđi glađur og ţakklátur. Glađur yfir ţví ađ húsin okkar eru heil, brýrnar okkar heilar, framleiđslutćkin heil og ríkisfjármálin alveg ţokkaleg í alţjóđlegum samanburđi. Ég er líka ţakklátur ţeim sem brugđust viđ ţegar á reiđ, ţakklátur ţeim sem settu neyđarlögin, Ţakklátur Indefence-hópnum fyrir öfluga málsvörn og ţakklátur forseta Íslands sem međ fyrra málskoti sínu líklega bjargađi börnum okkar frá áralöngum skuldaklafa. Ţótt margar fjölskyldur eigi vafalaust enn í erfiđleikum vegna atvinnumissis og greiđsluörđugleika tel ég ađ á heildina litiđ sé lítil innistćđa fyrir allri ţeirri neikvćđu umrćđu sem á okkur dynur í netheimum og fjölmiđlum. Ţvert á móti tel ég ađ viđ eigum međ okkar vel menntuđu ćsku og ríku auđlindir til lands og sjávar alla möguleika á ađ endurheimta hér »velferđ fyrir alla« ef viđ einungis berum gćfu til ađ ţroska okkar stjórnmálalíf, móta okkur skýra framtíđarsýn og láta af öfgum til hćgri og vinstri. Traust ţjóđarinnar til Alţingis Íslendinga virđist ţví miđur vera í sögulegu lágmarki. Ég hef áđur lýst efasemdum mínum um ágćti hinna opnu prófkjara og hvernig ţau hafa ađ mínu mati fćlt vel menntađ og reynslumikiđ fólk frá ţátttöku í stjórnmálum. Ţađ er, ef rétt er, mikiđ áhyggjuefni. Stjórnmálaflokkarnir verđa nú ţegar nálgast kosningar ađ átta sig á ţví ađ traust fylgir ekki stjórnmálaflokkum, traust fylgir einstaklingum. Ţađ á ekki bara viđ um núverandi stjórnarflokka, ţađ á líka viđ um ţann flokk sem ég hef jafnan stutt í gegnum árin".

 

Ég held ţađ sé varla tilviljun, en á svipuđum nótum og Pétur hef ég sjálfur ítrekađ hugsađ undanfariđ.   Síđustu vikur er ég var staddur erlendis međ fjölskyldu minni varđ mér einmitt tíđrćtt um ţessa "neikvćđu ţjóđfélagsumrćđu, reiđi og persónulegu óvild",  svo ekki sé minnst á tilhneigingu margra ráđamanna til ađ gera allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ tefja fyrir uppbyggingu hér á landi eftir hruniđ.  Ég tapađi eins og Pétur 30-40% af lífeyrisréttindum mínum, en er á sama hátt og Pétur ţakklátur ţeim sem gerđu ţađ sem í ţeirra valdi stóđ til ađ forđa okkur og börnum okkar frá algjöri hruni. Viđ Pétur erum nánast jafnaldrar, munar kannski hálfum áratug, og kollegar, og kannski er ţađ ţess vegna ađ viđ höfum svipađa sýn á málin. Ég hef ţó grun um ađ flestallir góđir og sannir Íslendingar geti tekiđ heils hugar undir ţessi ágćtu skrif Péturs.

 

 



 


Hafísinn í hámarki hámarki vetrarins, örlítiđ meiri en undanfarna vetur...

 

seaice-31mars2012-c.jpg

 

seaice-31mars2012-crop-b.jpg

Hvernig ćtli ástand "landsins forna fjanda" sé um ţessar mundir? Nú er hafísinn vćntanlega í hámarki ársins. Hvernig er ástand hans miđađ viđ undanfarin ár? Er hafísinn meiri eđa minni? Svariđ er, sýnist mér vera, ađeins meiri.  Auđvitađ bara eđlilegar breytingar sem ekki geta talist miklar.

Myndin hér fyrir ofan sýnir útbreiđslu hans í dag 31. mars, en úrklippan er stćkkuđ mynd af ferlinum, ţ.e. sýnir ađeins betur ástandiđ um ţessar mundir. 

Takiđ eftir rauđa ferlinum sem gildir fyrir áriđ sem er ađ líđa. Forvitnilegt er ađ sjá hvernig hann hefur skotist upp fyrir ferla undanfarinna ára.

Í augnablikinu er útbreiđslan heldur meiri en á sama tíma árin 200720082009, 2010 og 2011, og er jafnvel kominn ađ međaltali áranna1976-2006. Reyndar virđist 2012 ferillinn vera ţessa dagana á sama róli og ferillinn komst hćst áriđ 2010.  Ţađ gćti ţví ýmislegt breyst nćstu daga...

Hér fyrir neđan er svo "lifandi" mynd sem á ađ uppfćrast nokkuđ reglulega (takiđ eftir dagsetningunni á myndinni).  Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ ţessari mynd nćstu daga. Á rauđi ferillinn eftir ađ fara yfir strikađa ferilinn sem sýnir međaltal áranna 1979-2006? Errm


ssmi1-ice-ext

Ferlarnir eru fengnir hér:

arctic_roos_logo.jpg

www.arctic-roos.org

.

Til ađ fá heildarmyndina, ţá er hér ferill sem sýnir heildarhafísinn samtals á norđur- og suđurhveli, hafísinn á norđurhveli og hafísinn á suđurhveli. Ferillinn nćr ađ nóvember 2011.

Dökkblái ferillinn er mánađagildi. Rauđi ferillinn er 13 mánađa međaltal.  Grćna lárétta línan er eingöngu til viđmiđunar fyrir augađ...

seaice.jpg

Myndin er fengin ađ láni hér www.climate4you.com/SeaIce.htm, en skýringum var bćtt inn á hana. Undir myndinni stendur eftirfarandi:

Graphs showing monthly Antarctic, Arctic and global sea ice extent since November 1978. The area covered by sea ice is defined as having at least 15% sea ice cover. Blue lines show monthly values, and red lines show the simple running 13 month average. Data kindly provided by the National Snow and Ice Data Center (NSIDC). Last month shown: November 2011. Latest diagram update: 8 December 2011.

 

 Svo er hér ađ lokum lifandi ferill frá Dönsku veđurstofunniHér er ţađ sveri svarti ferlillinn sem byrjar vinstra megin sem áhugavert er ađ fylgjast međ:http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

Og svo enn einn lifandi ferill, nú frá National Snow and Ice Data Center (NSIDC).   Takiđ eftir hvernig blái ferillinn er kominn vel upp fyrir strikađa grćna ferilinn, ţétt ađ gilda gráa ferlinum sem sýnir međaltal áranna 1979-2000.

 

 

Ađ lokum, hvađ segir ţetta okkur?  Svosem ekki neitt...   Viđ höfum ekki neinar áhyggjur af landsins forna frćnda međan hann gerist ekki nćrgöngull. Sumir hafa reyndar meiri áhuga á útbreiđslunni í sumarlok, og eru ţá međ hugann viđ mögulega opnun siglingaleiđa um norđurslóđir.

 

 

 


Ný sólblettaspá Dr. Hathaway hjá NASA...

 

 

ssn_predict_l-march_2011_1143354.gif

 

Í byrjun mars birtist á vefsíđunni NASA/Marshall Solar Physics ný spá. Í inngangi stendur:

"The current prediction for Sunspot Cycle 24 gives a smoothed sunspot number maximum of about 59 in early 2013. We are currently over three years into Cycle 24. The current predicted size makes this the smallest sunspot cycle in about 100 years".

Hér er ţví sem sagt spáđ ađ sólsveiflan sem nú stendur yfir verđi sú minnsta í 100 ár, og ađ hámarkis sólblettatalan verđi ađeins 59.

Sjá nánar á vefsíđunni: http://solarscience.msfc.nasa.gov/predict.shtml   Myndin hér ađ ofan sést međ ţví ađ smella á litlu myndina á síđunni. Á myndinni sést ađ verulegur munur er á síđustu sólsveiflu (#23) og núverandi (#24).

---

Ef fylgst er međ breytingum frá degi til dags sést ađ eitthvađ á blessuđ sólin erfitt ţessa dagana. Ţađ er neđsti ferillinn sem viđ höfum áhuga á. Hann er uppfćrđur daglega:

 

Smelliđ hér til ađ sjá stćrri mynd. Ef viđ teldum okkur ekki vita betur, ţá gćtum viđ falliđ í ţá freistni ađ telja ađ sólblettahámarkinu sé ţegar náđ. Vonandi nćr sólin sér á strik innan skamms...   

Myndin er frá Leif Svalgaard.

 




Örstutt frétt af heilsufari sólarinnar...

 

 

 sunspots_feb_2012.jpg


Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan, ţá hefur sólblettatalan falliđ hratt ţrjá mánuđi í röđ. Síđasti punkturinn er fyrir febrúarmánuđ, en nú í mars sáust margir sólblossar međ tilheyrandi norđurljósum, svo ađ líklegt er ađ ferillinn rísi aftur eitthvađ nćst ţegar hann verđur birtur. (Sjá mynd neđst á síđunni). Sólbletturinn sem stóđ fyrir ţessari sýningu er nú horfinn bak viđ sólina.

Myndin er fengin hér: http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle.

Á nćstu mynd sjáum viđ hvernig sólin hefur hagađ sér síđastliđna hálfa öld, og má sjá dýfuna undanfariđ lengst til hćgri.

 

Sólsveiflur
 
Myndin er fengin hér:  http://sidc.oma.be/sunspot-index-graphics/sidc_graphics.php


Nćsta myndi sýnir svo segultruflanir, eđa AP vísinn (Ap index).  Eins og sjá má ţá hefur ferillinn veriđ á niđurleiđ undanfarinn áratug.

 

 

Ap index
 
  Myndin er fengin hér: http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle.
 
 
 
 

 

Hér ađ ofan má sjá mynd sem uppfćrđ er daglega. Myndin hér ćtti einnig ađ gera ţađ. Á myndinni má sjá ađ nú í mars hefur ferillinn stigiđ ađeins, en síđan falliđ örlítiđ aftur.

Mynd í fullri stćrđ:  http://www.leif.org/research/TSI-SORCE-2008-now.png

Mynd í meiri upplausn: http://www.leif.org/research/TSI-SORCE-Latest.png

Myndin er fengin ađ láni úr geymslu Dr. Leif Svalgaard hjá Stanford háskóla, en Leifur er danskrar ćttar.

 


 

 

Norđurljósaspá

 


Sólgosin og norđurljósin undanfariđ...

 

 

 

 solblossi.jpg

 

 

Fréttir af sólblossanum mikla hafa sjálfsagt ekki fariđ fram hjá neinum. Í framhaldinu urđu miklar segultruflanir og falleg norđurljós sáust víđa um heim. Reyndar var blossinn ekki einn, heldur sex mis öflugir, og sást sá nćstsíđasti snemma í gćrmorgun 9. mars, og annar í dag 10. mars.  Frá sólblossanum berst kórónuskvetturnar međ ógnarhrađa og munu ţćr skella á jörđinni 11. mars um klukkan 7 ađ morgni (+/- 7 klukkustundir), og síđan 12. mars um klukkan 18. Ţađ er mikiđ ađ gerast í sólblettinum AR1429!

3spaceweather-jonina3.jpgÁ hinni ţekktu vefsíđu SpaceWeather.com prýddi mynd Jónínu Óskarsdóttur forsíđuna, en myndina tók hún á Fáskrúđsfirđi. Mynd af síđunni, eins og hún leit út 9. mars, er hér til hliđar og má sjá hana betur međ ţví ađ smella tvisvar á hana.

Ţví miđur var ađ mestu skýjađ á höfuđborgarsvćđinu og spáin fyrir nćstu nćtur ekki mjög hagstćđ. Ţađ er ţó hćgt ađ fylgjast nmeđ segulstorminum á vefsíđu sem heitir ţví ófrumlega nafni Norđurljósaspá og má skođa hér. Ţar er fjöldinn allur af beintengdum myndum sem nota má til ađ átta sig á ţví hvort norđurljós séu sýnileg eđa hvort líkur séu á ţví ađ ţau sjáist.

Hin frábćra og víđfrćga mynd Jónínu  minnir pistlahöfund á fallega norđurljósakórónu sem birtist einn sinn skömmu fyrir eitt geimskot franskra vísindamanna sem skutu upp fjórum Dragon geimflaugum í 400 kílómetra hćđ frá Mýrdalssandi og Skógasandi. Ţađ var árin 1964 og 1965. Myndir og lýsingu af geimskotunum má sjá hér.

Svona sólblossar eru yfirleitt meinlausir, en ţeir geta veriđ skćđir. Áriđ 1859 urđu menn varir viđ gríđarlega öflugan sólblossa sem kenndur er viđ Carrington. Ţá var tćknin enn frekar frumstćđ svo menn sluppu međ skrekkinn, en í dag er nćsta víst ađ afleiđingarnar hefđu orđiđ alvarlegar.  Svona "Carrington" sólblossi á nćstum örugglega eftir ađ valda usla á jörđinni, en ţađ er nánast bara spurning um hvenćr. Fjallađ hefur veriđ um máliđ í bloggpistlum, t.d. hér.

Lesiđ um sólblett AR1429 og mynd Jónínu á Universe Today.

 

 

 

 Einstaklega fallegt myndaband af norđurljósum:

 

 

 

Hlustiđ á höggbylgjurnar brjótast út frá sólinni međ ţví ađ smella hér.

Thomas Ashcraft náđi ţessum hljóđum međ ţví ađ hlusta á tíđnisviđum radíóamatöra, 21MHz og 28MHz.



 

 

 

 


mbl.is Augu heimsins á mynd frá Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 764570

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband