Fćrsluflokkur: Menntun og skóli
Föstudagur, 7. febrúar 2014
Kólnandi veđurfari spáđ nćstu 30-40 árin. Áhugavert viđtal viđ tvo íslenska veđurfrćđinga...
Mjög áhugavert grein ţar sem vitnađ er í veđurfrćđingana Bćndablađiđ 5. feb. međ viđtalinu má nálgast hér. Viđtaliđ er á blađsíđum 20 - 21. Úrklippa međ ţessum tveim síđum er hér
![]() Spennandi verđur af fylgjast međ breytingum í hitastigi nćstu árin. Allir helstu hitamćliferlar síđastliđin 30 ár.
Núverandi sólblettatala stefnir í ađ verđa ţú lćgsta í 100 ár.
Samband milli lengdar sólsveiflunnar og lofthita á Norđur-Írlandi.
Ísilögđ Thames áriđ 1677. Málverkiđ er eftir Abraham Hondius (1630-1695). Horft er niđur eftir ánni í átt ađ gömlu Lundúnarbrúnni. Lengst til hćgri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og ţar til vinstri sést í turn St. Olave's Church. Takiđ eftir ísjökunum, sem virđast um hálfur annar metri á ţykkt. Hvernig stendur á ţessum ósköpum? Eitt kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar svokölluđu stóđ yfir međan virkni sólar var í lágmaki sem kallast Maunder minimum. Ţađ stóđ yfir um ţađ bil frá 1645 til 1715. Ţá sáust hvorki sólblettir né norđurljós og fimbulkuldi ríkt víđa. Málverkiđ er frá ţessu kuldaskeiđi.
Hvernig var ástandiđ hér á landi um ţetta leyti: "Áriđ 1695: Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp ađ Norđurlandi og lá hann fram um ţing,norđanveđur ráku ísinn austur fyrir og svo suđur, var hann kominn fyrir Ţorlákshöfn fyrir sumarmálog sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garđ og inn á fiskileitir Seltirningaog ađ lokum ađ Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafđi ís ei komiđ fyrir Suđurnes innan80 ára, ţótti ţví mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Ţá mátti ganga á ísum afAkranesi í Hólmakaupstađ (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíđarlok rúmlega, braut hannskip undan 6 mönnum fyrir Garđi, en ţeir gengu allir til lands". Ţór Jakobsson: Um hafís fyrir Suđurlandi
|
Menntun og skóli | Breytt 7.1.2018 kl. 12:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 17. janúar 2014
Gömul tré binda meira og meira af koltvísýringi eftir ţví sem ţau eldast...
"Gömul tré binda meira og meiraEkki virđist rétt ađ tré hćtti ađ mestu ađ binda kolefni ţegar ţau eldast"Ţannig hefst frétt á vefsíđu Skógrćktar ríkisins í dag 17. janúar. Vitnađ er til greinar í vísindatímaritinu Nature sem nefist "Rate of tree carbon accumulation increases continuously with tree size" og lesa má hér. Fréttin á vefsíđu skógrćktarinnar heldur áfram: Vísindafólkiđ notađi rannsóknargögn frá sex heimsálfum og niđurstöđur ţess eru byggđar á mćlingum á hátt í 700.000 einstökum trjám. Elstu mćlingarnar voru gerđar fyrir meira en áttatíu árum. Rannsóknin hefđi ekki veriđ möguleg nema vegna ţess hversu víđa eru til mćlingar á trjávexti sem gerđar hafa veriđ á löngum tíma. Óvenjulega mikill vöxtur sumra trjátegunda er ekki bundinn viđ fáeinar tegundir risatrjáa eins og ástralskan tröllagúmviđ (Eucalyptus regnans), eđa rauđviđurinn stórvaxni (Sequoia sempervirens). Ţvert á móti virđist hrađur vöxtur gamalla trjáa vera reglan frekar en hitt hjá trjátegundum og stćrstu tré geta ţyngst um meira en 600 kíló á ári. Í greininni í Science er ţessu líkt viđ ţađ ađ vöxtur okkar mannanna héldi áfram ađ aukast eftir gelgjuskeiđiđ í stađ ţess ađ á honum hćgđi. Ţá myndi međalmanneskja vega hálft tonn um miđjan aldur og vel ríflega eitt tonn ţegar hún fćri á eftirlaun. Međal rannsókna sem ţessi stóra alţjóđlega rannsókn var byggđ á eru nefndar athuganir sem ná allt aftur til áranna eftir 1930 og gerđar voru viđ Kyrrahafsströnd Norđur-Ameríku. Ţar var mćldur vöxtur á tegundum eins og degli eđa dögglingsviđ, marţöll, sitkagreni, risalífviđ og hvítţin. Annađ dćmi er rannsókn sem gerđ var í Kamerún áriđ 1996 ţar sem mćldur var vöxtur trjáa af tćplega 500 tegundum. Höfundar greinarinnar í Nature taka fram ađ jafnvel ţótt ţetta eigi viđ um sjálf trén ţýđi ţađ ekki ađ vöxtur skógar aukist stöđugt eftir ţví sem skógurinn eldist. Á endanum taki tré ađ deyja sem sé hluti af eđlilegri hringrás byggingar- og nćringarefna í skóginum. Viđ ţađ hćgir auđvitađ á bindingu kolefnis. Nánar má lesa um ţetta í tímaritinu Nature á slóđinni http://www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/nature12914.html Frétt um ţetta birtist í vísindafréttaritinu Science Daily http://www.sciencedaily.com/releases/2014/01/140115132740.htm"
Fréttin á vefsíđu Skógrćktar ríkisins www.skogur.is
Myndin er tekin í Richmond Park í úthverfi London síđastliđinn nóvember, en ţar er einmitt gamall fallegur skógur á 955 hektara landi. Stćkka má myndina međ ţví ađ ţrísmella á hana. |
Nature 16. janúar 2014
Menntun og skóli | Breytt 18.1.2014 kl. 08:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 28. apríl 2012
Nýjasta Gangverk fréttablađ Verkís á afmćlisári komiđ út - Fćst ókeypis hér :-)
Verkfrćđistofan Verkís er langelsta verkfrćđistofan á Íslandi og varđ 80 ára á ţessu ári, en áriđ 1932 stofnađi Sigurđur Thoroddsen verkfrćđistofu sína sem síđan varđ einn af máttarstólpum Verkís... Međal efnis aprílblađsins er áhugavert viđtal viđ einn af frumkvöđlum verkfrćđistofunnar Verkís, Egil Skúla Ingibergsson, sem um tíma var borgarstjóri Reykjavíkur, en hann stofnađi verkfrćđistofuna Rafteikningu, sem er međal fimm öflugra máttarstólpa Verkís. Í blađinu er einnig fjallađ um nýjar virkjanir á norđurlandi, mývarginn mikla sem gerđi mönnum lífiđ leitt međan á virkjanaframkvćmdum viđ Sogiđ stóđ og notkun DDT í baráttunni viđ hann, verkfrćđingaverkföllin um miđja síđustu öld sem áttu eftir ađ hafa jákvćđar afleiđingar, o.m.fl.
Á afmćlisárinu eru ţegar komin út tvö blöđ, en ţau verđa vćntanlega um fimm alls. Öll eintök Gangverks, 21 ađ tölu, má nálgast hér á vefsíđu Verkís, en síđustu 5 hér fyrir neđan.
Ţađ getur hentađ vel ađ hćgrismella á krćkjurnar og nota Save Link As til ađ vista blađiđ sem pdf, og lesa ţađ síđan međ hjálp Acrobat. Stundum er auđveldara ađ lesa ţannig en beint í vefskođaranum.
|
Fjöldi starfsmanna er 320.
RT - Rafagnatćkni (1961)
1932 2012
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. febrúar 2012
Verkfrćđingar viđ Harvard háskóla smíđa býflugur međ gervigreind...
Ţađ er ekki annađ hćgt ađ segja en ađ ţessi tćkni sem notuđ er til ađ smíđa ţessi vélrćnu skordýr sé stórmerkileg... En ţegar grannt er skođađ á hún margt sameiginlegt međ barnabókum sem viđ ţekkjum flest, ţ.e bćkur ţar sem ćvintýriđ bókstaflega sprettur upp ţegar viđ opnum bókina, en ţannig bók er stundum kölluđ sprettibók, eđa pop-up book á útlensku.
Í ţessum pistli er meiningin ađ litast um í Verkfrćđideild Harvard háskóla, en eins og margir vita, ţá er Harvard međal allra ţekktustu háskóla. Reyndar er Harvard í göngufćri frá hinum ţekkta verkfrćđiháskóla, MIT - Massachusettes Institute of Technology.
Um er ađ rćđa örsmátt flygildi sem er nánast vélbýfluga, eđa RoboBee eins og fyrribćriđ er kallađ. Framleiđsluferliđ er einstaklega sniđugt og verđur ţví lýst međ hjálp myndanna hér fyrir neđan. Kvikindiđ vegur ađeins 0,09 grömm, eđa tćplega 1/10 úr grammi. Smíđin á flygildinu er ađeins fyrsti áfanginn, síđar verđur vćntanlega bćtt viđ litlum heila til ađ gefa flugunni smá vit, vídeó myndavél fyrir augu, o.s.frv. Hvar endar ţetta?
Hér er vél-býflugan nýkomin úr "púpunni" sem framleiddi hana. Hún er greinilega ekki stór, eins og sést samanboriđ viđ peninginn (1 cent). Hér sjáum viđ búnađ sem líkja má viđ púpu sem flugan skríđur fullsköpuđ úr. Ţessi 18 laga vél er međ sveigjanlegum lömum sem setur saman ţrívíđa afurđina, sem ađeins er 2,4 mm á ţykkt, í einni svipan, svipađ og í sprettibók.
Litli róbotinn, hin 2,4 mm ţykka vélbýfluga, er settur saman međ öđrum róbota. Kannski má segja ađ stćrri róbotinn sé vélpúpa. Hér sjáum viđ ţríviđa teikningu af púpunni og flugunni. Hönnuđurnir segja ađ auđvelt sé ađ bćta viđ mótorum og skynjurum.
Svona vél getur auđveldlega fjöldaframleitt vélbýflugur. Markmiđiđ er ađ fjöldaframleiđa svarm af svona vélbýflugum. Rannsóknarstofan hefur unniđ ađ frumgerđum vélskordýra í mörg ár, fyrst var ţetta mikil handavinna, en nú er framleiđsla nánast orđin sjálfvirk. Nćrmynd af búnađinum. Hver örţunnur flötur er myndađur úr 18 lögum.
Efri myndin sýnir lítinn hluta af verkfrćđiteikningu af "Harvard Monolithic Bee" sem samkvćmt orđanna hljóđan ţýđir nánast "Harvard einsteinungs býflugan". Neđri myndin sýnir öll 18 lögin sem myndar ţynnuna sem síđan er skorin međ leysigeisla, og ţarnćst brotin eins og pappír í sprettibók.
Nćsta kynslóđ Harvard flugunnar. Hér er búiđ ađ bćta viđ skynjurum, taugakerfi, heila og mótorum. Flugan verđur fljúgandi vitvél...
Tvö fróđleg myndbönd sem sýna hvernig smíđin fer fram:
Lesa meira: http://robobees.seas.harvard.edu
...og verkfrćđistofan Verkís 80 ára ![]()
Ef ég vćri orđin lítil fluga,
Líklega höfum viđ ađeins fengiđ ađ gćgjast örlítiđ inn um dyrnar ađ Undralandi. |
Menntun og skóli | Breytt 29.2.2012 kl. 18:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. febrúar 2012
Hálf öld síđan Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörđu í geimfari - Myndband...
Á morgun mánudaginn 20. febrúar er rétt hálf öld liđin síđan John Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörđina í örsmáu hylki Mercury Friendship 7. Á ţessum tíma var kalda stríđiđ í hámarki og geimferđakapphlaupiđ milli Bandaríkjamanna og Rússa var ađ hefjast. Ţetta var 20. febrúar 1962. NASA hefur gert myndband til ađ minnast aburđarins. Pistlahöfundi er minnisstćtt ţegar hann heimsótti Kennedy Space Center fyrir fimmtán árum og skođađi ţá međal annars ţetta Mercury hylki sem Glenn ferđađist í. Ţađ kom á óvart hve lítiđ og léttbyggt ţađ er.
John Glenn fór síđan aftur í geimferđ áriđ 2008 ţegar hann var orđinn 77 ára, eins og fram kemur í myndbandinu, 46 árum eftir fyrra flugiđ.
Sjá bloggpistla um svipađ efni: 2011: Apollo-15: Ferđin til tunglsins fyrir 40 árum... 2007: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október |
--- --- ---
Norđurljós er erfitt ađ spá fyrir um međ góđum fyrirvara, en ţó er
ýmislegt hćgt ađ gera til ţess ađ minnka líkurnar á
ađ mađur missi af ţeim.
Á vefsíđu nokkurri er samansafn af beintengdum upplýsingum
frá ýmsum rannsóknarstofnunum víđa um heim,
međal annars á Íslandi.
Sjá vefsíđuna:
Menntun og skóli | Breytt 24.2.2012 kl. 17:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. janúar 2012
Lúpínufuglar...
Lúpínufuglar er nafn á grein sem birtist 4. janúar á vef Landgrćđslu ríkisins. Greinin fjallar um rannsóknir Brynju Davíđsdóttur á fuglum og smádýrum. Sumariđ 2011 fór fram viđamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgrćđslusvćđum víđsvegar um land. Bornar voru saman ţrjár landgerđir, óuppgrćdd svćđi, lúpínubreiđur og endurheimt mólendi. Niđurstađan var ađ bćđi fuglar og smádýr reyndust flest í lúpínubreiđum.
Greinin á vef Landgrćđslu ríkisins er afrituđ hér fyrir neđan:
Sumariđ 2011 fór fram viđamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgrćđslusvćđum víđsvegar um land. Ţessi rannsókn er meistaraverkefni Brynju Davíđsdóttur viđ Landbúnađarháskóla Íslands. Bornar voru saman ţrjár landgerđir, óuppgrćdd svćđi, lúpínubreiđur og endurheimt mólendi. Fuglar reyndust vera flestir í lúpínubreiđum; 6,3 á hektara, nćstflestir í endurheimtu mólendi; 3,4 á hektara og fćstir á óuppgrćddu landi; 0,3 á hektara. Međalfjöldi tegunda var mestur í mólendi; 0,5 tegundir á hektara, lítiđ eitt minni í lúpínu og minnstur á óuppgrćddum svćđum; 0,1 tegund á hektara. Í lúpínu voru ţúfutittlingur og hrossagaukur langalgengustu tegundirnar og komu fyrir í 96% og 77% tilvika. Í mólendi voru ţúfutittlingur, heiđlóa, spói og lóuţrćll algengastir og komu fyrir í 81%, 77%, 73% og 65% tilvika. Fáir fuglar fundust á ógrónum svćđum. Tegundafjölbreytni fugla var mest í mólendi en ţar fundust alls 16 tegundir fugla, 14 í lúpínu og 10 á óuppgrćddu landi. Ekki var marktćkur munur á tegundafjölda í mólendi og í lúpínu en tegundafjöldi var marktćkt lćgri á lítt grónu landi en í hinum vistgerđunum. Fjölbreytileikastuđull Shannon var reiknađur fyrir vistgerđirnar en hann tekur tillit til ţess hversu mikiđ finnst af hverri tegund ásamt fjölda tegunda. Stuđullinn var hćstur fyrir endurheimt mólendi, ţá lúpínu og lćgstur fyrir óuppgrćtt land. Stuđullinn var marktćkt hćrri fyrir mólendi en óuppgrćtt land en ekki var marktćkur munur milli mólendis og lúpínu. Smádýr voru veidd í háf á öllum rannsóknarsvćđum en einnig í fallgildrur á völdum svćđum á Suđurlandi. Í báđum tilvikum reyndist fjöldi smádýra mestur í lúpínu, nćstmestur í mólendi og minnstur í óuppgrćddu landi. Sterk fylgni var á milli fjölda dýra sem veiddust í háf og í fallgildrur. Marktćk fylgni var á milli heildarfjölda smádýra sem veiddust í háf og heildarfjölda fugla.Ţetta er fyrstu heildarrannsóknir á áhrifum landgrćđsluađgerđa á fuglalíf hér á landi, en áriđ 2008 rannsökuđu Guđný H. Indriđadóttir og Tómas G. Gunnarsson áhrif landgrćđslu á fuglalíf á Mýrdals- og Skógasandi. Niđurstöđur ţessara rannsókna eru mikilvćgt innlegg í ţekkingu á áhrifum landgrćđslu og endurheimtar vistkerfa á fuglalíf á Íslandi.
Greinina má lesa hér á vef Landgrćđslu ríkisins.
Sem sagt, ţađ eru 20 sinnum fleiri fuglar í lúpínubreiđum en óuppgrćddu landi. Viđ vitum ađ lúpínubreiđur vaxa fyrst og fremst upp úr ógrónu landi ţannig ađ niđurstađa Brynju er mikiđ gleđiefni.
Vinir lúpínunnar á Fésbók |
Vinur lúpínunnar
Menntun og skóli | Breytt 19.1.2012 kl. 17:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 3. september 2011
"Sáning birkifrćs - Endurheimt landgćđa" - Myndband...
Nú er einmitt rétti tíminn til ađ safna birkifrći. Síđan má sá ţví í haust og upp vex fallegur skógur!
Bloggarinn rakst á ţetta fróđlega myndband á netinu. Sjá hér.
Eftirfarandi texti fylgir myndbandinu:
Frćđslu- og kennslumyndband: Söfnun, verkun og sáning birkifrćs. Umsjón, handrit og tónlist: Steinn Kárason
|
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. janúar 2011
Spjall um segultruflanir sólar sem benda til minnkandi virkni - - - og kvćđiđ um samlíkingu sólarinnar...
Hvađ er betra en sólarsýn
ţá sveimar hún yfir stjörnurann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
Bjarni Gissurarson 1621 - 1712.
Skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólinni hafa veriđ skráđar í áratugi. Međal annars í á vegum Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans. Ţessar breytingar geta jafnvel veriđ ţađ miklar ađ ţćr birtist sem flökt í stefnu áttavita. Ţetta segulflökt sem sólvindurinn ber međ sér er einn af mćlikvörđunum á virkni sólar. Á vefsíđu Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans stendur eftirfarandi m.a.: "Háloftadeild rekur segulmćlingastöđ í Leirvogi í Mosfellssveit. Stöđinni var komiđ á fót áriđ 1957 og er hún hin eina sinnar tegundar hér á landi. Ţar eru skráđar breytingar á segulsviđi jarđar, bćđi skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu og hćgfara breytingar sem stafa af hrćringum í kjarna jarđar. Breytingarnar hafa međal annars áhrif á stefnu áttavitanála, og langtímamćlingar í Leirvogi eru ţví notađar til ađ leiđrétta kort fyrir siglingar og flug. Niđurstöđur mćlinga sem skráđar eru á 10 sekúndna fresti eru sendar daglega til gagnamiđstöđvar í Kyoto í Japan og mánađarlega til Boulder í Colorado. Háloftadeildin sér einnig um rekstur tveggja stöđva til norđurljósarannsókna, en stöđvarnar eru í eigu Pólrannsóknastofnunar Japans. Önnur ţeirra er á Augastöđum í Borgarfirđi, en hin á Mánárbakka á Tjörnesi. Stöđvum ţessum var komiđ upp 1983, en tćkjabúnađur ţeirra er í stöđugri ţróun. Hiđ sama er ađ segja um segulmćlingastöđina í Leirvogi. Ţá sér Háloftadeildin um rekstur tveggja ratsjárstöđva til rannsókna á rafhvolfi jarđar. Önnur ţeirra er viđ Stokkseyri en hin viđ Ţykkvabć. Fyrrnefnda stöđin var sett upp áriđ 1993 og er í eigu franskra rannsóknastofnana en sú síđarnefnda, sem tók til starfa 1995, er í eigu háskólans í Leicester í Englandi. Ţessar stöđvar eru mikilvćgur hlekkur í keđju slíkra stöđva sem nćr bćđi til norđur- og suđurhvels jarđar. Markmiđiđ međ keđjunni er ađ kortleggja áhrif sólar á rafhvolfiđ". Sá sem ţennan pistil ritar vann á námsárunum sem sumarmađur á Háloftadeildinni, og kom ţví oft í Segulmćlingastöđina í Leirvogi. Á ţeim áratugum sem síđan eru liđnir hef ég komiđ ţangađ nokkrum sinnum, síđast líklega fyrir um fimm árum. Dr. Ţorsteinn Sćmundsson var deildarstjóri Háloftadeildar lengst af, en nú rćđur Dr. Gunnlaugur Björnsson ţar ríkjum. Mér er minnisstćtt hve mikiđ alúđ hefur alla tíđ veriđ lögđ viđ stöđina og úrvinnslu gagna. Ţarna fékk ég ađ kynnast vísindalegum vinnubrögđum Ţorsteins sem ávallt hafa veriđ í hćsta gćđaflokki. Aldrei mátti vera neinn vafi á ađ mćligögn vćru eins rétt og nokkur kostur vćri á, og ef grunur var um ađ ţau vćru ţađ ekki, ţá var ekki hćtt ađ leita ađ skýringum fyrr en ţćr lágu fyrir. Ţarna kom ég ađ viđhaldi tćkjabúnađar, gagnaúrvinnslu og jafnvel framköllun á kvikmyndafilmu úr norđurljósamyndavél. Ţarna var međal annars veriđ ađ framkvćma óbeinar mćlingar á sólinni, ţ.e. breytingum á segulsviđi jarđar og jónahvolfinu. Ţarna voru notuđ mćlitćki sem voru einstök í heiminum, m.a róteinda-segulsviđsmćlirinn Móđi sem Ţorbjörn Sigurgeirsson prófessor smíđađi ásamt samstarfsmönnum sínum. Mörg tćkjanna í segulmćlingastöđinni, e.t.v. flest, voru smíđuđ á Íslandi. Ţorbjörn Sigurgeirsson prófessor í eđlisfrćđi viđ HÍ hóf stafrćkslu síritandi mćlistöđvar í Leirvogi á alţjóđa jarđeđlisfrćđiárinu 1957, ţannig ađ ţar hafa nú veriđ gerđar mćlingar samfellt í meira en hálfa öld. Um Ţorbjörn má lesa í einkar fróđlegri samantekt Leós Kristjánssonar sem finna má hér. Ţorbjörn var einstakur mađur, jafnvígur á frćđilega eđlisfrćđi, tilraunaeđlisfrćđi, rafeindatćkni, o.m.fl. Einstakt ljúfmenni og góđur kennari, en ég var svo heppinn ađ hafa hann sem kennara í rafsegulfrćđi á sínum tíma fyrir margt löngu.
Jćja, nóg komiđ af útúrdúrum, en skođum ađeins hver áhrif sólin hefur haft á segulflökt jarđar síđastliđna hálfa ađra öld, ţ.e. skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu, sem minnst er á á vef Háloftadeildar. --- Ferillinn hér fyrir neđan uppfćrist sjálfkrafa og sýnir hann breytingar í Average Planetary Magnetic Index (Ap) síđan um síđustu aldamót, eđa í rúman áratug (2000 til janúar 2011). Athygli vekur hve lágt gildiđ hefur veriđ undanfarin tvö ár eđa svo, en Ap stuđullunn hefur veriđ ađ dóla kringum gildiđ 5, og jafnvel ađeins neđar.
![]() http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle/Ap.gif
En hvernig hefur Ap stuđullinn veriđ ţau síđastliđin 80 ár sem góđ gögn eru til um. Ţađ sýnir nćsta mynd sem nćr frá 1932 til 2008. Örvarnar neđst á myndinni merkja lágmörk í sólsveiflunni. Lárétta línan er viđ Ap=6. Kuldatímabiđiđ um 1970 ("hafísárin") hefur veriđ merkt inn. Ţađ er ljóst ađ undanfarin tvö ár hefur Ap stuđullinn veriđ sá lćgsti sem mćlst hefur síđan 1932.
Myndin hér fyrir neđan sýnir breytingar alla leiđ aftur til ársins 1884 til dagsins í dag, en myndin er fengin á vefsíđu Dr Leif Svalgaard. Sést nokkurs stađar lćgra gildi en mćlist um ţessar mundir? Ath ađ ferlarnir á ţessum myndum er ekki endilega alveg sambćrilegir. Međaltaliđ er ekki alls stađar tekiđ yfir jafn langan tíma, ţannig ađ smávćgilegur munur getur veriđ á útliti ţeirra..
Stćkka má mynd međ ţví ađ tvísmella á hana.
Niđurstađan er sú ađ skammtímatruflanir á segulsviđi jarđar eru óvenju litlar um ţessar mundir. Vćntanlega kemur ţađ líka fram á mćlunum í Leirvogi á svipađan hátt og hér.
---
NOAA: Geomagnetic Kp and ap indices. NOAA: Currrent solar data. NOAA: Solar Cycle Progression Vefsíđa međ fjölmörgum beintengdum upplýsingum um sólina:
|
Kvćđi um samlíking sólarinnar
Hvađ er betra en sólar sýn,
ţá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
Ţegar ađ fögur heims um hlíđir
heilög sólin loftiđ prýđir,
lifnar hauđur, vötn og víđir,
voldug er hennar sýn.
Hún vermir, hún skín
Međ hćstu virđing herrans lýđir
horfi á lampa ţann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
Á fjöllunum hennar geislar glóa,
gropnar ís í vötn og flóa,
drýpur vörm í dalina mjóa
dýrđar gufan eins og vín.
Hún vermir, hún skín
Allskyns fögur eplin gróa
út um veraldar rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
Öll náttúran brosandi breiđir
blíđan fađm og sig til reiđir,
ţegar ađ veldis hringinn heiđir
og hennar ljóma augnabrýn.
Hún vermir, hún skín
Elds brennandi lofts um leiđir
lýjast aldrei kann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
Orđiđ herrans helgidóma
hreinferđugrar kvinnu blóma
samlíkir viđ sólarljóma,
ţá situr hún kyrr ađ verkum sín.
Hún vermir, hún skín
Um hennar dyggđir, hefđ og sóma
hljómurinn víđa rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
Bjarni Gissurarson 1621 1712, höfudur kvćđisins um samlíking sólarinnar, var skáld og prestur í Ţingmúla í Skriđdal, fćđingarstađ sínum. Bjarni var gáfumađur, gleđimađur og gamansamur. Hann er í tölu helstu skálda síns tíma og mjög mikilvirkur, orti trúarljóđ og veraldleg kvćđi af ýmsum toga, einkum ádeilur, skemmtibragi og ljóđabréf, einnig vikivakakvćđi.
Menntun og skóli | Breytt 3.2.2011 kl. 07:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 2. janúar 2011
Gođsögnin Burt Rutan flugverkfrćđingur sem er ađ smíđa geimskipiđ Space Ship One - Myndband...
Burt Rutan flugverkfrćđingur er lifandi gođsögn. Hann hefur hannađ og smíđađ margar óvenjulegar flugvélar og sýnt einstaka hugkvćmni. Međal annars smíđađi hann Voyager sem flaug í einum áfanga umhverfis jörđina 1986, án ţess ađ taka eldsneyti. Flugvélin var á lofti í 9 sólarhringa minnir mig. Nú er hann ađ smíđa geimskip, ţ.e. flugvél sem mun geta flogiđ međ farţega út í geiminn. Space Ship One nefnist gripurinn eins og margir vita.
Burt Rutan er góđur fyrirlesari. Hann hélt fyrirlestur fyrir flugáhugamenn á vegum Academy of Model Aeronautics ţar sem hann fór yfir líf sitt, alt frá ţví hann byrjađi á ţví ađ fljúga flugmódelum - og setja met - ţar til hann smíđađi Space Ship One. Myndbönd frá fyrirlestrinum eru hér fyrir neđan.
Burt Rutan hefur oft fjallađ um hve mikilvćgt er ađ vekja áhuga barna og unglinga á tćkni og vísindum. Leyfa ţeim ađ dreyma og gera síđar draum sinn ađ veruleika. Ţađ gerđi Burt einmitt. Draumur hans hefur svo sannarlega rćst... Hve margir draumar barna og unglinga skyldu eiga eftir ađ rćtast? Líklega óteljandi.
Vćntanlega verđur meira fjallađ um kappann síđar ef áhugi reynist vera fyrir hendi.
(Allan fyrirlesturinn má sjá í einu lagi á Vimeo hér http://vimeo.com/9864230 )
Burt Rutan 1 of 8 SpaceShipOne
Burt Rutan 2 of 8 Model Aircraft Competitions
Burt Rutan 3 of 8 Model Aircraft Competitions
Burt Rutan 4 of 8 Designing at Edwards AFB
Burt Rutan 5 of 8 First Home Built Airplane
Burt Rutan 6 of 8 BEDE aircraft
Burt Rutan 7 of 8 RAF Rutan Aircraft Factory
Burt Rutan 8 of 8 Scaled Composites
Hugurinn ber mann hálfa leiđ
Féttavefur íslenskra flugmódelmanna: www.frettavefur.net
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 20. nóvember 2010
Einstaklega skýr stefnumál frambjóđanda til stjórnlagaţings - Hver er mađurinn...?
Stefnumálin eins frambjóđanda til Stjórnlagaţingsins ţykja mér mjög skynsamleg og skýr, og tek ég mér ţví bessaleyfi afrita ţau af vefsíđu hans og birta hér fyrir neđan.
Hver ţessi frambjóđandi er kemur fram neđst á síđunni, en stefnumál hans hefjast á ţessum orđum:
"Ef menn vilja móta sér stefnu til ađ hafa áhrif á eitthvađ sem betur má fara, ber fyrst ađ athuga hverjir ţeir ţćttir eru sem ţarf ađ bćta. Síđan hvernig má gera ţađ..."
Stefnumál "Ef menn vilja móta sér stefnu til ađ hafa áhrif á eitthvađ sem betur má fara, ber fyrst ađ athuga hverjir ţeir ţćttir eru sem ţarf ađ bćta. Síđan hvernig má gera ţađ. Ţá er rétt ađ byrja a ţví ađ íhuga hvađ ţađ er sem stór hluti almennings a Íslandi er óánćgđur međ í íslensku stjórnarfari. Ţađ ţarf ekki vísindalega skođanakönnun til ađ skynja óánćgju almennings međ íslenska stjórnsýslu. Ţćttirnir sem fólk er óánćgt međ virđast einkum eftirfarandi:
Jafn atkvćđisréttur- tvćr leiđir Landiđ eitt kjördćmi Einmenningskjördćmi byggđ á fólksfjölda Í báđum ţessum dćmum, ţađ er landiđ sem eitt kjördćmi eđa fleiri einmenningskjördćmi međ jafnan fólksfjölda ađ baki, gćtu allir sem hefđu einhver lágmarksstuđning bođiđ sig fram hvort sem vćri á vegum stjórnmálaflokks eđur ei. Í báđum tilfellum myndi ţetta vćntanlega stuđla ađ betri blöndun sjónarmiđa a ţingi heldur en gerist ţegar kosiđ er um flokkslista i kjördćmunum sem flokksforystur hafa rađađ upp. Kjósa fólk úr mismunandi flokkum Reyndar mćtti nota báđar ađferđirnar, kjördćmakosningu til ţings en landiđ eitt kjördćmi er kosinn vćri forseti eđa forsćtisráđherra (ef sú leiđ vćri valin). Ráđherrarćđi Ţrískipting valds Neitunarvald forseta Mannréttindi Öryggismál Ísland er i NATO og nýtur samningsbundinnar verndar ţess, en sú vernd er ekki eins traust og hún var á međan ekki var hćgt ađ hertaka landiđ án ţess ađ lenda i vopnuđum átökum viđ bandaríkjaher. Ný stjórnarskrá ţarf ađ leggja einhverjar skyldur a stjórnvöld um ađ hyggja ađ öryggismálum. Sagan sýnir ađ ţađ er engin vörn í ađ vera međ yfirlýst ćvarandi hlutleysi og enga tryggingu um hervernd. Ţetta sönnuđu bćđi Jörundur hundadagakonungur á sínum tíma og breska herstjórnin í maí 1940. Langflestir íslendingar vörpuđu öndinni léttar er ţeir sáu ađ ţađ var breskur en ekki ţýskur her sem gekk hér á land. Herlaust hlutlaust land utan herverndar öflugri ríkja eđa bandalaga getur hvađa herveldi sem er tekiđ hvenćr sem er. Ef til hernađarátaka kemur engu ađ síđur sem geta valdiđ skađa á Íslandi er nauđsynlegt ađ hér sé sá viđbunađur til almannavarna sem viđ höfum efni á og viljum kosta til. Sá viđbunađur kemur einnig ađ miklu leyti ađ gagni í náttúruhamförum en ţar hafa almannavarnir og hjálparsveitir stađiđ sig einstaklega vel. Sem betur fer hafa einungis hamfarir af völdum náttúrunnar en ekki hernađar valdiđ íslendingum búsifjum undanfarna áratugi, en ekki má gleyma ţví ađ á skammri stundu geta umskipti orđiđ í alţjóđamálum. Svo má heldur ekki gleyma ţví ađ ógn sem aldrei ţurfti ađ gera ráđ fyrir áđur er nú ekki óhugsandi en ţađ eru hugsanleg hryđjuverk. Eignarhald auđlinda Endist framkvćmdin eđa mannvirkiđ lengur og séu tekjurnar sem skapast óbreyttar stóreykst hagnađurinn sem skilar sér út endingatímabiliđ. Endurnýjanlegar auđlindir endast um aldir ef ekki til eilífđar og mala ţá eigendum sínum gull um langa framtíđ. Ein skilgreining á sjálfbćrri ţróun er ađ núlifandi kynslóđ skili ekki rýrari afkomu til komandi kynslóđa heldur en ađ hún sjálf nýtur. Ef viđ viljum ađ afrakstur endurnýjanlegra auđlinda okkar skili sér til fulls til afkomenda okkar, er áríđandi ađ ganga ţannig frá eignarađild auđlindanna ađ arđurinn af nýtingu ţeirra skili sér til landsmanna. Ţví er mikilvćgt ađ fyrirkomulag ţar ađ lútandi, á einn eđa annan hátt sé tryggt . Ţví vćri stjórnarskráratriđi ţar ađ lútandi mikilvćgt. Sjá grein."
Hann er međ doktorspróf í verkfrćđi og starfađi lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfrćđi viđ háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfađ alllengi hér á landi m.a. sem forstöđumađur Almannavarna, sérfrćđingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari viđ HÍ. Auk ţess hefur hann m.a. setiđ í stjórnum nokkurra fyrirtćkja og starfađ sem ráđgefandi verkfrćđingur.
Facebook er hér. Ćviágrip eru hér.
|
Menntun og skóli | Breytt 6.12.2012 kl. 21:55 | Slóđ | Facebook
Um bloggiđ
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverđ
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverđiđ í dag:
Nýjustu fćrslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum viđ seinkađ klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstćđisflokkurinn međ tćplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurđsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orđ...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíđur
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veđurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíđa ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíđa ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri fćrslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði