Færsluflokkur: Menntun og skóli

Tveggja ára drengur þekkir alheiminn betur en þú...! - Myndband

 


Drengurinn sem kemur fram í myndbandinu er aðeins tveggja ára,

en virðist vita miklu meira um alheiminn en flest okkar Smile 

 


 

 Rose Center for Earth and Space

 

 

 


Góð grein Vilhjálms Lúðvíkssonar: Til varnar líffjölbreytni á Íslandi...

 

Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur skrifaði nýlega mjög fróðlegar greinar í Fréttablaðið. 

Vilhjálmur er doktor í efnaverkfræði, starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, hefur verið stjórnarmaður Skógræktarfélags Íslands, er formaður Garðyrkjufélagsins... Hann hefur fjallað um náttúruvernd í ræðu og riti, og sjálfur starfað að uppgræðslu og skógrækt í eigin landi.

Það er full ástæða til að halda þessari grein til haga. Ég leyfði mér að breyta leturgerð á nokkrum stöðum.

 



 


 

Til varnar líffjölbreytni á Íslandi - fyrri grein

Fréttablaðið 28. ágúst 2010.

Vilhjálmur Lúðvíksson áhugamaður um náttúru Íslands, sjálfbæra ræktun og aukna líffjölbreytni í landinu

vilhjalmur_lu_viksson.jpgNúverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur að undanförnu boðað herferð gegn nokkrum tegundum lífvera á Íslandi, lúpínu og skógarkerfli, sem uppræta skal með verkfærum eða eitra fyrir eftir því sem við á.

Rökin fyrir þessum útrýmingaraðgerðum eru þau að umræddar tegundir ógni því sem kallað er ,,líffræðilegur fjölbreytileiki" eða „líffræðileg fjölbreytni" á Íslandi og að Ísland sé skuldbundið af alþjóðlegum sáttmála (Ríó-sáttmála) til þess að berjast gegn ,,ágengum framandi lífverum" sem ógni þeirri fjölbreytni. Auk þess þurfum við ,,að virða leikreglur á þessu sviði og taka mið af alþjóðlegri reynslu, ekki síst vegna þess að vistkerfi einangraðra eyja eru viðkvæm fyrir innflutningi og dreifingu framandi lífvera og er Ísland þar engin undantekning".



Hugmyndafræðilega lituð túlkun Ríó-sáttmála

Í þessari röksemdafærslu er mörgu snúið á hvolf. Látið er í veðri vaka að ,,líffræðileg fjölbreytni" sé hugtak sem nái yfir tiltekna stöðu lífríkisins á hverjum stað og að á Íslandi sé sérstök ,,líffræðileg fjölbreytni" sem þurfi að vernda fyrir ,,ágengum, framandi" tegundum samkvæmt alþjóðlegum samningi þar um.

Þetta er allt rangtúlkun sem snýst um hugmyndafræði en ekki vísindi og leiðir til misskilnings á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Hugtakið ,,líffræðileg fjölbreytni" er reyndar vond þýðing á enska orðinu biodiversity sem er hlutlaust hugtak um fjölbreytileika lífsins og nær til allra flokka lífríkisins og erfðafræðilegs fjölbreytileika þess - óháð stað og aðstæðum. Það nær bæði til fjölbreytni tegunda, erfðaefnis og lífsamfélaga, og ber ekki í sér neina hugmyndafræðilega eða tilfinningalega afstöðu til æskilegra eða óæskilegra lífvera - innlendra, framandi, eða ágengra. Betra væri að tala um líffjölbreytni en ,,líffræðilega" fjölbreytni því fjölbreytnin er eiginleiki lífsins en ekki fræðanna sem um það fjalla þótt einstakar fræðigreinar virðist gefa þeim mismunandi gildishlaðna merkingu.

Skuldbindingar þær sem Ísland undirgekkst með svonefndum Ríó-sáttmála snúast um að taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til að koma í veg fyrir að tegundir lífvera og lífsamfélög fari forgörðum vegna sívaxandi umsvifa mannsins á jörðinni. Sérstaklega snúast þær um fjölbreytni lífsins í regnskógum hitabeltisins og áhyggjur manna af ótæpilegri eyðingu þeirra. Einnig er viðurkennt að líka þurfi að huga að tegundum í útrýmingarhættu annarsstaðar á jörðinni. Athyglisvert er að Ríó-sáttmálinn byggir mjög á því að fjölbreytni lífsins sé manninum mikilvæg sem uppspretta verðmæta til framtíðar - auðlinda framtíðarinnar.

 

Hver er raunveruleikinn á Íslandi?

Lífríki Íslands er óvenju fátækt af lífverum og lífræn framleiðsla eða afkastageta landsins afar lítil miðað við náttúruskilyrðin svo sem hnattstöðu, veðurfar og jarðveg. Þurrlendið ber þess merki að hafa verið einangrað frá meginlöndunum og tegundir sem hér ættu að lifa góðu lífi hafi ekki enn borist hingað. Þetta á sérstaklega við plönturíkið. Ef hægt er að tala um jafnvægi í þessu sambandi má segja að Ísland sé gróðurfarslega úr jafnvægi við gróðurfar grannlandanna og annarra landa sem búa við hliðstæð gróðurskilyrði. Af því leiðir einnig fábreytni annarra tegunda sem fylgja framleiðslugetu gróðurlendisins. Af þessu leiðir líka að þegar einangrun hefur verið rofin fjölgar lífverutegundum hér hratt.

Landnám Íslands og þeir nýtingarhættir sem fylgdu landnámsmönnum æ síðan leiddu til stórfelldrar gróður- og jarðvegseyðingar sem staðið hefur fram á okkar daga. Landinu sem var að stórum hluta viði vaxið var breytt í örfoka land, berangursmela eða í besta falli mosaþembur og lyngmóa þar sem engar afkastamiklar og lostætar plöntur eins og belgjurtir og ungar trjáplöntur þrifust vegna þrotlausrar beitar. Íslendingar hafa því valdið gífurlegu líffræðilegu umhverfisslysi líkt og aðrar þjóðir sem búið hafa við hjarðmennsku t.d. í Asíu, Afríku. Þessu hefur verið marglýst og staðfest með vísindarannsóknum hér á landi og merkin getur hver sem er séð sem er með augun opin.

En það er eins og margir vilji breiða yfir og afneita þessu. Það er jafnvel farið að lofsyngja berangursholtin og lyngmóann sem hin náttúrulegu íslensku gróðursamfélög með sína dýrmætu ,,líffræðilegu fjölbreytni". Og nú er farið að berjast gegn viðleitni til að endurheimta hin löngu glötuðu gróðursæld og lífframleiðslu sem henni fylgir - og þeirri stofnun falið að hefja eyðingu gróðurs sem þó hefur náð mestum árangri í baráttunni við gróðureyðinguna.

Sem betur fer hefur gróðureyðingu fyrri ára nú að mestu verið snúið við og gróðurlendi Íslands tekur örum stakkaskiptum. Þar kemur margt til. Skógræktar- og landgræðslustarf hefur skilað miklum árangri og mjög hefur dregið úr beitarálagi sauðfjár. Stór svæði eru nú friðuð fyrir beit. Á síðustu tveimur áratugum hefur veðurfar einnig orðið gróðri hagstæðara en var lengst af. Nýjar tegundir bæði svarðplöntur, runnar og tré, sem fluttar hafa verið til landsins, breiðast nú hratt út ásamt innlendum tegundum - s.s. víði, birki og ýmsum belgjurtum - jafnvel tegundum sem verið hafa á válista Náttúrufræðistofnunar. Nærtækt er fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að horfa yfir heiðarnar ofan við Reykjavík og sjá breytingarnar sem eru að verða og að þær eru til góðs bæði fyrir mannlíf og aðrar lífverur í landinu. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt.

Sannleikurinn er sá að í samhengi við Ríó-sáttmálann um verndun líffjölbreytni er engri innlendri tegund bráð hætta búin. Þvert á móti eru ýmsar þær sem hafa verið á válista eða friðaðar nú í útbreiðslu og auðvelt að fjölga mörgum þeirra ef menn vilja. Einu lífsamfélögin sem eru e.t.v. að dragast saman vegna gróðurútbreiðslunnar eru þau sem mynduðust í kjölfar gróður- og jarðvegseyðingarinnar, foksvæðin, holtin og melarnir, sem búskaparhættir landsmanna mynduðu í samspili við eldgos og langvarandi kuldaskeið frá lokum 13. aldar. Í þessu samhengi þarf að ræða skuldbindingar Íslands en ekki í samhengi við eyðingu skóga í hitabeltinu.

Líffjölbreytni á Íslandi í skilningi Río-sáttmála hefur þannig verið að aukast hröðum skrefum á síðustu árum og engri tegund er í rauninni hætta búin af manna völdum. Engar vísindarannsóknir hafa heldur sýnt fram á neitt slíkt. Þvert á móti eru margar nýjar tegundir skordýra, fugla, örvera að nema hér land auk þeirra plantna sem menn flytja til landsins bæði af ásetningi manna eða óviljandi með margvíslegum aðföngum - m.a. til landbúnaðar. Sumar tegundir sem hingað koma óboðnar eru ekkert sérstaklega æskilegar í augum okkar, svo sem 4-5 tegundir geitunga, köngulær, asparglitta og Spánarsnigill að maður ekki tali um margvíslegar tegundir sveppa sem leggjast á tré og garðagróður. En þrátt fyrir leiðindin sem þessum tegundum fylgja fyrir okkur mennina tekur lífríkið sjálft enga sérstaka siðferðilega afstöðu til þessara nýbúa. Þeir munu finna sinn stað í íslenskri náttúru eins og aðrar tegundir sem hingað komu á undan, hvort sem mannfólkinu líkar betur eða ver. - En þær geta verið bæði ,,ágengar og framandi" í lífi þeirra sem fyrir eru. Það þarf hins vegar mikið ,,líffræðilegt lögregluríki" til að stjórna þeirri umferð og litlar forsendur eru til að standa undir þeim kostnaði hér á landi.

 

maple_leaf.gif

 

 

Til varnar líffjölbreytni á Íslandi - síðari grein

Fréttablaðið 2. september 2010.

 

Í fyrri grein höfundar var bent á að beitt væri hugmyndfræðilega litaðri og óvísindalegri túlkun á hugtakinu "líffræðilegum fjölbreytileika" í Ríó-sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að réttlæta herferð gegn svokölluðum "ágengum framandi lífverum", aðallega lúpínu og skógarkerfli. Dregið var í efa að aðstæður hér á landi kölluðu á aðgerðir í skilningi Ríó-sáttmála þar sem hér á landi vex líffjölbreytileiki og ekki hefur verið sýnt fram á að neinni tegund eða lífsamfélagi sé hætta búin. Líklega má með hliðstæðum hugmyndafræðilegum rökum réttlæta herferð gegn fleiri tegundum sem telja má "ágengar og framandi" að mati einhvers hóps. Hér er fjallað um réttmæti þess að stjórnvöld grípi yfirleitt til aðgerða á þessu sviði .

 

Mikilvirk, sjálfbær landgræðsluplanta

Alaskalúpínan er einn afkastamesti frumherjinn í þessu efni og hefur þegar skipt sköpum í því uppgræðslustarfi sem hér hefur verið stundað. Hún breiðist út þar sem áður var örfoka eða rofið land og gæðir jarðveginn frjósemi sem áður var eytt. Upp rís nýtt lífríki með jarðvegsörverum og jarðvegsdýrum sem búa í haginn fyrir nýtt gróðurlendi með innlendum og aðfluttum tegundum - allt eftir aðstæðum og ásetningi manna. Og ný lífsamfélög eru líka að verða til m.a. með aðstoð lúpínunnar. Skógurinn er nú að breiðast út sjálfkrafa (sjálfbær) á landinu sem lúpínan hefur forunnið. Hann laðar að sér margar indælar tegundir fugla bæði "innlendar" eins og músarindil, hrossagauk, auðnutitling og skógarþröst sem fjölgar óðum og svo "framandi" nýbúa eins og glókoll, svartþröst og krossnef. Reyndar fer útbreiðslan fram að hluta með hjálp þeirra tegunda sem nýta hið nýja gróðurlendi. Skógarþröstur er þar mikilvirkur að dreifa fræjum. Þar sem nýtur birtu í skóginum vex upp fjölbreyttur svarðgróður og berjarunnar vaxnir af fræi bornu af fuglum. Niturbindandi innlendar tegundir eins og umfeðmingur, giljaflækja og fuglaertur breiðast hratt út. Niturneytandi tegundir fylgja svo í kjölfarið bæði innlendar tegundir á borð við ætihvönn, sigurskúf sem og reyni, birki, víði og einnig aðfluttar tegundir eins og rifs, sólber, hindber, yllir og fleiri berjarunnar ásamt skógarkerfli, Spánarkerfli og geitkáli og fleiri tegundum.

Sumar þessara tegunda, bæði innlendar og framandi, geta um tíma orðið hvimleiðar meðan þær þekja landið og gera það erfitt yfirferðar eða þær komast í garðlönd þar sem menn vilja rækta aðrar tegundir til fegurðar og yndisauka. Það réttlætir þó ekki herferð gegn þeim kostaða af opinberu fé.

Það getur verið að sú "líffræðilega fjölbreytni" í örfoka gróðurlendum, holtum og melum sem nokkrir grasafræðingar hafa reynt að skrá með því að telja fjölda viðurkenndra, villtra íslenskra háplantna bíði einhvern hnekki. Ég mótmæli hins vegar slíkum einhliða mælikvarða á "líffræðilega fjölbreytni" sem hugmyndafræðilega litaðri og óvísindalegri túlkun á Ríó-sáttmálanum. Ég lít svo á að sú þröngsýni í túlkun sé út í hött á tímum þegar hraðfara loftslagsbreytingar ganga yfir, samgöngur eru jafn greiðar milli Íslands og raun ber vitni og líftegundum fjölgar hratt - bæði þeim sem við teljum æskilegar og þeim sem við erum ekkert sérstaklega hrifin af.

 

Vaxandi fjölbreytni lífríkisins - óraunhæf og óþörf herferð

Ísland er ekki lengur líffræðilega einangruð eyja. Fjölbreytni lífríkisins á Íslandi vex nánast með degi hverjum bæði með og án tilverknaðar mannsins. Á heildina litið verður það til góðs þótt einstakar tegundir örvera, jurta og skordýra geti valdið okkur einhverjum tímabundnum skráveifum. Minna hefur orðið úr faröldrum undanfarinna ára en fræðingar spáðu þótt orðið hafi staðbundnir og tímabundnir skaðar. Það þekki ég af eigin reynslu.

Allar jurtir geta orðið illgresi í garðinum okkar þegar þær vaxa á stöðum þar sem við viljum láta aðrar plöntur vaxa. En útrýmingarherferð gegn einstökum tegundum á kostnað almennings á engan rétt á sér. Slíkar útrýmingartilraunir skila litlum árangri. Eiturherferðir og upprót skaðar miklu fleiri lífverur en tilgangurinn var að uppræta og fræbanki er þegar orðið til í jarðveginum. Það sem raunverulega á sér stað er að verið er að tefja náttúrulega gróðurframvindu. Raunar er það siðferðilega umhugsunarvert hvernig opinberum aðilum kemur slíkt til hugar án þess að fram fari yfirvegaðar rannsóknir á meintri skaðsemi viðkomandi tegundum. Engar marktækar rannsóknir hafa farið fram á slíkri meintri skaðsemi sem reyndar er afar illa skilgreind. Hér er út í hött að vísa til hinna sögulegu fordæma um eyðingu refa og minka enda hafa sömu yfirvöld dregið úr viðleitni til að halda þeim tegundum í skefjum. Þar er þó um þekkt áhrif á landsnytjar og búskap að ræða. Ekki hefur verið sýnt fram á nein slík efnahagsleg áhrif lúpínu eða skógarkerfils á landsnytjar - nema síður sé.

Ég mótmæli því áformum umhverfisráðherra og lít á það sem gróflega sóun á almannafé verði farið út í kostnaðarsamar aðgerðir af opinberri hálfu til að útrýma eða hefta útbreiðslu þessara tegunda. Það hljóta að vera önnur brýnni verkefni í þágu þjóðarinnar sem kalla á almannafé um þessar mundir. Ég mótmæli einnig þeirri hugmyndafræði sem býr að baki þessum áformum ráðherra.

 

 


 

Ítarefni:

Um eituráhrif Roundup (Glyphosate)  illgresiseyðisins sem Landgræðslan notar til að eyða gróðri á Íslandi:

 Pesticide Action Network Aotearoa NZ (PANANZ)


 

 


Lúpínan á Haukadalsheiði - Myndir...


landgrae_slufelag.jpg

 

Um síðustu helgi skrapp ég upp á Haukadalsheiði og tók nokkrar myndir af Alaskalúpínunni þar. Haukadalsheiði er fáeina kílómetra fyrir norðan Geysi.


Lúpínan er jurt sem margir hrífast af. Hún er með eindæmum duglegur landnemi á hrjóstrugu landi og hentar vel til að græða upp örfoka mela eins og á Haukadalsheiði.

Á Haukadalsheiði var áður fyrr gróið land og jafnvel skógi vaxið eins og allnokkrar kolagrafir sem fundist hafa bera vitni um, svo og stöku rofabörð sem gnæfa mannhæð upp úr örfoka melunum. Allt þetta land hefur nú fokið burt vegna þess að menn eyddu skóginum og ofbeittu landið. Köld ár Litlu ísaldarinnar svokölluðu hafa sjálfsagt ráðið úrslitum. 

Fyrir nokkrum áratugum mátti sjá gríðarlegt moldrok leggjast yfir uppsveitirnar í norðanátt, en sem betur fer hefur það minnkað mjög verulega, en það er fyrst og fremst að þakka Lúpínunni. Vissulega hefur melgresi einnig verið sáð, duglegir menn og konur hafa stungið niður þau fáu rofabörð sem eftir eru, og flutt gamalt hey á melana til að reyna að hefta sandfokið, en án Lúpínunnar er lítil von til þess að snúa megi vörn í sókn.

Að koma á Haukadalsheiði meðan lúpínan er í blóma er mikil upplifun. Maður fyllist bjartsýni og von. Ég man vel eftir því hvernig heiðin leit út fyrir hálfri öld. Þvílíkur munur :-)

Vissulega sjá sumir rautt þegar þeir horfa yfir fagurbláar lúpínubreiðurnar og fyllast hatri gagnvart þessari einstöku jurt. Það þykir þeim sem þessar línur ritar mjög undarlegt og finnur til með þeim sem þannig hugsa.  Vissulega er hún ágeng og á ekki heima alls staðar. En illgresi er hún ekki.  Hún er dugleg og eiginlega eina vopn okkar í baráttunni við uppblásturinn. Við verðum þó að nota hana rétt og ekki dreifa hvar sem er.

Hvað er það sem gerir Lúpínuna svona einstaka? Lúpínan er belgjurt eins og til dæmis Baunagras og Hvítsmári. Hún hefur rótarhnýðisbakteríur sem vinna nitur (köfnunarefni) úr andrúmsloftinu, og geta jafnvel losað um bundinn fosfór í jarðveginum. Bæði þessi efni eru áburður fyrir Lúpínuna og aðrar plöntur sem vaxa á sama stað. Lúpínan hefur því eins og aðrar belgjurtir innbyggða áburðarverksmiðju í rótarkerfinu. Rætur liggja djúpt og sinumyndun er mikil, þannig að á undaraskömmum tíma breytist ófrjósamur örfoka jarðvegur í frjósamt land.

 

Eftir allnokkra áratugi fer Lúpínan síðan smátt og smátt að hörfa og annar gróður sem nýtur góðs af frjósömum jarðveginum kemur í staðinn. Einfaldasta ráðið til að flýta þessu ferli er hæfileg beit. Þannig má nýta þjóðarblómið til að framleiaða gómsætar kótilettur, þegar það hefur unnið sitt verk við að græða upp landið. Ekki amaleg tilhugsun...

 

(Stækka má myndir með því að tvísmella á þær).

 

img_2964.jpg
 
Lúpínan hefur unnið kraftaverk á Haukadalsheiði.
 
 
img_2975.jpg
 
Smám saman vinnur blessuð lúpínan á.
 
 
img_2971.jpg
 
Hér má glöggt sjá hve mikið hefur fokið burt. Rofabarðið er sjálfsagt rúmlega mannhæð. Fyrst og fremst er þetta afleiðing ofbeitar.
 
 
img_2973.jpg
 
Hér stendur uppi eitt rofabarð eins og minnismerki um forna frægð.
 
 
img_2986_edited-1_1004822.jpg


 Þessi bleika Lúpína skar sig úr. Vildi víst vera öðruvísi en hinar.

 

img_2988.jpg
 
Eru þær ekki fallegar?
 
 
16-maddaman.jpg
 
Nei, þessi mynd er ekki frá Tunglinu :-)  Myndina tók skrásetjarinn fyrir hálfri öld á Haukadalsheiði, þ.e. árið 1960 þegar hann vann við að planta skógi þar örlítið sunnar. Þá var Haukadalsheiðin eyðimörk. Nú er hún að vakna til lífsins aftur. Þökk sé Lúpínunni og dugnaði Tungnamanna.
Það er erfitt að ímynda sér að hér hafi land eitt sinn verið skógi vaxið.  
 Er virkilega einhver sem vill að landið líti svona út?
 
 
 


Kvæði eftir Margréti Guðjónsdóttur í Dalsmynni.

Alaskalúpína er öndvegisjurt
sem ætti að lofa og prísa
en umhverfisverndarmenn vilja hana burt
og vanþóknun mikilli lýsa.

Þó gerir hún örfoka eyðisand
og urðir að frjósömum reitum
undirbýr vel okkar ágæta land
til átaka í hrjóstugum sveitum.

Hún er líka ágætur íslenskur þegn
með alveg magnaðar rætur,
í auðninni er henni ekki um megn
að annast jarðvegsins bætur.

Mestallt sumar er grænt hennar glit
þó geti það valdið fári
að hún ber himinsins heiðbláa lit
hálfan mánuð á ári.

 

 

 
Auðvelt er að komast á Haukadalsheiði með því að aka sem leið liggur frá Geysi um skógræktargirðinguna í Haukadal. Ekið er framhjá kirkjunni og síðan í norðurátt um mjög fallegt skóglendi. Skógurinn nær langleiðina upp á heiðina. 
 
 

 Krækjur:

Ný klæði á land í tötrum, eftir Hauk Ragnarsson

Vinir Lúpínunnar á Fésbók  Umræður og krækjur í nýlegar greinar.

Vísindvefurinn (Sigmundur Guðbjarnason): Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

 


Frábær þáttur um sólina í danska sjónvarpinu...

 

 

Sólin í dag

 >>> Takið eftir dagsetningunni á myndinni <<<

 

Einstaklega fróðlegur þáttur um sólina var í danska þættinum Viden om.

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að horfa á þáttinn. Umfjöllun um sólina hefst eftir að 7 mínútur eru liðnar og má hraðspóla þangað.

Í þættinum er fjallað um rannsóknir á sólinni og í lok þáttarins er smá hrollvekja. 

Brrr... Pinch   
Eigum við eitthvað í vændum á næstu árum?

Hvað skyldi það vera?
Hugsanlega er svarið í lok þáttarins...
 

Einstaklega fallegar og áhugaverðar myndir prýða þáttinn. 

 

 Smella hér:

 
Nýr gluggi opnast með t.d. Windows Media Player

 

 

Að sjálfsögðu er þátturinn á dönsku, en talið er mjög skýrt, þannig að eftir að hafa hlustað fáeinar mínútur til að þjálfa aðeins eyrað er ekkert mál að skilja den dejlige Dansk.

 

Ég þakka Magnúsi Waage fyrir ábendinguna.

 

--- --- ---



Ítarefni:

 Af vefsíðu SOHO:

Nýjustu myndirnar frá SOHO gervihnöttunum. Smellið á litlu myndirnar til að sjá meira...
 
 
Search and Download Images
About these images
 
 
 
 
EIT 171EIT 195EIT 284EIT 304
More 512×512More 512×512More 512×512More 512×512
 
MDI ContinuumMDI MagnetogramLASCO C2LASCO C3
More 512×512More 512×512More 512×512More 512×512
 
Bigger versions of this page in a new window:
Regular size page, New 1280×1024 window, and New 1600×1200 window.

Þýðing á orðunum Accuracy & Precision...

 

"Þetta er mjög nákvæm mæling framkvæmd með nákvæmum mælitækjum".    Eitthvað í þessa veru má stundum lesa.

Hvað þýðir að mæling sé nákvæm. Hvað þýðir það að mælitæki sé nákvæmt?

Þó svo að undirritaður eigi starfs síns vegna að vita svarið á hann erfitt með að svara vegna þess að í íslensku vantar hugtök sem ná yfir "accuracy" og "precision", en hvort tveggja er oft þýtt með sama orðinu "nákvæmni".  Merking þessara útlendu orða er þó ólík.

Orðið "resolution" er einnig stundum þýtt sem nákvæmni þó svo að merkingin sé alls óskyld "accuracy" og "precision". 

Orðið "nákvæmni" er því eiginlega vandræðaorð sem ruglar mann stundum í ríminu og gerir umfjöllun um t.d. mælingar ónákvæmar (Úff, þarna kom orðið óvart fyrir :-).

Tökum dæmi. Fyrir fáeinum árum fór ég í gamalgróna verslun og keypti forláta stafrænan hitamæli. Sölumaðurinn sagði að þetta væri mjög "nákvæmur" mælir sem sýndi 1/10 hluta úr gráðu. Eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvað hann átti við með að mælirinn væri "nákvæmur". Við stöðugt hitastig flöktir hann um næstum gráðu. Hann er sæmilega réttur við stofuhita, en sýnir um 2 gráðum of lágt við frostmark og er ennþá vitlausari þegar hitinn er lægri.

 

Skoðum þessi hugtök "accuracy",  "precision"og "resolution" nánar og reynum að finna skynsamleg orð á íslensku fyrir þau.

 

Það getur verið góð byrjun að skoða tvær myndir af skotskífum. Hugsum okkur að góð skytta sé að skjóta í mark með tveim byssum.

Þegar hann notar fyrri byssuna (vinstra megin) dreifast kúlurnar meira og minna um miðju skotskífunnar, en lenda þó alls ekki langt frá miðju.  Sigtið virðist vera nokkurn vegin rétt stillt, en gæti hugsanlega verið laust.  Við getum sagt að "Accuracy" sé gott en  "precision" lélegt.    Hittnin er góð þrátt fyrir allt.

Þegar byssumaðurinn notar byssu númer tvö (hægra megin) kemur í ljós að kúlurnar lenda meira og minna á sama stað, en ekki í miðju skotskífunnar. Líklega er þetta ágætlega vel smíðuð byssa, en sigtið er skakkt og þarfnast kvörðunar. Eftir stillingu má reikna með að flestallar kúlurnar lendi í miðju skífunnar. Við getum sagt að "Precision" sé  gott en  "accuracy" lélegt.    Byssan er þó samkvæm sjálfri sér.

 

 

 

 

"Precision" er gott en  "accuracy" lélegt.

Samkvæmd er góð.

 


 

 

"Accuracy" er gott en  "precision" lélegt.

Hittni eða nákvæmd er góð.

 


 

Yfirleitt er um að ræða eitthvað sambland af þessu tvennu.

Ef til dæmis hitamælir hagar sér eins og myndirnar á skotskífunni sýna, þá gæti meðaltal margra mælinga gefið nokkuð góða niðurstöðu í tilvikinu vinstra megin, en bætti nánast ekkert í tilvikinu hægra megin. Góður hitamælir þarf því að hafa bæði góða nákvæmd (eða hittni) og góða samkvæmd.

Mælingu með góða hittni eða nákvæmd (accuracy) getum við bætt með því að fjölga mælingum og taka meðaltal, en við getum ekki bætt mælingu með lélega samkvæmd (precision) á þann hátt. Það vill gleymast ef menn hafa ekki muninn á þessum hugtökum á hreinu.

 

520px-accuracy_and_precision_svg.png

 

 

 Við mælingu táknar "accuracy" nálægð við rétt gildi (reference value), en "precision" endurtekningahæfileika (repeatability eða reproducibility) mælitækisins.

 

 

 

Í Íðorðapistlum Læknablaðsins er fjallað um þessi orð hér. Það segir í lokin:


"...Erfitt getur verið að ná fótfestu þegar almenn orð hafa verið tekin til sértækra nota. Það er vissulega nákvæmni, eða góð hittni, þegar mæling "hittir" á rétt gildi, en það er einnig nákvæmni þegar niðurstöður fleiri mælinga á sama fyrirbæri eru hver annarri líkar. Þess vegna er erfitt að ákveða hvoru hinna erlendu heita hæfi betur að nefnast nákvæmni á íslensku. Hliðarspor geta þá stundum bjargað. Eftir að hafa legið yfir Íslensku orðabókinni, Orðsifjabókinni og Samheitaorðabókinni fékk undirritaður þá hugmynd að stíga eitt slíkt hliðarspor til lítið notaðra, gamalla orðmynda og taka þá ekki afstöðu til "nákvæmni". Án þess að rekja þá sögu frekar er nú lagt til að accuracy, í merkingunni nálægð tiltekinna gilda við hin réttu, verði nákvæmd og að precision, í merkingunni samræmi tiltekinna gilda eða athugana, verði samkvæmd".

 

Þó svo að hér sé notuð byssa  og skotskífa sem dæmi, þá eiga orðin alveg eins við um mælitæki. Stafræni hitamælirinn sem bloggarinn keypti um árið hefur vissulega góða upplausn (resolution) en hvorki góða hittni eða nákvæmd (accuracy) né góða samkvæmd (precision). Samt sagði sölumaðurinn að hann væri "nákvæmur" :-) 

Engin mælitæki eru fullkomin og mælingar því síður. Hvers vegna eru skekkjumörk mælinga sjaldan gefin upp? 

Eftir að við skiljum muninn á þessum hugtökum accuracy og precision, þá er að finna góð lýsandi íslensk orð.

Nú má prófa:

Accuracy: Hittni, nákvæmd ?

Precision: Samkvæmd ?

Resolution: Upplausn ?

 

Þetta gengur kannski, en hvað um þetta:

 

Accurate instrument: Hittið mælitæki ?

Accurate measurement: Hittin mæling ?

Precision instrument:  Samkvæmt mælitæki ?

Precision measurement: Samkvæm mæling ?

 

Hvort er betra; hittni eða nákvæmd fyrir accuracy?

 

Bloggarinn er ekki alveg sáttur, en kannski venst þetta. Það er þó alveg nauðsynlegt í hans huga að finna og kynna góð íslensk orð fyrir þessi hugtök.

Ef við þekkjum muninn á "accuracy", "precision" og "resolution" þá getum við sagt og skrifað til dæmis: "Hitamælirinn er þokkalega nákvæmur, með góða hittni og sæmilega samkvæmd. Upplausnin er góð þó svo hún nýtist illa".

 

Þekkir einhver betri orð sem þýðingu á þessum orðum; accuracy, precision og resolution?

 

 

Ítarefni:

Wikipedia: Accuracy & Precision

 

 Uppfært 16. nóv:

Tillögur sem borist hafa um orð fyrir hugtökin accuracy, precision og resolution í mælitækni, tölfræði og öðrum skyldum sviðum:

(Vona að ég hafi náð þessu rétt)

Accuracy: Hittni, nákvæmd, nákvæmni, markvissni, raunvissni, markleitni, hnitleitni, raunleitni... 

Precision: Samkvæmd, samkvæmni, hnitmiðni, samræmi, hnitmiðni, staðvisni, staðleitni, einsleitni...

Resolution: Upplausn

 

Accurate instrument: Hittið tæki, nákvæmt, markvisst, hnitvisst, raunvisst, markleitið, hnitleitið, raunleitið...

Accurate measurement: Hittin mæling, nákvæm, markviss, hnitviss, raunviss, markleitin, hnitleitin, raunleitin...

Precision instrument:  Samkvæmt tæki , hnitmiðað, staðvisst, staðleitið, einsleitið...

Precision measurement: Samkvæm mæling, hniðmiðuð, staðviss, einsviss, staðleitinn, einsleitin...

 

Resolution: Upplausn

 

Í augnablikinu hugnast mér vel orðin markleitið og einsleitið. Þau eru mjög lýsandi.

 

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember. 
www.jonashallgrimsson.is


Hvað í ósköpunum eru smágervingar...?

smagervingar-250w.jpgOrðið smágervingar átti að vera nýyrði sem smíðað var árið 1966 vegna greinar um nýja tækni sem þá var að slíta barnsskónum. Greinin var í því ágæta blaði De Rerum Natura sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík gáfu út og gera vonandi enn. Greinin um smágervinga fjallaði um það sem í dag kallast samrásir eða integrated circuit á ensku. Á þeim tíma sagði maður einfaldlega á ísl-ensku integreraðar rásir.

Hvers vegna orðið "smágervingar" í stað "integreraðar rásir"?    Hvernig var það hugsað?

Eins og fram kemur í greininni Smágervingar, þá eru þessar örsmáu rásir, sem eru ómissandi í öllum rafeindatækjum í dag, smíðaðar úr kísil og kísiloxíð sem er sama efni og í mörgum steinum. Þetta er því ekki ólíkt örsmáum steingervingum. Þannig varð orðið til. Það er svo annað mál, að það reyndist einnota og hefur líklega ekki sést annars staðar en í þessari grein. Smile  Við leyfum okkur þó að nota orðið í þessum pistli í stað orðsins samrás.

Myndin á forsíðu greinarinnar á að sýna þróunina frá útvarpslampa til transistors (smára) og þaðan til smágervings (samrásar).

Greinin Smágervingar hefst á þessum orðum:

"Árangur hinnar geysimiklu viðleitni rafeindaiðnaðarins til þess að auka áreiðanleika og gæði framleiðslu sinnar, en gera hana um leið smærri og kostnaðarminni, hefur verið svo mikill, að varla hefði neinn dirfzt að spá honum fyrir um það bil tíu árum. ... Unnt er t.d. að gera fullkomna rás, er samanstendur af 10 til 20 transistorum og 40 til 60 mótstöðum, úr kísilsneið sem er aðeins 2 til 3 mm á kant".

Þá þótti mikið að troða 10 til 20 transistorum í einn smágerving. Í dag þykir þetta ekki mikið. Myndvinnslu-örgjörvinn GeForce GTX 280 inniheldur hvorki meira né minna en 1.400.000.000 transistora!

Gömlu grein menntaskólastráksins í De Rerum Natura, apríl 1966, má lesa með því að smella á Smágervingar.

Blaðið De Rerum Natura var einstaklega vandað og metnaðarfullt. Eintakið, sem umrædd grein var í, var tæpar 90 blaðsíður að lengd. De rerum natura er latína og þýðir Um hlutanna eðli. Nafnið kemur frá rómverska skáldinu Lúkretíusi, sem var uppi um 95-54 f.kr., og samdi mikið kvæði á latínu, De rerum natura. Í kvæðinu setur Lúkretíus fram heimspeki Epikúrosar.  Auðvitað var líka vel til fallið að hafa latneskt nafn á þessu blaði sem gefið var út í Latínuskólanum MR, en á þessum árum lærðu allir nemendur skólans latínu, bæði þeir sem voru í máladeild og þeir sem voru í stærðfræðideild.

Nöfn ritnefndar blaðsins og efnisyfirlit má sjá aftast í greininni. Jón Erlendsson var þá ritstjóri.

Á Stjörnufræðivefnum er grein um stjörnulíffræði. Þar er minnst á Lúkretíus: "Eins og vænta má eru vangaveltur um líf utan jarðar ekki nýjar af nálinni. Grísku atómistarnir Levkippus, Demokrítus og Epíkúrus virðast hafa aðhyllst hugmyndir um ótölulegan fjölda heima,  og Rómverski heimspekingurinn Lúkretíus tók skýrt fram að aðrir heimar hlytu að vera til því geimurinn væri „óendanlegur til allra átta og efnisagnir óendanlega margar á sveimi á sífelldri hreyfingu“".      Jæja, þetta var víst útúrdúr, alls óskyldur innihaldi pistilsins um smágervinga Wink.

Fróðlegt væri að frétta í athugasemdum hér fyrir aftan hvort blaðið sé enn lifandi og hvort latína sé enn kennd öllum nemendum skólans Smile.

(Uppfært 30. sept.: Sverrir Guðmundsson benti á að blaðið kæmi enn út þó svo að útgáfan hafi verið stopul. Blað frá árinu 2006 er hér).

 --- --- ---

Greinin Smágervingar.

Wikipedia: Menntaskólinn í Reykjavík.

MR66

 

icvmyuv.jpg

 

Mjög stækkuð mynd af smágerving, öðru nafni samrás.
Rétt stærð er líklega um 10 x 10 mm.

 

 

 

          "Heimurinn víkur úr vegi þess manns sem veit hvert hann ætlar".

                                                                                                 - David S. Jordan


Gömul grein bloggarans um LASER-tækni frá 1966...

laser001-250w.jpg
 

„Í vísindalegum staðleysusögum er oft talað um dauðageisla, er breytt geti flugvél í reykslý og lagt borgir í rúst á augabragði. Ekkert verður um það fullyrt hvort laser-tæknin sé afleiðing þessara hugaróra, en þó má með nokkrum rétti halda því fram, að laser sé með merkustu uppgötvunum þessarar aldar. Þó að laser sé hvorki hugsaður né hæfur sem fjöldamorðvopn, hefur hann þegar valdið gjörbyltingu á ýmsum sviðum.

Í grundvallaratriðum er laser mjög einfalt tæki, þótt nafnið sé langt, ef það er óstytt. Laser stendur fyrir Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation...“

 
Þannig hefst grein sem höfundur þessa pistils skrifaði í De Rerum Natura árið 1966. Þetta merka blað er gefið út af nemendum Menntaskólans í Reykjavík.
 
Því miður hef ég glatað blaðinu, en var svo ljónheppinn að fá fyrir skömmu ljósrit af greninni, sem ég skannaði snarlega í Word og breytti í Acrobat pdf skjal. Hægt er að nálgast allan textann með því að smella á nafn greinarinnar: LASER. (Auðvitað má lika hægrismella á orðið og vista þannig skjalið ef það hentar betur, t.d. fyrir útprentun).
 
Auðvitað hefur margt breyst í lasertækninni síðan greinin var skrifuð fyrir tæpum 44 árum. Geislaspilarar væru óhugsandi án þessarar tækni, svo og ljósleiðarafjarskipti og fjölmargt fleira sem nánast er sjálfsagður hlutur í dag. Á fundum sveifla fyrirlesarar laser-bendlum nánast eins og stjörnustríðshetjur geislasverðum, og auðvitað er búið að íslenska nafnið á tækinu. Leysir heitir það auðvitað á ástkæra ylhýra málinu. Í lok greinarinnar er minnst á ýmis svið þar sem nýta mætti lasertæknina, svo sem í fjarskiptum, ratsjám, iðnaði og læknisfræði. Allt hefur þetta ræst og vel það...
 
 
Greinin LASER. De Rerum Natura jan. 1966.
 
Wikipedia: LASER
 
 
 
 
Fyrir aftan greinina eru þrjár tilvitnanir til uppfyllingar:
 
     Sérfræðingur er maður, sem veit æ meira um æ minna.
               - N.M. Butler.
 
                Síðasta og æðsta tákn vísindanna er hið mikla spurningamerki.
                          - A. Garborg.
 
                           Standir þú við dyr hins ógerlega, skaltu knýja á þær.
                                     - H. Redwood.
 
 
 
Laser of Symfó

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«...

 

 
 
Mens Solen Sover nefnist splunkuný blaðagrein í Jyllandsposten eftir Dr. Henrik Svensmark prófessor, höfund hinnar nýstárlegu kenningar um samspil sólar, geimgeisla, skýjafars og hitastigs lofthjúps jarðar, en bloggarinn hefur fjallað um þessi mál í rúman áratug.

(Sjá pistla bloggarans hér, hér, r, hér, hér, hér, hérhér, hér...)

(Myndin hér að ofan er frá Thames við London um 1677. Smella þrisvar á mynd til að stækka.
Fleiri myndir eftir Abraham Hondius hér).

 

»Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning,
mens den varer«.

Hvers vegna segir þú það Hinrik? Reyndar er þetta alveg mögnuð grein hjá þér. Þar kemur margt fram sem við Íslendingar þekkjum svo vel...   Kærar þakkir fyrir að skrifa svona grein "á mannamáli" sem almenningur skilur, því þetta kemur okkur öllum við, ekki síst okkur sem búum á jaðri heimskautasvæðanna.

 
 "Meðan sólin sefur"
Sleeping

 

Dustið nú rykið af dönskunni!

(Þýðing yfir á ensku eftir Nigel Calder er  hér neðar á síðunni ef eihver skyldi gefast upp á dönskunni).

 

 

 Jyllands Posten 9. september 2009:

 

http://jp.dk/opinion/kronik/article1809681.ece

 (Leturberytingar eru að mestu eftir bloggarann til að reyna að gera textann læsilegri af skjá).

Mens Solen sover

HENRIK SVENSMARK, professor, DTU, København

Offentliggjort 09.09.09 kl. 03:00

Faktisk er den globale opvarmning standset, og en afkøling er så småt begyndt. Ingen klimamodel har forudsagt en afkøling af Jorden, tværtimod. Det betyder, at prognoser for fremtidens klima er utilregnelige, skriver Henrik Svensmark.

Den stjerne, der holder os i live, har gennem det seneste par år været næsten uden solpletter, som er det normale tegn på Solens magnetisk aktivitet.

I sidste uge rapporterede det videnskabelige hold bag Sohosatellitten (Solar and Heliospheric Observatory) at »antallet af solplet-frie dage antyder, at Solens aktivitet er på vej mod det laveste niveau i omkring 100 år«. Alt tyder på, at Solen er på vej i en dvalelignende tilstand, og det åbenlyse spørgsmål er, om det har nogen betydning for os på Jorden.

Spørger man det Internationale Klimapanel IPCC, som repræsenterer den gældende konsensus på klimaområdet, så er svaret et betryggende »ingenting«. Men historien og den seneste forskning tyder på, at det sandsynligvis er helt forkert. Lad os se lidt nærmere på hvorfor.

Solens aktivitet har til alle tider varieret. Omkring år 1000 havde vi en periode med meget høj solaktivitet, som faldt sammen med middelaldervarmen. Det var en periode, hvor frost i maj var et næsten ukendt fænomen og af stor betydning for en god høst. Vikinger bosatte sig i Grønland og udforskede Nordamerikas kyst. I det hele taget var det en opgangstid. For eksempel fordobles Kinas befolkning gennem denne periode. Men efter omkring 1300 faldt solaktiviteten, Jorden begyndte at blive koldere, og det blev begyndelsen på den periode vi nu kalder den Lille Istid. I denne kolde periode forsvandt alle vikingernes bosættelser i Grønland. Svenskerne overraskede Danmark med at gå over isen, og i London frøs Themsen gentagne gange. Men mere alvorligt var de lange perioder med fejlslagen høst, som resulterede i en dårligt ernæret befolkning der på grund af sygdom og sult blev reduceret med omkring 30 pct. i Europa.


Det er vigtigt at fastslå, at den Lille Istid var en global hændelse. Den endte i slutningen af det 19. århundrede og efterfulgtes af en stigende solaktivitet. Gennem de seneste 50 år har solaktiviteten været det højeste siden middelaldervarmen for 1.000 år siden. Og nu ser det ud til at Solen skifter igen og er på vej mod det, som solforskere kalder »et grand minimum« som vi så i den Lille Istid.

Sammenfaldet mellem Solens aktivitet og klimaet gennem tiderne er forsøgt bortforklaret som tilfældigt. Men det viser sig, at næsten ligegyldigt hvilken periode man undersøger, altså ikke kun de sidste 1.000 år, så findes en overensstemmelse. Solens aktivitet har gentagne gange gennem de seneste 10.000 år svinget mellem høj og lav. Faktisk har Solen gennem de seneste 10.000 år befundet sig i en dvaletilstand ca. 17 pct. af tiden med en afkøling af Jorden til følge.

Man kan undres over, at det internationale klimapanel IPCC ikke mener at Solens forandrede aktivitet har nogen betydning for klimaet, men grunden er, at man kun medtager forandringer i Solens udstråling.



Netop udstrålingen ville være den simpleste måde, hvormed Solen kunne ændre på klimaet. Lidt som at skrue op og ned for lysstyrken af en elektrisk pære.

Satellitmålinger af Solens udstråling har vist, at variationerne er for små til at forårsage klimaændringer, men dermed har man lukket øjnene for en anden meget mere effektiv måde, hvorpå Solen er i stand til at påvirke Jordens klima. I 1996 opdagede vi en overraskende påvirkning fra Solen - dens betydning for Jordens skydække. Højenergitiske partikler accelereret af eksploderede stjerner, den kosmiske stråling, hjælper til at danne skyer.

Når Solen er aktiv, skærmer dens magnetfelt bedre mod de kosmiske stråler fra verdensrummet, før de når vores planet, og ved at regulere på Jordens skydække kan Solen skrue op og ned for temperaturen. Med høj solaktivitet fås færre skyer, og jorden bliver varmere. Lav solaktivitet skærmer dårligere mod den kosmiske stråling, og det resulterer i øget skydække, og dermed en afkøling. Da Solens magnetisme har fordoblet sin styrke i løbet af det 20. århundrede, kan denne naturlige mekanisme være ansvarlig for en stor del af den globale opvarmning i denne periode.



Dette er også forklaringen på, at de fleste klimaforskere prøver at ignorere denne mulighed. Den griber nemlig ind i forestillingen om, at det 20. århundredes temperaturstigning hovedsagelig skyldes menneskelig udledning af CO2. Hvis Solen nemlig har haft betydning for en anselig del af opvarmningen i det 20 århundrede, så betyder det, at CO2&#39;s andel nødvendigvis må være mindre.

Lige siden vores teori blev fremsat i 1996, har den været gennem meget skarp kritik, hvilket er normalt i videnskaben.

Først sagde man, at en sammenhæng mellem skyer og Solens aktivitet ikke kunne være rigtig, fordi ingen fysisk mekanisme var kendt. Men i 2006 efter mange års arbejde lykkedes det os at gennemføre eksperimenter ved DTU Space, hvor vi demonstrerede eksistensen af en fysisk mekanisme. Den kosmiske stråling hjælper med at danne aerosoler, som er kimen til skydannelsen.

Derefter gik kritikken på, at den mekanisme, vi have fundet i laboratoriet, ikke ville kunne overleve i den virkelig atmosfære og derfor var uden praktisk betydning. Men den kritik har vi netop eftertrykkeligt afvist. Det viser sig, at Solen selv laver, hvad vi kan kalde naturlige eksperimenter. Kæmpemæssige soludbrud kan få den kosmiske stråling på Jorden til at dykke pludseligt over nogle få dage. I dagene efter disse udbrud falder skydækket med omkring 4 pct., og indholdet af flydende vand i skyerne (dråber) formindskes med næsten 7 pct. Her er tale om en meget stor effekt. Faktisk så stor, at man populært kan sige, at skyerne på Jorden har deres oprindelse i verdensrummet.

Derfor har vi set på Solens magnetiske aktivitet med voksende bekymring, siden den begyndte at aftage i midten af 1990&#39;erne.

At Solen kunne falde i søvn i et dybt minimum, blev antydet af solforskere på et møde i Kiruna i Sverige for to år siden. Da Nigel Calder og jeg opdaterede vores bog ”The Chilling Stars” skrev vi derfor lidt provokerende »vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«.

Faktisk er den globale opvarmning standset, og en afkøling er så småt begyndt. I sidste uge blev det fremført af Mojib Latif fra universitet i Kiel på FN&#39;s World Climate Conference i Geneve, at afkølingen muligvis fortsætter gennem de næste 10 til 20 år.

Hans forklaring var naturlige forandringer i Nordatlantens cirkulation og ikke i Solens aktivitet. Men ligegyldigt hvordan det fortolkes, så trænger de naturlige variationer i klimaet sig mere og mere på.

En konsekvens må være,at Solen selv vil vise sin betydning for klimaet og dermed teste teorierne for den globale opvarmning. Ingen klimamodel har forudsagt en afkøling af Jorden, tværtimod.

Det betyder, at prognoser for fremtidens klima er utilregnelige. En prognose, der siger, at det muligvis er varmere eller koldere om 50 år, er ikke meget bevendt, for videnskaben er heller ikke i stand til at forudsige Solens aktivitet.

Så på mange måder står vi ved en skillevej. Den nærmeste fremtid vil blive overordentlig interessant, og jeg tror, at det er vigtigt at erkende, at naturen er fuldkommen uafhængig af, hvad vi mennesker tror om den. Vil drivhusteorien overleve en betydelig afkøling af Jorden? Ikke i dens nuværende dominerende form. Desværre kan fremtidens klimaudfordringer blive nogle helt andre end drivhusteoriens forudsigelser, og måske bliver det igen populært at forske i Solens betydning for klimaet.

Professor Henrik Svensmark er leder af Center for Sun-Climate Research på DTU Space. Hans bog ”The Chilling Stars” er også udgivet på dansk som ”Klima og Kosmos” (Gads Forlag, DK ISBN 9788712043508)

--- --- ---
 

Uppfært 12. sept. klukkan 21:55;   Nigel Calder þýddi greinina úr dönsku yfir á ensku með samþykki Henriks Svensmark. Þetta er mun betra en Google þýðingin sem var hér áður.

 

 

Published 9 September 2009 in Jyllands-Posten, Denmark’s best-selling newspaper.
Translation approved by Henrik Svensmark

While the Sun sleeps
Henrik Svensmark, Professor, Technical University of Denmark, Copenhagen

“In fact global warming has stopped and a cooling is beginning. No climate model has predicted a cooling of the Earth – quite the contrary. And this means that the projections of future climate are unreliable,” writes Henrik Svensmark.

The star that keeps us alive has, over the last few years, been almost free of sunspots, which are the usual signs of the Sun’s magnetic activity. Last week [4 September 2009] the scientific team behind the satellite SOHO (Solar and Heliospheric Observatory) reported, “It is likely that the current year’s number of blank days will be the longest in about 100 years.” Everything indicates that the Sun is going into some kind of hibernation, and the obvious question is what significance that has for us on Earth.

If you ask the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) which represents the current consensus on climate change, the answer is a reassuring “nothing”. But history and recent research suggest that is probably completely wrong. Why? Let’s take a closer look.

Solar activity has always varied. Around the year 1000, we had a period of very high solar activity, which coincided with the Medieval Warm Period. It was a time when frosts in May were almost unknown – a matter of great importance for a good harvest. Vikings settled in Greenland and explored the coast of North America. On the whole it was a good time. For example, China’s population doubled in this period.

But after about 1300 solar activity declined and the world began to get colder. It was the beginning of the episode we now call the Little Ice Age. In this cold time, all the Viking settlements in Greenland disappeared. Sweden surprised Denmark by marching across the ice, and in London the Thames froze repeatedly. But more serious were the long periods of crop failures, which resulted in poorly nourished populations, reduced in Europe by about 30 per cent because of disease and hunger.

It’s important to realise that the Little Ice Age was a global event. It ended in the late 19th Century and was followed by increasing solar activity. Over the past 50 years solar activity has been at its highest since the medieval warmth of 1000 years ago. But now it appears that the Sun has changed again, and is returning towards what solar scientists call a “grand minimum” such as we saw in the Little Ice Age.

The match between solar activity and climate through the ages is sometimes explained away as coincidence. Yet it turns out that, almost no matter when you look and not just in the last 1000 years, there is a link. Solar activity has repeatedly fluctuated between high and low during the past 10,000 years. In fact the Sun spent about 17 per cent of those 10,000 years in a sleeping mode, with a cooling Earth the result.

You may wonder why the international climate panel IPCC does not believe that the Sun’s changing activity affects the climate. The reason is that it considers only changes in solar radiation. That would be the simplest way for the Sun to change the climate – a bit like turning up and down the brightness of a light bulb.

Satellite measurements have shown that the variations of solar radiation are too small to explain climate change. But the panel has closed its eyes to another, much more powerful way for the Sun to affect Earth’s climate. In 1996 we discovered a surprising influence of the Sun – its impact on Earth’s cloud cover. High-energy accelerated particles coming from exploded stars, the cosmic rays, help to form clouds.

When the Sun is active, its magnetic field is better at shielding us against the cosmic rays coming from outer space, before they reach our planet. By regulating the Earth’s cloud cover, the Sun can turn the temperature up and down. High solar activity means fewer clouds and and a warmer world. Low solar activity and poorer shielding against cosmic rays result in increased cloud cover and hence a cooling. As the Sun’s magnetism doubled in strength during the 20th century, this natural mechanism may be responsible for a large part of global warming seen then.

That also explains why most climate scientists try to ignore this possibility. It does not favour their idea that the 20th century temperature rise was mainly due to human emissions of CO2. If the Sun provoked a significant part of warming in the 20th Century, then the contribution by CO2 must necessarily be smaller.

Ever since we put forward our theory in 1996, it has been subjected to very sharp criticism, which is normal in science.

First it was said that a link between clouds and solar activity could not be correct, because no physical mechanism was known. But in 2006, after many years of work, we completed experiments at DTU Space that demonstrated the existence of a physical mechanism. The cosmic rays help to form aerosols, which are the seeds for cloud formation.

Then came the criticism that the mechanism we found in the laboratory could not work in the real atmosphere, and therefore had no practical significance. We have just rejected that criticism emphatically.

It turns out that the Sun itself performs what might be called natural experiments. Giant solar eruptions can cause the cosmic ray intensity on earth to dive suddenly over a few days. In the days following an eruption, cloud cover can fall by about 4 per cent. And the amount of liquid water in cloud droplets is reduced by almost 7 per cent. Here is a very large effect – indeed so great that in popular terms the Earth’s clouds originate in space.

So we have watched the Sun’s magnetic activity with increasing concern, since it began to wane in the mid-1990s.

That the Sun might now fall asleep in a deep minimum was suggested by solar scientists at a meeting in Kiruna in Sweden two years ago. So when Nigel Calder and I updated our book The Chilling Stars, we wrote a little provocatively that “we are advising our friends to enjoy global warming while it lasts.”

In fact global warming has stopped and a cooling is beginning. Mojib Latif from the University of Kiel argued at the recent UN World Climate Conference in Geneva that the cooling may continue through the next 10 to 20 years. His explanation was a natural change in the North Atlantic circulation, not in solar activity. But no matter how you interpret them, natural variations in climate are making a comeback.

The outcome may be that the Sun itself will demonstrate its importance for climate and so challenge the theories of global warming. No climate model has predicted a cooling of the Earth – quite the contrary. And this means that the projections of future climate are unreliable. A forecast saying it may be either warmer or colder for 50 years is not very useful, and science is not yet able to predict solar activity.

So in many ways we stand at a crossroads. The near future will be extremely interesting. I think it is important to accept that Nature pays no heed to what we humans think about it. Will the greenhouse theory survive a significant cooling of the Earth? Not in its current dominant form. Unfortunately, tomorrow’s climate challenges will be quite different from the greenhouse theory’s predictions. Perhaps it will become fashionable again to investigate the Sun’s impact on our climate.

-

Professor Henrik Svensmark is director of the Center for Sun-Climate Research at DTU Space. His book The Chilling Stars has also been published in Danish as Klima og Kosmos Gads Forlag, DK ISBN 9788712043508)

 

 --- --- ---

 

Sjá: March across the Belts á Wikipedia.  Þar er fjallað um atvikið þegar Svíar komu Dönum á óvart 1658 með því að ganga yfir til Danmerkur, eins og fram kemur í grein Henriks. Þá var kaldasta tímabil Litlu Ísaldarinnar sem féll saman við Maunder lágmarkið í virkni sólar. Margir óttast að álíka kuldaskeið eigi eftir að koma einhverntíman aftur, vonandi þó ekki á næstu áratugum:

Wikipedia síðan byrjar svona:

"The March across the Belts was a campaign between January 30 and February 8, 1658 during the Northern Wars where Swedish king Karl X Gustav led the Swedish army from Jutland across the ice of the Little Belt and the Great Belt to reach Zealand (Danish: Sjælland). The risky but vastly successful crossing was a crushing blow to Denmark, and led to the Treaty of Roskilde later that year...."

  
Að prófessorinn skuli leyfa sér að tala svona...
Ég á bara ekki orð., eða þannig...
Fara ekki margir hreinlega úr límingunum við lestur svona greinar?


En, hvað ætla menn að gera ef í ljós kemur að þetta var bara náttúruleg hitabóla?
Hvernig ætla menn að bregðast við ef ástandið verður eins og á miðöldum þegar Evrópubúum fækkaði um 30%?
Hvernig ætla menn að bregðast við kali í túnum, haustfrostum með ónýtri uppskeru og hafís?
Hvernig...?


Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 

070302_viking_ship_02.jpg

 

Flestir vita hve tíðarfar var hagstætt þegar norrænir menn tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi. Við getum jafnvel þakkað það þessum hlýindum að landið var numið af forfeðrum okkar. Það hlýtur því að vera áhugavert fyrir okkur Íslendinga að vita nánar um hvernig ástandið var hér á landi, og einnig annars staðar á þessum tíma. Undanfarna áratugi höfum við einnig notið mildrar veðráttu og getum því nokkuð ímyndað okkur ástandið fyrr á tímum.

Það gæti verið fróðlegt að fræðast aðeins um hnatthlýnunina fyrir árþúsundi. Vörpum fram nokkrum spurningum og leitum svara:

 - Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?

 - Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

 - Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

 

Hvernig er hægt að fá svar við þessum spurningum? 

Á vef CO2 Science hefur um alllanga hríð verið kynning á verkefni sem kallast Medieval Warm Period Project. Verkefnið fer þannig fram að skoðaðar eru fjölmargar vísindagreinar þar sem rannsóknir gefa hugmynd um hitafarið á þessu tíma og niðurstöður metnar m.a. með tilliti til ofangreindra spurninga. Niðurstöður eru skráðar í gagnagrunn sem aðgengilegur er á netinu.

Þetta er gríðarlega mikið verkefni. Í dag eru í gagnagrunninum gögn frá 716 vísindamönnum hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi, en þar á meðal eru íslenskir vísindamenn hjá íslenskum stofnunum. Reglulega bætast nýjar greinar í safnið.

Auðvitað er ekki hægt að meta hitastigið beint, en með því að meta vaxtarhraða trjáa út frá árhringjum, vaxtarhraða lífvera í vötnum og sjó skv. setlögum, mæla hlutfall samsæta í borkjörnum, osfrv. er hægt að fara nærri um hvernig hitafarið á viðkomandi stað var. Þetta eru því óbeinar hitamælingar, eða það sem kallast proxy.

Vandamálið er meðal annars að til er aragrúi rannsóknaskýrslna og greina eftir fjölda vísindamanna sem líklega enginn hefur haft yfirsýn yfir fyrr en Dr. Craig Idso, Dr.Sherwood Idso og Dr. Keith Idso réðust í það verkefni að rýna þennan fjölda vísindagreina og flokka niðurstöður.

Kosturinn við þessa aðferðafræði er auðvitað að hér er fyrst og fremst  um að ræða niðurstöðu viðkomandi vísindamanna sem framkvæmdu rannsóknirnar, en álit þeirra sem rýna vísindagreinarnar skipta minna máli. Komi upp vafamál varðandi mat þeirra er alltaf hægt að fara í frumheimildir sem getið er um. 

 

Verkefninu er ekki lokið, en hver er staðan í dag? 

 

--- --- ---

 

mwpqualitative.gif
 
Figure Description: The distribution of Level 2 Studies that allow one to determine whether peak Medieval Warm Period temperatures were warmer than (red), equivalent to (green), or cooler than (blue), peak Current Warm Period temperatures.
 
Sjá hér.
 
 
Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?
 
Hér táknar MWP Medieval Warm Period, þ.e. hlýindin fyrir um árþúsundi, og CWP Current Warm Period, þ.e. hlýindin undanfarna áratugi.
 
Á lóðrétta ásnum er fjöldi einstakra rannsókna.
 

MWP<CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna kaldara hafi verið fyrir árþúsudi en í dag.
MWP=CWP: Niðurstöður sem gefa til kynna að álíka hlýtt hafi verið á þessum tveim tímaskeiðum.
MWP>CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en undanfarið.

Yfirgnæfandi meirihluti rannsókna gefur til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en í dag.

 
 --- --- ---
 
 
 
mwpquantitative.gif

Figure Description: The distribution, in 0.5°C increments, of Level 1 Studies that allow one to identify the degree by which peak Medieval Warm Period temperatures either exceeded (positive values, red) or fell short of (negative values, blue) peak Current Warm Period temperatures.

 Sjá hér

 Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

Hér er eins og á fyrri myndiniin fjöldi rannsókna sem gefa ákveðna niðurstöðu á lóðrétta ásnum. Flestar rannsóknir gefa til kynna að á tímabilinu hafi verið um 0,5 gráðum hlýrra en undanfarið, en dreifingin er allnokkur.

Það virðist hafa verið heldur hlýrra á miðöldum en undanfarið, eða sem nemur rúmlega hálfri gráðu Celcius.

 --- --- --- 

 


 This is the main TimeMap window.  Use the zoom or pan tools from the toolbar above it to focus on different parts of the world where MWP studies have been conducted.  Call up information pertaining to a single study by clicking the pointer on the symbol representing it.  Drag a box around multiple symbols and a new attribute window will open that contains information about the MWP at each of the enclosed locations.

 Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

Sjá hér.

Á  vef CO2Science er mjóg áhugavert gagnvirkt kort eins og myndin sýnir.
Kortið er beintengt stórum gagnagrunni.
Einn punktur er fyrir hverja rannsókn sem hefur verið rýnd og flokkuð (7 punktar við ísland). Með því að smella á viðkomandi punkt er hægt að sjá ýmsar upplýsingar.


Kortið ásamt ítarlegum útskýringum er hér.

Miklar upplýsingar eru tengdar þessu gagnvirka korti, miklu meiri en svarið við þeirri einföldu spurningu sem bloggarinn varpaði fram, þ.e. hvort um hnattrænt fyrirbæri hafi verið að ræða.

Þegar þetta kort er skoðað vel og hvað liggur þar að baki virðist einhlítt að um hnattræn hlýindi hafi verið að ræða.

 

 

Hvað er fjallað um rannsóknir sem tengjast Íslandi á vefnum CO2 Science?

 

Á kortinu eru sjö punktar við Ísland. Því er forvitnilegt að kanna hvað þar er á bakvið. Hér eru fjögur sýnishorn.

Smellið á krækjurnar fyrir neðan myndirnar til að lesa nánar um viðkomandi rannsókn.

 

l2_haukadalsvatn2_876923.gif
 
 
 
Öll greinin um Haukadalsvatn sem vísað er til á vef CO2 Science er hér.
 
---
 
 
l1_lakestora2_877286.gif
 
 
---
 
 
l1_northiceland2.gif

 
---
 
 
l1_icelandicnshelf2.gif
 

  Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 --- --- ---

 

Að lokum: Ætli þessi mynd sem á ættir a rekja til Dr. Craig Lohle sé nokkuð rétt? (grein hér).

 

 

Ferillinn á myndinni sýnir hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár eða frá Kristsburði til ársins 1995. Þetta er meðaltal 18 rannsókna á hitafari jarðar sem Dr. Craig Loehle hefur tekið saman og birti í ritinu Energy & Environment í nóvember árið 2007. Engin þessara 18 rannsókna byggir á árhringjum trjáa enda telur Loehle árhingi vera ónákvæman mælikvarða þar sem margt annað en hitastig hefur áhrif á trjávöxtinn. Lengst til hægri á ferlinum hefur Dr. Roy W. Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna um hitafar jarðar frá gervihnöttum,  teiknað inn hitaferil frá Bresku veðurstofunni sem sýnir meðalhita jarðar frá árinu 1850 til ársins 2007. Höfundur pistilsins íslenskaði skýringar á línuritinu sem Dr. Spencer birtir á vefsíðu sinni. Samanlagt sýna því ferlarnir hitafar jarðar frá árinu 1 til ársins 2007. Hlýindin á miðöldum eru greinileg, þá kemur litla ísöldin og svo aftur hlýindin síðustu áratugina.

 

Hingað til hafa menn aðeins getað vitnað í stöku rannsóknir, en hér er búið að safna saman og flokka niðurstöður 716 vísindamanna hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi. Hér eru allar tilvísanir fyrir hendi svo auðvelt er að sannreyna allt.


Megin niðurstaðan virðist vera að hlýindin hafi verið hnattræn, og að það hafi verið um hálfri gráðu hlýrra þá en undanfarið, en hlýindin nú eru um 0,7°C meiri en fyrir öld. 

 

Það er því vonandi óhætt að álykta sem svo, þó það komi ekki fram beint í  niðurstöðum Medieval Warm Period Project, að fyrir árþúsundi hafi verið um 1,2°C hlýrra en fyrir árhundraði, að sjálfsögðu með fyrirvörum um mikla óvissu vegna eðli málsins. 

Við vitum að menning blómstraði um þetta leyti á miðöldum. Evrópa var rík vegna ríkulegrar uppskeru, og fólk hafði meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Mikil þróun var í vísindum, listum og bókmenntum. Margar dómkirkjur og fagrar byggingar voru reistar í Evrópu. Norrænir menn sigldu um heimshöfin...    Síðan kólnaði verulega þegar Litla ísöldin svokallaða brast á, fátækt, hungur, galdraofsóknir, sjúkdómar tóku við,  en aftur tók að hlýna á síðustu öld...

 

 UPPFÆRT 2014:

Listinn á CO2 Science yfir rannsóknir sem tengjast Íslandi hefur lengst síðan pistillinn var skrifaður árið 2009:

 Lake Stora Viðarvatn, Northeast Iceland

 North Icelandic Shelf

 Northern Icelandic Coast

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Lake Haukadalsvatn, West Iceland

 Lake Hvítárvatn, Central Iceland

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 

 

ÍTAREFNI:

 
Áslaug Geirsdóttir o.fl.: Loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð: saga loftslags rakin í seti íslenskra stöðuvatna

Áslaug Geirsdóttir o.fl: A 2000 year record of climate variations reconstructed from Haukadalsvatn, West Iceland.  Grein í Journal of Paleolimnol

Áhugaverð ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason.
Tengsl htastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO (Norður-Atlantshafssveifluna).
Mjög fróðleg og áhugaverð prófritgerð frá Háskóla íslands, Líf og umhverfisvísindadeild.

 

 

Sennileg stærð jökla við landnám:

Glaciers in Iceland 1000 years ago
 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 


Wolfram-Alpha ofurtölvan sem þú getur rætt við á mannamáli á netinu !

2001_a_space_odyssey.jpgFlestir muna eftir kvikmyndinni Space Odyssey 2001 sem Stanley Kubrick leikstýrði og gerð var eftir sögu Sir Arthur Clarke. Munið þið eftir ofurtölvunni HAL 9000 sem vissi bókstaflega allt og hægt var að ræða við á mannamáli?

Nú er svipað fyrirbæri að fæðast og kallast Wolfram Alpha. Það er eiginlega ómögulegt að lýsa þessu fyrirbæri svo vel sé og því miklu betra að kynnast því með því að heimsækja www.wolframalpha.com.

Best er að byrja á að opna krækjuna Stephen´s Wolfram Intro og fylgjast með kynningunni sem þar fer fram. Það tekur smá stund að hlaða kynninguna inn, en það er vel þess virði að bíða. Ef tengingin er hæg, þá getur borgað sig að leyfa kynningunni að hlaðast inn og síðan setja hana í gang aftur með takkanum neðst til vinstri.

Af vefsíðunni www.wolframalpha.com
Wolfram|Alpha&#39;s long-term goal is to make all systematic knowledge immediately computable and accessible to everyone. We aim to collect and curate all objective data; implement every known model, method, and algorithm; and make it possible to compute whatever can be computed about anything. Our goal is to build on the achievements of science and other systematizations of knowledge to provide a single source that can be relied on by everyone for definitive answers to factual queries.
Lesa meira hér...

Wolfram Alpha er nánast glænýtt og enn í þróun. Enn eru nokkrir hnökrar, en kerfið á örugglega eftir að snarbatna á næstunni.

(Það er kannski ekki ofurtölva í venjulegum skilningi sem hýsir Wolfram Alfa, en kerfið er að minnsta kosti ofur snjallt).

Stephen Wolfram fjallar um WolframAlpha verkefnið  í þessu myndbandi sem tekið er upp í Harvard háskólanum:

 

 
Þetta er langur fyrirlestur hjá Harvard. Ef tengingin er hæg, þá hjálpar stundum sú brella að smella á takkann [||] neðst il vinstri, fá sér kaffisopa, og smella síðan á [>] nokkrum mínútum síðar. Myndskeiðið hefur hlaðist inn meðan kaffið er sopið Smile
 
Styttri útgáfa af myndbandinu er hér.
 
 
 
 
Ítarefni:
 
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 762164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband