Færsluflokkur: Menntun og skóli
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Einn þekktasti loftslagsfræðingur heims er bjartsýnn á þróun mála.
Meðal þekktari loftslagsfræðinga er Dr. Roy W. Spencer. Hann hefur hlotið Medal for Exceptional Scientific Achievement frá NASA, enda þróaði hann ásamt öðrum aðferð til að mæla hita í lofthjúp jarðar frá gervihnöttum. Einnig viðurkenningu frá American Meterological Society "for developing a global, precise record of earth's temperature from operational polar-orbiting satellites, fundamentally advancing our ability to monitor climate." Hann er því tvímælalaust meðal þeirra sem þekkja eðli lofthjúps jarðar best.
Spencer hefur ritað mjög athyglisverðan pistil sem hann kallar Global Warming and Nature's Thermostat. Í pistlinum koma fram margar athyglisverðar staðreyndir ásamt kenningu hans um það hvernig úrkomukerfið og skýin takmarka og vinna á móti hitabreytingum í lofthjúpnum. Það er athyglisvert, að í pistlinum kallar höfundurinn sig "climate optimist".
Hér er alls ekki mögulegt að endurtaka það sem Roy W. Spencer skrifar, en fáein atriði dregin fram. Hann bendir á það að rakinn í lofthjúpnum valdi yfir 90% af náttúrulegu gróðurhúsaáhrifum og losun manna á koltvísýringi bæti aðeins um 1% við náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin. Án þess að afturverkun (feedback) komi til valdi tvöföldun á koltvísýringi í lofthjúpnum minna en 1°C hlýnun. Öll hermilíkön geri aftur á móti ráð fyrir að afturverkunin (feedback) sé jákvæð og magni því þessi áhrif upp þannig að hlýnunin verði meiri. Dr. Spencer bendir aftuir á móti á að þessi afturverkun geti alveg eins verið neikvæð og dragi þess vegna jafnvel úr hlýnunni. Hann rökstyður mál sitt.
Nóg um það. Áhugaömum er eindregið bent á að lesa þennan pistil loftslagfæðingsins sem kemu úr innsta hring loftslagsvísindanna. Greinin er hér.
Í pistlinum eru nokkrir hitaferlar sem út af fyrir sig getur verið áhugavert að rýna í.
Myndin sýnir hitasveiflur lofthjúps jarðar frá 1990 til loka mars 2008. Þar má sjá kólnunaráhrif eldgossins Mt. Pinatubo 1991, hlýnunaráhrif El-Nino 1998, kuldann undanfarna mánuði sem gæti stafað af La-Nina og svo spá Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Eftirtektarvert er, að ef áhrifin frá Mt. Pinatubo og El Nino eru fjarlægð, þá virðist sem engin markverð breyting hafi verið frá 1990 til 2000, síðan hækkun frá 2000 til 2002, en engin hækkun eftir það. Þetta sýnir okkur hve erfitt er að meta svona breytingar vegna áhrifa frá t.d. eldgosum og fyribærum í hafinu, og einnig að engu er líkara en hlýnun síðustu tveggja áratuga hafi orðið á um tveggja ára tímabili, þegar búið er að fjarlægja áhrif Mt. Pinatubo og El Nino. Sveiflurnar í hitafarinu er það miklar að það er erfitt að koma auga á stigvaxandi hlýnun.
Á myndinni má sjá þróun lofthita síðastliðin 2000 ár. Blái ferillinn er meðaltal 18 rannsókna og sýnir hitafarið frá árinu 1 til 1995, en rauði ferillin sýnir raunverulegar mælingar síðstliðin 150 ár, þ.e. til ársins 2007. Ens og sjá má, þá eru hitasveiflur af sjálfu sér" ekkert óeðlilegar. Það var álíka hlýtt og nú árið 981 þegar Eiríkur rauði fann Grænland og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985.
Þetta var bara örlítið sýnishorn úr pistlinum sem er hér.
Í lokin má benda á að nýlega kom út bók eftir Roy W. Spencer, Climate Confusion. Bók þessi hefur hlotið góða dóma. Í mars var hún 7. vinsælasta bókin hjá Amazon og númer 1 bóka sem fjalla um náttúruvísindi... Bloggarinn á von á eintaki eftir fáeina daga.
Bókin fæst hér hjá Amazon í Bretlandi.
Sem betur fer eru í vísindheiminum menn á borð við Dr. Roy Spencer sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu, þroska til að hugsa sjálfstætt, og þor til að standa við sannfæringu sína. Vissulega eru fjölmargir vísindamenn sem hafa sína persónulegu skoðun, en geta ekki starfs síns vegna rætt hana opinberlega. Rannsóknarstyrkir eru þá í húfi, og allir eiga þeir fyrir fjölskyldum að sjá. Það er ef til þess vegna að margir þeirra vísindamanna sem láta óhikað í sér heyra eru einmitt komnir á eftirlaun og því efnahagslega sjálfstæðir. Roy Spencer er ánægjuleg undantekning.
Menntun og skóli | Breytt 15.4.2008 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?
Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...
- Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
- Þessi peysa er mjög lauslát...
- Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
- Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
- ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
- Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...
- Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
- Hann sat bara eftir með súrt eplið...
- Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast...
- Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
- Þar stóð hundurinn í kúnni...
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
- Svo handflettir maður r júpurnar...
- Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
- Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
- Betur sjá eyru en auga...
- Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
- Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
- Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
- Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
- Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
- Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
- Lærin lengast sem lifa. (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Allt er í heiminum afstætt - og Guli kafbáturinn
Max Tegmark prófessor við hinn virta verkfræðiháskóla MIT ákvað að lífga aðeins upp á leiðigjarna fyrirlestra sína um afstæðiskenninguna. Hann flutti því kúrs númer 8033 á nýstárlegan hátt. Prófessor Tali Figueroa aðstoðaði.
Fyrirlestur prófessors Tegmark má nálgast sem pdf skjal hér. Auðvitað er textinn illskiljanlegur öðrum en eðlisfræðinördum
Myndband frá fyrirlestrinum: We all believe in relativity ...
SPECIAL RELATIVITY
Römer measured the speed of light,
and something basic just wasnt right.
because Michaelson and Morley
showed that aether fit data poorly.
We jump to 1905.
In Einsteins brain, ideas thrive:
The laws of nature must be the same
in every inertial frame
We all believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.
Einsteins postulates imply
that planes are shorter when they fly.
Their clocks are slowed by time dilation,
and look warped from aberration.
Cos theta-prime is cos theta minus beta ... over one minus beta cos theta.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.
With the Lorentz transformation,
we calculate the relation
between Chriss and Zoes frame,
but all invariants, they are the same.
Like B dot E and B-squared minus E-squared,
... and the rest mass squared which is E-squared minus p-squared.
cos we all believe in relativity, 8.033, relativity.
Soon physicists had a proclivity
for using relativity.
But nukes made us all scared
because E = mc2.
Everything is relative, even simultaneity,
and soon Einsteins become a de facto physics deity.
cos we all believe in relativity, 8.033, relativity.
GENERAL RELATIVITY
But Einstein had another dream,
and in nineteen sixteen
he made a deep unification
between gravity and acceleration.
He said physics aint hard at all
as long as you are in free fall,
cos our laws all stay the same
in a locally inertial frame.
And he called it general relativity, relativity, relativity.
And we all believe in relativity, 8.033, relativity.
If towards a black hole you fall
tides will make you slim tall,
but your friends wont see you enter
a singularity at the center,
because it will look to them
like you got stuck at radius 2M.
But you get squished, despite this balking,
and then evaporate, says Stephen Hawking.
We all believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.
Were in an expanding space
with galaxies all over the place,
and weve learned from Edwin Hubble
that twice the distance makes redshift double
We can with confidence converse
about the age of our universe.
Rival theories are now moot
thanks to Penzias, Wilson, Mather & Smoot.
We all live in an expanding universe, expanding universe, expanding universe.
Yes we all live in an expanding universe, expanding universe, expanding universe.
But whats the physics of creation?
Theres a theory called inflation
by Alan Guth and his friends,
but the catch is that it never ends,
making a fractal multiverse
which makes some of their colleagues curse.
Yes theres plenty left to figure out
like what reality is all about about.
but at least we believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.
Þar sem MIT er besti verkfræðiháskóli í heimi og HÍ vill verða meðal þeirra 100 bestu, er ekki að efa að þessir nýju kennsluhættir verða teknir upp hér á landi innan skamms. MadMax hefur gefið tóninn í verkfræði- og raunvísindadeild. Í heimspekideild mætti kveða rímur, í viðskiptadeild mætti syngja fjárlögin og í lagadeild tóna stjórnarskrána. Hvernig er það eiginlega, ætlar HR ekkert að gera?
Hér koma svo sjálfir Bítlarnir með We All Live in a Yellow Submarine
Menntun og skóli | Breytt 5.4.2008 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 22. mars 2008
3000 mælibaujur í hafinu mæla smávægilega kólnun síðastliðin 5 ár
Útvarpsstöðin NPR (National Public Radio) hefur skýrt frá niðurstöðum 3110 mælibauja sem komið var fyrir árið 2003. Þetta eru eins konar robotar eða þjarkar sem mælt geta sjávarhita og seltu á mismunandi dýpi. Sjá vefsíðu ARGO.
Þessar mælibaujur eru um öll heimsins höf eins og myndin efst á síðunni sýnir, en hún sýnir hvar þær eru staddar nú. (Myndin uppfærist sjálfkrafa daglega). Baujurnar ættu því að geta gefið nokkuð skýra mynd af sjávarhita. Þessar ríflega 3000 baujur eða mæliþjarkar geta mælt sjávarhita og seltu allt niður á 2000 metra dýpi. Baujurnar senda mæliniðurstöður og staðsetningu um gervihnetti til miðstöðvar þar sem unnið er úr mæligögnum. Sjá myndina neðst á síðunni.
Þessir þjarkar sem sífellt eru að hamast við að mæla sjávarhita á mismunandi dýpi hafa eitt framyfir hefðbundnar yfirborðsmælingar gerðar með hitamælum á stöðum sem ýmist eru í dreifbýli eða þéttbýli. Þeir eru væntanlega allir sömu gerðar og þéttbýlisáhrif (urban heat island) truflar ekki mælingu. Hafið þekur um 70% yfirborðs jarðar. Þar hafa að skiljanlegum ástæðum mælingar verið mjög stopular og dreifðar.
Hitastig sjávar ætti að gefa mjög skýra mynd af því sem er að gerast og ætti hnatthlýnun að koma vel fram. Það hefur því komið vísindamönnum verulega á óvart að síðastliðin 5 ár hafa baujurnar ekki mælt neina hlýnun, heldur örlitla kónun. Sjálfsagt mæla þær hlýnun á sumum svæðum en kólnun á öðrum, en það er meðaltalið sem gildir. Eingöngu með miklum fjölda mælitækja er hægt að ffá nákvæma mynd af því sem er að gerast, en þannig er einmitt þetta kerfi.
Hægt er að lesa fréttina frá NPR hér og jafnvel hlusta hér, sem er ekkert síðra. Í viðtalinu er rætt við Dr. Josh Willis hjá NASA Jet Propulsion Laboratory og Dr. Kevin Trenberth hjá National Center for Atmospheric Research, sem er þekktur fyrir að styðja kenninguna um hnatthlýnun af mannavöldum.
Dr. Josh Willis segir þessar mælingar mjög mikilvægar. Í raun þá fer 80% til 90% varmans við hnatthlýnun í að hita upp höfin. Hann hefur ekki skýringar á reiðum höndum og bendir á að þarna geti verið um að ræða eitthvað hik í hnatthlýnun.
Dr. Kevin Trenberth á greinilega í nokkrum vandræðum og minnist á að jörðin hafi nokkur mismunandi thermostöt, þar á meðal ský, og hluti hitans hljóti að fara til baka út í geiminn. Þarna er hann kominn ansi nálægt kenningu pófessors Richard Lindzén hjá MIT sem er á öndverðum meiði við flesrta varðandi hnatthlýnun og er höfundur kenningar um sjálfvirka reglun hitastigs jarðar með breytilegu skýjafari, eða svokölluðu Iris effect. Það skyldi þó ekki vera að menn séu byrjaðir að tala saman?
Það er eitthvað undarlegt að gerast. Einhver skýring hlýtur að vera á þessu, en hver skyldi hún vera? "But what this does is highlight some of the issues and send people back to the drawing board" segir Trenberth. Ef sjálfur Trenberth talar svona, þá hljóta menn að taka eftir því.
Nú vakna óneitanlega margar spurningar. Til dæmis:
1) Getur verið, eins og Trenberth bendir á, að jörðin sé með náttúruleg thermostöt eða hitastilla sem bregðast svona við og vinni á móti hlýnun?
2) Eru áhrif hnatthlýnunar af völdum losunar manna á koltvísýringi minni en talið hefur verið, etv. vegna þessara "náttúrulegu hitastilla"?
3) Er það tilviljun að lofthiti hefur ekkert aukist á sama tíma?
4) Er það tilviljun að virkni sólar virðist nú fara hratt minnkandi.
5) Getur verið að hnatthlýnun undanfarinna áratuga sé að ganga til baka þar sem að mestu var um náttúrulega sveiflu að ræða?
6) Getur verið að þessi stöðvun hnatthlýnunar sé bara eitthvað óútskýranlegt hik?
7) Hvers vegna er svona gríðarlegur munur síðastliðinn áratug á raunveruleikanum og spálíkönum sem notuð hafa verið til að spá fyrir um loftslagsbreytingar?
Að lokum: Hér er aðeins um að ræða mælingar sem ná yfir fimm ár. Það er ekki langur tími og því mikilvægt að vera ekki of fljótur að draga ályktanir. En að þessar nákvæmu og viðamiklu mælingar skuli ekki sýna neina hlýnun kemur á óvart. Losun manna á CO2 hefur aldrei verið jafn mikil, og er aukningin um 5,5% á tímabilinu. Það styður þessar mælingar að lofthiti hefur ekki hækkað í áratug, sama hvort litið er til mælinga sem gerðar eru frá gervihnöttum (UAH, RSS) eða á jörðu niðri (CRU).
Menntun og skóli | Breytt 26.3.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (73)
Föstudagur, 14. mars 2008
Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? - Ekki útilokað að svo verði

(Samkvæmt Butler & Johnson 1996)
Lóðrétti ásinn er hitastig, en lárétti ásinn lengd sólsveiflunnar.
Sólsveiflan hefur verið mæld bæði milli hámarka og lágmarka, eins og punktarnir sýna.
Rauða línan er útreiknuð og sýnir eiginlega meðaltal legu punktanna (regression).
Solar Irradiance Reconstruction.
World Data Center for Paleoclimatology, Boulder and
NOAA Paleoclimatology Program.
ABSTRACT (Lean 2000): Because of the dependence of the Sun's irradiance on solar activity, reductions from contemporary levels are expected during the seventeenth century Maunder Minimum. New reconstructions of spectral irradiance are developed since 1600 with absolute scales traceable to space-based observations. The long-term variations track the envelope of group sunspot numbers and have amplitudes consistent with the range of Ca II brightness in Sun-like stars. Estimated increases since 1675 are 0.7%, 0.2% and 0.07% in broad ultraviolet, visible/near infrared and infrared spectral bands, with a total irradiance increase of 0.2%.
(Sjá skýrslu hér)
Menntun og skóli | Breytt 15.3.2008 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 8. mars 2008
Undurfögur mynd af Sombrero stjörnuþokunni
Sumar myndir eru það fallegar að þær beinlínis hrópa á mann. Þessi góða mynd af Sombrero stjörnuþokunni eða vetrarbrautinni er ein slíkra. Sombrero er annars nafn á mexikanska hattinum velþekkta.
Sombrero eða Messier 104 er í Virgo stjörnumerkinu og er í 28 milljón ljósára fjarlægð. Myndin er tekin í maí-júni 2003 með Hubble stjörnusjónaukanum sem er á braut umhverfis jörðu. Þetta er stjörnumynd dagsins á APOD síðunni.
Myndin opnast í fullri skjástærð í sérstökum glugga ef smellt er á hana tvisvar.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Sökktu sólblettir Titanic? Grein á vef NOAA - Bandarísku haf- og loftslags- stofnunarinnar.
Fyrirsögnin hljómar vissulega fáránlega, en eins og allir vita þá sökk Titanic vegna áreksturs við hafís. En hvernig stóð á hafís á þessum suðlægu slóðum? Grein á vef hinnar þekktu rannsóknarstofnunar NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) ber nafnið The Sun-Climate Connection - Did Sunspots Sink the Titanic?
Þar er vísað til þeirrar staðreyndar að hafís var á siglingaleið Titanic á sama tíma og sólblettir voru í lágmarki. Hafís hefur ekki sést þar eftir að virkni sólar fór að aukast og sólblettum að fjölga. Þessi áhugaverða og auðlesna grein er hér.
Greinin hefst á umfjöllun um hlýnun andrúmslofts á síðustu öld, en hlýnumin er talin vera bæði af völdum náttúrunnar og af mannavöldum. Tveim spurningum er varpað fram:
1) Af hve miklu leyti er hlýnunin af mannavöldum?
2) Hvernig hefðu loftslagsbreytingar orðið hefði maðurinn hvergi komið þar nærri?
Til þess að geta svarað fyrri spurningunni verða vísindamenn að hafa svar við seinni spurningunni, segir í greininni.
Þar sem sólin er eini hitagjafi jarðar (fyrir utan jarðhitann sem er hverfandi) er augum beint að breytingum í sólinni. Bent er á að yfir eina 11 ára sólsveiflu breytist heildarútgeislun sólar um aðeins 0,1%, en frá 17. öld um 0,5%. (Nú skulum við hafa í huga að sólin hitar jörðina frá alkuli upp í +15° að meðaltali, eða um tæpar 300°. Lítil breyting í orkustreymi frá sólinni getur því haft allnokkur áhrif á hita lofthjúpsins).
Í greininni kemur einnig fram að þessi 0,1% - 0,5% breyting er miðuð við heildarútgeislun frá sólinni, en miklu meiri breytingar í útgeislun verða í útfjólubláa hluta litrófsins. Þar getur útgeislunin breyst 100 til 1000 falt yfir eina sólsveiflu ! Útfjólubláa ljósið hefur fyrst og fremst áhrif á efstu lög lofthjúpsins. Sjá myndina hér til hliðar, en hún sýnir hvernig ásýnd sólar breytist á sex ára tímabili þegar hún er skoðuð með myndavél sem er næm er fyrir útfjólubláu ljósi.
Þar sem greinin er skrifuð árið 2001 er ekki fjallað um hinar nýju kenningar Henriks Svensmark um samspil breytilegrar virkni sólar, geimgeisla, skýja og þar með hitafars. (Sjá bloggið "Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....")
Í greininni frá NOAA er mynd sem sýnir samsvörun milli fjölda sólbletta og hitastigs á síðustu öld. Samsvörunin er sláandi, eins og sést á myndinni hér til hliðar. Rauði ferillinn er fjöldi sólbletta, en blái ferillinn hitastig við yfirborð jarðar.
Nú, síðan eftir þessa kynningu víkur sögunni aftur að Titanic árið 1912, en eins og kunnugt er rakst skemmtiferðaskipið á ísjaka sem var á siglingaleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Á þessum árum mátti oft sjá ís á þessum suðlægu slóðum, en hann var mjög varasamur skipum, sérstaklega að nóttu til, því skip voru auðvitað ekki með ratsjá á þeim tíma.
Að sjálfsögðu voru það ekki sólblettirnir sem sökktu Titanic, en líklegt er að rekja megi hina köldu veðráttu sem ríkti þegar Titanic rakst á borgarísjakann langt suður í höfum til lítillar virkni sólar, en fáir sólblettir eru einmitt til marks um það. Með hlýnandi loftslagi (og fjölgandi sólblettum) hætti ís reka þangað suðureftir.
Lesendum þessa pistils er eindregið bent á að lesa greinina sem er á vef NOAA hér. Þar er auðvitað fjallað mun betur um málið en í þessari stuttu kynningu.
Krækjur:
The Sun-Climate Connection - Did Sunspots Sink the Titanic?
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar
Félagið AIR eða Amateur Icelandic Rocketry stefnir að því að skjóta á loft tveggja þrepa eldflaug síðar á árinu. Flaugin mun fara í allt að 5000 metra hæð og ná allt að 1500 km/klst hraða, sem er vel yfir hljóðhraða.
Fyrir rúmu ári, eða 18. nóvember 2006 var fyrstu eldflaug félagsins skotið á loft á Vigdísarvöllum. Flaugin var 203 cm á hæð og vóg 5,1 kg. Hún fór í 1080 metra hæð og náði 590 km/klst hraða.
Í samstarfi við félagið hefur Háskólinn í Reykjavík sett á laggirnar nám í eldflaugafræðum. Þetta er sex eininga kúrs á vorönn sem endar væntanlega á að skotið verður á loft eldflaug sem nemendur og kennarar eru að hanna.
Fréttablað félagsins var að koma út. Þetta áhugaverða blað er prýtt fjölda ljósmynda og er hægt að nálgast það ókeypis hér. Þar er mikinn fróðleik að finna um þetta áhugaverða félag, eldflaugarnar, eldsneyti þeirra, námið í eldflaugafræðum, fyrirhugað eldflaugaskot, o.fl.
Félagið er með tvær vefsíður, íslenska www.eldflaug.com og enska www.AIRrocketry.com.
Að félaginu standa Magnús Már Guðnason og Smári Freyr Smárason.
Árin 1964 og 1965 voru hér á landi franskir vísindamenn sem skutu nokkrum eldflaugum út í geim, eða í yfir 400 km hæð. Myndir af þeim atburði eru hér.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Hefur þú séð Andromedu?
Andromeda vetrarbrautin er glæsileg. Smella þrisvar á myndina til að sjá stærri mynd. Astronomy Picture of the Day 2008-1-24
Andromedu vetrarbrautina má greina með berum augum þar sem ljósmengun er mjög lítil, en hún sést vel með venjulegum handsjónauka sem frekar óskýr hnoðri í Andromedu stjörnumerkinu. Hún er í 2,8 milljón ljósára fjarlægð, þannig að svona leit hún út fyrir 2.800.000 árum! Þarna eru milljarðar sólna og ekki ólíklegt að einhvers staðar sé viti borið líf. Hugsanlega er þar einhver að virða fyrir sér okkar vetrarbraut
Stjörnufræðingar nefna hana oft M31, en hún er svokölluð þyrillvetrarbraut eins og okkar eigin vetrarbraut. Þar eru líklega meira en 400 milljarðar sólna. Hugsum okkur að aðeins ein sól af milljón hafi reikistjörnu sem líkist jörðinni og að þar hafi líf í einhverri mynd þróast. Í Andromedu væru þá 400 milljón þannig "jarðir". Auðvitað vitum við nákvæmlega ekkert um þetta, en það er gaman að láta hugann reika. Hugsum okkur aftur að við viljum ná sambandi við einhverja viti borna veru þar og sendum skilaboð með öflugum útvarpssendi. Viðkomandi fær ekki skeytið fyrr en eftir 2,8 milljón ár og við hugsanlegt svar í fyrsta lagi eftir 5,6 milljón ár!
Reyndu að koma auga á Andromedu næst þegar þú ert undir stjörnubjörtum himni þar sem ljósmengun er lítil. Þú getur notað stjörnukortið sem er neðst á síðunni til að finna hana.
(Orðið "vetrarbraut" er hér notað fyrir "galaxy" þar sem við eigum ekkert gott íslenskt orð yfir fyrirbærið. Orðið stjörnuþoka er ekki nógu gott því það þýðir eiginlega rykský í himingeimnum. Sjá t.d. myndir af Orion þokunni (Orion nebula) hér. Orðið stjörnuþoka er einnig oft notað fyrir galaxy og einnig óreglulegar stjörnuþyrpingar).
Þegar bloggarinn var að taka mynd af Hale Bopp halastjörnunni í mars 1997 var hann svo heppinn að Andromeda vetrarbrautin var þar nálægt og sést hún neðst til hægri á myndinni.
Á myndinni má einnig sjá aragrúa stjarna sem eru ósýnilegar með berum augum. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 2 mínúur. Stjörnuhimninum var fylgt eftir með heimasmíðuðu mótordrifi.
Hale Bopp, Andromeda og norðurljós í mars 1997
Andromedu má sjá á stjörnukortinu hér fyrir neðan sem gildir fyrir 4. febrúar 2008 kl. 21.00
Svona kort er hægt að sjá á vefsíðunni Heavens Above
Þetta er mjög áhugaverð vefsíða. Með því að skrá sig sem notanda (Register as an user) og gefa upp stað (Observing site, t.d. Reykjavík) er hægt að sjá stjörnukort fyrir himininn eins og hann er núna, miðað við staðinn sem gefinn er upp. Ýmislegt fleira forvitnilegt er þar, svo sem upplýsingar um brautir gervihnatta, halastjörnur, o.fl.
Andromeda er mjög hátt á himninum í vesturátt um kl 21. Auðvelt er að finna stóra "W" stjörnumerkið Cassiopeia, en Andromeda er nánast "undir" W-inu. Ef þú veist hvar pólstjarnan er, þá skaltu draga ímyndaða línu þaðan og í gegn um W og framlengja hana síðan þar til hún sker Andromedu vetrarbrautina. Notaðu venjulegan handsjónauka.
Myndin efst er frá Astronomy Picture of the Day (APOD)
Menntun og skóli | Breytt 5.2.2008 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Ótrúlegt hvað tíminn líður. 50 ár liðin frá geimskoti fyrsta bandaríska gervihnattarins
Nú er hálf öld liðin síðan Bandaríkjamenn skutu upp sínum fyrsta gervihnetti Explorer-1, hinn 31. janúar 1958, fáeinum mánuðum eftir að Sovétmenn skutu upp Sputnik-1, 4. október 1957.
Þessi tvö geimskot fyrir hálfri öld mörkuðu upphaf geimaldar og hafa haft miklu víðtækari áhrif en flesta grunar. Án geimferðakapphlaupsins mikla væri margt öðru vísi en í dag. Atburðurnir höfðu áhrif á stjórnmál, menntamál, vígbúnað og vísindi um allan heim.
Hvernig væri heimurinn án fjarskiptahnatta og veðurtungla? Væru tölvur eins fullkomnar þær eru í dag? Væru til GSM símar? Hvernig væru samgöngur án GPS staðsetningartækja? Væri heilsugæslan eins góð? Væru til hátækni lækningatæki eins og segulómunartæki?
Það er ljós að geimferðakapphlaupið hleypti nýju blóði í rannsóknir, vísindi og vöruþróun. Mjög miklar breytingar urðu á kennsluefni í stærðfræði og eðlisfræði og tóku kennslubækur miklum framförum. Bein og ekki síður óbein áhrif hafa vafalítið verið gríðarlega mikil á flestum sviðum daglegs lífs.
Hér fyrir neðan eru myndbönd sem lýsa þessum atburði vel.
Hvaða áhrif telur þú að þessir atburðir hafi haft á daglegt líf okkar? Lífsgæði, heilsufar, efnahag, ... Fróðlegt væri að fá álit þitt hér.
Áður hefur verið fjallað um Sputnik-1, sjá færsluna "Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október"
Sjá einnig vefsíðuna "Geimskot Frakka á Íslandi 1964 & 1965"
Hér eru síður með samantekt á ýmsu sem óbeint hefur leitt af geimrannsóknunum.
NASA Spinoffs. Bringing Space down to Earth.
JFK Space Center. NASA Spinoffs.
Space Benefits. Bringing Space Down to Earth
The Best of NASA's Spinoffs
Google leit að "NASA spinoffs" skilar 5750 krækjum
Menntun og skóli | Breytt 3.2.2008 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 16
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 766345
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði