Færsluflokkur: Menntun og skóli
Þriðjudagur, 9. september 2008
Miklahvells-vélin og leitin að Guðseindinni hjá CERN
Tekst mönnum að skyggnast í hugskot skaparans? Tekst mönnum að líkja eftir skilyrðunum sem voru við Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára þegar allt varð til úr engu á augabragði? Tekst mönnum að finna Higgs bóseindirna, -öðru nafni Guðseindina? Tekst mönnum að finna hulduefni? Lítil svarthol? Hvað með ormagöng og annað forvitnilegt? ... ??? ... Mesti hiti í alheimi? Mesti kuldi í alheimi? Einn dýrasti vélbúnaður allra tíma! Stærsta og flóknasta vél allra tíma! Hvað í ósköpunum er sterkeindasteðji? LHC?
Hugurinn fer á flug, enda ekki nema von. Nú er verið að ræsa öreindahraðalinn hjá CERN, (Centre Européen de Recherche Nucléaire), Evrópsku rannsóknamiðstöðinni í öreindafræði. Gamall draumur vísindamanna um allan heim er að rætast. 27 kílómetra hringur neðanjarðar, ekkert er til sparað.
Það sem er ef til vill undraverðast er hinn mikli drifkraftur þekkingarþarfar mannsins. Til að svala forvitninni sameinast menn frá öllum heimsálfum og smíða undrastóra vél sem notuð verður til að rannsaka smæstu fyrirbæri alheimsins. Vélin kostar rúmlega 500 milljarða króna, þannig að forvitnin hlýtur að vera mikil.
Er ekki virðingarvert þegar mannkynið sameinast um svona um svona framtak? Væri heimurinn ekki betri ef menn beindu kröftum sínum og hugviti til að fræðast í stað þess að drepa mann og annan með hugvitsamlegum morðtólum?
Hvort sem menn finna Guðseindina eða ekki, þá er víst að ávinningurinn af þessu verkefni verður gríðarlegur. Beinn og óbeinn. Sem dæmi má nefna að vefsíðutæknin er ættuð frá CERN. Við getum því þakkað CERN fyrir það sem vð teljum sjálfsagðan hlut. Án þessarar tækni væri bloggið ekki til. Margt annað á örugglega eftir að sjá dagsins ljós. Svo mikið er víst.
Í Spegli RÚV 9. sept. var mjög fróðlegt viðtal við Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðing og Gunnlaug Björnsson stjarneðlisfræðing. Hlusta má á viðtalið hér.
Engin hætta er á ferðum. Aðeins er verið að líkja eftir því sem gerist í náttúrinni sjálfri. Það sem heyrst hefur um hugsanlega hættu af svartholum sem kunna að myndast er bara bull.
Higgs-eindin hefur það sameiginlegt með Guði að hafa aldrei sést þótt margir trúi því að hún sé til.

Það er Higgs eindin sem gefur efninu massa. Án hennar væru allir hlutir þyngdarlausir. Svo einfalt er það, eða þannig...
Þetta telja menn að minnsta kosti, en vita það ekki með vissu. Þess vegna eru menn að leita...
Þessi fræði eru á ystu mörkum mannlegrar þekkingar og því til mikils að vinna. Líklega er þetta með því flóknasta sem menn hafa tekið sér fyrir hendur. Það kom fram í viðtalinu við Gunnlaug Björnsson í RÚV að upplýsingamagnið sem streymir frá vélinni er svo gríðarlegt að engin ein tölva ræður við úrvinnsluna. Þess vegna eru tölvur og tölvuklasar um allan heim samstengir með háhraðaneti. Íslendingar leggja til eina tölvu í þetta net.
Sterkeind er öreind samsett úr kvörkum, sem haldið er saman með límeindum. Sterki kjarnakrafturinn hefur áhrif á sterkeindir. Flokkast í þungeindir og miðeindir. Á ensku nefnast sterkeindir Hadron. Collider mætti nefna steðja, en hann lendir einmitt í árekstri við slaghamar eldsmiðsins. Hadron Collider má því kalla Sterkeindasteðja á íslensku. Orðið Hadron kemur aftur á móti úr grísku, hadros = stór. Ýmislegt á íslensku er á Wikipedia síðunni um Staðallíkanið svokallaða.
Myndbandið hér fyrir neðan gefur mjög góða hugmynd um þennan mikla vélbúnað, sem er 27 km langur hringur. Það er vel þess virði að skoða það. Sjón er sögu ríkari. Og muna eftir að hlusta vel!
(Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).
(Grein Morgunblaðsins 9. sept. 2008, bls. 15).
Dr. Guðni Sigurðsson kjarneðlisfræðingur starfaði um árabil við rannsóknir á öreindum hjá CERN:
Gott myndband: David Shukman & BBC fjalla um LHC
Búist er við gríðarlegu álagi þannig að ekki er víst að vefsjónvarpið virki ;-)
Vefmyndavélar: http://www.cyriak.co.uk/lhc/lhc-webcams.html
Menntun og skóli | Breytt 12.9.2008 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 7. september 2008
Kjarnorka á komandi tímum
(Uppfært 21. apríl 2020)
Fyrir rúmlega 70 árum, eða árið 1947, kom út bók á íslensku sem nefnist Kjarnorka á komandi tímum. Bókin er 216 blaðsíður að lengd og merkilega yfirgripsmikil. Höfundur bókarinnar er David Dietz, sem hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1937, en þýðandi Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) sem var prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands og tvisvar rektor. (Málverkið er eftir Ásgeir Bjarnþórsson og er gert árið 1944).
70 ár er óneitanlega langur tími. Hvað skyldu menn hafa verið að hugsa á árdögum kjarneðlisfræðinnar? Hvað hefur breyst á þessum tíma? Hvernig hefur mönnum tekist að hagnýta kjarnorkuna?
Í inngangsorðum þýðanda segir m.a:
"En þó höfundi sé einkar lagið að rita ljóst og skýrt og svo, að flestum meðalgreindum mönnum verði skiljanlegt, var efni bókarinnar svo nýtt og af alfaraleið, þar sem um nýjustu eðlis- og efnafræðirannsóknir er að ræða, að það var aðeins með hálfum hug að ég réðst í að þýða hana..."
og síðar: "En því réðst ég í að þýða þessa bók, að ég þykist sannfærður um að kjarnorkurannsóknir þessar ráði ekki einungis aldahvörfum í allri heimsskoðun manna, heldur og í lífi þeirra á þessari jörð, og virðist nú allt undir því komið, hvernig mönnum tekst að hagnýta kjarnorkuna, til góðs eða ills, á komandi tímum; því með valdi sínu á henni má segja, að mennirnir séu orðnir sinnar eigin gæfu eða ógæfu smiðir".
Bókin skiptist í 15 kafla og hefst frásögnin árið 400 fyrir Krist þegar gríski heimspekingurinn Demokrítos hélt því fram að heimurinn væri ekki annað en tómt rúmið og ótölulegur fjöldi ósýnilegra frumeinda. Fleiri heimspekingar koma við sögu, svo sem Aristóteles, Epíkúros og Lúkretius (orti fræðiljóðið De Rerum Natura). Þessi forna frumeindakenning Grikkja var ekki endurvakin fyrr en John Dalton gaf út bókina "Nýtt kerfi heimspekilegrar efnafræði" árið 1808.
Í bókinni fléttast saman frásögn af merkilegum kafla í sögu eðlisfræðinnar, og reyndar sögu mannkyns, og allítarleg kynning á kjarnvísindunum. Í bókinni eru mörg kunnugleg nöfn. Sem dæmi má nefna vísindamennina (margir þeirra Nóbelsverðlaunahafar) Avogrado, Bernoulli, Joule, Mendeleev, Arrhenius, Röntgen, Becqurel, Curie, Rutherford, Bohr, Maxwell, Faraday, Hertz, Planck, Einstein, Compton, Wilson, Schrödinger, Heisenberg, Max Born, Geiger, Van de Graff, de Broglie, Oppenheimer, Fermi, Hahn, Lise Meitner, Szilard, ....
Fjölmargir aðrir koma við sögu í bókinni. Fjallað er um uppbyggingu frumeindanna og hvernig vinna má orku með því að sundra úraníum 235, eða jafnvel með samruna vetnis í helíum eins og gerist í sólinni. Í eftirmála fær Albert Einstein orðið á nokkrum blaðsíðum í kafla sem ber yfirskriftina "Aðalvandamálið býr í hjörtum mannanna".
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi bók kom út fyrir hartnær mannsaldri. Það er merkilegt að sjá hve bókin er samt nútímaleg og hve snemma menn sáu fyrir sér kosti og galla við beislun kjarnorkunnar, bæði til góðs og ills, og sáu fyrir ýmis vandamál sem hafa ræst meira og minna. Það er gaman að lesa hve mikil bjartsýni ríkir þrátt fyrir þær ógnir sem menn sáu fyrir og þekktu vel af eigin raun, því örstutt var síðan kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasagi.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr bókinni, en bókina prýða allmargar ljósmyndir og sautján teikningar.
Samrunaorka
Í kafla "XIV - Nýtt framtíðarviðhorf....179" er fjallað um samrunaorku, að breyta vetni í helíum, og vandamál sem menn eru enn þann dag í dag að glíma við. Hér fyrir neðan eru nokkrar úrklippur úr þessum kafla bókarinnar sem kom út árið 1947.
Í dag, rúmum 60 árum eftir að bókin kom út, eru starfrækt 435 kjarnorkuver í 30 löndum, en fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku fyrir dreifikerfið var reist árið 1954. Framleiðslugeta þeirra er 370.000 megawött, og framleiða þau um 16% af raforku sem notuð er í heiminum. Kárahnjúkavirkjun er 700 megawött og jafngildir þetta því um 530 slíkum virkjunum.
Kjarnorkuver eru keimlík jarðgufuvirkjunum, en varminn frá kjarnaofninum er notaður til að framleiða gufu sem snýr gufuhverflum. Í jargufuvirkjunum myndast gufan í iðrum jarðar. Hvað er það sem myndar varmann þar? Að miklu leyti er það kjarnorka!
Menntun og skóli | Breytt 21.4.2020 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Hámenntaðar knattspyrnukonur...
Er það skýringin á velgengni íslenskra knattspyrnukvenna að meðal þeirra er fjöldi vel menntaðra stúlkna sem lagt hafa hart að sér til að afla sér menntunar? Stúlkurnar hafa þurft að temja sér öguð vinnubrögð í námi og starfi. Getur verið að það skili sér í knattspyrnunni? - Eða getur verið að þessar stúlkur hafi tamið sér keppnisskap og aga sem nýst hefur í námi og starfi?
Í dag birtist í Fréttablaðinu viðtal við Maríu Björgu Ágústsdóttur "Maju" þar sem hún ræðir þessi mál. Maja lauk BA prófi í hagfræði frá Harvard og MS prófi í stjórnunarfræðum frá Oxford. Þar er einnig fjallað um aðrar hámenntaðar knattspyrnustjörnur, þær Ásthildi Helgadóttur verkfræðing, Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur fjármálahagfræðing, Katrínu Jónsdóttur lækni og Þóru Helgadóttur stærðfræðing og sagnfræðing. - Svo má ekki gleyma öllum hinum frábæru knattspyrnustúlkunum sem eru landi sínu til mikils sóma.
Menntun og skóli | Breytt 30.7.2008 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Fræðslusýningin Orkuverið Jörð og auðlindagarðurinn á Reykjanesi
Miðvikudaginn 16. júlí var opnuð stórmerkileg fræðslusýning í Reykjanesvirkjun. Orkuverið Jörð verður væntanlega opið gestum um ókomin ár. Sjá hér.
Sýningin hefst á atburði sem gerðist fyrir 14 milljörðum ára er "allt varð til úr engu", þ.e. við Miklahvell. Saga alheimsins er síðan rakin í máli og myndum með sérstakri áherslu á sólkerfið. Fjallað er um orkulindir jarðar og hvernig nýta má þær í sátt við umhverfið okkur jarðabúum til hagsbóta.
Hugmyndafræðin sem liggur að baki sýningarinnar er þessi samkvæmt upplýsingum frá Albert Albertssyni aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja:
- Fræða gesti og gera þá meðvitaða um mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa...
- Fá fólk til að hugsa um orku, hvaðan kemur hún, hvernig er hún nýtt, hvað gerðum við án hennar...
- Fá fólk til að hugsa um Jörðina hvenær og hvernig varð hún til, Jörðina sem forðabúr og heimili okkar...
- Fá fólk til að hugsa um framtíðina, framtíð jarðar og orkuforða hennar...
- Hvað er orka, orka sólar, varmi jarðar...
- Orka er nauðsynleg fyrir líf okkar, vinnu og leik...
- Jörðin myndaðist fyrir milljörðum ára...
- Jörðin er sem ögn í alheimi...
- Jörðin býr yfir feiknar miklum beinum og óbeinum orkuforða...
- Áhrif manna á umhverfið...
- Fá fólk til að hugsa um sjálfbæra þróun...
Sýningin verður í sumar opin a.m.k. virka daga frá 11:30 15:30 og síðan fyrir hópa samkvæmt samkomulagi.
Hitaveita Suðurnesja er meðal merkustu fyrirtækja þjóðarinnar. Þar starfa djarfir og framsýnir menn sem þora að takast á við vandamál sem fylgja því að vinna orku úr 300 gráðu heitum sjó, svokölluðum jarðsjó, sem sóttur er í iður jarðar á Reykjanesskaganum. Þeir eru sannkallaðir frumkvöðlar. Að sækja orku í sjó sem hitaður er með eldfjallaglóð er einstakt í heiminum. "Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar, ekki er nema ofurmennum ætlandi var" segir í kvæðinu Suðurnesjamenn. Það á ekki síður við um Suðurnesjamenn nútímans.
Hefðbundin jarðvarmaorkuver eins og Kröfluvirkjun framleiða aðeins rafmagn. Önnur jarðvarmaver eins og Nesjavallavirkjun framleiða einnig heitt vatn. Á Reykjanesi og í Svartsengi hefur aftur á móti smám saman þróast sannkallaður auðlindagarður með ótrúlega margslunginni starfsemi. Þar er ekki eingöngu framleitt rafmagn og heitt vatn, heldur hefur til hliðar við alkunna starfssemi Bláa lónsins, sem 400.000 gestir heimsækja árlega, verið komið á fót meðferðarstöð fyrir húsjúka, þróun og framleiðslu snyrtivara, sjúkrahóteli, svo fátt eitt sé nefnt. Í Svartsengi er fyrirtaks aðstaða fyrir ráðstefnuhald, fræðslusetrið Eldborg og Eldborgargjáin, og á Reykjanesi nú hin metnaðarfulla sýning Orkuverið Jörð. Á vegum Hitaveitu Suðurnesja eru stundaðar margs konar rannsóknir á ýmsum sviðum til að leggja grunninn að framtíðinni. Hugmyndin að djúpborunarverkefninu á rætur að rekja til HS og ÍSOR. Svo má ekki gleyma því að nú er verið að reisa verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna metanól eldsneyti úr kolsýrunni sem margir telja orsök hnatthitunar. - Ævintýrið er rétt að byrja.
Í auðlindagarðinum í Svartsengi hafa nú um 140 150 manns fasta atvinnu; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, viðskiptafræðingar, ferðamálafræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar, vélfræðingar, líffræðingar, lyfjafræðingar, jarðfræðingur, forðafræðingur, matreiðslumenn, trésmiðir, þjónar, blikksmiðir, vélvirkjar, rafvirkjar og ófaglærðir.
"Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn". - Nú sækja Suðurnesjamenn sjóinn djúpt í iður jarðar.
Myndirnar sem eru hér neðar á sýningunni eru sumar hverjar fengnar að láni hjá Hitaveitu Suðurnesja og aðrar teknar fyrir nokkrum vikum á sýningarsvæðinu.
Reykjanesvirkjun. Sólin í forgrunni er hluti sýningarinnar Orkuverið Jörð.

Svartsengi
Reykjanesvirkjun
Má ekki sækja sjó í tvennum skilningi?
Suðurnesjamenn
Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn.
Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há.
Kunnu þeir að beita hana brögðum sínum þá.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Kunnu þeir að stýra og styrk var þeirra mund.
Bárum ristu byrðingarnir ólífissund.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð,
ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Ásækir sem logi og áræðir sem brim,
hræðast hvorki brotsjó né bálviðra gým.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar,
ekki er nema ofurmennum ætlandi var.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Höfundur lags: Sigvaldi Kaldalóns
Sjá greinina Hitaveita Suðurnesja hf og sjálfbær þróun í Fréttaveitunni.
Heimildir: Greinar Alberts Albertssonar aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja.
Menntun og skóli | Breytt 24.7.2008 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 5. júlí 2008
Hafísinn á norðurhveli minnkar, en eykst á suðurhveli jarðar. Mikið edgos undir ísnum nærri norðurpólnum árið 1999.
Hvernig stendur á því að hafísinn við Suðurskautslandið er að aukast, þó hann hafi minnkað á norðurslóðum undanfarin ár?
Hvers vegna hefur heildamagn hafíss jarðar haldist nánast óbreytt síðustu 30 áratugi a.m.k.?
Ferlarnir hér fyrir neðan, sem eru frá Cryosphere today sýna þetta vel.
Vissir þú um eldgosið mikla undir hafísnum á norðurhveli árið 1999 sem nýlega hefur uppgötvast? Sjá neðst á síðunni. Við lestur greinarinnar vaknar spurning hvort eldvirkni undir ísnum geti haft nægileg áhrif á ísinn til að það komi fram? Í fljótu bragði virkar það ótrúlegt.

Hafísinn á norðurhveli frá 1978 til dagsins í dag. Ísinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Takið eftir dýfunni síðastliðið sumar og ástandinu í dag.
Ferillinn sýnir frávik frá meðaltali áranna 1978-2000. Enn getur ýmislegt gerst fram að hausti þegar ísinn verður í lágmarki.

Hafísinn á norðurhveli frá 1978 til dagsins í dag. Takið eftir hvernið ísmagnið hefur verið að aukast.
Ferillinn sýnir frávik frá meðaltali áranna 1978-2000.
Heildar hafísmagn jarðar frá 1979 til dagsins í dag.
Takið eftir breytingunum síðustu 30 ár.
Rauði ferillinn sýnir frávik frá meðaltali áranna 1979 - 2000.
Stærri og skyrari mynd er hér.
Norðurhvelið í dag.
Suðurhvelið í dag.
Sjá nánar á vefsíðunni The Cryosphere Today.
A webspace devoted to the current state
of our cryosphere
*** *** ***
Getur verið að nýuppgötvaða eldvirka svæðið sem hér er kynnt hafi haft einhver áhrif á ísinn á norðurslóðum?
Sjá greinina Fire under the ice.
International expedition discovers gigantic volcanic eruption in the Arctic Ocean
Fire under the ice
International expedition discovers gigantic volcanic eruption in the Arctic Ocean
Public release date: 25-Jun-2008
Contact: Ralf Roechert
ralf.roechert@awi.de
49-471-483-11680
Helmholtz Association of German Research Centres
![]() Click here for more information. |
An international team of researchers was able to provide evidence of explosive volcanism in the deeps of the ice-covered Arctic Ocean for the first time. Researchers from an expedition to the Gakkel Ridge, led by the American Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI), report in the current issue of the journal Nature that they discovered, with a specially developed camera, extensive layers of volcanic ash on the seafloor, which indicates a gigantic volcanic eruption.
"Explosive volcanic eruptions on land are nothing unusual and pose a great threat for whole areas," explains Dr Vera Schlindwein of the Alfred Wegener Institute for Polar and Marine Research in the Helmholtz Association. She participated in the expedition as a geophysicist and has been, together with her team, examining the earthquake activity of the Arctic Ocean for many years. "The Vesuvius erupted in 79 AD and buried thriving Pompeii under a layer of ash and pumice. Far away in the Arctic Ocean, at 85° N 85° E, a similarly violent volcanic eruption happened almost undetected in 1999 in this case, however, under a water layer of 4,000 m thickness." So far, researchers have assumed that explosive volcanism cannot happen in water depths exceeding 3 kilometres because of high ambient pressure. "These are the first pyroclastic deposits we've ever found in such deep water, at oppressive pressures that inhibit the formation of steam, and many people thought this was not possible," says Robert Reves-Sohn, staff member of the WHOI and lead scientist of the expedition carried out on the Swedish icebreaker Oden in 2007.
A major part of Earth's volcanism happens at the so-called mid-ocean ridges and, therefore, completely undetected on the seafloor. There, the continental plates drift apart; liquid magma intrudes into the gap and constantly forms new seafloor through countless volcanic eruptions. Accompanied by smaller earthquakes, which go unregistered on land, lava flows onto the seafloor. These unspectacular eruptions usually last for only a few days or weeks.
![]() Click here for more information. |
The Gakkel Ridge in the Arctic Ocean spreads so slowly at 6-14 mm/year, that current theories considered volcanism unlikely - until a series of 300 strong earthquakes over a period of eight months indicated an eruption at 85° N 85° E in 4 kilometres water depth in 1999. Scientists of the Alfred Wegener Institute became aware of this earthquake swarm and reported about its unusual properties in the periodical EOS in the year 2000.
Vera Schlindwein and her junior research group are closely examining the earthquake activity of these ultraslow-spreading ridges since 2006. "The Gakkel Ridge is covered with sea-ice the whole year. To detect little earthquakes, which accompany geological processes, we have to deploy our seismometers on drifting ice floes." This unusual measuring method proved highly successful: in a first test in the summer 2001 during the "Arctic Mid-Ocean Ridge Expedition (AMORE)" on the research icebreaker Polarstern the seismometers recorded explosive sounds by the minute, which originated from the seafloor of the volcanic region. "This was a rare and random recording of a submarine eruption in close proximity," says Schlindwein. "I postulated in 2001 that the volcano is still active. However, it seemed highly improbable to me that the recorded sounds originated from an explosive volcanic eruption, because of the water depth of 4 kilometres."
The scientist regards the matter differently after her participation in the Oden-Expedition 2007, during which systematic earthquake measurements were taken by Schlindwein's team in the active volcanic region: "Our endeavours now concentrate on reconstructing and understanding the explosive volcanic episodes from 1999 and 2001 by means of the accompanying earthquakes. We want to know, which geological features led to a gas pressure so high that it even enabled an explosive eruption in these water depths." Like Robert Reves-Sohn, she presumes that explosive eruptions are far more common in the scarcely explored ultraslow-spreading ridges than presumed so far.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 21. júní 2008
Ísinn á Mars líklega fundinn. Myndir.
Myndin til vinstri er tekin 15. júní og sú til hægri 18. júní. Takið eftir muninum. Ísmolarnir sem sjást neðst til vinstri á fyrri myndinni hafa gufað upp. Auðvitað er skurðurinn á Mars eftir geimfarið Fönix sem lenti á Mars fyrir skömmu. (Stærri mynd með því að smella nokkrum sinnum á myndina).
Sólarhringurinn á Mars kallast Sol. Sol 20 og Sol 24 eru því Mars-dagar frá því er geimfarið lenti.

Menntun og skóli | Breytt 22.6.2008 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 20. júní 2008
Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
Pistill þessi er að miklu leyti samhljóða greininni sem birtist í tímaritinu Þjóðmál sumarið 2008. Þó ekki öllu. Til dæmis hefur myndin sem sýnir sambandið milli lengdar sólsveiflunnar og lofthita verið uppfærð, því nú í júní bólar enn ekkert á sólsveiflu #24. Lengd sveiflu #23 er nú orðin 12 ár, eða 2,2 árum lengri en sveiflu #22.
Meinleg villa er í myndinni sem fylgir greininni í tímaritinu Þjóðmál og sýnir samband milli lengdar sólsveiflunnar og lofthita. Fyrir ofan lárétta ásinn neðst sem sýnir lengd sólsveiflunnar í árum eru athugasemdir við 9,8 ár og 11,8 ár. Þar stendur mánuðir en á auðvitað að vera ár. Myndin sem er hér fyrir neðan er aftur á móti rétt. (Alveg er það makalaust hvað maður getur verið blindur fyrir eigin vitleysum ).
Fyrir neðan pistilinn eru nokkrar myndir sem ekki fylgdu greininni. Þar eru einnig tilvísanir í aðrar greina sem fjalla um hliðstæð mál. Krækjur hafa verið settar í textann vítt og breitt og leturgerð breytt til að auðvelda lestur af skjá.
Í þessum pistli er ekki verið að fjalla um gróðurhúsaáhrif. Hvorki þau náttúrulegu sem gera líf á jörðinni mögulegt, né þau sem talin eru geta verið af mannavöldum og hafa hugsanlega valdið nokkurri hlýnun sem nemur um 1% til viðbótar þeim náttúrulegu. Hér er eingöngu fjallað um einn náttúrulegan þátt loftslagsbreytinga, einn af mörgum.
Í þessum pistli er því alls ekki fjallað um gróðurhúsaáhrif heldur eingöngu bent á hlutlausar mælingar sem gerðar hafa verið á lengd sólsveiflunnar og hitastigi lofthjúpsins. Um þær mælingar deila menn ekki.
Þekking manna á þessum málum er af skornum skammti enn sem komið er. Því verðum við að bíða enn um sinn áður en hægt er að fullyrða nokkuð í þessum málum. Það er mikilvægt að hafa það í huga við lestur þessa pistils.
HNATTKÓLNUN Í KJÖLFAR HNATTHLÝNUNAR?
Það hefur vakið athygli að lofthjúpur jarðar hefur ekki hlýnað síðastliðinn áratug samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri og mælingum gerðum frá gervihnöttum. Einnig hafa yfir 3000 mælidufl sem mælt hafa hitastig sjávar um öll heimsins höf síðustu fimm ár mælt örlitla kólnun. Er þetta bara eðlilegt hik, eða getur verið að toppnum sé náð og framundan sé kólnun? Getur verið að náttúrulegar sveiflur hafi átt stóran þátt í hækkun hitastigs lofthjúps jarðar um 0,7°C síðastliðin 150 ár og að þessi náttúrulega sveifla sé að ganga til baka? Ef svo er við hverju má þá búast?
Hitafar jarðar í 2000 ár
Ekki er ætlunin að fjalla um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum í þessum pistil heldur náttúrulegar sveiflur sem geta stafað af smávægilegum sveiflum í sólinni. Ekki er heldur ætlunin að skoða eðlisfræðina sem liggur að baki þessum sveiflum og tengingu við hitastig lofthjúps jarðar. Þess í stað verður eingöngu litið til sögunnar og mælinga sem gerðar hafa verið og reynt að draga ályktanir og spá fyrir um framtíðina.
Ferillinn á myndinni sýnir hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár eða frá Kristsburði til ársins 1995. Þetta er meðaltal 18 rannsókna á hitafari jarðar sem Dr. Craig Loehle hefur tekið saman og birti í ritinu Energy & Environment í nóvember árið 2007. Engin þessara 18 rannsókna byggir á árhringjum trjáa enda telur Loehle árhingi vera ónákvæman mælikvarða þar sem margt annað en hitastig hefur áhrif á trjávöxtinn. Lengst til hægri á ferlinum hefur Dr. Roy W. Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna um hitafar jarðar frá gervihnöttum, teiknað inn hitaferil frá Bresku veðurstofunni sem sýnir meðalhita jarðar frá árinu 1850 til ársins 2007. Höfundur pistilsins íslenskaði skýringar á línuritinu sem Dr. Spencer birtir á vefsíðu sinni. Samanlagt sýna því ferlarnir hitafar jarðar frá árinu 1 til ársins 2007. Hlýindin á miðöldum eru greinileg, þá kemur litla ísöldin og svo aftur hlýindin síðustu áratugina. Athygli vekur hve hitasveiflurnar eru gríðarlegar og að fyrir árþúsundi var jafnvel heldur hlýrra en nú. Mest af þessum hitabreytingum hafa orðið af sjálfu sér". En af einhverjum ástæðum er manninum kennt um breytingar síðustu áratuga, breytingar sem greinilega eru engu meiri en hinar náttúrulegar sveiflur hafa verið. Tökum einnig eftir því að munurinn á mestu hlýindum og mesta kulda er aðeins um 1°C.
Nú vaknar áleitin spurning: Að hve miklu leyti eru hitabreytingar lofthjúps jarðar á síðustu 150 árum af völdum losunar manna á koltvísýringi og að hve miklu leyti af náttúrunnar völdum? Svarið er einfalt: Það veit enginn. Margir eru sannfærðir um að breytingarnar stafi nánast allar af manna völdum og ástæðulaust sé að skoða málið frekar. Þeir eru þó fjölmargir sem telja að breytingarnar séu að verulegu leyti af völdum náttúrunnar. Vandamálið er auðvitað að náttúrulegar breytingar hafa verið það miklar að erfitt er að fullyrða nokkuð og því full ástæða til að skoða málið nánar. Þess vegna er það alls ekki útrætt. Við vitum að náttúrulegar sveiflur hafa ávallt verið í hitastigi lofthjúps jarðar og eðlisfræðin segir okkur að losun manna á koltvísýringi ætti að hafa nokkur áhrif til hlýnunar. Hve mikil eru áhrif náttúrunnar og hve mikil eru áhrif manna í hækkun lofthita á undanförnum áratugum? Um það eru menn ekki sammála og sýnist sitt hverjum. Þar til annað kemur í ljós getum við til dæmis stungið upp á að helmingur hlýnunarinnar (0,35°C) sé af völdum losunar manna á koltvísýringi og hinn helmingurinn (0,35°C) vegna náttúrulegra breytinga. Auðvitað er þetta ágiskun en ekki verri en hver önnur. Í sjálfu sér er alveg eins hægt að hugsa sér að hlýnun um 0,1°C stafi af manna völdum en afgangurinn, 0,6°C, af völdum náttúrunnar. Þrátt fyrir miklar rannsóknir er þekking okkar svo takmörkuð að ekkert er hægt að fullyrða.
Þar sem lofthiti hækkaði hratt á síðustu áratugum liðinnar aldar, að nokkru leyti í takt við losun manna á koltvísýringi, er auðvitað freistandi að tengja þessi atriði saman. Það gleymist þó oft að á sama tíma var einnig mikil fylgni milli virkni sólar og hitafars lofthjúpsins. Losun manna á koltvísýringi fer vaxandi og hefur aldrei verið meiri en á síðasta áratug. Samt hefur ekki hlýnað. Samatímis hefur virkni sólar aftur á móti farið minnkandi. Getur veið að meiri fylgni sé á milli lofthita og virkni sólar en lofthita og losunar á koltvísýringi? Svarið kann að vera handa horns því að margir spá því að virkni sólar fari hratt minnkandi á næstu áratugum. Náttúran er hugsanlega að gera tilraun sem vert er að fylgjast vel með. Fylgi lækkandi lofthiti minnkandi virkni sólar þá verður ljóst að náttúrulegar sveiflur eru ráðandi. Ef lofthiti fer ekki lækkandi þá vitum við að áhrif losunar manna á koltvísýringi eru ótvíræð.
Það er vel þekkt að virkni sólar gengur í bylgjum. Þekktar sveiflur eru fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. Margir eru þó á þeirri skoðun að eftir fáeina áratugi verði orðið merkjanlega kaldara en í dag; sumir hafa nefnt að kaldast verði í kringum árið 2030. Einhverjir halda því fram að við séum nú um það bil að ganga inn í þetta kuldatímabil. Það eru fyrst og fremst stjarneðlisfræðingar sem eru á þessari skoðun enda vita þeir að sólin er stjarna með breytilega útgeislun. Ef svo er þá verður spennandi að fylgjast með, hugsanlega þó óþægilegt fyrir okkur Íslendinga.
Samspil lengdar sólsveiflunnar og lofthita. Sólsveifla #23 er þegar orðin 12 ár, en sólsveifla #22 var aðeins 9,8 ár, og enn bólar ekkert á sólsveiflu #24. Sólsveifla #23 er þegar orðin 2,2 árum lengri en #22. Lenging sólsveiflunnar um 2 ár gæti þýtt um 1°C kólnun nokkrum árum síðar.
Næsti punktur ætti í ljósi sögunnar að lenda nærri rauðu línunni innan sporöskjulaga hringsins, en lendi hann mun ofar, t.d. þar sem (?) er innan hringsins, er líklegt að hnatthitun af mannavöldum valdi því að hitastig helst hátt. Áhrif manna eru aftur á móti lítil lendi punkturinn nærri rauðu línunni.
Þróun mála getur því sagt okkur mikið um hve áhrif sólar eru miðað við áhrif mannsins. Líta má á þennan feril sem eins konar mælitæki til að meta þau áhrif. Vegna langs svartíma (thermal inertia) verður ekki ljóst fyrr en eftir áratug hvar næsti punktur lendir.
(Hallatala rauða ferilsins er -0,5°C/1ár).
Margar undanfarnar vikur hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Ekkert sem bendir til að sólsveifla 24 sé að hefjast en sólsveiflu 23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni. Sólsveifla 22 stóð aðeins yfir í 9,8 ár en í maí síðastliðnum var sólsveifla 23 þegar orðin 12,0 ár og gæti orðið eitthvað lengri. Sem sagt: Nú þegar orðin tveimur árum lengri en næstsíðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. Það er greinilegt að sólin er nú þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit líklega enginn. En það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar, í reynd bara eðlilegt. Stundum er sólin fjörug og vel virk, þess á milli róleg og óvirk. Nú vaknar áleitin spurning: Komi í ljós að sólsveifla 23 sem er að líða verði óvenjulöng, eða verulega lengri en sólsveiflan þar á undan (22), getum við þá reynt að nota ferilinn til að spá fyrir um meðalhita jarðar á næstu árum? Stórt er spurt.
Inn á myndina teiknaði höfundur þessa pistils línur sem sýna lengd sólsveiflu 22 og sólsveiflu 23 sem lýkur væntanlega innan skamms svo og samsvarandi meðalhita næsta áratugar. Tökum eftir að hitamunurinn er tæplega 1°C. Á myndinni sést reyndar að dreifing punktanna umhverfis rauðu línuna er töluverð þannig að ekki má taka þetta of bókstaflega. En getur verið að þetta sé einhver vísbending? Menn hafa haft verulegar áhyggjur af hlýnun lofthjúps jarðar en síðastliðin 150 ár nemur hækkunin um 0,7°C. Má búast við álíka mikilli kólnun á næsta áratug eða svo? Spyr sá sem ekki veit. Hvað hefði slíkt í för með sér? Hætt er við að matvælaframleiðsla gæti dregist verulega saman með tilheyrandi afleiðingum. Hvað gerist ef hitafallið verður meira en 0,7°C?
Fari svo að hitastig haldist óbreytt þrátt fyrir óvenjulanga sólsveiflu hvar lendir næsti punktur á ferlinum þá? Yrði hann ekki alveg úr takt við það sem verið hefur higað til? Hann lenti þá um það bil þar sem (?) er á línuritinu. Að sjálfsögðu gæti það gerst. En er það líklegt? Er ekki líklegra að hann lendi nærri rauðu línunni sem þýðir því miður kólnun. Auðvitað getur svo farið að lofthitinn haldist nokkuð hár þrátt fyrir langa sólsveiflu og þvert á það sem verið hefur í rúmlega tvö hundruð ár. Ef það gerist má vissulega draga þá ályktun að losun manna á koltvísýringi hafi meiri áhrif á hitastig lofthjúpsins en náttúrulegar sveiflur.
Í þessum pistli hefur ekkert verið fjallað um gróðurhúsaáhrif heldur eingöngu bent á hlutlausar mælingar sem gerðar hafa verið á lengd sólsveiflunnar og hitastigi lofthjúpsins. Um þær mælingar deila menn ekki. Nú er ekki annað að gera en bíða í fáein ár, kannski áratug. Sannleikurinn, hver sem hann er, kemur í ljós um síðir.
Ísilögð Thames árið 1677
Takið eftir ísjökunum sem virðast um hálfur annar metri á þykkt. Hvernig stendur á þessum ósköpum? Eitt kaldasta tímabil litlu ísaldarinnar svokölluðu ríkti á meðan virkni sólar var í lágmarki; það lágmark er kennt við stjörnufræðinginn Maunder. Tímabilið stóð yfir um það bil frá 1645 til 1715. Þá sáust hvorki sólblettir né norðurljós og fimbulkuldi ríkti víða. Málverkið er frá þessu kuldaskeiði.
Hvernig var ástandið á Íslandi um þetta leyti? Þór Jakobsson vitnar til Þorvaldar Thoroddsens í erindi sem hann flutti á Oddastefnu í Þykkvabæ árið 1995. Erindið kallaði hann Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags. Á bls. 93 segir:
1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands.
Sólsveiflur í tæp 400 ár
Sólin leggst í slíkan dvala með um 200 ára millibili. Frá góðærinu á landnámsöld eru þekktar nokkrar lægðir í virkni sólar sem kallast Wolf, Spörer, Maunder og Dalton. Lægðirnar eru misdjúpar og topparnir milli þeirra misháir. Öldur aldanna. Á landnámsöld og á 20. öld voru topparnir í hitafari óvenjuháir. Á landnámsöld var ræktað korn á Íslandi og vínviður á Bretlandseyjum. Jöklar hérlendis voru þá miklu minni en nú og norrænir menn fluttust til Grænlands. Þessar hæðir og lægðir stafa af svokallaðri Gleissberg-sveiflu í sólinni.
Veðurfar hefur gríðarleg áhrif á líf manna og hag. Sé saga mannsandans skoðuð og borin saman við tíðarfar undanfarinna alda þá kemur í ljós að á tímum hlýrra áratuga og alda er mikill uppgangur í menntun, vísindum og landafundum. Mannsandinn tekur miklum framförum. Þegar kuldatímabil ráða ríkjum fer að bera á hungri og vansæld og í kjölfarið fylgja styrjaldir, órói í samskiptum manna, galdraofsóknir og sjúkdómar. Hlýindum fylgir viska og velmengun en fátækt og forheimskun kuldum.
Næsta djúpa lágmark í virkni sólar verður hugsanlega um 2030. Gæti Thamesáin litið út um miðja öldina eins og á málverkinu frá árinu 1677 þegar Maunder-lágmarkið var eða er líklegra að kuldinn verði líkari því sem var um 1814 þegar Dalton-lágmarkið í sólinni réð hitafari? Þá var líka kalt víða um heim, þó öllu skárra en meðan á Maunder-lágmarkinu stóð. Undirritaður vonar að þrátt fyrir hugsanlega kólnun verði ástandið alls ekki eins slæmt og á þessum köldu tímaskeiðum Litlu ísaldarinnar.
Sjaldan er ein báran stök. Um þessar mundir er stóra áratugahringrásin í Kyrrahafinu sem kallast Pacific Decadal Oscillation (PDO) að skipta yfir í kaldan fasa sem varað getur í tvo til þrjá áratugi samkvæmt fréttum frá NASA Earth Observatory. Þetta þýðir að kaldir hafstraumar koma að ströndum Norður-Ameríku. Áhrif PDO á hitafar um alla jörð eru ótvíræð. Því getum við einnig búist við kólnun af þessum sökum.
Hvernig munum við bregðast við fari verulega kólnandi? Getur verið að losun manna á koltvísýringi mildi aðeins þessar hugsanlegu náttúrulegu sveiflur? Eigum við ef til vill að hafa meiri áhyggjur af hugsanlegri kólnun en hlýnun? Margar spurningar vakna. Þeim verður þó ekki svarað hér.
Heimildir sem stuðst var við:
- C. J. Butler & D. J. Johnston: A Provisional Long Mean Air Temperature Series for Armagh Observatory. 1996. Af heimasíðu Armagh Observatory http://www.arm.ac.uk/preprints/1996.html
- Craig Loehle: A 2000-year Global Temperature Reconstruction Based on Non-Treering Proxies. Energy and Environment, volume 18, 2007 bls. 1048-1058 & volume 19, 2008 bls 93-100.
- Willie Wei-Hock Soon & Steven H. Yaskell: The Maunder Minimum and the Variable Sun-Earth Connection. World Scientific 2003. ISBN 981-238-274-7.
- Douglas V. Hoyt & Kenneth H. Schatten: The Role of the Sun in Climate Change. Oxford University Press 1997. ISBN 0-19-509414-X.
- Theodor Landscheidt: New Little Ice Age Instead of Global Warming? Vefrit http://bourabai.narod.ru/landscheidt/new-e.htm
- David Archibald: Solar Cycle 24: Implications for the United States, International Conference on Climate Change, New York, Mars 2008. PowerPoint skjal www.heartland.org/newyork08/PowerPoint/Monday/archibald.ppt
- Roy W. Spencer: Global Warming and Nature's Thermostat. Vefrit apríl 2008 http://www.weatherquestions.com/Roy-Spencer-on-global-warming.htm
- Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags. Goðasteinn, 6. árgangur 1995, bls. 89-99. Flutt sem erindi á Oddastefnu í Þykkvabæ laugardaginn 20. maí 1995.
- NASA Earth Observatory. La Nina and Pacific Decadal Oscillation Cool the Pacific. April 2008. http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=18012
The surprising result of these long-range predictions is a rapid decline in solar activity, starting with cycle #24. If this trend continues, we may see the Sun heading towards a Maunder type of solar activity minimum - an extensive period of reduced levels of solar activity.
--- --- ---
Krækjur:
Bloggsíða frá 14. mars ´08: Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? - Ekki útilokað að svo verði
Montana State University: Sun goes longer than normal without producing sunspots
Planet Dily: Its Time to Worry about Global COOLING
Vefsíða helguð næstu sólsveiflu: www.solarcycle24.com
Erla Dóra Vogler: Litla ísöldin - veðurfar á spjöldum sögunnar
--- --- ---
VIÐAUKI:
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem sýna hvernig ástandið var meðan á Maunder lágmarkinu í virkni sólar stóð. Málverk eftir Abraham Hondius (1630-1695):
Ný mynd birtist sjálvirkt jafnóðum og hún er tilbúin til birtingar.

Virk sól fyrir 5 árum.
Menntun og skóli | Breytt 24.10.2008 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 14. júní 2008
Hefur Fönix geimfarið fundið vatn á Mars?
Hefur geimfarið Fönix sem lenti á Mars fyrir skömmu fundið vatn á reikistjörnunni? Og það eiginlega óvart...
Þegar myndavélinni var beint undir geimfarið blasti þetta við. Er þetta íshella sem er efst á myndinni? Stækkuð úrklippa er hér fyrir neðan.
Er þetta frosið vatn? Getur verið að örskammt undir yfirborðinu sé ís í miklum mæli?
Menntun og skóli | Breytt 15.6.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 9. maí 2008
Nemendur HR skutu eldflaug til himins. Myndir.
Fjölmargar myndir eru vistaðar í vefalbúmi hér.
Mánudaginn 5 maí skutu nemendur við Háskólann í Reykjavík eldflaug til himins frá Vigdísarvöllum. Eins og við öll geimskot var mikil eftirvænting í loftinu. Flaugin náði 1397 metra hæð og hálfum hljóðhraða eða 170 metrum á sekúndu, sem jafngildir 620 km/klst.
Flaugin er um 2.5 metrar að lengd og er knúin áfram af 1.6 kg af KNER drifefni, en það er blanda af saltpétri og gervisykri.
Eldflaugin var einstaklega vel smíðuð. Í henni var m.a. videomyndavél, staðsetningartæki og fallhlíf til að bera hana óskemmda til jarðar. Greinilegt var að allt var vel undirbúið því hópurinn vann fumlaust að því að gera flaugina klára fyrir skot. Hún hóf sig á loft á klukkan 14 eins og áætlað hafði verið og hvarf sjónum í skýin. Eftir nokkra stund mátti sjá hana koma svífandi niður úr skýjaþykkninu og berast undan vindinum þar til hún hvarf sjónum bak við fjallshlíð. Auðvitað urðu mikil fagnaðarlæti.
Til hamingju eldflaugasmiðir
Bloggarinn tók fjölmargar myndir sem eru vistaðar í vefalbúmi hér. Best er að skoða myndirnar með því að velja "Slideshow". Hægt er að hlaða niður myndum í upplausninni 1600 pixel á breidd.
Á vefsíðu hönnunarhópsins honnunx.blogcentral.is eru allmargar myndir af flauginni.
Sá einnig vefsíðu Íslenska eldflaugafélagsins www.eldflaug.com
Umfjöllun í Kastljósi RÚV:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365670/2
Sjónvarp Morgunblaðsins:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/05/eldflaug_skotid_a_loft
Sjá einnig eldri pistla:
Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar
Geimskot Frakka á Íslandi 1964-1965... Iceland Space Center ... Myndir
Menntun og skóli | Breytt 10.5.2008 kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009, ný vefsíða: www.2009.is
Í gær sendi íslenska landsnefndin um ár stjörnufræðinnar frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 hefur verið opnuð ný vefsíða á slóðinni http://www.2009.is. Síðan verður í stöðugri endurnýjun og þar munu birtast fréttir og upplýsingar um atburði stjörnufræðiársins, bæði hér heima og erlendis. Að auki verður boðið uppá margskonar fræðslu um stjarnvísindi fyrir almenning.
F. h. landsnefndarinnar um ár stjörnufræðinnar, Einar H. Guðmundsson.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 766271
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði