Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 21. september 2007
Fer ísbjörnum fjölgandi þrátt fyri allt?
Undanfarið höfum við lesið og heyrt í fréttunum um þá ógn sem ísbjörnum stafar af meintum loftslagsbreytingum. Hefur þeim virkilega fækkað, eða hvað?
Hummm... Hver skyldi staðreyndin vera. Skoðum málið. Kanski kemur eitthvað á óvart!
Northern News Services
Published Monday, September 17, 2007
In fact, polar bear populations along the Davis Strait are healthy and their numbers increasing, an ongoing study is indicating.
Reports in national and international press have projected that two-thirds of the world's polar bear populations will be lost within 50 years due to the loss of sea ice.
Canada has two thirds of the world's polar bears. Nunavut is home to 12 of Canada's 13 polar bear populations, totalling an estimated 14,780.
...
The results of their study have yet to be released, but Taylor revealed last week that the numbers would be contrary to those released by the U.S. Geological Survey.
"Results will confirm hunters' impressions, that the polar bear population is productive," Taylor said.
...
"We could be looking at the possibility of increasing (hunting) quotas," Taylor said. "We are seeing high densities of bears in great shape."
...
While Taylor doesn't dispute that climate change is happening, he thinks that recent worries over polar bear population loss is extreme and premature.
"They are generalizing to the rest of the world that we are losing them ... How can our observations be in such dire opposition to theirs?"
Sjá alla greinina hér.
Eitthvað er þetta nú á skjön við það sem við höfum verið að lesa og heyra...
Kemur þetta á óvart? Hefur þeim virkilega fjölgað eftir allt saman?
Stundum veit maður hreint ekki hverju maður á að trúa.
Hvað sem þessu líður, þá skulum við njóta fallegu bangsamyndanna sem eru hér og taka lífinu með ró eins og þessi bangsi gerir greinilega.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 17. september 2007
Vetni er ekki orkugjafi
Vetni er ekki orkugjafi, var fyrirsögn fréttanna í dag. Þetta hélt ég að allir viti bornir menn vissu vel. Vetni er ekki orkugjafi, heldur orkuberi eða orkumiðill. Nota má vetni til að geyma orku eða flytja orku milli staða, en svo vill til að einnig má nota rafeindir til hins sama. Það hafa menn gert í yfir 200 ár, eða síðan Alessandro Giuseppe Antonio Anastasio Volta, eða Alexander Volta eins og við þekkjum hann, fann upp rafhlöðuna árið 1800. Rafeindir eru miklu hentugri að öllu leyti sem orkumiðill en vetni. Svo einfalt er það.
Hér á landi er nú staddur Dr. Ulf Bossel sem þekkir þessi mál manna best. Hann hefur ekki mikla trú á vetni sem orkubera. Sjá færsluna frá 1. janúar 2007 sem kallast Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða? Þar er tílvísun í greinar eftir Ulf Bossel.
Sjá frétt Ríkisútvarpsins frá því í dag Vetni er ekki orkugjafi.
Einfaldur samanburður á vetni og rafeindum sem orkubera: Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag ?
.
Svo er það allt annar handleggur að vetni getur verið orkugjafi, en þá þurfum við að beita kjarnasamruna sem mönnum hefur ekki tekist nema í vetnissprengjum. Hugsanlega er það að rugla fólk í ríminu. Mönnum hefur ekki enn tekist að beisla vetnisorkuna og enginn veit hvenær það tekst.
Sjá vísindavefinn um kjarnasamruna:
Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?
Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar?
Dægurmál | Breytt 18.9.2007 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Litli maðurinn og aldamótavillan í loftslagsvísindum
Nýlega sannaðist vel hve heilbrigð gagnrýni í vísindum er nauðsynleg. Það sannaðist einnig að jafnvel áhrifamiklar stofnanir geta gert mistök. Einnig sannaðist að litli maðurinn getur með hyggjuviti sínu einu að vopni haft veruleg áhrif.
Um árabil hefur komið fram í gagnagrunninum NASA GISS að árið 1998 í Bandaríkjunum hafi verið heitasta ár aldarinnar. Því hefur ítrekað verið haldið fram í fjölmiðlum. Allt þar til nú í byrjun ágúst. Nú er sem sagt komið í ljós að árið 1934 var hlýjast í Bandaríkjunum. Ekki 1998.
Hvernig má það vera?
Maður er nefndur Steve McIntyre. Hann er fær tölfræðingur sem í frístundum sínum dundar við að kryfja til mergjar ýmislegt sem innsæi hans segir honum að eitthvað sé bogið við. Þekktasta verk hans hingað til er þegar hann sýndi fram á að svokallaður Hockey Stick hitaferill sem var fremst í skýrslu IPCC, nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar árið 2001, var meingallaður og líklegast kolrangur og arfavitlaus. Sjá hér. Reyndar kom í ljós að sama hvaða mæligögnum var dembt í forritið sem Michael Mann notaði við gerð þess, ávallt kom út svipaður ferill sem sýndi nánast engar hitafarsbreytingar frá árinu 1000 til 1900, en síðan ofsahlýnun á síðustu áratugum. Ekkert hlýskeið fyrir árþúsundi. Engin lítil ísöld. Allt reyndist þetta tálsýn og hjóm eitt eftir að McIntyre hafði unnið sitt verk. Þetta var auðvitað mjög pínlegt fyrir hina miklu stofnun IPCC.
Sjá hér.
Eitt vandamál við svona hitaferla er að það er sífellt verið að fikta í mæligögnunum. Menn telja sig vera að leiðrétta hitt og þetta, jafnvel leiðrétta leiðréttingarnar, en ómögulegt að fá upplýsingar um hverju var breytt og hvers vegna. McIntyre grunaði að meinleg villa væri í þessum leiðréttingum. Auðvitað var mjög erfitt að sanna það, því honum var neitað um að fá að skoða þessi opinberu gögn. McIntyre gafst ekki upp og beitti sinni góðu stærðfræðikunnáttu og fann út hvað var að. Hafði síðan samband við NASA-GISS sem viðurkenndi villuna og breytti gagnagrunninum fyrir skömmu. McIntyre fékk jafnvel þakkarbréf fyrir að benda á þessa meinlegu og afdrifaríku villu, sem kölluð hefur verið aldamótavillan eða Y2K, og þá auðvitað með tilvísun í aldamótafárið mikla þegar allar tölvur áttu að hrynja, orkuver að stöðvast, flugvélar að hrapa, og svo framvegis. Flestir muna líklega eftir því. Auðvitað kom í ljós að klukkur hvorki stöðvuðust né gengu afturábak, orkuver möluðu eins og ekkert hefði í skorist, og hálftómar flugvélar komust óskaddaðar á leiðarenda.
Tíu hlýustu árin í Bandaríkjunum eru þessi samkvæmt nýjustu tölum NASA GISS, og er byrjað á því hlýjasta: 1934, 1998, 1921, 2006, 1931, 1999, 1953, 1990, 1938, 1939. (Sjá hér http://data.giss.nasa.gov/gistemp/graphs/Fig.D.txt ef menn trúa ekki sínum eigin augum)
Takið eftir, hve mörg þeirra voru fyrir og um miðja síðustu öld? Hve mörg á síðasta áratug? Prófið að telja!
Í raun og veru er það alveg stórmerkilegt að svona villur geti átt sér stað, og hið alvarlegasta mál. Eitthvað mikið hýtur að vera að. Full ástæða er til þess að nú verði farið í saumana á öllum mæligögnum sem notuð eru við spár um loftslagsbreytingar.
Það eru reyndar fleiri litlir menn á ferli sem eru farnir að sjá ýmislegt óhreint í pokahorninu. Antony Watt sér um vefsíðuna SurfaceStations.org . Þar hefur hann ásamt öðrum safnað saman myndum af bandarískum veðurmælistöðvum sem notaðar eru til að safna upplýsingum um veðurfarsbreytingar. Menn rekur í rogastans við að skoða þessa síðu. Þar má sjá ótrúlegan frágang sums staðar þar sem hitanemum er komið fyrir á bílastæðum, nærri loftræsiopum bygginga og jafnvel þétt við grillaðstöðu. (sýnishorn hér). Hvers konar hitafarsbreytingar er verið að mæla? Auðvitað af mannavöldum, fyrst og fremst . Beinlínis!
Auðvitað má ekki gleyma litlu konunni, undrabarninu Kristen Byrnes. Sjáum hvað hún hefur verið að fást við síðustu daga:
Hér, hér, hér, hér.
Það er næsta víst að tími litlu mannanna í loftslagsvísindum er kominn. Litlir menn hafa nefnilega stundum meira vit í kollinum en finnst hjá stórum stofnunum.
Climate Audit
Hansen's Y2K Error
By Steve McIntyre
Svona í lokin má benda á undarlega hegðun náttúrunnar síðastliðinn tæpan áratug. Það virðist nefnilega verið hætt að hlýna !
Ár Hitafrávik
1998 0,526
1999 0,302
2000 0,277
2001 0,406
2002 0,455
2003 0,465
2004 0,444
2005 0,475
2006 0,422
Það þarf meira ímyndunarafl en bloggarinn hefur til að greina hlýnun í þessum tölum. Tölurnar eru fengnar frá einni virtustu loftslagsrannsóknarstofnun í heimi Climatic Research Unit, en í þessari töflu má sjá mánaðameðaltöl frávika í hitastigi lofthjúps jarðar frá 1850 til vorra daga. Sjá hér: http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/temperature/hadcrut3vgl.txt
---
Er ekki annars full ástæða til að fara að hugsa af viti um framtíðina? Hætta að berja höfðinu við steininn, steinnin er harður og getur meitt þann sem slíkt stundar. Náttúran er einnig stundum hörð og heldur sínu striki, hvað sem við tautum og raulum.
---
Handritasafnarinn hitti naglann á höfuðið þegar honum ofbauð eitt sinn vitleysan:
"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"
Árni Magnússon
Jamm og jæja. Þetta er þó altént atvinnuskapandi, ekki satt?
Dægurmál | Breytt 3.9.2007 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 18. júní 2007
The Great Global Warming Swindle í RÚV annað kvöld - 19. júní
Í byrjun mars s.l. var hér á bloggsíðunni kynnt kvikmyndin The Great Global Warming Swindle.
Myndin hefur vakið gríðarmikið umtal, enda málið funheitt. Þessi mynd verður sýnd í Sjónvarpinu (RÚV) annað kvöld 19. júní kl. 20:55. Myndin kallast í kynningu RÚV "Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle". Hugsanlega er þetta eitthvað stytt útgáfa.
Sjá bloggið um þessa mynd frá 10. mars: The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu. Umræður urðu töluverðar í athugasemdum, og einnig í athugasemdum um bloggið Afkolun jeppaeiganda
Það má einnig benda áhugasömum á aðrar kvikmyndir í sama dúr sem kynntar hafa verið á blogginu: Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.
Á blogginu er einnig fjallað um kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth, sem einnig hefur valdið heitum umræðum. Sjá hér. Myndin sem sýnd verður í RÚV 19. júní er einmitt andsvar allmargra vísindamanna við mynd Al Gore.
Það er sjálfsagt að kynna sér málið frá öllum hliðum, og hafa ánægju af, hvort sem maður er sammála eða ekki.
Vefsíðan http://www.greatglobalwarmingswindle.co.uk er helguð kvikmyndinni.
Það skyldi þó ekki vera að svona kvikmyndir valdi meiri hnatthlýnun en CO2? Að minnsta kosti verður allmörgum æði heitt í hamsi .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Skógrækt áhugamannsins
Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Bloggarinn var svo lánsamur að eiga þess kost að starfa við skógrækt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum í Austmannabrekku í Haukadal um 1960, en hann situr þar efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt við Geysi, sem sjá má glitta í á myndinni ásamt Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar þar sem nú er Hótel Geysir. Takið eftir að enginn skógur sést, fyrir utan nokkrar birkihríslur. Þarna er nú kominn gríðarmikill skógur með háum trjám.
Byrjað var á því að grisja birkikjarrið með kjarrsög. Kjarrsögin líkist vélorfi, nema í stað bandspottans sem klippir grasið er hjólsagarblað. Bloggarinn er einmitt með ólarnar sem héldu uppi kjarrsöginni spenntar um axlir. Gerðar voru langar rásir í birkikjarrið upp eftir fjallshlíðinni með um 2ja metra millibili. Síðan var gróðursett í rásirnar, ýmist með skógræktarhaka eða bjúgskóflu. Plöturnar voru í búntum og berróta, en ekki í fjölpottabökkum eins og algengast er í dag.
Við gróðursettum í akkorði, eins og það var kallað. Mikill hugur var í mönnum og unnið langt fram á kvöld, enda náðu menn að planta vel yfir 1000 plöntum á dag, þ.e. hver og einn. Launin voru heldur hærri en jafnaldrar okkar fengu í almennri verkamannavinnu, og puðið örugglega miklu meira.
Þó mikið væri unnið í Haukadal, þá var einnig töluvert puðað í Heiðmörk og Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Á þessum þrem sumrum lærðu menn mikið um skógrækt, grisjun, áburðargjöf og uppsetningu girðinga. Líkaminn stæltist og útveran var mikil og holl.
Varla hefur bloggarann grunað þegar hann sat hugsi í Austmannabrekku að hann væri farinn að puða aftur fjórum áratugum síðar á eigin landi þar skammt frá. Fáeinir hektarar sem biðu óþreyjufullir eftir því að verða klæddir skógi. Reyndar vill svo til að landskikinn er á myndinni í beinni línu lárétt fyrir framan höfuð hans. Svosem tvær eða þrjár höfuðbreiddir. Kanski var hann að dreyma eitthvað í þeim dúr. Segja má að sagan endurtaki sig, því réttum fjórum áratugum eftir að myndin var tekin var aftur hafist handa við að girða, græða upp, planta og bera á. Næstum á sama stað og nú er sprottinn fullvaxinn skógur, skógur sem hann gerði með eigin höndum.
Fyrir fáeinum árum var verið að grisja í Austmannabrekku. Þetta voru engin smá tré. Gamli skógarrefurinn stóðst ekki mátið og taldi árhringina. Viti menn, þetta gátu verið litlu berróta plönturnar sem hann plantaði um 1960 ásamt félögum sínum. Undarleg tilfinning liðaðist um kroppinn.
Fjöldi Íslendinga dundar sér við að setja niður plöntur sér til ánægju, enda fátt sem veitir jafn mikla gleði. Tilgangurinn er ekki að rækta nytjaskóg, heldur að bæta land sem oft hefur farið illa, meðal annars vegna ofbeitar. Skógurinn veitir skjól og fuglarnir þyrpast að. Opið stormasamt land breytist í skjólgóðan unaðsreit. Ekki sakar ferska loftið og hreyfingin sem stælir líkama kyrrsetumannsins.
Hvað ungur nemur gamall temur, segir í upphafi. Hér má sjá tvær hörkukonur aðstoða við gróðursetninguna. Önnur kynslóð tekin til starfa. María Björg Ágústsdóttir var í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, en Julie Chu silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikjunum 2002, 2010 og 2014 og bronsverðlaunahafi 2006. Báðar voru vinkonurnar í sumarleyfi frá námi við Harvard þegar myndin var tekin. Ekki er amalegt að fá svona hjálp .
Það er auðvitað alveg ljóst, að afköstin, þegar verið er að dunda við áhugamannaskógrækt, eru ekki nema brot af afköstum atvinnumanna.
Bloggarinn afkastaði vel yfir 1000 plöntum á dag á unglingsárunum, en það þykir honum í dag mátulegur skammtur yfir sumarið. Auðvitað er ekki nóg að koma plöntunum í jörð. Alls konar stúss fylgir að sjálfsögðu, en það eykur bara ánægjuna. Á myndinni má sjá 400 plöntur bíða þess óþreyjufullar að komast í jörð, en bak við þær eru bakkar undan um 2000 plöntum.
Sjálfsagt er fátt sem kennir manni þolinmæði eins vel og gróðursetning trjáplantna í íslenskri náttúru.
Plönturnar eru viðkvæmar og þarf að hlúa vel að þeim í æsku, alveg eins og mannfólkinu. Þeim veitir ekki af hollri fæðu og þurfa áburðargjöf fyrstu árin. Stundum koma vorhret sem fara illa með litlu greyin, en flest komast þó á legg um síðir. Þegar þau hafa náð manni í hné finnst manni að kominn sé vísir að skógi. Ekki ósvipuð tilfinning og þegar litlu börnin læra að ganga. Stærstu trén eru nú orðin um mannhæðar há, þó flest séu ennþá verulega minni.
Á unglingsárum plantaði bloggarinn líklega einhverjum fáum tugum þúsunda, en um fimmþúsund á undanförnum árum.
Vefsíðan www.kolvidur.is segir mér að ég þurfi að gróðursetja 60 tré á ári til að friða samviskuna. Hvað ætli ég sé búinn að kolefnisjafna fyrir mörg ár?
Dægurmál | Breytt 12.12.2014 kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.
Viðvörun: Myndir þessar eru á skjön við víðteknar skoðanir manna um hnatthitun. Mjög fordómafullu fólki gæti brugðið. Skynsamir munu þó taka efninu fagnandi, enda efnið vel fram sett af færum vísindamönnum sem ekki verður frýjað vits.
Hér fyrir neðan eru tvær kvikmyndir um hnatthitun. Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Báðar sýna þær aðra hlið á málinu en við erum vön að heyra um í fréttunum. Vissulega mjög áhugaverðar og ættu ekki að stuða neinn, eins og myndin The Great Global Warming Swindle virðist hafa gert.
-
Fyrri myndin nefnist Doomsday Called Off, eða Heimsendir afturkallaður. Myndina gerði Lars Mortensen hjá TV-Produktion of Denmark í samvi nnu við DR1 árið 2004. Hún var sýnd í nóvember 2005 hjá CBC í Kanada. Í byrjun myndarinnar er fjallað um boranir í ís Grænlandsjökul til að ransaka veðurfar fyrri alda, rætt er við danskan vísindamann og augnablik má sjá Sigfúsi Johnsen bregða fyrir. Síðan er farið um víða veröld, rætt við loftslagsfræðinga, stjarneðlisfræðinga, haffræðing, o.s.frv.
Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters.
Doomsday Called Off
Kynning af vefsíðu CBC: http://www.cbc.ca/documentaries/doomsday.html
In this eye-opening documentary viewers will discover how the most respected researchers from all over the world explode the doom and gloom of global warming.
Humans stand accused of having set off a global climate catastrophe by increasing the amount of carbon dioxide in the atmosphere.
The prophecy of doom is clear and media pass on the message uncritically.
Now serious criticism has arisen from a number of heavyweight independent scientists. They argue that most of the climatic change we have seen is due to natural variations.
They also state that if CO2 is to play a role at all - it will be minuscule and not catastrophic!
This story presents a series of unbiased scientists as our witnesses.
We will hear their eloquent criticism of the IPCC conclusions illustrated by coverage of their research work.
Myndin er varðveitt á YouTube og er í fimm hlutum. Hér fyrir neðan eru þessi fimm myndskeið:
Myndskeið 1 af 5
Myndskeið 2 af 5
Myndskeið 3 af 5
Myndskeið 4 af 5
Myndskeið 5 af 5
*** Önnur kvikmynd ***
Næsta mynd er gerð af kanadískum félagskap sem kallast Friends of Science eða Vísindavinir. Sjá vefsíðu þeirra http://www.friendsofscience.org . Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters
Climate Catastrophe Cancelled
Kynning á myndinni af vefsíðu Vísindavina:
http://www.friendsofscience.org
Climate Catastrophe Cancelled: What you're not being told about the science of climate change
At a news conference held in Ottawa, some of North Americas foremost climate experts provided evidence demonstrating that the science underlying the Kyoto Protocol is seriously flawed; a problem that continues to be ignored by the Canadian government. Scientists called on the Canadian government to delay implementation of the Kyoto Protocol until a thorough, public review of the current state of climate science has been conducted by climate experts. Such an analysis has never been organized in Canada despite repeated requests from independent, non-governmental climate scientists.
Carleton University Professor Tim Patterson (Paleoclimatologist) explains the crucial importance of properly evaluating the merit of Canada's climate change plans: It is no exaggeration to say that in the eight years since the Kyoto Protocol was introduced there has been a revolution in climate science. If, back in the mid-nineties, we knew what we know today about climate, Kyoto would not exist because we would have concluded it was not necessary.
Contrary to claims that the science of climate change has been settled, the causes of the past centurys modest warming is highly contested in the climate science community. The climate experts presenting in the video demonstrate that science is quickly diverging away from the hypothesis that the human release of greenhouse gases, specifically carbon dioxide, is having a significant impact on global climate. There is absolutely no convincing scientific evidence that human-produced greenhouse gases are driving global climate change, stated climatologist, Dr. Tim Ball. He added that the Canadian governments plan to designate carbon dioxide as a toxic under CEPA is irresponsible and without scientific merit. Carbon dioxide is a staff of life, plain and simple. It makes up less than 4% of greenhouse gases and it is not a toxic.
IPCC assertions about the unprecedented nature of the past century's warming, or the widespread beliefs that we are experiencing an increase in extreme weather, accelerated sea level rise and unusual warming in polar regions are also shown in the video to be wholly without merit.
The idea for the video was initiated by the Friends of Science Society, a registered not-for-profit group of geologists, environmental scientists and concerned citizens, in an effort to make the science of climate change available and understandable to the general public, stated Dr. Doug Leahey, President of Friends of Science Society.
Myndin er skoðuð með myndskoðara sem er væntanlega í tölvunni þinni. Það getur verið ráð að vista skrárnar á diskinn í tölvunni, ef internettengingin er hæg. Prófið þó fyrst að skoða myndirnar í rauntíma með því einfaldlega að smella á viðeigandi krækju.
"Climate Catastrophe Cancelled: What You're Not Being Told About the Science of Climate Change"
Part 1 (4:20 minutes)
Windows Media (4.76MB) | Quicktime (9.52MB)
Part 2 (6:21 minutes)
Windows Media (16.3MB) | Quicktime (14.2MB)
Part 3 (3:26 minutes)
Windows Media (7.82MB) | Quicktime (7.59MB)
Part 4 (5:10 minutes)
Windows Media (12.4MB) | Quicktime (11.4MB)
Part 5 (5:02 minutes)
Windows Media (5.45MB) | Quicktime (11MB)
*** *** ***
Það er mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum og loka ekki augum, eyrum og munni eins og apakettirnir hér fyrir neðan. Hugsandi fólk hlýtur að vilja skoða allar hliðar hnatthlýnunarkenningarinnar og hlusta á vísindamenn sem hafa aðra skoðun en yfirleitt er matreidd fyrir okkur af fjölmiðlum. Hvaðan þeir fá uppskriftina er svo annað mál.
Skoðið, hlustið og ræðið málin!
Þakka þér fyrir komuna, og fyrir að hafa kynnt þér efni vefsíðunnar. Þú ert ekki einn þeirra sem ekkert vilja fræðast um málið. Vonandi hefur þú haft nokkurt gagn af lestrinum.
"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"
Árni Magnússon handritasafnari
Laugardagur, 13. janúar 2007
Bjartasta halastjarna síðustu áratuga sést nú með berum augum um hábjartan dag skv. fréttum sem voru að berast.
Laugardaginn 13. janúar bárust þær fréttir að NcNaugh hefði sést víða um heim um hábjartan dag. Hún nálgast nú sólina óðfluga, hitnar verulega og mikla gufustróka leggur frá henni. Hún er nú þegar orðin bjartasta halastjarnan í 40 ár og gæti orðið sú bjartasta sem sést um aldir, skv. fréttum á www.spaceweather.com
Myndin hér til hliðar er tekin í Þýskalandi í gær 13. jan. með litlum stjörnusjónauka.
Halastjarnan er nú hvorki morgun- né kvöldstjarna eins og fyrr í vikunni, heldur dagstjarna sem sést örskammt fyrir austan sólina. Hún kemur sífellt meira á óvart eins og kómetum sæmir.
Sjá póstinn hér fyrir neðan.
From: SpaceWeather.com [mailto:swlist@spaceweather.com]
Sent: 13. janúar 2007 20:20
To: SpaceWeather.com
Subject: Daytime Comet
Space Weather News for Jan. 13, 2007
Observers around the world are reporting that Comet McNaught is now visible in broad daylight. The comet is very close to the sun, so it is tricky to find. If you want to try, here's how to do it: Go outside and stand in the shadow of a building so that the glare of the sun is blocked out. Make a fist and hold it at arm's length. The comet is about one fist-width east of the sun.
This weekend is a special time for Comet McNaught because it is making its closest approach to the sun. Solar heat causes the comet to vaporize furiously and brighten to daytime visibility. McNaught is now the brightest comet in more than 40 years, and it may become the brightest in centuries.
Dægurmál | Breytt 14.1.2007 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Halastjarna á himni skín. Myndir.

Myndin af halastjörnunni McNaught var tekin að morgni 9. janúar kl. 9:55. Skilyrði til myndatöku voru mjög góð og varla ský á himni. Myndavél var Canon 300D og linsa Tamron 300mm zoom. Lýsingartími 1,3 sek. Ljósop F/11. ISO 200. Brennivídd 119mm (35mm jafngildi 190mm).
Fróðleikur um halastjörnuna er hér: C/2006P1 McNaught
Myndasafn á www.spaceweather.com
Þegar McNaught er horfin í glýju sólar, þá má hugsanlega sjá hana í skamma stund nánast í beinni útsendingu hér á mynd frá SOHO gervihnettinum, en þar má stundum sjá halastjörnur þjóta um: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime/c3/512/
Íslensk vefsíða um stjörnuskoðun: http://stjornuskodun.is
--- --- ---
Hale-Bopp 1997
Halastjarnan er Hale-Bopp, sem sást vel yfir Íslandi í byrjun árs 1997. Norðurljós náðu næstum að skemma myndina, en gera hana þó skemmtilegri. Takið eftir bláa halanum sem var ósýnilegur með berum augum. Neðst til hægri má sjá Andromeda stjörnuþokuna. Þar eru milljarðar sóla og örugglega mikið líf og fjör. Á þessari mynd má einnig sjá aragrúa stjarna, sem eru ósýnilegar með berum augum. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 2 mínúur. Stjörnuhimninum var fylgt eftir með mótordrifi. Undirritaður tók þessa mynd í mars 1997.
Þessi mynd af Hale-Bopp halastjörnunni var tekin um miðnætti skammt frá Keilisnesi að kvöldi 12 mars '97. Halastjarnan var þá í norðurátt yfir sjónum, en samt var töluverð ljósmengun frá stór-Reykjavík, Reykjanesbraut og Reykjanesbæ. Bjarminn á neðri hluta myndarinnar er þó ljósmengun af öðrum toga; nefnilega norðurljós!
Notuð var Pentax K-1000 sem komið var fyrir á mótordrifinu sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta.
Hale-Bopp halastjarnan yfir Esju að kvöldi 18 mars '97. Myndin var tekin skömmu eftir miðnætti á Þingvallaveginum, skammt vestan afleggjarans að skíðasvæðinu í Skálafelli.
Myndin var tekin með 35mm linsu, ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta. Mótordrifið var notað, enda eru sjörnurnar sem punktar, en Esjan dálítið hreyfð!
Því sem næst fullt tungl var þegar myndin var tekin og gerir það hana dálítið undarlega; næstum eins og frá öðrum heimi. Vel má greina bláa rafskýið sem vísar upp frá halastjörnunni og græn norðurljós sem eru svipuð fyrirbæri. Litlu hvítu deplarnir á himninum eru ekki galli í filmu, heldur stjörnur. Á stækkaðri mynd má greinilega sjá að þær eru ekki allar hvítar; sumar eru bláleitar og aðrar rauðleitar. Örfáum mínútum eftir að myndin var tekin hvarf halastjarnan í skýjabakkann sem kom æðandi úr suðri.
Skýring á eðli báu og hvítu halanna á Hale-Bopp er hér.
Dægurmál | Breytt 13.1.2007 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 22. desember 2006
Vetrarsólstöður, og sólin áfram í ham næstu árin...
Nú á vetrarsólstöðum eða vetrarsólhvörfum, þegar sólin kemst ekki hærra en 2,8 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík, er ástæða til að líta til þessarar dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl.
Það er alþekkt að virkni sólar er breytileg með um 11 ára sveiflu. Nú hefur NASA í annað sinn spáð fyrir um styrk næstu sólsveiflu, þ.e. sveiflu númer 24 sem verður í hámarki eftir um sex ár. Virkni sólar hefur verið með eindæmum mikil undanfarna áratugi og virðist sem næsta sólsveifla ætli ekki að láta deigan síga.
[Hugsanlega þarf að smella hér til að sjá allar myndirnar].
Myndin hér vinstra megin fyrir ofan er frá spá NASA sem birt var 10 maí. Þar er reyndar verið að beina sjónum að þarnæstu sólsveiflu, sem væntanlega verður í hámarki um 2022.
Önnur spá birtist síðan í gær 21. desember, og er þar fjallað um tilraun til að spá fyrir um næstu sólsveiflu. Sjá myndina hægra megin.
Nú erum við stödd í lægðinni mitt á milli sólsveiflu 23 og 24.
Spáin fyrir næstu sólsveiflu:
Scientists Predict Big Solar Cycle (21. des. 2006): "Solar cycle 24, due to peak in 2010 or 2011 "looks like its going to be one of the most intense cycles since record-keeping began almost 400 years ago," says solar physicist David Hathaway of the Marshall Space Flight Center. He and colleague Robert Wilson presented this conclusion last week at the American Geophysical Union meeting in San Francisco" .
Sem sagt, NASA spáir því að að næsta sólsveifla verði mjög virk. Það gæti þýtt það að áfram verði vel hlýtt og náttúaran fari mjúkum höndum okkur hér á Fróni eins og á undanförnum áratugum. Ekki verður lát á hnatthitun næsta áratuginn.
Sjá nánar hér á vefsíðu NASA: http://science.nasa.gov/headlines/y2006/21dec_cycle24.htm?list863667
En hvernig hljóðaði spáin fyrir þarnæstu sólsveiflu, sem verður í hámarki um 2022?
Solar Cycle 25 peaking around 2022 could be one of the weakest in centuries (10. maí 2006): "... The slowdown we see now means that Solar Cycle 25, peaking around the year 2022, could be one of the weakest in centuries, says Hathaway".
Hér spáir NASA því aftur á móti að þarnæsta sólsveifla geti orðið ansi slöpp. Gangi það eftir, þá gætum við átt von á kuldaskeiði um 2030.
Sjá nánar á vefsíðu NASA: http://science.nasa.gov/headlines/y2006/10may_longrange.htm?list156173
Svo er það vafinn: Ýmsir eru að reyna að spá fyrir um hámark næstu sólsveiflu, og hafa sést tölur á bilinu 42 til 185.
Will the next solar cycle please stand up?
"Astronomers at the American Geophysical Union meeting in San Francisco are debating predictions of what the next solar cycle, number 24, which will start next year and will peak in 2011, will be like....Why does it matter? The level of solar activity affects satellite communications, the power grid, the airline industry's ability to fly polar routes and to keep passengers safe from radiation, deep space missions, GPS operations, the Space Station's viability, and climate change...".
Humm... Kuldaskeið 2030. Er það nú alveg víst? Nei, auðvitað ekki alveg víst, en hver veit? Sjá vangaveltur undirritaðs hér: Öldur aldanna.
Menn hafa vissulega velt þessu fyrir sér. Smellið á krækjur fyrir ítarefni:
VIEWPOINT: GLOBAL WARMING NATURAL, MAY END WITHIN 20 YEARS:
New Little Ice Age
Instead of Global Warming?
by Dr. Theodor Landscheidt
MosNews: Russian Scientists Forecast Global Cooling in 6-9 Years
BBC: Sunspots reaching 1,000-year high
Max Plank Society:
The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years
Solar Cycles 24 and 25 and Predicted Climate Response
K.Lassen
Danish Meteorological Institute, Solar-Terrestrial Physics Division:
Solar Activity and Climate (M.a. fjallað um hafís við Ísland).
--- --- ---
Jæja, vonandi verður hlýtt áfram, en ekki ís og óáran, eins og fram kemur í erindi Dr. Þórs Jakobssonar "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags":.
"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".
Þetta var þegar sólin var í mikilli lægð, svokölluðu Maunder Minimum. Þá var kalt víða um heim og Litla Ísöldin í algleymingi.
Ísilögð Thames árið 1677.
Sjá málverkið neðst á vefsíðunni. Smellið á myndina til að sjá stærri mynd.
Málverkið er eftir Abraham Hondius (1630-1695). Museum of London. Fleiri myndir af "Frost Fairs" á Thames eru til.
Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni. Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olave's Church.
Takið eftir ísjökunum, sem virðast um hálfur annar metri á þykkt. Hvernig stendur á þessum ósköpum? Eitt kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar svokölluðu stóð yfir meðan virkni sólar var í lágmaki sem kallast Maunder minimum. Það stóð yfir um það bil frá 1645 til 1715. Þá sáust hvorki sólblettir né norðurljós og fimbulkuldi ríkt víða. Málverkið er frá þessu kuldaskeiði.
--- --- ---
Að lokum:
Enn og aftur er sólin lægst á lofti og nýtt ár hefur göngu sína innan fárra daga. Enn og aftur hefur jörðin nýja hringferð um sólina. Njótið fegurðar stjörnuhiminsins, en nú eru síðustu forvöð vegna vaxandi ljósmengunar. Hugsanlega verða afkomendur okkar að nýta sér tæknina og láta sér nægja að skoða stjörnuhimininn í rauntíma með hjálp gervihnattamynda, eins og þeim sem eru hér. Þar sést sólin eins og hún er í dag á vetrarsólhvörfum, og síðan alla daga ársins. Falleg er þessi sanna dagstjarna, eins og hún er nefnd í hinum fornu Sólarljóðum. Hver veit nema orðið jól sé skylt orðinu sól?
Gleðileg Jól!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. nóvember 2006
Geimskot Frakka á Íslandi !!!
Það kemur trúlega mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum tveggja þrepa Dragon eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land eftir að hafa komist í 440 km hæð.
Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d'Etudes spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið eftir settu þeir upp búðir á Skógarsandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. ...
Myndir sem undirritaður tók af geimskotunum eru á vefsíðunni www.agust.net/dragon
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 766268
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði