Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 19. desember 2007
REI, REI ekki um jólin
Muna ekki allir eftir myndbandinu Orkuveitan heima sem er hér ? Nú styttist til jóla og menn farnir að ná áttum eftir hremmingar haustsins. Hér er nýtt myndband REI, REI ekki um jólin.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. desember 2007
Getur sólin bjargað okkur frá hnatthlýnun? Grein sem vekur hroll í The Independent 5. des.
Í grein sem var í breska blaðinu The Independent 5. des. bendir Dr. David Whitehouse stjörnufræðingur á þá staðreynd að um þessar mundir gæti verið að draga hratt úr virkni sólar. Svo geti farið að því fylgi veruleg kólnun á allra næstu áratugum. Whitehouse bendir einnig á þá staðreynd að ekki hefur hlýnað frá árinu 1998, heldur hafi hitinn haldist nokkuð stöðugur. (Sjá splunkunýjan hitaferil ). Hann segir að taka þurfi þetta alvarlega. Svo vilji til, að á meðan á Litlu ísöldinni stóð hafi virkni sólar einmitt verið mjög lítil, en því kuldatímabili hafi fylgt hungur og vansæld. Í lok greinarinnar segir Whitehouse, að ef þetta gerist, þá muni það gefa okkur lengri tíma til að bregðast við hnatthlýnun af mannavöldum, eða jafnvel gjörbylta hugmyndum okkar um áhrif manna á loftslagsbreytingar.
Það er ástæðulaust að þýða þessa áhugaverðu grein, því flestir eru sæmilega læsir á enska tungu.
Bloggarinn vill ekki taka afstöðu til þess hvort Dr. Whitehouse hefur rétt fyrir sér, en eitt er víst að ef svo er, þá munum við verða vör við það frekar fyrr en seinna. Þá mun kólna verulega. Svipaðar skoðanir og koma fram í þessari grein eru farnar að sjást víðar, en tíminn einn mun leiða í ljós hvort sannleikskorn leynist í þeim. Við skulum fyrst og fremst líta á þessa grein sem innlegg í umræðuna um loftslagsbreytingar, en flestir telja að þær séu að hluta af manna völdum og að hluta af náttúrunnar völdum. Hve mikinn þátt náttúran á í þessum breytingum veit enginn enn... Þangað til sannleikurinn kemur í ljós getum við velt fyrir nokkur hvort komi sér betur fyrir mannkyn, hlýnun eða kólnun... Hvað hefur sagan kennt okkur? Mun fara eins fyrir hækkun hitastigs á síðustu öld og hækkun hlutabréfa á þessu ári?
Sjá einnig bloggfærsluna Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? frá 27. jan. 2007 þar sem Dr. Nigel Weiss, fyrrverandi prófessor í stærðfræðilegri stjarneðlisfræði við Cambridge háskóla, heldur fram svipuðum skoðunum. Þar má sjá málverk sem málað var í London árið 1695 og sýnir við hverju má hugsanlega búast ef þessar svartsýnu spár rætast.
http://news.independent.co.uk/sci_tech/article3223603.ece
Ray of hope: Can the sun save us from global warming?
Dr David Whitehouse
Could the Sun's inactivity save us from global warming? David Whitehouse explains why solar disempower may be the key to combating climate change
Published: 05 December 2007
Between 1645 and 1715 sunspots were rare.
It was also a time when the Earth's northern
hemisphere chilled dramatically
Something is happening to our Sun. It has to do with sunspots, or rather the activity cycle their coming and going signifies. After a period of exceptionally high activity in the 20th century, our Sun has suddenly gone exceptionally quiet. Months have passed with no spots visible on its disc. We are at the end of one cycle of activity and astronomers are waiting for the sunspots to return and mark the start of the next, the so-called cycle 24. They have been waiting for a while now with no sign it's on its way any time soon.
Sunspots - dark magnetic blotches on the Sun's surface - come and go in a roughly 11-year cycle of activity first noticed in 1843. It's related to the motion of super-hot, electrically charged gas inside the Sun - a kind of internal conveyor belt where vast sub-surface rivers of gas take 40 years to circulate from the equator to the poles and back. Somehow, in a way not very well understood, this circulation produces the sunspot cycle in which every 11 years there is a sunspot maximum followed by a minimum. But recently the Sun's internal circulation has been failing. In May 2006 this conveyor belt had slowed to a crawl - a record low. Nasa scientist David Hathaway said: "It's off the bottom of the charts... this has important repercussions for future solar activity." What's more, it's not the only indicator that the Sun is up to something.
Sunspots can be long or short, weak or strong and sometimes they can go away altogether. Following the discovery of the cycle, astronomers looked back through previous observations and were able to see it clearly until they reached the 17th century, when it seemed to disappear. It turned out to be a real absence, not one caused by a lack of observations. Astronomers called it the "Maunder Minimum." It was an astonishing discovery: our Sun can change. Between 1645 and 1715 sunspots were rare. About 50 were observed; there should have been 50,000.
Ever since the sunspot cycle was discovered, researchers have looked for its rhythm superimposed on the Earth's climate. In some cases it's there but usually at low levels. But there was something strange about the time when the sunspots disappeared that left scientists to ponder if the sun's unusual behaviour could have something to do with the fact that the 17th century was also a time when the Earth's northern hemisphere chilled with devastating consequences.
Scientists call that event the "Little Ice Age" and it affected Europe at just the wrong time. In response to the more benign climate of the earlier Medieval Warm Period, Europe's population may have doubled. But in the mid-17th century demographic growth stopped and in some areas fell, in part due to the reduced crop yields caused by climate change. Bread prices doubled and then quintupled and hunger weakened the population. The Italian historian Majolino Bisaccioni suggested that the wave of bad weather and revolutions might be due to the influence of the stars. But the Jesuit astronomer Giovanni Battista Riccioli speculated that fluctuations in the number of sunspots might be to blame, for he had noticed they were absent.
Looking back through sunspot records reveals many periods when the Sun's activity was high and low and in general they are related to warm and cool climatic periods. As well as the Little Ice Age, there was the weak Sun and the cold Iron Age, the active sun and the warm Bronze Age. Scientists cannot readily explain how the Sun's activity affects the Earth but it is an observational correlation that the Sun's moods have a climatic effect on the Earth.
Today's climate change consensus is that man-made greenhouse gases are warming the world and that we must act to curb them to reduce the projected temperature increase estimated at probably between 1.8C and 4.0C by the century's end. But throughout the 20th century, solar cycles had been increasing in strength. Almost everyone agrees that throughout most of the last century the solar influence was significant. Studies show that by the end of the 20th century the Sun's activity may have been at its highest for more than 8,000 years. Other solar parameters have been changing as well, such as the magnetic field the Sun sheds, which has almost doubled in the past century. But then things turned. In only the past decade or so the Sun has started a decline in activity, and the lateness of cycle 24 is an indicator.
Astronomers are watching the Sun, hoping to see the first stirrings of cycle 24. It should have arrived last December. The United States' National Oceanic and Atmospheric Administration predicted it would start in March 2007. Now they estimate March 2008, but they will soon have to make that even later. The first indications that the Sun is emerging from its current sunspot minimum will be the appearance of small spots at high latitude. They usually occur some 12-20 months before the start of a new cycle. These spots haven't appeared yet so cycle 24 will probably not begin to take place until 2009 at the earliest. The longer we have to wait for cycle 24, the weaker it is likely to be. Such behaviour is usually followed by cooler temperatures on Earth.
The past decade has been warmer than previous ones. It is the result of a rapid increase in global temperature between 1978 and 1998. Since then average temperatures have held at a high, though steady, level. Many computer climate projections suggest that the global temperatures will start to rise again in a few years. But those projections do not take into account the change in the Sun's behaviour. The tardiness of cycle 24 indicates that we might be entering a period of low solar activity that may counteract man-made greenhouse temperature increases. Some members of the Russian Academy of Sciences say we may be at the start of a period like that seen between 1790 and 1820, a minor decline in solar activity called the Dalton Minimum. They estimate that the Sun's reduced activity may cause a global temperature drop of 1.5C by 2020. This is larger than most sensible predictions of man-made global warming over this period.
It's something we must take seriously because what happened in the 17th century is bound to happen again some time. Recent work studying the periods when our Sun loses its sunspots, along with data on other Sun-like stars that may be behaving in the same way, suggests that our Sun may spend between 10 and 25 per cent of the time in this state. Perhaps the lateness of cycle 24 might even be the start of another Little Ice Age. If so, then our Sun might come to our rescue over climate change, mitigating mankind's influence and allowing us more time to act. It might even be the case that the Earth's response to low solar activity will overturn many of our assumptions about man's influence on climate change. We don't know. We must keep watching the sun.
Dr David Whitehouse is an astronomer and the author of 'The Sun: A Biography' (John Wiley, 2004)
Seasons of the Sun
Modern Solar Minimum
(2000-?)
Modern Climate Optimum
(1890-2000) - the world is getting warmer. Concentrations of greenhouse gas increase. Solar activity increases.
Dalton Solar Minimum
(1790-1820) - global temperatures are lower than average.
Maunder Solar Minimum
(1645-1715) - coincident with the 'Little Ice Age'.
Spörer Solar Minimum
(1420-1530) - discovered by the analysis of radioactive carbon in tree rings that correlate with solar activity - colder weather. Greenland settlements abandoned.
Wolf Solar Minimum
(1280-1340) - climate deterioration begins. Life gets harder in Greenland.
Medieval Solar Maximum
(1075-1240) - coincides with Medieval Warm Period. Vikings from Norway and Iceland found settlements in Greenland and North America.
Oort Solar Minimum
(1010-1050) - temperature on Earth is colder than average.
There seem to have been 18 sunspot minima periods in the last 8,000 years; studies indicate that the Sun currently spends up to a quarter of its time in these minima.
http://www.solarcycle24. com/
The Great Frost of 1683: http://www.londononline.co.uk/history/thames/4/
--- --- ---
Ítarefni:
Blogg um líkt efni:
Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn...
Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára?
Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari?
---
The Past and Future Climate. Skyggnur frá erindi David Archibald sem flutt var á vegum Lavoisier Group nylega. "In this presentation, I will put forward a prediction of climate to 2030 that differs from most in the public domain. It is a prediction of imminent cooling. And it is a prediction that you will be able to check up on every day..."
Dægurmál | Breytt 9.12.2007 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Refur á ferli í Garðabæ
Ég varð heldur betur hissa í þegar refur í vetrarbúningi hljóp yfir götuna fyrir framan bílinn í morgun. Datt fyrst í hug köttur, síðan hundur, en ekki fór á milli mála að þarna var lágfóta á ferð, enda hef ég oft séð hana utanbæjar.
Ég var að aka klukkan hálftíu suður eftir Reykjanesbrautinni í Garðabæ. Um hundrað metrum fyrir norðan brúna á móts við Ikea rölti refur í austurátt þvert yfir veginn. Það var enginn sérstakur asi á honum og staldraði hann smástund við þegar yfir veginn var komið um leið og ég ók fram hjá.
Hvort hann heldur til þarna í hrauninu eða hafi bara verið að koma af fjöllum í fylgd jólasveina veit ég ekki, en fallegur var rebbi.
Í uppsveitum þar sem bloggarinn á landskika hefur refnum farið fjölgandi síðustu ár. Hann sést þar allt árið, og að vetri til sjást oft spor í snjónum. Hann virðist ekki mjög styggur. Á sama tíma og refnum hefur fjölgað er nokkuð ljóst að fuglum hefur fækkað, enda þarf tófan auðvitað að nærast á einhverju.
Ég þykist vita að einn tryggur lesandi bloggsíðunnar er vanur að sjá ref í garðinum heima hjá sér, en hann býr í úthverfi London. Refurinn er þar að gramsa í leit að æti. Hér á landi er refurinn ekki ennþá svo heimakær, en hver veit hvað verður. Megum við búast við að hann fari í auknum mæli að sækja í þéttbýli til að leita sér að æti, eins og hann gerir erlendis? Það er ljóst að ref hefur fjölgað mjög hér á landi á undanförnum árum og æti fyrir hann í náttúrunni ekki ótakmarkað.
Nú væri gaman að vita. Hafa fleiri orðið varir við ref á höfuðborgarsvæðinu?
Dægurmál | Breytt 6.12.2007 kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Skynsöm skólatafla
Það er stundum gaman að sjá hvernig tæknin breytist. Einu sinni voru allar skólatöflur svartar, síðan grænar, svo hvítar, en nú hafa þær fengið furðu mikið vit. Þessi skynsama skólatafla er hreint ekki svo vitlaus. Eiginlega skarpgreind. Hvort er þetta skólatafla eða töfratafla?
Sjón er sögu ríkari...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum !!!
Á þrem árum hafa vextir íbúðalána hækkað úr 4,15% í 6,40% (KB, en þar eru vextir reyndar 7,15% ef fólk er ekki í viðskiptum við bankann), eða um 54% !
Á þrem árum hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað úr 184 í 357 (okt. ´04 til okt. '07 skv. http://www.fmr.is/?PageID=448&NewsID=1301 ) eða um 94% !
Sem sagt 54% dýrari lán til að greiða 94% dýrara húsnæði !!!
Svo hefur auðvitað húsaleigan fylgt í kjölfarið og hækkað í takt við íbúðaverð og fasteignagjöld fylgja verði fasteigna, en það er önnur saga...
Með verðbótum eru vextir líklega a.m.k. 11% í dag. Lánin eru yfirleitt annuitets-lán (jafngreiðslulán), þannig að eignamyndun er mjög hæg fyrstu árin. Þá greiða menn nánast eingöngu vexti og verðbætur. Það er ekki fyrr en á síðari hluta lánstímans sem eignamyndun fer að verða einhver að ráði. Þetta kemur mörgum verulega á óvart þegar þeir ætla að skipta um húsnæði t.d. eftir 10 ár. Þeir eiga nánast ekkert í húsinu sínu! Höfuðstóllinn hefur jafnframt hækkað verulega. Hvað varð eiginlega um allar greiðslurnar? Því miður gerir fólk sé almennt ekki grein fyrir þessu, en vaknar nánast eignalaust upp við vondan draum um fimmtugt þegar flestir vildu vera búnir að koma sér úr mesta baslinu.
Til samanburðar þá eru vextir í Bretlandi og á Norðurlöndum um 5% og höfuðstóll óverðtryggður. Jafnar afborganir af höfuðstól þannig að eignamyndun er jöfn allan lánstímann. Helmingur höfuðstóls hefur verið greiddur þegar hálfur lánstíminn er liðinn. Fólk veit hverju það gengur að og getur skipulagt framtíðina.
Þetta er í hnotskurn samanburður á ástandinu hér á klakanum og hjá siðuðum þjóðum.
Er nokkur furða þó fólk flytji úr landi, eða hiki við að koma heim að loknu námi eða starfi erlendis ?
Hvað þarf fólk að hafa í tekjur til að eiga möguleika á því að eignast þak yfir höfuðið?
Hverjum er þessi dæmalausa vitleysa á íslenskum húsnæðismarkaði að kenna ?
Til að kóróna vitleysuna er fólki oft ráðlagt að taka lán til 40 ára. Það verður með hurðarás um öxl þar til það verður löggilt gamalmenni eða lengur ! Á lítið sem ekkert í húsi sínu um fimmtugt. Auðvitað ætti enginn að taka húsnæðislán til lengri tíma en 25 ára.
Hverjir græða á þessari vitleysu ? Gettu nú !
Hvað er til ráða ?
Áður en fólk tekur lán er nauðsynlegt að skoða vel alla kosti sem eru í boði. Nota þær reiknivélar sem aðgengilegar eru á netinu, eins og t.d. þá sem vísað er á hér fyrir neðan. Ekki flana að neinu. Gera áætlun sem nær yfir allan greiðslutímann.
Greiðslubyrði af 40 ára láni er ekki mikið lægri en af 25 ára láni, en heildargreiðslur miklu hærri og eignamyndun mun hægari.
Ef viðkomandi ræður við að taka óverðtryggt lán með jöfnum afborgunum af höfuðstól ætti hiklaust að skoða þann möguleika líka. Afborganir eru þá hærri fyrstu árin, en fara hratt lækkandi. Eignamyndun er jöfn allan lánstímann.
Hjá íslensku bönkunum bjóðast bæði verðtryggð og óverðtryggð lán, með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
Rétt er að hugleiða fasteignalán þar sem höfuðstóll er í erlendri mynt. Lánin eru óverðtryggð, vextir tiltölulega lágir, en höfuðstóllinn fylgir öllum gengisbreytingum, þannig að lántakandinn þarf að vera viðbúinn skyndilegum breytingum til skamms tíma litið.
Hafa verður í huga, að verið er að skuldbinda sig áratugi fram í tímann. Betra er að leggja á sig aukna greiðslubyrði meðan maður er ungur og stefna að því að létta hana þegar aldurinn færist yfir.
Hjá bönkunum starfa ráðgjafar sem eru sérfræðingar í þessum málum. Mun betra er að fá ráð hjá þeim en sölumönnum fasteigna, sem yfirleitt hafa mun minni þekkingu á þessum flókna málaflokki.
Góð reiknivél á vef Landsbankans: http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/reiknivelar/lanareiknir
Hinn ískaldi veruleiki á Íslandi:
Myndin hér fyrir ofan er af þessum vef Landsbankans og sýnir þróun höfuðstóls ef 25 milljón króna lán til 40 ára er tekið í dag. Miðað er við 6,4% vexti, 4% verðbólgu allan lánstímann og jafngreiðslulán (annuitet). Mánaðalegar afborganir um 146.000 kr. allan lánstímann miðað við fast verðlag. Heildargreiðslur af þessu 40 ára láni eru um 169.000.000 krónur þegar upp er staðið og viðkomandi greiðir sína síðustu afborgun, jafnvel kominn á elliheimilið
Þetta er aftur á móti sá veruleiki sem blasir við lántakendum í Englandi og á Norðurlöndum:
Vextir 5%. Höfuðstóll óverðtryggður. 25 milljón króna lán tekið til 25 ára. Heildargreiðslur af láninu um 41 milljón krónur. Mánaðarlegar afborganir í byrjun 188.000 kr, en falla smám saman niður í 84.000 kr. Eignamyndun jöfn allan lánstímann. Á besta aldri getur lántakandinn farið að njóta lífsins
Notið nú hinn ágæta Lánareikni Landsbankans til að skoða hina ýmsu valkosti.
Dægurmál | Breytt 21.11.2007 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Hvar er þekking Orkuveitunnar/REI sem er metin á 10 milljarða?
Fyrsta jarðvarmavirkjunin til framleiðslu á rafmagni sem Piero Ginori Conti prins fann upp á og gangsetti í Larderello dalnum á Ítalíu árið 1904. Fullvaxin virkjun var síðan reist þar árið 1911.
Í dalnum er nú framleidd meiri orka með jarðvarma en á öllu Íslandi.
Undanfarið hafa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) verið mikið í fréttunum vegna útrásarinnar á sviði jarvarmavirkjanna. REI er eins og allir vita dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og hefur þekking þeirra verið metin á hvorki meira né minna en tíu milljarða króna. Fjölmargir súpa hveljur af undrun og fá dollaraglampa í augun, þar á meðal stjórnmálamenn, en aðrir sem eru jarbundnari vita að þessi þekking er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til staðar innanhúss hjá OR/REI.
Mest öll þessi þekking er aftur á móti til staðar hjá öðrum fyrirtækjum, þ.e. þeim verkfræðistofum sem hannað hafa íslensk jarðvarmaorkuver þ.e. Kröfluvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjanir og Reykjanesvirkjun, svo og hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ÍSOR). Af þessum virkjunum er Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun í eigu OR. Á verkfræðistofunum er þessi þekking til staðar, en aðeins í takmörkuðum mæli innanhúss hjá OR og REI. Auðvitað eru ágætir verkfræðingar og jarðvísindamenn hjá OR sem koma að undirbúningi nýrra virkjana, en fjöldi þeirra er aðeins brot af þeim fjölda sem hefur komið að hönnun virkjana OR og myndi vega lítið í útrás á erlendri grund.
Hvar er þessi þekking sem metin er á 10.000.000.000 kr.? Hjá OR/REI eða hjá íslenskum verkfræðistofunum? Svarið er: Þekkingin er fyrst og fremst hjá verkfræðistofunum og ÍSOR. Segjum t.d. 10% hjá orkuveitunni og 90% hjá ráðgjöfum hennar. Hvort hún sé tíu milljarða króna virði er svo allt annað mál, en í heimi fjármálanna er ýmislegt ofvaxið skilningi jarbundinna manna.
Erum við íslendingar stærstir og bestir á sviði jarðvarmavirkjana? Margir virðast telja að svo sé. Raunin er allt önnur. Við erum hvorki bestir né í fararbroddi, en vissulega meðal hinna bestu. Við erum fjarri því að vera stærstir. Okkar sérþekking liggur m.a. í því að beisla saltan jarðsjó eins og í Svartsengi og á Reykjanesi þar sem jarðhitasvæðin eru einna erfiðust hér á landi og jafnvel þó víðar sé leitað. Þar hefur Hitaveitu Suðurnesja tekist mjög vel til með dyggri aðstoð íslenskra verkfræðistofa og ÍSOR. Bloggarinn hefur komið að hönnun jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis í þrjá áratugi og vill því ekki gera lítið úr reynslu okkar íslenskra tækni- og jarðvísindamanna, nema síður sé, en telur sig þekkja smávegis til málsins fyrir bragðið.
Á þessari síðu eru fáeinar myndir sem sýna jarðgufuvirkjanir erlendis. Þær eru fjölmargar víða um heim eins og sést á neðstu myndinni. Ekki bara á Íslandi. Vissulega erum við færir, en það eru hinir fjölmörgu starfsbræður okkar um víða veröld einnig.
Íslenskar verkfræði- og jarðfræðistofur búa yfir gríðarmikilli reynslu á virkjun jarðvarma sem nær yfir nokkra áratugi. Starfsmenn þeirra hafa verið djarfir og útsjónarsamir við hönnun jarðvarmavirkjana og tekist að ná góðum tökum á tækninni og þekkja mjög vel vandamál sem upp koma, m.a. vegna tæringa og útfellinga. Hjá orkuveitunum eru stafsmenn sem búa yfir mikilli reynslu varðandi rekstur jarðvarmavirkjana sem er fyrst og fremst dýrmæt fyrir viðkomandi orkuveitu. Þar starfa einnig nokkrir verkfræðingar og jarðvísindamenn með mjög góða reynslu og yfirsýn, en þeir eru fáir. Allir þessir aðilar hafa verið mjög störfum hlaðnir undanfarið og hafa vart tíma til að líta upp úr þeim verkefnum sem bíða hér á landi. Hvort er viturlegra að nýta þessa þekkingu eins og hingað til í því skyni að nýta íslenskar náttúruauðlindir Íslendingum til hagsbóta, eða flytja hana úr landi útlendingum til örlítils hagræðis?
Við verðum fyrst og fremst að vera raunsæ.
Ítalskir jarðgufumenn að störfum við að beisla jarðvarmann í Larderello árið 1911
Larderello svæðið í dag þar sem framleidd er meiri raforka með jarðvarma en á öllu íslandi.
Wairakei jarðhitasvæðið á Nýja Sjálandi
Ein af 20 virkjunum á Geysis svæðinu í Bandaríkjunum.
Hatchobaru jarðgufuorkuverið í Japan
Jarðvarmavirkjanir eru víða um heim
Ítarefni:
Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna
Verktækni blað verkfræðinga og tæknifræðinga; sjá leiðarann "Hvaða þekkingu á að selja" sem fjallar um sama mál og hér.
Introduction to Geothermal Energy - Slide Show
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Sjörnuhimininn snemma að morgni ...
Þrálát úrkoma og leiðinda veður sunnanlands hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að njóta fegurðar stjörnuhiminsins að nokkru marki. Það er eiginlega synd því þessa dagana prýða þrjár reikistjörnur himininn snemma dags. Þetta eru Venus, Satúrnus og Mars. Ein þeirra er lang skærust á suð-austur himninum og fer ekki fram hjá neinum. Það er auðvitað Venus. Þar skammt frá, dálítið til hægri, er Satúrnus, en Mars er nánast í hásuðri. Það er vel þess virði að líta upp í himininn snemma morguns og reyna að koma auga á þessar reikistjörnur eða plánetur.
Á stjörnukortinu hér fyrir neðan má sjá þessa þrjá nágranna okkar. Stærra og skýrara kort má sækja hér. Kortið er tölvuteiknað með SkyMapPro9 og gildir fyrir nokkra næstu daga. Þó svo að kortið sé teiknað fyrir stjörnuhimininn yfir Reykjavík, þá gildir það nokkurn vegin fyrir allt landið. (Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).
Fallega myndin hér fyrir ofan er af Satúrnusi. Myndin er tekin frá Cassini geimfarinu í maí s.l. Litirnir eru því sem næst réttir. Myndin prýðir Astronomy Picture of the Day í dag 23/10. (Hér eftir daginn í dag). Þar stendur eftirfarandi:
Explanation: Saturn never shows a crescent phase -- from Earth. But when viewed from beyond, the majestic giant planet can show an unfamiliar diminutive sliver. This image of crescent Saturn in natural color was taken by the robotic Cassini spacecraft in May. The image captures Saturn's majestic rings from the side of the ring plane opposite the Sun -- the unilluminated side -- another vista not visible from Earth. Pictured are many of Saturn's photogenic wonders, including the subtle colors of cloud bands, the complex shadows of the rings on the planet, the shadow of the planet on the rings, and the moons Mimas (2 o'clock), Janus (4 o'clock), and Pandora (8 o'clock). As Saturn moves towards equinox in 2009, the ring shadows are becoming smaller and moving toward the equator. During equinox, the rings will be nearly invisible from Earth and project only an extremely thin shadow line onto the planet.
Bloggarinn minnsist með ánægju þegar hann smíðaði sér lítinn stjörnusjónauka um það leyti sem Sputnik var skotið á loft 1957. Ekki var hann flókinn; meters langur pappahólkur, sjónglerið var gleraugnalinsa með 100 cm brennivídd og augnglerið lítið stækkunargler með 2ja cm brennivídd. Hann stækkaði 50 sinnum sem var nóg til að skoða tunglin sem snúast umhverfis Júpiter og gígana á tunglinu okkar.
Á þeim tíma var ljósmengun í Reykjavík miklu minni en í dag. Því miður er nú svo komið, að stjörnuhimininn yfir höfuðborginni er nánast horfinn í glýju. Aðeins björtustu stjörnurnar sjást. Sjá grein bloggarans um ljósmengun hér.
Myndina sem er efst á síðunni má sjá í gríðarmikilli upplausn með því að smella hér. Myndin er miklu stærri en skjárinn, þannig að það getur verið nauðsynlegt að smella á hana til að hún birtist í öllu sínu veldi.
Ítarefni:
Astronomy Picture of the Day (APOD) skjáhvíla sem sjálfvirkt birtir mynd dagsins frá APOD vefnum. Mjög áhugavert.
(Norður er upp og austur vinstra megin).
Stærra og skýrara kort má sækja hér.
Kortið er miðað við stjörnuhimininn í vikulokin. Vonandi verður farið að stytta upp þá.
(Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 12. október 2007
Hvers vegna er réttlætiskennd minni misboðið? Svarið nú ágætu bloggarar.
Myndin hér barst mér óvænt úr netheimum. Ekki veit ég hver höfundur myndarinnar er og ekki heldur hvernig hún kom. Hún kom óvænt eins og svo margt annað.
Í gær og í dag er allt mjög undarlegt. Ég veit hreinlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Skil hvorki upp né niður í því sem er að gerast. Er í lausu lofti.
Margar spurningar hringsnúast í hausnum á mér. Hér eru fáein dæmi sem ég man eftir í augnablikinu. Reyndar ritskoðaði ég listann til þess að fara ekki yfir velsæmismörk.
- Hvað er eiginlega á seyði?
- Hvernig maður er Björn Ingi?
- Eru einhverjir eiginhagsmunir sem liggja að baki?
- Hvaða áhrif hefur þetta á einkavæðingu auðlinda Íslands?
- Hvaða áhrif hefur þetta á ýmislegt annað sem skiptir máli?
- Hvað er að gerast í REI?
- Má vænta tugmilljarða hagnaðar af útrásinni, eða er þetta tómur misskilningur?
- Hefur Dr. Stefán Arnórsson jarðfræðiprófessor rétt fyrir sér varðandi útrásina?
- Hver á símann sem er á myndinni?
- Hvaða glannalega mynd er þetta hér?
- O.s.frv.
- O.s.frv.
Getið þið bloggarar ekki hjálpað mér? Þið megið kommentera eins og ykkur lystir hér fyrir neðan og reyna að skýra út fyrir mér hvað er á seyði. Hjálpið mér að ná áttum.
Gjörið svo vel... Orðið er laust.
Dægurmál | Breytt 14.10.2007 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 27. september 2007
Excel 2007 kann ekki að reikna rétt !
Í Business.dk hjá Berlinske Tidende er grein um Excel 2007. Þar kemur fram að forritið kann ekki að margfalda rétt
Þegar Excel er látið margfalda 850 x 77,1 þá kemur út 100.000 i stað 65.535.
Einnig ætti 10,2 x 6.425 og 40,8 x 1.606,25 að gefa niðurstöðuna 65.535, en forritið kemst að allt annarri niðurstöðu. Hver skyldi hún vera?
Það fylgir sögunni að Excel 2003 kann að reikna rétt.
Sjá greinina hér.
Bloggarinn prófaði Excel 2007 í sinni tölvu og komst að raun um að þetta er rétt hjá Dönum.
Heyrst hefur að ákveðinn banki hafi sent viðvörun í gær til starfsfólks vegna málsins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 23. september 2007
Einkavæðing orkuveitanna gæti haft alvarlegar afleiðingar um alla framtíð.
Raunveruleg hætta er á því að orkuveitur þjóðarinnar verði einkavæddar. Er það æskilegt? Viljum við það? Kemur það okkur við? Hverjar gætu afleiðingarnar orðið? Er það afturkræf breyting ef illa tekst til?
Margar spurningar vakna, svo margar að ástæða er til að staldra við og velta hlutunum aðeins fyrir sér. Nú á dögum gerast atburðirnir svo hratt að við náum ekki að fylgjast með. Við höfum enga hugmynd um það sem verið er að gera bakvið tjöldin. Við vöknum stundum upp við það að búið er að ráðstafa eignum þjóðarinnar, án þess að eigandinn hafi nokkuð verið spurður um leyfi. Eignarhaldið gæti jafnvel verið komið til fyrirtækja sem við töldum íslensk, en eru skráð á kóralrifi í Karabíska hafinu. Viljum við að málin þróist á þennan hátt, eða viljum við sporna við?
Fjársterkir aðilar svífast stundum einskis. Það er ekki þeirra starf að hugsa um þjóðarhag. Þeirra starf er að ávaxta sína eign eins vel og kostur er.
Ég held að flestir sem til þekkja séu því sammála að þessi sjónarmið verði ráðandi eftir einkavæðingu á orkuveitum. Það er eðli málsins samkvæmt að eigendur vilji hafa sem mestan hagnað af sinni fjárfestingu og mjólka því fyrirtækin eins og hægt er. Það kemur niður á neytendum og almenningi.
Okkur ber skylda til að hugsa um hag komandi kynslóða. Börn okkar og barnabörn hljóta að eiga það skilið af okkur, að við sem þjóð glutrum ekki öllum okkar málum útum gluggann vegna skammtímasjónarmiða og peningagræðgi.
Hverju hefur einkavæðing orkuveitna erlendis skilað?
Verð á raforku hefur hækkað, því samkeppnin virkar ekki eins og til var ætlast.
Viðhald á stjórn- og verndarbúnaði er í lágmarki, þannig að afleiðingar tiltölulega einfaldra rafmagnsbilana geta orðið mjög miklar og breiðst út um stór svæði vegna keðjuverkana. Dæmi um slíkt eru vel þekkt t.d. frá Bandaríkjunum. Langan tíma getur tekið að koma rafmagni aftur á við slíkar aðstæður. Ýktustu dæmin eru milljónaborgir í Bandaríkjunum þar sem myrkvun er næstum orðin fastur liður og fyrirtæki hafa þurft að koma sér upp sínum eigin lausnum til að tryggja nauðsynlega raforku.
Sem sagt, hærra verð, lélegri þjónusta og ótryggara kerfi er líkleg afleiðing einkavæðingar orkuveitna, sérstaklega ef einkafyrirtæki eiga ráðandi hlut.
Svo er það auðvitað annað mál að margar orkuveitur selja ekki bara rafmagn, heldur einnig heitt og kalt vatn. Reka jafnvel fráveitur. Þar er ekki hægt að koma við neinni samkeppni eins og ætti að vera hægt á raforkumarkaðnum, en virkar þar illa eða alls ekki.
Málið er miklu flóknara en þetta. Orkuveitunum fylgja auðlindir sem fjársterkir aðilar girnast. Þessar auðlindir eru þjóðareign sem okkur ber að varðveita sem slíkar fyrir komandi kynslóðir.
Er ekki kominn tími til að staldra við og setja upp girðingar, slá varnagla og byrgja brunna?
Sjá færsluna: Það skulum við vona að okkur takist að halda orkuveitum þjóðarinnar utan einkavæðingar
Ljósmynd: Marta Helgadóttir. Myndin er frá Reyðarfirði og sýnir raflínuna frá Kárahnjúkum.
Dægurmál | Breytt 27.9.2007 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 764874
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði