Færsluflokkur: Menning og listir

Haustbirta og kvöldrökkur. Mynd...

 

Myndin var tekin eftir sólsetur 4. október.  Haustkyrrðin var einstök.  Mjög var farið að bregða birtu þannig að ljósop myndavélarinnar stóð opið í 15 sekúndur. Þó var ekki orðið nægilega dimmt til þess að stjörnur sæjust  nema að tunglið sveif rétt fyrir ofan sjóndeildarhringnum þar sem enn mátti sjá örlitla birtu frá sólinni sem var gengin til náða. Birtan var þó svo lítil að í móanum má greina birtu frá glugga húss eins sem stendur á bakka árinnar sem liðast í átt til sjávar.

 

Stæka má mynina með því að smella tvisvar á hana.

Canon 400D. Linsa Canon 17-85 IS, stillt á 17mm.  Lýsing:  15 sek, f/8, ISO 200.  24.10.2009 - 18:38


Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe á Menningarnótt...

Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe

 

Í tilefni Menningarnætur 2009 og Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar hefur ljósmyndasýningin
From Earth to the Universe
verið sett upp á Skólavörðuholti, fyrir framan Hallgrímskirkju.

Tuttugu og sex ljósmyndir eru á sýningunni sem er eitt af alþjóðlegum verkefnum stjörnufræðiársins og nýtur meðal annars stuðnings Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).


Sýningin stendur yfir í mánuð.

( Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Þess vegna skal hér á þessari síðu ítrekað það sem félagi minn hefur þegar fjallað um á Stjörnufræðivefnum. Þessi síða er í reynd afrit af þeirri ágætu síðu ).

Viðfangsefni stjörnufræðinnar koma oft mjög vel út á ljósmyndum og meðsýningunni eru nokkrar þeirra kynntar almenningi. Hinar glæsilegu ljósmyndir, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hafa tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum. Með fallegum ljósmyndum er auðvelt að ná til fjölda fólks sem hvorki hefur upplifað né séð undur alheimsins.

„Með sýningunni skapast tækifæri til að efla áhuga barna og unglinga á raunvísindum,” segir Sævar Helgi Bragason, einn aðstandandi sýningarinnar og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Sýningin stendur fram yfir upphaf skólaárs og eru kennarar hvattir til að skoða sýninguna með bekkjum sínum. Sýningin mun ekki aðeins höfða til Íslendinga, heldur líka þeirra þúsunda ferðamanna sem staddir verða hérlendis á meðan hún stendur yfir. Þess vegna er skýringartexti við allar myndirnar bæði á íslensku og ensku.”

Allar myndirnar eru í litum. Á mörgum þeirra eru litirnir um það bil eins og fólk sæi þá, væri það nógu nálægt og augun nógu næm. Með sjónaukum má sjá mun meira en augu okkar nema. Þeir eru miklu næmari og sjá daufara ljós, daufari liti og eru auk þess næmir fyrir ljósi utan hins sýnilega litrófs, m.a. útbláu ljósi, innrauðu ljósi, röntgengeislun, útvarpsbylgjum og gammageislun. Á myndum sem teknar eru í ósýnilega hluta litrófsins er litum oftast bætt við þannig að orkuminnsta geislunin er rauð og sú orkumesta blá. Á þennan hátt má kortleggja ósýnilegt ljós eins og röntgengeislun eða innrautt ljós og búa til myndir sem við getum séð.

Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, segir stjarnvísindi leita svara við dýpstu spurningum mannkyns og tengjast líka menningu og menningararfi þjóða traustum böndum. „Löngu áður en stjörnusjónaukinn kom til sögunnar sáu menningarsamfélög fyrri tíma mynstur á stjörnuhimninum og nefndu þau eftir dýrum, hlutum, hetjum, guðum og kynjaverum,” segir Einar og bætir við: „Tímatalið, trúarhátíðir og ýmsar hefðir byggja enn á gömlum athugunum á göngu himintungla. Þetta eru aðeins örfá dæmi sem sýna þau nánu tengsl sem eru milli stjarnvísinda og menningar og menningararfleiðar þjóða.”

Sýningin hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir aðkomu góðra stuðningsaðila. Þeir eru:

# # #


Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 (The International Year of Astronomy 2009: IYA2009) er haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (the International Astronomical Union: IAU) og UNESCO (the United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) undir kjörorðinu Undur alheimsins.

Á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 eru liðin 400 ár frá því Galíleó Galíleí gerði sínar fyrstu stjörnuathuganir með aðstoð sjónauka. Árið er að grunni til alþjóðleg hátíð þar sem áhersla er lögð á stjarnvísindi og framlag þeirra til samfélags og menningar. Hátíðarhöldin endurspeglast í viðburðum í einstökum bæjum og byggðarlögum, á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi.

Á ári stjörnufræðinnar verður reynt að fá almenning til þess að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum. Í því átaki leika stjörnuáhugamenn stórt hlutverk og munu þeir skipuleggja og stjórna fjölda skemmtilegra viðburða. Nú þegar taka þúsundir þeirra þátt í undirbúningnum á alþjóðavettvangi og með þátttöku sinni mynda þeir stærsta tengslanet sem um getur í stjarnvísindum. Hér á landi er það fyrst og fremst Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness sem sér um þennan þátt.

Frekari upplýsingar veita:

Einar H. Guðmundsson
Formaður íslensku IYA2009-landsnefndarinnar
og formaður Stjarnvísindafélags Íslands

Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 3, 107 Reykjavík.
Símar: 5255800/4811 og 8626192
Tölvupóstfang: einar[hjá]raunvis.hi.is

Sævar Helgi Bragason
Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness

Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 3, 107 Reykjavík.
Sími: 896-1984
Tölvupóstfang: saevar[hjá]stjornuskodun.is

Gagnlegar vefsíður

Nokkrar myndir sem sjá má á sýningunni

Satúrnus
Satúrnus
Sólblettir
Sólblettir
Kjalarþokan
Kjalarþokan
Riddaraþokan í Óríon
Riddaraþokan í Óríon

Andrómeduvetrarbrautin

 

Andrómeduvetrarbrautin

 

 

www.stjörnuskoðun.is


Lendingin á tunglinu fyrir 40 árum, geimskotin á Íslandi, og ýmislegt annað minnisstætt í frekar léttum dúr...

 

 

 

Bloggarunum er minnisstæður dagurinn fyrir 40 árum þegar menn stigu í fyrsta sinn á tunglið. Jarðneskar geimverur gengu þar um og sendu myndir til jarðar, þó þær sæjust ekki í rauntíma í íslenska sjónvarpinu, ef ég man rétt.  Bloggarinn var þennan dag staddur í gígnum Eldborg á Mýrum, sem er eiginlega ekki ósvipaður tunglgíg... Smile

 

Það er auðvitað mikið fjallað um þennan merkisatburð í fjölmiðlum þessa dagana, þannig að þessi pistill er frekar á persónulegum nótum og fjallar um kynni bloggarans af geimvísindum.  Á Stjörnufræðivefnum  www.stjornuskodun.is er aftur á móti ein besta íslenska umfjöllunin um þennan stórmerkilega atburð.

 

Tvisvar kom hópur verðandi tunglfara til æfinga á Íslandi. Þeir ferðuðust um hálendið í fylgd jarðfræðinganna Guðmundar Sigvaldasonar og Sigurðar Þórarinssonar. Skammt frá Öskju var nafnlaust gil. Sagan segir að þeir félagar hafi gefið því nafnið Nautagil í virðingaskyni við geimfarana. Hvers vegna Nautagil? Auðvitað vegna þess að enska orðið yfir geimfara er astronaut LoL  

 

Það var mikið að gerast í geimferðamálum á þessum árum. Árin 1964 og 1965 var allnokkrum geimflaugum skotið frá Íslandi upp í 440 kílómetra hæð eins og fjallað er um í þessum pistli: Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

Bloggarinn var þar staddur í bæði skiptin og tók fjölmargar myndir.

Fyrstu kynnin af  geimferðum voru þó þegar Rússar sendu upp Spútnik árið 1957. Um þann atburð var bloggað hér: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október.

Bloggaranum er auðvitað minnisstætt þegar hann sá þennan fyrsta gervihnött svífa um himinhvolfið klukkan sex að morgni. Undarleg tilfinning hríslaðist um tólf ára guttann sem sá þá alvöru geimfar svífa yfir Reykjavík. Ekki leið á löngu áður en hann hafði smíðað sér lítinn stjörnukíki úr pappahólk, gleraugnalinsu og litlu stækkunargleri. Þessi frumstæði kíkir stækkaði 50 sinnum og nægði til að skoða gígana á tunglinu og tungl Júpiters.

 

Um skeið var fylgst með brautum gervihnatta, en áhugamenn víða um heim voru fengnir til að tímasetja og staðsetja brautir gervihnatta miðað við fastastjörnur til að hægt væri að reikna út þéttleika efstu laga lofthjúpsins með hliðsjón af breytingum í á brautum þeirra. Þetta var um 1965. Stórt umslag merkt með stóru letri "On Her Majesty´s Service" með tölvuútprentunum kom einu sinni í mánuði, en með hjálp þeirra var hægt að reikna út nokkurn vegin braut gervihnattanna yfir Reykjavík.  Mörgum þótti þessi póstur frá Englandi undarlegur og jafnvel grunsamlegur, og enn undarlegra að sjá manninn rýna upp í stjörnuhimininn með stjörnuatlas og skeiðklukku Tounge

Bloggarinn starfaði síðan á háskólaárunum tvö sumur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar þar sem meðal annars var fylgst með áhrifum sólar á segulsvið jarðar með tækjabúnaði í Segulmælingastöðinni. Áður hafði bloggarinn unnið í frítímum að viðhaldi tækja í þessari stöð. 

Það kemur því kannski ekki mjög á óvart áhugi bloggarans á sólinni og áhrifum hennar á líf okkar jarðarbúa. Við búum jú í nábýli við stjörnu sem við köllum Sól.

 

Stjörnuskoðurnarfélag Seltjarnarness www.astro is er eina félag áhugamanna um stjörnur og stjörnuskoðun hér á landi. Það var frekar kómískt hvernig það kom til að bloggarinn gekk í það merka félag, en hann hafði oft heyrt um það, en misskilið nafnið herfilega. Hélt nefnilega að það væri einhver einkaklúbbur Seltirninga.

Svo var það eitt sinn sem oftar að hann var að skiptast á tölvupóstum við Ilan nokkurn Manulis í Ísrael.  Ilan spyr mig þá hvort ég sé ekki í Stjörnuskoðanafélaginu, en ég hvað svo ekki vera. Hann segir þá að Guðni Sigurðsson sé formaður þessa félags og að ég skuli hafa samband við hann. Ég þekkti auðvitað Dr. Guðna Sigurðsson kjarneðlisfræðing sem hafði m.a unnið hjá CERN. Hann vann nefnilega í sama húsi og hafði ég oft rætt við Guðna. Ég stökk auðviðað í tveim skrefum upp stigann milli hæða og var kominn í félagið innan fimm mínútna! Þar var ég síðan fáein ár stjórnarmaður. Um Guðna og Stjörnuskoðunarfélagið hafði Ilan lesið í tímaritinu góða  Sky & Telescope.

Það er annars af Ilan Manulis að frétta að nokkru síðar naut hann þess heiðurs að smástirni var nefnt eftir honum. Það nefnist 13615 Manulis, en David H Levy og Carolyn Shoemaker uppgötvuðu það og nefndu eftir Ilan sem er þekktur í Ísrael fyrir áhuga á smástirnum... Levy og Shoemaker eru líklega þekktust fyrir að hafa fyrst fundið eina frægustu halastjörnuna Shoemaker-Levy-9 sem rakst með miklu brambolti á Júpiter árið 1994.   Svona er heimurinn stundum lítill... Smile

 

Það er auðvitað margs að minnast á svona merkisdegi og hugurinn fer á flug. Þetta verður þó að nægja, enda bloggarinn kominn langt út fyrir efnið...  Vonandi fyrirgefst rausið, en það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið í fertugsafmæli Joyful.

 

---

Það er annars merkilegt til þess að hugsa að árið 1961 ákvað Kennedy að menn skyldu heimsækja tunglið áður en áratugurinn væri liðinn. Það var fyrir tæpri hálfri öld. Það er ennþá merkilegra að menn stóðu við þetta fyrirheit og fór létt með það. Fóru ekki bara eina ferð heldur níu sinnum og lentu á tunglinu sex sinnum. Um það má lesa hér.  Þetta sýnir okkur hvers við erum megnug þegar viljinn er fyrir hendi. Því miður fór orkan á næstu árum í stríðsbrölt stórveldanna.

Hvað gerðist meira árið 1969?  Þá flaug annað tækniundur í fyrsta sinn, nefnilega hljóðfráa þotan Concorde. Júmbó þotunni Boeing 747 var þá líka reynsluflogið.  Breska Harrier orustuþotan sem getur tekið á loft lóðrétt er frá svipuðum tíma.  Menn voru svo sannarlega hugumstórir á þessum árum!

 

 

Ein spurning að lokum:   Hafið þið sér geimverur? Alien

(Smá ábending: Erum við jarðarbúar ekki geimverur?  :-)

 

Sjá umfjöllun um Appollo 11 á www.stjornuskodun.is

 

 Til hamingju með afmælið Wizard

 


 Sjá kvikmyndir hér.

 


Er aldingarðurinn Eden fundinn í Göbekli Tepe? 11.000 ára fornminjar...

 
 
gobeklitepe_nov08_2.jpg
 
Fundist  hafa ótrúlega vel varðveittar rúmlega 11.000 ára gamlar fornminjar í Tyrklandi sem hafa valdið byltingu í hugmyndum okkar um þróun menningar. Sumir hafa tengt staðinn við munnmælasögur um Paradís, en staðurinn kemur heim og saman við frásagnir í Biblíunni. Fornminjarnar eru sem sagt frá um 9.000 f.Kr.
 
Til samanburðar eru pýramídarnir í Giza frá um  2.500 f.Kr. og Stonehenge frá um 3.000 f.Kr. Fornminjarnar í Göbekli Tepe eru frá þeim tíma er ísöldinni miklu var að ljúka, þ.e. frá steinöld áður en menn höfðu fundið upp hjólið.  Hvorki meira né minna en 7.000 árum eldra en pýramídarnir! Þarna hefur væntanlega verið mikið hof í miðjum aldingarði, þó svo að nú sé þarna gróðurlaust að mestu.
 
gobeklitepe_nov08_520.jpg
 
 
Eiga munnmælasögurnar um aldingarðinnn Eden uppruna sinn hér þar sem áður voru ósánir akrar og mikill gróður?  Sumir telja að svo geti verið og benda á að staðsetningin sé "rétt". Staðurinn er milli fljótanna Efrat og Tígris.
 
Í fyrstu Mósebók segir um aldingarðinn:
 
"Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá og setti þar manninn, sem hann hafði myndað. Og Drottinn Guð lét spretta af jörðinni alls konar tré, girnileg á að líta og góð af að eta, ásamt lífsins tré í miðjum garðinum og skilningstré góðs og ills."
 
Síðar fylgir nánari staðsetning á garðinum sem tengist fjórum stórfljótum:
 
"Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám. Hin fyrsta heitir Píson; hún fellur um allt landið Havíla, þar sem gullið fæst.  Gull þess lands er hreint. Þar er bedólat og ónyxsteinn Önnur stóráin heitir Gíhon. Hún fellur um allt Kúsland. Þriðja stóráin heitir Kíddekel (Tígris). Hún fellur fyrir vestan Assýríu. Fjórða stóráin er Efrat. Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans...."
 
Auðvitað eru þetta bara vangaveltur, en getur verið að munnmælasögur um aldingarð hafi lifað mann fram af manni um aldir alda? Þarna var mjög frjósamt og gnægð matar meðan menn stunduðu veiðar. Síðan reistu menn hof og fluttu saman í þorp og fóru að stunda landbúnað. Felldu tré og runna til að auðveldara væri að yrkja jörðina. Uppblástur hófst og Paradís var ekki lengur til staðar nema í munnmælum.
 
Klaus Schmidt, fornleifafræðingurinn sem stjórnar uppgreftinum, orðaði þetta eitthvað á þessa leið: "Þetta er ekki aldingarðurinn Eden, en hugsanlega hofið í garðinum".

Við uppgröftinn hefur komið í ljós að menn hafa lagt á sig ómælda vinnu fyrir 10.000 árum til að hylja þessar minjar með sandi og jarðvegi. Hvers vegna? Fjölmargar spurningar hafa vaknað og hugsanlega verður þeim aldrei svarað.
 
Getur verið að hér hafi verið Paradís jarðar meðan Ísland var hulið ísaldarjökli og úrkoma þá næg til að viðhalda gróðri og dýralífi á þessum slóðum? Síðan eftir að ísöld lauk fór að draga úr úrkomu, landið þornaði upp og gróður hvarf? Bloggarunum datt þetta sísona í hug...
 
 
smithsonian_map_gobekli_tepe.jpg
 
Göbekli Tepe er syðst í Tyrklandi um 10 km frá bænum Urfa.
 
 
smithsonian_01.jpg
 
Takið eftir hve myndirnar eru vel gerðar og vel varðveittar. Svo virðist sem hofið hafi verið  viljandi grafið í sand fyrir 10.000 árum. Hvers vegna vita menn ekki.
 
 
gobeklitepe_nov08_6_841198.jpg
 
Það er merkilegt til þess að hugsa að þetta hefur verið unnið með steináhöldum, því málma þekktu  menn auðvitað ekki á steinöld.
 
 
 
 Þannig hugsa menn sér að hofið hafi getað litið út. Aðeins er búið að grafa upp lítinn hluta svæðisins, en á yfirborðinu má sjá móta fyrir fleiri hringjum á hæðinni. Með jarðsjá hafa menn fundið ýmislegt neðanjarðar sem á eftir að grafa upp.
 
 
 
gobekli6.jpg
 Er þetta elsta myndastytta í heimi? Er hún 13.500 ára gömul?
 
 
 
 
Það var þessi gamli Kúrdi sem fann undarlega lagaðan stein sem varð kveikjan að uppgreftinum sem hófst 1994. Nánast ekkert sást á yfirborðinu og komu fornminjarnar ekki í ljós fyrr en farið var að grafa.
 
 
 
Þjóðverjinn Klaus Schmidt  hefur helgað sig uppgreftinum og stjórnar honum.
 
 
 
 
 
 

 

Fallegt myndband.



Langt og fróðlegt myndband sem bætt var við sept. 2015
https://www.youtube.com/watch?v=eHG9URGDt6s

 


Ítarefni:

Wikipedia: Göbekli Tepe

Smthsonian Magazine: Gobekli Tebe: The World's First Temple? 

Tom Knox í Daily Mail: Do these mysterious stones mark the site of the Garden of Eden?

Fortean Times: Gobekli Tape - Paradise Regained? Viðtal við Klaus Schmidt.

Professor A. Cihat: History of civilization began in Urfa Began in Urfa (Gobekli, Turkey).
13,500 Year Old Statue Amazes Archeologists Throughout The World.

Gobekli Tepe: Where Civilization Began?

Archaeology Magazine. Sandra Scham:   Turkey's 12,000-year-old stone circles were the spiritual center of a nomadic people

 

 

Göbekli Tepe þýðir á Tyrknesu: Upphækkaður nafli, eða naflahóll. Nafli heimsins?
 
Hve gömul er "menningin"?
 
Hvernig hjuggu menn til steinana og listaverkin á steinöld, án málmverkfæra?
 
Hvers vegna lögðu menn svona gríðarlega vinnu í að fela mannvirkin fyrir 10.000 árum?
 
 Ert þú ekki furðu lostinn?
Halo
 
 
 
 

Grein um Benedikt S. Benedikz - (Bendí) í The Times.

bendi.jpgFrændi minn Benedikt Sigurður Benedikz bókavörður lést í Birmingham á Englandi 25. mars sl. Hann var ávallt kallaður Bendí af frændfólki sínu.

Benedikt fæddist 4. apríl 1932 í Reykjavík, sonur Eiríks Benedikz og Margaret Benedikz. Benedikt stundaði nám við háskólann í Oxford, Penbroke College, og lauk þaðan MA-prófi 1958. Hann hlaut Diploma in Librarianship við University College í Lundúnum 1959, fyrstur Íslendinga. Hann varð síðan dr. phil. frá háskólanum í Birmingham 1979.

Benedikt vann við háskólabókasafnið í Durham 1959-67 og var kennari við þann skóla. Hann var bókavörður við háskólann í Ulster 1968-71. Frá 1973 til starfsloka var hann bókavörður við háskólann í Birmingham og kenndi líka handritafræði. Benedikt var félagi í lærdómsfélögunum Society of Antiquaries og Royal Historical Society. Eftir hann liggja mörg rit, þýðingar og greinar.

Þegar Bendí var að alast upp dvaldist hann langdvölum hjá afa sínum Benedikt S. Þórarinssyni (1861-1940) kaupmanni,  bókasafnara, og heiðursdoktor frá Háskóla Íslands. Vafalaust má rekja hinn mikla bókaáhuga hans til þessara ára. Á heimili afa hans komu oft ýmsir þekktir menn og var furðulegt að heyra Bendí á fullorðinsaldri herma eftir þeim og hafa yfir heilu samræðurnar, enda minnið óbrigðult. Ýmis ævintýri sem hann hafði lesið sem barn kunni hann nánast utanbókar.

Þó að hann byggi í Englandi nærri allt sitt líf lét hann sér mjög annt um íslensk bóka- og handritasöfn og þá sérstaklega Benediktssafn, sem svo er kallað, hið mikla bókasafn sem afi hans gaf Háskóla Íslands áður en hann lést og er nú varðveitt sem sérsafn í Landsbókasafni. Benedikt sendi safni afa síns bækur, handrit og peninga.

Árið 1964 kvæntist Benedikt Phyllis Mary Laybourn (f. 1940) bókasafnsfræðingi. Börn þeirra eru Einar Kenneth (f. 1966, dó ungur), Anna Þórunn (f. 1969), Eyjólfur Kenneth (f. 1970). Barnabörnin eru fimm.

Bendí var einstakur maður gæddur óvenjulegum gáfum sem komu fram strax á barnsaldri.  Hann var eins og gangandi alfræðiorðabók. Bendí var frábær eftirherma og góður óperusöngvari.

Morgunblaðið: Andlát Benedikt S. Benedikz.

 

Fyrir fáeinum dögum (28. apríl) birtist í breska stórblaðinu The Times minningargrein um Bendí sem sýnir vel hve sérstakur hann var og mikils metinn. Greinin birtist hér fyrir neðan

 

 Times Online Logo 222 x 25

From The Times

April 28, 2009

 

Benedikt Benedikz: librarian and Norse scholar

Benedikt Sigurdur Benedikz was born in Reykjavik in 1932, the eldest son of the diplomat and bibliophile Eirikur Benedikz. At the age of 12, when his father was appointed chargé d’affaires to the newly established Icelandic Legation in London, he moved to England, which remained his home for the rest of his life.

He was educated at Burford Grammar School, Pembroke College Oxford (where he also developed his talent as an operatic tenor) and University College London, where he took his diploma in librarianship in 1956. He was already a formidable linguist, always an asset in a librarian and often in other circumstances, too. His father once sent him round the eastern Mediterranean in a tramp steamer. Obliged to spend a night ashore in Turkey, Benedikz accepted hospitality in the tiny cell of an Orthodox monk, the only language they shared being Latin.

His first post was with Buckinghamshire County Library. In 1959 he was offered two positions — one in the chorus at Covent Garden and one in the university library at Durham. He chose the latter and here he met Phyllis Laybourn, also a librarian. They married in 1964, having spent part of their courtship cataloguing the collection of the See of Durham at Auckland Castle. There followed three years in charge of the humanities collections at the New University of Ulster and two teaching bibliography at Leeds Polytechnic. His final move, in 1973, was to the University of Birmingham, as head of special collections, where he remained until his retirement in 1995.

Benedikz was equally at home in a library, lecture room or cathedral cloister. His particular forte was in the field of acquisitions. Thousands of rare books and the papers of Charles Masterman, Oliver Lodge, Oswald Mosley and the Church Mission Society came to Birmingham during his tenure. He nurtured and developed the two “star” collections — the Avon and Chamberlain papers — maintaining excellent relations with the families who had donated them. He taught bibliography, palaeography and Old Norse, and he was consultant to the cathedral libraries of Lichfield and Worcester and the magnificent library of Bishop Hurd at Hartlebury Castle.

His scholarship was many-sided. He edited On the Novel, a festschrift presented to Walter Allen, in 1971, and published a string of papers on Icelandic history and literature, Byzantine studies, bibliography, modern political papers and medieval manuscripts.

The work that gave him most satisfaction was The Varangians of Byzantium. This book was a revision and substantial rewriting of a Væringja saga by Sigfús Blöndal, a history of the Byzantine mercenary regiment that included Norsemen. Blöndal had died before its publication in Reykjavik in 1954, which attracted little attention. In 1960 Blöndal’s widow invited Benedikz to produce an English edition. It was published by Cambridge in 1978 and has recently been issued in paperback. For this and other published work the university awarded Benedikz a doctorate in 1979. He was elected a Fellow of the Royal Historical Society in 1981 and Fellow of the Society of Antiquaries in 1985. In 1999 the University of Nottingham, in acknowledgment of the family’s gift of his father’s outstanding collection of Islandica, made him a member of their College of Benefactors. He became closely involved with Viking studies there and delivered the first of the biennial Fell-Benedikz lectures in 2000.

Genuine eccentrics are fast disappearing from academia but Ben Benedikz was certainly one of them. Before his arrival at Birmingham a colleague remarked of him: “Mr Benedikz always strikes me as the sort of person any self-respecting university library ought to have one of.” Snatches of grand opera would waft up and down the lift shaft and imitations of Churchill enlivened the reading room. He was a familiar figure every morning in the senior common room, laden with antiquarian book catalogues, picking up on the gossip and keeping the biscuit suppliers in business. A polymath in the tradition of Dr Johnson, whom he resembled both in build and intellect, he had an encyclopaedic knowledge of the most diverse facts. He was a walking Who’s Who of theologians, politicians and academics, alive or dead. Cataloguers rarely had to consult reference books, for he could tell them immediately the correct name of a monk on the remote island of Fulda, the author of a long-forgotten Victorian children’s novel or an obscure French dramatist. Occasionally the facts would become tangled. He once memorably confused Virginia Woolf’s Orlando with the children’s classic Orlando the Marmalade Cat.

He was not always at home with the more tedious aspects of library management, but his devotion to scholarship was never in doubt.

He is survived by his wife Phyllis, and their son and daughter.

Benedikt Benedikz, librarian and scholar, was born on April 4, 1932. He died on March 25, 2009, aged 76

 

 

 Bókamerki Eiríks Benedikz        

 

 Minningargreinin í Times er hér.


Evrópusambandið: Að hrökkva eða stökkva...

Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur skrifaði mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið 16. apríl. Bloggarinn telur þessa grein eiga brýnt erindi til allra og leyfir sér því að birta hana í heild hér fyrir neðan.

Í greininni kemur ótvírætt fram að nú sé mjög mikilvægt að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Mikið er i húfi.

 

Benedikt spyr:  "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?"

... og svarar:

   1.  Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi

   2.  Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi

   3.  Fáir vilja lána Íslendingum peninga

   4.  Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum

   5.  Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi

   6.  Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár

   7.  Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti

 

Greinin er mjög vel skrifuð og rökföst og óþarfi að hafa um hana fleiri orð. 

Vonandi verður grein Benedikts til þess að farið verði að ræða málin af alvöru. Það er ekki seinna vænna, hver sem niðurstaðan verður... Er svar Benedikts við spurningunni "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?" rétt? Til þess að menn geti tekið afstöðu er nauðsynlegt að vita afdráttarlaust um kosti þess og galla að sækja um aðild.

(Leturbreytingar í greininni eru á ábyrgð bloggarans).

 --- --- ---


Benedikt Jóhannesson í Mbl 16. apríl 2006:
 

benedikt_johannesson.jpgStefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni?

EFTIR nokkra daga verður kosið til Alþingis. Því miður virðist sem stjórnmálaflokkarnir geri sér enga grein fyrir því, að ef ekki er gripið til ráðstafana nú þegar er líklegt að yfir þjóðina dynji annað stóráfall og þjóðin verði um langa framtíð föst í fátæktargildru.

 

Erlendir loddarar tala um að Íslendingar eigi að gefa skít í umheiminn og neita að borga skuldir sínar. Margir virðast telja að slík leið sé vænleg. Enginn stjórnmálamaður talar um það að landið hefur misst lánstraustið og mun ekki endurvinna það fyrr en við sýnum að okkur er alvara með því að vinna með samfélagi þjóðanna.

 

Fjárhættuspil

Forráðamenn og eigendur bankanna lögðu mikið undir í útrásarveðmálinu. Þjóðin var sett að veði án þess að nokkur bæði hana leyfis. Gagnrýnisraddir voru fáar og þeir sem vöruðu við hættunni voru nánast taldir landráðamenn eða kjánar. Árum saman var bent á það að með sjálfstæðum gjaldmiðli væri gífurleg áhætta tekin. Krónan hefur lengi verið rangt skráð. Á velmegunarárunum var hún svo sterk að hér fylltist allt af jeppum og flatskjám, nú er hún svo veik að Austur-Evrópumenn vilja ekki lengur vinna fyrir þau laun sem hér bjóðast.

 

Atvinnuleysi eykst dag frá degi, gengi krónunnar hrapar, vextir eru miklu hærri hér á landi en í samkeppnislöndum og bankarnir eru vanmegnugir. Ríkið þarf að taka mjög há lán og fyrirsjáanlegt er að vaxtagreiðslur verða stór hluti af útgjöldum þess næstu árin. Í ljósi alls þessa er mikilvægt að leitað verði allra leiða til þess að bæta hag íslenskra heimila og fyrirtækja og koma jafnframt í veg fyrir að ástandið versni enn frá því sem nú er.

 

Almenningur á erfitt með að skilja hvert stefnir. Peningar eru hagkerfinu jafnnauðsynlegir og súrefni líkamanum. Nú vilja fáir lána þjóðinni peninga og þeir peningar sem fást eru þá á afarkjörum. Hin einfalda aðgerð »að hætta að borga skuldir óreiðumanna« hefur lamað hagkerfið allt. Í fréttum hefur komið fram að sterkt fyrirtæki eins og Landsvirkjun þarf að endurfjármagna lán innan tveggja ára. Tekst sú endurfjármögnun og verður það á vöxtum sem fyrirtækið ræður við? Hvaða stjórnmálamaður vill stefna framtíð þessa fyrirtækis í hættu?

 

Þjóðin geldur nú fyrir það dýru verði að hafa haldið í gjaldmiðil sem komið hefur heimilum og fyrirtækjum landsins í glötun og leitt til einangrunar. Ráðamenn skelltu áður skollaeyrum við aðvörunum. Ætla þeir að endurtaka leikinn núna?

 

Evran og Evrópusambandið

Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný. Nú eru víðtæk höft í gjaldeyrisviðskiptum. Lánstraust íslenskra aðila er mjög lítið.

 

Íslensk fyrirtæki fá ekki afgreiddar vörur erlendis nema gegn staðgreiðslu og erlendir aðilar vilja ekki koma að fjármögnun íslenskra framkvæmda. Allt er ótryggt varðandi endurfjármögnun erlendra lána, eins og margir Íslendingar hafa fengið að reyna að undanförnu. Stór íslensk fyrirtæki íhuga nú, eða hafa þegar ákveðið, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi til þess að fá traustara rekstrarumhverfi. Ísland er nær vonlaus fjárfestingarkostur meðan ekki hefur verið mótuð nein framtíðarstefna í peningamálum og almennu efnahagsumhverfi. Þessu þarf að breyta og Íslendingar mega ekki hrekja bestu fyrirtæki landsins til útlanda. Nú er þörf á að fjölga störfum en ekki fækka.

 

Sveiflur á gengi krónunnar og hið mikla fall hennar hafa komið mjög illa við bæði almenning og fyrirtæki á Íslandi. Innganga í ES, þar sem stefnt yrði að þátttöku Íslands í evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem auðið er, myndi draga úr óvissu í efnahagsmálum.

 

Síðustu forvöð

Það er ekki bara fyrirsjáanlegt "seinna hrun" sem gerir það að verkum að brýnt er að sækja um aðild að ES. Mjög margt bendir til þess að ef ekki verður gengið til viðræðna þar um á næstu mánuðum geti þjóðin misst af lestinni í allmörg ár. Forsvarsmenn sambandsins hafa lýst því yfir að nú beri að hægja á stækkun þess. Þó er talið að Króatía eigi möguleika á því að komast inn í sambandið áður en lokað verður á inngöngu annarra um skeið og er talið líklegt að bærist umsókn frá Íslandi yrði hún afgreidd á sama tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að á seinni hluta árs 2009 verður Svíþjóð í forsvari í Evrópusambandinu, en líklegt verður að telja að Norðurlandaþjóð myndi styðja hratt umsóknarferli Íslands. Auk þess hefur stækkunarstjóri ES, Olli Rehn, lýst yfir miklum velvilja í garð Íslendinga og sagt að umsókn frá Íslandi yrði afgreidd hratt. Því er brýnt að hefja viðræður meðan viðmælendur hafa ríkan skilning á stöðu Íslands.

 

Sjávarútvegsstefna ES er til endurskoðunar og skal henni lokið fyrir árið 2012. Um leið og Íslendingar lýsa vilja til að hefja aðildarviðræður, verður þeim auðveldara að koma sjónarmiðum sínum um sjávarútvegsstefnuna að. Næsta endurskoðun verður ekki fyrr en árið 2022, þannig að stefnan sem nú verður mótuð mun gilda í 10 ár. Það er ábyrgðarhluti að Íslendingar sitji af sér tækifæri til þess að hafa áhrif í svo miklu hagsmunamáli.

Raunvextir á Íslandi eru nú 10-15% meðan nágrannalöndin hafa fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því er staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum.

 

Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella?

 

Ekki má gleyma því að í Evrópusambandinu eru okkar helstu bandalags- og vinaþjóðir sem Íslendingar hafa árum saman haft samstarf við innan Atlantshafsbandalagsins, EFTA og EES. Til samningaviðræðna við þessa aðila gengi þjóðin með fullri reisn, fullbúin að láta á það reyna hvað samningaviðræðurnar færðu henni. Það er ábyrgðarhluti að bíða með það, þegar við blasir að slíkt getur leitt til verri vaxtakjara, minni atvinnu, lakara lánstrausts og almennrar vantrúar á þjóðinni, einmitt á tímum þegar trausts er þörf.

 

Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?

 

   1.  Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi

 

   2.  Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi

 

   3.  Fáir vilja lána Íslendingum peninga

 

   4.  Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum

 

   5.  Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi

 

   6.  Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár

 

   7.  Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti

 

 

Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill sækja um aðild að Evrópusambandinu án skilyrða. En loforð stjórnmálamanna hafa reynst haldlítil þegar á reynir. Aðrir flokkar draga lappirnar og setja þannig framtíð þjóðarinnar í stórhættu. Ólíklegt virðist að eftir kosningar verði sótt um aðild tafarlaust eins og þó er lífsnauðsyn.

 

Síðastliðið haust var aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina haldreipi þjóðarinnar til skamms tíma. Sumir töldu að þjóðinni væri meiri sæmd að því að sökkva en grípa þann bjarghring. Sem betur fer var farið að viturra manna ráðum í því efni. Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.

 

Eina úrræði þjóðarinnar er að taka málin í sínar hendur og krefjast þess að stjórnmálamenn setji málið á dagskrá. Það geta menn gert með því að undirrita áskorun til stjórnvalda á vefsvæðinu   www.sammala.is   þar sem þeir taka saman höndum sem eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl, eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu.


>> Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.

 --- --- ---

 

Dr. Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur stofnaði Talnakönnun árið 1984 og hefur stjórnað fyrirtækinu síðan. Árið 1988 var Talnakönnun breytt í hlutafélag og árið 2000 var Útgáfufélagið Heimur hf. stofnað. Benedikt hefur starfað sem ráðgjafi, einkum í tölfræðilegum og tryggingafræðilegum verkefnum. Hann hefur stýrt Vísbendingu öðru hvoru allt frá árinu 1995. Hann hefur einnig verið ritstjóri blaðsins Issues and Images og Skýja (ásamt Jóni G. Haukssyni).

 

Leiðari Morgunblaðins um grein Benedikts er hér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!

 

 

dc4skymasterpostkort.png

 

 

Sumir búa yfir meiri vilja en meðbræður þeirra og þora að takast á við ótrúleg verkefni í frítíma sínum. Eiginlega verður maður agndofa þegar maður sér hvað Birgir Sigurðsson hefur færst í fang í bílskúrnum heima hjá sér ásamt vini sínum Jóni V. PéturssyniBirgir er að smíða risastóra eftirlíkingu af fyrstu áætlunarflugvél Loftleiða sem flaug sitt fyrsta áætlunarflug 26. ágúst 1948. Reyndar segir Jón að smíðavinnan sé alfarið unnin af Birgi sem eigi fáa sína líka í dugnaði og áræðni.  Hann er ekki að smíða módel til að hafa til sýnis uppi á hillu, heldur flugvél sem er svo stór að hún kemst varla fyrir í bílskúrnum. Flugvél sem á eftir að fljúga um loftin blá!

Verkefnið hófst árið 2003, en þá byrjaði Birgir að teikna smíðateikningar eftir lítilli málsettri mynd af fyrirmyndinni sem hann fann í tímariti. Það þurfti að teikna hvern einasta hlut í réttum mælikvarða, en til þess þurfti að byrja á að teikna ótal sniðmyndir af skrokknum og vængjum. Drjúgur tími fór í þennan undirbúning. Ekki er fjarri lagi að Birgir hafi notað nánast hvert kvöld og hverja helgi við smíðar undanfarin 5-6 ár. Þúsundir klukkustunda eru að baki og sjálfsagt þúsund eftir.

Hjólastellið er nánast kafli út af fyrir sig. Þúsundþjalasmiðurinn Ásgeir Long á heiðurinn af smíði þess og þar hafa nokkur hundruð klukkustundir verið notaðar við þá nákvæmnissmíð. Hjólastellið er nákvæm eftirmynd af fyrirmyndinni. Hjólin verða að sjálfsögðu uppdraganleg og til þess veða notaðir glussatjakkar, en um borð í flugvélinni verður vélbúnaður til að halda uppi olíuþrýstingi.

Flugvélin verður væntanlega  knúin með fjórum bensínhreyflum. Líkleg stærð er 30cc. 

Til að stjórna stýriflötum á vængjum, hæðarstýri, hliðarstýri, o.fl. verða um 18 rafmagnsmótorar, svokölluð servó. Þ.e. 4 stk. í vængjum, 3 stk. í stéli, 4 stk. við bensíngjöf mótora, 3 stk. fyrir uppdraganleg hjólastell, 3 stk. fyrir hjólalúgur og 1 stk. fyrir stýranlegt nefhjól.

Í venjulegri fjarstýrðri flugvél er sjaldnast meira en eitt viðtæki til að taka á móti merkjum frá fjarstýringu flugmannsins. Í þessari verða þeir líklega þrír, meðal annars til að tryggja öryggi.

Bráðlega verður hafist handa við að klæða módelið með þunnum álplötum og mála. Þá mun það líta út nánast eins og fyrirmyndin, m.a verður hver hnoðnagli í klæðningunni sýnilegur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af gripnum sem teknar voru nýlega. Sumar þeirra má stækka með því að þrísmella á þær.

 

Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.

Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg.  Stærðarhlutföllin eru 1:8.

 

 


Hér sést flugvélin frá hlið. Rétt má greina í Birgi bak við gripinn.

 

 

Hægt er að taka vélina í sundur til að auðvelda flutning.

 

 


 Séð aftur eftir flugvélinni innanverðri.

 

 

 Jón V. Pétursson á drjúgan þátt í smíðinni.

 

 

 Hjólastellið eins og það leit út árið 2007.

 

Hvernig mun DC4 Skymasterinn líta út fullsmíðaður? Myndin hér fyrir neðan gefur smá hugmynd um það.  Þetta er DC3, litli bróðir DC4, þ.e. hin fræga tveggja hreyfla flugvél Loftleiða Jökull sem Skjöldur Sigurðsson smíðaði.  Hér er verið að búa hana undir fyrsta flug á Tungubökkum.

 

DC3 Jökull

Jökull, DC3 flugvél flugleiða.
Vélahlífarnar voru teknar af meðan verið var að stilla hreyflana.

 

 

Skymaster Loftleiða

 

 Svona mun Skymasterinn hans Birgis Sigurðssonar væntanlega líta út á flugi.

 

 

 

 

           Vísir, 26. ágúst. 2008 16:15

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

tfrvh-02.jpg
 
Douglas DC-4 Skymaster Mynd:flugsafn.is
 

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.


Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.

Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.

Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.

 


 

Ítarefni:

Ágrip af sögu atvinnuflugs á Íslandi

Myndir teknar á móti Í Cosford Englandi þar sem flugvélar af öllum gerðum flugu í smækkaðri mynd.

Douglas DC-4 Skymaster, Historical Background

Myndir frá 1997.


 


Vísindaþátturinn og 46 metra langur risakíkir frá árinu 1673 ...

tele_hevelius_big.jpg


Flestir muna eftir hinum vinsæla þætti Nýjasta tækni og Vísindi.   Því miður hefur þátturinn ekki verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins í mörg ár, en það er full ástæða til að benda á mjög áhugaverðan þátt á  Útvarpi Sögu. Þetta er Vísindaþátturinn sem hóf göngu sína síðastliðið haust og er alla þriðjudaga frá klukkan 17:00 til 18:00.

Í þættinum er fjallað um ýmislegt fróðlegt úr heimi vísindanna, svo sem  jökla á Íslandi og reikistjörnunni Mars, stofnfrumurannsóknir, stjörnuskoðun, kjarnorku, eldgos, matvælafræði, kvikmyndagerð, líf í alheimi, Darvin, ...  svo fátt eitt sé nefnt.

Umsjónarmenn Vísindaþáttarins eru Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason. Þeir félagar fá til sín góða gesti og ræða við þá á léttum nótum. Þess má geta að Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélagsins www.astro.is 

Það góða við þessa þætti er að auðvelt er að nálgast þá á netinu og hlusta á þá í tölvunni hvenær sem mönnum hentar. Einnig má hlaða mp3 hljóðskránum niður og hlusta á þær í spiladós eins og IPod eða jafnvel í símanum, og þannig njóta þeirra í bílnum eða á göngutúrum...

 

Allir Vísindaþættirnir eru varðveittir á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og má nálgast þá beint hér www.stjornuskodun.is/visindathatturinn


 Munið að hlusta á Útvarp Sögu á þriðjudögum milli klukkan 17:00 og 18:00, eða á vefnum hér.

 

---  --- ---

 

Myndin efst á síðunni sýnir hve hugumstórir menn voru á sautjándu öld.  Galíleó Galíleí beitti árið 1609 sjónauka sínum fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum, en upp á það halda menn nú á  Ári stjörnufræðinnar 2009. Sjónaukar Galíleós voru aðeins rúmur metri að lengd, en það fannst Pólska bruggaranum Jóhannesi Havelíus heldur klént. Hann smíðaði því fjögurra metra langan sjónauka árið 1647, en var samt ekki ánægður. Hann smíðaði því ennþá stærri stjörnukíki sem var 20 metrar að lengd. Ekki var Jóhannes gamli ánægður með hann og smíðaði því enn einn heljarstóran kíki. Sá var hvorki meira né minna en 46 metra eða 150 feta langur!  Um þetta ævintýri má lesa á vefsíðunni Hevelius' Refractors. Menn voru að stíga sín fyrstu skref á geimrannsóknum á þessum tíma og voru stórhuga. Auðvitað skiptir stærðin máli, en það er ekki lengdin heldur þvermálið.  Myndin efst er af þessum risakíki frá árinu 1673.

Hér fyrir neðan er mynd af stærsta sjónaukanum á Íslandi. Ekki alveg eins langur og sá sem er efst á síðunni, en stór samt. Þvermál spegils JMI NGT-18 sjónaukans er 46 cm og brennivíddin um 200 cm. Lesa má um sjónaukann hér.   Myndir teknar með íslenska JMI NGT-18 sjónaukanum 

 

Á myndinni eru Snævarr. Þórir Már, Ágúst og Sveinn.
(Smella nokkrum sinnum á mynd til að sjá stærra eintak. Myndina tók ljósmyndari Mbl. og var hún keypt af myndasafni blaðsins.)

 

--- --- ---

 

Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar efna Stjarnvísindafélag Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands til fyrirlestraraðar fyrir almenning undir heitinu

„Undur veraldar: Undur alheimsins“

Boðið verður upp á sex fyrirlestra á vormisseri, auk opins fyrirlestrakvölds í lok júní í tengslum við alþjóðlegan sumarskóla í stjörnulíffræði sem haldinn verður hér á landi. Sá atburður verður auglýstur sérstaklega síðar. Allir hinir fyrirlestrarnir verða í stofu 132 í Öskju og hefjast kl. 14.00. Eftirfarandi fyrirlestrar hafa verið tímasettir:

21. febrúarPáll Jakobsson, Háskóla Íslands
 Gammablossar og sprengistjörnur: Leiftur úr fjarlægri fortíð
7. marsEinar H. Guðmundsson, Háskóla Íslands
 Uppruni frumefnanna
21. marsJohannes Andersen, Kaupmannahafnarháskóla
 The Future of European and Nordic Astronomy
4. aprílLárus Thorlacius, Nordita, Stokkhólmi og Háskóla Íslands
 Hugleiðingar um heimsfræði
8. april
David Des Marais, NASA Astrobiology Institute
 (Efni úr stjörnulíffræði)
18. aprílÁrdís Elíasdóttir, Princeton háskóla
 Hulduefni og þyngdarlinsur

 

 

 

 

 

 

Fyrirlestur um öflugustu sprengingar alheims laugardaginn 21. febrúar

Smella á krækju til að  fræðast meira um Gammablossa!

 

Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009

www.2009.is

Til hamingju Jón Magnússon!

jon_magnusson_thingma_ur.jpgÉg hef alltaf haft mikið álit á Jóni Magnússyni sem stjórnmálamanni, en Jón hef ég þekkt frá fyrstu árum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er nú einu sinni þannig með stjórnmálin að maður getur aldrei varið sammála öllum í einu og öllu, sérstaklega ef maður er sjálfum sér trúr. Einhvern veginn hafa þó skoðanir okkar átt samleið að miklu leyti í gegn um tíðina, þó ég hafi verið algjör amatör í þeim málum og aldrei verið flokksbundinn.

Ef ég má vera hreinskilinn þá held ég að það sem mest hefur háð Jóni er hve heilsteyptur og samviskusamur hann er. Hann hefur alltaf verið trúr sinni samvisku og hlýtt henni frekar en að láta berast með straumnum, sem er auðvitað þægilegra og því miður algengara. Ég held að þjóðfélaginu væri miklu betur stjórnað ef fleiri þingmenn hlýddu ávallt sinni samvisku. 

Jón er með reglulega pistla á Útvarpi Sögu í hádeginu á mánudögum sem vert er að fylgjast með. Síðastliðinn mánudag fjallaði Jón um  það hvers vegna hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum á dögunum og er ljóst að sambúðin á því heimili var orðin Jóni  erfið.  

Jón hafði alllöngu áður sagt sig Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafði starfað frá 15 ára aldri þar til Davíð Oddsson var kjörinn formaður flokksins, en þá þótti honum örvænt um að frjálslynd öfl myndu fá nokkru áorkað innan flokksins meðan hinn nýi formaður og valdahópur hans stjórnaði för, og því fór sem fór, eins og fram kom í síðasta pistli Jóns á Útvarpi Sögu.  Nú má segja að Jón sé kominn heim eftir langt ferðalag, reynslunni ríkari. Ég þykist vita að honum verði vel tekið. 

Til hamingju gamli skólabróðir!  


mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venus hálf á himni skín...

 venus-transit-ahb-crop_787375.jpg

 

Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 8. júní 2004.
Sólin var að sjálfsögðu allt of björt til þess að hægt væri að taka mynd beint upp í hana, en sem betur fer kom ský aðvífandi á réttu augnabliki, sem nægði til að dempa ljósið hæfilega mikið. Þetta er kallað þverganga Venusar eða Venus Transit

Myndin er tekin með Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45-480mm á þessari myndavél). Ljósnæmi 100 ISO. Hraði 1/4000 sek. Ljósop f36. Ekki mátti tæpara standa, því þetta er minnsta ljósnæmi, mesti hraði og minnsta ljósop myndavélarinnar. Lýsingin var samt hárrétt!  Myndin var tekn í Garðabænum.

 

Hvernig getur Venus verið hálf?

Myndin hér að ofan sýnir okkur að Venus er á braut milli jaðar og sólar. Frá okkur séð er hún því ýmist hægra megin við sólina, fyrir framan hana, vinstra megin eða jafnvel bakvið. 

Um þessar mundir er Venus vinstra megin við sólina. þ.e. eltir hana á stjörnuhimninum. Þess vegna er Venus kvöldstjarna og sést vel á kvöldhimninum. Þegar Venus er hægra megin við sólina er hún morgunstjarna og skín þá fallega skömmu fyrir sólarupprás. Svo Venus stundum það nærri sól að hún sést ekki.

 

fasar-venusar.jpg

 

 

Á myndinni hér fyrir ofan sést vel hvernig sólin skín á Venus þannig að í sjónauka líkist hann frá okkur séð tunglinu. Stundum er Venus eins og hálfmáni. Þetta sést vel með litlum stjörnusjónauka, en er alveg á mörkum þess að sjást með góðum handsjónauka. Bloggarinn prófaði Canon 15 x 50 handsjónauka með hristivörn og mátti þá greinilega sjá að reikistjarnan Venus var hálf, þ.e. eins og hálft tungl sem hallaði í átt til sólar. Ef handsjónaukinn er ekki með innbyggðri hristivörn er nauðsynlegt að fá stuðning af einhverjum föstum hlut til að minnka titring.

Ef vel tekst til, þá ætti hreyfimyndin hér fyrir neðan að sýna þetta vel. Myndin er samansafn kyrrmynda af Venusi sem teknar eru með reglulegu millibili meðan hún fer heila umferð um sólina.

 

 

http://www.sai.msu.su/apod/image/0601/venusphases_wah_big.gif

 

 

 

 

 Venus er þakin þykkum skýjahjúp þannig að yfirborðið sést ekki með venjulegum myndavélum.

Hér sést greinilega hvernig sólin lýsir upp aðra hlið Venusar svipað og um þessar mundir.

 

 

venus0.jpg

 

Með ratsjártækni er hægt að horfa niður í gegn um skýjahjúpinn.

 

 

venus_a_gamlarsdag.jpg

 

Myndin er tekin á Gamlársdag

 

Gríðarmikill fróðleikur á íslensku er um Venus á Stjörnufæðivefnum
www.stjornuskodun.is/venus

 Könnunarferð um sólkerfið

Munið eftir ári stjörnufræðinnar. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan. Önnur vísar á íslenska síðu, hin á alþjóðlega.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 762367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband