Færsluflokkur: Menning og listir
Laugardagur, 6. nóvember 2010
Ágúst Valfells verkfræðing á stjórnlagaþing...
sem býður sig fram til Stjórnlagaþings.
www.AgustValfells.is
-
Ágúst er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.
Ágúst skrifar eftirfarandi kynningu á forsíðu vefsíðu sinnar: Ég hef löngum látið mig þjóðmál varða og tel að endurbæta þurfi stjórnarskrána til að tryggja enn betur lýðræði og velferð í landinu.
Vefsíða Ágústar Valfells, www.AgustValfells.is, er áhugaverð og má þar m.a. kynnast nánar stefnumálum hans.
Gaman er að lesa þar kveðskap um íslenska efnahagssögu sem hann nefnir Urður, Verðandi og Skuld, en það voru skapanornirnar þrjár er réðu fortíð, nútíð og framtíð.
|
Á Stjórnlagaþing væri mikill fengur að fá fulltrúa með þá víðsýni og reynslu sem Ágúst býr yfir
Meira hér:
og hér á Facebook
Númer á kjörseðli
6164
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. mars 2010
Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alþingis- og ævintýramaður 160 ára í dag...
- Hvaða íslendingur flúði til Noregs tvítugur vegna magnaðs kveðskapar, Íslendingabrags?
- Hver orti Máninn hátt á himni skín" 21 árs gamall?
- Hver var það sem varð að flýja land fyrir skrif sín 23 ára að aldri, og nú til Bandaríkjanna?
- Hvaða höfðingjadjarfi Íslendingur var það sem Ulysses Grant Bandaríkjaforseti sendi með herskipi í rannsóknaleiðangur til Alaska, og lenti síðan á kendiríi með forsetanum, nú 24 ára?
- Hver hafði áform um að stofna ríki Íslendinga í Alaska?
- Hver hefur verið kallaður faðir nútíma blaðamennsku á Íslandi?
- Hver var fæddur 20. mars 1850, fyrir nákvæmlega 160 árum?
Auðvitað var þetta Jón Ólafsson, sem bæði fyrr og síðar fékkst meðal annars við ritstjórn fjölmargra blaða og sat á Alþingi um árabil. Hann segir af sér þingmennsku þrisvar og í eitt skipti gefur hann þá skýringu að það sé fyrir neðan hans virðinu að sitja á Alþingi með jafn heimskum mönnum og þar væru í meirihluta! Svei mér þá, ef ég skil hann ekki vel
Jón vakti snemma athygli fyrir óvenjulega ritleikni og tilþrif í ræðumennsku. Hann þótti ljóngáfaður og hafði óbilandi traust á sjálfum sér. Höfðingjadjarfur með afbrigðum og skáld gott. Líklega hefur hann verið ritstjóri fleiri blaða og tímarita en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar, en hann hóf blaðamannsferil sinn sextán ára í Latínuskólanum. Fyrstu bók sína; Hefndina, gefur hann út 17 ára og gefur þá einnig út blaðið Baldur...
Um Jón hafa verið skrifaðar tvær mjög áhugaverðar bækur sem notaðar voru sem heimild:
Hjörtur Pálsson: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1975.
Gils Guðmundsson: Ævintýramaður - Jón Ólafsson ritstjóri. Vaka-Helgafell 1987.
Það er væri auðvitað gjörsamlega út í hött að ætla sér að gera ævi Jóns einhver skil í stuttu afmælisspjalli, og því verður þessi umfjöllun mjög yfirborðskennd. Einungis örstutt spjall á léttum nótum, enda ekki annað viðeigandi á afmælisdegi.
Jón var varla tvítugur þegar hann varpaði sprengju inn í samfélagið með kvæði sínu Íslendingabrag. Kvæðið birtist í Baldri 19. mars 1870, daginn fyrir tvítugsafmæli hans. Nótusett yfir heila síðu. Íslendingabragur var ortur undir sjálfum baráttusöng frönsku byltingarinnar, Marseilleansinum. Það dugði ekkert minna. (Þrísmella á mynd).
Sjaldan hefur meiri skruggu slegið niður á voru landi en þegar Íslendingabragur kom á prent", skrifaði tengdasonur Jóns í ritgerð um hann. Fyrst urðu menn alveg orðlausir, klumsa, að nokkur skyldi þora að yrkja og tala svona! En svo hljóp kvæðið eins og eldur í sinu um endilangt Ísland og vakti mönnum hug og djörfung. Það varð því kvæði að þakka, segja kunnugir menn, að stjórnarbótin varð að áhugamáli almennings".... "Íslendingabragur fór um landið eins og eldibrandur, og Jón var ofsóttur fyrir. Aldrei hefur hann líklega átt sökóttara á ævi sinni".
Það er skemmst frá því að segja, að útgáfa Baldurs var stöðvuð, sakamál var höfðað þar sem Jón varði sig sjálfur. Þurfti auðvitað ekki hjálp annarra. Jón var dæmdur í undirrétti í 50 ríkisdala sekt, málið fór fyrir landsyfirrétt þar sem Jón fékk vægan dóm, en stiftamtmaður áfrýjaði tafarlaust til hæstaréttar. Þar voru gleraugu dómaranna aldönsk og Jóni leist ekki á blikuna og flýði til Noregs 15. október. Hann dvaldi þar í rúmt ár og kynntist þar fremstu andans mönnum Norðmanna eins og Björnstjerne Björnson...
Íslendingabragur
Vaknið! vakið! verka til kveður
váleg yður nú skelfinga tíð!
Vaknið ódeigum Ýmishug meður:
ánauð búin er frjálsbornum lýð!
Þjóðin hin arma, hamingju horfna
heillum og frelsi vill stela oss frá
og níðingvaldi hyggst oss hrjá,
hyggur okkur til þrælkunar borna.
Án vopna viðnám enn
þó veitum, frjálsir menn!
og ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekkir tíð.
En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja
og flýja í lið með níðingafans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands.
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi,
daprasta formæling ýli þeim strá,
en brimrót, fossar, fjöllin há
veiti frið stundar-langan þeim eigi.
Frjáls því að Íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan Íslending.
Lúta hljótum vér lægra í haldi,
lýtur gott mál, því ofbeldi er rammt!
En þótt lútum vér lyddanna valdi,
lútum aðeins nauðugir samt!
Frelsisins sjálfir ei flettum oss klæðum,
frjálsir vér samþykkjum aldregi rangt!
Því víst oss hefnt þess verður strangt!
Von um uppreisn oss brenni í æðum!
Það þussa þjóð er geymt,
sem þeygi oss er gleymt!
Því ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekki tíð.
---
Um það leyti sem Jón fer til Bandaríkjanna 23 ára gamall og landflótta í annað sinn, nú vegna greinarinnar Landshöfðingja-hneykslið" í Göngu-Hrólfi, voru vesturferðir Íslendinga nýhafnar. Litla ísöldin réði enn ríkjum og veðráttan var ómild á Íslandi. Jón gerist einn af leiðtogum Íslendinga í Vesturheimi og vildi að þeir stofnuðu voldugt ríki í Alaska. Bandaríkjaforseta var skrifað bréf, Jón fór ásamt öðrum þvert yfir Bandaríkin þar sem herskipið Portsmouth beið Jóns og félaga hans, sem skráðir voru sjóliðar í hernum, að undirlagi Bandaríkjaforseta og flutti þá norður til Alaska á 24 dögum þar sem þeir skoðuðu landkosti og leist vel á. Siglt var sömu leið til baka, haldið þvert yfir Bandaríkin þar sem ítarleg skýrsla var skrifuð í New York. Bæði á íslensku og ensku. Jón gekk á fund Ulysses Grant Bandaríkjaforseta og afhenti skýrsluna...
Myndin af Jóni sem er hér fyrir ofan er tekin í Alaskaförinni og er Jón þar í einkennisbúningi bandaríska flotans.
Bróðursonur Jóns, Björn Pálsson (Ólafssonar skálds) Kalman (sá hinn sami og gæti hafa verið fyrirmynd austuríska snillingsins Stefan Zweig í sögunni Manntafl), sagði frænda sínum, Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, og hafði það eftir afa hans, Jóni Ólafssyni , að Grant forseti og Jón hefðu sest að sumbli, eftir að Jón afhenti forsetanum skýrslu Alaskafaranna. Vel fór á með þeim. Og kom þar brátt að þeim þótti fullþröngt um sig í Hvíta húsinu og lögðu leið sína á helstu knæpur Washingtonborgar. Þegar þeim tók að leiðast, héldu þeir aftur heimleiðis, og fylgdi Jón forsetanum að dyrum Hvíta hússins. Grant vildi þá halda áfram, en Jón kvaðst vera orðinn of syfjaður og slæptur og hafnaði boðinu. Grant sagðist þá myndu blóta Bakkus einn, en hafði orð á því að sér væri fjár vant. Jóni fannst hægur vandi að bæta úr því og sagði Bandaríkjaforseta að hann skyldi lána honum hálfan silfurdal sem hann væri með á sér. Því tók Grant fegins hendi, enda orðinn þurrbrjósta. Við svo búið kvöddust þeir, og er óvíst með öllu að þeir hafi sést eftir það. Auðvitað var talað um það að hinn íslenski lánadrottinn vitjaði fjárins við hentugleika, en það fórst fyrir, svo að þaðan í frá gat Jón Ólafsson spaugað með það, þegar honum sýndist, að hann teldi til skuldar hjá Bandaríkjaforseta. Afkomendur Jóns telja sig nú eiga tilkall til silfurdalsins hálfa og munu væntanlega innheimta hann við fyrstu hentugleika þegar þeir eiga leið um Washingtonborg ...
-
Ekkert varð þó úr landnámi Íslendinga í Alaska og Jón sneri aftur til Íslands 1875. Síðan fór hann aftur til Vesturheims og gerðist ritstjóri Lögbergs og síðan Heimskringlu. Jón var aðalhvatamaður að Íslendingadags-hátíðinni í Winnipeg sem haldin hefur verið óslitið síðan 1890. Árið 1893 gaf Jón út mánaðarritið Öldina, sem var afbragðsgott menningarrit og birti úrvals skáldskap, fræðsluefni og menningarumræðu. Stephan G. orti mikið í Öldina. Jón sneri aftur til Íslands og sat m.a. á þingi um skeið. Jón var allgott skáld og hann hefði gjarnan viljað rækta þá gáfu betur. En hann var ákafur athafnamaður og hafði því lítið tóm til yrkinga. Á Alþingisvefnum má lesa æviágrip Jóns.
-
Jæja, það er ástæðulaust að þreyta afmælisgesti á meira rausi um Jón. Bækling hans um Alaska, Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslensku sendinefndar um stofnun íslenskrar nýlendu" má lesa með því að smella hér. Þar er allt lesmálið að finna ásamt nokkrum myndum sem nappað var úr bókunum sem minnst er á hér að ofan. Það er gaman að sjá hve vönduð og ítarleg þessi skýrsla er. Bæklingurinn er m.a. varðveittur á bókasafni Bandaríkjaþings, Library of Congress.
Þess má að lokum geta að Jón Ólafsson var langafi tveggja sem sést hafa á Moggablogginu; Þess sem þessar línur ritar og Halldórs Jónssonar. Líklega hefur Jón Ólafsson verið einn mesti bloggari sem Ísland hefur alið, þó svo að hann hafi ekki haft yfir öðru stílvopni að ráða en sjálfblekungi sem hann mundaði óspart. Hann þurfti hvorki tölvu né Internet til að koma sínum hugmyndum á framfæri...
Til hamingju með daginn ágæti langafi
--- --- ---
Svo vill til, að hinn ágæti útvarpsmaður Guðmundur Andri Thorsson hefur undanfarin fjögur sunnudagskvöld fjallað um Jón Ólafsson í þáttum sínum Andrarímum. Hlusta má á þættina á vef RÚV, t.d. með því að hlaða niður mp3 skrám. Best er að hlaða þeim niður með því að hægrismella á þær (Save link as), og nota síðan t.d. Windows Media Player til að hlusta á þær. Smella hér.
Eða smella hér beint á skrárnar: 2010.02.21.mp3, 2010.02.28.mp3, 2010.03.07.mp3 & 2010.03.14.mp3
Athugið að umfjöllunin um Jón er frekar aftarlega í hljóðskránum, en auðvelt er að fara fram og aftur í tíma með sleðanum sem er í forritinu sem nptað er til að hlusta...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Kjarnorkan virkjuð á Íslandi...?
Geislavirknin er ótvíræð... Að minnsta kosti á sinn hátt á þessari rafmögnuðu mynd.... Myndin er tekin laugardagskvöldið 1. febrúar 2003 á Canon PowerShot S230 stafræna vasamyndavél. Lýsingartími var 15 sek og næmi 100 ISO. Tungl var ekki á lofti, en samt var sæmilega ratbjart í birtu frá norðurljósum. Um 15° frost var þegar myndin var tekin.
Fjallið er Bjarnarfell og er Geysir rétt fyrir utan myndina til hægri.
Norðurljósin myndast þegar sólvindurinn skellur á efstu lögum lofthjúpsins, og er þetta því orka sólar, - en er þetta sólin sem er undir fjallinu? Féll hún af himnum ofan?
Undir Bjarnarfelli við Stalla er lítið gróðurhús. Það er lýst upp með háþrýsti natríumlömpum til að búa til gervisólarljós. Húsið er hitað með vatni úr iðrum jarðar, og þar eru ræktaðar agúrkur þó fimbulkuldi og skammdegi sé úti. Hvaðan kemur orkan til að knýja þessa gervisól? Orkan kemur meðal annars frá sólinni, því sólin er orkugjafi vatnsorkuvera. Án sólar væru engar ár til að virkja. Einnig er það kjarnorka, því orkugjafi jarðgufuorkuvera er kjarnorka í iðrum jarðar. Vatnsorkuver eru því nánast sólarorkuver og jarðgufuorkuver kjarnorkuver. Hvaðan kemur svo orka sólar? Auðvitað er það hrein kjarnorka. Er þá ekki vatnsorkuverið einnig óbeint að beisla kjarnorkuna?
Það má því segja að þetta sé sólin sem er undir fjallinu, eða næstum því...
...Vetrarnætur fjarri byggð geta verið rafmagnaðar
--- --- ---
Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...
Sjálfbærni jarðhitans á Reykjanesi
Menning og listir | Breytt 19.2.2010 kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Danskir vísindamenn uppgötva vísbendingar um uppruna vatns á jörðinni...
Það hlýtur að teljast meiriháttar afrek að finna vatn umhverfis unga stjörnu sem er í 815 ljósára fjarlægð frá jörðu, en það hafa danskir vísindamenn einmitt gert samkvæmt nýlegri grein í danska blaðinu Ingeniøren. Greinina má lesa hér á vefsíðu blaðsins.
Þessi uppgötvun getur hugsanlega hjálpað okkur að skilja uppruna vatnsins á jörðinni, en vatnið er undirstaða alls lífs.
Vísindamennirnir fundu mikið vatn umhverfis stjörnuna NGC1333-IRAS4B með litrófsmælingum. Til þess notuðu þeir sex stóra útvarpssjónauka sem eru við Grenoble í Frakklandi (sjá: Institut de Radioastronomie Millimétrique en þar er frétt im málið: Première localisation de leau dans un système planétaire en formation), en ekki venjulega sjónauka, þannig að það er ef til vill ekki alveg rétt að tala um litróf, en útvarpsbylgjur og ljós eru þó af sama meiði, þ.e. hvort tveggja rafsegulöldur.
Þetta er stjarna sem er að byrja að myndast úr geimryki. Umhverfis hana hefur fundist gríðarmikið magn af vatni sem vísindamennirnir hafa áætlað vera 100 sinnum meira en vatnið á jörðinni.
Hér má sjá hina ungu stjörnu NGC1333-IRAS4B. Efst til vinstri má sjá fingrafar vatns í "litrófinu" sem gulan topp ásamt merki frá lífrænum efnasamböndum sem bláa toppa. Neðst til vinstri má sjá hvar vatnið var að finna.
Myndin efst á síðunni sýnir hugmynd listamanns um hvernið þessi unga stjarna gæti litið út. Hugsanlega eiga reikistjörnur eftir að myndast í ryk-skífunni sem er umhverfis sólina.
Takk Albert Albertsson fyrir ábendinguna!
--- --- ---
Lesið alla greinina sem bloggarinn nappaði af vef Ingeniøren:
http://ing.dk/artikel/106239-dansk-opdagelse-giver-ny-viden-om-vands-tilblivelse-paa-jorden
Dansk opdagelse giver ny viden om vands tilblivelse på Jorden
Astronomer fra Danmark har fundet vanddamp omkring en stjerne, der blev til under sidste istid. Opdagelsen kan vise sig at være med til at løse gåden om, hvordan vand blev til på vores planet.
Af Thomas A. E. Andersen , onsdag 10. feb 2010 kl. 10:07
Fundet af vanddamp omkring en ung stjerne 815 lysår fra Jorden kan måske være med til at forklare, hvordan vandet, som er grundlag for liv som vi kender det i dag, er kommet til Jorden.
Det er en gruppe astronomer under ledelse af Jes Jørgensen fra Center for Stjerne og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum i København og Bonn Universitet som har fundet store mængder vanddamp i den roterende gas- og støvskive omkring stjernen NGC1333-IRAS4B.
Stjernen befinder sig 815 lysår fra Jorden og kan være forløberen for et planetsystem som vores eget solsystem.
Mere end 100 gange vandet i alle verdenshave
Ved hjælp af seks store radio-teleskoper placeret ved Grenoble i Frankrig, søgte astronomerne efter vand omkring den unge stjerne.
Stjernen NGC1333-IRAS4B blev dannet for cirka 10,000-50,000 år siden - samtidig med den sidste istid her på Jorden. Resultatet af observationerne viste, at der er en stor mængde vanddamp omkring
denne unge stjerne og det befinder sig inden for et område svarende til afstanden mellem Solen og den yderste planet i vores solsystem, Neptun.
Mængden af vand i skiven er langt større end hvad man tidligere har antaget - mere end 100 gange den samlede mængde vand i alle verdenshavene på Jorden. Ewine van Dishoeck fra Leiden Universitet i Holland, som er medforfatter på artiklen, siger i en pressemeddelse:
»På grund af de lave temperaturer i molekyleskyen er det meste af vandet blevet til is før stjernen er blevet dannet, men i skiven tæt på den unge stjerne fordamper alt vandet, så vi kan observere det med vores radioteleskoper.«
Kollapset molekylesky fik det til at regne
Vand er grundlaget for liv som vi kender det på Jorden. En stor del af vandet i havene på Jorden stammer sandsynligvis fra verdensrummet.
Solen og planeterne blev formentlig dannet for omkring 4.5 mia. år siden da en lille del af en sky af gas og støv i verdensrummet - en såkaldt molekylesky - faldt sammen på grund af dens egen tyngdekraft.
I molekyleskyen var der også en lille del vand, som på en eller anden måde fandt vej til vores egen Jord. Helt præcist hvordan, er et af de store ubesvarede spørgsmål i studierne af livets oprindelse på Jorden.
»Disse observationer har åbnet for en helt ny metode til at studere vand i unge solsystemer. De radiobølger, som vi kan observere med teleskoperne, gør det muligt for os at kigge meget dybere ind mod stjernen og dens skive, end det hidtil har været muligt. Vi kan dermed studere de fysiske og kemiske processer der har betydning for hvordan skiven udvikler sig og hvordan planeter bliver dannet,« siger Jes Jørgensen fra Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum.
Jes Jørgensen har lige startet en ny gruppe ved Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum, som fokuserer på netop de spørgsmål.
Han planlægger at benytte bl.a. ESOs kommende Alma-teleskop, som kan benyttes til at finde vand omkring mange unge stjerner og dermed fastlægge, om mængden af vand og hvor det befinder sig ændrer sig, mens stjernen bliver dannet.
Ítarefni:
http://www.iop.org/EJ/abstract/2041-8205/710/1/L72
WATER VAPOR IN THE INNER 25 AU OF A YOUNG DISK AROUND A LOW-MASS PROTOSTAR*
10.1088/2041-8205/710/1/L72 2010 ApJ 710 L72-L76 doi:
| ||||
Jes K. Jørgensen1,4 and Ewine F. van Dishoeck2,3
1 Argelander-Institut für Astronomie, University of Bonn, Auf dem Hügel 71, D-53121 Bonn, Germany
2 Leiden Observatory, Leiden University, P.O. Box 9513, NL-2300 RA Leiden, The Netherlands
3 Max-Planck Institut für extraterrestrische Physik, Giessenbachstrasse, D-85748 Garching, Germany
4 Current address: Centre for Star and Planet Formation, Natural History Museum of Denmark, University of Copenhagen, Øster Voldgade 5-7, DK-1350 Copenhagen K, Denmark.
E-mail: jes@snm.ku.dk and ewine@strw.leidenuniv.nl
ABSTRACT. Water is one of the key molecules in the physical and chemical evolution of star- and planet-forming regions. We here report the first spatially resolved observation of thermal emission of (an isotopologue of) water with the Plateau de Bure Interferometer toward the deeply embedded Class 0 protostar NGC 1333-IRAS4B. The observations of the H18 2O 31,3-22,0 transition at 203.4 GHz resolve the emission of water toward this source with an extent of about 02 corresponding to the inner 25 AU (radius). The H18 2O emission reveals a tentative velocity gradient perpendicular to the extent of the protostellar outflow/jet probed by observations of CO rotational transitions and water masers. The line is narrow, 1 km s1 (FWHM), significantly less than what would be expected for emission from an infalling envelope or accretion shock, but consistent with emission from a disk seen at a low inclination angle. The water column density inferred from these data suggests that the water emitting gas is a thin warm layer containing about 25 M Earth of material, 0.03% of the total disk mass traced by continuum observations.
Key words: astrochemistry; ISM: abundances; ISM: individual objects (NGC 1333-IRAS4B); protoplanetary disks; stars: formation
* Based on observations carried out with the Institut de Radioastronomie Millimétrique (IRAM) Plateau de Bure Interferometer. IRAM is supported by INSU/CNRS (France), MPG (Germany), and IGN (Spain).
Print publication: Issue 1 (2010 February 10)
Received 2009 October 18, accepted for publication 2010 January 7
Published 2010 January 22
Reyna má að nálgast sjálfa greinina hér.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Norðurljós og fegurð næturinnar...
Undarleg tilfinning fylgir því að standa undir stjörnubjörtum himni fjarri ljósmengun þéttbýlisins. Þá finnur maður til smæðar sinnar og hugur fullorðna barnsins fer á flug... Hvað er þarna uppi? Er einhver þarna að horfa niður til okkar, eða þannig? Ætti ég að prófa að senda honum kveðjur og veifa?
Humm... hugsar maðurinn með barnshjartað agndofa þar sem hann stendur einn úti í nóttinni undir ægifögrum stjörnuhimninum. Tekur það ekki kveðjuna nokkur ár að berast til næstu stjarna eins og Proxima Centauri í Mannfáknum, og enn lengri tíma til annarra stjarna? Jamm..., við getum þó að minnsta hugsað hlýlega til þessara geimvera, enda erum við víst sjálf einnig geimverur...
Þarna uppi eru milljónir milljóna stjarna og umhverfis margar svífa reikistjörnur. Sumar með lífi, jafnvel vitsmunalífi eins og á okkar reikistjörnu sem við nefnum Jörð. Þarna uppi eru stjörnumerkin sem gefa himninum líf, eins og Stóri Björn eða Karlsvagninn sem sjá má efst á myndinni.
"Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt", kvað Tómas. Eins er það með næturhimininn. Um leið og litli maðurinn lærir nöfn á nokkrum stjörnumerkjum öðlast himininn líf. Hann fer að verða vinur manns. Vinur sem alltaf er nærri á dimmum vetrarkvöldum.
Enn undarlegri verður tilfinningin þegar himininn logar í norðurljósum sem sýna okkur dans sem þeim einum er lagið. Norðurljósin koma frá okkar eigin stjörnu, hinnar einu sönnu dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl. Eins konar himnasending sem sólvindurinn ber til hinna örsmáu jarðarbúa sem halda að þeir séu í miðju alheimsins...
Smella má tvisvar á myndina til að stækka.
Myndin er tekin síðastliðið haust nærri Geysi með Canon EOS 400D / 17-85mm.
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...
Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 30. janúar 2010
Litlir vinir á lækjarbakka...
Þessum vinum mætti ég einn fagran haustdag á liðnu ári. Sumri var tekið að halla og vetur í nánd. Einhver undarleg ró hvíldi yfir öllu eftir amstur sumarsins sem hafði verið einstaklega milt og fallegt. Eiginlega kom það á óvart hve spakir þessi fallegu stálpuðu heiðlóuungar voru á árbakkanum. Engu var líkara en þeir könnuðust við mig og vissu að ekkert væri að óttast, þó risinn ég væri svo sem þúsundfalt þyngri en þeir. Vissulega voru það ekki bara tveir vinir sem þarna hittust á árbakkanum fallega í lok sumars, heldur þrír vinir sem nutu þess að vera til.
Uppfært 31. jan og 10. feb: Sjá athugaemdir. Líklega eru þetta stálpaðir lóuungar en ekki auðnutittlingar eins og fyrst stóð í textanum en hefur nú verið leiðrétt :-)
Myndin er tekin 4. október 2009 við Almenningsá í Bláskógabyggð með CANON EOS 400D / Canon 17-85 mm IS. Ramminn er gerður með Photoshop Elements 8. Myndina má stækka með því að tvísmella á hana.
Menning og listir | Breytt 10.2.2010 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 15. janúar 2010
Skógræktarritið og vorið sem er næstum á næsta leiti...
Þó sólin sé rétt aðeins farin að hækka á lofti, og daginn aðeins örlítið farið að lengja, þá finnur maður strax mun. Sólin er greinilega heldur hærra á himninum en á vetrarsólstöðum, og dagurinn greinilega heldur lengri. Það fer ekki á milli mála.
Það er ekki laust við að maður sé farinn að hlakka örlítið til vorsins. Kannski er það til marks um þessa tilhlökkun að hinn sami maður sé farinn að laumast til að kíkja í Skógræktarritið æ oftar. Síðasta eintakið liggur á náttborðinu, en það merkilega við Skógræktarritið er að það er hægt að lesa það aftur og aftur. Stinga hendinni blindandi inn í staflann og út kemur einhver gersemi, - gamall vinur. Fátt er eins notalegt og sofna eftir að hafa gluggað í þetta einstalega vandaða blað og svífa síðan inn í fagurgræna draumaheima. Jafnvel um hávetur.
Það sem einkennt hefur Skógræktarritið er hin mikla alúð sem lögð er við gerð þess. Í ritinu koma saman fræðimenn og áhugamenn, þannig að það verður enstaklega áhugavert. Það er greinilegt að allir eru að skrifa um málefni sem þeim þykir vænt um. Kannski er það ástæðan fyrir því hve þetta óvenjulega rit er vinalegt.
Hvað ætli margir Íslendingar séu í skógræktarfélögum? Þeir eru líklega æði margir, því á vefnum www.skog.is er listi með vefkrækjum yfir 60 skógræktarfélög í öllum landshlutum.
... Og svo er vorið einhvers staðar handan horns. Innan skamms kviknar ástin í hjörtum litlu fuglanna og þeir gleðja okkur með söng sínum meðan þeir gera sér hreiður og koma upp ungunum sínum. Þá er vorið vissulega komið, en auðvitað er veturinn ekki búinn. Milda veðrið undanfarið platar okkur svolítið og Þorrinn er eftir. Hann getur verið illskeyttur - En sólin hækkar á lofti og með hverjum deginum sem líður verður bjartara, - einnig í hugum okkar...
(Myndin efst á síðunni er tekin í Haukadalsskógi í ágúst 2005. Myndina má auðvitað stækka með því að tvísmella á hana. Það kunna víst flestir :-)
Nokkrar vefsíður skógræktarfélaga.
Smellið á nafn félags til að opna síðu:
www.skog.is
Skógræktarfélag Íslands
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Skógræktarfélag Kópavogs
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Skógræktarfélag Neskaupstaðar
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Skógræktarfélag Selfoss (Sk. Árnesinga)
Skógræktarfélag Stykkishólms
Menning og listir | Breytt 16.1.2010 kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 21. desember 2009
Sólstöður í dag og dagurinn hænufeti lengri á morgun - Undarleg mynd...
Í dag eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf og sólin lægst á lofti. Nóttin er löng og dagurinn er stuttur. Á morgun hefst nýtt ár. Nýtt ár í þeim skilningi að daginn fer að lengja aftur, ekki mikið í fyrstu, en á morgun verður hann þó einu hænufeti lengri en í dag. Fyrsta skref hænunnar er aðeins 9 sekúndur, síðan 27 sekúndur, svo 44 sekúndur, og sífellt verða skrefn lengri. Áður en við vitum af fer vorilmur að finnast í lofti, fuglar að syngja, ástin blómstrar og vorið er komið!
Í dag kemst sólin ekki hærra en 2,7 gráður yfir sjóndeildarhring á höfuðborgarsvæðinu. Enn lægra norðan heiða. Bloggarinn horfði til sólar um helgina og smellti af mynd. Eitthvað er hún undarleg. Gæti næstum verið frá öðrum heimi,,,
Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 13. desember 2009
Frábær bók fyrir stráka á öllum aldri - og stelpur líka: Sagittaríus rísandi eftir flugkappann Cesil Lewis...
Ég hef verið að glugga í nýja bók Sagittrius rísandi, sem á frummálinu heitir Sagittarius rising.
Höfundur bókarinnar er Cesil Lewis sem var sannkölluð flughetja í fyrri heimsstyrjöldinni, en kom síðar víða við. Hann umgekkst Bernard Shaw, var einn af stofnendum BBC og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndahandrit.
Nánar er fjallað um bókina og höfundinn hér fyrir neðan.
Halldór Jónsson verkfræðingur og einkaflugmaður þýddi bókina. Þar sem Halldór hefur lifað og hrærst í fluginu um áratuga skeið verður þýðingin einstaklega lifandi. Hann hikar ekki við að nota talsmáta íslenskra flugmanna og slettir stundum útlensku þegar þann þýðir samræður, en þannig tala menn einmitt saman í dag. Hann gætir þess þó að útskýra hugtökin og nota rétt íslensk orð í athugasemdum neðanmáls. Þetta gerir frásögnina miklu eðlilegri en ella. Reyndar hef ég enn sem komið er aðeins gluggað í kafla og kafla og á eftir að lesa bókina í heild.
Það er merkilegt til þess að hugsa að þegar sagan hefst var ekki liðinn nema rúmur áratugur síðan Wright bræður flugu flugvél sinni árið 1903. Lýsingarnar í bókinni eru svo lifandi að manni finnst sem maður sé þáttakandi stríðinu og sé kominn í þessar frumstæðu flugvélar þar sem menn flugu eftir tilfinningunni einni saman.
Í mörgum blundar pínulítil flugdella. Þeir munu örugglega kunna að meta þessa bók sem fæst a.m.k. í Pennanum og Eymundsson. Útgefandi er bókaútgáfan Hallsteinn.
(Myndina efst á síðunni má stækka til að hún verði læsileg með því að tví- eða þrísmella á hana).
Aftan á bókinni er þessi texti:
|
Gömul kvikmynd frá fyrrastríðs árunum
Tví- eða þrísmella á mynd til að stækka og lesa.
Menning og listir | Breytt 25.12.2009 kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Galdrabrennur og gjörningaveður - Myndband...
Getur verið að hlýindum fylgi velmengun og viska,
en fátækt og forheimskun kuldatímabilum?
Hvers vegna var forheimskunin svona mikil fyrir fimm hundruð árum?
Hvers vegna var fólk tekið af lífi í þúsundavís eftir að ofviðri skall á? Þessu er svarað í myndbandinu.
Dr. Sallie Baliunas fjallar í myndbandinu um galdrabrennur og fleira fyrr á tímum. Hún er stjarneðlisfræðingur að mennt og starfar við Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics.
Fróðleg grein:
Witchcraft, Weather and Economic Growth in Renaissance Europe
Menning og listir | Breytt 27.11.2009 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði