Færsluflokkur: Umhverfismál

"Sáning birkifræs - Endurheimt landgæða" - Myndband...

 

 

 

Nú er einmitt rétti tíminn til að safna birkifræi. Síðan má sá því í haust og upp vex fallegur skógur!

 

 

 

 


Bloggarinn rakst á þetta fróðlega myndband á netinu.  Sjá hér.

 

Eftirfarandi texti fylgir myndbandinu:

 

Fræðslu- og kennslumyndband: Söfnun, verkun og sáning birkifræs.

Birki hefur vaxið á Íslandi frá örófi alda og það vex um allt land milli fjalls og fjöru. Birki er eina innlenda trjátegundin sem myndar samfellda skóga. Frá landnámi hefur birki verið nytjað, skógarnir beittir og viðurinn nýttur. Stærstu og fallegustu tréin hafa verið felld og lakari tré staðið eftir og æxlast saman. Líklegt er því að birkið hafi eitthvað úrkynjast.

En hvernig getum við skilað Náttúrunni því sem frá henni var tekið?

Við getum safnað og sáð birkifræi út í náttúruna. Ekki ætti að flytja fræ á milli landshluta vegna þess að birkið hefur lagað sig að staðbundnum vaxtaraðstæðum í aldanna rás.

Velja skal heilbrigð falleg birkitré til frætöku, hávaxin, beinstofna og ljós á börk. Ákjósanlegur tími til fræsöfnunar er í þurru veðri frá miðjum ágúst fram að lauffalli á haustin, eða svo lengi sem frækönglarnir tolla saman. Stórir og vel þroskaðir frækönglar eru bestir. Þeir mega vera grænir að utan en fræið á milli fræhlífanna inni í könglinum verður að vera svolítið brúnt á lit. Gott era ð farið sé að losna um fræið í könglinum.

Könglarnir þorna við stofuhita á einni viku. Þegar hægt er að mylja könglana milli fingranna er tímabært að sá. Stundum er hægt að sá fræinu í sömu ferð og því er safnað. Þurfi að geyma fræið, verður að þurrka það vel og geyma í bréfpoka í kæliskáp. Vel þurrkað birkifræ getur geymst í kæli í nokkur ár.

Best er að sá fræinu á hálfgróið land sem verður að vera friðað fyrir beit. Gott er að ífa upp jarðveginn með garðhrífu eða róta jarðveginum til með fætinum áður en sáð er.

Birkifræ er örsmá vængjuð hneta sem ekki má hylja með jarðvegi, heldur er nóg að stíga það niður með fæti til þess að fræið nái jarðvegsbindingu. Þetta er grundvallar atriði. Sumstaðar gefst vel að sá í litla bletti með nokkurra metra bili. Á gróðurvana landi, á melum og í moldarflögum er frostlyfting og næringarlítill jarðvegur. Við slíkar aðstæður ætti bera á svolítið af grasfræi og áburði með birkifræinu.

Þegar birkið vex upp í fyllingu tímans sér náttúran sjálf um að græða upp landið.

Umsjón, handrit og tónlist: Steinn Kárason
http://steinn.is/

Kvikmyndataka og klipping: Steingrímur Erlendsson


Myndband þetta var framleitt af AXA ehf
http://axa.is

 

 

 

 

 


Hin ófrýnilega ertuygla sem étur næstum allt...

 

 

ertuygla-lirfur.jpg

 


Ertuyglan er einstaklega hvimleið, eða öllu heldur lirfa hennar.  Fiðrildið er allstórt og helst á ferli fyrrihluta sumars, og er ekkert sérstakt augnayndi. Lirfur ertuyglunnar klekjast út síðsumars og birtast þá í milljónavís, sérstaklega á Suðurlandi.  Þær gera sér flestar plöntur að góðu, en tegundir af ertublómaætt  eru í mestu uppáhaldi og af því dregur tegundin nafnið.  Lirfan er með gulum og svörtum röndum og risastór miðað við "venjulegan" grasmaðk.

Það er með ólíkindum hve þær eru gráðugar og fljótar að vaxa. Á undraskömmum tíma eru þær búnar að hreinsa nánast öll lauf af gróðrinum sem þær ráðast á, og fara sem logi yfir akur. Þessar lirfur eru einstaklega óvelkominn gestur.

Líklega er þessi skrautlega lirfa bragðvond, því fuglarnir virðast ekki hafa neinn áhuga á henni. Hún á því fáa óvini í lífríkinu, enda er hún ekkert að reyna að fela sig.

Myndina tók ég um síðustu helgi. Lirfurnar höfðu þarna komið sér fyrir í rifsberjarunna og voru langt komnar með að hreinsa allt lauf af honum. Runninn var bókstaflega iðandi í þessum kvikindum. Ekki beinlínis geðslegt. Maðkarnir létu þó gómsætu berin mín í friði :-)

Þarna mátti sjá maðkinn í hvönn, öspi, hlyn, víði..., en af einhverjum ástæðum létu þær fáeinar lúpínur sem þarna voru á árbakka í hundrað metra fjarlægð i friði . Kannski þær hafi ætlað sér að hafa þjóðarblómið í ábæti.

 

 Sjá grein um Ertuygluna (Melanchra pisi) á vef Náttúrufræðistofnunar.

 

 

 

Njóta má maðksins í réttri stærð á skjánum með því að þrísmella á myndina.
Er þessi "ágenga framandi lífvera" ekki bara falleg greyið?

Grein í Nature: Kenning Henriks Svensmark um áhrif geimgeisla og sólvirkni á skýjafar virðist hafa verið staðfest hjá CERN...

 

cloud-facility-110824.jpg

 

 

Í hinu þekkta ritrýnda vísindariti Nature birtist í dag grein um niðurstöður tilraunarinnar CLOUD hjá CERN í Sviss. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar fyrir kenninguna um samspil geimgeisla, virkni sólar og skýjafars. 

Til hamingju Henrik Svensmark!

Sjá frétt sem birtist á vefsíðu Nature í dag: http://www.nature.com/news/2011/110824/full/news.2011.504.html

Cloud formation may be linked to cosmic rays

Experiment probes connection between climate change and radiation bombarding the atmosphere.

It sounds like a conspiracy theory: 'cosmic rays' from deep space might be creating clouds in Earth's atmosphere and changing the climate. Yet an experiment at CERN, Europe's high-energy physics laboratory near Geneva, Switzerland, is finding tentative evidence for just that.

The findings, published today in Nature1, are preliminary, but they are stoking a long-running argument over the role of radiation from distant stars in altering the climate....

Meira hér.

---

Úrdrátt úr greininni má lesa hér á vefsíðu Nature: http://www.nature.com/nature/journal/v476/n7361/full/nature10343.html

Role of sulphuric acid, ammonia and galactic cosmic rays in atmospheric aerosol nucleation

 ...

Atmospheric aerosols exert an important influence on climate1 through their effects on stratiform cloud albedo and lifetime2 and the invigoration of convective storms3. Model calculations suggest that almost half of the global cloud condensation nuclei in the atmospheric boundary layer may originate from the nucleation of aerosols from trace condensable vapours4, although the sensitivity of the number of cloud condensation nuclei to changes of nucleation rate may be small5, 6. Despite extensive research, fundamental questions remain about the nucleation rate of sulphuric acid particles and the mechanisms responsible, including the roles of galactic cosmic rays and other chemical species such as ammonia7. Here we present the first results from the CLOUD experiment at CERN. We find that atmospherically relevant ammonia mixing ratios of 100 parts per trillion by volume, or less, increase the nucleation rate of sulphuric acid particles more than 100–1,000-fold. Time-resolved molecular measurements reveal that nucleation proceeds by a base-stabilization mechanism involving the stepwise accretion of ammonia molecules. Ions increase the nucleation rate by an additional factor of between two and more than ten at ground-level galactic-cosmic-ray intensities, provided that the nucleation rate lies below the limiting ion-pair production rate. We find that ion-induced binary nucleation of H2SO4–H2O can occur in the mid-troposphere but is negligible in the boundary layer. However, even with the large enhancements in rate due to ammonia and ions, atmospheric concentrations of ammonia and sulphuric acid are insufficient to account for observed boundary-layer nucleation.

Meira hér.

Hér er um að ræða áfangaskýrslu, og tilraunum ekki lokið. Það er þó vissulega ánægjulegt þegar menn sjá árangur erfiðis síns. Það er þó rétt og skylt að draga ekki neinar ályktanir strax, því fæst orð hafa minnsta ábyrgð...   Það er þó óhætt að segja að þetta sé verulega áhugavert og spennandi...

Var einhver að hvísla, ætli Henrik Svensmark eigi eftir að fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði? Hver veit?  :-)

                                                                  *****

 

 

                                                                   *****

 

Eldri pistlar um kenningu Henriks Svensmark:

Er jörðin að hitna? Ekki er allt sem sýnist... 1. febrúar 1998.

Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar
... 1. janúar 2007.

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....
20. feb. 2007.

Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...
8. júní 2009

Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...
1. ágúst 2009.

Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefalervores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«...  11. september 2009.

Ný tilraun við Árósarháskóla rennir stoðum undir kennirnar Henriks Svensmarks um áhrif geimgeisla og sólar á skýjafar - og þar með væntanlega á hnatthlýnun eða hnattkólnun...  5. júní 2011.

cloudlogo.jpg

Nokkrar krækjur:

 Cosmic rays get ahead in CLOUD
http://www.rsc.org/chemistryworld/News/2011/August/24081102.asp

Cloud formation may be linked to cosmic rays
http://www.nature.com/news/2011/110824/full/news.2011.504.html

Svensmarks klimateori får rygstød fra Cern
http://ing.dk/artikel/121410-svensmarks-klimateori-faar-rygstoed-fra-cern

Probing the cosmic-ray–climate link
http://physicsworld.com/cws/article/news/46953

Klimaforschung am Teilchenbeschleuniger: Beschreibung der Aerosolneubildung muss revidiert werden
http://www.psi.ch/media/klimaforschung-am-teilchenbeschleuniger-in-german

CERN experiment confirms cosmic ray action
http://calderup.wordpress.com

 

                                                      --- --- ---

 

nature_greinin_kirkby.jpg

 Uppfært 30.8.2011: 

Þegar greinin sjálf er lesin kemur í ljós að hún er alls ekki ný. Hún er send Nature 9. september 2010, og væntanlega skrifuð nokkru áður, eða fyrir meira en ári.
"Received 9 September 2010; accepted 24 June 2011".

CLOUD tilrauninni hjá CERN er þó alls ekki lokið ennþá.

 

Uppfært 1.9.2011:

Prófessor dr. Nir Shaviv skrifar í dag grein hér sem vert er að lesa. Hann er einstaklega vel að sér í loftslagsfræðum, og því vert að veita athygli hvaða skoðun hann hefur.

Greinin byrjar þannig: "The CLOUD collaboration from CERN finally had their results published in Nature (TRF, full PDF), showing that ionization increases the nucleation rate of condensation nuclei. The results are very beautiful and they demonstrate, yet again, how cosmic rays (which govern the amount of atmospheric ionization) can in principle have an effect on climate.

What do I mean? First, it is well known that solar variability has a large effect on climate. In fact, the effect can be quantified and shown to be 6 to 7 times larger than one could naively expect from just changes in the total solar irradiance. This was shown by using the oceans as a huge calorimeter (e.g., as described
here). Namely, an amplification mechanism must be operating.

One mechanism which was suggested, and which now has ample evidence supporting it, is that of solar modulation of the cosmic ray flux (CRF), known to govern the amount of atmospheric ionization. This in turn modifies the formation of cloud condensation nuclei, thereby changing the cloud characteristics (e.g. their reflectivity and lifetime). For a few year old summary, take a look here.

So, how do we know that this mechanism is necessarily working? ...".    [MEIRA]

 Áhugavert myndband með Nir Shaviv er hér. Myndbandið er frá árinu 2010.

 

 

 

 (Er ekki annars merkilegt hve sumir (margir?) hafa miklar áhyggjur af því að
kenningar Svensmarks reynist réttar...   
Auðvitað ættu allir að gleðjast ef svo reynist, því þá væri ljóst að
hlýnun undanfarinna áratuga sé að miklu (mestu?) leyti að völdum náttúrulegra breytinga,
og á því væntanlega eftir að ganga til baka.
Þá geta menn farið að anda rólega aftur, eða anda með nefinu eins og sagt er...).


Erindi Vaclav Klaus forseta Tékklands um loftslagsmál, Evrópusambandið o.fl. á fundi Blaðamannafélags Ástralíu...

 

 


klausvaclavczechpresident-b.jpgFyrir fáeinum dögum hélt Vaclav Klaus forseti Tékklands erindi hjá National Press Club of Australia. Hann fjallaði fyrst og fremst um loftslagsmálin svonefndu frá sjónarhóli hagfræðinnar, en sleppti því að fjalla um loftslagsvísindin. Vaclav Klaus er með doktorspróf í hagfræði og því málið skylt.

Vaclav Klaus sem er nýorðinn sjötugur hefur lifað tímana tvenna, og varð því í erindinu oft hugsað til tímabils kommúnismans í Tékklandi.  Auk loftslagsmálanna fjallaði hann einnig smávegis um Evrópusambandið og Evruna. Eftir fyrirlesturinn svaraði forsetinn fyrirspurnum fundarmanna.

Hvort einhvert sannleikskorn er í því sem Vaclav Klaus hefur fram að færa er svo annað mál. Það verður auðvitað hver og einn að meta fyrir sig. Auðvitað getur vel verið að skoðanir hagfræðingsins stuði einhverja, en þannig er bara lífið. Sem betur fer er frelsi til að tala og skrifa. Frelsi sem Vaclav Klaus, sem búið hefur og starfað þar sem frelsið var ekki mikils virði, kann vel að meta.  - Hvað sem öðru líður, þá er öllum hollt að sjá hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni. Það er nauðsynlegt að skoða í upphafi hvaða afleiðingar vanhugsaðar aðgerðir, jafnvel vel meintar, geta haft varðandi efnahag þjóða, ekki síst hinna efnaminni. Þær geta nefnilega hæglega orðið mjög afdrifaríkar.

Hér er kynning á fyrirlesaranum á vefsíðu National Press Club of Australia.  Hann er höfundur bókarinnar A Blue Planet in Green Shackles þar sem fjallað er um hliðstæð mál.

Það er vel þess virði að kynnast sjónarmiði Vaclav Klaus. Það er rétt að ítreka að hann fjallar um loftslagsmálin frá sjónarhóli hagfræðinnar og reynslu sinnar sem stjórnmálamanns, en ekki loftslagsvísindanna.  Fyrirlesturinn sjálfur er um hálftíma langur, en síðan svarar hann fyrirspurnum.

 


 

Athugsemdakerfið verður óvirkt í þetta sinn.

 

Njótið vel helgarinnar og frídags verzlunarmanna.... GetLost

 

 

 

 

What is at stake is not environment. It is our freedom.

                                                                                                                              Václav Klaus


Ný grein breskra vísindamanna spáir köldum vetrum á Bretlandseyjum...

 

 

hungurvofan.jpg

 Hungurvofan?



 

Í dag 5. júlí birtist í tímaritinu Environmental Research Letters grein sem vekur nokkurn hroll. Greinin nefnist "The solar influence on the probability of relatively cold UK winters in the future". Tíamritið er gefið út af IOP-Institute of Physics www.iop.org  

Greinin, sem er eftir prófessor Mike Lockwood hjá Reading háskóla o.fl., er aðgengileg hér: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/3/034004

virðist vera ljóst að virkni sólar verður öllu minni næstu áratugina en hún hefur verið undanfarna áratugi. Í þessari nýju grein eru líkur á köldum vetrum á Bretlandseyjum næstu áratugina reiknaðar út.

Sami hópur vísindamanna hjá University of Reading tengdi á síðasta ári kalda vetur í Bretlandi á undanförnum öldum við litla sólvirkni, og spáði þá að á næstunni gæti minnkandi sólvirkni leitt til kaldari vetra, jafnvel eins kaldra og voru meðan á Maunder lágmarkinu stóð frá um 1645 til 1715, en þá var verulega kalt í Evrópu, svo kalt að þykkur ís var iðulega á ánni Thames.

Í þessari nýju rannsókn hafa vísindamennirnir litið til virkni sólar síðastliðin 9300 ár. Vísindamönnunum reiknast til að líkurnar á kuldaskeiði í Bretlandi sem er sambærilegt við það sem var meðan á Maunder lágmarkinu stóð séu 1:10 eða 10%.

Sjá frétt frá því í dag hér á vefsíðu IOP - Institute of Physics: "...Over the next 50 years, the researchers show that the probability of the Sun returning to Maunder minimum conditions is about 10 per cent, raising the chances that the average winter temperature will fall below
2.5 oC to around 1 in 7, assuming all other factors, including man-made effects and El Niño remain constant. ..."


Í vísindagreininni er fjallað um hitafar næstu áratugina í Bretlandi.  Greinin fjallar ekki um hugsanleg hnattræn áhrif og ekki um áhrifin á Íslandi.    Þar verðum við að láta ímyndunaraflið duga... Við getum þó rifjað upp að mjög víða í heiminum var mjög kalt meðan á Maunder lágmarkinu stóð, og einnig á Íslandi:

Þór Jakobsson fjallaði um þetta í erindi sínu á Oddastefnu 1995 "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags" og vitnaði í annála:

"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Nú, hvernig í ósköpunum stendur á því að aðeins er reiknað með kólnun á Bretlandseyjum í takt við minnkandi virkni sólar? Er blessaðri sólinni svona illa við Breta?  Varla. Líklega er skýringin sú að hitaferillinn sem þeir notuðu nær eingöngu til Englands, en það er hinn margfrægi Central England Temperature (CET) hitaferill sem nær aftur til ársins 1659, en hann sýnir lofthita mældan með mælitækjum samfellt allt aftur til ársins 1659, og er því sá hitaferill hitamæla sem sem nær yfir lengst tímabil. Það er einfaldlega ekki kostur á sambærilegum mælingum utan Bretlands.

-

Af þessu máli hljóta allir skynsamir menn að hafa nokkrar áhyggjur. Aðrir brosa bara í kampinn. Við munum eftir áhrifunum sem harðir vetur t.d. í Bretlandi höfðu á samgöngur síðastliðna tvo vetur. Það voru þó bara smámunir. Verði sumur einnig köld, þá er auðvitað hætt við uppskerubresti með hærra verði á matvælum, þannig að hinir efnaminni gætu liðið skort og hungurvofan etv. ekki langt undan...    Skynsamt fólk hefur alltaf Plan-B og gerir ráð fyrir að málin geti snúist mönnum í óhag. Treystir ekki bara á guð og lukkuna. Siglir ekki í einhverri sæluvímu að feigaðrósi... "Þetta reddast einhvernvegin", - er það nú alveg víst?  Við skulum þó vona hið besta og ekki leggjast í þunglyndi alveg strax...  Ekki er þó ólíklegt að bresk stjórnvöld hafi þennan möguleika á kólnun í huga, sérstaklega eftir ástandið þar í landi tvo undanfarna vetur.

 

 

Í samantekt greinarinnar stendur:


Recent research has suggested that relatively cold UK winters are more common when solar activity is low (Lockwood et al 2010 Environ. Res. Lett. 5 024001).

Solar activity during the current sunspot minimum has fallen to levels unknown since the start of the 20th century (Lockwood 2010 Proc. R. Soc. A 466 303–29) and records of past solar variations inferred from cosmogenic isotopes (Abreu et al 2008 Geophys. Res. Lett. 35 L20109) and geomagnetic activity data (Lockwood et al 2009 Astrophys. J. 700 937–44) suggest that the current grand solar maximum is coming to an end and hence that solar activity can be expected to continue to decline.

Combining cosmogenic isotope data with the long record of temperatures measured in central England, we estimate how solar change could influence the probability in the future of further UK winters that are cold, relative to the hemispheric mean temperature, if all other factors remain constant. Global warming is taken into account only through the detrending using mean hemispheric temperatures. We show that some predictive skill may be obtained by including the solar effect.

Nánar hér: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/3/034004
Greinin öll er þar aðgengileg sem pdf og html.

 

 

 

thames-5-b_527654_1096017.jpg
 
Ísilögð Thames í London árið 1677

 


American Astronomical Society í dag: Þrjá rannsóknir benda til hratt minnkandi sólvirkni á næstunni...

 

sunspots-shadow.jpg


Merkilegar fréttir voru að berast í dag frá ráðstefnu Bandaríska Stjarnfræðifélagsins, American Astronomical Society,  sem haldin er í þessari viku í New Mexico State University í Las Cruces, New Mexico.

Lesa má frétt um málið á SPACE.COM.  Sjá hér.     Upphaflega fréttatilkynningin er hér neðst á síðunni og myndir sem henni fylgdu eru hér. Vídeó-frétt John Colemans má sjá hér.

Samkvæmt fréttinni benda niðurstöður þriggja rannsókna til þess að virkni sólar stefni í mjög mikla lægð á næstu árum. Um er að ræða rannsóknir í iðrum sólar, á yfirborðinu og í kórónu hennar.   Um sólina má fræðast hér á Stjörnufræðivefnum.

Fréttin frá ráðstefnunni hefst þannig:

Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

Date: 14 June 2011 Time: 01:01 PM ET

 

 

Some unusual solar readings, including fading sunspots and weakening magnetic activity near the poles, could be indications that our sun is preparing to be less active in the coming years.

The results of three separate studies seem to show that even as the current sunspot cycle swells toward the solar maximum, the sun could be heading into a more-dormant period, with activity during the next 11-year sunspot cycle greatly reduced or even eliminated.

The results of the new studies were announced today (June 14) at the annual meeting of the solar physics division of the American Astronomical Society, which is being held this week at New Mexico State University in Las Cruces.

Ennfremur segir:

"This is highly unusual and unexpected," said Frank Hill, associate director of the National Solar Observatory's Solar Synoptic Network. "But the fact that three completely different views of the sun point in the same direction is a powerful indicator that the sunspot cycle may be going into hibernation."

...

"We expected to see the start of the zonal flow for Cycle 25 by now, but we see no sign of it," Hill said. "This indicates that the start of Cycle 25 may be delayed to 2021 or 2022, or may not happen at all."

...

"If we are right, this could be the last solar maximum we'll see for a few decades," Hill said. "That would affect everything from space exploration to Earth's climate."

 

Þessi frétt barst í dag kl. 17 að íslenskum tíma. Væntanlega á hún eftir að vekja athygli og umræður.

Sjá nánar á Space.com:   


Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

 

 

--- --- ---

 

 
Hér er samantekt (abstract) greinanna sem vísað er til í tilkynningunni:
 

P16.10
Large-scale Zonal Flows During the Solar Minimum — Where Is Cycle 25?13
Frank Hill, R. Howe, R. Komm, J. Christensen-Dalsgaard, T. P. Larson, J. Schou, M. J. Thompson


The so-called torsional oscillation is a pattern of migrating zonal flow bands that move from midlatitudes towards the equator and poles as the magnetic cycle progresses. Helioseismology allows us to probe these flows below the solar surface. The prolonged solar minimum following Cycle 23 was accompanied by a delay of 1.5 to 2 years in the migration of bands of faster rotation towards the equator. During the rising phase of Cycle 24, while the lower-level bands match those seen in the rising phase of Cycle 23, the rotation rate at middle and higher latitudes remains slower than it was at the corresponding phase in earlier cycles, perhaps reflecting the weakness of the polar fields. In addition, there is no evidence of the poleward flow associated with Cycle 25. We will present the latest results based on nearly sixteen years of global helioseismic observations from GONG and MDI, with recent results from HMI, and discuss the implications for the development of Cycle 25.

-

P17.21
A Decade of Diminishing Sunspot Vigor

W. C. Livingston, M. Penn, L. Svalgaard
s Convention Center

Sunspots are small dark areas on the solar disk where internal magnetism, 1500 to 3500 Gauss, has been
buoyed to the surface. (Spot life times are the order of one day to a couple of weeks or more. They are thought to be dark because convection inhibits the outward transport of energy there). Their “vigor” can be described by spot area, spot brightness intensity, and magnetic field. From 2001 to 2011 we have measured field strength and brightness at the darkest position in umbrae of 1750 spots using the Zeeman splitting of the Fe 1564.8 nm line. Only one observation per spot per day is carried out during our monthly telescope time of 3-4 days average. Over this interval the temporal mean magnetic field has declined about 500 Gauss and mean spot intensity has risen about 20%. We do not understand the physical mechanism behind these changes or the effect, if any, it will have on the Earth environment.

-

P18.04
Whither goes Cycle 24? A View from the Fe XIV Corona
Richard C. Altrock


Solar Cycle 24 had a historically prolonged and weak start. Observations of the Fe XIV corona from the Sacramento Peak site of the National Solar Observatory showed an abnormal pattern of emission compared to observations of Cycles 21, 22, and 23 from the same instrument. The previous three cycles had a strong, rapid “Rush to the Poles” in Fe XIV. Cycle 24 displays a delayed, weak, intermittent, and slow “Rush” that is mainly apparent in the northern hemisphere. If this Rush persists at its current rate, evidence from previous cycles indicates that solar maximum will occur in approximately early 2013. At lower latitudes, solar maximum previously occurred when the greatest number of Fe XIV emission regions* first reached approximately 20° latitude. Currently, the value of this parameter at 20° is approximately 0.15. Previous behavior of this parameter indicates that solar maximum should occur in approximately two years, or 2013. Thus, both techniques yield an expected time of solar maximum in early 2013.
*annual average number of Fe XIV emission features per day greater than 0.19

 

 

 

 

http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_512_4500.jpg

 


 

Sólin í dag. Sjá dagsetningu og tíma á myndinni.

(UT = Universal Time sem er sama og íslenskur staðartími).

Fjölda beintengdra mynda og ferla má sjá hér á Solar Reference Page.

 

 

Fréttin í dag hefur vakið athygli og er víða. Sjá til dæmis:   Hér. Hér. Hér. Hér.

 

 

national_geographic.jpg

 

 

National Geographic:

21:30


Ný hitamæligögn frá gervihnöttum (UAH maí 2011)...


msu-uah-may_2011_600w.jpg

Þessi nýi ferill var að birtast á vefsíðu Dr. Roy Spencer. Sjá hér. Ferillinn sýnir meðalhita lofthjúps jarðar í rúm 30 ár, eða á tímabilinu 1979 til loka maímánaðar síðastliðinn. Það er að segja, allan þann tíma sem slíkar mælingar frá gervihnöttum hafa verið framkvæmdar.

Græna lárétta línan er meðaltal síðustu 30 ára og ferillinn frávik frá því meðaltali.

Mælipunktar síðustu tveggja mánaða eru innan rauða hringsins lengst til hægri. Frávikið frá 30 ára meðaltalinu reyndist vera 0,13 gráður C.


Sjá skýringar í pistlinum frá 13. apríl s.l. hér.

 

Hve mikið er 0,13 gráður á Celcius? Það fer eftir því við hvað er miðað. Lofthiti lækkar um svo sem 0,7 gráður ef við förum 100 metra upp. Þessi hitabreyting um 0,13 gráður samsvarar því hæðarmun sem nemur um 20 metrum.

En 0,7 gráður eru því sem næst sama og sú hækkun sem orðið hefur á síðustu 150 árum, samtals af völdum náttúrunnar og losun manna á koltvísýringi. Sú breyting í hitastigi jafngildir því um 100 metrum í hæð. Ekki er fjarri því að þessi breyting um 0,7 gráður jafngildi einnig um 100 km í norður-suður.

Svona nokkurn vegin...            Mikið eða lítið?             Hummm... Errm     

 

Flest af því sem er á þessari mynd hefði maður í hefðbundnum mælingum flokkað undir suðu (noise) eða flökt.

 

 

12:33


Ný tilraun við Árósarháskóla rennir stoðum undir kennirnar Henriks Svensmarks um áhrif geimgeisla og sólar á skýjafar - og þar með væntanlega á hnatthlýnun eða hnattkólnun...

svensmark2.jpg

Það er orðið allnokkuð síðan skrifaður var pistill um kenningar HenriksSvensmarks um samband milli virkni sólar og skýjafars, og því kominn tími tilað skrifa smá uppfærslu, enda hafa fréttir verið að berast utan úr heimi.

 

Pistlahöfundur hefur fylgst með Svensmark í um hálfan annan áratug og skrifað nokkrapistla um málið:

 

 

Til upprifjunar þá er kenningin í örstuttu og mjög einfölduðu máli þessi:


Ský myndast þannig að ósýnileg vatnsgufan þéttist á rykögnum. Geimgeislar jónisera eða jóna gas í háloftunum með hjálp rafeinda. Jónirnar flytja hleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar sæði sem flýtir fyrir þéttingu rakans. Þegar sólin er óvenju virk, þá er sólvindurinn jafnframt öflugur. Öflugur sólvindur skermar jörðina af þannig að minna ag geimgeislum berst til jarðar. Þess vegna verður heldur minna um ský og það hlýnar. Sjá nánari skýringu hér.

Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast sólarljóss, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina.

"Mikilvirkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský-> minna endurkast skýjanna og þar með meira sólarljós sem berst til jarðar -> hærra hitastig"

eða...

"Lítilvirkni sólar -> lítill sólvindur -> meiri geimgeislar -> meira um ský-> meira endurkast skýjanna og þar með minna sólarljós sem berst til jarðar -> lægra hitastig"

Ef þessi kenning reynist rétt, þá er hér komin staðfesting á áhrifum sólvindsins á hitafar jarðar, því það gefur augaleið að minni skýjahula veldur hlýnun og öfugt. Til vðbótar þessum óbeinu áhrifum sólvindsins eru áhrif breytilegrar útgeislunar sólar.

Það er rétt að geta þess að hugtakið geimgeislar eða cosmic rays er hér dálítið ónákvæmt. Eiginlega er um að ræða agnastreymi en ekki geisla í hefðbundnum skilningi. Um 90% geimgeisla-agnanna eru róteindir eða prótónur, 9% helíumkjarnar (alfa agnir) og 1% rafeindir eða elektrónur (beta agnir). Sjá skýringar á Wikipedia hér. Geimgeislar eða Cosmic Rays er þó það orðalag sem venjulega er notað. Geimgeislarnir eiga upptök sín í óravíddum geimsins og lenda á lofthjúpnum. Utan sólkerfisins er styrkur geimgeislanna nokkuð stöðugur, en þeir sem lenda á jörðinni hafa breytilegan styrk vegna áhrifa sólvindsins sem vinnur sem eins konar skjöldur.

Svensmark setti fram kenningu sína í lok síðustu aldar. Í fyrstu var gerð tiltölulega ódýr tilraun í kjallara Dönsku geimrannsóknarstofnunarinnar (tilraunin nefndist SKY), og nú stendur yfir flókin tilraun hjá CERN í Sviss (tilraunin nefnist CLOUD). Fyrir fáeinum dögum var kynnt ný tilraun sem fram fór í Árósarháskóla, þannig að tilraunirnar eru nú orðnar þrjár.

Að sjálfsögðu skiptir niðurstaða þessara tilrauna gríðarmiklu máli fyrir vísindin. Reynist kenning Svensmark rétt, þá gæti verið fundið orsakasamband milli virkni sólar og hitafars jarðar sem er mun öflugra en breytingar í heildar útgeislun sólar. Það er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð og mjög óvísindalegt að vera með getgátur, hvort sem er með eða á móti. Full ástæða er þó að fylgjast með og skoða málið með opnum huga og án fordóma...

                                                                      --- --- ---


Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að fyrir fáeinum dögum var tilkynnt um nýja tilraun  í Árósarháskóla. Sjá fréttá ensku á vef skólans hér, og á dönsku hér. Úrdrátt úr greininnimá lesa á vef  Geophysical ResearchLetters.

Á vef háskólans stendur meðal annars þetta um tilraunina í Árósum:

"...With the new results just published in the recognised journal Geophysical Research Letters, scientists have succeeded for the first time in directly observing that the electrically charged particles coming from space and hitting the atmosphere at high speed contribute to creating the aerosols that are the prerequisites for cloud formation.

The more cloud cover occurring around the world, the lower the global temperature -and vice versa when there are fewer clouds. The number of particles from space vary from year to year - partly controlled by solar activity...."

 

Sjá hérviððtal á dönsku um þessa nýju tilraun:

Partikler påvirker skydannelse frá Science Media Lab.

Smellið hér, en ekki á myndina.


skydannelse.jpg

                                                                         ---

Af tilrauninni miklu hjáCERN er það helst að frétta að áfanga-niðurstöðu er að vænta í haust. Sjá viðtal við Jasper Kirkby. Smellið á myndina til að horfa á myndbandið.

 

 

 

Fyrir þá áhugasömu: Hér er klukkutíma löng  ný kynning á tilrauninni í CERN. Þessi mjög áhugaverða og áheyrilega kynning er vel þess virði að hlustað sé á hana í næðí. Dr. Jasper Kirkby sem leiðir tilraunina í CERN talar mjög skýrt og setur efnið fram á skilmerkilegan hátt:






                                                             ---

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur hefur oft lýst efasemdum um að kenning Svensmarks eigi við rök að styðjast.  - En nú hefur hann fengið bakþanka:

Indirect Solar Forcing of Climate by Galactic Cosmic Rays: An Observational Estimate

May 19th, 2011

UPDATE (12:35 p.m. CDT 19 May 2011): revised corrections of CERES data for El Nino/La Nina effects.

While I have been skeptical of Svensmark's cosmic ray theory up until now, it looks like the evidence is becoming too strong for me to ignore. The following results will surely be controversial, and the reader should remember that what follows is not peer reviewed, and is only a preliminary estimate.


I've made calculations based upon satellite observations of how the global radiative energy balance has varied over the last 10 years (between Solar Max and Solar Min) as a result of variations in cosmic ray activity. The results suggest that the total (direct + indirect) solar forcing is at least 3.5 times stronger than that due to changing solar irradiance alone.


If this is anywhere close to being correct, it supports the claim that the sun has a much larger potential role (and therefore humans a smaller role) in climate change than what the "scientific consensus" states....
Meira hér...

 

(það er ekki algengt að sjá vísindamenn skipta um skoðun þegar nýjar upplýsingar koma fram :-)

  --- --- ---


Við bíðum svo eftir fréttum frá CERN sem væntanlegar eru innan fárra mánaða...    Verði niðurstöður allra þessara þriggja tilrauna jákvæðar, þ.e. að líklegt sé að geimgeislar mótaðir af sólvindinum geti haft áhrif á skýjafar, og þar með séu áhrif breytilegrar virkni sólar á hitafar jarðar allnokkur, að þá er ekki útilokað að minnkandi sólvirkni sem átt hefur sér stað undanfarið, leiði til nokkurrar kólnunar lofthjúpsins á næstu árum. Um þar er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð...

Bíðum bara og fylgjumst með og munum að náttúran á það til að koma okkur á óvart,  -allt of snemmt er að vera með getgátur. Trúum engu fyrr en staðreyndir liggja fyrir...  

Jafnvel þó niðurstaða þessara tilrauna verði jákvæð, þá er eftir að skoða ýmislegt betur. Það er ekki nóg að vita að þessi áhrif geti verið fyrir hendi, við verðum líka að vita hve mikil þau eru...   

Hver sem niðurstaðan verður, þá er þetta áfangi í þekkingarleit manna...
Wink

 

 

Videnskab.dk 17. maí 2011: Kosmisk stråling sætter gang i skydannelse

 

 

"Great spirits have often encountered violent opposition

from weak minds."

Einstein

 

Vegna mistaka minna fórst fyrir að samþykkja allmargar athugasemdir við fyrri færslur. Það hefur nú verið lagfært og er beðist afsökunar á klaufaskapnum.

Minnt er á ritstjórnarstefnu þessa bloggsvæðis. Sjá hér. Sjá einnig athugasemd undir höfundarmynd efst til vinstri á þessari vefsíðu.


Hin fagra veröld...

 

 

arp273_hst-shadow2
 

Þessi ótrúlega fallega mynd prýddi vefsíðuna Astronomy Picture of the Day 21. apríl. Þar má sjá þessa mynd með því að smella hér.

Vefsíðan Astronomy Picture of the Day, sem í daglegu tali er oft nefnd APOD, er einstaklega áhugaverð því þar birtast daglega nýjar myndir, margar hverjar alveg einstakar eins og sjá má með því að skoða listann yfir myndir sem hafa birst áður: Archive.

Smellið tvisvar eða þrisvar á myndina til að njóta hennar í mikilli upplausn.

Á APOD vefsíðunni standa þessar skýringar við myndina:

Explanation: The spiky stars in the foreground of this sharp cosmic portrait are well within our own Milky Way Galaxy. The two eye-catching galaxies lie far beyond the Milky Way, at a distance of over 300 million light-years. Their distorted appearance is due to gravitational tides as the pair engage in close encounters. Cataloged as Arp 273 (also as UGC 1810), the galaxies do look peculiar, but interacting galaxies are now understood to be common in the universe. In fact, the nearby large spiral Andromeda Galaxy is known to be some 2 million light-years away and approaching the Milky Way. Arp 273 may offer an analog of their far future encounter. Repeated galaxy encounters on a cosmic timescale can ultimately result in a merger into a single galaxy of stars. From our perspective, the bright cores of the Arp 273 galaxies are separated by only a little over 100,000 light-years. The release of this stunning vista celebrates the 21st anniversary of the Hubble Space Telescope in orbit

Hér er hægt að finna lítið forrit sem sækir daglega nýjustu APOD myndina og birtir á skjáborðinu.


Hröð kólnun lofthjúpsins undanfarið samkvæmt gervihnattamælingum...

 

 

MSU-UAH-March-2011

 

Þetta er svosem engin stórfrétt, en áhugavert samt: Fyrir nokkrum dögum voru nýjustu mæligögn gervihnatta um hitafar lofthjúps jarðar birt. Eins og sjá má þá hefur hitafallið undanfarið verið töluvert. Hitinn hefur nánast verið í frjálsu falli. Það eru ekki aðeins gervihnattamælingar sem sýna þessa kólnun, heldur flestallar eins og sést hér.

Rauði hringurinn hægra megin umlykur síðasta mælipunkt, þ.e. meðalhita marsmánaðar, en eins og sjá má þá liggur hann nokkuð undir meðaltali síðastliðinna 30 ára sem merkt er með láréttu strikuðu línunni. Ferillinn táknar frávik frá þessu meðaltali. Granna línan er mánaðameðaltal, en gildari línan 3ja ára keðjumeðaltal og nær því ekki til endanna. Mælingarnar ná aftur til ársins 1979 er mælingar frá gervihnöttum hófust.  Mæligögnin má nálgast hér.  

-

Myndin hér fyrir neðan nær aftur til ársins 1850. Tímabilið sem gervihnattamælinar ná yfir er merkt með rauða borðanum [Satellites], en það er sama tímabil og efri ferillinn nær yfir.

Nákvæmlega hvenær svokallaðri Litlu Ísöld lauk er auðvitað ekki hægt að fullyrða um. Stundum er þó miðað við 1920, en eftir það fór að hlýna nokkuð hratt. Blái borðinn [The Little Ice Age] gefur það til kynna.

 

CRU-jan-2011

 

Neðri myndin nær aðeins til og með desember 2010 en efri myndin til mars 2011. Neðri myndin sýnir frávik frá meðalgildi áranna 1960-1990, en sú efri frávik frá meðalgildi áranna 1980-2010. Þetta þarf að hafa í huga þegar myndirnar eru bornar saman.

Einnig þarf að hafa í huga að lóðrétti ásinn er mjög mikið þaninn út, þannig að allar  sveiflur virðast magnast upp.

 

Hefur þetta einhver áhrif á veðrið hjá okkur?  Hef ekki hugmynd. Kannski óveruleg... Samt er sjálfsagt að fylgjast með...

Er þetta eitthvað óvenjulegt eða afbrigðilegt? Nei, bara smávegis náttúrulegt flökt sem stafar af El Niño / La Niña fyrribærinu í Kyrrahafinu. Ekki ósvipað því sem gerðist eftir toppinn árið 1998.

Hvaðan eru ferlarnir fengnir? Ferlarnir eru fengnir af þessari vefsíðu þar sem finna má fjölda hitaferla með því að smella á hnapppinn [Global Temperatures] við vinstri jaðar síðunnar.

Við hverju má búast á næstu mánuðum?  Ef að líkum lætur fer hitaferillinn eitthvað neðar, en sveigir síðan aðeins uppávið aftur. Hve mikið veit enginn.    - Svo heldur hann áfram að flökta upp og niður og upp...    Þannig hagar náttúran sér og hefur alltaf gert...

Hvers vegna er verið að birta þessa ferla hér?  Bara til að svala forvitni þinni og minni :-)

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 764584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband