Færsluflokkur: Umhverfismál

Undarleg fylgni milli kolsýrunnar og hitastigs. Hvað er að gerast...?

 

 

hadcrut3_globalmonthlytempsince1958_versusco2-b.jpg

 

Þessi merkilega mynd er á vef prófessors Ole Humlum við Oslóarháskóla.

Á myndinni má sjá sambandið milli hitastigs lofthjúpsins og styrks CO2 síðan reglubundnar mælingar á CO2 hófust 1958.

 

Eitthvað merkilegt er að gerast.

Ferillinn ætti að vera sívaxandi frá vinstri til hægri, en það er hann alls ekki. Á síðustu árum fellur hitastigið með vaxandi styrk koldíoxíðs, CO2. Reyndar sést sama fyrirbærið einnig í byrjun ferilsins, þ.e. á árunum eftir 1958 þegar styrkur CO2 var miklu lægri en í dag.

 

Hvað segir Prófessor Ole Humlum um þetta fyrirbæri? Sjá neðst á síðunni hér.

 

Diagram showing HadCRUT3 monthly global surface temperature estimate plotted against the monthly atmospheric CO2 content according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii, back to March 1958. The red line is a polynomial fit with key statistics listed in the upper left part of the diagram.  Last month incorporated in the analysis: October 2010 (inside red circle). Last diagram update: 22 December 2010.

 

The diagram above shows all HadCRUT3 monthly temperatures plotted against the monthly Mauna Loa CO2 values, since the initiation of these measurements in 1958. As the amount of atmospheric CO2 have risen steadily since 1958, although with annual variations, the oldest values of temperature and CO2 are plotted close to the left side of the diagram, and more recent values are progressively plotted towards the right side of the diagram. 

By this, the diagram illustrates that the overall relation between atmospheric CO2 and global temperature apparently has changed several times since 1958.

In the early part of the period, with CO2 concentrations close to 315 ppm, an increase of CO2 was associated with decreasing global air temperatures. When the CO2 concentration around 1975 reached 325 ppm this association changed, and increasing atmospheric CO2 was now associated with rising global temperatures. However, when the CO2 concentration at the turn of the century reached about 378 ppm, the association changed back to that characterizing the period before 1975. Thus, since 2000, increasing concentration of atmospheric CO2 has again been associated with decreasing global temperature.

The diagram above thereby demonstrates that CO2 can not have been the dominant control on global temperatures since 1958. Had CO2 been the dominant control, periods of decreasing temperature (longer than 2-5 years) with increasing CO2 values should not occur. It might be argued (IPCC 2007) that the CO2 dominance first emerged around 1975, but if so, the recent breakdown of the association around 2000 should not occur, either.

Consequently, the complex nature of the relation between global temperature and atmospheric CO2 since at least 1958 therefore represents an example of empirical falsification of the hypothesis ascribing dominance on the global temperature by the amount of atmospheric CO2. Clearly, the potential influence of CO2 must be subordinate to one or several other phenomena influencing global temperature. Presumably, it is more correct to characterize CO2 as a contributing factor for global temperature changes, rather than a dominant factor.

The breakdown of the positive temperature-CO2 relation since about 2000 (diagram above) have now lasted 10-11 years. This suggests that the recent global temperature development might deviate significantly from previous short-lived (2-5 years) periods of cooling derived from oceanic and volcanic activity as seen several times between 1975 and 2000. There are two possibilities: 1) Global air temperatures may again begin to increase in a short while. 2) The recent development may represent the beginning of a more thorough and long-lasting cooling, perhaps similar to the cooling period after 1940. As usual, time will show what is correct.

 

Ekki vil ég reyna að bæta nokkru við þessi orð prófessorsins og ekki er við bloggarann að eiga ef einhverjum mislíkar hegðun náttúrunnar eða skrif Dr. Ole Humlum.

Hitamæligögn eru frá hinni virtu stofnun Climate Research Unit. CO2 gögn eru frá NOAA.

 

Sjá nánar síðuna Climate Reflections sem er einn kafli vefsíðunnar Climate4You.com
Á vef prófessors Ole Humlum er fjölmargt fróðlegt. M.a. er myndin sem er hér fyrir neðan þaðan.

 

hadcrut3_globalmonthlytempsince1940_andco2.jpg

 Smella má tvisvar á myndir til að stækka

 

 

Um prófessor Ole Humlum

Smella hér til að sjá greinasafn prófessorsins

 

 


 

"Margt er skrýtið í kýrhausnum"


Nóvembermánuður síðastliðinn var ekki sá hlýjasti, en beðið er eftir hitatölum fyrir árið 2010...

 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979--last_month_nov2010.gif

 

 

Í fréttum undanfarið hefur komið fram að nóvembermánuður hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Er það virkilega svo? Reyndar eingöngu samkvæmt mæligögnum frá einum aðila, þ.e. NASA-GISS.

Skoðum málið nánar, en látum nægja að skoða áratuginn sem er að líða því hann er talinn hafa verið einstaklega hlýr á heimsvísu. Hér fyrir neðan er rýnt í mæligögnin og vísað í frumheimildir:

(Talan 11 eftir ártalinu táknar alls staðar nóvember, en gildin eru afrituð beint úr frumheimildum).

 ---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliðni.

2000 12  0.04
2001 11  0.28
2002 11  0.36
2003 11  0.33
2004 11  0.26
2005 11  0.42
2006 11  0.30
2007 11  0.17
2008 11  0.28
2009 11  0.50
2010 11  0.38

http://vortex.nsstc.uah.edu/

http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt

 ---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliðni.


2000 11    0.021
2001 11    0.331
2002 11    0.306
2003 11    0.366
2004 11    0.263
2005 11    0.363
2006 11    0.240
2007 11    0.131
2008 11    0.216
2009 11    0.328
2010 11    0.312

http://www.remss.com/


ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt
 

---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá CRU (Climate Research Unit í Bretlandi) voru nóvember 2009, 2006, 2005, 2004 og 2001 hlýrri en sá nýliðni:


1998/11    0.351
1999/11    0.210
2000/11    0.150
2001/11    0.506
2002/11    0.393
2003/11    0.428
2004/11    0.526
2005/11    0.483

2006/12    0.523
2007/11    0.269
2008/11    0.393
2009/11    0.448
2010/11    0.431

 http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/diagnostics/global/nh+sh/monthly

 ---

Samkvæmt NOAA (National Oceanic Atmospheric Administration) þá var nóvember 2004 hlýrri en nýliðinn nóvember.   Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.


2000 11    0.1885
2001 11    0.6461
2002 11    0.5693
2003 11    0.5370
2004 11    0.7247
2005 11    0.6817
2006 11    0.5942
2007 11    0.4716
2008 11    0.6013
2009 11    0.5845
2010 11    0.6943

ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat

---

NASA-GISS (Goddard Institute for Space Studies) segir aftur á móti að nóvember hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga, - en skoðum árið nánar:

Janúar síðastliðinn var kaldari en 2007, 2005 og 2002.
Febrúar var kaldari en 1998.
Mars var kaldari en 2002.

Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Maí var kaldari en 1998.
Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.
Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.
Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.
September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.
Október var kaldari en 2005 og 2003.
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.

Hvernig skyldi þá allt árið verða?

http://www.giss.nasa.gov/

http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt

 ---

Innan skamms mun ef að líkum lætur NASA-GISS tilkynna að árið 2010 hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það getur vel farið svo að þeir verði einir um þá skoðun, því mælingar NASA-GISS eru af einhverjum ástæðum vel fyrir ofan það sem aðrar stofnanir mæla, hver sem ástæðan er.

Hitaferla fyrir síðustu 30 ár frá öllum þessum aðilum má sjá efst á síðunni. Myndin er fengin r. Nóvember síðastliðinn er kominn inn.

Hitaferlarnir eru unnir úr sömu gögnum og vísað er til hér að ofan og hafa ekkert verið teygðir eða togaðir til. Þeir gefa því rétta mynd af síðastliðnum rúmum 30 árum.

Eftirtektarvert er hve sveiflur eru miklar, bæði upp og niður.

Svarta línan er 37 mánaða meðaltal allra ferlanna, þ.e. hver punktur er meðaltal 18 fyrri mánaða plús 18 næstu mánaða. Sjá hér.

Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.

 

Það er misjafnt hvað menn lesa úr svona hitaferli, en hér er það sem bloggarinn sér:

Lægðin um 1992 stafar væntanlega af eldgosinu mikla í Mt. Pinatubo árið 1991.

Hitatoppurinn árið 1998 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.

Hitatoppurinn árið 2010 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu. 

Hitastigið hefur fallið mjög hratt á síðustu mánuðum. Mun væntanlega halda áfram að falla, en hve mikið er ómögulegt að segja.

Erfitt er að greina nokkra hækkun eða lækkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999  má þó sjá hækkun. Eftirtektarvert er að þessi hækkun hitastigs á sér stað á fáeinum árum.

IPCC hefur spáð verulegri hækkun hitastigs fram til ársins 2100.  Segjum að miðgildið sé um 3°, en það jafngildir um 0,3° á áratug. Vilji menn bera saman t.d. E-Nino hitatoppana árin 1998 og 2010 þá væri eðlilegt að taka tillit til þessa spádóma. Væru hitatopparnir álíka öflugir, þá ætti toppurinn 2010 að vera rúmum 0,3 gráðum hærri en toppurinn 1998, en ekki er að sjá annað en hann sé ívið lægri.

 

Að sjálfsögðu lesa aðrir annað en bloggarinn  úr þessum hitaferlum, og ekkert óeðlilegt við það.

Nú hefur virkni sólar farið mjög hratt minnkandi á undanförnum mánuðum eftir að virkni hennar fór vaxandi á síðustu öld. Vonandi mun það ekki hafa mikil áhrif á hitastigið, en samt er það svo að á tímum sem sólin hefur verið lítið virk á undanförnum öldum hefur verið kalt. Kannski bara tilviljun. Vonandi á sagan ekki að endurtaka sig, því kuldinn er slæmur. Honum fylgir uppskerubrestur, hafís hungur, sjúkdómar og jafnvel styrjaldir og mannfellir. Hugsanlega mun losun manna á koltvísýringi vinna á móti hugsanlegri hitalækkun...    Höfum ekki áhyggjur af þessu í dag því um þessi mál veit enginn með neinni vissu.

 

 

---

Eftirfarandi skýringar standa fyrir neðan myndina sem fengin var að láni frá Climate4you vefsíðunni sem haldið er úti af prófessor Ole Humlum (greinar) hjá Oslóarháskóla:

Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.

It should be kept in mind that satellite- and surface-based temperature estimates are derived from different types of measurements, and that comparing them directly as done in the diagram above therefore in principle is problematical. For that reason, in the analysis below these two different types of global temperature estimates are compared to each other. However, as both types of estimate often are discussed together, the above diagram may nevertheless be of interest. In fact, the different types of temperature estimates appear to agree quite well as to the overall temperature variations on a 2-3 year scale, although on a short term scale there may be considerable differences.

All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation.

 

Gleðileg jól


Almyrkvi tunglsins á vetrarsólstöðum 2010 og Bergþór í Bláfelli...

 

 

tofranott.jpg

 

Vonandi verður veður hagstætt á íslandi til að njóta tunglmyrkvans sem verður í hámarki klukkan 8:17 í fyrramálið.  Almyrkvinn stendur þó yfir milli klukkan 7:40 og 8:54, eiginlega á þeim tíma sem landsmenn fara til vinnu.

Í þetta sinn er almyrkvinn merkilegur atburður, því almyrkva á tungli hefur ekki borð upp á vetrarsólstöður síðan árið 1638, og næst verður það ekki fyrr en árið 2094. Hvað sem því líður, þá eru vetrarsólstöður einn merkilegasti tími ársins, því þá fer daginn að lengja aftur og  í hjörtum okkar fer að birta á nýjan leik. Við förum jafnvel að láta okkur dreyma um vorið...

Eiginlega er þessi mynd eins konar fjólublár draumur. Hún er tekin sunnudaginn 19. desember 2010, þ.e. tveim dögum fyrir vetrarsólstöður. Klukkan var ekki nema hálf fjögur, en samt var sólin ný gengin við viðar. Máninn var mættur til leiks.

Birtan var einstök og var bloggarinn nánast bergnuminn þar sem hann stóð við fossinn Faxa í Tungufljóti.  Litadýrðin var með ólíkindum, en erfitt er að ná slíkum töfraljóma á mynd.

Blái bjarminn er skuggi jarðar, en fjólublái eða bleiki liturinn ofar á himninum birta sólar sem var nýgengin til viðar.  Á myndinni faðmast dagurinn og nóttin og renna saman í eitt.

Var einhver á sveimi í töfrabirtunni þegar dagur og nótt runnu saman?
 
Í bakgrunni rís snævi þakið fjallið Bláfell. Þegar kristni fór að breiðast út um landið, bjó risinn Bergþór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til að flytjast brott frá þessum óþolandi hávaða í kirkjuklukkunum niðri í byggðinni.  Hann fór hvergi en hún færði sig norður fyrir Hvítárvatn þar sem heitir Hrefnubúðir. 
 
Bergþór gerði sér dælt við byggðamenn og fór stundum suður í sveit til að nálgast nausynjar.  Eitt sinn á heimleið bað hann bóndann á Bergstöðum að gefa sér að drekka.  Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergþór hjó með staf sínum holu í berg við túnfótinn.  Bergþór drakk nægju sína og þakkaði.  Sagði hann bónda að geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún þar hvorki frjósa né blandast vatni. Æ síðan hefur verið geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verði misbrestur þar á verða landeigendur fyrir óhöppum.  Síðast gerðist það árið 1960 og missti þá bóndinn allar kýr sínar.
 
Þegar aldurinn færðist yfir Bergþór fór hann eitt sinn niður að Haukadal og bað bóndann um að tryggja sér legstað þar sem heyrðist klukknahljóð og árniður, og bað hann að flytja sig dauðan í Haukadal.

Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við bæjardyrnar í Haukadal.  Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans.  Bóndi fór eftir þessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera.  Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli.  Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná.  Þar heitir nú Bergþórsleiði.  Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina.
 
Bergstaðir eru örskammt frá fossinum Faxa, handan Tungufljóts. Bergþór er enn þann dag í dag á sveimi á þessum slóðum og á marga vini. Þar á meðal þann sem þessar línur ritar þegar lengsta nótt ársins er rétt að hefjast...
 
Í fyrramálið mun tunglið svo klæðast sínum fegursta skrúða...
 
 
 
tunglmyrkvi2.jpg

 
 
 Stækka má myndir með því að smella tvisvar á þær.
---


Gamlir pistlar skrifaðir af svipuðu tilefni:

Laugardagur, 22. desember 2007 Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja

Laugardagur, 20. desember 2008 Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...

 

Gleðileg Jól


Vetrarríki: Bretar orðnir vantrúaðir á hnatthlýnun...

 

 

Snjór í London

 

Enn og aftur snjóar á Bretlandseyjum og ríkir þar vetur konungur í öllu sínu veldi.  Nú orðið er varla hægt að telja þá eyjaskeggja á fingrum annarrar handar sem trúa á hnatthlýnun, og skyldi engan undra.    Spáð er hvítum jólum...

Þó þetta sé fyrir marga dauðans alvara því samgöngur hafa lamast og víðast hvar eru húsin illa einangruð, er vonandi í lagi að slá á létta strengi áður en vísað er til nýjustu frétta neðst á síðunni.


 

Whatever happened to Global Warming aye?
Armstrong & Miller show,  BBC

  
 
...og jólin nálgast og þessi mál eru víst trúarbrögð eins og margt annað Smile.
Sægræni Kórinn syngur fallega í kirkjunni um syndaselina sem efast um hnatthlýnun...
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
guardian.co.uk home
 

Snow and ice bring travel chaos to UK

Flights cancelled and drivers hit by holdups as heavy snowfall and falling temperatures disrupt Christmas getaway

Friday 17 December 2010 18.01 GMT
 
 

Heavy snow and freezing conditions returned to Britain today with travel chaos expected over the weekend as forecasters predict more snow.

Britain's second largest airport, Gatwick, warned it might be forced to close and easyJet said tonight it was suspending flights there between 6am and 10am, coinciding with an expected snowstorm.

Some parts of England are expected to be hit with between 25cm and 30cm of fresh snow, just as many up and down the country begin the big Christmas getaway...

 

  --- --- ---

 

 MailOnline - news, sport, celebrity, science and health stories

White hell: Drivers spend night sleeping in their cars as coldest December on record shuts roads and airports

By Paul Sims
Last updated at 9:27 AM on 18th December 2010


Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1339632/Big-freeze-Arctic-conditions-month-AA-warns-dangerous-driving-conditions.html#ixzz18SE4RGc5

  • Heathrow Airport closed for most of today
  • Hundreds of drivers trapped on M6 overnight
  • Ambulance skids off road and kills passenger inside
  • Backlog of up to 4m parcels could remain undelivered
  • Urgent appeal for blood donors after concerns of shortages
  • Grit to be shared amid fears of cold snap until January 14 
  • Odds shortened even further on ‘White Christmas’

Millions of Britons were facing travel chaos today as snow and ice left motorways and airports closed and train services disrupted.

Heathrow Airport has cancelled all flights between 10am and 5pm today, with further problems at Gatwick and in Ireland, Scotland and Wales.

Overnight blizzards and plummeting temperatures buckled a huge chunk of the country's road, air and rail networks on the busiest weekend for travel and shopping before Christmas.

As the mercury plunged, hundreds of drivers were forced to spend the night in their cars on the M6 after a lorry jackknifed at midnight.

The North West was hit with deluges of up to 10in of snow while parts of the south were also blanketed overnight, with blizzards expected in parts of the South East and Midlands today....

Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1339632/Big-freeze-Arctic-conditions-month-AA-warns-dangerous-driving-conditions.html#ixzz18SE4RGc5


 
 --- --- ---
 
Það er auðvitað kærkomið fyrir börnin í landi engla að fá almennilegan snjó. Veðrið er í sjálfu sér ekki slæmt, en flestir óviðbúnir. Þess vegna truflast samgöngur og fólk kemst ekki til vinnu.
 
 
05_12_06_winterblunder-x.gif
 

 Skyldi þessum mótmælendum verða að ósk sinni?


Falleg mynd frá gervitungli af snævi þöktu Skotlandi og Englandi 8. desember...

 
 
Skotland og England þakin snjó

 

 

Þessi fallega mynd sýnir snævi þakið Skotland  8. desember síðastliðinn. Ekki er eins mikill snjór núna á Englandi og var fyrir nokkru og heldur farið að hlýna.

Smellið nokkrum sinnum á myndina til að skoða risastórt eintak.

Svona mikill snjór er ekki algengur á þessum slóðum, en kemur fyrir.  Á dögum Dickens var hann þó algengari. Skyldi veðurfarið vera að breytast aftur og líkjast því sem Dickens lýsir í jólasögunni Christmas Carol?     Hver veit?  Ekki veit ég...   Við skulum bara vona að náttúran fari áfram mildum höndum um okkur og frændur okkar á Bretlandseyjum eins og undanfarin ár...

 

Christmas Carol

 

 

article-1144168-037f7107000005dc-477_468x261_popup.jpg
 
 

 

Dickens Christmas carol

 

 

 

 Af vefsíðu Earth Observatory:

Snow lingered in Great Britain and Ireland on December 8, 2010. The Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer (MODIS) on NASA’s Aqua satellite captured this natural-color image the same day.

Snow extends from Northern Ireland southward past Dublin, and from Scotland southward into England. Snow cover stops short of London; the white expanses in that area are clouds. Snow and clouds present an almost uniform white to the satellite sensor, but clouds can be distinguished from the underlying snow by their billowy shapes and indistinct margins. Rugged hills and gray-toned urban areas interrupt the snow cover, especially in northern England.

 

 


Algjört hrun kolefnismarkaðar í Bandaríkjunum...

 

 

ccx_final_capture.png

 

Chicago Climate Exchange hefur verið lokað. Ástæðan er algjört hrun á kolefnismarkaði. Lokaverð  var 5 cent á tonn.

 

Eiginlega er merkilegt hve lítið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum. Getur verið að ástæðan sé sú að áhugi manna á þessum málum hafi einnig hrunið? Kannski er þetta ekki neitt stórmál. Kannski var þetta bara loftbóla og slíkar bólur enda alltaf með því að springa. Við skulum því ekkert vera að eyða mikið fleiri orðum í þetta. 

Rest in Peace  Chicago Climate Exchange (RIP CCX).

 ---

 

Steve Milloy. Pajamas Media 6. nóvember 2010:

 "Global warming-inspired cap and trade has been one of the most stridently debated public policy controversies of the past 15 years. But it is dying a quiet death. In a little reported move, the Chicago Climate Exchange (CCX) announced on Oct. 21 that it will be ending carbon trading — the only purpose for which it was founded — this year.

At its founding in November 2000, it was estimated that the size of CCX’s carbon trading market could reach $500 billion. That estimate ballooned over the years to $10 trillion.....).  Meira hér.

 

Wikipedia: Chicago Climate Exchange.

 

The Telegraph 13. nóvember. Christopher Brooker:   The climate change scare is dying, but do our MPs notice?

 "...Nothing more poignantly reflects the collapse of the great global warming scare than the decision of the Chicago Carbon Exchange, the largest in the world, to stop trading in "carbon" – buying and selling the right of businesses to continue emitting CO2.

A few years back, when the climate scare was still at its height, and it seemed the world might agree the Copenhagen Treaty and the US Congress might pass a "cap and trade" bill, it was claimed that the Chicago Exchange would be at the centre of a global market worth $10 trillion a year, and that "carbon" would be among the most valuable commodities on earth, worth more per ton than most metals. Today, after the collapse of Copenhagen and the cap and trade bill, the carbon price, at five cents a ton, is as low as it can get without being worthless..."  Meira hér.

 

ccx-2.jpg
 

Takið eftir hvað stendur efst á myndinni:


"The World's First and North America's Only
Greenhouse Gas Emission Registry, Reduction, & Trading Syatem"

Í töflunni má sjá: Lokaverð $0.05 eða 5 cent á tonn.

 

Svona fór um sjóferð þá. Sjálfsagt hafa margir tapað á þessu ævintýri, en fáeinir kolefnisgreifar grætt vel...


 

Pax vobiscum

 

 

 


Eldgos á Íslandi af mannavöldum...?

 

 

eldgos_af_mannavoldum_copy.jpg

 

 

Logandi standa í langri röð, ljósin á gígastjaka...  kemur óneitanlega í hugann þegar myndin er skoðuð, en svo stendur í Áföngum Jóns Helgasonar.

Er þetta eldgos sem sést undir stjörnubjörtum næturhimninum? 

Líklega er þetta fyrirbæri af mannavöldum, svo varla getur það verið eldgos. En hvað er það sem nær að lýsa upp himininn eins og gos úr eldsprungu?

Auðvitað er þetta ljósbjarminn frá gróðurhúsum. Það sáu auðvitað allir strax...

 

En tilefnið með þessum pistli er að minna á það sem kallast ljósmengun, en fjallað var um vandamálið í pistli fyrir ári: Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli.

Það er þó ekki ljósmengun frá gróðurhúsum sem fer mest í hinar fínu taugar bloggarans, heldur algjörlega óþörf ljósmengun frá sumarbústöðum. 

Stundum telja menn að gott sé að hafa útiljós kveikt í öryggisskyni, þ.e. til að minnka líkur á innbrotum. Ljós sem síloga draga þó athygli að mannvirkinu sem ætlunin var að verja, en mun áhrifameira er að hafa ljós sem kvikna við merki frá hreyfiskynjara, en eru að öllu jöfnu slökkt. Nágrannar verða þá varir við mannaferðir, og hinir óboðnu gestir hörfa.

Tilhneiging virðist vera hjá sumum sumarhúsaeigendum að vera með útljós kveikt, jafnvel þegar enginn er við. Ljósin hjálpa óboðum gestum að finna sumarhúsið. Það er einnig tillitsleysi við nágrannana að vera með logandi og illa skermuð útiljós að óþörfu. Sumir hafa jafnvel komið upp röð ljósastaura á sumarhúsalóðinni, en líklega eru þeir svona hræddir við myrkrið og reyna því að flytja borgarljósin með sér í sveitina.  

Hvers vegna að hafa kveikt á útiljósum þegar enginn er útivið?



  - Munið eftir slökkvaranum!

  - Notið hreyfiskynjara við útiljósin, ef ætlunin er að fæla burt óvelkomna gesti.

  - Veljið ljósastæði sem lýsa eingöngu niður.

  - Notið ljósadimmi.

  - Notið minni perur.

 

Eigendur sumarbústaða: Slökkvið útiljósin þegar enginn er við, og helst einnig þegar enginn er utandyra. Takið tillit til nágranna ykkar sem vilja geta notið þess sem fallegar vetrarnætur hafa upp á að bjóða, þ.e. tindrandi stjörnur og norðurljós! 

Verið ekki hrædd við myrkrið!

 

 

 

 

Myndin er tekin 9. október 2010 klukkan 22:10. Myndin var lýst í 30 sekúndur. Ljósop 3,5. ISO 1600. Bjarta stjarnan er Júpíter. Einstaklega stjörnubjart var þegar myndin var tekin. Jafnvel má sjá móta fyrir Vetrarbrautinni á myndinni.

 


Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...

human-pylon-human-shape-electricity-transmission-tower-2-600w.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (12/10) var fréttin hér fyrir neðan í Vísi, og á Stöð 2 var viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Í fréttinni kemur fram að eftir um áratug gæti Landsvirkjun farið að greiða okkur eigendunum um 25 milljarða á ári. Það munar um minna.

Ríkissjóði (það er að segja okkur) veitir svo sannarlega ekki af tekjum til að reka skólakerfið, sjúkrahúsin, löggæsluna, ... og styðja við listir og menningu.

Þetta er til viðbótar við það sem áliðnaðurinn skilar nú þegar beint og óbeint í þjóðarbúið.

 

 

Vísir, 12. okt. 2010 18:33

Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug

Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.

Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.

Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.

Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það.

"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.

Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.

Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.

 

 

 

 

Fréttin á Stöð 2

 

 

Samtök iðnaðarins (nóv 2009): Yfirlit yfir áliðnað á Íslandi
mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er móðir náttúra að stríða okkur? - Enn hagar hafísinn á norðurslóðum sér undarlega...

 

 

dmi_ice_12_okt_2010_1034103.jpg

 

Takið eftir hvernig svarti ferillinn hefur læðst upp fyrir hina ferlana.


Síðastliðið sumar (19. júlí) skrifaði ég pistil sem nefndist ""Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...". Sjá agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1078104.  Tilefnið var að ferillinn sem sýnir útbreiðslu hafíss hafði þá nýverið tekið krappa sveigju uppávið.

Nú hefur það aftur gerst að ferillinn hefur sveigt uppávið, og er svo komið að hann liggur hærra en ferlarnir fyrir árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.

Hvað veldur hef ég ekki minnstu hugmynd um. Hvort þetta er vísbending um hvernig hafísinn muni haga sér á næstunni hef ég enn minni hugmynd um. Það er þó ljóst að samkvæmt Dönsku veðurstofunni er útbreiðsla hafísinns nú í augnablikinu heldur meiri en árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009. 

Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun, en samt er þetta óneitanlega forvitnilegt.   Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði.

Kannski móðir náttúra sé bara að stríða okkur. Eða er hún að minna okkur á hver það er sem ræður Wink

 

icecover_2010_1034006.png
 Arealet af al havis på den nordlige halvkugle for de seneste 5 år.

 

 

Myndin er af vefsíðu dönsku veðurstofunnar DMI 12. október 2010.
http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Myndin sem er efst á síðunni er klippt úr þessari mynd.

 

Current Sea Ice extent

Total sea ice extent on the northern hemisphere since 2005. The ice extent values are calculated from the ice type data from the Ocean and Sea Ice, Satellite Application FacilityOSISAF), where areas with ice concentration higher than 30% are classified as ice.

The total area of sea ice is the sum of First Year Ice (FYI), Multi Year Ice (MYI) and the area of ambiguous ice types, from the OSISAF ice type product. However, the total estimated ice area is underestimated due to unclassified coastal regions where mixed land/sea pixels confuse the applied ice type algorithm. The shown sea ice extent values are therefore recommended be used qualitatively in relation to ice extent values from other years shown in the figure. In 2010 sea ice climatology and anomaly data will be available here. 

 

 

 

Havisareal på den nordlige halvkugle

Grafikken til højre viser det totale havis areal på den nordlige halvkugle, som funktion af dag på året. Det viste havis areal er beregnet på baggrund af is-koncentrations data fra Ocean and Sea Ice, Satellite Application Facility-projektet (OSISAF), hvor is-koncentrationer større end 30% kategoriseres som havis.

Det totale areal er summen af vinteris, polaris, samt det isdækkede areal hvor OSISAF-algoritmen ikke med sikkerhed kan bestemme istypen. Det totale estimat for havisen er undervurderet, da en del kystområder er udeladt, hvorfor grafen bør benyttes kvalitativt indtil data kan sammenlignes med andre år. Der arbejdes i øjeblikket på at lave et havis klimatologi datasæt, hvilket forventes færdigt 2010.

 

 

 

 

 

 

Sjá vefsíðuna Sea Ica Page sem er með fjölda grafa og mynda sem breytast daglega.

 

 

 

mynd10a.jpg
 
Lagnaðarís í Reykjavíkurhöfn 1918.
Myndin er úr myndasafni Mbl (sjá  hér) og er textinn þar ónákvæmur eins og Trausti bendir á í athugasemd #8. (Uppfært 13/10 kl 06:32).

 
crying_ice_sheet.jpg

 Móðir náttúra að tárast?

Myndina tók Michael Nolan við Austfonna á Svalbarða

 

 


Minnstu norðurljós í 100 ár...

 

 

 

Fyrir skömmu birtist frétt þar sem vitnað var í  Dr. Noora Partamies hjá Finnsku Veðurstofunni.  Þar kemur fram að norðurljósin séu nú sjaldgæfari en nokkru sinni í meira en öld.  Þessu veldur væntanlega minnkandi virkni sólar.

 

 Northern Lights hit 100-year low point

 Helsinki (AFP) Sept 28, 2010

The Northern Lights have petered out during"the second half of this decade, becoming rarer than at any other time in more than a century, the Finnish Meteorological Institute said Tuesday.

 

The Northern Lights, or aurora borealis, generally follow an 11-year "solar cycle", in which the frequency of the phenomena rises to a maximum and then tapers off into a minimum and then repeats the cycle.

"The solar minimum was officially in 2008, but this minimum has been going on and on and on," researcher Noora Partamies told AFP.

"Only in the past half a year have we seen more activity, but we don't really know whether we're coming out of this minimum," she added.

The Northern Lights, a blaze of coloured patterns in the northern skies, are triggered by solar winds crashing into the earth and being drawn to the magnetic poles, wreaking havoc on electrons in the parts of the atmosphere known as the ionosphere and magnetosphere.

So a dimming of the Northern Lights is a signal that activity on the sun which causes solar winds, such as solar flares and sun sports, is also quieting down.

For researchers like Partamies, it is the first time they can observe through a network of modern observation stations what happens to this solar cycle when it becomes as badly disrupted as it is now.

"We're waiting to see what happens, is the next maximum going to be on time, is it going to be late, is it going to be huge?" Partamies said.

During the cycle's peak in 2003, the station on Norway's Svalbard island near the North Pole, showed that the Northern Lights were visible almost every single night of the auroral season, which excludes the nightless summer months.

That figure has fallen to less than 50y percent, while the southernmost station, situated in southern Finland, has been registering only two to five instances annually for the past few years.

 

 

 Sjá fréttina hér á Space Daily.


24/7 Space News
 
 
Myndin efst á síðunni er af norðurljósum fyrir ofan lítið gróðurhús í Bláskógabyggð.
 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 764585

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband