Laugardagur, 19. janúar 2008
Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?
Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum. Freistandi er fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds". Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót.
Vextir af almennum yfirdráttarlánum í dag eru um 24%. Bankarnir græða, þú tapar.
Hvernig er þá hægt að greiða 33% lægri vexti?
Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur. Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt. Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti. Með því að skoða vaxtatöflur bankanna er hægt að finna óbundna innlánsreikninga sem gefa t.d. 9 prósent vexti. Jafnvel meira. Munurinn á 24% yfirdráttarvöxtum og 9% innlánsvöxtum er 33%!
Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins:
Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta. Vaxtamunurinn sem er 33% fer þá virkilega að vinna með manni .
Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls!
Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma. Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 9%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.
Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 33%!
Viðskipti og fjármál | Breytt 22.1.2008 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir
Undanfarna daga hefur verið mikið um norðurljós. Þó höfum við Íslendingar ekki getað notið þeirra eins vel og ísbirnirnir á myndinni. Hér hefur verið frekar skýjað og spáin fyrir vikuna er ekki hagstæð.
Myndin er tekin í þorpinu Salluit, Nunavik í Quebec þar sem aldrei hafa sést ísbirnir. Hvernig stendur á þessum krúttlegu björnum þarna? Eru þetta ísbirnir í orlofi að virða fyrir sér stjörnuhimininn og norðurljósin? Túristabirnir? Þeir virðast allavega kunna vel að meta fegurð norðurljósanna ...
Hvaðan koma birnirnir og hvernig? Jamm... Þetta eru sko alvöru ísbirnir, þ.e. birnir gerðir úr ís og snjó.
Þetta er falleg mynd. Á vefsíðunni www.spaceweather.com er fjöldinn allur af fallegum norðurljósamyndum sem teknar hafa verið undanfarna daga. Norðurljósamyndirnar eru hér.
Í kvöld og annað kvöld má hugsanlega búast við miklum norðurljósum. Ástæðan er mikil kórónugos sem japanski gervihnötturinn Hinode varð var við fyrir nokkrum dögum. Risavaxið gasský stefnir nú á ógnarhraða (um 2.000.000 km á klukkustund) í átt til jarðar og er væntanlegt einmitt núna. Það er því rétt að gjóa augum til himins ef það skyldi rofa til.
Myndin hér til hliðar er frá Hinode og sýnir svæðið þar sem kórónugosið átti sér stað. Nánar um þessa mynd í frétt hér frá 13. janúar.
Norðurljósin séð frá gervihnetti, næstum í rauntíma:

Hér birtist sjálfkrafa ný mynd í hvert sinn sem NOAA POES gervihnötturinn hefur farið yfir norðupólinn. Guli hringurinn er norðurljósin eins og þau sjást frá gervihnettinum.
Takið eftir tímanum efst á myndinni.
Ísland er hægra megin á myndinni. Á myndinni má sjá hvort líkur séu á að norðurljósin séu sýnileg hér á landi. Ný mynd birtist á um 100 mínútna fresti.
Rauða örin bendir á sólina, þ.e. hvar á jörðinni hádegi er.
Nánar hér
Vísindi og fræði | Breytt 16.1.2008 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir börn og fullorðna
(Formaður Stjörnuskoðunarfélagsins það mig um að koma eftirfarandi á framfæri).
Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir fullorðna
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum fyrir byrjendur. Þau eru opin öllum þeim sem áhuga hafa á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Þeir sem eiga sjónauka ættu að geta lært sitthvað um meðferð þeirra. Námskeiðin standa yfir í tvö kvöld en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.
Dagsetningar:
- 22.-23. janúar 2008 (og stjörnuskoðun 24. janúar ef veður leyfir annars síðar)
- 5.-6. febrúar 2008 (og stjörnuskoðun 7. febrúar ef veður leyfir annars síðar)
» Lesa nánar / skráning á fullorðinsnámskeið
Námskeið í stjörnufræði fyrir börn og unglinga
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum í stjörnufræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-13 ára. Með hverju barni skal koma einn forráðamaður. Á námskeiðunum verður fjallað um ýmislegt sem tengist himingeimnum auk þess sem börnum og fullorðnum býðst að heimsækja stjörnuverið. Hvort námskeið stendur yfir í 2 klst., þátttakendur velja annan hvorn daginn, en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.
Dagsetningar:
- Laugardagurinn 19. janúar 2008 kl. 14-16
- Sunnudagurinn 20. janúar 2008 kl. 14-16
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Hákon Bjarnason efnilegur píanóleikari. Stjarna morgundagsins.
Í gær hlustaði ég á ungan frænda minn leika einleik á píanó með Sinfóníuhljómsveitinni. Þeir sem hafa fylgst með Hákoni Bjarnasyni, sem fæddur er 1987, vita að þar er enginn meðalmaður á ferð þó aðeins sé hann tvítugur að aldri. Dúx frá MH 2005 yngstur nýstúdenta og með langflestar einingar, um það bil að ljúka háskólaprófi, sigurvegari í ýmsum einleikarakeppnum, Íslandsmeistari í Karate, o.s.frv. Það er ekki lítið sem þessi hógværi og ljúfi drengur hefur afrekað!
Hákon er nemandi Halldórs Haraldssonar í Listaháskóla Íslands. Síðastliðna haustönn var Hákon í skiptinámi við Sibeliusar-akademiuna í Helsinki. Hákon hefur unnið til verðlauna í öll þrjú skiptin sem píanókeppni Íslandsdeildar EPTA hefur verið haldin. Tvisvar sinnum hefur hann hlotið fyrstu verðlaun og einu sinni þriðju. Í vor mun hann ljúka bakkalárprófi frá Listaháskóla Íslands og væntanlega halda utan til framhaldsnáms í haust.
Að sjálfsögðu þarf ekki að hafa mörg orð um frammistöðu Hákonar. Hún var einfaldlega stórfengleg, eins og frammistaða hinna ungu einleikaranna sem einnig léku með Sinfóníuhljómveitinni. Það kom skemmtilega á óvart hve glæsilegt og hæfileikaríkt unga fólkið sem lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni er. Hákon, Theresa, Arngunnur og Páll eru örugglega stjörnur morgundagsins.
Það var einstaklega ánægjulegt að sjá þennan unga pilt, Hákon Bjarnason, ganga inn á sviðið í upphafi tónleikanna klæddan kjólfötum og setjast af sama öryggi og þekktustu píanóleikarar við hljóðfærið og leika af fingrum fram Píanókonsert nr.1 eftir Sergej Prókofíev, sem bæði er flókinn og hraður.
Þar sem ég er auðvitað mjög montinn af frænda mínum er vonandi í lagi að kynna aðeins hvernig við tengjumst. Alnafni minn og afi Ágúst H. Bjarnason prófessor (1875-1952) var langafi Hákonar. Ágúst var sonur Hákonar Bjarnasonar kaupmanns á Bíldudal (1828-1877) sem rak þar verslun og þilskipaútgerð. Föðurbróðir minn Hákon Bjarnason skógræktarstjóri (1907-1989) var afi Hákonar píanóleikara. Við getum rakið ættir okkar til vestfirskra galdramanna og ofurmenna, en ljóst er að Hákon ungi er einn slíkur þegar píanóið er annars vegar.
Af vefsíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar:
Sigurvegarar í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskólans flytja einleiksverk.
Tækifæri til að kynnast stjörnum morgundagsins.
Hljómsveitarstjóri: | Kristofer Wahlander |
Einleikari: | Hákon Bjarnason |
Einleikari: | Theresa Bokany |
Einleikari: | Arngunnur Árnadóttir |
Einleikari: | Páll Palomares |
Höfundur |
Verk |
Sergej Prókofíev: | Píanókonsert nr.1 |
H. Wieniawski: | Fiðlukonsert nr. 2 |
Claude Debussy: | Premier Rhapsody f. klarinett og hljómsveit |
Jean Sibelius: | Fiðlukonsert |
Úr frétt Morgunblaðsins frá 2005:
mbl.is | 23.12.2005 | 08:18 Átján ára piltur dúx í MH: Stefnir á feril í tónlist
Ég hef alltaf haft mestan áhuga á raungreinum eins og stærðfræði og eðlisfræði og svo auðvitað tónlist," segir Hákon Bjarnason, sem útskrifaðist dúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú á miðvikudag. Hákon, sem brautskráðist frá náttúrufræðideild, er fæddur árið 1987 og er því átján ára. Hann var yngstur nýstúdenta og með langflestar einingar, auk þess sem hann var með óaðfinnanlega skólasókn allan námstímann.
...
Auk þess að vera dúx skólans fékk Hákon verðlaun fyrir árangur í stærðfræði og var með aðaleinkunn í kringum 9,3. Hákon segir lykilatriðið í árangrinum vera það að hann lærði það sem hann hafði brennandi áhuga á. "Ég hef getað valið mér það sem mér þykir skemmtilegast í skólanum og þurfti ekki að taka mikið af aukafögum sem ég hafði ekki áhuga á vegna þess að tónlistin gildir stóran hluta af einingafjöldanum," segir Hákon, sem hefur þegar hafið nám við Listaháskólann á tónlistarbraut. "Þar er ég á hljóðfæraleikarabraut, þar sem tekur þrjú ár að taka Bachelor of Music-gráðu. Síðan hef ég velt því fyrir mér að fara til útlanda aðeins fyrr sem skiptinemi á vegum skólans. Hvort sem ég klára hérna eða úti stefni ég á meistaragráðu í hljóðfæraleik úti."
Hákon stefnir á feril í píanóleik og hefur m.a. tekið þátt í keppnum á því sviði. Þá hefur hann einnig verið virkur í félagslífinu í MH. Tók hann m.a. þátt í uppsetningu á leikritinu Martröð á jólanótt, en þar lék hann á hljómborð og útsetti nokkur lög fyrir hljómsveitina. Einnig hefur Hákon tekið þátt í lagasmíðakeppninni Óðrík Algaula, þar sem hann lék á píanó í lögum vina sinna.
Píanóið er þó ekki eini afrekastaður Hákons, en hann æfði karate fyrir nokkrum árum og tók svarta beltið í þeirri íþrótt. Þá varð hann Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. "Það hjálpar til að vera í góðu líkamlegu formi og hefur líka mikið að gera með agann," segir Hákon, sem þó hætti fyrir tveimur árum sökum tímaskorts."
Að auki syngur Hákon með Hamrahlíðarkórnum, en hann mun einmitt syngja í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld.
Tónlist | Breytt 26.1.2008 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Fasteignagjöld hækka óheyrilega milli ára. 14% - 20%
- Fasteignagjöld af miðlungsíbúð í Reykjavík hækka um 14%.
- Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis í Reykjavík hækka um 20%
- Fasteignagjöld af sumarhúsum og sumarhúsalóðum í uppsveitum hækka um 20%
- Þetta er þrefalt meira en hækkanir á almennu verðlagi og launum.
Þannig er þetta víða um land. Álagningaseðlar hafa ekki enn verið bornir út, þannig að fólk er ekki farið að átta sig á þessum ósköpum. Hvað er á seyði? Eru sveitarfélögin alveg úti að aka og gjörsamlega stikkfrí? Þessi hækkun er með öllu óskiljanleg og gjörsamlega út í hött.
Sjá upplýsingar á vef Fasteignamats ríkisins hér.
Ég vona bara að þetta sé tómur misskilningur hjá mér.
Er mig að dreyma, eða er þetta rétt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Lækkun hlutabréfa í dag; er ekki betra að þrauka en selja?
Bloggarinn skilur ekki hvers vegna hlutabréf hafa snarlækkað strax við opnun í dag. Finnst það vera mjög seint um rassinn gripið að vera að selja núna í stað þess að þrauka. Eitthvað undarlegt og óvenjulegt er í gangi. Eitthvað sem enginn skilur. Getur verið að skýringin sé einhver af eftirfarandi, eða sambland af mörgum?
1) Stórir erlendir aðilar séu að "shorta" í stórum stíl. Aðilar sem hafa fengið hlutabréf að láni séu að innleysa hagnaðinn núna. (Short selling eða shorting hefur verið þýtt sem skortsala á Íslensku).
2) Er ástæðan panik og hjarðhegðun óviturra Íslendinga?
3) Er ástæðan hin gríðarlega samtenging á íslenska fjármálamarkaðnum þar sem fyrirtækin eiga hvert í öðru?
4) Er ástæðan sú að margir hafa veðsett eignir til að fjárfesta í hlutabréfum og eru nú komnir í þrot?
5) Eitthvað annað sem þú veist betur en ég?
Hvað sem öðru líður, er ekki arfavitlaust fyrir almenna eigendur hlutabréfa að vera að selja núna. Er ekki miklu viturlegra að þrauka?
![]() |
Mikil verðlækkun á hlutabréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 11.1.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 5. janúar 2008
Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast? Tímabundið eða ...?
Frávik í meðalhita áranna 1998-2007 samkvæmt gervihnattamælingu (RSS-AMSU).
"Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast?" er spurt í fyrirsögn pistilsins. Stórt er spurt, en eitthvað hik hefur óneitanlega verið á hnatthlýnunni undanfarinn ár.
Í byrjun nýliðins árs var því spáð að árið 2007 yrði hlýrra en 1998 og slæi þar með öll met frá upphafi mælinga. Er einhver búinn að gleyma þessum spádómum? Ef svo er, þá þarf ekki annað en að lesa fréttirnar sem vísað er á hér fyrir neðan.
Nú er raunveruleikinn að koma í ljós. Mælingar á hitastigi jarðar eru bæði gerðar frá gervihnöttum og með hefðbundnum hætti á jörðu niðri. Úr gervihnattamælingum er m.a. unnið hjá Remote Sensing Systems (RSS), sem nýlega hafa gefið út niðurstöður mælinga fyrir allt árið 2007. Í ljós kemur, að samvæmt þeim mælingum er árið 2007 kaldasta ár aldarinnar, þ.e. ef við segjum að fyrsta ár aldarinnar sé 2001. Á næstu dögum og vikum er von á niðurstöðum hitamælinga frá öðrum stofnunum (HadCRUT3, UAH MSU, NOAA, ...), og ef að líkum lætur verða niðurstöður eitthvað misvísandi, en ekki er ólíklegt að niðurstöður verði eitthvað í svipuðum dúr. Margir treysta þó gervihnattamælingum betur en hefðbundnum mælinum á jörðu niðri.
Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í árs-meðalhita áranna 1998 til 2007 samkvæmt gervihnattamælingum RSS-MSU.
Myndin hér fyrir neðan sýnir mánaðameðaltöl RSS-MSU mælingar frá 1978 til 2007. Ferillinn er teiknaður beint úr niðurstöðum mælinga frá Remote Sensing Systems (RSS). Takið eftir hve síðari hluti árs 2007 er kaldur.
Breytingar í meðalhita lofthjúps jarðar samkvæmt mælingum frá gervihnöttum
frá des. 1998 til des 2007. Blái ferillinn sýnir magn CO2 í lofthjúpnum.
Mæligögn sem hitaferillinn er teiknaður eftir eru hér.
(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og skýrari)
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Nú er það spurningin stóra, hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast þrátt fyrir mikla losun koltvísýrings undanfarin áratug? Því verður hver að svara fyrir sig. Vissulega hefur hitastigið haldist tiltölulega hátt undanfarinn áratug, en hækkun hefur ekki verið nein.
Þetta sýnir okkur hve náttúrulegar sveiflur ráða miklu. Við vitum að El Nino í Kyrrahafinu orsakaði hitatoppinn 1998 og nú eru örugglega áhrif La Nina að koma fram í hitaferlunum.
Það er ekkert hægt að fullyrða. Nú er bara að fylgjast með hvað gerist á næstu árum. Bloggarinn vonar innilega að ekki fari að kólna verulega.
Fréttir í byrjun árs 2007 um væntanlegt metár:
Reuters, AP & Foxnews, IHT, BBC, MSNBC, CBS, USA Today,
The New York Times, The New York Sun, The Washington Post,
National Geographic, CBC, The Guardian, The Independent,
China People Daily, ABC Australia, Discovery Channel,
Jæja, hvernig stóðust þessir spádómar?
Heimildir og ítarefni:
Niðurstöður RSS AMSU mælinga des 1978-des 2007
2007 warmest year on record? Coldest in this century
Nýtt: 25. janúar 2008
Þær fréttir bárust í gær að villa er í gögnunum frá Remote Sensing Systems (RSS) sem kann að hafa áhrif á textann hér fyrir ofan. Það voru samkeppnisaðilar RSS, þeir John Christy and Roy Spencer hjá University of Alabama - Huntsville (UAH) sem fundu villuna hjá keppinautunum. Sjá bréf RSS hér fyrir neðan. Tveir aðilar, UAH og RSS, vinna við úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum og ríkir nokkur samkeppni milli þeirra.
"Update Jan 24, 2008: RSS TLT change in response to discrete error notice: January 16, 2008
We discovered an error in our processing of AMSU data from NOAA-15 for TLT. A new version, version 3.1 is now available and should be used for all applications. This new version
is in much better agreement with other sources of tropospheric temperature. We apologize for any inconvenience.
What was the error?
Last January, I made a small change in the way TLT is calculated that reduced the absolute Temperatures by 0.1K. But I only used the new method for 2007 (the error). When the data are merged with MSU, MSU and AMSU are forced to be as close as possible to each other over the 1999-2004 period of overlap. This caused the error to show up as a downward jump in January 2007. To fix the problem, I reprocessed the 1998-2006 AMSU data using the new code (like I should have done in the first place), and merged it with the MSU data.
We would like to thank John Christy and Roy Spencer, who were very helpful during the diagnosis process.
Carl Mears, RSS, January 16 2008"
Vísindi og fræði | Breytt 25.1.2008 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Nýárs-halastjarnan Tuttle
Þessi fallega mynd af halastjörnunni 8P/Tuttle er fengin að láni hjá www.spaceweather.com
Annað slagið birtast halastjörnur á himninum. Stundum koma þær óvænt, en stundum koma þær aftur og aftur, jafnvel með áratuga millibili. Alltaf ríkir þó óvissa um hve mikilfenglegar þær verða.
Nú er halastjarnan 8P/Tuttle á stjörnuhimninum. Hún er þó á mörkum þess að sjást með berum augum, en sést með handsjónauka, þ.e. ef vel viðrar. Það er þó ekkert síðra að skoða myndir sem teknar hafa verið af henni undanfarna daga, en þær eru margar hverjar einstaklega fallegar. Á vefsíðunni www.spaceweather.com eru einmitt fjölmargar slíkar myndir. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvar halastjarnan er í dag.
Stjörnuþokan á myndinni er M33 Triangulum.
Krækjur:
Myndasafn með myndum af Tuttle halastjörnunni á spaceweather.com
Vísindavefurinn: Hvernig verða halastjörnur til?
McNaught halastjarnan. Blogg með myndum frá janúar 2007.
Vísindi og fræði | Breytt 4.1.2008 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Gleðilegt ár með ABBA
Ljúfir tónar með ABBA í tilefni dagsins.
--- --- ---
Textinn er allur í þessum glugga:
" Happy New Year" með ABBA
No more champagne
And the fireworks are through
Here we are, me and you
Feeling lost and feeling blue
It's the end of the party
And the morning seems so grey
So unlike yesterday
Now's the time for us to say...
Happy new year
Happy new year
May we all have a vision now and then
Of a world where every neighbour is a friend
Happy new year
Happy new year
May we all have our hopes, our will to try
If we don't we might as well lay down and die
You and I
Sometimes I see
How the brave new world arrives
And I see how it thrives
In the ashes of our lives
Oh yes, man is a fool
And he thinks he'll be okay
Dragging on, feet of clay
Never knowing he's astray
Keeps on going anyway...
Happy new year
Happy new year
May we all have a vision now and then
Of a world where every neighbour is a friend
Happy new year
Happy new year
May we all have our hopes, our will to try
If we don't we might as well lay down and die
You and I
Seems to me now
That the dreams we had before
Are all dead, nothing more
Than confetti on the floor
It's the end of a decade
In another ten years time
Who can say what we'll find
What lies waiting down the line
In the end of eighty-nine
Happy new year
Happy new year
May we all have a vision now and then
Of a world where every neighbour is a friend
Happy new year
Happy new year
May we all have our hopes, our will to try
If we don't we might as well lay down and die
You and I
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 31. desember 2007
Um áramót reikar hugurinn víða...
Auðvitað reikar hugurinn víða um áramót. Eins konar uppgjör á sér stað. Maður verður jafnvel örlítið meyr og tilfinningarnar brjótast fram. Fyrst og fremst er þakklæti efst í huga. Árið hefur verið gæfuríkt og ánægjulegt, þannig að ekki er hægt annað en vera glaður og þakklátur.
Ég ætla að einskorða þenna pistil við kynni mín af bloggheiminum á liðnu ári, enda er sá heimur mjög sérstakur. Það tekur smá tíma að læra að fóta sig í þessum hálfgerða sýndarheimi og kynnast innviðum hans, en ekki líður á löngu áður en maður er farinn að vera heimavanur og óragur við að sýna sig og sjá aðra. Sjálfstraustið vex.
Í bloggheiminum fara fram fjörugar umræður. Stundum fullar af gáska og fjöri, en oft er fjallað um mikilvæg málefni, stundum svo vel að rödd okkar berst út fyrir virkisveggi bloggheima. Þá er virkilega tekið eftir því sem við höfum til málanna að leggja. Hvers vegna, jú hér fara fram miklar og rökfastar umræður um bókstaflega allt sem viðkemur mannlegum samskiptum, listum, stjórnmálum, tækni og trúmálum. Líklega er ekkert okkur óviðkomandi. Gagnkvæm virðing og samstaða ríkir milli íbúa bloggheima. Þar eru allir jafnir.
Auðvitað er maður ekki alltaf sammála öllum, en bloggsamskiptin krefjast þess oft að maður beiti gagnrýnni hugsun, finni rök og reyni að beita þeim. Í pistlaskrifum reynir á öguð og vönduð vinnubrögð. Þar er gott að hafa góðar fyrirmyndir og vera sífellt að reyna að bæta sig. Sífellt að læra eitthvað nýtt. Þegar upp er staðið erum við öll sigurvegarar.
Í bloggheiminum hef ég eignast vini. Jafnvel mjög góða. Gömul kynni hafa rifjast upp og stofnað hefur verið til nýrra. Hér hef ég kynnst einstöku fólki.
Það sem mér er minnisstæðast úr heimi bloggsins á liðnu ári er þátttaka mín í Leshringnum og samneyti við góða lesvini sem venja komur sína á Martas Blog Café. Þar hef ég kynnst góðu fólki og átt margar ánægjulegar stundir við lestur góðra bóka og spjall um ritverk og höfunda þeirra, sögusvið og ritstíl.

Vísindi og fræði | Breytt 1.1.2008 kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 30. desember 2007
Himnaríki og helvíti
Ekki er ætlunin að fjalla um trúmál í þessum pistli, heldur bókina Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Bókina sem var kjörin besta íslenska skáldsagan árið 2007 af bóksölum.
Ég las bókina um jólin og er þetta ein allra magnaðasta bók sem ég hef lesið. Ég hef sjaldan lifað mig inn í skáldsögu eins og undanfarna daga. Bókin beinlínis dró mig inn á sögusviðið og leið mér stundum eins og ég væri viðstaddur. Jafnvel um borð í sexæringnum fann ég fyrir nístandi kuldanum. Þetta er bókin þar sem ljóð í Paradísarmissi er örlagavaldurinn mikli, og einn stakkur skilur milli lífs og dauða.
Textinn er einstaklega myndrænn og meitlaður. Persónulýsingar skýrar, og síðast en ekki síst er atburðarásin þannig að bókin heldur manni svo sannarlega við lesturinn. Bók sem vissulega er hægt að mæla með.
Í kynningu forlagsins segir:
"Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.
Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur.
Jón Kalman Stefánsson hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda: Fyrst fyrir bókina Sumarið bak við brekkuna, svo Ýmislegt um risafurur og tímann og nú síðast fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005".
Bloggaranum fannst það ánægjulegt að langafi hans kom við sögu framarlega í bókinni, en á bls. 19 er minnst á kennslubók Jóns Ólafssonar í enskri tungu. Um enskukver Jóns "English made easy" og "Vesturfara túlkur" er fjallað aftarlega í grein Steinunnar Einarsdóttur "Þegar Íslendingar fóru að læra ensku". Svo er það spurning hvort "Lárus sýslumaður" sem kemur oftar en einu sinni fyrir í sögunni sé Lárus H. Bjarnason sem var um skeið bæjarfógeti og sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, þ.e. afabróðir bloggarans, en þetta eru nú bara persónulegar hugrenningar sem vöknuðu við lestur þessarar ágætu bókar.
Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins Bjarts er skýrt frá nýlegu bréfi Gallimard útgáfunnar:
Þar segir svo m.a. í lauslegri þýðingu (leturbreytingar eru mínar):
Það er mér mikil heiður, fyrirgefið mikil, mikill heiður, að geta loks sagt ykkur að við hjá Gallimard höfum ákveðið að kaupa þýðingarréttinn á bók Jóns Kalmans Stefanssonar, Himnaríki og helvíti. Jon Kalman er höfundur sem á heima á útgáfulista okkar. Hann er frábær viðbót fyrir okkur, fyrirtæki sem getur státað af að hafa gefið út helstu risa heimsbókmenntanna. Nú er komið að Jóni Kalman Stefánssyni. Þegar við hjá Gallimard tökum höfund um borð þá er það til að fara í langa og skemmtilega siglingu. Útgáfan okkar er eins og glæst listisnekkja. Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jon Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nútímabókmenntanna.
Það er eitthvað mikið að gerast! Gaman verður að fylgjast með Jóni Kalman á næstu árum.
Hver veit nema Leshringurinn taki fyrir einhverja af bókum Jóns Kalman í framtíðinni? Það væri áhugavert.
Bækur | Breytt 2.1.2008 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 29. desember 2007
Ljúfir tónar: Alison Balsom trompetleikari
Eru til ljúfari tónar? Er til betri trompetleikari en Alison Balsom?
Hlustið að minnsta kosti á Paganini Caprice No.4
---
Légende.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. desember 2007
Stærsti stjörnusjónauki landsins og Stjörnuskoðunarfélagið
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er eina félag áhugamanna um stjörnuskoðun og stjörnufræði hér á landi og eru félagar í því um 150 talsins. Aðsetur félagsins er í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Uppi á þaki skólans er hvolfþak sem hýsir aðalsjónauka félagsins. Hann er af gerðinni JMI NGT-18 og er spegill hans 46 cm í þvermál.
NGT-18 (sjá mynd) er 18 tommu Newtonsspegilssjónauki frá bandaríska sjónaukaframleiðandanum Jims Mobile Incorporated. Þetta er stærsti og fullkomnasti stjörnusjónauki landsins en bræðurnir og velunnarar félagsins, þeir Ágúst og Sveinn Valfells, gáfu Stjörnuskoðunarfélaginu gripinn. Með þessari höfðinglegu gjöf vildu þeir Ágúst og Sveinn efla áhuga almennings á stjarnvísindum og stjörnuskoðun. Á sama tíma vildu þeir bræður minnast systur sinnar dr. Sigríði Valfells málfræðings, sem lést haustið 1998, sextug að aldri.
Félagið á einnig tvo aðra stjörnusjónauka. Annars vegar 10 tommu Schmidt-Cassegrain sjónauka frá Meade og hins vegar 14 tommu Schmidt-Cassegrain sjónauka frá Celestron. Sá hinn síðari er fyrsti sjónauki félagsins.
Saga Stjörnuskoðunarfélagsins nær yfir rúm þrjátíu ár en félagið var stofnað þann 11. mars árið 1976 og voru stofnfélagar tuttugu talsins. Fyrsti formaður félagsins var Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Núverandi stjórn Stjörnuskoðunarfélagsins skipa
- Sævar Helgi Bragason, formaður
- Grétar Örn Ómarsson, ritari
- Kristján Þór Þorvaldsson, gjaldkeri
Stjörnuskoðunarfélagið er opið öllum áhugamönnum um stjörnuskoðun og stjörnufræði. Undanfarin ár hefur félagsgjaldið verið 2.000,- kr. á ári. Á hverju ári stendur félagið fyrir margvíslegum spennandi uppákomum og ber þar helst að nefna námskeið í stjörnuskoðun, útgáfu fréttabréfa, sólskoðun og stjörnuskoðun fyrir almenning auk ýmiss annars.
Þessar upplýsingar um félagið eru fengnar að láni af vefsíðu þess: www.astro.is
Vefsíðan er mjög áhugaverð og er þar að finna ítarlegar upplýsingar um félagið, aðstöðu þess, sjónauka og starfssemi.
Bloggarinn hefur verið um árabil félagsmaður í Stjörnuskoðunarfélaginu og setið í stjórn þess um tíma. Allir sem hafa ánægju af því dást að stjörnuhimninum ættu að íhuga það vel að gerast félagar. Það er vel þess virði.
Myndina tók bloggarinn skömmu eftir að sjónaukanum hafði verið komið fyrir í turninum, en síðan hefur aðstaðan þar verið endurbætt verulega.
Tenglar:
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness: www.astro.is
Stjörnufræðivefurinn: www.stjornuskodun.is
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Ballett í háloftunum, Svetlana Kapanina
Þessi pistill er tileinkaður öllum hinum fjölmörgu konum sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Konum sem þora, vilja og geta. Konum sem eru oft fremri karlmönnum.
Ein þessara hugrökku kvenna er Svetlana Kapanina sem lætur sig ekki muna um að dansa ballett í háloftunum. og gerir það betur en flestir aðrir.
Hér fyrir neðan eru fáein myndbönd þar sem stúlkan sýnir listir sýnar. Segið svo að þetta sé bara fyrir stráka!
Takið eftir danssporunum á jörðu niðri

( Skýrari og stærri mynd hér )
Það er nóg að horfa og hlusta

Meira um konur sem þora:
Af bleikum og ekkibleikum. Áhugaverður pistill Mörtu B. Helgadóttur um konur sem þora í lífi og starfi.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 25. desember 2007
Heimurinn um nótt
Þessi ofurfallega mynd er af nýju vefsíðunni The World at Night (TWAN), en þar er að finna safn ljósmynda sem teknar eru að nóttu til. Margar þeirra einstaklega fallegar. Myndin hér fyrir ofan er fengin að láni þar, en hún prýðir einnig vefsíðuna Astronomy Picture of the Day (APOD) í dag, jóladag. (Smellið tvisvar á myndina til að sjá hana í fullri stærð).
Myndin er auðvitað af jólastjörnunni Mars, en þar til hægri er stjörnumerkið Orion. Rauða stjarnan í miðjunni er Betelgeuse, en Orion stjörnuþokan er rauðleit hægra megin á myndinni, gimsteinninn í sverðinu neðan við belti Orions, veiðimannsins mikla. Ljósmyndari er Wally Pacholka.
Gleðilega hátíð.
Fáeinar næturmyndir eftir bloggarann hér
Vísindi og fræði | Breytt 26.12.2007 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 22. desember 2007
Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja
Enn og aftur er sólin lægst á lofti og nýtt ár hefur göngu sína innan fárra daga. Enn og aftur hefur jörðin nýja hringferð um sólina.
Á morgun fer daginn að lengja aftur um eitt hænufet. Hve stórt er þetta hænufet? Því er svarað í Almanaki Háskólans. Fyrsta skref hænunnar er aðeins 9 sekúndur, síðan 27 sek, svo 44 sek, ... og ekki líður á löngu áður en vorið er komið.
Tempus fugit; tíminn líður!
Aldrei virðist vera nægur tími.
Skyldi vísindamönnum einhvern tíman takast að hægja á tímanum? - Varla, og því verðum við bara grípa til okkar ráða.
Er ekki kominn tími til að gefa sér tíma til að dást að undrum lífsins og náttúrunnar? Gefa sér tíma til að lesa góðar bækur? Gefa sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum? - Gefi maður sér tíma til þess, þá líður ekki langur tími þar til manni finnst tíminn líða hægar! Við getum gert það sjálf sem vísindamönnum tekst ekki, við getum hægt á tímanum!
Hvað finnst þér lesandi góður. Finnst þér þú hafa nægan tíma til að sinna þínum hugðarefnum, vinum og fjölskyldu?
Jólin eru hátíð ljóss og friðar.
Nú skulum við njóta þess að eiga góðar stundir um hátíðarnar.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar
gleðilegra jóla.
Vetrarsólstöður eru í ár 22. des. kl. 06.08.
Sjá nýjar myndir í athugasemdum
Vísindi og fræði | Breytt 23.12.2007 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 20. desember 2007
2009 verður ár stjörnufræðinnar á 400 ára afmæli stjörnusjónaukans
Áhugaverð frétt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir meðal annars:
Árið 2009 verður alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar samkvæmt tillögu sem Ítalía heimaland Galíleós Galíleís sem samþykkt var á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
...
Einar H. Guðmundsson prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands er formaður íslensku IYA2009 landsnefnarinnar og tengill hennar við alþjóðasambandið.
Hann segir af þessu tilefni:
Hér á landi verður haldið upp á Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 með margvíslegum hætti. Meðal annars er fyrirhugað að bjóða almenningi að hlýða á fyrirlestra um það sem efst er á baugi í stjarnvísindum nútímans.
Mönnum mun einnig gefast kostur á fræðslu um stjörnusjónauka og þátttöku í stjörnuteitum þar sem stjörnuhiminninn verður skoðaður. Þá er verið að vinna úr hugmyndum um samvinnu stjarnvísindamanna og stjörnuáhugamanna við kennara og nemendur í skólum landsins.
Einnig er ætlunin að fræða landsmenn um sögu stjarnvísinda á Íslandi. Það er mikið ánægjuefni að Ísland skuli hafa stutt þessa tillögu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þannig tekið undir það viðhorf að raunvísindi séu einn af hornsteinum nútíma samfélags."
Það rifjast upp að fyrir allmörgum árum störfuðum við Einar sem sumarmenn á Háloftadeild Raunvísindastofnunar hjá Þorsteini Sæmundssyni stjörnufræðingi, þar sem unnið var að rannsóknum á m.a. norðurljósum og segulsviði jarðar.
Myndin er af Galíleó Galíleí.
Krækjur:
Vefsíða stjörnufræðiársins 2009
Sjá fréttina í Morgunblaðinu:
![]() |
2009 verður ár stjörnufræðinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.12.2007 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
REI, REI ekki um jólin
Muna ekki allir eftir myndbandinu Orkuveitan heima sem er hér ? Nú styttist til jóla og menn farnir að ná áttum eftir hremmingar haustsins. Hér er nýtt myndband REI, REI ekki um jólin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 766912
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði