Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Murray Gell-Mann. Maðurinn með heilana fimm !

Murray Gell-MannMurray Gell-Mann er ein helsta núlifandi goðsögnin í heimi eðlisfræðinnar. Honum hefur verið lýst sem "manninum með heilana fimm", sem er ekki að undra: Hann hóf nám við hinn þekkta Yale háskóla 15 ára gamall, og lauk doktorsprófi frá MIT  21 árs. Hann talar reiprennandi 13 tungumál, og er sérfræðingur á hinum ólíklegustu sviðum svo sem náttúrusögu, sögulegum málvísindum, fornleifafræði, fuglaskoðun, djúpsálarfæði, fyrir utan fræðin um flókin aðlögunarkerfi. Í eðlisfræðinni, hans aðal sérsviði, hefur hann verið mikill frumkvöðull.  Prófessorinn hefur að sjálfsögðu hlotið Nóbelsverlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga. Svona stórmenni hlýtur að hafa frá ýmsu áhugaverðu að segja.

Á vefnum er fyrirlestur sem hann flutti í mars síðastliðnum.  Stórmerkilegur fyrirlestur og mjög áhugaverður.

Í fyrirlestrinum kemur hann víða við, en megininntakið er frjó hugsun, innsæi og hugljómun. Margir kannast við hvernig það er að hrökkva skyndilega upp með lausn á flóknu verkefni, þ.e. fá eins konar hugljómun. Oft eru menn ekkert að hugsa um vandamálið, eru kanski úti að ganga í góða veðrinu, dytta að húsinu, bursta tennur eða hvaðeina. Sumir hrökkva upp um miðja nótt með lausnina nánast tilbúna. Engu er líkara en mannshugurinn starfi að lausn vandans án þess að við höfum hugmynd um og skili verkinu tilbúnu þegar lausnin er fundin.

Þetta er mjög lauslegur inngangur að fyrirlestrinum og segir ekki mikið um innihaldið því víða er komið við. Stundum bregður hann fyrir sig hugtökum úr eðlisfræðinni sem við skiljum kanski ekki vel, en það gerir ekkert til. Maður hlýtur að fyllast lotningu þegar maður skynjar hvernig mannshugurinn starfar og undrast hve afburðagreindir menn geta verið.

Fyrirlesturinn nefnist On Getting Creative Ideas og er hér  á Google-Video. 

Sjálfur fyrirlesturinn er tæpar 40 mínútur, en síðan taka við fyrirspurnir utan úr sal. Alls líklega um 70 mínútur. Kanski ekki alltaf léttmeti, en ekki erfitt að ná inntakinu. Það er allavega forvitnilegt að hlusta aðeins á þenna snilling sem kallaður hefur verið The Man With Five Brains.   Luboš Motl eðlisfræðingur fjallar um fyrirlesturinn hér og lýsir honum lið fyrir lið.

Wikipedia um Murray Gell-Mann Mikill fróðleikur um líf og starf.

Is this the cleverest man in the world? Skemmtileg frásögn.

 

Kannast einhver við það að hafa fengið svona fyrirvaralausa hugljómun eins og prófessorinn lýsir? 

 

 

Kynningin á Google-Video:

Murray Gell-Mann: On Getting Creative Ideas

ABSTRACT:

Murray Gell-Mann is one of the largest living legends in physics. He's also been described ... as The Man With Five Brains, and it's no puzzle why: He was admitted to Yale at 15, got his PhD from MIT at 21 , and is an international advisor on the environment. He speaks 13 languages fluently (at last count), and has expertise in such far-ranging fields as natural history, historical linguistics, archaeology, bird-watching, depth psychology, and the theory of complex adaptive systems.

Oh yeah... he also coined the term "quark," after developing key aspects of the modern theory of quantum physics... for which he earned an unshared Nobel prize in physics in 1969. His ideas revolutionized the world's thinking on elementary particles. In this talk, he gives his thoughts "on getting creative ideas."


Murray Gell-Mann is a Distinguished Fellow of the Santa Fe Institute, and author of the popular science book "The Quark and the Jaguar, Adventures in the Simple and the Complex."

Besides being a Nobel laureate, Professor Gell-Mann has received the Ernest O. Lawrence Memorial Award of the Atomic Energy Commission, the Franklin Medal of the Franklin Institute, the Research Corporation Award, and the John J. Carty medal of the National Academy of Sciences. In 1988 he was listed on the United Nations Environmental Program Roll of Honor for Environmental Achievement (the Global 500). He also shared the 1989 Erice "Science For Peace" Prize. In 1994 he received an honorary Doctorate of Natural Resources from the University of Florida

 

 


Al Gore og undrabarnið

 

KristenByrnesLítið hefur borðið á umsögnum hér á landi um hina umdeildu kvikmynd Al Gore, "An Inconvenient Truth". Jafnvel Veðurstofa Íslands þegir þunnu hljóði, en þar á bæ er sjálfsagt verið að vinna í málinu, en eins og alþjóð veit, þá birtist nýlega á vefsíðu stofnunarinnar opinber skoðun hennar á annarri kvikmynd, „The Great Global Warming Swindle".

 

Þangað til eitthvað vitrænt birtist á Íslensku mætti benda áhugasömum að lesa grein Kristen Byrnes um kvikmyndina. Grein þessi hefur vakið heimsathygli fyrir fagmannlega framsetningu, en það ótrúlega er að Kristen er aðeins 15 ára. Hún virðist þó hafa öllu meira vit í kollinum en margir sprenglærði vísindamenn, hvað þá langreyndir pólitíkusar. Við eigum örugglega eftir að frétta meira af Kristen í framtíðinni. Tvímælalaust undrabarn.

Vissulega er ófært að gera lítið úr sprenglærðum vísindamönnum og langreyndum stjórnmálamönnum. Það er alls ekki ætlunin, en munum hvað barnið sagði í ævintýri HC Andersens, Nýju fötin keisarans.  Það er aftur á móti ófært að blanda saman vísindum og stjórnmálum.

 

Hvað segir Al Gore um sjálfan sig?

Spurning: There's a lot of debate right now over the best way to communicate about global warming and get people motivated. Do you scare people or give them hope? What's the right mix?

Svar:  I think the answer to that depends on where your audience's head is. In the United States of America, unfortunately we still live in a bubble of unreality. And the Category 5 denial is an enormous obstacle to any discussion of solutions. Nobody is interested in solutions if they don't think there's a problem. Given that starting point, I believe it is appropriate to have an over-representation of factual presentations on how dangerous it is, as a predicate for opening up the audience to listen to what the solutions are, and how hopeful it is that we are going to solve this crisis.

Heimild:  http://www.grist.org/news/maindish/2006/05/09/roberts/ (Interview with Grist Magazine’s David Roberts and Al Gore about An Inconvenient Truth)

Kristen spyr í upphafi greinarinnar vegna þessara ummæla:

Al Gore said this, so how are we supposed to know fact from fiction in the global warming debate? The following paragraphs will inform the reader of the false claims, the facts, the selective facts and tactics to scare and advertise.

 

Sjá hér (vefsíðan byrjar á inngangi og heldur síðan áfram á tveim síðum):

Facts and Fictions of Al Gore’s "An Inconvenient Truth"

                              

Í inngangi segir Kristen:

After Ponder the Maunder was first published, I received many emails from parents whose kids were required to watch Al Gore’s “An Inconvenient Truth.” They were worried because Al Gore was a politician, an occupation that people just don’t trust.

 

I’ve watched his movie many times and researched most of his claims. The following essay is a summary of what I learned. I hope it helps.

 

Kristen Byrnes

 

Vefsíða hennar kallast Ponder the Maunder. Þar er ýmiss fróðleikur, annar en gagnrýni á kvikmynd varaforsetans fyrrverandi.

Ponder the Maunder was an extra credit project for Honors Earth Science, Portland High School, by Kristen Byrnes of Portland Maine.
This report is a comprehensive look at the global warming issue without financial or political bias. It uses the most updated information provided by scientists and researchers and interjects common sense, an important component missing from the global warming debate.

 

Nokkur fréttaskot um Kristen:

15-Year-Old Outsmarts U.N. Climate Panel, Predicts End of Australia's Drought

Portland High School Honors Student Takes on Al Gore’s ‘An Inconvenient Truth’

 

 

Google um Kristen Byrnes

 

 

Nafnið á vefsíðunni er snilld. Ponder the Mounder er tvírætt. Það gæti þýtt "Muldrið ígrundað", (maunder=muldur eða óskýrt rugl (To talk incoherently or aimlessly)), en einnig "Hugsað um Maunder", en mesti kuldi Litlu ísaldarinnar var meðan á dýpsta lágmarki í sólinni stóð, en það kallast Maunder Minimum, kennt við stjörnufræðinginn Edvard Maunder.

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans


Dr. Nils Axel Mörner segir í nýju viðtali að sjávarborð sé ekki að hækka

 

Moerner-3A 

Í nóvember 2004 hélt  Dr. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi erindi í Háskóla Íslands sem nefndist Heimskautin,  hafið og framtíðin.  Erindið var á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga. Myndin er frá þeim fundi.

Erindið var þannig kynnt á vef Háskólans:

Heimskautin,  hafið og framtíðin. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi. Mánudaginn 8. nóvember, kl. 12.00 - Í Lögbergi (stofu 103).

Hefðbundinn skilningur manna á hlýnun andrúmsloftsins gerir ráð fyrir að hún  muni leiða til bráðnunar á ísbreiðum heimskautanna og hækkandi stöðu sjávar.  Hverjar eru vísbendingarnar sem styðja þetta mat? Er hugsanlegt að almenningur  sé afvegaleiddur um þessi mál? Nils-Axel Mörner prófessor við Stokkhólmsháskóla  og víðkunnur sérfræðingur í jarðfræði kvartertímabilsins og landmótunarfræði mun  fjalla um þessi álitaefni á fundi á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga mánudaginn  8. nóvember 2004. Mörner var formaður nefndar um breytingar á sjávarhæð og þróun  strandsvæða, sem starfar á vegum International Association of Quaternary Research,  á árunum 1999-2003. Hann mun gagnrýna líkön sem spá fyrir um hækkun sjávar og nota  til þess rannsóknargögn víða að úr heiminum.

Fyrir fáeinum dögum birtist mjög opinskátt viðtal við Mörner.

Viðtalið nefnist Claim That Sea Level Is Rising Is a Total Fraud, og birtist 22. júní í EIR Economics.

Viðtalið er hér sem Acrobat skjal eins og það birtist í tímaritinu Executive Intelligence Review, en hér hefur það verið sett á vefsíðu.

Vonandi fer enginn úr límingunum við lesturinn, en margir munu verða öldungis hlessa. Ég hef enga sérstaka skoðun á málinu, en þykir rétt að koma þessu á framfæri. Ég hef ekki nokkurt vit á haffræði og aldrei fyrr heyrt um EIR.  Ég hlustaði aftur á móti á fyrirlestur Nils Axels 2004.

Um hverja er Nils-Axel Mörner svona harðorður?:
That is terrible! As a matter of fact, it is a falsification of the data set. Why? Because they know the answer. And there you come to the point: They “know” the answer; the rest of us, we are searching for the answer. Because we are field geologists; they are computer scientists. So all this talk that sea level is rising, this stems from the computer modeling, not from observations. The observations don't find it!

 

Sjá meira eftir Nils-Axel Mörner hér á vef breska þingsins.

 


The Great Global Warming Swindle í RÚV annað kvöld - 19. júní

Í byrjun mars s.l. var hér á bloggsíðunni kynnt kvikmyndin The Great Global Warming Swindle.

Myndin hefur vakið gríðarmikið umtal, enda málið funheitt. Þessi mynd verður sýnd í  Sjónvarpinu (RÚV) annað kvöld 19. júní  kl. 20:55. Myndin kallast í kynningu RÚV  "Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle".   Hugsanlega er þetta eitthvað stytt útgáfa.

Sjá bloggið um þessa mynd frá 10. mars: The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu.  Umræður urðu töluverðar í athugasemdum, og einnig í athugasemdum um bloggið Afkolun jeppaeiganda

Það má einnig benda áhugasömum á aðrar kvikmyndir í sama dúr sem kynntar hafa verið á blogginu: Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Á blogginu er einnig fjallað um kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth, sem einnig hefur valdið heitum umræðum. Sjá hér.  Myndin sem sýnd verður í RÚV 19. júní er einmitt andsvar allmargra vísindamanna við mynd Al Gore.  

Það er sjálfsagt að kynna sér málið frá öllum hliðum, og hafa ánægju af, hvort sem maður er sammála eða ekki.

Vefsíðan http://www.greatglobalwarmingswindle.co.uk er helguð kvikmyndinni.

Það skyldi þó ekki vera að svona kvikmyndir valdi meiri hnatthlýnun en CO2? Að minnsta kosti verður allmörgum æði heitt í hamsi Smile.

center


Skógrækt áhugamannsins

01-grisjunHvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Bloggarinn var svo lánsamur að eiga þess kost að starfa við skógrækt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum í Austmannabrekku í Haukadal um 1960, en hann situr þar efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt við Geysi, sem sjá má glitta í á myndinni ásamt Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar þar sem nú er Hótel Geysir. Takið eftir að enginn skógur sést, fyrir utan nokkrar birkihríslur. Þarna er nú kominn gríðarmikill skógur með háum trjám.

Byrjað var á því að grisja birkikjarrið með kjarrsög. Kjarrsögin líkist  vélorfi, nema í stað bandspottans sem klippir grasið er hjólsagarblað. Bloggarinn er einmitt með ólarnar sem héldu uppi kjarrsöginni spenntar um axlir. Gerðar voru langar rásir í birkikjarrið upp eftir fjallshlíðinni með um 2ja metra millibili. Síðan var gróðursett í rásirnar, ýmist með skógræktarhaka eða bjúgskóflu. Plöturnar voru í búntum og berróta, en ekki í fjölpottabökkum eins og algengast er í dag.

Við gróðursettum í akkorði, eins og það var kallað. Mikill hugur var í mönnum og unnið langt fram á kvöld, enda náðu menn að planta vel yfir 1000 plöntum á dag, þ.e. hver og einn. Launin voru heldur hærri en jafnaldrar okkar fengu í almennri verkamannavinnu, og puðið örugglega miklu meira.

Þó mikið væri unnið í Haukadal, þá var einnig töluvert puðað í Heiðmörk og Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Á þessum þrem sumrum lærðu menn mikið um skógrækt, grisjun, áburðargjöf og uppsetningu girðinga.  Líkaminn stæltist og útveran var mikil og holl.

Varla hefur bloggarann grunað þegar hann sat hugsi í Austmannabrekku að hann væri farinn að puða aftur fjórum áratugum síðar á eigin landi þar skammt frá. Fáeinir hektarar sem biðu óþreyjufullir eftir því að verða klæddir skógi. Reyndar vill svo til að landskikinn er á myndinni í beinni línu lárétt fyrir framan höfuð hans. Svosem tvær eða þrjár höfuðbreiddir. Kanski var hann að dreyma eitthvað í þeim dúr.  Segja má að sagan endurtaki sig, því réttum fjórum áratugum eftir að myndin var tekin var aftur hafist handa við að girða, græða upp, planta og bera á. Næstum á sama stað og nú er sprottinn fullvaxinn skógur, skógur sem hann gerði með eigin höndum.

Fyrir fáeinum árum var verið að grisja í Austmannabrekku. Þetta voru engin smá tré. Gamli skógarrefurinn stóðst ekki mátið og taldi árhringina. Viti menn, þetta gátu verið litlu berróta plönturnar sem hann plantaði um 1960 ásamt félögum sínum. Undarleg tilfinning liðaðist um kroppinn.

Fjöldi Íslendinga dundar sér við að setja niður plöntur sér til ánægju, enda fátt sem veitir jafn mikla gleði. Tilgangurinn er ekki að rækta nytjaskóg, heldur að bæta land sem oft hefur farið illa, meðal annars vegna ofbeitar. Skógurinn veitir skjól og fuglarnir þyrpast að. Opið stormasamt land breytist í skjólgóðan unaðsreit. Ekki sakar ferska loftið og hreyfingin sem stælir líkama kyrrsetumannsins.

Maja og Julie

Hvað ungur nemur gamall temur, segir í upphafi. Hér má sjá tvær hörkukonur aðstoða við gróðursetninguna. Önnur kynslóð tekin til starfa. María Björg Ágústsdóttir var í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, en Julie Chu silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikjunum 2002, 2010 og 2014 og bronsverðlaunahafi 2006. Báðar voru vinkonurnar í sumarleyfi frá námi við Harvard þegar myndin var tekin. Ekki er amalegt að fá svona hjálp smile.

 

Það er auðvitað alveg ljóst, að afköstin, þegar verið er að dunda við áhugamannaskógrækt, eru ekki nema brot af afköstum atvinnumanna.

Bloggarinn afkastaði vel yfir 1000 plöntum á dag á unglingsárunum, en það þykir honum í dag mátulegur skammtur yfir sumarið. Auðvitað er ekki nóg að koma plöntunum í jörð. Alls konar stúss fylgir að sjálfsögðu, en það eykur bara ánægjuna. Á myndinni má sjá 400 plöntur bíða þess óþreyjufullar að komast í jörð, en bak við þær eru bakkar undan um 2000 plöntum.Góður helgarskammtur

Sjálfsagt er fátt sem kennir manni þolinmæði eins vel og gróðursetning trjáplantna í íslenskri náttúru.

Plönturnar eru viðkvæmar og þarf að hlúa vel að þeim í æsku, alveg eins og mannfólkinu. Þeim veitir ekki af hollri fæðu og þurfa áburðargjöf fyrstu árin. Stundum koma vorhret sem fara illa með litlu greyin, en flest komast þó á legg um síðir. Þegar þau hafa náð manni í hné finnst manni að kominn sé vísir að skógi. Ekki ósvipuð tilfinning og þegar litlu börnin læra að ganga.  Stærstu trén eru nú orðin um mannhæðar há, þó flest séu ennþá verulega minni.

Á unglingsárum plantaði bloggarinn líklega einhverjum fáum tugum þúsunda, en um fimmþúsund á undanförnum árum.

Vefsíðan www.kolvidur.is segir mér að ég þurfi að gróðursetja 60 tré á ári til að friða samviskuna. Hvað ætli ég sé búinn að kolefnisjafna fyrir mörg ár?

 

 

 

 


Afkolun jeppaeiganda

Afkolun jeppaeiganda

"Veitið mér fyrirgefningu. Ég hef verið að jeppast"   -  "Aktu leið þína. Syndir þínar hafa verið fyrirgefnar".

Ágæti jeppaeigandi. Hefur þú keypt þér syndaaflausn? Hefur þú verið afkolaður? Ekki er seinna vænna. Opnaðu veskið aðeins og samviska þín verður hrein og sál óflekkuð.

Kolefniskirkjan

.

Seint fyllist sálin kolefnisprestanna

.

The worst of the carbon-offset programs resemble the Catholic Church’s sale of indulgences back before the Reformation.

.

Instead of reducing their carbon footprints, people take private jets and stretch limos, and then think they can buy an indulgence to forgive their sins.

.

This whole game is badly in need of a modern Martin Luther.

.

 Denis Hayes, Bullitt Foundation, The New York Times, 29 April 2007
 

 Sjá nánar:

GLOBAL COOLNESS: CARBON-NEUTRAL IS HIP, BUT IS IT GREEN? The New York Times, 29 April 2007   

By ANDREW C. REVKIN

http://www.nytimes.com/2007/04/29/weekinreview/29revkin.html?ex=1178510400&en=5281a26c79cf24bd&ei=5070&emc=eta1 

 

Það er ljóst að mikil hætta á spillingu fylgir viðskiptum með kolefniskvóta og aflátsbréf. Margir ætla sér að hagnast, og margir kolsýrugreifar munu hagnast vel. Hugsanlega mun aðeins litill hluti fjármagnsins skila sér þangað sem til var ætlast. Dæmi um stórgróða er hér.

Því er þó ekki að leyna að bloggarinn er pínulítið spenntur fyrir íslensku verkefni sem kallast Kolviður. Þar geta menn keypt sér aflátsbréf þar sem hagnaðurinn skilar sér til skógræktar. Sjá hér. Mun bloggarinn kaupa sér syndaaflausn í þessum sjóði til að bæta fyrir notkun landbúnaðartækisins sem hann ekur um á? Kanski og kanski ekki. Hann hefur sjálfur, með eigin höndum, plantað einhverjum tugþúsundum af trjáplöntum, þar af á fimmta þúsund á þessari öld. Samviskan ætti því að vera nokkuð hrein Wink . 

Vonandi verður verkefnið Kolviður til að efla skógrækt á Íslandi verulega.

Vefurinn http://www.kolvidur.is verður opnaður kl. 11:00 15. maí.

 

(S.U.V. á myndinni = Sport Utility Vehicle, eða bara jeppi).


Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Viðvörun: Myndir þessar eru á skjön við víðteknar skoðanir manna um hnatthitun.  Mjög fordómafullu fólki gæti brugðið. Skynsamir munu þó taka efninu fagnandi, enda efnið vel fram sett af færum vísindamönnum sem ekki verður frýjað vits. 

Hér fyrir neðan eru tvær kvikmyndir um hnatthitun. Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Báðar sýna þær aðra hlið á málinu en við erum vön að heyra um í fréttunum. Vissulega mjög áhugaverðar og ættu ekki að stuða neinn, eins og myndin The Great Global Warming Swindle virðist hafa gert.

-

Fyrri myndin nefnist Doomsday Called Off, eða Heimsendir afturkallaður. Myndina gerði Lars Mortensen hjá TV-Produktion of Denmark í samvi nnu við DR1 árið 2004. Hún var sýnd í nóvember 2005 hjá CBC í Kanada. Í byrjun myndarinnar er fjallað um boranir í ís Grænlandsjökul til að ransaka veðurfar fyrri alda, rætt er við danskan vísindamann og augnablik má sjá Sigfúsi Johnsen bregða fyrir. Síðan er farið um víða veröld, rætt við loftslagsfræðinga, stjarneðlisfræðinga, haffræðing, o.s.frv.

Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters. 

Torrent hér.

Doomsday Called Off

 

Kynning af vefsíðu CBC: http://www.cbc.ca/documentaries/doomsday.html 

Sunday November 27, 2005 at 7pm ET on CBC Newsworld

In this eye-opening documentary viewers will discover how the most respected researchers from all over the world explode the doom and gloom of global warming.

Humans stand accused of having set off a global climate catastrophe by increasing the amount of carbon dioxide in the atmosphere.

The prophecy of doom is clear and media pass on the message uncritically.

Now serious criticism has arisen from a number of heavyweight independent scientists. They argue that most of the climatic change we have seen is due to natural variations.

They also state that if CO2 is to play a role at all - it will be minuscule and not catastrophic!

This story presents a series of unbiased scientists as our witnesses.
We will hear their eloquent criticism of the IPCC conclusions illustrated by coverage of their research work.

 

Myndin er varðveitt á YouTube og er í fimm hlutum. Hér fyrir neðan eru þessi fimm myndskeið:

 

Myndskeið 1 af 5

 

Myndskeið 2 af 5

 

Myndskeið 3 af 5

Myndskeið 4 af 5

 

Myndskeið 5 af 5

 

 

 

*** Önnur kvikmynd ***

 

Næsta mynd er gerð af kanadískum félagskap sem kallast Friends of Science eða Vísindavinir.  Sjá vefsíðu þeirra http://www.friendsofscience.org .   Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters

 

Climate Catastrophe Cancelled

 

Kynning á myndinni af vefsíðu Vísindavina:

http://www.friendsofscience.org  

 

 

Climate Catastrophe Cancelled: What you're not being told about the science of climate change

At a news conference held in Ottawa, some of North America’s foremost climate experts provided evidence demonstrating that the science underlying the Kyoto Protocol is seriously flawed; a problem that continues to be ignored by the Canadian government. Scientists called on the Canadian government to delay implementation of the Kyoto Protocol until a thorough, public review of the current state of climate science has been conducted by climate experts. Such an analysis has never been organized in Canada despite repeated requests from independent, non-governmental climate scientists.

Carleton University Professor Tim Patterson (Paleoclimatologist) explains the crucial importance of properly evaluating the merit of Canada's climate change plans: “It is no exaggeration to say that in the eight years since the Kyoto Protocol was introduced there has been a revolution in climate science. If, back in the mid-nineties, we knew what we know today about climate, Kyoto would not exist because we would have concluded it was not necessary.”

Contrary to claims that the science of climate change has been settled, the causes of the past century’s modest warming is highly contested in the climate science community. The climate experts presenting in the video demonstrate that science is quickly diverging away from the hypothesis that the human release of greenhouse gases, specifically carbon dioxide, is having a significant impact on global climate. “There is absolutely no convincing scientific evidence that human-produced greenhouse gases are driving global climate change”, stated climatologist, Dr. Tim Ball. He added that the Canadian government’s plan to designate carbon dioxide as a “toxic” under CEPA is irresponsible and without scientific merit. “Carbon dioxide is a staff of life, plain and simple. It makes up less than 4% of greenhouse gases and it is not a toxic.”

IPCC assertions about the unprecedented nature of the past century's warming, or the widespread beliefs that we are experiencing an increase in extreme weather, accelerated sea level rise and unusual warming in polar regions are also shown in the video to be wholly without merit.

The idea for the video was initiated by the Friends of Science Society, a registered not-for-profit group of geologists, environmental scientists and concerned citizens, “in an effort to make the science of climate change available and understandable to the general public”, stated Dr. Doug Leahey, President of Friends of Science Society.

 

Myndin er skoðuð með myndskoðara sem er væntanlega í tölvunni þinni.   Það getur verið ráð að vista skrárnar á diskinn í tölvunni, ef internettengingin er hæg. Prófið þó fyrst að skoða myndirnar í rauntíma með því einfaldlega að smella á viðeigandi krækju.

 

"Climate Catastrophe Cancelled: What You're Not Being Told About the Science of Climate Change"

Part 1 (4:20 minutes)
Windows Media (4.76MB)   |   Quicktime (9.52MB)

Part 2 (6:21 minutes)
Windows Media (16.3MB)   |   Quicktime (14.2MB)

Part 3 (3:26 minutes)
Windows Media (7.82MB)   |   Quicktime (7.59MB)

Part 4 (5:10 minutes)
Windows Media (12.4MB)   |   Quicktime (11.4MB)

Part 5 (5:02 minutes)
Windows Media (5.45MB)   |   Quicktime (11MB)

 

 

 

 

 *** *** ***

Það er mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum og loka ekki augum, eyrum og munni eins og apakettirnir hér fyrir neðan.  Hugsandi fólk hlýtur að vilja skoða allar hliðar hnatthlýnunarkenningarinnar og hlusta á vísindamenn sem hafa aðra skoðun en yfirleitt er matreidd fyrir okkur af fjölmiðlum. Hvaðan þeir fá uppskriftina er svo annað mál. 

Skoðið, hlustið og ræðið málin!

 

 

Þakka þér fyrir komuna, og fyrir að hafa kynnt þér efni vefsíðunnar. Þú ert ekki einn þeirra sem ekkert vilja fræðast um málið. Vonandi hefur þú haft nokkurt gagn af lestrinum.

 

"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

Árni Magnússon handritasafnari 


The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu.

 

111Síðasliðinn fimmtudag (8. mars) var fræðslumyndin "The Great Global  Warming Swindle" sýnd á sjónvarpsstöðinni Channel 4 í Englandi.  Myndin vakti mikla athygli.  

Í myndinni kemur fram fjöldi þekktra vísindamanna og segir álit sitt á hnatthitunarkenningunni. Líta má á myndina sem andsvar við mynd Al Gore "An Inconvenient Truth", en munurinn er sá að hér eru það vísindmenn, en ekki stjórnmálamaður, sem tala.    Framsetning þessara tveggja kvikmynda er því ólík. Þessi kvikmynd The Great Global Warming Swindle er þó jafnvel ennþá áhugaverðari en kvikmynd Gore.

 

Vefsíða Channel 4 þar sem myndin er kynnt er hér.333

Umsögn Ragnars Bjarnasonar "Svindl eða ekki?" er hér.

 

Sjón er sögu ríkari.

Kvikmyndin er hér í fullri lengd á Google Video (1 klst 15 mínútur). ***** fær 5 stjörnur hjá Google. 

19. júní 2007. Prófa hér ef krækjan hér að ofan virkar ekki.

(Myndina má skoða í fullri skjástærð með því að smella á myndflötinn. Hægt er að velja um hvort myndin er skoðuð í venjulegum vefskoðara, eða hvort myndinni er hlaðið niður fyrst og síðan skoðuð með sérstöku forriti sem hægt er að sækja. Betri myndgæði nást þannig, en meira vesen).

Hér er torrentinn.

 

Þetta er mynd sem hugsandi fólk lætur ekki fram hjá sér fara.  Sjálfsagt er hún ekki síður umdeild en mynd Al Gore.

 

Kynning á myndinni á vefsíðu Channel 4:


The  Programme:

The film brings together the arguments of leading scientists who disagree with the prevailing consensus that carbon dioxide released by human industrial activity is the cause of rising global temperatures today.

That Earth's climate is changing and always has done is not disputed by anyone. That it is warming now is also not disputed by anyone. But some people think that the warming is our fault, whilst others believe we have nothing to do with it.

The film argues that rises in atmospheric carbon dioxide have nothing to do with climate change. Further, the present single-minded focus on reducing carbon emissions may have the unintended consequence of stifling development in the third world, prolonging endemic poverty and disease.

Recent research, presented in this film, apparently shows that the effect of cosmic radiation, and solar activity may explain fluctuations in global temperatures more precisely than the carbon dioxide theory.

An alternative explanation for rising global temperatures is based on research by the Danish Space Center. They found that as solar activity increases, cloud formation on Earth is significantly diminished and temperature rises.

‘Solar activity over the last hundred years, over the last several hundred years, correlates very nicely, on a decadal basis, with temperature.’

A respected Kenyan development expert says: ‘I don't see how a solar panel is going to power a steel industry, how a solar panel is going to power a railway network… There is somebody keen to kill the African dream, and the African dream is to develop. We are being told don't touch your resources, don't touch your oil, don't touch your coal; that is suicide.’

The film features an impressive roll-call of experts, in climatology, oceanography, meteorology, environmental science, biogeography and paleoclimatology, from such reputable institutions as MIT, Nasa, the International Arctic Research Centre, the Institut Pasteur, the Danish National Space Center and the Universities of London, Ottawa, Jerusalem, Winnipeg, Alabama and Virginia.

The arguments:

Earth's 4.5 billion year history is one long story of climate change. This fact is pretty much accepted by those who think global warming is a natural process, and those who think it's caused by man.

In more recent history there has been: a mini ice age in the seventeenth century when the Thames froze so solidly that fairs could regularly be held on the ice; a Medieval Warm Period, even balmier than today; and sunnier still was the so-called Holocene Maximum, which was the warmest period in the last 10,000 years.

Those who think global warming is a natural process point to the fact that in the last 10,000 years, the warmest periods have happened well before humans started to produce large amounts of carbon dioxide.

A detailed look at recent climate change reveals that the temperature rose prior to 1940 but unexpectedly dropped in the post-war economic boom, when carbon dioxide emissions rose dramatically.

There is some evidence to suggest that the rise in carbon dioxide lags behind the temperature rise by 800 years and therefore can't be the cause of it.

In the greenhouse model of global warming, heat from the sun's rays is trapped by greenhouse gases in the atmosphere. If it weren't for these gases, Earth would be too cold for life.

Greenhouse gases trap heat from the sun within the earth's atmosphere. This is the greenhouse effect. Traditional models predict that increasing concentrations of greenhouse gases lead to runaway heating.

If greenhouse warming were happening, then scientists predict that the troposphere (the layer of the earth's atmosphere roughly 10-15km above us) should heat up faster than the surface of the planet, but data collected from satellites and weather balloons doesn't seem to support this.

Those who think global warming is a natural process say that the troposphere is not heating up because man-made greenhouse gases are not causing the planet to heat up.

For some people, the final nail in the coffin of human-produced greenhouse gas theories is the fact that carbon dioxide is produced in far larger quantities by many natural means: human emissions are miniscule in comparison. Volcanic emissions and carbon dioxide from animals, bacteria, decaying vegetation and the ocean outweigh our own production several times over.

Others would argue that carbon dioxide isn't the only greenhouse gas and that human emissions could tip up a finely balanced system.

New evidence shows that that as the radiation coming from the sun varies (and sun-spot activity is one way of monitoring this) the earth seems to heat up or cool down. Solar activity very precisely matches the plot of temperature change over the last 100 years. It correlates well with the anomalous post-war temperature dip, when global carbon dioxide levels were rising.

In fact, what is known of solar activity over the last several hundred years correlates very well with temperature. This is what some scientists are beginning to believe causes climate change. Others feel that solar activity only explains the fine details of temperature change.

So how does the sun affect the earth's temperature? The process scientists suggest is that as earth moves through space, the atmosphere is constantly bombarded by ever-present cosmic rays. As these particles hit water vapour evaporating from the oceans, clouds form in the atmosphere. Clouds shield Earth from some of the sun's radiation and have a cooling effect.

When solar activity is high, there is an increase in solar wind and this has the effect of reducing the amount of cosmic radiation which reaches Earth.

When less cosmic radiation reaches Earth, fewer clouds form and the full effects of the sun's radiation heats the planet. But is the effect of solar activity really enough to explain away global warming caused by the greenhouse effect?

 

Vísindamenn sem koma fram í myndinni:


-- Dr. Pat Michaels - Prófessor í umhverfisvísindum, University of Virginia

-- Dr. Richard Lindzen - Prófessor í veðurfræði, MIT

-- Dr. Henrik Svensmark - Forstöðumaður Centre for Sun-Climate Research við Danish National Space Center

-- Dr. Eigil Friis-Christensen - Forstöðumaður Danish Space Center

-- Dr. Tim Ball - Loftslagsfræðingur. Prófessor emeritus  við University of Winnipeg

-- Dr. Ian Clark - Prófessor í Isotope hydrogeology og fornveðurfræði, University of Ottawa

-- Nigel Calder - Fyrrum ritstjóri New Scientist Editor. Höfundur ásamt Henrik Svensmark að bókinni The Chilling Stars

-- Dr. Philip Stott - Prófessor Emeritus í Biogeography, University of London

-- Dr. Nir Shaviv - Associate Prófessor, The Hebrew University of Jerusalem

-- Dr. Paul Reiter - Prófessor, Institut Pasteur, París

-- Dr. John Christy - Prófessor og forstöðumaður Earth System Science Center, NSSTC University of Alabama

-- Dr. Roy Spencer - Principal research scientist for University of Alabama in Huntsville. In the past, he served as Senior Scientist for Climate Studies at NASA's Marshall Space Flight Center in Huntsville, Alabama

-- Dr. Patrick Moore - Stofnaði Greenpeace ásamt fleirum.

-- Dr. Piers Corbyn - Forstöðumaður Weather Action

-- Nigel Lawson - Lord Lawson of Blaby

-- Dr. Carl Wunsch - Prófessor í eðlisfræðilegri haffræði, Department of Earth, Atmospheric, and Planetary Sciences, MIT. Eftir að myndin var frumsýnd kvartaði Carl Wunsch yfir því að hann hefði ekki vitað hvers konar mynd væri verið að framleiða. Það er því vert að fylgjast sérstaklega vel með því hann segir í myndinni. Sjá grein um málið hér hjá The National Post

-- Dr. Fred Singer - President Science & Environmental Policy Project, Prófessor við George Mason University og Prófessor Emeritus í umhverfisvísindum við University of Virginia

-- Dr. Chris Landsea - Formerly a research meteorologist with Hurricane Research Division of Atlantic Oceanographic & Meteorological Laboratory at NOAA, is now the Science AND Operations Officer at the National Hurricane Center

-- James Shikiwati - Kenyan economist and Director of the Inter Region Economic Network

-- Dr. Syun-Ichi Akasofu - Director of the International Arctic research Centre


Tunglmyrkvinn laugardaginn 3. mars.

Væntanlega viðrar ekki vel fyrir stjörnuskoðun meðan á tunglmyrkvanum stendur. Það er þó aldrei að vita nema tunglið gægist milli skýja.

Á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is er góð lýsing á tunglmyrkvanum. Þar stendur m.a:

"Þann 3. mars næstkomandi (á laugardagskvöld) verður almyrkvi á tungli. Skuggi jarðar byrjar að færast yfir tunglið kl. 21:30 en sjálfur almyrkvinn hefst klukkan 22:44. Honum lýkur 23:57.

Verði veður hagstætt laugardaginn 3. mars næstkomandi ættu allir stjörnuáhugamenn að líta til himins og verða vitni að glæsilegu sjónarspili. Tunglið gengur þá inn fyrir skugga jarðar og almyrkvi á tungli á sér stað. Almyrkvinn 3. mars er sá eini sem sést frá Íslandi á þessu ári en næsti sýnilegi almyrkvi verður 21. febrúar árið 2008. Almyrkvinn nú er jafnframt sá fyrsti síðan 28. október árið 2004...."

Á Stjörnufræðivefnum er mikill fróðleikur um tunglmyrkvann sem vert er að skoða.

Mjög góð lýsing á tunglmyrkvanum er á bloggsíðu Finns Malmquist.

Myndin hér fyrir neðan er af almyrkvanum 3. mars síðastliðinn. Meira hér.

Ekki er nauðsynlegt að nota stjörnukíki til að fylgjast með myrkvanum, en miklu munar að nota venjulegan handsjónauka.

Hvernig ætli tunglmyrkvinn líti út séð frá tunglinu? Það sést á neðri myndinni, sem er reyndar samsett mynd úr mynd sem tekin var af jörðinni frá tunglinu og mynd af sólmyrkva. Auðvitað er þetta sólmyrkvi sem karlinn í tunglinu sér, því jörðin skyggir á sólina. Meira um þessa mynd á vefsiðunni Astronomical Picture of the Day.
 

Þegar rétt sést í sólina, eins og á myndinni, er talað um demantshring. Nánar hér.

 

Tunglmyrkvi

 Tunglmyrkvi

 

 

tsemoon_Gartstein_f
Karlinn í tunglinu sér sólmyrkva 3. mars

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....

Mikið hefur verið fjallað undanfarið um nýja grein í ritrýnda tímaritinu Astronomy & Geophysics sem gefið er út af hinu virta vísindafélagi Royal Astronomical Society. Greinin nefnist "Cosmoclimatology: a new theory emerges" og er eftir danska vísindamanninn Dr Henrik Svensmark. Það er kanski einum of djúpt í árinni tekið að segja að kenningin hafi skekið vísindaheiminn, en hún gæti gert það, reynist hún rétt.  Sumir hafa þó kallað þessa nýju kenningu Rósettustein loftslagsfræðinnar. Enn sem komið er ekki hægt að fullyrða hvort svo sé, en kenningin er mjög áhugaverð og ýmsar jákvæðar vísbendingar um réttmæti kenningarinnar eru fyrir hendi.  Á myndinni má sjá Henrik Svensmark á tilraunastofu Danmarks Rumcenter - Danish National Space Center.  (Ath. Krækjur eru feitletraðar).

Henrik Svensmark
Áður hefur verið fjallað um þessi mál hér á bloggsíðunni. Sjá Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar frá 1. janúar s.l.   Í nýju greininni, sem sækja má með því að smella hér, er þessari kenningu lýst á einfaldan og auðskilinn hátt.


Það sem gerir þessa kenningu svo merkilega er að hún getur skýrt stóran hluta þeirrar hlýnunar sem varð á síðustu öld.  Í nýlegri samantekt IPCC um loftslagsbreytingar, Summary for Policymakers eru áhrif aukins koltvísýrings talin vera 1,6 W/m2, en áhrif útgeislunar sólar aðeins 0,12 W/m2 (solar irradiance). (Sjá Lesið í mynd frá IPCC eftir Einar Sveinbjörnsson). Skýrsla IPCC tekur aðeins tillit til beinna áhrifa sólargeislanna, en fjallar ekkert um áhrif sólvindsins og segulsviðs sólar. Í grein Henriks Svensmark í Astronomy & Geophysics kemur fram, að hin óbeinu áhrif  breytilegrar virkni sólar geti verið miklu meiri en hin beinu áhrif. Reynist það rétt, þá eru áhrif sólar engu minni en áhrif aukins koltvísýrings á síðustu öld. Við verðum þó að muna eftir að þetta er ennþá kenning.


Hver er þessi Dr. Henrik Svensmark? Er þetta einhver óþektur vísindamaður sem er bara að bulla? Hann er reyndar ekki alveg óþekktur. Prófið að setja nafn hans “Henrik Svensmark” afmarkað með gæsalöppum í Google.  Upp koma um 50.000 tilvísanir þegar þetta er ritað.  Henrik starfaði áður á dönsku veðurstofunni Danmarks Meteorologiske Institut, en starfar nú hjá Dönsku geimrannsóknarstofnuninni, Danish National Space Center.   Hann hefur stundað þessar rannsóknir í meira en áratug.


Kenning Henriks Svensmark hefur verið studd með tilraunum og mælingum. Bornar hafa verið saman mælingar sem gerðar eru með gervihnöttum og á jörðu niðri. Hjá Dönsku geimrannsóknarstofnuninni voru á síðasta ári gerðar  tilraunir á rannsóknarstofu með mjög jákvæðum árangri, og um þessar mundir er verið að undirbúa mjög viðamikla tilraun hjá CERN í Sviss.


Kenningin, sem Henrik kallar Cosmoclimatology getur ekki eingöngu skýrt stóran hluta breytingar í hitafari á undanförnum öldum, þar með talið á síðustu öld, heldur einnig hvernig stendur á þeirri þekktu staðreynd að á 150 milljón ára fresti skiptast á hlýskeið og kuldaskeið. Á kuldaskeiðum koma raunverulegar ísaldir á 100.000 ára fresti (Milankovitch sveiflan), en á hlýskeiðum er nánast ofurhiti á jörðinni, eins og þegar risaeðlur léku við hvern sinn fingur.  Kenningin getur einnig útskýrt hina þekktu þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá er tilhneiging til kólnunar á  Suðurskautslandinu. 


Eftir þennan inngang er vonandi að einhverja langi til að lesa greinina, en til að auðvelda lesturinn er hér fyrir neðan stiklað á stóru og kenningin kynnt í mjög stuttu máli. Notaðar eru nokkrar myndir úr greininni og stuttar skýringar eru við hverja mynd.  Það kemur væntanlega mörgum á óvart hve einföld og auðskilin þessi kenning er, en þannig er því einmitt oft farið í náttúrunni.   Hér er þó aðeins stiklað á mjög stóru til að kynna helstu atriði kenningarinnar, en í grein Henriks kemur fram miklu meiri fróðleikur en hér. Lesendum bloggsins er eindregið ráðlagt að sækja eintak af "Cosmoclimatology: a new theory emerges".  Greinin er hér á pdf formi (eins og í tímaritinu), en hér er  greinin á html formi (virkar krækjur).    Greinin er mjög auðlesin og auðskilin

 

 

 

 5 mínútna námskeiðið:

 

aag_48118_f1

Mynd 1) Geimgeislar koma stöðugt frá gömlum sprengistjörnum (supernova) í Vetrarbrautinni. Þeir hafa verið mældir í áratugi. Einnig hafa þeir verið mældir óbeint árþúsundir aftur í tíman með hjálp geislavirkra samsæta (kolefni-14, beryllium-10).

Geimgeislarnir mótast af segulsviði sólar og eru því breytilegir með virkni hennar.

Myndin sýnir leyfar súpernóvu (Cassiopeia-A). Myndin er tekin með Röntgengeisla myndavél í Chandra-X gervihnettinum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  aag_48118_f3

Mynd 2)  Rauði ferillin er geimgeislar, en styrkur þeirra mótast af breytilegri virkni sólar.

Blái ferillin er þéttleiki skýjahulunnar upp í 3,2 km hæð, skv. skýjamyndum úr gervihnöttum.

Takið eftir hve ótrúleg samsvörun er milli ferlanna.

Skýjahulan er breytileg eftir virkni sólar, og skýin virka sem gluggatjöld sem opnast örlítið þegar virkni sólar eykst, en lokast þegar virkni sólar minnkar.

Takið eftir hve mikil breyting í skýjahulu þetta er. Breytingin er um 2% sem getur breytt orkuinnstreymi sólar um 1,2 wött á fermetra, og það aðeins mælt yfir eina sólsveiflu, eða 11 ár.

 

 

 

 

 

 

 

aag_48118_f5

Mynd 3)  Myndin sýnir styrk geimgeisla aftur til ársins 1700 (óbeinar (proxy) mælingar).

Breyting á skýjahulu er sýnd með rauð-gulum lit lengst til hægri, en að sjálfsögðu eru ekki til skýjamyndir frá gervihnöttum nema í fáeina áratugi.

Blái ferillinn sýnir styrk geimgeisla (öfugur skali á Y-ás), en takið eftir hve mikil samsvörun er við breytingar á hitastigi, eins og við þekkjum úr mannkynssögunni. Við sjáum til dæmis greinilega kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar lengst til vinstri (Maunder minimum), og kuldaskeiðið um 1810 (Dalton minimum). (Sjá mynd hér af Thames, þegar Maunder minimum í sólinni orsakaði fimbulkulda).

 

Ef við reiknum með að skýjahulan hafi breyst í samræmi við mynd 2 hér að ofan, þá má áætla að hún hafi breyst um 3% yfir tímabilið og orkuinnstreymið (forcing) um 2 W/m2 (wött á fermetra). Það væri í sjálfu sér nóg til að útskýra alla hækkun hitastigs frá Litlu ísöldinni til vorra daga. Að sjálfsögðu er þetta ennþá tilgáta, en samt ákveðnar vísbendingar.

 

 

 

 

 

aag_48118_f8

Mynd 4)   Dr. Nir Shaviv hefur ásamt Henrik Svensmark o.fl. þróað kenningu sem skýrir 150 milljón ára sveiflu í hitafari jarðar.

Sólkerfið okkar er í ytri hluta stjörnuþoku sem kallast Vetrarbrautin. Vetrarbrautin lítur úr eins og margar stjörnuþokur, og er með fjölmörgum þyrilörmum sem sólkerfið ferðast á milli.

Þegar sólkerfið er statt inni í einum þyrilarma vetrarbrautarinnar er geimgeislun sem jörðin verður fyrir frekar mikil, en geimgeislar stafa m.a. af deyjandi stjörnum (supernova). Þegar geimgeislun er mikil er tíðarfar frekar svalt og ísaldir tíðar (Raunverulegar ísaldir, ekki svokallaðar litlar ísaldir).

Þegar sólkerfið er statt milli þyrilarma eru geimgeislar tiltölulega veikir og tíðarfarið mjög hlýtt hlýtt, og ísaldir litlar sem engar. Það tekur jörðina um 145 milljón ár að ferðast milli þyrilarma Vetrarbrautarinnar, en það er svipað og langtímasveiflur í geimgeislun og hitafari.  Sjá vefsíðu Nir Shaviv The Milky Way Galaxy's Spiral Arms and Ice-Age Epochs and the Cosmic Ray Connection.  Einnig er smávegið fjallað um kenninguna á vefsíðunni Öldur aldanna.

 

 

 

 

 

 

aag_48118_f6

Mynd 5)     Menn hafa lengi velt fyrir sér þeirri þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá kólnar á Suðurskautslandinu, og öfugt.

Norðurhvelið er blár ferill og Suðurskautslandið rauður ferill.

Svensmark kenningin getur útskýrt þetta. Skýjahulan hefur nefnilega minna endurskin er mjallahvítur snjórinn. Meiri skýjahula veldur því minna endurskini og því hlýnun, öfugt við það sem gerist yfir snjólausu landi og sjó.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1840468157_01__SS500_SCLZZZZZZZ_V45802577_

Mynd 6)     Nýkomin er út bók eftir Hnrik Svensmark og Nigel Calder, fyrrum ritstjóra New Scientist. Bókin heitir The Chilling Stars: A New Theory of Climate Change og fæst hér hjá Amazon.

Undirritaður náði sér í eintak og er farinn að glugga í bókina. Hún virðist mjög áhugaverð og vel skrifuð. Bókin fjallar um aðdraganda þessarar nýju kenningar fyrir áratug, á hverju hún byggist og um tilraunir sem gerðar hafa verið og verið er að gera. Auðlesin.

Formála að bókinni ritar prófessor Eugene Parker, sá hinn sami og uppgötvaði sólvindinn. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. US National Medal of Science og Kyoto Price for Lifetime Achivement in Basic Science.

Undirritaður á þrjár aðrar bækur eftir Nigel Calder: Magic Universe-The Oxforde Guide to Modern Science. Oxford University Press 2003. 750bls.; Einsteins Universe-One Hundred Years of Relativity. Penguin Books 2005. 190 bls.; The Manic Sun-Weather Theories Confounded. 210 bls. Pilkington Press 1997.  

 Mæli eindregið með þessari merku bók The Chilling Stars.

 

 

 

 

Greinin "Cosmoclimatology: a new theory emerges"  er hér á pdf formi (eins og í tímaritinu), en hér er  greinin á html formi (stærri myndir og virkar krækjur).    Greinin er mjög auðlesin og auðskilin. Nauðsynleg lesning fyrir alla þá sem vilja fyljast með 

 

 

Í lokin, smávegis frá eigin brjósti:

Vissulega er þetta aðeins kenning enn sem komið er, en þetta er kenning sem verið er að sannreyna með tilraunum. Enn sem komið er bentir flest til að kenningin eigi við rök að styðjast. svo að full ástæða er til að gefa henni góðan gaum. 

Hvaða áhrif mun kenningin hafa ef hún reynist rétt? Að sjálfsögðu mun heimsbyggðin öll kætast. Margir munu anda léttar.  Var kenningin um hnatthitun af mannavöldum  bara vondur draumur, slæmur draumur eins og kenningin sem skók heimsbyggðina fyrir um þrem áratugum um að ísöld væri að skella á? (Sjá grein frá þeim tíma í Newsweek). Fögnuður okkar Frónverja munum þó verða blendinn, því það mun þá ef til vill kólna aftur eins og eftir hlýskeiðið á landnámsöld.  Sagan endutekur sig og gengur í sveiflum, alveg eins og hitafar jarðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 768903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband