Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Fönix geimfarið lendir á Mars á sunnudaginn með skurðgröfu og ´´hálf-íslenskan´´ vindhraðamæli... Myndir
Það er margt líkt með reikistjörnunum Mars og Jörðinni, en nú er orðið ljóst að fyrir milljónum ára voru þær mun líkari. Á Mars hafa líklega verið jöklar, ár og höf sem mótað hafa landslagið. Nú er þar eyðimörk sem líkist einna helst Sprengisandi.
Þekking manna á náttúruöflum sem móta reikistjörnurnar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Margt eigum við ólært og erum rétt að byrja. Menn eru að leita skilnings á mörgum fyrirbærum á yfirborði Mars, og óneitanlega hefur spurningin um líf á Mars leitað á vísindamenn og almenning um aldir.
Sunnudaginn 25. maí, skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma, lendir ómannað könnunarfar NASA, sem kallast Mars Fönix eða Mars Phoenix nærri norðurskauti Mars, eða á 68 breiddargráðu. Um borð í lendingarfarinu er eins konar skurðgrafa sem leita mun að ís í jarðvegi hnattarins og rannsaka hvort í honum er að finna lífrænar sameindir. Það er auðvitað mjög mikilvægt vegna mannaðra geimferða til Mars að vita af vatni þar.
Meðal fjölmargra vísindatækja um borð í geimfarinu verður vindmælir sem Dr. Haraldur Páll Gunnlaugsson frá Árósaháskóla í Danmörku hefur tekið þátt í að hanna og smíða. Þessi vindmælir er aðeins 20 grömm að þyngd, en ofurnæmur þar sem lofthjúpur Mars er hundrað sinnum þynnri en lofthjúpur Jarðar. Vindmælirinn er auðvitað danskur, en ekki beinlínis "hálf-íslenskur", - og þó, kannski smávegis
Haraldur hélt mjög fróðlegt erindi á vegum Stjarnvísindafélags Íslands, Eðlisfræðifélags Íslands og Jarðfræðifélags Íslands þriðjudaginn 20. maí. Sagt var frá helstu niðurstöðum úr leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimferðastofnananna (NASA og ESA) til Mars á undanförnum árum og gefið yfirlit um stöðu þekkingar á hnettinum. Sérstaklega var fjallað um fyrirbæri á Mars sem eiga sér hliðstæður í náttúru Íslands. Helstu vísindatækjum Fönix geimfarsins var lýst og fjallað um niðurstöður þær sem búast má við að berist frá lendingarstaðnum á næstu mánuðum með áherslu á tækjabúnað þann sem Haraldur hefur tekið þátt að þróa og smíða.
Haraldur hóf fyrirlesturinn með því að sýna loftmynd af Mars sem tekin var frá Evrópska geimfarinu Mars Express. Á þessari skýru mynd mátti sjá fjöll og dali. Þar næst sýndi hann loftmynd sem tekin var yfir Vestfjörðum. Það koma á óvart að landslagið var nánast alveg eins! Á Vestfjörðum eru fjöllin sorfin af jöklum svo ekki er fjarri að álykta að sama hafi átt sér stað á Mars.
Mjög fróðlegt er að heimsækja vefsíðu vinnustaðar Haraldar, The Mars Simulation Laboratory, við Árósarháskóla. Þar er meðal annars stórt hylki þar sem líkt er eftir lofthjúpnum á Mars þar sem loftþrýstingur er aðeins um 1/100 þess sem við erum vön, og hægt að framkalla vind af ýmsum styrkleika. Í þessu hylki var vindmælirinn prófaður við mismunandi aðstæður.
Ferðalag Fönix geimfarsins niður á yfirborð Mars tekur um 7 mínútur. Geimfarið kemur inn í lofthjúpinn á 20.000 km/klst hraða og birtist á himninum sem glóandi eldhnöttur. Hitaskjöldur kemur í veg fyrir að það bráðni upp. Þegar geimfarið hefur hægt hæfilega á sér opnast stór fallhlíf sem hægir enn frekar á farartækinu, en þar sem lofthjúpurinn er mjög þunnur dugir það ekki til. Skömmu fyrir lendingu er fallhlífin losuð frá og við taka eldflaugar sem stýra geimfarinu síðasta spölinn og lenda því vonandi mjúklega.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir og myndbönd sem lýsa þessu ferðalagi á ókunnar slóðir betur en fátækleg orð.
Fönix flýgur inn í lofthjúp Mars eins og eldhnöttur á 20.000 km/klst hraða.
Eldflaugar stýra farinu niður síðasta spölinn með sömu tækni og notuð var í tunglferðunum sem hófust árið 1969.
Vindmælirinn er efst á mastrinu vinstra megin.
Myndavél sendi myndir af mælitækinu til jarðar meðan mælt er. Haraldur sýndi nákvæma eftirmynd af mælinum á fyrirlestrinum.
Svona gengur lendingin fyrir sig. Á 7 mínútum ráðast örlög þessa verkefnis sem kostar 420 milljón dollara. Ætli það séu ekki um 30 milljarðar króna.
Klukkan 23:53 að íslenskum tíma sunnudagskvöldið 26. maí ætti að vera ljóst hvort lendingin hafi heppnast.
Fönix lendir skammt frá norðurpólnum, mun norðar en fyrri geimför. Þar hefur með mælingum fundist vatn undir yfirborðinu.
Fönix lendir skammt frá stóra appelsínurauða gígnum Heimdalli.
Það er fallegt á Mars. Myndin er tekin úr Evrópska geimfarinu Mars Express.
Smella þrisvar á myndina til að sjá hana í mikilli upplausn.
Nú er um að gera að skoða myndböndin hér fyrir neðan:
Vefsíður:
The Mars Simulation Laboratory í Danmörku
Vefsíða NASA um Fönix
Vefsíða Arizona háskólans sem er leiðangursstjóri
Evrópska geimfarið Mars Express hefur tekið ótrúlega skýrar myndir af yfirborði reikistjörnunnar. Sjá hér. Veljið Multimedia vinstra megin á síðunni
Vísindavefurinn: Hver var fuglinn Fönix?
Bloggpistlar:
Jólastjarnan í ár er Mars. Eins og gyllt jólakúla.
Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars
Tölvur og tækni | Breytt 25.5.2008 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 9. maí 2008
Nemendur HR skutu eldflaug til himins. Myndir.
Fjölmargar myndir eru vistaðar í vefalbúmi hér.
Mánudaginn 5 maí skutu nemendur við Háskólann í Reykjavík eldflaug til himins frá Vigdísarvöllum. Eins og við öll geimskot var mikil eftirvænting í loftinu. Flaugin náði 1397 metra hæð og hálfum hljóðhraða eða 170 metrum á sekúndu, sem jafngildir 620 km/klst.
Flaugin er um 2.5 metrar að lengd og er knúin áfram af 1.6 kg af KNER drifefni, en það er blanda af saltpétri og gervisykri.
Eldflaugin var einstaklega vel smíðuð. Í henni var m.a. videomyndavél, staðsetningartæki og fallhlíf til að bera hana óskemmda til jarðar. Greinilegt var að allt var vel undirbúið því hópurinn vann fumlaust að því að gera flaugina klára fyrir skot. Hún hóf sig á loft á klukkan 14 eins og áætlað hafði verið og hvarf sjónum í skýin. Eftir nokkra stund mátti sjá hana koma svífandi niður úr skýjaþykkninu og berast undan vindinum þar til hún hvarf sjónum bak við fjallshlíð. Auðvitað urðu mikil fagnaðarlæti.
Til hamingju eldflaugasmiðir
Bloggarinn tók fjölmargar myndir sem eru vistaðar í vefalbúmi hér. Best er að skoða myndirnar með því að velja "Slideshow". Hægt er að hlaða niður myndum í upplausninni 1600 pixel á breidd.
Á vefsíðu hönnunarhópsins honnunx.blogcentral.is eru allmargar myndir af flauginni.
Sá einnig vefsíðu Íslenska eldflaugafélagsins www.eldflaug.com
Umfjöllun í Kastljósi RÚV:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365670/2
Sjónvarp Morgunblaðsins:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/05/eldflaug_skotid_a_loft
Sjá einnig eldri pistla:
Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar
Geimskot Frakka á Íslandi 1964-1965... Iceland Space Center ... Myndir
Tölvur og tækni | Breytt 10.5.2008 kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 2. maí 2008
Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka
Myndirnar voru teknar í hádeginu 2. maí í Bláskógabyggð. Notaður var Coronado PST sjónauki með ljóssíu fyrir Hydrogen-Alfa (vetnis-alfa).
Það er lítið spennandi að taka myndir af sólinni þessar vikurnar. Engir sólblettir hafa sést lengi. Eiginlega eru sumir farnir að hafa áhyggjur að þessari leti í sólinni því það gæti bent til hratt minnkandi virkni hennar á næstu árum. Sjá pistilinn Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? frá 14. mars s.l.
Örþunn skýjaslæða gerði það að verkum að myndirnar urðu ekki alveg eins góðar og þær hefðu getað orðið.
Meira um sólina hér á Stjörnufræðivefnum.
Áhugaverð vefsíða með nýjum myndum o.fl: SolarCycle24.com. Þar er vel fylgst með breytingum í sólinni og fjallað um þær á auðskilinn hátt. Mjög fallegar nýjar myndir eru hér.
Sjá einnig vefsíðuna Storms from the Sun frá NASA.
123
Tölvur og tækni | Breytt 4.5.2008 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Óhugnanleg vélpadda er næstum óstöðvanlegt skrímsli
Fyrirtækið Boston Dynamics hefur hannað vélknúinn hund sem að mörgu leyti minnir á risavaxið skordýr. Vélhundurinn sem kallast BigDog er með bensínmótor í hausnum sem suðar eins og randafluga. Hann getur gengið, hlaupið hoppað og skoppað yfir óslétt landslag. Hann er nánast óstöðvandi
Fjölmargir skynjarar, öflug tölva og gervigreind gerir það að verkum að engu er líkara en þarna sé lifandi skyni gædd vera á ferð
BigDog getur borið 150 kg á bakinu, en vegur sjálfur 75 kg. Manni kemur helst til hugar skrímsli frá öðrum hnöttum þegar horft er á myndbandið. Hugsið ykkur ef einhverjum kæmi til hugar að útbúa svona kvikindi með vélbyssu. Er þetta bara byrjunin? Ekki er laust við að maður fái gæsahúð
Boston Dynamics var stofnað árið 1992 og er afsprengi frá MIT.
Sjá Scientific American: Brawn or Brains? Researchers Push the Limits of Legged Robots
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009, ný vefsíða: www.2009.is
Í gær sendi íslenska landsnefndin um ár stjörnufræðinnar frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 hefur verið opnuð ný vefsíða á slóðinni http://www.2009.is. Síðan verður í stöðugri endurnýjun og þar munu birtast fréttir og upplýsingar um atburði stjörnufræðiársins, bæði hér heima og erlendis. Að auki verður boðið uppá margskonar fræðslu um stjarnvísindi fyrir almenning.
F. h. landsnefndarinnar um ár stjörnufræðinnar, Einar H. Guðmundsson.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Óvenjulegt viðtal um loftslagsbreytingar. Kuldaleg framtíðarspá.
Við erum vön því að mönnum sé heitt í hamsi þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið hér fyrir neðan er óvenjulegt að því leyti að spyrillinn í Nzone Tonight þættinum á Shine TV sjónvarpsstöðinni á Nýja Sjálandi gefur prófessor Bob Carter góðan tíma til að skýra máls sitt. Carter ræðir málið frá ýmsum sjónarhornum og leggur áherslu á hve lítið menn vita, þrátt fyrir að þúsundum milljarða sé varið í rannsóknir.
Í lok viðtalsins kemur fram að ýmsir vísindamenn spá verulegri kólnun á næstu tveim áratugum, jafnvel einhverju í líkingu við Litlu ísöldina. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar með tilliti til matvælaframleiðslu, ekki síst ef farið verður að nota hluta ræktunarlands til að framleiða eldsneyti fyrir bíla. Kólnun sé miklu alvarlegra mál en hlýnun. Þetta séu náttúrulegar breytingar eins og jarðskjálftar, eldgos og stormar sem við reynum að aðlagast, en ekki berjast við.
Í viðtalinu kemur Nýja Sjáland við sögu. Það er að mörgu leyti líkt Íslandi. Bæði löndin eru eyjar, náttúrufegurð mikil, jarðvarmi mikill, o.s.frv.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Einn þekktasti loftslagsfræðingur heims er bjartsýnn á þróun mála.
Meðal þekktari loftslagsfræðinga er Dr. Roy W. Spencer. Hann hefur hlotið Medal for Exceptional Scientific Achievement frá NASA, enda þróaði hann ásamt öðrum aðferð til að mæla hita í lofthjúp jarðar frá gervihnöttum. Einnig viðurkenningu frá American Meterological Society "for developing a global, precise record of earth's temperature from operational polar-orbiting satellites, fundamentally advancing our ability to monitor climate." Hann er því tvímælalaust meðal þeirra sem þekkja eðli lofthjúps jarðar best.
Spencer hefur ritað mjög athyglisverðan pistil sem hann kallar Global Warming and Nature's Thermostat. Í pistlinum koma fram margar athyglisverðar staðreyndir ásamt kenningu hans um það hvernig úrkomukerfið og skýin takmarka og vinna á móti hitabreytingum í lofthjúpnum. Það er athyglisvert, að í pistlinum kallar höfundurinn sig "climate optimist".
Hér er alls ekki mögulegt að endurtaka það sem Roy W. Spencer skrifar, en fáein atriði dregin fram. Hann bendir á það að rakinn í lofthjúpnum valdi yfir 90% af náttúrulegu gróðurhúsaáhrifum og losun manna á koltvísýringi bæti aðeins um 1% við náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin. Án þess að afturverkun (feedback) komi til valdi tvöföldun á koltvísýringi í lofthjúpnum minna en 1°C hlýnun. Öll hermilíkön geri aftur á móti ráð fyrir að afturverkunin (feedback) sé jákvæð og magni því þessi áhrif upp þannig að hlýnunin verði meiri. Dr. Spencer bendir aftuir á móti á að þessi afturverkun geti alveg eins verið neikvæð og dragi þess vegna jafnvel úr hlýnunni. Hann rökstyður mál sitt.
Nóg um það. Áhugaömum er eindregið bent á að lesa þennan pistil loftslagfæðingsins sem kemu úr innsta hring loftslagsvísindanna. Greinin er hér.
Í pistlinum eru nokkrir hitaferlar sem út af fyrir sig getur verið áhugavert að rýna í.
Myndin sýnir hitasveiflur lofthjúps jarðar frá 1990 til loka mars 2008. Þar má sjá kólnunaráhrif eldgossins Mt. Pinatubo 1991, hlýnunaráhrif El-Nino 1998, kuldann undanfarna mánuði sem gæti stafað af La-Nina og svo spá Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Eftirtektarvert er, að ef áhrifin frá Mt. Pinatubo og El Nino eru fjarlægð, þá virðist sem engin markverð breyting hafi verið frá 1990 til 2000, síðan hækkun frá 2000 til 2002, en engin hækkun eftir það. Þetta sýnir okkur hve erfitt er að meta svona breytingar vegna áhrifa frá t.d. eldgosum og fyribærum í hafinu, og einnig að engu er líkara en hlýnun síðustu tveggja áratuga hafi orðið á um tveggja ára tímabili, þegar búið er að fjarlægja áhrif Mt. Pinatubo og El Nino. Sveiflurnar í hitafarinu er það miklar að það er erfitt að koma auga á stigvaxandi hlýnun.
Á myndinni má sjá þróun lofthita síðastliðin 2000 ár. Blái ferillinn er meðaltal 18 rannsókna og sýnir hitafarið frá árinu 1 til 1995, en rauði ferillin sýnir raunverulegar mælingar síðstliðin 150 ár, þ.e. til ársins 2007. Ens og sjá má, þá eru hitasveiflur af sjálfu sér" ekkert óeðlilegar. Það var álíka hlýtt og nú árið 981 þegar Eiríkur rauði fann Grænland og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985.
Þetta var bara örlítið sýnishorn úr pistlinum sem er hér.
Í lokin má benda á að nýlega kom út bók eftir Roy W. Spencer, Climate Confusion. Bók þessi hefur hlotið góða dóma. Í mars var hún 7. vinsælasta bókin hjá Amazon og númer 1 bóka sem fjalla um náttúruvísindi... Bloggarinn á von á eintaki eftir fáeina daga.
Bókin fæst hér hjá Amazon í Bretlandi.
Sem betur fer eru í vísindheiminum menn á borð við Dr. Roy Spencer sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu, þroska til að hugsa sjálfstætt, og þor til að standa við sannfæringu sína. Vissulega eru fjölmargir vísindamenn sem hafa sína persónulegu skoðun, en geta ekki starfs síns vegna rætt hana opinberlega. Rannsóknarstyrkir eru þá í húfi, og allir eiga þeir fyrir fjölskyldum að sjá. Það er ef til þess vegna að margir þeirra vísindamanna sem láta óhikað í sér heyra eru einmitt komnir á eftirlaun og því efnahagslega sjálfstæðir. Roy Spencer er ánægjuleg undantekning.
Tölvur og tækni | Breytt 15.4.2008 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Gore áhrifin brugðust ekki á Íslandi - Allt hvítt!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Ljóð í tilefni fyrirlesturs Al Gore
Í hádeginu barst mér eftirfarandi kveðja með tölvupósti frá frænda mínum sem fór að hlusta á Al Gore í Háskólabíó i morgun.
Þess má geta að höfundurinn er ungur skynsamur maður með doktorsgráðu í verkfræði.
Sæll frændi,
Í dag ég fór að hlusta á heimsfrægan mann.
Hann boðaði sitt erindi og lýðurinn fann
að hörmung á oss dyndi er Heljar- fetum slóð
og heimur myndi farast ef værum ekki góð.
Og allt var þetta gulltryggt og engum vafa háð
og efasemdir tilgangslausar jafnvel heimskuráð.
En ég er nú svo heimskur, og hugsi eins og þú
og hneigist ekki alveg að kaþólskri trú.
Ég líkt og þú og fleiri þeirrar spurningar spyr
er spekingur einn reyndar hér orðaði fyrr:
Hverju reiddust goðin er hraunið forðum brann?
Vandráður Torráðsson, 8. apríl 2008
Þróun sem hægt er að stöðva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Al Gore áhrifin á veðurfar og snjórinn í London í gærmorgun
Eins og allir vita þá ferðast Al Gore um heiminn á einkaþotu og boðar fagnaðaerindið. Fáir vita þó að veðurfarið andar oft köldu þar sem hann ber niður. Svo rammt kveður að þessu að farið er að nefna þessi áhrif Al Gore Effect.
Þegar Gore var í Boston og New York árið 2004 skall á mesta kuldatíð í 50 ár.
Þegar hann fór til Queensland í Ástralíu árið 2006 snjóaði þar í fyrsta skipti í 65 ár.
Í Kanada var verið að selja miða á fyrirlestur Al Gore 7. febrúar 2007 þegar mesti kuldi sem mælst hefur í Toronto hrelldi borgarbúa.
13. febrúar 2007 aflýsti House Committee on Energy and Commerce fundi um hnatthlýnum vegna snjókomu.
Um svipað leyti aflýsti Maryville háskólinn sýningu á "An Inconvenient Truth" vegna snjóstorms.
Þetta er varla einleikið
- January 2004Gore brings coldest temperatures in 50 years to aid his speech in Boston
- January 15, 2004Al Gore gives global warming speech in NYC, which was experiencing some of the coldest temperatures in decades.
- November 2006With summer 2 weeks away, Al Gore visits Australia, and brings enough cooling to reopen the ski resorts
- February 13, 2007Almost 2 weeks after the ground hog declared an early spring, the US House Committee on Energy and Commerce's subcommittee on Energy and Air Quality's hearing on global warming scheduled for Feb. 14 is canceled due to an inch of snow, sleet, and hail. Also, Maryville University in St. Louis canceled their presentation of "An Inconvenient Truth" due to snowstorms.
Nú er Al Gore væntanlegur til Íslands næstu daga. Getur það verið að hann ætli að hafa viðkomu í London? Hvers vegna, jú þessi mynd var tekin í Richmond Park í London í gærmorgun 6. apríl 2008. Hnatthlýnunaráhrif eða hvað? Eða bara Gore Effect?
Sem betur fer kom blessuð sólin og fjarlægði snjóinn. Ekki er þó víst að börnin hafi verið ánægð þegar snjókallarnir urðu sólargeislunum að bráð.
Það er annars umhugsunarvert hvers vegna Al Gore er að halda fyrirlestur um loftslagsbreytingar á Íslandi. Hann er ekki loftslagsfræðingur heldur lögfræðingur. Þekking hans á eðlisfræði lofthjúps jarðar er auðvitað samkvæmt því. Hann hlaut að vísu hálf friðarverðlaun Nóbels, en þau koma vísindum nákvæmlega ekkert við. Amen.
Sem betur fer eru til alvöru fagmenn sem láta í sér heyra. Á ráðstefnunni The 2008 International Conference on Climate Change voru flutt fjölmörg erindi. Meðal þeirra er erindi prófessors Bob Carter. Hægt er að horfa á flutninginn hér og sækja hann í DVD gæðum hér. Smækkuð útgáfa er hér fyrir neðan. Vissullega er ekkert Hollywood yfirbragð á myndinni eins og í "An Inconvenient Truth", ekki er verið að plata neinn og ekki heldur verið að hræða almenning. Þessi mjög fróðlegi fyrirlestur kemur væntanlega mörgum á óvart. Hér talar alvöru vísindamaður um efni sem hann gjörþekkir.
Krækjur:
35 villur í kvikmyndinni "An Inconvenient Truth". Christopher Monckton of Brenchley: 35 Inconvenient Truths
Bloggpistill: High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.
Bloggpistill: Al Gore og undrabarnið
AOL Video: Snow in London 05 April 200
Telegraph: |
Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......
H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans
Tölvur og tækni | Breytt 9.4.2008 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 764565
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði