Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hvers vegna er NASA að afmynda hitaferilinn fyrir Reykjavík...?

 

island_ur_lofti--sharp.jpg

 

Mér er hulin ráðgáta hvers vegna vísindamenn NASA-GISS eru að breyta mæligögnum svona verulega. Hér er sláandi dæmi. Treysta þeir ekki mælingum Veðurstofu Íslands?  Eru menn bara að "lagfæra" mæligögn sísona? Hvers vegna?

 

Skoðum fyrst hitaferil sem fenginn er af vef Veðurstofu Íslands. Takið eftir daufa gráa ferlinum sem sýnir ársmeðaltal  hitafars í Reykjavík 1866-2009. Við skulum bera hann saman við ferlana frá NASA-GISS hér fyrir neðan. Takið eftir að ámóta hlýtt hefur verið á árunum kringum 1940 og undanfarið.

 

rvk_hiti6609.png

 

 

 

Svipaðan feril má sjá hér á vefsíðu NASA-GISS. Hlýindin um 1940 sjást vel:

 

station.gif
 
 

 

Með því að fara á þessa síðu get ég beðið um þrjár aðrar útgáfur ferlanna. Þar á meðal "Adjusted GHCNv3+SCAR data".  

Þá lítur ferillinn svona út:

 


 

Ferillinn nefnist "Adjusted GHCNv3+SCAR data".  Takið eftir að búið er að "leiðrétta" hressilega hitamælingar frá miðri síðustu öld. "Leiðréttingarnar" eru greinilega mis miklar. Mestar í byrjun aldarinnar  og litlar sem engar í lok hennar.  Hlýindin um 1940 eru alveg horfin.

Nú passar "leiðrétti" ferillinn auðvitað miklu betur við þennan feril NASA-GISS sem á að sýna breytingu á hitafari jarðar:

 

 

fig_a.gif

 

 

"Leiðrétti" hitaferillinn fyrir Reykjavík kallast  GHCNv3+SCAR data".  GHCN stendur fyrir "Global Historical Climatology Network".    SCAR stendur fyrir "Scientific Committee on Arctic Research Basic data set" .

Á síðunni GISS Surface Temperature Analysis (GISTEMP) eru útskýringar.  Þar stendur meðal annars:

"The GHCNv3/SCAR data are modified to obtain station data from which our tables, graphs, and maps are constructed: The urban and peri-urban (i.e., other than rural) stations are adjusted so that their long-term trend matches that of the mean of neighboring rural stations. Urban stations without nearby rural stations are dropped"

 

Uppfært 22. janúar:

Myndin sem er hér fyrir neðan var í gær aðgengileg hér: ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/ghcn/v3/products/stnplots/6/62004030000.gif

Hún sýnir í hverju "leiðréttingarnar" eru fólgnar.

Efsti ferillinn (rauður) hægra megin er réttur, eða "unadjusted".

Ferillinn í miðjunni (gulur) er "leiðréttur", eða "adjusted".

Neðst hægra megin má svo sjá hvaða "leiðréttingar" hafa verið gerðar.
Það er greinilega ekki nein smá "leiðrétting" sem fer fram um miðja síðustu öld !

Blátt sýnir hvar og hve mikið ferillinn hefur verið tosaður niðurávið, en rautt hvar hann hefur verið hífður upp.

Beina línan sýnir svo leitnina yfir allt tímabilið. Línan er auðvitað miklu brattari á gula "leiðrétta" ferlinum,  

Hvað þetta svo þýðir allt saman er mér hulin ráðgáta.

 Smellið tvisvar á myndina til að sjá stærri.

62004030000

 

 

Þýðir þetta að NASA-GISS sé að "leiðrétta" hitaferilinn fyrir Reykjavík áður en hann er notaður fyrir hnattræna hitaferilinn vegna þess að þeir telji hann mengaðan vegna þéttbýlisáhrifa (urban heat island effect)? 

 

Varla getur það verið, því þessi leiðrétting er í öfuga átt. Þeir hefðu frekar átt að lækka ferilinn síðustu áratugina, er það ekki?

 

Nú er ég alveg hættur að skilja...       Vonandi getur einhver lesenda útskýrt málið.

 

 

confused2.gif

 

 Uppfært 26. janúar:

Sjá umfjöllun um málið:

Paul Homewood á vefsíðunni Not a Lot of People Know That:

Iceland Met Office Temperatures for Reykjavik

How GISS Has Totally Corrupted Reykjavik’s Temperatures

GISS Make The Past Colder In Reykjavik

NOAA Don’t Believe The Iceland Met Office

 

Paul Homewood og Antony Watts á vefsíðunni What is Up With That:

Another GISS miss, this time in Iceland

Þar eru meðal annars birt bréfaskipti Trausta Jónssonar og Paul Homewood.

 

 Uppfært 2. febrúar:
Dr. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur skrifað athugasemd um málið sem birt er í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.

(Almennum umræðum um málið er lokið).

 

 

 

 

 

Hér má lesa um stofnunina

National Aeronautics and Space Administration
Goddard Institute for Space Studies

Þar ræður Dr. James E. Hansen ríkjum.

 

 

 

 

 


Hörfar lúpínan þegar hún hefur unnið sitt verk...?

 

 

 Lúpína Haukadalsheiði


 

Skógræktarritið er eitt af þeim tímaritum sem hafa tilhneigingu til að að safnast fyrir á náttborðinu og vera lesin aftur og aftur. Hvað er líka notalegra en svífa inn í iðagræna draumheimana eftir lestur þessa góða og vandaða rits?

 

Í Skógræktarritinu, seinna hefti 2011, er fróðleg grein „Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk", eftir Daða Björnsson landfræðing.   Daði hefur fylgst með útbreiðslu lúpínunnar í Heiðmörk í tvo áratugi, bæði með samanburði loftmynda og vettvangsskoðun.

Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flutti lúpínuna til Íslands árið 1945 en nokkrar plöntur voru settar niður í Heiðmörk árið 1959 þar sem hún breiddist hratt út næstu árin.

Lúpínan er einstaklega öflug landgræðslujurt, en er umdeild. Sumir líkja henni  við illgresi og aðrir við þjóðarblómið. Hún er vissulega ágeng og fyrirferðarmikil, en hvernig hagar hún sér? 
 - Hörfar hún af þeim svæðum sem hún hefur lagt undir sig og víkur fyrir öðrum gróðri?
 - Hefur hún tilhneigingu til að fara inn á gróin svæði?

Svör við fyrri spurningunni má lesa í grein Daða „Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk" sem aðgengileg er á vef Skógræktarfélags Íslands með því að smella hér.  Myndir Daða með skýringum er að finna hér,  en þar má m.a. sjá svar við seinni spurningunni.

Þar sem lúpinunni var plantað fyrir hálfri öld í ógróna mela er nú komið gras og blómlendi ofan á um 10 cm moldarlagi. Lúpínan hefur unnið sitt verk og hörfar nú hratt.

Önnur áhugaverð grein um lúpínu er í þessu sama riti. Nefnist hún „Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit" og er eftir  eftir Þröst Eysteinsson sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Greinina má nálgast með því að smella hér.

 

Myndin efst á síðunni er tekin sumarið 2010 á Haukadalsheiði. Utan landgræðslugirðingarinnar hefur lúpínan ekki náð sér á strik. (Tvísmella á mynd til að stækka).

Höfundur þessa pistils hefur í hálfa öld af áhuga fylgst með lúpínunni á Haukadalsheiði, í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn og þekkir vel hvernig hún hörfar með tímanumm og hve lítinn áhuga hún hefur á grónu landi.  

 


 

 Eldri pistlar um lúpínuna:

Lúpínufuglar...

Aldingarður á hálendinu með hjálp lifandi áburðarverksmiðju...


Lúpínan á Haukadalsheiði - Myndir...

 

 


 


Lúpínufuglar...

 

Lúpína

 

Lúpínufuglar er nafn á grein sem birtist 4. janúar á vef Landgræðslu ríkisins. Greinin fjallar um rannsóknir Brynju Davíðsdóttur á fuglum og smádýrum.

Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. 

Niðurstaðan var að bæði fuglar og smádýr reyndust flest í lúpínubreiðum.

 

Greinin á vef Landgræðslu ríkisins er afrituð hér fyrir neðan:

 

Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Þessi rannsókn er meistaraverkefni Brynju Davíðsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. Fuglar reyndust vera flestir í lúpínubreiðum; 6,3 á hektara, næstflestir í endurheimtu mólendi; 3,4 á hektara og fæstir á óuppgræddu landi; 0,3 á hektara. Meðalfjöldi tegunda var mestur í mólendi; 0,5 tegundir á hektara, lítið eitt minni í lúpínu og minnstur á óuppgræddum svæðum; 0,1 tegund á hektara.

Í lúpínu voru þúfutittlingur og hrossagaukur langalgengustu tegundirnar og komu fyrir í 96% og 77% tilvika. Í mólendi voru þúfutittlingur, heiðlóa, spói og lóuþræll algengastir og komu fyrir í 81%, 77%, 73% og 65% tilvika. Fáir fuglar fundust á ógrónum svæðum. Tegundafjölbreytni fugla var mest í mólendi en þar fundust alls 16 tegundir fugla, 14 í lúpínu og 10 á óuppgræddu landi. Ekki var marktækur munur á tegundafjölda í mólendi og í lúpínu en tegundafjöldi var marktækt lægri á lítt grónu landi en í hinum vistgerðunum. Fjölbreytileikastuðull Shannon var reiknaður fyrir vistgerðirnar en hann tekur tillit til þess hversu mikið finnst af hverri tegund ásamt fjölda tegunda. Stuðullinn var hæstur fyrir endurheimt mólendi, þá lúpínu og lægstur fyrir óuppgrætt land. Stuðullinn var marktækt hærri fyrir mólendi en óuppgrætt land en ekki var marktækur munur milli mólendis og lúpínu.

Smádýr voru veidd í háf á öllum rannsóknarsvæðum en einnig í fallgildrur á völdum svæðum á Suðurlandi. Í báðum tilvikum reyndist fjöldi smádýra mestur í lúpínu, næstmestur í mólendi og minnstur í óuppgræddu landi. Sterk fylgni var á milli fjölda dýra sem veiddust í háf og í fallgildrur. Marktæk fylgni var á milli heildarfjölda smádýra sem veiddust í háf og heildarfjölda fugla.

Þetta er fyrstu heildarrannsóknir á áhrifum landgræðsluaðgerða á fuglalíf hér á landi, en árið 2008 rannsökuðu Guðný H. Indriðadóttir og Tómas G. Gunnarsson áhrif landgræðslu á fuglalíf á Mýrdals- og Skógasandi. Niðurstöður þessara rannsókna eru mikilvægt innlegg í þekkingu á áhrifum landgræðslu og endurheimtar vistkerfa á fuglalíf á Íslandi.

 

Greinina má lesa hér á vef Landgræðslu ríkisins. 

 

Sem sagt, það eru 20 sinnum fleiri fuglar í lúpínubreiðum en óuppgræddu landi.   Við vitum að lúpínubreiður vaxa fyrst og fremst upp úr ógrónu landi þannig að niðurstaða Brynju er mikið gleðiefni.

 

 Vinir lúpínunnar á Fésbók

 

Lúpínufugl

 Vinur lúpínunnar

 

 


Hvernig líður hafísnum nú um hávetur...?

sea-ice_29des2011.jpg

seaicecrop.jpg

Hvernig ætli ástand "landsins forna fjanda" sé um þessar mundir? Hvernig er ástand hans miðað við undanfarin ár?

Myndin hér fyrir ofan sýnir útbreiðslu hans í gær, en úrklippan er stækkuð mynd af ferlinum lengst til hægri, þ.e. sýnir ástandið um þessar mundir. 

Takið eftir rauða ferlinum sem gildir fyrir árið sem er að líða. Ekki er annað að sjá að ástandið sé sæmilegt, hvernig sem á það er litið.

Í augnablikinu er útbreiðslan heldur meiri en á sama tíma árin 2007, 2008, 2009 og 2010, en aðeins undir meðaltali áranna1976-2006.

Hér fyrir neðan er svo "lifandi" mynd sem á að uppfærast nokkuð reglulega (takið eftir dagsetningunni á myndinni):

Uppfært 4. janúar 2012:  Nú er komið nýtt ár og ferillinn hér fyrir neðan hefur breyst. Ferillinn fyrir 2012 byrjar núna lengst til vinstri og er orðinn blóðrauður eins og ferillinn fyrir 2011 var fyrir áramót. Ferillinn fyrir 2011 er aftur á móti orðinn eldrauður (eða appelsínurauður).  Það er því rétt að fylgjast með blóðrauða ferlinum vinstra megin. Í byrjun árs sjáum við rétt örla fyrir honum.
(Myndirnar efst á síðunni eru auðvitað óbreyttar).
ssmi1-ice-ext

Ferlarnir eru fengnir hér:

arctic_roos_logo.jpg

www.arctic-roos.org

.

Til að fá heildarmyndina, þá er hér ferill sem sýnir heildarhafísinn samtals á norður- og suðurhveli, hafísinn á norðurhveli og hafísinn á suðurhveli.
Blái ferillinn er mánaðagildi. Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal.  Græna lárétta línan er eingöngu til viðmiðunar.

seaice.jpg

Myndin er fengin að láni hér www.climate4you.com/SeaIce.htm, en skýringum var bætt inn á hana. Undir myndinni stendur eftirfarandi:

Graphs showing monthly Antarctic, Arctic and global sea ice extent since November 1978. The area covered by sea ice is defined as having at least 15% sea ice cover. Blue lines show monthly values, and red lines show the simple running 13 month average. Data kindly provided by the National Snow and Ice Data Center (NSIDC). Last month shown: November 2011. Latest diagram update: 8 December 2011.

 

 Svo er hér að lokum lifandi ferill frá Dönsku veðurstofunni. Hér er það sveri svarti ferlillinn sem byrjar vinstra megin sem áhugavert er að fylgjast með:http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

                        Gleðilegt ár!
                                        ...og óskir um að landsins forni fjandi gerist ekki
                                                           nærgöngull á næstu árum.


Vetrarsólstöður í dag: Lengsta nótt ársins að baki...

 

 

solsetur_2011.jpg

 


Vetrarsólstöður eru í ár 22. desember. Sólin er í dag lægst á lofti, dagurinn stystur og nýliðin nótt sú lengsta á árinu. Á morgun fer sólin að hækka á lofti og dagurinn að lengjast, þó ekki muni nema hænufeti fyrst í stað.  Áður en við vitum af fer vorilmur að finnast í lofti, fuglar að syngja, ástin blómstrar og vorið er komið!

 

"Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur. Þetta eru sem sagt "hænufetin" í Reykjavík. Á Akureyri er fyrsta hænufetið 12 sekúndur, hið næsta 37 sekúndur og hið þriðja 62 sekúndur", stendur í grein eftir Þorstein Sæmundsson sem birtist í Almanaki Háskólans árið 1993.  Greinina má lesa hér.


 

 Myndin er tekin fyrir skömmu í uppsveitum Árnessýslu.

 

 

candle-b.jpg
 

Gleðileg Jól

 


Norskir og kínverskir vísindamenn spá kólnun á næstu árum í nýjum fræðigreinum...

 

 

 

 

ws_ice_mountain_1920x1200_1126595.jpg

 

 

Nýlega rakst ég á tvær vísindagreinar sem vöktu athygli mína. Önnur greinin er norsk og hin kínversk. Norðmennirnir beindu sjónum sínum að Svalbarða,
en Kínverjarnir að Tíbet.
Það merkilega er að þær eiga furðu margt sameiginlegt.
Hvað skyldi það vera?

Áhugasamir geta nálgast norsku greinina með því að smella hér, og hina kínversku hér.   Báðar greinarnar eru skrifaðar á ensku.

 

Örstutt kynning á greinunum:

 

cutcaster-photo-100641236-businesswoman-leader-holding-norway-flag.jpgNorska greinin er eftir Dr. Jan Erik Solheim, Dr. Kjell Stordahl og Dr. Ole Humlum.  Solheim og Humlum eru prófessorar við Háskólann í Osló.

Solar activity and Svalbard temperatures nefnist greinin.

Úrdráttur:

http://arxiv.org/abs/1112.3256

The long temperature series at Svalbard (Longyearbyen) show large variations, and a positive trend since its start in 1912. During this period solar activity has increased, as indicated by shorter solar cycles. The temperature at Svalbard is negatively correlated with the length of the solar cycle. The strongest negative correlation is found with lags 10-12 years.


The relations between the length of a solar cycle and the mean temperature in the following cycle, is used to model Svalbard annual mean temperature, and seasonal temperature variations.

Residuals from the annual and winter models show no autocorrelations on the 5 per cent level, which indicates that no additional parameters are needed to explain the temperature variations with 95 per cent significance. These models show that 60 per cent of the annual and winter temperature variations are explained by solar activity. For the spring, summer and fall temperatures autocorrelations in the residuals exists, and additional variables may contribute to the variations.


These models can be applied as forecasting models. We predict an annual mean temperature decrease for Svalbard of 3.5 +/- 2°C from solar cycle 23 to solar cycle 24 (2009-20) and a decrease in the winter temperature of approx 6°C.

 

Eftirtektarvert er að þeir spá verulegri kólnun á Svalbarða fram að árinu 2020. Þetta er svo mikil kólnun á skömmum tíma að það setur að manni hroll. 

 

Fyrir hálfu öðru ári var bloggað um grein eftir Jan Erik Solheim. Sjá hér.
Margir kannast við Ole Humlum vegna hinnar ágætu vefsíðu Climate4You

Grein eftir sömu höfunda s.l. sumar er Identifying natural contributions to late holocene climate change.  Smella hér

 

 

                                                      --- --- ---

 

cutcaster-photo-100670729-businessman-leader-holding-china-flag.jpgKínverska greinin heitir því langa nafni Amplitudes, rates, periodicities and causes of temperature variations in the past 2485 years and future trends over the central-eastern Tibetan Plateau.

Greinin fjallar um hitabreytingar í Tíbet yfir síðastliðin 2485 ár.

Einhver hefur kannski gaman af að glugga í grein sem var að koma út í blaði Kínversku Vísindaakademíunnar. Kínverjarnir láta sér ekki nægja að skoða hitafarið í Tíbet síðastliðin 2485 ár, heldur skoða þeir í kaffibolla og spá fyrir um næstu áratugi/aldir.

Þar stendur í samantektinni:
http://csb.scichina.com:8080/kxtbe/EN/abstract/abstract504775.shtml

Samantekt:

Amplitudes, rates, periodicities, causes and future trends of temperature variations based on tree rings for the past 2485 years on the central-eastern Tibetan Plateau were analyzed. The results showed that extreme climatic events on the Plateau, such as the Medieval Warm Period, Little Ice Age and 20th Century Warming appeared synchronously with those in other places worldwide.

The largest amplitude and rate of temperature change occurred during the Eastern Jin Event (343-425 AD), and not in the late 20th century. There were significant cycles of 1324 a, 800 a, 199 a, 110 a and 2-3 a in the 2485-year temperature series. The 1324 a, 800 a, 199 a and 110 a cycles are associated with solar activity, which greatly affects the Earth surface temperature. The long-term trends (>1000 a) of temperature were controlled by the millennium-scale cycle, and amplitudes were dominated by multi-century cycles. Moreover, cold intervals corresponded to sunspot minimums. The prediction indicated that the temperature will decrease in the future until to 2068 AD and then increase again.

Greinina alla má sækja með því að smella hér.

 

Kínverjarnir láta sér ekki nægja að skoða hitafarið í Tíbet síðastliðin 2485 ár, heldur skoða þeir í kaffibolla og spá fyrir um næstu áratugi/aldir.

Kínverjarnir spá sem sagt umtalsverðri kólnun í Tíbet þar sem rannsóknin fór fram með lágmarki eða mestum kulda um 2068.

                                                       --- --- ---

Hvernig skyldi hafísinn hér fyrir norðan þróast gangi spár norðmannanna eftir?

Það vekur óneitanlega athygli að bæði Norðmennirnir og Kínverjarnir kenna sólinni um þessar hitasveiflur.  Það má þó víst ekki minnast á  slíkt hér, svo við skulum fara varlega í sakirnar. Hver veit nema þessar greinar geti styggt viðkvæmar sálir sem kunna að vera á sveimi. Bandit

 

Norska greinin er  hér,

Kínverska greinin er hér.  

Báðar greinarnar eru skrifaðar á ensku.

 

 

                     Mikið verð ég ánægður ef þessir herramenn sem greinarnar hafa samið
                                                    reynast hafa rangt fyrir sér.
                      Við þurfum ekki að bíða nema fáein ár eftir að sannleikurinn komi í ljós.

 

                 Þar sem oft verður uppistand mikið þegar fjallað er um málefni sem ekki eru         
                  í takt við tískustraumana í loftslagsmálum, er rétt að taka eftirfarandi fram:


                            Ómálefnalegar athugasemdir verða ekki birtar hér fyrir neðan.


 

 

 

 


Flug-glannaskapur, eða er þetta framtíðin...?

 

 

 

 

ikarus2-600w.jpg

 

 

Lengi hefur menn dreymt um að smíða sér vængi eða flugham og fljúga frjálsir sem fuglar himinsins. Sumir hafa látið drauminn rætast, eins og Íkarus Dædalusson hinn gríski sem flaug of nærri sólinni og Hinrik Hinriksson frá Iðu sem smíðaði sér flugham og flaug yfir Hvítá fyrir þrem öldum.

 

Ofurhugar nútímans sem sýna listir sínar í myndböndunum hér fyrir neðan kunna að láta þennan draum rætast. Þotuflug og svifflug. Það liggur við að maður öfundi þá dálítið og fái smá fiðring í magann...

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íkarus

 

 
  Fyrir um 300 árum, eða snemma á 18. öld var unglingspiltur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét.  Hann var frábær að hagleik og hugviti.  Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængjum.  Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið stuttan spöl.  En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp.  Samt áræddi hann að fljúga yfir Iðu frá Skálholtshamri, en þar er áin mjó,  og tókst honum það.  Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir fífldirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harðbannað að búa til annan.

 

Sagan er sögð skráð af Brynjúlfi Jónssyni (1838-1914) fræðimanni frá Minna-Núpi eftir aldraðri konu.

 

Gamalt íslenskt handrit:
Um Dædalum og Ikarum hans son

 

Volare Necesse Est

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Brrr - Enn kólnar í heimi hér...

 

 

rss-msu-nov2011_600w.jpg

 

Hitaferillinn hér að ofan er splunkunýr, nánast glóðvolgur beint úr gervihnettinum sem hringsólar umhverfis jörðina og mælir í sífellu hita lofthjúps jarðar.

Eins og sjá má, þá er hitinn með lægra móti um þessar mundir. Rauði depillinn er aðeins 0,033 gráður Celcíus fyrir ofan meðallag, eða 33 millígráður. Eiginlega bara agnarögn.

Granni ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, dökki rólegi ferillinn sýnir 3ja ára meðaltal, og græna beina línan sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998, en lóðréttu ásarnir sýna einmitt frávik frá því meðaltali. Rauði depillinn lengst til hægri er svo meðaltal nóvembermánaðar sem nýliðinn er.

Er þetta eitthvað sem ástæða er til að hafa áhyggjur af? Varla. Náttúran er bara söm við sig. Stundum reikar lofthitinn upp á við og stundum sígur hann aftur. Það er bara þannig og þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða.

 

Gleymið ekki tunglmyrkvanum á morgun, laugardag.  Góð grein um hann á bloggi Stjörnufræðivefsins hér.


Hitaferilinn má sjá í betri upplausn hér, en mæligögnin eru hér og upplýsingar um mæliaðferðina eru hér.

 

Góða helgi ...

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Einstaklega fallegt myndband. Leiðin heim frá geimnum...

 

 

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir ótrúlega fallegar myndir teknar utan úr geimnum. Það engu líkara en maður sé staddur úti í geimnum. 


The Journey Home
heitir myndbandið. Þetta er svokölluð time-lapse kvikmynd sem samsett er úr aragúa kyrrmynda sem tengdar eru saman svo úr verður eins konar kvikmynd.

Time-lapse videó er auðvitað afleitt orð. Hvernig væri að nota orðið hikmynd sem rímar við kvikmynd, enda getur time-lapse þýtt hik. Myndavélin er einmitt látin hika milli þess sem myndir eru teknar.

Hvað sem tækninni líður þá skulum við njóta myndarinnar og tónlistarinnar. Það er nánast skylda að horfa á myndina í fullri skjástærð og fullri upplausn. Það gerir maður einfaldlega með því að fara á Vimeo síðuna með því að smella hér, og smella síðan á # táknið sem er í horninu neðst til hægri í Vimeo glugganum.  Svo verður auðvitað að gæta þess að HD sé blátt til þess að myndin sé í HD upplausn.

 

 

 

Time Lapse From Space - Literally. The Journey Home. from Fragile Oasis on Vimeo.

Umfjöllun um töku hikmyndarinnar má lesa hér

Meira af myndböndum frá Alþjóða geimstöðinni: http://vimeo.com/fragileoasis

 

Producing time-lapse video onboard the International Space Station while orbiting 250 miles above the Earth at 17,500 miles per hour helps people follow along on our missions, not as spectators, but as fellow crewmembers. -- Ron Garan, NASA Astronaut, Expedition 27 & 28

For the whole story: fragileoasis.org

Photography from the International Space Station:
Expedition 28 Crew

Editing in Space: Ron Garan
Editing on Earth: Chris Getteau, Todd Sampsel, Dylan Mathis

Sequences:

1:06 Europe to the Indian Ocean
1:35 United States of America
2:01 Aurora Australis over Madagascar
2:26 Central Africa to Russia
2:44 Europe to the Middle East
3:00 Hurricane Katia
3:10 New Zealand to the Pacific Ocean
3:38 Northwest U.S. to South America
4:10 Aurora over Australia
4:34 North America to South America
5:05 Mexico to the Great Lakes
5:16 Hurricane Irene
5:22 California to Hudson Bay
5:38 Tanzania to Southern Ocean
6:00 Central Africa to the Middle East
6:15 Chile to Brazil
6:25 Africa to the Mediterranean Sea
6:37 Zhezkazgan, Kazakhstan

With sincere thanks:

"Downside Up"
Written by Peter Gabriel
Performed by Peter Gabriel (feat: Melanie Gabriel)
(P) 2011 Peter Gabriel Ltd
Published by Real World Music Ltd.
Courtesy of petergabriel.com

“Down To Earth”
Performed by Peter Gabriel
Music by Peter Gabriel & Thomas Newman / Lyrics by Peter Gabriel
Published by: Wonderland Music Company, Inc. (BMI)/Pixar Music (BMI)
L.A. sessions Produced by Thomas Newman
Produced by Peter Gabriel
Recorded by Richard Chappell
Mixed by Tchad Blake
(P) 2008 Walt Disney Records/Pixa 

 

 


Vindmyllur eða vindrafstöðvar...?

 

vindmyllur.jpg

 

Þegar rætt er um vindmyllur koma mér í hug fallegar myllur sem notaðar voru til að mala korn. Vindknúnar kornmyllur.  Eitthvað fallegt og næstum rómantískt eins og á myndinni hér fyrir ofan.

Vindrafstöðvar eru ekki vindmyllur í mínum huga. Þær eru allt annars eðlis og ættu að kallast vindrafstöðvar, eða vindorkuver ef mönnum finnst orðið rafstöð ekki nógu merkilegt.

 

energy_windmills_california_1121719.jpg

Vindrafstöðvar í Banning Pass, nærri Palm Springs, Kaliforníu.

 

 

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.


mbl.is Vindmyllur á Íslandi innan árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 764571

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband