Færsluflokkur: Kvikmyndir

Nauðsynlegt tæki fyrir bankastofnanir og bloggara...

Bloggarinn frétti á skotspónum að fjármálastofnun ein sé að fjárfesta í svona tækjum fyrir starfsmenn sína til að halda þeim í góðri líkamlegri þjálfun. Þetta kvað vera hugsað til að mæta hinu gríðarlega álagi á starfsmennina sem þróunin á fjármálamörkuðum hefur valdið undanfarið. Kemur í veg fyrir að þeir sofni í vinnunni eftir andvökunætur þar sem þá dreymir skuldatryggingaálag, stýrivexti og verðbólgudrauginn. Viðskiptavinir munu taka eftir að starfsmennirnir verða mun líflegri og starfssemin mun iða öll eftir að þessi nýja tækni verður tekin í notkun. 

Af samkeppnisástæðum má að sjálfsögðu ekki upplýsa meira um málið, en þetta ætti allavega að hrissssta aðeins upp í fólki. 

Er þinn vinnustaður að hugleiða fjárfestingu í svona búnaði?  

Svo væri auðvitað gráupplagt fyrir bloggara að ná sér í svona heilsuræktartæki Wink

Nánari upplýsingar um undratækið eru hér.  Kostar $290.   Ég yrði nú örugglega fljótt sjóveikur Shocking

 

 
Fyrst hélt ég þetta hlyti að vera grín, en svo virðist ekki vera Tounge
 
 
 
Það er allavega ekkert grín að sitja í svona stól Shocking

Paganini: Kaprísa No 24, Shlomo Mintz & Alison Balsom. Töfrum líkast.

paganiniHér eru tvö myndbönd með frábærum tónlistarmönnum sem leika Kaprísu #24 eftir Nikkoló Paganini.

Hinn heimsþekkti fiðluleikari Shlomo Mintz leikur á fiðlu, en Alison Balsom leikur þetta erfiða verk af einstakri snilld á trompet.

Það er gaman að hlusta á þessa tvo snillinga flytja þetta stórfenglega verk. Auðvitað er frábært að hlusta á fiðluleikinn, en þegar verkið er leikið á trompet verður maður einfaldlega heillaður.

 

Shlomo Mintz er einn þekktasti fiðluleikari heims í dag. Hann stundaði nám m.a. hjá Isaac Stern og hóf einleikaraferil sinn 11 ára gamall með Fílharmóníusveitinni í Ísrael og stuttu síðar var hann beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir Itzhak Perlman í Paganini Fiðlukonserti nr. 1  undir stjórn Zubin Metha.  Hann hefur nú í fjóra áratugi ferðast vítt og breytt um heiminn bæði sem hljómsveitarstjóri og fiðluleikari og haldið ótal tónleika í öllum þekktustu tónleikasölum heims.

Í tilefni fimmtugsafmælis síns þann 30. október á síðasta ári ákvað hann að fara í tónleikaferð um heiminn með Kaprísur Paganinis í farteskinu, en hann hélt tónleika hér á landi fyrir skömmu. (Af vef Midi.is).

 

Breski trompetleikarinn Alison Balsom er sannarlega ein af rísandi stjörnum hins klassíska tónlistarheims. Hún stundaði nám við Guildhall tónlistarskólann og Konservatoríið í París, auk þess sem hún sótti einkatíma hjá hinum þekkta sænska trompetleikara  Håkan Hardenberger. Árið 2006 hlaut hún titilinn „besti breski tónlistarmaður ársins“ á klassísku Brit-Awards verðlaunahátíðinni og sama ár fékk hún hlustendaverðlaun Klassísku FM-stöðvarinnar á Gramophone verðlaunaafhendingunni. Hún komst í úrslit keppninnar „Ungur einleikari ársins“ árið 1998 og kom í kjölfarið fram með öllum hljómsveitum BBC. Hún hlaut verðlaunin „Rísandi stjarna ársins“ á Echo Klassik-hátíðinni 2007.

Alison Balsom hefur m.a. komið fram sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles, Parísarhljómsveitinni og Ensku kammerhljómsveitinni. Árið 2006 lék hún á lokakvöldi Proms-tónlistarhátíðarinnar sem þykir mikill heiður. Balsom er á samningi við EMI útgáfufyrirtækið og hefur leikið inn á þrjár geislaplötur og fengið afar lofsamlega dóma fyrir leik sinn. Hún var nýlega skipuð gestaprófessor í trompetleik við Guildhall-tónlistarskólann í Lundúnum.  Hún lék með Sinfóníuhljómsveitinni 25. október síðastliðinn. (Af vef Sinfó).

 

Blogg um tónleikana frá 26. október s.l.  Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni.

Nokkur myndbönd með Alison Balsom á blóggsíðunni hér


 
Fiðluleikarinn Shlomo Mintz ungur að árum. Gamalt VHS myndband.
 
 

 

 

 
Trompetleikarinn Alison Balsom.

Dornier farþegaflugvél í villtum dansi yfir Reykjavík 1986

Á flugsýningunni 1986 sýndi Dornier farþegaflugvél ótrúlegar æfingar yfir Reykjavíkurflugvelli.  Fór bakfallslykkju, veltu (loop & roll) o.fl., og það með dautt á öðrum hreyflinum Whistling

Sjá kvikmynd frá þessu ógleymanlega flugi. Ómar Ragnarsson er kynnir. 

Hefðir þú viljað vera farþegi um borð í flugvélinni? Grin

Svona sýningaratriði væru tæplega leyfð í dag, en á þessum tíma mátti gera allt sem ekki var beinlínis bannað...

 





Orkuveitan heima. Allir syngja með !

 

Þetta skemmtilega myndband barst óvænt Smile

Höfundur er óþekktur Bandit

 

 

 Á myndbandinu má sjá orkuver Hitaveitu Suðurnesja. Er verið að gefa eitthvað í skyn? Halo


Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni

 

Alison Balsom

 

Í gærkvöld fórum við hjónin á mjög skemmtilega tónleika  hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri var Esa Heikkilä og einleikari Alison Balsom trompetleikari. Hljómsveitin var mjög fjölskipuð með um 85 hljóðfæraleikurum, en þar á meðal var dóttir okkar Helga Björg Ágústsdóttir sellóleikari.

Á efnisskránni voru fjölmargar sígildar perlur, hver annarri fallegri:

Gioacchino Rossini: Rakarinn frá Sevilla, forleikur
Bedrich Smetana: Þrír dansar úr Seldu brúðinni
Joseph Haydn: Trompetkonsert, 3. þáttur
Sergej Rakhmanínov: Vocalise
Hugo Alfvén: Midsommarvaka
Gustav Holst: Jupiter úr Plánetunum
Richard Wagner: Tannhäuser, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart: Rondo alla turca
Astor Piazzolla: Oblivion
Jean Sibelius: Finlandia

Hápunkturinn var þó trompetleikarinn Alison Balsom. Leikur hennar var töfrum líkastur, svo mikið vald hefur hún á hljóðfærinu, enda talin vera ein af rísandi stjörnum hins klassíska tónlistarheims. 

Myndbandið hér fyrir neðan gefur nokkra hugmynd um snilli þessarar ungu konu.  Á myndbandinu leikur Alison Balsom    Paganini Caprice No.24

 

 


High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

An_Inconvenient_TruthNú hefur það gerst að High Court í London hefur fellt dóm um kvikmynd Al Gore "An Inconvenient Truth".

Bloggarinn hefur áður fjallað um þessa kvikmynd og gagnrýni á hana, en flestir sem nokkra þekkingu hafa á loftslagsmálum hafa séð að í myndinni er margt mjög orðum aukið. Al Gore er stjórnmálamaður en ekki vísindamaður í loftslagsfræðum, en hann hefði gjarnan mátt vanda sig betur. Margar vitleysurnar í myndinni eru það augljósar að jafnvel unglingsstúlkan Kristen Byrnes sá í gegn um þær 

Dómurinn var felldur í fyrradag 10. október.  Í dómnum kemur fram að dreifa megi kvikmyndinni til skóla í Englandi, ef og aðeins ef, henni fylgja athugasemdir sem útskýra þær vísindalegu villur sem eru í myndinni.

Ríkisstjórnin hafði óskað þess að fá að dreifa myndinni í þúsundum eintaka til skóla, en einu foreldri þótti sem verið væri að "heilaþvo" börnin og fór með málið fyrir dómsstóla.

 

 

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á niðurstöðu dómarans, en enski textinn látinn halda sér með smærra letri svo ekkert fari milli mála. (Sjá Times Online). Þetta er aðeins úrdráttur úr dómnum sem lesa má í heild sinni hér.

Dómarinn taldi upp níu villur í dóm sínum:

Villa 1:
Mynd Al Gore: Í "næstu framtíð" mun bráðnun Grænlandsjökuls eða Vestur-Suðurskautslandsins valda 7 metra hækkun sjávarborðs. A sea-level rise of up to 20 feet would be caused by melting of either West Antarctica or Greenland "in the near future".
Dómarinn: Þetta er greinilega orðum aukið til að vekja athygli. Það er viðurkennt að bráðnun Grænlandsjökuls myndi valda þesari hækkun sjávarborðs, en aðeins eftir þúsund ár.  "This is distinctly alarmist and part of Mr Gore's "wake-up call". It was common ground that if Greenland melted it would release this amount of water - "but only after, and over, millennia."

Villa 2:
Mynd Al Gore: Þegar er farið að flæða yfir byggð kóralrif í Kyrrahafi vegna hnatthlýnunar af mannavöldum. Low-lying inhabited Pacific atolls are already "being inundated because of anthropogenic global warming."
Dómarinn: Það er ekkert sem bendir til þess að nokkur fólksflótti hafi átt sér stað.   There was no evidence of any evacuation having yet happened.

Villa 3:
Mynd Al Gore:  Í fræðslumyndinni er því lýst hvernig hnatthlýnun geti stöðvað Golfstrauminn í Atlantshafinu. The documentary described global warming potentially "shutting down the Ocean Conveyor" - the process by which the Gulf Stream is carried over the North Atlantic to Western Europe.
Dómarinn: Samkvæmt skýrslu Nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change - IPCC) er mjög ólíklegt að hann stöðvist, en það gæti hægt á honum. According to the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), it was "very unlikely" it would be shut down, though it might slow down.

Villa 4:
Mynd Al Gore: Hann sýnir í kvikmyndinni tvo ferla, annan sem sýnir aukningu koltvísýrings (CO2) og hinn hækkun hitastigs í 650.000 ár og fullyrðir að ferlarnir sýni nákvæma samsvörun. He asserted - by ridiculing the opposite view - that two graphs, one plotting a rise in C02 and the other the rise in temperature over a period of 650,000 years, showed "an exact fit".
Dómarinn: Þó það sé almennt álit vísindamanna að það sé samband þarna á milli, þá sé það ekki í þá veru sem Gore vill gefa til kynna. Although there was general scientific agreement that there was a connection, "the two graphs do not establish what Mr Gore asserts".

Villa 5:
Mynd Al Gore: Hnatthlýnun er kennt um að snjór í Kilimanjaro fjalli hafi farið minnkandi. The disappearance of snow on Mt Kilimanjaro was expressly attributable to global warming.
Dómarinn: Það er ekki í samræmi við almennt vísindalegt álit að hörfun snævar í Kilimanjarofjalli sé að kenna hnatthlýnun af mannavöldum. This "specifically impressed" David Miliband, the Environment Secretary, but the scientific consensus was that it cannot be established that the recession of snows on Mt Kilimanjaro is mainly attributable to human-induced climate change.

Villa 6:
Mynd Al Gore: Uppþornun Chad vatns er í kvikmyndinni notað sem dæmi um hamfarir af völdum hnatthlýnunnar, sagði dómarinn. The drying up of Lake Chad was used in the film as a prime example of a catastrophic result of global warming, said the judge.
Dómarinn: Það er almennt viðurkennt að ónógar sannanir séu fyrir hendi til að styðja þannig tengsl. Það er álitið miklu líklegra að ástæðurnar sé aðrar, svo sem fólksfjölgun og ofbeit, svo og staðbundnar loftslagsbreytingar. It is generally accepted that the evidence remains insufficient to establish such an attribution. It is apparently considered to be far more likely to result from other factors, such as population increase and over-grazing, and regional climate variability."

Villa 7:
Mynd Al Gore: Hnatthlýnun er kennt um fellibylinn Katrínu og eyðileggingu hans í New Orleans. Hurricane Katrina and the consequent devastation in New Orleans to global warming.
Dómarinn: Það eru ónógar sannanir til að sýna fram á það. There is "insufficient evidence to show that".

Villa 8:
Mynd Al Gore: Vísar til nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir, að í fyrsta sinn hafi ísbirnir fundist sem hafi drukknað eftir að hafa synt langa leið - allt að 100 km - í leit að ís. Referred to a new scientific study showing that, for the first time, polar bears were being found that had actually drowned "swimming long distances - up to 60 miles - to find the ice".
Dómarinn: Eina vísindarannsóknin sem báðir málsaðilar hafa getað fundið er ein sem gefur til kynna að fjórir ísbirnir hafi nýlega fundist drukknaðir vegna storms. Það segir þó ekkert um að í framtíðinni megi finna birni sem hafa drukknað ef íshellan heldur áfram að hopa, en það styður greinilega ekki lýsingu herra Gore. "The only scientific study that either side before me can find is one which indicates that four polar bears have recently been found drowned because of a storm." That was not to say there might not in future be drowning-related deaths of bears if the trend of regression of pack ice continued - "but it plainly does not support Mr Gore's description".

Villa 9:
Mynd Al Gore: Kóralrif um allan heim hafa breytt um lit (orðið ljósari) vegna hnatthlýnunnar og annarra áhrifa. Coral reefs all over the world were bleaching because of global warming and other factors.
Dómarinn: IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) hefur sagt í skýrslu sinni, að ef hitinn hækkaði um 1-3 gráður Celcius, þá yrði meira um litbreytingar og dauða kóralla, nema kórallinn gæti aðlagast. En það væri erfitt að aðgreina áreiti vegna loftslagsbreytinga annars vegar og áreiti vegna annarra áhrifa, svo sem ofveiði og mengunar. The IPCC had reported that, if temperatures were to rise by 1-3 degrees centigrade, there would be increased coral bleaching and mortality, unless the coral could adapt. But separating the impacts of stresses due to climate change from other stresses, such as over-fishing, and pollution was difficult.

 

Svo mörg voru þau orð. Hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur að fréttum og öðru sem varða málið.

 

Í dag hafa svo borist fréttir um að Al Gore hafi ásamt IPCC hlotið friðarverðlaun Nóbels. Til hamingju.

 

Bloggarinn er hér eingöngu að kynna dóm sem féll í fyrradag, en leggur sjálfur ekki dóm á málið.

Vill einhver deila við dómarann, eða ræða málin frekar?  Orðið er laust.  

 

Dómurinn í heild sinni sem PDF skjal er hér



Times Online: Al Gore told there are nine inconvienient truths in his film

Business Times Online: Al Gore's inconvenient judgment

The Guardian: Gore's climate film has scientific errors - judge

The Telagraph: Al Gore's 'nine Inconvenient Untruths'


Understanding the court system and tribunals

 

 

LondonHighCourt

 

London High Court 



Murray Gell-Mann. Maðurinn með heilana fimm !

Murray Gell-MannMurray Gell-Mann er ein helsta núlifandi goðsögnin í heimi eðlisfræðinnar. Honum hefur verið lýst sem "manninum með heilana fimm", sem er ekki að undra: Hann hóf nám við hinn þekkta Yale háskóla 15 ára gamall, og lauk doktorsprófi frá MIT  21 árs. Hann talar reiprennandi 13 tungumál, og er sérfræðingur á hinum ólíklegustu sviðum svo sem náttúrusögu, sögulegum málvísindum, fornleifafræði, fuglaskoðun, djúpsálarfæði, fyrir utan fræðin um flókin aðlögunarkerfi. Í eðlisfræðinni, hans aðal sérsviði, hefur hann verið mikill frumkvöðull.  Prófessorinn hefur að sjálfsögðu hlotið Nóbelsverlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga. Svona stórmenni hlýtur að hafa frá ýmsu áhugaverðu að segja.

Á vefnum er fyrirlestur sem hann flutti í mars síðastliðnum.  Stórmerkilegur fyrirlestur og mjög áhugaverður.

Í fyrirlestrinum kemur hann víða við, en megininntakið er frjó hugsun, innsæi og hugljómun. Margir kannast við hvernig það er að hrökkva skyndilega upp með lausn á flóknu verkefni, þ.e. fá eins konar hugljómun. Oft eru menn ekkert að hugsa um vandamálið, eru kanski úti að ganga í góða veðrinu, dytta að húsinu, bursta tennur eða hvaðeina. Sumir hrökkva upp um miðja nótt með lausnina nánast tilbúna. Engu er líkara en mannshugurinn starfi að lausn vandans án þess að við höfum hugmynd um og skili verkinu tilbúnu þegar lausnin er fundin.

Þetta er mjög lauslegur inngangur að fyrirlestrinum og segir ekki mikið um innihaldið því víða er komið við. Stundum bregður hann fyrir sig hugtökum úr eðlisfræðinni sem við skiljum kanski ekki vel, en það gerir ekkert til. Maður hlýtur að fyllast lotningu þegar maður skynjar hvernig mannshugurinn starfar og undrast hve afburðagreindir menn geta verið.

Fyrirlesturinn nefnist On Getting Creative Ideas og er hér  á Google-Video. 

Sjálfur fyrirlesturinn er tæpar 40 mínútur, en síðan taka við fyrirspurnir utan úr sal. Alls líklega um 70 mínútur. Kanski ekki alltaf léttmeti, en ekki erfitt að ná inntakinu. Það er allavega forvitnilegt að hlusta aðeins á þenna snilling sem kallaður hefur verið The Man With Five Brains.   Luboš Motl eðlisfræðingur fjallar um fyrirlesturinn hér og lýsir honum lið fyrir lið.

Wikipedia um Murray Gell-Mann Mikill fróðleikur um líf og starf.

Is this the cleverest man in the world? Skemmtileg frásögn.

 

Kannast einhver við það að hafa fengið svona fyrirvaralausa hugljómun eins og prófessorinn lýsir? 

 

 

Kynningin á Google-Video:

Murray Gell-Mann: On Getting Creative Ideas

ABSTRACT:

Murray Gell-Mann is one of the largest living legends in physics. He's also been described ... as The Man With Five Brains, and it's no puzzle why: He was admitted to Yale at 15, got his PhD from MIT at 21 , and is an international advisor on the environment. He speaks 13 languages fluently (at last count), and has expertise in such far-ranging fields as natural history, historical linguistics, archaeology, bird-watching, depth psychology, and the theory of complex adaptive systems.

Oh yeah... he also coined the term "quark," after developing key aspects of the modern theory of quantum physics... for which he earned an unshared Nobel prize in physics in 1969. His ideas revolutionized the world's thinking on elementary particles. In this talk, he gives his thoughts "on getting creative ideas."


Murray Gell-Mann is a Distinguished Fellow of the Santa Fe Institute, and author of the popular science book "The Quark and the Jaguar, Adventures in the Simple and the Complex."

Besides being a Nobel laureate, Professor Gell-Mann has received the Ernest O. Lawrence Memorial Award of the Atomic Energy Commission, the Franklin Medal of the Franklin Institute, the Research Corporation Award, and the John J. Carty medal of the National Academy of Sciences. In 1988 he was listed on the United Nations Environmental Program Roll of Honor for Environmental Achievement (the Global 500). He also shared the 1989 Erice "Science For Peace" Prize. In 1994 he received an honorary Doctorate of Natural Resources from the University of Florida

 

 


Al Gore og undrabarnið

 

KristenByrnesLítið hefur borðið á umsögnum hér á landi um hina umdeildu kvikmynd Al Gore, "An Inconvenient Truth". Jafnvel Veðurstofa Íslands þegir þunnu hljóði, en þar á bæ er sjálfsagt verið að vinna í málinu, en eins og alþjóð veit, þá birtist nýlega á vefsíðu stofnunarinnar opinber skoðun hennar á annarri kvikmynd, „The Great Global Warming Swindle".

 

Þangað til eitthvað vitrænt birtist á Íslensku mætti benda áhugasömum að lesa grein Kristen Byrnes um kvikmyndina. Grein þessi hefur vakið heimsathygli fyrir fagmannlega framsetningu, en það ótrúlega er að Kristen er aðeins 15 ára. Hún virðist þó hafa öllu meira vit í kollinum en margir sprenglærði vísindamenn, hvað þá langreyndir pólitíkusar. Við eigum örugglega eftir að frétta meira af Kristen í framtíðinni. Tvímælalaust undrabarn.

Vissulega er ófært að gera lítið úr sprenglærðum vísindamönnum og langreyndum stjórnmálamönnum. Það er alls ekki ætlunin, en munum hvað barnið sagði í ævintýri HC Andersens, Nýju fötin keisarans.  Það er aftur á móti ófært að blanda saman vísindum og stjórnmálum.

 

Hvað segir Al Gore um sjálfan sig?

Spurning: There's a lot of debate right now over the best way to communicate about global warming and get people motivated. Do you scare people or give them hope? What's the right mix?

Svar:  I think the answer to that depends on where your audience's head is. In the United States of America, unfortunately we still live in a bubble of unreality. And the Category 5 denial is an enormous obstacle to any discussion of solutions. Nobody is interested in solutions if they don't think there's a problem. Given that starting point, I believe it is appropriate to have an over-representation of factual presentations on how dangerous it is, as a predicate for opening up the audience to listen to what the solutions are, and how hopeful it is that we are going to solve this crisis.

Heimild:  http://www.grist.org/news/maindish/2006/05/09/roberts/ (Interview with Grist Magazine’s David Roberts and Al Gore about An Inconvenient Truth)

Kristen spyr í upphafi greinarinnar vegna þessara ummæla:

Al Gore said this, so how are we supposed to know fact from fiction in the global warming debate? The following paragraphs will inform the reader of the false claims, the facts, the selective facts and tactics to scare and advertise.

 

Sjá hér (vefsíðan byrjar á inngangi og heldur síðan áfram á tveim síðum):

Facts and Fictions of Al Gore’s "An Inconvenient Truth"

                              

Í inngangi segir Kristen:

After Ponder the Maunder was first published, I received many emails from parents whose kids were required to watch Al Gore’s “An Inconvenient Truth.” They were worried because Al Gore was a politician, an occupation that people just don’t trust.

 

I’ve watched his movie many times and researched most of his claims. The following essay is a summary of what I learned. I hope it helps.

 

Kristen Byrnes

 

Vefsíða hennar kallast Ponder the Maunder. Þar er ýmiss fróðleikur, annar en gagnrýni á kvikmynd varaforsetans fyrrverandi.

Ponder the Maunder was an extra credit project for Honors Earth Science, Portland High School, by Kristen Byrnes of Portland Maine.
This report is a comprehensive look at the global warming issue without financial or political bias. It uses the most updated information provided by scientists and researchers and interjects common sense, an important component missing from the global warming debate.

 

Nokkur fréttaskot um Kristen:

15-Year-Old Outsmarts U.N. Climate Panel, Predicts End of Australia's Drought

Portland High School Honors Student Takes on Al Gore’s ‘An Inconvenient Truth’

 

 

Google um Kristen Byrnes

 

 

Nafnið á vefsíðunni er snilld. Ponder the Mounder er tvírætt. Það gæti þýtt "Muldrið ígrundað", (maunder=muldur eða óskýrt rugl (To talk incoherently or aimlessly)), en einnig "Hugsað um Maunder", en mesti kuldi Litlu ísaldarinnar var meðan á dýpsta lágmarki í sólinni stóð, en það kallast Maunder Minimum, kennt við stjörnufræðinginn Edvard Maunder.

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans


The Great Global Warming Swindle í RÚV annað kvöld - 19. júní

Í byrjun mars s.l. var hér á bloggsíðunni kynnt kvikmyndin The Great Global Warming Swindle.

Myndin hefur vakið gríðarmikið umtal, enda málið funheitt. Þessi mynd verður sýnd í  Sjónvarpinu (RÚV) annað kvöld 19. júní  kl. 20:55. Myndin kallast í kynningu RÚV  "Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle".   Hugsanlega er þetta eitthvað stytt útgáfa.

Sjá bloggið um þessa mynd frá 10. mars: The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu.  Umræður urðu töluverðar í athugasemdum, og einnig í athugasemdum um bloggið Afkolun jeppaeiganda

Það má einnig benda áhugasömum á aðrar kvikmyndir í sama dúr sem kynntar hafa verið á blogginu: Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Á blogginu er einnig fjallað um kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth, sem einnig hefur valdið heitum umræðum. Sjá hér.  Myndin sem sýnd verður í RÚV 19. júní er einmitt andsvar allmargra vísindamanna við mynd Al Gore.  

Það er sjálfsagt að kynna sér málið frá öllum hliðum, og hafa ánægju af, hvort sem maður er sammála eða ekki.

Vefsíðan http://www.greatglobalwarmingswindle.co.uk er helguð kvikmyndinni.

Það skyldi þó ekki vera að svona kvikmyndir valdi meiri hnatthlýnun en CO2? Að minnsta kosti verður allmörgum æði heitt í hamsi Smile.

center


Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Viðvörun: Myndir þessar eru á skjön við víðteknar skoðanir manna um hnatthitun.  Mjög fordómafullu fólki gæti brugðið. Skynsamir munu þó taka efninu fagnandi, enda efnið vel fram sett af færum vísindamönnum sem ekki verður frýjað vits. 

Hér fyrir neðan eru tvær kvikmyndir um hnatthitun. Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Báðar sýna þær aðra hlið á málinu en við erum vön að heyra um í fréttunum. Vissulega mjög áhugaverðar og ættu ekki að stuða neinn, eins og myndin The Great Global Warming Swindle virðist hafa gert.

-

Fyrri myndin nefnist Doomsday Called Off, eða Heimsendir afturkallaður. Myndina gerði Lars Mortensen hjá TV-Produktion of Denmark í samvi nnu við DR1 árið 2004. Hún var sýnd í nóvember 2005 hjá CBC í Kanada. Í byrjun myndarinnar er fjallað um boranir í ís Grænlandsjökul til að ransaka veðurfar fyrri alda, rætt er við danskan vísindamann og augnablik má sjá Sigfúsi Johnsen bregða fyrir. Síðan er farið um víða veröld, rætt við loftslagsfræðinga, stjarneðlisfræðinga, haffræðing, o.s.frv.

Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters. 

Torrent hér.

Doomsday Called Off

 

Kynning af vefsíðu CBC: http://www.cbc.ca/documentaries/doomsday.html 

Sunday November 27, 2005 at 7pm ET on CBC Newsworld

In this eye-opening documentary viewers will discover how the most respected researchers from all over the world explode the doom and gloom of global warming.

Humans stand accused of having set off a global climate catastrophe by increasing the amount of carbon dioxide in the atmosphere.

The prophecy of doom is clear and media pass on the message uncritically.

Now serious criticism has arisen from a number of heavyweight independent scientists. They argue that most of the climatic change we have seen is due to natural variations.

They also state that if CO2 is to play a role at all - it will be minuscule and not catastrophic!

This story presents a series of unbiased scientists as our witnesses.
We will hear their eloquent criticism of the IPCC conclusions illustrated by coverage of their research work.

 

Myndin er varðveitt á YouTube og er í fimm hlutum. Hér fyrir neðan eru þessi fimm myndskeið:

 

Myndskeið 1 af 5

 

Myndskeið 2 af 5

 

Myndskeið 3 af 5

Myndskeið 4 af 5

 

Myndskeið 5 af 5

 

 

 

*** Önnur kvikmynd ***

 

Næsta mynd er gerð af kanadískum félagskap sem kallast Friends of Science eða Vísindavinir.  Sjá vefsíðu þeirra http://www.friendsofscience.org .   Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters

 

Climate Catastrophe Cancelled

 

Kynning á myndinni af vefsíðu Vísindavina:

http://www.friendsofscience.org  

 

 

Climate Catastrophe Cancelled: What you're not being told about the science of climate change

At a news conference held in Ottawa, some of North America’s foremost climate experts provided evidence demonstrating that the science underlying the Kyoto Protocol is seriously flawed; a problem that continues to be ignored by the Canadian government. Scientists called on the Canadian government to delay implementation of the Kyoto Protocol until a thorough, public review of the current state of climate science has been conducted by climate experts. Such an analysis has never been organized in Canada despite repeated requests from independent, non-governmental climate scientists.

Carleton University Professor Tim Patterson (Paleoclimatologist) explains the crucial importance of properly evaluating the merit of Canada's climate change plans: “It is no exaggeration to say that in the eight years since the Kyoto Protocol was introduced there has been a revolution in climate science. If, back in the mid-nineties, we knew what we know today about climate, Kyoto would not exist because we would have concluded it was not necessary.”

Contrary to claims that the science of climate change has been settled, the causes of the past century’s modest warming is highly contested in the climate science community. The climate experts presenting in the video demonstrate that science is quickly diverging away from the hypothesis that the human release of greenhouse gases, specifically carbon dioxide, is having a significant impact on global climate. “There is absolutely no convincing scientific evidence that human-produced greenhouse gases are driving global climate change”, stated climatologist, Dr. Tim Ball. He added that the Canadian government’s plan to designate carbon dioxide as a “toxic” under CEPA is irresponsible and without scientific merit. “Carbon dioxide is a staff of life, plain and simple. It makes up less than 4% of greenhouse gases and it is not a toxic.”

IPCC assertions about the unprecedented nature of the past century's warming, or the widespread beliefs that we are experiencing an increase in extreme weather, accelerated sea level rise and unusual warming in polar regions are also shown in the video to be wholly without merit.

The idea for the video was initiated by the Friends of Science Society, a registered not-for-profit group of geologists, environmental scientists and concerned citizens, “in an effort to make the science of climate change available and understandable to the general public”, stated Dr. Doug Leahey, President of Friends of Science Society.

 

Myndin er skoðuð með myndskoðara sem er væntanlega í tölvunni þinni.   Það getur verið ráð að vista skrárnar á diskinn í tölvunni, ef internettengingin er hæg. Prófið þó fyrst að skoða myndirnar í rauntíma með því einfaldlega að smella á viðeigandi krækju.

 

"Climate Catastrophe Cancelled: What You're Not Being Told About the Science of Climate Change"

Part 1 (4:20 minutes)
Windows Media (4.76MB)   |   Quicktime (9.52MB)

Part 2 (6:21 minutes)
Windows Media (16.3MB)   |   Quicktime (14.2MB)

Part 3 (3:26 minutes)
Windows Media (7.82MB)   |   Quicktime (7.59MB)

Part 4 (5:10 minutes)
Windows Media (12.4MB)   |   Quicktime (11.4MB)

Part 5 (5:02 minutes)
Windows Media (5.45MB)   |   Quicktime (11MB)

 

 

 

 

 *** *** ***

Það er mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum og loka ekki augum, eyrum og munni eins og apakettirnir hér fyrir neðan.  Hugsandi fólk hlýtur að vilja skoða allar hliðar hnatthlýnunarkenningarinnar og hlusta á vísindamenn sem hafa aðra skoðun en yfirleitt er matreidd fyrir okkur af fjölmiðlum. Hvaðan þeir fá uppskriftina er svo annað mál. 

Skoðið, hlustið og ræðið málin!

 

 

Þakka þér fyrir komuna, og fyrir að hafa kynnt þér efni vefsíðunnar. Þú ert ekki einn þeirra sem ekkert vilja fræðast um málið. Vonandi hefur þú haft nokkurt gagn af lestrinum.

 

"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

Árni Magnússon handritasafnari 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 764866

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband