Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Einstein gengur aftur...
Ekki er annað að sjá en Einstein gangi aftur í þessu stutta myndbandi...
---
En þetta fagra fljóð sem nefnist Repliee Q1:
Ég er handviss um að þetta er stúlkan sem ég sá ganga á Laugaveginum í gær. Augun í henni voru svo undarlega fjarræn og seiðandi... Hver var þessi stúlka? Var hún hugsanlega af hinni nýju kynslóð sem kallast Android? Ný kynslóð? Hafa ekki Android verið á ferli síðan á þrettándu öld?
Android kallast mannvélar sem líta út og haga sér eins og ég og þú. Þær gætu þess vegna verið á sveimi hér og þar án þess að við gerum okkur grein fyrir því
Android er ekki nýyrði. Albertus Magnus (~1193-1280) notaði þetta orð yfir svona fyrirbæri sem hann smíðaði á sínum tíma. Um það má t.d. lesa hér.
Albert mikli, eða Albertus Magnus, hönnuður fyrstu android mannvélarinnar
Eins og sjá má á myndskeiðunum, þá virðist þessi tækni vera komin ótrúlega langt. Hvernig get ég verið viss um að þú sért raunverulega þú næst þegar ég mæti þér, eða er það kannski Android sem heilsar mér? En sjálfur ég?
Viltu sjá myndband sem náðist af Repliee Q1 heima hjá sér? Prófaðu hér.
Vísindi og fræði | Breytt 29.11.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Sjóðheitt: Hvaða læti eru þetta útaf ClimateGate...? Föstudagsvídeó í stríðum straumum í vikulokin...
Hvers vegna eru sumir í myndböndunum hér fyrir neðan svona ótrúlega æstir? Hvað gengur eiginlega á?
Hér eru fáein myndbönd frá erlendum fréttamiðlum. Á þeim má sjá að töluvert hefur verið fjallað um ClimateGate málið svokallaða erlendis, en af einhverjum ástæðum nánast ekkert hérlendis. Ætli Íslendingum sé bara ekki nokk sama um málið og fagni bara dálítilli hlýnun. Ekki veiti okkur af, eða hvað?
Skoðum nokkur sýnishorn. Fyrst smá hamagangur,svo léttmeti og síðan á aðeins skaplegri nótum.
Fyrst smá upphitun. Óttalega getur mönnum verið heitt í hamsi:
Æsingur í meira lagi hjá Ed Begley
...Svo á léttum nótum:
Söngleikurinn um Michael Mann
(Það er Mann sem gerði sitt besta til af afmá hlýindin miklu fyrir árþúsundi)
Glenn Beck fjallar á mannamáli um ClimateGate
og birtir nokkur sýnishorn
Dr. Tim Ball fjallar um innihald tölvupóstana frá sjónarhorni vísindamannsins
Að lokum:
Vísindamaðurinn sem átti að berja
Hér kemur m.a fram Dr. Pat Michaels sem varð fyrir undarlegri reynslu.
Í einum tölvupóstanna stendur nefnilega eftirfarandi (sjá hér):
Dear Phil [Jones],
I've known Rick Piltz for many years. He's a good guy. I believe he used
to work with Mike MacCracken at the U.S. Global Change Research Program.
I'm really sorry that you have to go through all this stuff, Phil. Next
time I see Pat Michaels at a scientific meeting, I'll be tempted to beat
the crap out of him. Very tempted.
I'll help you to deal with Michaels and the CEI in any way that I can.
The only reason these guys are going after you is because your work is
of crucial importance - it changed the way the world thinks about human
effects on climate. Your work mattered in the 1980s, and it matters now.
With best wishes,
Ben [Santer]
Satt er það, loftslagsmálin eru sjóðheit! Málið er þó grafalvarlegt, svo ekki veitir af að slá á aðeins léttari strengi...
Þá kemur að spurningunni: "Hvers vegna hefur þetta mál vakið svona litla athygli hérlendis? Hugsum við öll eins og hinn þekkti Alfred E. Neuman?
Njótið helgarinnar! Don't worry, be happy!
Vísindi og fræði | Breytt 30.11.2009 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Galdrabrennur og gjörningaveður - Myndband...
Getur verið að hlýindum fylgi velmengun og viska,
en fátækt og forheimskun kuldatímabilum?
Hvers vegna var forheimskunin svona mikil fyrir fimm hundruð árum?
Hvers vegna var fólk tekið af lífi í þúsundavís eftir að ofviðri skall á? Þessu er svarað í myndbandinu.
Dr. Sallie Baliunas fjallar í myndbandinu um galdrabrennur og fleira fyrr á tímum. Hún er stjarneðlisfræðingur að mennt og starfar við Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics.
Fróðleg grein:
Witchcraft, Weather and Economic Growth in Renaissance Europe
Vísindi og fræði | Breytt 27.11.2009 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Innbrotið í tölvukerfi Climatic Research Unit í Englandi, og hugsanlegar afleiðingar þess...
Sá fáheyrði atburður gerðist í síðustu viku að brotist var inn í tölvukerfi hinar heimsþekktu loftslagsrannsóknastöðvar Climatic Research Unit (CRU) og gríðarlegu magni af tölvupóstum og fleiri skjölum stolið.
Hugsanlega hefur einhver innanhúss staðið að þessum verknaði, eða þá einhver tölvuhakkari á internetinu, jafnvel í Rússlandi, því þar voru öll gögnin öllum aðgengileg í einhvern tíma.
Þetta eru um 150 Mb af gögnum með þúsundum skjala sem virðast vera aðgengileg öllum sem hafa geð í sér að skoða þau, en miðað við netheima undanfarna tvo daga virðast þeir vera allmargir. Gögnin virðast, eftir því sem fram hefur komið, vera ósvikin, en þó er aldrei að vita nema einhverju hafi verið breytt.
Ekki er hægt undir nokkrum kringumstæðum að mæla innbrotum í tölvukerfi annarra bót. Innbrot er alltaf innbrot og stuldur á tölvugögnum er þjófnaður eins og annar þjófnaður. Maður verður alltaf fyrir smá áfalli þegar fréttist af svona málum og fer að velta því fyrir sér hve tölvukerfi geta verið ótryggur geymslustaður. Maður verðu einnig hugsi yfir tilganginum. Getur hugsanlega verið að einhver innanhúss hafi hugsað svipað og "Litli Landsímamaðurinn" á sínum tíma og telji innbrotið því afsakanlegt. Hver sem tilgangurinn er, þá er erfitt að verja hann siðferðislega.
Meðal gagnanna var aragrúi tölvupósta milli vísindamanna undanfarinn áratug eða svo. Nokkur þessara bréfa hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga og verið fjallað um þau m.a. í greinum á vefsíðum og í greinum erlendra blaða. Þar komst undirritaður ekki hjá því að lesa innihald nokkurra þeirra og varð þá aftur brugðið. Eiginlega orðlaus. Maður á ekki að lesa annarra manna póst, en þegar úrdráttur er birtur á svona áberandi hátt og svona víða kemst maður ekki hjá því að lesa eitthvað af því sem þar stendur, þó ógeðfellt sé.
Það virðist nefnilega vera að heimur þessara vísindamanna sér ekki alveg flekklaus. Í þessu smá áfalli sem bloggarinn upplifði kom honum jafnvel augnablik fyrir sjónir sá heimur sem birtist í skáldsögu Michaels Chricton, State of Fear. Auðvitað alls ekki sambærilegt, og þó...
Í þessum pistli verður ekkert birt úr þessum bréfum, enda mjög óviðeigandi. Vilji menn lesa ítarlegri umfjöllun þá verða menn því að snúa sér annað, t.d. á þessar vefsíður:
DV: Rannsóknir á hitafarsbreytingum falsaðar.
Vísir: Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega.
Loftslag.is
The Telegraph Climategate: the final nail in the coffin of 'Anthropogenic Global Warming'?
BBC
The Guardian
Foxnews
Boston Herald
CBS
Reuters
UPI
AP/ABC
Wall Street Journal
Real Climate
The Reference Frame
Antony Watts
Bishop Hill
...
...
Umfjöllun er miklu víðar, enda hlýtur þetta mál að hafa eftirmála. Ekki bara vegna innbrotsins, heldur einnig vegna þess sem komið hefur í ljós úr innihaldi þeirra, samkvæmt því sem lesa má á ofangreindum vefsíðum. Ef mark er takandi á því sem birt hefur verið, þá hafa vinnubrögðin hjá umræddri stofnun ekki alltaf verið til sóma. Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur.
Eiginlega er maður orðlaus yfir þessum ósköpum öllum... Sjálfsagt verðum við að bíða í nokkra daga þar til rykið sem þessi atburður hefur þyrlað upp hverfur að mestu og menn ná áttum. Þangað til er varlegast að draga ekki of miklar ályktanir.
Vísindi og fræði | Breytt 24.11.2009 kl. 05:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
" Ragnarök - nei ! " Óvenjulegur fyrirlestur Monckton lávarðar í Cambridge. Myndband...
Það er ekki annað hægt en að dást að umhverfinu í Cambridge þar sem fyrirlestur Moncktons lávarðar, Apocalypse - No, um loftslagsmál er haldinn. Sjálfsagt eru Bretar sérfræðingar í að skapa svona hátíðlegt umhverfi í gömlum háskólabæ þar sem tradisjónirnar ráða ríkjum.
Myndbandið hefst á ljúfri tónlist þar sem lordinn gengur prúðbúinn milli fagurra bygginga áleiðis að fyrirlestrasalnum...
Í inngangi fyrirlestursins vitnar hann í Thomas Henry Huxley: "The improver of natural knowledge absolutely refuses to acknowledge authority, as such. For him, scepticism is the highest of duties; blind faith the one unpardonable sin."
Þetta er nokkuð langur fyrirlestur, en enginn verður svikinn af því að horfa og hlusta.
Góða skemmtun og góða helgi
Apocalypse-No eða Ragnarök-Nei
Stækka má myndina í fullan skjá með takkanum neðst hægra megin. Smella síðan á F11.
Einnig má horfa á myndina hér: http://video.google.com/videoplay?docid=5206383248165214524#
Auðvitað mega menn gjarnan segja álit sitt á lávarðinum og fyrirlestri hans, en bloggarinn ætlar að halda sig til hlés og leyfa Monckton að svara fyrir sig, enda er hann vel fær um það...
P.S. Vilji einhver hlusta á annan fyrirlestur Moncktons þá er hann hér.
---
(Hvað er þetta hér og hér !!! ??? Manni kemur til hugar State of Fear eftir Crichton).
Vísindi og fræði | Breytt 23.11.2009 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Fréttir af CLOUD tilrauninni hjá CERN sem fjallar um kenningu Henriks Svensmark um samspil geimgeisla, skýja og hitafars jarðar...
Séð inn í CLOUD hylkið þar sem tilraun verður gerð til að nota tilbúna "geimgeisla" til að búa til ský.
(Smellið þrisvar á myndina til að stækka hana).
Í nýju fréttablaði CERN frá 13. nóvember eru nokkrar fréttir af tilrauninni. Þar segir m.a:
"CERN is home to lots of experiments and collaborations. CLOUD is an experiment that uses a chamber to study the possible link between cosmic rays and cloud formation. The experiment is based at the Proton Synchrotron; this is the first time a high-energy physics accelerator has been used in the study of atmospheric and climate science. CLOUD's results could greatly modify our understanding of our planet's climate".
Sjá einnig greinina Happily CLOUDy hér.
Þar segir meðal annars:
"...Many experiments in the world are currently investigating the factors that may affect the planets climate but CLOUD is the only one that makes use of a particle accelerator. The proton beam that the PS provides is unique because it allows us to adjust the cosmic ray intensity. In this way, we can simulate the difference of particle flux in the atmosphere in going from the ground to the outermost layers of the stratosphere (a factor 100 more intense), explains Jasper Kirkby, CLOUDs spokesperson...".
"...Climate change is high up on the agenda of governments and experts worldwide. CLOUD has indeed the ambition to address this question too.
One of our collaborators from Leeds University in the UK, has developed a global model of the cloud processes that can affect the climate, explains Kirkby. Using the Leeds model, we will evaluate the climatic significance of any results that we find in CLOUD".
Fram kemur í viðtalinu hér fyrir neðan, að búast megi við fyrstu niðurstöðum á næsta ári.
Í viðtalinu koma fram Jasper Kirkby sem er í forsvari fyrir CLOUD tilrauninni og Markku Kulmala sem er prófessor við Helsinki háskóla og yfirmaður loftslagsvísindadeildarinnar þar.
Góða lýsingu Kirkby á tilrauninni er að finna hér.
Eldri pistlar um Henrik Svensmark og kenningar hans:
Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...
Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...
Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....
Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Al Gore fjallar um jarðhita af mikilli visku í nýlegum sjónvarpsþætti. Milljónir gráða í iðrum jarðar..!
Al Gore talar í viðtalinu um nokkurra milljón gráðu hita í iðrum jarðar ! Hann er þarna að kynna nýja bók sína í "Tonight Show" hjá NBC. Hann fræðir okkur einnig um að verið sé að þróa bora sem ekki bráðna við þann mikla hita sem er í jarðskorpunni. Hann segir þetta nýja tækni, sem eru merkilegar fréttir fyrir okkur hér á hjara veraldar sem vitum ekki hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi.
Til samanburðar þá er yfirborð sólar um 5.600 gráður, en hitinn í algengum 2ja km holum á Íslandi aðeins um 300 gráður. Íslendingar ættu að ráða þennan snilling hið snarasta. Er ekki einhver málkunnugur meistaranum?
Gaman að sjá hve mikill sérfræðingur Al Gore er orðinn á jarðhitasviðinu. Eins og allir vita, þá er hann ekki síðri sérfræðingur í loftslagsfræðunum.
Hlustið á Al Gore og heyrið með eigin eyrum hvað hann hefur að segja um jarðhitann:
--- --- ---
Sjá pistilinn: Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Þýðing á orðunum Accuracy & Precision...
"Þetta er mjög nákvæm mæling framkvæmd með nákvæmum mælitækjum". Eitthvað í þessa veru má stundum lesa.
Hvað þýðir að mæling sé nákvæm. Hvað þýðir það að mælitæki sé nákvæmt?
Þó svo að undirritaður eigi starfs síns vegna að vita svarið á hann erfitt með að svara vegna þess að í íslensku vantar hugtök sem ná yfir "accuracy" og "precision", en hvort tveggja er oft þýtt með sama orðinu "nákvæmni". Merking þessara útlendu orða er þó ólík.
Orðið "resolution" er einnig stundum þýtt sem nákvæmni þó svo að merkingin sé alls óskyld "accuracy" og "precision".
Orðið "nákvæmni" er því eiginlega vandræðaorð sem ruglar mann stundum í ríminu og gerir umfjöllun um t.d. mælingar ónákvæmar (Úff, þarna kom orðið óvart fyrir :-).
Tökum dæmi. Fyrir fáeinum árum fór ég í gamalgróna verslun og keypti forláta stafrænan hitamæli. Sölumaðurinn sagði að þetta væri mjög "nákvæmur" mælir sem sýndi 1/10 hluta úr gráðu. Eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvað hann átti við með að mælirinn væri "nákvæmur". Við stöðugt hitastig flöktir hann um næstum gráðu. Hann er sæmilega réttur við stofuhita, en sýnir um 2 gráðum of lágt við frostmark og er ennþá vitlausari þegar hitinn er lægri.
Skoðum þessi hugtök "accuracy", "precision"og "resolution" nánar og reynum að finna skynsamleg orð á íslensku fyrir þau.
Það getur verið góð byrjun að skoða tvær myndir af skotskífum. Hugsum okkur að góð skytta sé að skjóta í mark með tveim byssum.
Þegar hann notar fyrri byssuna (vinstra megin) dreifast kúlurnar meira og minna um miðju skotskífunnar, en lenda þó alls ekki langt frá miðju. Sigtið virðist vera nokkurn vegin rétt stillt, en gæti hugsanlega verið laust. Við getum sagt að "Accuracy" sé gott en "precision" lélegt. Hittnin er góð þrátt fyrir allt.
Þegar byssumaðurinn notar byssu númer tvö (hægra megin) kemur í ljós að kúlurnar lenda meira og minna á sama stað, en ekki í miðju skotskífunnar. Líklega er þetta ágætlega vel smíðuð byssa, en sigtið er skakkt og þarfnast kvörðunar. Eftir stillingu má reikna með að flestallar kúlurnar lendi í miðju skífunnar. Við getum sagt að "Precision" sé gott en "accuracy" lélegt. Byssan er þó samkvæm sjálfri sér.
"Precision" er gott en "accuracy" lélegt. Samkvæmd er góð.
|
"Accuracy" er gott en "precision" lélegt. Hittni eða nákvæmd er góð.
|
Yfirleitt er um að ræða eitthvað sambland af þessu tvennu.
Ef til dæmis hitamælir hagar sér eins og myndirnar á skotskífunni sýna, þá gæti meðaltal margra mælinga gefið nokkuð góða niðurstöðu í tilvikinu vinstra megin, en bætti nánast ekkert í tilvikinu hægra megin. Góður hitamælir þarf því að hafa bæði góða nákvæmd (eða hittni) og góða samkvæmd.
Mælingu með góða hittni eða nákvæmd (accuracy) getum við bætt með því að fjölga mælingum og taka meðaltal, en við getum ekki bætt mælingu með lélega samkvæmd (precision) á þann hátt. Það vill gleymast ef menn hafa ekki muninn á þessum hugtökum á hreinu.
Við mælingu táknar "accuracy" nálægð við rétt gildi (reference value), en "precision" endurtekningahæfileika (repeatability eða reproducibility) mælitækisins.
Í Íðorðapistlum Læknablaðsins er fjallað um þessi orð hér. Það segir í lokin:
"...Erfitt getur verið að ná fótfestu þegar almenn orð hafa verið tekin til sértækra nota. Það er vissulega nákvæmni, eða góð hittni, þegar mæling "hittir" á rétt gildi, en það er einnig nákvæmni þegar niðurstöður fleiri mælinga á sama fyrirbæri eru hver annarri líkar. Þess vegna er erfitt að ákveða hvoru hinna erlendu heita hæfi betur að nefnast nákvæmni á íslensku. Hliðarspor geta þá stundum bjargað. Eftir að hafa legið yfir Íslensku orðabókinni, Orðsifjabókinni og Samheitaorðabókinni fékk undirritaður þá hugmynd að stíga eitt slíkt hliðarspor til lítið notaðra, gamalla orðmynda og taka þá ekki afstöðu til "nákvæmni". Án þess að rekja þá sögu frekar er nú lagt til að accuracy, í merkingunni nálægð tiltekinna gilda við hin réttu, verði nákvæmd og að precision, í merkingunni samræmi tiltekinna gilda eða athugana, verði samkvæmd".
Þó svo að hér sé notuð byssa og skotskífa sem dæmi, þá eiga orðin alveg eins við um mælitæki. Stafræni hitamælirinn sem bloggarinn keypti um árið hefur vissulega góða upplausn (resolution) en hvorki góða hittni eða nákvæmd (accuracy) né góða samkvæmd (precision). Samt sagði sölumaðurinn að hann væri "nákvæmur" :-)
Engin mælitæki eru fullkomin og mælingar því síður. Hvers vegna eru skekkjumörk mælinga sjaldan gefin upp?
Eftir að við skiljum muninn á þessum hugtökum accuracy og precision, þá er að finna góð lýsandi íslensk orð.
Nú má prófa:
Accuracy: Hittni, nákvæmd ?
Precision: Samkvæmd ?
Resolution: Upplausn ?
Þetta gengur kannski, en hvað um þetta:
Accurate instrument: Hittið mælitæki ?
Accurate measurement: Hittin mæling ?
Precision instrument: Samkvæmt mælitæki ?
Precision measurement: Samkvæm mæling ?
Hvort er betra; hittni eða nákvæmd fyrir accuracy?
Bloggarinn er ekki alveg sáttur, en kannski venst þetta. Það er þó alveg nauðsynlegt í hans huga að finna og kynna góð íslensk orð fyrir þessi hugtök.
Ef við þekkjum muninn á "accuracy", "precision" og "resolution" þá getum við sagt og skrifað til dæmis: "Hitamælirinn er þokkalega nákvæmur, með góða hittni og sæmilega samkvæmd. Upplausnin er góð þó svo hún nýtist illa".
Þekkir einhver betri orð sem þýðingu á þessum orðum; accuracy, precision og resolution?
Ítarefni:
Wikipedia: Accuracy & Precision
Uppfært 16. nóv: Tillögur sem borist hafa um orð fyrir hugtökin accuracy, precision og resolution í mælitækni, tölfræði og öðrum skyldum sviðum: Accuracy: Hittni, nákvæmd, nákvæmni, markvissni, raunvissni, markleitni, hnitleitni, raunleitni... Precision: Samkvæmd, samkvæmni, hnitmiðni, samræmi, hnitmiðni, staðvisni, staðleitni, einsleitni... Resolution: Upplausn
Accurate instrument: Hittið tæki, nákvæmt, markvisst, hnitvisst, raunvisst, markleitið, hnitleitið, raunleitið... Accurate measurement: Hittin mæling, nákvæm, markviss, hnitviss, raunviss, markleitin, hnitleitin, raunleitin... Precision instrument: Samkvæmt tæki , hnitmiðað, staðvisst, staðleitið, einsleitið... Precision measurement: Samkvæm mæling, hniðmiðuð, staðviss, einsviss, staðleitinn, einsleitin...
Resolution: Upplausn
Í augnablikinu hugnast mér vel orðin markleitið og einsleitið. Þau eru mjög lýsandi. |
Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.
www.jonashallgrimsson.is
Vísindi og fræði | Breytt 10.1.2015 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 13. nóvember 2009
Hefur sjávarborð virkilega hækkað hraðar undanfarið? Ekki er það nú alveg víst...
Meðal sjávarborð mælt yfir alla heimskringluna með gervihnöttum.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hækkun sjávarborðs frá árinu 1992 til 2009. Skoðið vel breytingarnar í hækkun sjávarborðs. Hvað finnst þér lesandi góður, hefur sjávarborð verið að hækka hraðar undanfarið en á árum áður?
Þetta má skoða betur. Við getum látið tölvuna bera saman mælingar milli ára. Fundið mismuninn á sjávarstöðu t.d. fyrir júní í ár og júní í fyrra, maí í ár og maí í fyrra. Koll af kolli, ár fyrir ár. Þannig getum við á einfaldan hátt látið Excel sýna árlega hækkun sjávarborðs í tæpa tvo áratugi.
Þetta er gert á myndinni hér fyrir neðan. Hvað sérð þú út úr þessari mynd? Hefur sjávarborð hækkað hraðar undanfarin ár en á árum áður, eða er því kannski öfugt farið?
Nú er það svo, að til er fólk sem sér hlutina á annan hátt en venjulegt fólk. Svokallaðir sjáendur. Getur verið að einhverjir sjái annað úr þessum ferlum en bloggarinn sem sér ekki betur en að sjávarborð hafi hækkað hægar undanfarin ár en á árum áður. Bloggarinn sér ekki betur en verulega hafi hægt á þessari hækkun. Það verður þó að taka það fram að bloggarinn er ekki svo lánsamur að sjá það sem flestum er hulið.
Sjáendur og aðrir ófreskir vinsamlega gefi sig fram!
Annual change of global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The annual global sea level change is calculated as the difference between the average global sea level the last 12 months and the previous 12 months. The thick line represents the simple running 3 year average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 25 September 2009.
Click here to download the entire data series since 1992.
Click here to read about details of calibration.
Click here to read about data smoothing.
The 12-month global sea level change display significant variations over an aproximate 4 year period. These variations are superimposed on a general falling trend. Overall, since initiation of these satellite measurements, the 12-month sea level rise has decreased from about 4 mm/yr to about 3 mm/yr.
--- --- ---
Þessi mynd er frá vefsíðu University of Colorado þar sem mæligögn fyrir mælingar á sjávarborði frá gervihnöttum eru unnin og geymd. Gögnin sem ferlarnir ofar á síðunni eru teiknaðir eftir eru einmitt frá þessari stofnun. Takið eftir útliti ferilsins efst til hægri.
Grænlandsjökull bráðnar hraðar en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Glitský eru ákaflega fögur marglit ský - mynd...
Engu líkara en olíubrák sé á sjónum, en auðvitað er það bara glitskýið sem speglast þar.
Smella tvisvar á mynd til að stækka.
Myndin er tekin klukkan 08:37 18. febrúar 2005 frá Grandagarði á Canon 300D myndavél.
Sjá umfjöllun um glitský á Vísindavefnum
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 764870
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði