
Laugardagur, 15. janúar 2011
Til hamingju með daginn Axel Sölvason...!!!
Hinn síungi Axel Sölvason er orðinn áttræður. Hver skyldi hafa trúað því, maður sem lítur út fyrir að vera að minnsta kosti tíu árum yngri, og í viðkynningu áratugum yngri. Einn af þessum heppnu sem tíminn bítur ekki á. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvers vegna tíminn virðist hafa gleymt Axel. Axel er, og hefur allaf verið, mikill dellukall. Hann hefur stundað ýmiss konar flug, bæði utanfrá og innanfrá, flogið listflug og hringspólað í teygjustökki. Hann hefur verið í fjarskiptasambandi um víða veröld sem radíóamatör, ferðast um hálendið á sínum fjallabíl, stundað skytterí, og guð má vita hvað... Hann er enn að og verður örugglega um ófyrirsjáanlega framtíð, ef ég þekki hann rétt. Svona líf er líklega lykillinn að eilífri æsku. Ég óska Axel mínum gamla og síunga kunningja innilega til hamingju með áfangann.
Á myndinni er Axel Sölvason aðeins vinstra megin við miðju. Í ræðupúltinu er frægasti flugkappi Íslendinga, Þorsteinn E. Jónsson sem frægur varð fyrir afrek sín hjá Royal Air Force í síðari heimsstyrjöndinni og í Biafra. Milli Axels og Þorsteins er Ásgeir Long. Lengst til vinstri er Ingvar Þórðarsson, en milli hans og Axels eru Böðvar Guðmundsson og Ólafur Sverrisson. Myndina tók pistlahöfundur einhvern tíman á síðustu öld.
--... ... -- -.. . - ..-. ...-- --- --
|
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. janúar 2011
Undarleg fylgni milli kolsýrunnar og hitastigs. Hvað er að gerast...?
Þessi merkilega mynd er á vef prófessors Ole Humlum við Oslóarháskóla.
Á myndinni má sjá sambandið milli hitastigs lofthjúpsins og styrks CO2 síðan reglubundnar mælingar á CO2 hófust 1958.
Eitthvað merkilegt er að gerast.
Ferillinn ætti að vera sívaxandi frá vinstri til hægri, en það er hann alls ekki. Á síðustu árum fellur hitastigið með vaxandi styrk koldíoxíðs, CO2. Reyndar sést sama fyrirbærið einnig í byrjun ferilsins, þ.e. á árunum eftir 1958 þegar styrkur CO2 var miklu lægri en í dag.
Hvað segir Prófessor Ole Humlum um þetta fyrirbæri? Sjá neðst á síðunni hér.
Diagram showing HadCRUT3 monthly global surface temperature estimate plotted against the monthly atmospheric CO2 content according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii, back to March 1958. The red line is a polynomial fit with key statistics listed in the upper left part of the diagram. Last month incorporated in the analysis: October 2010 (inside red circle). Last diagram update: 22 December 2010.
The diagram above shows all HadCRUT3 monthly temperatures plotted against the monthly Mauna Loa CO2 values, since the initiation of these measurements in 1958. As the amount of atmospheric CO2 have risen steadily since 1958, although with annual variations, the oldest values of temperature and CO2 are plotted close to the left side of the diagram, and more recent values are progressively plotted towards the right side of the diagram.
By this, the diagram illustrates that the overall relation between atmospheric CO2 and global temperature apparently has changed several times since 1958.
In the early part of the period, with CO2 concentrations close to 315 ppm, an increase of CO2 was associated with decreasing global air temperatures. When the CO2 concentration around 1975 reached 325 ppm this association changed, and increasing atmospheric CO2 was now associated with rising global temperatures. However, when the CO2 concentration at the turn of the century reached about 378 ppm, the association changed back to that characterizing the period before 1975. Thus, since 2000, increasing concentration of atmospheric CO2 has again been associated with decreasing global temperature.
The diagram above thereby demonstrates that CO2 can not have been the dominant control on global temperatures since 1958. Had CO2 been the dominant control, periods of decreasing temperature (longer than 2-5 years) with increasing CO2 values should not occur. It might be argued (IPCC 2007) that the CO2 dominance first emerged around 1975, but if so, the recent breakdown of the association around 2000 should not occur, either.
Consequently, the complex nature of the relation between global temperature and atmospheric CO2 since at least 1958 therefore represents an example of empirical falsification of the hypothesis ascribing dominance on the global temperature by the amount of atmospheric CO2. Clearly, the potential influence of CO2 must be subordinate to one or several other phenomena influencing global temperature. Presumably, it is more correct to characterize CO2 as a contributing factor for global temperature changes, rather than a dominant factor.
The breakdown of the positive temperature-CO2 relation since about 2000 (diagram above) have now lasted 10-11 years. This suggests that the recent global temperature development might deviate significantly from previous short-lived (2-5 years) periods of cooling derived from oceanic and volcanic activity as seen several times between 1975 and 2000. There are two possibilities: 1) Global air temperatures may again begin to increase in a short while. 2) The recent development may represent the beginning of a more thorough and long-lasting cooling, perhaps similar to the cooling period after 1940. As usual, time will show what is correct.
Ekki vil ég reyna að bæta nokkru við þessi orð prófessorsins og ekki er við bloggarann að eiga ef einhverjum mislíkar hegðun náttúrunnar eða skrif Dr. Ole Humlum.
Hitamæligögn eru frá hinni virtu stofnun Climate Research Unit. CO2 gögn eru frá NOAA.
Sjá nánar síðuna Climate Reflections sem er einn kafli vefsíðunnar Climate4You.com
Á vef prófessors Ole Humlum er fjölmargt fróðlegt. M.a. er myndin sem er hér fyrir neðan þaðan.
Smella má tvisvar á myndir til að stækka
Um prófessor Ole Humlum
Smella hér til að sjá greinasafn prófessorsins
"Margt er skrýtið í kýrhausnum"
Vísindi og fræði | Breytt 10.1.2011 kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Sunnudagur, 2. janúar 2011
Goðsögnin Burt Rutan flugverkfræðingur sem er að smíða geimskipið Space Ship One - Myndband...
Burt Rutan flugverkfræðingur er lifandi goðsögn. Hann hefur hannað og smíðað margar óvenjulegar flugvélar og sýnt einstaka hugkvæmni. Meðal annars smíðaði hann Voyager sem flaug í einum áfanga umhverfis jörðina 1986, án þess að taka eldsneyti. Flugvélin var á lofti í 9 sólarhringa minnir mig. Nú er hann að smíða geimskip, þ.e. flugvél sem mun geta flogið með farþega út í geiminn. Space Ship One nefnist gripurinn eins og margir vita.
Burt Rutan er góður fyrirlesari. Hann hélt fyrirlestur fyrir flugáhugamenn á vegum Academy of Model Aeronautics þar sem hann fór yfir líf sitt, alt frá því hann byrjaði á því að fljúga flugmódelum - og setja met - þar til hann smíðaði Space Ship One. Myndbönd frá fyrirlestrinum eru hér fyrir neðan.
Burt Rutan hefur oft fjallað um hve mikilvægt er að vekja áhuga barna og unglinga á tækni og vísindum. Leyfa þeim að dreyma og gera síðar draum sinn að veruleika. Það gerði Burt einmitt. Draumur hans hefur svo sannarlega ræst... Hve margir draumar barna og unglinga skyldu eiga eftir að rætast? Líklega óteljandi.
Væntanlega verður meira fjallað um kappann síðar ef áhugi reynist vera fyrir hendi.
(Allan fyrirlesturinn má sjá í einu lagi á Vimeo hér http://vimeo.com/9864230 )
Burt Rutan 1 of 8 SpaceShipOne
Burt Rutan 2 of 8 Model Aircraft Competitions
Burt Rutan 3 of 8 Model Aircraft Competitions
Burt Rutan 4 of 8 Designing at Edwards AFB
Burt Rutan 5 of 8 First Home Built Airplane
Burt Rutan 6 of 8 BEDE aircraft
Burt Rutan 7 of 8 RAF Rutan Aircraft Factory
Burt Rutan 8 of 8 Scaled Composites
Hugurinn ber mann hálfa leið
Féttavefur íslenskra flugmódelmanna: www.frettavefur.net
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 30. desember 2010
Klárir hvítabirnir í knattspyrnu - myndbönd...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 26. desember 2010
Nóvembermánuður síðastliðinn var ekki sá hlýjasti, en beðið er eftir hitatölum fyrir árið 2010...
Í fréttum undanfarið hefur komið fram að nóvembermánuður hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Er það virkilega svo? Reyndar eingöngu samkvæmt mæligögnum frá einum aðila, þ.e. NASA-GISS.
Skoðum málið nánar, en látum nægja að skoða áratuginn sem er að líða því hann er talinn hafa verið einstaklega hlýr á heimsvísu. Hér fyrir neðan er rýnt í mæligögnin og vísað í frumheimildir:
(Talan 11 eftir ártalinu táknar alls staðar nóvember, en gildin eru afrituð beint úr frumheimildum).
---
Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliðni.
2000 12 0.04
2001 11 0.28
2002 11 0.36
2003 11 0.33
2004 11 0.26
2005 11 0.42
2006 11 0.30
2007 11 0.17
2008 11 0.28
2009 11 0.50
2010 11 0.38
http://vortex.nsstc.uah.edu/
http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt
---
Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliðni.
2000 11 0.021
2001 11 0.331
2002 11 0.306
2003 11 0.366
2004 11 0.263
2005 11 0.363
2006 11 0.240
2007 11 0.131
2008 11 0.216
2009 11 0.328
2010 11 0.312
ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt
---
Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá CRU (Climate Research Unit í Bretlandi) voru nóvember 2009, 2006, 2005, 2004 og 2001 hlýrri en sá nýliðni:
1998/11 0.351
1999/11 0.210
2000/11 0.150
2001/11 0.506
2002/11 0.393
2003/11 0.428
2004/11 0.526
2005/11 0.483
2006/12 0.523
2007/11 0.269
2008/11 0.393
2009/11 0.448
2010/11 0.431
http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/diagnostics/global/nh+sh/monthly
---
Samkvæmt NOAA (National Oceanic Atmospheric Administration) þá var nóvember 2004 hlýrri en nýliðinn nóvember. Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.
2000 11 0.1885
2001 11 0.6461
2002 11 0.5693
2003 11 0.5370
2004 11 0.7247
2005 11 0.6817
2006 11 0.5942
2007 11 0.4716
2008 11 0.6013
2009 11 0.5845
2010 11 0.6943
ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat
---
NASA-GISS (Goddard Institute for Space Studies) segir aftur á móti að nóvember hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga, - en skoðum árið nánar:
Janúar síðastliðinn var kaldari en 2007, 2005 og 2002.
Febrúar var kaldari en 1998.
Mars var kaldari en 2002.
Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Maí var kaldari en 1998.
Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.
Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.
Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.
September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.
Október var kaldari en 2005 og 2003.
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Hvernig skyldi þá allt árið verða?
http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt
---
Innan skamms mun ef að líkum lætur NASA-GISS tilkynna að árið 2010 hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það getur vel farið svo að þeir verði einir um þá skoðun, því mælingar NASA-GISS eru af einhverjum ástæðum vel fyrir ofan það sem aðrar stofnanir mæla, hver sem ástæðan er.
Hitaferla fyrir síðustu 30 ár frá öllum þessum aðilum má sjá efst á síðunni. Myndin er fengin hér. Nóvember síðastliðinn er kominn inn.
Hitaferlarnir eru unnir úr sömu gögnum og vísað er til hér að ofan og hafa ekkert verið teygðir eða togaðir til. Þeir gefa því rétta mynd af síðastliðnum rúmum 30 árum.
Eftirtektarvert er hve sveiflur eru miklar, bæði upp og niður.
Svarta línan er 37 mánaða meðaltal allra ferlanna, þ.e. hver punktur er meðaltal 18 fyrri mánaða plús 18 næstu mánaða. Sjá hér.
Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.
Það er misjafnt hvað menn lesa úr svona hitaferli, en hér er það sem bloggarinn sér:
Lægðin um 1992 stafar væntanlega af eldgosinu mikla í Mt. Pinatubo árið 1991.
Hitatoppurinn árið 1998 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.
Hitatoppurinn árið 2010 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.
Hitastigið hefur fallið mjög hratt á síðustu mánuðum. Mun væntanlega halda áfram að falla, en hve mikið er ómögulegt að segja.
Erfitt er að greina nokkra hækkun eða lækkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999 má þó sjá hækkun. Eftirtektarvert er að þessi hækkun hitastigs á sér stað á fáeinum árum.
IPCC hefur spáð verulegri hækkun hitastigs fram til ársins 2100. Segjum að miðgildið sé um 3°, en það jafngildir um 0,3° á áratug. Vilji menn bera saman t.d. E-Nino hitatoppana árin 1998 og 2010 þá væri eðlilegt að taka tillit til þessa spádóma. Væru hitatopparnir álíka öflugir, þá ætti toppurinn 2010 að vera rúmum 0,3 gráðum hærri en toppurinn 1998, en ekki er að sjá annað en hann sé ívið lægri.
Að sjálfsögðu lesa aðrir annað en bloggarinn úr þessum hitaferlum, og ekkert óeðlilegt við það.
Nú hefur virkni sólar farið mjög hratt minnkandi á undanförnum mánuðum eftir að virkni hennar fór vaxandi á síðustu öld. Vonandi mun það ekki hafa mikil áhrif á hitastigið, en samt er það svo að á tímum sem sólin hefur verið lítið virk á undanförnum öldum hefur verið kalt. Kannski bara tilviljun. Vonandi á sagan ekki að endurtaka sig, því kuldinn er slæmur. Honum fylgir uppskerubrestur, hafís hungur, sjúkdómar og jafnvel styrjaldir og mannfellir. Hugsanlega mun losun manna á koltvísýringi vinna á móti hugsanlegri hitalækkun... Höfum ekki áhyggjur af þessu í dag því um þessi mál veit enginn með neinni vissu.
---
Eftirfarandi skýringar standa fyrir neðan myndina sem fengin var að láni frá Climate4you vefsíðunni sem haldið er úti af prófessor Ole Humlum (greinar) hjá Oslóarháskóla:
Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.
It should be kept in mind that satellite- and surface-based temperature estimates are derived from different types of measurements, and that comparing them directly as done in the diagram above therefore in principle is problematical. For that reason, in the analysis below these two different types of global temperature estimates are compared to each other. However, as both types of estimate often are discussed together, the above diagram may nevertheless be of interest. In fact, the different types of temperature estimates appear to agree quite well as to the overall temperature variations on a 2-3 year scale, although on a short term scale there may be considerable differences.
All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation.
Gleðileg jól
Vísindi og fræði | Breytt 28.12.2010 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 20. desember 2010
Almyrkvi tunglsins á vetrarsólstöðum 2010 og Bergþór í Bláfelli...
Vonandi verður veður hagstætt á íslandi til að njóta tunglmyrkvans sem verður í hámarki klukkan 8:17 í fyrramálið. Almyrkvinn stendur þó yfir milli klukkan 7:40 og 8:54, eiginlega á þeim tíma sem landsmenn fara til vinnu.
Í þetta sinn er almyrkvinn merkilegur atburður, því almyrkva á tungli hefur ekki borð upp á vetrarsólstöður síðan árið 1638, og næst verður það ekki fyrr en árið 2094. Hvað sem því líður, þá eru vetrarsólstöður einn merkilegasti tími ársins, því þá fer daginn að lengja aftur og í hjörtum okkar fer að birta á nýjan leik. Við förum jafnvel að láta okkur dreyma um vorið...
Eiginlega er þessi mynd eins konar fjólublár draumur. Hún er tekin sunnudaginn 19. desember 2010, þ.e. tveim dögum fyrir vetrarsólstöður. Klukkan var ekki nema hálf fjögur, en samt var sólin ný gengin við viðar. Máninn var mættur til leiks.
Blái bjarminn er skuggi jarðar, en fjólublái eða bleiki liturinn ofar á himninum birta sólar sem var nýgengin til viðar. Á myndinni faðmast dagurinn og nóttin og renna saman í eitt.
Var einhver á sveimi í töfrabirtunni þegar dagur og nótt runnu saman?
Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við bæjardyrnar í Haukadal. Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans. Bóndi fór eftir þessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera. Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli. Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná. Þar heitir nú Bergþórsleiði. Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina.
Gamlir pistlar skrifaðir af svipuðu tilefni:
Föstudagur, 22. desember 2006 Vetrarsólstöður, og sólin áfram í ham næstu árin...
Laugardagur, 22. desember 2007 Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja
Laugardagur, 20. desember 2008 Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...
Mánudagur, 21. desember 2009 Sólstöður í dag og dagurinn hænufeti lengri á morgun - Undarleg mynd...
Gleðileg Jól
Vísindi og fræði | Breytt 24.12.2010 kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 18. desember 2010
Vetrarríki: Bretar orðnir vantrúaðir á hnatthlýnun...
Enn og aftur snjóar á Bretlandseyjum og ríkir þar vetur konungur í öllu sínu veldi. Nú orðið er varla hægt að telja þá eyjaskeggja á fingrum annarrar handar sem trúa á hnatthlýnun, og skyldi engan undra. Spáð er hvítum jólum...
Þó þetta sé fyrir marga dauðans alvara því samgöngur hafa lamast og víðast hvar eru húsin illa einangruð, er vonandi í lagi að slá á létta strengi áður en vísað er til nýjustu frétta neðst á síðunni.
Whatever happened to Global Warming aye?
Armstrong & Miller show, BBC


Snow and ice bring travel chaos to UK
Flights cancelled and drivers hit by holdups as heavy snowfall and falling temperatures disrupt Christmas getaway
Heavy snow and freezing conditions returned to Britain today with travel chaos expected over the weekend as forecasters predict more snow.
Britain's second largest airport, Gatwick, warned it might be forced to close and easyJet said tonight it was suspending flights there between 6am and 10am, coinciding with an expected snowstorm.
Some parts of England are expected to be hit with between 25cm and 30cm of fresh snow, just as many up and down the country begin the big Christmas getaway...
--- --- ---

Skyldi þessum mótmælendum verða að ósk sinni?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 14. desember 2010
Ótrúlegar kvikmyndir af geimskutlunum...
Í hvert sinn sem geimskutlunni er skoti á loft eru yfir 125 hágæða kvikmyndavélar notaðar af verkfræðingum NASA til að fylgjast með skotinu í návígi. Nú, þegar til stendur að leggja geimskutlunum, hefur verið safnað saman hinu besta úr öllu þessu gríðarlega magni kvikmynda sem til er. Matt Melis flugverkfræðingur (aerospace engineer) hjá NASA útskýrir það sem fyrir augu ber á mjög greinargóðan hátt. Í kynningunni segir: This compilation of film and video presents the best of the best ground-based Shuttle motion imagery from STS-114, STS-117, and STS-124 missions. Rendered in the highest definition possible, this production is a tribute to the dozens of men and women of the Shuttle imaging team and the 30yrs of achievement of the Space Shuttle Program. Þetta er nokkuð langt myndband, heilar 45 mínútur. Í fyrstu myndunum sjást eldflaugahreyflarnir í návígi, en myndbandið endar á myndum sem teknar eru með einum bestu linsum sem til eru af flugi geimskutlunnar upp í himinhvolfið. Þó myndbandið sé langt, þá er óhætt að mæla með því. Sérstaklega fyrir þá sem áhuga hafa á tækni og vísindum. Þegar horft er á goshverfla geimskutlunnar í návígi rifjast upp tilfinningin sem fer um mann þegar staðið er nálægt öflugri gufuholu sem blæs milljónum watta upp frá iðrum jarðar... Auðvitað má horfa á myndbandið í nokkrum áföngum ef mönnum finnst það í lengra lagi, en best er að smella á myndflötinn og stækka hann upp í fulla skjástærð, því gæði myndbandsins eru mikil.
Þesss má geta að Matt Melis verkfræðingur hjá NASA og kynnir myndbandsins hefur haldið fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík. Sjá hér.
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 11. desember 2010
Falleg mynd frá gervitungli af snævi þöktu Skotlandi og Englandi 8. desember...
Þessi fallega mynd sýnir snævi þakið Skotland 8. desember síðastliðinn. Ekki er eins mikill snjór núna á Englandi og var fyrir nokkru og heldur farið að hlýna.
Smellið nokkrum sinnum á myndina til að skoða risastórt eintak.
Svona mikill snjór er ekki algengur á þessum slóðum, en kemur fyrir. Á dögum Dickens var hann þó algengari. Skyldi veðurfarið vera að breytast aftur og líkjast því sem Dickens lýsir í jólasögunni Christmas Carol? Hver veit? Ekki veit ég... Við skulum bara vona að náttúran fari áfram mildum höndum um okkur og frændur okkar á Bretlandseyjum eins og undanfarin ár...
Af vefsíðu Earth Observatory:
Snow lingered in Great Britain and Ireland on December 8, 2010. The Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer (MODIS) on NASAs Aqua satellite captured this natural-color image the same day.
Snow extends from Northern Ireland southward past Dublin, and from Scotland southward into England. Snow cover stops short of London; the white expanses in that area are clouds. Snow and clouds present an almost uniform white to the satellite sensor, but clouds can be distinguished from the underlying snow by their billowy shapes and indistinct margins. Rugged hills and gray-toned urban areas interrupt the snow cover, especially in northern England.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7. desember 2010
Falleg hreyfimynd af sólinni frá því gær...
Þessi einstaka mynd var tekin með Solar Dynamics Observatory gervihnettinum 6. desember.
Það getur tekið nokkra stund að hlaða myndinni inn, en það er vel þess virði að bíða.
Svo er bara að njóta !
Laugardagur, 20. nóvember 2010
Einstaklega skýr stefnumál frambjóðanda til stjórnlagaþings - Hver er maðurinn...?
Stefnumálin eins frambjóðanda til Stjórnlagaþingsins þykja mér mjög skynsamleg og skýr, og tek ég mér því bessaleyfi afrita þau af vefsíðu hans og birta hér fyrir neðan.
Hver þessi frambjóðandi er kemur fram neðst á síðunni, en stefnumál hans hefjast á þessum orðum:
"Ef menn vilja móta sér stefnu til að hafa áhrif á eitthvað sem betur má fara, ber fyrst að athuga hverjir þeir þættir eru sem þarf að bæta. Síðan hvernig má gera það..."
Stefnumál "Ef menn vilja móta sér stefnu til að hafa áhrif á eitthvað sem betur má fara, ber fyrst að athuga hverjir þeir þættir eru sem þarf að bæta. Síðan hvernig má gera það. Þá er rétt að byrja a því að íhuga hvað það er sem stór hluti almennings a Íslandi er óánægður með í íslensku stjórnarfari. Það þarf ekki vísindalega skoðanakönnun til að skynja óánægju almennings með íslenska stjórnsýslu. Þættirnir sem fólk er óánægt með virðast einkum eftirfarandi:
Jafn atkvæðisréttur- tvær leiðir Landið eitt kjördæmi Einmenningskjördæmi byggð á fólksfjölda Í báðum þessum dæmum, það er landið sem eitt kjördæmi eða fleiri einmenningskjördæmi með jafnan fólksfjölda að baki, gætu allir sem hefðu einhver lágmarksstuðning boðið sig fram hvort sem væri á vegum stjórnmálaflokks eður ei. Í báðum tilfellum myndi þetta væntanlega stuðla að betri blöndun sjónarmiða a þingi heldur en gerist þegar kosið er um flokkslista i kjördæmunum sem flokksforystur hafa raðað upp. Kjósa fólk úr mismunandi flokkum Reyndar mætti nota báðar aðferðirnar, kjördæmakosningu til þings en landið eitt kjördæmi er kosinn væri forseti eða forsætisráðherra (ef sú leið væri valin). Ráðherraræði Þrískipting valds Neitunarvald forseta Mannréttindi Öryggismál Ísland er i NATO og nýtur samningsbundinnar verndar þess, en sú vernd er ekki eins traust og hún var á meðan ekki var hægt að hertaka landið án þess að lenda i vopnuðum átökum við bandaríkjaher. Ný stjórnarskrá þarf að leggja einhverjar skyldur a stjórnvöld um að hyggja að öryggismálum. Sagan sýnir að það er engin vörn í að vera með yfirlýst ævarandi hlutleysi og enga tryggingu um hervernd. Þetta sönnuðu bæði Jörundur hundadagakonungur á sínum tíma og breska herstjórnin í maí 1940. Langflestir íslendingar vörpuðu öndinni léttar er þeir sáu að það var breskur en ekki þýskur her sem gekk hér á land. Herlaust hlutlaust land utan herverndar öflugri ríkja eða bandalaga getur hvaða herveldi sem er tekið hvenær sem er. Ef til hernaðarátaka kemur engu að síður sem geta valdið skaða á Íslandi er nauðsynlegt að hér sé sá viðbunaður til almannavarna sem við höfum efni á og viljum kosta til. Sá viðbunaður kemur einnig að miklu leyti að gagni í náttúruhamförum en þar hafa almannavarnir og hjálparsveitir staðið sig einstaklega vel. Sem betur fer hafa einungis hamfarir af völdum náttúrunnar en ekki hernaðar valdið íslendingum búsifjum undanfarna áratugi, en ekki má gleyma því að á skammri stundu geta umskipti orðið í alþjóðamálum. Svo má heldur ekki gleyma því að ógn sem aldrei þurfti að gera ráð fyrir áður er nú ekki óhugsandi en það eru hugsanleg hryðjuverk. Eignarhald auðlinda Endist framkvæmdin eða mannvirkið lengur og séu tekjurnar sem skapast óbreyttar stóreykst hagnaðurinn sem skilar sér út endingatímabilið. Endurnýjanlegar auðlindir endast um aldir ef ekki til eilífðar og mala þá eigendum sínum gull um langa framtíð. Ein skilgreining á sjálfbærri þróun er að núlifandi kynslóð skili ekki rýrari afkomu til komandi kynslóða heldur en að hún sjálf nýtur. Ef við viljum að afrakstur endurnýjanlegra auðlinda okkar skili sér til fulls til afkomenda okkar, er áríðandi að ganga þannig frá eignaraðild auðlindanna að arðurinn af nýtingu þeirra skili sér til landsmanna. Því er mikilvægt að fyrirkomulag þar að lútandi, á einn eða annan hátt sé tryggt . Því væri stjórnarskráratriði þar að lútandi mikilvægt. Sjá grein."
Hann er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.
Facebook er hér. Æviágrip eru hér.
|
Vísindi og fræði | Breytt 6.12.2012 kl. 21:55 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 14. nóvember 2010
Algjört hrun kolefnismarkaðar í Bandaríkjunum...
Chicago Climate Exchange hefur verið lokað. Ástæðan er algjört hrun á kolefnismarkaði. Lokaverð var 5 cent á tonn.
Eiginlega er merkilegt hve lítið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum. Getur verið að ástæðan sé sú að áhugi manna á þessum málum hafi einnig hrunið? Kannski er þetta ekki neitt stórmál. Kannski var þetta bara loftbóla og slíkar bólur enda alltaf með því að springa. Við skulum því ekkert vera að eyða mikið fleiri orðum í þetta.
Rest in Peace Chicago Climate Exchange (RIP CCX).
---
Steve Milloy. Pajamas Media 6. nóvember 2010:
"Global warming-inspired cap and trade has been one of the most stridently debated public policy controversies of the past 15 years. But it is dying a quiet death. In a little reported move, the Chicago Climate Exchange (CCX) announced on Oct. 21 that it will be ending carbon trading the only purpose for which it was founded this year.
At its founding in November 2000, it was estimated that the size of CCXs carbon trading market could reach $500 billion. That estimate ballooned over the years to $10 trillion.....). Meira hér.
Wikipedia: Chicago Climate Exchange.
The Telegraph 13. nóvember. Christopher Brooker: The climate change scare is dying, but do our MPs notice?
"...Nothing more poignantly reflects the collapse of the great global warming scare than the decision of the Chicago Carbon Exchange, the largest in the world, to stop trading in "carbon" buying and selling the right of businesses to continue emitting CO2.
A few years back, when the climate scare was still at its height, and it seemed the world might agree the Copenhagen Treaty and the US Congress might pass a "cap and trade" bill, it was claimed that the Chicago Exchange would be at the centre of a global market worth $10 trillion a year, and that "carbon" would be among the most valuable commodities on earth, worth more per ton than most metals. Today, after the collapse of Copenhagen and the cap and trade bill, the carbon price, at five cents a ton, is as low as it can get without being worthless..." Meira hér.
Takið eftir hvað stendur efst á myndinni:
"The World's First and North America's Only
Greenhouse Gas Emission Registry, Reduction, & Trading Syatem"
Í töflunni má sjá: Lokaverð $0.05 eða 5 cent á tonn.
Svona fór um sjóferð þá. Sjálfsagt hafa margir tapað á þessu ævintýri, en fáeinir kolefnisgreifar grætt vel...
Pax vobiscum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 13. nóvember 2010
Eldgos á Íslandi af mannavöldum...?
Logandi standa í langri röð, ljósin á gígastjaka... kemur óneitanlega í hugann þegar myndin er skoðuð, en svo stendur í Áföngum Jóns Helgasonar. Er þetta eldgos sem sést undir stjörnubjörtum næturhimninum? Líklega er þetta fyrirbæri af mannavöldum, svo varla getur það verið eldgos. En hvað er það sem nær að lýsa upp himininn eins og gos úr eldsprungu? Auðvitað er þetta ljósbjarminn frá gróðurhúsum. Það sáu auðvitað allir strax...
En tilefnið með þessum pistli er að minna á það sem kallast ljósmengun, en fjallað var um vandamálið í pistli fyrir ári: Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli. Það er þó ekki ljósmengun frá gróðurhúsum sem fer mest í hinar fínu taugar bloggarans, heldur algjörlega óþörf ljósmengun frá sumarbústöðum. Stundum telja menn að gott sé að hafa útiljós kveikt í öryggisskyni, þ.e. til að minnka líkur á innbrotum. Ljós sem síloga draga þó athygli að mannvirkinu sem ætlunin var að verja, en mun áhrifameira er að hafa ljós sem kvikna við merki frá hreyfiskynjara, en eru að öllu jöfnu slökkt. Nágrannar verða þá varir við mannaferðir, og hinir óboðnu gestir hörfa. Hvers vegna að hafa kveikt á útiljósum þegar enginn er útivið?
Eigendur sumarbústaða: Slökkvið útiljósin þegar enginn er við, og helst einnig þegar enginn er utandyra. Takið tillit til nágranna ykkar sem vilja geta notið þess sem fallegar vetrarnætur hafa upp á að bjóða, þ.e. tindrandi stjörnur og norðurljós! Verið ekki hrædd við myrkrið!
Myndin er tekin 9. október 2010 klukkan 22:10. Myndin var lýst í 30 sekúndur. Ljósop 3,5. ISO 1600. Bjarta stjarnan er Júpíter. Einstaklega stjörnubjart var þegar myndin var tekin. Jafnvel má sjá móta fyrir Vetrarbrautinni á myndinni.
|
Vísindi og fræði | Breytt 4.12.2017 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. nóvember 2010
Ágúst Valfells verkfræðing á stjórnlagaþing...
sem býður sig fram til Stjórnlagaþings.
www.AgustValfells.is
-
Ágúst er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.
Ágúst skrifar eftirfarandi kynningu á forsíðu vefsíðu sinnar: Ég hef löngum látið mig þjóðmál varða og tel að endurbæta þurfi stjórnarskrána til að tryggja enn betur lýðræði og velferð í landinu.
Vefsíða Ágústar Valfells, www.AgustValfells.is, er áhugaverð og má þar m.a. kynnast nánar stefnumálum hans.
Gaman er að lesa þar kveðskap um íslenska efnahagssögu sem hann nefnir Urður, Verðandi og Skuld, en það voru skapanornirnar þrjár er réðu fortíð, nútíð og framtíð.
|
Á Stjórnlagaþing væri mikill fengur að fá fulltrúa með þá víðsýni og reynslu sem Ágúst býr yfir
Meira hér:
og hér á Facebook
Númer á kjörseðli
6164
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. október 2010
Góð grein Styrmis í Sunnudagsblaði Moggans: "Við búum í sjúku samfélagi"...
Styrmir Gunnarsson skrifar einstaklega góða grein í Sunnudagsblað Morgunblaðsins í dag 31. október. Ég er svo hjartanlega sammála, að ég tek mér bessaleyfi og birti hana alla hér fyrir neðan. Vona að mér fyrirgefist að biðja ekki um leyfi. Ábyrgðarmaður þessa pistils þakkar Styrmi fyrir góða grein sem full ástæða er til að vekja athygli á. Ekki síst á greinin erindi til okkar sem skrifa bloggpistla. Leturbreytingar eru á ábyrgð bloggarans og eru gerðar til að auðvelda lestur af skjá og um leið leggja áherslu á það sem bloggaranum finnst rauði þráðurinn í greininni. Áður hefur verið fjallað hér um grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem nefnist "Ætlarðu að segja af þér". Að sumu leyti er þar fjallað um hliðstætt efni og í grein Styrmis. Sjá hér. Greinin Styrmis er hér á bls. 26 í Morgunblaðinu 31. október 2010 (Sunnudagsmogganum).
Við búum í sjúku samfélagi ![]() Við Íslendingar horfum til Færeyja úr fjarlægð og sjáum þess vegna kannski betur en þeir sjálfir styrkleika þeirra og veikleika. Viðbrögð Færeyinga við hruninu á Íslandi gleymast aldrei, alla vega ekki núlifandi kynslóðum Íslendinga. Slíkur var drengskapur þeirra. En um leið er það áleitin spurning, hvort við sjáum ekki sjálf okkur með einhverjum hætti í færeysku samfélagi. Við erum líka fá, þótt við séum fleiri en Færeyingar. Við höfum líka lengst af búið við mikla einangrun, þótt hún hafi verið rofin hér eins og þar á seinni áratugum. Viðbrögðin í Færeyjum við samkynhneigð nú voru þau sömu og á Íslandi fyrir hálfri öld. Sú spurning hefur leitað á mig undanfarin misseri, þegar ég hef fylgzt með umræðum hér á Íslandi um okkar eigin málefni, hvort við búum í sjúku samfélagi, hvort fámennið og sú hugmyndalega einangrun, sem við búum enn við þrátt fyrir öll samskipti út og suður, hafi sýkt samskipti fólks með svo alvarlegum hætti, að erfitt verði að brjótast út úr því. Stundum fæ ég bréf frá fólki, sem ég þekki ekki, vegna skrifa minna hér í Morgunblaðið og að nokkru leyti einnig vegna skrifa á lítinn vefmiðil, sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, höldum úti um málefni Íslands og Evrópusambandsins og nefnist evrópuvaktin.is. Þegar ég hóf skrif þessa pistils á fimmtudagsmorgni fékk ég bréf frá einum lesanda Evrópuvaktarinnar, sem kallaði mig og mína skoðanabræður í ESB-málum nánast »hyski«. Ég svaraði bréfinu kurteislega, kvaðst tilbúinn til skoðanaskipta og rökræðna um ESB og Ísland en það væri óneitanlega erfitt ef bréfritari liti á mig sem »hyski«, sem ætti að hafa sig á brott frá Íslandi. Til baka kom kurteislegt svar, sem sýndi að bréfritaranum var ofboðið vegna ástandsins í því samfélagi, sem við búum í, og átti erfitt með að sjá einhverja útleið og gerði sér alveg grein fyrir að eðlilegt væri að við töluðum saman á annan hátt, þótt skoðanamunur væri til staðar um Evrópumál. Umræðuvenjur okkar Íslendinga eru vísbending um, að við búum í sjúku samfélagi. Við stöndum ekki úti í miðjum drullupolli, ef þá er einhvers staðar að finna, og köstum drullu í vegfarendur. En við gerum það ef við setjumst niður og skrifum greinar í blöð eða á vefmiðla, tölvupóst eða nýtum aðra þá samskiptatækni, sem nútíminn býður upp á. Af hverju þetta stöðuga skítkast í annað fólk? Af hverju er ekki hægt að ræða um sameiginleg málefni lands og þjóðar án þess að hafa uppi persónulegar svívirðingar um nafngreinda einstaklinga? Vinsælasta fréttaefnið er um meintar ávirðingar einhverra einstaklinga. Vilji menn ná eyrum ljósvakamiðla sérstaklega en dagblöð ekki undanskilin er eina örugga leiðin til þess að nota nógu sterk orð um náungann. Bloggskrif eru kapítuli út af fyrir sig að ekki sé talað um nafnlaus bloggskrif. Þeir sem gera tilraun til að ræða um málefni út frá efnislegum forsendum en ekki á persónulegum nótum ná sjaldnast athygli. Það er sennilega rangt hjá mér að telja umræðuhætti okkar vísbendingu um að við búum í sjúku samfélagi. Líklegra er að sá sjúkdómur sé staðreynd. Hann hefur búið um sig, vaxið og dafnað í fámenninu og myrkri hugans og brýzt fram með þeim hætti að það er einungis þriggja kosta völ: vaða út í drullupollinn og taka þátt í skítkastinu, draga sig í hlé og loka sig inni í eigin músarholu eða flytja af landi brott eins og margir ungir Færeyingar og Íslendingar vilja helzt gera. Hér er um að ræða sálrænt vandamál heillar þjóðar. Þegar einstaklingur á við alvarleg sálræn vandamál að stríða hefur það áhrif á líðan hans og hegðun. Þegar heil þjóð á við slíkan vanda að etja hefur það sömu áhrif. Fólki líður illa og skeytir skapi sínu á náunganum og þjóðin sem slík kemst ekkert áfram, að ekki sé talað um að vinna sig upp úr öldudal af einhverjum krafti. Það er orðið tímabært að við sem þjóð og samfélag ræðum þetta vandamál opið og af hreinskilni. Og gerum tilraun til að rífa okkur upp úr þeim farvegi, sem við erum í. Við getum hneykslast á þröngsýni og lokuðum heimi nokkurra Færeyinga varðandi samkynhneigð en það mundi skila meiri árangri ef við reyndum að gera okkur grein fyrir því að við höfum sjálf lokað okkur inni í lokuðum og þröngum heimi, sem er ekki frýnilegur þegar litið er inn í hann utan frá. Gamall samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu, Matthías Johannessen, sagði stundum að það yrði að stinga á kýlinu og hleypa greftrinum út. Það þarf íslenzkt samfélag að gera, stinga á kýlinu og láta gröftinn vella út. Það er haft orð á þessu hér vegna þess, að sálræn hreinsun af þessu tagi er forsenda fyrir því að þjóðin nái sér á strik eftir hrun. Getur RÚV ekki tekið upp vikulegan þátt, þar sem fjallað er um sálræn vandamál hins íslenzka samfélags, umræðuhætti þjóðarinnar og aðra ósiði og sjá, hvort slík umfjöllun getur ekki leitt okkur af braut sundrungar og mannorðsmorða til sátta og samstöðu?
|
--- --- ---
Aðeins málefnalegar athugasemdir sem skrifaðar eru án skætings og undir fullu nafni verða birtar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 24. október 2010
Rafeindahernaður - Electronic Warfare - er raunveruleg ógn við innviði landsins...
Með meiri ógnunum sem steðja að nútímaþjóðfélögum er rafeindahernaður. Er þá ekki átt við tiltölulega meinlausar árásir tölvuhakkara á vefsíður fyrirtækja og stofnana, heldur árásir erlendra leyniþjónusta og jafnvel hryðjuverkasamtaka á innviði þjóðfélagsins, svo sem raforkuver og símakerfi. Reyndar stendur hugtakið rafeindahernaður, eða "Electronic Warfare", fyrir töluvert breiðara svið en skemmdaverk og árásir með hjálp tölvuvírusa, Trójuhesta og tölvuorma, þar sem það nær einnig yfir það að trufla radíófjarskipti o.fl. með rafsegulbylgjum. Þetta er dauðans alvara eins og t.d. þessi auglýsing Bandaríkjahers eftir sérfræðingum bendir til. Hugtakið "Cyber Warfare" nær ef til vill betur yfir það sem þessi pistill fjallar um. Sjá umfjöllun um Cyberwarfare á Wikipedia hér. Mörkin milli Electronic Warfare og Cyber Warfare eru þó ekki skýr. Hér er eingöngu ætlunin að skoða möguleika á árásum á innviði þjóðfélagsins, svo sem raforkuframleiðslu og dreifingu. Einnig "nýja" gerð af tölvuóværu sem menn eru farnir að óttast, svokallaða kísil-trójuhesta. Hvað er Trójuhestur og önnur óværa í tölvukerfum? Allir vita væntanlega af hverju myndin er efst á síðunni. Hún er af Trójuhestinum sem Grikkir smíðuðu í Trójustríðinu sem getið er um í grískri goðafræði. Sjá hér. Trójuhesturinn var risastór tréhestur sem grískir hermenn notuðu til að smygla sér inn í Tróju. Á svipaðan hátt vinna svokallaðir Trójuhestar í tölvukerfum. Trójuhestar í tölvukerfum eru forrit sem komast inn í tölvukerfin á fölskum forsendum og hægt er að nota til nánast hvers sem er þegar þau eru einu sinni komin inn. Hér er fjallað á íslensku um Trójuhesta, vírusa og orma.
Eftirfarandi er af fyrstu og síðustu síðum hinnar löngu greinargerðar frá Symantec, en margir þekkja fyrirtækið sem framleiðanda hins þekkta Norton vírusvarnarforrits:
Summary Stuxnet is of such great complexityrequiring significant resources to developthat few attackers will be capable of producing a similar threat, to such an extent that we would not expect masses of threats of similar in sophistication to suddenly appear. However, Stuxnet has highlighted direct-attack attempts on critical infrastructure The real-world implications of Stuxnet are beyond any threat we have seen in the past. Despite the exciting challenge in reverse engineering Stuxnet and understanding its purpose, Stuxnet is the type of threat we hope to never see again.
Nú vita menn ekki hvort það var ásetningur að lama stjórnkerfi kjarnorkuversins, eða að þetta hafi bara verið æfing fyrir eitthvað annað og meira. Það er þó ljóst að þetta atvik hefur sýnt ótvírætt að þessi hætta er raunveruleg. Útilokað er að þarna hafi amatörar eða hakkarar verið að verki, því þeir hafa ekki næga þekkingu á iðntölvum sem vinna á allt annan hátt en hefðbundnar PC tölvur. Þarna er aðferð sem óvinaþjóðir geta notað til að lama orkuver nánast innanfrá með því að eyðileggja taugakerfi þeirra, ef nota má þá samlíkingu. Eða, endurforrrita stjórnkerfi þess þannig að það eyðileggi sjálft sig. Í Íranska kjarnorkuverinu er talið að smitleiðin hafi verið um USB minnislykil sem einn rússnesku tæknimannanna var með. Hvernig smitið barst á hann er minna vitað um. - Hvernig dreifa óværur eins og ormar, vírusar og Trójuhestar sér? Hugsanlega er algengasta aðferðin að dreifa vírusum með viðhengjum tölvubréfa. Þá aðferð þekkja flestir. Einnig eru sumar vefsíður vafasamar og geta smitað tölvuna með óværu ef óvarlega er farið og tölvan er ekki með gott nýlega uppfært vírusvarnarforrit. Þetta vita flestir.
Ýmsir íhlutir í tölvubúnað, svo sem örgjörvar, samrásir fyrir netsvissa, skjákort o.m.fl. eru framleiddir í láglaunalöndum hinum megin á hnettinum. Made in xxx stendur á þessum tölvukubbum eða samrásum (integrated circuit). Þetta eru gríðarlega flóknar rásir með tugþúsundum eða milljónum transistora og oftar en ekki með eigin tölvu og tölvuforrit. Stundum er svona forrit kallað firmware til aðgreiningar frá venjulegum hugbúnaði, eða software. Þessi forrit sem byggð eru inn í samrásirnar, eða tölvukubbana eins og við köllum þetta oft, geta verið gríðarlega stór og flókin. Hve stór? Jafnvel hundrað þúsund línur af tölvukóða eða meira. Það er því lítið mál að koma fyrir Trójuhesti sem smá viðbót við þennan kóða án þess að nokkur verði þess var. Trójuhesturinn getur síðan innihaldið orma og vírusa sem hægt er að hleypa út í tölvuna með einhverjum lymskulegum aðferðum. Óværan blundar í milljónum tölva um allan heim og bíður þess að kallið komi. Eitt ímyndað dæmi sem gæti verið raunverulegt um svona samrásir eru kubbarnir sem eru í ADSL beinum sem eru á flestum heimilum og skrifstofum, og tengja saman internetið og innra net heimilisins eða skrifstofunnar. Þar gæti Trójuhestur hæglega verið í fæði og húsnæði og í beinu sambandi við húsbónda sinn einhvers staðar úti í heimi. Þegar húsbóndinn kallar á alheimsnetinu hott-hott allir mínir Trójuhestar rís Trójuhesturinn upp, og úr innyflum hans skríða tölvuormar sem fjölga sér og smita á augabragði allar tölvur á heimilinu, fyrirtækinu... Ekki bara á einu heimili eða fyrirtæki, heldur þúsundum eða milljónum. Taka jafnvel til við það, eins og í tilviki Stuxnet, að endurforrita stjórnkerfi orkuversins, stóriðjunnar, símstöðvarinnar.... Níðhöggr rumskar og nagar rætur þjóðfélagsins... Auðvitað gæti þetta verið ímyndun, en tæknin er fyrir hendi og margir óttast að þetta sé veruleikinn.
Níðhöggr nagar rætur Yggdrasils.
Ótrúlegt? Vissulega, en margir hafa af þessu miklar og þungar áhyggjur. Meðal þeirra er Varnarmáladeild áströlsku ríkisstjórnarinnar sem leyft hefur aðgang að skýrslu sem fjallar um þessa hættu. Sjá Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan á vef Australian Government-Department of Defence.
Í samantekt skýrslunnar stendur: ![]() Trojans have been the direct cause of significant economic loss over the years, and a large industry has grown to counter this insidious threat. To date, Trojans have in the vast majority taken the form of malicious software. However, more recent times have seen the emergence of what has been dubbed by some as the Silicon Trojan; these trojans are embedded at the hardware level and can be designed directly into chips and devices. The complexity of the design of the device or chip in which they are embedded, coupled with the severe difficulty of evaluating increasingly dense, proprietary hardware designs, can make their discovery extremely difficult. Öll skýrslan: Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan Það að ákveðin tegund iðntölvukerfis hafi orðið fyrir barðinu er einfaldlega vegna þess að þessi tegund hefur verið notuð í orkuverinu sem var skotmark í þetta sinn. - Vídeó frá Al Jazeera um Cyberwar (apríl 2010):
Trója brennur eftir Johann Georg Trautmann (1713-1769) Trójuhesturinn stendur hægra megin. Vonandi eiga tölvukerfi þjóðfélagsins ekki eftir að lenda í svona hremmingum með hjálp nútíma Trjóuhesta eins og Stuxnet.
Vonandi hefur þessi pistill sannfært einhverja um að hefðbundin tölvuinnbrot sem við fréttum af annað slagið eru tiltölulega meinlaus og unnin af sjálfmenntuðum amatörum eða hökkurum. Hætt er við að þessi innbrot og skemmdarverk blikni í samanburði við það sem fjölmargt bendir til að sé í undirbúningi og hafi jafnvel verið reynt hjá leyniþjónustum stórveldanna. Hugsanlega gætu hryðjuverkasamtök einnig hafa séð sér leik á borði. Vilji einhver kynna sér málið nánar þá eru fáeinar krækjur hér fyrir neðan. Síðan er auðvelt að finna efni með hjálp Google.
Pentagon fears trojans, kill switches in foreign-made CPUs Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan Hardware Trojan: Threats and emerging solutions Jerusalem Post: The Lessons of Stuxnet Google: Stuxnet Cyberwarfare Electronic Warefare Silicon Trojan Ghostnet
Stuxnet Takes It Up A LevelOctober 3, 2010: Cyber War is not new. There have been skirmishes between nation states; Russia used cyber weapons against Estonia in 2007 and Georgia in 2008. However, the appearance of the Stuxnet Worm is an escalation on a level with the introduction of intercontinental ballistic missiles. It has been a wakeup call to the world... Strategy Page "Stuxnet - A working and fearsome prototype of a cyber-weapon that will lead to the creation of a new arms race in the world." - Kaspersky Labs Hvað hefði Hómer sagt við svona nútíma Trójuhestum?
|
Sunnudagur, 17. október 2010
Tveggja ára drengur þekkir alheiminn betur en þú...! - Myndband
Drengurinn sem kemur fram í myndbandinu er aðeins tveggja ára,
en virðist vita miklu meira um alheiminn en flest okkar
Rose Center for Earth and Space
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. október 2010
Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...
Fyrir fáeinum dögum (12/10) var fréttin hér fyrir neðan í Vísi, og á Stöð 2 var viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Í fréttinni kemur fram að eftir um áratug gæti Landsvirkjun farið að greiða okkur eigendunum um 25 milljarða á ári. Það munar um minna.
Ríkissjóði (það er að segja okkur) veitir svo sannarlega ekki af tekjum til að reka skólakerfið, sjúkrahúsin, löggæsluna, ... og styðja við listir og menningu.
Þetta er til viðbótar við það sem áliðnaðurinn skilar nú þegar beint og óbeint í þjóðarbúið.
Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug
Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.
Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.
Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það.
"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.
Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.
Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Fréttin á Stöð 2
Samtök iðnaðarins (nóv 2009): Yfirlit yfir áliðnað á Íslandi
![]() |
Álver að komast á skrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 765942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði