American Astronomical Society í dag: Þrjá rannsóknir benda til hratt minnkandi sólvirkni á næstunni...

 

sunspots-shadow.jpg


Merkilegar fréttir voru að berast í dag frá ráðstefnu Bandaríska Stjarnfræðifélagsins, American Astronomical Society,  sem haldin er í þessari viku í New Mexico State University í Las Cruces, New Mexico.

Lesa má frétt um málið á SPACE.COM.  Sjá hér.     Upphaflega fréttatilkynningin er hér neðst á síðunni og myndir sem henni fylgdu eru hér. Vídeó-frétt John Colemans má sjá hér.

Samkvæmt fréttinni benda niðurstöður þriggja rannsókna til þess að virkni sólar stefni í mjög mikla lægð á næstu árum. Um er að ræða rannsóknir í iðrum sólar, á yfirborðinu og í kórónu hennar.   Um sólina má fræðast hér á Stjörnufræðivefnum.

Fréttin frá ráðstefnunni hefst þannig:

Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

Date: 14 June 2011 Time: 01:01 PM ET

 

 

Some unusual solar readings, including fading sunspots and weakening magnetic activity near the poles, could be indications that our sun is preparing to be less active in the coming years.

The results of three separate studies seem to show that even as the current sunspot cycle swells toward the solar maximum, the sun could be heading into a more-dormant period, with activity during the next 11-year sunspot cycle greatly reduced or even eliminated.

The results of the new studies were announced today (June 14) at the annual meeting of the solar physics division of the American Astronomical Society, which is being held this week at New Mexico State University in Las Cruces.

Ennfremur segir:

"This is highly unusual and unexpected," said Frank Hill, associate director of the National Solar Observatory's Solar Synoptic Network. "But the fact that three completely different views of the sun point in the same direction is a powerful indicator that the sunspot cycle may be going into hibernation."

...

"We expected to see the start of the zonal flow for Cycle 25 by now, but we see no sign of it," Hill said. "This indicates that the start of Cycle 25 may be delayed to 2021 or 2022, or may not happen at all."

...

"If we are right, this could be the last solar maximum we'll see for a few decades," Hill said. "That would affect everything from space exploration to Earth's climate."

 

Þessi frétt barst í dag kl. 17 að íslenskum tíma. Væntanlega á hún eftir að vekja athygli og umræður.

Sjá nánar á Space.com:   


Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

 

 

--- --- ---

 

 
Hér er samantekt (abstract) greinanna sem vísað er til í tilkynningunni:
 

P16.10
Large-scale Zonal Flows During the Solar Minimum — Where Is Cycle 25?13
Frank Hill, R. Howe, R. Komm, J. Christensen-Dalsgaard, T. P. Larson, J. Schou, M. J. Thompson


The so-called torsional oscillation is a pattern of migrating zonal flow bands that move from midlatitudes towards the equator and poles as the magnetic cycle progresses. Helioseismology allows us to probe these flows below the solar surface. The prolonged solar minimum following Cycle 23 was accompanied by a delay of 1.5 to 2 years in the migration of bands of faster rotation towards the equator. During the rising phase of Cycle 24, while the lower-level bands match those seen in the rising phase of Cycle 23, the rotation rate at middle and higher latitudes remains slower than it was at the corresponding phase in earlier cycles, perhaps reflecting the weakness of the polar fields. In addition, there is no evidence of the poleward flow associated with Cycle 25. We will present the latest results based on nearly sixteen years of global helioseismic observations from GONG and MDI, with recent results from HMI, and discuss the implications for the development of Cycle 25.

-

P17.21
A Decade of Diminishing Sunspot Vigor

W. C. Livingston, M. Penn, L. Svalgaard
s Convention Center

Sunspots are small dark areas on the solar disk where internal magnetism, 1500 to 3500 Gauss, has been
buoyed to the surface. (Spot life times are the order of one day to a couple of weeks or more. They are thought to be dark because convection inhibits the outward transport of energy there). Their “vigor” can be described by spot area, spot brightness intensity, and magnetic field. From 2001 to 2011 we have measured field strength and brightness at the darkest position in umbrae of 1750 spots using the Zeeman splitting of the Fe 1564.8 nm line. Only one observation per spot per day is carried out during our monthly telescope time of 3-4 days average. Over this interval the temporal mean magnetic field has declined about 500 Gauss and mean spot intensity has risen about 20%. We do not understand the physical mechanism behind these changes or the effect, if any, it will have on the Earth environment.

-

P18.04
Whither goes Cycle 24? A View from the Fe XIV Corona
Richard C. Altrock


Solar Cycle 24 had a historically prolonged and weak start. Observations of the Fe XIV corona from the Sacramento Peak site of the National Solar Observatory showed an abnormal pattern of emission compared to observations of Cycles 21, 22, and 23 from the same instrument. The previous three cycles had a strong, rapid “Rush to the Poles” in Fe XIV. Cycle 24 displays a delayed, weak, intermittent, and slow “Rush” that is mainly apparent in the northern hemisphere. If this Rush persists at its current rate, evidence from previous cycles indicates that solar maximum will occur in approximately early 2013. At lower latitudes, solar maximum previously occurred when the greatest number of Fe XIV emission regions* first reached approximately 20° latitude. Currently, the value of this parameter at 20° is approximately 0.15. Previous behavior of this parameter indicates that solar maximum should occur in approximately two years, or 2013. Thus, both techniques yield an expected time of solar maximum in early 2013.
*annual average number of Fe XIV emission features per day greater than 0.19

 

 

 

 

http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_512_4500.jpg

 


 

Sólin í dag. Sjá dagsetningu og tíma á myndinni.

(UT = Universal Time sem er sama og íslenskur staðartími).

Fjölda beintengdra mynda og ferla má sjá hér á Solar Reference Page.

 

 

Fréttin í dag hefur vakið athygli og er víða. Sjá til dæmis:   Hér. Hér. Hér. Hér.

 

 

national_geographic.jpg

 

 

National Geographic:

21:30


Listflug (myndband)...

 

landis_70_inv.jpg

 

Það er ekki annað hægt en dást að leikni þessa flugmanns...

 

Best er að smella á myndina og njóta í fullri skjástærð og með mestu upplausn.
Ekki gleyma að hafa hljóðið á!

 

Þess má geta að gripurinn er knúinn rafmagni. Er með þriggja fasa riðstraumsmótor og Lithium Polymer rafhlöðum. 
www.extremeflightrc.com

 

Góða helgi...  Joyful

 

 


 

 


Ný hitamæligögn frá gervihnöttum (UAH maí 2011)...


msu-uah-may_2011_600w.jpg

Þessi nýi ferill var að birtast á vefsíðu Dr. Roy Spencer. Sjá hér. Ferillinn sýnir meðalhita lofthjúps jarðar í rúm 30 ár, eða á tímabilinu 1979 til loka maímánaðar síðastliðinn. Það er að segja, allan þann tíma sem slíkar mælingar frá gervihnöttum hafa verið framkvæmdar.

Græna lárétta línan er meðaltal síðustu 30 ára og ferillinn frávik frá því meðaltali.

Mælipunktar síðustu tveggja mánaða eru innan rauða hringsins lengst til hægri. Frávikið frá 30 ára meðaltalinu reyndist vera 0,13 gráður C.


Sjá skýringar í pistlinum frá 13. apríl s.l. hér.

 

Hve mikið er 0,13 gráður á Celcius? Það fer eftir því við hvað er miðað. Lofthiti lækkar um svo sem 0,7 gráður ef við förum 100 metra upp. Þessi hitabreyting um 0,13 gráður samsvarar því hæðarmun sem nemur um 20 metrum.

En 0,7 gráður eru því sem næst sama og sú hækkun sem orðið hefur á síðustu 150 árum, samtals af völdum náttúrunnar og losun manna á koltvísýringi. Sú breyting í hitastigi jafngildir því um 100 metrum í hæð. Ekki er fjarri því að þessi breyting um 0,7 gráður jafngildi einnig um 100 km í norður-suður.

Svona nokkurn vegin...            Mikið eða lítið?             Hummm... Errm     

 

Flest af því sem er á þessari mynd hefði maður í hefðbundnum mælingum flokkað undir suðu (noise) eða flökt.

 

 

12:33


Ný tilraun við Árósarháskóla rennir stoðum undir kennirnar Henriks Svensmarks um áhrif geimgeisla og sólar á skýjafar - og þar með væntanlega á hnatthlýnun eða hnattkólnun...

svensmark2.jpg

Það er orðið allnokkuð síðan skrifaður var pistill um kenningar HenriksSvensmarks um samband milli virkni sólar og skýjafars, og því kominn tími tilað skrifa smá uppfærslu, enda hafa fréttir verið að berast utan úr heimi.

 

Pistlahöfundur hefur fylgst með Svensmark í um hálfan annan áratug og skrifað nokkrapistla um málið:

 

 

Til upprifjunar þá er kenningin í örstuttu og mjög einfölduðu máli þessi:


Ský myndast þannig að ósýnileg vatnsgufan þéttist á rykögnum. Geimgeislar jónisera eða jóna gas í háloftunum með hjálp rafeinda. Jónirnar flytja hleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar sæði sem flýtir fyrir þéttingu rakans. Þegar sólin er óvenju virk, þá er sólvindurinn jafnframt öflugur. Öflugur sólvindur skermar jörðina af þannig að minna ag geimgeislum berst til jarðar. Þess vegna verður heldur minna um ský og það hlýnar. Sjá nánari skýringu hér.

Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast sólarljóss, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina.

"Mikilvirkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský-> minna endurkast skýjanna og þar með meira sólarljós sem berst til jarðar -> hærra hitastig"

eða...

"Lítilvirkni sólar -> lítill sólvindur -> meiri geimgeislar -> meira um ský-> meira endurkast skýjanna og þar með minna sólarljós sem berst til jarðar -> lægra hitastig"

Ef þessi kenning reynist rétt, þá er hér komin staðfesting á áhrifum sólvindsins á hitafar jarðar, því það gefur augaleið að minni skýjahula veldur hlýnun og öfugt. Til vðbótar þessum óbeinu áhrifum sólvindsins eru áhrif breytilegrar útgeislunar sólar.

Það er rétt að geta þess að hugtakið geimgeislar eða cosmic rays er hér dálítið ónákvæmt. Eiginlega er um að ræða agnastreymi en ekki geisla í hefðbundnum skilningi. Um 90% geimgeisla-agnanna eru róteindir eða prótónur, 9% helíumkjarnar (alfa agnir) og 1% rafeindir eða elektrónur (beta agnir). Sjá skýringar á Wikipedia hér. Geimgeislar eða Cosmic Rays er þó það orðalag sem venjulega er notað. Geimgeislarnir eiga upptök sín í óravíddum geimsins og lenda á lofthjúpnum. Utan sólkerfisins er styrkur geimgeislanna nokkuð stöðugur, en þeir sem lenda á jörðinni hafa breytilegan styrk vegna áhrifa sólvindsins sem vinnur sem eins konar skjöldur.

Svensmark setti fram kenningu sína í lok síðustu aldar. Í fyrstu var gerð tiltölulega ódýr tilraun í kjallara Dönsku geimrannsóknarstofnunarinnar (tilraunin nefndist SKY), og nú stendur yfir flókin tilraun hjá CERN í Sviss (tilraunin nefnist CLOUD). Fyrir fáeinum dögum var kynnt ný tilraun sem fram fór í Árósarháskóla, þannig að tilraunirnar eru nú orðnar þrjár.

Að sjálfsögðu skiptir niðurstaða þessara tilrauna gríðarmiklu máli fyrir vísindin. Reynist kenning Svensmark rétt, þá gæti verið fundið orsakasamband milli virkni sólar og hitafars jarðar sem er mun öflugra en breytingar í heildar útgeislun sólar. Það er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð og mjög óvísindalegt að vera með getgátur, hvort sem er með eða á móti. Full ástæða er þó að fylgjast með og skoða málið með opnum huga og án fordóma...

                                                                      --- --- ---


Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að fyrir fáeinum dögum var tilkynnt um nýja tilraun  í Árósarháskóla. Sjá fréttá ensku á vef skólans hér, og á dönsku hér. Úrdrátt úr greininnimá lesa á vef  Geophysical ResearchLetters.

Á vef háskólans stendur meðal annars þetta um tilraunina í Árósum:

"...With the new results just published in the recognised journal Geophysical Research Letters, scientists have succeeded for the first time in directly observing that the electrically charged particles coming from space and hitting the atmosphere at high speed contribute to creating the aerosols that are the prerequisites for cloud formation.

The more cloud cover occurring around the world, the lower the global temperature -and vice versa when there are fewer clouds. The number of particles from space vary from year to year - partly controlled by solar activity...."

 

Sjá hérviððtal á dönsku um þessa nýju tilraun:

Partikler påvirker skydannelse frá Science Media Lab.

Smellið hér, en ekki á myndina.


skydannelse.jpg

                                                                         ---

Af tilrauninni miklu hjáCERN er það helst að frétta að áfanga-niðurstöðu er að vænta í haust. Sjá viðtal við Jasper Kirkby. Smellið á myndina til að horfa á myndbandið.

 

 

 

Fyrir þá áhugasömu: Hér er klukkutíma löng  ný kynning á tilrauninni í CERN. Þessi mjög áhugaverða og áheyrilega kynning er vel þess virði að hlustað sé á hana í næðí. Dr. Jasper Kirkby sem leiðir tilraunina í CERN talar mjög skýrt og setur efnið fram á skilmerkilegan hátt:






                                                             ---

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur hefur oft lýst efasemdum um að kenning Svensmarks eigi við rök að styðjast.  - En nú hefur hann fengið bakþanka:

Indirect Solar Forcing of Climate by Galactic Cosmic Rays: An Observational Estimate

May 19th, 2011

UPDATE (12:35 p.m. CDT 19 May 2011): revised corrections of CERES data for El Nino/La Nina effects.

While I have been skeptical of Svensmark's cosmic ray theory up until now, it looks like the evidence is becoming too strong for me to ignore. The following results will surely be controversial, and the reader should remember that what follows is not peer reviewed, and is only a preliminary estimate.


I've made calculations based upon satellite observations of how the global radiative energy balance has varied over the last 10 years (between Solar Max and Solar Min) as a result of variations in cosmic ray activity. The results suggest that the total (direct + indirect) solar forcing is at least 3.5 times stronger than that due to changing solar irradiance alone.


If this is anywhere close to being correct, it supports the claim that the sun has a much larger potential role (and therefore humans a smaller role) in climate change than what the "scientific consensus" states....
Meira hér...

 

(það er ekki algengt að sjá vísindamenn skipta um skoðun þegar nýjar upplýsingar koma fram :-)

  --- --- ---


Við bíðum svo eftir fréttum frá CERN sem væntanlegar eru innan fárra mánaða...    Verði niðurstöður allra þessara þriggja tilrauna jákvæðar, þ.e. að líklegt sé að geimgeislar mótaðir af sólvindinum geti haft áhrif á skýjafar, og þar með séu áhrif breytilegrar virkni sólar á hitafar jarðar allnokkur, að þá er ekki útilokað að minnkandi sólvirkni sem átt hefur sér stað undanfarið, leiði til nokkurrar kólnunar lofthjúpsins á næstu árum. Um þar er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð...

Bíðum bara og fylgjumst með og munum að náttúran á það til að koma okkur á óvart,  -allt of snemmt er að vera með getgátur. Trúum engu fyrr en staðreyndir liggja fyrir...  

Jafnvel þó niðurstaða þessara tilrauna verði jákvæð, þá er eftir að skoða ýmislegt betur. Það er ekki nóg að vita að þessi áhrif geti verið fyrir hendi, við verðum líka að vita hve mikil þau eru...   

Hver sem niðurstaðan verður, þá er þetta áfangi í þekkingarleit manna...
Wink

 

 

Videnskab.dk 17. maí 2011: Kosmisk stråling sætter gang i skydannelse

 

 

"Great spirits have often encountered violent opposition

from weak minds."

Einstein

 

Vegna mistaka minna fórst fyrir að samþykkja allmargar athugasemdir við fyrri færslur. Það hefur nú verið lagfært og er beðist afsökunar á klaufaskapnum.

Minnt er á ritstjórnarstefnu þessa bloggsvæðis. Sjá hér. Sjá einnig athugasemd undir höfundarmynd efst til vinstri á þessari vefsíðu.


Hin fagra veröld...

 

 

arp273_hst-shadow2
 

Þessi ótrúlega fallega mynd prýddi vefsíðuna Astronomy Picture of the Day 21. apríl. Þar má sjá þessa mynd með því að smella hér.

Vefsíðan Astronomy Picture of the Day, sem í daglegu tali er oft nefnd APOD, er einstaklega áhugaverð því þar birtast daglega nýjar myndir, margar hverjar alveg einstakar eins og sjá má með því að skoða listann yfir myndir sem hafa birst áður: Archive.

Smellið tvisvar eða þrisvar á myndina til að njóta hennar í mikilli upplausn.

Á APOD vefsíðunni standa þessar skýringar við myndina:

Explanation: The spiky stars in the foreground of this sharp cosmic portrait are well within our own Milky Way Galaxy. The two eye-catching galaxies lie far beyond the Milky Way, at a distance of over 300 million light-years. Their distorted appearance is due to gravitational tides as the pair engage in close encounters. Cataloged as Arp 273 (also as UGC 1810), the galaxies do look peculiar, but interacting galaxies are now understood to be common in the universe. In fact, the nearby large spiral Andromeda Galaxy is known to be some 2 million light-years away and approaching the Milky Way. Arp 273 may offer an analog of their far future encounter. Repeated galaxy encounters on a cosmic timescale can ultimately result in a merger into a single galaxy of stars. From our perspective, the bright cores of the Arp 273 galaxies are separated by only a little over 100,000 light-years. The release of this stunning vista celebrates the 21st anniversary of the Hubble Space Telescope in orbit

Hér er hægt að finna lítið forrit sem sækir daglega nýjustu APOD myndina og birtir á skjáborðinu.


Hröð kólnun lofthjúpsins undanfarið samkvæmt gervihnattamælingum...

 

 

MSU-UAH-March-2011

 

Þetta er svosem engin stórfrétt, en áhugavert samt: Fyrir nokkrum dögum voru nýjustu mæligögn gervihnatta um hitafar lofthjúps jarðar birt. Eins og sjá má þá hefur hitafallið undanfarið verið töluvert. Hitinn hefur nánast verið í frjálsu falli. Það eru ekki aðeins gervihnattamælingar sem sýna þessa kólnun, heldur flestallar eins og sést hér.

Rauði hringurinn hægra megin umlykur síðasta mælipunkt, þ.e. meðalhita marsmánaðar, en eins og sjá má þá liggur hann nokkuð undir meðaltali síðastliðinna 30 ára sem merkt er með láréttu strikuðu línunni. Ferillinn táknar frávik frá þessu meðaltali. Granna línan er mánaðameðaltal, en gildari línan 3ja ára keðjumeðaltal og nær því ekki til endanna. Mælingarnar ná aftur til ársins 1979 er mælingar frá gervihnöttum hófust.  Mæligögnin má nálgast hér.  

-

Myndin hér fyrir neðan nær aftur til ársins 1850. Tímabilið sem gervihnattamælinar ná yfir er merkt með rauða borðanum [Satellites], en það er sama tímabil og efri ferillinn nær yfir.

Nákvæmlega hvenær svokallaðri Litlu Ísöld lauk er auðvitað ekki hægt að fullyrða um. Stundum er þó miðað við 1920, en eftir það fór að hlýna nokkuð hratt. Blái borðinn [The Little Ice Age] gefur það til kynna.

 

CRU-jan-2011

 

Neðri myndin nær aðeins til og með desember 2010 en efri myndin til mars 2011. Neðri myndin sýnir frávik frá meðalgildi áranna 1960-1990, en sú efri frávik frá meðalgildi áranna 1980-2010. Þetta þarf að hafa í huga þegar myndirnar eru bornar saman.

Einnig þarf að hafa í huga að lóðrétti ásinn er mjög mikið þaninn út, þannig að allar  sveiflur virðast magnast upp.

 

Hefur þetta einhver áhrif á veðrið hjá okkur?  Hef ekki hugmynd. Kannski óveruleg... Samt er sjálfsagt að fylgjast með...

Er þetta eitthvað óvenjulegt eða afbrigðilegt? Nei, bara smávegis náttúrulegt flökt sem stafar af El Niño / La Niña fyrribærinu í Kyrrahafinu. Ekki ósvipað því sem gerðist eftir toppinn árið 1998.

Hvaðan eru ferlarnir fengnir? Ferlarnir eru fengnir af þessari vefsíðu þar sem finna má fjölda hitaferla með því að smella á hnapppinn [Global Temperatures] við vinstri jaðar síðunnar.

Við hverju má búast á næstu mánuðum?  Ef að líkum lætur fer hitaferillinn eitthvað neðar, en sveigir síðan aðeins uppávið aftur. Hve mikið veit enginn.    - Svo heldur hann áfram að flökta upp og niður og upp...    Þannig hagar náttúran sér og hefur alltaf gert...

Hvers vegna er verið að birta þessa ferla hér?  Bara til að svala forvitni þinni og minni :-)

 

 


NASA: Minnsta sólsveifla í 200 ár...

 

Solar-Prediction-NASA-April-2011 copy

Í nýrri spá á vefsíðu NASA um þróun sólsveiflunnar má lesa eftirfarandi:


"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed sunspot number maximum of about 62 in July of 2013. We are currently over two years into Cycle 24.

The predicted size would make this the smallest sunspot cycle in nearly 200 years..."

 

Sjá:

solarscience.msfc.nasa.gov/predict.shtml

www.solarham.com

www.nasa.gov

 

 


Sáraeinföld áhættugreining vegna ICESAVE...

 

 

swot-3-drop-bevel.jpg

 


 

Fátt er eins mikilvægt þessa dagana og að velja "rétt" í ICESAVE kosningunni. Hvað er rétt er svo auðvitað mat hvers og eins, en vandamálið er að þetta er flókin milliríkjadeila og afleiðingarnar af röngu vali geta orðið afdrifaríkar fyrir land og þjóð.

Því miður er málið það flókið að fæstir hafa yfirsýn. Sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Fyrir nokkrum dögum var kynnt aðferð sem mikið er notuð við áhættugreiningu og áhættumat. Sjá pistilinn  Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?

Hér kynnt sáraeinföld aðferð sem oft er mjög mikil hjálp í þegar meta skal hvað óljós framtíðin ber í skauti sér, til dæmis þegar ákvarðanir eru teknar í fjármálum, svo sem við kaup á fyrirtæki, íbúð eða jafnvel bara bíl.  Auðvitað er ICESAVE enn stærra og flóknara mál, en valið er sett í hendur almennings svo nauðsynlegt að hver og einn sé sáttur við hvort valið sé Já eða Nei, og taki síðan yfirvegaða afstöðu.

Þessi aðferð kallast á Ensku SWOT analysis.   (Strength, Weakness, Opportunity, Threat).

Á Íslensku nefnist aðferðin SVÓT greining.     (Styrkur, Veikleiki, Ógnun, Tækifæri).

SVÓT greiningu er hægt að nota á mismunandi hátt. Hér er ætlunin að beita henni á ICESAVE vandamálið þannig að við fáum yfirsýn. Sjáum skóginn fyrir trjánum. Það á væntanlega eftir að koma á óvart hve auðvelt það er.

Hugmyndin er að greina núverandi ástand og ástandið í framtíðinni með því að fylla út einfalt eyðublað. Þar sem möguleikarnir eru í stórum dráttum tveir, hentar vel að nota tvö eyðublöð, annað fyrir valið ICESAVE: JÁ  og hitt fyrir ICESAVE: NEI.   Eyðublöðin má sækja neðar á síðunni.

Þegar eyðublöðin hafa verið fyllt út er myndin orðin mun skýrari og valið auðveldara.  Margt sem í byrjun virtist óljóst og þokukennt blasir nú við.  Ekkert brjóstvit eða "af því bara" stjórnar okkur lengur. Valið er yfirvegað og við erum sátt við ákvörðun okkar.

---

Örstuttar leiðbeiningar:

Við byrjum á að fylla út efri hluta blaðsins sem lýsir núverandi ástandi, þ.e. styrkleikum og veikleikum samfélagsins eins og það kemur okkur fyrir sjónir núna.

Síðan fyllum við út neðri hluta eyðublaðsins sem lýsir ástandi samfélagsins nokkrum mánuðum eða árum eftir að úrslitin liggja fyrir. Við reynum að sjá fyrir tækifæri sem bjóðast og ógnir sem kunna að bíða okkar.

 

Þar sem framtíðin ræðst af  því hvort niðurstaða kosninganna verður Já eða Nei notum við tvö eyðublöð, annað fyrir Já og hitt fyrir Nei. Efri hlutinn verður eins, en neðri hlutinn mismunandi.

 

Mikilvægt er að nota stuttar lýsandi setningar, jafnvel stikkorð eða upptalningu. Engar langlokur. Gott er að hafa hvert atriði í sinni línu, því þannig verður yfirsýnin betri.

Það má til dæmis geyma skjalið á skjáborði tölvunnar og fylla það út þar, eða einfaldlega prenta það út og nota blýant....

Um er að ræða söfnun hugmynda til að setja í reitina. Myndin efst á síðunni sýnir hvernig gott er að vinna verkefniðí hóp, en þá er beitt hugarflugsaðferðinni (brain storm) og byrjað að skrifa hugmyndir á límmiða sem settir eru á stórt SVÓT blað.

Við verðum að skoða málið frá ýmsum sjórnarhornum og jafnvel klífa upp á sjónarhóla til að fá yfirsýn. Fyrr sjáum við ekki skóginn fyrir trjánum.

Dæmi um atriði sem mætti hafa í huga við vinnsluna:
Atvinnuástandið heilbrigðiskerfið, skólakerfi, menningin,  launakerfi miðað við nágrannalönd, þróun gengis krónunnar, innistæða í þrotabúi Landsbankans, staða meðal nágrannaþjóða, aðgengi að lánamörkuðum, fjárfestingar erlendra aðila hérlendis, ESA og EFTA dómstóllinn,   almenn hagsæld eða vansæld, o.s.frv. …
Hvernig viljum við að samfélagið verði eftir fáein ár?
Hverjar eru áhætturnar?
Getur glannaskapur orðið dýrkeyptur?

 

Þetta er ekki flókið, en kostar smá umhugsun. Þegar við höfum lokið við að fylla út eyðublöðin, þá sjáum við framtíðina mun betur fyrir okkur og þurfum ekki að velta lengur fyrir okkur hvernig við kjósum.

 

Vonandi hefur þessi pistill komið einhverjum að gagni við að rata um refilstigu  Icesave málsins.  Okkur hefur verið falið að skera úr um það með atkvæðagreiðslu hvor leiðin sé öruggari og áhættuminni fyrir samfélagið, JÁ=samningsleiðin eða NEI=dómstólaleiðin.  Það er því eins gott að hugsa málið gaumgæfilega og kjósa "rétt".

 

 

Eyðublað fyrir SVÓT greiningu er hér sem Word skjal

og hér sem PDF skjal.

 

Pistillinn Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?

 

Upplýsingasíða Fjármálaráðuneytisins

Vilhjálmur Þorsteinsson: Icesave sett fram myndrænt

 

 

 

 

Framtíð Íslands og fjöregg þjóðarinnar er í okkar höndum 
Látum skynsemina ráða

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áfhrif sólar á hitastig Noregshafs siðan árið 1000...

 

 

haflidason-solar-drop.jpg


Nýlega (16. des. s.l.) birtist í tímaritinu Journal of Geophysical Research grein sem nefnist

Response of Norwegian Sea temperature to solar forcing since 1000 A.DSjá hér.

Meðal höfunda er Hafliði Hafliðason prófessor við Háskólann í Bergen.


Vel getur verið að einhverjir hafi áhuga á þessari grein, og þess vegna er vísað á hana hér.

Rannsóknin fór fram á borkjarna sem tekinn var við staðinn P1 á myndinni sem fengin er úr greininni.

 

Í samantekt greinarinnar stendur:

"We report on a 1000 year long oxygen isotope record in sediments of the eastern Norwegian Sea which, we argue, represents the temperature and transport of warm Atlantic waters entering the Nordic Sea basin via the North Atlantic Drift and the large‐scale Meridional Overturning Circulation. The single‐sample resolution of the record is 2.5–10 years and age control is provided by 210Pb and 137Cs dating, identification of historic tephra, and a 14C “wiggle‐match” dating method in which the surface reservoir 14C age in the past is constrained rather than assumed, thereby eliminating a large source of chronological uncertainty. The oxygen isotope results indicate decade‐ to century‐scale temperature variations of 1–2°C in the shallow (∼50 m deep) subsurface which we find to be strongly correlated with various proxies of past solar activity. The correlations are synchronous to within the timescale uncertainties of the ocean and solar proxy records, which vary among the records and in time with a range of about 5–30 years. The observed ocean temperature response is larger than expected based on simple thermodynamic considerations, indicating that there is dynamical response of the high‐latitude ocean to the Sun. Correlations of our results with a gridded temperature reconstruction for Europe are greater in central Europe than in coastal regions, suggesting that the temperature and transport of warm Atlantic waters entering the Nordic Basin and the pattern of temperature variability over Europe are both the proximate responses to a change in the atmospheric circulation, consistent with a forced shift in the primary modes of high‐latitude atmospheric variability".

Í greininni (sjá hér á síðu Svalgaards) stendur meðal annars í kafla 3:

"...Lowest isotope values (highest temperatures) of the last millennium are seen ~1100–1300 A.D., during the Medieval Climate Anomaly [Bradley et al.,2003], and again after ~1950 A.D. The largest and most sustained isotopic increases (coolings) are centered at ~1500 A.D. and ~1700 A.D., corresponding to the regional Little Ice Age..."

"...The presence of medieval and 20th century warmth and Little Ice Age cooling in our records suggests a possible connection to known solar variations at these times (i.e., the
Spører and Maunder minima and medieval and modern maxima, respectively..."

(Sejrup, H.P., Lehman, S.J., Haflidason, H., Noone, D., Muscheler, R., Berstad, I.M. and Andrews, J.T. 2010. Response of Norwegian Sea temperature to solar forcing since 1000 A.D. Journal of Geophysical Research 115: 10.1029/2010JC006264).

 

 

 


Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?

 

 

 
 
icesave_russian_roulette-blogglitur3.jpg

 

 

 

Ekki verður tekin afstaða með eða á móti Icesave í þessum pistli, heldur kynnt einföld aðferðafræði sem getur nýst þeim sem vilja bera sama áhætturnar af því að kjósa JÁ eða NEI. 

Það er ljóst að mörg ljón geta verið í veginum hvor leiðin sem verður valin. Ljónin eru mörg og lævís, og því erfitt að átta sig á þeim.  Málið er flókið og áhætturnar mismunandi. Það er því mikilvægt að valið sé yfirvegað og byggt á rökum, og síðan sá kostur valinn þar sem afleiðingar yrðu  minni ef eitthvað fer úrskeiðis. Við lítum á okkur sem skynsamt fólk og viljum velja þá leið sem er áhættuminnst fyrir okkur og börn okkar, en ekki nota glannaskap áhættufíkilsins sem er með „það reddast" hugarfarið. Við veljum illskárri kostinn. Það verður síðan að vera mat hvers og eins hvor kosturinn er skárri, eða illskárri.

Þessi aðferðafræði getur einnig nýst öllum vel þegar þeir standa frammi fyrir ákvarðanatöku þar sem málið er snúið og áhættur margar og mismunandi. Sama hvort það er í fjármálum, framkvæmdum eða stjórnmálum. Sama hvort það er í þjóðfélaginu, vinnustaðnum eða einkalífinu.

Þetta er einfölduð útgáfa af áhættugreiningu sem menn nota mikið þegar ráðist er í stórar og umfangsmiklar framkvæmdir, en þessi einfaldaða aðferðafræði er jafnvel notuð af þinginu og ráðuneytum í Ástralíu eins og sjá má á þessari vefsíðu Guidelines for Cabinet Submissions and New Policy Proposals, sjá Risk Assessment á miðri síðunni. Þessi aðferðafræði hentar því, og er jafnvel notuð, þar sem reynt er að láta skynsemina ráða för í pólitíkinni.

 

Áríðandi er að það komi skýrt fram að þær „áhættur" sem koma fram í dæminu hér fyrir neðan eru eingöngu settar fram til útskýringar, og hættumatið er valið þannig að dreifingin verði þannig að auðveldara sé að skýra út aðferðafræðina.

Það eru til ýmsar aðferðir við áhættugreiningu (risk analysis), en sú sem kynnt er hér er einföld, auðlærð, myndræn og árangursrík. 

 

Ekki veit ég hvort mér tekst að kynna þessa góðu aðferðafræði svo gagn sé af.  Ábendingar eru auðvitað vel þegnar.

 

Fimm mínútna námskeið:

 

Hvernig fer svona áhættugreining fram?

Aðferðin sem kynnt er hér er mjög einföld, krefst lítillar kunnáttu , en er einstaklega góð til að meta áhættu af einhverri ákvarðanatöku og taka skynsamlega á málunum, sérstaklega þegar málið er snúið og afleiðingar af röngu mati og rangri ákvarðanatöku geta orðið dýrkeyptar.

Ég hef útbúið eyðublöð sem eru aðgengileg hér fyrir neðan. Þau eru gerð í Excel, en að sjálfsögðu hefði alveg eins mátt nota rúðustrikað blað eða ritvinnsluforrit til að útbúa eyðublöðin.

Hér fyrir neðan eru smækkaðar myndir af þessum eyðublöðum felldar inn í textann. Þar hefur aðeins verið fyllt inn í þau.

 

Eyðublöðin er tvö:  Annað er fyrir ICESAVE: JÁ  og hitt fyrir ICESAVE: NEI.

Í örstuttu máli:

Fyrst er fyllt inn í efri töfluna á JÁ eyðublaðinu.  Þegar því er lokið eru niðurstöður fluttar úr efri töfluna í þá neðri. Þá sé fær maður myndrænt yfirlit yfir allar áhættur sem maður getur séð fyrir sér, og séð hvort áhættan er ásættanleg ef valið er JÁ.

Síðan gerir maður tilsvarandi á annað eyðublað fyrir valið NEI.

Þá er áhættugreiningu (risk analysis) lokið.

Þegar þessu er lokið getur maður farið að velta fyrir sér hvort hægt sé að lágmarka áhættuna á einhvern hátt. Það er áhættustýring (risk management).

 

1)     Efri taflan, áhættuflokkun:

Maður reynir að ímynda sér með hugarflugs aðferðinni (brain storm) allar hættur eða slæmar afleiðingar sem ákvörðunin um að kjósa annað hvort   eða  NEI gæti haft í för með sér. Til að byrja með er best að setja allt á blað sem manni dettur í hug, því það er alltaf hægt að fækka liðunum seinna ef manni sýnist þeir ekki eiga við.

 

Dæmi:  Hugsum okkur augnablik að við séum að fylla inn í töfluna fyrir ICESAVE: JÁ.

Okkur koma til hugar nokkrar hættur. Setjum bara inn fáeinar til að skýra málið.  Gildin fyrir líkur og afleiðingar (1...5)/(A...E) eru út í loftið... Vissulega sumt kjánalegt hér, en þannig má það gjarnan vera, því við lagfærum seinna. Hér er mikilvægt að nota hugarflugs eða „brain-storm" aðferðina, og þá er miklu betra að nokkrir séu saman til að varpa fram hugmyndum, t.d. fjölskyldumeðlimir eða vinnufélagar.   „Láta allt flakka - Laga seinna".

Við færum inn hætturnar sem okkur koma í hug, og metum líkur á að áhætta reynist raunveruleg (skalinn 1...5) og hvaða afleiðingar það hefði í för með sér (skalinn A...E).  Við færum þessi gildi inn í viðkomandi dálka þar sem bláu stafirnir eru.

 

ahettuflokkun.jpg

(Auðvitað eru líkurnar/afleiðingarnar hér bara lítt ígrunduð dæmi).

 

 

2)     Neðri taflan, áhættufylkið:

Litirnir í töflunni (áhættu fylki - risk matrix) merkja sjónrænt hvort viðkomandi líkur/afleiðingar séu ásættanlegar. Rautt er óásættanlegt, grænt ásættanlegt og gult eitthvað sem mætti íhuga nánar.

Takið eftir að eftir því sem reitirnir eru ofar eru meiri líkur á að viðkomandi atburður eigi sér stað, og að eftir því sem reitirnir eru lengra til hægri verða afleiðingarnar verri.  Þess vegna verða reitirnir rauðari eftir því sem þeir nálgast meir efstu röðina og röðina lengst til hægri.  Almennt getum við sagt að atburðir sem lenda í reitunum efst til hægri séu gjörsamlega óásættanlegir. 

Flytjum nú úr dálkunum Líkur og Afleiðingar (dálkarnir með bláu stöfunum) í efri töflunni í lituðu reitina  neðri töflunni. Sumar hættur lenda í grænum reitum, aðrar í gulum reitum og nokkrar í rauðum reitum.

Nú er ekki alveg víst að litavalið sé skynsamlegt. Við lögum það seinna ef okkur finnst þörf á því...

 

ahaettufylki.jpg

 

 

3)     Áhættumatið:

Áhættustig reitanna í áhættufylkinu er mismunandi:

[RAUÐIR REITIR]:  Óviðunandi. Hér þarf virkilega að skoða málið nánar og meta vel.  Sumt kann að vera gersamlega óviðunandi og beinlínis stórhættulegt. Hvað er hægt að gera til að minnka áhættuna?

[GULIR REITIR]: Rétt að athuga nánar því mat okkar kann að hafa verið ófullnægjandi.

[GRÆNIR REITIR]: Viðunandi. Þarf lítið að skoða.

 

Lendi einhver hættan á grænum reit, þá þurfum við lítið að hugsa um það.  Lendi hættan á gulum reit, þá er auðvitað rétt að gefa því gaum.

Einhverjar hættur hafa lent á rauðum reit. Nú verðum við að staldra við: Er það ásættanlegt? Hvað er í húfi? Ef líkur eru hverfandi þá getur það verið ásættanlegt, en ef til dæmis mannslíf, heilsa okkar og svo framvegis er í húfi, þá getur vel verið að það sé algerlega óásættanlegt, jafnvel þó líkurnar séu ekki mjög miklar. Framtíð okkar og barna okkar?  Getum við gert eitthvað til að lágmarka viðkomandi hættu?  Þetta verðum við að meta á yfirvegaðan hátt.

 

 

4)      Þegar bæði eyðublöðin, fyrir ICESAVE-JÁ og ICESAVE-NEI hafa verið útfyllt getum við tekið rökstudda og yfirvegaða afstöðu, með eða á móti:

Við höldum áfram að vega og meta, endurskoðum mat okkar á líkum og afleiðingum, yfirförum litavalið í áhættufylkinu. Meðan við erum að þessu fáum við góða sýn yfir verkefnið og eigum auðveldara með að svara já eða nei... 

Nú erum við búin að fara yfir allar áhættur sem ákvörðunin um að kjósa JÁ eða kjósa NEI getur haft í för með sér. Við höfum flokkað það eftir líkum og alvarleika. Við höfum sett niðurstöðuna í töflur sem sýna okkur myndrænt hvað er í húfi...

Ef í ljós kemur að annað hvort JÁ eða NEI  virðist afgerandi öruggari leið, þá getum við kosið með skynsemina að leiðarljósi. Erum nokkuð viss í okkar sök. Við látum ekki stjórnast af brjóstvitinu einu saman eða af því sem aðrir segja eða bulla.  Við teljum okkur vera skynsöm og viljum greiða atkvæði með eða á móti samkvæmt meðvituðu mati. Við viljum lágmarka áhættuna.

 

Eins og lesendur sjá, þá er þetta einfalt og auðskilið.  Mikið væri annars gott að fá svona flokkun og framsetningu frá þeim sem hafa verið að fjalla um málið, þ.e. stjórnmálamönnum, hagfræðingum, lögfræðingum, og svo auðvitað okkur,  Pétri og Páli...

Fyrst þeir geta notað þessa aðferðafræði á Ástralska Þinginu eða ráðuneytum, og þykir það skynsamlegt, þá ættum við Íslendingar að fara létt með það - er ekki svo? Smile

Gangi ykkur vel!

 

 

 

Eyðublöð á tveim flipum í Excel skjali:

Eyðublöð Excel

Athugið að á fyrsta flipanum eru eyðublöð fyrir JÁ, á öðrum flipa fyrir NEI og leiðbeiningar á hinum þriðja.   Auðvitað er öllum heimilt að leika sér með þetta skjal og breyta að vild.

 

Um alþjóðastaðalinn ISO / IEC 31010 Risk Management - Risk Assessment Techniques

 

 

Nú spyr ef til vill einhver hver mín niðurstaða sé.  Svarið er einfalt.  Ég er farinn að hallast að ákveðinni niðurstöðu, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Ég nota tvö svona eyðublöð, annað fyrir JÁ og hitt fyrir NEI, og færi inn í þau jafnóðum og mér dettur eitthvað í hug, eða ef ég rekst á nýtt sjónarmið í ræðu eða riti.  Litríku töflurnar, áhættufylkin, taka smám saman á  sig mynd, en það hjálpar mér að skilja betur heildarmyndina og vonandi að taka „rétta" ákvörðun þegar að kjörborðinu kemur.

 

 

 

Gamall vísdómur
Ekki trúa neinu ef þú hefur bara heyrt um það.
Ekki trúa neinu ef það er aðeins orðrómur, eða eitthvað sem gengur manna á milli.
Ekki trúa neinu sem er í þínum trúarbókum.
Ekki trúa neinu sem kennarar þínir, eða þeir sem eru þér eldri segja þér í krafti valds síns.
Ekki trúa á aldagamlar venjur.

En, ef þú kemst að raun um, eftir skoðun og greiningu,
að það kemur heim og saman við heilbrigða skynsemi
og leiðir gott eitt af sér,
þá skalt þú meðtaka það og lifa samkvæmt því.

---Gautama Buddha (~563 F.Kr.-~483 F.Kr.)

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Munum eftir smáfuglunum...

 

 

fuglinn.jpg

Nú má ekki gleyma smáfuglunum.

Snjór er yfir öllu og margir þessara litlu vina okkar svangir...

 

Þessi þakkaði fyrir sig með því að stilla sér upp

og syngja sinn uppáhalds söng, eins og honum einum er lagið...

 

 

 

 

Vísindavefurinn:
Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?


 

 

 

 Myndin var tekin um síðustu helgi með Panasonic Lumix FZ100.

Tvísmella til að stækka.

 

 


"Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric"...

 

 


flow_diagram_nuclear_plant---cream-background_1064694.jpg

 

Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver.  Björn Kristinsson verkfræðingur á Orkudeild Raforkumálastjóra hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist "Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric".

kjarnorkuvers-skyrsla-200w.jpgSkýrslan hefst á þessum orðum: "Í byrjun árs ... fengu Rafmagnsveitur ríkisins tilboð í lítinn suðuvatnsreaktor frá General Electric og voru þá Vestmannaeyjar einkum hafðar í huga sem væntanlegur staður fyrir reaktorinn. Með reaktor sem þessum mætti sjá eyjunum fyrir raforku, og jafnframt gæti hann verið undirstaða hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Utan mesta álagstíma almennrar notkunar gæti reaktorinn séð varmafrekum iðnaði fyrri orku, og æskilegt væri að sem mest af orkunni sé seld sem varmi, því þannig yrði reaktorinn rekinn á hagkvæmastan hátt...

Kjarnorkuver þetta má staðsetja á flestum stöðum þar sem landrými er fyrir hendi. ... Í Noregi og Svíþjóð tíðkast að hafa þær neðanjarðar til að einangra þær frá umhverfinu og minnka þar með enn meir líkurnar fyrir óhöppum...  Reaktor af svipaðri gerð hefur General Electric reist við Vallecitos í Kaliforníu og er hann sýndur á mynd 1...."

Einnig hafa á vegum Raforkumálastjóra verið gefnar út skýrslurnar  "Stofnkostnaður kjarnorkustöðva og framleiðslukostnaður raforku (1958)". (Skýrslan er tekin saman af nefnd á vegum European Nuclear Energy Agency, og er hér um að ræða þýðingu með smávægilegum breytingum), og "Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum (1959)"Í skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum er reynt að finna út hvaða verð  yrði á orku frá kjarnorkustöð á Íslandi.

Höfundur er einnig Björn Kristinsson verkfræðingur, sem síðar stofnaði verkrfræðistofuna Rafagnatækni og varð einnig prófessor við Háskóla Íslands. Í skýrslunum er ítarlega fjallað um stofnkostnað, fjármagnskostnað og rekstrarkostnað slíkra stöðva. 

(Uppfært 3ja mars:  Skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum bætt við).

Þessar skýrslur Raforkumálastjóra eru öllum aðgengilegar hér á netinu. Einnig má smella á eftirfarandi krækjur til að nálgast þær:


Myndin hér fyrir ofan sýnir kjarnorkuver. Þar er þó enginn kæliturn sýnilegur, en risastórir kæliturnar einkenna oft þannig orkuver, en þar sem kalt Atlantshafið er nærri má sleppa slíkum búnaði og einfaldlega kæla eimsvalann (condenser á myndinni, neðst til hægri) með sjónum...


Höfund greinargerðanna um kjarnorkuver má sjá á þessari hópmynd. Hann er þriðji frá hægri.

Fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku til almenningsnota var AM-1 Obnisk orkuverið, sem hóf starfrækslu 27. júni árið 1954 í Sovétríkjunum. Það framleiddi um 5 megawött af raforku. Orkuverið í Vallecitos í Kaliforníu semhóf starfssemi árið 1957 var aftur á móti hið fyrsta sem var í einkaeign. Það framleiddi um 40 MW af varmaorku og 5 MW af raforku.

Það vekur athygli að skýrslur þessar eru ekki alveg nýjar og hafa líklega ekki verið áberandi fyrir sjónum almennings fyrr, en þetta var fyrir rúmlega hálfri öld...  Það er gaman til þess að hugsa hve tilbúnir Íslendingar voru að nýta sér nýjustu tækni og vísindi...

 

Um Raforkumálastjóra


 

 

643669.jpg

 

Eldri pistlar:

Kjarnorka á komandi tímum

Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?

Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gangverk rit verkfræðistofunnar Verkís er komið út - Helgað nýtingu jarðvarma - Hægt að nálgast á netinu...

 

 

 Gangverk febrúar 2011


Verkfræðistofan Verkís hefur um árabil gefið út fréttabréfið Gangverk.  Fyrsta tölublað tíunda árgangs kom út fyrir nokkrum dögum og er það helgað nýtingu jarðvarma á Íslandi, en starfmenn Verkís hafa komið að hönnun flestra hitaveitna og jarðvarmaorkuvera hér á landi, auk þess að hafa komið að nýtingu jarðvarma víða erlendis.
 
Fréttabréfið er hægt að nálgast  með því að smella á krækju sem er neðar á síðunni.
 
Vafalítið hafa margir áhuga á nýtingu jarðhitans og þykir þetta fréttablað örugglega mjög fróðleg lesning. Ekki sakar að það er ókeypis og prýtt fjölda fallegra mynda. Og svo eru engar auglýsingar í blaðinu :-)
 
Efni blaðsins:
 
  • Framkvæmdastjóri Verkís, Sveinn Ingi Ólafsson vélaverkfræðingur dregur gangverkið upp með fróðlegum inngangi. Síðan koma nokkrar stuttar fréttir af starfsemi fyrirtækisins, en þar á eftir koma nokkrar greinar prýddar fallegum myndum:
  • Flokkun Jarðhitasvæða nefnist fyrsta greinin sem Dr. Oddur B. Björnsson vélaverkfræðingur ritar. 
  • Hitaveita á höfuðborgarsvæðinu er fyirrsögn greinar Sigþórs Jóhannessonar byggingaverkfræðings og sviðsstjóra jarðhitasviðs.
  • Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð nefnist grein Snæbjörns Jónssonar rafmagnsverkfræðings og Sigurðar Guðjónssonar byggingaverkfræðings.
  • Jarhitvirkjanir á Reykjanesi er fyrirsögn greinar Þorleiks Jóhannessonar vélaverkfræðings.
  • Auðlindargarðurinn Svartsengi nefnist grein Ágústs Bjarnasonar rafmagnsverkfræðings.
  • Snjóbræðslukerfi í Reykjavík er umfjöllunarefni greinar Andra Ægissonar véltæknifræðings og Þorleiks Jóhannessonar vélaverkfræðings.
 
 
Gangverk má nálgst sem pdf með því að fara á þessa síðu, og eldri blöð eru varðveitt hér.
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
sitelogo.png
 
Verkfræði- og ráðgjafastofa
 

Samfelld reynsla frá árinu 1932

 

Verkfræðistofan VERKÍS  á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa sem sameinuðust árið 2008.

 

Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Verkís og dótturfélaga þess eru um 300. Þar starfa meðal annars verkfræðingar, tæknifræðingar, dýravistfræðingur, iðnfræðingar, landfræðingar. landslagsarkitekt, jarðfræðingar, eðlisfræðingar, tækniteiknarar, geislafræðingar, læknir, hjúkrunarfræðingur, lýsingarhönnuðir, fiskifræðingur, bókasafnsfræðingur, viðskiptafræðingar...   

 

Á næsta ári mun fyrirtækið halda upp á þau tímamót að þá verða 80 ár liðin síðan Sigurður Thoroddsen opnaði verkfræðistofu sína.

 

VERKÍS  á rætur að rekja til fimm rótgróinna verkfræðistofa sem  sameinuðust árið 2008:

 

1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961:  RT - Rafagnatækni
1962:  Fjarhitun
1965:  Rafteikning
1970:  Fjölhönnun

 

 

 

 

 www.verkis.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um sólblossa fyrr og nú...

 

 

hmi4096_blank_1061430.jpg

 Sólblettahópurinn 1158 sést greinilega hægra megin á þessari mynd.
Smella þrisvar á myndina til að sjá betur

 

Það er ekki á hverjum degi sem svona fyrirbæri sést stefna beint á jörðina. Frægastur er líklega Carrington sólblossinn sem orsakaði neistaflug úr fjarskiptalínum árið 1859. Sjá nánar hér á bloggi Stjörnufræðivefsins

Sjá tvo pistla um fyrirbærið:

 

Pistill 25. janúar 2009.
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

 

Pistill 2. september 2009.
Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

518at-h_aul_sl500_aa300.jpgÁrið 2008 var gefin út löng skýrsla um hugsanlega vá af svona fyrirbærum: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report

Í skýrslunni stendur meðal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...".  Þetta er enginn smá kostnaður: 2.000.000.000.000 dollarar, og það bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn árið 1859, gæti komið hvenær sem er. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir efnahag heimsins.

Þessa 130 blaðsíðna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb að stærð). Einnig er hægt að kaupa hana hjá Amazon.

(Skýrsluna og samantekt er líklegar fljótlegast að nálgast með því að smella á viðhengin neðst á þessari síðu).

 

Það er rétt að leggja áherslu á að þessi fyrirbæri eru ekki hættuleg, en norðurljós geta orðið mjög falleg.

Sólblossinn sem fréttin fjallar um er ekkert í líkingu við Carrington blossann árið 1859 og ólíklegt að hann valdi miklum usla.

 

 

 Svona heyrðist í stuttbylgjuviðtækjum meðan loftnetum var beint að sólinni

Loud Blast of Radio Waves Heard in Shortwave From: Sunspot 1158/M6-Flare.

 

Sólblettahópur 1158 að myndast

Sunspot group 1158 forms - Solar Dynamics Observatory 

 

 

Segulmynd

Sunspot group 1158 forms as seen on SDO magnetic imager 


 

 Ótrúlegar myndir hér !

 


mbl.is Sólstormur í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hjarðhugsun manna eða Groupthink...

 

group-think-hjardhugsun_600w-c.jpg

 

Hjarðhegðun í dýraríkinu þekkja flestir og margir eru farnir að greina svipaða hegðun meðal manna, en það þarf ekki að koma á óvart því auðvitað tilheyra menn (konur eru líka menn) dýraríkinu.

Leiðtoginn, forystusauðurinn, leggur línurnar og þeir sem tilheyra hjörðinni samsinna öllu sem hann segir. Það er ekki endilega vísvitandi, heldur hrífast menn með andrúmsloftinu kringum hann, oftar en ekki hugsunarlaust og ómeðvitað. Eitthvað fyrirbæri ræður ríkjum sem límir saman hugsanir og gerðir manna.

Menn í hjörð eru löngu hættir að hugsa á gagnrýninn hátt, og hirð leiðtogans gætir þess vel að þeir sem fara út af sporinu og spyrja spurninga séu yfirgnæfðir með ýmsum ráðum. Oft er beitt árásum á viðkomandi persónu í stað þess að ræða málstaðinn. Argumentum ad hominem. Þetta þekkja menn vel úr stjórnmálum og jafnvel vísindaheiminum. Þar kallast hóphugsunin hinu fína nafni scientific concensus. Jafnvel virðast sumar opinberar stofnanir bera merki hjarðhegðunar innanhúss, en það þarf ekki að undra. Forystusauðir eru jú einnig í fjárhúsum.

Sem betur fer eru til sjálfstæðir einstaklingar sem þrífast illa í hjörð. Það þekkjum við úr íslenskum stjórnmálum og alþjóðlegum vísindum. Einstaklingar sem láta eigin sannfæringu ráða. Oftar en ekki verða þetta brautryðjendur á nýjum sviðum framfara og hugsunar. Hjörðin situr eftir öllum gleymd.

Hjarðhugsun kallast Groupthink á ensku. Hugsanlega mætti einnig nota orðið hóphugsun, en ritaranum þykir fyrra orðið berta. Hugtakið Groupthink er nánast orðið alþjóðlegt og hafa um það verið skrifaðar lærðar greinar, enda er um að ræða stórvarsamt fyrirbæri. Þekktastar eru e.t.v. rannsóknir Irving Janis hjá Yale háskóla.  Groupthink  er eiginlega hugarfar innan mjög samstæðs hóps þar sem meðlimir reyna eftir megni að forðast árekstra og komast að samdóma áliti án þess að beita gagnrýnni hugsun, greiningu og skoðun á hugmyndum.

 

Hér fyrir neðan eru meginatriði hjarðhugsunar sem oft veldur hjarðhegðun dregin saman.

 

 

Hjarðhugsun - Groupthink

Hjarðhugsun eða Groupthink er hugtak sem vísar til rangrar ákvörðunartöku innan hóps. Hópar þar sem hjarðhegðun eða groupthink viðgengst skoðar ekki alla möguleika og meiri áhersla er lögð á samdóma álit en gæði ákvörðunar.  Niðurstaðan verður oftar en ekki röng. Í sumum tilvikum geta afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Það er öllum hollt að hugsa um þessi mál og reyna að skilja fyrirbærið og hvað megi gera til að forðast það. Líta í kringum sig og reyna að sjá merki hjarðhegðunar. Hvernig er ástandið í þjóðfélaginu, stjórnmálunum, fjármálaheiminum, vísindaheiminum, vinnustaðnum... ?  Greina, spyrja og ræða...  Taka jafnvel dæmi úr dýraríkinu og gleyma því ekki að við tilheyrum því.   Reyna síðan að láta skynsemina verða hjarðeðlinu yfirsterkari og brjótast út úr hjörðinni. Verða sjálfstæður í hugsun og öðlast þannig virðingu, í stað þess að vera ósýnilegur í stóði.

 

Hagstæð skilyrði til að hjörð myndist:

  • Hætta er á hjarðhugsun þegar meðlimir hóps eru mjög samrýmdir og þeir eru undir miklu álagi að taka ákvörðun um mikilvæg mál. Að hugsa sem hjörð verður þægilegast fyrir alla meðlimi hjarðarinnar.

 

Neikvæð hegðun í hóp þar sem hjarðhugsun viðgengst:

  1. Fáir möguleikar skoðaðir.
  2. Hugmyndir sem koma fram eru hvorki rýndar né ræddar.
  3. Aðrir kostir en varpað hefur verið fram eru ekki skoðaðir.
  4. Slegið er á viðleitni til sjálfstæðrar hugsunar.
  5. Reynsla annarra eða sjálfs hópsins af eldri svipuðum málum ekki skoðuð.
  6. Ekki leitað álits sérfræðinga.
  7. Ekki er reynt að fá utanaðkomandi álit.
  8. Litið er niður til þeirra sem tilheyra ekki hópnum.
  9. Gagnaöflun hlutdræg.
  10. Ekki reiknað með að þörf sé á varaáætlun.

 

Einkenni hjarðhugsunar:

  1. Trú á eigin óskeikulleika.
  2. Trú á eigin siðgæði.
  3. Rangar ákvarðanir réttlættar.
  4. Einföldun vandamála ræður ákvörðun.
  5. Hræðsla við að vera öðru vísi en aðrir í hópnum.
  6. Einstaklingsbundin álit kveðin niður.
  7. Talað niður til þeirra sem ekki tilheyra hjörðinni.
  8. Ad hominem eða persónuníði beitt þegar rök þrýtur.
  9. Hræðsla við að láta raunverulegt álit sitt í ljós ef það er á skjön við samdóma álit hjarðarinnar.
  10. Gefið í skyn að álitið sé samdóma.
  11. Hugsanagæslumenn notaðir til að verja hjörðina frá óheppilegum upplýsingum.

 

Úrbætur til að koma í veg fyrir hjarðhegðun í hóp eru meðal annars:

  1. Fá álit minni hópa eða nefnda sem gefur stærri hóp álit.
  2. Deila stórum hóp í smærri hópa til að ræða sama málefni.
  3. Leiðtogar minni og stærri hópa verða að vera hlutlausir og forðast að gefa út álit.
  4. Nota mismunandi hópa fyrir mismunandi verkhluta.
  5. Skoða alla hugsanlega möguleika.
  6. Leita til sérfræðinga innan hóps og utan og fá þá til að ræða málin á fundum.
  7. Fá einhvern í öllum hópum eða nefndum til að reyna að finna álitinu allt til foráttu og bera fram erfiðar spurningar. Devil‘s advocate aðferðin við gagnrýni virkar vel.
  8. Muna að það ber vott um skynsemi og sjálfsstjórn að geta skipt um skoðun og gengið á móti straumnum.
  9. Sofa vel á álitinu áður en það er gefið út. Halda síðan fund til að leyfa hugsanlega ferskum forsendum og nýrri hugsun að koma fram. Hika þá ekki við að breyta um stefnu ef með þarf.

 

 

groupthink-3.jpg

 Hjarðhegðun-hóphugsun-groupthink er stórvarasamt fyrirbæri

 

 

Hvaða dæmi þekkir þú um hjarðhegðun í samfélaginu, vísindaheiminum eða annars staðar, fyrr á tímum eða nú á dögum?

 

 

 

 

Amazon: Irving L Janis; Groupthink.

Á netinu má finna mikið efni um Groupthink. Smella hér

Power Point skyggnur með mörgum dæmum.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur: Hugsanir á dósum. Myndbönd. Fyrri hluti. Seinni hluti.


Hitametið 2010 --- Nú er hitinn í frjálsu falli...

 

 

uah-sat-temp-jan-2011.jpg

Dr. Roy Spencer  hjá University of Alabama er einn þeirra sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. 

Hann hefur nú birt niðurstöður mælinga fyrir janúar 2011:

UAH Update for January 2011: Global Temperatures in Freefall

Smella hér.

Eins og sjá má myndinni hefur meðalhiti lofthjúps jarðar nánast verið í frjálsu falli undanfarið, og er nú svo komið að lofthitinn (eða hitafrávikið) er komið niður í meðaltal síðustu 30 ára, og örlítið betur ef menn vilja rýna í ferilinn með stækkunargleri. (Blái granni ferillinn lengst til hægri). Hitinn samkvæmt þessum mælingum var nefnilega -0,01°C undir meðaltalinu, en það er varla tölfræðilega marktækt.  Miðað við þetta hraða hitafall kæmi það ekki á óvart þó meðalhitinn færi vel undir 30-ára meðaltalið á næstunni.

Eru þetta miklar breytingar?   Hummm...  Kannski og kannski ekki.   Talið er að meðalhiti jarðar hafi hækkað um svosem 0,7 til 0,8 gráður á síðastliðnum 100 eða 150 árum. Hver reitur hér fyrir ofan jafngildir 0,1 gráðu.

Síðastliðið ár var einstaklega ljúft og milt fyrir gróðurinn og mannfólkið. Hvernig skyldi árið sem er nýhafið verða?  Vonandi verður það ekki síðra hér á Fróni þó þessar blikur séu á lofti...

 

Sjá nánar á bloggsíðu Dr. Roy Spencer.


 


Spjall um segultruflanir sólar sem benda til minnkandi virkni - - - og kvæðið um samlíkingu sólarinnar...

 

 

 sun-earth-b.jpg


 

 Hvað er betra en sólarsýn
þá sveimar hún yfir stjörnurann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.
                                                                                      Bjarni Gissurarson 1621 - 1712.

 

 

 

Skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólinni hafa verið skráðar í áratugi. Meðal annars í á vegum Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans. Þessar breytingar geta jafnvel verið það miklar að þær birtist sem flökt í stefnu  áttavita.

Þetta segulflökt sem sólvindurinn ber með sér er einn af mælikvörðunum á virkni sólar.

Á vefsíðu Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans stendur eftirfarandi m.a.:

 "Háloftadeild rekur segulmælingastöð í Leirvogi í Mosfellssveit. Stöðinni var komið á fót árið 1957 og er hún hin eina sinnar tegundar hér á landi. Þar eru skráðar breytingar á segulsviði jarðar, bæði skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu og hægfara breytingar sem stafa af hræringum í kjarna jarðar. Breytingarnar hafa meðal annars áhrif á stefnu áttavitanála, og langtímamælingar í Leirvogi eru því notaðar til að leiðrétta kort fyrir siglingar og flug. Niðurstöður mælinga sem skráðar eru á 10 sekúndna fresti eru sendar daglega til gagnamiðstöðvar í Kyoto í Japan og mánaðarlega til Boulder í Colorado.

Háloftadeildin sér einnig um rekstur tveggja stöðva til norðurljósarannsókna, en stöðvarnar eru í eigu Pólrannsóknastofnunar Japans. Önnur þeirra er á Augastöðum í Borgarfirði, en hin á Mánárbakka á Tjörnesi. Stöðvum þessum var komið upp 1983, en tækjabúnaður þeirra er í stöðugri þróun. Hið sama er að segja um segulmælingastöðina í Leirvogi.

Þá sér Háloftadeildin um rekstur tveggja ratsjárstöðva til rannsókna á rafhvolfi jarðar. Önnur þeirra er  við Stokkseyri en hin við Þykkvabæ. Fyrrnefnda stöðin var sett upp árið 1993 og er í eigu franskra rannsóknastofnana en sú síðarnefnda, sem tók til starfa 1995, er í eigu háskólans í Leicester í Englandi. Þessar stöðvar eru mikilvægur hlekkur í keðju slíkra stöðva sem nær bæði til norður- og suðurhvels jarðar. Markmiðið með keðjunni er að kortleggja áhrif sólar á rafhvolfið".

Sá sem þennan pistil ritar vann á námsárunum sem sumarmaður á Háloftadeildinni, og kom því oft í Segulmælingastöðina í Leirvogi. Á þeim áratugum sem síðan eru liðnir hef ég komið þangað nokkrum sinnum, síðast líklega fyrir um fimm árum. Dr. Þorsteinn Sæmundsson var deildarstjóri Háloftadeildar lengst af, en nú ræður Dr. Gunnlaugur Björnsson þar ríkjum.

Mér er minnisstætt hve mikið alúð hefur alla tíð verið lögð við stöðina og úrvinnslu gagna. Þarna fékk ég að kynnast vísindalegum vinnubrögðum Þorsteins sem ávallt hafa verið í hæsta gæðaflokki. Aldrei mátti vera neinn vafi á að mæligögn væru eins rétt og nokkur kostur væri á, og ef grunur var um að þau væru það ekki, þá var ekki hætt að leita að skýringum fyrr en þær lágu fyrir. Þarna kom ég að viðhaldi tækjabúnaðar, gagnaúrvinnslu og jafnvel framköllun á kvikmyndafilmu úr norðurljósamyndavél. Þarna var meðal annars verið að framkvæma óbeinar mælingar á sólinni, þ.e. breytingum á segulsviði jarðar og jónahvolfinu. Þarna voru notuð mælitæki sem voru einstök í heiminum, m.a róteinda-segulsviðsmælirinn Móði sem Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor smíðaði ásamt samstarfsmönnum sínum. Mörg tækjanna í segulmælingastöðinni, e.t.v. flest, voru smíðuð á Íslandi. 

Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor í eðlisfræði við HÍ hóf stafrækslu síritandi mælistöðvar í Leirvogi á alþjóða jarðeðlisfræðiárinu 1957, þannig að þar hafa nú verið gerðar mælingar samfellt í meira en hálfa öld. Um Þorbjörn má lesa í einkar fróðlegri samantekt Leós Kristjánssonar sem finna má hérÞorbjörn var einstakur maður, jafnvígur á fræðilega eðlisfræði, tilraunaeðlisfræði, rafeindatækni, o.m.fl. Einstakt ljúfmenni og góður kennari, en ég var svo heppinn að hafa hann sem kennara í rafsegulfræði á sínum tíma fyrir margt löngu.

 

Jæja, nóg komið af útúrdúrum, en skoðum aðeins hver áhrif sólin hefur haft á segulflökt jarðar síðastliðna hálfa aðra öld, þ.e. skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu, sem minnst er á á vef Háloftadeildar.

 ---

Ferillinn hér fyrir neðan uppfærist sjálfkrafa og sýnir hann breytingar í Average Planetary Magnetic Index (Ap) síðan um síðustu aldamót, eða í rúman áratug (2000 til janúar 2011).  Athygli vekur hve lágt gildið hefur verið undanfarin tvö ár eða svo, en Ap stuðullunn hefur verið að dóla kringum gildið 5, og jafnvel aðeins neðar.

 

                                           http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle/Ap.gif

 

En hvernig hefur Ap stuðullinn verið þau síðastliðin 80 ár sem góð gögn eru til um. Það sýnir næsta mynd sem nær frá 1932 til 2008.

Örvarnar neðst á myndinni merkja lágmörk í sólsveiflunni. Lárétta línan er við Ap=6. Kuldatímabiðið um 1970 ("hafísárin") hefur verið merkt inn. Það er ljóst að undanfarin tvö ár hefur Ap stuðullinn verið sá lægsti sem mælst hefur síðan 1932.

 

ap-index-1932-2008-b_1056197.png

 

 

 Myndin hér fyrir neðan sýnir breytingar alla leið aftur til ársins 1884 til dagsins í dag, en myndin er fengin á vefsíðu Dr Leif Svalgaard.  Sést nokkurs staðar lægra gildi en mælist um þessar mundir?

Ath að ferlarnir á þessum myndum er ekki endilega alveg sambærilegir.  Meðaltalið er ekki alls staðar tekið yfir jafn langan tíma, þannig að smávægilegur munur getur verið á útliti þeirra..  

 

ap-monthly-averages-1844-now.png

 Stækka má mynd með því að tvísmella á hana.

 

 

Niðurstaðan er sú að skammtímatruflanir á segulsviði jarðar eru óvenju litlar um þessar mundir. Væntanlega kemur það líka fram á mælunum í Leirvogi á svipaðan hátt og hér.

 

 

 ---

 

www.spaceweather.com

NOAA: Geomagnetic Kp and ap indices.

NOAA: Currrent solar data.

NOAA: Solar Cycle Progression

Vefsíða með fjölmörgum beintengdum upplýsingum um sólina:
Solar Images and Data Page


 

 


 

 

 

 

Kvæði um samlíking sólarinnar

Hvað er betra en sólar sýn,
þá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.


Þegar að fögur heims um hlíðir
heilög sólin loftið prýðir,
lifnar hauður, vötn og víðir,
voldug er hennar sýn.
Hún vermir, hún skín
Með hæstu virðing herrans lýðir
horfi á lampa þann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.

Á fjöllunum hennar geislar glóa,
gropnar ís í vötn og flóa,
drýpur vörm í dalina mjóa
dýrðar gufan eins og vín.
Hún vermir, hún skín
Allskyns fögur eplin gróa
út um veraldar rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.

Öll náttúran brosandi breiðir
blíðan faðm og sig til reiðir,
þegar að veldis hringinn heiðir
og hennar ljóma augnabrýn.
Hún vermir, hún skín
Elds brennandi lofts um leiðir
lýjast aldrei kann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.

Orðið herrans helgidóma
hreinferðugrar kvinnu blóma
samlíkir við sólarljóma,
þá situr hún kyrr að verkum sín.
Hún vermir, hún skín
Um hennar dyggðir, hefð og sóma
hljómurinn víða rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.

                                                 

 

Bjarni Gissurarson 1621 – 1712, höfudur kvæðisins um samlíking sólarinnar, var skáld og prestur í Þingmúla í Skriðdal, fæðingarstað sínum. Bjarni var gáfumaður, gleðimaður og gamansamur. Hann er í tölu helstu skálda síns tíma og mjög mikilvirkur, orti trúarljóð og veraldleg kvæði af ýmsum toga, einkum ádeilur, skemmtibragi og ljóðabréf, einnig vikivakakvæði.


 

 


Spá NASA um virkni sólar fellur enn...

 

 

 

 

Eins og hreyfimyndin hér fyrir ofan ber með sér þá  hefur spá NASA um hámark næstu sólsveiflu farið hratt lækkandi.  

Takið eftir textanum efst á myndinni með dagsetningu.

 

Eins og bloggað var um hér 7. október 2010 spáði NASA þá sólblettatölu 64. Í nýjustu spánni sem birt er hér er talan komin niður í 59. Sjá myndina hér fyrir neðan.

Í mars 2008 spáði NASA sólblettatölu 130-140, en nú er spáin komin niður í 59. Skyldi spáin eiga eftir að falla frekar?

 

"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed
sunspot number maximum of about 59 in June/July of 2013.
We are currently two years into Cycle 24 and the predicted size continues to fall".

 

Þannig byrjar vefsíða NASA Solar Cycle Prediction.

        Það dregur greinilega nokkuð hratt úr virkni sólar...

 

 

ssn_predict_l--jan-2011.gif

 Myndin er af vefsíðu NASA. Takið eftir textanum efst á myndinni.

 

""The next sunspot cycle will be 30% to 50% stronger than the previous one,"
If correct, the years ahead could produce a burst of solar activity second only to
the historic Solar Max of 1958 ".

NASA 10 mars 2006 Smile

Hvað hefði þetta þýtt í sólblettatölu?

 

Sjá pistilinn frá 7. október 2010:   Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband