Er móðir náttúra að stríða okkur? - Enn hagar hafísinn á norðurslóðum sér undarlega...

 

 

dmi_ice_12_okt_2010_1034103.jpg

 

Takið eftir hvernig svarti ferillinn hefur læðst upp fyrir hina ferlana.


Síðastliðið sumar (19. júlí) skrifaði ég pistil sem nefndist ""Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...". Sjá agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1078104.  Tilefnið var að ferillinn sem sýnir útbreiðslu hafíss hafði þá nýverið tekið krappa sveigju uppávið.

Nú hefur það aftur gerst að ferillinn hefur sveigt uppávið, og er svo komið að hann liggur hærra en ferlarnir fyrir árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.

Hvað veldur hef ég ekki minnstu hugmynd um. Hvort þetta er vísbending um hvernig hafísinn muni haga sér á næstunni hef ég enn minni hugmynd um. Það er þó ljóst að samkvæmt Dönsku veðurstofunni er útbreiðsla hafísinns nú í augnablikinu heldur meiri en árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009. 

Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun, en samt er þetta óneitanlega forvitnilegt.   Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði.

Kannski móðir náttúra sé bara að stríða okkur. Eða er hún að minna okkur á hver það er sem ræður Wink

 

icecover_2010_1034006.png
 Arealet af al havis på den nordlige halvkugle for de seneste 5 år.

 

 

Myndin er af vefsíðu dönsku veðurstofunnar DMI 12. október 2010.
http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Myndin sem er efst á síðunni er klippt úr þessari mynd.

 

Current Sea Ice extent

Total sea ice extent on the northern hemisphere since 2005. The ice extent values are calculated from the ice type data from the Ocean and Sea Ice, Satellite Application FacilityOSISAF), where areas with ice concentration higher than 30% are classified as ice.

The total area of sea ice is the sum of First Year Ice (FYI), Multi Year Ice (MYI) and the area of ambiguous ice types, from the OSISAF ice type product. However, the total estimated ice area is underestimated due to unclassified coastal regions where mixed land/sea pixels confuse the applied ice type algorithm. The shown sea ice extent values are therefore recommended be used qualitatively in relation to ice extent values from other years shown in the figure. In 2010 sea ice climatology and anomaly data will be available here. 

 

 

 

Havisareal på den nordlige halvkugle

Grafikken til højre viser det totale havis areal på den nordlige halvkugle, som funktion af dag på året. Det viste havis areal er beregnet på baggrund af is-koncentrations data fra Ocean and Sea Ice, Satellite Application Facility-projektet (OSISAF), hvor is-koncentrationer større end 30% kategoriseres som havis.

Det totale areal er summen af vinteris, polaris, samt det isdækkede areal hvor OSISAF-algoritmen ikke med sikkerhed kan bestemme istypen. Det totale estimat for havisen er undervurderet, da en del kystområder er udeladt, hvorfor grafen bør benyttes kvalitativt indtil data kan sammenlignes med andre år. Der arbejdes i øjeblikket på at lave et havis klimatologi datasæt, hvilket forventes færdigt 2010.

 

 

 

 

 

 

Sjá vefsíðuna Sea Ica Page sem er með fjölda grafa og mynda sem breytast daglega.

 

 

 

mynd10a.jpg
 
Lagnaðarís í Reykjavíkurhöfn 1918.
Myndin er úr myndasafni Mbl (sjá  hér) og er textinn þar ónákvæmur eins og Trausti bendir á í athugasemd #8. (Uppfært 13/10 kl 06:32).

 
crying_ice_sheet.jpg

 Móðir náttúra að tárast?

Myndina tók Michael Nolan við Austfonna á Svalbarða

 

 


Minnstu norðurljós í 100 ár...

 

 

 

Fyrir skömmu birtist frétt þar sem vitnað var í  Dr. Noora Partamies hjá Finnsku Veðurstofunni.  Þar kemur fram að norðurljósin séu nú sjaldgæfari en nokkru sinni í meira en öld.  Þessu veldur væntanlega minnkandi virkni sólar.

 

 Northern Lights hit 100-year low point

 Helsinki (AFP) Sept 28, 2010

The Northern Lights have petered out during"the second half of this decade, becoming rarer than at any other time in more than a century, the Finnish Meteorological Institute said Tuesday.

 

The Northern Lights, or aurora borealis, generally follow an 11-year "solar cycle", in which the frequency of the phenomena rises to a maximum and then tapers off into a minimum and then repeats the cycle.

"The solar minimum was officially in 2008, but this minimum has been going on and on and on," researcher Noora Partamies told AFP.

"Only in the past half a year have we seen more activity, but we don't really know whether we're coming out of this minimum," she added.

The Northern Lights, a blaze of coloured patterns in the northern skies, are triggered by solar winds crashing into the earth and being drawn to the magnetic poles, wreaking havoc on electrons in the parts of the atmosphere known as the ionosphere and magnetosphere.

So a dimming of the Northern Lights is a signal that activity on the sun which causes solar winds, such as solar flares and sun sports, is also quieting down.

For researchers like Partamies, it is the first time they can observe through a network of modern observation stations what happens to this solar cycle when it becomes as badly disrupted as it is now.

"We're waiting to see what happens, is the next maximum going to be on time, is it going to be late, is it going to be huge?" Partamies said.

During the cycle's peak in 2003, the station on Norway's Svalbard island near the North Pole, showed that the Northern Lights were visible almost every single night of the auroral season, which excludes the nightless summer months.

That figure has fallen to less than 50y percent, while the southernmost station, situated in southern Finland, has been registering only two to five instances annually for the past few years.

 

 

 Sjá fréttina hér á Space Daily.


24/7 Space News
 
 
Myndin efst á síðunni er af norðurljósum fyrir ofan lítið gróðurhús í Bláskógabyggð.
 

 


Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...

 

 

hathaway ssn blink2007 2010

 

 

Á hreyfimyndinni má sjá samanburð á spá NASA (Dr. David Hathaway)  árið 2007 og 5. október 2010.

NASA spáir nú sólblettatölu 64 sem er sú sama og fyrir 100 árum. Hámarkið spáir Hathaway að verði árið 2013. Sjá hér

Aðrir hafa spáð enn lægri sólblettatölu eða um 48, en svo lág tala hefur ekki sést í um 200 ár. Spár Dr. Hathaway hafa farið lækkandi þannig að ekki er hægt að útiloka að næsta spá hans verði enn lægri en sú sem var að birtast.

Hr. Hathaway má eiga það að hann hefur verið óragur við að breyta spám sínum og gerir ávallt góða grein fyrir forsendununum, óvissunni og því hve lítið við vitum í raun um eðli sólar.

Sumum finnst spá Hathaway vera enn of há. Þar á meðal er David Archibald. Sjá hér. Hann spáir sóllblettatölu 48 og hámarki 2015. Meðal annars vitnar hann í 210 ára De Vries/Suess sólsveifluna. Sjá hér. Fari svo að Archibald hafi rétt fyrir sér, þá verður þetta lægsta sólblettatala síðan um það bil 1810. Sjá hér.

 

Við lifum svo sannarlega á spennandi tímum...

 

 

 

maunderminimum.jpg


 Myndin af sólsveiflum í 400 ár er fengin að láni á vefsíðu NASA hér

 


Halastjarnan Hartley 2 sést núna...

 

 

rolando-ligustri1.jpg

 

Í kvöld sá ég  halastjörnuna 103P/Hartley 2 Smile


Þar sem ég var staddur utanbæjar var himininn með allra fallegasta móti og tindruðu stjörnur um alla hvelfinguna. Vetrarbrautin skartaði sínu fegursta og var engin "ljósmengun" frá mánanum eða norðurljósum.

Halastjarnan er skammt frá stjörnumerkinu Kassíopeia, sem er eins og stórt W mjög hátt á himninum. Um halastjörnuna er fjallað í góðri grein á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is.

Halastjarnan er mjög dauf og ekki auðvelt að koma auga á hana. Stundum þóttist ég sjá móta fyrir henni með berum augum, en var ekki viss. Líklega var það bara ímyndun :-).   Ég var með góðan handsjónauka, Canon 15x50 með hristivörn,  en halastjarnan ætti að sjást með öllum sæmilega góðum sjónaukum ef ljósmengun er mjög lítil. Hún er þó frekar ógreinileg, eiginlega eins og óskarpur hnoðri.

Líklega verður halastjarnan  björtust 20. október og ætti þá að sjást vel, jafnvel með berum augum. Það verður gaman að fylgjast með henni. Halastjörnur eiga til að koma á óvart. Stundum verða þær skyndilega bjartar og fallegar.

Sjá umfjöllun um halastjörnuna hér á Stjörnufræðivefnum. Þar er m.a. stjörnukort sem sýnir hvar halastjörnuna er að finna næstu kvöld.

Myndina tók Rolando Ligustri 2. október og er hún fengin að láni á spaceweather.com. Græni liturinn sést ekki í sjónauka, en kemur fram á myndum sem teknar eru af halastjörnunni. (Smella nokkrum sinnum á myndina til að stækka hana).

-

Í kvöld sá ég einnig fjöldan allan af gervihnöttum. Þar á meða var einn Iridium sem blossaði upp um leið og hann fór fram hjá Kassíópeiu merkinu.

 


Ótrúlegir goshverir á Enceladus tungli Satúrnusar...

 

enceladus-600w_1031393.jpg

 

 

Engu líkara er en að göt hafi komið á Enceladus sem er eitt tungla Satúrnusar. Enceladus er um 500km í þvermál og er myndin tekin í sýnilegu ljósi 25 desember 2009 frá Cassini geimfarinu.

Þetta er þó ekki heit hveragufa eins og kemur upp úr jörðinni við Geysi, heldur kalt vatn, eða öllu heldur ískristallar.

Sjá nánar hér og hér.

 

 

6023_14195_1.jpg

 

 

CICLOPS: Cassini Imaging Central Laboratory for OPerationS

 www.ciclops.org

 


Jessica Cox, stúlkan sem fæddist handalaus, er með einkaflugmannspróf - Videó...

 

jessica-cox-standing-in-plane.jpg

 

 

 

Nú þegar svartsýnin og örvæntingin ræður ríkjum í þjóðfélaginu er hughreystandi að lesa um Jessicu Cox sem fæddist handalaus, en hefur með einstökum dugnaði og bjartsýni náð lengra en flest okkar. Getur fleira og gerir það betur.

Þrátt fyrir fötlun sína er Jessica með einkaflugmannspróf,  leikur á píanó, vélritar 25 orð á mínútu, er meistari í íþróttum, dansar, er góður fyrirlesari...

Eiginlega á ég ekki orð.   Hvers vegna er ég að kvarta þó á móti blási stundum? Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins jákvæðir og þessi fallega stúlka?

Myndirnar segja meira en mörg þúsund orð, orð sem ég á ekki til...

 

 

 


 

 

jessica1.jpg

 

 

 

 

 Meira hér.

 

 

 

 

 


Nýr áhugaverður hitaferill sýnir hlýskeið og kuldaskeið á norðurhveli síðastliðin 2000 ár...

 

ljungquist2010_temp-graph.jpg

 

Í sænska tímaritinu Geografiska Annaler 92A(3):339-351)  birtist fyrir skömmu áhugaverð grein eftir Fredrik Charpentier Ljungquist. Höfundur starfar við Háskólann í Stokkhólmi.

Greinina má nálgast með því að smella hér.
Trausti Jónsson
fjallaði um greinina hér.

Hitaferillinn sem er efst á síðunni er úr greininni, en ég bætti inn rauðu línunni sem sýnir meðalhita áranna 1961-1990. Hitaferillinn sýnir sem sagt frávik frá þessu meðaltali. Strikaði hluti ferilsins lengst til hægri er áratugameðaltal yfir tímabilið 1850-1999, þ.e. hitamælingar gerðar með mælitækjum, en grái hlykkjótti ferillinn er  auðvitað niðurstöður óbeinna mælinga.

Smella má tvisvar á myndina til að opna stærri mynd og lesa skýringarnar sem eru fyrir neðan hana. 

Í greininni er kort sem sýnir á hvaða rannsóknum ferillinn er byggður, og þar er einnig listi með tilvísunum í rannsóknirnar.

 

ljungquist-1_1030548.jpg

Það er áhugavert að á ferlinum, sem er efst á síðunni, kemur fram að álíka hlýtt hefur verið á norðurhveli jarðar, þ.e. á þeim svæðum sem rannsóknirnar sem ferillinn byggir á ná yfir, fyrir 2000 árum, aftur fyrir um 1000 árum, og einnig á undanförnum áratugum.

Kuldaskeiðin á hinum myrku miðöldum um 300-800, og aftur á litlu ísöldinni frá um 1300-1900 leyna sér ekki.

Hitasveiflurnar fyrr á öldum eru yfir 0,6°C, eða svipað og á síðustu öld eins og allir vita.

 

Úrdráttur:

ABSTRACT. A new temperature reconstruction with decadal resolution, covering the last two millennia, is presented for the extratropical Northern Hemisphere (90–30°N), utilizing many palaeotemperature proxy records never previously included in any largescale temperature reconstruction. The amplitude of the reconstructed temperature variability on centennial time-scales exceeds 0.6°C. This reconstruction is the first to show a distinct Roman Warm Period c. AD 1–300, reaching up to the 1961–1990 mean temperature level, followed by the Dark Age Cold Period c. AD 300–800. The Medieval Warm Period is seen c. AD 800–1300 and the Little Ice Age is clearly visible c. AD 1300–1900, followed by a rapid temperature increase in the twentieth century. The highest average temperatures in the reconstruction are encountered in the mid to late tenth century and the lowest in the late seventeenth century. Decadal mean temperatures seem to have reached or exceeded the 1961–1990 mean temperature level during substantial parts of the Roman Warm Period and the Medieval Warm Period. The temperature of the last two decades, however, is possibly higher than during any previous time in the past two millennia, although this is only seen in the instrumental temperature data and not in the multi-proxy reconstruction itself. Our temperature reconstruction agrees well with the reconstructions by Moberg et al. (2005) and Mann et al. (2008) with regard to the amplitude of the variability as well as the timing of warm and cold periods, except for the period c. AD 300–800, despite significant differences in both data coverage and methodology.

 

 

Sjálfsagt er að sækja alla greinina með því að smella hér:
A new reconstruction of temperature variability in the extra-tropical northern hemisphere during the last two millenia.

 

Önnur áhugaverð grein frá 2009 eftir sama höfund er hér:
Temperature proxy records covering the last two millenni: A tabular and visual overview.
Þetta er vissulega nokkuð löng grein, en yfirfull af fróðleik.

 

 

 

 


 

Ú T Ú R D Ú R A R:

 

 

 
Hitaferil eftir Craig Loehle (2007), en hann birtist hér á blogginu í júní 2008. 
Ferillinn nær einnig yfir síðastliðin 2000 ár.
 
 
 
Uppfært 30/10:  Þetta er smávegis leiðréttur hitaferill eftir Loehle (2008). 
 

 

 

 warming-in-cycles-carter1.jpg

 Síðastliðin 5000 ár. Koma svona hlý og notaleg tímabil á um þúsaldar fresti?

 

 

 

temperature_swings_11000_yrs.jpg

Frá síðustu ísöld fyrir 11.000 árum nánast til dagsins í dag. 

 

Þetta virðast vera gríðarmiklar sveiflur eins og þær birtast á ferlunum, en hve miklar eru þær í raun? Meðalhiti jarðar er um 15°C.  Heimasmíðaði hitamælirinn hér fyrir neðan sveiflast um því sem næst 0,7 gráður.  Er þetta mikið eða lítið? Það fer auðvitað eftir ýmsu.

 

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/global-warming-thermometer--50_996980.gif

 

 

En þá er það auðvitað spurningin stóra: Mun framtíðin verða svipuð og fortíðin? Notalega hlýtt á Fróni með 1000 ára millibili, en leiðinda kuldi í nokkur hundruð ár þess á milli. Hvenær megum við búast við næstu ísöld sem færir Frón á kaf undir ís?  Erum við ekki einstaklega heppin að það skuli vera svona milt og gott þessa áartugina, eða er það bara eigingirni?

 

 

 Ef einhver er ekki búinn að fá nóg:

 Medieval Warm Period Project


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fréttin um myrkvun jarðar árið 2013 vegna sólgosa...

 

 

 

 

Það er útilokað að að hægt sé að spá fyrir um sólgos á þann hátt sem fram kemur í norsku fréttinni, Jörðin gæti myrkvast,  sem vitnað er til í Morgunblaðinu í dag.

Það er svo annað mál að öflug sólgos geta valdið skaða á viðkvæmum rafbúnaði. Til þess að svo verði er ekki nóg að öflugt sólgos verði, heldur þarf jörðin að vera stödd þannig á braut sinni umhverfis sólu að efnisagnirnar lendi á henni. 

Það er því ástæðulaust að óttast að nokkuð svona lagað gerist árið 2013. Svona sólgos gæti kannski orðið í næstu viku, eða kannski eftir nokkur ár, áratug eða áratugi...

 

Það er svo annað mál að það er sjálfsagt að þekkja hættuna og vera viðbúinn. Um það var fjallað í pistlinum 25. janúar 2009:  Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

Í september 2009 var fjallað um atvikið 1859 sem kennt er við Carrington og minnst er á í fréttinni:  Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

Nýlega kom út viðamikil skýrsla vísindanefndar sem nefnist Space Weather Events—Understanding Societal and Economic Impacts.   

Fyrir nokkru var fjallað um skýrsluna á vefsíðu NASA: Severe Space Weather. Þar kemur fram sú mikla hætta sem rafdreifikerfinu getur stafar af öflugum kórónugosum og segulstormum. 

 

Sem sagt, í fréttinni leynist sannleikskorn, en þar er einnig óþarflega mikið fullyrt...

 

 

 

Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag...?

 Þannig var spurt á blogginu fyrir ári...

 

 


mbl.is Jörðin gæti myrkvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur vísindmanna af heilsufari sólar...

 

 

ssn_predict_l_1027400.gif

 

 Myndin er frá síðustu spá NASA um virkni sólar á næstu árum. Spáin er dagsett 3ja september og má lesa hana hér.  Eins og sjá má, þá spáir NASA nú að næsta sólsveifla, sveifla númer 24, muni hafa um helmingi lægri sólblettatölu en sú sem nýliðin er, þ.e. sólsveifla númer 23.

 

Ennþá meiri athygli hefur eftirfarandi þó vakið...

 Á vefsíðu danska blaðsins Ingeniøren, sem margir þekkja, var fyrir fáeinum dögum grein sem nefnist  Solpletterne forsvinder om få år, spår amerikanske forskere.

Smella hér til að sjá greinina.

"Solen er langsomt ved at skrue ned for styrken af sit magnetfelt, viser målinger gennem de seneste ti år. En ekstrapolation tyder på, at solpletterne helt forsvinder om fem-ti år"

stendur í inngangi greinarinnar.

Í greininni er vísað í splunkunýja grein eftir Livingston og Penn. Greinin, sem er erindi sem þeir fluttu nýlega á ráðstefnu Alþjóða stjörnufræðifélagsins, Internationa Astronomical Union - IAU.  mun birtast innan skamms.     Bloggarinn náði í eintak á arXiv.org. Greinina má nálgast með því að smella hér.

Höfundarnir eru enn svartsýnni enn NASA og spá þeirra nær einnig til sólsveiflu 25.

Í samantekt greinarinnar (abstract) stendur meðal annars:

"Independent of the normal solar cycle, a decrease in the sunspot magnetic field
strength has been observed using the Zeeman-split 1564.8nm Fe I spectral line at the
NSO Kitt Peak McMath-Pierce telescope. Corresponding changes in sunspot brightness
and the strength of molecular absorption lines were also seen. This trend was seen to
continue in observations of the first sunspots of the new solar Cycle 24, and extrapolating a linear fit to this trend would lead to only half the number of spots in Cycle 24 compared to Cycle 23, and imply virtually no sunspots in Cycle 25."

Höfundarnir benda vissulega á að þetta séu aðeins vísbendingar byggðar á mælingum. Það þurfi að fara varlega þegar mæliferlar eru framlengdir inn í framtíðina, en vissulega er þetta vísbending sem vert er að veita athygli, sérstaklega þegar spár NASA um næstu sólsveiflu eru nánast í sama dúr.

 

Sjá einnig grein í Science 14 september; Say Goodby to sunspots?  Lesa hér.
Þar stendur m.a.:

"The last solar minimum should have ended last year, but something peculiar has been happening. Although solar minimums normally last about 16 months, the current one has stretched over 26 months—the longest in a century. One reason, according to a paper submitted to the International Astronomical Union Symposium No. 273, an online colloquium, is that the magnetic field strength of sunspots appears to be waning.

Scientists studying sunspots for the past 2 decades have concluded that the magnetic field that triggers their formation has been steadily declining. If the current trend continues, by 2016 the sun’s face may become spotless and remain that way for decades—a phenomenon that in the 17th century coincided with a prolonged period of cooling on Earth".

 --- --- ---

 

 

 

Grein um málið var að birtast í dag á síðunni WUWT:  Sun’s magnetics remain in a funk: sunspots may be on their way out. Smella hér. Þar eru nokkrar myndir og krækjur.

-

Livingston og Penn hafa fjallað um þessi mál áður, en nú virðist sem rannsóknir þeirra veki mun meiri athygli en áður. Í nýju greininni eru uppfærðir ferlar með niðurstöðum nýrra mælinga.

 

Sjá bloggpistilinn sem birtist hér 3ja september 2009 þar sem fjallað er um Livingston og Penn:

Eru sólblettir að hverfa? Þannig er spurt á vefsíðu NASA í dag...

 

Nú er bara að vona að þetta sé ekki fyrirboði um það sem fjallað er um hér Undecided

-

Það er þó rétt að taka það fram í lokin að sólin er við hestaheilsu og því fílhraust, en það er bara spurning hvort hún verði í sólskinsskapi næstu árin.

Svona sveiflur í sólinni eru mjög eðlilegar og koma með reglulegu millibili, en hæðirnar og lægðirnar eru misdjúpar.

Það er vel þekkt að virkni sólar gengur í bylgjum. Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. 
(Ath. að tímarnir sem gefnir eru upp eru eingöngu því sem næst. Þannig er t.d. 11-ára sveiflan í raun á bilinu  9,5 til 13 ár að lengd).

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stjörnuskoðun, Stjörnufræðivefurinn og ljósmengun...

 

 

stjornufraedivefurinn-klippt.jpg


Nú fer að verða hægt að njóta stjörnuhiminsins á kvöldin.  Að mörgu leyti er haustið besti tíminn því þá er ekki eins kalt og um hávetur.

Ekki er nauðsynlegt að eiga forláta stjörnusjónauka til að skoða stjörnurnar. Að mörgu leyti hentar sæmilega góður handsjónauki vel. Jafnvel er hægt að njóta fegurðar kvöldhiminsins án sjónauka. Það sem skiptir mestu máli er að komast út úr þéttbýlinu og finna stað þar sem ljósmengun er minni. Til dæmis má skreppa í Heiðmörk eða að Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð. Ljósmengun í dreifbýli er orðin verulegt vandamál og má lesa um það hér.

Reyndar er Stjörnufræðivefurinn langbesta hjálpartækið. Þar er gríðarmikill fróðleikur ætlaður almenningi. Nýlega var vefurinn endurbættur verulega og er mér til efs að betri vefur fyrir þá sem ánægju hafa af stjörnuskoðun sé til á netinu. Auðvitað eru allar greinar á Íslensku, og meira segja á góðri Íslensku :-)

Félagið Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er líklega eina félag áhugamanna hér á landi. Félagar koma alls staðar af landinu, þrátt fyrir að nafnið geti bent til annars. Bloggarinn hefur verið félagsmaður lengi og var gjaldkeri í nokkur ár fyrir um áratug síðan
.

Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að benda á Stjörnufræðivefinn  www.stjörnuskoðun.is.  Enginn verður svikinn af því að heimsækja hann.

---


Ítarefni:

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness


Ljósmengun



Grein um Ísland í víðlesnu erlendu tölvublaði: How to kill the datacenter business...

 

Í vefútgáfu víðlesins og mjög þekkts erlends miðils  ZDNet er fjallað um ólukku Íslendinga. Skýrt er frá því hvernig þeir hafa lifað af eldgos, óveður og jarðskjálfta, en nú sé ljóst að enn ein ógnin stafi að Íslendingum, þ.e. þeirra eigin stjórnmálamenn.

Auðvitað er verið að fjalla um gagnaverin sem áttu að koma í stað álveranna. Fjallað er um ákvörðun IBM og fleiri að hætta samstarfi um uppbyggingu stórs gagnavers á Keflavíkurflugvelli...

 

How to kill the datacenter business

By David Chernicoff | September 9, 2010, 11:48am PDT

http://www.zdnet.com/blog/datacenter/how-to-kill-the-datacenter-business/438


Summary

With an environment that lends itself to significant green datacenter potential, Iceland’s dreams of becoming a datacenter mecca seem to have run afoul of the governmental bureaucracy

 

 

 

They survived earth quakes, severe weather, and a volcanic eruption that shut down air travel over a good portion of the planet, but it looks like the big plans of Icelandic datacenter providers may have been shot down by that most insidious of creatures; their own politicians.

With the announcement that IBM, as well as other major players, was postponing their involvement in the large datacenter operation planned for the former military base at Keflavik International Airport the prospects of a relatively rapid ramp up of the Icelandic datacenter operation seemed to be pretty well dampened.  At issue is the fact that the servers in the datacenters are currently subject to the Icelandic VAT and this additional taxation adds a major increase to the costs of setting up a datacenter in Iceland. The decision is apparently in the bureaucratic hands of the Icelandic Ministry of Finance, who has yet to make a decision

In the EU, servers are excluded from VAT so their inclusion in the Icelandic tax model came as a surprise to the potential datacenter facility customers. Due to the fact that the companies using the facility would not be operating on a permanent basis in Iceland, the VAT is non-refundable.  Within the confines of the EU companies can move servers from country to country without incurring a tax penalty under an exclusion in the tax code of the EU covering the free flow of product.

Regardless of the greenness of datacenters based in Iceland, the bottom line for business is the cost of doing business. By adding an unnecessary tax burden to the operation of datacenters in the country, the Icelandic government is throttling the growth of an entire industry sector.  And it’s not as if the government would be getting revenue from this business model if the tax stays in place.  The actions of the major corporations necessary for a successful launch of world-class datacenters makes that abundantly clear.

 

With more than 20 years of published writings about technology, as well as industry stints as everything from a database developer to CTO, David Chernicoff has earned the term "veteran" in the technology world. Currently the principal of an independent consulting business and an active freelance writer, David has most recently been a Senior Contributing Editor for Windows IT Pro magazine, having also been the Lab Director for Windows NT Magazine, Technical Director of PC Week Labs, the author or co-author of a number of books on different versions of Windows, a plethora of eBooks on various technology topics, and of approximately 3000 magazine articles in print and on the web. With more than 20 years of published writings about technology, as well as industry stints as everything from a database developer to CTO, David Chernicoff has earned the term "veteran" in the technology world. Currently the principal of an independent consulting business and an active freelance writer, David has most recently been a Senior Contributing Editor for Windows IT Pro magazine, having also been the Lab Director for Windows NT Magazine, Technical Director of PC Week Labs, the author or co-author of a number of books on different versions of Windows, a plethora of eBooks on various technology topics, and of approximately 3000 magazine articles in print and on the web.

 

 

Verður Íslands óhamingju virkilega allt að vopni?

Nú er nauðsynlegt að hafa snarar hendur. Ef til vill er það þó þegar orðið of seint...

Kannski má bjarga einhverju fyrir horn með því að bregðast við strax í dag.
Á morgun verður það orðið allt of seint...


Góð grein Vilhjálms Lúðvíkssonar: Til varnar líffjölbreytni á Íslandi...

 

Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur skrifaði nýlega mjög fróðlegar greinar í Fréttablaðið. 

Vilhjálmur er doktor í efnaverkfræði, starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, hefur verið stjórnarmaður Skógræktarfélags Íslands, er formaður Garðyrkjufélagsins... Hann hefur fjallað um náttúruvernd í ræðu og riti, og sjálfur starfað að uppgræðslu og skógrækt í eigin landi.

Það er full ástæða til að halda þessari grein til haga. Ég leyfði mér að breyta leturgerð á nokkrum stöðum.

 



 


 

Til varnar líffjölbreytni á Íslandi - fyrri grein

Fréttablaðið 28. ágúst 2010.

Vilhjálmur Lúðvíksson áhugamaður um náttúru Íslands, sjálfbæra ræktun og aukna líffjölbreytni í landinu

vilhjalmur_lu_viksson.jpgNúverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur að undanförnu boðað herferð gegn nokkrum tegundum lífvera á Íslandi, lúpínu og skógarkerfli, sem uppræta skal með verkfærum eða eitra fyrir eftir því sem við á.

Rökin fyrir þessum útrýmingaraðgerðum eru þau að umræddar tegundir ógni því sem kallað er ,,líffræðilegur fjölbreytileiki" eða „líffræðileg fjölbreytni" á Íslandi og að Ísland sé skuldbundið af alþjóðlegum sáttmála (Ríó-sáttmála) til þess að berjast gegn ,,ágengum framandi lífverum" sem ógni þeirri fjölbreytni. Auk þess þurfum við ,,að virða leikreglur á þessu sviði og taka mið af alþjóðlegri reynslu, ekki síst vegna þess að vistkerfi einangraðra eyja eru viðkvæm fyrir innflutningi og dreifingu framandi lífvera og er Ísland þar engin undantekning".



Hugmyndafræðilega lituð túlkun Ríó-sáttmála

Í þessari röksemdafærslu er mörgu snúið á hvolf. Látið er í veðri vaka að ,,líffræðileg fjölbreytni" sé hugtak sem nái yfir tiltekna stöðu lífríkisins á hverjum stað og að á Íslandi sé sérstök ,,líffræðileg fjölbreytni" sem þurfi að vernda fyrir ,,ágengum, framandi" tegundum samkvæmt alþjóðlegum samningi þar um.

Þetta er allt rangtúlkun sem snýst um hugmyndafræði en ekki vísindi og leiðir til misskilnings á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Hugtakið ,,líffræðileg fjölbreytni" er reyndar vond þýðing á enska orðinu biodiversity sem er hlutlaust hugtak um fjölbreytileika lífsins og nær til allra flokka lífríkisins og erfðafræðilegs fjölbreytileika þess - óháð stað og aðstæðum. Það nær bæði til fjölbreytni tegunda, erfðaefnis og lífsamfélaga, og ber ekki í sér neina hugmyndafræðilega eða tilfinningalega afstöðu til æskilegra eða óæskilegra lífvera - innlendra, framandi, eða ágengra. Betra væri að tala um líffjölbreytni en ,,líffræðilega" fjölbreytni því fjölbreytnin er eiginleiki lífsins en ekki fræðanna sem um það fjalla þótt einstakar fræðigreinar virðist gefa þeim mismunandi gildishlaðna merkingu.

Skuldbindingar þær sem Ísland undirgekkst með svonefndum Ríó-sáttmála snúast um að taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til að koma í veg fyrir að tegundir lífvera og lífsamfélög fari forgörðum vegna sívaxandi umsvifa mannsins á jörðinni. Sérstaklega snúast þær um fjölbreytni lífsins í regnskógum hitabeltisins og áhyggjur manna af ótæpilegri eyðingu þeirra. Einnig er viðurkennt að líka þurfi að huga að tegundum í útrýmingarhættu annarsstaðar á jörðinni. Athyglisvert er að Ríó-sáttmálinn byggir mjög á því að fjölbreytni lífsins sé manninum mikilvæg sem uppspretta verðmæta til framtíðar - auðlinda framtíðarinnar.

 

Hver er raunveruleikinn á Íslandi?

Lífríki Íslands er óvenju fátækt af lífverum og lífræn framleiðsla eða afkastageta landsins afar lítil miðað við náttúruskilyrðin svo sem hnattstöðu, veðurfar og jarðveg. Þurrlendið ber þess merki að hafa verið einangrað frá meginlöndunum og tegundir sem hér ættu að lifa góðu lífi hafi ekki enn borist hingað. Þetta á sérstaklega við plönturíkið. Ef hægt er að tala um jafnvægi í þessu sambandi má segja að Ísland sé gróðurfarslega úr jafnvægi við gróðurfar grannlandanna og annarra landa sem búa við hliðstæð gróðurskilyrði. Af því leiðir einnig fábreytni annarra tegunda sem fylgja framleiðslugetu gróðurlendisins. Af þessu leiðir líka að þegar einangrun hefur verið rofin fjölgar lífverutegundum hér hratt.

Landnám Íslands og þeir nýtingarhættir sem fylgdu landnámsmönnum æ síðan leiddu til stórfelldrar gróður- og jarðvegseyðingar sem staðið hefur fram á okkar daga. Landinu sem var að stórum hluta viði vaxið var breytt í örfoka land, berangursmela eða í besta falli mosaþembur og lyngmóa þar sem engar afkastamiklar og lostætar plöntur eins og belgjurtir og ungar trjáplöntur þrifust vegna þrotlausrar beitar. Íslendingar hafa því valdið gífurlegu líffræðilegu umhverfisslysi líkt og aðrar þjóðir sem búið hafa við hjarðmennsku t.d. í Asíu, Afríku. Þessu hefur verið marglýst og staðfest með vísindarannsóknum hér á landi og merkin getur hver sem er séð sem er með augun opin.

En það er eins og margir vilji breiða yfir og afneita þessu. Það er jafnvel farið að lofsyngja berangursholtin og lyngmóann sem hin náttúrulegu íslensku gróðursamfélög með sína dýrmætu ,,líffræðilegu fjölbreytni". Og nú er farið að berjast gegn viðleitni til að endurheimta hin löngu glötuðu gróðursæld og lífframleiðslu sem henni fylgir - og þeirri stofnun falið að hefja eyðingu gróðurs sem þó hefur náð mestum árangri í baráttunni við gróðureyðinguna.

Sem betur fer hefur gróðureyðingu fyrri ára nú að mestu verið snúið við og gróðurlendi Íslands tekur örum stakkaskiptum. Þar kemur margt til. Skógræktar- og landgræðslustarf hefur skilað miklum árangri og mjög hefur dregið úr beitarálagi sauðfjár. Stór svæði eru nú friðuð fyrir beit. Á síðustu tveimur áratugum hefur veðurfar einnig orðið gróðri hagstæðara en var lengst af. Nýjar tegundir bæði svarðplöntur, runnar og tré, sem fluttar hafa verið til landsins, breiðast nú hratt út ásamt innlendum tegundum - s.s. víði, birki og ýmsum belgjurtum - jafnvel tegundum sem verið hafa á válista Náttúrufræðistofnunar. Nærtækt er fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að horfa yfir heiðarnar ofan við Reykjavík og sjá breytingarnar sem eru að verða og að þær eru til góðs bæði fyrir mannlíf og aðrar lífverur í landinu. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt.

Sannleikurinn er sá að í samhengi við Ríó-sáttmálann um verndun líffjölbreytni er engri innlendri tegund bráð hætta búin. Þvert á móti eru ýmsar þær sem hafa verið á válista eða friðaðar nú í útbreiðslu og auðvelt að fjölga mörgum þeirra ef menn vilja. Einu lífsamfélögin sem eru e.t.v. að dragast saman vegna gróðurútbreiðslunnar eru þau sem mynduðust í kjölfar gróður- og jarðvegseyðingarinnar, foksvæðin, holtin og melarnir, sem búskaparhættir landsmanna mynduðu í samspili við eldgos og langvarandi kuldaskeið frá lokum 13. aldar. Í þessu samhengi þarf að ræða skuldbindingar Íslands en ekki í samhengi við eyðingu skóga í hitabeltinu.

Líffjölbreytni á Íslandi í skilningi Río-sáttmála hefur þannig verið að aukast hröðum skrefum á síðustu árum og engri tegund er í rauninni hætta búin af manna völdum. Engar vísindarannsóknir hafa heldur sýnt fram á neitt slíkt. Þvert á móti eru margar nýjar tegundir skordýra, fugla, örvera að nema hér land auk þeirra plantna sem menn flytja til landsins bæði af ásetningi manna eða óviljandi með margvíslegum aðföngum - m.a. til landbúnaðar. Sumar tegundir sem hingað koma óboðnar eru ekkert sérstaklega æskilegar í augum okkar, svo sem 4-5 tegundir geitunga, köngulær, asparglitta og Spánarsnigill að maður ekki tali um margvíslegar tegundir sveppa sem leggjast á tré og garðagróður. En þrátt fyrir leiðindin sem þessum tegundum fylgja fyrir okkur mennina tekur lífríkið sjálft enga sérstaka siðferðilega afstöðu til þessara nýbúa. Þeir munu finna sinn stað í íslenskri náttúru eins og aðrar tegundir sem hingað komu á undan, hvort sem mannfólkinu líkar betur eða ver. - En þær geta verið bæði ,,ágengar og framandi" í lífi þeirra sem fyrir eru. Það þarf hins vegar mikið ,,líffræðilegt lögregluríki" til að stjórna þeirri umferð og litlar forsendur eru til að standa undir þeim kostnaði hér á landi.

 

maple_leaf.gif

 

 

Til varnar líffjölbreytni á Íslandi - síðari grein

Fréttablaðið 2. september 2010.

 

Í fyrri grein höfundar var bent á að beitt væri hugmyndfræðilega litaðri og óvísindalegri túlkun á hugtakinu "líffræðilegum fjölbreytileika" í Ríó-sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að réttlæta herferð gegn svokölluðum "ágengum framandi lífverum", aðallega lúpínu og skógarkerfli. Dregið var í efa að aðstæður hér á landi kölluðu á aðgerðir í skilningi Ríó-sáttmála þar sem hér á landi vex líffjölbreytileiki og ekki hefur verið sýnt fram á að neinni tegund eða lífsamfélagi sé hætta búin. Líklega má með hliðstæðum hugmyndafræðilegum rökum réttlæta herferð gegn fleiri tegundum sem telja má "ágengar og framandi" að mati einhvers hóps. Hér er fjallað um réttmæti þess að stjórnvöld grípi yfirleitt til aðgerða á þessu sviði .

 

Mikilvirk, sjálfbær landgræðsluplanta

Alaskalúpínan er einn afkastamesti frumherjinn í þessu efni og hefur þegar skipt sköpum í því uppgræðslustarfi sem hér hefur verið stundað. Hún breiðist út þar sem áður var örfoka eða rofið land og gæðir jarðveginn frjósemi sem áður var eytt. Upp rís nýtt lífríki með jarðvegsörverum og jarðvegsdýrum sem búa í haginn fyrir nýtt gróðurlendi með innlendum og aðfluttum tegundum - allt eftir aðstæðum og ásetningi manna. Og ný lífsamfélög eru líka að verða til m.a. með aðstoð lúpínunnar. Skógurinn er nú að breiðast út sjálfkrafa (sjálfbær) á landinu sem lúpínan hefur forunnið. Hann laðar að sér margar indælar tegundir fugla bæði "innlendar" eins og músarindil, hrossagauk, auðnutitling og skógarþröst sem fjölgar óðum og svo "framandi" nýbúa eins og glókoll, svartþröst og krossnef. Reyndar fer útbreiðslan fram að hluta með hjálp þeirra tegunda sem nýta hið nýja gróðurlendi. Skógarþröstur er þar mikilvirkur að dreifa fræjum. Þar sem nýtur birtu í skóginum vex upp fjölbreyttur svarðgróður og berjarunnar vaxnir af fræi bornu af fuglum. Niturbindandi innlendar tegundir eins og umfeðmingur, giljaflækja og fuglaertur breiðast hratt út. Niturneytandi tegundir fylgja svo í kjölfarið bæði innlendar tegundir á borð við ætihvönn, sigurskúf sem og reyni, birki, víði og einnig aðfluttar tegundir eins og rifs, sólber, hindber, yllir og fleiri berjarunnar ásamt skógarkerfli, Spánarkerfli og geitkáli og fleiri tegundum.

Sumar þessara tegunda, bæði innlendar og framandi, geta um tíma orðið hvimleiðar meðan þær þekja landið og gera það erfitt yfirferðar eða þær komast í garðlönd þar sem menn vilja rækta aðrar tegundir til fegurðar og yndisauka. Það réttlætir þó ekki herferð gegn þeim kostaða af opinberu fé.

Það getur verið að sú "líffræðilega fjölbreytni" í örfoka gróðurlendum, holtum og melum sem nokkrir grasafræðingar hafa reynt að skrá með því að telja fjölda viðurkenndra, villtra íslenskra háplantna bíði einhvern hnekki. Ég mótmæli hins vegar slíkum einhliða mælikvarða á "líffræðilega fjölbreytni" sem hugmyndafræðilega litaðri og óvísindalegri túlkun á Ríó-sáttmálanum. Ég lít svo á að sú þröngsýni í túlkun sé út í hött á tímum þegar hraðfara loftslagsbreytingar ganga yfir, samgöngur eru jafn greiðar milli Íslands og raun ber vitni og líftegundum fjölgar hratt - bæði þeim sem við teljum æskilegar og þeim sem við erum ekkert sérstaklega hrifin af.

 

Vaxandi fjölbreytni lífríkisins - óraunhæf og óþörf herferð

Ísland er ekki lengur líffræðilega einangruð eyja. Fjölbreytni lífríkisins á Íslandi vex nánast með degi hverjum bæði með og án tilverknaðar mannsins. Á heildina litið verður það til góðs þótt einstakar tegundir örvera, jurta og skordýra geti valdið okkur einhverjum tímabundnum skráveifum. Minna hefur orðið úr faröldrum undanfarinna ára en fræðingar spáðu þótt orðið hafi staðbundnir og tímabundnir skaðar. Það þekki ég af eigin reynslu.

Allar jurtir geta orðið illgresi í garðinum okkar þegar þær vaxa á stöðum þar sem við viljum láta aðrar plöntur vaxa. En útrýmingarherferð gegn einstökum tegundum á kostnað almennings á engan rétt á sér. Slíkar útrýmingartilraunir skila litlum árangri. Eiturherferðir og upprót skaðar miklu fleiri lífverur en tilgangurinn var að uppræta og fræbanki er þegar orðið til í jarðveginum. Það sem raunverulega á sér stað er að verið er að tefja náttúrulega gróðurframvindu. Raunar er það siðferðilega umhugsunarvert hvernig opinberum aðilum kemur slíkt til hugar án þess að fram fari yfirvegaðar rannsóknir á meintri skaðsemi viðkomandi tegundum. Engar marktækar rannsóknir hafa farið fram á slíkri meintri skaðsemi sem reyndar er afar illa skilgreind. Hér er út í hött að vísa til hinna sögulegu fordæma um eyðingu refa og minka enda hafa sömu yfirvöld dregið úr viðleitni til að halda þeim tegundum í skefjum. Þar er þó um þekkt áhrif á landsnytjar og búskap að ræða. Ekki hefur verið sýnt fram á nein slík efnahagsleg áhrif lúpínu eða skógarkerfils á landsnytjar - nema síður sé.

Ég mótmæli því áformum umhverfisráðherra og lít á það sem gróflega sóun á almannafé verði farið út í kostnaðarsamar aðgerðir af opinberri hálfu til að útrýma eða hefta útbreiðslu þessara tegunda. Það hljóta að vera önnur brýnni verkefni í þágu þjóðarinnar sem kalla á almannafé um þessar mundir. Ég mótmæli einnig þeirri hugmyndafræði sem býr að baki þessum áformum ráðherra.

 

 


 

Ítarefni:

Um eituráhrif Roundup (Glyphosate)  illgresiseyðisins sem Landgræðslan notar til að eyða gróðri á Íslandi:

 Pesticide Action Network Aotearoa NZ (PANANZ)


 

 


Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, verði stokkuð upp...

 

 

ipcc.gif

 

 

Niðurstaða alþjóðlegs fagráðs vísindamanna sem falið var að leggja mat á störf Alþjóðaloftslagsnefndar SÞ (IPCC) er sú að gera þurfi róttækar breytingar á starfsemi hennar. Leggur ráðið jafnframt til að formaður nefndarinnar geti ekki setið jafn lengi og undir núverandi fyrirkomulagi.

En núverandi formaður nefndarinnar, Dr Rajendra Pachauri, situr í tvö sex ára kjörtímabil.

Þá leggur ráðið, sem á ensku nefnist Inter-Academy Council (IAC), til að skipuð verði framkvæmdastjórn sem óháðir aðilar, jafnvel aðilar sem ekki starfa í vísindasamfélaginu, hafi aðgang að, í því skyni að auka trúverðugleika nefndarinnar.

Það er jafnframt skoðun ráðsins að Alþjóðaloftslagsnefndin hafi brugðist seint og illa við uppljóstrunum um rangfærslur í skýrslu nefndarinnar á árinu 2007. 

Ber þar hæst sú spá að árið 2035 verði jöklar Himalaja-fjallgarðsins horfnir með öllu og aðgengi um 800 milljóna manna að drykkjarvatni þar með ógnað, spá sem hefur nú verið hrakin með öllu.

 

Þetta mátti lesa í frétt Morgunblaðsins. Í raun er þetta stórfrétt þó hún láti lítið yfir sér. 

Ekki verður fjallað um skýrslu fagráðs vísindamannanna hér, heldur látið nægja að vísa á hana.

Sjá vefsíðu fagráðsins hér, en gríðarlegt álag hefur verið á síðuna og því vefþjónninn hrunið annað slagið:

http://reviewipcc.interacademycouncil.net

Þar má finna skýrsluna. Liggi vefsíðan niðri vegna álags má sækja úrdrátt úr greinargerð vísindaráðsins og alla skýrsluna hér:

Executive Summary
Full Report

Hér má sjá hverjir sitja í vísindaráðinu.

 

 

pacahauri_and_his_novel.jpg

 

 Formaður IPCC heldur hér á skáldsögu sem hann hefur gefið út.

 

--- --- ---

Nokkur ummæli um niðurstöðu Inter Academy Council (IAC):

The Telegraph: 
Climate change predictions must be based on evidence, report on IPCC says

BBC:
Stricter controls urged for the UN's climate body

The New York Times:
Review Finds Flaws in U.N. Climate Panel Structure

New Scientist:
Climate panel must 'fundamentally reform' to survive

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur:
Dump the IPCC Process, It Cannot Be Fixed

Real Climate:
IPCC report card

 

 

 


mbl.is Loftslagsnefndin verði stokkuð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Góð grein Kolbrúnar: »Ætlarðu að segja af þér?«...


kolbrunberthorsdottir.jpgÞessa dagana eru þeir Íslendingar sem eru sæmilega viðutan sennilega sælastir manna. Þeir vita ekki betur en allt sé í þokkalegu standi og una glaðir við sitt í sínum notalega prívatheimi. Þeir sem eru hins vegar svo óheppnir að vera ekki viðutan, heldur ætíð meðvitaðir um það hvað er að gerast, eiga ekkert skjól í eigin hugarheimi heldur standa berskjaldaðir í miðri orrahríð þar sem engum er hlíft.

Í of langan tíma hefur staðið yfir hér á landi heimskuleg og drepleiðinleg umræða sem nöldrandi og yfirlætisfullir kjaftaskar kalla meitlaða þjóðfélagsumræðu. Í reynd er þetta ekkert annað en ofstækisfullir skrækir hávaðamanna.

Stór hópur Íslendinga er búinn að fá nóg af þeirri neikvæðni og þeim hefndarofsa sem heltekið hefur þjóðfélagið. Í alllangan tíma hefur staðan verið þessi: Allir þeir sem eiga verulegan auð eru taldir vera skúrkar. Vissulega eru skúrkarnir til en langflestir auðmenn hafa ekkert brotið af sér; samt er með reglulegu millibili kastað ónotum í þá.

Þeir einstaklingar sem eru vel launaðir og sinna ábyrgðarstörfum innan fyrirtækja og stofnana eru sömuleiðis litnir hornauga af því þeir hafa það of gott. Þeir sem eru með milljón á mánuði eða meira eru úthrópaðir sem ofurlaunamenn - sem þeir eru auðvitað alls ekki. Þeir eru hins vegar með mjög góð laun.

Ef menn komast klaufalega að orði í fjölmiðlum steypir sér yfir þá hópur hrægamma sem gefa viðkomandi engan frið til að leiðrétta orð sín og útskýra hvað raunverulega var átt við. Þá er gripið til þess að færa menn til í starfi, og friða þannig hrægammana.

Þeir sem leyfa sér svo að hafa sterkar skoðanir, sem eru ekki í takt við meirihlutaálit, fá yfir sig kröfur um að þeir verði reknir úr embætti með skömm. Jafnvel þótt þeir rökstyðji sjónarmið sín.

Nú er ekki lengur talinn tími fyrir tillitssemi og umburðarlyndi. Mannúð er næsta hlægilegt orð og varfærni talin fyrirlitleg. Svo margt hefur farið úrskeiðis á síðustu árum að nú er allt kapp lagt á að hengja menn og enginn sekur skal sleppa. Þess vegna eru allir tortryggðir. Fjölmiðlamenn sem tala við áhrifamenn í þjóðfélaginu, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn, forstjóra eða biskup, eru farnir að spyrja nánast vélrænt sömu lokaspurningar: »Ætlarðu að segja af þér?« Áberandi hneykslunarsvipur færist síðan yfir andlit fjölmiðlamannsins þegar svarið er neitandi.

Þetta þjóðfélag ofsa, dómhörku og múgsefjunar er ekki skemmtilegur vettvangur. Fæstir vilja búa við slíkt ástand, þótt of mörgum þyki gott að baða sig í slíkum forarpytti. Sjálfsagt mun lítil ró færast yfir umræðuna á næstunni. En það er mikilvægt fyrir fólk að muna að engin ástæða er til að taka þátt í þessum ofstopafulla og mjög svo ógeðfellda leik. kolbrun@mbl.is

 


Eldrauðar appelsínur...

 

 eldur_blogbakgrunnur.jpg

 

 

Eru appelsínur eldrauðar?  
Er eldurinn appelsínurauður eða appelsínugulur? 

Er ekki eldurinn eldrauður?

Hvers vegna segjum við að eitthvað sé appelsínurautt, appelsínugult, rauðgult eða órans þegar til er orð sem nær yfir hugtakið, þ.e. eldrautt?

Hvers vegna notum við orðið eldrautt yfir hluti sem eru blóðrauðir?

 

Forfeður okkar vissu vel hvernig eldurinn er á litinn, en fæstir  höfðu séð appelsínur. Í huga þeirra var eldurinn einfaldlega eldrauður. Eldrautt var litur hans.

Þeir gerðu greinarmun á eldrauðu og blóðrauðu, enda þekktu þeir liti elds og blóðs vel...

 

 

 

orange_1020466.gif
 
Eldrauð appelsína
(Eða er hún appelsínugul eða appelsínurauð?)
 
 
 
Vísindagrein um lit appelsína:


Norðurljósin í nótt í beinni útsendingu...!

 

Hugsanlega sjást óvenju falleg norðurljós á næstu klukkustundum. Sums staðar verður skýjað og þá sést ekki mikið. Og þó. Stundum má greina norðurljósabjarmann í gegn um skýin.

Nú, ef ekkert sést, þá má dunda sér við að skoða myndirnar hér fyrir neðan...   Ef vel tekst til, þá ættu myndirnar að breytast í rauntíma. 

   Efstu tvær myndirnar  sýna norður- og suðurljósin séð frá gervihnetti.

   Fjórða myndin sýnir agnastreymi frá sólinni mælt með gervihnetti.

   Neðst eru tvö myndbönd sem sýna atburðinn 1. ágúst.

Skoðið skýringarnar sem eru fyrir neðan myndirnar og farið á viðkomandi vefsíður sem vísað er á.

Takið eftir tímanum sem kemur fram á viðkomandi mynd. Breytist hann annað slagið? Nauðsynlegt er að smella á Refresh eða F5 til að sækja nýjustu útgáfu.

 

 

 

 

 Norðurljósin
Hvað segir myndin okkur?  Eru norðurljósin núna yfir Íslandi ?
Norðurljósin eru rauð á myndinni.

 

This plot shows the current extent and position of the auroral oval in the northern hemisphere, extrapolated from measurements taken during the most recent polar pass of the NOAA POES satellite.

The red arrow in the plot, that looks like a clock hand, points toward the noon meridian.

Meira: http://www.swpc.noaa.gov/pmap/pmapN.html

 


 
 
 
 
 
 
Suðurljósin
 
Nánar: http://www.swpc.noaa.gov/pmap/pmapS.html
 
POES Auroral oval website. http://www.sec.noaa.gov/pmap/
 
--- --- ---

 

 
 
 

The above Auroral Oval information is generated by CARISMA (Canadian Array for Realtime Investigations of Magnetic Activity). The CARISMA network is an array of magnetometers—devices that are used to measure disturbances in the Earth's magnetic field, caused by activity occurring in a region of space near the Earth, known as the magnetosphere. From these measurements, the nature of the event can be determined, and, by using a distributed array of magnetometers, more information can be calculated about their time and spatial evolution.

 
 
--- --- --- 
 
 
 
 
 
3-day GOES Proton Flux plot


 

GOES 5-minute averaged integral proton flux (protons/cm2-s-sr) as measured by the SWPC primary GOES satellite for energy thresholds of >=10, >=50, and >=100 MeV. SWPC's proton event threshold is 10 protons/cm2-s-sr at >=10 MeV. Large particle fluxes have been associated with satellite single event upsets (SEUs).

This page updates dynamically every 5 minutes. Other SWPC Real-time Monitors

Space Weather Prediction Center

 
 

--- --- ---  

 

--
 
 
 
- ---
 
 
 
 
 
Sólin í dag
 
 
 
 
 


Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar - Möguleg lausn...?

 

 

n_hgc5h1h175_large.jpg

 

 

Það er gríðarlega dýrt að halda úti þyrlusveit og nægilegum fjölda manna til að sinna þeim og fljúga. Þyrlur eru mjög flókin og viðhaldsfrek tæki þannig að yfirleitt er ekki nema hluti þyrluflotans tiltækur. Ekki bætir úr skák, að af illri nauðsyn er helmingur starfsemi Landhelgisgslunnar erlendis við ýmiss konar verkefni.

Landhelgisgæslan ræður nú yfir tveim þyrlum af gerðinni Aerospatiale Super Puma. Það er allt of lítið, því þær þyrftu að vera fjórar.  Því miður höfum við ekki að efni á að reka svo margar þyrlur, þó svo að þörfin sé brýn.

Íslensku þyrlurnar sinna  öryggismálum á landi og legi. Þær sinna öryggisgæslu og björgunarstörfum á hafinu umhverfis Ísland og aðstoða bæði íslenska og erlenda sjófarendur. þær eru til taks ef flugvél þarf að nauðlenda á hafinu umhverfis Ísland. Þær sinna einnig hliðstæðum störfum á landi.

Litla þyrlusveitin á Íslandi og tiltölulega fáir starfsmenn sinna björgunarstörfum á stórum hluta Atlantshafsins þar sem erlend skipa- og flugumferð fer um. Þess vegna er með ólíkindum að ætla lítilli þjóð eins og Íslendingum að standa undir kostnaði við rekstur þyrlusveitar sem sinnir þessum störfum.

Það liggur beint við að fleiri þjóðir þyrftu að koma að rekstri þyrlusveitarinnar, það er að segja taka þátt í kostnaðinum. Fyrir milljónaþjóðir eru þetta smáaurar.  Landhelgisgæslan sæi eftir sem áður um daglegan rekstur, en t.d. EB eða NATO stæðu að mestu undir kostnaðinum. Það hlýtur að vera skilningur á þessum málum meðal þeirra þjóða sem hafa hagsmuni af því að öryggis- og björgunarstörfum sé sinnt á hafinu umhverfis landið.

Hefur þessi möguleiki ekki verið skoðaður? Eitthvað verðum við að gera, því mannslíf eru í húfi, en við erum staurblönk.

Hvaða aðra möguleika höfum við til að efla þyrlusveitina?

 

Myndin er fengin að láni hér á Sunnlendingur.is 


"Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...

 

 

Hafís norðurhveli

 

Myndin efst á síðunni breytist daglega. Takið eftir svarta ferlinum sem færist til hægri.
Úrklippan hér fyrir neðan sýnir stöðuna 19. júlí og breytist ekki.

Myndin er frá Dönsku veðurstofunni í dag. (Centre for Ocean and Ice  -  Danish Meteorological Institute. Beintengd mynd. Sjá hér). Takið eftir því hvernig hafísinn á norðurslóðum hefur hagað sér í ár, en það er svarti ferillinn. Í apríl er ísinn meiri en nokkru sinni a.m.k. frá árinu 2005, minnkar síðan óvenju hratt þannig að um skeið var hafísinn lítill að flatarmáli, en ferillinn tekur síðan krappa beygju fyrir skömmu þannig að í dag vantar lítið upp á að hann verði aftur meiri en undanfarin ár.

Þetta sést betur ef við klippum út hluta myndarinnar, stækkum og litum svæðið sem sýnir þróunina undanfarið. Svarti ferillinn er fyrir 2010 og sýnir stöðuna 19. júlí. Hann hefur snarbeygt til hægri og er nú farinn að nálgast rauða ferilinn. Undarlegt eða bara eðlilegt? Kannski eru þetta bara vindar sem eru að blása ísnum til og frá? Að minnsta kosti er ómögulegt að spá nokkru um framhaldið:

 

hafis19july2010.gif

 

Þetta var hafísinn á norðurslóðum, en hvað er að gerast á suðurhveli jarðar? Nú er það rauði ferillinn sem gildir. (Sjá hér)Hafísinn á suðurhveli jarðar er meiri en nokkru sinni áður frá árinu 2003 og meiri en meðaltal áranna frá 1973.

 

Hafís á suðurhveli

 

En hvað þá um samanlagðan hafís á norðurhveli + suðurhveli? Nú er það rauði ferillinn sem best er að skoða, en hann sýnir frávikið frá meðaltalinu. (Sjá hér. Stærri mynd hér). Eins og við sjáum þá er ekkert óvenjulegt á seyði. Hafísinn er rétt við meðaltalið.

 


 

 

 

Þá er það spurningin... Hvað er svona undarlegt við þetta? 

Er hegðun hafíssins nokkuð undarleg, er þetta ekki allt í besta lagi? Stundum er hafísinn minni en venjulega á norðurslóðum, en þá er hann yfirleitt meiri á suðurhvelinu, og síðan öfugt. Heildarhafísmagn jarðar hefur verið meira og minna stöðugt síðan a.m.k. 1979 og er í augnablikinu við meðaltalið, eða jafnvel rétt fyrir ofan það ef við tökum upp stækkunarglerið. Hafísinn á norðurhveli er því sem næst eðlilegur og sama er að segja um ísinn á suðurhveli. Þetta er þrátt fyrir hlýnun sem varð sérstaklega á síðustu áratugum síðustu aldar, en það sem af er þessari öld hefur hitinn meira og minna staðið í stað ef ekki er tekið tillit til El-Nino/La-Nina og þess háttar náttúrulegra sveiflna...

Höfum við ekki bara verið að deila um keisarans skegg undanfarið?

Þurfum við nokkuð að hafa áhyggjur af hafísnum meðan hann gerist ekki nærgöngull við strendur landsins?

 

(Allar myndirnar nema stækkaða úrklippan eru beintengdar og því breytilegar dag frá degi. Þess vegna má búast við að textinn passi ekki við myndirnar þegar frá líður).

 

 

Fjöldinn allur af beintengdum hafís-ferlum og myndum er hér.

 

 --- --- ---

 

alfred_e_neuman.jpg
 
 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 765948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband