Miðvikudagur, 29. október 2008
Aðferð til að lækka vaxtabyrðina yfir 40% ... Að snúa vörn í sókn.
Bankinn græðir. Þú tapar. Þannig er staðan hjá mörgum í dag.
Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum.
Freistandi var fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds". Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót. Fólki er jafnvel boðið upp á 1.000.000 króna yfirdráttarlán á hæstu vöxtum. Þar á meðal er skólafólk.
Á þessu græðir enginn annar en bankinn. Almenningur tapar stórum fjárhæðum.
Svipaður pistill birtist í janúar síðastliðnum. Þá þóttu yfirdráttarvextir háir, en nú hafa þeir tvöfaldast. Komnir í 18% sem gerir nánast útilokað að taka lán.
Vextir af almennum yfirdráttarlánum stefna í að verða 28%. Bankarnir græða, þú tapar.
Hvernig er þá hægt að greiða 43% lægri vexti?
Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur. Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt. Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti. Reikna má með að innlánsvextir bankanna fari innan skamms yfir 15%. Munurinn á 28% yfirdráttarvöxtum og 15% innlánsvöxtum er 43%!
Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins:
Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Það er áríðandi að byrja á að greiða sjálfum sér inn á einkasjóðinn áður en maður greiðir öðrum. Að minnsta kosti eitthvað. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta. Vaxtamunurinn sem er 43% fer þá virkilega að vinna með manni.
Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Lítill fjársjóður. Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls! Gott er að stefna að því að eiga t.d. sem nemur 3ja mánaða launum í slíkum varasjóði.
Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma. Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 15%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.
Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 43%!
Nokkur markmið til að snúa vörn í sókn:
- Losa sig úr viðjum yfirdráttarlána.
- Safna smám saman í varasjóð.
- Minnka eða hætta notkun kreditkorta.
- Greiða með seðlum í stað korta. Það skapar aðhald.
- Ekki nota greiðsludreifingu.
- Nota einfalt heimisbókhald.
- Kaupa íslenskar vörur.
- Stefna að því að staðgreiða allar vörur og biðja um staðgreiðsluafsátt sem oft er í boði.
- Má ekki endurnýjun á heimistölvunni, sjónvarpinu og öðrum munaðarvörum bíða í nokkra mánuði?
- Velta fyrir sér hverri krónu...
Auðvitað getur verið erfitt á þessum síðustu og verstu tímum að hafa sig upp úr skuldafeninu, en er ekki óþarfi að bankarnir fitni á okkar kostnað? Hafa þeir ekki gert meira en nóg af því? Er ekki sjálfsagt að reyna að snúa dæminu við? Það er auðvitað stundum hægara sagt en gert, en það er um að gera að byrja strax og setja sér markmið.
Pistillinn frá 19. janúar 2008: Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?
Sjá vefsíðuna www.sparnadur.is.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 26. október 2008
Tiltekt í ruslakistunni. Efnisyfirlit pistla ...(& fjármálahrunið mikla)...
Þegar bloggpistlar eru orðnir margir og fjölskrúðugir kemur að því að maður tapar sjálfur yfirliti, hvað þá aðrir. Erfitt verður að finna eldri pistla. Bloggarinn útbjó því eins konar flokkað efnisyfirlit sem auðvelt er að halda við. Efnisyfirlitið er hægt að nálgast með því að smella hér, eða með krækju sem er í tenglaboxinu við vinstri jaðar bloggsíðunnar.
Þó bloggarinn hafi valið að hafa yfirlitið á sérstakri vefsíðu, þá er auðvelt að gera svona yfirlit á bloggsíðu. Fyrirsagnirnar eru einfaldlega afritaðar (copy-paste) ein af annarri yfir í færslu-gluggann og letrið smækkað í 10 punkta. Krækjurnar fylgja þá með. Síðan má bæta við skýringu, svo sem dagsetningu eða millifyrirsögnum.
Ein lína í efnisyfirlitinu gæti þá litið svona út:
Skýring á hremmingunum sem hrjáð hafa fjármálamarkaðinn undanfarið Blogg 22. nóv. 2007
(P.S. Þessi ársgamla bloggsíða sem vísað er til í dæminu er með frábæru fræðsluefni. Prófið að smella á grænu línuna).
Vísindi og fræði | Breytt 27.10.2008 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 26. október 2008
Islands rus og bakrus ... Góð grein í Dagbladet.no
Gefum Eyjólfi orðið. Við skiljum norsku ekki síður en ensku.
http://www.dagbladet.no/kultur/2008/10/25/551492.html
Eyjólfur K. Emilsson
Professor i filosofi ved Universitetet i Oslo
Islands rus og bakrus
Ingen vet hvor hardt Islands krise vil ramme vanlige islandske hjem. At følgende vil skje er allikevel sikkert, uavhengig av om Island mottar et stort lån fra utlandet eller ikke: Mange firmaer vil gi opp. Det blir ikke etterspørsel etter deres tjenester, eller de har ikke råd til å importere det som trengs for driften. Kursen på den islandske kronen har falt drastisk. Mange mener den er ferdig. Vanlige mennesker har ikke råd til å forlate landet. Pensjonsfondene er svært redusert og mange som lyttet på bankenes lure tilbud om sparing i fonds og aksjer, kan ha mistet det meste av sine sparepenger. Det blir høy ledighet (vi ser de første tegnene allerede). Mange familier som har lån i utenlandsk valuta (på grunn av høye renter på Island) ser frem til konkurs. Det er unødvendig å si det, men de dårligst stilte fra før kommer verst ut av dette. Islendinger har mistet sin ære og tr
For tre uker siden snakket jeg med en tidligere kollega ved Islands Universitet. Da var det allerede flere uværstegn på himmelen, men han forklarte meg med stolthet at det nå var helt andre tider enn før på universitetet. Nå var det ikke så vanskelig for dyktige studenter å få stipend gjennom et fond stiftet av Eimskip, landets største rederi. Det er eid av noen av de islandske finansvikinger som de siste årene har gjort seg store i flere land - smigrende vikingmetaforer var gjengs på Island for å beskrive dette utbruddet. I dag kan ingen gjette hva som er igjen av det gode fondet eller Eimskip. Dette er ikke det mest oppsiktsvekkende som er skjedd i det siste, men det er betegnende. Selv ikke for noen uker siden så vanlige mennesker faren, i hvert fall ingenting i tråd med det som er hendt, tross varsler fra utenlandske og islandske eksperter. Skeptiske røster hørte man ikke på. De ble ansett som kjedelige, misunnelige pessimister, eller gammeldagse sosialister, uten kontakt med de nye tider.
Det kan sies at veldig mange islendinger var i en tilstand av benektelse av det slaget rusmisbrukere og deres nærmeste ofte sies å være. Dette har sine forklaringer: Folket hadde opplevd sterkt økende velstand over flere år. Finansvikingene skaffet jobb og inntekter. Noen av dem hadde verdien av en nobelpris i månedsinntekt og holdt fester som hvis ikke Odin, så i hvert fall Nero, kunne vært stolt av, men de ga også penger til veldedige formål, utdanning, kunst og kultur. Mange som ellers ikke ville meldt seg i noe heiakor for slike typer, ble avhengige av deres gunst. Folk begynte etter hvert å tenke at dette var da helt greit, det var sånn verden var blitt og den var faktisk slettes ikke så dårlig. Finanseliten ble velgjørere og rollemodeller for et helt folk.
Islands største parti, høyrepartiet Selvstendighetspartiet (ca. 35-45% av stemmene de siste årene), som har styrt landet (i den grad det har vært politisk styrt) de siste sytten årene var naturligvis ledende i denne sangen. I dette partiet var det stemmer som for 30 år siden generelt ble ansett som utopiske nyliberalister og nærmest komiske figurer. De senere år er de blitt mange og høyrøstete. Erkeliberalisten, en professor i statsvitenskap, sitter nå i sentralbankens styre. Men begeistringen for vikingene har smittet langt utover dette partiets rekker. Foruten noen forholdsvis få «raringer» sang de fleste med, inkludert selveste presidenten - en gammel 68er med radikal fortid som i flere taler lovpriste de dristige og kloke vikinger. Også han angrer visst nå.
De siste to ukene har folket kløpet seg i armen hver morgen. Siden kom fortvilelsen og sinnet. Mange skammer seg over sløvhet og grådighet. Slike reaksjoner kan være på sin plass, men det er soleklart at vanlige islendinger ikke er skurkene her. De har faktisk visse unnskyldninger.
Mediene, «samfunnets voktere», sov minst like godt som alle andre. Dette er kanskje ikke overraskende. De siste årene har det vært berlusconiske tilstander i den islandske medieverden: Alle nevneverdige medier unntatt statskanalene har vært kontrollert av finansvikingene. Ifølge et nytt islandsk tv-program om «det islandske strandhogget» er det mye som tyder på at bankvirksomheten til de ca. 30 finansmenn som står bak strandhogget, i vesentlig grad var en bløffpyramide som var dømt til å falle før eller senere. Dessuten er det kommet opplysninger om flere mistenkelige papirselskaper i islandsk eie i hyggelige skatteparadiser som øya Tortola. Vikinghøvdingene er nå ikke å finne. En av de klokeste hoppet av i fjor og flyttet til Norge med rundt 80 millioner NOK i lommen som sluttpakke, ifølge islandske medier. Det var «smart». Eier han egentlig disse pengene med rette?
Hovedsynderne i denne triste saga er ikke finansfolkene: De følger bare sin natur på den ene eller den andre siden av lov og moral. Hovedskurkene er, dessverre, de islandske regjeringene og sentralbanken. Deres tabbeliste er for lang til å bli ramset opp her. Men her er noen av feilene: De mistet de islandske statsbankene med et russisk salg for 5-6 år siden, de har minimalisert regulering og statlige krav rundt bankenes drift slik at bankene har hatt friere tøyler enn i andre vestlige land, de har latt bankene vokse slik at deres gjeld er 12 ganger det årlige islandske budsjettet, de har erklært at alt var i beste orden da det meste var feil. I panikken de siste dagene har de i tillegg gjort en rekke tabber som har gjort ondt verre. Dette er ikke min private oppfatning, dette støtter seg på det mange utenlandske og de mest respekterte islandske økonomer hevder. Islands største avis, Morgunbladid, trykket sist helg en artikkel av den respekterte professor emeritus ved Chicago-universitetet, Robert Z. Aliber. Han bruker større ord enn professorer pleier å gjøre. Ledernes mangel på forståelse har vært slik, sier han, at «det er usannsynlig at nye ledere som ble plukket tilfeldig ut av telefonkatalogen kunne skape like stort økonomisk rot som de nåværende myndigheter.»
Ting skjer fort nå, og mens dette skrives snakkes det om et kriselån fra Norge, Danmark, Sverige, Japan, IMF og kanskje Russland. Som islending ville jeg ugjerne at andre land blander seg i hvem som styrer Island. Men hvis andre nasjoner skal gi lån til Island, kan de godt stille det krav at Island setter kompetente fagfolk ved roret i den økonomiske styringen av landet. Man får også håpe at folket snarest får mulighet til å bytte ut de politikere som har
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Ætla ráðamenn virkilega að samþykkja forhertar stríðsskaðabætur Breta?
Financial Times segir að verið sé að ganga frá 600.000.000.000 króna láni svo Íslendingar geti greitt skaðabætur vegna Icesave. Til viðbótar eru svo kröfur Hollendinga. Íbúar Íslands eru aðeins um 300.000. Þetta eru því 3.000.000 krónur á hvert mannsbarn, þar með taldir hvítvoðungar og gamalmenni. 12.000.000 á hverja 4-manna fjölskyldu.
Eru Bretar endanlega gengnir af göflunum? Bretar eru um 60 milljónir, eða um 200 sinnum fleiri en við. Þessir 600 milljarðar jafngilda því aðeins 10.000 krónum (50 sterlingspundum) á hvern Breta. Ætli það sé ekki svipað hjá Hollendingum.
Ég held að Bretar kunni ekki að reikna. Þetta eru ekkert annnað en stríðsskaðabætur. Nú vitum við endanlega hverjir eru vinir okkar og hverjir ekki. Eru Bretar sérfræðingar í að sparka í þá sem eru minnimáttar, og helst þá sem liggja? Hvað kallast þannig menn?
Í þessa einfölduðu útreikninga vantar að minnsta kosti aðra eins upphæð vegna annarra lána. Hver Íslendingur mun væntanlega skulda yfir 6.000.000 þegar upp er staðið, og hver 4-manna fjölskylda 25.000.000, þ.e. íbúðarverð. Svo megum við ekki gleyma vöxtunum af þessum lánum...
Segjum að allt fari á versta veg og þriðjungur landsmanna flytjist úr landi. Skuldin deilist þá á 200 þúsund manns og hækkar úr 25 milljón krónum á fjölskyldu í næstum 40 milljónir. Ekki falleg framtíðarsýn sem gæti blasað við ef menn fara ekki gætilega.
Vonandi átta ráðamenn sig á því hvað hangir á spýtunni og hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir land og þjóð. Að sjálfsögðu verður fjöldaflótti frá Íslandi nái þessi arfavitleysa í gegn. Fátækt og volæði hjá þeim sem eftir sitja.
Pétur Blöndal alþingismaður og tryggingastærðfræðingur segir kröfur Breta og Hollendinga hlutfallslega 3-4 sinnum hærri en stríðsskaðabætur þær sem Þjóðverðum var gert að greiða eftir fyrri heimsstyrjöldina !!! Við vitum hvernig það endaði...
Gordon Brown
Dr. Martin Scheinin, finnskur lagaprófessor og sérlegur sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í baráttunni gegn hryðjuverkum segir að ákvörðun breskra stjórnvalda um að nota lög um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi sýni hvernig hægt sé að misnota slíka löggjöf.
Institute for Human Rights - Prófessor Dr. Martin Scheinin. Sjá ummæli hér.
"Britain's use of anti-terror laws to freeze the assets of failing Icelandic banks shows how such legislation can be abused for purposes other than originally intended, according to Martin Scheinin, the UN special rapporteur on the protection of human rights in the fight against terrorism".
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2008 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 19. október 2008
Verður atgervisflótti frá Íslandi innan skamms? Framtíð þjóðarinnar er í húfi.
Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki hafa látið sér detta í hug að ef ætlunin er að skrifa upp á óútfylltan tékka til að mæta kröfum Icesafe reikningseigenda og annarra mun verða mikill atgervisflótti frá Íslandi. Unga fólkið vill ekki láta varpa sér, börnum sínum og barnabörnum í myrkur fátæktar og örbirgðar um ókomin ár.
Hér er menntunarstig unga fólksins mun betra en víða annars staðar. Fólk mun því ekki eiga í erfiðleikum með að hefja nýtt líf erlendis.
Þar sem mun færri og tekjulægri verða eftir á skerinu verður greiðslubyrðin mun þyngri hjá þeim sem eftir verða. Hverjir verða eftir? Fyrst og fremst eldra fólk. Getur það staðið undir afborgunum? Auðvitað ekki.
Það er því deginum ljósara: Við megum ekki með nokkru móti skuldsetja okkur umfram það sem lög segja til um. Annars blasir landauðn við. Svo einfalt er það.
Ráðamenn: Gerið ekkert af fljótfærni. Hugleiðið afleiðingarnar. Skoðið lagagrundvöllinn rækilega áður en samningar sem eru í bígerð verða endanlegir, eins og Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður benda á.
Framtíð þjóðarinnar er í húfi.
"Í OPINBERRI umræðu kemur fram að íslensk
stjórnvöld séu langt komin að semja við Breta og
Hollendinga um mörg hundruð milljarða króna
skuldbindingar vegna starfsemi útibúa Landsbanka
Íslands í þeim löndum. Við undirritaðir
teljum nauðsynlegt að lagagrundvöllur sé skoðaður
rækilega áður en slíkir samningar verða endanlegir."
Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður í Mbl. 15. okt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 17. október 2008
Ábyrgð ríkisins á innlánum í Bretlandi og Hollandi takmarkist við Tryggingasjóð.
Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður skrifuðu mjög athyglisverða grein sem nefnist Ábyrgð ríkisins á innlánum í Mbl. miðvikudaginn 15. október. Bloggarinn tekur heils hugar undir það sem þar kemur fram.
Í greininni segir í upphafi:
"Í OPINBERRI umræðu kemur fram að íslensk
stjórnvöld séu langt komin að semja við Breta og
Hollendinga um mörg hundruð milljarða króna
skuldbindingar vegna starfsemi útibúa Landsbanka
Íslands í þeim löndum. Við undirritaðir
teljum nauðsynlegt að lagagrundvöllur sé skoðaður
rækilega áður en slíkir samningar verða endanlegir."
Síðar segir í grein lögmannanna:
"Íslenska ríkið hefur í hyggju að greiða íslenskum
innlánseigendum fjárhæðir til að tryggja innstæður
þeirra. Taki ríkið á sig slíkar skuldbindingar
og greiði úr ríkissjóði myndu þær greiðslur
vera umfram skyldur íslenska ríkisins í þeim tilgangi
að tryggja að unnt væri að starfrækja innlenda
innlánastarfsemi í framtíðinni og til að
tryggja efnahagslegan stöðugleika. Slíkar
greiðslur koma EES-samningnum í raun réttri
aðeins óbeint við enda myndu þær ekki fara fram
á gildissviði hans nema í undantekningartilvikum.
Evrópskar skuldbindingar felast aðeins í þeim
Tryggingasjóðum sem að framan eru nefndir og
þeim reglum sem um þá gilda. Þær reglur snerta
einkavædda banka og Tryggingasjóð sem er sjálfstæð
stofnun en ekki íslenska ríkið. Þær ráðstafanir
sem ríkið gerir til að halda uppi efnahagslegum
stöðugleika í framhaldi af því eru því
annars eðlis. Hefði ríkið hins vegar breytt lögum
um Tryggingasjóð með þeim hætti að innlánseigendum
hefði verið mismunað eftir búsetu kynni
slíkt að brjóta í bága við reglur EES-samningsins".
"Meginniðurstöður okkar eru eftirfarandi:
Ekki hvílir nein ábyrgð á ríkissjóði vegna stöðu
innstæðna í Tryggingasjóðnum.
Lagabreyting sem gerir ráð fyrir að innlánskröfur
verði forgangskröfur getur staðist ef hana
má réttlæta með skírskotun í neyðarrétt.
Greiðslur sem ríkið tekur á sig að inna af hendi
til innstæðueigenda hér á landi falla almennt utan
gildissviðs EES-samningsins nema í undantekningartilvikum".
Það er deginum ljósara að mikil hætta er á að íslensk stjórnvöld séu þegar í samningum við Breta og Hollendinga um skuldbindingar sem geta gert okkur, börn okkar og barnabörn að þrælum um ókomin ár. Það má alls ekki gerast.
Sem betur fer er Pétur H. Blöndal formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis sammála lögmönnunum. Hann segir það vafasama hugmynd að íslensk stjórnvöld skrifi upp á óútfylltan tékka til að mæta kröfum hollenskra og breskra Icesave reikningseigenda."Ég held að það sé alls ekki hagur þessara þjóða að Íslendingum sé varpað í myrkur fátæktar og örbirgðar" er haft eftir Pétri í Mbl. í dag.
Nú verða stjórnvöld að gæta sín á að gera ekkert í fljótfærni. Það má alls ekki gera neitt sem varpar okkur í myrkur fátæktar og örbirgðar. Munum að það var hlutafélagið Landsbankinn sem kom okkur í þessar ógöngur.
Alþingi hlýtur að verða að fjalla um og samþykkja allar skuldbindingar og samninga í þessu máli.
Smella þrisvar á mynd til að lesa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Hafísinn á norðurslóðum í dag er 25% meiri en í fyrra.
Myndin hér að ofan er frá vefsíðu IARC-JAXA (International Arctic Research Center & Japan Aerospace Exploration Agency).
Takið eftir rauða ferlinum sem sýnir útbreiðslu hafíss árið 2008 og gula ferlinum sem sýnir hafísinn árið 2007. Skoðið daginn í gær 14. október sem er þar sem rauði ferillinn endar. Munurinn er um 1.576.000 ferkílómetrar eða um 25%. Takið einnig eftir að rauði ferillinn er kominn upp fyrir ljósgræna ferilinn fyrir árið 2005. Hægt er að sækja Excel skjal á vefsíðu IARC-JAXA með gögnum sem ferlarnir eru teiknaðir eftir.
Náttúran lætur ekki að sér hæða og fer sínu fram. Það er samt rétt að árétta að það er alls ekki hægt að draga neinar ályktanir um veðurfarsbreytingar af þessu.
Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð áranna 2007 og 2008 miðað við 13. október. Sjá hér.
Vísindi og fræði | Breytt 16.10.2008 kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Nauðsyn þess að vera bjartsýnn og jákvæður...
Nú þegar innviðir þjóðfélagsins hafa verið að hrynja er mikilvægt að hugsa til þess hve vel við stöndum að mörgu leyti. Reyna að hugsa jákvætt um framtíðina. Óvissan nagar marga og því er mikilvægt að standa saman. Sýna vináttu og hlýhug. Hjálapst að. Öll él birtir upp um síðir, en það getur tekið tíma. Ljósið er þó framundan.
Við eigum gott land með miklum auðlindum sem bíða þess að verða nýttar. Auðvitað verður að stíga varlega til jarðar og gæta þess að skemma ekki náttúruverðmæti, en jafnframt er nauðsynlegt að reyna eftir fremsta megni að setja af stað arðbær verkefni til að reyna að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Nú verðum við öll að líta í kringum okkur og leggja höfuðið í bleyti. Verðum að vera samtaka. Margt smátt gerir eitt stórt. Saman getum við komist yfir erfiðleikana, en við megum alls ekki missa móðinn.
Menntun Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum. Íslendingar eru áræðnir og duglegir. Hugmyndaríkir og skynsamir. Hvernig væri að reyna að safna saman hugmyndum um hvað gera má til að flýta fyrir batanum?
Bloggarar eru með gott tæki til að skiptast á hugmyndum og koma þeim á framfæri. Notum hugmyndaflugið. Ræðum hugmyndir og úrræði. Munum að orð eru til alls fyrst.
Framundan er álver á Reykjanesi og jafnvel annað á Bakka. Til að knýja þau þarf að virkja jarðvarma og vatnsföll. Nauðsynlegt er að sjá til þess að Íslendingar njóti forgangs við framkvæmdir. Ekki veitir af. Hver veit nema þessar tvær framkvæmdir geti hjálpað verulega til að komast yfir erfiðasta hjallann.
Örugglega er hægt að koma auga á margt annað sem gera mætti, þó það sé ekki eins stórt í sniðum. Margt smátt gerir eitt stórt. Stundum mjög stórt.
Bjartsýni:
Frábært efni í Spegli RÚV:
Viðtal við skynsama og bjartsýna menn. Smella hér til að hlusta.
Jón G. Hauksson ritsjóri Frjálsrar verslunar: Veröldin eins og hún var nýlega, og ráðleggingar um hvernig við endurreisum viðskiptalífið og komumst út úr kreppunni. Lífið heldur áfram...
Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við HÍ: Jafnvægi á gjaldeyrismarkaði gæti komist á innan nokkurra daga og lífið í svipað horf eftir fáein ár. Líf í heilbrigðara hagkerfi þar sem fáeinir auðmenn ráða ekki yfir stórum hluta efnahagslífsins...
Sjá einnig gott viðtal við Benedikt Jóhannesson og Gylfa Magnússon í Kastljósinu 9. okt. hér.
Sjá:
Vefur BBC News:
What happened to Iceland?
Jon Danielsson
Economist, Financial Markets Group, London School of Economics
Sjá grein Ágústs Valfells á Silfri Egils: Viðreisn
Verum bjartsýn og dugleg. Það skiptir mestu máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.10.2008 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 6. október 2008
Smástirni fellur á jörðina aðfararnótt þriðjudags 7. okt.
Stjörnufræðingar í Bandaríkjunum sendu fyrir stundu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að smástirni á stærð við bíl (1 til 5 metrar í þvermál), mun falla inn í lofthjúp jarðar og brenna þar upp í nótt (sem sagt aðfaranótt 7. október) klukkan 02:46 að íslenskum tíma.
Hvorki fólki né byggingum stafar nokkur hætta af þessu smástirni því það er of lítið til að geta valdið skaða. Íbúar í Súdan eiga aftur á móti von á stórglæsilegri flugeldasýningu.
Búist er við miklum vígahhnetti og eldglæringum því orka á við sprengingu á um einu kílótonni (1.000.000 kg) af TNT mun væntanlega losna úr læðingi þegar smástirnið brennur upp í lofthjúpnum, skv. frétt á spaceweather.com
Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum. Þar er góð grein eftir Sævar Helga Bragason.
Á Stjörnufræðivefnum má búast við frekari fregnum jafnóðum og þær berast, svo og myndum ef þær nást af fyrirbærinu.
Sjá einnig:
Space Weather News for Oct. 6, 2008 20:02
http://spaceweather.com
Mikið álag er nú á vefnum Spaceweather.com og erfitt að opna hann.
INCOMING ASTEROID: A small, newly-discovered asteroid named 2008 TC3 is approaching Earth and chances are good that it will hit. Steve Chesley of JPL estimates that atmospheric entry will occur on Oct 7th at 0246 UTC over northern Sudan [ref]. Measuring only a few meters across, the space rock poses NO THREAT to people or structures on the ground, but it should create a spectacular fireball, releasing about a kiloton of TNT in energy as it disintegrates and explodes in the atmosphere. Odds are between 99.8 and 100 percent that the object will encounter Earth, according to calculations provided by Andrea Milani of the University of Pisa. [ephemeris] [3D orbit]
Tímaritið Astronomy: Asteroid will disintegrate in Earth's atmosphere tonight
NASA: Small Asteroid Predicted to Cause Brilliant Fireball over Northern Sudan
Uppfært 7. okt. 2008:
Sjá hér.
Tuesday, 07 October , 2008, 14:09 | |||
|
Uppfært 7. okt. 2008 kl. 23:15:
ASTEROID IMPACT--UPDATE: Asteroid 2008 TC3 hit Earth this morning, Oct. 7th, and exploded in the atmosphere over northern Sudan. An infrasound array in Kenya recorded the impact. Dr. Peter Brown of the University of Western Ontario has inspected the data and he estimates that the asteroid hit at 0243 UTC with an energy between 1.1 and 2.1 kilotons of TNT. Most of the 3-meter-wide space rock should have been vaporized in the atmosphere with only small pieces reaching the ground as meteorites.
Image credit: Peter Brown, University of Western Ontario
No pictures of the fireball have been submitted; the impact occurred in a remote area with few and possibly no onlookers capable of recording the event. So far, the only report of a visual sighting comes from Jacob Kuiper, General Aviation meteorologist at the National Weather Service in the Netherlands:
"Half an hour before the predicted impact of asteroid 2008 TC3, I informed an official of Air-France-KLM at Amsterdam airport about the possibility that crews of their airliners in the vicinity of impact would have a chance to see a fireball. And it was a success! I have received confirmation that a KLM airliner, roughly 750 nautical miles southwest of the predicted atmospheric impact position, has observed a short flash just before the expected impact time 0246 UTC. Because of the distance it was not a very large phenomenon, but still a confirmation that some bright meteor has been seen in the predicted direction. Projected on an infrared satellite-image of Meteosat-7 of 0300 UTC, I have indicated the position of the plane (+) and the predicted impact area in Sudan (0)."
2008 TC3 was discovered on Oct. 6th by astronomers using the Mt. Lemmon telescope in Arizona as part of the NASA-funded Catalina Sky Survey for near-Earth objects. Asteroids the size of 2008 TC3 hit Earth 5 to 10 times a year, but this is the first time one has been discovered before it hit.
pre-impact images: from Paolo Beltrame of CAST Astronomical Observatory, Talmassons, Italy; from Eric Allen of Observatoire du Cegep de Trois-Rivieres, Champlain, Québec; from Ernesto Guido et al. of Remanzacco Observatory, Italy; from S.Korotkiy and T.Kryachko of Kazan State University Astrotel observatory, Russia;
Vísindi og fræði | Breytt 7.10.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 5. október 2008
Borgarljós jarðar í efnahagsumróti hagkerfanna
Svona lítur jörðin út að nóttu til meðan efnahagur þjóðanna hangir á bláþræði. Ljós heimsins skína skært. Vafalítið eru ljósin kveikt í skrifstofum fjármálastofnana þar sem menn funda stíft daga og nætur. Vonandi eiga þessi ljós ekki eftir að kulna á næstu mánuðum og árum. Vonandi tekst okkur að sigla lífróður í gegn um brimgarð fjármálanna og sleppa að mestu ósködduð frá þessum hildarleik. Þangað til verða allir að vera samtaka og bjartsýnir og vinna saman af skynsemi. Forðast glappaskot sem reynst geta afdrifarík.
Auðvitað er ekki nótt alls staðar samtímis. Meðan nótt er hjá okkur er dagur einhvers staðar á jörðinni. Meðan við hvílumst eru aðrir jarðarbúar að sinna sínu daglega brauðstriti. Þessi táknræna mynd prýðir síðuna Astronomy Picture of the Day í dag. Á morgun verður þar komin ný mynd. Vonandi verður líka komin bjartari mynd af fjármálunum heimsins.
Myndin hér til hliðar er stækkuð úrklippa úr myndinni hér að ofan. Ljósin okkar skína þar skært. Hve marga bæi sérð þú á Íslandi? Sérðu jafnvel ljósin frá gróðurhúsum? Við erum efnuð þjóð. Við eigum gjöful fiskimið, jarðhita og fallvötn sem veita okkur mat, birtu og yl. Hér er menntakerfið og heilbrigðiskerfið eitt það besta í heimi. Við erum rík þjóð. Öll él styttir upp um síðir. Við verðum þá reynslunni ríkari.
Smelltu þrisvar á myndina sem er efst á síðunni til að sjá risastórt eintak.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 30. september 2008
NASA var að senda tilkynningu áðan um óvenju óvirka sól.
Rétt í þessu var NASA að senda frá sér frétt sem nefnist "Spotless Sun: Blankest Year of the Space Age". Sjá hér.
Þar kemur fram að 27. september 2008 hafi ekki sést sólblettur í 200 daga ársins. Það þarf að fara aftur til ársins 1954 til að finna hliðstæðu, en 1954 er einmitt þrem árum fyrir upphaf geimaldar sem fyrirsögn fréttar NASA vísar til, en þá sáust ekki blettir í 241 dag. Gula súlan á myndinni sýnir þetta, en súlan heldur áfram að vaxa dag frá degi. (Myndir sem sýna lengri tímabil: 50 ár, 100 ár).
"Sólblettafjöldinn er í 50 ára lágmarki" segir stjarneðlisfræðingurinn David Hathaway hjá NASA. "Við eru að upplifa djúpt lágmark í sólsveiflunni".
"There is also the matter of solar irradiance," adds Pesnell. "Researchers are now seeing the dimmest sun in their records. The change is small, just a fraction of a percent, but significant. Questions about effects on climate are natural if the sun continues to dim."
Lesið fréttina hér á vefsíðu NASA.
Fyrir fáeinum dögum tilkynnti NASA að styrkur sólvindsins hefði ekki mælst jafn veikur í 50 ár. Sjá bloggpistil um málið hér.
Sjá pistininn Hnattkólnun í stað hnatthlýnunar?
Um áratug eftir 1954 hófst kuldaskeið sem stóð í um tvo áratugi.
Það er kólnun víðar en í fjármálaheiminum
Sviplaus sól í lok september
Svona líta sólblettir út
(smella á mynd)
| show details 8:39 PM (38 minutes ago) |
|
Astronomers who count sunspots have announced that 2008 has become the "blankest year" of the Space Age. Sunspot counts are at a 50-year low, signifying a deep minimum in the 11-year cycle of solar activity.
FULL STORY at
http://science.nasa.gov/headlines/y2008/30sep_blankyear.htm?list1078000
Check out our RSS feed at http://science.nasa.gov/rss.xml!
NASA fimmtugt
Miðvikudaginn 1. október á NASA 50 ára afmæli, en það var 1. október 1958 sem National Aeronautics and Space Administration - NASA var stofnað. Sjá hér og hér.
Vísindi og fræði | Breytt 1.10.2008 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. september 2008
Píanósnillingurinn margbrotni Martin Berkofsky, radíóamatörinn og mannvinurinn
Vinur minn Martin Berkofsky píanóleikari mun halda tónleika í Salnum Kópavogi Laugardaginn 27. september klukkan 17. Martin er um margt óvenjulegur maður, sem ekki fer troðnar slóðir, og mun ég koma að því síðar í pistlinum. Fyrst smávegis sem ég nappaði af vef Tímarits Máls og Menningar hér:
Draumar, dulhyggja og þjóðlegir tónar er yfirskrift Töfratónleika Einars Jóhannessonar klarínettuleika og Martins Berkofskys píanóleikara í Salnum á laugardaginn kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. leika þeir verk eftir Schumann, Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Howhaness og Beethoven.
Martin B.erkofsky er hreint ævintýralegur píanisti Hann hefur ekki spilað á Íslandi í 20 ár, en það muna margir eftir honum frá því að hann bjó hér á landi. Árið 1982 lenti hann í mótorhjólaslysi hér heima og fór fljótlega af landi brott. Hann var allur negldur saman en var farinn að spila á tónleikum nokkrum vikum síðar. Slysið breytti lífi Martins. Hann var svo þakklátur fyrir lífgjöfina auk þess sem hann lifði af krabbamein árið 2000, að hann ákvað að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi það sem eftir væri. Hann kemur aðeins fram á styrktartónleikum og spilar ekki lengur fyrir peninga handa sjálfum sér, heldur rennur allur ágóði til góðgerðarmála. Eftir krabbameinsmeðferðina ákvað hann að hefja maraþonhlaup. Hann hljóp t.d. frá Tulsa í Oklahoma til Chicago og safnaði nógu miklu fé til að kaupa krabbameinsleitartæki handa sjúkrahúsinu í Tulsa þar sem hann hafði fengið lækningu. Það eru stórir og miklir andar með Martin hann er ekki alveg af þessum heimi", segir Einar Jóhannesson.
Einar hefur spilað mikið með Martin í gegnum tíðina. Martin hefur inspírerað mig. Þegar mikið liggur við og ég get aðstoðað hann spila ég með honum og legg honum lið í þessu kærleiksríka starfi. Ég fæ líka mikið út úr því að geta notað listina til að styrkja góð málefni. Martin er í þessu af lífi og sál og þegar mér bauðst að halda tónleikana í TÍBRÁ í SALNUM núna í september, fannst mér alveg rakið að fá hann heim.Því má bæta við að Martin var undarabarn í tónlistinni. Hann byrjaði að leika á tónleikum átta ára gamall. Á æskuárum ferðaðist hann viða um heim og lék með m.a. London Symphony Orchestra og Konzerthausorchester Berlin. Sjá umfjöllun um meistarann hér á Wikipedia.
Þetta er það sem flestir vita um Martin Berkofsky, en færri vita að hann hefur í frístundum sínum verið að gera tilraunir m.a til að hafa fjarskipti milli landa með því að endurvarpa radímerkjum frá loftsteinum og norðurljósum, svokallað meteor-scatter og aurora-scatter, auk þess að nota jónahvolfið. Enn er hann að gera tilraunir með að nota tunglið til að endurvarpa radíómerkjum milli heimsálfa, nokkuð sem kallast moon-bounce og fjarskipti um AMSAT gervitungl radíóamatöra reyndi hann vissulega. Martin hefur lengi verið radíóamatör með kallmerkin KC3RE og TF3XUU og stundaði það áhugamál sitt af kappi meðan hann var búsettur á Íslandi. Ef minnið svíkur mig ekki, þá kom hann sem ungur maður að viðhaldi einnar af fyrstu tölvanna. Gott ef það var ekki UNIVAC. Lampatölva smíðuð úr 5.200 lömpum, enda var það fyrir daga transistorsins. Reyndar er svo langt síðan Martin sagði mér frá þessu að vel getur verið að mig misminni. Kannski var það sama dag og hann lék Stars and Stripes Forever eftir Sousa á flygilinn heima af svo miklum eldmóði að við lá að þakið færi af húsinu
Á einhvern undraverðan hátt getur hann látið píanóið hljóma eins og heila hljómsveit sem spilar þennan fræga mars.
Martinn var mikill áhugamaður um mótorhjól, en lenti því miður í slæmu slysi á Hringbrautinni árið 1982. Hann margbrotnaði og var negldur saman á fjölmörgum stöðum með stálnöglum. Af þeim sökum setur hann yfirleitt málmleitartæki á flugvöllum í uppnám, en bjargar sér úr klípunni með því að sýna öryggisvörðunum röntgenmyndir af handleggnum. Þetta slys varð til þess að hann fór að hugsa um gildi lífsins og varð m.a. til þess að hann helgaði líf sitt góðgerðarstarfssemi.
Það er varla maður einhamur sem hleypur rúmlega sextugur, nýkominn úr krabbameinsmeðferð, 1400 kílómetra vegalengd til að safna 80.000 dollurum til kaupa á krabbameinslækningatæki !
Svo má ekki gleyma The Cristofori Foundation - Mucic to Serve Humanity. Stofnun Martins Berkofsky sem vinnur að velgjörðarmálum. (Nafnið vísar til Bartolomeo Cristofori 1655-1731 sem fann upp píanóið).
Það verður ánægjulegt að hlusta á þennan margbrotna snilling og mannvin á laugardaginn
28.9.2008: Tónleikarnir í gærvöld voru hinir ánægjulegustu. Húsfyllir var. Leikur þeirra Einars og Martins var einstaklega góður og fágaður eins og við mátti búast og hlutu þeir mikið lof fyrir. Eftir tónleikana gafst smá tækifæri til að heilsa upp á Martin baksviðs og skiptast á fáeinum orðum. Þar sagði hann mér frá jeppanum sínum sem myndin er af hér fyrir neðan. |
Á vefsíðu Jordell Bank Center for Astrophysics stendur hér eftirfarandi í tilefni 50 ára afmælis stóra Lovell radíósjónaukans árið 2007, en Martin hafði þá samband við England frá Bandaríkjunum með því að endurvarpa merkjunum frá tunglinu, en tunglið er í um 385.000 kílómetra fjarlægð frá jörðu:
...I was then able to return to Jodrell Bank to join in the proceedings whilst they listened out for Martin, KC3RE, to call from Virgina. He was running ~150 watts in to a single 25 element yagi mounted horizontally on his Range Rover. He can thus only work the Moon at Moonrise or Moonset. We really wanted him to call during the event when the Moon was getting a little high in Virginia, so Martin went out to Walmart and bought a pair of wheel ramps to give him a few degrees additional elevation. Fantastic! Though not strong, Keith had no problem copying Martin whose message was:
"GB50EME de KC3RE FM18dp Casanova, VA, USA GB50EME de KC3RE FM18dp Casanova, VA, USA please accept my congratulations to the Lovell Telescope on its 50th anniversary." 73 Martin
Tónlist | Breytt 28.9.2008 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Kínverjar skutu á loft mönnuðu geimfari í dag!








Póstur frá spaceweather.com:
Space Weather News for Sept. 25, 2008 4:27 PM
http://spaceweather.com
CHINESE SPACE LAUNCH: China's Shenzhou 7 spacecraft carrying a 3-man crew lifted off today from the Jiuquan Satellite Launch Center and is now in Earth orbit. During the upcoming three-day mission, Chinese astronauts, called taikonauts, will launch a small satellite and conduct their country's first space walk. As they orbit Earth, Shenzhou 7 and the body of the rocket that launched it will be visible to the naked eye from many parts of the globe. Check the Satellite Tracker for viewing times: http://spaceweather.com/flybys .
(Note: Frequent checks are recommended; predictions may change as the orbit is adjusted and estimates of orbital elements improve.)
Sighting reports and updates will be posted on http://spaceweather.com

Vísindi og fræði | Breytt 26.9.2008 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 23. september 2008
NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár.
Það hljóta að teljast tíðindi að NASA tilkynnti það á fréttamannafundi í dag að styrkur sólvindsins sé nú í 50 ára lágmarki. "The average pressure of the solar wind has dropped more than 20% since the mid-1990s. This is the weakest it's been since we began monitoring solar wind almost 50 years ago." Hlusta má hér eða lesa tilkynningu NASA hér fyrir neðan. Sjá pistilinn "NASA mælir minnkandi virkni sólar" frá 21. sept.
Mun þetta hafa áhrif á hitafar lofthjúps jarðar? Minnkandi sólvindur þýðir að styrkur geimgeisla eykst ("...cosmic rays around Earth, have jumped in number by about 20%), en hvað þýðir það?
Eftirfarandi er af vefsíðunni Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? Þar er kynnt kenning um samspil sólvindsins og hita lofthjúpsins.
---

Við getum líka sagt: "Lítil virkni sólar -> minni sólvindur -> meiri geimgeislar -> merira um ský -> meira endurkast -> lægra hitastig" !
Sem sagt, minnkandi sólvindur getur þýtt lækkandi htastig.
Sjá einnig bloggpistilinn "Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn...." frá 20. feb. 2007.
Eftirfarandi er af vefsíðunni http://science.nasa.gov/headlines/y2008/23sep_solarwind.htm?list1078000

|

Uppfært 24. sept: Sævar Helgi Bragason vísaði á íslenska útgáfu af þessari mynd af sólvindshvolfinu (heliosphere) sem er ásamt fróðlegum skýringum hér á Stjörnufræðivefnum.
--- --- ---
Óneitanlega lifum við á spennandi tímum!
Mælkevejens magtfulde stråling
Sune Nordentoft Lauritsen, informationsmedarbejder, Dansk Rumforskningsinstitut
Kosmiske stråler og Jordens klima
Jens Olaf Pepke Pedersen
Center for Sol-Klima Forskning, Dank Rumforskningsinstitut
Greinin "Cosmoclimatology: a new theory emerges" eftir Henrik Svensmark er hér á pdf formi. Greinin er mjög auðlesin og auðskilin. Þar er útskýring á kenningunni u samspil geimgeisla og hiatfars.
Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2008 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 22. september 2008
Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag?
Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Samkvæmt því lauk sumrinu í gær.
Með orðinu jafndægur er átt er við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið.
Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:
,,Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr."
Sumir trúa því að tvisvar á ári sé hægt að láta egg standa upp á endann, þ.e. þegar jafndægur er á vori og á hausti. Nú er bara að prófa! Hvernig gekk þér?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 21. september 2008
NASA mælir minnkandi virkni sólar.
Nú þegar geimfarið Ódysseifur (Ulysses) er að ljúka 17 ára rannsókn á sólinni boðar NASA til fréttamannafundar næstkomandi þriðjudag. Athygli vekur að virkni sólar fer minnkandi. Sólvindur ekki eins lítill í 50 ár. Áhrifanna gæti gætt í sólkerfinu segir NASA.
Tilkynningin er svohljóðandi (sjá hér):
NASA To Discuss Conditions On And Surrounding The Sun
WASHINGTON -- NASA will hold a media teleconference Tuesday, Sept. 23, at 12:30 p.m. EDT, to discuss data from the joint NASA and European Space Agency Ulysses mission that reveals the sun's solar wind is at a 50-year low. The sun's current state could result in changing conditions in the solar system.
Ulysses was the first mission to survey the space environment above and below the poles of the sun. The reams of data Ulysses returned have changed forever the way scientists view our star and its effects. The venerable spacecraft has lasted more than 17 years - almost four times its expected mission lifetime.
The panelists are:
-- Ed Smith, NASA Ulysses project scientist and magnetic field instrument investigator, Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif.
-- Dave McComas, Ulysses solar wind instrument principal investigator, Southwest Research Institute, San Antonio
-- Karine Issautier, Ulysses radio wave lead investigator, Observatoire de Paris, Meudon, France
-- Nancy Crooker, Research Professor, Boston University, Boston, Mass.
Reporters should call 866-617-1526 and use the pass code sun to participate in the teleconference. International media should call 1-210-795-0624.
To access visuals that will the accompany presentations, go to:
http://www.nasa.gov/topics/solarsystem/features/ulysses-20080923.html
Audio of the teleconference will be streamed live at:
--- --- ---
Fyrr í sumar var þessi tilkynning þar sem sagt er að virkni næstu sólsveiflu geti orðið minni en undanfarið
International Mission Studying Sun to Conclude
June 12, 2008 PASADENA, Calif. - After more than 17 years of pioneering solar science, a joint NASA and European Space Agency mission to study the sun will end on or about July 1.
The Ulysses spacecraft has endured for almost four times its expected lifespan. However, the spacecraft will cease operations because of a decline in power produced by its onboard generators. Ulysses has forever changed the way scientists view the sun and its effect on the surrounding space. Mission results and the science legacy it leaves behind were reviewed today at a media briefing at European Space Agency Headquarters in Paris.
"The main objective of Ulysses was to study, from every angle, the heliosphere, which is the vast bubble in space carved out by the solar wind," said Ed Smith, Ulysses project scientist at NASA's Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif. "Over its long life, Ulysses redefined our knowledge of the heliosphere and went on to answer questions about our solar neighborhood we did not know to ask."
Ulysses ends its career after revealing that the magnetic field emanating from the sun's poles is much weaker than previously observed. This could mean the upcoming solar maximum period will be less intense than in recent history.
"Over almost two decades of science observations by Ulysses, we have learned a lot more than we expected about our star and the way it interacts with the space surrounding it," said Richard Marsden, Ulysses project scientist and mission manager for the European Space Agency (ESA). "Solar missions have appeared in recent years, but Ulysses is still unique today. Its special point of view over the sun's poles never has been covered by any other mission."
The spacecraft and its suite of 10 instruments had to be highly sensitive, yet robust enough to withstand some of the most extreme conditions in the solar system, including intense radiation while passing by the giant planet Jupiter's north pole. The encounter occurred while injecting the mission into its orbit over the sun's poles.
"Ulysses has been a challenging mission since launch," said Ed Massey, Ulysses project manager at JPL. "Its success required the cooperation and intellect of engineers and scientists from around the world."
Ulysses was the first mission to survey the environment in space above and below the poles of the sun in the four dimensions of space and time. It showed the sun's magnetic field is carried into the solar system in a more complicated manner than previously believed. Particles expelled by the sun from low latitudes can climb to high latitudes and vice versa, sometimes unexpectedly finding their way out to the planets. Ulysses also studied dust flowing into our solar system from deep space, and showed it was 30 times more abundant than astronomers suspected. In addition, the spacecraft detected helium atoms from deep space and confirmed the universe does not contain enough matter to eventually halt its expansion.
Ulysses collected and transmitted science data to Earth during its 8.6 billion kilometer journey (5.4 billion miles). As the power supply weakened during the years, engineers devised methods to conserve energy. The power has dwindled to the point where thruster fuel soon will freeze in the spacecraft's pipelines.
"When the last bits of data finally arrive, it surely will be tough to say goodbye," said Nigel Angold, ESA's Ulysses mission operations manager. "But any sadness I might feel will pale in comparison to the pride of working on such a magnificent mission. Although operations will be ending, scientific discoveries from Ulysses data will continue for years to come."
Ulysses was launched aboard space shuttle Discovery on Oct. 6, 1990. From Earth orbit, it was propelled toward Jupiter by solid-fuel rocket motors. Ulysses passed Jupiter on Feb. 8, 1992. The giant planet's gravity then bent the spacecraft's flight path downward and away from the ecliptic plane to place the spacecraft in a final orbit around the sun that would take it past our star's north and south poles.
The spacecraft was provided by ESA. NASA provided the launch vehicle and upper stage boosters. The U.S. Department of Energy supplied a radioisotope thermoelectric generator to provide power to the spacecraft. Science instruments were provided by both U.S. and European investigators. The spacecraft is operated from JPL by a joint NASA/ESA team. More information about the joint NASA/ESA Ulysses mission is available at http://ulysses.jpl.nasa.gov or http://www.esa.int/esaSC/SEMPEQUG3HF_index_0_ov.html
Sólin í dag er sviplaus. Sólblettir hafa varla sést mánuðum saman:
Uppfært 22.sept: Skömmu eftir að pistillinn var skrifaður birtist óvænt nýr sólblettur. Myndin hér fyrir neðan er beintengd og uppfærist sjálfkrafa. Sjá hér.
Uppfært 24. sept: Sólbletturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu í gær.
Nú er það spurning. Er þetta forboði þess að hnatthlýnun undanfarinna áratuga kunni að ganga til baka? Spyr sá sem ekki veit ...
Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2008 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 19. september 2008
Endurnýting CO2. Ekki alveg nýtt á Íslandi.
Fyrirtækið Carbon Recycling International er þegar með í undirbúningi smíði á verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna eldsneyti úr koltvísýringi, vetni og rafmagni. Einn af ráðgjöfum þessa Íslensk-Ameríska fyrirtækis er Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði. Sjá vefsíðu þeirra www.carbonrecycling.is
Sjá einnig umfjöllun á náttúran.is
Á vefsíðunni stendur m.a:
Carbon Recycling International captures carbon dioxide from industrial emissions and converts carbon dioxide to ultra clean fuel. The sources of emissions are from basic infrastructure industrial processes including aluminum smeltering, ferro silicon manufacturing, cement production and coal fired power generation.
The fuel is high octane gasoline, ultra low sulfur diesel and methanol for existing automobiles and future hybrid flexible automobiles. The recycling of carbon dioxide results in a net reduction of carbon dioxide and the cost effective conversion enables a sustainable production of synthetic fuel.
The technology is available today and is a viable solution for transport fuel in lieu of hydrogen fuel and carbon sequestration and in complement with oil based fuel.
Founded in 2006, Carbon Recycling International, Ehf, captures carbon recycling from industrial emissions and convert carbon dioxide to methanol, gasoline and diesel. It is a venture backed Icelandic American company with headquarter in Iceland and operation in the US.
Management Team
- KC Tran, Chief Executive
- Oddur Ingólfsson, Ph.D., Research
- Andri Ottesen, Ph.D., Business Operations
- Jonathan Whitlow, Ph.D., Chemical Processes
- Haukur Óskarsson, Engineering and Construction
Board of Directors
- Sindri Sindrason: Chairman of the Board
- Fridrik Jonsson, Director
- KC Tran, Director
- Steve Grady, Director
Advisors
- George Olah, Ph.D.: Nobel Prize Laureate, Chemistry, USC, USA
- Surya Prakash, Ph.D.: Director, Loker Institute of Hydrocarbon, USA
- Albert Albertsson: Chief Operating Officer, Hitaveita Sudernesja Geothermal Utility, Iceland
- Agust Valfells, Ph.D.: Former Professor of Iowa State University, Iceland
- Baldur Eliasson, Ph.D.: Emeritus, Energy and Climate Change Research, ABB, Switzerland
- Howard Bruschi: Emeritus, Nuclear Research, Westinghouse Electric Corporation, USA
Principal Investors
- Landsbanki, Eh, IS
- Iceland Oil Ltd, IS
- Focus Group, US
- Mannvit Engineering, IS
Ég átta mig því ekki alveg á frétt Morgunblaðsins í dag þar sem segir:
"Stjórnvöld hafa samið við japanska fyrirtækið Mitsubishi um þróun nýrrar tækni sem fyrirtækið býr yfir og gerir mönnum kleift að búa til nothæft eldsneyti úr útblæstri frá stóriðju.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sér fyrir sér að þetta gæti orðið að veruleika eftir tíu ár ef að þessi tækni gangi upp í framkvæmd. Íslenski skipaflotinn gæti þá allur gengið fyrir útblæstri frá álverum og eitraðar gróðurhúsalofttegundir yrðu jafnframt skaðlausar...."
![]() |
Skipaflotinn knúinn útblæstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 20.9.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Stjörnufræðivefurinn. Áhugaverður vefur fyrir almenning.
Það er full ástæða til að benda á mjög áhugaverðan vef um stjörnuskoðun og stjörnufræði fyrir áhugamenn og almenning. Vefurinn nefnist Stjörnufræðivefurinn og vefslóðin er
Sjá einnig vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
Félagar koma alls staðar af landinu, enda er þetta eina stjörnuskoðunarfélagið.
Ring Nebula (M57). Hringþokan í Hörpunni
Sjá umfjöllun á Stjörnufræðivefnum
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði