Einn þekktasti loftslagsfræðingur heims er bjartsýnn á þróun mála.

Meðal þekktari loftslagsfræðinga er Dr. Roy W. Spencer.  Hann hefur hlotið Medal for Exceptional Scientific Achievement frá NASA, enda þróaði hann ásamt öðrum aðferð til að mæla hita í lofthjúp jarðar frá gervihnöttum.  Einnig viðurkenningu frá American Meterological Society "for developing a global, precise record of earth's temperature from operational polar-orbiting satellites, fundamentally advancing our ability to monitor climate."  Hann er því tvímælalaust meðal þeirra sem þekkja eðli lofthjúps jarðar best.

Spencer hefur ritað mjög athyglisverðan pistil sem hann kallar Global Warming and Nature's Thermostat.  Í pistlinum koma fram margar athyglisverðar staðreyndir ásamt kenningu hans um það hvernig úrkomukerfið og skýin takmarka og vinna á móti hitabreytingum í lofthjúpnum. Það er athyglisvert, að í pistlinum kallar höfundurinn sig "climate optimist".

Hér er alls ekki mögulegt að endurtaka það sem Roy W. Spencer skrifar, en fáein atriði dregin fram. Hann bendir á það að rakinn í lofthjúpnum valdi yfir 90% af náttúrulegu gróðurhúsaáhrifum og losun manna á koltvísýringi bæti aðeins um 1% við náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin.  Án þess að afturverkun (feedback)  komi til valdi tvöföldun á koltvísýringi í lofthjúpnum minna en 1°C hlýnun.  Öll hermilíkön geri aftur á móti ráð fyrir að afturverkunin (feedback) sé jákvæð og magni því þessi áhrif upp þannig að hlýnunin verði meiri. Dr. Spencer bendir aftuir á móti á að þessi afturverkun geti alveg eins verið neikvæð og dragi þess vegna jafnvel úr hlýnunni. Hann rökstyður mál sitt.

Nóg um það. Áhugaömum er eindregið bent á að lesa þennan  pistil  loftslagfæðingsins sem kemu úr innsta hring loftslagsvísindanna. Greinin er hér

 

Í pistlinum eru nokkrir hitaferlar sem út af fyrir sig getur verið áhugavert að rýna í.

UAH_LT_with_IPCC_projections_smal-600wl

 

Myndin sýnir hitasveiflur lofthjúps jarðar frá 1990 til loka mars 2008. Þar má sjá kólnunaráhrif eldgossins Mt. Pinatubo 1991, hlýnunaráhrif El-Nino 1998, kuldann undanfarna mánuði sem gæti stafað af La-Nina og svo spá Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Eftirtektarvert er, að ef áhrifin frá Mt. Pinatubo og El Nino eru fjarlægð, þá virðist sem engin markverð breyting hafi verið frá 1990 til 2000, síðan hækkun frá 2000 til 2002, en engin hækkun eftir það.  Þetta sýnir okkur hve erfitt er að meta svona breytingar vegna áhrifa frá t.d. eldgosum og fyribærum í hafinu, og einnig að engu er líkara en hlýnun síðustu tveggja áratuga hafi orðið á um tveggja ára tímabili, þegar búið er að fjarlægja áhrif Mt. Pinatubo og El Nino. Sveiflurnar í hitafarinu er það miklar að það er erfitt að koma auga á stigvaxandi hlýnun.

 

2000-years-of-global-temperatures

 

Á myndinni má sjá þróun lofthita síðastliðin 2000 ár. Blái ferillinn er meðaltal 18 rannsókna og sýnir hitafarið frá árinu 1 til 1995, en rauði ferillin sýnir raunverulegar mælingar síðstliðin 150 ár, þ.e. til ársins 2007. Ens og sjá má, þá eru hitasveiflur „af sjálfu sér" ekkert óeðlilegar.  Það var álíka hlýtt og nú árið 981 þegar Eiríkur rauði fann Grænland og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985.

 Þetta var bara örlítið sýnishorn úr pistlinum sem er hér.

 

climate-confusion-cover-smallÍ lokin má benda á að nýlega kom út bók eftir Roy W. Spencer, Climate Confusion. Bók þessi hefur hlotið góða dóma.  Í mars var hún 7. vinsælasta bókin hjá Amazon og númer 1 bóka sem fjalla um náttúruvísindi...   Bloggarinn á von á eintaki eftir fáeina daga.

Bókin fæst hér hjá Amazon í Bretlandi.

 

Sem betur fer eru í vísindheiminum menn á borð við Dr. Roy Spencer sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu, þroska til að hugsa sjálfstætt, og þor til að standa við sannfæringu sína. Vissulega eru fjölmargir vísindamenn sem hafa sína persónulegu skoðun, en geta ekki starfs síns vegna rætt hana opinberlega. Rannsóknarstyrkir eru þá í húfi, og allir eiga þeir fyrir fjölskyldum að sjá. Það er ef til þess vegna að margir þeirra vísindamanna sem láta óhikað í sér heyra eru einmitt komnir á eftirlaun og því efnahagslega sjálfstæðir.  Roy Spencer er ánægjuleg undantekning.

 


Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?

 

Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...        Ninja

 

  • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
  • Þessi peysa er mjög lauslát...
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
  • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið... 
  • ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg... 
  • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér... 
  • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm... 
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið... 
  • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
  • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... 
  • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... 
  • Þar stóð hundurinn í kúnni...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður r júpurnar...
  • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
  • Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
  • Betur sjá eyru en auga...
  • Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
  • Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
  • Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
  • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
  • Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
  • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
  • Lærin lengast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

 


Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-)

Spegill, spegill herm þú mér ... 

Hvers vegna eru sumar konur á snyrtingunni ósýnilegar, en aðrar ekki?     Halo

 


Gore áhrifin brugðust ekki á Íslandi - Allt hvítt!

1207681634Í gærkvöldi um svipað leyti og Al Gore yfirgaf landið fór heldur betur að snjóa, og nú á miðvikudagsmorgni er meira en 15 sentímetra snjóþekja á höfuðborgarsvæðinu.
 
Alveg er þetta makalaust.  Hin vel þekktu Al Gore áhrif sem fjallað var um s.l. mánudag, daginn sem Gore kom fljúgandi á einkaþotu sinni, brugðust ekki á Íslandi frekar en annars staðar.
 
Hörku vetur um miðjan apríl.  Hvar eru blessuð gróðurhúsaáhrifin? Einhvers staðar hljóta þau að fela sig. Er ekki móðir náttúra að minna á sig? Nú hefur lofthjúpur jarðar ekki hlýnað í áratug og 3110 mælibaujur um allan heim segja okkur að kólnað hafi í hafinu síðastliðin fimm ár. Hvað er á seyði? Voru gróðurhúsaáhrif af mannavöldum bara plat? Var sólin bara svona ofur virk undanfarna áratugi og er hún núna að skríða undir sæng til að hvíla sig? Megum við búast við kólnun á næstu árum og áratugum?
 
Myndin er tekin að morgni 9. apríl. Á borðinu mældist rúmlega 15 cm snjór.

 
 
Hvað er þá herra Al Gore að meina með því að endasendast um heiminn? Er þetta allt tómur misskilningur hjá karlinum, eða allt með ráðum gert? Það er auðvitað gríðarmikill business í kringum sölu á kolefniskvótum. Ekki á hann hlut í slíkum viðskiptafyrirtækjum? Er hann nokkuð kolefniskvótagreifi?
 
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir baráttu við hlýnun jarðar. Ætli Al Gore hafi leyst vind á Íslandi? 
 
 
Myndbandið sýnir kolefnisgreifingjann að störfum við að kæla jörðina. 
 
The Al Gore Effect 

Ljóð í tilefni fyrirlesturs Al Gore

Í hádeginu barst mér eftirfarandi kveðja með tölvupósti frá frænda mínum sem fór að hlusta á Al Gore í Háskólabíó i morgun.

Þess má geta að höfundurinn er ungur skynsamur maður með doktorsgráðu í verkfræði. 

 

Sæll frændi,

 

Í dag ég fór að hlusta á heimsfrægan mann.

Hann boðaði sitt erindi og lýðurinn fann

að hörmung á oss dyndi er Heljar- fetum slóð

og heimur myndi farast ef værum ekki góð.

Og allt var þetta gulltryggt og engum vafa háð

og efasemdir tilgangslausar –jafnvel heimskuráð.

En ég er nú svo heimskur, og hugsi eins og þú

og hneigist ekki alveg að kaþólskri trú.

Ég líkt og þú og fleiri þeirrar spurningar spyr

er spekingur einn reyndar hér orðaði fyrr:

“Hverju reiddust goðin er hraunið forðum brann?”

 

                                                                           Vandráður Torráðsson, 8. apríl 2008
 

                                                                                         


mbl.is Þróun sem hægt er að stöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Gore áhrifin á veðurfar og snjórinn í London í gærmorgun

al-goreEins og allir vita þá ferðast Al Gore um heiminn á einkaþotu og boðar fagnaðaerindið. Fáir vita þó að veðurfarið andar oft köldu þar sem hann ber niður. Svo rammt kveður að þessu að farið er að nefna þessi áhrif Al Gore Effect.

 

Þegar Gore var í Boston og New York árið 2004 skall á mesta kuldatíð í 50 ár.

Þegar hann fór til Queensland í Ástralíu árið 2006 snjóaði þar í fyrsta skipti í 65 ár.

Í Kanada var verið að selja miða á fyrirlestur Al Gore 7. febrúar 2007 þegar mesti kuldi sem mælst hefur í Toronto hrelldi borgarbúa.

13. febrúar 2007 aflýsti House Committee on Energy and Commerce fundi um hnatthlýnum vegna snjókomu.

Um svipað leyti aflýsti Maryville háskólinn sýningu á "An Inconvenient Truth" vegna snjóstorms.

Þetta er varla einleikið Wink

 

  • January 2004—Gore brings coldest temperatures in 50 years to aid his speech in Boston
  • November 2006—With summer 2 weeks away, Al Gore visits Australia, and brings enough cooling to reopen the ski resorts
  • February 13, 2007—Almost 2 weeks after the ground hog declared an early spring, the US House Committee on Energy and Commerce's subcommittee on Energy and Air Quality's hearing on global warming scheduled for Feb. 14 is canceled due to an inch of snow, sleet, and hail. Also, Maryville University in St. Louis canceled their presentation of "An Inconvenient Truth" due to snowstorms.


Nú er Al Gore væntanlegur til Íslands næstu daga. Getur það verið að hann ætli að hafa viðkomu í London?  Hvers vegna, jú þessi mynd var tekin í Richmond Park í London í gærmorgun 6. apríl 2008. Hnatthlýnunaráhrif eða hvað? Eða bara Gore Effect?

Sem betur fer kom blessuð sólin og fjarlægði snjóinn.  Ekki er þó víst að börnin hafi verið ánægð þegar snjókallarnir urðu sólargeislunum að bráð.

 

IMG_4357.JPG
 
IMG_4369.JPG
 
Í Richmond Park 6. apríl. 
 
 
Buckingham höll
 
Í garðinum hjá Betu drottningu. 
 

Það er annars umhugsunarvert hvers vegna Al Gore er að halda fyrirlestur um loftslagsbreytingar á Íslandi. Hann er ekki loftslagsfræðingur heldur lögfræðingur. Þekking hans á eðlisfræði lofthjúps jarðar er auðvitað samkvæmt því. Hann hlaut að vísu hálf friðarverðlaun Nóbels, en þau koma vísindum nákvæmlega ekkert við.  Amen.

 

Sem betur fer eru til alvöru fagmenn sem láta í sér heyra. Á ráðstefnunni The 2008 International Conference on Climate Change voru flutt fjölmörg erindi. Meðal þeirra er erindi prófessors Bob Carter. Hægt er að horfa á flutninginn hér og sækja hann í DVD gæðum hér.  Smækkuð útgáfa er hér fyrir neðan. Vissullega er ekkert  Hollywood yfirbragð á myndinni eins og í "An Inconvenient Truth", ekki er verið að plata neinn og ekki heldur verið að hræða almenning. Þessi mjög fróðlegi fyrirlestur kemur væntanlega mörgum á óvart. Hér talar alvöru vísindamaður um efni sem hann gjörþekkir.

 

 

 

 

 

 

Krækjur:

35 villur í kvikmyndinni "An Inconvenient Truth". Christopher Monckton of Brenchley: 35 Inconvenient Truths

Bloggpistill: High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

Bloggpistill: Al Gore og undrabarnið

AOL Video: Snow in London 05 April 200

Telegraph:

 

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans

 


Draugaleg mynd á laugardagskvöldi (°_°)

Yfirnáttúrulegt  fyrirbæri? Hér er ekki allt sem sýnist. Farðu eftir leiðbeiningunum. Hvað er það sem þú sérð? Vofa? W00t

1) Horfðu fast á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.

2) Horfðu nú á sléttan vegg.

3) Deplaðu aðeins augunum...

Hvað sérðu? 

 

Furðumynd

 


Allt er í heiminum afstætt - og Guli kafbáturinn

Max Tegmark prófessor við hinn virta verkfræðiháskóla MIT ákvað að lífga aðeins upp á leiðigjarna fyrirlestra sína um afstæðiskenninguna. Hann flutti því kúrs númer 8033 á nýstárlegan hátt. Prófessor Tali Figueroa aðstoðaði.

Fyrirlestur prófessors Tegmark má nálgast sem pdf skjal hér.  Auðvitað er textinn illskiljanlegur öðrum en eðlisfræðinördum Cool

 Myndband frá fyrirlestrinum: We all believe in relativity ...

 

SPECIAL RELATIVITY

Römer measured the speed of light,
and something basic just wasn’t right.
because Michaelson and Morley
showed that aether fit data poorly.

We jump to 1905.
In Einstein’s brain, ideas thrive:
“The laws of nature must be the same
in every inertial frame”

We all believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

Einstein’s postulates imply
that planes are shorter when they fly.
Their clocks are slowed by time dilation,
and look warped from aberration.

Cos theta-prime is cos theta minus beta ... over one minus beta cos theta.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

With the Lorentz transformation,
we calculate the relation
between Chris’s and Zoe’s frame,
but all invariants, they are the same.
Like B dot E and B-squared minus E-squared,

... and the rest mass squared which is E-squared minus p-squared.
’cos we all believe in relativity, 8.033, relativity.

Soon physicists had a proclivity
for using relativity.
But nukes made us all scared
because E = mc2.

Everything is relative, even simultaneity,
and soon Einstein’s become a de facto physics deity.
’cos we all believe in relativity, 8.033, relativity.

GENERAL RELATIVITY

But Einstein had another dream,
and in nineteen sixteen
he made a deep unification
between gravity and acceleration.
He said physics ain’t hard at all
as long as you are in free fall,
’cos our laws all stay the same
in a locally inertial frame.

And he called it general relativity, relativity, relativity.
And we all believe in relativity, 8.033, relativity.

If towards a black hole you fall
tides will make you slim tall,
but your friends won’t see you enter
a singularity at the center,
because it will look to them
like you got stuck at radius 2M.
But you get squished, despite this balking,
and then evaporate, says Stephen Hawking.

We all believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

We’re in an expanding space
with galaxies all over the place,
and we’ve learned from Edwin Hubble
that twice the distance makes redshift double
We can with confidence converse
about the age of our universe.
Rival theories are now moot
thanks to Penzias, Wilson, Mather & Smoot.

We all live in an expanding universe, expanding universe, expanding universe.
Yes we all live in an expanding universe, expanding universe, expanding universe.

But what’s the physics of creation?
There’s a theory called inflation
by Alan Guth and his friends,
but the catch is that it never ends,
making a fractal multiverse
which makes some of their colleagues curse.
Yes there’s plenty left to figure out
like what reality is all about about.

but at least we believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

 

Þar sem MIT er besti verkfræðiháskóli í heimi og HÍ vill verða meðal þeirra 100 bestu, er ekki að efa að þessir nýju kennsluhættir verða teknir upp hér á landi innan skamms. MadMax hefur gefið tóninn í verkfræði- og raunvísindadeild. Í heimspekideild mætti kveða rímur,  í viðskiptadeild mætti syngja fjárlögin og í lagadeild tóna stjórnarskrána. Hvernig er það eiginlega, ætlar HR ekkert að gera? Smile

 

 

Hér koma svo sjálfir Bítlarnir með We All Live in a Yellow Submarine 


Orkuver 6 í Svartsengi - Til hamingju HS !

 


 

"Orkuver sex" í Svartsengi verður formlega gangsett í dag 3. apríl.  Þetta er 30 megawatta gufuaflsvirkjun af mjög sérstakri gerð þar sem verið er að virkja háþrýsta, milliþrýsta og lágþrýsta gufu með sama hverflinum.

Fyrsta skóflustunga að virkjuninni var tekin 31. mars 2006 og síðan hefur verið unnið hörðum höndum að framkvæmdinni.  Í orkuverinu er 30 MW gufuhverfill smíðaður af Fuji í Japan.  Hverfillinn er sérstakur að því leyti að hann er með þrjú gufuinntök.  Hægt er að keyra hann á 16 bar þrýsting, 6 bar og 0,6 bar og er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum.  Fékk hann vinnuheitið Kolkrabbinn eða Octopus og hefur það nafn fest við hann. Tako heitir kolkrabbinn á japönsku. Inn á hverfilinn tengjast nefnilega átta sver gufurör sem gera hann mjög óvenjulegan.

Orkuverið var raunar gangsett í desember síðastliðnum, en undanfarnar vikur hefur verið unnið að ýmisskonar frágangi. Hönnun virkjunarinnar hófst í janúar 2006, þannig að innan við tvö ár liðu frá fyrsta blýantsstrikinu að gangsetningu.

Orkuverin í Svartsengi eru sex talsins og var hið fyrsta tekið í notkun árið 1978. Gufuhverflar eru samtals 12, og eru 10 þeirra enn í notkun. Á Reykjanesi er nýtt orkuver með tveim 50 megawatta hverfilsamstæðum.

Kolkrabbinn í "Orkuveri Sex" er rauða kvikindið á myndinni. Smella tvisvar á myndina til að stækka hana.

 

Hönnuðir voru:

Fjarhitun, VTR verkfræðingar, Verkfræðistofa Suðurnesja, Landark og Arkitektastofan OG.

 

Til hamingju starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja og félagar í hönnunarhópnum Wizard

HShf_1a
Kolkrabbinn1000w

Sniðuga ljóskan, bankinn og þýðingarvélin

Rich-blonde

Þessi ljóskubrandari kom í pósthólfið áðan, þ.e. 1. apríl:

 

Sneddý ljóska !!!

Stórglæsileg blondína kemur inn í ónefndan banka í Reykjavík og biður um bankalán. Hún segist þurfa að fara til Suður-Evrópu í verslunarferð og vanti 50.000 kr.

Starfsmaður bankans segir henni að bankinn þurfi að hafa einhverskonar tryggingu fyrir láninu. Hún afhendir honum lyklana af alveg splunkunýjum Bens sem stendur á bílastæði við bankann. Þetta virkar fínt og bankinn samþykkir bílinn sem tryggingu fyrir láninu. Bankastarfsmaðurinn og aðrir innan bankans eru virkilega stoltir af blondí að hún skuli stilla upp Bens að verðmæti fyrir 18-milj. sem tryggingu fyrir 50.000 kr. Starfsmaðurinn keyrir bílinn niður í bílageymslu bankans.

Tveimur vikum seinna kemur blondí aftur og borgar sínar 50.000 kr, plús 310 kr í vexti. Bankamaðurinn getur ekki orða bundist og segir: "Við erum virkilega ánægðir með að þú sóttir um lán hjá okkur, en við erum pínulítið forvitnir...

Meðan þú varst í burtu tékkuðum við á þér í Lánstrausti og komumst að því að þú ert margfaldur milljóner. Það sem við erum rosalega hissa á er:  Af hverju þurftir þú 50.000 kr lán?

Blondí svarar: "Hvar annarsstaðar í Reykjavík get ég geymt bílinn minn í tvær vikur fyrir 310 kall ?"

--- --- ---

Þýðingarvélin Tungutorg www.tungutorg.is var ekki lengi að snara þessu yfir á ensku:

Sneddý of blondes !!!

Stórglæsilegur blondíinn enters an unmentioned bank in Reykjavik and asks for bank loans. She says need to go to Suður-Evrópa in a verslunarferð and lacks 50.000 Kr.

The employee of the bank says her that the bank needs to have an einhverskonar guaranty for the loan. She delivers the him keys of quite brand-new Ben currently on a parking lot at the bank. This works fine and the bank consents the car which guaranty for the loan. The bank employee and other within the bank are real proud of blondí that she shall mount Ben to a value for 18-milj. which guaranty for 50.000 Kr. The employee drives a car down in the being of the bank.

Two weeks posterior comes a blondí again and pays their 50.000 Kr, plus 310 Kr in a growth. The banker can not phrase mated and says: "Va are real content with that you applied a loan by us, but we are tiny forvitnir.. . 

Whilst you were in away tékka we on you in a creditworthiness and ascertained it that you are a multiple milljóner. Who we are rosalega astonished river is: wherefore needed you 50.000 Kr loan?

Blondí answers: "Hva elsewhere in an order can I stored my car in fortnight for 310 kall "

 

Prófum nú dönsku:

Blondiners Sneddý !!!

Stórglæsilegur blondíinn indkommer i en ónefndur bank i Reykjavík og beder om bankalán. Hun segjast behøves at tilfaldes Suður-Evrópa i en verslunarferð og mangler 50.000 Kr.

Bankens arbejdstager siger hende at banken behøver at haves en einhverskonar trygging for lånet. Hun afleverer de ham nøgler af helt splunkunýr Ben p.t. på en bílastæði ved banken. Dette virka fínn og banken godkender bilen som trygging for lånet. Bankastarfsmaður og andre inden bankens er virkilega stolte af en blondí at hun skal beroliges op Ben at en verðmæti for 18-milj. som trygging for 50.000 Kr. Arbejdstageren keyra en bilen ned i bankens bílageymsla.

To uger seinni kommer en blondí igen og betaler sin 50.000 Kr, et additionstegn 310 Kr i en vækst. Bankieren kan ikke udtrykker bindast og siger: "Va er virkilega ánægður med at du andrag om et lån hos os, men vi er pínulítill forvitnir..

Meðan du vær i burtu tékka vi på du i en lánstraust og konstaterede det at du er en mangefoldt milljóner. Det som vi er rosalega hissa å er: af hvem behøvede du 50.000 Kr lån?

Blondí svarer:  "Sår annarsstaðar i en ankomst kan jeg gemt min bil i to uger for 310 kall ?"

 

Niðurstaða:  Ljóskur eru skynsamar en tölvur dálítið vitlausar. LoL

A result: Blondes are sensible but computers somewhat crack-brained. Shocking

Et resultat: Blondiner er fornuftmæssige men datamater dálítið vitlaus. Pinch

 


Danskan er yndislegt tungumál eins og allir vita ...

Auðvitað skilja allir Íslendingar dönsku mætavel og tala hana lýtalaust. Er það ekki? Prófaðu bara að segja upphátt "rødgrød med fløde på".  - En skyldu Danir skilja dönsku? Ekki er það nú alveg víst. Um það fjallar þetta skondna myndband.

 

 

 
 
 
 
 Nú er bara að æfa sig: Rødgrød med fløde ...
 
 

Konur í list. Alveg stórkostlegt myndband.

 

Women in Art, eftir Philip Scott Johnson (Eggman913)

Hlusta með fullum styrk! Tónlist eftir Bach.

Njótið Joyful

 

 

 

3000 mælibaujur í hafinu mæla smávægilega kólnun síðastliðin 5 ár

 

Latest Argo array

Útvarpsstöðin NPR (National Public Radio) hefur skýrt frá niðurstöðum 3110 mælibauja sem komið var fyrir árið 2003. Þetta eru eins konar robotar eða þjarkar sem mælt geta sjávarhita og seltu á mismunandi dýpi.  Sjá vefsíðu ARGO.

float_csectionÞessar mælibaujur eru um öll heimsins höf eins og myndin efst á síðunni sýnir, en hún sýnir hvar þær eru staddar  nú. (Myndin uppfærist sjálfkrafa daglega). Baujurnar ættu því að geta gefið nokkuð skýra mynd af sjávarhita. Þessar ríflega  3000 baujur eða mæliþjarkar geta mælt sjávarhita og seltu allt niður á 2000 metra dýpi. Baujurnar senda mæliniðurstöður og staðsetningu um gervihnetti til miðstöðvar þar sem unnið er úr mæligögnum. Sjá myndina neðst á síðunni.

Þessir þjarkar sem sífellt eru að hamast við að mæla sjávarhita á mismunandi dýpi hafa eitt framyfir hefðbundnar yfirborðsmælingar gerðar með hitamælum á stöðum sem ýmist eru í dreifbýli eða þéttbýli. Þeir eru væntanlega allir sömu gerðar og þéttbýlisáhrif (urban heat island) truflar ekki mælingu. Hafið þekur um 70% yfirborðs jarðar. Þar hafa að skiljanlegum ástæðum mælingar verið mjög stopular og dreifðar. 

Hitastig sjávar ætti að gefa mjög skýra mynd af því sem er að gerast og ætti hnatthlýnun að koma vel fram.  Það hefur því komið vísindamönnum verulega á óvart að síðastliðin 5 ár hafa baujurnar ekki mælt neina hlýnun, heldur örlitla kónun. Sjálfsagt mæla þær hlýnun á sumum svæðum en kólnun á öðrum, en það er meðaltalið sem gildir. Eingöngu með miklum fjölda mælitækja er hægt að ffá nákvæma mynd af því sem er að gerast, en þannig er einmitt þetta kerfi.

Hægt er að lesa fréttina frá NPR hér  og jafnvel hlusta hér, sem er ekkert síðra. Í viðtalinu er rætt við Dr. Josh Willis hjá NASA Jet Propulsion Laboratory og Dr. Kevin Trenberth hjá National Center for Atmospheric Research, sem er þekktur fyrir að styðja kenninguna um hnatthlýnun af mannavöldum.

Dr. Josh Willis segir þessar mælingar mjög mikilvægar. Í raun þá fer 80% til 90% varmans við hnatthlýnun í að hita upp höfin. Hann hefur ekki skýringar á reiðum höndum og bendir á að þarna geti verið um að ræða eitthvað hik í hnatthlýnun.

Dr. Kevin Trenberth á greinilega í nokkrum vandræðum og minnist á að jörðin hafi nokkur mismunandi thermostöt, þar á meðal ský, og hluti hitans hljóti að fara til baka út í geiminn. Þarna er hann kominn ansi nálægt kenningu pófessors Richard Lindzén hjá MIT sem er á öndverðum meiði við flesrta varðandi hnatthlýnun og er höfundur kenningar um sjálfvirka reglun hitastigs jarðar með breytilegu skýjafari, eða svokölluðu Iris effect. Það skyldi þó ekki vera að menn séu byrjaðir að tala saman?

Það er eitthvað undarlegt að gerast. Einhver skýring hlýtur að vera á þessu, en hver skyldi hún vera?  "But what this does is highlight some of the issues and send people back to the drawing board" segir Trenberth.  Ef sjálfur Trenberth talar svona, þá hljóta menn að taka eftir því.

 

Nú vakna óneitanlega margar spurningar. Til dæmis:

1) Getur verið, eins og  Trenberth bendir á, að jörðin sé með náttúruleg thermostöt eða hitastilla sem bregðast svona við og vinni á móti hlýnun?

2) Eru áhrif hnatthlýnunar af völdum losunar manna á koltvísýringi minni en talið hefur verið, etv. vegna þessara "náttúrulegu hitastilla"?

3) Er það tilviljun að lofthiti hefur ekkert aukist á sama tíma?

4) Er það tilviljun að virkni sólar virðist nú fara hratt minnkandi.

5) Getur verið að hnatthlýnun undanfarinna áratuga sé að ganga til baka þar sem að mestu var um náttúrulega sveiflu að ræða?

6) Getur verið að þessi stöðvun hnatthlýnunar sé bara eitthvað óútskýranlegt hik? 

7) Hvers vegna er svona gríðarlegur munur síðastliðinn áratug á raunveruleikanum og spálíkönum sem notuð hafa verið til að spá fyrir um loftslagsbreytingar? 

 

Að lokum: Hér er aðeins um að ræða mælingar sem ná yfir fimm ár. Það er ekki langur tími og því mikilvægt að vera ekki of fljótur að draga ályktanir. En að þessar nákvæmu og viðamiklu mælingar skuli ekki sýna neina hlýnun kemur á óvart.  Losun manna á CO2 hefur aldrei verið jafn mikil, og er aukningin um 5,5% á tímabilinu. Það styður þessar mælingar að lofthiti hefur ekki hækkað í áratug, sama hvort litið er til mælinga sem gerðar eru frá gervihnöttum (UAH, RSS) eða á jörðu niðri (CRU).

 

smo_big


Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

pening1-B-100pening2-B-100

 

 

 



 

Það kemur mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. (Uppfært 2017: Fyrir rúmlega hálfri öld - pistillinn er frá árinu 2008). Út í geiminn? Já, og meira að segja í 440 km hæð eða um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land.

Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d'Etudes Spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið 1965 settu þeir upp búðir á Skógasandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. Höfundur vefsíðunnar, sem á þessum árum var nemandi í MR, var þarna á staðnum á vegum Almannavarna ríkisins, sem auðvitað var bara yfirskin til að fá leyfi til að komast í návígi við þennan einstæða atburð,  og hafði tækifæri til að njóta geimskotanna, enda vantaði ekki áhugann. Myndavélin var auðvitað með í för.

Tilgangur geimskotanna var að rannsaka Van Allen beltið, en þar sem það kemst næst jörðu við heimskautin myndast oft norðurljós.   Rafagnir sólvindsins festast í Van Allen beltinu, þjóta fram ag aftur milli segulskauta jarðar, og mynda norðurljós þegar þær rekast á loftagnir í háloftunum, segir í flestum kennslubókum.  Nú á tímum er reyndar talið að atburðarásin sé töluvert flóknari. Ísland hentaði vel til þessara rannsókna frönsku vísindamannanna vegna legu sinnar nærri norðurljósabeltinu, og væntanlega einnig vegna eyðisandanna á Suðurlandi og opna hafinu þar fyrir sunnan.

 

sudav

 

 

Eldflaugarnar voru af Dragon-1 gerð. Þær voru tveggja þrepa. Neðra þrepið kallaðist Stromboli, en efra þrepið Belier.

 

Helstu einkenni Dragon-1:

Mesta skothæð: 475 km
Knýr við flugtak: 75 kN
Heildarþungi við flugtak: 1.157 kg
Þvermál neðri hluta: 0,56 m
Vænghaf: 1,23 m
Lengd: 7,10 m
Burðargeta: 60 kg.
Eldsneyti: Fast, 686 kg í fyrra þrepi og 208 kg í síðara þrepi.

Alls var skotið 55 Dragon flaugum víðs vegar um heim á árunum 1962-'73. Þrjú skot misheppnuðust, en 52 tókust vel.

 

Eldflaugaskotin á Íslandi:

1. ágúst 1964, Mýrdalssandur.  Dragon D-10. Flughæð 440 km.
7. ágúst 1964, Mýrdalssandur.  Dragon D-11. Flughæð 420 km.

24. ágúst 1965, Skógasandur.  Dragon D-17. Flughæð 440 km.
3. september 1965, Skógasandur.  Dragon D-18. Flughæð 440 km.

 

Árið 1964 var skotpallurinn á sandinum á móts við Höfðabrekkuheiði, en skammt austan Skóga árið 1965.

Gríðarstórir loftbelgir með mælitækjum voru sendir á loft annað slagið. Vísindamennirnir voru í stöðugu sambandi við Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans, sem um áratugaskeið hefur rekið Segulmælingastöðina í Leirvogi, en skotið var þegar mælitæki gáfu til kynna að árangur af geimskotinu yrði væntanlega góður. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur stóð vaktina í Reykjavík vegna fyrsta skotsins og fylgdist með mælingum frá forláta segulmæli sem nýlega hafði verið þróaður á Raunvísindastofnun. Á síritanum, sem var í Gömlu loftskeytastöðinni á Melunum, var ferill sem sýndi breytingar í segulsviði jarðar. Þessar breytingar voru mælikvarði á það sem var að gerast í háloftunum. Þegar Þorsteinn sá verulegar breytingar lét hann vísindamennina á sandinum vita um talstöðvarsamband. Segja má að Þorsteinn hafi nánast stjórnað geimskotinu og sagt til hvenær skyldi skjóta. Við næstu skot notuðu Frakkarnir segulmæli sem Raunvísindastofnun lánaði þeim.

 

Myndir:

Fyrstu myndirnar hér fyrir neðan tók höfundur vefsíðunnar árið 1964 þegar hann var 19 ára. Myndir frá 1965 leynast vonandi enn einhvers staðar í kössum eða kirnum, en verða settar hér ef þær finnast. Neðst er skemmtileg mynd ásamt kynningu á helstu vísindamönnunum sem Þorsteinn Sæmundsson tók sumarið 1965.

 

Myndirnar hér fyrir neðan eru nokkurn vegin í tímaröð.

 

 

 
Hjálmar Sveinsson þungt hugsi í forgrunni, enda mikil spenna í loftinu síðla sumars árið 1964.          Ljósm. ©ÁHB

Dragon-1-B-600

Skotpallurinn undirbúinn           Ljósm. ©ÁHB

 

 Stækkun úr myndinni hér að ofan. Hjálmar Sveinsson kemur gangandi.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-7-B-600

Fyrsta flaugin Dragon D10. Eldflaugin er yfir 7 metra löng og 1100 kg að þyngd.      Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-5-B-600
 

Hún er rennileg séð frá þessu sjónarhorni. Dr. Mozer er hægra megin.           Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-12-B-600

Á spjaldinu sem lokar eldhólfinu stendur Stromboli. Dr. Forrest Mozer í bakgrunni.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-13-B-600

Rigning. Frakkarnir með sjóhatta.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-3-B-600

Mýrdalssandur Space Center.

 

Takið eftir loftnetsspeglunum sem voru notaðir til að taka á móti merkjum frá eldflauginni.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-11-B-600

Lyft í skotstöðu           Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-15-B-600

Komin í skotstöðu. Ágúst Valfells fylgist með.           Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-ahb-500w-crop 
Höfundur pistils við Dragon D-10 

 Dragon-4-B-512

Stefnt til himins           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-14-B-600

Sigurður Ágústsson lögregluþjónn. Þekktur sem Siggi Palestína, en hann var um skeið á vegum Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Mikið ljúfmenni. Fulltrúi yfirvaldsins uppi á Höfðabrekkuheiði. Farið var með Harley Davidsson upp á topp vegna VHF talstöðvarinnar sem var á hjólinu. Það var ekki auðvelt mál, en hafðist.  Gufunes burðastöð í forgrunni. Svona stöðvar voru gemsar þess tíma, en á Gufunesbylgjunni mátti tala yfir fjöll og firnindi með endurkasti frá jónahvolfinu sem Frakkarnir voru að rannsaka.           Ljósm. ©ÁHB

 

 

 Dragon-6-B-600

Yfirmennirnir eru að taka ákvörðun hvort skjóta eigi. (Annars staðar hefur komið fram að eiginlega fór ákvörðunin fram í Reykjavík).  Nokkur óvissa var fyrir þetta skot. Skyndilega birtust óvenjulega mikil norðurljós og þá var ekki til setunnar boðið og skot undirbúið. Eldflaugin stefndi beint í miðju norðurljósakórónu. - Merkilegt hve undirritaður fékk að skoða sig um inni í stjórnstöðinni. Annað hvort var hann ósýnilegur, eða Frakkarnir svona einstaklega ljúfir.           Ljósm. ©ÁHB

 

 

Dragon-9-B-800

Eldflauginni skotið á loft. Linsan á myndavélinni var opin í nokkrar sekúndur. Ekki var notaður þrífótur, en myndatökumaðurinn notaði það sem hendi var næst af búnaði stöðvarinnar til að styðja myndavélina.  Linsan er 50 mm, og sést af því að myndin er tekin skammt frá skotstað. Gríðarlegur hávaði !           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-10-B-600

Ánægðir leiðangursmenn á leið heim í hótel seint að kvöldi eftir velheppnað skot.           Ljósm. ©ÁHB

 

eldflaug-600

Þessa mynd tók Dr. Þorsteinn Sæmundsson árið 1965.             Ljósm. © Þorsteinn Sæmundsson

 

Þorsteinn segir svo frá:

"Á myndinni sjást (til vinstri) Forrest Mozer, síðar prófessor við Berkeley háskóla, og (fyrir miðju) prófessor Jacques-Emile Blamont, einn fremsti geimrannsóknamaður Frakka og sá sem stjórnaði þessum leiðangri. Hann var þá yfirmaður tækni- og vísindadeildar frönsku geimrannsóknastofnunarinnar CNES (Centre National d'Études Spatiales). Mig minnir að hann hafi átt drýgstan þátt í að Frakkar komu sér upp eldflaugaskotstöð í Kourou í frönsku Gajana (Guiana)".

 

 

 

pening1-B-400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þorsteinn Sæmundsson fékk þennan pening til minningar um geimskotin

 

og í þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð. Ártalið er 1964.

 

geimskot_frakka_peningur-1a_1234781.jpg geimskot_frakka_peningur-2a_1234782.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfundur pistilsins fékk þennan pening til minningar um geimskotin.

 

Ártalið er 1965.

 

 

Nokkur minningarbrot:

 

Fyrra sumarið var Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur forstöðumaður Almannavarna, en síðara sumarið Jóhann Jakobsson efnaverkfræðingur. 

-

Á söndunum var auðvitað eins konar mini-Frakkland og ríktu þar franskar hefðir. Meðal annars var auðvitað drukkið rauðvín með mat og þegar tilefni var til. Yfirleitt virtu laganna verðir þetta, en eitt sinn lenti íslenski túlkurinn í því að vera stöðvaður á þjóðveginum eftir að hafa innbyrt fáein glös. Nú voru góð ráð dýr, eða hvað? Hann greip til þess ráðs að þykjast ekki skilja íslensku og talaði bara frönsku, enda nýbúinn að smyrja málbeinið með franskri goggolíu. Laganna vörður skildi ekki neitt, og til að forðast óþarfa vandræði gaf hann honör og kvaddi hinn frönskumælandi mann með virktum.
-

Þarna voru ungir Frakkar sem voru miklir sjarmörar og auðvitað margar bráðfallegar ungar ólofaðar íslenskar stúlkur. Eftir á að hyggja stóðust þær freistinguna með mikilli prýði. Mér er til efs að íslenskir strákar hefðu staðið sig eins vel ef Frakkarnir hefðu verið af hinu svokallaða veikara kyni.

-

Gísli Gestsson ljósmyndari myndaði geimskotinn af fagmennsku. Hann fékk leyfi til að vera fáeina metra frá skotpallinum fram á síðustu stundu, en átti að forða sér fáeinum sekúndum fyrir skot, þegar ekki varð aftur snúið. Öllum til mikillar hrellingar hreyfðist ekki hvíti fólksvagninn sem hann var á. Hafði hann gleymt sér? Var hann í bráðri lífshættu við skotpallinn? Margar hugsanir flugu um hug flestra sem voru í hæfilegri fjarlægð að eigin áliti. Skyndilega skýst VW-bjallan af stað, og örskömmu síðar flaug eldflaugin upp í himinhvolfið. Vart mátti greina hver færi hraðar. Síðar kom í ljós að Gísli var á bílaleigubíl sem var með aðskildum svisslykli og startara sem var takki í mælaborðinu. Gísli áttaði sig ekki á þessum fornaldarbúnaði á öld tækni og geimferða og varð því heldur seinn fyrir. (Kanski eru þetta smá ýkjur sem ég vona að Gísli fyrirgefi).

-

Á skrifstofu sýslumannsins í Vík var komið upp stjórnstöð Almannavarna. Berent Sveinsson loftskeytamaður kom þar upp talstöð á "tuttuguogsjö-nítíu", eða 2.790MHz Gufunes-radíó tíðninni. Hann setti upp langan vír sem loftnet og "counterpoise" sem jörð, svo radíómál sé notað. Tilgangurinn var að hafa samband við varðskip sem lá skammt fyrir utan ströndina. Fulltrúar Almannavarna tóku hlutverk sitt hæfilega alvarlega og reiddu sig á meðfædda skynsemi og brjóstvit landans, enda var þetta bara rakettuskot, eða þannig.

-

Uppi á Höfðabrekkuheiði var stjórnstöð lögreglunnar í tjaldi, en þar sást vel yfir Mýrdalssand. Siggi Palestína eins og hann var kallaður var fullrtúi lögreglunnar. Hann var hið mesta ljúfmenni og þægilegur í umgengni, kanski vegna þess að hann var reynslunni ríkari eftir störf í Palestínu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann var því óneitanlega heimsborgari í öllu fasi. Á Harley Davidson var forláta VHF talstöð sem ekki var hægt að taka af. Því var gripið til þess ráðs að fara með hjólið alla leið upp á topp, þó það kostaði pústra og stunur margra meðhjálpara. Þetta er langþyngsta ferðatalstöð sem undiritaður hefur komist í kast við.

 

Krækjur:

 

Dragon

Stromboli

Rockets in Europe

Dragon eldflaugaskot

Eldflaugaskot Frakka o.fl.

Vefsíða íslensku eldflaugasmiðanna

 

 

AHB-1966---600h

Örlygur Richter teiknaði þessa mynd af höfundinum árið 1966

 

Pistill þessi er samhljóða vefsíðunni Geimskot frakka á Íslandi 1964 & 1965 en þar eru aðeins stærri myndir.

 

 

"Life is like a box of chocolates. You never know what you are gonna get"

                                                                                                                                                                 Forrest Gump     

 


Ótrúlegt: Nýr GSM les hugsanir. Mállausir fá rödd. Sjá myndband.

Við lifum á ótrúlegum tímum. Nú er verið að þróa hálsband sem nemur taugaboð úr höfðinu og breytir í tal. Myndbandið sýnir hvernig hægt er að tala í gemsann án þess að nokkur verið þess var, og það án þess að hreyfa varirnar. Maður gæti haldið að þetta væri gabb, en svo er ekki.

Allir kannast við hvað það er kjánalegt að sjá mann standa einan í hrókasamræðum. Annað hvort er hann eitthvað skrítinn og er að tala við sjálfan sig, eða að hann er með blátönn í eyranu og er að tala í gemsann. Væri það ekki miklu snjallara ef maðurinn gæti látið nægja að hugsa orðin og þau bærust beint úr taugaboðsnemanum í gemsann?  Þá væri enginn sem héldi að maður væri í hrókasamræðum við sjálfan sig Shocking

Sumir eiga erfitt með að tala vegna sjúkdóms eða fötlunar. Þeir munu geta tjáð sig. Aðrir eiga við hreyfihömlun að stríða. Með hugsuninni einni munu þeir geta stjórnað t.d. hjólastól sínum.

 

Hugsið ykkur. Með svona búnaði gæti maður verið beintengdur við internetið alla daga og spurt Goooogle ráða þegar maður veit ekki svarið, og það án þess að nokkur yrði þess var. Verið í hugsanasambandi við vini og kunningja. Stóri bróðir gæti líka fylgst með okkur og gætt þess að við hugsum ekkert ljótt.  Þegar búið er að samtengja fólk á þennan hátt, verður þá hægt að tala um hópsál, þjóðarsál eða jafnvel alheimssál? Jæja, hættum þessu bulli... Smile

Þetta er lyginni líkast, en búið er að þróa búnað sem virkar. Myndbandið frá Texas Instruments sýnir frumgerðina. Skrúfið hjóðstyrkinn vel upp og takið eftir að það tekur smá tíma að "tala" á þennan hátt, ...enn sem komið er. Takið eftir að hvorki varir né barkakýli þess er talar hreyfist. Meira á www.theaudeo.com

 

Updated Processing Overview1small2c
 

Sjón er sögu ríkari: 

 
Fleiri myndbönd um undratækið eru hér. 
 
Er þá ekki ráð að reyna að hugsa bara í myndum en ekki orðum? Nei, ekki aldeilis. Vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafa fundið ráð við því. Sjá hér.  
 

Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? - Ekki útilokað að svo verði

solin 6 mars 2008Er von á meiri skíðasnjó og skautasvellum á næstu áratugum? Getur verið að einhver deyfð sé að færast yfir sólina?  Verða afleiðingarnar kólnandi veðurfar eins og við vitum að yfirleitt hefur fylgt letiköstum sólar á undanförnum öldum? Er blessuð sólin að leggjast í þunglyndi eftir bjartsýni undanfarinna áratuga?
 
Skoðum málið. Áður skulum við þó gera okkur grein fyrir að hér er hvergi verið að fjalla um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum. Hér er eingöngu verið að fjalla um náttúruleg fyrirbæri. Við ætlum að rýna í kaffibollann og reyna að spá fyrir um framtíðina...
 
Í margar vikur hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Ekkert sem bendir til að sólsveifla #24 sé að hefjast, en sólsveiflu #23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni. Sólsveifla #22 var aðeins 9,8 ár að lengd, en í þessum mánuði er sólsveifla #23 þegar orðin 11,8 mánuðir, og gæti orðið eitthvað lengri. Sem sagt, þegar orðin 2 árum lengri en næst síðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. (Örlítil merki sáust reyndar um að sólsveifla #24 væri á næstu grösum í byrjun janúar s.l., en það reyndist bara smá frekna á norðurhveli sólar sem hvarf fljótt aftur).
 
Það er greinilegt að sólin er þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit ég ekki, en það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar. Í reynd bara eðlilegt.  Stundum er hún fjörug og vel virk, en róleg og óvirk þess á milli. 
 
Það er vel þekkt, að á tímaskeiðum sem sólsveiflan er stutt er tiltölulega hlýtt á jörðinni, en frekar svalt þegar sólsveiflan er löng.  Skoðum nú ferilinn hér fyrir neðan. Hann virðist flókinn og fráhrindandi, en er í raun sáraeinfaldur. Skýringar eru fyrir neðan myndina. 
 
   
Armagh-Solarcycle-Length-Isl-600w
 
Myndin sýnir samsvörun milli lengdar 11 ára sólsveiflunnar og lofthita.
(Samkvæmt Butler & Johnson 1996)
 
Við Armagh stjörnuathugunarstöðina á Írlandi  hefur hitastig verið mælt og skráð samviskusamlega síðan 1796.

Lóðrétti ásinn er hitastig, en lárétti ásinn lengd sólsveiflunnar.
Sólsveiflan hefur verið mæld bæði milli hámarka og lágmarka, eins og punktarnir sýna.
Rauða línan er útreiknuð og sýnir eiginlega meðaltal  legu punktanna (regression).
 
Sjá greinina sem myndin hér að ofan er  unnin úr hér. Þar kemur fram að sólsveiflunni er hliðrað um 11 ár vegna tregðu í svartíma hitastigs lofthjúpsins við breytingum í sólinni. ("Further in order to take out the delay of approximately a decade in the response of the temperature at Armagh... we have shifted the data by one cycle in the sense that the sunspot cycle length is moved forward by 11 years from its true midpoint").

 
Nú vaknar áleitin spurning. Komi í ljós að sólsveifla #23 sem er að líða verði óvenju löng, eða verulega lengri en sólsveiflan þar á undan (#22), getum við þá reynt að nota ferilinn til að spá fyrir um meðalhita jarðar á næstu árum? 
 
Jamm, en þetta er nú bara hitinn á Írlandi, maldar einhver í móinn.
 
Skoðum þá ferilinn hér fyrir neðan. Þar eru tveir ferlar. Sá rauði sýnir frávik í meðalhita jarðar og svarti lengd segulsveiflunnar, en segulsveiflan er tvöföld sólsveiflan, eða um 22 ár. Sláandi? Það er ekki bara á Írlandi sem hitafar fyrlgir lengd sólsveiflunnar. (Myndin er upphaflega úr Astrophysical Journal, endurteiknuð af bloggaranum 1998).
 hiti-solarcycle-1750-small
Er eitthvað að breytast? Er sólin farin að sýna einhver merki þess að sólsveiflan sé farin að lengjast? Því er ekki að neita. Okkur er farið að lengja eftir sólsveiflu #24 sem enn er ekki hafin. Menn héldu að hún væri að hefjast í byrjun janúar s.l., en svo reyndist ekki vera. .... Nú í mars er sólsveifla #23 þegar orðin 11,8 ár, en sólsveifla #22 var aðeins 9,8 ár.  Hvað samsvarar þetta miklum hitamun samkvæmt efri myndinni frá Armagh? Er það virkilega tæplega 1°C ?  
 
Við sjáum á myndinni að dreifing punktanna umhverfis rauðu línuna er töluverð, þannig að við megum ekki taka þetta of bókstaflega,  ..... en getur verið að þetta sé einhver vísbending? 
 

 
Menn hafa haft verulegar áhyggjur af hlýnun lofthjúps jarðar, en síðastliðin 100 ár nemur hækkunin um 0,8°C.  Megum við búast við álíka mikilli kólnun á næsta áratug eða svo?  Spyr sá sem ekki veit. Hvað hefði slíkt í för með sér?
 
Myndirnar hér fyrir ofan sýna á trúverðugan hátt að samspil milli lengdar sólsveiflunnar og hitafars er mjög náið. Varla getur verið um tilviljun að ræða. Þegar virkni sólar er mikil er sólsveiflan tiltölulega stutt og sólblettir margir, en því er öfugt farið þegar virkni sólar er lítil.
 
Í þessum pistli hefur ekkert verið fjallað um gróðurhúsaáhrif, heldur eingöngu bent á hlutlausar mælingar sem gerðar hafa verið á lengd sólsveiflunnar og hitastigi lofthjúps jarðar. Um þær mælingar deila menn ekki. 
 
Nú er ekki annað að gera en bíða í fáein ár, eða svosem áratug. Sannleikurinn kemur í ljós um síðir, hver sem hann er. 
 
Óvenjumiklir kuldar hafa verið víða um heim undanfarna mánuði. Það hefur snjóað í Kína, Íran, Ísrael,  og víðar þar sem snjór er ekki algengur. Auðvitað getum við kennt La Nina fyrirbærinu um kuldana, a.m.k. um sinn, en reynist þeir þrálátir, þá þurfum við að leita skýringa annars staðar en í Kyrrahafinu.  Auðvitað skulum við anda með nefinu og líta á þennan pistil sem vangaveltur um það sem gæti orðið á næstu árum. Við erum ekki að líta til næstu mánuða.  Ekki vera of fljót að draga ályktanir...   Spár NOAA frá 10. mars gera ráð fyrir að La Nina gangi niður þegar líður á vorið, eða í síðasta lagi í sumar, þannig að það ætti að fara að hlýna aftur innan skamms. (Sjá hér).  Ef ekki, hvað þá?
 
... En, fari svo að hitastig haldist óbreytt þrátt fyrir óvenju langa sólsveiflu, hvar lendir næsti punktur á ferlinum þá? Yrði hann ekki alveg úr takt við það sem verið hefur higað til? Hann lenti þá þar sem (?) er á efri teikningunni. Auðvitað gæti það gerst, en er það líklegt? Er ekki líklegra að hann lendi nærri rauðu línunni, en það þýðir  því miður kólnun.
 
Hugsanlega er náttúran að gera tilraun þessa dagana sem vert er að fylgjast með. Hvernig sem til tekst, þá er líklegt að skilningur okkar á náttúrunni mun aukast, en það mun hjálpa okkur að skilja og meta sveiflur í hitafari í fortíð, nútíð og framtíð.
  
 
 --- --- ---
 
 
Á ferlinum hér fyrir neðan má sjá virkni sólar síðastliðin 400 ár. Myndin er frá NOAA. Greinilega má sjá Maunder minimum tímabilið 1645-1715 þegar mannhæðarþykkur ís var á Thames við London (mynd hér), Dalton lágmarkið um 1810, en þá var mjög kalt víða um heim (grein hér sem html og hér sem pdf). Sjá má hvernig virkni sólar vex hratt á 20. öld, og jafnvel má greina smá lægð um 1970, en þá var frekar svalt eins og allir vita. Það fer ekki á milli mála hve sveiflukennd sólin er og hve spræk hún hefur verið undanfarna áratugi.  Sumir hafa spáð lágmarki í virkni sólar árið 2030, jafnvel álíka djúpu og Dalton lágmarkið var fyrir tveim öldum.
 
 
irradiance-600w
 
Solar Irradiance Reconstruction. 
World Data Center for Paleoclimatology, Boulder and
NOAA Paleoclimatology Program
.

ABSTRACT (Lean 2000): Because of the dependence of the Sun's irradiance on solar activity, reductions from contemporary levels are expected during the seventeenth century Maunder Minimum. New reconstructions of spectral irradiance are developed since 1600 with absolute scales traceable to space-based observations. The long-term variations track the envelope of group sunspot numbers and have amplitudes consistent with the range of Ca II brightness in Sun-like stars. Estimated increases since 1675 are 0.7%, 0.2% and 0.07% in broad ultraviolet, visible/near infrared and infrared spectral bands, with a total irradiance increase of 0.2%.

(Sjá skýrslu hér)

 

Er von á meiri skíðasnjó og skautasvellum á næstu áratugum?
 
Svari nú hver fyrir sig eftir lestur pistilsins!
 
 
Ítarefni: 
 
 Í Kanada er fólk farið að missa stjórn á skapi sínu vegna fannfergis. Sjá Reuters.
 

Nú mun þig svima! Þyngdarlinsur eru ógnarstór gleraugu alheimsins...

 



Hafi einhvern sundlað við lestur pistilsins um Andromedu stjörnuþokunu þar sem líklega eru um 400.000.000.000 sólir  og fundið til smæðar sinnar, þá ætti hinn sami að spenna beltin áður en lengra er lesið Smile.

Í þessum pistli ætlum við að skoða örlítið brot úr alheiminum og nota ótrúlegt fyrirbæri til að skyggnast milljarða ára aftur í tímann, og jafnvel virða fyrir okkur stjörnuþokur eða vetrarbrautir sem eru bakvið aðrar slíkar.  Við ætlum ekki að nota eiginlega tímavél, heldur ógnarstóran sjónauka sjálfrar náttúrunnar. Hann er svo stór, að jafnvel Andromeda væri varla stærri en ein lítil skrúfa í slíkum grip. Fyrirbærið kallast þyngdarlinsa og sést greinilega á myndinni hér fyrir ofan.  Þessi þyrping vetrarbrauta á myndinni kallast Abell 2218 og er í Drekamekinu og er í um tveggja milljarða ljósára fjarlægð. Ljósið er 2.000.000.000 ár á leiðinni til okkar, en við ætlum samt að skyggnast miklu lengra með hjálp þyngdarlinsunnar sem þyngdarsvið vetrarbrautaþyrpingarinnar miklu, og ekki síður hulduefnisins sem þar virðist vera gnótt af, veldur.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá aragrúa stjörnuþoka eða vetrarbrauta, þar sem hver um sig inniheldur milljarða sólna. Þetta eru sem sagt ekki fáeinar stjörnur sem við sjáum á myndinni, heldur þúsundir milljarða stjarna. Þetta er samt ekki nema örlítið brot af stjörnuhimninum, en myndin var tekin með því að láta Hubble sjónaukann sem er á braut umhverfis jörðu stara tímunum saman á örlítið brot á svörtum himninum þar sem engar stjörnur byrgja sýn.  Á þessari mynd eru sem sagt engar stjörnur sem við sjáum á himninum, og ekki heldur stjörnur sem sjást í bestu sjónaukum, heldur heilu stjörnuþokurnar eða vetrarbrautirnar. Örlítð brot af alheiminum, en samt ógnarstórt.

Hvar er svo þyngdarlinsan? 

Umhverfis bjarta fyrirbærið sjáum við víða bogadregnar línur. Þetta eru eins og brot úr hringferlum með sameiginlega miðju. Þetta má sjá vítt og breitt um alla myndina, en miðja hringsins er dularfulla bjarta fyrirbærið vinstra megin. Þessar bogadregnu línur eru ekki þyngdarlinsan sjálf, því hún er ósýnileg eða gegnsæ eins og linsur eiga að vera. Hvað í ósköpunum er er þetta þá? Svarið er stjörnuþokur eða vetrarbrautir sem eru bak við bjarta fyrirbærið og náttúrulegi sjónaukinn birtir okkur.   Við sjáum því eiginlega í gegn um þetta bjarta fyrirbæri, því ljósið frá þessum fjarlægu stjörnuþokum sveigir fram hjá því, - í stað þess að fara eftir beinni línu !!!

Öll höfum við séð fjarlægar byggingar, hóla og fjöll, rísa upp fyrir sjóndeildarhringinn á heitum sumardögum þegar við sjáum ýmislegt í hyllingum. Við vitum öll hvernig ljósið brotnar á leiðinni til okkar þannig að við sjáum sumt sem yfirleitt er hulið sjónum. Að nokkru leyti svipað því sem við erum að skoða, þ.e. þyngdarlinsur, en samt gjörólíkt.

Skoðum nú myndina hér fyrir neðan. Þar sjáum við hvernig svona þyngdarlinsa virkar. Við sjáum hvernig hinn gríðarmikli efnismassi, sem er milli jarðar og ns fjarlæga fyrirbæris, sveigir ljósið þannig að það fer í sveig framhjá hindruninni. Nánar hér. Myndin er þó arfavitlaus að einu leyti. Jörðin er auðvitað sýnd allt of stór, en þetta er jú bara skýringarmynd.

 

Tímavélin?

Við getum ekki sagt skilið við þyngdarlinsurnar án þess að nota tækifærið til að skyggnast óralangt aftur í tímann. Langleiðina að sköpun alheimsins!

Áður en við leggjum af stað þurfum við að læra smávegis til að skilja hvað er á seyði.

Á efstu myndinni sjáum við að sumar stjörnuþokurnar eru rauðlitar. Hvernig stendur á því?

Margir hafa veitt því athygli að hljóð flugvélar eru ekki þau sömu þegar hún nálgast okkur og þegar hún fjarlægist. Um leið og hún flýgur yfir höfði okkat breytist hljóðið. Tónninn lækkar. Ástæðan fyrir þessu eru svonefnd Doppler-hrif, en góð skýring á þeim eru hér á Vísindavefnum.

Heimurinn er allur að þenjast út. Þannig hefur það verið allt frá dögum miklahvells fyrir 13,7 milljörðum ára. Vetrarbrautir, eða önnur fyrirbæri, fjarlægjast hverja aðra með hraða sem vex með fjarlægðinni. Eftir því sem fjarlægðin er meiri frá okkur fjarlægist vetrarbrautin hraðar. Doppler hrifin gera það að verkum að tíðni ljóssins frá fjarlægu vetrarbrautinni lækkar. Mjög fjarlægar stjörnuþokur eða  vetrarbrautir verða gulleitar, ennþá fjarlægari appelsínugular og ógnarfjarlægar rauðleitar. Þess vegna kallast fyrirbærið rauðvik. Út frá rauðvikinu getum við metið fjarlægð, hraða og aldur fyrirbærisins. Á ensku kallast það redshift. Sjá greinina "Litbrigði og þróun vetrarbrautaþyrpinga"  hér.

Jæja, nú skulum við skoða myndina hér fyrir neðan, sem einnig er af Abell 2218 þyrpingunni. Á tveim stöðum hafa rauðleit fyrirbæri verið afmörkuð.  Hvað skyldi þetta vera? Jú þetta er fjarlægasta fyrirbæri alheimsins sem vitað er um. Það er svo langt í burtu að ljósið lagði af stað fyrir 13 milljörðum ára. Nú er alheimurinn 13,7 milljarða ára gamall, þannig að fyrirbærið var aðeins 700 milljón ára þegar ljósið lagði af stað. Sjá hér

 

558px-2004-08-a-web_print

Við höfum nú ferðast nærri endimörkum alheimsins og erum komin heil á húfi til baka. Við höfum kynnst nokkrum af undrum veraldar og skynjum ef til vill betur stöðu okkar í alheimi. Heimurinn er ekki lengur óendanlega stór... 

Í fyrirsögninni kölluðum við þyngdarlinsur gleraugu alheimsins. Við gætum í hálfkæringi alveg eins kallað þau gleraugu Einsteins,  því í almennu afstæðiskenningunni sagði hann þegar árið 1916 fyrir um það hvernig efnismikill hlutur sveigir tímarúmið þannig að ljósið fer ekki eftir beinni línu fram hjá honum.

 

Þyngdarlinsur eru magnað fyrirbæri.

Nú er það spurning dagsins:
Sundlar fleiri en mig við svona ferðalag um tíma og rúm?
Halo

  --- --- ---

 

 Ítarefni:

Nutima_stjornufraedi

 Bókin Nútíma stjörnufræði - frá sólkerfinu okkar til vetrarbrauta og endimarka alheimsins eftir Vilhelm S Sigmundsson kom út árið 2007.

"Leyndardómar himingeimsins í máli og myndum, allt frá reikistjörnum sólkerfisins til hvítra dverga, svarthola, vetrarbrauta og endimarka alheimsins. Fjallað er á aðgengilegan en ítarlegan hátt um nútíma stjarnvísindi og möguleika á lífi í alheimi".

Frábær bók!


Hvernig er þetta hægt? Svartigaldur?

Sjá myndbandið.  Hvernig í ósköpunum er þetta hægt? Svar óskast.

 

 

 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband