Fćrsluflokkur: Menning og listir

Bjarni Sigurđsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orđ...

Fáein orđ og nokkrar myndir af harmonikkusnillingnum Bjarna Sigurđssyni frá Geysi, sem verđur jarđsettur frá Skálholti í dag, er ađ finna hér:


Bjarni Sigurđsson harmonikkusnillingur frá Geysi er nú allur…

 

 
Hver var Ingibjörg H. Bjarnason...?


Ingibjorg H Bjarnason frímerki

  

Í dag 19. júní  2015 verđur afhjúpuđ viđ Alţingishúsiđ höggmynd af afasystur minni Ingibjörgu H. Bjarnason, ţegar hundrađ ár eru frá ţví ađ konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alţingis. Verkiđ er eftir  Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Ingibjörg var fyrsta konan sem tók sćti á alţingi áriđ 1922.

Ingibjörg var ekki ein í jafnréttisbaráttunni.  Hún var ein margra merkra baráttukvenna sem fyrr og síđar lögđu baráttunni liđ.  Ţetta voru sterkar konur og hugađar.  Ingibjörg naut ţess ađ hafa fengiđ tćkifćri til menntast, bćđi hér á landi og erlendis. Ţađ var frekar fátítt á ţessum árum.  Nú er öldin önnur og konur hafa sömu tćkifćri til menntunar og karlar, en launamisrétti viđgengst enn. Jafnréttisbaráttunni er ţví ekki lokiđ.Á vefnum Garđur.is ítarleg lýsing á ćviferli Ingibjargar sem Jón Valur Jensson hefur tekiđ saman. Međ góđfúslegu leyfi Jóns birti ég ţađ hér fyrir neđan međ smávćgilegum breytingum (feitletrun á fáeinum stöđum til ađ auđvelda lestur af skjá, og fáeinum línubilum bćtt viđ).   Sjá einnig lista yfir ítarefni hér neđst á síđunni.Fröken_Ingibjörg_H._Bjarnason

Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason var fćdd á Ţingeyri viđ Dýrafjörđ 14. desember 1867, dóttir Hákonar Bjarnasonar (f. 11. sept. 1828, d. 2. apríl 1877, varđ úti eftir skipsstrand á Mýrdalssandi), kaupmanns ţar og á Bíldudal, og k.h. Jóhönnu Kristínar Ţorleifsdóttur (f. 16. des. 1834, d. 11. jan. 1896), sem bćđi voru af prestum komin. Börn ţeirra hjóna voru 12 talsins, en sjö dóu í ćsku. Hin fimm urđu ţjóđkunn og tóku upp ćttarnafniđ Bjarnason. Voru albrćđur Ingibjargar dr. Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspekiLárus hćstaréttardómari og alţm., Brynjólfur kaupmađur og Ţorleifur yfirkennari. Ingibjörg ólst upp frá eins til 12 ára aldurs á Bíldudal, en 1880 fluttist móđir hennar til Reykjavíkur til ađ koma börnunum til mennta. Ingibjörg gekk á nćsta ári í Kvennaskólann í Rvík og lauk ţađan prófi 1882. Var hún síđan viđ nám árin 1882-84 í kvenlegum listum ásamt dönsku, ensku og teiknun hjá Ţóru, dóttur Péturs biskups Péturssonar. Eftir ţađ hélt hún til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn 1884-5, en varđ ađ hverfa heim vegna veikinda móđur sinnar. Fór aftur á sömu slóđir 1886 til náms í ýmsum greinum, ţ.á m. leikfiminám og lauk prófi í ţeirri grein viđ Institut Paul Petersen; mun hafa veriđ fyrst íslenzkra kvenna til ađ ljúka prófi í ţeirri grein. Dvaldist hún í Khöfn viđ nám og störf til 1893, en móđir hennar hélt ţar heimili fyrir börn sín sem voru ţar viđ nám. Enn síđar dvaldist Ingibjörg erlendis 1901-3 og kynnti sér skólahald, einkum í Ţýzkalandi og Sviss.


Hún fluttist heim 1893, var viđ kennslustörf í Rvík til 1901, kenndi m.a. leikfimi viđ Barnaskólann, en í Kvennaskólanum kenndi hún á árunum 1893-1901 svo fjölbreyttar greinar sem leikfimi, bróderí, útsaum, léreftasaum, hvítbróderí, teiknun, dans, heilsufrćđi og dönsku. Ţá tóku viđ tvö utanferđarár, unz hún var aftur kennari viđ Kvennaskólann 1903-6, á síđustu árum Ţóru Melsteđ sem forstöđukonu.

Hún var ráđin sem forstöđukona skólans 1906 og gegndi ţví starfi til ćviloka. "Forstöđukvennaskiptin urđu slétt og felld, ţrátt fyrir kynslóđaskiptin. Frú Ţóra vildi, ađ frk. Ingibjörg tćki viđ, enda mun hún af flestum hafa veriđ talin nćr sjálfkjörin til starfsins og ekki veriđ ţví mótfallin sjálf" (AE). Lýsti Ţóra Ingibjörgu ţannig í riti um skólann 1874-1906: "Mér er kunnugt um ţrek hennar, ţekkingu og dugnađ, hún hefur kennt bćđi viđ kvennaskólann og víđar og áunniđ sér almanna lof." Setti hún fljótt mark sitt á skólann, m.a. međ ýtarlegri skólaskýrslum og nýbreytni í náminu, en um leiđ var nauđsynlegt ađ afla frekari fjárveitinga frá Alţingi til reksturs skólans, og var skólinn settur í nýju húsnćđi, sem var reyndar í eigu Steingríms Guđmundssonar trésmiđs, viđ Fríkirkjuveg ţann 6. okt. 1909. Var hann nú ekki einungis einn fjölmennasti skólinn, heldur einnig "fjölmennasta heimili í Reykjavík" vegna heimavistarinnar, og krafđist allt ţetta sem og naumur fjárhagur ýtrustu skipulagningar af Ingibjörgu (AE). Ţá var tekin upp kennsla í ţýzku, enskukennsla aukin, hjúkrunarkennsla hafin fyrir allar námsmeyjar og sumt í verklegu kennslunni og trúfrćđi fellt niđur, međfram í sparnađarskyni; skólareglur voru einnig gerđar ýtarlegri.

Áriđ 1925 var lagt fram á Alţingi frumvarp til laga um ađ ríkisstjórnin tćki ađ sér Kvennaskólann. Voru Jón Magnússon forsćtisráđherra og Ingibjörg, sem ţá sat á ţingi, bćđi međmćlt frumvarpinu, en ţađ ţađ mćtti harđri mótspyrnu, einkum Jónasar frá Hriflu, og var ţađ fellt eftir ţriđju umrćđu á jöfnum atkvćđum. Má lesa um ţetta o.fl. í sögu skólans í ritinu Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974. En voriđ 1930 keypti skólinn húsiđ á Fríkirkjuvegi međ stuđningi Alţingis og Reykjavíkurborgar.

Ingibjörg var stöđuglynd og sýndi reglufestu í skólahaldinu, bar umhyggju fyrir námsmeyjunum, var til fyrirmyndar um starfshćtti bćđi skólans og heimavistarinnar og hafđi forgöngu um ađ kennsla var tekin upp í svo ţörfum greinum sem hjúkrun í heimahúsum, međferđ ungbarna og hjálp í viđlögum. Hún fór í margar utanlandsferđir í skólastjóratíđ sinni til ađ kynna sér hiđ markverđasta í skóla- og uppeldismálum. Hún var fyrsti og eini heiđursfélagi Nemendasambands skólans, sem stofnađ var 1937, og sást á ţví, hvern hug og virđingu eldri nemendur báru til hennar.


Ingibjörg var umbóta-, kvenréttinda- og félagsmálakona. Hún tók á yngri árum mikinn ţátt í starfsemi Thorvaldsensfélagsins og sat í stjórn ţess; var hún valin til ađ halda rćđu fyrir minni félagsins á 25 ára afmćli ţess. Ţá starfađi hún mikiđ í Lestrarfélagi kvenna í Reykjavík og Hinu íslenzka kvenfélagi. Hún átti mestan ţátt í stofnun Hins íslenzka heimilisiđnađarfélags 1913, sem formađur nefndar um undirbúning og lagasetningu ţess félags (ađrir í nefndinni voru Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur og Jón Ţórarinsson frćđslumálastjóri).


Íslenzkar konur fengu kosningarétt til Alţingis međ lögum, sem undirrituđ voru af konungi ţann 19. júní 1915, og hefur sá dagur síđan veriđ hátíđardagur kvenna. Ţađ skilyrđi var ţó sett, ađ ţćr skyldu vera orđnar fertugar ađ aldri, en ţví var breytt 1920 í kjölfar Sambandslaganna, og hefur síđan ríkt jafnrétti kynjanna ađ ţessu leyti. Kosningarétti kvenna var fagnađ á miklum fjöldafundi ţann 7. júlí 1915 eftir hátíđargöngu um miđbć Reykjavíkur, en hornaflokkur lék undir íslenzk lög. Fór fundurinn fram á fánum skreyttum Austurvelli, og gekk sendinefnd fimm kvenna inn í ţinghúsiđ og fćrđi sameinuđu ţingi fagurt, skrautritađ ávarp frá íslenzkum konum. Hafđi Ingibjörg orđ fyrir ţeim og gerđi ţađ međ virđuleik og skörungsskap (hinar nefndarkonurnar voru Bríet Bjarnhéđinsdóttir, Elín Stephensen, Kristín Jacobson og Ţórunn Jónassen). Forseti Sameinađs Alţingis ţakkađi međ stuttri rćđu, sem og ráđherra, Einar Arnórsson, og voru konur hylltar af ţingheimi međ ţreföldu húrrahrópi. Á Austurvelli söng kvennakór kvćđi ort í tilefni dagsins, lesiđ var upp skeyti til Kristjáns konungs X og drottningar frá kvennafundinum og ávarpiđ til Alţingis, en síđan fluttu Bríet Bjarnhéđinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason rćđur. Var samkoman "ein sú fjölmennasta sem sést hafđi hér á landi, ef ekki sú fjölmennasta  og aldrei höfđu áđur sést svo margar og jafn-prúđbúnar konur. Ţá var ţetta í fyrsta sinn sem íslenzki fáninnn var hafđur uppi á fjölmennri útisamkomu sem viđurkenndur sérfáni Íslands," en konungur hafđi undirritađ frumvarp ţess efnis ţann hinn sama 19. júní.


Konur vildu nú minnast ţessarar miklu réttarbótar á einhvern hátt, sem verđa mćtti ţjóđinni allri til heilla. Ţćr ákváđu ađ beita sér fyrir byggingu landspítala. "Međ ţví vćri réttarbót ţessari reistur verđugur minnisvarđi" (SBT). Ţađ var Ingibjörg sem hafđi forgöngu um söfnun fjár til stofnunar sjúkrahússins; var hún formađur landspítalasjóđsnefndar frá stofnun sjóđsins 19. júní 1915 til ćviloka. Vann hún ađ ţví međ oddi og egg ađ koma byggingu spítalans í framkvćmd. Ţá var hún einnig formađur Minningargjafasjóđs landspítala Íslands frá upphafi hans til ćviloka, en fé hans var lagt til framfćrslu fátćkum sjúklingum. Ţakkađi Guđmundur Hannesson prófessor íslenzkum konum heiđurinn af ţví, ađ spítalinn tók til starfa, ţćr söfnuđu međ margra ára erfiđi 300.000 kr., sem reiđ baggamuninn.


Áriđ 1922 var Ingibjörg fyrst kvenna kjörin til setu á Alţingi, fulltrúi hins ópólitíska kvennalista eđa C-listans, sem bođinn var fram á vegum hluta kvennahreyfingarinnar. Var hún landskjörinn alţingismađur 1922-30 og skipađi sér sćti í Íhaldsflokknum, síđar Sjálfstćđisflokknum. Helztu hugsjónamálin voru landspítalamáliđ, bćtt fátćkralöggjöf og eftirlit međ umkomulausum börnum og gamalmennum, en hún beitti sér einnig fyrir öđrum ţjóđţrifamálum, m.a. ţeim sem vörđuđu réttarbćtur kvenna, menntamál og listir. "Hún leit ekki á sig fyrst og fremst sem málsvara kvenna í landinu, heldur ţingmann allrar ţjóđarinnar" (SBT). Hún var 2. varaforseti Efri deildar Alţingis 1925-27. "Hún flutti merkt frumvarp um skipun opinberra nefnda áriđ 1927. Í ţví fólst áskorun til ríkisstjórnarinnar um ađ konur fengju sćti í nefndum sem skipađar vćru á vegum ţingsins og vörđuđu almenning. Hún sagđi ađ konur hefđu beđiđ eftir ţví ađ vera kallađar til samvinnu um fleira en ţađ eitt ađ kjósa í ţau 12 ár sem ţćr hefđu haft kosningarétt, en án árangurs. Ţessi tillaga hennar náđi ekki fram ađ ganga á ţingi" (Heimastjorn.is).

Sagnfrćđingur, sem lítur til baka, lýsir ástandinu ţannig: "Ţegar Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á ţing áriđ 1922 voru flestir ţeirra karla sem stutt höfđu kvenréttindin horfnir á braut, enda voru róttćkustu tillögur hennar felldar, jafnvel umrćđulaust. Ţađ ţurfti ekki ađ rćđa svona kvenréttindaraus. Hér er fullkomiđ jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi veriđ," skrifađi Morgunblađiđ áriđ 1926. Tímar bakslags og andstöđu gengu í garđ, og ţeir tímar stóđu fram yfir 1960" (Kristín Ástgeirsdóttir, í erindi um íslenzka karla og réttindabaráttu kvenna).  

Ingibjörg átti sćti í landsbankanefnd 1928-32 og menntamálaráđi 1928-34, einnig í fjárveitinganefnd efri deildar og lengst af í menntamálanefnd. Sama ár og hún lét af ţingstörfum var önnur sjálfstćđiskona kjörin til ţingsetu, en ţađ var Guđrún Lárusdóttir rithöfundur.

Ingibjörg gegndi ţó áfram störfum sem skólastjóri Kvennaskólans allan ţennan tíma og til ćviloka, en hún lézt ţann 30. október 1941, á 74. aldursári. Hafđi hún veriđ afburđakennari, ströng, en full umhyggju, réttlát í skiptum viđ starfsfólk og nemendur skólans og skildi ađeins eftir bjartar minningar. Viđ skólastjórn Kvennaskólans, eftir fráfall hennar, tók Ragnheiđur Jónsdóttir, sem ţar hafđi kennt áratugum saman og veriđ sem hćgri hönd hennar.


Ingibjörg var kona ađsópsmikil og verđur jafnan talin í fremstu röđ kvenna sem gáfu sig ađ ţjóđmálum, eftir ađ konum var veittur kosningaréttur 1915. Hún var fríđ kona og virđuleg og hélt ţeim einkennum fram á elliár. Hún var ein af ţeim konum, er settu svip á bćinn (SBT). Á efri árum sínum gaf hún stóran sjóđ, 15.000 krónur, til ađ styrkja framhaldsnám námsmeyja skólans erlendis. Og í erfđaskrá sinni afleiddi hún skólann ađ eignum sínum ađ undanskildu ţví, sem hún ánafnađi ćttingjum og vinum. "Náđi ţví umhyggja frk. Ingibjargar H. Bjarnason fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík út yfir gröf og dauđa" (SBT).  
Ingibjörg var ógift og barnlaus.


                                                                                                                                      (JVJ)

 

 

 

 

 1923-1931---IHB_

 Ingibjörg H. Bjarnason á alţingi

 

 thingkonur05

Málverk af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpađ í efrideildarsal Alţingishússins 9. mars 2005. Ingibjörg var fyrst kvenna kosin ţingmađur áriđ 1922. Ragnhildur Helgadóttir, sem fyrst kvenna var kjörin forseti (ađalforseti) ţingdeildar, afhjúpađi málverkiđ sem er eftir Gunnlaug Blöndal listmálara.

 

 

1924-konurh

                                                       Íhaldsflokkurinn 1924

 

 

 Ítarefni:

 

 Til hamingju međ daginn konur!


Borgaryfirvöld í Feneyjum töldu framlag Íslands og Islams ógn viđ öryggiđ...

 

 

 

fr_20150430_013809_2

 

Eru Íslendingar stundum kjánar?    

Ekki er laust viđ ţađ.  Stundum meira segja miklir kjánar.

Ţessi mál eru gríđarlega viđkvćm og eldfim á meginlandinu. Ţađ er erfitt ađ átta sg á afleiđingum ţess ađ ögra, ţó ţađ sé ekki ćtlunin.      

Stundum skammast mađur sín fyrir ađ vera Íslendingur.

 

 

Af vef Ríkisútvarpsins:

Töldu framlag Íslands „ógn viđ öryggiđ“

06.05.2015 - 23:26

http://www.ruv.is/node/896183

"Borgaryfirvöld í Feneyjum sendu Kynningarmiđstöđ íslenskrar myndlistar bréf ţar sem fram kom ađ lögreglan teldi framlag Íslands á Feneyjatvíćringinum „ógn viđ öryggiđ.“ Ţetta kemur fram í úttekt New York Times um mosku Christoph Büchel sem nú rís í Feneyjum.
 

New York Times hefur bréfiđ undir höndum. Ţar segir ađ lögreglan í Feneyjum hafi međal annars gert athugasemdir viđ stađsetningu moskunnar og taliđ ađ hún vćri mikill hausverkur. 

Moskan stendur nćrri göngubrú viđ síki. Lögreglan í Feneyjum taldi ađ erfitt yrđi ađ hafa mikla öryggisgćslu á ţessu svćđi - ţađ vćri nauđsynlegt í ljósi ţeirrar hryđjuverkaógnar sem stafađi frá öfgatrúarhópum.

New York Times fullyrđir enn fremur ađ forsvarsmenn Feneyjatvíćringsins hafi sem minnst viljađ vita af framlagi Íslands. Enginn frá listahátíđinni svarađi skilabođum blađsins ţegar leitađ var eftir viđbrögđum.

Fram kemur í umfjöllun New York Times ađ Büchel og Nína Magnúsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar, hafi eftir ţetta bréf ráđfćrt sig viđ lögfrćđinga. Eftir fundarhöld hafi veriđ ákveđiđ ađ halda áfram međ verkiđ.

Hamad Mahamed, sem á ađ stýra bćnastarfi moskunnar, segir í samtali viđ New York Times ađ moskan sé mikilvćgt verkefni fyrir samfélag múslima. „Ţarna gefst okkur tćkifćri til ađ sýna fólki hvađ íslam snýst raunverulega um - ţađ eru ekki myndirnar sem sýndar eru í fjölmiđlum.“

Fram kom í tilkynningu Kynningarmiđstöđvarinnar í síđasta mánuđi ađ moskan verđi í yfirgefinni kirkju frá 10. öld. Ţetta er fyrsta moskan í Feneyjum en hún er unnin í nánu samstarfi viđ samfélög múslima á Íslandi og í Feneyjum.

New York Times segir ađ Büchel hafi leitađ mánuđum saman ađ samstarfsađila í Feneyjum. Ţegar hann hafi loksins fundiđ kirkjuna hafi borgaryfirvöld bannađ honum ađ breyta henni ađ utan.  Hann hafi til ađ mynda ekki mátt setja upp lágmynd međ orđunum Allahu akbar eđa „Allah er mikill“. 

Büchel hefur sjálfur sagt ađ hann vilji međ verkinu vekja athygli á pólitískri „stofnanavćđingu ađskilnađar og fordóma, hvar sem er í heiminum.“   "

 

 

 

Myndin efst á síđunni er af vef RÚV ţar sem fjallađ er um máliđ.

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Takk fyrir framtakiđ stjörnuskođunarmenn...!

 

797354.jpg

 

Nokkrir félagar mínir í Stjörnuskođunarfélagi Seltjarnarness sýndu fádćma dugnađ og frumkvćđi ţegar ţeir fluttu inn 75.000 sólmyrkvagleraugu og gáfu grunnskólabörnum um land allt bróđurpartinn, en seldu almenningi hluta ţeirra til ađ fjármagna verkefniđ. Fyrir ţađ eru flestir ţakklátir, ef undanskildir eru fáeinir kverúlantar sem af óskiljanlegum ástćđum voru međ dónaskap og skćting í garđ ţessara áhugasömu sjálfbođaliđa.

Stjörnuskođunarmenn vildu gefa börnunum gleraugun til minja um atburđinn. Af einhverjum óskiljanlegum ástćđum leyfđu skólastjórnendur í Reykjavík ţađ ekki og létu börnin skila gleraugunum til skólanna...

Ţađ er víst margt óskiljanlegt í hegđun manna.

Eftir 11 ár verđur almyrkvi á sólu á Íslandi. Ţá munu skólarnir í Reykjavík eiga birgđir af sólmyrkvagleraugum og mun Stjörnuskođunarfélagiđ ţá geta sleppt ţeim skólum ef ţeir endurtaka leikinn, og einbeitt sér ađ skólum utan höfuđborgarinnar og kannski einnig leikskólunum...   Auđvitađ yrđi ţađ ekki óskiljanlegt, eđa ţannig...

Líklega verđa allir búnir ađ gleyma leiđindunum ţá og gleraugun í hirslum skólanna löngu týnd.  Viđ skulum bara leyfa okkur ađ fara ađ hlakka til strax og vera viđbúin tímanlega, ţví eitt er víst, tíminn flýgur cool.

 

Stjörnuskođunarfélag Seltjarnarness er í raun eina félag sinnar tegundar á Íslandi, enda búa félagar víđa á landinu. Sjálfur hef ég veriđ félagi frá ţví á síđustu öld og setiđ í stjórn ţess um skeiđ.   Takk fyrir frábćrt framtak félagar !

  

www.astro.is

 

 total-solar-elipse-diamondring

 


mbl.is Hystería í ađdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Minningar frá sólmyrkvanum 1954 og sólmyrkvinn 2015...

total-solar-elipse-diamondring

 

 

30. júní áriđ 1954 var almyrkvi á sólu sem sást mjög vel syđst á Suđurlandi, og einna best nćrri Dyrhólaey. Ţar var almyrkvi, en ađeins deildarmyrkvi í Reykjavík.

Ég var svo lánsamur ađ fá ađ fara međ frćndfólki ađ Dyrhólaey og njóta atburđarins í einstaklega góđu veđri. Ţar var kominn saman fjöldi fólks og ţar á međal fjölmargir útlendingar, ţví ţetta var einn besti stađurinn til ađ njóta fyrirbćrisins.

Viđ lögđum af stađ frá Reykjavík eldsnemma morguns, ţví drjúgur spölur var til Dyrhólaeyjar og vegurinn auđvitađ venjulegur lúinn malarvegur međ ţvottabrettum. Búist var viđ almyrkva um hádegisbil svo eins gott var ađ vera snemma á ferđinni. Ferđin austur gekk vel og vorum viđ mćtt vel tímanlega. Eins og oft var allnokkuđ brim viđ ströndina og upplagt ađ bregđa á leik í fjöruborđinu međan beđiđ var almyrkvans. Strákurinn naut ţess vel.

Skyndilega mátti sjá smá sneiđ á jađar sólar ţegar máninn byrjađi ađ mjaka sér fram fyrir hana. Margir voru međ rafsuđugler eđa svarta filmu til ađ deyfa skćrt sólarljósiđ og nokkrir međ sótađa glerplötu, en vafalítiđ hafa margir fengiđ meiri birtu í augun en hollt getur talist.

Smám saman stćkkađi skugginn af tunglinu og bráđlega hafđi hann nćstum huliđ alla sólina. Nú dimmdi óđum og fuglarnir í bjarginu ţögnuđu. Ţessi nótt sem nú skall á um hásumariđ kom ţeim greinilega á óvart. Spennan óx og allir störđu ţögulir til himins.  Nokkru síđar huldi máninn nákvćmlega alla sólina og sást einungis bjartur hringur á himninum. Almyrkvi á sólu. Undrunarhljóđ hljómuđu. Almyrkvinn varđi ekki lengi. Skyndilega sást ofurskćrt tindrandi ljós viđ jađar tunglsins. Ţetta var sólin ađ gćgjast fram. Máninn og sólin mynduđu nú hinn frćga demantshring sem ađeins sést viđ almyrkva. Enn meiri undrunarhljóđ...  (Myndin efst er af svona demantshring).

Smám saman sást meira af sólinni og fuglarnir tóku gleđi sína aftur ţegar birti. Mannfjöldinn leyndi ekki gleđi sinni. Ţetta yrđi ógleymanlegt.

 

Vafalítiđ hefur ţessi upplifun haft ţau áhrif á guttann litla ađ hann fékk áhuga á himingeimnum, áhuga sem enn er fyrir hendi. Hann hafđi orđiđ vitni ađ mögnuđum atburđi sem allt of fáir fá tćkifćri til ađ upplifa.


Daginn eftir birtist skemmtileg frásögn í Morgunblađinu:  

   Forsíđa
   Framhald á síđu 2OKM0078941

 

Fólk fylg­ist međ al­myrkva viđ Dyr­hóla­ey í gegn­um svört spjöld áriđ 1954

Mynd úr Ljós­mynda­safni Ólafs K. Magnús­son­ar / ​Morg­un­blađsins. Ólaf­ur K. Magnús­son

 

 

 

Ég á ekki neina ljósmynd frá ţessum atburđi, en nokkrar sem ég hef tekiđ af öđrum deildarmyrkvum:

 

  

Sólmyrkvi 1999

 

 Myndina tók ég af deildarmyrkvanum 1999. Myndin er tekin í gegn um rafsuđugler.
Meira hér: Sólmyrkvinn ađ morgni 1. ágúst 2008

 

 

 

solmyrkvi 1 agust 2008 vid Gullfoss

 Deildarmyrkvi á sólu. Myndin tekin 1. ágúst 2008 nćrri Gullfossi.
Meira hér: Sólmyrkvinn 2008
venus-transit-ahb-crop

 

Sólmyrkvi? Tja, ţetta er reyndar Venus sem skyggir á hluta sólarinnar.
Myndin er tekin 11. júní 2004 klukkan 07:45.
Meira hér: Ţverganga Venusar

 

Ţverganga Venusar 2012
Ţverganga Venusar 5. júní 2012.
Fleiri myndir hér: Myndir frá ţvergöngu Venusar
Ekki beinlínis sólmyrkvi :-)

 

--- --- ---

 

Sólmyrkvinn ađ morgni föstudagsins 20. mars 2015 

Ţetta verđur ekki almyrkvi eins og áriđ 1954,
en tungliđ mun ţó ná ađ hylja 97% sólskífunnar.


Á Stjörnufrćđivefnum eru frábćr myndbönd sem sýna vel hvernig sólmyrkvinn
gćti lítiđ út frá nokkrum stöđum á Íslandi. Hér er eitt ţeirra sem á viđ Reykjavík. 

Meira hér: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solmyrkvi/solmyrkvi-20.-mars-2015/

 

Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufrćđivefurinn on Vimeo.

***

 

Vantar ţig sólmyrkvagleraugu?
Stjörnuskođunarfélagiđ verđur međ sólmyrkvagleraugun til sölu í
Smáralind helgina 14.-15. mars.

Gleraugun kosta 500 kr. stykkiđ og allur ágóđi
verđur notađur í fleiri frćđsluverkefni.

 

 

Krćkjur:


Stjörnufrćđivefurinn um sólmyrkvann 2015

Sólmyrkvinn ađ morgni 1. ágúst 2008.

Sólmyrkvinn í dag. Myndir. (2008)

Tunglmyrkvinn ađfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar
 2008

Stjörnuskođunarfélag Seltjarnarness

 

 SE2015Mar20T

 

 sun eclipse space

 Jörđin, sólin bak viđ tungliđ og vetrarbrautin

 


mbl.is Einstćđ mynd af almyrkva
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svanavatniđ - Hiđ eina sanna - (Myndir)...

 

 

 

swan_lake_5.jpg
 
Í lok mars s.l. varđ pistlahöfundur vitni ađ tilkomumiklum dansi í kvöldsólinni sem varpađi gullinni birtu á danspariđ, miklu fegurri dansi en sést hefur nokkru sinni á leiksviđi eđa í tónleikahúsi. Ţetta var ekki nein eftirlíking viđ tónlist eftir Pyotr Tchaikovsky, heldur ekta.  Ástfangnir svanir tjáđu tilfinningar sínar, lengi og innilega. Taumlausar ástríđur tókust ţar á. Svanavatniđ í allri sinni dýrđ.

 
600w-1040577.jpg
 
 
600w-1040578.jpg
 
 
600w-1040579.jpg
 
 
600w-1040580.jpg
 
 
600w-1040582.jpg
 
 
600w-1040584.jpg
 
 
600w-1040585.jpg
 
 
600w-1040586.jpg
 
 
600w-1040587.jpg
 
600w-1040588.jpg
 
 
600w-1040589.jpg
 
 
600w-1040591.jpg
 
 
600w-1040592.jpg
 
 
600w-1040593.jpg
 
 
600w-1040594.jpg
 
 
600w-1040595.jpg
 
 
600w-1040596.jpg
 
 
600w-1040599.jpg
 
 

 

 

Ég reiđ um sumaraftan einn
á eyđilegri heiđi;
ţá styttist leiđin löng og ströng,
ţví ljúfan heyrđi’ eg svanasöng,
já, svanasöng á heiđi.

Á fjöllum rođi fagur skein,
og fjćr og nćr úr geimi
ađ eyrum bar sem englahljóm,
í einverunnar helgidóm,
ţann svanasöng á heiđi.

Svo undurblítt ég aldrei hef
af ómi töfrast neinum;
í vökudraum ég veg minn reiđ
og vissi’ ei, hvernig tíminn leiđ
viđ svanasöng á heiđi.

  Steingrímur Thorsteinsson 

 

 


Myndirnar eru teknar međ Panasonic Lumix FZ200 međ Leica linsu 25-600mm f2,8.
Myndirnar eru teknar í uppsveitunum, skammt fyrir sunnan Haukadalsheiđi.
 
 
 
 
 
 
 

Síđasti dagur vetrar og fyrsti dagur sumars...


 

 

img_2988

 


Sumardagurinn fyrsti, einnig kallađur Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuđum í gamla norrćna tímatalinu

Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson ţjóđháttarfrćđing segir:

"Hvarvetna var fylgst međ ţví, hvort frost vćri ađfararnótt sumardagsins fyrsta, ţ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var ţađ taliđ góđs viti og jafnvel álitiđ ađ rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrđi jafn ţykkur og ísskánin á vatninu ţessa nótt. Í ţví skyni settu menn skál eđa skel međ vatni út um kvöldiđ og vitjuđu svo eldsnemma morguns."

Ekki eru likur á ađ vetur og sumar frjósi saman í ár.  Samkvćmt ţjóđtrúnni er ţađ ekki góđs viti, en ţađ er jú bara ţjóđtrú...

Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, ţví áđur en rómverska tímataliđ barst hingađ til lands međ kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var ţá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er ţví međ merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Ţar segir međal annars:

"Ţađ er hvergi sagt berum orđum í lögum, en menn virđast hafa litiđ á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Ţađ sést á ţví ađ aldur manna var áđur jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Ţví var dagurinn haldinn hátíđlegur. Međal annars er vitađ um sumargjafir ađ minnsta kosti fjórum öldum áđur en jólagjafir fóru ađ tíđkast. Ţá var haldin matarveisla sem ţótti ganga nćst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu ađ fara á milli bćja til ađ leika sér viđ nágranna. Ţá var hann einnig helgađur ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu ţá gefa í skyn hverja ţeim leist á. Ţetta var sambćrilegt viđ bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi ţorra og góu."

 

Gleđilegt sumar og takk fyrir veturinn Smile
Í dag er vorjafndćgur - Egg sem standa upp á endann...

 

 

thrju_egg_1230626.jpg

 

 

Í dag er jafndćgur ađ vori. Dagur og nótt eru jafn löng og á morgun verđur dagurinn lengri en nóttin.

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um voriđ ađ ţađ sé frá jafndćgri til fardaga, en ţá taki viđ sumar til jafndćgris á hausti. Samkvćmt ţví lauk vetrinum í gćr.


Međ orđinu jafndćgur er átt er viđ ţá stund ţegar sól er beint yfir miđbaug jarđar, sem í fornu máli hét jafndćgrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörđina. Ţetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndćgri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndćgri 21.-24. september. Um ţetta leyti er dagurinn um ţađ bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörđinni, og af ţví er nafniđ dregiđ.

 

 Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:

,,Frá jafndćgri er haust, til ţess er sól sezt í eykđarstađ. Ţá er vetr til jafndćgris. Ţá er vár til fardaga. Ţá er sumar til jafndćgris. Haustmánuđr heitir inn nćsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuđr, ţá er frermánuđr, ţá er hrútmánuđr, ţá er ţorri, ţá gói, ţá einmánuđr, ţá gaukmánuđr ok sáđtíđ, ţá eggtíđ ok stekktíđ, ţá er sólmánuđr ok selmánuđr, ţá eru heyannir, ţá er kornskurđarmánuđr."

 

Sumir trúa ţví ađ tvisvar á ári sé hćgt ađ láta egg standa upp á endann, ţ.e. ţegar jafndćgur er á vori og á hausti.  Nú er bara ađ prófa!

Sjálfur gat ég ekki stađist freistinuna og prófađ međ fallegum brúnum íslenskum eggjum.  Á myndinni efst standa ţrjú egg á rennisléttri keramik eldavélarhellunni.   Nú er komiđ ađ ţér ađ prófa, lesandi góđur!

 

 


Almenn rökfrćđi, bók sem kom út fyrir 100 árum og tölvutćknin í dag...

 

rokfraedi-3--shadow.jpg

 

Í ár eru liđin 100 ár síđan afi minn og nafni gaf út bókina Almenn rökfrćđi - Til notkunar viđ sjálfsnám og nám í forspjallsvísindum viđ Háskóla Íslands

 

Ágúst H BjarnasonAf Vísindavefnum: Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipađur í embćtti prófessors í heimspeki viđ stofnun Háskóla Íslands áriđ 1911 og gegndi ţví embćtti í 34 ár. Embćttiđ fól međal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem ţá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Ţegar Ágúst lét af störfum áriđ 1945 var taliđ ađ hann hefđi kennt tćplega 1000 stúdentum, en auk kennslu gegndi hann stöđu rektors í tvígang og sat í háskólaráđi í samtals ţrettán ár. Um tuttugu ára skeiđ hafđi hann einnig skólastjórn Gagnfrćđaskóla Reykvíkinga međ höndum, eđa allt frá stofnun hans áriđ 1928 til ársins 1948. Ţađ er ţó ekki vegna ţessara starfa sem nafn hans hefur haldist á lofti heldur er hans fyrst og fremst minnst vegna ritverka hans, sem voru á sínum tíma bćđi útbreidd og áhrifamikil. Ber ritröđin Yfirlit yfir sögu mannsandans (1906-1915) höfuđ og herđar yfir önnur verk hans ađ ţví leyti.   Sjá meira hér.

 

Rökfrćđin er í dag undirstađa tölvutćkninnar og margt furđu líkt međ ţessari gömlu bók og góđum kennslubókum í undirstöđuatriđum tölvutćkninnar og forritun, og er ekki tilviljun ađ viđ smíđi tölva eru svokallađar rökrásir notađar.  Sömu eđa hliđstćđ hugtök ađ ađferđir koma fyrir.  Margir kannast viđ Venn myndir (eđa mengjafrćđi) og sannleikstöflur (e: truth tables).  Hvort tveggja er notađ í bókinni.  Í ţessum stutta pistli verđur ţessi skyldleiki skođađur ađeins nánar ásamt ţví sem efni bókarinnar verđur kynnt í stuttu máli međ ljósritum úr bókinni.  Ađ sjálfsögđu getur ađeins veriđ um örstutt ágrip ađ rćđa ţví ţessi 100 ára gamla bók er 125 blađsíđur ađ lengd.

 

Formáli höfundar hefst á ţessum orđum:

rokfraedi-hluti-formali.jpg

 

 

 

Inngangur bókarinnar:

 

rok-inngangur.jpg
 
 

 

Efni bókarinnar skiptist í ţrjá hluta:  Hugsunarfrćđi, Ţekkingarfrćđi  og   Um rökskekkjur og rangar stađhćfingar, og hver hluti í nokkra kafla:

 

rokfraedi-efnisyfirlit.jpg

 

 

 

Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallađ um ţađ sem höfundur nefnir Hugsunarfrćđi (logica formalis). Ţar er fjallađ frćđilega um ađferđir til ađ greina viđfangsefniđ og draga réttar ályktanir.  Í  raun er ţetta sama stćrđfrćđi og ađferđafrćđi notuđ er í frćđibókum um grunnatriđi tölvutćkninnar í dag,  ţó svo ađ framsetningin sé ađ hluta til frábrugđin, enda hugsar mannsheilinn ekki á sama hátt og tölvan. Ţeir sem lćrt hafa dálítiđ í tölvutćkni ćttu ađ kannast viđ úrklippur úr ţessari 100 ára gömlu bók, en ţađ ţarf auđvitađ ekki ađ koma á óvart ţví ekki varđ tölvutćknin allt í einu til úr engu. Hún byggir á traustum grunni sem lagđur var á löngum tíma.  Kaflar ţessa hluta bókarinnar nefnast: Hugsunarlögmálin,  Hugtök,  Dómar  og  Rökleiđslur.

 

rok-hugsunarfraedin-2-crop.jpg
 
 
 
 
rok-venn.jpg

 Hér má sjá dćmi um ađferđafrćđi sem sumir kannast viđ úr tölvutćkninni.


---

 

Í öđrum hluta bókarinnar er fjallađ um Ţekkingarfrćđina (logica materialis).  Ţar stendur í byrjun:

„Eins og tekiđ hefur veriđ fram á hugsunin, til ţess ađ hún geti orđiđ ađ sannri ţekkingu, ekki einungis til ađ vera rökrétt, heldur og raunrétt. Hugsunarfrćđin hefur nú kennt oss, í hverju rökrétt hugsun er fólgin; en nú á ţekkingarfrćđin ađ kenna oss, á hvern hátt og ađ hve miklu leyti rökrétt hugsun getur orđiđ ađ raunréttri ţekkingu...."

 

rok-thekkingafraedi-crop.jpg

 

 

Enn og aftur kemur á óvart ađ hér eru notađar sömu ađferđir og í tölvutćkninni ţegar vandamálin eru krufin til mergjar áđur en tölvan er forrituđ: 

rok-sannleikstafla.jpg

 

 

Kaflar ţessa hluta bókarinnar nefnast:  Tilgangur og eđli ţekkingarinnar,  Stig ţekkingarinnar,  Hinar vísindalegu ađferđir  og  Takmörk ţekkingarinnar.

 

---

 

 

Ţriđji og síđasti hluti bókarinnar nefnist Um rökskekkjur og rangar stađhćfingar.

 

rok-rokskekkjur-crop.jpg

 

 

---

 

Aftast í bókinni er  „Orđasafn yfir helstu frćđiorđ og íslensk nýyrđi, sem notuđ eru í bók ţessari, međ tilvitnun í ţćr greinar, ţar sem orđin koma fyrst fyrir".   Ţessi frćđiorđ og nýyrđi eru um 300 talsins.

 

rok-ordasafn.jpg

 

 

 

Ađ lokum er hér fyrir neđan allur formáli bókarinnar klipptur saman af tveim síđum, en efst var ađeins hluti hans:

 rokfraedi-allur-formali.jpg

--- --- ---

 

Ofangreint er úr frumútgáfu bókarinnar sem notuđ var alllengi viđ kennslu í Háskóla Íslands. Bókin er ekki til sem rafbók, en úr ţví mćtti gjarnan bćta.

Vonandi hafa einhverjir haft nokkra ánćgju af ţví ađ kynnast efni ţessarar 100 ára gömlu bókar um rökfrćđi.

 

 

Ritstjórinn óskar lesendum pistilsins gleđilegs árs.


Rannsóknir á norđurljósum á Íslandi í 30 ár...

 

 

sato-aurora.gif

 

 

S.l. miđvikudag fór ég á fyrirlestur í Hátíđasal Háskóla Íslands ţar sem fjallađ var um rannsóknir á norđurljósum á Íslandi í 30 ár. Í kynningu á fyrirlestrinum stóđ:

 

Natsuo SatoPrófessor Natsuo Sato
Pólrannsóknastofnun Japans

Miđvikudaginn 4. september 2013 heldur Natsuo Sato, prófessor viđ Pólrannsóknastofnun Japans, fyrirlestur um rannsóknir japanskra og íslenskra vísindamanna á norđurljósunum síđastliđin ţrjátíu ár. Fyrirlesturinn fer fram í hátíđasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 16:00. Ađgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Undanfarin 30 ár hafa athuganir á norđurljósum veriđ framkvćmdar á ţremur stöđum á Íslandi í samstarfi japönsku Pólrannsóknastofnunarinnar og Raunvísindastofnunar Háskólans. Rannsóknarstöđ Japana í Syowa á Suđurskautslandinu og stöđvarnar á Íslandi ţykja kjörnar til rannsókna á gagnstćđum segulljósum.

Gagnstöđupunktar eru stađir sem tilteknar jarđsegulsviđslínur tengja á norđur- og suđurhveli. Segulsviđslínur á pólsvćđum jarđar tengjast annađ hvort viđ gagnstćtt hvel (lokađar segulsviđslínur) eđa geimsegulsviđiđ (opnar segulsviđslínur). Hlađnar agnir frá sólinni ferđast eftir ţessum línum og ţví er stundum talađ um ađ norđur- og suđurljósin séu spegilmyndir hvors annars. Ţrjátíu ára rannsóknir sýna hins vegar ađ spegluđ norđurljós eru fátíđ.

Mćlingar á gagnstćđum segulljósum veita einstakt tćkifćri til rannsókna á ţví hvar og hvernig hinar ósýnilegu segulsviđslínur tengja jarđarhvelin; hvađa áhrif sólvindurinn hefur á segulhvolf jarđar og á eđli hröđunarferla norđurljósa.

Mjög fáir heppilegir athugunarstađir eru á suđurhveli sem takmarkar gagnstöđuathuganir á jörđu niđri. Gera ţarf sjónmćlingar samtímis frá tveimur gagnstöđupunktum á jörđinni, en til ţess ţurfa báđar athugunarstöđvarnar ađ vera í myrkri og veđur ţarf ađ vera hagstćtt. Ţrátt fyrir ţessar takmarkanir hafa margir áhugaverđir segulljósaatburđir greinst.

Í erindinu verđur fjallađ almennt um norđurljós, gagnstćđ segulljós og ţrjátíu ára sögu norđurljósarannsókna Japana á Íslandi. Ađ auki verđur rćtt um fyrirbćri eins og norđurljósaslit, norđurljósaperlur og blikótt norđurljós. Fjöldi mynda og myndskeiđa verđur sýndur.

Erindiđ verđur haldiđ á ensku.

 

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ fyrirlesturinn var bćđi fróđlegur og ánćgjulegur. Ţetta var eins konar hátíđarfyrirlestur til ađ fagna ţessu 30 ára afmćli norđurljósarannsókna Japana á Íslandi og ţví fyrst og fremst miđađur viđ ađ áheyrendur vćru leikmenn og áhugamenn, frekar en frćđimenn á ţessu sviđi. Auđvitađ er ađeins hćgt ađ lýsa hughrifum í ţessum pistli, og verđur ađeins tćpt lauslega á innihaldi fyrirlestursins.

Prófessor Natsuo Sato sýndi fjölda mynda og hreyfimynda og útskýrđi vel eđli norđurljósa. Ţungamiđjan var ţó niđurstöđur rannsókna sem gerđar hafa veriđ samtímis á Íslandi og Suđurskautslandinu. Var einstaklega fróđlegt ađ sjá á hreyfimyndum eđa vídeó, sem tekin voru samtímis á Íslandi og Suđurskautslandinu, hvernig "norđurljósin" á Suđurskautslandinu geta stundum veriđ eins og spegilmynd af norđurljósum hér á landi, og stađfestir ţađ ađ segulsviđslínur á pólsvćđunum tengjast stundum ţađ vel ađ rafeindir úr sólvindinum, sem sem eru á ţeytingi eftir segulsviđslínunum, mynda nánast eins norđurljós á á báđum pólsvćđunum. Eins og fram kemur í kynningunni hér ađ ofan er ţetta ekki algilt, en rannsóknir Natuso Sato stađfesta ađ ţetta gerist stundum, en ekki alltaf.  Sólvindur flytur rafagnir og segulsviđ yfir í segulsviđ jarđar og má sjá og heyra hvernig ţađ gerist í myndbandinu neđar á síđunni.

Natuso Sato hefur komiđ til Íslands nánast árlega í 30 ár, og ţví sannkallađur Íslandsvinur. Hér hafa veriđ starfrćktar ţrjár rannsóknarstöđvar, á Augastöđum nćrri Húsafelli, Mánárbakka nćrri Húsavík, og Ćđey í Ísafjarđardjúpi. Fyrir um áratug fór ég međ Jóni heitnum Sveinssyni tćknifrćđingi á Háloftadeild Raunvísindastofnunar ađ Augastöđum ţar sem Snorri Jóhannesson sér um daglegan rekstur stöđvarinnar. Mig rak nánast í rogastans ţegar ég kom inn í stofuna. Ţađ var nánast eins og ađ koma inn í litla geimrannsóknarstöđ erlendis.  Tćkjabúnađur í stórum skápum fyllti nánast herbergiđ.    - Og ţetta á frekar afskekktum sveitabć!

Ţađ er auđvitađ ekki alveg rétt ađ tala um norđurljós (aurora borealis)  á Suđurskautslandinu, ţví auđvitađ vćri réttara ađ kalla ţau Suđurljós (aurora australis), en tungunni er kannski tamara ađ nefna fyrirbćriđ norđurljós á báđum pólsvćđunum :-)

Reyndar ná rannsóknir á norđurljósum yfir Íslandi yfir mun lengra tímabil en ţessi 30 ár sem Japanir hafa starfrćkt rannsóknarstöđvar.  Á Raunvísindastofnun hafa á Háloftadeildinni veriđ stundađar rannsóknir á norđurljósum, og breytingum á jarđsegulsviđinu sem einnig stafa frá sólvindinum, um áratugaskeiđ.  Segulmćlingastöđinni í Leirvogi var komiđ á fót áriđ 1957. Lengst af veitti Dr. Ţorsteinn Sćmundsson stjörnufrćđingur háloftadeildinni forstöđu, en nú Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneđlissfrćđingur.   Um Háloftadeildina og sögu hennar má lesa hér.  Rannsóknir á norđurljósum á Íslandi ná reyndar mun lengra aftur, eins og fram kemur í fróđlegu viđtali viđ Ţorstein Sćmundsson í Morgunblađinu áriđ 2001.

Sjálfur var ég svo lánsamur ađ starfa hjá Ţorsteini tvö sumur, 1968 og 1969. Ţar kynntist ég vel vísindalegum vinnubrögđum og fékkst viđ ýmis viđvik, svo sem ađ fara daglega í Segulmćlingastöđina í Leirvogi til ađ skipta um pappír á segulmćlum, stilla stöđvarklukkuna,  lagfćra biluđ tćki o.fl. Á skrifstofunni voru einnig unnin ýmiskonar viđvik, og jafnvel framköllun í myrkrakompu á kvikmyndafilmum úr norđurljósamyndavél og skráningartćki fyrir jarđsegulsviđsmćli.     Ţorstein og Gunnlaug hitti ég á fyrirlestrinum, svo og Einar H Guđmundsson prófessor  í stjarneđlisfrćđi, en viđ vorum báđir sumarstarfsmenn á Háloftadeildinni.    Gaman ađ rifja upp liđinn tíma...

 

Rétt er ađ benda á einstakan fróđleik um norđurljós sem Ţorsteinn Sćmundsson hefur tekiđ saman: Norđurljós

 

 

Minningar streyma fram...

Leirvogur 1968

Myndina gćti bloggarinn hafa tekiđ áriđ 1968.   Hluti tćkjabúnađar í Segulmćlingastöđinni í Leirvogi.   

Lengst til vinstri í efri röđ er segulmćlirinn Magni (Proton Precession Magnetometer). Hann vinnur ekki ósvipađ segulómunartćkjum nútímans, en í stuttu máli ţá vann hann ţannig ađ flaska međ vatni var segulmögnuđ í skamma stund međ öflugu segulsviđi, ţannig ađ róteindir vetnisatómanna röđuđu sér upp eins og yngismeyjar á dansgólfi. Ţegar segulsviđiđ sleppti af ţeim tökum, og jarđsviđiđ tók viđ, dönsuđu ţćr í takt og í nokkrar sekúndur mátti heyra óm frá róteindunum. Proton Precession Magnetometer kallast svona tćki fullu nafni, en Magni í daglegu tali hér á landi. Tónhćđ ómsins er nákvćmur mćlikvarđi á styrkleika jarđsegulsviđsins. Reyndar er réttara ađ líkja ţessu viđ snúning skopparakringlunnar en dansmeyjar. Precession kallast velta skopparakringlunnar ţegar hún hćgir á sér. Í jarđsviđi (um 50 nanotesla eđa gamma) er tónhćđin um 2400 Hz.

Fyrir miđju á hillunni má sjá merkilegan stafrćnan skráningarbúnađ fyrir Magna. Međ ákveđnu millibili var Magni rćstur og mćldi hann jarđsegulsviđiđ međ mikilli nákvćmni. Mćligildin birtust á stafrćnu formi ásamt tímamerkjum sem ljósdeplar á fleti inni í skráningarkassanum, en 16mm kvikmyndavél skráđi niđurstöđur á einn ramma filmunnar í senn. Ţetta var ţví traust optisk stafrćn skráningartćkni.

Lengst til hćgri er líklega nákvćmasta klukka á Íslandi síđari hluta 20. aldar. Ţetta var ekki einungis kristalstýrđ klukka, ţar sem kristallinn var varđveittur viđ stöđugt hitastig, heldur einnig stjórneining, sem stjórnađi flestum ađgerđum í Segulmćlingastöđinni. Ţađ merkilega og óvenjuega er ađ tíminn var sýndur á röđ lítilla mćla.

 

Á myndinni sést ađeins hluti tćkjabúnađarins í Leirvogi eins og hann var fyrir 45 árum. Ţarna vantar til dćmis Móđa sem mćldi, og gerir ţađ enn í dag, jarđsegulsviđiđ međ segulómstćkni. Móđi hefur ţađ fram yfir Magna ađ geta mćlt segulsviđiđ samfellt og var ţessi uppfinning Ţorbjörns Sigurgeirssonar prófessors einstök í heiminum. Skráning var á gatarćmu og gögnin einnig send ţráđlaust til Raunvísindastofnunar.

Á myndina vantar RIO-mćlana sem mćldu gegnsći jónahvolfsins á stuttbylgjusviđinu, ţađ vantar spanmćli sem Axel Björnsson rak, svo og ýmislegt fleira góđgćti.  Utanhúss var stór norđurljósamyndavél sem tók reglulega myndir af himinhvolfinu, og í öđrum húsum segulsviđsmćlar sem skráđu samfellt á ljósmyndapappír sem komiđ var fyrir á tromlu.

Vefsíđa segulmćlingastöđvarinnar í Leirvogi er hér.


Á ţessum tíma hönnuđu menn og smíđuđu rafeindabúnađ fyrir vísindarannsóknir á Íslandi. Um hluta ţeirrar sögu, sem tekin var saman í byrjun árs 2002, má lesa hér á afriti af gamalli vefsíđu RT-Rafagantćkni sem síđar varđ hluti af Verkís. Mun ítarlegri samantekt á sögu RT-Rafagnatćkni má lesa hér.

 

 

 

                   Fróđleikur um uppruna og eđli norđurljósa frá Oslóarháskóla

 

Vonandi er ekki margt missagt í ţessum pistli sem skrifađur er af fingrum fram án ţess ađ vísindalegum vinnubrögđum viđ öflun gagna hafi veriđ beitt :-)

 

 

Til hamingju Natsuo Sato-san !

 

 


Norđurljós

Veit duftsins son nokkra dýrđlegri sýn
en drottnanna hásal í rafurloga?
Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga!
Hver getur nú unađ viđ spil og vín?
Sjálf moldin er hrein eins og mćr viđ lín,
mókar í haustsins visnu rósum.
Hvert sandkorn í loftsins litum skín,
og lćkirnir kyssast í silfurósum.
Viđ útheimsins skaut er allt eldur og skraut
af iđandi norđurljósum.


Frá sjöunda himni ađ ránar rönd
stíga röđlarnir dans fyrir opnum tjöldum,
en ljóshafsins öldur, međ fjúkandi földum
falla og ólga viđ skuggaströnd.
Ţađ er eins og leikiđ sé huldri hönd
hringspil međ glitrandi sprotum og baugum.
Nú mćnir allt dauđlegt á lífsins lönd
frá lokuđum brautum, frá myrkum haugum,
og hrímklettar stara viđ hljóđan mar
til himins, međ kristalsaugum.


Nú finnst mér ţađ allt svo lítiđ og lágt,
sem lifađ er fyrir og barizt er móti.
Ţó kasti ţeir grjóti og hati og hóti,
viđ hverja smásál ég er í sátt.
Ţví bláloftiđ hvelfist svo bjart og hátt.
Nú brosir hver stjarna, ţótt vonirnar svíki,
og hugurinn lyftist í ćđri átt,
nú andar guđs kraftur í duftsins líki.
Vér skynjum vorn ţrótt, vér ţekkjum í nótt
vorn ţegnrétt í ljóssins ríki.


Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf
og hásigldar snekkjur, sem leiđina ţreyta.
Ađ höfninni leita ţćr, hvort sem ţćr beita
í horfiđ - eđa ţćr beygja af.
En aldrei sá neinn ţann, sem augađ gaf,
- og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrđar.
Međ beygđum knjám og međ bćnastaf
menn bíđa viđ musteri allrar dýrđar.
En autt er allt sviđiđ og harđlćst hvert hliđ
og hljóđur sá andi, sem býr ţar.

                                                   Einar Benediktsson

 


Nćsta síđa »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 762051

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband