Færsluflokkur: Lífstíll

Er ástæða til að fara úr Schengen því reynsla okkar af sáttmálanum er miður góð?

schengen_countries_UK
 
 
Það voru mikil afglöp þegar Ísland gerðist aðili að Schengen sáttmálanum. Á þeim tíma var því haldið fram að Schengen samstarfið skilaði lögreglu betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Því er þveröfugt farið. Reynslan sýnir okkur t.d. að við höfum ekki haft hugmynd þá misyndismenn sem hér hafa verið fyrr en of seint.  Ekki er hægt að afla upplýsinga um viðkomandi ólánsmenn sem hér hafa brotið lög fyrr en skaðinn er skeður.  Fyrr vitum við ekki hverjir eru hér á landi. Það er kjarni vandamálsins. Schengen kerfið virkar þannig. Það hefur ekki staðist væntingar.

Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins. Við vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenær þeir komu eða hvenær þeir fóru aftur, þ.e. hafi þeir farið á annað borð. Að sjálfsögðu leynast óheiðarlegir Schengenborgarar meðal hinna heiðarlegu. Af þeim hljótum við að hafa miklar áhyggjur. 

Erlendir glæpamenn í farbanni taka bara næsta flug eins og ekkert sé og láta sig hverfa.

Ein birtingamynd Schengen aðildarinnar er  vopnaleitin undarlega á farþegum sem koma með flugi til Íslands frá Bandaríkjunum.   Ranghalarnir upp og niður stiga í flugstöðinni stafa einnig af þessari vitleysu.

Bretar of Írar eru miklu skynsamari en Íslendingar.  Þeir létu hjá líða að ganga í Schengen, enda búa þeir á eylandi.  Eins og Íslendingar.  Hvernig er það, veldur það okkur Íslendingum nokkrum vandræðum þegar við ferðumst til Englands, eða Englendingum vandræðum þegar þeir ferðast til meginlandsins?  Ekki hef ég orðið var við það. Eða, er vegabréfsskoðun á Íslandi þegar við komum frá landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér það.

Það kann að henta löndum á meginlandi Evrópu að taka þátt í Schengen samstarfinu, enda liggja þar akvegir þvers og kruss milli landa. Það er ekki þar með sagt að það sé viturlegt fyrir eylöndin Ísland, England og Írland að vera í Schengen. Það vita Bretar og Írar.

 

Við eigum að endurskoða aðild okkar að Schengen sáttmálanum án tafar. Það er ekki seinna vænna.  Við erum sjálfstæð friðsöm þjóð og viljum ekki að erlend glæpastarfssemi nái að skjóta hér rótum.

 

Vissulega er mikill meirihluti þeirra sem koma til landsins hið mesta sómafólk. Sumir kjósa að setjast hér að og gerast Íslendingar.  Þetta er fólk eins og þú og ég, fólk sem sækist eftir sama öryggi og við sem búið höfum hér lengi. Því miður verða margir sem eru af erlendu bergi brotnir fyrir fordómum vegna glæpamála sem skjóta upp kollinum af og til. Það er því einnig þeirra hagur að það takist að koma í veg fyrir að misyndismenn flytjist til landsins. Þar hefur Schengen ekki komið að gagni fyrr en viðkomandi hefur brotið af sér og verið gómaður.

 

Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um málið. Þetta er mín skoðun, en hvað finnst þér? ...

  •   Hverjir eru kostir þess að vera í Schengen?
  •   Hverjir eru ókostir þess að vera í Schengen? 
  •   Hvort er betra að Ísland sé innan eða utan Schengen svæðisins?
  • Ef við teljum betra að vera áfram innan Schengen, hvað er þá hægt að gera til að hindra nánast eftirlitslaust flæði misyndismanna til landsins?

 


mbl.is Aukin umsvif glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitabylgja í uppsveitum í gær. Sumarið er komið.

Hitamælir 12-5-2008Um hádegið í gær fór hitinn í 21 gráðu við sumarbústað sem er ekki fjarri Geysi. Myndin af mælinum sem er í skugga norðan megin við húsið var tekin klukkan 13:50.

Í byrjun dags og fram eftir morgni var veðrið sæmilegt og hitinn aðeins um 12 gráður en rauk mjög hratt upp um hádegið.

Sjálfvirkur hitamælir Vegagerðarinnar sem kenndur er við Gullfoss, en er í reynd við Kjóastaði, fór þó aldrei hærra en í 15 gráður. Líklega er sá mælir í aðeins 3ja km fjarlægð, þannig að þessi hitabóla hefur verið staðbundin.

Veðrið annan í hvítasunnu var sannkallað sumarveður. Sól, logn og hiti yfir tuttugu gráður. Sumarið er komið!

 

 


Nemendur HR skutu eldflaug til himins. Myndir.

 

Hönnunarhópurinn

 Fjölmargar myndir eru vistaðar í vefalbúmi hér.

Mánudaginn 5 maí skutu nemendur við Háskólann í Reykjavík eldflaug til himins frá Vigdísarvöllum. Eins og við öll geimskot var mikil eftirvænting í loftinu. Flaugin náði 1397 metra hæð og hálfum hljóðhraða eða 170 metrum á sekúndu, sem jafngildir 620 km/klst.

Flaugin er um 2.5 metrar að lengd og er knúin áfram af 1.6 kg af KNER drifefni, en það er blanda af saltpétri og gervisykri. 

Eldflaugin var einstaklega vel smíðuð. Í henni var m.a. videomyndavél, staðsetningartæki og fallhlíf til að bera hana óskemmda til jarðar. Greinilegt var að allt var vel undirbúið því hópurinn vann fumlaust að því að gera flaugina klára fyrir skot. Hún hóf sig á loft á klukkan 14 eins og áætlað hafði verið og hvarf sjónum í skýin. Eftir nokkra stund mátti sjá hana koma svífandi niður úr skýjaþykkninu og berast undan vindinum þar til hún hvarf sjónum bak við fjallshlíð. Auðvitað urðu mikil fagnaðarlæti.

Til hamingju eldflaugasmiðir Wizard

 

Bloggarinn tók fjölmargar myndir sem eru vistaðar í vefalbúmi hér.  Best er að skoða myndirnar með því að velja "Slideshow". Hægt er að hlaða niður myndum í upplausninni 1600 pixel á breidd.

Á vefsíðu hönnunarhópsins honnunx.blogcentral.is eru allmargar myndir af flauginni.

Sá einnig vefsíðu Íslenska eldflaugafélagsins www.eldflaug.com

Umfjöllun í Kastljósi RÚV:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365670/2

Sjónvarp Morgunblaðsins:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/05/eldflaug_skotid_a_loft 

 

Sjá einnig eldri pistla:

Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar

Geimskot Frakka á Íslandi 1964-1965... Iceland Space Center ... Myndir

 

 

 

Eldflaugin
 
Búúmmm... 

Lífrænir OLED flatskjáir eru betri en LCD og Plasma!

113193Allir þekkja flatskjána vinsælu, ýmist Plasma eða LCD. Þeir þykja ofur glæsilegir, enda ekki nema nokkrir sentímetrar á þykkt. Getur verið að þeir séu að vera úreltir? Líklega.

Ný tækni er að ryðja sér til rúms. Í skjáinn eru notaðar "lífrænar" ljósdíóður  svokallaða OLED = Organic Light Emitting Diode. Sjónvörp sem nota þessa tækni kallast því OLED-TV, eða "sjónvörp með lífrænum ljósdíóðum".

Kostir: Lítil til aflnotkun, björt mynd, kontrast-hlutfall 1.000.000 : 1, (1000 sinnum meira en LCD), og sjónarhorn er miklu víðara en á venjulegum flatskjám. Þeir eru næfurþunnir, svo þunnir að jafnvel má rúlla þeim upp, eins og sjá má á myndinni. Þeir eru um 10 sinnum þynnri en hefðbundnir flatskjár, þ.e. þegar þeir eru komnir bak við gler í ramma.  Upplausn á að geta verið þrefalt betri en á LCD skjám, þeir eru hraðvirkari og þeir eru ódýrari í framleiðslu. 

flex1Líftími OLED hefur verið vandamál, en nú eru menn vonandi að ná tökum á því. Þess vegna megum við búast við að sjá þessa nýju tækni bráðlega í farsímum, fartölvum og næfurþunnum sjónvörpum. Á sýningunni International CES 2008 mátti sjá nokkra raunverulega flatskjái sem frumgerðir (sjá myndskeið hér fyrir neðan) sem fara vonandi í framleiðslu innan skamms.

Mun bók framtíðarinnar líta út eins og á myndinni hér til hliðar? OLED skjánum er rúllað af hólknum sem inniheldur þúsundir bókatitla í minni sínu? Papyrus kefli Egypta hinna fornu koma óneitanlega í hugann... Þau voru vissulega lífræn Wink

 

Nú er það spurning. Er rétt að bíða? Eitt er víst, OLED sjónvörp eru að koma á markaðinn. Sjálfsagt líða fáein ár þar til verðið verður samkeppnishæft við LCD  skjái, en tíminn er undur fljótur að líða. Gefum okkur 5 ár þar til þau koma á markaðinn í ýmsum stærðum og önnur 5 þar til þau verða ódýrari en þau sem við þekkjum í dag....

Gamla feita góða Grundig 28" sjónvarp bloggarans verður látið duga þar til OLED verður komið á markaðinn og verðið viðráðanlegt.... 

Við lifum svo sannarlega á spennandi tímum. Lífræn sjónvörp, sem eru miklu betri en LCD og Plasma, verða stöðutáknið innan fárra ára ... Smile

 

Hér er tækninni lýst.


123
 
27" flatskjárinn er ekki nema 3 mm á þykkt! Frá sýningunni CES 2008.
 
 
 
 
Cnet júní 2007 (spáir 3-6 ára bið): Should you wait for an OLED TV? 
 
 
 

Paganini: Kaprísa No 24, Shlomo Mintz & Alison Balsom. Töfrum líkast.

paganiniHér eru tvö myndbönd með frábærum tónlistarmönnum sem leika Kaprísu #24 eftir Nikkoló Paganini.

Hinn heimsþekkti fiðluleikari Shlomo Mintz leikur á fiðlu, en Alison Balsom leikur þetta erfiða verk af einstakri snilld á trompet.

Það er gaman að hlusta á þessa tvo snillinga flytja þetta stórfenglega verk. Auðvitað er frábært að hlusta á fiðluleikinn, en þegar verkið er leikið á trompet verður maður einfaldlega heillaður.

 

Shlomo Mintz er einn þekktasti fiðluleikari heims í dag. Hann stundaði nám m.a. hjá Isaac Stern og hóf einleikaraferil sinn 11 ára gamall með Fílharmóníusveitinni í Ísrael og stuttu síðar var hann beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir Itzhak Perlman í Paganini Fiðlukonserti nr. 1  undir stjórn Zubin Metha.  Hann hefur nú í fjóra áratugi ferðast vítt og breytt um heiminn bæði sem hljómsveitarstjóri og fiðluleikari og haldið ótal tónleika í öllum þekktustu tónleikasölum heims.

Í tilefni fimmtugsafmælis síns þann 30. október á síðasta ári ákvað hann að fara í tónleikaferð um heiminn með Kaprísur Paganinis í farteskinu, en hann hélt tónleika hér á landi fyrir skömmu. (Af vef Midi.is).

 

Breski trompetleikarinn Alison Balsom er sannarlega ein af rísandi stjörnum hins klassíska tónlistarheims. Hún stundaði nám við Guildhall tónlistarskólann og Konservatoríið í París, auk þess sem hún sótti einkatíma hjá hinum þekkta sænska trompetleikara  Håkan Hardenberger. Árið 2006 hlaut hún titilinn „besti breski tónlistarmaður ársins“ á klassísku Brit-Awards verðlaunahátíðinni og sama ár fékk hún hlustendaverðlaun Klassísku FM-stöðvarinnar á Gramophone verðlaunaafhendingunni. Hún komst í úrslit keppninnar „Ungur einleikari ársins“ árið 1998 og kom í kjölfarið fram með öllum hljómsveitum BBC. Hún hlaut verðlaunin „Rísandi stjarna ársins“ á Echo Klassik-hátíðinni 2007.

Alison Balsom hefur m.a. komið fram sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles, Parísarhljómsveitinni og Ensku kammerhljómsveitinni. Árið 2006 lék hún á lokakvöldi Proms-tónlistarhátíðarinnar sem þykir mikill heiður. Balsom er á samningi við EMI útgáfufyrirtækið og hefur leikið inn á þrjár geislaplötur og fengið afar lofsamlega dóma fyrir leik sinn. Hún var nýlega skipuð gestaprófessor í trompetleik við Guildhall-tónlistarskólann í Lundúnum.  Hún lék með Sinfóníuhljómsveitinni 25. október síðastliðinn. (Af vef Sinfó).

 

Blogg um tónleikana frá 26. október s.l.  Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni.

Nokkur myndbönd með Alison Balsom á blóggsíðunni hér


 
Fiðluleikarinn Shlomo Mintz ungur að árum. Gamalt VHS myndband.
 
 

 

 

 
Trompetleikarinn Alison Balsom.

Snögg kólnun jarðar í janúar

London 1814.
 
Hefðbundnar mælingar á meðalhita lofthjúps jarðar sýna að janúar hefur verið mjög kaldur. Skýrir það væntanlega kuldakastið sem frést hefur af víða um heim.  Kaldasti mánuður síðan 1995. Ferillinn hér fyrir neðan er teiknaður samkvæmt þessum gögnum frá NASA GISS. Sama er upp á teningnum þegar mæligögn frá gervihnöttum eru skoðuð. Myndin sýnir mánaðameðaltöl frá árinu 1978.
 
Takið eftir hvernig ferillinn steypist niður við hægri jaðar myndarinnar.  Fróðlegt verður að sjá hvernig framhaldið verður. Vafalítið stafar þetta hitafall af fyrirbærinu La Niña í Kyrrahafinu. Frá árinu 1995, þegar kaldari mánuður en sl. janúar mældist, hafa verið þrjú La Niña tímabil; 1995-1996, 1998-2000 og 2000-2001.
 
Vonandi er þetta ekki fyrirboði þess að langtíma kólnun sé framundan. Það er eðli El Níño og La Niña fyrirbæranna að þau geta ekki staðið yfir nema tiltölulega fáeina mánuði (eða sárafá ár) í senn. Til eru náttúrulegar sveiflur í hitafari jarðar sem standa yfir í mörg ár eða áratugi. Vel þekkt eru kuldatímabil sem komu á meðan á "Litlu ísöldinni" stóð og eru tvö þeirra kennd við lágmörk í virkni sólar sem nefnd eru Maunder minimum (1645-1715) og Dalton minimum (1790-1830).  Myndin efst á síðunni er einmitt frá London meðan á Dalton minimum kuldatímabilinu stóð.
 
Þegar er farið að spá svona lágmarki í virkni sólar á næstu áratugum og hafa sumir tímastett lágmarkið árið 2030. Þetta eru auðvitað fyrst og fremst stjarneðlisfræðingar sem telja sig þekkja dynti sólar. Þeim kemur þó ekki saman um hvort því muni svipa til Maunder eða Dalton, en mun kaldara var meðan á því fyrrnefnda stóð.
 
Sólsveifla #24 er um það bil að sjá dagsins ljós. Þó ekki byrjuð. Sólin er búin að vera undur friðsæl undanfarið og lengd sólsveiflu #23 þegar komin ár fram yfir meðaltalið sem 10,7 ár. Miðað við söguna getur það bent til hratt minnkandi virkni sólar á næstu árum. Enginn veit þó hvað verður, en einn þeira sem spáði fyrir um lágmark árið 2030, Dr. Theodor Landscheidt (1927-2004) sagði aðspurður í tölvupósti til undirritaðs um aldamótin að væntanlega yrðum við orðin vör við kólnun áður en þessi áratugur er liðinn. Sjá vangaveltur hér og hér. Sumir eru virkilega farnir að hafa áhyggjur. Sjá hér.
 
 
Við skulum vona að þetta sé bara La Niña í Kyrrahafinu sem er að stríða okkur. Það er lang líklegast.
 
 
GISSglobal-jan2008-600w
 Hitaferill GISS frá desember 1978 til janúar 2008.
Takið eftir hitafallinu lengst til hægri. 
 
 
 
Willie Soon og  Steven H Yaskell: Year Without a Summer. Góð grein.
 
David Archibald: The Past and Future of Climate. PowerPoint. 
 

Hellt í glas meðan flugvélin er á hvolfi!

Fjöllin eru íslensk, en hver er flugmaðurinn sem hellir úr flösku í glas meðan flugvélin er á hvolfi? Hann fer létt með það sem Bob Hoover var frægur fyrir.

 

 "Flying a Yak-18T in Iceland and rolling it while pouring a glas of soda"
 

 
Hér er svo Bob Hoover sjálfur sem stundaði það að fljúga listflug á tveggja hreyfla flugvél, en með dautt á báðum hreyflum W00t     

Í lok myndbandsins má sjá gamla manninn hella íste í glas meðan hann veltir vélinni í heilan hring og að vanda er hann búinn að drepa á báðum hreyflunum.  

 
 
 
 
Bob Hoover tribute:
 

Fasteignagjöld hækka óheyrilega milli ára. 14% - 20%

 

 
 

- Fasteignagjöld af miðlungsíbúð í Reykjavík hækka um 14%.

- Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis í Reykjavík hækka um 20%

- Fasteignagjöld af sumarhúsum og sumarhúsalóðum í uppsveitum hækka um 20%

 

- Þetta er  þrefalt meira en hækkanir á almennu verðlagi og launum. 

 

Þannig er þetta víða um land. Álagningaseðlar hafa ekki enn verið bornir út, þannig að fólk er ekki farið að átta sig á þessum ósköpum. Hvað er á seyði? Eru sveitarfélögin alveg úti að aka og gjörsamlega stikkfrí? Þessi hækkun er með öllu óskiljanleg og gjörsamlega út í hött.

 

Sjá upplýsingar á vef Fasteignamats ríkisins hér

Ég vona bara að þetta sé tómur misskilningur hjá mér.   Undecided
Er mig að dreyma, eða er þetta rétt?


Nýárs-halastjarnan Tuttle

 Tuttle-jan-2008

 Þessi fallega mynd af halastjörnunni 8P/Tuttle er fengin að láni hjá www.spaceweather.com

 

Annað slagið birtast halastjörnur á himninum. Stundum koma þær óvænt, en stundum koma þær aftur og aftur, jafnvel með áratuga millibili. Alltaf ríkir þó óvissa um hve mikilfenglegar þær verða.

Nú er halastjarnan 8P/Tuttle á stjörnuhimninum. Hún er þó á mörkum þess að sjást með berum augum, en sést með handsjónauka, þ.e. ef vel viðrar. Það er þó ekkert síðra að skoða myndir sem teknar hafa verið af henni  undanfarna daga, en þær eru margar hverjar einstaklega fallegar. Á vefsíðunni  www.spaceweather.com eru einmitt fjölmargar slíkar myndir. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvar halastjarnan er í dag.

Stjörnuþokan á myndinni er  M33 Triangulum.

 

Krækjur:

Myndasafn með myndum af Tuttle halastjörnunni á spaceweather.com

Vísindavefurinn: Hvernig verða halastjörnur til?

McNaught halastjarnan. Blogg með myndum frá janúar 2007.


Gleðilegt ár með ABBA

Ljúfir tónar með ABBA í tilefni dagsins.

--- --- --- 

 

Textinn er allur í þessum glugga:


"
Happy New Year" með ABBA 

No more champagne
And the fireworks are through
Here we are, me and you
Feeling lost and feeling blue
It's the end of the party
And the morning seems so grey
So unlike yesterday
Now's the time for us to say...

Happy new year
Happy new year
May we all have a vision now and then
Of a world where every neighbour is a friend
Happy new year
Happy new year
May we all have our hopes, our will to try
If we don't we might as well lay down and die
You and I

Sometimes I see
How the brave new world arrives
And I see how it thrives
In the ashes of our lives
Oh yes, man is a fool
And he thinks he'll be okay
Dragging on, feet of clay
Never knowing he's astray
Keeps on going anyway...

Happy new year
Happy new year
May we all have a vision now and then
Of a world where every neighbour is a friend
Happy new year
Happy new year
May we all have our hopes, our will to try
If we don't we might as well lay down and die
You and I

Seems to me now
That the dreams we had before
Are all dead, nothing more
Than confetti on the floor
It's the end of a decade
In another ten years time
Who can say what we'll find
What lies waiting down the line
In the end of eighty-nine

Happy new year
Happy new year
May we all have a vision now and then
Of a world where every neighbour is a friend
Happy new year
Happy new year
May we all have our hopes, our will to try
If we don't we might as well lay down and die
You and I

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband