Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Þriðjudagur, 29. september 2009
Hvað í ósköpunum eru smágervingar...?
Orðið smágervingar átti að vera nýyrði sem smíðað var árið 1966 vegna greinar um nýja tækni sem þá var að slíta barnsskónum. Greinin var í því ágæta blaði De Rerum Natura sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík gáfu út og gera vonandi enn. Greinin um smágervinga fjallaði um það sem í dag kallast samrásir eða integrated circuit á ensku. Á þeim tíma sagði maður einfaldlega á ísl-ensku integreraðar rásir.
Hvers vegna orðið "smágervingar" í stað "integreraðar rásir"? Hvernig var það hugsað?
Eins og fram kemur í greininni Smágervingar, þá eru þessar örsmáu rásir, sem eru ómissandi í öllum rafeindatækjum í dag, smíðaðar úr kísil og kísiloxíð sem er sama efni og í mörgum steinum. Þetta er því ekki ólíkt örsmáum steingervingum. Þannig varð orðið til. Það er svo annað mál, að það reyndist einnota og hefur líklega ekki sést annars staðar en í þessari grein. Við leyfum okkur þó að nota orðið í þessum pistli í stað orðsins samrás.
Myndin á forsíðu greinarinnar á að sýna þróunina frá útvarpslampa til transistors (smára) og þaðan til smágervings (samrásar).
Greinin Smágervingar hefst á þessum orðum:
"Árangur hinnar geysimiklu viðleitni rafeindaiðnaðarins til þess að auka áreiðanleika og gæði framleiðslu sinnar, en gera hana um leið smærri og kostnaðarminni, hefur verið svo mikill, að varla hefði neinn dirfzt að spá honum fyrir um það bil tíu árum. ... Unnt er t.d. að gera fullkomna rás, er samanstendur af 10 til 20 transistorum og 40 til 60 mótstöðum, úr kísilsneið sem er aðeins 2 til 3 mm á kant".
Þá þótti mikið að troða 10 til 20 transistorum í einn smágerving. Í dag þykir þetta ekki mikið. Myndvinnslu-örgjörvinn GeForce GTX 280 inniheldur hvorki meira né minna en 1.400.000.000 transistora!
Gömlu grein menntaskólastráksins í De Rerum Natura, apríl 1966, má lesa með því að smella á Smágervingar.
Blaðið De Rerum Natura var einstaklega vandað og metnaðarfullt. Eintakið, sem umrædd grein var í, var tæpar 90 blaðsíður að lengd. De rerum natura er latína og þýðir Um hlutanna eðli. Nafnið kemur frá rómverska skáldinu Lúkretíusi, sem var uppi um 95-54 f.kr., og samdi mikið kvæði á latínu, De rerum natura. Í kvæðinu setur Lúkretíus fram heimspeki Epikúrosar. Auðvitað var líka vel til fallið að hafa latneskt nafn á þessu blaði sem gefið var út í Latínuskólanum MR, en á þessum árum lærðu allir nemendur skólans latínu, bæði þeir sem voru í máladeild og þeir sem voru í stærðfræðideild.
Nöfn ritnefndar blaðsins og efnisyfirlit má sjá aftast í greininni. Jón Erlendsson var þá ritstjóri.
Á Stjörnufræðivefnum er grein um stjörnulíffræði. Þar er minnst á Lúkretíus: "Eins og vænta má eru vangaveltur um líf utan jarðar ekki nýjar af nálinni. Grísku atómistarnir Levkippus, Demokrítus og Epíkúrus virðast hafa aðhyllst hugmyndir um ótölulegan fjölda heima, og Rómverski heimspekingurinn Lúkretíus tók skýrt fram að aðrir heimar hlytu að vera til því geimurinn væri óendanlegur til allra átta og efnisagnir óendanlega margar á sveimi á sífelldri hreyfingu". Jæja, þetta var víst útúrdúr, alls óskyldur innihaldi pistilsins um smágervinga .
Fróðlegt væri að frétta í athugasemdum hér fyrir aftan hvort blaðið sé enn lifandi og hvort latína sé enn kennd öllum nemendum skólans .
(Uppfært 30. sept.: Sverrir Guðmundsson benti á að blaðið kæmi enn út þó svo að útgáfan hafi verið stopul. Blað frá árinu 2006 er hér).
--- --- ---
Greinin Smágervingar.
Wikipedia: Menntaskólinn í Reykjavík.
Mjög stækkuð mynd af smágerving, öðru nafni samrás.
Rétt stærð er líklega um 10 x 10 mm.
"Heimurinn víkur úr vegi þess manns sem veit hvert hann ætlar".
- David S. Jordan
Vísindi og fræði | Breytt 8.10.2009 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 27. september 2009
Gömul grein bloggarans um LASER-tækni frá 1966...
Í vísindalegum staðleysusögum er oft talað um dauðageisla, er breytt geti flugvél í reykslý og lagt borgir í rúst á augabragði. Ekkert verður um það fullyrt hvort laser-tæknin sé afleiðing þessara hugaróra, en þó má með nokkrum rétti halda því fram, að laser sé með merkustu uppgötvunum þessarar aldar. Þó að laser sé hvorki hugsaður né hæfur sem fjöldamorðvopn, hefur hann þegar valdið gjörbyltingu á ýmsum sviðum.
Í grundvallaratriðum er laser mjög einfalt tæki, þótt nafnið sé langt, ef það er óstytt. Laser stendur fyrir Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation...
Vísindi og fræði | Breytt 29.9.2009 kl. 06:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Er sólin loksins að hressast eftir langvarandi deyfð?
Tveir þokkalega stórir sólblettir sem sjást nú á framhlið sólar vekja vonir um að hún sé nú að ná sér eftir óvenjulangan dvala. Um margra mánaða skeið hefur varla sést sólblettur, og þeir sem á annað borð hafa sést hafa horfið nánast jafnskjótt og þeir birtust. Jafnvel verið svo smáir að þeir hefðu varla sést fyrir nokkrum áratugum. Þessir tveir sólblettir, sem bera einkennisstafina 1026 og 1027, tilheyra ótvírætt sólsveiflu 24, en það sést bæði á fjarlægð þeirra frá miðbaug og segulstefnu.
Vonandi fer sólin nú að hressast meira dag frá degi og sólblettum að fjölga. Á þessu ári hafa dagar sem engir sólblettir hafa sést verið 212, en síðan árið 2004 hafa þeir verið 723. Til samanburðar þá er dagafjöldinn í dæmigerði sólarlægð 485. Það er sem sagt verulegur munur á 723 og 485.
Hvernig má búast við að næsta sólsveifla verði? Síðasta sólsveifla (númer 23) var með sólblettatöluna 120, en sólsveiflan þar á undan (númer 22) var með sólblettatöluna 160. Menn hafa mikið reynt að spá fyrir um næstu sólsveiflu, og á myndinni hér fyrir neðan má sjá spádóma fjölmargra vísindamanna sem beitt hafa ýmsum aðferðum. Þar á meðal eru þekkt nöfn. Spádómarnir liggja á bilinu 40 til 185. Eftir óvenjulegan slappleika sólar undanfarið eru menn farnir að hallast að lægri tölunum, e.t.v. um 70. Jafnvel enn lægri tölu. Við skulum bara bíða róeg og sjá til hvað verða vill... Stundum er sólin óútreiknanleg, og vel getur verið að þessir sólblettir sem sjást í dag verði horfnir eftir nokkra daga...
Myndin er frá Dr. Leif Svalgaard stjarneðlisfræðingi hjá Stanford háskóla, en nafn hans má sjá mjög ofarlega í listanum.
Spá NOAA frá því í maí 2009.
Í næstum beinni útsendingu:
Sólin í dag!
Myndin efst á síðunni sýnr sólina eins og hún var 22. september, en þessi mynd uppfærist sjálfkrafa og er því ný frá SOHO gervihnettinum.
Fróðleg verður að fylgjast með þessari mynd næstu daga. Munu sóblettirnir verða langlífir, eða hverfa sjónum innan skamms? Þeir munu væntanlega færast til hægri næstu daga...
Prófið að stækka myndina með því að smella á hana.
29. sept: Bara örlítill sólblettur efst til hægri
Hér er svo mynd frá öðrum Stereo hnettinum sem sér að hluta bakhlið sólar,
eða framhlið í þrívídd þegar mynd frá báðum hnöttunum er notuð.
Svo er auðvitað "lifandi" mynd á vinstri jaðar bloggsíðunnar sem hægt er að stækka með því að smella á hana.
Vísindi og fræði | Breytt 29.9.2009 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 20. september 2009
Dr. Rajendra Pachauri verkfræðingur og formaður IPCC dáist að orkulindum Íslendinga og sér ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær til að knýja álver...
"Ekkert er því til fyrirstöðu að nota endurnýjanlega orku Íslendinga til að knýja álver að mati Rajendra Pachauri formanns Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem staddur er hér á landi. Hann segir Íslendinga leiðtoga í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda".
Svo segir í fréttum RÚV 19. september. Ennfremur:
"Dr. Rajendra Pachauri er heimskunnur vísindamaður í alþjóðlegum umræðum um loftslagsbreytingar. Hann tók meðal annars við friðarverðlaunum Nóbels árið 2007 fyrir hönd Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Pachauri, sem er hér í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, hélt í morgun erindi um samspil vísinda og stjórnmálamanna. Hann hitti síðan íslenska vísindamenn og áhrifamenn hér á landi.
Pachauri segir aukna vitund hafa verið á alþjóðavettvangi um þessi mál í heiminum, ekki aðeins meðal almennings heldur yfirvalda.
Pachauri segir Íslendinga í forystu á þessu sviði þar sem þeir eigi mikla endurnýjanlegar orkuauðlindir og skilji mikilvægi þess að nota þær. Þeir geti miðlað þessu til annarra landa".
Sjá viðtal við hann í Sjónvapinu hér.
Pachauri bendir á þá staðreynd, sem allmargir Íslendingar hafa áður bent á, að skynsamlegt sé að knýja álverin með lítt mengandi orku, frekar en að nota kolaorkuver. Losun gróðurhúsalofttegunda sé hattrænt vandamál. Á þetta hefur Jakob Björnsson rafmagnsverkfræðingur og fyrrverandi orkumálastjóri t.d. ítrekað bent, m.a. í bloggi sínu.
Rajendra Pachauri stundað nám við Indian Railways Institute of Mechanical and Electrical Engineering, og lauk síðan MS prófi í iðnaðarverkfræði frá North Carolina State University. Hann lauk doktorsprófum í iðnaðarverkfræði og hagfræði frá sama skóla.
Myndina hér fyrir neðan tók Skarphéðinn Þráinsson af orkuverunum í Svartsengi:
Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2009 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 18. september 2009
Hafísinn í ár 23% meiri en árið 2007...
Myndin sýnir vel muninn á útbreiðslu hafíss frá árinu 2003. Minnstur var hafísinn árið 2007, en síðan hefur útbreiðslan farið vaxandi eins og rauði ferillinn sýnir glögglega.
Hafísinn í ár fór lægst í 5.249.844 ferkílómetra 13. september síðastliðinn, en metárið 2007 fór hafísinn niður í 4.254.531 ferkílómetra (tölur frá IARC-JAXA), þannig að nú er hafísinn rúmlega 23% meiri en árið 2007, ef við berum saman lágmörk áranna.
Væntingar manna um að hafísinn á norðurslóðum fari hratt minnkandi hafa því brugðist að sinni. Spennandi verður að fylgjast með þróun næstu ára...
Nýjustu ferla má sjá hér og hér. Gögn fyrir Excel sem sýna daglega útbreiðslu síðustu ára má nálgast hér. Ágæt vefsíða um hafís er hér www.climate4you.com/SeaIce.htm
Þess má geta að bráðnun hafíss hefur engin áhrif á sjávarstöðu.
Myndina hér fyrir ofan teiknaði Bruce Richardson Jr. 15/9 úr þessum gögnum, en myndin birtist þá á vefsíðunni Watts Up With That .
Um málið er fjallað ítarlega á vefsíðu Emils H. Valgeirssonar, "Ís byrjaður að myndast á ný á norðurheimskautinu".
Dregur úr bráðnun hafíssins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 11. september 2009
Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«...
(Sjá pistla bloggarans hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér...)
(Myndin hér að ofan er frá Thames við London um 1677. Smella þrisvar á mynd til að stækka.
Fleiri myndir eftir Abraham Hondius hér).
»Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning,
mens den varer«.
Hvers vegna segir þú það Hinrik? Reyndar er þetta alveg mögnuð grein hjá þér. Þar kemur margt fram sem við Íslendingar þekkjum svo vel... Kærar þakkir fyrir að skrifa svona grein "á mannamáli" sem almenningur skilur, því þetta kemur okkur öllum við, ekki síst okkur sem búum á jaðri heimskautasvæðanna.
Dustið nú rykið af dönskunni!
(Þýðing yfir á ensku eftir Nigel Calder er hér neðar á síðunni ef eihver skyldi gefast upp á dönskunni).
Jyllands Posten 9. september 2009:
http://jp.dk/opinion/kronik/article1809681.ece
(Leturberytingar eru að mestu eftir bloggarann til að reyna að gera textann læsilegri af skjá).
Mens Solen sover
Offentliggjort 09.09.09 kl. 03:00
Faktisk er den globale opvarmning standset, og en afkøling er så småt begyndt. Ingen klimamodel har forudsagt en afkøling af Jorden, tværtimod. Det betyder, at prognoser for fremtidens klima er utilregnelige, skriver Henrik Svensmark.
Den stjerne, der holder os i live, har gennem det seneste par år været næsten uden solpletter, som er det normale tegn på Solens magnetisk aktivitet.
I sidste uge rapporterede det videnskabelige hold bag Sohosatellitten (Solar and Heliospheric Observatory) at »antallet af solplet-frie dage antyder, at Solens aktivitet er på vej mod det laveste niveau i omkring 100 år«. Alt tyder på, at Solen er på vej i en dvalelignende tilstand, og det åbenlyse spørgsmål er, om det har nogen betydning for os på Jorden.
Spørger man det Internationale Klimapanel IPCC, som repræsenterer den gældende konsensus på klimaområdet, så er svaret et betryggende »ingenting«. Men historien og den seneste forskning tyder på, at det sandsynligvis er helt forkert. Lad os se lidt nærmere på hvorfor.
Solens aktivitet har til alle tider varieret. Omkring år 1000 havde vi en periode med meget høj solaktivitet, som faldt sammen med middelaldervarmen. Det var en periode, hvor frost i maj var et næsten ukendt fænomen og af stor betydning for en god høst. Vikinger bosatte sig i Grønland og udforskede Nordamerikas kyst. I det hele taget var det en opgangstid. For eksempel fordobles Kinas befolkning gennem denne periode. Men efter omkring 1300 faldt solaktiviteten, Jorden begyndte at blive koldere, og det blev begyndelsen på den periode vi nu kalder den Lille Istid. I denne kolde periode forsvandt alle vikingernes bosættelser i Grønland. Svenskerne overraskede Danmark med at gå over isen, og i London frøs Themsen gentagne gange. Men mere alvorligt var de lange perioder med fejlslagen høst, som resulterede i en dårligt ernæret befolkning der på grund af sygdom og sult blev reduceret med omkring 30 pct. i Europa.
Det er vigtigt at fastslå, at den Lille Istid var en global hændelse. Den endte i slutningen af det 19. århundrede og efterfulgtes af en stigende solaktivitet. Gennem de seneste 50 år har solaktiviteten været det højeste siden middelaldervarmen for 1.000 år siden. Og nu ser det ud til at Solen skifter igen og er på vej mod det, som solforskere kalder »et grand minimum« som vi så i den Lille Istid.
Sammenfaldet mellem Solens aktivitet og klimaet gennem tiderne er forsøgt bortforklaret som tilfældigt. Men det viser sig, at næsten ligegyldigt hvilken periode man undersøger, altså ikke kun de sidste 1.000 år, så findes en overensstemmelse. Solens aktivitet har gentagne gange gennem de seneste 10.000 år svinget mellem høj og lav. Faktisk har Solen gennem de seneste 10.000 år befundet sig i en dvaletilstand ca. 17 pct. af tiden med en afkøling af Jorden til følge.
Man kan undres over, at det internationale klimapanel IPCC ikke mener at Solens forandrede aktivitet har nogen betydning for klimaet, men grunden er, at man kun medtager forandringer i Solens udstråling.
Netop udstrålingen ville være den simpleste måde, hvormed Solen kunne ændre på klimaet. Lidt som at skrue op og ned for lysstyrken af en elektrisk pære.
Satellitmålinger af Solens udstråling har vist, at variationerne er for små til at forårsage klimaændringer, men dermed har man lukket øjnene for en anden meget mere effektiv måde, hvorpå Solen er i stand til at påvirke Jordens klima. I 1996 opdagede vi en overraskende påvirkning fra Solen - dens betydning for Jordens skydække. Højenergitiske partikler accelereret af eksploderede stjerner, den kosmiske stråling, hjælper til at danne skyer.
Når Solen er aktiv, skærmer dens magnetfelt bedre mod de kosmiske stråler fra verdensrummet, før de når vores planet, og ved at regulere på Jordens skydække kan Solen skrue op og ned for temperaturen. Med høj solaktivitet fås færre skyer, og jorden bliver varmere. Lav solaktivitet skærmer dårligere mod den kosmiske stråling, og det resulterer i øget skydække, og dermed en afkøling. Da Solens magnetisme har fordoblet sin styrke i løbet af det 20. århundrede, kan denne naturlige mekanisme være ansvarlig for en stor del af den globale opvarmning i denne periode.
Dette er også forklaringen på, at de fleste klimaforskere prøver at ignorere denne mulighed. Den griber nemlig ind i forestillingen om, at det 20. århundredes temperaturstigning hovedsagelig skyldes menneskelig udledning af CO2. Hvis Solen nemlig har haft betydning for en anselig del af opvarmningen i det 20 århundrede, så betyder det, at CO2's andel nødvendigvis må være mindre.
Lige siden vores teori blev fremsat i 1996, har den været gennem meget skarp kritik, hvilket er normalt i videnskaben.
Først sagde man, at en sammenhæng mellem skyer og Solens aktivitet ikke kunne være rigtig, fordi ingen fysisk mekanisme var kendt. Men i 2006 efter mange års arbejde lykkedes det os at gennemføre eksperimenter ved DTU Space, hvor vi demonstrerede eksistensen af en fysisk mekanisme. Den kosmiske stråling hjælper med at danne aerosoler, som er kimen til skydannelsen.
Derefter gik kritikken på, at den mekanisme, vi have fundet i laboratoriet, ikke ville kunne overleve i den virkelig atmosfære og derfor var uden praktisk betydning. Men den kritik har vi netop eftertrykkeligt afvist. Det viser sig, at Solen selv laver, hvad vi kan kalde naturlige eksperimenter. Kæmpemæssige soludbrud kan få den kosmiske stråling på Jorden til at dykke pludseligt over nogle få dage. I dagene efter disse udbrud falder skydækket med omkring 4 pct., og indholdet af flydende vand i skyerne (dråber) formindskes med næsten 7 pct. Her er tale om en meget stor effekt. Faktisk så stor, at man populært kan sige, at skyerne på Jorden har deres oprindelse i verdensrummet.
Derfor har vi set på Solens magnetiske aktivitet med voksende bekymring, siden den begyndte at aftage i midten af 1990'erne.
At Solen kunne falde i søvn i et dybt minimum, blev antydet af solforskere på et møde i Kiruna i Sverige for to år siden. Da Nigel Calder og jeg opdaterede vores bog The Chilling Stars skrev vi derfor lidt provokerende »vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«.
Faktisk er den globale opvarmning standset, og en afkøling er så småt begyndt. I sidste uge blev det fremført af Mojib Latif fra universitet i Kiel på FN's World Climate Conference i Geneve, at afkølingen muligvis fortsætter gennem de næste 10 til 20 år.
Hans forklaring var naturlige forandringer i Nordatlantens cirkulation og ikke i Solens aktivitet. Men ligegyldigt hvordan det fortolkes, så trænger de naturlige variationer i klimaet sig mere og mere på.
En konsekvens må være,at Solen selv vil vise sin betydning for klimaet og dermed teste teorierne for den globale opvarmning. Ingen klimamodel har forudsagt en afkøling af Jorden, tværtimod.
Det betyder, at prognoser for fremtidens klima er utilregnelige. En prognose, der siger, at det muligvis er varmere eller koldere om 50 år, er ikke meget bevendt, for videnskaben er heller ikke i stand til at forudsige Solens aktivitet.
Så på mange måder står vi ved en skillevej. Den nærmeste fremtid vil blive overordentlig interessant, og jeg tror, at det er vigtigt at erkende, at naturen er fuldkommen uafhængig af, hvad vi mennesker tror om den. Vil drivhusteorien overleve en betydelig afkøling af Jorden? Ikke i dens nuværende dominerende form. Desværre kan fremtidens klimaudfordringer blive nogle helt andre end drivhusteoriens forudsigelser, og måske bliver det igen populært at forske i Solens betydning for klimaet.
Professor Henrik Svensmark er leder af Center for Sun-Climate Research på DTU Space. Hans bog The Chilling Stars er også udgivet på dansk som Klima og Kosmos (Gads Forlag, DK ISBN 9788712043508)
Uppfært 12. sept. klukkan 21:55; Nigel Calder þýddi greinina úr dönsku yfir á ensku með samþykki Henriks Svensmark. Þetta er mun betra en Google þýðingin sem var hér áður.
Published 9 September 2009 in Jyllands-Posten, Denmarks best-selling newspaper.
Translation approved by Henrik Svensmark
While the Sun sleeps
Henrik Svensmark, Professor, Technical University of Denmark, Copenhagen
In fact global warming has stopped and a cooling is beginning. No climate model has predicted a cooling of the Earth quite the contrary. And this means that the projections of future climate are unreliable, writes Henrik Svensmark.
The star that keeps us alive has, over the last few years, been almost free of sunspots, which are the usual signs of the Suns magnetic activity. Last week [4 September 2009] the scientific team behind the satellite SOHO (Solar and Heliospheric Observatory) reported, It is likely that the current years number of blank days will be the longest in about 100 years. Everything indicates that the Sun is going into some kind of hibernation, and the obvious question is what significance that has for us on Earth.
If you ask the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) which represents the current consensus on climate change, the answer is a reassuring nothing. But history and recent research suggest that is probably completely wrong. Why? Lets take a closer look.
Solar activity has always varied. Around the year 1000, we had a period of very high solar activity, which coincided with the Medieval Warm Period. It was a time when frosts in May were almost unknown a matter of great importance for a good harvest. Vikings settled in Greenland and explored the coast of North America. On the whole it was a good time. For example, Chinas population doubled in this period.
But after about 1300 solar activity declined and the world began to get colder. It was the beginning of the episode we now call the Little Ice Age. In this cold time, all the Viking settlements in Greenland disappeared. Sweden surprised Denmark by marching across the ice, and in London the Thames froze repeatedly. But more serious were the long periods of crop failures, which resulted in poorly nourished populations, reduced in Europe by about 30 per cent because of disease and hunger.
Its important to realise that the Little Ice Age was a global event. It ended in the late 19th Century and was followed by increasing solar activity. Over the past 50 years solar activity has been at its highest since the medieval warmth of 1000 years ago. But now it appears that the Sun has changed again, and is returning towards what solar scientists call a grand minimum such as we saw in the Little Ice Age.
The match between solar activity and climate through the ages is sometimes explained away as coincidence. Yet it turns out that, almost no matter when you look and not just in the last 1000 years, there is a link. Solar activity has repeatedly fluctuated between high and low during the past 10,000 years. In fact the Sun spent about 17 per cent of those 10,000 years in a sleeping mode, with a cooling Earth the result.
You may wonder why the international climate panel IPCC does not believe that the Suns changing activity affects the climate. The reason is that it considers only changes in solar radiation. That would be the simplest way for the Sun to change the climate a bit like turning up and down the brightness of a light bulb.
Satellite measurements have shown that the variations of solar radiation are too small to explain climate change. But the panel has closed its eyes to another, much more powerful way for the Sun to affect Earths climate. In 1996 we discovered a surprising influence of the Sun its impact on Earths cloud cover. High-energy accelerated particles coming from exploded stars, the cosmic rays, help to form clouds.
When the Sun is active, its magnetic field is better at shielding us against the cosmic rays coming from outer space, before they reach our planet. By regulating the Earths cloud cover, the Sun can turn the temperature up and down. High solar activity means fewer clouds and and a warmer world. Low solar activity and poorer shielding against cosmic rays result in increased cloud cover and hence a cooling. As the Suns magnetism doubled in strength during the 20th century, this natural mechanism may be responsible for a large part of global warming seen then.
That also explains why most climate scientists try to ignore this possibility. It does not favour their idea that the 20th century temperature rise was mainly due to human emissions of CO2. If the Sun provoked a significant part of warming in the 20th Century, then the contribution by CO2 must necessarily be smaller.
Ever since we put forward our theory in 1996, it has been subjected to very sharp criticism, which is normal in science.
First it was said that a link between clouds and solar activity could not be correct, because no physical mechanism was known. But in 2006, after many years of work, we completed experiments at DTU Space that demonstrated the existence of a physical mechanism. The cosmic rays help to form aerosols, which are the seeds for cloud formation.
Then came the criticism that the mechanism we found in the laboratory could not work in the real atmosphere, and therefore had no practical significance. We have just rejected that criticism emphatically.
It turns out that the Sun itself performs what might be called natural experiments. Giant solar eruptions can cause the cosmic ray intensity on earth to dive suddenly over a few days. In the days following an eruption, cloud cover can fall by about 4 per cent. And the amount of liquid water in cloud droplets is reduced by almost 7 per cent. Here is a very large effect indeed so great that in popular terms the Earths clouds originate in space.
So we have watched the Suns magnetic activity with increasing concern, since it began to wane in the mid-1990s.
That the Sun might now fall asleep in a deep minimum was suggested by solar scientists at a meeting in Kiruna in Sweden two years ago. So when Nigel Calder and I updated our book The Chilling Stars, we wrote a little provocatively that we are advising our friends to enjoy global warming while it lasts.
In fact global warming has stopped and a cooling is beginning. Mojib Latif from the University of Kiel argued at the recent UN World Climate Conference in Geneva that the cooling may continue through the next 10 to 20 years. His explanation was a natural change in the North Atlantic circulation, not in solar activity. But no matter how you interpret them, natural variations in climate are making a comeback.
The outcome may be that the Sun itself will demonstrate its importance for climate and so challenge the theories of global warming. No climate model has predicted a cooling of the Earth quite the contrary. And this means that the projections of future climate are unreliable. A forecast saying it may be either warmer or colder for 50 years is not very useful, and science is not yet able to predict solar activity.
So in many ways we stand at a crossroads. The near future will be extremely interesting. I think it is important to accept that Nature pays no heed to what we humans think about it. Will the greenhouse theory survive a significant cooling of the Earth? Not in its current dominant form. Unfortunately, tomorrows climate challenges will be quite different from the greenhouse theorys predictions. Perhaps it will become fashionable again to investigate the Suns impact on our climate.
-
Professor Henrik Svensmark is director of the Center for Sun-Climate Research at DTU Space. His book The Chilling Stars has also been published in Danish as Klima og Kosmos Gads Forlag, DK ISBN 9788712043508)
--- --- ---
Sjá: March across the Belts á Wikipedia. Þar er fjallað um atvikið þegar Svíar komu Dönum á óvart 1658 með því að ganga yfir til Danmerkur, eins og fram kemur í grein Henriks. Þá var kaldasta tímabil Litlu Ísaldarinnar sem féll saman við Maunder lágmarkið í virkni sólar. Margir óttast að álíka kuldaskeið eigi eftir að koma einhverntíman aftur, vonandi þó ekki á næstu áratugum:
Wikipedia síðan byrjar svona:
"The March across the Belts was a campaign between January 30 and February 8, 1658 during the Northern Wars where Swedish king Karl X Gustav led the Swedish army from Jutland across the ice of the Little Belt and the Great Belt to reach Zealand (Danish: Sjælland). The risky but vastly successful crossing was a crushing blow to Denmark, and led to the Treaty of Roskilde later that year...."
Að prófessorinn skuli leyfa sér að tala svona...
Ég á bara ekki orð., eða þannig...
Fara ekki margir hreinlega úr límingunum við lestur svona greinar?
En, hvað ætla menn að gera ef í ljós kemur að þetta var bara náttúruleg hitabóla?
Hvernig ætla menn að bregðast við ef ástandið verður eins og á miðöldum þegar Evrópubúum fækkaði um 30%?
Hvernig ætla menn að bregðast við kali í túnum, haustfrostum með ónýtri uppskeru og hafís?
Hvernig...?
Vísindi og fræði | Breytt 13.9.2009 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 10. september 2009
Næg olía í iðrum jarðar?
Stórmerkileg frétt birtist á vefsíðu KTH - Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi fyrir fáeinum dögum.
KTH er virt stofnun, þannig að ólíklegt er að um fleipur sé að ræða.
Á vefsíðunni kemur fram að vísindamenn hjá KTH hafa sýnt fram á að ekki sé þörf leyfum af plöntum og dýrum til að mynda olíu og gas.
Niðurstöðurnar eru byltingakenndar, þar sem þær þýða að það verður mun auðveldara að finna þessar orkulindir víðsvegar um heim.
Samkvæmt Vladimir Kutcherov prófessor hjá KTH má draga þá ályktun að olíu og gasbirgðir jarðar séu ekki að tæmast, eins og óttast hefur verið.
...Þetta er næstum of ótrúlegt til að vera satt
Sjá einnig tilvísanir Í Nature Geophysical og Science Daily hér fyrir neðan.
Fréttin er hér óstytt:
Enska: http://www.kth.se/aktuellt/1.43372?l=en
Sænska: http://www.kth.se/aktuellt/1.43372?l
[Sep 07, 2009]
Easier to find oil
Researchers at KTH have been able to prove that the fossils of animals and plants are not necessary to generate raw oil and natural gas. This result is extremely radical as it means that it will be much easier to find these energy sources and that they may be located all over the world.
With the help of our research we even know where oil could be found in Sweden! says Vladimir Kutcherov, Professor at the KTH Department of Energy Technology in Stockholm.
Together with two research colleagues, Professor Kutcherov has simulated the process of pressure and heat that occurs naturally in the inner strata of the earths crust. This process generates hydrocarbons, the primary elements of oil and natural gas.
According to Vladimir Kutcherov, these results are a clear indication that oil supplies are not drying up, which has long been feared by researchers and experts in the field.
He adds that there is no chance that fossil oils, with the help of gravity or other forces, would have been able to seep down to a depth of 10.5 kilometres in, for example the US state of Texas, which is rich in oil deposits. This is, according to Vladimir Kutcherov, in addition to his own research results, further evidence that this energy sources can occur other than via fossils - something which will cause a lively discussion among researchers for a considerable period of time.
There is no doubt that our research has shown that raw oil and natural gas occur without the inclusion of fossils. All types of rock formations can act as hosts for oil deposits, asserts Vladimir and adds that this applies to areas of land that have previously remained unexplored as possible sources of this type of energy.
This discovery has several positive aspects. Rate of success as concerns finding oil increases dramatically from 20 till 70 percent. As drilling for oil and natural gas is an extremely expensive process, costs levels will be radically changed for the petroleum companies and eventually also for the end user.
This means savings of many billions of kronor, says Vladimir.
In order to identify where it is worth drilling for natural gas and oil, Professor Kutcherov has, via his research, developed a new method. The world is divided into a fine-meshed grid. This grid is the equivalent of cracks, known as migration channels, through strata underlying the earths crust. Good places to drill are where these cracks meet.
According to Professor Kutcherov, these research results are extremely important not least as 61 percent of the worlds energy consumption is currently based on raw oil and natural gas.
The next stage in this research is more experiments, especially to refine the method that makes it easier to locate drilling points for oil and natural gas.
The research results produced by Vladimir Kutcherov, Anton Kolesnikov and Alexander Goncharov were recently published in the scientific journal Nature Geoscience, Volume 2, August.
For more information, please contact Vladimir Kutcherov at vladimir.kutcherov@indek.KTH.se or on +46 8790 85 07.
Peter Larsson
--- --- ---
Sjá einnig:
Nature Geoscience:
http://www.nature.com/ngeo/journal/v2/n8/abs/ngeo591.html
Letter abstract
Nature Geoscience 2, 566 - 570 (2009)
Published online: 26 July 2009 | doi:10.1038/ngeo591
Subject Category: Biogeochemistry
Methane-derived hydrocarbons produced under upper-mantle conditions
Anton Kolesnikov1,2, Vladimir G. Kutcherov2,3 & Alexander F. Goncharov1
There is widespread evidence that petroleum originates from biological processes1, 2, 3. Whether hydrocarbons can also be produced from abiogenic precursor molecules under the high-pressure, high-temperature conditions characteristic of the upper mantle remains an open question. It has been proposed that hydrocarbons generated in the upper mantle could be transported through deep faults to shallower regions in the Earth's crust, and contribute to petroleum reserves4, 5. Here we use in situ Raman spectroscopy in laser-heated diamond anvil cells to monitor the chemical reactivity of methane and ethane under upper-mantle conditions. We show that when methane is exposed to pressures higher than 2 GPa, and to temperatures in the range of 1,0001,500 K, it partially reacts to form saturated hydrocarbons containing 24 carbons (ethane, propane and butane) and molecular hydrogen and graphite. Conversely, exposure of ethane to similar conditions results in the production of methane, suggesting that the synthesis of saturated hydrocarbons is reversible. Our results support the suggestion that hydrocarbons heavier than methane can be produced by abiogenic processes in the upper mantle.
- Geophysical Laboratory, Carnegie Institution of Washington, Washington, District of Columbia 20015, USA
- Lomonosov Moscow State Academy of Fine Chemical Technology, 117571 Moscow, Russia
- Royal Institute of Technology, SE-100 44 Stockholm, Sweden
Correspondence to: Alexander F. Goncharov1 e-mail: goncharov@gl.ciw.edu
--- --- ---
There is no doubt that our research proves that crude oil and natural gas are generated without the involvement of fossils. All types of bedrock can serve as reservoirs of oil,
segir Vladimir Kutcherov prófessor við KTH.
(Mynd: Vetenskapsrådet (The Swedish Research Council))
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 6. september 2009
Breytingar í lofthita síðustu 30 ára: Deila um keisarans skegg...?
Splunkunýr hitaferill sem segir lítið: Myndin hér að ofan sýnir breytingar í hitafari lofthjúps jarðar síðastliðinn 30 ár samkvæmt gervihnattamælingum. Í sjálfu sér er ekkert merkilegt eða óvenjulegt við þennan feril, en við skulum samt skoða hann aðeins nánar.
Ferillinn er af vefsíðu Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum. Ferillinn er nýr því síðustu gildi eru frá lokum ágústmánaðar. Mæligögnin má sjá hér og jafnvel setja Í Excel ef menn vilja skoða þau nánar.
Roy Spencer hefur teiknað inn tvö frávik sem teja má víst að rekja megi til atburða í náttúrunni, þ.e. skammtíma kólnun vegna eldgossins mikla í Mt. Pinatubo 1991 og skammtíma hlýnun vegna kröftugs El Nino í Kyrrahafinu 1998.
Hugsanlega er bloggarinn eithvað glámskyggn, en ef hann skoðar þennan 30 ára hitaferil, og fjarlægir í huganum þessi tvö atvik 1991 og 1998, þá finnst honum að deila megi ferlinum, og þar með þróun hitastigs, í því sem næst þrjú tímabil:
1979-2000: Engin breyting á hitastigi. Aðeins nokkuð reglulegar sveiflur upp-niður.
2000-2002: Hækkun hitastigs um ca. 0,2 gráður C.
2002-2009: Engin breyting á hitastigi. Aðeins smávægilegar sveiflur upp-niður.
(Reyndar má sjá snögga dýfu á síðasta ári sem væntanlega má rekja til La Nina í Kyrrahafinu).
Sjá aðrir eitthvað meira en bloggarinn úr þessum hitaferli?
Getur verið að menn séu stundum að deila um keisarans skegg?
(Við skulum hafa í huga að 0,2 gráður jafngilda því sem næst hitamun tveggja staða nærri yfirborði jarðar þar sem hæðarmunur er um 30 metrar, eða fjarlægðarmunur norður-suður um 30 kílómetrar, samkvæmt einhverri þumalputtareglu).
Bloggarinn er greinilega alveg gjörsamlega glámskyggn á þessum notalega sunnudagsmorgni
Uppfært 8. sept: Sjá skýringar við myndina hér fyrir neðan í athugasemd númer 16.
Vísindi og fræði | Breytt 20.9.2009 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Eru sólblettir að hverfa? Þannig er spurt á vefsíðu NASA í dag...
"Are Sunspots Disappearing?"
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að virkni sólar virðist vera að hríðfalla eftir óvenju mikla virkni í nokkra áratugi. Mestu virkni í 8.000 ár er haft eftir vísindamönnum á Max Plank stofnuninni.
Hegðun sólar hefur verið óvenjuleg upp á síðkastið. Undanfarin tvö ár eða svo hafa varla sést sólblettir, og í þau fáu skipti að eitthvað hefur sést, þá hafa það nánast verið örlitlar örður sem hafa horfið skjótt eftir að þær mynduðust.
Á vefsíðu NASA í dag er vitnað í rannsóknir tveggja vísindamanna, þeirra Dr. Matthew Penn og Dr. Bill Livingston hjá National Solar Observatory. Þeir hafa mælt segulvirkni sólbletta síðastliðinna 17 ára og fundið mjög sérstaka tilhneigingu. Seglsviðið minnkar hratt, eins og sést á myndinni.
"Segulsvið sólblettanna minnkar um 50 gauss á ári", segir Dr. Penn. "Ef við framlengjum þessa þróun fram í tímann, þá gætu sólblettir verið algjörlega horfnir árið 2015".
Síðan er aftur vitnað í Dr. Penn á vefsíðu NASA: "Samkvæmt mælingum okkar virðast sólblettir aðeins myndast ef segulsviðið er sterkara en um það bil 1500 gauss. Ef núverandi tilhneiging heldur áfram, þá verður þessu marki náð innan fárra ára".
Á vefsíðu NASA er minnt á að fari svo að sólblettir hverfi, þá verði það ekki í fyrsta skipti. Milli áranna 1645 og 1715 hurfu þeir að mestu á tímabili sem kallast Maunder minimum. Þá var mesta kuldatímabil Litlu ísaldarinnar svokölluðu.
Vefsíða NASA Are Sunspots Disappearing? er hér. Vefsíðan er dagsett 3. sept. 2009. Áhugasömum er bent á að lesa það sem þar kemur fram, því hér er aðeins stuttur úrdráttur. Svo er grein vísindamannanna hér
--- --- ---
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...
Milljarðar tonna af efni þeyttust í átt til jarðar 1. september og orsökuðu verulegar bilanir í fjarskiptakerfum. Gríðarleg norðurljós sáust víða um heim, jafnvel á Kúbu samkvæmt fréttum 1859. Fjarskiptalínur loguðu í neistaflugi og tæknimenn fengu hressileg rafmagnsstuð. Ritsímabúnaður stóð sums staðar í ljósum logum.
Ótrúlegt, en satt. Þetta gerðist reyndar ekki í gær, heldur fyrir nákvæmlega 150 árum, þ.e. í september 1859. Atvikið er kennt við Carrington.
Sem betur fer voru fjarskiptakerfin ennþá mjög frumstæð. Einfaldir ritsímar sem voru lítið annað en morselykill, rafhlaða og símalína. Á viðtökustað skrifaði penni morsetáknin á pappírsræmu. Samt varð þetta einfalda fjarskiptakerfi víða óvirkt í nokkrar klukkustundir.
Hefði þessi atburður átt sér stað í dag, þá hefði tjónið orðið gríðarlegt. Helst mætti líkja því við hamfarir.
Nýlega var gefin út löng skýrsla um þessa vá: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report.
Í skýrslunni stendur meðal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...". Þetta er enginn smá kostnaður: 2.000.000.000.000 dollarar, og það bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn árið 1859, gæti komið hvenær sem er. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir efnahag heimsins.
Myndin efst á síðunni sýnir nokkuð stóran sólblossa. Sjá hér.
Góð grein um sólblossa er á Stjörnufræðivefnum.
Þessa 130 blaðsíðna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb að stærð). Einnig er hægt að kaupa hana hjá Amazon.Trúlega er einfaldast að hlaða skýrslunni niður með því að smella hér.
Áður hefur verið fjallað um þessi mál og Carrington sólblossann hér: "Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...", og í athugasemdunum hér. Einnig má lesa um Carrington sólblossann á vefsíðu NASA hér. Umfjöllun um þessa 130 blaðsíðna skýrslu er hér á vefsíðu NASA. Sjá einnig afmælisgrein á vefsíðunni www.Spaceweather.com.
Hvað sem öðru líður, þá á Carrington sólblossinn 150 ára afmæli í dag
Mynd frá National Geographic um Stereo geimförin:
Vísindi og fræði | Breytt 3.9.2009 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 764859
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði