Sunnudagur, 21. september 2008
NASA mælir minnkandi virkni sólar.
Nú þegar geimfarið Ódysseifur (Ulysses) er að ljúka 17 ára rannsókn á sólinni boðar NASA til fréttamannafundar næstkomandi þriðjudag. Athygli vekur að virkni sólar fer minnkandi. Sólvindur ekki eins lítill í 50 ár. Áhrifanna gæti gætt í sólkerfinu segir NASA.
Tilkynningin er svohljóðandi (sjá hér):
NASA To Discuss Conditions On And Surrounding The Sun
WASHINGTON -- NASA will hold a media teleconference Tuesday, Sept. 23, at 12:30 p.m. EDT, to discuss data from the joint NASA and European Space Agency Ulysses mission that reveals the sun's solar wind is at a 50-year low. The sun's current state could result in changing conditions in the solar system.
Ulysses was the first mission to survey the space environment above and below the poles of the sun. The reams of data Ulysses returned have changed forever the way scientists view our star and its effects. The venerable spacecraft has lasted more than 17 years - almost four times its expected mission lifetime.
The panelists are:
-- Ed Smith, NASA Ulysses project scientist and magnetic field instrument investigator, Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif.
-- Dave McComas, Ulysses solar wind instrument principal investigator, Southwest Research Institute, San Antonio
-- Karine Issautier, Ulysses radio wave lead investigator, Observatoire de Paris, Meudon, France
-- Nancy Crooker, Research Professor, Boston University, Boston, Mass.
Reporters should call 866-617-1526 and use the pass code sun to participate in the teleconference. International media should call 1-210-795-0624.
To access visuals that will the accompany presentations, go to:
http://www.nasa.gov/topics/solarsystem/features/ulysses-20080923.html
Audio of the teleconference will be streamed live at:
--- --- ---
Fyrr í sumar var þessi tilkynning þar sem sagt er að virkni næstu sólsveiflu geti orðið minni en undanfarið
International Mission Studying Sun to Conclude
June 12, 2008 PASADENA, Calif. - After more than 17 years of pioneering solar science, a joint NASA and European Space Agency mission to study the sun will end on or about July 1.
The Ulysses spacecraft has endured for almost four times its expected lifespan. However, the spacecraft will cease operations because of a decline in power produced by its onboard generators. Ulysses has forever changed the way scientists view the sun and its effect on the surrounding space. Mission results and the science legacy it leaves behind were reviewed today at a media briefing at European Space Agency Headquarters in Paris.
"The main objective of Ulysses was to study, from every angle, the heliosphere, which is the vast bubble in space carved out by the solar wind," said Ed Smith, Ulysses project scientist at NASA's Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif. "Over its long life, Ulysses redefined our knowledge of the heliosphere and went on to answer questions about our solar neighborhood we did not know to ask."
Ulysses ends its career after revealing that the magnetic field emanating from the sun's poles is much weaker than previously observed. This could mean the upcoming solar maximum period will be less intense than in recent history.
"Over almost two decades of science observations by Ulysses, we have learned a lot more than we expected about our star and the way it interacts with the space surrounding it," said Richard Marsden, Ulysses project scientist and mission manager for the European Space Agency (ESA). "Solar missions have appeared in recent years, but Ulysses is still unique today. Its special point of view over the sun's poles never has been covered by any other mission."
The spacecraft and its suite of 10 instruments had to be highly sensitive, yet robust enough to withstand some of the most extreme conditions in the solar system, including intense radiation while passing by the giant planet Jupiter's north pole. The encounter occurred while injecting the mission into its orbit over the sun's poles.
"Ulysses has been a challenging mission since launch," said Ed Massey, Ulysses project manager at JPL. "Its success required the cooperation and intellect of engineers and scientists from around the world."
Ulysses was the first mission to survey the environment in space above and below the poles of the sun in the four dimensions of space and time. It showed the sun's magnetic field is carried into the solar system in a more complicated manner than previously believed. Particles expelled by the sun from low latitudes can climb to high latitudes and vice versa, sometimes unexpectedly finding their way out to the planets. Ulysses also studied dust flowing into our solar system from deep space, and showed it was 30 times more abundant than astronomers suspected. In addition, the spacecraft detected helium atoms from deep space and confirmed the universe does not contain enough matter to eventually halt its expansion.
Ulysses collected and transmitted science data to Earth during its 8.6 billion kilometer journey (5.4 billion miles). As the power supply weakened during the years, engineers devised methods to conserve energy. The power has dwindled to the point where thruster fuel soon will freeze in the spacecraft's pipelines.
"When the last bits of data finally arrive, it surely will be tough to say goodbye," said Nigel Angold, ESA's Ulysses mission operations manager. "But any sadness I might feel will pale in comparison to the pride of working on such a magnificent mission. Although operations will be ending, scientific discoveries from Ulysses data will continue for years to come."
Ulysses was launched aboard space shuttle Discovery on Oct. 6, 1990. From Earth orbit, it was propelled toward Jupiter by solid-fuel rocket motors. Ulysses passed Jupiter on Feb. 8, 1992. The giant planet's gravity then bent the spacecraft's flight path downward and away from the ecliptic plane to place the spacecraft in a final orbit around the sun that would take it past our star's north and south poles.
The spacecraft was provided by ESA. NASA provided the launch vehicle and upper stage boosters. The U.S. Department of Energy supplied a radioisotope thermoelectric generator to provide power to the spacecraft. Science instruments were provided by both U.S. and European investigators. The spacecraft is operated from JPL by a joint NASA/ESA team. More information about the joint NASA/ESA Ulysses mission is available at http://ulysses.jpl.nasa.gov or http://www.esa.int/esaSC/SEMPEQUG3HF_index_0_ov.html
Sólin í dag er sviplaus. Sólblettir hafa varla sést mánuðum saman:
Uppfært 22.sept: Skömmu eftir að pistillinn var skrifaður birtist óvænt nýr sólblettur. Myndin hér fyrir neðan er beintengd og uppfærist sjálfkrafa. Sjá hér.
Uppfært 24. sept: Sólbletturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu í gær.
Nú er það spurning. Er þetta forboði þess að hnatthlýnun undanfarinna áratuga kunni að ganga til baka? Spyr sá sem ekki veit ...
Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2008 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 19. september 2008
Endurnýting CO2. Ekki alveg nýtt á Íslandi.
Fyrirtækið Carbon Recycling International er þegar með í undirbúningi smíði á verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna eldsneyti úr koltvísýringi, vetni og rafmagni. Einn af ráðgjöfum þessa Íslensk-Ameríska fyrirtækis er Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði. Sjá vefsíðu þeirra www.carbonrecycling.is
Sjá einnig umfjöllun á náttúran.is
Á vefsíðunni stendur m.a:
Carbon Recycling International captures carbon dioxide from industrial emissions and converts carbon dioxide to ultra clean fuel. The sources of emissions are from basic infrastructure industrial processes including aluminum smeltering, ferro silicon manufacturing, cement production and coal fired power generation.
The fuel is high octane gasoline, ultra low sulfur diesel and methanol for existing automobiles and future hybrid flexible automobiles. The recycling of carbon dioxide results in a net reduction of carbon dioxide and the cost effective conversion enables a sustainable production of synthetic fuel.
The technology is available today and is a viable solution for transport fuel in lieu of hydrogen fuel and carbon sequestration and in complement with oil based fuel.
Founded in 2006, Carbon Recycling International, Ehf, captures carbon recycling from industrial emissions and convert carbon dioxide to methanol, gasoline and diesel. It is a venture backed Icelandic American company with headquarter in Iceland and operation in the US.
Management Team
- KC Tran, Chief Executive
- Oddur Ingólfsson, Ph.D., Research
- Andri Ottesen, Ph.D., Business Operations
- Jonathan Whitlow, Ph.D., Chemical Processes
- Haukur Óskarsson, Engineering and Construction
Board of Directors
- Sindri Sindrason: Chairman of the Board
- Fridrik Jonsson, Director
- KC Tran, Director
- Steve Grady, Director
Advisors
- George Olah, Ph.D.: Nobel Prize Laureate, Chemistry, USC, USA
- Surya Prakash, Ph.D.: Director, Loker Institute of Hydrocarbon, USA
- Albert Albertsson: Chief Operating Officer, Hitaveita Sudernesja Geothermal Utility, Iceland
- Agust Valfells, Ph.D.: Former Professor of Iowa State University, Iceland
- Baldur Eliasson, Ph.D.: Emeritus, Energy and Climate Change Research, ABB, Switzerland
- Howard Bruschi: Emeritus, Nuclear Research, Westinghouse Electric Corporation, USA
Principal Investors
- Landsbanki, Eh, IS
- Iceland Oil Ltd, IS
- Focus Group, US
- Mannvit Engineering, IS
Ég átta mig því ekki alveg á frétt Morgunblaðsins í dag þar sem segir:
"Stjórnvöld hafa samið við japanska fyrirtækið Mitsubishi um þróun nýrrar tækni sem fyrirtækið býr yfir og gerir mönnum kleift að búa til nothæft eldsneyti úr útblæstri frá stóriðju.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sér fyrir sér að þetta gæti orðið að veruleika eftir tíu ár ef að þessi tækni gangi upp í framkvæmd. Íslenski skipaflotinn gæti þá allur gengið fyrir útblæstri frá álverum og eitraðar gróðurhúsalofttegundir yrðu jafnframt skaðlausar...."
![]() |
Skipaflotinn knúinn útblæstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 20.9.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Stjörnufræðivefurinn. Áhugaverður vefur fyrir almenning.
Það er full ástæða til að benda á mjög áhugaverðan vef um stjörnuskoðun og stjörnufræði fyrir áhugamenn og almenning. Vefurinn nefnist Stjörnufræðivefurinn og vefslóðin er
Sjá einnig vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
Félagar koma alls staðar af landinu, enda er þetta eina stjörnuskoðunarfélagið.
Ring Nebula (M57). Hringþokan í Hörpunni
Sjá umfjöllun á Stjörnufræðivefnum
Sunnudagur, 14. september 2008
Time tímaritið 13. sept: Norðvesturleiðin um heimskautasvæðið fær skipum! ---1937
Í tímaritinu Time 13. sept. eru fréttir af skipum sem sigldu norðvesturleiðina svokölluðu um hemiskautasvæðið. Annað skipanna sigldi í austurátt og hitt í vesturátt og mættust þau á miðri leið. Sjá fréttina hér.
Frétt Time er frá árinu 1937, en ekki 2008, en þá var einnig hlýtt á norðurslóðum. Losun manna á koltvísýringi var þá aðeins lítið brot af því sem nú er. Kann einhver skýringu á þessu? Hefur leiðin verið fær undanfarið?
Úr Time 13. september 1937:
Last week this new, shorter Northwest Passage's navigability was dramatically demonstrated as Hudson Bay Company's Eastern Arctic Patrol Nascopie sounded her way through Bellot Strait. Snow shrouded the Arctic dusk as head on through the haze came the bow of another ship. Nascopie's Captain Thomas Smellie's incredulous hail got a booming reply from veteran Arctic Trader Patsy Klingenberg, from the deck of the Schooner Aklavik, eastbound to Baffin Island, and astonished Eskimo cheers from both crews echoed through the rock-bound channel. That night captains of both vessels described from their anchorages to Canadian Broadcasting Co. and NBC audiences their historic meeting. Hopeful for the growing trade of the North were residents and sponsors of Churchill that somehow Northwest Passage II would bring business, help redeem millions of dollars sunk in Canada's most northerly port.
Nascopie
Sjá einnig hér.
Berlinske Tidende árið 1945. Fyrirsögnin gæti enn átt við.
"Skyndilegar loftslagsbreytingar við norðausturleiðina hafa áhrif á efnahag heimsins". Þetta gæti hafa staðið í Mogganum í dag.
(Smella þrisvar á myndina til að lesa greinina).
Það er athyglisvert að í greininni kemur fram að hafísinn hefur minnkað um 1 milljón ferkílómetra á tímambilinu 1924-1944. Síðan kom hafísinn aftur eins og allir vita, en fór síðan að hopa aftur. Megum við ef til vill búast við að hann eigi eftir að koma aftur innan fárra ára?
Í þessum tveim greinum í Time og BT, sem skrifaðar eru fyrir miðja síðustu öld, beina menn sjónum sínum að norðvestur og norðaustur siglingaleiðunum sem virðast vera að opnast. Svipuð bjartsýni um nýjar siglingaleiðir og í dag ríkir þá. Hafísinn kom þó aftur. Hvers vegna eru allir búnir að gleyma þessu? Getum við dregið ályktun og lært af af reynslunni?
Hafísinn 10. sept. 2008. Smella þrisvar á mynd til að sjá stærri.
Vísindi og fræði | Breytt 17.9.2008 kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 12. september 2008
Frábær fyrirlestur undrabarns um fjórðu víddina, strengjafræði og tilraunirnar hjá CERN ... Myndband
Langar þig að vita hvers vegna menn leggja svona gríðarlega mikið á sig við öreindarannsóknir og eru tilbúnir að verja 500 milljörðum króna í vélbúnað sem 5000 vísindamenn munu koma að? Það hlýtur að vera eitthvað stórmerkilegt að gerst.
Er þetta eitthvað sem er ofar skilningi okkar sem ekki eru öreindafræðingar? Er þetta eitthvað sem hlýtur að vera ómögulegt að skilja? Nei, ekki aldeilis.
Brian Greene er prófessor í eðlisfræði og stærðfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Hann er einnig frábær fyrirlesari og á auðvelt með að segja frá þannig að allir skilji. Jafnvel ég og þú. Hann er einn þekktasti öreindafræðingur samtímans, en hann er sérfæðingur í svokallaðri strengjafræði. Undrabarn sem fór 12 ára gamalt í Columbia háskólann til að nema stærðfræði.
Í fyrirlestrinum á myndbandinu lýsir hann á auðskilinn hátt þeim örsmáa undraheimi sem vísindamenn um allan heim eru að reyna að skyggnast inn í með hjálp öreindahraðalsins í CERN. Eftir aðeins fáeinar mínútur erum við mikils vísari um þennan heim þar sem víddirnar eru ekki aðeins þrjár, og jafnvel ekki fjórar, heldur tíu!
Betri fyrirlesari en Brian Greene er er líklega vandfundinn. Hann er þekktur fyrir að fræða almenning um fræðilega eðlisfræði, m.a. í sjónvarpsþáttum.
Það væri frábært ef sjónvarpið tæki til sýninga eitthvað af þáttum hans.
Úr Wikipedia:
Brian Greene (fæddur 3. febrúar 1963) er eðlisfræðingur og einn þekktasti strengjafræðingur heims. Hann hefur verið prófessor við Columbia-háskóla síðan árið 1996. Greene, sem fæddur er í New York var undrabarn í stærðfræði. Hæfileikar hans voru slíkir, að 12 ára gamall hlaut hann einkakennslu hjá stærðfræðiprófessor við Columbia-háskóla þar sem hann hafði þegar farið langt fram úr allri framhaldsskólastærðfræði. Árið 1980 innritaðist Greene í Harvard-háskóla til að leggja stund á eðlisfræði og síðar nam hann við háskólann í Oxford á Englandi.
Bók hans The Elegant Universe: Superstrings, Hidden Dimensions, and the Quest for the Ultimate Theory var til þess fallinn að vekja áhuga á strengjakenningunni og M-kenningunni. Hún var útnefnd til Pulitzer verðlauna í flokki bóka sem ekki teljast til skáldsagna. Bókin varð síðar viðfangsefni sjónvarpsþátta á PBS sjónvarpstöðinni þar sem Greene var sögumaður. Seinni bók hans The Fabric of the Cosmos fjallar um tímarúm og eðli alheimsins.
Brian Greene hefur einnig komið að leiklist, t.a.m. var hann leikaranum John Lithgow til aðstoðar vísindalegan texta í sjónvarpsþáttaröðinni 3rd Rock from the Sun og kom einnig fram sem aukaleikari í myndinni Frequency. Nýverið var hann einnig til ráðgjafar við kvikmyndina Deja Vu sem fjallar um tímaflakk og inniheldur hugtök úr fræðilegri eðlisfræði.
Vísindavefurinn:
Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?
Frábær myndbönd með Brian Greene:
The Elegant Universe
Þessa þætti væri gaman að sjá í sjónvarpinu, en þetta eru bara sýnishorn á vefsíðu Public Broadcasting Service (PBS).
Í fullri lengd er hægt að sjá á Google The Elegant Universe - Part I Einsteins Universe
og The Elegant Universe-Part.II-Strings Theory
(Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Miklahvells-vélin og leitin að Guðseindinni hjá CERN
Tekst mönnum að skyggnast í hugskot skaparans? Tekst mönnum að líkja eftir skilyrðunum sem voru við Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára þegar allt varð til úr engu á augabragði? Tekst mönnum að finna Higgs bóseindirna, -öðru nafni Guðseindina? Tekst mönnum að finna hulduefni? Lítil svarthol? Hvað með ormagöng og annað forvitnilegt? ... ??? ... Mesti hiti í alheimi? Mesti kuldi í alheimi? Einn dýrasti vélbúnaður allra tíma! Stærsta og flóknasta vél allra tíma! Hvað í ósköpunum er sterkeindasteðji? LHC?
Hugurinn fer á flug, enda ekki nema von. Nú er verið að ræsa öreindahraðalinn hjá CERN, (Centre Européen de Recherche Nucléaire), Evrópsku rannsóknamiðstöðinni í öreindafræði. Gamall draumur vísindamanna um allan heim er að rætast. 27 kílómetra hringur neðanjarðar, ekkert er til sparað.
Það sem er ef til vill undraverðast er hinn mikli drifkraftur þekkingarþarfar mannsins. Til að svala forvitninni sameinast menn frá öllum heimsálfum og smíða undrastóra vél sem notuð verður til að rannsaka smæstu fyrirbæri alheimsins. Vélin kostar rúmlega 500 milljarða króna, þannig að forvitnin hlýtur að vera mikil.
Er ekki virðingarvert þegar mannkynið sameinast um svona um svona framtak? Væri heimurinn ekki betri ef menn beindu kröftum sínum og hugviti til að fræðast í stað þess að drepa mann og annan með hugvitsamlegum morðtólum?
Hvort sem menn finna Guðseindina eða ekki, þá er víst að ávinningurinn af þessu verkefni verður gríðarlegur. Beinn og óbeinn. Sem dæmi má nefna að vefsíðutæknin er ættuð frá CERN. Við getum því þakkað CERN fyrir það sem vð teljum sjálfsagðan hlut. Án þessarar tækni væri bloggið ekki til. Margt annað á örugglega eftir að sjá dagsins ljós. Svo mikið er víst.
Í Spegli RÚV 9. sept. var mjög fróðlegt viðtal við Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðing og Gunnlaug Björnsson stjarneðlisfræðing. Hlusta má á viðtalið hér.
Engin hætta er á ferðum. Aðeins er verið að líkja eftir því sem gerist í náttúrinni sjálfri. Það sem heyrst hefur um hugsanlega hættu af svartholum sem kunna að myndast er bara bull.
Higgs-eindin hefur það sameiginlegt með Guði að hafa aldrei sést þótt margir trúi því að hún sé til.

Það er Higgs eindin sem gefur efninu massa. Án hennar væru allir hlutir þyngdarlausir. Svo einfalt er það, eða þannig...
Þetta telja menn að minnsta kosti, en vita það ekki með vissu. Þess vegna eru menn að leita...
Þessi fræði eru á ystu mörkum mannlegrar þekkingar og því til mikils að vinna. Líklega er þetta með því flóknasta sem menn hafa tekið sér fyrir hendur. Það kom fram í viðtalinu við Gunnlaug Björnsson í RÚV að upplýsingamagnið sem streymir frá vélinni er svo gríðarlegt að engin ein tölva ræður við úrvinnsluna. Þess vegna eru tölvur og tölvuklasar um allan heim samstengir með háhraðaneti. Íslendingar leggja til eina tölvu í þetta net.
Sterkeind er öreind samsett úr kvörkum, sem haldið er saman með límeindum. Sterki kjarnakrafturinn hefur áhrif á sterkeindir. Flokkast í þungeindir og miðeindir. Á ensku nefnast sterkeindir Hadron. Collider mætti nefna steðja, en hann lendir einmitt í árekstri við slaghamar eldsmiðsins. Hadron Collider má því kalla Sterkeindasteðja á íslensku. Orðið Hadron kemur aftur á móti úr grísku, hadros = stór. Ýmislegt á íslensku er á Wikipedia síðunni um Staðallíkanið svokallaða.
Myndbandið hér fyrir neðan gefur mjög góða hugmynd um þennan mikla vélbúnað, sem er 27 km langur hringur. Það er vel þess virði að skoða það. Sjón er sögu ríkari. Og muna eftir að hlusta vel!
(Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).
(Grein Morgunblaðsins 9. sept. 2008, bls. 15).
Dr. Guðni Sigurðsson kjarneðlisfræðingur starfaði um árabil við rannsóknir á öreindum hjá CERN:
Gott myndband: David Shukman & BBC fjalla um LHC
Búist er við gríðarlegu álagi þannig að ekki er víst að vefsjónvarpið virki ;-)
Vefmyndavélar: http://www.cyriak.co.uk/lhc/lhc-webcams.html
Vísindi og fræði | Breytt 12.9.2008 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 7. september 2008
Kjarnorka á komandi tímum
(Uppfært 21. apríl 2020)
Fyrir rúmlega 70 árum, eða árið 1947, kom út bók á íslensku sem nefnist Kjarnorka á komandi tímum. Bókin er 216 blaðsíður að lengd og merkilega yfirgripsmikil. Höfundur bókarinnar er David Dietz, sem hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1937, en þýðandi Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) sem var prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands og tvisvar rektor. (Málverkið er eftir Ásgeir Bjarnþórsson og er gert árið 1944).
70 ár er óneitanlega langur tími. Hvað skyldu menn hafa verið að hugsa á árdögum kjarneðlisfræðinnar? Hvað hefur breyst á þessum tíma? Hvernig hefur mönnum tekist að hagnýta kjarnorkuna?
Í inngangsorðum þýðanda segir m.a:
"En þó höfundi sé einkar lagið að rita ljóst og skýrt og svo, að flestum meðalgreindum mönnum verði skiljanlegt, var efni bókarinnar svo nýtt og af alfaraleið, þar sem um nýjustu eðlis- og efnafræðirannsóknir er að ræða, að það var aðeins með hálfum hug að ég réðst í að þýða hana..."
og síðar: "En því réðst ég í að þýða þessa bók, að ég þykist sannfærður um að kjarnorkurannsóknir þessar ráði ekki einungis aldahvörfum í allri heimsskoðun manna, heldur og í lífi þeirra á þessari jörð, og virðist nú allt undir því komið, hvernig mönnum tekst að hagnýta kjarnorkuna, til góðs eða ills, á komandi tímum; því með valdi sínu á henni má segja, að mennirnir séu orðnir sinnar eigin gæfu eða ógæfu smiðir".
Bókin skiptist í 15 kafla og hefst frásögnin árið 400 fyrir Krist þegar gríski heimspekingurinn Demokrítos hélt því fram að heimurinn væri ekki annað en tómt rúmið og ótölulegur fjöldi ósýnilegra frumeinda. Fleiri heimspekingar koma við sögu, svo sem Aristóteles, Epíkúros og Lúkretius (orti fræðiljóðið De Rerum Natura). Þessi forna frumeindakenning Grikkja var ekki endurvakin fyrr en John Dalton gaf út bókina "Nýtt kerfi heimspekilegrar efnafræði" árið 1808.
Í bókinni fléttast saman frásögn af merkilegum kafla í sögu eðlisfræðinnar, og reyndar sögu mannkyns, og allítarleg kynning á kjarnvísindunum. Í bókinni eru mörg kunnugleg nöfn. Sem dæmi má nefna vísindamennina (margir þeirra Nóbelsverðlaunahafar) Avogrado, Bernoulli, Joule, Mendeleev, Arrhenius, Röntgen, Becqurel, Curie, Rutherford, Bohr, Maxwell, Faraday, Hertz, Planck, Einstein, Compton, Wilson, Schrödinger, Heisenberg, Max Born, Geiger, Van de Graff, de Broglie, Oppenheimer, Fermi, Hahn, Lise Meitner, Szilard, ....
Fjölmargir aðrir koma við sögu í bókinni. Fjallað er um uppbyggingu frumeindanna og hvernig vinna má orku með því að sundra úraníum 235, eða jafnvel með samruna vetnis í helíum eins og gerist í sólinni. Í eftirmála fær Albert Einstein orðið á nokkrum blaðsíðum í kafla sem ber yfirskriftina "Aðalvandamálið býr í hjörtum mannanna".
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi bók kom út fyrir hartnær mannsaldri. Það er merkilegt að sjá hve bókin er samt nútímaleg og hve snemma menn sáu fyrir sér kosti og galla við beislun kjarnorkunnar, bæði til góðs og ills, og sáu fyrir ýmis vandamál sem hafa ræst meira og minna. Það er gaman að lesa hve mikil bjartsýni ríkir þrátt fyrir þær ógnir sem menn sáu fyrir og þekktu vel af eigin raun, því örstutt var síðan kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasagi.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr bókinni, en bókina prýða allmargar ljósmyndir og sautján teikningar.
Samrunaorka
Í kafla "XIV - Nýtt framtíðarviðhorf....179" er fjallað um samrunaorku, að breyta vetni í helíum, og vandamál sem menn eru enn þann dag í dag að glíma við. Hér fyrir neðan eru nokkrar úrklippur úr þessum kafla bókarinnar sem kom út árið 1947.
Í dag, rúmum 60 árum eftir að bókin kom út, eru starfrækt 435 kjarnorkuver í 30 löndum, en fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku fyrir dreifikerfið var reist árið 1954. Framleiðslugeta þeirra er 370.000 megawött, og framleiða þau um 16% af raforku sem notuð er í heiminum. Kárahnjúkavirkjun er 700 megawött og jafngildir þetta því um 530 slíkum virkjunum.
Kjarnorkuver eru keimlík jarðgufuvirkjunum, en varminn frá kjarnaofninum er notaður til að framleiða gufu sem snýr gufuhverflum. Í jargufuvirkjunum myndast gufan í iðrum jarðar. Hvað er það sem myndar varmann þar? Að miklu leyti er það kjarnorka!
Vísindi og fræði | Breytt 21.4.2020 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Hugsanalestur á blogginu?
Er hægt að lesa hugsanir manns á bloggsíðu? Ekki? Viltu prófa?
Lestu áfram, en skrollaðu hægt niður síðuna svo tími gefist fyrir hugsanalestur... ... ...
- En áður sakar ekki að skoða hvað vísindamenn hafa verið að gera við hinn virta Berkeley háskóla í Kaliforníu: "Mind Reading Computer Picks Your Card". Þar stendur meðal annars: "Researchers have linked images with individual brain patterns in a form of computer mind-reading. One researcher says it's like a magician who asks someone to pick a card from a pack, and then figures out which one it is".
Tóti töframaður er mættur til leiks.
Nú fer hugsanalesturinn fram....
Tókst Tóta að lesa hugsanir þínar?
Hvernig gekk?
Sjá "Mind Reading Computer Picks Your Card" og "Scientists build mind-reading computer" |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Þegar ''íslensku'' Fálkarnir fengu gullið á Ólympíuleikunum 1920...
Það rifjast upp í dag þegar strákarnir okkar komu heim með silfrið, að árið 1920 fengu íslenskir strákar gullverðlaun á Ólympíuleikunum í íshokkí. Reyndar vestur-íslenskir og voru þeir frá Winnipeg.
Í Winnipeg-Falcons liðinu voru allir nema einn af íslensku bergi brotnir:
Sigurður Franklin "Frank" Fredrickson
Kristmundur N. "Chris" Friðfinnson
Magnús "Mike" Goodman
Halldór (Harold) "Slim" Haldorson
Konráð "Konnie" Johannesson
Jakob Walter "Wally" Byron
Róbert John "Bobby" Benson
Allan Charles "Huck" Woodman (Af enskum ættum)
Gullverðlaunahafarnir á Ólympíuleikjunum 1920
Sjá grein frá árinu 2002 í Morgunblaðinu: "Fálkarnir um alla framtíð"
Myndir af hetjunum: Descriptions of the 1920 Falcons players from "Spalding's Athletic Library"
Wikipedia: Winnipeg Falcons
![]() |
Með stöðugan kökk í hálsinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Gullmoli sólkerfisins er ótrúlega fallegur
Lengi hefur Jó tungl Júpiters verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Varla er hægt að ímynda sér meiri fegurð en þar blasir við. Auðvitað hef ég ekki komið þangað sjálfur, en dáðst af ofurskýrum myndum af þessum hnetti. Þar er bragðarefurinn Loki Laufeyjarson í öllu sínu veldi meðal djásna sem hvergi eiga sína líka. Þarna er heimur í sköpun. Loki á stóran þátt í að móta landslagið á Jó. Loki er hvorki meira né minna en virkasta eldfjall sólkerfisins.
Hvar er Loki á myndinni? Loki er aðeins hægra megin miðju. Hraunstraumurinn leynir sér ekki. Smellið þrisvar á hana til að sjá skýrari mynd. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá gosstrókinn frá Loka.
Hvers vegna er Jó svona eldvirkur? Það er nálægin við Júpiter sem veldur eins konar flóð og fjöru áhrifum í jarðskorpunni. Hún er sífellt að þenjast út og dragast saman. Við það myndast gríðarmikill varmi sem leitar út.
Er Jó úr gulli? Maður gæti freistast til að halda það, svo mikil er fegurðin. Nei, guli liturinn stafar af brennisteini. Gullið sækjum við aftur á móti til Kína. Að minnsta kosti silfur .
Gosstrókurinn frá Loka
Nærmynd af Loka
Júpiter og tunglið Jó
Fyrir hálfri öld smíðaði ungur strákur einfaldan stjörnusjónauka. Efnið var meterslangur pappahólkur, gler fyrir fjarsýnisgleraugu um 5 cm í þvermál og lítið stækkunargler sem var um 1 cm í þvermál. Brennivíddirnar voru 100 cm og 2 cm þannig að sjónaukinn stækkaði 50 sinnum. Með honum mátti sjá nokkuð vel gígana á tunglinu og nokkur hinna fjölmörgu tungla Júpiters. Þar á meðal hefur Jó væntanlega verið. Júpiter leit út eins og skær stjarna en tunglin sem mjög daufar stjörnur. Ekki grunaði mig þá hve tungl Júpiters eru mikilfengleg, en eitthvað var það sem heillaði.
Það var undarleg tilfinning að sjá reikistjörnuna með tunglunum með þessum frumstæða kíki. Undarlegur fiðringur fór um strákinn. Slíkt gleymist ekki. Sami firðingur fer enn um hann þegar tindrandi stjörnuhimininn myndar himinhvelfinguna, Vetrarbrautin í öllu sínu veldi og norðurljósin dansandi. Því miður eiga ekki öll börn lengur kost á að upplifa slíkt. Ljósmengun borgarljósanna sér til þess.
Það er vel þess virði að fara í bíltúr með fjölslyldunni út fyrir borgina til að skoða stjörnuhimininn þegar stjörnubjart er. Það þarf ekki að vera sólskin til að njóta náttúrunnar.
Wikipedia segir okkur eftirfarandi um Loka Laufeyjarson:
Loki Laufeyjarson er afar fyrirferðarmikið goðmagn í norrænni goðafræði. Hann er sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns og er því af jötnaætt. Hann umgengst goðin mikið og blandaði eitt sinn blóði við Óðinn sjálfan. Loki eignaðist þrjú hræðileg afkvæmi með tröllkonunni Angurboðu en kona hans var önnur. Hún hét Sigyn og eignaðist Loki tvo syni með henni.
Í hinni norrænu goðafræði gegnir Loki því hlutverki sem í trúarbragðafræðum hefur verið kallað bragðarefur (á ensku trickster). Loki leikur á goðin, hrekkir þau, hegðar sér ósæmilega og brýtur þær reglur sem hafa áður verið settar af goðunum en slík hegðun er dæmigerð fyrir bragðarefi. Loki hefur þó þá sérstöðu að hann er oft illgjarn og sjaldan leiða hrekkir hans til nokkurra heilla, allra síst fyrir hann sjálfan, því goðin refsa honum oft harðlega fyrir það sem hann gerir.
Loki gat þrjú afkvæmi við tröllkonuna Angurboðu og eru þau hvert öðru hryllilegra. Miðgarðsormur, risaslangan sem lykur sig um Miðgarð, og Fenrisúlfur,risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er Hel, en hún ríkir yfir undirheimum og dauðum. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Narfi og Váli.
Eitt afkvæmi Loka er enn ótalið en það er hinn áttfætti hestur Sleipnir. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð brá Loki sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest risans í burtu. Það tókst og risinn náði ekki að byggja múrinn á tíma en afleiðingarnar fyrir Loka voru þær að síðar eignaðist hann Sleipni.
Loki var sá sem bar mesta ábyrgð á dauða Baldurs, hins hvíta áss. Goðin léku sér að því að kasta hlutum að Baldri því Frigg hafði komið því svo fyrir að ekkert beit á honum. Loki komst þó að því að sá hlutur sem gat skaðað hann var mistilteinn og kom hann því svo fyrir að Höður, hinn blindi ás, fékk mistilteinsknippi í hendurnar og varpaði því, óafvitandi um hvað hann hafði undir höndum, að Baldri svo af hlaust bani. Einnig segir sagan að þegar æsir reyndu að ná Baldri aftur úr Helju með því að fá alla hluti heims til að gráta hann, þá hafi Loki dulbúið sig sem tröllkonuna Þökk en hún var sú eina sem neitaði að gráta. Baldur var því um kyrrt í Helju.
Goðin komust á snoðir um hvernig dauða Baldurs hafði verið háttað og flýði Loki á fjall eitt þar sem hann faldist oft í líki lax. Í því líki var Loki þegar Þór handsamaði hann. Eftir að Loki hafði verið handsamaður var hann bundinn með þörmum Nara sonar síns og eitur látið renna á hann. Sigyn, kona hans, sat þó hjá honum og hélt fyrir keri svo eitrið myndi ekki renna framan í hann. Þegar Sigyn tæmdi kerið lak eitrið þó á Loka og urðu þá jarðskjálftar. Í heimsslitaorrustunni Ragnarökum barðist Loki með jötnum gegn ásum. Hann barðist hatrammlega gegn Heimdalli og varð báðum af bani.
Krækjur:
Um Loka Laufeyjarson í Gylfaginningu
Vefsíðan Stjörnuskoðun. Þar er m.a mjög góð grein um Júpiter.
Vísindi og fræði | Breytt 24.8.2008 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Rafknúnar alvöru flugvélar - Myndir og myndbönd
Framfarir í rafhlöðum og rafmótorum hafa verið með ólíkindum á undanförnum árum. Nú er svo komið að smíðuð hefur verið fullvaxin flugvél sjá Sonex sem knúin er með rafmótor og rafhlöðum eingöngu. Á myndinni má sjá hve lítið fer fyrir hreyflinum, sem er 3ja fasa riðstraumsmótor. Lithium polymer rafhlöðurnar eru í svarta kassanum. Svokallaður áriðill (aftan á mótornum) breytir jafnstraum rafgeymisins í 3ja fasa riðstraum með breytilegri tíðni. Flugþol er áætlað um klukkustund í venjulegu flugi og stundarfjórðungur í listflugi þegar mótorinn er nýttur til hins ýtrasta. Sjá hér.
Á myndbandinu hér fyrir neðan er kynning á þessari nýstárlegu flugvél. Önnur rafknúin flugvél sést hér og hér.
Í nokkur á hafa menn flogið rafknúnum flugmódelum af ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal stóru eins og hér verður kynnt. Á næsta myndbandi má sjá Bernd Beschorner listflugmann kynna flugvél sína. Rafmótorinn er 15 kílówött eða 15.000 wött. Það jafngildir um 20 hestöflum. Það merkilega er að honum er ekki komið fyrir undir vélarhlífinni, heldur inni í "spinnernum" eða keilunni sem er framan á loftskrúfunni!!! Mótorinn, sem er frá Plettenberg, er aðeins 1900 grömm að þyngd.
Hér fyrir neðan flýgur meistarinn Rafkrumma, eða Electric Raven við ljúfa tónlist. Ekki skortir flugvélina afl og ekki truflar hávaðinn frá rafmótornum tónlistina. Íslenskir módelflugmenn hafa um árabil notað lithium polymer rafhlöður og þriggja fasa rafmótora, en ekkert í líkingu við þessa flugvél.
Það er varla nokkrum vafa undirorpið að rafknúin farartæki með rafhlöðum eru framtíðin. Nýtni þeirra er að minnsta kosti tvöföld nýtninnar við vetnisknúin farartæki og tæknin er þegar fyrir hendi. Aðeins á eftir af fínslípa hana. Vetni hvað? Sjá pistilinn Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Líkur á að fá allar tölur réttar í Lottó eru minni en 1:600.000
Ekki eru miklar líkur á að fá allar tölurnar í Lottóinu réttar. Líkurnar eru aðeins 1:658.008.
Við getum reiknað þetta út á eftirfarandi hátt:
Í íslenska lottóinu eru í dag 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40. Það skiptir ekki máli í hvaða röð kúlurnar koma upp.
Ef við hugsum okkur fyrst að það skipti máli í hvaða röð númeruðu kúlurnar koma upp, þá eru fyrst 40 möguleikar á hvaða númer við drögum fyrst, næst 39 möguleikar (þar sem eitt númer er farið), þar næst 38 (þar sem tvö númer eru farin), o.s.frv.
Heildarfjöldi möguleika er því 40 x 39 x 38 x 37 x 36 = 78.960.960.
Nú skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma. Möguleikarnir á að raða upp fimm mismunandi kúlum í einhverja röð eru 5 x 4 x 3 x 2 x 1 = 120.
Þetta þýðir, að ef það skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma, verða möguleikarnir á fjölda útkoma í Lottóinu 78.960.960 / 120 = 658.008.
Með öðrum orðum, líkurnar á því að vera með allar tölurnar réttar eru aðeins 1:658.008.
Á sama hátt getum við reiknað út líkurnar fyrir 38 kúlur eins og fjöldinn var fyrir nokkrum mánuðum; 1:501.942, og fyrir 32 kúlur eins og fjöldinn var fyrir allmörgum árum; 1:201.376.
Auðvitað má svo auka líkurnar með því að kaupa fleiri en eina röð, en það er allt annað mál.
Ekki spila ég í Lottó...
Vísindavefurinn: Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?
"Enginn var með allar lottótölur réttar í kvöld og gekk því aðalvinningurinn, sem var sexfaldur og nam 43,6 milljónum, því ekki út..."
![]() |
Sexfaldur lottóvinningur gekk ekki út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Refurinn rófulausi og Móri vinur hans. Myndir.
Síðastliðinn fimmtudag fékk ég óvenjulega heimsókn. Tveir vingjarlegir refir. Mér varð litið út um gluggann klukkan hálf átta að morgni og sé þá fallegan gráan ref koma röltandi. Ég fór út vopnaður Canon EOS 400D myndavél með 28-300mm Tamron linsu. Refurinn horfði á mig góða stund og stillti sér upp fyrir myndatökuna í um 10 metra fjarlægð alls óhræddur. Skömmu síðar kom vinur hans sem var dökkur á brún og brá. Líklega dökk-mórauður. Hann var ekki alveg eins ófeiminn, en gaf sér samt tíma svo ég gæti náð myndum.
(Með því að smella tvisvar til þrisvar á mynd má sjá stærri útgáfu).
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4. Rófulaus.
Mynd 5. Móri lætur sjá sig.
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8. Með steikina í gogginum?
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11. Kominn tími til að kveðja.
Refalitir eftir Pál Hersteinsson.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Sólmyrkvinn í dag. Myndir.
Hér fyrir neðan eru fáeinar myndir sem teknar voru í morgun við Gullfoss. Myndavél var Canon EOS 400D. Linsa Tamron 28-300mm.
Notaður var álhúðaður Mylar sólfilter meðan ský var ekki fyrir sólu, en síðan voru myndir teknar í gegn um skýjahuluna án filters.





--- --- ---
Það var tunglið sem skyggði á sólina. Sjá skýringar við mynd á síðunni Astronomy Picture of the Day, en þar er myndin fengin að láni.
Credit & Copyright: Laurent Laveder (PixHeaven.net / TWAN)
Explanation: The Moon's measured diameter is around 3,476 kilometers (2,160 miles). But apparent angular size, or the angle covered by an object, can also be important to Moon enthusiasts. Angular size depends on distance, the farther away an object is, the smaller an angle it covers. Since the Moon is 400,000 kilometers away, its angular size is only about 1/2 degree, a span easily covered by the tip of your finger held at arms length, or a measuring tape held in the distance by a friend. Of course the Sun is much larger than the Moon, 400 times larger in fact, but today the New Moon will just cover the Sun. The total solar eclipse can be seen along a track across northern Canada, the Arctic, Siberia, and northern China. (A partial eclipse is visible from a broader region). Solar eclipses illustrate the happy coincidence that while the Sun is 400 times the diameter of the Moon, it is also 400 times farther away giving the Sun and Moon exactly the same angular size.
![]() |
Tungl skyggir á sólu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 2.8.2008 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008.
Á myndinni má sjá hvernig sólmyrkvinn næstkomandi föstudag 1. ágúst mun líta út frá Reykjavík og nokkrum öðrum stöðum. Takið eftir tímaskalanum neðst til vinstri. Myndin er frá vefsíðunni shadowandsubstance.com, en þar eru fleiri frábærar hreyfimyndir.
Deildamyrkvinn verður í hámarki séð frá Íslandi klukkan 9:11 að morgni og skyggir máninn þá á tæplega 60% af skífu sólarinnar. Almyrkvi á sólu verður sýnilegur í norðurhluta Kanada, Grænlandi, Síberíu, Mongólíu og Kína.
Varúð: Alls ekki má horfa beint í sólina. Það er hægt að njóta myrkvans á ýmsan hátt þrátt fyrir það.
Hafi maður sjónauka við hendina er hægt að nota hann til að varpa mynd á hvítt spjald.
Ekki er nauðsynlegt að nota sjónauka. Það er hægt að búa til myndavél með því að gera lítið gat á pappír og og láta sólina skína þar í gegn á sléttan flöt. Þá sést mynd af sólinni. Gatið verður að vera lítið.
Svo er hægt að smíða myndavél úr gömlum kassa eins og myndin sýnir.
Þegar sólin skín í gegn um trjákrónur má oft sjá litlar mydir af henni á jörðinni eða á ólíklegustu stöðum. Takið eftir deildarmyrkvanum á hundinum!
Myndina tók bloggarinn af deildarmyrkvanum 1999. Myndin er tekin í gegn um rafsuðugler.
Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness standa væntanlega fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík á föstudagsmorgun verði veðrið hagstætt. Þá gefst gestum og gangandi kjörið tækifæri til þess að skoða sólina á öruggan hátt í gegnum búnað í eigu félagsmanna.

Góða skemmtun, en farið varlega. Alls ekki horfa beint í sólina!
Vísindi og fræði | Breytt 1.8.2008 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Hámenntaðar knattspyrnukonur...
Er það skýringin á velgengni íslenskra knattspyrnukvenna að meðal þeirra er fjöldi vel menntaðra stúlkna sem lagt hafa hart að sér til að afla sér menntunar? Stúlkurnar hafa þurft að temja sér öguð vinnubrögð í námi og starfi. Getur verið að það skili sér í knattspyrnunni? - Eða getur verið að þessar stúlkur hafi tamið sér keppnisskap og aga sem nýst hefur í námi og starfi?
Í dag birtist í Fréttablaðinu viðtal við Maríu Björgu Ágústsdóttur "Maju" þar sem hún ræðir þessi mál. Maja lauk BA prófi í hagfræði frá Harvard og MS prófi í stjórnunarfræðum frá Oxford. Þar er einnig fjallað um aðrar hámenntaðar knattspyrnustjörnur, þær Ásthildi Helgadóttur verkfræðing, Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur fjármálahagfræðing, Katrínu Jónsdóttur lækni og Þóru Helgadóttur stærðfræðing og sagnfræðing. - Svo má ekki gleyma öllum hinum frábæru knattspyrnustúlkunum sem eru landi sínu til mikils sóma.
Íþróttir | Breytt 30.7.2008 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Fræðslusýningin Orkuverið Jörð og auðlindagarðurinn á Reykjanesi
Miðvikudaginn 16. júlí var opnuð stórmerkileg fræðslusýning í Reykjanesvirkjun. Orkuverið Jörð verður væntanlega opið gestum um ókomin ár. Sjá hér.
Sýningin hefst á atburði sem gerðist fyrir 14 milljörðum ára er "allt varð til úr engu", þ.e. við Miklahvell. Saga alheimsins er síðan rakin í máli og myndum með sérstakri áherslu á sólkerfið. Fjallað er um orkulindir jarðar og hvernig nýta má þær í sátt við umhverfið okkur jarðabúum til hagsbóta.
Hugmyndafræðin sem liggur að baki sýningarinnar er þessi samkvæmt upplýsingum frá Albert Albertssyni aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja:
- Fræða gesti og gera þá meðvitaða um mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa...
- Fá fólk til að hugsa um orku, hvaðan kemur hún, hvernig er hún nýtt, hvað gerðum við án hennar...
- Fá fólk til að hugsa um Jörðina hvenær og hvernig varð hún til, Jörðina sem forðabúr og heimili okkar...
- Fá fólk til að hugsa um framtíðina, framtíð jarðar og orkuforða hennar...
- Hvað er orka, orka sólar, varmi jarðar...
- Orka er nauðsynleg fyrir líf okkar, vinnu og leik...
- Jörðin myndaðist fyrir milljörðum ára...
- Jörðin er sem ögn í alheimi...
- Jörðin býr yfir feiknar miklum beinum og óbeinum orkuforða...
- Áhrif manna á umhverfið...
- Fá fólk til að hugsa um sjálfbæra þróun...
Sýningin verður í sumar opin a.m.k. virka daga frá 11:30 15:30 og síðan fyrir hópa samkvæmt samkomulagi.
Hitaveita Suðurnesja er meðal merkustu fyrirtækja þjóðarinnar. Þar starfa djarfir og framsýnir menn sem þora að takast á við vandamál sem fylgja því að vinna orku úr 300 gráðu heitum sjó, svokölluðum jarðsjó, sem sóttur er í iður jarðar á Reykjanesskaganum. Þeir eru sannkallaðir frumkvöðlar. Að sækja orku í sjó sem hitaður er með eldfjallaglóð er einstakt í heiminum. "Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar, ekki er nema ofurmennum ætlandi var" segir í kvæðinu Suðurnesjamenn. Það á ekki síður við um Suðurnesjamenn nútímans.
Hefðbundin jarðvarmaorkuver eins og Kröfluvirkjun framleiða aðeins rafmagn. Önnur jarðvarmaver eins og Nesjavallavirkjun framleiða einnig heitt vatn. Á Reykjanesi og í Svartsengi hefur aftur á móti smám saman þróast sannkallaður auðlindagarður með ótrúlega margslunginni starfsemi. Þar er ekki eingöngu framleitt rafmagn og heitt vatn, heldur hefur til hliðar við alkunna starfssemi Bláa lónsins, sem 400.000 gestir heimsækja árlega, verið komið á fót meðferðarstöð fyrir húsjúka, þróun og framleiðslu snyrtivara, sjúkrahóteli, svo fátt eitt sé nefnt. Í Svartsengi er fyrirtaks aðstaða fyrir ráðstefnuhald, fræðslusetrið Eldborg og Eldborgargjáin, og á Reykjanesi nú hin metnaðarfulla sýning Orkuverið Jörð. Á vegum Hitaveitu Suðurnesja eru stundaðar margs konar rannsóknir á ýmsum sviðum til að leggja grunninn að framtíðinni. Hugmyndin að djúpborunarverkefninu á rætur að rekja til HS og ÍSOR. Svo má ekki gleyma því að nú er verið að reisa verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna metanól eldsneyti úr kolsýrunni sem margir telja orsök hnatthitunar. - Ævintýrið er rétt að byrja.
Í auðlindagarðinum í Svartsengi hafa nú um 140 150 manns fasta atvinnu; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, viðskiptafræðingar, ferðamálafræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar, vélfræðingar, líffræðingar, lyfjafræðingar, jarðfræðingur, forðafræðingur, matreiðslumenn, trésmiðir, þjónar, blikksmiðir, vélvirkjar, rafvirkjar og ófaglærðir.
"Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn". - Nú sækja Suðurnesjamenn sjóinn djúpt í iður jarðar.
Myndirnar sem eru hér neðar á sýningunni eru sumar hverjar fengnar að láni hjá Hitaveitu Suðurnesja og aðrar teknar fyrir nokkrum vikum á sýningarsvæðinu.
Reykjanesvirkjun. Sólin í forgrunni er hluti sýningarinnar Orkuverið Jörð.

Svartsengi
Reykjanesvirkjun
Má ekki sækja sjó í tvennum skilningi?
Suðurnesjamenn
Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn.
Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há.
Kunnu þeir að beita hana brögðum sínum þá.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Kunnu þeir að stýra og styrk var þeirra mund.
Bárum ristu byrðingarnir ólífissund.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð,
ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Ásækir sem logi og áræðir sem brim,
hræðast hvorki brotsjó né bálviðra gým.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar,
ekki er nema ofurmennum ætlandi var.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.
Höfundur lags: Sigvaldi Kaldalóns
Sjá greinina Hitaveita Suðurnesja hf og sjálfbær þróun í Fréttaveitunni.
Heimildir: Greinar Alberts Albertssonar aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja.
Vísindi og fræði | Breytt 24.7.2008 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 12. júlí 2008
Enn er svalt í heimi hér...
Á myndinni má sjá þróun lofthita jarðar frá janúar 1979 til og með júní 2008. Mælingar með gervihnetti og úrvinnsla gagna hjá UAH. Kæliáhrif eldgossins í Pinatubo hafa verið merkt inn á myndina svo og hlýnunaráhrif El-Nino 1998. Getur verið að kólnunin síðustu mánuði hafi stafað af La-Nina í Kyrrahafinu, eða er um eitthvað annað að ræða? La-Nina er gengið til baka, en ... Fróðlegt verður að fylgjast með næstu mánuði.
(Fyrirsögnin er reyndar aðeins villandi. Lofthitinn hefur haldist hár undanfarinn áratug, þannig að varla er rétt að tala um að enn sé svalt, nema átt sé við síðustu mánuði).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 765964
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði