Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Er sólin loksins að hressast eftir langvarandi deyfð?

 

midi512_blank.gif

Sólin 22. sept. 2009

 

Tveir þokkalega stórir sólblettir sem sjást nú á framhlið sólar vekja vonir um að hún sé nú að ná sér eftir óvenjulangan dvala. Um margra mánaða skeið hefur varla sést sólblettur, og þeir sem á annað borð hafa sést hafa horfið nánast jafnskjótt og þeir birtust. Jafnvel verið svo smáir að þeir hefðu varla sést fyrir nokkrum áratugum.  Þessir tveir sólblettir, sem bera einkennisstafina 1026 og 1027, tilheyra ótvírætt sólsveiflu 24, en það sést bæði á fjarlægð þeirra frá miðbaug og segulstefnu.

Vonandi fer sólin nú að hressast meira dag frá degi og sólblettum að fjölga. Á þessu ári hafa dagar sem engir sólblettir hafa sést verið 212, en síðan árið 2004 hafa þeir verið 723. Til samanburðar þá er dagafjöldinn í dæmigerði sólarlægð 485. Það er sem sagt verulegur munur á 723 og 485.

Hvernig má búast við að næsta sólsveifla verði? Síðasta sólsveifla (númer 23) var með sólblettatöluna 120, en sólsveiflan þar á undan (númer 22) var með sólblettatöluna 160.  Menn hafa mikið reynt að spá fyrir um næstu sólsveiflu, og á myndinni hér fyrir neðan má sjá spádóma fjölmargra vísindamanna sem beitt hafa ýmsum aðferðum. Þar á meðal eru þekkt nöfn. Spádómarnir liggja á bilinu 40 til 185.  Eftir óvenjulegan slappleika sólar undanfarið eru menn farnir að hallast að lægri tölunum, e.t.v. um 70. Jafnvel enn lægri tölu. Við skulum bara bíða róeg og sjá til hvað verða vill... Stundum er sólin óútreiknanleg, og vel getur verið að þessir sólblettir sem sjást í dag verði horfnir eftir nokkra daga...

Myndin er frá Dr. Leif Svalgaard stjarneðlisfræðingi hjá Stanford háskóla, en nafn hans má sjá mjög ofarlega í listanum.

 

 
Spádómar margra vísindamanna um hámark næstu sólsveiflu.
 

 

solar_cycle24_prediction.jpg

 Spá NOAA frá því í maí 2009.

 

 

 

Í næstum beinni útsendingu:

 Sólin í dag!

Myndin efst á síðunni sýnr sólina eins og hún var 22. september, en þessi mynd uppfærist sjálfkrafa og er því ný frá SOHO gervihnettinum.


Fróðleg verður að fylgjast með þessari mynd næstu daga. Munu sóblettirnir verða langlífir, eða hverfa sjónum innan skamms? Þeir munu væntanlega færast til hægri næstu daga...

Prófið að stækka myndina með því að smella á hana.

29. sept: Bara örlítill sólblettur efst til hægri Frown

 

http://stereo-ssc.nascom.nasa.gov/beacon/latest/behind_euvi_195_latest.jpg

 Hér er svo mynd frá öðrum Stereo hnettinum sem sér að hluta bakhlið sólar,
eða framhlið í þrívídd þegar mynd frá báðum hnöttunum er notuð.

 

Svo er auðvitað "lifandi" mynd á vinstri jaðar bloggsíðunnar sem hægt er að stækka með því að smella á hana.


Næg olía í iðrum jarðar?

 

kth_logo.jpg

Stórmerkileg frétt birtist á vefsíðu KTH - Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi fyrir fáeinum dögum.

KTH er virt stofnun, þannig að ólíklegt er að um fleipur sé að ræða.

Á vefsíðunni kemur fram að vísindamenn hjá KTH hafa sýnt fram á að ekki sé þörf leyfum af plöntum og dýrum til að mynda olíu og gas.

Niðurstöðurnar eru byltingakenndar, þar sem þær þýða að það verður mun auðveldara að finna þessar orkulindir víðsvegar um heim.

Samkvæmt Vladimir Kutcherov prófessor hjá KTH má draga þá ályktun að olíu og gasbirgðir jarðar séu ekki að tæmast, eins og óttast hefur verið.

 

   ...Þetta er næstum of ótrúlegt til að vera satt Halo

 

Sjá einnig tilvísanir Í Nature Geophysical og Science Daily hér fyrir neðan.

 

Fréttin er hér óstytt: 

Enska:    http://www.kth.se/aktuellt/1.43372?l=en  

Sænska: http://www.kth.se/aktuellt/1.43372?l  

[Sep 07, 2009]

Easier to find oil

Researchers at KTH have been able to prove that the fossils of animals and plants are not necessary to generate raw oil and natural gas. This result is extremely radical as it means that it will be much easier to find these energy sources and that they may be located all over the world.

“With the help of our research we even know where oil could be found in Sweden!” says Vladimir Kutcherov, Professor at the KTH Department of Energy Technology in Stockholm.

Together with two research colleagues, Professor Kutcherov has simulated the process of pressure and heat that occurs naturally in the inner strata of the earth’s crust. This process generates hydrocarbons, the primary elements of oil and natural gas.

According to Vladimir Kutcherov, these results are a clear indication that oil supplies are not drying up, which has long been feared by researchers and experts in the field.

He adds that there is no chance that fossil oils, with the help of gravity or other forces, would have been able to seep down to a depth of 10.5 kilometres in, for example the US state of Texas, which is rich in oil deposits. This is, according to Vladimir Kutcherov, in addition to his own research results, further evidence that this energy sources can occur other than via fossils - something which will cause a lively discussion among researchers for a considerable period of time.

“There is no doubt that our research has shown that raw oil and natural gas occur without the inclusion of fossils. All types of rock formations can act as hosts for oil deposits,” asserts Vladimir and adds that this applies to areas of land that have previously remained unexplored as possible sources of this type of energy.

This discovery has several positive aspects. Rate of success as concerns finding oil increases dramatically – from 20 till 70 percent. As drilling for oil and natural gas is an extremely expensive process, costs levels will be radically changed for the petroleum companies and eventually also for the end user.

“This means savings of many billions of kronor,” says Vladimir.

In order to identify where it is worth drilling for natural gas and oil, Professor Kutcherov has, via his research, developed a new method. The world is divided into a fine-meshed grid. This grid is the equivalent of cracks, known as migration channels, through strata underlying the earth’s crust. Good places to drill are where these cracks meet.

According to Professor Kutcherov, these research results are extremely important not least as 61 percent of the world’s energy consumption is currently based on raw oil and natural gas.

The next stage in this research is more experiments, especially to refine the method that makes it easier to locate drilling points for oil and natural gas.

The research results produced by Vladimir Kutcherov, Anton Kolesnikov and Alexander Goncharov were recently published in the scientific journal Nature Geoscience, Volume 2, August.

For more information, please contact Vladimir Kutcherov at vladimir.kutcherov@indek.KTH.se or on +46 8790 85 07.

Peter Larsson

--- --- ---

Sjá einnig:

 

Nature Geoscience:

 http://www.nature.com/ngeo/journal/v2/n8/abs/ngeo591.html

Letter abstract

Nature Geoscience 2, 566 - 570 (2009)
Published online: 26 July 2009 | doi:10.1038/ngeo591

Subject Category: Biogeochemistry

Methane-derived hydrocarbons produced under upper-mantle conditions

Anton Kolesnikov1,2, Vladimir G. Kutcherov2,3 & Alexander F. Goncharov1


There is widespread evidence that petroleum originates from biological processes1, 2, 3. Whether hydrocarbons can also be produced from abiogenic precursor molecules under the high-pressure, high-temperature conditions characteristic of the upper mantle remains an open question. It has been proposed that hydrocarbons generated in the upper mantle could be transported through deep faults to shallower regions in the Earth's crust, and contribute to petroleum reserves4, 5. Here we use in situ Raman spectroscopy in laser-heated diamond anvil cells to monitor the chemical reactivity of methane and ethane under upper-mantle conditions. We show that when methane is exposed to pressures higher than 2 GPa, and to temperatures in the range of 1,000–1,500 K, it partially reacts to form saturated hydrocarbons containing 2–4 carbons (ethane, propane and butane) and molecular hydrogen and graphite. Conversely, exposure of ethane to similar conditions results in the production of methane, suggesting that the synthesis of saturated hydrocarbons is reversible. Our results support the suggestion that hydrocarbons heavier than methane can be produced by abiogenic processes in the upper mantle.


  1. Geophysical Laboratory, Carnegie Institution of Washington, Washington, District of Columbia 20015, USA
  2. Lomonosov Moscow State Academy of Fine Chemical Technology, 117571 Moscow, Russia
  3. Royal Institute of Technology, SE-100 44 Stockholm, Sweden

Correspondence to: Alexander F. Goncharov1 e-mail: goncharov@gl.ciw.edu

 

  --- --- ---

 

Science Daily:  

Fossils From Animals And Plants Are Not Necessary For Crude Oil And Natural Gas, Swedish Researchers Find

 

vladimir_kutcherov-2.jpg

“There is no doubt that our research proves that crude oil and natural gas are generated without the involvement of fossils. All types of bedrock can serve as reservoirs of oil,”
segir  Vladimir Kutcherov prófessor við KTH.

(Mynd: Vetenskapsrådet (The Swedish Research Council))


Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

Sólblossinn 2006

 

Milljarðar tonna af efni þeyttust í átt til jarðar 1. september og orsökuðu verulegar bilanir í fjarskiptakerfum. Gríðarleg norðurljós sáust víða um heim, jafnvel á Kúbu samkvæmt fréttum 1859. Fjarskiptalínur loguðu í neistaflugi og tæknimenn fengu hressileg rafmagnsstuð. Ritsímabúnaður stóð sums staðar í ljósum logum.

Ótrúlegt, en satt. Þetta gerðist reyndar ekki í gær, heldur fyrir nákvæmlega 150 árum, þ.e. í september 1859. Atvikið er kennt við Carrington.

Sem betur fer voru fjarskiptakerfin ennþá mjög frumstæð. Einfaldir ritsímar sem voru lítið annað en morselykill, rafhlaða og símalína. Á viðtökustað skrifaði penni morsetáknin á pappírsræmu. Samt varð þetta einfalda fjarskiptakerfi víða óvirkt í nokkrar klukkustundir.

severespaceweatherimpacts.jpgHefði þessi atburður átt sér stað í dag, þá hefði tjónið orðið gríðarlegt. Helst mætti líkja því við hamfarir.

Nýlega var gefin út löng skýrsla um þessa vá: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report

Í skýrslunni stendur meðal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...".  Þetta er enginn smá kostnaður: 2.000.000.000.000 dollarar, og það bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn árið 1859, gæti komið hvenær sem er. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir efnahag heimsins.

Myndin efst á síðunni sýnir nokkuð stóran sólblossa. Sjá hér.

Góð grein um sólblossa er á Stjörnufræðivefnum.

Þessa 130 blaðsíðna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb að stærð). Einnig er hægt að kaupa hana hjá Amazon.

Trúlega er einfaldast að hlaða skýrslunni niður með því að smella  hér.

Áður hefur verið fjallað um þessi mál og Carrington sólblossann hér: "Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...",   og í athugasemdunum hér.   Einnig má lesa um Carrington sólblossann á vefsíðu NASA hér. Umfjöllun um þessa 130 blaðsíðna skýrslu er hér á vefsíðu NASA.  Sjá einnig afmælisgrein á vefsíðunni www.Spaceweather.com.

 

Hvað sem öðru líður, þá á Carrington sólblossinn 150 ára afmæli í dag Wizard

 

 Mynd frá National Geographic um Stereo geimförin:

 
 
 
 
Fallegar nærmyndir af sólinni frá SOHO NASA:
 
 
 
 

"Gimli Glider" - Þegar Boeing 760-200 þotan varð eldsneytislaus í 12 km hæð og sveif tugi kílómetra að yfirgefnum flugvelli í Íslendingabyggðinni Gimli í Kanada

 

canflt143.jpg

 

 

Þetta er líklega þekktasta nauðlending farþegaflugvélar í sögu flugsins. Einstaklega fróðlegt vídeó er hér fyrir neðan.

Árið 1983 varð Boeing 767-200 farþegaþota gjörsamlega eldsneytislaus í 41.000 feta hæð þegar hún var hálfnuð á leið sinni milli Montreal og Edmonton í Kanada. Flugstjóranum Bob Pearson og flugmanninum Maurice Quintal tókst að láta vélina svífa niður og lenda á gömlum herflugvelli í Gimli. Hægt er að finna mikið um þetta merkilega atvik á netinu með því að leita að "Gimli Glider"

Það var fyrst og fremst flugstjóranum að þakka hve ótrúlega giftusamlega tókst til. Ástandið var þannig að skyndilega stöðvuðust báðir hreyflar flugvélarinnar og þessi stóra farþegaflugvél breyttist fyrirvaralítið í svifflugu tugi kílómetra frá næsta flugvelli.  Sem betur fer mundu menn eftir gömlum herflugvelli mun nær en Winnipeg og tókst að láta farþegaþotuna svífa þangað. Það hefði varla tekist nema fyrir þá tilviljun að aðstoðarflugmaðurinn hafði gengt herþjónustu á þessum gamla yfirgefna flugvelli og vissi því um hann, og ekki síst vegna þess að flugstjórinn var reyndur svifflugmaður, en á það reyndi verulega við aðflug og lendingu. Vegna þess að flugvélin var gjörsamlega eldsneytislaus varð hún einnig rafmagnslaus. Það varð að setja út litla vindmyllu til að knýja glussakerfið fyrir nauðsynlegustu stýrifletina. þ.e. hliðarstýri, hallastýri og hæðarstýri. Ekki var nóg afl fyrir vængbörðin (flapsa) og lofthemla (spoiler). Jafnvel ekki nóg til að koma hjólastellinu almennilega niður. Þessi fullkomna stóra farþegaþota var semsagt búin svona vindmyllu, sem kallast RAT (Ram Air Turbine). Smellið á litlu myndina vinstra megin til að sjá svona grip.

Mælitæki urðu að miklu leyti óvirk og ekki var unnt að nota vængbörðin til að stjórna aðfluginu. Flugstjórinn greip því til þess gamla ráðs að "slippa" flugvélinni að flugvellinum, þ.e að nota aðferð sem kallast sideslip. Hliðarstýrinu á stélinu og hallastýrum á vængnum er þá beitt þannig að flugvélin flýgur rammskökk og loftmótstaðan eykst gríðarlega, Þannig lenda menn stundum svifflugvélum og litlum flugvélum sem ekki eru með vængbörð, svo sem Piper Cub og ýmsum listflugvélum. Aldrei höfðu menn lent farþegaflugvél þannig, og var það líklega aðeins færni Pearsons flugstjóra sem gamalreynds svifflugmanns að þakka að það tókst.

Þegar þotan nálgaðist Gimli flugvöll var hún allt of hátt uppi til þess að geta svifið niður á brautarenda. Hún var samt ekki nægilega hátt til að geta svifið hálfan eða einn umferðarhring meðan hún var að lækka flugið. Flughemlar voru óvirkir. Hefði flugið verið lækkað með því að steypa flugvélinni að brautarendanum, þá hefði flughraðinn einfaldlega aukist og ekki verið nokkur möguleiki á að stöðva flugvélina á brautinni. Eini möguleikinn var að nota "sideslip" og auka þannig loftmótstöðuna verulega þannig að vélin missti hratt hæð, og rétta hana síðan af rétt áður en hún snerti brautina.

Í ljós kom þegar flugvélin var komin að flugbrautinni að þessi gamli herflugvöllur var alls ekki yfirgefinn þennan laugardag, því þar stóð yfir fjölskylduhátíð  eins konar kvartmílubílaklúbbs. Þá kom sér illa að ekki var gert ráð fyrir flautu í þotunni til að vara fólkið við Smile, enda munaði litlu að illa færi þegar hún sveif hljóðlaust niður að mannþrönginni. Þá var það eiginlega lán í óláni að nefhjól flugvélarinnar var fast uppi, þannig að hún rann áfram á flugbrautinni með nefið niðri, og stöðvaðist því mun fyrr en ella hefði verið.

Kvikmyndin sem hér er fyrir neðan í fimm hlutum lýsir þessu atviki vel. Þar er m.a viðtal við flugstjórann. Mjög áhugaverð mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara Wink.    Fróðlegt er að hlusta á viðtölin við flugstjórann, flugfreyjuna og fleiri sem tóku þátt í þessari nauðlendingu.

Sjá nákvæma lýsingu á Wikipedia hér, og grein í Flight Safety Australia hér en þar er mjög áhugaverð grein um atvikið.

Það er haft eftir flugstjóranum að hann hafi verið feginn að hann var ekki að fljúga Airbus. Þannig vél er nefnilega stjórnað af fullkominni tölvu sem er milli stjórntækjanna og stýriflatanna, og leyfir tölvan flugmanninum ekki að gera "mistök" eins og að "sideslippa". Boeing er aftur á móti útbúin með einföldu glussakerfi, þannig að reyndur flugmaður getur flogið henni sjálfur eins og hann vill.

(Vita ekki allir hvers vegna staðurinn heitir Gimli? "Gimli was founded by a large group of Icelandic settlers who arrived in New Iceland on Lake Winnipeg in 1875...." Sjá hér).

 

 

gimli2.jpg

 

 

sideslip-2.jpg

 

Á þessari mynd sést tvíþekja "sideslippa". Reykurinn sýnir flugstefnu vélarinnar. Stýrin eru sett í kross, þ.e. til dæmis hliðarstýrið til vinstri og hallastýrið til hægri. Þannig verður loftmótstaðan mjög mikil og flugvélin missir hratt hæð.
Einhvern vegin svona hefur Pearson flogið  Boeing 767-200 niður að brautarenda gamla herflugvallarins við Vestur-íslenska bæinn Gimli.
 
 
Úr flughermi

 Mynd úr flughermi

 

 














Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ný aðferð við framleiðslu eldsneytis úr CO2 lofar góðu...

 

 


 

Fyrirtækið Joule Biotechnologies ( www.joulebio.com ) kynnti fyrir fáeinum dögum aðferð til að framleiða fljótandi eldsneyti úr koltvísýringi og sólarorku. Nokkuð sem þeir kalla Helioculture.

Þetta er ekki hefðbundin aðferð eins og notuð hefur verið hingað til að framleiða lífrænt eldsneyti (biofuel) með gerjun úr matvælum, aðferð sem þarf gríðarmikið landflæmi. 

Þessi aðferð ætti að þurfa miklu minna (10x?) landflæmi, því ætlað er að framleiðslan geti numið um 18 lítrum á hvern fermetra á ári, eða 20.000 gallon á ári á hverja ekru lands, eins og fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Áætlað verð á eldsneytinu er $50 tunnan. Þá er miðað við sambærilegt orkuinnihald og hjá olíu (energy equivalent).

Jafnvel þó rafmagnsbílar verði algengir í  framtíðinni, þá mun fljótandi eldneyti verða notað áfram enn um skeið í alls konar öðrum farartækjum, svo sem skipum, flugvélum, vinnuvélum of flutningabílum.

Fyrirtækið Joule Biotechnologies er í háskólabænum  Cambridge í Massachusetts i Bandaríkjunum. Cambridge er rétt fyrir utan Boston, handan árinnar Charles River.  Í Cambridge eru hinir þekktu háskólar Harvard og  MIT.

Nánar á vefsíðu  Joule Biotechnologies www.joulebio.com.

Vonandi á þessi tækni eftir að reynast vel. Upplýsingar eru ekki miklar um tæknina á vefsíðu þeirra. Er óhætt að giska á að notaðir séu genabreyttir þörungar?  "We have developed a proprietary “platform” organism, which through the natural process of photosynthesis, catalyzes the direct conversion of sunlight and CO2 to useful fuels and chemicals; a dozen of which we’ve already proven".

 

 

--- --- ---

 


 

Joule Biotechnologies Introduces Revolutionary Process For Producing Renewable Transportation Fuels

Two years into development, innovative startup enables path to energy independence; Unveils proprietary production system capable of supplying unlimited quantities of renewable fuel at costs competitive with fossil fuels

Cambridge, Mass.—July 27, 2009—Joule Biotechnologies, Inc., an innovative bioengineering startup developing game-changing alternative energy solutions, today unveiled its breakthrough Helioculture™ technology—a revolutionary process that harnesses sunlight to directly convert carbon dioxide (CO2) into SolarFuel™ liquid energy. This eco-friendly, direct-to-fuel conversion requires no agricultural land or fresh water, and leverages a highly scalable system capable of producing more than 20,000 gallons of renewable ethanol or hydrocarbons per acre annually—far eclipsing productivity levels of current alternatives while rivaling the costs of fossil fuels.
 
“There is no question that viable, renewable fuels are vitally important, both for economic and environmental reasons. And while many novel approaches have been explored, none has been able to clear the roadblocks caused by high production costs, environmental burden and lack of real scale,” said Bill Sims, president and CEO of Joule Biotechnologies. “Joule was created for the very purpose of eliminating these roadblocks with the best equation of biotechnology, engineering, scalability and pricing to finally make renewable fuel a reality—all while helping the environment by reducing global CO2 emissions.”

Joule’s transformative Helioculture process leverages highly-engineered photosynthetic organisms to catalyze the conversion of sunlight and CO2 to usable transportation fuels and chemicals. The scalable SolarConverter™ system facilitates the entire process—from sunlight capture to product conversion and separation—with minimal resources and polishing operations. This represents a significant advantage over biomass-derived biofuels, including newer algae- and cellulose-based forms, which are hindered by varying obstacles: costly biomass production, numerous processing steps, substantial scale-up risk and capital costs.

The modular SolarConverter design is engineered to meet demand on a global scale while requiring just a fraction of the land needed for biomass-based approaches. It can be easily customized depending on land size, CO2 availability and desired output. The functionality is proven and can readily scale from smaller operations with limited land to extensive commercial plants. Additional benefits enabled by the system include:

  • Multiple Product Lines—The same conversion technology and modular system used to produce SolarFuel liquid energy will also enable the production of SolarChemical™ products, several of which have already been demonstrated at laboratory scale.
  • Optimal Storage of Solar Power—Because Joule harnesses the sun to produce energy in the form of liquid fuel, it overcomes a major obstacle to the broad-based use of solar power, namely storage. SolarFuel liquid energy has up to 100 times the energy storage density of conventional batteries, and can be very efficiently stored and transported with no degradation of power.

“Today’s leading scientists and engineers have been called upon to solve one of the greatest challenges of our time: how to take promising theories and turn them into real, impact-making strides towards energy independence,” said Noubar Afeyan, founder and chairman of Joule Biotechnologies. “Joule is doing exactly thatcreating an entirely novel solution that combines the best of solar energy and biofuels, while eliminating their respective weaknesses. The result is a system that can operate at very large scale and provide efficient conversion and storage of solar power without relying on fossil or agricultural products as raw materials.”

Joule SolarFuel liquid energy meets today’s vehicle fuel specifications and infrastructure, and is expected to achieve widespread production at the energy equivalent of less than $50 per barrel. The company’s first product offering, SolarEthanol™ fuel, will be ready for commercial-scale development in 2010. Joule has also demonstrated proof of concept for producing hydrocarbon fuel and expects process demonstration by 2011.

About Joule Biotechnologies
Joule Biotechnologies, Inc. is tackling the global energy crisis with a game-changing, renewable alternative to fossil fuels. Its patent-pending Helioculture™ technology surpasses the limitations of other clean fuel approaches by harnessing sunlight to convert CO2 directly into SolarFuel™ liquid energy. This direct-to-fuel conversion requires no fresh water and just a fraction of the land needed for biomass-derived alternatives, avoids costly intermediaries and processing, and finally enables the scale, unlimited quantities and pricing required for energy independence. Founded in 2007 by Flagship Ventures, Joule is privately held and headquartered in Cambridge, Massachusetts. Additional information is available at www.joulebio.com.

 

 


 


Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...

 

 

Vegna þeirra fjölmörgu sem áhuga hafa á kenningu Henriks Svensmark um eðli loftslagsbreytinga þá skal bent á grein sem var að birtast í dag í hinu virta tímariti Geophysical Research Letters sem gefið er út af American Geophysical Union.

Kynning á kenningunni er hér: Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.

Sjá einnig frétt af tilrauninni miklu hjá CERN

"Mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský -> minna endurkast -> hærra hitastig" 

"Forbush Descrease" sem fjallað er um í greininni er skyndileg minnkun geimgeisla eftir öflug sólgos. Greinin fjallar því um skammtímaáhrif sem ekki hafa nein marktæk áhrif á breytingar á hitastigi lofthjúpsins, en samt sem áður má líta á "Forbush Decrease" áhrifin sem kærkomið prufumerki sem gerir kleyft að rannsaka áhrif geimgeisla á skýin, og vætanlega þar með áhrif á hlýnun eða kólnun jarðar.

Sjá læsilega og fróðlega grein NASA um "Forbsh Decrease" hér (Who is afraid of a solar flare?).

 

forbush-decrease.gif

 

 

Úrdrátt (abstract) má lesa hér: http://www.agu.org/pubs/crossref/2009/2009GL038429.shtml

Cosmic ray decreases affect atmospheric aerosols and clouds

Henrik Svensmark
National Space Institute, Technical University of Denmark, Copenhagen, Denmark

Torsten Bondo
National Space Institute, Technical University of Denmark, Copenhagen, Denmark

Jacob Svensmark
National Space Institute, Technical University of Denmark, Copenhagen, Denmark

Close passages of coronal mass ejections from the sun are signaled at the Earth's surface by Forbush decreases in cosmic ray counts. We find that low clouds contain less liquid water following Forbush decreases, and for the most influential events the liquid water in the oceanic atmosphere can diminish by as much as 7%. Cloud water content as gauged by the Special Sensor Microwave/Imager (SSM/I) reaches a minimum ≈7 days after the Forbush minimum in cosmic rays, and so does the fraction of low clouds seen by the Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer (MODIS) and in the International Satellite Cloud Climate Project (ISCCP). Parallel observations by the aerosol robotic network AERONET reveal falls in the relative abundance of fine aerosol particles which, in normal circumstances, could have evolved into cloud condensation nuclei. Thus a link between the sun, cosmic rays, aerosols, and liquid-water clouds appears to exist on a global scale.

Received 31 March 2009; accepted 17 June 2009; published 1 August 2009.

Citation: Svensmark, H., T. Bondo, and J. Svensmark (2009), Cosmic ray decreases affect atmospheric aerosols and clouds, Geophys. Res. Lett., 36, L15101, doi:10.1029/2009GL038429.

 

Og svo splunkuný fréttatilkynning:

AlphaGalileo - The world's leading resource for European research news

Cosmic meddling with the clouds by seven-day magic

29 July 2009 Technical University of Denmark (DTU)

Billions of tonnes of water droplets vanish from the atmosphere, as if by magic, in events that reveal in detail how the Sun and the stars control our everyday clouds. Researchers of the National Space Institute in the Technical University of Denmark (DTU) have traced the consequences of eruptions on the Sun that screen the Earth from some of the cosmic rays - the energetic particles raining down on our planet from exploded stars."The Sun makes fantastic natural experiments that allow us to test our ideas about its effects on the climate," says Prof. Henrik Svensmark, lead author of a report newly published in Geophysical Research Letters. When solar explosions interfere with the cosmic rays there is a temporary shortage of small aerosols, chemical specks in the air that normally grow until water vapour can condense on them, so seeding the liquid water droplets of low-level clouds. Because of the shortage, clouds over the ocean can lose as much as 7 per cent of their liquid water within seven or eight days of the cosmic-ray minimum.

"A link between the Sun, cosmic rays, aerosols, and liquid-water clouds appears to exist on a global scale," the report concludes. This research, to which Torsten Bondo and Jacob Svensmark contributed, validates 13 years of discoveries that point to a key role for cosmic rays in climate change. In particular, it connects observable variations in the world's cloudiness to laboratory experiments in Copenhagen showing how cosmic rays help to make the all-important aerosols.

Other investigators have reported difficulty in finding significant effects of the solar eruptions on clouds, and Henrik Svensmark understands their problem. "It's like trying to see tigers hidden in the jungle, because clouds change a lot from day to day whatever the cosmic rays are doing," he says. The first task for a successful hunt was to work out when "tigers" were most likely to show themselves, by identifying the most promising instances of sudden drops in the count of cosmic rays, called Forbush decreases. Previous research in Copenhagen predicted that the effects should be most noticeable in the lowest 3000 metres of the atmosphere. The team identified 26 Forbush decreases since 1987 that caused the biggest reductions in cosmic rays at low altitudes, and set about looking for the consequences.

Forgetting to sow the seeds
The first global impact of the shortage of cosmic rays is a subtle change in the colour of sunlight, as seen by ground stations of the aerosol robotic network AERONET. By analysing its records during and after the reductions in cosmic rays, the DTU team found that violet light from the Sun looked brighter than usual. A shortage of small aerosols, which normally scatter violet light as it passes through the air, was the most likely reason. The colour change was greatest about five days after the minimum counts of cosmic rays.

Why the delay? Henrik Svensmark and his team were not surprised by it, because the immediate ac-tion of cosmic rays, seen in laboratory experiments, creates micro-clusters of sulphuric acid and water molecules that are too small to affect the AERONET observations. Only when they have spent a few days growing in size should they begin to show up, or else be noticeable by their absence. The evidence from the aftermath of the Forbush decreases, as scrutinized by the Danish team, gives aerosol experts valuable information about the formation and fate of small aerosols inthe Earth's atmosphere.

Although capable of affecting sunlight after five days, the growing aerosols would not yet be large enough to collect water droplets. The full impact on clouds only becomes evident two or three days later. It takes the form of a loss of low-altitude clouds, because of the earlier loss of small aerosols that would normally have grown into "cloud condensation nuclei" capable of seeding the clouds. "Then it's like noticing bare patches in a field, where a farmer forgot to sow the seeds," Svensmark explains. "Three independent sets of satellite observations all tell a similar story of clouds disappearing, about a week after the minimum of cosmic rays."

Huge effects on cloudiness
Averaging satellite data on the liquid-water content of clouds over the oceans, for the five strongest Forbush decreases from 2001 to 2005, the DTU team found a 7 per cent decrease, as mentioned earlier. That translates into 3 billion tonnes of liquid water vanishing from the sky. The water remains there in vapour form, but unlike cloud droplets it does not get in the way of sunlight trying to warm the ocean. After the same five Forbush decreases, satellites measuring the extent of liquid-water clouds revealed an average reduction of 4 per cent. Other satellites showed a similar 5 per cent reduction in clouds below 3200 metres over the ocean.

"The effect of the solar explosions on the Earth's cloudiness is huge," Henrik Svensmark comments. "A loss of clouds of 4 or 5 per cent may not sound very much, but it briefly increases the sunlight rea-ching the oceans by about 2 watt per square metre, and that's equivalent to all the global warming dur-ing the 20th Century."

The Forbush decreases are too short-lived to have a lasting effect on the climate, but they dramatize the mechanism that works more patiently during the 11-year solar cycle. When the Sun becomes more active, the decline in low-altitude cosmic radiation is greater than that seen in most Forbush events, and the loss of low cloud cover persists for long enough to warm the world. That explains, according to the DTU team, the alternations of warming and cooling seen in the lower atmosphere and in the oceans during solar cycles.

The director of the Danish National Space Institute, DTU, Eigil Friis-Christensen, was co-author with Svensmark of an early report on the effect of cosmic rays on cloud cover, back in 1996. Commenting on the latest paper he says, "The evidence has piled up, first for the link between cosmic rays and low-level clouds and then, by experiment and observation, for the mechanism involving aerosols. All these consistent scientific results illustrate that the current climate models used to predict future climate are lacking important parts of the physics".

http://www.space.dtu.dk/English.aspx

 

 

Drög að greininni má lesa með því að smella hér:
Svensmark et al: Cosmic ray decreases affect atmospheric aerosols and clouds

Sjá umfjöllun Dr. Lubos Motl eðlisfræðings: Forbush decreases confirm cosmoclimatology

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 

070302_viking_ship_02.jpg

 

Flestir vita hve tíðarfar var hagstætt þegar norrænir menn tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi. Við getum jafnvel þakkað það þessum hlýindum að landið var numið af forfeðrum okkar. Það hlýtur því að vera áhugavert fyrir okkur Íslendinga að vita nánar um hvernig ástandið var hér á landi, og einnig annars staðar á þessum tíma. Undanfarna áratugi höfum við einnig notið mildrar veðráttu og getum því nokkuð ímyndað okkur ástandið fyrr á tímum.

Það gæti verið fróðlegt að fræðast aðeins um hnatthlýnunina fyrir árþúsundi. Vörpum fram nokkrum spurningum og leitum svara:

 - Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?

 - Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

 - Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

 

Hvernig er hægt að fá svar við þessum spurningum? 

Á vef CO2 Science hefur um alllanga hríð verið kynning á verkefni sem kallast Medieval Warm Period Project. Verkefnið fer þannig fram að skoðaðar eru fjölmargar vísindagreinar þar sem rannsóknir gefa hugmynd um hitafarið á þessu tíma og niðurstöður metnar m.a. með tilliti til ofangreindra spurninga. Niðurstöður eru skráðar í gagnagrunn sem aðgengilegur er á netinu.

Þetta er gríðarlega mikið verkefni. Í dag eru í gagnagrunninum gögn frá 716 vísindamönnum hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi, en þar á meðal eru íslenskir vísindamenn hjá íslenskum stofnunum. Reglulega bætast nýjar greinar í safnið.

Auðvitað er ekki hægt að meta hitastigið beint, en með því að meta vaxtarhraða trjáa út frá árhringjum, vaxtarhraða lífvera í vötnum og sjó skv. setlögum, mæla hlutfall samsæta í borkjörnum, osfrv. er hægt að fara nærri um hvernig hitafarið á viðkomandi stað var. Þetta eru því óbeinar hitamælingar, eða það sem kallast proxy.

Vandamálið er meðal annars að til er aragrúi rannsóknaskýrslna og greina eftir fjölda vísindamanna sem líklega enginn hefur haft yfirsýn yfir fyrr en Dr. Craig Idso, Dr.Sherwood Idso og Dr. Keith Idso réðust í það verkefni að rýna þennan fjölda vísindagreina og flokka niðurstöður.

Kosturinn við þessa aðferðafræði er auðvitað að hér er fyrst og fremst  um að ræða niðurstöðu viðkomandi vísindamanna sem framkvæmdu rannsóknirnar, en álit þeirra sem rýna vísindagreinarnar skipta minna máli. Komi upp vafamál varðandi mat þeirra er alltaf hægt að fara í frumheimildir sem getið er um. 

 

Verkefninu er ekki lokið, en hver er staðan í dag? 

 

--- --- ---

 

mwpqualitative.gif
 
Figure Description: The distribution of Level 2 Studies that allow one to determine whether peak Medieval Warm Period temperatures were warmer than (red), equivalent to (green), or cooler than (blue), peak Current Warm Period temperatures.
 
Sjá hér.
 
 
Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?
 
Hér táknar MWP Medieval Warm Period, þ.e. hlýindin fyrir um árþúsundi, og CWP Current Warm Period, þ.e. hlýindin undanfarna áratugi.
 
Á lóðrétta ásnum er fjöldi einstakra rannsókna.
 

MWP<CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna kaldara hafi verið fyrir árþúsudi en í dag.
MWP=CWP: Niðurstöður sem gefa til kynna að álíka hlýtt hafi verið á þessum tveim tímaskeiðum.
MWP>CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en undanfarið.

Yfirgnæfandi meirihluti rannsókna gefur til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en í dag.

 
 --- --- ---
 
 
 
mwpquantitative.gif

Figure Description: The distribution, in 0.5°C increments, of Level 1 Studies that allow one to identify the degree by which peak Medieval Warm Period temperatures either exceeded (positive values, red) or fell short of (negative values, blue) peak Current Warm Period temperatures.

 Sjá hér

 Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

Hér er eins og á fyrri myndiniin fjöldi rannsókna sem gefa ákveðna niðurstöðu á lóðrétta ásnum. Flestar rannsóknir gefa til kynna að á tímabilinu hafi verið um 0,5 gráðum hlýrra en undanfarið, en dreifingin er allnokkur.

Það virðist hafa verið heldur hlýrra á miðöldum en undanfarið, eða sem nemur rúmlega hálfri gráðu Celcius.

 --- --- --- 

 


 This is the main TimeMap window.  Use the zoom or pan tools from the toolbar above it to focus on different parts of the world where MWP studies have been conducted.  Call up information pertaining to a single study by clicking the pointer on the symbol representing it.  Drag a box around multiple symbols and a new attribute window will open that contains information about the MWP at each of the enclosed locations.

 Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

Sjá hér.

Á  vef CO2Science er mjóg áhugavert gagnvirkt kort eins og myndin sýnir.
Kortið er beintengt stórum gagnagrunni.
Einn punktur er fyrir hverja rannsókn sem hefur verið rýnd og flokkuð (7 punktar við ísland). Með því að smella á viðkomandi punkt er hægt að sjá ýmsar upplýsingar.


Kortið ásamt ítarlegum útskýringum er hér.

Miklar upplýsingar eru tengdar þessu gagnvirka korti, miklu meiri en svarið við þeirri einföldu spurningu sem bloggarinn varpaði fram, þ.e. hvort um hnattrænt fyrirbæri hafi verið að ræða.

Þegar þetta kort er skoðað vel og hvað liggur þar að baki virðist einhlítt að um hnattræn hlýindi hafi verið að ræða.

 

 

Hvað er fjallað um rannsóknir sem tengjast Íslandi á vefnum CO2 Science?

 

Á kortinu eru sjö punktar við Ísland. Því er forvitnilegt að kanna hvað þar er á bakvið. Hér eru fjögur sýnishorn.

Smellið á krækjurnar fyrir neðan myndirnar til að lesa nánar um viðkomandi rannsókn.

 

l2_haukadalsvatn2_876923.gif
 
 
 
Öll greinin um Haukadalsvatn sem vísað er til á vef CO2 Science er hér.
 
---
 
 
l1_lakestora2_877286.gif
 
 
---
 
 
l1_northiceland2.gif

 
---
 
 
l1_icelandicnshelf2.gif
 

  Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 --- --- ---

 

Að lokum: Ætli þessi mynd sem á ættir a rekja til Dr. Craig Lohle sé nokkuð rétt? (grein hér).

 

 

Ferillinn á myndinni sýnir hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár eða frá Kristsburði til ársins 1995. Þetta er meðaltal 18 rannsókna á hitafari jarðar sem Dr. Craig Loehle hefur tekið saman og birti í ritinu Energy & Environment í nóvember árið 2007. Engin þessara 18 rannsókna byggir á árhringjum trjáa enda telur Loehle árhingi vera ónákvæman mælikvarða þar sem margt annað en hitastig hefur áhrif á trjávöxtinn. Lengst til hægri á ferlinum hefur Dr. Roy W. Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna um hitafar jarðar frá gervihnöttum,  teiknað inn hitaferil frá Bresku veðurstofunni sem sýnir meðalhita jarðar frá árinu 1850 til ársins 2007. Höfundur pistilsins íslenskaði skýringar á línuritinu sem Dr. Spencer birtir á vefsíðu sinni. Samanlagt sýna því ferlarnir hitafar jarðar frá árinu 1 til ársins 2007. Hlýindin á miðöldum eru greinileg, þá kemur litla ísöldin og svo aftur hlýindin síðustu áratugina.

 

Hingað til hafa menn aðeins getað vitnað í stöku rannsóknir, en hér er búið að safna saman og flokka niðurstöður 716 vísindamanna hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi. Hér eru allar tilvísanir fyrir hendi svo auðvelt er að sannreyna allt.


Megin niðurstaðan virðist vera að hlýindin hafi verið hnattræn, og að það hafi verið um hálfri gráðu hlýrra þá en undanfarið, en hlýindin nú eru um 0,7°C meiri en fyrir öld. 

 

Það er því vonandi óhætt að álykta sem svo, þó það komi ekki fram beint í  niðurstöðum Medieval Warm Period Project, að fyrir árþúsundi hafi verið um 1,2°C hlýrra en fyrir árhundraði, að sjálfsögðu með fyrirvörum um mikla óvissu vegna eðli málsins. 

Við vitum að menning blómstraði um þetta leyti á miðöldum. Evrópa var rík vegna ríkulegrar uppskeru, og fólk hafði meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Mikil þróun var í vísindum, listum og bókmenntum. Margar dómkirkjur og fagrar byggingar voru reistar í Evrópu. Norrænir menn sigldu um heimshöfin...    Síðan kólnaði verulega þegar Litla ísöldin svokallaða brast á, fátækt, hungur, galdraofsóknir, sjúkdómar tóku við,  en aftur tók að hlýna á síðustu öld...

 

 UPPFÆRT 2014:

Listinn á CO2 Science yfir rannsóknir sem tengjast Íslandi hefur lengst síðan pistillinn var skrifaður árið 2009:

 Lake Stora Viðarvatn, Northeast Iceland

 North Icelandic Shelf

 Northern Icelandic Coast

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Lake Haukadalsvatn, West Iceland

 Lake Hvítárvatn, Central Iceland

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 

 

ÍTAREFNI:

 
Áslaug Geirsdóttir o.fl.: Loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð: saga loftslags rakin í seti íslenskra stöðuvatna

Áslaug Geirsdóttir o.fl: A 2000 year record of climate variations reconstructed from Haukadalsvatn, West Iceland.  Grein í Journal of Paleolimnol

Áhugaverð ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason.
Tengsl htastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO (Norður-Atlantshafssveifluna).
Mjög fróðleg og áhugaverð prófritgerð frá Háskóla íslands, Líf og umhverfisvísindadeild.

 

 

Sennileg stærð jökla við landnám:

Glaciers in Iceland 1000 years ago
 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 


Lendingin á tunglinu fyrir 40 árum, geimskotin á Íslandi, og ýmislegt annað minnisstætt í frekar léttum dúr...

 

 

 

Bloggarunum er minnisstæður dagurinn fyrir 40 árum þegar menn stigu í fyrsta sinn á tunglið. Jarðneskar geimverur gengu þar um og sendu myndir til jarðar, þó þær sæjust ekki í rauntíma í íslenska sjónvarpinu, ef ég man rétt.  Bloggarinn var þennan dag staddur í gígnum Eldborg á Mýrum, sem er eiginlega ekki ósvipaður tunglgíg... Smile

 

Það er auðvitað mikið fjallað um þennan merkisatburð í fjölmiðlum þessa dagana, þannig að þessi pistill er frekar á persónulegum nótum og fjallar um kynni bloggarans af geimvísindum.  Á Stjörnufræðivefnum  www.stjornuskodun.is er aftur á móti ein besta íslenska umfjöllunin um þennan stórmerkilega atburð.

 

Tvisvar kom hópur verðandi tunglfara til æfinga á Íslandi. Þeir ferðuðust um hálendið í fylgd jarðfræðinganna Guðmundar Sigvaldasonar og Sigurðar Þórarinssonar. Skammt frá Öskju var nafnlaust gil. Sagan segir að þeir félagar hafi gefið því nafnið Nautagil í virðingaskyni við geimfarana. Hvers vegna Nautagil? Auðvitað vegna þess að enska orðið yfir geimfara er astronaut LoL  

 

Það var mikið að gerast í geimferðamálum á þessum árum. Árin 1964 og 1965 var allnokkrum geimflaugum skotið frá Íslandi upp í 440 kílómetra hæð eins og fjallað er um í þessum pistli: Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

Bloggarinn var þar staddur í bæði skiptin og tók fjölmargar myndir.

Fyrstu kynnin af  geimferðum voru þó þegar Rússar sendu upp Spútnik árið 1957. Um þann atburð var bloggað hér: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október.

Bloggaranum er auðvitað minnisstætt þegar hann sá þennan fyrsta gervihnött svífa um himinhvolfið klukkan sex að morgni. Undarleg tilfinning hríslaðist um tólf ára guttann sem sá þá alvöru geimfar svífa yfir Reykjavík. Ekki leið á löngu áður en hann hafði smíðað sér lítinn stjörnukíki úr pappahólk, gleraugnalinsu og litlu stækkunargleri. Þessi frumstæði kíkir stækkaði 50 sinnum og nægði til að skoða gígana á tunglinu og tungl Júpiters.

 

Um skeið var fylgst með brautum gervihnatta, en áhugamenn víða um heim voru fengnir til að tímasetja og staðsetja brautir gervihnatta miðað við fastastjörnur til að hægt væri að reikna út þéttleika efstu laga lofthjúpsins með hliðsjón af breytingum í á brautum þeirra. Þetta var um 1965. Stórt umslag merkt með stóru letri "On Her Majesty´s Service" með tölvuútprentunum kom einu sinni í mánuði, en með hjálp þeirra var hægt að reikna út nokkurn vegin braut gervihnattanna yfir Reykjavík.  Mörgum þótti þessi póstur frá Englandi undarlegur og jafnvel grunsamlegur, og enn undarlegra að sjá manninn rýna upp í stjörnuhimininn með stjörnuatlas og skeiðklukku Tounge

Bloggarinn starfaði síðan á háskólaárunum tvö sumur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar þar sem meðal annars var fylgst með áhrifum sólar á segulsvið jarðar með tækjabúnaði í Segulmælingastöðinni. Áður hafði bloggarinn unnið í frítímum að viðhaldi tækja í þessari stöð. 

Það kemur því kannski ekki mjög á óvart áhugi bloggarans á sólinni og áhrifum hennar á líf okkar jarðarbúa. Við búum jú í nábýli við stjörnu sem við köllum Sól.

 

Stjörnuskoðurnarfélag Seltjarnarness www.astro is er eina félag áhugamanna um stjörnur og stjörnuskoðun hér á landi. Það var frekar kómískt hvernig það kom til að bloggarinn gekk í það merka félag, en hann hafði oft heyrt um það, en misskilið nafnið herfilega. Hélt nefnilega að það væri einhver einkaklúbbur Seltirninga.

Svo var það eitt sinn sem oftar að hann var að skiptast á tölvupóstum við Ilan nokkurn Manulis í Ísrael.  Ilan spyr mig þá hvort ég sé ekki í Stjörnuskoðanafélaginu, en ég hvað svo ekki vera. Hann segir þá að Guðni Sigurðsson sé formaður þessa félags og að ég skuli hafa samband við hann. Ég þekkti auðvitað Dr. Guðna Sigurðsson kjarneðlisfræðing sem hafði m.a unnið hjá CERN. Hann vann nefnilega í sama húsi og hafði ég oft rætt við Guðna. Ég stökk auðviðað í tveim skrefum upp stigann milli hæða og var kominn í félagið innan fimm mínútna! Þar var ég síðan fáein ár stjórnarmaður. Um Guðna og Stjörnuskoðunarfélagið hafði Ilan lesið í tímaritinu góða  Sky & Telescope.

Það er annars af Ilan Manulis að frétta að nokkru síðar naut hann þess heiðurs að smástirni var nefnt eftir honum. Það nefnist 13615 Manulis, en David H Levy og Carolyn Shoemaker uppgötvuðu það og nefndu eftir Ilan sem er þekktur í Ísrael fyrir áhuga á smástirnum... Levy og Shoemaker eru líklega þekktust fyrir að hafa fyrst fundið eina frægustu halastjörnuna Shoemaker-Levy-9 sem rakst með miklu brambolti á Júpiter árið 1994.   Svona er heimurinn stundum lítill... Smile

 

Það er auðvitað margs að minnast á svona merkisdegi og hugurinn fer á flug. Þetta verður þó að nægja, enda bloggarinn kominn langt út fyrir efnið...  Vonandi fyrirgefst rausið, en það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið í fertugsafmæli Joyful.

 

---

Það er annars merkilegt til þess að hugsa að árið 1961 ákvað Kennedy að menn skyldu heimsækja tunglið áður en áratugurinn væri liðinn. Það var fyrir tæpri hálfri öld. Það er ennþá merkilegra að menn stóðu við þetta fyrirheit og fór létt með það. Fóru ekki bara eina ferð heldur níu sinnum og lentu á tunglinu sex sinnum. Um það má lesa hér.  Þetta sýnir okkur hvers við erum megnug þegar viljinn er fyrir hendi. Því miður fór orkan á næstu árum í stríðsbrölt stórveldanna.

Hvað gerðist meira árið 1969?  Þá flaug annað tækniundur í fyrsta sinn, nefnilega hljóðfráa þotan Concorde. Júmbó þotunni Boeing 747 var þá líka reynsluflogið.  Breska Harrier orustuþotan sem getur tekið á loft lóðrétt er frá svipuðum tíma.  Menn voru svo sannarlega hugumstórir á þessum árum!

 

 

Ein spurning að lokum:   Hafið þið sér geimverur? Alien

(Smá ábending: Erum við jarðarbúar ekki geimverur?  :-)

 

Sjá umfjöllun um Appollo 11 á www.stjornuskodun.is

 

 Til hamingju með afmælið Wizard

 


 Sjá kvikmyndir hér.

 


Ný rannsókn: Sólsveiflan tengist loftslagsbreytingum.

 

solar_cycle_h_881165.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (16. júlí) birtist nokkuð merkileg frétt hér á vef National Science Foundation. Tilefnið var rannsókn sem kynnt var í tímaritinu Journal of Climate sem gefið er út af American Meteorological Society fyrr í þessum mánuð.

Vísindamenn finna tengingu milli sólsveiflunnar og loftslags á heimsvísu svipaða áhrifum El Nino/La Nina. (Scientists find link between solar cycle and global climate similar to El Nino/La Nina).  (Sjá aths. #5).

"These results are striking in that they point to a scientifically feasible series of events that link the 11-year solar cycle with ENSO, the tropical Pacific phenomenon that so strongly influences climate variability around the world."

Þetta hljóta að teljast nokkur tíðindi. Frétt National Science Foundation er birt í heild hér fyrir neðan.

Lesa má um National Science Foundation hér:

The National Science Foundation (NSF) is an independent federal agency created by Congress in 1950 "to promote the progress of science; to advance the national health, prosperity, and welfare; to secure the national defense…" With an annual budget of about $6.06 billion, we are the funding source for approximately 20 percent of all federally supported basic research conducted by America&#39;s colleges and universities. In many fields such as mathematics, computer science and the social sciences, NSF is the major source of federal backing. MORE

 --- --- ---

 

head.gif

 


Press Release 09-139
Solar Cycle Linked to Global Climate

Drives events similar to El Niño, La Niña

July 16, 2009

Establishing a key link between the solar cycle and global climate, research led by scientists at the National Science Foundation (NSF)-funded National Center for Atmospheric Research (NCAR) in Boulder, Colo., shows that maximum solar activity and its aftermath have impacts on Earth that resemble La Niña and El Niño events in the tropical Pacific Ocean.

The research may pave the way toward predictions of temperature and precipitation patterns at certain times during the approximately 11-year solar cycle.

"These results are striking in that they point to a scientifically feasible series of events that link the 11-year solar cycle with ENSO, the tropical Pacific phenomenon that so strongly influences climate variability around the world," says Jay Fein, program director in NSF&#39;s Division of Atmospheric Sciences. "The next step is to confirm or dispute these intriguing model results with observational data analyses and targeted new observations."

The total energy reaching Earth from the sun varies by only 0.1 percent across the solar cycle. Scientists have sought for decades to link these ups and downs to natural weather and climate variations and distinguish their subtle effects from the larger pattern of human-caused global warming.

Building on previous work, the NCAR researchers used computer models of global climate and more than a century of ocean temperature to answer longstanding questions about the connection between solar activity and global climate.

The research, published this month in a paper in the Journal of Climate, was funded by NSF, NCAR&#39;s sponsor, and by the U.S. Department of Energy.

"We have fleshed out the effects of a new mechanism to understand what happens in the tropical Pacific when there is a maximum of solar activity," says NCAR scientist Gerald Meehl, the paper&#39;s lead author. "When the sun&#39;s output peaks, it has far-ranging and often subtle impacts on tropical precipitation and on weather systems around much of the world."

The new paper, along with an earlier one by Meehl and colleagues, shows that as the Sun reaches maximum activity, it heats cloud-free parts of the Pacific Ocean enough to increase evaporation, intensify tropical rainfall and the trade winds, and cool the eastern tropical Pacific.

The result of this chain of events is similar to a La Niña event, although the cooling of about 1-2 degrees Fahrenheit is focused further east and is only about half as strong as for a typical La Niña.

Over the following year or two, the La Niña-like pattern triggered by the solar maximum tends to evolve into an El Niño-like pattern, as slow-moving currents replace the cool water over the eastern tropical Pacific with warmer-than-usual water.

Again, the ocean response is only about half as strong as with El Niño.

True La Niña and El Niño events are associated with changes in the temperatures of surface waters of the eastern Pacific Ocean. They can affect weather patterns worldwide.

The paper does not analyze the weather impacts of the solar-driven events. But Meehl and his co-author, Julie Arblaster of both NCAR and the Australian Bureau of Meteorology, found that the solar-driven La Niña tends to cause relatively warm and dry conditions across parts of western North America.

More research will be needed to determine the additional impacts of these events on weather across the world.

"Building on our understanding of the solar cycle, we may be able to connect its influences with weather probabilities in a way that can feed into longer-term predictions, a decade at a time," Meehl says.

Scientists have known for years that long-term solar variations affect certain weather patterns, including droughts and regional temperatures.

But establishing a physical connection between the decadal solar cycle and global climate patterns has proven elusive.

One reason is that only in recent years have computer models been able to realistically simulate the processes associated with tropical Pacific warming and cooling associated with El Niño and La Niña.

With those models now in hand, scientists can reproduce the last century&#39;s solar behavior and see how it affects the Pacific.

To tease out these sometimes subtle connections between the sun and Earth, Meehl and his colleagues analyzed sea surface temperatures from 1890 to 2006. They then used two computer models based at NCAR to simulate the response of the oceans to changes in solar output.

They found that, as the sun&#39;s output reaches a peak, the small amount of extra sunshine over several years causes a slight increase in local atmospheric heating, especially across parts of the tropical and subtropical Pacific where Sun-blocking clouds are normally scarce.

That small amount of extra heat leads to more evaporation, producing extra water vapor. In turn, the moisture is carried by trade winds to the normally rainy areas of the western tropical Pacific, fueling heavier rains.

As this climatic loop intensifies, the trade winds strengthen. That keeps the eastern Pacific even cooler and drier than usual, producing La Niña-like conditions.

Although this Pacific pattern is produced by the solar maximum, the authors found that its switch to an El Niño-like state is likely triggered by the same kind of processes that normally lead from La Niña to El Niño.

The transition starts when the changes of the strength of the trade winds produce slow-moving off-equatorial pulses known as Rossby waves in the upper ocean, which take about a year to travel back west across the Pacific.

The energy then reflects from the western boundary of the tropical Pacific and ricochets eastward along the equator, deepening the upper layer of water and warming the ocean surface.

As a result, the Pacific experiences an El Niño-like event about two years after solar maximum. The event settles down after about a year, and the system returns to a neutral state.

"El Niño and La Niña seem to have their own separate mechanisms," says Meehl, "but the solar maximum can come along and tilt the probabilities toward a weak La Niña. If the system was heading toward a La Niña anyway," he adds, "it would presumably be a larger one."

-NSF-

Media Contacts
Cheryl Dybas, NSF (703) 292-7734 cdybas@nsf.gov
Rachael Drummond, NCAR (303) 497-8604 rachaeld@ucar.edu

The National Science Foundation (NSF) is an independent federal agency that supports fundamental research and education across all fields of science and engineering. In fiscal year (FY) 2009, its budget is $9.5 billion, which includes $3.0 billion provided through the American Recovery and Reinvestment Act. NSF funds reach all 50 states through grants to over 1,900 universities and institutions. Each year, NSF receives about 44,400 competitive requests for funding, and makes over 11,500 new funding awards. NSF also awards over $400 million in professional and service contracts yearly.


Wolfram-Alpha ofurtölvan sem þú getur rætt við á mannamáli á netinu !

2001_a_space_odyssey.jpgFlestir muna eftir kvikmyndinni Space Odyssey 2001 sem Stanley Kubrick leikstýrði og gerð var eftir sögu Sir Arthur Clarke. Munið þið eftir ofurtölvunni HAL 9000 sem vissi bókstaflega allt og hægt var að ræða við á mannamáli?

Nú er svipað fyrirbæri að fæðast og kallast Wolfram Alpha. Það er eiginlega ómögulegt að lýsa þessu fyrirbæri svo vel sé og því miklu betra að kynnast því með því að heimsækja www.wolframalpha.com.

Best er að byrja á að opna krækjuna Stephen´s Wolfram Intro og fylgjast með kynningunni sem þar fer fram. Það tekur smá stund að hlaða kynninguna inn, en það er vel þess virði að bíða. Ef tengingin er hæg, þá getur borgað sig að leyfa kynningunni að hlaðast inn og síðan setja hana í gang aftur með takkanum neðst til vinstri.

Af vefsíðunni www.wolframalpha.com
Wolfram|Alpha&#39;s long-term goal is to make all systematic knowledge immediately computable and accessible to everyone. We aim to collect and curate all objective data; implement every known model, method, and algorithm; and make it possible to compute whatever can be computed about anything. Our goal is to build on the achievements of science and other systematizations of knowledge to provide a single source that can be relied on by everyone for definitive answers to factual queries.
Lesa meira hér...

Wolfram Alpha er nánast glænýtt og enn í þróun. Enn eru nokkrir hnökrar, en kerfið á örugglega eftir að snarbatna á næstunni.

(Það er kannski ekki ofurtölva í venjulegum skilningi sem hýsir Wolfram Alfa, en kerfið er að minnsta kosti ofur snjallt).

Stephen Wolfram fjallar um WolframAlpha verkefnið  í þessu myndbandi sem tekið er upp í Harvard háskólanum:

 

 
Þetta er langur fyrirlestur hjá Harvard. Ef tengingin er hæg, þá hjálpar stundum sú brella að smella á takkann [||] neðst il vinstri, fá sér kaffisopa, og smella síðan á [>] nokkrum mínútum síðar. Myndskeiðið hefur hlaðist inn meðan kaffið er sopið Smile
 
Styttri útgáfa af myndbandinu er hér.
 
 
 
 
Ítarefni:
 
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 764548

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband