Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Laugardagur, 13. mars 2010
Norðurljós á Satúrnusi og geimveðrið --- Myndir og myndbönd...
Ekki bara norðurljós, heldur auðvitað einnig suðurljós.... Allir hafa séð norðurljósin dansa á himninum, en hve margir hafa séð norðurljós á öðrum reikistjörnum? Þau eru einnig þar, það er að segja ef reikistjörnurnar hafa nægilega öflugt segulsvið til að fanga rafagnir frá sólinni. Þannig eru engin norðurljós á Venusi og Mars, en undurfögur á Satúrnusi og Júpíter. Satúrnus ber þó af í fegurð.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir og myndbönd af norðurljósum á þessari fallegu reikistjörnu. Sjón er sögu ríkari - njótið myndanna!
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. mars 2010
Flugvélar framtíðarinnar verða margar hverjar rafknúnar - Myndbönd...
Þessi draumur er orðinn að veruleika. Þessi fallega tveggja manna flugvél á myndinni er rafknúin og því næstum hljóðlaus. Þetta er alvöru flugvél í fullri stærð, en ekki leikfang. Flugvélin er kínversk og kallast Yuneec e430. (Yuneec er borið fram eins og unique). Sjá myndir og myndbönd hér.
Áður hefur verið fjallað um rafknúnar mannbærar flugvélar í pistlinum: Rafknúnar alvöru flugvélar - Myndir og myndbönd
Sjón er sögu ríkari:
Þessi stóra B-50 sprengjuflugvél sem er í eigu Tony Nijhuis er rafknúin. Ekki þó mannbær eins og Yuneec:
Vísindi og fræði | Breytt 8.3.2010 kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. mars 2010
Heimur á heljarþröm - Yfirvofandi loftslagsbreytingar...
Undanfarið hafa verið í fréttum fjölmiðla heimsins ógnvænlegar lýsingar á ástandinu í lofthjúpi jarðar. Fyllsta ástæða er til að gefa þessu gaum, því ógnvaldurinn er allt um kring, ósýnilegur og undirförull
Lesið meira í tilefni þess að helgin er í nánd...
Hér fyrir neðan eru allmargar tilvitnanir í fréttir. Orðréttar á frummálinu.
The Arctic Ocean is warming up, icebergs are growing scarcer and in some places the seals are finding the water too hot, according to a Commerce Department report published by the Washington Post. Writes the Post: Reports from fishermen, seal hunters and explorers. . . all point to a radical change in climate conditions and . . . unheard-of temperatures in the Arctic zone . . . Great masses of ice have been replaced by moraines of earth and stones . . . while at many points well-known glaciers have entirely disappeared.
Ljótt að lesa þessa frásögn sem er úr Washington Post 2. nóvember. Reyndar var það fyrir níu áratugum, eða árið 1922. Hér fyrir neðan eru fleiri úrklippur, allt frá því 1870, eða fyrir svo sem 130 árum. Nú hlýtur ástandið að vera virkilega slæmt fyrst það hefur varað svona lengi. Hvað getum við gert í málinu? Er ekki heimurinn á heljarþröm?
>>> Det er en frygtelig historie! ... Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist:
En lille fjer kan nok blive til fem høns! <<<
The climate of New-York and the contiguous Atlantic seaboard has long been a study of great interest. We have just experienced a remarkable instance of its peculiarity. The Hudson River, by a singular freak of temperature, has thrown off its icy mantle and opened its waters to navigation. - New York Times, Jan. 2, 1870
Is our climate changing? The succession of temperate summers and open winters through several years, culminating last winter in the almost total failure of the ice crop throughout the valley of the Hudson, makes the question pertinent. The older inhabitants tell us that the winters are not as cold now as when they were young, and we have all observed a marked diminution of the average cold even in this last decade. - New York Times, June 23, 1890
The question is again being discussed whether recent and long-continued observations do not point to the advent of a second glacial period, when the countries now basking in the fostering warmth of a tropical sun will ultimately give way to the perennial frost and snow of the polar regions. - New York Times, Feb. 24, 1895
Professor Gregory of Yale University stated that another world ice-epoch is due. He was the American representative to the Pan-Pacific Science Congress and warned that North America would disappear as far south as the Great Lakes, and huge parts of Asia and Europe would be wiped out. - Chicago Tribune, Aug. 9, 1923
The discoveries of changes in the suns heat and southward advance of glaciers in recent years have given rise to the conjectures of the possible advent of a new ice age - Time Magazine, Sept. 10, 1923
Headline: America in Longest Warm Spell Since 1776; Temperature Line Records a 25-year Rise - New York Times, March 27, 1933
America is believed by Weather Bureau scientists to be on the verge of a change of climate, with a return to increasing rains and deeper snows and the colder winters of grandfathers day."- Associated Press, Dec. 15, 1934
Warming Arctic Climate Melting Glaciers Faster, Raising Ocean Level, Scientist Says - A mysterious warming of the climate is slowly manifesting itself in the Arctic, engendering a serious international problem, Dr. Hans Ahlmann, noted Swedish geophysicist, said today. - New York Times, May 30, 1937
Greenlands polar climate has moderated so consistntly that communities of hunters have evolved into fishing villages. Sea mammals, vanishing from the west coast, have been replaced by codfish and other fish species in the areas southern waters. - New York Times, Aug. 29, 1954
An analysis of weather records from Little America shows a steady warming of climate over the last half century. The rise in average temperature at the Antarctic outpost has been about five degrees Fahrenheit. - New York Times, May 31, 1958
Several thousand scientists of many nations have recently been climbing mountains, digging tunnels in glaciers, journeying to the Antarctic, camping on floating Arctic ice. Their object has been to solve a fascinating riddle: what is happening to the worlds ice? - New York Times, Dec. 7, 1958
After a week of discussions on the causes of climate change, an assembly of specialists from several continents seems to have reached unanimous agreement on only one point: it is getting colder. - New York Times, Jan. 30, 1961
Like an outrigger canoe riding before a huge comber, the earth with its inhabitants is caught on the downslope of an immense climatic wave that is plunging us toward another Ice Age. - Los Angeles Times, Dec. 23, 1962
Col. Bernt Balchen, polar explorer and flier, is circulating a paper among polar specialists proposing that the Arctic pack ice is thinning and that the ocean at the North Pole may become an open sea within a decade or two. - New York Times, Feb. 20, 1969
By 1985, air pollution will have reduced the amount of sunlight reaching earth by one half ... - Life magazine, January 1970
In ten years all important animal life in the sea will be extinct. Large areas of coastline will have to be evacuated because of the stench of dead fish. - Paul Ehrlich, Earth Day, 1970
Civilization will end within 15 or 30 years unless immediate action is taken against problems facing mankind. We are in an environmental crisis which threatens the survival of this nation, and of the world as a suitable place of human habitation. - Barry Commoner (Washington University), Earth Day, 1970
Because of increased dust, cloud cover and water vapor, the planet will cool, the water vapor will fall and freeze, and a new Ice Age will be born. - Newsweek magazine, Jan. 26, 1970
The United States and the Soviet Union are mounting large-scale investigations to determine why the Arctic climate is becoming more frigid, why parts of the Arctic sea ice have recently become ominously thicker and whether the extent of that ice cover contributes to the onset of ice ages. - New York Times, July 18, 1970
In the next 50 years, fine dust that humans discharge into the atmosphere by burning fossil fuel will screen out so much of the suns rays that the Earths average temperature could fall by six degrees. Sustained emissions over five to 10 years, could be sufficient to trigger an ice age. - Washington Post, July 9, 1971
Its already getting colder. Some midsummer day, perhaps not too far in the future, a hard, killing frost will sweep down on the wheat fields of Saskatchewan, the Dakotas and the Russian steppes. . . . - Los Angles Times, Oct. 24, 1971
An international team of specialists has concluded from eight indexes of climate that there is no end in sight to the cooling trend of the last 30 years, at least in the Northern Hemisphere. - New York Times, Jan. 5, 1978
A poll of climate specialists in seven countries has found a consensus that there will be no catastrophic changes in the climate by the end of the century. But the specialists were almost equally divided on whether there would be a warming, a cooling or no change at all. - New York Times, Feb. 18, 1978
A global warming trend could bring heat waves, dust-dry farmland and disease, the experts said Under this scenario, the resort town of Ocean City, Md., will lose 39 feet of shoreline by 2000 and a total of 85 feet within the next 25 years. - San Jose Mercury News, June 11, 1986
Global warming could force Americans to build 86 more power plantsat a cost of $110 billionto keep all their air conditioners running 20 years from now, a new study says...Using computer models, researchers concluded that global warming would raise average annual temperatures nationwide two degrees by 2010, and the drain on power would require the building of 86 new midsize power plants - Associated Press, May 15, 1989
New York will probably be like Florida 15 years from now.St. Louis Post-Dispatch, Sept. 17, 1989 (Reyndar var það öfugt 20 árum síðar).
[By] 1995, the greenhouse effect would be desolating the heartlands of North America and Eurasia with horrific drought, causing crop failures and food riots . . . [By 1996] The Platte River of Nebraska would be dry, while a continent-wide black blizzard of prairie topsoil will stop traffic on interstates, strip paint from houses and shut down computers . . . The Mexican police will round up illegal American migrants surging into Mexico seeking work as field hands. - Dead Heat: The Race Against the Greenhouse Effect, Michael Oppenheimer and Robert H. Boyle, 1990.
It appears that we have a very good case for suggesting that the El Ninos are going to become more frequent, and theyre going to become more intense and in a few years, or a decade or so, well go into a permanent El Nino. So instead of having cool water periods for a year or two, well have El Nino upon El Nino, and that will become the norm. And youll have an El Nino, that instead of lasting 18 months, lasts 18 years, according to Dr. Russ Schnell, a scientist doing atmospheric research at Mauna Loa Observatory. - BBC, Nov. 7, 1997 (Næstu þrjú ár eftir 1998 réð La Nina ríkjum. Ekki El Nino).
Scientists are warning that some of the Himalayan glaciers could vanish within ten years because of global warming. A build-up of greenhouse gases is blamed for the meltdown, which could lead to drought and flooding in the region affecting millions of people.The Birmingham Post, England, July 26, 1999
This year (2007) is likely to be the warmest year on record globally, beating the current record set in 1998. - ScienceDaily, Jan. 5, 2007
Arctic warming has become so dramatic that the North Pole may melt this summer (2008), report scientists studying the effects of climate change in the field. Were actually projecting this year that the North Pole may be free of ice for the first time [in history], David Barber, of the University of Manitoba, told National Geographic News aboard the C.C.G.S. Amundsen, a Canadian research icebreaker. - National Geographic News, June 20, 2008
So the climate will continue to change, even if we make maximum effort to slow the growth of carbon dioxide. Arctic sea ice will melt away in the summer season within the next few decades. Mountain glaciers, providing fresh water for rivers that supply hundreds of millions of people, will disappear - practically all of the glaciers could be gone within 50 years. . . Clearly, if we burn all fossil fuels, we will destroy the planet we know . . . We would set the planet on a course to the ice-free state, with sea level 75 metres higher. Climatic disasters would occur continually. Dr. James Hansen (NASA GISS), The Observer, Feb. 15, 2009.
Úfff...
Fylgist nú vel með fjölmiðlunum. Hvaða fréttir af ógnvaldinum mikla flytja þeir okkur næst?
Eigum við ekki að kæla okkur aðeins. Má bjóða upp á ís?...
... og meðan við erum að kæla okkur, hvað þýðir Déjà vu sem við upplifðum?
Sjá útskýringu á okkar ylhýra hér.
Og svo ein klassísk frásögn í lokin um frétt sem er alveg sönn og kom meira að segja í blöðunum:
Eventyr af Hans Christian Andersen 1852
Det er en frygtelig historie! sagde en høne, og det omme i den kant af byen, hvor historien ikke var passeret. Det er en frygtelig historie i hønsehuset! jeg tør ikke sove alene i nat! det er godt at vi er mange sammen på hjalet! Og så fortalte hun, så at fjerene rejste sig på de andre høns og hanen lod kammen falde. Det er ganske vist!
Men vi vil begynde med begyndelsen, og den var i den anden kant af byen i et hønsehus. Solen gik ned og hønsene fløj op; en af dem, hun var hvidfjeret og lavbenet, lagde sine reglementerede æg og var, som høne, respektabel i alle måder; idet hun kom til hjals, pillede hun sig med næbbet, og så faldt der en lille fjer af hende.
Der gik den! sagde hun, jo mere jeg piller mig, des dejligere bliver jeg nok! Og det var nu sagt i munterhed, for hun var det muntre sind mellem de høns, i øvrigt, som sagt, meget respektabel; og så sov hun.
Mørkt var det rundt om, høne sad ved høne og den, som sad hende nærmest, sov ikke; hun hørte og hun ikke hørte, som man jo skal i denne verden, for at leve i sin gode rolighed; men sin anden naboerske måtte hun dog sige det: Hørte du hvad her blev sagt? Jeg nævner ingen, men der er en høne, som vil plukke sig, for at se godt ud! var jeg hane, ville jeg foragte hende!
Og lige oven over hønsene sad uglen med uglemand og uglebørn; de har skarpe ører i den familie, de hørte hvert ord, som nabohønen sagde, og de rullede med øjnene og uglemor viftede sig med vingerne: Hør bare ikke efter! men I hørte sagtens hvad der blev sagt? Jeg hørte det med mine egne ører, og man skal høre meget før de falder af! Der er en af hønsene, som i den grad har glemt, hvad der skikker sig en høne, at hun sidder og piller alle fjerene af sig og lader hanen se på det!
Prenez garde aux enfants! sagde uglefader, det er ikke noget for børnene!
Jeg vil dog fortælle genbougle det! det er sådan en agtværdig ugle i omgang! og så fløj mutter.
Hu-hu! uhuh! tudede de begge to og det lige ned i genboens dueslag til duerne. Har I hørt det! har I hørt det! uhuh! der er en høne, som har plukket alle fjerene af sig for hanens skyld! hun fryser ihjel, om hun ikke er det, uhuh!
Hvor? hvor? kurrede duerne!
I genboens gård! jeg har så godt som selv set det! det er næsten en upassende historie at fortælle! men det er ganske vist!
Tror, tror hvert evige ord! sagde duerne, og kurrede ned til deres hønsegård: Der er en høne, ja der er somme der siger, at der er to, som har plukket alle fjerene af sig, for ikke at se ud som de andre og således vække hanens opmærksomhed. Det er et voveligt spil, man kan forkøle sig og dø af feber, og de er døde begge to!
Vågn op! vågn op! galede hanen og fløj op på plankeværket, søvnen sad ham endnu i øjnene, men han galede alligevel: Der er tre høns døde af ulykkelig kærlighed til en hane! de havde plukket alle fjerene af sig! det er en fæl historie, jeg vil ikke beholde den, lad gå videre!
Lad gå videre! peb flagermusene, og hønsene klukkede og hanerne galede: Lad gå videre! lad gå videre! og så fór historien fra hønsehus til hønsehus og til sidst tilbage til stedet, hvorfra den egentlig var gået ud.
Der er fem høns, hed det, som alle har plukket fjerene af sig, for at vise, hvem af dem der var blevet magrest af kærestesorg til hanen, og så hakkede de hinanden til blods og faldt døde ned, til skam og skændsel for deres familie og til stort tab for ejeren!
Og hønen, som havde mistet den løse lille fjer, kendte naturligvis ikke sin egen historie igen, og da hun var en respektabel høne, så sagde hun: Jeg foragter de høns! men der er flere af den slags! Sligt skal man ikke fortie, og jeg vil gøre mit til, at den historie kan komme i avisen, så går den landet over; det har de høns fortjent og familien med!
Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist: En lille fjer kan nok blive til fem høns!
Vísindi og fræði | Breytt 9.3.2010 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Röng þýðing seljanda sjónvarpstækja á hugtakinu contrast - Birtuskil en ekki skerpa...!
Flestir seljendur sjónvarpstækja nota kolranga þýðingu á hugtakinu contrast. Þýða hugtakið sem skerpu.
Contrast hefur réttilega verið þýtt sem birtuskil á íslensku, enda lýsir það hugtakinu vel.
Í auglýsingum má lesa til dæmis "skerpa 10.000:1". Þar ætti að standa "birtuskil: 10.000:1".
Að nota orðið skerpa fyrir contrast er undarlegt. Eiginlega bendir það til þess að viðkomandi sjónvarpsverslanir hafi aldrei komið nálægt ljósmyndun, þó svo að margar þeirra selji jafnframt dýrindis myndavélar.
Skerpa er aftur á móti rétt þýðing á orðinu sharpness. Myndir sem ekki eru í fókus hafa lélega skerpu. Þetta vita flestir aðrir en seljendur sjónvarpstækja, svo undarlegt sem það nú er.
Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um birtuskil:
"Birtuskil eða andstæða (e. contrast) segja til um birtuhlutfallið milli hvítasta hvíta litarins og svartasta svarta litarins. Í sjónvarpstækjum er birtuskilum lýst sem hlutfalli eins og 1200:1, 5000:1 eða 20.000:1 svo dæmi séu tekin. Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta. Birtuskilin eru ekki síður mikilvæg en upplausnin því þau segir til um birtudýptina í myndinni".
Seljendur sjónvarpstækja: Takið ykkur nú á! Ef þið seljið einnig myndavélar þá verið þið að gæta ykkar á að rugla ekki saman hugtökum! Það er ekki traustvekjandi
Veit einhver um sjónvarpsauglýsingu þar sem orðið birtuskil er notað? Í auglýsingum og leiðbeiningum fyrir myndavélar virðist orðið þó yfirleitt vera rétt notað.
Vísindavefurinn: Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?
Tölvuorðasafnið: Contrast: Birtuskil.
Afsakið nöldrið...
Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Kjarnorkan virkjuð á Íslandi...?
Geislavirknin er ótvíræð... Að minnsta kosti á sinn hátt á þessari rafmögnuðu mynd.... Myndin er tekin laugardagskvöldið 1. febrúar 2003 á Canon PowerShot S230 stafræna vasamyndavél. Lýsingartími var 15 sek og næmi 100 ISO. Tungl var ekki á lofti, en samt var sæmilega ratbjart í birtu frá norðurljósum. Um 15° frost var þegar myndin var tekin.
Fjallið er Bjarnarfell og er Geysir rétt fyrir utan myndina til hægri.
Norðurljósin myndast þegar sólvindurinn skellur á efstu lögum lofthjúpsins, og er þetta því orka sólar, - en er þetta sólin sem er undir fjallinu? Féll hún af himnum ofan?
Undir Bjarnarfelli við Stalla er lítið gróðurhús. Það er lýst upp með háþrýsti natríumlömpum til að búa til gervisólarljós. Húsið er hitað með vatni úr iðrum jarðar, og þar eru ræktaðar agúrkur þó fimbulkuldi og skammdegi sé úti. Hvaðan kemur orkan til að knýja þessa gervisól? Orkan kemur meðal annars frá sólinni, því sólin er orkugjafi vatnsorkuvera. Án sólar væru engar ár til að virkja. Einnig er það kjarnorka, því orkugjafi jarðgufuorkuvera er kjarnorka í iðrum jarðar. Vatnsorkuver eru því nánast sólarorkuver og jarðgufuorkuver kjarnorkuver. Hvaðan kemur svo orka sólar? Auðvitað er það hrein kjarnorka. Er þá ekki vatnsorkuverið einnig óbeint að beisla kjarnorkuna?
Það má því segja að þetta sé sólin sem er undir fjallinu, eða næstum því...
...Vetrarnætur fjarri byggð geta verið rafmagnaðar
--- --- ---
Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...
Sjálfbærni jarðhitans á Reykjanesi
Vísindi og fræði | Breytt 19.2.2010 kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Danskir vísindamenn uppgötva vísbendingar um uppruna vatns á jörðinni...
Það hlýtur að teljast meiriháttar afrek að finna vatn umhverfis unga stjörnu sem er í 815 ljósára fjarlægð frá jörðu, en það hafa danskir vísindamenn einmitt gert samkvæmt nýlegri grein í danska blaðinu Ingeniøren. Greinina má lesa hér á vefsíðu blaðsins.
Þessi uppgötvun getur hugsanlega hjálpað okkur að skilja uppruna vatnsins á jörðinni, en vatnið er undirstaða alls lífs.
Vísindamennirnir fundu mikið vatn umhverfis stjörnuna NGC1333-IRAS4B með litrófsmælingum. Til þess notuðu þeir sex stóra útvarpssjónauka sem eru við Grenoble í Frakklandi (sjá: Institut de Radioastronomie Millimétrique en þar er frétt im málið: Première localisation de leau dans un système planétaire en formation), en ekki venjulega sjónauka, þannig að það er ef til vill ekki alveg rétt að tala um litróf, en útvarpsbylgjur og ljós eru þó af sama meiði, þ.e. hvort tveggja rafsegulöldur.
Þetta er stjarna sem er að byrja að myndast úr geimryki. Umhverfis hana hefur fundist gríðarmikið magn af vatni sem vísindamennirnir hafa áætlað vera 100 sinnum meira en vatnið á jörðinni.
Hér má sjá hina ungu stjörnu NGC1333-IRAS4B. Efst til vinstri má sjá fingrafar vatns í "litrófinu" sem gulan topp ásamt merki frá lífrænum efnasamböndum sem bláa toppa. Neðst til vinstri má sjá hvar vatnið var að finna.
Myndin efst á síðunni sýnir hugmynd listamanns um hvernið þessi unga stjarna gæti litið út. Hugsanlega eiga reikistjörnur eftir að myndast í ryk-skífunni sem er umhverfis sólina.
Takk Albert Albertsson fyrir ábendinguna!
--- --- ---
Lesið alla greinina sem bloggarinn nappaði af vef Ingeniøren:
http://ing.dk/artikel/106239-dansk-opdagelse-giver-ny-viden-om-vands-tilblivelse-paa-jorden
Dansk opdagelse giver ny viden om vands tilblivelse på Jorden
Astronomer fra Danmark har fundet vanddamp omkring en stjerne, der blev til under sidste istid. Opdagelsen kan vise sig at være med til at løse gåden om, hvordan vand blev til på vores planet.
Af Thomas A. E. Andersen , onsdag 10. feb 2010 kl. 10:07
Fundet af vanddamp omkring en ung stjerne 815 lysår fra Jorden kan måske være med til at forklare, hvordan vandet, som er grundlag for liv som vi kender det i dag, er kommet til Jorden.
Det er en gruppe astronomer under ledelse af Jes Jørgensen fra Center for Stjerne og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum i København og Bonn Universitet som har fundet store mængder vanddamp i den roterende gas- og støvskive omkring stjernen NGC1333-IRAS4B.
Stjernen befinder sig 815 lysår fra Jorden og kan være forløberen for et planetsystem som vores eget solsystem.
Mere end 100 gange vandet i alle verdenshave
Ved hjælp af seks store radio-teleskoper placeret ved Grenoble i Frankrig, søgte astronomerne efter vand omkring den unge stjerne.
Stjernen NGC1333-IRAS4B blev dannet for cirka 10,000-50,000 år siden - samtidig med den sidste istid her på Jorden. Resultatet af observationerne viste, at der er en stor mængde vanddamp omkring
denne unge stjerne og det befinder sig inden for et område svarende til afstanden mellem Solen og den yderste planet i vores solsystem, Neptun.
Mængden af vand i skiven er langt større end hvad man tidligere har antaget - mere end 100 gange den samlede mængde vand i alle verdenshavene på Jorden. Ewine van Dishoeck fra Leiden Universitet i Holland, som er medforfatter på artiklen, siger i en pressemeddelse:
»På grund af de lave temperaturer i molekyleskyen er det meste af vandet blevet til is før stjernen er blevet dannet, men i skiven tæt på den unge stjerne fordamper alt vandet, så vi kan observere det med vores radioteleskoper.«
Kollapset molekylesky fik det til at regne
Vand er grundlaget for liv som vi kender det på Jorden. En stor del af vandet i havene på Jorden stammer sandsynligvis fra verdensrummet.
Solen og planeterne blev formentlig dannet for omkring 4.5 mia. år siden da en lille del af en sky af gas og støv i verdensrummet - en såkaldt molekylesky - faldt sammen på grund af dens egen tyngdekraft.
I molekyleskyen var der også en lille del vand, som på en eller anden måde fandt vej til vores egen Jord. Helt præcist hvordan, er et af de store ubesvarede spørgsmål i studierne af livets oprindelse på Jorden.
»Disse observationer har åbnet for en helt ny metode til at studere vand i unge solsystemer. De radiobølger, som vi kan observere med teleskoperne, gør det muligt for os at kigge meget dybere ind mod stjernen og dens skive, end det hidtil har været muligt. Vi kan dermed studere de fysiske og kemiske processer der har betydning for hvordan skiven udvikler sig og hvordan planeter bliver dannet,« siger Jes Jørgensen fra Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum.
Jes Jørgensen har lige startet en ny gruppe ved Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum, som fokuserer på netop de spørgsmål.
Han planlægger at benytte bl.a. ESOs kommende Alma-teleskop, som kan benyttes til at finde vand omkring mange unge stjerner og dermed fastlægge, om mængden af vand og hvor det befinder sig ændrer sig, mens stjernen bliver dannet.
Ítarefni:
http://www.iop.org/EJ/abstract/2041-8205/710/1/L72
WATER VAPOR IN THE INNER 25 AU OF A YOUNG DISK AROUND A LOW-MASS PROTOSTAR*
10.1088/2041-8205/710/1/L72 2010 ApJ 710 L72-L76 doi:
| ||||
Jes K. Jørgensen1,4 and Ewine F. van Dishoeck2,3
1 Argelander-Institut für Astronomie, University of Bonn, Auf dem Hügel 71, D-53121 Bonn, Germany
2 Leiden Observatory, Leiden University, P.O. Box 9513, NL-2300 RA Leiden, The Netherlands
3 Max-Planck Institut für extraterrestrische Physik, Giessenbachstrasse, D-85748 Garching, Germany
4 Current address: Centre for Star and Planet Formation, Natural History Museum of Denmark, University of Copenhagen, Øster Voldgade 5-7, DK-1350 Copenhagen K, Denmark.
E-mail: jes@snm.ku.dk and ewine@strw.leidenuniv.nl
ABSTRACT. Water is one of the key molecules in the physical and chemical evolution of star- and planet-forming regions. We here report the first spatially resolved observation of thermal emission of (an isotopologue of) water with the Plateau de Bure Interferometer toward the deeply embedded Class 0 protostar NGC 1333-IRAS4B. The observations of the H18 2O 31,3-22,0 transition at 203.4 GHz resolve the emission of water toward this source with an extent of about 02 corresponding to the inner 25 AU (radius). The H18 2O emission reveals a tentative velocity gradient perpendicular to the extent of the protostellar outflow/jet probed by observations of CO rotational transitions and water masers. The line is narrow, 1 km s1 (FWHM), significantly less than what would be expected for emission from an infalling envelope or accretion shock, but consistent with emission from a disk seen at a low inclination angle. The water column density inferred from these data suggests that the water emitting gas is a thin warm layer containing about 25 M Earth of material, 0.03% of the total disk mass traced by continuum observations.
Key words: astrochemistry; ISM: abundances; ISM: individual objects (NGC 1333-IRAS4B); protoplanetary disks; stars: formation
* Based on observations carried out with the Institut de Radioastronomie Millimétrique (IRAM) Plateau de Bure Interferometer. IRAM is supported by INSU/CNRS (France), MPG (Germany), and IGN (Spain).
Print publication: Issue 1 (2010 February 10)
Received 2009 October 18, accepted for publication 2010 January 7
Published 2010 January 22
Reyna má að nálgast sjálfa greinina hér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Norðurljós og fegurð næturinnar...
Undarleg tilfinning fylgir því að standa undir stjörnubjörtum himni fjarri ljósmengun þéttbýlisins. Þá finnur maður til smæðar sinnar og hugur fullorðna barnsins fer á flug... Hvað er þarna uppi? Er einhver þarna að horfa niður til okkar, eða þannig? Ætti ég að prófa að senda honum kveðjur og veifa?
Humm... hugsar maðurinn með barnshjartað agndofa þar sem hann stendur einn úti í nóttinni undir ægifögrum stjörnuhimninum. Tekur það ekki kveðjuna nokkur ár að berast til næstu stjarna eins og Proxima Centauri í Mannfáknum, og enn lengri tíma til annarra stjarna? Jamm..., við getum þó að minnsta hugsað hlýlega til þessara geimvera, enda erum við víst sjálf einnig geimverur...
Þarna uppi eru milljónir milljóna stjarna og umhverfis margar svífa reikistjörnur. Sumar með lífi, jafnvel vitsmunalífi eins og á okkar reikistjörnu sem við nefnum Jörð. Þarna uppi eru stjörnumerkin sem gefa himninum líf, eins og Stóri Björn eða Karlsvagninn sem sjá má efst á myndinni.
"Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt", kvað Tómas. Eins er það með næturhimininn. Um leið og litli maðurinn lærir nöfn á nokkrum stjörnumerkjum öðlast himininn líf. Hann fer að verða vinur manns. Vinur sem alltaf er nærri á dimmum vetrarkvöldum.
Enn undarlegri verður tilfinningin þegar himininn logar í norðurljósum sem sýna okkur dans sem þeim einum er lagið. Norðurljósin koma frá okkar eigin stjörnu, hinnar einu sönnu dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl. Eins konar himnasending sem sólvindurinn ber til hinna örsmáu jarðarbúa sem halda að þeir séu í miðju alheimsins...
Smella má tvisvar á myndina til að stækka.
Myndin er tekin síðastliðið haust nærri Geysi með Canon EOS 400D / 17-85mm.
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...
Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Stefnir greinilega í El-Nino ár eins og 1998 - Hlýtt sumar í vændum...?
Nú virðist allt stefna í metár eins og árið 1998, en þá rauk hitinn upp í nokkra mánuði eins og sjá myndinni hér fyrir ofan, og náði hámarki í febrúar það ár. Síðastliðna mánuði hefur meðalhiti lofthjúps jarðar rokið upp eins og raketta, eins og sjá má lengst til hægri á ferlinum, og ekkert lát virðist á.
Þetta er ekki opinber ferill, en hann er fenginn af bloggsíðu Dr. Roy Spencer loftslagsfræðings sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. Hann birtir oft mæliniðurstöður áður en þær hafa alveg verið sannreyndar og birtar opinberlega, enda hæg heimatökin.
Hann segir m.a. á bloggsíðu sinni:
"The global-average lower tropospheric temperature anomaly soared to +0.72 deg. C in January, 2010. This is the warmest January in the 32-year satellite-based data record.
The tropics and Northern and Southern Hemispheres were all well above normal, especially the tropics where El Nino conditions persist. Note the global-average warmth is approaching the warmth reached during the 1997-98 El Nino, which peaked in February of 1998.
This record warmth will seem strange to those who have experienced an unusually cold winter. While I have not checked into this, my first guess is that the atmospheric general circulation this winter has become unusually land-locked, allowing cold air masses to intensify over the major Northern Hemispheric land masses more than usual. Note this ALSO means that not as much cold air is flowing over and cooling the ocean surface compared to normal...."
Eigum við von á einstaklega hlýju sumri með hjálp El-Niño? Sums staðar erlendis, en ekki endilega hér á landi því Kyrrahafið er ekki beinlínis nærri okkur. Eru ekki öll sumur á Íslandi góð?
El-Niño (El-Ninjo) þýðir barnið (jafnvel Jesú sem barn - Jólabarnið) og er fyrirbæri í Kyrrahafinu.
Umræður má finna á vefsíðu Antony Watts.
Spá NOAA fyrir EL-l-Nino jan 2010
Vísindi og fræði | Breytt 6.2.2010 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 30. janúar 2010
Litlir vinir á lækjarbakka...
Þessum vinum mætti ég einn fagran haustdag á liðnu ári. Sumri var tekið að halla og vetur í nánd. Einhver undarleg ró hvíldi yfir öllu eftir amstur sumarsins sem hafði verið einstaklega milt og fallegt. Eiginlega kom það á óvart hve spakir þessi fallegu stálpuðu heiðlóuungar voru á árbakkanum. Engu var líkara en þeir könnuðust við mig og vissu að ekkert væri að óttast, þó risinn ég væri svo sem þúsundfalt þyngri en þeir. Vissulega voru það ekki bara tveir vinir sem þarna hittust á árbakkanum fallega í lok sumars, heldur þrír vinir sem nutu þess að vera til.
Uppfært 31. jan og 10. feb: Sjá athugaemdir. Líklega eru þetta stálpaðir lóuungar en ekki auðnutittlingar eins og fyrst stóð í textanum en hefur nú verið leiðrétt :-)
Myndin er tekin 4. október 2009 við Almenningsá í Bláskógabyggð með CANON EOS 400D / Canon 17-85 mm IS. Ramminn er gerður með Photoshop Elements 8. Myndina má stækka með því að tvísmella á hana.
Vísindi og fræði | Breytt 10.2.2010 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 24. janúar 2010
Er ný ísöld yfirvofandi? - Kenning Milankovitch...
Það getur verið fróðlegt að skoða hvaða hugmyndir menn hafa um veðurfar fyrir óralöngu, og hvernig menn hafa reynt að skýra ástæður fyrir gríðarmiklum loftslagsbeytingum sem valdið hafa ísöldum og hlýskeiðum á víxl.
(Þó svo að losun manna á CO2 og meint hnatthlýnum af völdum þess sé mikið hitamál, þá fjallar þessi pistill alls ekki um slíkt. Lesendur eru beðnir um að hafa það í huga).
Fyrir um 12 árum, árið 1998, "bloggaði" pistilshöfundur um áhrif sólar o.fl. á veðurfar. Þessi langi pistill "CO2 - Er jörðin að hitna? - Ekki er allt sem sýnist" byrjar hér. og heldur síðan áfram á 9. síðum alls. Einn kaflinn nefnist "Áhrif innbyrðis afstöðu jarðar og sólar á hitastig. Ísaldir og önnur óáran. Rannsóknir á Grænlandsjökli" og er hægt að komast inn á hann hér. Það sem hér er birt er hluti þess kafla. Hafa verður í huga að þessum gamla pistli hefur lítið sem ekkert verið breytt í rúman áratug, þannig að margar vefkrækjur eru óvirkar.
Hér á eftir er styttur útdráttur úr þessum kafla vefsíðunnar sem m.a. fjallar um kenningar Milankowitch. Gamli textinn er með brúnum lit.
Allur kaflinn um Milankowitch er hér.
Myndin hér að ofan er af Milutin Milankovitch (1879-1958) sem var serbneskur verkfræðingur og jarðeðlisfræðingur. (Hann er reyndar stundum titlaður stærðfræðingur eða stjörnufræðingur). Hann er þekktastur fyrir kenningar sínar um orsakir mikilla kuldaskeiða sem koma með um 100 þúsund ára millibili.
(Það er svo annað mál, að það er dálítil ónákvæmni að tala um þessar ísaldir, því eiginlega lifum við á hlýskeiði alvöru ísaldar, eða meginísaldar (Sjá Icehouse/Hothouse eða Icehouse/Greenhouse), sem skiptist í um 100.000 ára kuldaskeið og 10.000 ára hlýskeið. Kuldaskeiðin, sem við leyfum okkur að kalla meginísaldir, eru því ástand sem varir í kannsk í 100 milljónir ára eða svo. Í þessum pistli látum við orðið "ísöld" standa fyrir 100.000 ára kuldaskeiðin eins og í gamla pistlinum, enda er það í samræmi við hefð).
---
Gamli pistillinn frá 1998 (styttur):
Ísaldir og önnur óáran
Rannsóknir á Grænlandsjökli.
(Síðasti hlutinn er aðeins í frumtextanum)
Árið 1941 setti stærðfræðingurinn Milutin Milankovitch fram kenningu sem skýrt getur hvers vegna mikil kólnun verður með tiltölulega löngu millibili. Hann reiknaði út samanlögð áhrif breytinga á möndulhalla (obliquity, 41.000 ára sveifla), möndulveltu (precession, sbr. skopparakringlu, 19-21.000 ára sveifla) og sporöskjulögun brautar jarðar umhverfis sólu (eccentricity, 100.000 ára sveifla).
Niðurstaðan sýnir hvenær líkur eru á köldum og heitum tímabilum, og að á kuldaskeiðum fá staðir á 60°N aðeins sama varma frá sólinni (insolation) og staðir á 80°N fá nú!
Áhrif möndulveltu og möndulhalla gera það að verkum, að annað slagið hallar jörðin lítið móti sólu að sumri til, og verður sumarhitinn [á norðurslóðum] því lágur.
Síðari rannsóknir sýna að fjöldi smærri áhrifa hefur áhrif á heildarmyndina, en kenning Milankovitch er samt sem áður mjög áhugaverð og vel þekkt.
Kenning Milankowitch:
Kenning Milutin Milankovitch um ástæður ísalda er vel þekkt. Með útreikningum er hægt að finna mismunandi hitunaráhrif sólar á norðurhvel jarðar. Möndulhalli, möndulvelta og braut jarðar breytast með tímanum.
Á myndinni hér að ofan sjáum við hvernig þessir þrír þættir leggjast saman og mynda samsetta ferilinn sem er neðst. Tímaskalinn nær 200.000 ár aftur í tímann og 100.000 ár fram í tímann. (Lóðrétti ásinn er merktur: Wött á fermetra á 60°N)
Jæja, hvenær megum við eiga von á næstu ísöld samkvæmt þessari kenningu?
Eins og mörgum er kunnugt, þá virðist sem ísaldir hafi skollið á með litlum fyrirvara á aðeins nokkrum áratugum. Rannsóknir á borkjörnum frá Grænlandsjökli hafa leitt þetta í ljós. Getur verið að sólin hafi komið þar nærri og hjálpað til við að setja ferlið af stað með langvarandi kuldakasti á sama tíma og afstaða jarðar og sólar var óhagstæð samkvæmt líkani Milankovitch?
Hvað ber framtíðin í skauti sér, hlýnun eða kólnun?....
Náttúrulegar breytingar, sem eru vel þekktar, hafa vafalaust ekki stöðvast. Við þekkjum vel hagstæð tímabil í jarðsögunni, með smávægilegum hitasveiflum upp á við og köldum tímabilum þess á milli. Við þekkjum einnig miklar ísaldir, sem koma með nokkuð reglulegu millibili.
Fyrir um 1000 árum var mikið góðæri í heiminum. Það stóð aðeins í tiltölulega stuttan tíma (~200 ár). Síðan tók við langt tímabil með nokkuð köldu veðurfari; "Litla ísöldin". Rannsóknir á sólstjörnum, sem líkjast okkar sól, gefa til kynna að tímabil þar sem sólin er í lægð ("Maunder minimum"), eru algeng fyrirbæri. Stjarneðlisfræðingar hafa í alvöru varað við því að nýtt "Maunder minimum" geti hafist í okkar sól hvenær sem er, jafnvel á næstu öld. Það þýðir nýtt kuldakast og mikinn hafís umhverfis Ísland. Þá mundi aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hafa kærkomin áhrif á hitastig til að vinna á móti þessu. Það er að segja, ef áhrif CO2 til hækkunar hitastigs reynast nægileg.
Raunverulegar ísaldir koma með nokkuð reglulegu millibili. Við þessu getum við ekkert gert. Bara beðið eftir næstu ísöld!
Sé litið til lengri tíma er víst að ný ísöld komi og landið hverfi undir ís. Svo virðist sem hlýindaskeið, eins og nú ríkir, séu fremur undantekning, og að ísöld sé eðlilegra ástand. Við sjáum það á ferlinum, sem nær yfir 900.000 ár, að hitastigið er yfirleitt lægra en nú á dögum (lárétta línan), og oft miklu lægra.
Vel getur verið að við séum að nálgast lok núverandi hlýindaskeiðs, sem þegar hefur staðið yfir í um 10.000 ár. Ef til vill eru ekki nema nokkrar aldir til næstu ísaldar. Ef til vill fáein þúsund ár.
(Á neðsta ferilinn vantar síðstu áratugina og ætti ferillinn að rísa þar. Við erum að skoða tímabil
sem nær yfir næstum milljón ár, svo það skiptir litlu máli. Við höfum hér áhuga á megindráttunum, en ekki smáatriðum. Ferillinn er uphaflega frá IPCC 1990).
Myndin sýnir í stórum dráttum hitafar síðustu 900.000 ára. Strikaða viðmiðunarlínan er sett á hitastig, sem var um 1900. Oftast hefur verið mun kaldara en þá. Takið eftir, að hitasveiflurnar eru miklu meiri en virðist við fyrstu sýn. Hitaskalinn nær yfir aðeins 2 gráður á neðsta ferlinum, en 7-8 gráður á efri ferlunum.
Þegar á allt er litið, getum við ekki annað en verið þakklát náttúrunni fyrir það hve mjúkum höndum hún fer um okkur þessa áratugina.
--- --- ---
Meira hér: www.agust.net/sol/sol-milankovitch.htm
Myndirnar sem fylgja pistlinum voru fengnar einhvers staðar að láni og textinn á þeim þýddur 1998. Upphaflega myndin er mun eldri.
CO2 - Er jörðin að hitna? - Ekki er allt sem sýnist.
Vísindi og fræði | Breytt 28.2.2010 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði