Færsluflokkur: Dægurmál

Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði 1973 fjallaði um mál málanna fyrir skömmu. - Athyglisvert...!

798dc1905650439ef9739c022cbee6cd

 

Norðmaðurinn Ivar Giæver   fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1973 vegna rannsókna í skammtafræði á hálfleiðurum og ofurleiðni. Á samkomu nóbelsverðlaunahafa  1. júlí síðastliðinn hélt hann ræðu sem eftir var tekið.

Ívar lauk prófi í vélaverkfræði frá Þrándheimi árið 1952, fluttist síðan til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi árið 1964.

Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara og hlusta vel á norðmanninn Ivar Giaever. Hann talar mjög skýrt og útskýrir máls sitt þannig að allir ættu að skilja vel. Hann er greinilega með brjóstvitið og fræðin á hreinu. Þessi heiðursmaður er fæddur árið 1929.

Erindið fjallar um mál málanna, þ.e. hnatthlýnun, hækkun sjávarborðs, óveður og fleira ...

Það er vel þess virði að hlusta á Ívar.

 

 

 

 

 

52b9f100239c392c3ad7567c59c4bf4c

 

Vísir 15. desember 1973

 

 

 

Viðtal við Ivar Giaever um lífið og tilveruna:

http://www.nobelprize.org/mediaplayer/index.php?id=713

 

Untitled

 

http://www.nobelprize.org/mediaplayer/index.php?id=713

 

Interview with Professor Ivar Giaever by freelance journalist Marika Griehsel at the 54th meeting of Nobel Laureates in Lindau, Germany, June 2004. Professor Giaever talks about celebrating being awarded the Nobel Prize, his move from Norway to Canada and the USA (2:03), how he got the job at General Electrics despite low grades (4:39), the reasons why he became an entrepreneur (9:53), his thoughts about research (13:48) and also gives some advice to young students (15:45).

 

  


Minningar frá sólmyrkvanum 1954 og sólmyrkvinn 2015...

total-solar-elipse-diamondring

 

 

30. júní árið 1954 var almyrkvi á sólu sem sást mjög vel syðst á Suðurlandi, og einna best nærri Dyrhólaey. Þar var almyrkvi, en aðeins deildarmyrkvi í Reykjavík.

Ég var svo lánsamur að fá að fara með frændfólki að Dyrhólaey og njóta atburðarins í einstaklega góðu veðri. Þar var kominn saman fjöldi fólks og þar á meðal fjölmargir útlendingar, því þetta var einn besti staðurinn til að njóta fyrirbærisins.

Við lögðum af stað frá Reykjavík eldsnemma morguns, því drjúgur spölur var til Dyrhólaeyjar og vegurinn auðvitað venjulegur lúinn malarvegur með þvottabrettum. Búist var við almyrkva um hádegisbil svo eins gott var að vera snemma á ferðinni. Ferðin austur gekk vel og vorum við mætt vel tímanlega. Eins og oft var allnokkuð brim við ströndina og upplagt að bregða á leik í fjöruborðinu meðan beðið var almyrkvans. Strákurinn naut þess vel.

Skyndilega mátti sjá smá sneið á jaðar sólar þegar máninn byrjaði að mjaka sér fram fyrir hana. Margir voru með rafsuðugler eða svarta filmu til að deyfa skært sólarljósið og nokkrir með sótaða glerplötu, en vafalítið hafa margir fengið meiri birtu í augun en hollt getur talist.

Smám saman stækkaði skugginn af tunglinu og bráðlega hafði hann næstum hulið alla sólina. Nú dimmdi óðum og fuglarnir í bjarginu þögnuðu. Þessi nótt sem nú skall á um hásumarið kom þeim greinilega á óvart. Spennan óx og allir störðu þögulir til himins.  Nokkru síðar huldi máninn nákvæmlega alla sólina og sást einungis bjartur hringur á himninum. Almyrkvi á sólu. Undrunarhljóð hljómuðu. Almyrkvinn varði ekki lengi. Skyndilega sást ofurskært tindrandi ljós við jaðar tunglsins. Þetta var sólin að gægjast fram. Máninn og sólin mynduðu nú hinn fræga demantshring sem aðeins sést við almyrkva. Enn meiri undrunarhljóð...  (Myndin efst er af svona demantshring).

Smám saman sást meira af sólinni og fuglarnir tóku gleði sína aftur þegar birti. Mannfjöldinn leyndi ekki gleði sinni. Þetta yrði ógleymanlegt.

 

Vafalítið hefur þessi upplifun haft þau áhrif á guttann litla að hann fékk áhuga á himingeimnum, áhuga sem enn er fyrir hendi. Hann hafði orðið vitni að mögnuðum atburði sem allt of fáir fá tækifæri til að upplifa.


Daginn eftir birtist skemmtileg frásögn í Morgunblaðinu:  

   Forsíða
   Framhald á síðu 2



OKM0078941

 

Fólk fylg­ist með al­myrkva við Dyr­hóla­ey í gegn­um svört spjöld árið 1954

Mynd úr Ljós­mynda­safni Ólafs K. Magnús­son­ar / ​Morg­un­blaðsins. Ólaf­ur K. Magnús­son

 

 

 

Ég á ekki neina ljósmynd frá þessum atburði, en nokkrar sem ég hef tekið af öðrum deildarmyrkvum:

 

  

Sólmyrkvi 1999

 

 Myndina tók ég af deildarmyrkvanum 1999. Myndin er tekin í gegn um rafsuðugler.
Meira hér: Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008

 

 

 

solmyrkvi 1 agust 2008 vid Gullfoss

 Deildarmyrkvi á sólu. Myndin tekin 1. ágúst 2008 nærri Gullfossi.
Meira hér: Sólmyrkvinn 2008




venus-transit-ahb-crop

 

Sólmyrkvi? Tja, þetta er reyndar Venus sem skyggir á hluta sólarinnar.
Myndin er tekin 11. júní 2004 klukkan 07:45.
Meira hér: Þverganga Venusar

 

Þverganga Venusar 2012
Þverganga Venusar 5. júní 2012.
Fleiri myndir hér: Myndir frá þvergöngu Venusar
Ekki beinlínis sólmyrkvi :-)

 

--- --- ---

 

Sólmyrkvinn að morgni föstudagsins 20. mars 2015 

Þetta verður ekki almyrkvi eins og árið 1954,
en tunglið mun þó ná að hylja 97% sólskífunnar.


Á Stjörnufræðivefnum eru frábær myndbönd sem sýna vel hvernig sólmyrkvinn
gæti lítið út frá nokkrum stöðum á Íslandi. Hér er eitt þeirra sem á við Reykjavík. 

Meira hér: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solmyrkvi/solmyrkvi-20.-mars-2015/

 

Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

***

 

Vantar þig sólmyrkvagleraugu?
Stjörnuskoðunarfélagið verður með sólmyrkvagleraugun til sölu í
Smáralind helgina 14.-15. mars.

Gleraugun kosta 500 kr. stykkið og allur ágóði
verður notaður í fleiri fræðsluverkefni.

 

 

Krækjur:


Stjörnufræðivefurinn um sólmyrkvann 2015

Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008.

Sólmyrkvinn í dag. Myndir. (2008)

Tunglmyrkvinn aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar
 2008

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

 

 SE2015Mar20T

 

 sun eclipse space

 Jörðin, sólin bak við tunglið og vetrarbrautin

 


mbl.is Einstæð mynd af almyrkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugir vindar næstu daga og miklar öldur...

 

Næstu daga getur sjólag orðið mjög slæmt og háloftavindar orðið það öflugir að farþegaflugvélar frá Bandaríkjunum til Evrópu gætu náð hljóðhraða. Auðvitað ekki hljóðhraða miðað við loftið sem er á fleygiferð í sömu stefnu, heldur miðað við jörð. Semsagt "groundspeed" en ekki "airspeed".  
Þær gætu af sömu ástæðu orðið lengi á leiðinni vestur. Sjá bloggsíðu Dr. Roy Spencer og bloggsíðu Trausta Jónssonar.

Fylgist með myndunum hér fyrir neðan, en þær eru beintengdar við tölvulíkön.  Prófið að snúa og skruna...

Myndirnar sýna verulegar haföldur, vinda við yfirborð jarðar og háloftavindao.

 

*

                                                                               Haföldur.
                                                                       
        Sjá hér

 

 

**

                                                                                Vindur við yfirborð jarðar.
                                                                           Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

**

 

                                               Skotvindur (röst, jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

Snúðu jarðarkúlunni þannig að norðurskautið snúi upp og skoðaðu alla röstina. Snúðu síðan suðurskautinu upp og skoðaðu hvað er að gerast þar.

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

 

 

                                                              Flugumferð. Sjá www.flightradar24.com


Vetrarsólstöður og hafísinn í dag...

 

 

Sól tér sortna...

 

 

Nú er snjór yfir öllu landinu og óvenjumikill hér á suðvesturhorninu. Skammdegið í hámarki. Sólin er lægst á lofti í dag, en á morgun fer daginn að lengja aftur. Það verður þó varla meira en eitt lítið hænuskref fyrsta daginn, eða aðeins níu sekúndur. Um lengd þessa merkilega hænuskrefs hefur verið fjallað áður, sjá hér.

Þegar allt er meira og minna á kafi í snjó leitar hugurinn ósjálfrátt til landsins forna fjanda. Hvernig skyldi honum líða? Við höfum ekki orðið hans vör í áratugi, sem betur fer. Sumir hafa spáð því að hann væri alveg að hverfa af norðurhveli, en er eitthvað fararsnið á honum? En hafísinn á suðurhveli, hvernig líður honum?  Skoðum málið...

 

Hafísinn á Norðurhveli samkvæmt Dönsku veðurstofunni DMI:

Þessi mynd er tekin 21. desember á vetrarsólhvörfum:

screenhunter_5409-dec-21-06-23

Á þessu ferlaknippi sem minnir aðeins á spaghettí má sjá útbreiðslu hafíss síðustu 10 árin. Eins og sjá má þá er hann ekkert á þeim buxunum að hverfa alveg, en í augnablikinu er hann jafnvel ívið meiri en öll árin undanfarinn áratug.  "The reports of my death have been greatly exaggerated" sagði Mark Twain eitt sinn þegar ótímabærar fréttir höfðu borist af láti hans.  (Heimild: hér, hér).

 

Þessi mynd er aftur á móti breytileg og uppfærist sjálfvirkt:

Hafísinn á norðurhveli...

Á þessum ferli sem uppfærist daglega, en myndin er beintengd við Dönsku Veðurstofuna DMI, má sjá þróunina eftir vetrarsólhvörf 2014.

 

Við gleymum því oft að einnig er hafís á Suðurhveli jarðar:

antarctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Á myndinni má sjá hafísinn á Suðurhveli alla daga ársins frá árinu 1978 er samfelldar mælingar með hjálp gervihnatta hófust. Rauði ferillinn er árið 2014.  Óneitanlega er hafísinn ekki neitt að hverfa á þeim slóðum. Reyndar er hann í allra mesta lagi um þessar mundir miðað við árin frá 1978. (Gögn: r og r og hér).

 

Svo má skoða hafísinn samanlagt á Norður- og Suðurhveli:

global_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

 

Samanlagður hafís á Norður- og Suðurhveli jarðar alla daga ársins síðan 1978. Rauði ferillinn sýnir ástandið 2014. (Gögn: r og r og hér).

 

Meira spaghettí, nú aftur af Norðurhveli eins og efsti ferillinn frá DMI, en fleiri ár:

arctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Hér sjáum við aftur hafísinn á norðurhveli í ár miðað við öll árin frá 1978.  Vissulega hefur hann verið meiri áður og ekki sjáum við hafísárin svokölluðu um 1970, og ekki sjáum við hafísinn eins og hann var þegar hann var nefndur landsins forni fjandi. (Gögn: r og r og hér).

 

Landsins forni fjandi árið 1695:

"1695.    Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík.

Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi

 

Niðurstaðan?

Niðurstaðan er svosem engin. Hafísinn er á sínum stað, bæði fyrir norðan og fyrir sunnan. Hann er ekki að hverfa og hann er heldur ekki að angra okkur.  Það er fátt sem bendir til þess að siglingaleiðir í Norður Íshafi séu að opnast.  

 

Meira um hafísinn hér á vef Ole Humlum prófessors: http://climate4you.com/SeaIce.htm

 

Nú fer daginn að lengja...

Gleymum því ekki að nú fer daginn að lengja. Skammdegið minnkar óðum og áður en við vitum af fara fuglar að gera sér hreiður. Leyfum okkur að hlakka til vorsins og sumarsins og njótum þess að eiga loksins almennileg hvít jól.

 

 anchristmastree_390336

Gleðileg Jól

 

 

Myndina sem er efst á síðunni tók bloggarinn efst í uppsveitunum dag einn í haust 

þegar mikla móðu frá gosstöðvunum lagði yfir sveitina og birtan var dálítið dularfull.

Í hugann kom hið fornkveðna úr Völuspá:

Sól tér sortna,
sígr fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
geisar eimi
við aldrnara,
leikr hár hiti
við himin sjálfan.

 

 

 

 


"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"...

 

 

 

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Þorsteinn hefur oft fjallað um klukkuna, seinkun hennar, sumartíma, vetrartíma, o.fl. Mig langar til að vísa á nýlegan pistil hans á vef Almanaksins: „Um seinkun klukkunnar“    http://www.almanak.hi.is/seinkun2.html

Það vill svo til að sá sem þessar línur ritar starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að  hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

 

Þorsteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið 1. desember:

 

Still­ing klukk­unn­ar alltaf mála­miðlun

Ingi­leif Friðriks­dótt­ir
if@mbl.is

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.stækka

Dr. Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur hjá
Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. mbl.is/​Golli

„Ég hef mikl­ar efa­semd­ir um nei­kvæð heilsu­fars­leg áhrif af fljótri klukku. Í því sam­bandi er at­hygl­is­vert að svefn­höfgi ung­linga virðist engu minna vanda­mál í þeim lönd­um þar sem klukk­unni er seinkað að vetri til,“ seg­ir Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur.

Hann seg­ir það klukk­una frem­ur en dags­birt­una sem ræður því hvenær ung­ling­ar fara að sofa á kvöld­in. Sums staðar er­lend­is hafi það gef­ist vel að hefja skóla­hald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Eg­ilsstaðaskóla síðustu ár.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyr­ir­lest­ur Bjarg­ar Þor­leifs­dótt­ur, lektors við Lækna­deild Há­skóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslend­inga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsu­mál að seinka klukk­unni um eina klukku­stund. Íslend­ing­ar væru að skapa sér vanda með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem hef­ur meðal ann­ars slæm­ar af­leiðin­f­ar fyr­ir heilsu fólks.

Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsu­fræðilegt heimsvanda­mál,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ist jafn­framt hafa þá at­huga­semd að Björg, ásamt mörg­um öðrum, ein­blíni á eina af­leiðingu þess að seinka klukk­unni í stað þess að skoða málið frá öll­um hliðum. 

Hverri til­hög­un fylgja kost­ir og ókost­ir

„Still­ing klukk­unn­ar verður alltaf mála­miðlun því að sér­hverri til­hög­un fylgja bæði kost­ir og ókost­ir,“ seg­ir Þor­steinn, en bend­ir á að þegar nú­gild­andi lög um tíma­reikn­ing voru sett árið 1968 hafi megin­á­stæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukk­una.

Í pistli sín­um um seink­un klukk­unn­ar seg­ir hann mark­miðið með laga­setn­ing­unni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föst­um tíma allt árið. „Skoðana­könn­un leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku („sum­ar­tíma“) en óbreytta („vetr­ar­tíma“). Varð því niðurstaðan sú að klukk­ur skyldu stillt­ar eft­ir miðtíma Greenwich.“

Radd­ir komið fram síðustu ár sem kalla á breyt­ingu

Eft­ir breyt­ing­una má segja að friður hafi ríkt um tíma­reikn­ing­inn í ald­ar­fjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram radd­ir sem kalla á breyt­ingu á ný. Má þar nefna þings­álykt­un­ar­til­lögu árið 1994, frum­varp árið 1995 (end­ur­flutt 1998 og 2000), og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014.

„Spyrja má hvers vegna breyt­inga sé óskað eft­ir svo langa sátt um nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag. Þar kem­ur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vax­in upp ný kyn­slóð sem man ekki það fyr­ir­komu­lag sem áður gilti og þekk­ir ekki af eig­in raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skap­ast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfé­lag­inu, nýrr­ar tækni og nýrra sjón­ar­miða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tek­in um laga­setn­ingu sem óhjá­kvæmi­lega snert­ir hvern ein­asta Íslend­ing að meira eða minna leyti.“

Bjart­ari morgn­ar dýr­keypt­ir

Þá bend­ir hann á að seink­un klukk­unn­ar hefði þau áhrif að bjart­ara yrði á morgn­anna og það sé tví­mæla­laust sterk­asta rök­semd þeirra sem vilja fara þessa leið. 

„Á hinn bóg­inn eru bjart­ari morgn­ar keypt­ir því verði að fyrr dimm­ir síðdeg­is þegar um­ferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn get­ur greint á um það hvort þeir kjósi frem­ur bjart­ari morgna eða bjart­ara síðdegi. En um­ferðarþung­inn bend­ir til þess að menn nýti al­mennt síðdegið frem­ur en morgn­ana til að sinna er­ind­um sín­um. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórn­ast því ekki af birt­unni einni sam­an. Óum­deilt er, að flest­ir kjósa flýtta klukku á sumr­in, því að lengri tími gefst þá til úti­vist­ar.“

Fals­von­ir um batn­andi líðan við að seinka klukk­unni

Þor­steinn bend­ir jafn­framt á að í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sé horft fram­hjá þeirri staðreynd að raf­lýs­ing hef­ur áhrif á lík­ams­klukk­una ekki síður en sól­ar­ljósið og rask­ar því hinni nátt­úru­legu sveiflu. „Í þjóðfé­lagi nú­tím­ans ræður sól­ar­ljósið ekki still­ingu lík­ams­klukk­unn­ar nema að tak­mörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönn­um fals­von­ir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukk­unni.“

Þá seg­ist hann hrædd­ur um að mörg­um myndi bregða í brún þegar þeir yrðu var­ir við það að myrkrið skylli á klukku­stund fyrr síðdeg­is, eins og myndi ger­ast ef klukk­unni væri seinkað. „Dótt­ir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukk­unni var breytt þar frá sum­ar­tíma yfir á vetr­ar­tíma. Hún orðaði það svo að breyt­ing­in síðdeg­is hefði verið afar óþægi­leg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleir­um, bæði aust­an­hafs og vest­an­hafs,“ seg­ir Þor­steinn.

Loks seg­ir hann rétt að vekja at­hygli á því að mik­ill fjöldi fólks í heim­in­um býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjá­ist vel ef tíma­kort Almanaks Há­skól­ans er skoðað.

 

--- --- ---

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, skrifaði 1. desember 2014 á visir.is:

Myrkur í heygarðshorninu

SKOÐUN
09:18 01. DESEMBER 2014
 
 
Gullli
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi.


Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan.

Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum.

Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24.

Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.

 

--- --- ---

 

Þetta er skoðun þeirra tveggja manna sem best þekkja útreikning tímatals og klukkunnar á Íslandi. 

Á mínum vinnustað mætir starfsfólkið til vinnu á tímabilinu 7 til 9. Þeir árrisulu mæta snemma og geta því einnig farið snemma heim í lok vinnudags. Flestir mæta um klukkan átta, en allnokkrir ekki fyrr en um níuleytið.  Allir eru ánægðir og klukkan ekkert vandamál.

Svo má auðvitað minnast á að í þéttbýli utanhúss er tæplega hægt að tala um skammdegismyrkur, lýsing er það góð. Myrkrið er aftur á móti í dreifbýlinu. Þar er það oft kolsvart.  Innanhúss er auðvitað vel bjart hjá okkur öllum, þökk sé góðri raflýsingu. 

Ráðið við morgunsyfju er einfalt: Fara fyrr að sofa og gæta þess að ná 7 - 8 tíma svefni. Vakna síðan eldhress smile.



 

 

 

 

 


mbl.is Svona dimmir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona verða kannski flugtök og lendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar búið verður að loka NA/SV flugbrautinni - Hrikalegt myndband...

 

 

 

 

 

Flugtök og lendingar í hliðarvindi eru ekkert grín, heldur gera þær verið stórhættulegar eins og fram kemur í myndbandinu. 

Hætt er við að við eigum eftir að sjá svona aðfarir þegar búið verður að bækla Reykjavíkurflugvöll með lokun NA/SV flugbrautarinnar, eins og fyrirhugað er. Sérstaklega ef miðað verður við 25 hnúta hliðarvind (13m/s, 46km/klst, 6 vindstig) eins og gert hefur verið.

Afstaða þeirra sem vilja minnka öryggi flugvallarins lýsir vanþekkingu og ábyrgðarleysi.

 

leifur_magnusson.jpg
Í Morgunblaðinu í fyrradag, 10 apríl, var grein eftir Leif Magnússon verkfræðing, en hann var í um áratugaskeið einn af framkvæmdastjórum hjá Flugleiðum. Leifur stýrði lengst af því sviði sem sá um mat á þróun flugflota félagsins og öryggismál.

Leifur er meðal fróðustu manna um öryggismál Reykjavíkurflugvallar.  Í greininni er meðal annars fjallað um lendingar í hliðarvindi.

(Feitletrun í greininni er á ábyrgð bloggarans).

 

Deiliskipulag á brauðfótum

Á Þorláksmessu auglýsti Reykjavíkurborg eftir athugasemdum við tillögu sína að nýju deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll og var ég meðal 43 sem sendu athugasemdir. Hinn 8. apríl barst mér svar Umhverfis- og skipulagssviðs og með því umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 10. mars, upp á 24 síður. Þar er vitnað til ýmissa skjala, sem deiliskipulagið byggist á, og bersýnilega treyst á að sauðsvartur almúginn þekki hvorki á þeim haus né sporð. Lítum nánar á þessi grunnskjöl deiliskipulagsins.

Þar ber fyrst á fjöru það sem þar er nefnt »skýrsla samgönguráðherra«. Í reynd er það skýrsla nefndar, sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi samgönguráðherra, skipaði 7. des. 1988 undir formennsku Álfheiðar Ingadóttur líffræðings til »að vinna áhættumat vegna Reykjavíkurflugvallar«. Skilaði hún skýrslu sinni til ráðherra 30. nóv. 1990. Þá vakti athygli eftirfarandi yfirlýsing á bls. 2: »Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að gerð áhættumats vegna Reykjavíkurflugvallar krefðist yfirgripsmeiri og sérhæfðari rannsókna en væru á færi nefndarinnar auk þess sem ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um það hvað teljist ásættanleg áhætta af rekstri flugvallar í Vatnsmýri.« Engu að síður lagði nefndin fram tíu tillögur, og ein þeirra var eftirfarandi: »Hætt verði notkun á NA/SV-braut (07-25) og henni lokað.«   Í umfjöllun skýrslunnar er hvergi orð að finna um áhrif slíkrar lokunar á nothæfisstuðul vallarins, né heldur minnst á þá stórauknu slysahættu, sem myndi fylgja auknum fjölda flugtaka og lendinga við efri mörk leyfilegs hliðarvinds. Hvorki samgönguráðherra né ráðuneytið tók neina afstöðu til tillagna nefndarinnar og mér er vel kunnugt um að skýrslan var ekki send Flugráði til umsagnar, eins og hefð var fyrir um slík skjöl. Þetta grunngagn deiliskipulagsins hefur því nákvæmlega ekkert gildi.

Þá er í umsögn skipulagsfulltrúa ítrekað vitnað til »samkomulags um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli«, sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu 19. apríl 2013, en »með fyrirvara um samþykki borgarráðs«. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar eru nú birtar fundargerðir 46 funda borgarráðs frá þessum degi, og þar er hvorki að finna kynningu samkomulagsins né umrætt samþykki borgarráðs. Meginatriði málsins felst hins vegar í afgerandi afstöðu, sem Alþingi tók dagana 19.-21. des. 2013 við lokaafgreiðslu fjárlaga ársins 2014, en þá var alfarið hafnað að í þeim væri heimild til sölu einhvers hluta lands Reykjavíkurflugvallar.

Í umsögn skipulagsfulltrúa er ítrekað vitnað til skjala frá 25. okt. 2013, og þeim þá á ýmsan hátt fléttað saman. Nauðsynlegt er, að menn átti sig á því hvað þar fór fram. Í fyrsta lagi undirrituðu forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóri, formaður borgarráðs og forstjóri Icelandair Group hf. »samkomulag um innanlandsflug«, sem fjallar um eitt málefni, skipun verkefnisstjórnar undir formennsku Rögnu Árnadóttur til »að fullkanna aðra kosti til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri«. Hefur hún til ársloka 2014 að skila skýrslu sinni. Í öðru lagi undirrituðu aðeins innanríkisráðherra og borgarstjóri annað skjal án fyrirsagnar, og í þremur liðum. Í inngangi þess er sérstaklega áréttað að þar sé um að ræða vinnu »í samræmi við áður undirritaða samninga«, án þess að þeir séu þar tilgreindir. Í bréfi innanríkisráðuneytis til Isavia ohf., dags. 30. des. 2013, kemur hins vegar fram um hvaða fimm »ítrekuðu samninga« sé að ræða, og eru það skjöl frá árunum 1999-2013. Ekki er rými í þessari grein til nánari umfjöllunar um þessi fimm skjöl, sem ég tel að í dag séu marklaus og hafi ekkert fordæmisgildi fyrir ákvarðanir núverandi stjórnvalda um skerðingar á umfangi flugvallarins eða þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Ég hef sent hlutaðeigandi embættismönnum ríkisins nánari ábendingar um þessi fimm skjöl.

Að lokum er vitnað til bréfs forstjóra Isavia ohf. til innanríkisráðherra, dags. 13. des. 2013, undir fyrirsögninni »Afleiðingar lokunar norðaustur-suðvestur-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkraflug«. Með því var fylgiskjalið »Nothæfisstuðull fyrir sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli«, þar sem litið er á þessa tvo flugvelli sem eitt mannvirki, og miðað við 25 hnúta hámarkshliðarvind! Þessi skjöl eru nú á sveimi í netheimum og sagnfræðingar framtíðar eiga eflaust eftir að skoða þau af athygli, einkum þeir, sem kunna að lesa á milli lína.

Bæði innanríkiráðuneyti og Isavia ohf. vita eflaust af »reglugerð um flugvelli nr. 464/2007«, sem er að mestu bein þýðing alþjóðareglna um flugvelli. Í henni er að finna nákvæma skýringu orðsins »nothæfisstuðull« (e: Usability factor). Þar er jafnframt skilmerkilega tilgreint hvernig hann skuli reiknaður, og að miða skuli við þrenns konar tölugildi hámarkshliðarvinds, 10, 13 og 20 hnúta, sem tengjast lengd flugbrauta og flugumferð, sem þær þjóna. Fyrir Reykjavíkurflugvöll ber alfarið að nota 13 hnúta tölugildið.

 




Alþjóðlegur dagur skóga er í dag 21. mars - Myndband - Nytjaskógrækt á beru landi...

 

 

 

Verðlaus hektari lands gæti skilað 2 milljóna arði eftir 50 ár.

Alþjóðlegur dagur skóga er föstudaginn 21 mars 2014. Í tilefni dagsins hefur Skógrækt ríkisins sett saman myndskeið með ljósmyndum og fróðleik um nytjaskógrækt á beru landi. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að rækta timburskóga á íslenskum eyðimörkum og fá veruleg verðmæti úr skóginum eftir 50-80 ár.

Í stað eyðisanda á láglendi, sem ná yfir um 12% landsins, getum við fengið dýrmætt skóglendi. Einn hektari sem nú gefur af sér einn til tvo þúsundkalla á ári með sauðfjárbeit gæti gefið af sér tvær milljónir eftir 50 ár ef ræktuð er alaskaösp.

Skógrækt bætir landið, skapar atvinnu, treystir búsetu, byggir upp sjálfbær vistkerfi, vinnur gegn landeyðingu, jarðvegstapi og uppblæstri. Sveiflum haka og ræktum nýjan skóg
!


Lesið meira hér og hér á vef Skógræktar ríkisins.


  www.skogur.is

 

 

Fróðlegt myndband:


 


Neyðarkall frá bandarísku veðurþjónustunni falið í veðurskeyti...

   

 

nws_pay_us_afd.jpg

 

Neyðakall var falið í veðurfréttum NOAA National Weather Service i gær 4. október, en eins og flestir vita þá fá margir ríkisstarfsmenn engin laun um þessar mundir í Bandaríkjunum...

Prófið að lesa lóðrétt niður í rauða rammanum á myndinni.  PLEASE PAY US  stendur þar.

Varla er þetta tilviljun.

Hægt er að sjá allt skeytið hér:
http://mesonet.agron.iastate.edu/wx/afos/p.php?dir=next&pil=AFDAFC&e=201310032155

 

 

http://governmentshutdown.noaa.gov

 

 

america_shut-down.jpg

 


Verður hafísinn mun meiri enn á sama tíma í fyrra...?

 

 


Óþarfi er að hafa mörg orð um þennan beintengda feril frá Dönsku veðurstofunni DMI sem sýnir útbreiðslu hafíss.

Svarti þykki ferillinn sýnir ástandið nú, en sá dökkblái sýnir útbreiðsluna í fyrra, en þá var hafís mjög lítill. Hvert stefnir í ár? Lágmarki ársins verður náð eftir fáeinar vikur.  Fróðlegt verður að fylgjast með.

Takið eftir dagsetningunni neðst til vinstri á myndinni.

 

 

Sjá pistil frá því í maí hér.

Hafísdeild Dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk

 

Myndin efst á síðunni: ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

Uppfært 11. ágúst 2013:

Ný framsetning hjá DMI:

Myndin neðst á síðunni: http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current_new.png

Sjá vefsíðuna: http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.php

 

 

 
icecover_current_new                        Arealet af al havis på den nordlige halvkugle i de seneste år.
                       Det grå område omkring den klimatologiske middelværdi svarer til
                       plus/minus 1 standard afvigelse.

Plottet ovenfor erstatter den tidligere isudbredelsesgrafik, som var baseret på iskoncentrationsdata med en bred kystzone-maske. Denne kystzone-maske betød, at det gamle isudbredelsesestimat var undervurderet. Det nye plot viser det absolutte isudbredelsesareal. Det gamle plot kan for en tid ses her.

Stórfengleg hikmynd frá Alþjóða Geimstöðinni...

 

 

 

 

 

Einstaklega falleg hikmynd (time lapse video) sett saman úr myndum

teknum frá Alþjóða Geimstöðinni - International Space Station.

 

Myndin er um 6 mínútna löng og má þar m.a. sjá  stórfengleg
norðurljós, vetrarbrautina og sjálfa geimstöðina.

 

Myndbandið er miklu tilkomumeira ef það er skoðað í fullri skjástærð og HD.

 

 

Tónlistin er eftir Emancipator.

Myndbandið gerði Brian Tomlinson með myndum frá NASA.

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 766106

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband