Sunnudagur, 26. febrúar 2012
Verkfræðingar við Harvard háskóla smíða býflugur með gervigreind...
Það er ekki annað hægt að segja en að þessi tækni sem notuð er til að smíða þessi vélrænu skordýr sé stórmerkileg... En þegar grannt er skoðað á hún margt sameiginlegt með barnabókum sem við þekkjum flest, þ.e bækur þar sem ævintýrið bókstaflega sprettur upp þegar við opnum bókina, en þannig bók er stundum kölluð sprettibók, eða pop-up book á útlensku.
Í þessum pistli er meiningin að litast um í Verkfræðideild Harvard háskóla, en eins og margir vita, þá er Harvard meðal allra þekktustu háskóla. Reyndar er Harvard í göngufæri frá hinum þekkta verkfræðiháskóla, MIT - Massachusettes Institute of Technology.
Um er að ræða örsmátt flygildi sem er nánast vélbýfluga, eða RoboBee eins og fyrribærið er kallað. Framleiðsluferlið er einstaklega sniðugt og verður því lýst með hjálp myndanna hér fyrir neðan. Kvikindið vegur aðeins 0,09 grömm, eða tæplega 1/10 úr grammi. Smíðin á flygildinu er aðeins fyrsti áfanginn, síðar verður væntanlega bætt við litlum heila til að gefa flugunni smá vit, vídeó myndavél fyrir augu, o.s.frv. Hvar endar þetta?
Hér er vél-býflugan nýkomin úr "púpunni" sem framleiddi hana. Hún er greinilega ekki stór, eins og sést samanborið við peninginn (1 cent). Hér sjáum við búnað sem líkja má við púpu sem flugan skríður fullsköpuð úr. Þessi 18 laga vél er með sveigjanlegum lömum sem setur saman þrívíða afurðina, sem aðeins er 2,4 mm á þykkt, í einni svipan, svipað og í sprettibók.
Litli róbotinn, hin 2,4 mm þykka vélbýfluga, er settur saman með öðrum róbota. Kannski má segja að stærri róbotinn sé vélpúpa. Hér sjáum við þríviða teikningu af púpunni og flugunni. Hönnuðurnir segja að auðvelt sé að bæta við mótorum og skynjurum.
Svona vél getur auðveldlega fjöldaframleitt vélbýflugur. Markmiðið er að fjöldaframleiða svarm af svona vélbýflugum. Rannsóknarstofan hefur unnið að frumgerðum vélskordýra í mörg ár, fyrst var þetta mikil handavinna, en nú er framleiðsla nánast orðin sjálfvirk. Nærmynd af búnaðinum. Hver örþunnur flötur er myndaður úr 18 lögum.
Efri myndin sýnir lítinn hluta af verkfræðiteikningu af "Harvard Monolithic Bee" sem samkvæmt orðanna hljóðan þýðir nánast "Harvard einsteinungs býflugan". Neðri myndin sýnir öll 18 lögin sem myndar þynnuna sem síðan er skorin með leysigeisla, og þarnæst brotin eins og pappír í sprettibók.
Næsta kynslóð Harvard flugunnar. Hér er búið að bæta við skynjurum, taugakerfi, heila og mótorum. Flugan verður fljúgandi vitvél...
Tvö fróðleg myndbönd sem sýna hvernig smíðin fer fram:
Lesa meira: http://robobees.seas.harvard.edu
...og verkfræðistofan Verkís 80 ára ![]()
Ef ég væri orðin lítil fluga,
Líklega höfum við aðeins fengið að gægjast örlítið inn um dyrnar að Undralandi. |
Vísindi og fræði | Breytt 29.2.2012 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. febrúar 2012
Ritstjórnarstefna bloggsins...
Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdakerfi þessa þessa bloggsvæðis:
- Athugasemdakerfið er stillt þannig að umsjónamaður bloggsins þarf að samþykkja athugasemdir áður en þær birtast.
- Hér gilda hliðstæðar reglur og hjá ritstjórn blaða: Aðeins athugasemdir sem sá sem er ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði telur málefnalegar og eiga erindi verða birtar.
- Álit þeirra sem skrifa undir fullu nafni er metið áhugaverðara en þeirra sem skrifa undir dulnefni eða eingöngu fornafni, og athugasemdir nafnleysingja að jafnaði ekki birtar.
- Persónuníð (Ad hominem) eða illt umtal er ekki liðið.
- Að jafnaði verða aðeins athugasemdir sem eiga við efni viðkomandi pistils birtar.
- Það verður mat pistlahöfundar hverju sinni hvort ástæða sé að hafa athugasemdakerfið opið eða ekki.
- Stundum getur verið ástæða til að banna ákveðnum notendum að skrifa athugasemdir. Því ákvæði er þó ekki beitt nema full ástæða sé til.
Sunnudagur, 19. febrúar 2012
Hálf öld síðan Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðu í geimfari - Myndband...
Á morgun mánudaginn 20. febrúar er rétt hálf öld liðin síðan John Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðina í örsmáu hylki Mercury Friendship 7. Á þessum tíma var kalda stríðið í hámarki og geimferðakapphlaupið milli Bandaríkjamanna og Rússa var að hefjast. Þetta var 20. febrúar 1962. NASA hefur gert myndband til að minnast aburðarins. Pistlahöfundi er minnisstætt þegar hann heimsótti Kennedy Space Center fyrir fimmtán árum og skoðaði þá meðal annars þetta Mercury hylki sem Glenn ferðaðist í. Það kom á óvart hve lítið og léttbyggt það er.
John Glenn fór síðan aftur í geimferð árið 2008 þegar hann var orðinn 77 ára, eins og fram kemur í myndbandinu, 46 árum eftir fyrra flugið.
Sjá bloggpistla um svipað efni: 2011: Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum... 2007: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október |
--- --- ---
Norðurljós er erfitt að spá fyrir um með góðum fyrirvara, en þó er
ýmislegt hægt að gera til þess að minnka líkurnar á
að maður missi af þeim.
Á vefsíðu nokkurri er samansafn af beintengdum upplýsingum
frá ýmsum rannsóknarstofnunum víða um heim,
meðal annars á Íslandi.
Sjá vefsíðuna:
Vísindi og fræði | Breytt 24.2.2012 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. febrúar 2012
Verkís 80 ára: Óvenjuleg ljósasýning í kvöld og næstu kvöld - Videó...
Verkís verkfræðistofa fagnar 80 ára afmæli á árinu og lýsir af því tilefni upp starfstöðvar sínar á nýjan og spennandi hátt. Leikurinn hófst í Reykjavík í gær en þá varð framhliðin á Suðurlandsbraut 4 að svokölluðum "tómum striga listarinnar" þar sem listamenn sýndu Pixel Art verk og notuðu til þess lýsingu í gluggum. Í kvöld tekur við margbreytileg lýsing sem framkallar ýmis konar áhrif og mun lifa áfram í skammdeginu. Verkís hefur á sínum snærum marga af færustu lýsingarhönnuðum landsins og mun lýsingin því án efa vekja athygli og gleði meðal íbúa. Frímann Freyr Kjerúlf Björnsson, sem útskrifaður er úr Listaháskóla Íslands, sá um listræna útfærslu lýsingarinnar í samvinnu við myndlistarmennina Friðrik Svan Sigurðarson og Geir Helga Birgisson. Tengja saman verkfræði, list og tækni Með þessu viljum við sýna fram á að þó að Verkís sé orðið 80 ára að þá erum við hágæða þekkingarfyrirtæki sem er í góðum tengslum við þróun og tækninýjungar á öllum sviðum. Þetta sýnir einnig fram á að hægt sé að tengja saman verkfræðiþekkingu, tækni og list , segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís. Verkfræðistofur bjóða upp á mun meira heldur en margir gera sér grein fyrir og er þetta einn liður í að sýna fram á það. Þetta opnar einnig möguleikann á áframhaldandi samstarfi við listamenn og með uppsetningu ljósanna á Suðurlandsbraut má segja að við séum komin með stóran skjá þar sem fleiri listamenn gætu komið með sínar útfærslur, heldur Sveinn áfram. Textinn hér að ofan er fenginn af vefsíðunni www.verkis.is Myndina hér að ofan tók Skarphéðinn Þráinsson starfsmaður Verkís. Þess má geta að öll lýsingin er með ljóstvistum eða LED, og auðvitað stjórnað með tölvu. Kaldir fingur og rok gerðu pistlahöfundi erfitt að halda myndavélinni réttri, en myndbandið gefur hugmynd um herlegheitin. Vindhljóðið leynir sér ekki. Myndin er tekin á Canon 95 vasamyndavél. Fyrri hluti myndbandsins sýnir Suðurlandsbraut 4, en aftast er myndskeið sem sýnir mjög sérstaka lýsingu á vegg Ármúla 4, en Verkís er til húsa á báðum þessum stöðum, auk starfsstöðva víða um land. Starfsmenn Verkís eru rúmlega 300 talsins. Fyrsta Gangverk afmælisársinsVerkís fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður fréttabréfið Gangverk gefið oftar út en endranær. Fyrsta tölublað ársins hefur litið dagsins ljós og inniheldur bæði sögulegar greinar sem og nýjar fréttir. Helstu greinar eru:
Hægt verður að nálgast Gangverkið á öllum starfsstöðvum Verkís en einnig er rafræna útgáfu að finna hér: Smella hér: Gangverk 1.tbl 2012
|
1932 - 2012
80 ár
Vísindi og fræði | Breytt 16.2.2012 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 7. febrúar 2012
Við lifum á köldum tímum segir danskur vísindamaður við Hafnarháskóla - Merkilegt myndband...
Jørgen Peder Steffensen starfar við Hafnarháskóla, Niels Bohr Institutet, Is og klima. Hann skýrir hér frá merkilegum rannsóknum á Grænlandi og segir okkur að fyrir árþúsundi hafi verið 1,5° hlýrra en í dag, en 2,5° hlýrra fyrir 4000 árum.
|
Föstudagur, 3. febrúar 2012
Ótrúlegt og kannski pínulítið óhuggulegt...
Einhvern vegin dettur mér í hug kvikmynd Alfred Hitchcock, eða innrás geimvera þegar ég horfi á þetta myndband. Það er ekki laust við að það fari um mann smá hrollur þegar maður sér þessa tækni sem þróuð er hjá Háskólanum í Pennsylvaníu, nánar tiltekið GRASP rannsóknarstofunni sem þróar hátækni vélmenni....
Og svo... Ein frægasta hryllingsmynd allra tíma sýnd á ofurhraða:
Góða helgi!
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. febrúar 2012
Nýr hitaferill frá gervihnetti sýnir kólnun...
Janúarmánuður reyndist frekar kaldur samkvæmt gervihnattamælingum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Meðalhiti mánaðarins, mælt yfir nánast alla jörðina, reyndist tæplega 1/10 úr gráðu undir meðaltali áranna 1979-1999. Hitafallið í janúar er töluvert, eða rúmlega Ferillinn er fenginn af vefsíðu Dr. Roy Spencer. Granni blái ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, rauði rólegi ferillinn sýnir 13 mánaða meðaltal, og svarta beina lárétta línan við 0,0°C sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998. Ferlarnir eru frávik frá þessu meðaltali.
Til að setja málið í samhengi, þá hefur hitastig jarðar hækkað um 0,7 til 0,8°C á síðastliðnum 150 árum, að hluta til af völdum náttúrunnar og að hluta til vegna umsvifa mannfólksins (losun CO2 og breytt landnýting). Sveiflurnar sem við sjáum hér fyrir ofan eru af sömu stærðargráðu.
|
Vísindi og fræði | Breytt 4.2.2012 kl. 20:22 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 29. janúar 2012
Norrænir menn á Grænlandi ræktuðu bygg og brugguðu öl fyrir árþúsundi...
Í danska vefritinu Videnskab.dk var 26. janúar áhugaverð grein sem nefnist Vikingerne dyrkede korn på Grønland. Rannsóknir danskra vísindamanna frá danska þjóðminjasafninu hafa sýnt fram á að norrænir menn, sem settust að á Grænlandi árið 985 með Eirík rauða Þorvaldsson í fararbroddi, stunduðu kornrækt. Hafa fundist leifar af byggi við Brattahlíð á Suður-Grænlandi. Rannsókninni stjórnaði Peter Steen Henriksen sérfræðingur á Þjóðminjasafninu, eða Nationalmuseet. "Nu viser det sig altså, at de tidlige nordboere har kunnet dyrke korn, hvilket har haft stor betydning for deres ernæring og overlevelse", er haft eftir Peter Steen Henriksen. Loftslag hefur greinilega verið mjög milt í Grænlandi á þessum árum, það milt að hægt hefur verið að stunda kornrækt, að minnsta kosti nægilega mikið til að brugga öl, baka brauð og elda graut. Hver veit nema Grænland hafi þá staðið undir nafni og verið grænt og búsældarlegt á sumum svæðum á sama tíma og land okkar var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Á fjórtándu öld fór að kólna og byggð norrænna manna lagðist af. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem aftur fór að hlýna. Ekki fara þó fréttir af kornrækt nú í Grænlandi, en getur verið að fyrir árþúsundi hafi veðurfar verið mildara en í dag? Það er ástæðulaust að endurtaka greinina í Videnskab.dk, því öll erum við vel læs á Dönsku. Lesið því greinina með því að smella á nafn hennar: Vikingerne dyrkede korn på Grønland. Greinin er einstaklega áhugaverð..
Byggaxið brunna sem fannst er ekki stórt, en hver reitur er millimetri á kant.
Eiríkur hinn rauði stendur skrifað á myndinni. Varla hefur hann þó litið svona út... Myndin er eftir Arngrím Jónsson lærða og birtist í Grönlandia 1688.
Úr Hávamálum Ótæpileg öldrykkja
12. Er-a svá gótt sem gótt kveða öl alda sona, því at færa veit, er fleira drekkr síns til geðs gumi.
13. Óminnishegri heitir sá er yfir ölðrum þrumir, hann stelr geði guma; þess fugls fjöðrum ek fjötraðr vark í garði Gunnlaðar.
14. Ölr ek varð, varð ofrölvi at ins fróða Fjalars; því er ölðr bazt, at aftr of heimtir hverr sitt geð gumi. |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Sólblossinn mikli 23. janúar - Nokkur myndbönd...
Hér fyrir neðan eru nokkur myndbönd af sólblossanum í gær.
Hægt er að fylgjast með mælitækjum o.fl. víða um heim með því að fara á
þessa vefsíðu Norðurljósaspá.
Þetta er öflugasti sólblossi síðan í október 2003. Hann er flokkaður sem "Strong" eða í stærðarflokk S3, en öflugustu eru í flokk S5. Sjá vefsíðu NASA hér.
Mjög falleg norðurljós sáust víða um heim og eru myndir farnar að birtast hér og hér.
Eldri pistlar um sólblossa:
Um sólblossa fyrr og nú...
Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...
![]() |
Sólin að lifna við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.1.2012 kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. janúar 2012
Hvers vegna er NASA að afmynda hitaferilinn fyrir Reykjavík...?
Mér er hulin ráðgáta hvers vegna vísindamenn NASA-GISS eru að breyta mæligögnum svona verulega. Hér er sláandi dæmi. Treysta þeir ekki mælingum Veðurstofu Íslands? Eru menn bara að "lagfæra" mæligögn sísona? Hvers vegna?
Skoðum fyrst hitaferil sem fenginn er af vef Veðurstofu Íslands. Takið eftir daufa gráa ferlinum sem sýnir ársmeðaltal hitafars í Reykjavík 1866-2009. Við skulum bera hann saman við ferlana frá NASA-GISS hér fyrir neðan. Takið eftir að ámóta hlýtt hefur verið á árunum kringum 1940 og undanfarið.
Svipaðan feril má sjá hér á vefsíðu NASA-GISS. Hlýindin um 1940 sjást vel:
Með því að fara á þessa síðu get ég beðið um þrjár aðrar útgáfur ferlanna. Þar á meðal "Adjusted GHCNv3+SCAR data". Þá lítur ferillinn svona út:
Ferillinn nefnist "Adjusted GHCNv3+SCAR data". Takið eftir að búið er að "leiðrétta" hressilega hitamælingar frá miðri síðustu öld. "Leiðréttingarnar" eru greinilega mis miklar. Mestar í byrjun aldarinnar og litlar sem engar í lok hennar. Hlýindin um 1940 eru alveg horfin. Nú passar "leiðrétti" ferillinn auðvitað miklu betur við þennan feril NASA-GISS sem á að sýna breytingu á hitafari jarðar:
"Leiðrétti" hitaferillinn fyrir Reykjavík kallast GHCNv3+SCAR data". GHCN stendur fyrir "Global Historical Climatology Network". SCAR stendur fyrir "Scientific Committee on Arctic Research Basic data set" . Á síðunni GISS Surface Temperature Analysis (GISTEMP) eru útskýringar. Þar stendur meðal annars: "The GHCNv3/SCAR data are modified to obtain station data from which our tables, graphs, and maps are constructed: The urban and peri-urban (i.e., other than rural) stations are adjusted so that their long-term trend matches that of the mean of neighboring rural stations. Urban stations without nearby rural stations are dropped"
Uppfært 22. janúar: Myndin sem er hér fyrir neðan var í gær aðgengileg hér: ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/ghcn/v3/products/stnplots/6/62004030000.gif Hún sýnir í hverju "leiðréttingarnar" eru fólgnar. Efsti ferillinn (rauður) hægra megin er réttur, eða "unadjusted". Ferillinn í miðjunni (gulur) er "leiðréttur", eða "adjusted". Neðst hægra megin má svo sjá hvaða "leiðréttingar" hafa verið gerðar. Blátt sýnir hvar og hve mikið ferillinn hefur verið tosaður niðurávið, en rautt hvar hann hefur verið hífður upp. Beina línan sýnir svo leitnina yfir allt tímabilið. Línan er auðvitað miklu brattari á gula "leiðrétta" ferlinum, Hvað þetta svo þýðir allt saman er mér hulin ráðgáta. Smellið tvisvar á myndina til að sjá stærri.
Þýðir þetta að NASA-GISS sé að "leiðrétta" hitaferilinn fyrir Reykjavík áður en hann er notaður fyrir hnattræna hitaferilinn vegna þess að þeir telji hann mengaðan vegna þéttbýlisáhrifa (urban heat island effect)?
Varla getur það verið, því þessi leiðrétting er í öfuga átt. Þeir hefðu frekar átt að lækka ferilinn síðustu áratugina, er það ekki?
Nú er ég alveg hættur að skilja... Vonandi getur einhver lesenda útskýrt málið.
Uppfært 26. janúar: Sjá umfjöllun um málið: Paul Homewood á vefsíðunni Not a Lot of People Know That: Iceland Met Office Temperatures for Reykjavik How GISS Has Totally Corrupted Reykjaviks Temperatures GISS Make The Past Colder In Reykjavik NOAA Dont Believe The Iceland Met Office
Paul Homewood og Antony Watts á vefsíðunni What is Up With That: Another GISS miss, this time in Iceland Þar eru meðal annars birt bréfaskipti Trausta Jónssonar og Paul Homewood.
Uppfært 2. febrúar: (Almennum umræðum um málið er lokið).
|
Hér má lesa um stofnunina
National Aeronautics and Space Administration
Goddard Institute for Space Studies
Þar ræður Dr. James E. Hansen ríkjum.
Vísindi og fræði | Breytt 17.2.2012 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Hörfar lúpínan þegar hún hefur unnið sitt verk...?
Skógræktarritið er eitt af þeim tímaritum sem hafa tilhneigingu til að að safnast fyrir á náttborðinu og vera lesin aftur og aftur. Hvað er líka notalegra en svífa inn í iðagræna draumheimana eftir lestur þessa góða og vandaða rits?
Í Skógræktarritinu, seinna hefti 2011, er fróðleg grein Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk", eftir Daða Björnsson landfræðing. Daði hefur fylgst með útbreiðslu lúpínunnar í Heiðmörk í tvo áratugi, bæði með samanburði loftmynda og vettvangsskoðun. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flutti lúpínuna til Íslands árið 1945 en nokkrar plöntur voru settar niður í Heiðmörk árið 1959 þar sem hún breiddist hratt út næstu árin. Lúpínan er einstaklega öflug landgræðslujurt, en er umdeild. Sumir líkja henni við illgresi og aðrir við þjóðarblómið. Hún er vissulega ágeng og fyrirferðarmikil, en hvernig hagar hún sér? Svör við fyrri spurningunni má lesa í grein Daða Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk" sem aðgengileg er á vef Skógræktarfélags Íslands með því að smella hér. Myndir Daða með skýringum er að finna hér, en þar má m.a. sjá svar við seinni spurningunni. Þar sem lúpinunni var plantað fyrir hálfri öld í ógróna mela er nú komið gras og blómlendi ofan á um 10 cm moldarlagi. Lúpínan hefur unnið sitt verk og hörfar nú hratt. Önnur áhugaverð grein um lúpínu er í þessu sama riti. Nefnist hún Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit" og er eftir eftir Þröst Eysteinsson sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Greinina má nálgast með því að smella hér.
Myndin efst á síðunni er tekin sumarið 2010 á Haukadalsheiði. Utan landgræðslugirðingarinnar hefur lúpínan ekki náð sér á strik. (Tvísmella á mynd til að stækka). Höfundur þessa pistils hefur í hálfa öld af áhuga fylgst með lúpínunni á Haukadalsheiði, í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn og þekkir vel hvernig hún hörfar með tímanumm og hve lítinn áhuga hún hefur á grónu landi.
Eldri pistlar um lúpínuna: Lúpínufuglar...
|
Vísindi og fræði | Breytt 11.7.2013 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. janúar 2012
Lúpínufuglar...
Lúpínufuglar er nafn á grein sem birtist 4. janúar á vef Landgræðslu ríkisins. Greinin fjallar um rannsóknir Brynju Davíðsdóttur á fuglum og smádýrum. Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. Niðurstaðan var að bæði fuglar og smádýr reyndust flest í lúpínubreiðum.
Greinin á vef Landgræðslu ríkisins er afrituð hér fyrir neðan:
Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Þessi rannsókn er meistaraverkefni Brynju Davíðsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. Fuglar reyndust vera flestir í lúpínubreiðum; 6,3 á hektara, næstflestir í endurheimtu mólendi; 3,4 á hektara og fæstir á óuppgræddu landi; 0,3 á hektara. Meðalfjöldi tegunda var mestur í mólendi; 0,5 tegundir á hektara, lítið eitt minni í lúpínu og minnstur á óuppgræddum svæðum; 0,1 tegund á hektara. Í lúpínu voru þúfutittlingur og hrossagaukur langalgengustu tegundirnar og komu fyrir í 96% og 77% tilvika. Í mólendi voru þúfutittlingur, heiðlóa, spói og lóuþræll algengastir og komu fyrir í 81%, 77%, 73% og 65% tilvika. Fáir fuglar fundust á ógrónum svæðum. Tegundafjölbreytni fugla var mest í mólendi en þar fundust alls 16 tegundir fugla, 14 í lúpínu og 10 á óuppgræddu landi. Ekki var marktækur munur á tegundafjölda í mólendi og í lúpínu en tegundafjöldi var marktækt lægri á lítt grónu landi en í hinum vistgerðunum. Fjölbreytileikastuðull Shannon var reiknaður fyrir vistgerðirnar en hann tekur tillit til þess hversu mikið finnst af hverri tegund ásamt fjölda tegunda. Stuðullinn var hæstur fyrir endurheimt mólendi, þá lúpínu og lægstur fyrir óuppgrætt land. Stuðullinn var marktækt hærri fyrir mólendi en óuppgrætt land en ekki var marktækur munur milli mólendis og lúpínu. Smádýr voru veidd í háf á öllum rannsóknarsvæðum en einnig í fallgildrur á völdum svæðum á Suðurlandi. Í báðum tilvikum reyndist fjöldi smádýra mestur í lúpínu, næstmestur í mólendi og minnstur í óuppgræddu landi. Sterk fylgni var á milli fjölda dýra sem veiddust í háf og í fallgildrur. Marktæk fylgni var á milli heildarfjölda smádýra sem veiddust í háf og heildarfjölda fugla.Þetta er fyrstu heildarrannsóknir á áhrifum landgræðsluaðgerða á fuglalíf hér á landi, en árið 2008 rannsökuðu Guðný H. Indriðadóttir og Tómas G. Gunnarsson áhrif landgræðslu á fuglalíf á Mýrdals- og Skógasandi. Niðurstöður þessara rannsókna eru mikilvægt innlegg í þekkingu á áhrifum landgræðslu og endurheimtar vistkerfa á fuglalíf á Íslandi.
Greinina má lesa hér á vef Landgræðslu ríkisins.
Sem sagt, það eru 20 sinnum fleiri fuglar í lúpínubreiðum en óuppgræddu landi. Við vitum að lúpínubreiður vaxa fyrst og fremst upp úr ógrónu landi þannig að niðurstaða Brynju er mikið gleðiefni.
Vinir lúpínunnar á Fésbók |
Vinur lúpínunnar
Vísindi og fræði | Breytt 19.1.2012 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 30. desember 2011
Hvernig líður hafísnum nú um hávetur...?
Hvernig ætli ástand "landsins forna fjanda" sé um þessar mundir? Hvernig er ástand hans miðað við undanfarin ár? Myndin hér fyrir ofan sýnir útbreiðslu hans í gær, en úrklippan er stækkuð mynd af ferlinum lengst til hægri, þ.e. sýnir ástandið um þessar mundir. Takið eftir rauða ferlinum sem gildir fyrir árið sem er að líða. Ekki er annað að sjá að ástandið sé sæmilegt, hvernig sem á það er litið. Í augnablikinu er útbreiðslan heldur meiri en á sama tíma árin 2007, 2008, 2009 og 2010, en aðeins undir meðaltali áranna1976-2006. Hér fyrir neðan er svo "lifandi" mynd sem á að uppfærast nokkuð reglulega (takið eftir dagsetningunni á myndinni): Uppfært 4. janúar 2012: Nú er komið nýtt ár og ferillinn hér fyrir neðan hefur breyst. Ferillinn fyrir 2012 byrjar núna lengst til vinstri og er orðinn blóðrauður eins og ferillinn fyrir 2011 var fyrir áramót. Ferillinn fyrir 2011 er aftur á móti orðinn eldrauður (eða appelsínurauður). Það er því rétt að fylgjast með blóðrauða ferlinum vinstra megin. Í byrjun árs sjáum við rétt örla fyrir honum.(Myndirnar efst á síðunni eru auðvitað óbreyttar). ![]() Ferlarnir eru fengnir hér: . Til að fá heildarmyndina, þá er hér ferill sem sýnir heildarhafísinn samtals á norður- og suðurhveli, hafísinn á norðurhveli og hafísinn á suðurhveli. Myndin er fengin að láni hér www.climate4you.com/SeaIce.htm, en skýringum var bætt inn á hana. Undir myndinni stendur eftirfarandi: Graphs showing monthly Antarctic, Arctic and global sea ice extent since November 1978. The area covered by sea ice is defined as having at least 15% sea ice cover. Blue lines show monthly values, and red lines show the simple running 13 month average. Data kindly provided by the National Snow and Ice Data Center (NSIDC). Last month shown: November 2011. Latest diagram update: 8 December 2011.
Svo er hér að lokum lifandi ferill frá Dönsku veðurstofunni. Hér er það sveri svarti ferlillinn sem byrjar vinstra megin sem áhugavert er að fylgjast með:
Gleðilegt ár! |
Vísindi og fræði | Breytt 15.1.2012 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. desember 2011
Vetrarsólstöður í dag: Lengsta nótt ársins að baki...
Vetrarsólstöður eru í ár 22. desember. Sólin er í dag lægst á lofti, dagurinn stystur og nýliðin nótt sú lengsta á árinu. Á morgun fer sólin að hækka á lofti og dagurinn að lengjast, þó ekki muni nema hænufeti fyrst í stað. Áður en við vitum af fer vorilmur að finnast í lofti, fuglar að syngja, ástin blómstrar og vorið er komið! "Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur. Þetta eru sem sagt "hænufetin" í Reykjavík. Á Akureyri er fyrsta hænufetið 12 sekúndur, hið næsta 37 sekúndur og hið þriðja 62 sekúndur", stendur í grein eftir Þorstein Sæmundsson sem birtist í Almanaki Háskólans árið 1993. Greinina má lesa hér.
Myndin er tekin fyrir skömmu í uppsveitum Árnessýslu. |
Gleðileg Jól
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. desember 2011
Norskir og kínverskir vísindamenn spá kólnun á næstu árum í nýjum fræðigreinum...
Nýlega rakst ég á tvær vísindagreinar sem vöktu athygli mína. Önnur greinin er norsk og hin kínversk. Norðmennirnir beindu sjónum sínum að Svalbarða, Áhugasamir geta nálgast norsku greinina með því að smella hér, og hina kínversku hér. Báðar greinarnar eru skrifaðar á ensku.
Örstutt kynning á greinunum:
Solar activity and Svalbard temperatures nefnist greinin. http://arxiv.org/abs/1112.3256 The long temperature series at Svalbard (Longyearbyen) show large variations, and a positive trend since its start in 1912. During this period solar activity has increased, as indicated by shorter solar cycles. The temperature at Svalbard is negatively correlated with the length of the solar cycle. The strongest negative correlation is found with lags 10-12 years.
Residuals from the annual and winter models show no autocorrelations on the 5 per cent level, which indicates that no additional parameters are needed to explain the temperature variations with 95 per cent significance. These models show that 60 per cent of the annual and winter temperature variations are explained by solar activity. For the spring, summer and fall temperatures autocorrelations in the residuals exists, and additional variables may contribute to the variations.
Eftirtektarvert er að þeir spá verulegri kólnun á Svalbarða fram að árinu 2020. Þetta er svo mikil kólnun á skömmum tíma að það setur að manni hroll.
Fyrir hálfu öðru ári var bloggað um grein eftir Jan Erik Solheim. Sjá hér. Grein eftir sömu höfunda s.l. sumar er Identifying natural contributions to late holocene climate change. Smella hér
--- --- ---
Greinin fjallar um hitabreytingar í Tíbet yfir síðastliðin 2485 ár. Einhver hefur kannski gaman af að glugga í grein sem var að koma út í blaði Kínversku Vísindaakademíunnar. Kínverjarnir láta sér ekki nægja að skoða hitafarið í Tíbet síðastliðin 2485 ár, heldur skoða þeir í kaffibolla og spá fyrir um næstu áratugi/aldir. Þar stendur í samantektinni: Samantekt: Amplitudes, rates, periodicities, causes and future trends of temperature variations based on tree rings for the past 2485 years on the central-eastern Tibetan Plateau were analyzed. The results showed that extreme climatic events on the Plateau, such as the Medieval Warm Period, Little Ice Age and 20th Century Warming appeared synchronously with those in other places worldwide. The largest amplitude and rate of temperature change occurred during the Eastern Jin Event (343-425 AD), and not in the late 20th century. There were significant cycles of 1324 a, 800 a, 199 a, 110 a and 2-3 a in the 2485-year temperature series. The 1324 a, 800 a, 199 a and 110 a cycles are associated with solar activity, which greatly affects the Earth surface temperature. The long-term trends (>1000 a) of temperature were controlled by the millennium-scale cycle, and amplitudes were dominated by multi-century cycles. Moreover, cold intervals corresponded to sunspot minimums. The prediction indicated that the temperature will decrease in the future until to 2068 AD and then increase again. Greinina alla má sækja með því að smella hér.
Kínverjarnir láta sér ekki nægja að skoða hitafarið í Tíbet síðastliðin 2485 ár, heldur skoða þeir í kaffibolla og spá fyrir um næstu áratugi/aldir. Kínverjarnir spá sem sagt umtalsverðri kólnun í Tíbet þar sem rannsóknin fór fram með lágmarki eða mestum kulda um 2068. --- --- --- Hvernig skyldi hafísinn hér fyrir norðan þróast gangi spár norðmannanna eftir? Það vekur óneitanlega athygli að bæði Norðmennirnir og Kínverjarnir kenna sólinni um þessar hitasveiflur. Það má þó víst ekki minnast á slíkt hér, svo við skulum fara varlega í sakirnar. Hver veit nema þessar greinar geti styggt viðkvæmar sálir sem kunna að vera á sveimi.
Norska greinin er hér, Kínverska greinin er hér. Báðar greinarnar eru skrifaðar á ensku.
Mikið verð ég ánægður ef þessir herramenn sem greinarnar hafa samið
Þar sem oft verður uppistand mikið þegar fjallað er um málefni sem ekki eru |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 10. desember 2011
Flug-glannaskapur, eða er þetta framtíðin...?
Lengi hefur menn dreymt um að smíða sér vængi eða flugham og fljúga frjálsir sem fuglar himinsins. Sumir hafa látið drauminn rætast, eins og Íkarus Dædalusson hinn gríski sem flaug of nærri sólinni og Hinrik Hinriksson frá Iðu sem smíðaði sér flugham og flaug yfir Hvítá fyrir þrem öldum.
Ofurhugar nútímans sem sýna listir sínar í myndböndunum hér fyrir neðan kunna að láta þennan draum rætast. Þotuflug og svifflug. Það liggur við að maður öfundi þá dálítið og fái smá fiðring í magann...
Fyrir um 300 árum, eða snemma á 18. öld var unglingspiltur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét. Hann var frábær að hagleik og hugviti. Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængjum. Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið stuttan spöl. En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp. Samt áræddi hann að fljúga yfir Iðu frá Skálholtshamri, en þar er áin mjó, og tókst honum það. Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir fífldirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harðbannað að búa til annan.
Sagan er sögð skráð af Brynjúlfi Jónssyni (1838-1914) fræðimanni frá Minna-Núpi eftir aldraðri konu.
Gamalt íslenskt handrit: Volare Necesse Est |
Vísindi og fræði | Breytt 11.12.2011 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 9. desember 2011
Brrr - Enn kólnar í heimi hér...
Hitaferillinn hér að ofan er splunkunýr, nánast glóðvolgur beint úr gervihnettinum sem hringsólar umhverfis jörðina og mælir í sífellu hita lofthjúps jarðar. Eins og sjá má, þá er hitinn með lægra móti um þessar mundir. Rauði depillinn er aðeins 0,033 gráður Celcíus fyrir ofan meðallag, eða 33 millígráður. Eiginlega bara agnarögn. Granni ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, dökki rólegi ferillinn sýnir 3ja ára meðaltal, og græna beina línan sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998, en lóðréttu ásarnir sýna einmitt frávik frá því meðaltali. Rauði depillinn lengst til hægri er svo meðaltal nóvembermánaðar sem nýliðinn er. Er þetta eitthvað sem ástæða er til að hafa áhyggjur af? Varla. Náttúran er bara söm við sig. Stundum reikar lofthitinn upp á við og stundum sígur hann aftur. Það er bara þannig og þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða.
Gleymið ekki tunglmyrkvanum á morgun, laugardag. Góð grein um hann á bloggi Stjörnufræðivefsins hér. Hitaferilinn má sjá í betri upplausn hér, en mæligögnin eru hér og upplýsingar um mæliaðferðina eru hér.
Góða helgi ... |
Vísindi og fræði | Breytt 16.12.2011 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 21. nóvember 2011
Einstaklega fallegt myndband. Leiðin heim frá geimnum...
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir ótrúlega fallegar myndir teknar utan úr geimnum. Það engu líkara en maður sé staddur úti í geimnum.
Time-lapse videó er auðvitað afleitt orð. Hvernig væri að nota orðið hikmynd sem rímar við kvikmynd, enda getur time-lapse þýtt hik. Myndavélin er einmitt látin hika milli þess sem myndir eru teknar. Hvað sem tækninni líður þá skulum við njóta myndarinnar og tónlistarinnar. Það er nánast skylda að horfa á myndina í fullri skjástærð og fullri upplausn. Það gerir maður einfaldlega með því að fara á Vimeo síðuna með því að smella hér, og smella síðan á # táknið sem er í horninu neðst til hægri í Vimeo glugganum. Svo verður auðvitað að gæta þess að HD sé blátt til þess að myndin sé í HD upplausn.
Time Lapse From Space - Literally. The Journey Home. from Fragile Oasis on Vimeo. Umfjöllun um töku hikmyndarinnar má lesa hér Meira af myndböndum frá Alþjóða geimstöðinni: http://vimeo.com/fragileoasis
Producing time-lapse video onboard the International Space Station while orbiting 250 miles above the Earth at 17,500 miles per hour helps people follow along on our missions, not as spectators, but as fellow crewmembers. -- Ron Garan, NASA Astronaut, Expedition 27 & 28
|
Vísindi og fræði | Breytt 22.11.2011 kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 14
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 765939
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði