Þriðjudagur, 15. nóvember 2011
Vindmyllur eða vindrafstöðvar...?
Þegar rætt er um vindmyllur koma mér í hug fallegar myllur sem notaðar voru til að mala korn. Vindknúnar kornmyllur. Eitthvað fallegt og næstum rómantískt eins og á myndinni hér fyrir ofan. Vindrafstöðvar eru ekki vindmyllur í mínum huga. Þær eru allt annars eðlis og ættu að kallast vindrafstöðvar, eða vindorkuver ef mönnum finnst orðið rafstöð ekki nógu merkilegt. |
Vindrafstöðvar í Banning Pass, nærri Palm Springs, Kaliforníu.
Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.
![]() |
Vindmyllur á Íslandi innan árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 16.11.2011 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 11. nóvember 2011
Sólin í dag 11.11.11 klukkan 11:11:11
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Nýjasta myndin af smástirninu sem þýtur nú fram hjá jörðinni...
Þessi ratsjármynd var tekin í gær 7. nóvember af smástirninu Myndbandið hér fyrir neðan sýnir vel hve nærri okkur það er. Blái depillinn er jörðin, en sá hvíti sem kemur æðandi er smástirnið. Sjá nýjustu fréttir á síðu NASA Asteroid and Comet Watch.
(Hægt er að stækka myndflötinn með því að smella fyrst á gluggann. Þá opnast gluggi hjá YouTube. Smella síðan á táknið sem er þar neðst til hægri).
Ratsjármyndin var tekin með þessu loftneti í Goldstone Kaliforniu. Loftnetið er heilir 70m í þvermál.
Hér má sjá hve nálægt smástirnið er miðað við braut tunglsins umhverfis jörðu. Smella á mynd til að stækka. |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Gervihnattamæling á hitastigi sýnir kólnun í október...
Hitaferillinn hér að ofan sýnir að í október mældist meðalhiti lofthjúps jarðar 0,11°C yfir meðaltali síðustu 30 ára. Miðað við tilhneiginguna undanfarnar vikur er ekki ólíklegt að ferillinn verði kominn enn neðar næst þegar hann verður birtur í byrjun desember. Í október var hitafallið töluvert eins og sjá má á myndinni, eða frá +0,29° í +0,11°.
Dr. Roy Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttum, birti þennan feril í dag á vefsíðu sinni www.drroyspencer.com
Þetta er sá hitaferill sem kallast UAH-MSU (University of Alabama in Huntsville - Microwave Sounding Unit).
Vísindi og fræði | Breytt 5.11.2011 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Rafmögnuð þyrla eða fljúgandi diskur...?
Mánudagur, 31. október 2011
Skógar gætu bundið meira CO2 en áður var talið...
Fróðleg grein um skóga birtist fyrir skömmu á Science Daily vefnum. Samkvæmt greininni virðist sem skógurinn hafi meiri hæfileika til að binda koltvísýring en áður var talið. Greinin er hér. Í tilrauninni, sem stóð yfir í 12 ár á um 20 hektara landi, var styrkur koltvísýrings umhverfis trjákrónurnar aukinn, auk þess sem notað var ózon til að líkja eftir menguðu lofti. Auk þess sem talið er að aukið magn koltvísýrings hafi áhrif til hækkunar hitastigs, virkar það sem áburður á vöxt gróðurs, eins og fram kemur í greininni sem birt er hér fyrir neðan. Fyrri rannsóknir höfðu gefið til kynna að þessi áhrif á vöxt trjánna væru tímabundin, þar sem að því kæmi að plönturnar næðu ekki nægu magni að köfnunarefni eða nitur úr jarðveginum. Í ljós kom í þessari tilraun að vöxtur trjánna hélst hraður allan tíman sem rannsóknin fór fram, og síðustu 3 árin var vaxtarhraðinn 26% meiri en samanburðartrjánna sem fengu ekki aukið magn koltvísýrings. Svo virðist sem hæfileiki trjánna til að vinna köfnunarefi úr jarðveginum hafi aukist, og einnig að örverur hafi skilað aftur köfnunarefni hraðar í jarðveginn með auknu magni laufa sem féllu af trjánum að hausti. Heildaráhrif ózons á skóginn voru lítil, þó svo gróðurinn þyldi það misvel. Ýmislegt fleira fróðlegt kom fram í tilrauninni og er vel þess virði að lesa allan greinarstúfinn sem hér fylgir. Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir skógræktarfólk og einnig þá sem áhyggjur hafa að hækkuðu hitastigi jarðar.
Myndin hér að ofan sýnir tilraunareitinn sem er 38 ekrur að stærð. Tilraunin stóð yfir á árunum 1997-2008
http://www.sciencedaily.com/releases/2011/10/111013153955.htm Texti við myndina hér að ofan: An aerial view of the 38-acre experimental forest in Wisconsin where U-M researchers and their colleagues continuously exposed birch, aspen and maple trees to elevated levels of carbon dioxide and ozone gas from 1997 through 2008. (Credit: David Karnosky, Michigan Technological University) Future Forests May Soak Up More Carbon Dioxide Than Previously Believed ScienceDaily (Oct. 13, 2011) North American forests appear to have a greater capacity to soak up heat-trapping carbon dioxide gas than researchers had previously anticipated. As a result, they could help slow the pace of human-caused climate warming more than most scientists had thought, a U-M ecologist and his colleagues have concluded. The results of a 12-year study at an experimental forest in northeastern Wisconsin challenge several long-held assumptions about how future forests will respond to the rising levels of atmospheric carbon dioxide blamed for human-caused climate change, said University of Michigan microbial ecologist Donald Zak, lead author of a paper published online this week in Ecology Letters. "Some of the initial assumptions about ecosystem response are not correct and will have to be revised," said Zak, a professor at the U-M School of Natural Resources and Environment and the Department of Ecology and Evolutionary Biology in the College of Literature, Science, and the Arts. To simulate atmospheric conditions expected in the latter half of this century, Zak and his colleagues continuously pumped extra carbon dioxide into the canopies of trembling aspen, paper birch and sugar maple trees at a 38-acre experimental forest in Rhinelander, Wis., from 1997 to 2008. Some of the trees were also bathed in elevated levels of ground-level ozone, the primary constituent in smog, to simulate the increasingly polluted air of the future. Both parts of the federally funded experiment -- the carbon dioxide and the ozone treatments -- produced unexpected results. In addition to trapping heat, carbon dioxide is known to have a fertilizing effect on trees and other plants, making them grow faster than they normally would. Climate researchers and ecosystem modelers assume that in coming decades, carbon dioxide's fertilizing effect will temporarily boost the growth rate of northern temperate forests. Previous studies have concluded that this growth spurt would be short-lived, grinding to a halt when the trees can no longer extract the essential nutrient nitrogen from the soil. But in the Rhinelander study, the trees bathed in elevated carbon dioxide continued to grow at an accelerated rate throughout the 12-year experiment. In the final three years of the study, the CO2-soaked trees grew 26 percent more than those exposed to normal levels of carbon dioxide. It appears that the extra carbon dioxide allowed trees to grow more small roots and "forage" more successfully for nitrogen in the soil, Zak said. At the same time, the rate at which microorganisms released nitrogen back to the soil, as fallen leaves and branches decayed, increased. "The greater growth has been sustained by an acceleration, rather than a slowing down, of soil nitrogen cycling," Zak said. "Under elevated carbon dioxide, the trees did a better job of getting nitrogen out of the soil, and there was more of it for plants to use." Zak stressed that growth-enhancing effects of CO2 in forests will eventually "hit the wall" and come to a halt. The trees' roots will eventually "fully exploit" the soil's nitrogen resources. No one knows how long it will take to reach that limit, he said. The ozone portion of the 12-year experiment also held surprises. Ground-level ozone is known to damage plant tissues and interfere with photosynthesis. Conventional wisdom has held that in the future, increasing levels of ozone would constrain the degree to which rising levels of carbon dioxide would promote tree growth, canceling out some of a forest's ability to buffer projected climate warming. In the first few years of the Rhinelander experiment, that's exactly what was observed. Trees exposed to elevated levels of ozone did not grow as fast as other trees. But by the end of study, ozone had no effect at all on forest productivity. "What happened is that ozone-tolerant species and genotypes in our experiment more or less took up the slack left behind by those who were negatively affected, and that's called compensatory growth," Zak said. The same thing happened with growth under elevated carbon dioxide, under which some genotypes and species fared better than others. "The interesting take home point with this is that aspects of biological diversity -- like genetic diversity and plant species compositions -- are important components of an ecosystem's response to climate change," he said. "Biodiversity matters, in this regard." Co-authors of the Ecology Letters paper were Kurt Pregitzer of the University of Idaho, Mark Kubiske of the U.S. Forest Service and Andrew Burton of Michigan Technological University. The work was funded by grants from the U.S. Department of Energy and the U.S. Forest Service.
--- --- ---
Nú má auðvitað velta fyrir sér hvaða áhrif aukinn koltvísýringur í loftinu hefur haft á gróður á Íslandi. Áhrifin eru væntanlega jákvæð og hafa átt sinn þátt í því hve vel trjágróður hefur sprottið undanfarið. Hlýrra veðurfar hefur einnig haft mikil áhrif og e.t.v. minni ágangur sauðfjár. Allt hjálpast þetta að við að endurheimta skóga á Íslandi. Það er þó ljóst að gróðrinum líkar vel koltvísýringinn, enda er hann undirstaða alls lífs á jörðinni. |
Vísindi og fræði | Breytt 1.11.2011 kl. 07:49 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 30. október 2011
Einn höfunda BEST skýrsunnar í loftslagsmálum ásakar aðalhöfundinn um að villa um fyrir fólki...
Ja hérna hér... Sá fáheyrði atburður hefur gerst að einn höfunda svokallaðrar BEST greinar sem kennd er við Berkley háskóla hefur ásakað aðalhöfundinn um að hafa vísvitandi beitt blekkingum þegar skýrslan var kynnt. (BEST = Berkley Earth Surface Temperature). Um þessa greinar hefur verið fjallað hér á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar og hér á bloggsíðu Loftslag.is. Sjálfur fjallaði ég aðeins um málið í athugasemdum #6, #12, #13 og #18 í bloggpistli Einars hér. Aðalhöfundur skýrslunnar er prófessor Richard Muller sem er eðlisfræðingur mað áhuga á stjarnelisfræði og starfar sem prófessor hjá Berkeley háskóla. Einn höfunda er prófessor Judith Curry sem er loftslagsfræðingur og veitir forstöðu Department of Earth and Atmospheric Sciences hjá Georgia Institute of Technology. Vefsíða Dr. Curry, Climate Etc.
Sjá grein sem var að birtast á vefsíðu Daily Mail, Mail Online:
Örstuttur úrdráttur úr greininni sam nauðsynlegt er að lesa í heild sinni með því að smella á fyrirsögnina: By David Rose Last updated at 5:41 AM on 30th October 2011 It was hailed as the scientific study that ended the global warming debate once and for all the research that, in the words of its director, proved you should not be a sceptic, at least not any longer. Professor Richard Muller, of Berkeley University in California, and his colleagues from the Berkeley Earth Surface Temperatures project team (BEST) claimed to have shown that the planet has warmed by almost a degree centigrade since 1950 and is warming continually.... ... But today The Mail on Sunday can reveal that a leading member of Prof Mullers team has accused him of trying to mislead the public by hiding the fact that BESTs research shows global warming has stopped. Prof Judith Curry, who chairs the Department of Earth and Atmospheric Sciences at Americas prestigious Georgia Institute of Technology, said that Prof Mullers claim that he has proven global warming sceptics wrong was also a huge mistake, with no scientific basis. Prof Curry is a distinguished climate researcher with more than 30 years experience and the second named co-author of the BEST projects four research papers.... ... Prof Muller also wrote an article for the Wall Street Journal. It was here, under the headline The case against global warming scepticism, that he proclaimed there were good reasons for doubt until now. Media storm: Prof Muller's claims received uncritical coverage in the media this week:
Such claims left Prof Curry horrified. Of course this isnt the end of scepticism, she said. To say that is the biggest mistake he [Prof Muller] has made. When I saw he was saying that I just thought, Oh my God. In fact, she added, in the wake of the unexpected global warming standstill, many climate scientists who had previously rejected sceptics arguments were now taking them much more seriously. ...
Sjá einnig grein um málið eftir Dr. David Whitehouse:
Það er rétt að árétta að þetta mál fjallar um þá aðferð sem notuð var til að kynna niðurstöður BEST og endurspeglast m.a. í fyrirsögnunum sem myndin er af hér fyrir ofan, en málið fjallar ekki um þau gögn sem notuð voru. Þau eru aðgengileg á netinu hverjum þeim sem vill nota þau til að skoða raunverulegar niðurstöður. Dr. Curry er sem sagt að gagnrýna kynninguna, sem hún telur hafa gefið ranga mynd, sérstaklega þar sem gefið er til kynna " end of skepticism og We see no evidence of global warming slowing down. Það er ekki verið að gagnrýna aðferðafræðina sem vissulega er áhugaverð. Bloggsíða Dr. Judith Curry Climate Etc. ---
Mynd úr greininni í Mail Online í gær:
(Takið eftir að efri ferillinn nær yfir 100 ára tímabil, en sá neðri 10 ára tímabil)
Þessi mynd fylgdi BEST kynningunni um daginn: Etv. mætti kalla svona mynd BEST Propaganda
Greinarnar umræddu eru hér:
Um BEST á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Berkeley_Earth_Surface_Temperature
---
Uppfært klukkan 13:00, 30. október. Dr. Judith Curry fjallar um greinina í Mail Online hér. Hún skrifar: Last week I spoke with David Rose of the Mail about the BEST publicity and PR, and Richard Mullers public statements. The resulting article is [here]. I discussed some concerns I had about the BEST PR on this previous thread. In David Roses article, the direct quotes attributed to me are correct. To set the record straight, some of the other sentiments attributed to me are not quite right, I will discuss these here. Hiding the truth in the title is definitely misleading, I made it pretty clear that there was uncertainty in the data itself, but the bigger issues are to analyze the data and interpret it. I made it clear that this was not a straightforward and simple thing to do. I told Rose that I was puzzled my Mullers statements, particularly about end of skepticism and also We see no evidence of global warming slowing down. I did not say that the affair had to be compared to the notorious Climategate scandal two years ago, this is indirectly attributed to me. When asked specifically about the graph that apparently uses a 10 year running mean and ends in 2006, we discussed hide the decline, but I honestly cant recall if Rose or I said it first. I agree that the way the data is presented in the graph hides the decline. There is NO comparison of this situation to Climategate. Muller et al. have been very transparent in their methods and in making their data publicly available, which is highly commendable. My most important statement IMO is this: To say that there is detracts from the credibility of the data, which is very unfortunate. My main point was that this is a very good data set, the best we currently have available for land surface temperatures. To me, this should have been the big story: a new comprehensive data set, put together by a team of physicists and statisticians with private funds. Showing preliminary results is of course fine, but overselling them at this point was a mistake IMO. I arrived in Santa Fe yesterday. More on the Conference in a forthcoming post. Muller and Rohde will be at the conference, I will be meeting them for the first time and I will try to understand what is going on here. And finally, this is NOT a new scandal. An important new data set has been released. Some new papers have been posted for comments, which are not surprisingly drawing criticism and controversy. The main issue seems to be Richard Mullers public statements. All this does not constitute a new scientific scandal in any way. My continued collaboration on this project will be discussed this week with Muller and Rohde. My joining this group was somewhat unusual, in that I did not know any of these people prior to being invited to join their team (although I very quickly figured out that they were highly reputable scientists). I thought the project was a great idea, and I still do, but it currently has a tarnish on it. Lets see what we can do about this. Nánar hér |
Ja hérna hér, er eitthvað mikið deilumál í uppsiglingu?...
Vísindi og fræði | Breytt 31.10.2011 kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 29. október 2011
Hvers vegna hefur hnatthlýnunin staðið í stað það sem af er þessari öld...?
Vísindamenn spyrja: "Hvernig i ósköpunum stendur á því, að þrátt fyrir síaukna losun manna á koltvísýringi, þá hefur hlýnun jarðar nánast staðið í stað á þessari öld ???"
Þetta er spurning sem brennur á vörum margra vísindamanna. Paul Voosen, sem margir þekkja af góðu, en hann hefur skrifað fjölda góðra greina, m.a. í Scientific American, skrifaði nýlega skemmtilega og fróðlega grein sem hann nefnir Provoked scientists try to explain lag in global warming. Greinina má lesa í heild sinni hér. Greinin er nokkuð löng og hefur Dr. Roger Pielke Sr. prófessor tekið saman úrdrátt þar sem aðalatriði greinarinnar eru feitletruð. Það auðveldar lesturinn. Sjá Candid Comments From Climate Scientists á vefsíðu Pielke. Dr. Judith Curry pófessor í loftslagsfræðum fjallar um greinina hér á bloggi sínu og er með ýmsar góðar athugasemdir, ábendingar og spurningar til nokkurra þessara visindamanna. Hún veitir forstöðu School of Earth and Atmospheric Sciences við Georgia Institute of Technology. Í þessari löngu grein Paul Voosen fjallar hann um hvernig fjölmargir þekktir vísindamenn hafa reynt að útskýra þetta hik, en ljóst er að allir eru þeir meira og minna ósammála og engin einhlít skýring á þessu hefur fengist. Það er greinilegt að um þetta fyrirbæri er ekki neitt samdóma álit vísindamanna eða "scientific concensus" eins og það heitir á fínni útlensku. Það er óþarfi að endursegja það sem stendur í umræddri grein, en vísindamennirnir sem koma við sögu eru þessir (mynd af nokkrum þeirra er neðst á síðunni): John Barnes Jean-Paul Vernier Kevin Trenberth Susan Solomon Jim Hansen John Daniel Ben Santer Judith Lean Graeme Stephens Robert Kaufmann Martin Wild Daniel Jacobs Þeir hafa reynt, hver á sinn hátt, að kenna ýmsu um þessa stöðnun sem varð strax í byrjun aldarinnar. Meðal annars hafa þeir nefnt til sögu möguleikann á loftbornum ögnum frá nokkrum meðal öflugum eldgosum, þar á meðal frá eldfjallinu MontSerrat sem prýðir pistilinn, en þessa mynd tók ég í desember síðastliðnum þegar ég var við störf á eyju þar skammt frá í Vestur-Indíum eða Karabíska hafinu, þ.e. Guadeloupe. Síðar beindu menn sjónum að kolaorkuverum í Kína, fyrribærum í hafinu, sérstaklega Kyrrahafi, og jafnvel sólinni sem er jú uppspretta hitans. Menn hafa lagt höfuðið í bleyti og hugsað stíft, en allt kemur fyrir ekki eins og lesa má um í greininni Candid Comments From Climate Scientists. Kannski er þetta bara hik og kannski mun hitastig lofthjúpsins taka að hækka á nýjan leik innan skamms, en getur verið að hámarkinu sé náð og hitinn taki að lækka aftur? Auðvitað má ekki hugsa svona, því það er víst samdóma álit vísindamanna að lofthjúpurinn muni halda áfram að hitna um ókomin ár... Á myndinni hér fyrir neðan, sem fengin er að láni hér hjá Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla, má greinilega sjá þetta hik sem varð eftir hraða hækkun hitastigs á tveim áratugum fyrir aldamótin.
Rauði ferillinn er aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu. Blái ferillinn sýnir breytingar í lofthita frá því er mælingar á koltvísýringi hófust á Mauna Loa fjalli á Havaí eyjum árið 1958. Gráa strikaða línan afmarkar þrjú tímabil þar sem hitinn fer aðeins lækkandi, síðan hækkandi og að lokum sést hikið frá síðustu aldamótum (eða 2002) sem kemur mönnum í opna skjöldu.
"Indeed, many of the scientists sorting out the warming hiatus disagree with one another -- in a chummy, scholarly way. Judith Lean, the solar scientist, finds Kaufmann's work unpersuasive and unnecessarily critical of China. Kaufmann finds Solomon's stratosphere studies lacking in evidence. Hansen and Trenberth can't agree on a budget" stendur neðarlega í grein Paul Voosen.
Þá vitum vér það... eða öllu heldur, vitum ekki.
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 9. október 2011
Sjávarborð hefur farið lækkandi undanfarið ár...
Það kemur auðvitað nokkuð á óvart að sjávarborð skuli hafa lækkað undanfarið, í stað þess að hækka. Sjálfsagt er ekkert óeðlilegt við það og eru þetta bara duttlungar náttúrunnar. Bloggarinn hefur áður fjallað um þessi mál hér og hér fyrir tveim árum og kominn tími til að birta nýjustu mæliniðurstöður. Ekki skulu dregnar neinar ályktanir, en tölurnar tala sínu máli. Myndin hér fyrir ofan er unnin eftir gögnum frá University of Colorado, og fengin að láni frá vefsíðu þeirra. Um er að ræða síðustu gervihnatta-mæligögn sem birt hafa verið opinberlega.
Myndin hér fyrir neðan er unnin úr sömu mæligögnum, en hún sýnir breytinguna frá ári til árs. Við getum látið tölvuna bera saman mælingar milli ára. Fundið mismuninn á sjávarstöðu t.d. fyrir júní í ár og júní í fyrra, maí í ár og maí í fyrra. Koll af kolli, ár fyrir ár. Þannig getum við á einfaldan hátt látið t.d. Excel sýna árlega hækkun (eða lækkun) sjávarborðs í tæpa tvo áratugi. Meðal breytingin (hækkun) yfir allt tímabilið er um 3 mm á ári. Í augnablikinu er þó ferillinn kominn vel niður fyrir núllið, þ.e. töluverð lækkun síðasta árið, sem í augnablikinu nemur 4 mm árlegri lækkun. Ef að líkum lætur, þá á ferillinn eftir að snúa við einhvern tíman. Tíminn einn mun leiða það í ljós.
Takið eftir ferlinum lengst til hægri.
Myndin er fengin af síðunni www.climate4you.com, kaflanum Oceans. Pófessor Ole Humlum við Oslóarháskóla sér um síðuna. Útskýringarnar hér fyrir neðan fylgja myndinni. Menn geta sjálfir sótt frumgögnin og endurtekið teiknun ferlanna með Excel ef þeir vantreysta þessum myndum. Annual change of global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The annual global sea level change is calculated as the difference between the average global sea level the last 12 months and the previous 12 months. The thick line represents the simple running 3 year average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 9 October 2011.
The 12-month global sea level change display significant variations over an aproximate 4 year period. These variations are superimposed on a general falling trend. Overall, since initiation of these satellite measurements, the 12-month sea level rise has decreased from about 4 mm/yr to about 3 mm/yr.
Hér er svo mynd frá sömu vefsíðu sem er sambærileg myndinni sem er efst á síðunni:
Breyting á sjávarstöðu undanfarna tvo áratugi. Ferillinn er farinn að sveigja niðurávið lengst til hægri. |
Sjá Wikipedia: Current Sea level Rise. Þar má sjá ferla sem ná yfir lengri tíma.
Vísindi og fræði | Breytt 10.10.2011 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19. september 2011
Leyndardómur sólblossa afhjúpaður - Fallegt myndband...
Það var árið 1859 sem Stjörnufræðingurinn Richard Carrington var að kortleggja sólbletti að hann sá gríðarlegan sólblossa. Nokkru síðar sáust einstaklega mikil norðurljós víða um heim, og það sem öllu merkilegra var, neistaflug stóð frá ritsímalínum og símritararnir sem handléku morslyklana voru í gríðarlegu stuði, í orðsins fyllstu merkingu. Um þetta merkilega atvik var á sínum tíma fjallað hér, hér og hér. Tilgangurinn með þessum pistli er að vekja athygli á þessu fallega og fræðandi myndbandi. Best er að smella á það til að opna YouTube síðuna og skoða það síðan í háupplausn í fullri skjástærð. Lesið síðan vefsíðu NASA The Secret Lives of Solar Flares þar sem fjallað er um Carrington sólblossann og nýja uppgötvun sem gefur til kynna að oft kemur annar ósýnilegur gríðaröflugur útfjólublár sólblossi í kjölfarið, rúmri klukkustund síðar. "The extra energy from the late phase can have a big effect on Earth. Extreme ultraviolet wavelengths are particularly good at heating and ionizing Earths upper atmosphere. When our planets atmosphere is heated by extreme UV radiation, it puffs up, accelerating the decay of low-orbiting satellites. Furthermore, the ionizing action of extreme UV can bend radio signals and disrupt the normal operation of GPS", stendur á vefsíðu NASA sem birt var fyrr í dag. Þeir sem eru mjög áhugasamir geta nálgast vísindagreinina hér, en flestir munu væntanlega láta sér nægja að skoða þetta áhugaverða myndband sem er með einstökum nærmyndum af sólinni. |
The National Geographic: What If the Biggest Solar Storm on Record Happened Today?
Vísindi og fræði | Breytt 9.10.2011 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. september 2011
Norðurljósin fallegu um helgina...
Norðurljósin voru einstaklega falleg um helgina.
Máninn lýsti upp landslagið og umhverfið var töfrum líkast.
Myndin er tekin efst í Biskupstungum og er horft til suð-vesturs. Bjarminn í fjarska er frá gróðurhúsunum í Reykholti.
Dans norðurljósanna minnir okkur á hve nálægt okkur hin fallega dagstjarna sólin er. Andardráttur hennar leikur um lofthjúp jarðar og birtist okkur á þennan undursamlega hátt.
Smellið tvisvar á myndina til að stækka og njóta betur.
Myndin er tekin með Canon 400D síðastliðið laugardagskvöld klukkan 22:35. ISO 800, 10 sek / f3,5. RAW. Linsa Canon 10-22mm.
Laugardagur, 3. september 2011
"Sáning birkifræs - Endurheimt landgæða" - Myndband...
Nú er einmitt rétti tíminn til að safna birkifræi. Síðan má sá því í haust og upp vex fallegur skógur!
Bloggarinn rakst á þetta fróðlega myndband á netinu. Sjá hér.
Eftirfarandi texti fylgir myndbandinu:
Fræðslu- og kennslumyndband: Söfnun, verkun og sáning birkifræs. Umsjón, handrit og tónlist: Steinn Kárason
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. september 2011
Hin ófrýnilega ertuygla sem étur næstum allt...
Ertuyglan er einstaklega hvimleið, eða öllu heldur lirfa hennar. Fiðrildið er allstórt og helst á ferli fyrrihluta sumars, og er ekkert sérstakt augnayndi. Lirfur ertuyglunnar klekjast út síðsumars og birtast þá í milljónavís, sérstaklega á Suðurlandi. Þær gera sér flestar plöntur að góðu, en tegundir af ertublómaætt eru í mestu uppáhaldi og af því dregur tegundin nafnið. Lirfan er með gulum og svörtum röndum og risastór miðað við "venjulegan" grasmaðk. Það er með ólíkindum hve þær eru gráðugar og fljótar að vaxa. Á undraskömmum tíma eru þær búnar að hreinsa nánast öll lauf af gróðrinum sem þær ráðast á, og fara sem logi yfir akur. Þessar lirfur eru einstaklega óvelkominn gestur. Líklega er þessi skrautlega lirfa bragðvond, því fuglarnir virðast ekki hafa neinn áhuga á henni. Hún á því fáa óvini í lífríkinu, enda er hún ekkert að reyna að fela sig. Myndina tók ég um síðustu helgi. Lirfurnar höfðu þarna komið sér fyrir í rifsberjarunna og voru langt komnar með að hreinsa allt lauf af honum. Runninn var bókstaflega iðandi í þessum kvikindum. Ekki beinlínis geðslegt. Maðkarnir létu þó gómsætu berin mín í friði :-) Þarna mátti sjá maðkinn í hvönn, öspi, hlyn, víði..., en af einhverjum ástæðum létu þær fáeinar lúpínur sem þarna voru á árbakka í hundrað metra fjarlægð i friði . Kannski þær hafi ætlað sér að hafa þjóðarblómið í ábæti.
Sjá grein um Ertuygluna (Melanchra pisi) á vef Náttúrufræðistofnunar.
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Grein í Nature: Kenning Henriks Svensmark um áhrif geimgeisla og sólvirkni á skýjafar virðist hafa verið staðfest hjá CERN...
Í hinu þekkta ritrýnda vísindariti Nature birtist í dag grein um niðurstöður tilraunarinnar CLOUD hjá CERN í Sviss. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar fyrir kenninguna um samspil geimgeisla, virkni sólar og skýjafars. Til hamingju Henrik Svensmark! Sjá frétt sem birtist á vefsíðu Nature í dag: http://www.nature.com/news/2011/110824/full/news.2011.504.html Cloud formation may be linked to cosmic raysExperiment probes connection between climate change and radiation bombarding the atmosphere. It sounds like a conspiracy theory: 'cosmic rays' from deep space might be creating clouds in Earth's atmosphere and changing the climate. Yet an experiment at CERN, Europe's high-energy physics laboratory near Geneva, Switzerland, is finding tentative evidence for just that. The findings, published today in Nature1, are preliminary, but they are stoking a long-running argument over the role of radiation from distant stars in altering the climate.... Meira hér. --- Úrdrátt úr greininni má lesa hér á vefsíðu Nature: http://www.nature.com/nature/journal/v476/n7361/full/nature10343.html Role of sulphuric acid, ammonia and galactic cosmic rays in atmospheric aerosol nucleation... Atmospheric aerosols exert an important influence on climate1 through their effects on stratiform cloud albedo and lifetime2 and the invigoration of convective storms3. Model calculations suggest that almost half of the global cloud condensation nuclei in the atmospheric boundary layer may originate from the nucleation of aerosols from trace condensable vapours4, although the sensitivity of the number of cloud condensation nuclei to changes of nucleation rate may be small5, 6. Despite extensive research, fundamental questions remain about the nucleation rate of sulphuric acid particles and the mechanisms responsible, including the roles of galactic cosmic rays and other chemical species such as ammonia7. Here we present the first results from the CLOUD experiment at CERN. We find that atmospherically relevant ammonia mixing ratios of 100 parts per trillion by volume, or less, increase the nucleation rate of sulphuric acid particles more than 1001,000-fold. Time-resolved molecular measurements reveal that nucleation proceeds by a base-stabilization mechanism involving the stepwise accretion of ammonia molecules. Ions increase the nucleation rate by an additional factor of between two and more than ten at ground-level galactic-cosmic-ray intensities, provided that the nucleation rate lies below the limiting ion-pair production rate. We find that ion-induced binary nucleation of H2SO4H2O can occur in the mid-troposphere but is negligible in the boundary layer. However, even with the large enhancements in rate due to ammonia and ions, atmospheric concentrations of ammonia and sulphuric acid are insufficient to account for observed boundary-layer nucleation. Meira hér. Hér er um að ræða áfangaskýrslu, og tilraunum ekki lokið. Það er þó vissulega ánægjulegt þegar menn sjá árangur erfiðis síns. Það er þó rétt og skylt að draga ekki neinar ályktanir strax, því fæst orð hafa minnsta ábyrgð... Það er þó óhætt að segja að þetta sé verulega áhugavert og spennandi... Var einhver að hvísla, ætli Henrik Svensmark eigi eftir að fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði? Hver veit? :-) *****
*****
Eldri pistlar um kenningu Henriks Svensmark: Er jörðin að hitna? Ekki er allt sem sýnist... 1. febrúar 1998.Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar... 1. janúar 2007. Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....20. feb. 2007. Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss... 8. júní 2009 Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst... 1. ágúst 2009. Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefalervores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«... 11. september 2009. Ný tilraun við Árósarháskóla rennir stoðum undir kennirnar Henriks Svensmarks um áhrif geimgeisla og sólar á skýjafar - og þar með væntanlega á hnatthlýnun eða hnattkólnun... 5. júní 2011. Nokkrar krækjur: Cosmic rays get ahead in CLOUD Cloud formation may be linked to cosmic rays Svensmarks klimateori får rygstød fra Cern Probing the cosmic-rayclimate link Klimaforschung am Teilchenbeschleuniger: Beschreibung der Aerosolneubildung muss revidiert werden CERN experiment confirms cosmic ray action
--- --- ---
Uppfært 30.8.2011: Þegar greinin sjálf er lesin kemur í ljós að hún er alls ekki ný. Hún er send Nature 9. september 2010, og væntanlega skrifuð nokkru áður, eða fyrir meira en ári.
Uppfært 1.9.2011: Prófessor dr. Nir Shaviv skrifar í dag grein hér sem vert er að lesa. Hann er einstaklega vel að sér í loftslagsfræðum, og því vert að veita athygli hvaða skoðun hann hefur. Greinin byrjar þannig: "The CLOUD collaboration from CERN finally had their results published in Nature (TRF, full PDF), showing that ionization increases the nucleation rate of condensation nuclei. The results are very beautiful and they demonstrate, yet again, how cosmic rays (which govern the amount of atmospheric ionization) can in principle have an effect on climate. One mechanism which was suggested, and which now has ample evidence supporting it, is that of solar modulation of the cosmic ray flux (CRF), known to govern the amount of atmospheric ionization. This in turn modifies the formation of cloud condensation nuclei, thereby changing the cloud characteristics (e.g. their reflectivity and lifetime). For a few year old summary, take a look here. So, how do we know that this mechanism is necessarily working? ...". [MEIRA] Áhugavert myndband með Nir Shaviv er hér. Myndbandið er frá árinu 2010.
|
(Er ekki annars merkilegt hve sumir (margir?) hafa miklar áhyggjur af því að
kenningar Svensmarks reynist réttar...
Auðvitað ættu allir að gleðjast ef svo reynist, því þá væri ljóst að
hlýnun undanfarinna áratuga sé að miklu (mestu?) leyti að völdum náttúrulegra breytinga,
og á því væntanlega eftir að ganga til baka.
Þá geta menn farið að anda rólega aftur, eða anda með nefinu eins og sagt er...).
Vísindi og fræði | Breytt 15.11.2011 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Laugardagur, 20. ágúst 2011
Gætu geimverur bjargað lofthjúp jarðar með árás...?
"Vísindamenn við Penn State-háskólann bandaríska og Geimferðamálastofnunina, NASA, hafa velt fyrir sér hvað gæti valdið árás geimvera á jörðina. Ein tilgátan er að árás yrði gerð til að stöðva hlýnun lofthjúpsins, segir á vefsíðu Fox-stöðvarinnar.
Geimverur gætu ráðist á okkur og drepið okkur, hneppt okkur í þrældóm og hugsanlega étið okkur, segir m.a. í skýrslunni. En einnig gætu þær talið að við værum ógn við sólkerfið, rétt eins og við séum ógn við eigin plánetu með því að stuðla að breytingum í lofthjúpnum".
Fréttin um þetta hefur birst víða undanfarna daga, og fréttin hér að ofan birtist á vef Morgunblaðsins í morgun..
Sjá til dæmis þessa grein í The Guardian:
Aliens may destroy humanity to protect other civilisations, say scientists
Rising greenhouse emissions could tip off aliens that we are a rapidly expanding threat,
warns a report
Fréttina í The Guardian má lesa hér.
Sjálf ritrýnda greinin í Acta Astronoutica:
Would Contact with Extraterrestrials Benefit or Harm Humanity? A Scenario Analysis
Seth D. Baum,1 Jacob D. Haqq-Misra,2 & Shawn D. Domagal-Goldman3
1. Department of Geography, Pennsylvania State University.
2. Department of Meteorology, Pennsylvania State University
3. NASA Planetary Science Division
Acta Astronautica, 2011, 68(11-12): 2114-2129
Sýnishorn úr greininni:
A preemptive strike [from extraterrestrials] would be particularly likely in the early phases of our expansion because a civilization may become increasingly difficult to destroy as it continues to expand. Humanity may just now be entering the period in which its rapid civilizational expansion could be detected by an ETI because our expansion is changing the composition of Earths atmosphere (e.g. via greenhouse gas emissions), which therefore changes the spectral signature of Earth. While it is difficult to estimate the likelihood of this scenario, it should at a minimum give us pause as we evaluate our expansive tendencies.
Öll greinin í Acta Astronautica er hér.
Þetta er auðvitað mjög mikilvægt framlag í þágu loftslagsvísindanna. Vísindamenn um allan heim munu liggja yfir þessari merku grein næstu daga... Miklar hávísindalegar umræður hafa birst hér.
Vísindagreinin er einnig aðgengileg sem pdf neðst á þessari síðu.
Einn höfunda þessarar merku greinar skrifaði á blogsíðuna PaleBlue.blog í gær:
So heres the thing. This isnt a NASA report. Its not work funded by NASA, nor is it work supported by NASA in other ways. It was just a fun paper written by a few friends, one of whom happens to have a NASA affiliation.
A while ago, a couple good friends of mine (Seth Baum and Jacob Haqq-Misra) approached me about a paper they were writing, and asked if I wanted to join them on it. The paper was a review of all the different proposed situations for contact with an alien civilization. I didnt think this was particularly important. After all, I consider the likelihood of contact with an alien civilization to be low. It certainly wasnt urgent, as I dont expect this to happen anytime soon. But it sounded like fun and I decided to join in on it. So we wrote the paper, but I have to admit that Seth and Jacob put in the vast majority of the work on it. One of the scenarios we considered in the review was the possibility that an alien civilization would contact us because they were concerned about the exponential growth of our civilization, as evidenced by climate change. This isnt an entirely new idea; remember, this was a review effort. Indeed, Keanu Reaves recently played a similar alien in the movie The Day the Earth Stood Still. There were lots of other ideas we reviewed, but this was probably the most provocative.
Well, the paper came out a couple months ago. Today, for some reason, The Guardian picked it up, publishing an article about it with the following title: Aliens may destroy humanity to protect other civilisations, say scientist: Rising greenhouse emissions may tip off aliens that we are a rapidly expanding threat, warns a report for NASA. That then was picked up by The Drudge Report, with this headline:
NASA REPORT: Aliens may destroy humanity to protect other civilizations
UH OH. Now that is a bit problematic.
So heres the deal, folks. Yes, I work at NASA. Its also true that I work at NASA Headquarters. But I am not a civil servant just a lowly postdoc. More importantly, this paper has nothing to do with my work there. I wasnt funded for it, nor did I spend any of my time at work or any resources provided to me by NASA to participate in this effort. There are at least a hundred more important and urgent things to be done on any given work day than speculate on the different scenarios for contact with alien civilizations However, in my free time (what precious little I have), I didnt mind working on stuff like this every once in a while. Why? Well, because Im a geek and stuff like this is fun to think about. Unfortunately, there is not enough time for fun. Indeed, I felt guilty at times because this has led to a lack of effort on my part in my interactions with Seth and Jacob. Beyond adding some comments here or there, I did very little for the paper.
But I do admit to making a horrible mistake. It was an honest one, and a naive one but it was a mistake nonetheless. I should not have listed my affiliation as NASA Headquarters. I did so because that is my current academic affiliation. But when I did so I did not realize the full implications that has. Im deeply sorry for that, but it was a mistake born our of carelessness and inexperience and nothing more. I will do what I can to rectify this, including distributing this post to the Guardian, Drudge, and NASA Watch. Please help me spread this post to the other places you may see the article inaccurately attributed to NASA.
One last thing: I stand by the analysis in the paper. Is such a scenario likely? I dont think so. But its one of a myriad of possible (albeit unlikely) scenarios, and the point of the paper was to review them. But remember - and this is key - its me standing for the paper not the full weight of the National Aeronautics and Space Administration. For anything I have done to mis-convey that to those covering this story, to the public, or to the fine employees of NASA, I apologize.
UPDATE/ADDENDUM: If anyone has further questions about the paper itself, I direct you to contact my good friend and colleague, Seth Baum. Seth is the first and corresponding author on the manuscript, so all queries should first be directed to him.
http://paleblueblog.org/post/9110304050/some-important-points-of-clarification
Jæja, þá vitum við það... Sjái menn einhver furðuljós á himninum yfir Reykjavík í kvöld, þá eru það vonandi ekki geimverurnar...
Sól tér sortna,
sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur.
Geisar eimi
við aldurnara,
leikur hár hiti
við himin sjálfan.
![]() |
Gætu geimverur bjargað lofthjúp jarðar með árás? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 27.8.2011 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 30. júlí 2011
Erindi Vaclav Klaus forseta Tékklands um loftslagsmál, Evrópusambandið o.fl. á fundi Blaðamannafélags Ástralíu...
Vaclav Klaus sem er nýorðinn sjötugur hefur lifað tímana tvenna, og varð því í erindinu oft hugsað til tímabils kommúnismans í Tékklandi. Auk loftslagsmálanna fjallaði hann einnig smávegis um Evrópusambandið og Evruna. Eftir fyrirlesturinn svaraði forsetinn fyrirspurnum fundarmanna. Hvort einhvert sannleikskorn er í því sem Vaclav Klaus hefur fram að færa er svo annað mál. Það verður auðvitað hver og einn að meta fyrir sig. Auðvitað getur vel verið að skoðanir hagfræðingsins stuði einhverja, en þannig er bara lífið. Sem betur fer er frelsi til að tala og skrifa. Frelsi sem Vaclav Klaus, sem búið hefur og starfað þar sem frelsið var ekki mikils virði, kann vel að meta. - Hvað sem öðru líður, þá er öllum hollt að sjá hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni. Það er nauðsynlegt að skoða í upphafi hvaða afleiðingar vanhugsaðar aðgerðir, jafnvel vel meintar, geta haft varðandi efnahag þjóða, ekki síst hinna efnaminni. Þær geta nefnilega hæglega orðið mjög afdrifaríkar. Hér er kynning á fyrirlesaranum á vefsíðu National Press Club of Australia. Hann er höfundur bókarinnar A Blue Planet in Green Shackles þar sem fjallað er um hliðstæð mál. Það er vel þess virði að kynnast sjónarmiði Vaclav Klaus. Það er rétt að ítreka að hann fjallar um loftslagsmálin frá sjónarhóli hagfræðinnar og reynslu sinnar sem stjórnmálamanns, en ekki loftslagsvísindanna. Fyrirlesturinn sjálfur er um hálftíma langur, en síðan svarar hann fyrirspurnum.
Athugsemdakerfið verður óvirkt í þetta sinn.
Njótið vel helgarinnar og frídags verzlunarmanna....
|
What is at stake is not environment. It is our freedom.
Václav Klaus
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum...
Í þessum mánuði eru liðin 40 ár frá ferð Apollo-15 til tunglsins. Það var 26. júlí árið 1971 sem 12 daga ferðalagið hófst. Í þessari fjórðu mönnuðu ferð til tunglsins höfðu ferðalangarnir með sér bifreið og óku henni um yfirborð mánans... Um svipað leyti og menn voru að ganga um yfirborð tunglsins voru miklar framfarir í flugi. Hljóðfráa farþegaþotan Concorde flaug sitt fyrsta flug árið 1969 svo og Boeing-747 júmbó-þotan sem enn er í notkun. Breska Harrier herþotan sem getur tekið sig á loft lóðrétt flaug fyrst árið 1967... Á þessum tíma voru menn stórhuga og létu draumana rætast. Hvernig er það í dag, snýst öll tækniþróun um að smíða GSM síma með stærri og stærri skjá og forrita öflugri tölvuleiki með enn meira blóði og hryllingi? Eru menn hættir að hugsa stórt?
Heimildarmyndin hér fyrir neðan fjallar um Apollo-15. (Þar sem myndin er byggð á Adobe Flash ræður Apple iPad ekki við að birta hana). |
Gæti þessi mynd verið tekin nærri hinu fræga Nautagili?
Vísindi og fræði | Breytt 28.7.2011 kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Ný grein breskra vísindamanna spáir köldum vetrum á Bretlandseyjum...
Hungurvofan?
Í dag 5. júlí birtist í tímaritinu Environmental Research Letters grein sem vekur nokkurn hroll. Greinin nefnist "The solar influence on the probability of relatively cold UK winters in the future". Tíamritið er gefið út af IOP-Institute of Physics www.iop.org Sjá frétt frá því í dag hér á vefsíðu IOP - Institute of Physics: "...Over the next 50 years, the researchers show that the probability of the Sun returning to Maunder minimum conditions is about 10 per cent, raising the chances that the average winter temperature will fall below Þór Jakobsson fjallaði um þetta í erindi sínu á Oddastefnu 1995 "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags" og vitnaði í annála: "1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".
Nú, hvernig í ósköpunum stendur á því að aðeins er reiknað með kólnun á Bretlandseyjum í takt við minnkandi virkni sólar? Er blessaðri sólinni svona illa við Breta? Varla. Líklega er skýringin sú að hitaferillinn sem þeir notuðu nær eingöngu til Englands, en það er hinn margfrægi Central England Temperature (CET) hitaferill sem nær aftur til ársins 1659, en hann sýnir lofthita mældan með mælitækjum samfellt allt aftur til ársins 1659, og er því sá hitaferill hitamæla sem sem nær yfir lengst tímabil. Það er einfaldlega ekki kostur á sambærilegum mælingum utan Bretlands. -
Í samantekt greinarinnar stendur:
Solar activity during the current sunspot minimum has fallen to levels unknown since the start of the 20th century (Lockwood 2010 Proc. R. Soc. A 466 30329) and records of past solar variations inferred from cosmogenic isotopes (Abreu et al 2008 Geophys. Res. Lett. 35 L20109) and geomagnetic activity data (Lockwood et al 2009 Astrophys. J. 700 93744) suggest that the current grand solar maximum is coming to an end and hence that solar activity can be expected to continue to decline. Combining cosmogenic isotope data with the long record of temperatures measured in central England, we estimate how solar change could influence the probability in the future of further UK winters that are cold, relative to the hemispheric mean temperature, if all other factors remain constant. Global warming is taken into account only through the detrending using mean hemispheric temperatures. We show that some predictive skill may be obtained by including the solar effect.
|
Vísindi og fræði | Breytt 9.7.2011 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði