"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"...

 

 

 

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Þorsteinn hefur oft fjallað um klukkuna, seinkun hennar, sumartíma, vetrartíma, o.fl. Mig langar til að vísa á nýlegan pistil hans á vef Almanaksins: „Um seinkun klukkunnar“    http://www.almanak.hi.is/seinkun2.html

Það vill svo til að sá sem þessar línur ritar starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að  hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

 

Þorsteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið 1. desember:

 

Still­ing klukk­unn­ar alltaf mála­miðlun

Ingi­leif Friðriks­dótt­ir
if@mbl.is

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.stækka

Dr. Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur hjá
Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. mbl.is/​Golli

„Ég hef mikl­ar efa­semd­ir um nei­kvæð heilsu­fars­leg áhrif af fljótri klukku. Í því sam­bandi er at­hygl­is­vert að svefn­höfgi ung­linga virðist engu minna vanda­mál í þeim lönd­um þar sem klukk­unni er seinkað að vetri til,“ seg­ir Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur.

Hann seg­ir það klukk­una frem­ur en dags­birt­una sem ræður því hvenær ung­ling­ar fara að sofa á kvöld­in. Sums staðar er­lend­is hafi það gef­ist vel að hefja skóla­hald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Eg­ilsstaðaskóla síðustu ár.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyr­ir­lest­ur Bjarg­ar Þor­leifs­dótt­ur, lektors við Lækna­deild Há­skóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslend­inga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsu­mál að seinka klukk­unni um eina klukku­stund. Íslend­ing­ar væru að skapa sér vanda með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem hef­ur meðal ann­ars slæm­ar af­leiðin­f­ar fyr­ir heilsu fólks.

Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsu­fræðilegt heimsvanda­mál,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ist jafn­framt hafa þá at­huga­semd að Björg, ásamt mörg­um öðrum, ein­blíni á eina af­leiðingu þess að seinka klukk­unni í stað þess að skoða málið frá öll­um hliðum. 

Hverri til­hög­un fylgja kost­ir og ókost­ir

„Still­ing klukk­unn­ar verður alltaf mála­miðlun því að sér­hverri til­hög­un fylgja bæði kost­ir og ókost­ir,“ seg­ir Þor­steinn, en bend­ir á að þegar nú­gild­andi lög um tíma­reikn­ing voru sett árið 1968 hafi megin­á­stæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukk­una.

Í pistli sín­um um seink­un klukk­unn­ar seg­ir hann mark­miðið með laga­setn­ing­unni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föst­um tíma allt árið. „Skoðana­könn­un leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku („sum­ar­tíma“) en óbreytta („vetr­ar­tíma“). Varð því niðurstaðan sú að klukk­ur skyldu stillt­ar eft­ir miðtíma Greenwich.“

Radd­ir komið fram síðustu ár sem kalla á breyt­ingu

Eft­ir breyt­ing­una má segja að friður hafi ríkt um tíma­reikn­ing­inn í ald­ar­fjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram radd­ir sem kalla á breyt­ingu á ný. Má þar nefna þings­álykt­un­ar­til­lögu árið 1994, frum­varp árið 1995 (end­ur­flutt 1998 og 2000), og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014.

„Spyrja má hvers vegna breyt­inga sé óskað eft­ir svo langa sátt um nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag. Þar kem­ur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vax­in upp ný kyn­slóð sem man ekki það fyr­ir­komu­lag sem áður gilti og þekk­ir ekki af eig­in raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skap­ast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfé­lag­inu, nýrr­ar tækni og nýrra sjón­ar­miða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tek­in um laga­setn­ingu sem óhjá­kvæmi­lega snert­ir hvern ein­asta Íslend­ing að meira eða minna leyti.“

Bjart­ari morgn­ar dýr­keypt­ir

Þá bend­ir hann á að seink­un klukk­unn­ar hefði þau áhrif að bjart­ara yrði á morgn­anna og það sé tví­mæla­laust sterk­asta rök­semd þeirra sem vilja fara þessa leið. 

„Á hinn bóg­inn eru bjart­ari morgn­ar keypt­ir því verði að fyrr dimm­ir síðdeg­is þegar um­ferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn get­ur greint á um það hvort þeir kjósi frem­ur bjart­ari morgna eða bjart­ara síðdegi. En um­ferðarþung­inn bend­ir til þess að menn nýti al­mennt síðdegið frem­ur en morgn­ana til að sinna er­ind­um sín­um. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórn­ast því ekki af birt­unni einni sam­an. Óum­deilt er, að flest­ir kjósa flýtta klukku á sumr­in, því að lengri tími gefst þá til úti­vist­ar.“

Fals­von­ir um batn­andi líðan við að seinka klukk­unni

Þor­steinn bend­ir jafn­framt á að í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sé horft fram­hjá þeirri staðreynd að raf­lýs­ing hef­ur áhrif á lík­ams­klukk­una ekki síður en sól­ar­ljósið og rask­ar því hinni nátt­úru­legu sveiflu. „Í þjóðfé­lagi nú­tím­ans ræður sól­ar­ljósið ekki still­ingu lík­ams­klukk­unn­ar nema að tak­mörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönn­um fals­von­ir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukk­unni.“

Þá seg­ist hann hrædd­ur um að mörg­um myndi bregða í brún þegar þeir yrðu var­ir við það að myrkrið skylli á klukku­stund fyrr síðdeg­is, eins og myndi ger­ast ef klukk­unni væri seinkað. „Dótt­ir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukk­unni var breytt þar frá sum­ar­tíma yfir á vetr­ar­tíma. Hún orðaði það svo að breyt­ing­in síðdeg­is hefði verið afar óþægi­leg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleir­um, bæði aust­an­hafs og vest­an­hafs,“ seg­ir Þor­steinn.

Loks seg­ir hann rétt að vekja at­hygli á því að mik­ill fjöldi fólks í heim­in­um býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjá­ist vel ef tíma­kort Almanaks Há­skól­ans er skoðað.

 

--- --- ---

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, skrifaði 1. desember 2014 á visir.is:

Myrkur í heygarðshorninu

SKOÐUN
09:18 01. DESEMBER 2014
 
 
Gullli
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi.


Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan.

Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum.

Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24.

Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.

 

--- --- ---

 

Þetta er skoðun þeirra tveggja manna sem best þekkja útreikning tímatals og klukkunnar á Íslandi. 

Á mínum vinnustað mætir starfsfólkið til vinnu á tímabilinu 7 til 9. Þeir árrisulu mæta snemma og geta því einnig farið snemma heim í lok vinnudags. Flestir mæta um klukkan átta, en allnokkrir ekki fyrr en um níuleytið.  Allir eru ánægðir og klukkan ekkert vandamál.

Svo má auðvitað minnast á að í þéttbýli utanhúss er tæplega hægt að tala um skammdegismyrkur, lýsing er það góð. Myrkrið er aftur á móti í dreifbýlinu. Þar er það oft kolsvart.  Innanhúss er auðvitað vel bjart hjá okkur öllum, þökk sé góðri raflýsingu. 

Ráðið við morgunsyfju er einfalt: Fara fyrr að sofa og gæta þess að ná 7 - 8 tíma svefni. Vakna síðan eldhress smile.



 

 

 

 

 


mbl.is Svona dimmir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúndur jólastress...!

 

 

Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís  taka þátt í Áheitasöfnun Geðveikra Jóla með frábæru jólalagi í ár. Hægt er að sjá hér þeirra framlag og einnig kjósa lagið þeirra og styrkja gott málefni.

Heimsækið vefsíðu Einstakra barna, en einstök börn þjást af erfiðum og sjaldgæfum sjúkdómum: www.einstokborn.is
 
 
 

Hægt er að heita á lag VERKÍS inni á www.gedveikjol.is eða með því að senda sms til að gefa 1.000 – 5.000 kr. Áheitin renna til stuðningsfélags Einstakra barna.

Sendið textann „1007“ í númerið 900 9501 – til að gefa 1.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9503 – til að gefa 3.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9505 – til að gefa 5.000 kr

 

 anchristmastree_390336

 

Syngið með:

Dúndur jólastress

 

JÓL

Æ þarf að gera allt þó bráðum komi jól?
Við getum líka tekið því með ró!

Skrifa jólakortin, skreyt’og pakka inn.
Eða má, sleppa því í þetta sinn?

Baka, versla inn og þrífa hátt og lágt?
Er það nú ekki full mikið í lagt?

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

JÓL JÓL

Finnst þér, enn að, allt verð´að vera spik & span?
Nei ég er ekki sáputusku-fan.

Ef mútta kæm´ í heimsókn og allt í drasli hér.
Hún kennir mér um, það allt hvort eð er.
Allt sem hún sér og miður fer

Ég er að missa´ða, með jólakvíða hnút.
Æ elsku besta ekki fríka út.

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Svo þramm, þramm, þramma ég, allt Þorláksmessukvöld,
þeytist um, leit´a að jólagjöf.
Það er spenn, spenn, spennandi, að spæn´ um allan bæ,
og spá í allt sem ég get gefið þér.

Í geð, geð, geðveikum, spanjólagír,
svo gaman er að vera til.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú, saman geðveik jól

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.

www.gedveikjol.is

 

 

logo-upphleypt-standandi_1250719.png

 

www.verkis.is

 


Góð frétt í jólamánuðinum...

 

Ragna og Börnin

 

 
Manni hlýnar um hjartaræturnar við að lesa svona frétt eins og var í Morgunblaðinu í dag:
 
 
 

"Ókunn­ugt fólk bauð Rögnu íbúðir til af­nota"

"Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna einstæð móðir í Reykjavík, fékk boð frá tveimur ókunnugum íbúðareigendum í Reykjavík um tímabundin afnot af íbúðunum án endurgjalds.

 

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær er Ragna komin á götuna eftir að hafa misst tímabundið húsnæði. Fjárhagur Rögnu er erfiður eftir mikil útgjöld vegna veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar, sem lést eftir langvinn veikindi sl. sumar.

 

Íbúðir í Breiðholti og Vesturbæ

 

Saga Rögnu hreyfði við lesendum Morgunblaðsins sem buðu henni húsnæði í Breiðholti og Vesturbæ.

 

»Ég ætla að taka boðinu og vera í íbúðinni í Vesturbænum í þrjár vikur. Þá kemur annar í íbúðina og ég færi mig yfir í aðra íbúð í eigu fjölskyldu í Breiðholti sem er að fara til útlanda. Þau leyfa mér að vera í íbúðinni frá og með 19. desember til 2. janúar. Hvað gerist í framhaldinu er óvíst,« segir Ragna.

 

Hún var á leið í hótelíbúð í miðborg Reykjavíkur þegar boðin um íbúðirnar tvær bárust. Hún hafði bókað gistingu fram á föstudag og fékk hún fyrirframgreiðslu þriggja af þeim nóttum fellda niður þegar henni stóð annað húsnæði til boða. Hyggst hún flytja sig um set í dag.

 

Eigandi íbúðarinnar í Vesturbænum er búsettur í Danmörku.

 

Um miðjan dag í gær hafði Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir samband við Morgunblaðið en hún býr í Stege í Danmörku. Sagðist hún eiga íbúð með húsgögnum og öðrum húsbúnaði í Vesturbæ Reykjavíkur sem yrði ónotuð til 20. desember. Vildi hún gjarnan lána Rögnu og dætrum hennar íbúðina án endurgjalds, þó ekki yfir hátíðarnar því þá myndi systursonur hennar dvelja þar með konu sinni. Eftir áramótin kæmu frekari afnot af íbúðinni til greina.

 

»Það er hjónarúm í svefnherberginu og svefnsófi í stofunni og rúmföt og sængur og koddar fyrir fimm. Það er allt í íbúðinni og vantar ekkert,« sagði Sólveig sem hafði aldrei heyrt Rögnu getið fyrr en í gær.

 

Sólveig og eiginmaður hennar, sem er læknir, eiga bújörð og rækta hveiti, bygg, hafra og sykurrófur.

 

Hefur búið í Danmörku í 40 ár

 

»Ég á sjö rollur sem bera á vorin. Ég er 65 ára hjúkrunarfræðingur og hef búið í Danmörku í yfir 40 ár. Ég á þrjú börn á aldur við Rögnu og svo á ég barnabörn. Þegar ég heyrði af Rögnu og að hún hefði átt veika dóttur fannst mér sem hjúkrunarfræðingi leitt að það skyldi ekki vera til hjálp fyrir hana,« segir Sólveig sem fluttist til Danmerkur árið 1972 til að læra svæfingarhjúkrun.

 

Sólveig fylgist með fréttum frá Íslandi og hefur áhyggjur af húsnæðismálum. »Kerfið er orðið fátækt á Íslandi ef það getur ekki hugsað um þá sem eiga erfitt í þjóðfélaginu. Ég held að Danir hugsi betur um fólk í slíkum vanda,« segir Sólveig."
 
 
Svo sakar ekki að nafn þess sem lánar íbúðina er kunnuglegt:

 

 

 

 
 
Solla-Jona-Olli
Sólveig er hér að spjalla við Örlyg og Jónu í Kaupmannahöfn 1971
Bloggarinn tók myndina á námsárunum.
 
smile
 

mbl.is Ókunnugt fólk bauð Rögnu íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveðrið um helgina í beinni - Prófaðu að fikta...!

 

 

 

Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla.   Kemur þú auga á óveðrið sem verður yfir landinu um helgina, mest seinnipart sunnudags?  

Myndirnar, sem eru ættaðar frá öfurtölvum (supercomputer), ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.

Nú er um að gera að fikta aðeins:

Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?

Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?  Prófið að skoða nærmynd af landinu okkar.

Prófið krækjurnar neðst á síðunni.

Fylgist með annað slagið meðan óveðrið nálgast og gengur yfir.
(Muna eftir að endurræsamyndina).

 

                                                                                Vindur við yfirborð jarðar.
                                                                           Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

**

 

                                               Skotvindur (röst, jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

Snúðu jarðarkúlunni þannig að norðurskautið snúi upp og skoðaðu alla röstina. Snúðu síðan suðurskautinu upp og skoðaðu hvað er að gerast þar.

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ástusjóður, flygildi og björgunarsveitirnar, tónleikar í kvöld...

 

astusjodur4.png

 

 

Styrktartónleikar Ástusjóðs verða haldnir í Austurbæ við Snorrabraut í Reykjavík þriðjudagskvöldið 25. nóvember 2014 kl.20.

Fyrsta verkefni Ástusjóðs er kaup á flygildum (drónum) til að styrkja björgunarsveitirnar sem komu mjög við sögu við leitina í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð.

Húsið opnar kl 19.30. Fram koma frábærir listamenn: Hljómsveitirnar Árstíðir og Byzantine Silhouette, Megas og Magga Stína og söngvararnir Ragga Gröndal og Svavar Knútur.

Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Ástusjóðs.  Ástusjóður var stofnaður síðastliðið sumar til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð og fannst rúmum fimm vikum eftir slysið fremst í gljúfrinu.

 

Sjóðurinn styrkir Landsbjörgu og björgunarsveitirnar um hinar dreifðu byggðir landsins og vinnur að hugðarefnum Ástu sem innan lögfræðinnar voru einkum umhverfisréttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Hún hafði jafnframt brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum.

Fyrsta verkefni Ástusjóðs er kaup á nýrri tækni til að styrkja björgunarsveitir.

Flygildi (drónar) opna björgunarsveitunum nýja möguleika á að leita að fólki úr lofti við erfiðar aðstæður. Fyrstu tækin, sem þegar hafa verið pöntuð, verða gefin björgunarsveitunum Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

 

Stjórn sjóðsins og undirbúningsnefnd tónleikanna þiggja ekki laun og engir miðar á tónleikana eru ógreiddir. Styrktaraðilar tónleikanna greiða fyrir húsnæði.

 

Ég er búinn að leggja smávegis inn á reikning Ástusjóðs 301-13-302339 kennitala 630714-0440 og skora á þig að gera það einnig. Munið að margt smátt gerir eitt stórt.

 

Öll erum við stolt af björgunarsveitunum okkar og dáumst að ósérhlífni þeirra.  Sýnum það nú í verki !

 

Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er bent á að reikningsnúmer hans er 301-13-302339 og kennitalan er 630714-0440

 

 

www.astusjodur.is


Efnisyfirlit pistla...

 

 

Stöku sinnum uppfæri ég efnisyfirlit bloggpistla o.fl.

 

Yfirlitið er á sérstakri vefsíðu sem skoða má í glugganum hér fyrir neðan. Þar eru um 530 færslur.

Nota rennibrautina hægra megin í glugganum til að ferðast niður og upp.

 

Einnig má fara beint á síðuna með efnisyfirlitinu með því að smella hér.

Það er heppilegra ef ætlunin er að skoða bloggpistlana sem vísað er á.

 


September hlýr á heimsvísu, en ekki hlýjasti mánuðurinn frá upphafi mælinga með gervihnöttum...

 

Hér fyrir neðan er ferill sem sýnir þróun lofthita á heimsvísu frá því er mælingar hófust með gervihnöttum árið 1979.

Nýliðinn september er lengst til hægri. Samkvæmt þessum ferli sem gerður er eftir mæligögnum frá gervihnöttum hefur september verið hlýr, en alls ekki neitt sérstakur miðað við allt tímabilið.    Hitaferill samkvæmt öðrum mæligögnum gæti þó sýnt hlýrri september en aðrir septembermánuðir hafa mælst. Þessi virðist þó ekki gera það.

Hitaferlillinn er fenginn hér: www.climate4you.com/GlobalTemperatures á undirsíðu climate4you.comÞar má finna fleiri ferla.

Mæligögnin, sem ferillinn er teiknaður, eftir eru hér: http://data.remss.com/msu/monthly_time_series/RSS_Monthly_MSU_AMSU_Channel_TLT_Anomalies_Land_and_Ocean_v03_3.txt

 

 

1979-sept2014.jpg

 

 

Skýringar sem eru undir myndinni á vefsíðunni www.climate4you.com :

Global monthly average lower troposphere temperature since 1979 according to Remote Sensing Systems (RSS). This graph uses data obtained by the National Oceanographic and Atmospheric Administration (NOAA) TIROS-N satellite, and interpreted by Dr. Carl Mears (RSS). The thick line is the simple running 37 month average, nearly corresponding to a running 3 yr average. The cooling and warming periods directly influenced by the 1991 Mt. Pinatubo volcanic eruption and the 1998 El Niño, respectively, are clearly visible. Click here for a description of RSS MSU data products. Please note that RSS January 2011 changed from Version 3.2 to Version 3.3 of their MSU/AMSU lower tropospheric (TLT) temperature product. Click here to read a description of the change from version 3.2 to 3.3, and previous changes. Last month shown: September 2014. Last diagram update: 7 October 2014.

  • Click here to download the series of RSS MSU global monthly lower troposphere temperature anomalies since January 1979.

  • Click here to see a maturity diagram for the MSU RSS data series.

  • Click here to read about data smoothing.

  • Click here to read a description of the MSU products. 

 

 

 Ferillinn hér fyrir neðan sýnir alla hitamæliferla á einum stað. Síðasti mánuður er ágúst 2014.

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979_1247915.gif

 

 Skýringar sem eru undir myndinni á vefsíðunni www.climate4you.com :

Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: August 2014. Last diagram update: 2 October 2014.

 


mbl.is Aldrei áður jafnhlýtt í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafísinn og skaflinn í Gunnlaugsskarði...


 
474036_1246857.jpg
 
 
Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hefur ekki náð að bráðna í sumar, og ekki heldur árin 2011 og 2013. Hann náði þó að bráðna árin 2001 til 2010 og einnig 2012.  Veðrið hefur farið mildum höndum um okkur það sem af er þessari öld, en er nú að verða breyting á? Er snjóskaflinn frægi góð vísbending?
 
Hvernig skyldi hafísinn vera, en um þetta leyti er hann í lágmarki á norðurhveli og hámarki á suðurhveli.
 
Skoðum málið:
 
 
Norðurhvel:

arctic_sea_ice_extent_2014_day_269_1981-2010
 
 
 Hafísinn á norðurhveli er samkvæmt þessu með minna móti,
en þó meiri en árin 2008. 2010, 2011 og 2012.
Mæligögn hér.
 
 
 
 
 
 
Suðurhvel:
 
antarctic_sea_ice_extent_2014_day_269_1981-2010
 
Útbreiðsla hafíss á suðurhveli er samkvæmt þessari mynd
meiri en nokkru sinni síðan mælingar hófust.
Mæligögn hér.
 
 
 
 
 
Í frétt Morgunblaðsins stendur:

"Vís­bend­ing um kóln­andi veður"

"Skafl­inn í Gunn­laugs­skarði Esj­unn­ar hef­ur ekki bráðnað að fullu í sum­ar að sögn Páls Bergþórs­son­ar veður­fræðings og fyrr­ver­andi veður­stofu­stjóra. „Skafl­inn er orðinn ansi lít­ill en mér sýn­ist á öllu að það séu litl­ir mögu­leik­ar á því að hann muni hverfa,“ seg­ir Páll. „Það þarf þónokk­urn hita til og það er orðið svo áliðið að ég myndi trúa að hann lifði sum­arið af.

Skafl­inn hvarf á hverju ári frá 2001 til 2010, en það var í fyrsta sinn sem hann hvarf í svo lang­an tíma sam­fleytt. Að sögn Páls helst það í hend­ur við það að ára­tug­ur­inn hafi verið sá hlýj­asti sem mælst hef­ur hér á landi. Þá hvarf hann einnig árið 2012, en árin 2011 og 2013 bráðnaði hann ekki að fullu. Páll seg­ir veru skafls­ins síðustu tvö árin geta verið vís­bend­ingu um að það sé að kólna í veðri, þrátt fyr­ir að mæl­ing­ar sýni það ekki.

Fjallað var um það á mbl.is í sum­ar að lík­legt þætti að skafl­inn myndi hverfa þetta árið þar sem mik­il hlý­indi voru í haust og sér­stak­lega frá ára­mót­um.

Reglu­lega hef­ur verið fylgst með skafl­in­um í Gunn­laugs­skarði, sem er vest­an í Kistu­felli Esju, allt frá ár­inu 1909 og raun­ar benda heim­ild­ir til þess að skafl­inn hafi ekki horfið í ára­tugi fyr­ir árið 1929, að minnsta kosti frá 1863.

Skafl­inn, sem er í um 820 metra hæð yfir sjó, bráðnar al­farið í hlýj­um árum áður en snjór tek­ur að safn­ast þar fyr­ir aft­ur að hausti, en á köld­um tíma­bil­um helst hann allt árið. Páll seg­ir eng­ar heim­ild­ir um að þessi skafl hafi horfið fyr­ir 1930, þá hófst hlý­inda­skeið sem stóð í þrjá­tíu ár og hvarf skafl­inn þá af og til. Um miðjan sjö­unda ára­tug­inn hófst kulda­tíma­bil og hafði skafl­inn ekki horfði á því fyrr en 2001".

Myndin efst á síðunni fylgdi fréttinni.

 

 

Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni...

 

2009: Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«...

 


mbl.is Vísbending um kólnandi veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg norðurljós væntanleg föstudaginn 12. september...

 

Töluverðar líkur eru á glæsilegum norðurljósum föstudaginn 12. september. Sjá WSA-Enlil Solar Wind Prediction spálíkanið sem er hér fyrir neðan.


Þetta líkan er spáir fyrir um hvenær kórónuskvettur (Coronal Mass Ejection) lenda á jörðinni, ef slíkar eru á leiðinni með sólvindinum. Ein slík og nokkuð öflug virðist stefna á jörðina og vera væntanleg á morgun.


Á hreyfimyndinni má sjá rafgas-skýið stefna á jörðina. Sólin er guli depillinn í miðjunni, en jörðin er græni depillinn hægra megin. Takið eftir hvenær skýið fer fram hjá jörðinni, en dagsetning og tími eru efst í glugganum.

Hringlaga myndin sýnir sólkerfið séð "ofan frá", en kökusneiðin frá hlið.

Takið eftir rennibrautunum undir myndinni og til hliðar við hana. Með þeim er hægt að skoða alla myndina þó hún komist ekki fyrir í glugganum, og lesa leiðbeiningar sem eru neðst í honum.

 

Fleiri myndir eru á vefnum Norðurljósaspá, en nokkrar þeirra eru neðar á þessari síðu.

http://agust.net/aurora

 

 

 

 

 

 Sólvindurinn

Sumir vefskoðarar geta ekki sýnt svona glugga inn í aðra vefsíðu.

Ef myndin sést ekki, þá má reyna að fara beint inn á þessa síðu:

http://www.swpc.noaa.gov/wsa-enlil/

 

 

 

 

Sólin í dag

 http://www.solarham.net/pictures/regions.jpg

 Sólin í dag

Kórónuskvettan á upptök sín í sólbletti 2158

 


 

 

Segulmælingastöðin Leirvogi

 http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirv.png

 Breytingar á jarðsegulsviðinu undanfarinn sólarhring, mælt í Segulmælingastöðinni í Leirvogi.

 Búast má við mikilli ókyrrð hér meðan norðurljósin sjást yfir landinu.

 

SWPC_Aurora_Map_N

Þvi öflugri sem norðurljósin eru, þeim mun rauðleitari eru þau á þessari spámynd.

Spáin gildir fyrir tímann sem er efst til hægri á myndinni. (= klukkan á Íslandi)


http://www.swpc.noaa.gov/ovation/images/Aurora_Map_N.png

 

 

Fleiri myndir eru á vefnum Norðurljósaspá

Fróðleikur um sólblossa http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solblossar

Fréttir um atburði dagsins: http://www.solarham.net/data/events/sep10_2014_x1.6/index.htm
Radíóamatörar sjá um þessa síðu, en þeir nota einmitt jónahvolfið fyrir fjarskipti heimsálfa á milli.
Fróðleikur og fallegar myndir: http://www.solarham.net


Hvers vegna er orðið "Mekatronik" þýtt sem "Hátækni" - eða Mekatronik Ingeniør þýtt sem Hátækniverkfræðingur...?..

 

 

mekatronik-1.jpg
 

                                 Mekatronik Ingeniør = Hátækniverkfræðingur?

 

Hugtakið "mekatronik" eða  "mechatronic" er notað til að lýsa skörun tveggja eða fleiri fagsviða, til dæmis vélaverkfræði og rafeindaverkfræði. Mechanical+Electronic renna saman svo úr verður Mechatronic, eða Mekatronik eins og frændur okkar í Skandinavíu og víðar kalla fagið. Mekatronik fæst þannig til dæmis við vélbúnað sem er samofinn rafeindabúnaði, þar sem hvorugt getur án hins verið. 

Einhverjum hefur dottið í hug að þýða mechatronic sem hátækni í samsetningunni "mechatronic engineering". Þannig hefur til dæmis orðið til fagheitið hátækniverkfræði.  Hátækniverkfræði?

Hvers vegna í ósköpunum hátækniverkfræði? Hvað er eiginlega hátæknilegra við mekatronik verkfræði en til dæmis rafmagnsverkfræði, rafeindaverkfræði, raforkuverkfræði, stjórnkerfisverkfræði, fjarskiptaverkfræði, vélaverkfræði, skipaverkfræði, efnaverkfræði, eðlisverkfræði, kjarnorkuverkfræði, tölvuverkfræði, byggingaverkfræði, skipulagsverkfræði, samgönguverkfræði, jarðverkfræði, þjarkaverkfræði, flugverkfræði, flugvélaverkfræði, heilbrigðisverkfræði, iðnaðarverkfræði...?  

Hverjum dettur í hug að þessi svokallaða Hátækniverkfræði sé hátæknilegri en Aerospace Engineering?  Vonandi engum.

Sjálfsagt er ástæðan fyrir nafninu vandræðagangur við þýðingu á orðinu. Einhverjum hefur ekki dottið annað í hug. Íslendingar verða auðvitað að þýða öll orð, en Danir, Svíar og Norðmenn kalla fagið mekatronik eins og margar aðrar þjóðir. Við Íslendingar þýðum það sem hátækni Smile.

Ef við notum sömu aðferðafræði við að finna orð samsett úr tveim öðrum, Mechanical+Electronic=Mechatronic, getum við prófað Véla+Rafeinda=Véleinda.

Er ekki Véleindaverkfræði miklu skárra orð í þessu samhengi en Hátækniverkfræði? Það er að segja ef við viljum endilega þýða orðið. Við tölum til dæmis um rafvirkja, vélvirkja og síðan rafvélavirkja.

Við höfum nokkrir vinnufélagar hjá Verkís, allir eins konar hátæknifræðingar og hátækniverkfræðingar í venjulegum skilningi þess orðs, rætt þetta mál yfir óteljandi kaffibollum, og erum við sammála um að afleitt sé að kalla   " Mechatronic Engineering"   "Hátækniverkfræði",   og viljum auglýsa eftir betra orði... 

 

Mechatronics er náskylt Robotics. Robotic Engineer gætum við kallað Þjarkaverkfræðing.  -
En Mechatronic Engineer (Mekatronik Ingeniør), - hvað köllum við hann?

 

 

 

Eru það hátækniverkfræðingar sem hanna hátæknisjúkrahús? Halo  Humm...?

 

 --- --- ---

Uppfært 5. september:

Sjá athugasemdir hér fyrir neðan.

Hálfdan Ómar Hálfdanarson, íðorðastjóri vísindasviðs Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins bendir á að orðið sé í Hugtakasafni þeirra:

mechatronics (mekatronik) = rafeindavélfræði

http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is

Síðan gætum við jafnvel útfært það:

mechatronics engineer: rafeindavélaverkfræðingur eða rafeindavélatæknifræðingur.

Við skjótum bara inn -véla-   í  t.d.  rafeindaverkfræðingur sem er í málinu.

Styttri og þjálli útgáfa gæti verið rafvélaverkfræðingur. 

Hálfdán hafði aftur samband og hafði orð á að sér litist betur á orðið véleindafræði en rafeindavélfræði.  Hvað finnst þér?

 --- --- ---

 

 

robotics-mechatronics.jpg

Robotics is the branch of science and technology that deals with the design, manufacture, and application of intelligent machines as well as of the computer systems and software that power their intelligence.

Mechatronics is the integration of mechanical, electronic and computer engineering in the design of high performance hybrid systems that embody numerous 'intelligent' or 'smart' features.

The interdisciplinary engineering field of Robotics and Mechatronics studies automata from an engineering perspective and designs high performance solutions at affordable costs.

 

Anna Hildigunnur verðandi Mekatronik Ingeniør

útskýrir fyrir okkur hvað mekatronik er:

 


 Mekatronik

 Stjórnkerfi - Tölvukefi - Rafeindakerfi - Vélbúnaðarkerfi

ásamt undirgreinum


Hafísinn um miðjan ágúst...


Staðan laugardaginn 16. ágúst 2014:

Norðurhvel:

(Hafísinn er í augnablikinu meiri en nokkur síðustu ár, 2008, 2010, 2011, 2012 og 2013).

Data here.

 


 




Suðurhvel:

 (Hafísinn er í augnablikinu meiri en öll ár síðan mælingar hófust 1981).

 Data here.

 


 

 

 

Samtals á norður- og suðurhveli:
 
(Heildar hafísinn er í augnablikinu meiri en meðaltal áranna 1981-2010).

Data here.


 

 

--- --- ---

 

 

Hafísdeild dönsku veðurstofunnar DMI.
Beintengdar myndir sem uppfærast daglega:

 

icecover_current_new

 

http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.php

 Útbreiðsla (sea ice extent) hafíss á norðurhveli jarðar
Myndin er frá hafísdeild dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk

Myndin er beintengd. Sjá dagsetningu neðst á myndinni. Myndin breytist daglega.

Gráa línan er meðaltal áranna 1979-2000. Gráa svæðið er plús/mínus 1 staðalfrávik.

Sjá skýringar hér.

Í dag 17. ágúst er ísinn heldur meiri en árin 2010, 2011, 2012, 2013, og nærri meðaltali áranna 1979-2000,
en það getur breyst næstu vikurnar.

Hafísinn á norðurhveli nær lágmarki um miðjan september.

 

 

icecover_current

http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

Önnur framsetning  og eldri: Útbreiðsla hafíss á norðurhveli jarðar

Myndin er frá hafísdeild dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk

Sjá skýringar hér.

 

 

 

23ship5.600

Siglingar í hafís geta verið varasamar. Sjá frétt í New York Times.
 
 

"This is BBC, Bush House, London"...

 

 

stuttbylgjuhlustun.jpg


Þessi orð hljóma enn í eyrum þess sem oft hlustaði á BBC fyrir hálfri öld:  "This is BBC, Bush House, London...",    en þannig var stöðin kynnt annað slagið á stuttbylgjum. Útsendingum var tiltölulega auðvelt að ná, sérstaklega ef maður hafði yfir að ráða sæmilegu stuttbylgju útvarpstæki og loftneti utanhúss.  Þetta var auðvitað löngu fyrir daga Internetsins.

Það var því gleðilegt þegar farið var að senda út þessa dagskrá á FM bylgju á Íslandi fyrir nokkrum árum, en jafn leiðinlegt þegar 365 miðlar hættu útsendingum fyrir nokkrum vikum. Margir tóku þó gleði sína aftur í dag þegar Vodafone hóf að endurvarpa stöðinni á 103,5 MHz.

Þegar aðeins var hægt að ná útsendingum á stuttbylgju var maður háður skilyrðum í jónahvolfinu sem er í um 100 km hæð, svipað og norðurljósin, því aðeins var hægt að heyra í erlendum stöðvum ef radíóbylgjurnar náðu að endurvarpast þar. Það er einmitt sólin eða sólvindurinn sem kemur til hjálpar þar sem víðar, enda fylgdu skilyrðin á stuttbylgju 11 ára sólsveiflunni. Miklar styrkbreytingar og truflanir frá öðrum stöðvum trufluðu oft útsendinguna, ef hún heyrðist á annað borð, en það tók maður ekki nærri sér.

Nú eru breyttir tímar.  Hin glæsilega bygging Bush House er ekki lengur notuð fyrir útsendingar BBC Worls Service.   Og aðeins þarf að stilla litla útvarpstækið  á 103,5 MHz og BBC stöðin heyrist hátt og skýrt án truflana.

 

tf3om.jpg

 

Á efri myndinni situr bloggarinn við viðtæki sem hann notaði til að ná tímamerkjum frá WWV Boulder Coloradio vegna athugana á brautum gervihnatta. Á neðri myndinni má sjá á myndinni 150W heimasmíðaðan stuttbylgjusendi í notkun hjá TF3OM. Myndirnar eru frá því um 1965.

 

 

 

_58780874_waves_1.gif

 

 Sjá:            BBC World Service at 80: A lifetime of shortwave

 

 

 

sony_icf-7600d.jpg
 
Gott stuttbylgjutæki eins og bloggarinn á í dag.
Sony ICF 7600D
 

 


mbl.is BBC World Service aftur í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dr. Ulrike Friedrich: Ferðaþjón­usta gæti eyðilagst vegna of margra ferðamanna - Munu ferðamenn leita annað...?

 


 

p1060064-1-2.jpg

 

 

"Dr. Ulrike Friedrich, verkefnastjóri hjá þýsku geimvísindastofnuninni hefur miklar áhyggjur af þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi Hefur komið tíu sinnum til Íslands Segir fjölgun ferðamanna geta fælt aðra frá. Hún íhugar Grænlandsferð næst." 

Þannig hefst viðtal Morgunblaðsins í dag við þennan Íslandsvin. Sjá frétt hér.

 

Meðal annars stendur í viðtalinu:

"..."Ég ætla ekkert að fara að segja Íslendingum fyrir verkum en sem almennur ferðamaður sem elskar Ísland hef ég fullan rétt til að segja mitt álit. Ef ég væri Íslendingur myndi ég hafa ástæðu til að hafa áhyggjur og koma þeim á framfæri við stjórnvöld. Hvert vilja Íslendingar stefna? Það þarf að vera einhver stefna til staðar þannig að ferðaþjónustan fái ekki að vaxa algjörlega stjórnlaust. Að öðrum kosti eyðileggst hún og ferðamenn munu fara eitthvað annað í leit að fallegu og rólegu umhverfi og náttúru", segir Ulrike, sem er alvarlega að íhuga að ferðast næst til staða eins og Grænlands eða Svalbarða. Hún muni þó að sjálfsögðu koma aftur til Íslands en eigi ekki eins auðvelt með að mæla með Íslandsferð við vini sína, að minnsta kosti muni hún segja þeim að koma ekki hingað yfir hásumarið, frekar að vori eða hausti til"

"...Ég hef allan þennan tíma mælt eindregið með því við vini mína og samstarfsfélaga hérna í Þýskalandi að ferðast til Íslands og skoða þar villta náttúru og dásamlegt landslag. Ísland er mjög vel þróað samfélag með sterkum innviðum og loftslagið þægilegt og heilnæmt. Byggðirnar eru dreifðar og umferðin ekki verið svo mikil. Núna hafa breytingarnar verið svo miklar að þær eyðileggja eða takmarka þessa upplifun ferðamannsins, að mínu mati. Á helstu ferðamannastöðum er alltof mikið af fólki".

 

Kannski var það gosið í Eyjafjallajökli sem vakti athygli útlendinga á Íslenskri náttúru þannig að þeir hafa undanfarna mánuði flykkst hingað í hópum.    Hvaða fréttir hafa þeir að færa eftir Íslandsförina? Eru þær endilega jákvæðar?  Gæti Ísland fallið úr tísku innan skamms? Hættan á því og hruni ferðaiðnaðarins er raunveruleg. Hvað gerum við þá?

Vinur er sá er til vamms segir. Við verðum að taka þessi varnaðarorð dr. Ulrike alvarlega.

Þetta kemur reyndar þeim er þessar línur ritar ekki á óvart, því hann hefur einnig haft af þessu nokkrar áhyggjur. Sums staðar verður ekki þverfótað fyrir erlendum ferðamönnum, náttúruperlur eru orðnar útjaskaðar og sóðalegar, græðgin allsráðandi og friðurinn úti.  Jafnvel margir Íslendingar hafa fengið nóg af ónæðinu og er farið að bera á óþoli.

"Hvert vilja Íslendingar stefna? Það þarf að vera einhver stefna til staðar þannig að ferðaþjónustan fái ekki að vaxa algjörlega stjórnlaust. Að öðrum kosti eyðileggst hún og ferðamenn munu fara eitthvað annað í leit að fallegu og rólegu umhverfi og náttúru", segir Ulrike.

Nú er verið að reisa hótel á hverju götuhorni, eða breyta húsnæði sem áður hýsti fyrirtæki í hótel. Hvað verður um alla þessa fjárfestingu ef ferðamenn hætta að koma til landsins? 

Humm...?

 

 

 

 

Myndina efst á síðunni tók höfundur pistilsins fyrir nokkrum dögum í Brúarárskörðum. Þar var sem betur fer friður og óspillt náttúra.

 

 

 


Hafísinn: Spennan vex, hvernig verður staðan eftir mánuð...?

 

Nú er kominn ágústmánuður og ekki nema um mánuður þar til hafísinn

á norðurhveli verður í lágmarki ársins,

og um svipað leyti verður hann í hámarki á suðurhveli.

Hvernig skyldi staðan verða þá? Kíkjum á stöðuna í dag:

 

icecover_current_new

 

http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.php

 Útbreiðsla (sea ice extent) hafíss á norðurhveli jarðar
Myndin er frá hafísdeild dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk

Myndin er beintengd. Sjá dagsetningu neðst á myndinni. Myndin breytist daglega.

Gráa línan er meðaltal áranna 1979-2000. Gráa svæðið er plús/mínus 1 staðalfrávik.

Sjá skýringar hér.

Í dag 3ja ágúst er ísinn heldur meiri en árin 2010, 2011, 2012, 2013, og nærri meðaltali áranna 1979-2000,
en það getur breyst næstu vikurnar.

 

 

icecover_current

http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

Önnur framsetning  og eldri: Útbreiðsla hafíss á norðurhveli jarðar

Myndin er frá hafísdeild dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk

Sjá skýringar hér.

 

 

Hafísinn við Suðurskautslandið

 http://nsidc.org/data/seaice_index/images/daily_images/S_stddev_timeseries.png

 Hafísinn á suðurhveli jarðar

 

Fleiri ferlar í þessum dótakassa bloggarans:

Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni...

 

En, hvernig verður staðan eftir mánuð? 
Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá...

 

--- --- ---

UPPFÆRT 7. ágúst 2014:

Eftir góðar ábendingar frá Emil um misvísandi ferla bætti ég inn þeim ferlum sem ég fann í fljótu bragði. Allir eiga að uppfærast sjálfkrafa og verður áhugavert að fylgjast með þeim á einum stað næstu vikurnar:

 Sea_Ice_Extent_v2_L

 http://www.ijis.iarc.uaf.edu/en/home/seaice_extent.htm

 

 ssmi1_ice_ext

 http://arctic-roos.org/observations/satellite-data/sea-ice/observation_images/ssmi1_ice_ext.png

 

N_stddev_timeseries

 http://nsidc.org/data/seaice_index/images/daily_images/N_stddev_timeseries.png

 Sea_Ice_Extent_v2_prev_L

http://www.ijis.iarc.uaf.edu/seaice/extent/Sea_Ice_Extent_v2_prev_L.png

 

 ssmi1_ice_ext

http://arctic-roos.org/observations/satellite-data/sea-ice/observation_images/ssmi1_ice_ext.png

 


Öflugur sólstormur fyrir tveim árum hefði getað lagt innviði nútímaþjóðfélags í rúst hefði hann lent á jörðinni...

 

 

 

 
Við vorum mjög heppin fyrir réttum tveim árum. Hefði sólstormurinn mikli lent á jörðinni, þá værum við væntanlega enn að kljást við vandann og lagfæra fjarskipta- og rafmagnskerfin víða um heim. Úff, það munaði litlu...!   Sem betur fer stefndi kórónuskvettan (CME Coronal Mass Ejection) ekki á jörðina í þetta sinn.
 
NASA fjallar um þetta á vefsíðu sinni í dag:

Near Miss: The Solar Superstorm of July 2012

"July 23, 2014: If an asteroid big enough to knock modern civilization back to the 18th century appeared out of deep space and buzzed the Earth-Moon system, the near-miss would be instant worldwide headline news.

Two years ago, Earth experienced a close shave just as perilous, but most newspapers didn't mention it. The "impactor" was an extreme solar storm, the most powerful in as much as 150+ years.

"If it had hit, we would still be picking up the pieces," says Daniel Baker of the University of Colorado...

[...]

Before July 2012, when researchers talked about extreme solar storms their touchstone was the iconic Carrington Event of Sept. 1859, named after English astronomer Richard Carrington who actually saw the instigating flare with his own eyes.  In the days that followed his observation, a series of powerful CMEs hit Earth head-on with a potency not felt before or since.  Intense geomagnetic storms ignited Northern Lights as far south as Cuba and caused global telegraph lines to spark, setting fire to some telegraph offices and thus disabling the 'Victorian Internet."

A similar storm today could have a catastrophic effect. According to a study by the National Academy of Sciences, the total economic impact could exceed $2 trillion or 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina. Multi-ton transformers damaged by such a storm might take years to repair.

"In my view the July 2012 storm was in all respects at least as strong as the 1859 Carrington event," says Baker. "The only difference is, it missed"..."

http://science.nasa.gov/science-news/science-at-nasa/2014/23jul_superstorm

Myndabandið er úr  frétt NASA.

Bloggarinn hefur áður fjallað um þessa hættu sem vofir yfir okkur:

Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 


Fyrir nokkru kom út viðamikil skýrsla vísindanefndar sem nefnist Space Weather Events—Understanding Societal and Economic Impacts.   Þar er fjallað um þessa hættu sem stafað getur af öflugum sólstormum.

 

severespaceweatherimpactsErum við viðbúin svona ósköpum utan úr geimnum?  Nei, alls ekki.  Samt er aðeins tímaspursmál hvenær öflugur sólblossi lendir á jörðinni, nægilega öflugur til að valda miklum skemmdum á fjarskipta- og rafdreifikerum. Það miklum að það getur tekið mörg ár að lagfæra..

 

 

 

Eldri frétt NASA:

Severe Space Weather--Social and Economic Impacts

 

 

 

Greinin sem vitnað er til í frétt NASA:

D.N. Baker o.fl.

A major solar eruptive event in July 2012: Defining extreme space weather scenarios

Greinin sem pdf er hér.

 

 

 


Töfrum líkast og ótrúleg tækni --- Heilmyndir (hologram) í læknisfræðinni...

 

Myndbandið hér fyrir neðan er frá Ísrael og sýnir það hve ótrúlega langt heilmyndatæknin er komin. Eiginlega miklu lengra en maður átti von á. Töfrum líkast er vægt til orða tekið.

Heilmyndir, almyndir eða hologram myndir eru yfirleitt gerðar með hjálp lasertækninnar, en það var árið 1971 sem rafmagnsverkfræðingurinn Dr. Dennis Gabor (1900-1979) hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppfinningu sína, en það var þegar árið 1947 sem hann sýndi fram á frumhugmyndir með síuðu venjulegu ljósi. Það var þó ekki fyrr en leysirinn (laser) kom til sögunnar um 1960 að hægt reyndist að gera nothæfar heilmyndir.

Bloggarinn minnist þess tíma þegar laserinn var að slíta barnsskónum og meðal annars notaður til að gera ófullkomnar heilmyndir. Hann skrifaði pistil um laser í De Rerum Natura í janúar árið 1966, þá tvítugur. Kannski er það þess vegna sem honum þykir þessi tækni einkar áhugaverð Joyful

 



Eftir fáein ár verður væntanlega hægt að taka svona heilmyndir af fólki í fullri líkamsstærð og varðveita í tölvu. Síðan, jafnvel þegar fólk er löngu látið, verður hægt að kalla það fram inn í stofu nánast eins og það væri sprellifandi.    -   Datt einhverjum í hug afturgöngur?

 

 

Áhugaverðar síður frá Real View með svipuðu efni:


http://www.realviewimaging.com

http://www.realviewimaging.com/?page_id=225


http://www.realviewimaging.com/?page_id=185

 

logo2.jpg
 
 

 

dennis_gabor.jpg

Dennis Gabor


Fróðlegt rit um loftslagsmál og fleira - Ókeypis á netinu...

 

 

 

climate4you-1.jpg

 

 

Einu sinni í mánuði gefur prófessor Ole Humlum út ritið Climate4you. Það kostar ekki neitt.  Í því eru helstu upplýsingar um þróun mála í loftslagsmálum, svo sem breytingar á hitastigi lofthjúpsins, hitastigi sjávar, vermi sjávar, sjávarstöðu, snjóþekju, hafís, koltvísýringi, ...

Þetta forvitnilega rit endar yfirleitt á fróðleik úr mannkynssögunni sem tengist veðurfari. Í blaðinu sem kom út í dag er til dæmis greinin sem sést á myndinni hér fyrir neðan.

Blaðið má sækja á vefsíðuna www.climate4you.com.   Einnig er hægt að gerast áskrifandi.

 

Ritið, sem er frítt, er gefið út af Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla. 

 

Maí blaðið má nálgast með því að smella hér.

 

 

climate4you-2.jpg

 

 

 

 


Dr. Bald­ur Elías­son, fyrr­ver­andi yf­ir­maður orku- og um­hverf­is­mála hjá ork­uris­an­um ABB, seg­ir í viðtali við Morgunblaðið að hug­mynd­ir um að selja raf­orku úr landi í gegn­um sæ­streng gangi ekki upp --- En málið er ekki alveg einfalt...

 

submarine_cable_routes.jpg

 

 (Uppfært 25/6, sjá neðar).

Það er fyllsta ástæða til að leiða hugann að því er Dr. Baldur Elíasson segir í viðtali við Morgunblaðið í dag um hugmyndir manna um rafstreng frá Íslandi til Skotlands. Auðvitað er málið miklu flóknara en hægt er að gera skil í stuttu blaðaviðtali, en Baldur bendir á ýmis sjónarmið sem ekki hafa farið hátt í umræðunni um sæstreng. Það er auðvitað nauðsynlegt að skoða allar hliðar málsins og velta því vel fyrir sér, ekki síst vegna þess að við Íslendingar höfum mikla tilhneigingu til að líta til einhverra patentlausna til að græða, en við eigum það til að verða fyrst vitrir eftirá.  

Sjálfsagt er ekki víst að allir séu sammála Baldri, en  málið þarf að ræða og skoða vel. Við megum auðvitað ekki skella skollaeyrum við aðvörunarorðum, og umræðan má ekki vera yfirborðskennd. Það er nauðsynllegt að skoða vel öll rök, með og móti, og gera nákvæma kostnaðar- og áhættugreiningu áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar. Það ferli þarf að vera opið og gegnsætt. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir hvort vit sé í framkvæmdinni.

En...  Baldur gerir ráð fyrir að Íslendingar eigi og reki strenginn ásamt endabúnaði. Það er þó ekki endilega þannig. Erlendir fjárfestar virðast hafa áhuga á að eiga strenginn  og sjá um orkuflutninginn.     Það breytir auðvitað ýmsu, en ekki því að nauðsynlegt er að vanda til verka við mat á þeim arði sem framkvæmdin kann að skila okkur Íslendingum, áhættu sem við kunnum að bera, umhverfismálum, o.fl.   

---

Dr. Baldur stundaði nám í rafmagnsverkfræði og stjörnufræði í Zurich og tók doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá sama skóla. Hann starfaði um tíma hjá radíóstjörnufræðideild California Institute of Technology í Pasadena við rannsóknir á gasskýjum í Vetrarbrautinni.

Eftir að hann snéri aftur til Sviss hóf hann störf við vísindarannsóknir hjá Brown Boveri. Þegar Brown Boveri sameinaðist sænska fyrirtækinu Asea og varð Asea Brown Boveri (ABB) varð hann yfirmaður orku- og umhverfismála hjá þessu risafyrirtæki sem er með um 150.000 starfsmenn.

 

Í viðtalinu við Stefán Gunnar Sveinsson stendur eftirfarandi, en allt viðtalið má lesa í Morgunblaðinu í dag á blaðsíðu 14.

 

fotobaldur.jpg»Ég tel þetta vera glapræði,« segir dr. Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, um þær hugmyndir sem heyrst hafa í umræðunni, að leggja eigi sæstreng til Bretlands í þeim tilgangi að selja orku úr landi. Baldur, sem hefur unnið við orkumál lungann af starfsævi sinni og meðal annars veitt Kínverjum ráðgjöf um nýtingu endurnýjanlegrar orku, segir nokkra þætti koma í veg fyrir að fjárfestingin myndi borga sig.

Hann bendir á að strengurinn yrði sá lengsti sem lagður hefði verið í heiminum, eða um 1.200 kílómetrar. »Lengsti strengur sem lagður hefur verið hingað til er um 600 kílómetrar og er í Norðursjó milli Noregs og Hollands. Sá strengur liggur á um hundrað metra dýpi. Þessi strengur myndi hins vegar liggja um Norður-Atlantshafið á um þúsund metra dýpi.« Baldur segir að lega strengsins og dýpi myndi jafnframt þýða að mjög erfitt yrði að gera við hann ef hann bilaði, líkt og flest mannanna verk gera fyrr eða síðar, og viðgerðarkostnaður yrði gríðarlegur.

 

Tveir þriðju þjóðarframleiðslu?

Að auki myndi það kosta sitt að leggja strenginn. »Kostnaðurinn yrði svo gífurlegur að Ísland myndi ekki ráða við hann. Það hefur verið talað um fimm milljarða dollara í þessu samhengi. Það er að mínu mati allt of lág tala,« segir Baldur sem áætlar að framkvæmdirnar sem slíkar gætu kostað tvöfalda þá tölu, og sennilega meira. »En þá verður að hafa í huga að þjóðarframleiðsla Íslendinga er 14-15 milljarðar Bandaríkjadala. Hugsanlega væri þarna því á ferðinni fjárfesting sem næmi tveimur þriðju af landsframleiðslu landsins,« segir Baldur og bætir við að jafnvel þó að lægri talan stæðist væri engu að síður um gríðarlega fjárfestingu að ræða. Þá standi einnig í veginum það tæknilega atriði að til þess að flytja rafmagnið yrði það að vera í formi jafnstraums, en raforka sé jafnan framleidd og nýtt sem riðstraumur. Því þyrfti að breyta orkunni við báða enda strengsins. »Því lengri sem kapallinn er, því hærri þarf spennan að vera, og þá væru á báðum endum strengsins turnar þar sem riðstraumi er breytt í jafnstraum og öfugt á hinum endanum. Þetta er því ekki jafnauðvelt og það að leggja einfaldan kapal yfir hafið.«  
Þá segir Baldur að það magn sem kapallinn ætti að flytja sé nánast hlægilega lítið. »Talað er um að kapallinn muni flytja 700 megawött, en það er hérumbil það sem fer í álverksmiðjuna á Reyðarfirði,« segir Baldur. Hann bendir á að slíkt magn rafmagns myndi ekki endast lengi, hugsanlega væri hægt að veita einum bæ í Skotlandi orku með því magni.
Þegar haft sé í huga að það þyrfti að virkja meira til þess að fá þessi 700 megawött segir Baldur að þar af leiði að skynsamlegra sé að vinna úr orkunni hér. Þá bætist við að það verð sem fengist fyrir raforkuna erlendis myndi líklega ekki duga fyrir útlögðum kostnaði við strenginn. Raforkuverð erlendis sé mjög lágt, og aðrir orkugjafar séu að ryðja sér þar til rúms. Baldur nefnir sem dæmi að framleiðsla á jarðgasi sem unnið er úr jörðu með leirsteinsbroti muni líklega færast í vöxt á komandi árum.

 

Þurfum orkuna sjálf

Baldur segir aðalástæðuna fyrir því að þessar hugmyndir gangi ekki upp þó vera einfalda: »Orkan er ekki fyrir hendi. Ísland hefur ekki upp á þessa orku að bjóða.« Baldur áætlar að hér séu nú þegar um 20 terawattsstundir notaðar, en það sé um helmingurinn af þeirri vatnsorku sem virkjanleg sé á Íslandi, séu allir skynsamlegir virkjunarkostir nýttir. »Íbúafjöldi Íslands hefur á mínum sjötíu árum meira en tvöfaldast, og næstum þrefaldast. Sú þróun mun halda áfram. Á næstu sextíu til sjötíu árum er því viðbúið að íbúafjöldi Íslands tvö- eða þrefaldist. Allt þetta fólk þarf straum,« segir Baldur.»Ég myndi segja að Ísland eigi varla orku til þess að sjá íbúum sínum fyrir þörfum þeirra, ef horft er fram í tímann.« Þar komi til að jarðhitaorka yrði aldrei framleidd í jafnmiklum mæli og vatnsorka og sólarorka sé varla valkostur hér á landi. Þá séu eftir vindorka og kjarnorka, en væntanlega vilji enginn hið síðarnefnda og auðveldara sé um að tala en í að komast þegar vindorkan er annars vegar.»Við höfum því aðeins orku fyrir okkar þarfir út þessa öld. Ef menn vilja byggja streng þá - og hugsanlega verður slíkur strengur lagður í framtíðinni - yrði hlutverk hans að flytja inn orku, ekki selja hana.«Þegar allir þessir þættir séu teknir saman; lengd kapalsins og dýpt hans, kostnaður við kapalinn til þess að flytja út tiltölulega litla orku, og því lítil von um ágóða, auk þess að orkunnar sé meiri þörf hér á landi, segir Baldur niðurstöðuna einfalda. »Kapallinn gengur ekki upp.«

 

 --- --- ---

 

Svo mörg voru þau orð.  Víst er að ekki eru allir sammála Baldri, en það er þó víst að þetta er það stórt mál að afleiðingarnar af mistökum geta hæglega sett þjóðfélagið á hliðina einu sinni enn. Það er því nauðsynlegt að gefa orðum Dr. Baldurs Elíassonar gaum og velta málinu vel fyrir sér áður en einhverjar ákvarðanir eru teknar. 

Ef erlendir aðilar koma til með að eiga strenginn, þá hefur það auðvitað áhrif á suma þætti málsins, en aðrir þættir sem huga þarf að koma þá í staðinn.

Málið er flókið...

Það er orðið brýnt að skoða málið vel og birta niðurstöður opinberlega. Þá fyrst geta umræður orðið vitrænar.

Höfundur þessa pistils treystir sér ekki til að hafa rökstudda skoðun á málinu, en vill stíga varlega til jarðar og ekki flana að neinu. Málið er vissulega áhugavert og margar spurningar, sem brýnt er að fá svar við, vakna.

 

--- --- ---

 

UPPFÆRT 25. júní 2014:

Úr Morgunblaðinu í dag:


"Ótal spurningum ósvarað um sæstreng
Ekki tímabært að fullyrða um arðsemi sæstrengsins


Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is


»Við teljum gríðarlega mikil tækifæri geta verið til staðar í lagningu sæstrengs. Það er alls ekki tímabært að fullyrða um arðsemi sæstrengsins að svo stöddu. Stærsta spurningin núna er hvernig samning bresk stjórnvöld eru tilbúin að gera, og hversu mikið yrði afgangs sem skilaði sér til Íslands. Sem stendur bjóða Bretar mjög hátt verð fyrir raforku í slíkum samningum,« segir Gústaf Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku, um gagnrýni á sölu raforku frá landinu í gegnum sæstreng til Bretlands.

Dr. Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, sagði í Morgunblaðinu í fyrradag lagningu strengsins »glapræði«.

Baldur nefndi að ef strengurinn yrði lagður þá yrði hann sá lengsti í heiminum og á miklu dýpi. Ef hann myndi bila, sem er óhjákvæmilegt, þá yrði viðgerðarkostnaðurinn hár.

»Vissulega er bæði kostnaðarsamt að leggja strenginn sem og að gera við hann. En íslenski ríkissjóðurinn myndi ekki leggja fram fjármagnið heldur félag sem rekur strenginn. Ef strengurinn liggur niðri þá er ekki seld mikil orka. En nú er ekki tímabært að fullyrða um arðsemina og hvað rynni hingað til okkar, ef til stórra viðgerða kæmi. Engir samningar liggja enn fyrir,« segir Gústaf.

Baldur talaði einnig um að Ísland myndi varla eiga orku til að sjá íbúum fyrir raforku þegar horft er fram í tímann.


Vatnsaflsvirkjanir reistar?

Í þessu samhengi bendir Gústaf á að Ísland sé sveigjanlegur raforkugjafi í vatnsafli. »Tækifæri okkar liggja í sveigjanlegri raforkuafhendingu og hér er endurnýjanleg raforka. Við gætum þess vegna flutt raforkuna inn, t.d. á nóttunni þegar hún er á lægra verði og selt út á háu verði þegar eftirspurnin er meiri. Þetta eru kostir vatnsaflsins,« segir Gústaf.

Hann bendir á að það eigi eftir að kanna hvaða áhrif þetta hefði á Ísland og hvort nýjar vatnsaflsvirkjanir yrðu reistar til að anna eftirspurn eftir raforku.
 
Fagna allri umræðu

»Við fögnum allri umræðu um verkefnið, það er áhugavert en mörgum spurningum er enn ósvarað um tæknilega útfærslu og áhættu,« segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um gagnrýni Baldurs á lagningu sæstrengsins.

Hörður segir ummæli fyrrverandi starfmanns ABB koma á óvart í ljósi þess að fyrirtækið hafi unnið að skýrslu um sæstrenginn. Í henni kemur fram að verkefnið er tæknilega framkvæmanlegt. Ósamræmi sé á milli þess sem Baldur segi og þess sem er í skýrslunni.

»Mikil þróun hefur verið í sæstrengjum undanfarin ár. Bæði hafa verið lagðir sæstrengir sem fara á tvöfalt það dýpi sem við færum mögulega á ef til þess kæmi. Eins er búið að leggja strengi á landi sem fara tvöfalda þá vegalengd,« segir Hörður. Hann ítrekar þó hversu tæknilega krefjandi verkefnið sé og því mikilvægt að gefa því góðan tíma líkt og raunin sé.

Þá bendir Hörður á að ekki sé rétt að raforkuverð erlendis sé lágt líkt og Baldur segi. »Rarforkuverð í Bretlandi er mjög hátt. Þeir semja nú um raforkuverð frá nýju kjarnorkuveri fyrir yfir 150 dollara á megawattstund.«

Eins segir Hörður þá fullyrðingu ekki rétta að við þurfum meiri orku til eigin nota. »Nú þegar eru um 80% af orku sem við framleiðum flutt út í formi áls, járnblendis og þess háttar vara. Öll frekari orkuvinnsla á Íslandi verður flutt út í formi málma eða eins og Norðmenn hafa gert, flutt orkuna út í formi sæstrengja,« segir Hörður".


mbl.is Segir sæstrenginn ekki ganga upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 765939

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband