Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.

Doris LesssingViðtal við Doris Lessing í RÚV vakti svo sannarlega áhuga minn á að kynnast henni nánar, og varð til þess að ég fór að lesa mér til um höfundinn. Í viðtalinu kom hún fram sem einstaklega hógvær, greindarleg og elskuleg 87 ára kona, sem eiginlega virkaði mun yngri. Það var greinilega stutt í prakkarann.  Önnur ástæða, og ekki síðri, er að ég hef tekið þátt í svokölluðum Leshring hér á blogginu  en Leshringurinn, þar sem nokkrar umræður spunnust um Lessing, hefur náð að kveikja áhuga hjá mér og fleiri bloggurum á lestri góðra bóka.  Nú á haustmánuðum hafa verið lesnar bækur eftir Milan Kundera, Þorvald Þorsteinsson og Braga Ólafsson.

Við lestur minn um viðburðarríkt líf Doris Lessing varð ég margs vísari.  Nú skil ég betur hvað liggur að baki skrifum hennar og hvað hefur mótað hana í æsku.

Líf hennar hefur verið ævintýri líkast. Hún hefur búið í Persíu (nú Íran), Rhódesíu (nú Zimbabwe), Suður Afríku og London. Mikill bókaormur í æsku. Gekk tvisvar í kommúnistaflokk, bæði í Rhódesíu og London, en yfirgaf hann endanlega þegar hún sá hvernig hann var í reynd í Sovétríkjunum. Tvígift þriggja barna móðir sem hefur upplifað miklar breytingar í heimsmálunum. Höfundur um 50 titla.

Viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar finnst mér mjög áhugavert og féll vel. Hún virðist eiga auðvelt með að hrista upp í fólki. Tilsvör hennar við spurningum oft hnyttin, og eru  það enn þrátt fyrir háan aldur. Hún byrjar daginn á að fara á fætur klukkan fimm til að gefa fuglunum við tjörn sem er nærri húsi hennar áður en hún sest við skrifborðið klukkan níu. Á erfitt með að láta verk úr hendi falla.

Hún fæddist 1919 við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.  Faðirinn var var mikið fatlaður og bitur vegna stríðsins, en móðirin mjög drífandi og fluttist með fjölskylduna milli landa í þeirri von að skapa þeim tækifæri. Æska hennar var því mjög erfið á köflum, blanda af miklum sársauka og nokkurri ánægju, eins og segir á vefsíðu hennar. Móðir hennar var mjög ákveðin og setti börnum sínum strangar lífsreglur.  Doris var sett í nokkurs konar trúboðsskóla þar sem nunnurnar hræddu hana með sögum um helvíti og fordæmingu. Hún hefur skýrt frá því að einsemdin á afskekktum bóndabænum hafi orðið til að auðga ímyndunaraflið.  Þar var oft á tíðum lítið annað hægt að gera en að láta hugann reika. Hún segir að svo geti vel verið að góðir rithöfundar hafi margir einmitt átt hamingjusnauða æsku. Skáldsögur hennar eru sjálfsævisögulegar og byggja margar á reynslu hennar í Afríku. Það er ljóst að lífið þar hefur mótað æsku hennar verulega og ritstörf síðar á ævinni.

Hún segir einhversstaðar  að hún hafi verið verið mjög þvermóðskufull í æsku og mest notað þrjú orð "I will not!". Hún var mikill bókaormur og las ýmsar bækur sem börn voru ekki vön að lesa, sumar nánast "fullorðinsbækur".  Krókurinn beygðist snemma hjá henni, því hún skrifaði leikrit (einþáttung) aðeins 10 ára gömul þar sem söguhetjurnar voru konungar úr ritverkum Shakespears!     Hún fluttist að heiman aðeins 15 ára gömul til að losna undan ströngum aga móðurinnar og byrjaði þá að skrifa sögur sem hún seldi tímariti í Suður Afríku. Skólagöngu hennar lauk þegar hún var 13 ára,  en hún hefur viðað að sér gríðarlegum fróðleik með lestri og sjálfsnámi.  

Vefsíðan http://www.dorislessing.org er mjög góð og auðvelt að gleyma bæði stað og stund þegar farið er þar inn. Þar má hlusta á viðtöl, hlusta á brot úr upplestri, lesa viðtöl í ýmsum tímaritum, lesa umsagnir um bækur o.fl. Vel þess virði að koma þar við.

Líklega hafa verið þýddar um 8 bækur eftir Doris Lessing á Íslensku.

Í Leshringnum, sem ég minntist á í upphafi pistilsins, lásum við bókina Lífið er annars staðar, eftir Milan Kundera. Ævi hans á yngri árum var mjög litrík og mótaði hann mjög sem rithöfund. Óneitanlega fór ég að bera Kundera og Lessing saman í huganum og þóttist skynja eitthvað sameiginlegt.  Þó eru bækur þeirra ekkert líkar og fjalla um mjög ólík málefni. Samt er kannski eitthvað í eðli þeirra beggja sem mér hugnast vel, eitthvað sem erfitt er að koma orðum að. Líklega er það erfið og margslungin æska sem hefur mótað báða þessa höfunda á sérstakan hátt.

 

Krækjur:

Doris Lessing - A Retrospective.  Mjög áhugaverður vefur helgaður skáldinu.

Biography

Viðtal við Doris Lessing í sjónvarpi RÚV.

 "Doris Lessing Reflects on World Change"  Viðtal í Washington Post.

"More is Lessing" Viðtal í The Standard.  

 "Flipping through her golden notebook  At 86, Doris Lessing reflects on fiction, world war, feminism and the '60s" Viðtal í San Francisco Chronicle.

Leshringurinn


Hvers vegna er réttlætiskennd minni misboðið? Svarið nú ágætu bloggarar.

 Kvöldmáltíðin

Myndin hér  barst mér óvænt úr netheimum. Ekki veit ég hver höfundur myndarinnar er og ekki heldur hvernig hún kom.  Hún kom óvænt eins og svo margt annað.

Ég vona að höfundurinn fyrirgefi mér að ég skuli nota myndina. Reyndar vona ég líka að aðrir fyrirgefi mér einnig, því það er líklega ósmekklegt af mér að nota myndina af síðustu kvöldmáltíðinni hér. Á sama hátt og auglýsing Símans var að margra mati ósmekkleg. Stundum verður manni á í hita leiksins, en í ljósi þess alls þess ósmekklega sem hefur verið að gerast í stjórnmálunum undanfarið er hún höfð hér.

 

Í gær og í dag er allt mjög undarlegt. Ég veit hreinlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið.  Skil hvorki upp né niður í því sem er að gerast. Er í lausu lofti.

Margar spurningar hringsnúast í hausnum á mér. Hér eru fáein dæmi sem ég man eftir í augnablikinu. Reyndar ritskoðaði ég listann til þess að fara ekki yfir velsæmismörk.

 - Hvað er eiginlega á seyði?
 - Hvernig maður er Björn Ingi?
 - Eru einhverjir eiginhagsmunir sem liggja að baki?
 - Hvaða áhrif hefur þetta á einkavæðingu auðlinda Íslands?
 - Hvaða áhrif hefur þetta á ýmislegt annað sem skiptir máli?
 - Hvað er að gerast í REI?
 - Má vænta tugmilljarða hagnaðar af útrásinni, eða er þetta tómur misskilningur?
 - Hefur Dr. Stefán Arnórsson jarðfræðiprófessor rétt fyrir sér varðandi útrásina?
 - Hver á símann sem er á myndinni?
 - Hvaða glannalega mynd er þetta hér?

 - O.s.frv.
 - O.s.frv. 

 

Getið þið bloggarar ekki hjálpað mér? Þið megið kommentera eins og ykkur lystir hér fyrir neðan og reyna að skýra út fyrir mér hvað er á seyði.  Hjálpið mér að ná áttum.

Gjörið svo vel...   Orðið er laust.

 


High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

An_Inconvenient_TruthNú hefur það gerst að High Court í London hefur fellt dóm um kvikmynd Al Gore "An Inconvenient Truth".

Bloggarinn hefur áður fjallað um þessa kvikmynd og gagnrýni á hana, en flestir sem nokkra þekkingu hafa á loftslagsmálum hafa séð að í myndinni er margt mjög orðum aukið. Al Gore er stjórnmálamaður en ekki vísindamaður í loftslagsfræðum, en hann hefði gjarnan mátt vanda sig betur. Margar vitleysurnar í myndinni eru það augljósar að jafnvel unglingsstúlkan Kristen Byrnes sá í gegn um þær 

Dómurinn var felldur í fyrradag 10. október.  Í dómnum kemur fram að dreifa megi kvikmyndinni til skóla í Englandi, ef og aðeins ef, henni fylgja athugasemdir sem útskýra þær vísindalegu villur sem eru í myndinni.

Ríkisstjórnin hafði óskað þess að fá að dreifa myndinni í þúsundum eintaka til skóla, en einu foreldri þótti sem verið væri að "heilaþvo" börnin og fór með málið fyrir dómsstóla.

 

 

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á niðurstöðu dómarans, en enski textinn látinn halda sér með smærra letri svo ekkert fari milli mála. (Sjá Times Online). Þetta er aðeins úrdráttur úr dómnum sem lesa má í heild sinni hér.

Dómarinn taldi upp níu villur í dóm sínum:

Villa 1:
Mynd Al Gore: Í "næstu framtíð" mun bráðnun Grænlandsjökuls eða Vestur-Suðurskautslandsins valda 7 metra hækkun sjávarborðs. A sea-level rise of up to 20 feet would be caused by melting of either West Antarctica or Greenland "in the near future".
Dómarinn: Þetta er greinilega orðum aukið til að vekja athygli. Það er viðurkennt að bráðnun Grænlandsjökuls myndi valda þesari hækkun sjávarborðs, en aðeins eftir þúsund ár.  "This is distinctly alarmist and part of Mr Gore's "wake-up call". It was common ground that if Greenland melted it would release this amount of water - "but only after, and over, millennia."

Villa 2:
Mynd Al Gore: Þegar er farið að flæða yfir byggð kóralrif í Kyrrahafi vegna hnatthlýnunar af mannavöldum. Low-lying inhabited Pacific atolls are already "being inundated because of anthropogenic global warming."
Dómarinn: Það er ekkert sem bendir til þess að nokkur fólksflótti hafi átt sér stað.   There was no evidence of any evacuation having yet happened.

Villa 3:
Mynd Al Gore:  Í fræðslumyndinni er því lýst hvernig hnatthlýnun geti stöðvað Golfstrauminn í Atlantshafinu. The documentary described global warming potentially "shutting down the Ocean Conveyor" - the process by which the Gulf Stream is carried over the North Atlantic to Western Europe.
Dómarinn: Samkvæmt skýrslu Nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change - IPCC) er mjög ólíklegt að hann stöðvist, en það gæti hægt á honum. According to the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), it was "very unlikely" it would be shut down, though it might slow down.

Villa 4:
Mynd Al Gore: Hann sýnir í kvikmyndinni tvo ferla, annan sem sýnir aukningu koltvísýrings (CO2) og hinn hækkun hitastigs í 650.000 ár og fullyrðir að ferlarnir sýni nákvæma samsvörun. He asserted - by ridiculing the opposite view - that two graphs, one plotting a rise in C02 and the other the rise in temperature over a period of 650,000 years, showed "an exact fit".
Dómarinn: Þó það sé almennt álit vísindamanna að það sé samband þarna á milli, þá sé það ekki í þá veru sem Gore vill gefa til kynna. Although there was general scientific agreement that there was a connection, "the two graphs do not establish what Mr Gore asserts".

Villa 5:
Mynd Al Gore: Hnatthlýnun er kennt um að snjór í Kilimanjaro fjalli hafi farið minnkandi. The disappearance of snow on Mt Kilimanjaro was expressly attributable to global warming.
Dómarinn: Það er ekki í samræmi við almennt vísindalegt álit að hörfun snævar í Kilimanjarofjalli sé að kenna hnatthlýnun af mannavöldum. This "specifically impressed" David Miliband, the Environment Secretary, but the scientific consensus was that it cannot be established that the recession of snows on Mt Kilimanjaro is mainly attributable to human-induced climate change.

Villa 6:
Mynd Al Gore: Uppþornun Chad vatns er í kvikmyndinni notað sem dæmi um hamfarir af völdum hnatthlýnunnar, sagði dómarinn. The drying up of Lake Chad was used in the film as a prime example of a catastrophic result of global warming, said the judge.
Dómarinn: Það er almennt viðurkennt að ónógar sannanir séu fyrir hendi til að styðja þannig tengsl. Það er álitið miklu líklegra að ástæðurnar sé aðrar, svo sem fólksfjölgun og ofbeit, svo og staðbundnar loftslagsbreytingar. It is generally accepted that the evidence remains insufficient to establish such an attribution. It is apparently considered to be far more likely to result from other factors, such as population increase and over-grazing, and regional climate variability."

Villa 7:
Mynd Al Gore: Hnatthlýnun er kennt um fellibylinn Katrínu og eyðileggingu hans í New Orleans. Hurricane Katrina and the consequent devastation in New Orleans to global warming.
Dómarinn: Það eru ónógar sannanir til að sýna fram á það. There is "insufficient evidence to show that".

Villa 8:
Mynd Al Gore: Vísar til nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir, að í fyrsta sinn hafi ísbirnir fundist sem hafi drukknað eftir að hafa synt langa leið - allt að 100 km - í leit að ís. Referred to a new scientific study showing that, for the first time, polar bears were being found that had actually drowned "swimming long distances - up to 60 miles - to find the ice".
Dómarinn: Eina vísindarannsóknin sem báðir málsaðilar hafa getað fundið er ein sem gefur til kynna að fjórir ísbirnir hafi nýlega fundist drukknaðir vegna storms. Það segir þó ekkert um að í framtíðinni megi finna birni sem hafa drukknað ef íshellan heldur áfram að hopa, en það styður greinilega ekki lýsingu herra Gore. "The only scientific study that either side before me can find is one which indicates that four polar bears have recently been found drowned because of a storm." That was not to say there might not in future be drowning-related deaths of bears if the trend of regression of pack ice continued - "but it plainly does not support Mr Gore's description".

Villa 9:
Mynd Al Gore: Kóralrif um allan heim hafa breytt um lit (orðið ljósari) vegna hnatthlýnunnar og annarra áhrifa. Coral reefs all over the world were bleaching because of global warming and other factors.
Dómarinn: IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) hefur sagt í skýrslu sinni, að ef hitinn hækkaði um 1-3 gráður Celcius, þá yrði meira um litbreytingar og dauða kóralla, nema kórallinn gæti aðlagast. En það væri erfitt að aðgreina áreiti vegna loftslagsbreytinga annars vegar og áreiti vegna annarra áhrifa, svo sem ofveiði og mengunar. The IPCC had reported that, if temperatures were to rise by 1-3 degrees centigrade, there would be increased coral bleaching and mortality, unless the coral could adapt. But separating the impacts of stresses due to climate change from other stresses, such as over-fishing, and pollution was difficult.

 

Svo mörg voru þau orð. Hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur að fréttum og öðru sem varða málið.

 

Í dag hafa svo borist fréttir um að Al Gore hafi ásamt IPCC hlotið friðarverðlaun Nóbels. Til hamingju.

 

Bloggarinn er hér eingöngu að kynna dóm sem féll í fyrradag, en leggur sjálfur ekki dóm á málið.

Vill einhver deila við dómarann, eða ræða málin frekar?  Orðið er laust.  

 

Dómurinn í heild sinni sem PDF skjal er hér



Times Online: Al Gore told there are nine inconvienient truths in his film

Business Times Online: Al Gore's inconvenient judgment

The Guardian: Gore's climate film has scientific errors - judge

The Telagraph: Al Gore's 'nine Inconvenient Untruths'


Understanding the court system and tribunals

 

 

LondonHighCourt

 

London High Court 



Hitaveita Suðurnesja verði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna

Gufuskiljustöð Reykjanesvirkjunar"Selji Orkuveitan hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja – sem nú er vistaður í Reykjavík Energy Invest – til annars aðila, gætu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Geysir Green Energy nýtt forkaupsrétt sinn, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Bæði Árni og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, líta svo á að þessum málum verði ekki ráðið til lykta án aðildar þeirra".

 

 

Svo segir í frétt Morgunblaðsins í dag 10. október.



Ég vona svo sannarlega að Hitaveitan verði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna, og vitna til pistils míns frá 23. september "Einkavæðing orkuveitanna gæti haft alvarlegar afleiðingar um alla framtíð".

Þar segir m.a.:

"Nú á dögum gerast atburðirnir svo hratt að við náum ekki að fylgjast með. Við höfum enga hugmynd um það sem verið er að gera bakvið tjöldin. Við vöknum stundum upp við það að búið er að ráðstafa eignum þjóðarinnar, án þess að eigandinn hafi nokkuð verið spurður um leyfi...

Okkur ber skylda til að hugsa um hag komandi kynslóða.  Börn okkar og barnabörn hljóta að eiga það skilið af okkur,  að við sem þjóð glutrum ekki öllum okkar málum útum gluggann vegna skammtímasjónarmiða og peningagræðgi....

Orkuveitunum fylgja auðlindir sem fjársterkir aðilar girnast.  Þessar auðlindir eru þjóðareign sem okkur ber að varðveita sem slíkar fyrir komandi kynslóðir".

 

Nú gefst skynsömum mönnum tækifæri til að snúa málunum til betri vegar. 

Reynsla okkar af kvótakerfinu á að geta verið okkur næg lexía til að standa vörð í þessum efnum. 

Kjarni málsins er sá, að auðlindirnar eiga að vera að vera eign þjóðarinnar.

 

Stefna Hitaveitunnar hefur verið "að vera best rekna orkufurirtæki landsins". Það hefur HS staðið við hingað til.

 


mbl.is Undrun á sölu hlutarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október

Sputnik-1

 

Fyrir réttum 50 árum, 4. október 1957, skutu Rússa á loft litlum gervihnetti sem þeir kölluðu Spútnik. Spútnik þýðir "ferðafélagi".  Óhætt er að segja að þá hafi heimurinn breyst og aldrei orðið samur síðan. Kapphlaupið um geiminn var hafið. Geimskotið varð til þess að NASA var stofnað  1958.

Mikil skelfing greip um sig í Bandaríkjunum, en geimskotið kom öllum í opna skjöldu. Ljóst var að Rússar réðu yfir eldflaug sem borið gat kjarnorkusprengju heimsálfa á milli. Ekki er að undra að Bandaríkjamenn tóku atburðinn mjög alvarlega og lögðu mikið fé í rannsókir og tilraunir með eldflaugar.

Rússar höfðu ótvíræða forystu í geimferðum í mörg ár. Meðal annars sendu Þeir fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Bandaríkjamenn fóru þó að saxa á forskotið. Kennedy hét því árið 1961 að maður yrði sendur til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Við þar var staðið eins og allir vita. 

Ég man vel eftir þessum tíma og hve ég var spenntur.  Fór út í garð eldsnemma morguns og sá Spútnik svifa yfir himininn eins og stjörnu sem var á fleygiferð beint fyrir ofan. Atburðurinn greyptist í minni stráksins unga. Man þetta nánast eins og það hefði gerst í gær.

Aðeins mánuði síðar sendu Rússar annan gervihnött á loft, Spútnik 2.  Nú með hundinn Laiku innanborðs.  

 

 

Krækjur:

Vefsíða NASA í tilefni afmælisins

Spútnik 50 ára, grein eftir Óla Tynes 

Astronomy Picture of the Day 

Mynd af geimskotinu 

Grein í New York Times

Sonur Krústjoffs rifjar upp atburðinn

Svona hljómaði útsendingin frá Spútnik 

The True Story of Laika the Dog 

Sergey Korolyov, aðalhönnuður geimferðaáætlunar Sovétríkjanna


Búrma: Hvar er alþjóðasamfélagið? Hvar eru Sameinuðu þjóðirnar?

Burma-Fangelsi

Umheimurinn fylgist nú með því hvernig herforingjastjórn í Búrma (Myanmar) beitir valdi til að fangelsa, berja og drepa varnarlaust fólk.


Hvers vegna gerum við vesturlandabúar ekki neitt? Nákvæmlega ekki neitt? Eru atburðirnir of langt í burtu? Kemur þetta okkur ekkert við? Er okkur nákvæmlega sama þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta í Búrma?

Við eigum ekki að horfa aðgerðarlaus á það þegar þröngsýnir herforingjar beita illmennsku og hervaldi til að drepa og limlesta samlanda sína.

 Nú berast fréttir af því að búið sé að loka netsambandi við landið. Er eitthvað hræðilegt að fara að gerast á næstu dögum? 

 

Sýnum samstöðu!  Gerum eitthvað í málinu!

Eitt sem hver og einn getur gert er að vekja athygli á málinu. Hugsanlega ýtir það við þeim emættismönnum okkar sem hafa möguleika á að þrýsta á t.d. Sameinuðu þjóðirnar. Margt smátt gerir eitt stórt. Hver munkur í Búrma hefur lítil áhrif, en þegar þeir koma saman og eru samstíga, þá gerist eitthvað mikið eins og dæmin sanna.  Höfum þá sem fyrirmynd.

Þessi síða er tileinkuð hinum hugrökku munkum í Búrma, þess vegna er hún í lit þeirra. 

 


mbl.is Netsamband við Myanmar rofið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Excel 2007 kann ekki að reikna rétt !

 Excel 2007

Í Business.dk hjá  Berlinske Tidende er grein um Excel 2007. Þar kemur fram að forritið kann ekki að margfalda rétt Wink

Þegar Excel er látið margfalda 850 x 77,1 þá kemur út 100.000 i stað 65.535.

Einnig ætti  10,2 x 6.425 og 40,8 x 1.606,25 að gefa niðurstöðuna 65.535, en forritið kemst að allt annarri niðurstöðu. Hver skyldi hún vera?

 

 Það fylgir sögunni að Excel 2003 kann að reikna rétt.

 Sjá greinina hér.

Bloggarinn prófaði Excel 2007 í sinni tölvu og komst að raun um að þetta er rétt hjá Dönum.

 Heyrst hefur að ákveðinn banki hafi sent viðvörun í gær til starfsfólks vegna málsins.


Einkavæðing orkuveitanna gæti haft alvarlegar afleiðingar um alla framtíð.

Haspennulinur-Ljósmyndari MBHRaunveruleg hætta er á því að orkuveitur þjóðarinnar verði einkavæddar. Er það æskilegt? Viljum við það? Kemur það okkur við? Hverjar gætu afleiðingarnar orðið? Er það afturkræf breyting ef illa tekst til?

Margar spurningar vakna, svo margar að ástæða er til að staldra við og velta hlutunum aðeins fyrir sér. Nú á dögum gerast atburðirnir svo hratt að við náum ekki að fylgjast með. Við höfum enga hugmynd um það sem verið er að gera bakvið tjöldin. Við vöknum stundum upp við það að búið er að ráðstafa eignum þjóðarinnar, án þess að eigandinn hafi nokkuð verið spurður um leyfi. Eignarhaldið gæti jafnvel verið komið til fyrirtækja sem við töldum íslensk, en eru skráð á kóralrifi í Karabíska hafinu. Viljum við að málin þróist á þennan hátt, eða viljum við sporna við?

Fjársterkir aðilar svífast stundum einskis. Það er ekki þeirra starf að hugsa um þjóðarhag. Þeirra starf er að ávaxta sína eign eins vel og kostur er.

Ég held að flestir sem til þekkja séu því sammála að þessi sjónarmið verði ráðandi eftir einkavæðingu á orkuveitum. Það er eðli málsins samkvæmt að eigendur vilji hafa sem mestan hagnað af sinni fjárfestingu og mjólka því fyrirtækin eins og hægt er. Það kemur niður á neytendum og almenningi.


Okkur ber skylda til að hugsa um hag komandi kynslóða.  Börn okkar og barnabörn hljóta að eiga það skilið af okkur,  að við sem þjóð glutrum ekki öllum okkar málum útum gluggann vegna skammtímasjónarmiða og peningagræðgi.

Hverju hefur einkavæðing orkuveitna erlendis skilað?

Verð á raforku hefur hækkað, því samkeppnin virkar ekki eins og til var ætlast.

Viðhald á stjórn- og verndarbúnaði er í lágmarki, þannig að afleiðingar tiltölulega einfaldra rafmagnsbilana geta orðið mjög miklar og breiðst út um stór svæði vegna keðjuverkana. Dæmi um slíkt eru vel þekkt t.d. frá Bandaríkjunum. Langan tíma getur tekið að koma rafmagni aftur á við slíkar aðstæður. Ýktustu dæmin eru milljónaborgir í Bandaríkjunum þar sem myrkvun er næstum orðin fastur liður og fyrirtæki hafa þurft að koma sér upp sínum eigin lausnum til að tryggja  nauðsynlega raforku.

Sem sagt, hærra verð, lélegri þjónusta og ótryggara kerfi er líkleg afleiðing einkavæðingar orkuveitna, sérstaklega ef einkafyrirtæki eiga ráðandi hlut.



Svo er það auðvitað annað mál að margar orkuveitur selja ekki bara rafmagn, heldur einnig heitt og kalt vatn. Reka jafnvel fráveitur.  Þar er ekki hægt að koma við neinni samkeppni eins og ætti að vera hægt á raforkumarkaðnum, en virkar þar illa eða alls ekki.

Málið er miklu flóknara en þetta. Orkuveitunum fylgja auðlindir sem fjársterkir aðilar girnast.  Þessar auðlindir eru þjóðareign sem okkur ber að varðveita sem slíkar fyrir komandi kynslóðir.

Er ekki kominn tími til að staldra við og setja upp girðingar, slá varnagla og byrgja brunna?  

 

 

Sjá færsluna:  Það skulum við vona að okkur takist að halda orkuveitum þjóðarinnar utan einkavæðingar

Ljósmynd: Marta Helgadóttir.  Myndin er frá Reyðarfirði og sýnir raflínuna frá Kárahnjúkum.


Fer ísbjörnum fjölgandi þrátt fyri allt?

 

 

Undanfarið höfum við lesið og heyrt í fréttunum um þá ógn sem ísbjörnum stafar af meintum loftslagsbreytingum. Hefur þeim virkilega fækkað, eða hvað?


 

 

 

 

Hummm...  Hver skyldi staðreyndin vera. Skoðum málið.     Kanski kemur eitthvað á óvart!

 

 ísbjarnagrein
 
 
 
 
 
Study shows polar bear increase in Davis Strait
 
Stephanie McDonald
Northern News Services
Published Monday, September 17, 2007
 
IQALUIT - Climate change is not hurting polar bear populations in the Davis Strait area of Nunavut, according to Dr. Mitch Taylor, manager of wildlife research and a polar bear biologist with the GN's Department of Environment.

In fact, polar bear populations along the Davis Strait are healthy and their numbers increasing, an ongoing study is indicating.

Reports in national and international press have projected that two-thirds of the world's polar bear populations will be lost within 50 years due to the loss of sea ice.

Canada has two thirds of the world's polar bears. Nunavut is home to 12 of Canada's 13 polar bear populations, totalling an estimated 14,780.

...

The results of their study have yet to be released, but Taylor revealed last week that the numbers would be contrary to those released by the U.S. Geological Survey.

"Results will confirm hunters' impressions, that the polar bear population is productive," Taylor said.

...

"We could be looking at the possibility of increasing (hunting) quotas," Taylor said. "We are seeing high densities of bears in great shape."

...

While Taylor doesn't dispute that climate change is happening, he thinks that recent worries over polar bear population loss is extreme and premature.

"They are generalizing to the rest of the world that we are losing them ... How can our observations be in such dire opposition to theirs?"

 

Sjá alla greinina hér. 

 

Eitthvað er þetta nú á skjön við það sem við höfum verið að lesa og heyra...

Kemur þetta á óvart?    Hefur þeim virkilega fjölgað eftir allt saman?

Stundum veit maður hreint ekki hverju maður á að trúa. 

 

Hvað sem þessu líður, þá skulum við njóta fallegu bangsamyndanna sem eru hér og taka lífinu með ró eins og þessi bangsi gerir greinilega. 

 

c_documents_and_settings_llbmbh_my_documents_my_pictures_mislegt_image003

 

 

 Fleiri fallegar myndir hjá Paul Nicklen


Vetni er ekki orkugjafi

225px-Alessandro_VoltaVetni er ekki orkugjafi, var fyrirsögn fréttanna í dag. Þetta hélt ég að allir viti bornir menn vissu vel. Vetni er ekki orkugjafi, heldur orkuberi eða orkumiðill. Nota má vetni til að geyma orku eða flytja orku milli staða, en svo vill til að einnig má nota rafeindir til hins sama. Það hafa menn gert í yfir 200 ár, eða síðan Alessandro Giuseppe Antonio Anastasio Volta,  eða Alexander Volta eins og við þekkjum hann, fann upp rafhlöðuna árið 1800. Rafeindir eru miklu hentugri að öllu leyti sem orkumiðill en vetni. Svo einfalt er það.

 

Hér á landi er nú staddur Dr. Ulf Bossel sem þekkir þessi mál manna best. Hann hefur ekki mikla trú á vetni sem orkubera. Sjá færsluna frá 1. janúar 2007 sem kallast Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða?    Þar er tílvísun í greinar eftir Ulf Bossel.

 

 

Sjá frétt Ríkisútvarpsins frá því í dag Vetni er ekki orkugjafi.

Einfaldur samanburður á vetni og rafeindum sem orkubera: Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag ?

 .

 

Svo er það allt annar handleggur  að vetni getur verið orkugjafi, en þá þurfum við að beita kjarnasamruna sem mönnum hefur ekki tekist nema í vetnissprengjum. Hugsanlega er það að rugla fólk í ríminu. Mönnum hefur ekki enn tekist að beisla vetnisorkuna og enginn veit hvenær það tekst.

Sjá vísindavefinn um kjarnasamruna:

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? 

 

 

 

 

 

 

 


Ralph Alpher höfundur kenningarinnar um Miklahvell

Ralph Alpher Nýlátinn er einn af merkustu vísindamönnum samtímans Ralph Alpher 86 ára að aldri.  Kannast enginn við nafnið? Líklega fáir. Hann er þó einn þeirra sem lögðu grunninn að heimsmynd nútímans.

 

Árið 1948 varði hann doktorsritgerð sem fjallaði um nýstárlega kenningu  um að alheimurinn hefði orðið til í Miklahvelli fyrir 14 milljörðum ára.  Enginn tók mark á þessari kenningu fyrr en tveir radíó-stjörnufræðingar uppgötvuðu fyrir tilviljun örbylgjugeislun frá himingeimnum árið 1964 sem staðfesti kenningu Alphers. 

Það er undarlegt til þess að hugsa að tvímenningarnir hlutu Nóbelsverðlaunin, en ekki Alpher.

Meira um Ralph Alpher hér og hér 

Stjörnufræðivefurinn: Örbylgjukliðurinn - Bakgrunnsgeislun Miklahvells.


Litli maðurinn og aldamótavillan í loftslagsvísindum

 

Steve McIntyreNýlega sannaðist vel hve heilbrigð gagnrýni í vísindum er nauðsynleg. Það sannaðist einnig að jafnvel áhrifamiklar stofnanir geta gert mistök. Einnig sannaðist að litli maðurinn getur með hyggjuviti sínu einu að vopni haft veruleg áhrif.

Um árabil hefur komið fram í gagnagrunninum NASA GISS að árið 1998 í Bandaríkjunum  hafi verið heitasta ár aldarinnar. Því hefur ítrekað verið haldið fram í fjölmiðlum.  Allt þar til  nú í byrjun ágúst. Nú er sem sagt komið í ljós að árið 1934 var hlýjast í Bandaríkjunum.  Ekki  1998.

Hvernig má það vera?

Maður er nefndur Steve McIntyre. Hann er fær tölfræðingur sem í frístundum sínum dundar við að kryfja til mergjar ýmislegt sem innsæi hans segir honum að eitthvað sé bogið við. Þekktasta verk hans hingað til er þegar hann sýndi fram á að svokallaður Hockey Stick hitaferill sem var fremst í skýrslu IPCC, nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar árið 2001, var meingallaður og líklegast kolrangur og arfavitlaus. Sjá hér. Reyndar kom í ljós að sama hvaða mæligögnum var dembt í forritið sem Michael Mann notaði við gerð þess, ávallt kom út svipaður ferill sem sýndi nánast engar hitafarsbreytingar frá árinu 1000 til 1900, en síðan ofsahlýnun á síðustu áratugum. Ekkert hlýskeið fyrir árþúsundi. Engin lítil ísöld.  Allt reyndist þetta tálsýn og hjóm eitt eftir að McIntyre hafði unnið sitt verk. Þetta var auðvitað mjög pínlegt fyrir hina miklu stofnun IPCC.

Sjá hér.

Eitt vandamál við svona hitaferla er að það er sífellt verið að fikta í mæligögnunum. Menn telja sig vera að leiðrétta hitt og þetta, jafnvel leiðrétta leiðréttingarnar, en ómögulegt að fá upplýsingar um hverju var breytt og hvers vegna. McIntyre grunaði að meinleg villa væri í þessum leiðréttingum. Auðvitað var mjög erfitt að sanna það, því honum var neitað um að fá að skoða þessi opinberu gögn. McIntyre gafst ekki upp og beitti sinni góðu stærðfræðikunnáttu og fann út hvað var að.  Hafði síðan samband við NASA-GISS sem viðurkenndi villuna og breytti gagnagrunninum fyrir skömmu. McIntyre fékk jafnvel þakkarbréf fyrir að benda á þessa meinlegu og afdrifaríku villu, sem kölluð hefur verið aldamótavillan eða Y2K, og þá auðvitað með tilvísun í aldamótafárið mikla þegar allar tölvur áttu að hrynja, orkuver að stöðvast, flugvélar að hrapa, og svo framvegis. Flestir muna líklega eftir því. Auðvitað kom í ljós að klukkur hvorki stöðvuðust né gengu afturábak, orkuver möluðu eins og ekkert hefði í skorist, og hálftómar flugvélar komust óskaddaðar á leiðarenda.

 

Tíu hlýustu árin í Bandaríkjunum eru þessi samkvæmt nýjustu tölum NASA GISS, og er byrjað á því hlýjasta:  1934, 1998, 1921, 2006, 1931, 1999, 1953, 1990, 1938, 1939.   (Sjá hér http://data.giss.nasa.gov/gistemp/graphs/Fig.D.txt ef menn trúa ekki sínum eigin augum)

Takið eftir, hve mörg þeirra voru fyrir og um miðja síðustu öld? Hve mörg á síðasta áratug? Prófið að telja!

 

Í raun og veru er það alveg stórmerkilegt að svona villur geti átt sér stað, og hið alvarlegasta mál. Eitthvað mikið hýtur að vera að. Full ástæða er til þess að nú verði farið í saumana á öllum mæligögnum sem notuð eru við spár um loftslagsbreytingar.

Það eru reyndar fleiri litlir menn á ferli sem eru farnir að sjá ýmislegt óhreint í pokahorninu.  Antony Watt sér um vefsíðuna SurfaceStations.org .  Þar hefur hann ásamt öðrum safnað saman myndum af bandarískum veðurmælistöðvum sem notaðar eru til að safna upplýsingum um veðurfarsbreytingar. Menn rekur í rogastans við að skoða þessa síðu. Þar má sjá ótrúlegan frágang sums staðar þar sem hitanemum er komið fyrir á bílastæðum, nærri loftræsiopum bygginga og jafnvel þétt við grillaðstöðu. (sýnishorn hér).     Hvers konar hitafarsbreytingar er verið að mæla? Auðvitað af mannavöldum, fyrst og fremst Smile.  Beinlínis!

Auðvitað má ekki gleyma litlu konunni, undrabarninu Kristen Byrnes. Sjáum hvað hún hefur verið að fást við síðustu daga:
Hér, hér, hér, hér.

 

 

Það er næsta víst að tími litlu mannanna í loftslagsvísindum er kominn.  Litlir menn hafa nefnilega stundum meira vit í kollinum en finnst hjá stórum stofnunum.

 

Climate Audit
Hansen's Y2K Error

By Steve McIntyre

 

Svona í lokin má benda á undarlega hegðun náttúrunnar síðastliðinn tæpan áratug. Það virðist nefnilega verið hætt að hlýna !

Ár      Hitafrávik

1998    0,526
1999    0,302
2000    0,277
2001    0,406
2002    0,455
2003    0,465
2004    0,444
2005    0,475
2006    0,422

Það þarf meira ímyndunarafl en bloggarinn hefur til að greina hlýnun í þessum tölum. Tölurnar eru fengnar frá einni virtustu loftslagsrannsóknarstofnun í heimi Climatic Research Unit, en í þessari töflu má sjá mánaðameðaltöl frávika í hitastigi lofthjúps jarðar frá 1850 til vorra daga.  Sjá hér: http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/temperature/hadcrut3vgl.txt

---

Er ekki annars full ástæða til að fara að hugsa af viti um framtíðina? Hætta að berja höfðinu við steininn, steinnin er harður og getur meitt þann sem slíkt stundar.  Náttúran er einnig stundum hörð og heldur sínu striki, hvað sem við tautum og raulum.

---

Handritasafnarinn hitti naglann á höfuðið þegar honum ofbauð eitt sinn vitleysan:

"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"
  

Árni Magnússon

 

Jamm og jæja. Þetta er þó altént atvinnuskapandi, ekki satt?

 

 

 


Murray Gell-Mann. Maðurinn með heilana fimm !

Murray Gell-MannMurray Gell-Mann er ein helsta núlifandi goðsögnin í heimi eðlisfræðinnar. Honum hefur verið lýst sem "manninum með heilana fimm", sem er ekki að undra: Hann hóf nám við hinn þekkta Yale háskóla 15 ára gamall, og lauk doktorsprófi frá MIT  21 árs. Hann talar reiprennandi 13 tungumál, og er sérfræðingur á hinum ólíklegustu sviðum svo sem náttúrusögu, sögulegum málvísindum, fornleifafræði, fuglaskoðun, djúpsálarfæði, fyrir utan fræðin um flókin aðlögunarkerfi. Í eðlisfræðinni, hans aðal sérsviði, hefur hann verið mikill frumkvöðull.  Prófessorinn hefur að sjálfsögðu hlotið Nóbelsverlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga. Svona stórmenni hlýtur að hafa frá ýmsu áhugaverðu að segja.

Á vefnum er fyrirlestur sem hann flutti í mars síðastliðnum.  Stórmerkilegur fyrirlestur og mjög áhugaverður.

Í fyrirlestrinum kemur hann víða við, en megininntakið er frjó hugsun, innsæi og hugljómun. Margir kannast við hvernig það er að hrökkva skyndilega upp með lausn á flóknu verkefni, þ.e. fá eins konar hugljómun. Oft eru menn ekkert að hugsa um vandamálið, eru kanski úti að ganga í góða veðrinu, dytta að húsinu, bursta tennur eða hvaðeina. Sumir hrökkva upp um miðja nótt með lausnina nánast tilbúna. Engu er líkara en mannshugurinn starfi að lausn vandans án þess að við höfum hugmynd um og skili verkinu tilbúnu þegar lausnin er fundin.

Þetta er mjög lauslegur inngangur að fyrirlestrinum og segir ekki mikið um innihaldið því víða er komið við. Stundum bregður hann fyrir sig hugtökum úr eðlisfræðinni sem við skiljum kanski ekki vel, en það gerir ekkert til. Maður hlýtur að fyllast lotningu þegar maður skynjar hvernig mannshugurinn starfar og undrast hve afburðagreindir menn geta verið.

Fyrirlesturinn nefnist On Getting Creative Ideas og er hér  á Google-Video. 

Sjálfur fyrirlesturinn er tæpar 40 mínútur, en síðan taka við fyrirspurnir utan úr sal. Alls líklega um 70 mínútur. Kanski ekki alltaf léttmeti, en ekki erfitt að ná inntakinu. Það er allavega forvitnilegt að hlusta aðeins á þenna snilling sem kallaður hefur verið The Man With Five Brains.   Luboš Motl eðlisfræðingur fjallar um fyrirlesturinn hér og lýsir honum lið fyrir lið.

Wikipedia um Murray Gell-Mann Mikill fróðleikur um líf og starf.

Is this the cleverest man in the world? Skemmtileg frásögn.

 

Kannast einhver við það að hafa fengið svona fyrirvaralausa hugljómun eins og prófessorinn lýsir? 

 

 

Kynningin á Google-Video:

Murray Gell-Mann: On Getting Creative Ideas

ABSTRACT:

Murray Gell-Mann is one of the largest living legends in physics. He's also been described ... as The Man With Five Brains, and it's no puzzle why: He was admitted to Yale at 15, got his PhD from MIT at 21 , and is an international advisor on the environment. He speaks 13 languages fluently (at last count), and has expertise in such far-ranging fields as natural history, historical linguistics, archaeology, bird-watching, depth psychology, and the theory of complex adaptive systems.

Oh yeah... he also coined the term "quark," after developing key aspects of the modern theory of quantum physics... for which he earned an unshared Nobel prize in physics in 1969. His ideas revolutionized the world's thinking on elementary particles. In this talk, he gives his thoughts "on getting creative ideas."


Murray Gell-Mann is a Distinguished Fellow of the Santa Fe Institute, and author of the popular science book "The Quark and the Jaguar, Adventures in the Simple and the Complex."

Besides being a Nobel laureate, Professor Gell-Mann has received the Ernest O. Lawrence Memorial Award of the Atomic Energy Commission, the Franklin Medal of the Franklin Institute, the Research Corporation Award, and the John J. Carty medal of the National Academy of Sciences. In 1988 he was listed on the United Nations Environmental Program Roll of Honor for Environmental Achievement (the Global 500). He also shared the 1989 Erice "Science For Peace" Prize. In 1994 he received an honorary Doctorate of Natural Resources from the University of Florida

 

 


Al Gore og undrabarnið

 

KristenByrnesLítið hefur borðið á umsögnum hér á landi um hina umdeildu kvikmynd Al Gore, "An Inconvenient Truth". Jafnvel Veðurstofa Íslands þegir þunnu hljóði, en þar á bæ er sjálfsagt verið að vinna í málinu, en eins og alþjóð veit, þá birtist nýlega á vefsíðu stofnunarinnar opinber skoðun hennar á annarri kvikmynd, „The Great Global Warming Swindle".

 

Þangað til eitthvað vitrænt birtist á Íslensku mætti benda áhugasömum að lesa grein Kristen Byrnes um kvikmyndina. Grein þessi hefur vakið heimsathygli fyrir fagmannlega framsetningu, en það ótrúlega er að Kristen er aðeins 15 ára. Hún virðist þó hafa öllu meira vit í kollinum en margir sprenglærði vísindamenn, hvað þá langreyndir pólitíkusar. Við eigum örugglega eftir að frétta meira af Kristen í framtíðinni. Tvímælalaust undrabarn.

Vissulega er ófært að gera lítið úr sprenglærðum vísindamönnum og langreyndum stjórnmálamönnum. Það er alls ekki ætlunin, en munum hvað barnið sagði í ævintýri HC Andersens, Nýju fötin keisarans.  Það er aftur á móti ófært að blanda saman vísindum og stjórnmálum.

 

Hvað segir Al Gore um sjálfan sig?

Spurning: There's a lot of debate right now over the best way to communicate about global warming and get people motivated. Do you scare people or give them hope? What's the right mix?

Svar:  I think the answer to that depends on where your audience's head is. In the United States of America, unfortunately we still live in a bubble of unreality. And the Category 5 denial is an enormous obstacle to any discussion of solutions. Nobody is interested in solutions if they don't think there's a problem. Given that starting point, I believe it is appropriate to have an over-representation of factual presentations on how dangerous it is, as a predicate for opening up the audience to listen to what the solutions are, and how hopeful it is that we are going to solve this crisis.

Heimild:  http://www.grist.org/news/maindish/2006/05/09/roberts/ (Interview with Grist Magazine’s David Roberts and Al Gore about An Inconvenient Truth)

Kristen spyr í upphafi greinarinnar vegna þessara ummæla:

Al Gore said this, so how are we supposed to know fact from fiction in the global warming debate? The following paragraphs will inform the reader of the false claims, the facts, the selective facts and tactics to scare and advertise.

 

Sjá hér (vefsíðan byrjar á inngangi og heldur síðan áfram á tveim síðum):

Facts and Fictions of Al Gore’s "An Inconvenient Truth"

                              

Í inngangi segir Kristen:

After Ponder the Maunder was first published, I received many emails from parents whose kids were required to watch Al Gore’s “An Inconvenient Truth.” They were worried because Al Gore was a politician, an occupation that people just don’t trust.

 

I’ve watched his movie many times and researched most of his claims. The following essay is a summary of what I learned. I hope it helps.

 

Kristen Byrnes

 

Vefsíða hennar kallast Ponder the Maunder. Þar er ýmiss fróðleikur, annar en gagnrýni á kvikmynd varaforsetans fyrrverandi.

Ponder the Maunder was an extra credit project for Honors Earth Science, Portland High School, by Kristen Byrnes of Portland Maine.
This report is a comprehensive look at the global warming issue without financial or political bias. It uses the most updated information provided by scientists and researchers and interjects common sense, an important component missing from the global warming debate.

 

Nokkur fréttaskot um Kristen:

15-Year-Old Outsmarts U.N. Climate Panel, Predicts End of Australia's Drought

Portland High School Honors Student Takes on Al Gore’s ‘An Inconvenient Truth’

 

 

Google um Kristen Byrnes

 

 

Nafnið á vefsíðunni er snilld. Ponder the Mounder er tvírætt. Það gæti þýtt "Muldrið ígrundað", (maunder=muldur eða óskýrt rugl (To talk incoherently or aimlessly)), en einnig "Hugsað um Maunder", en mesti kuldi Litlu ísaldarinnar var meðan á dýpsta lágmarki í sólinni stóð, en það kallast Maunder Minimum, kennt við stjörnufræðinginn Edvard Maunder.

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans


Dr. Nils Axel Mörner segir í nýju viðtali að sjávarborð sé ekki að hækka

 

Moerner-3A 

Í nóvember 2004 hélt  Dr. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi erindi í Háskóla Íslands sem nefndist Heimskautin,  hafið og framtíðin.  Erindið var á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga. Myndin er frá þeim fundi.

Erindið var þannig kynnt á vef Háskólans:

Heimskautin,  hafið og framtíðin. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi. Mánudaginn 8. nóvember, kl. 12.00 - Í Lögbergi (stofu 103).

Hefðbundinn skilningur manna á hlýnun andrúmsloftsins gerir ráð fyrir að hún  muni leiða til bráðnunar á ísbreiðum heimskautanna og hækkandi stöðu sjávar.  Hverjar eru vísbendingarnar sem styðja þetta mat? Er hugsanlegt að almenningur  sé afvegaleiddur um þessi mál? Nils-Axel Mörner prófessor við Stokkhólmsháskóla  og víðkunnur sérfræðingur í jarðfræði kvartertímabilsins og landmótunarfræði mun  fjalla um þessi álitaefni á fundi á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga mánudaginn  8. nóvember 2004. Mörner var formaður nefndar um breytingar á sjávarhæð og þróun  strandsvæða, sem starfar á vegum International Association of Quaternary Research,  á árunum 1999-2003. Hann mun gagnrýna líkön sem spá fyrir um hækkun sjávar og nota  til þess rannsóknargögn víða að úr heiminum.

Fyrir fáeinum dögum birtist mjög opinskátt viðtal við Mörner.

Viðtalið nefnist Claim That Sea Level Is Rising Is a Total Fraud, og birtist 22. júní í EIR Economics.

Viðtalið er hér sem Acrobat skjal eins og það birtist í tímaritinu Executive Intelligence Review, en hér hefur það verið sett á vefsíðu.

Vonandi fer enginn úr límingunum við lesturinn, en margir munu verða öldungis hlessa. Ég hef enga sérstaka skoðun á málinu, en þykir rétt að koma þessu á framfæri. Ég hef ekki nokkurt vit á haffræði og aldrei fyrr heyrt um EIR.  Ég hlustaði aftur á móti á fyrirlestur Nils Axels 2004.

Um hverja er Nils-Axel Mörner svona harðorður?:
That is terrible! As a matter of fact, it is a falsification of the data set. Why? Because they know the answer. And there you come to the point: They “know” the answer; the rest of us, we are searching for the answer. Because we are field geologists; they are computer scientists. So all this talk that sea level is rising, this stems from the computer modeling, not from observations. The observations don't find it!

 

Sjá meira eftir Nils-Axel Mörner hér á vef breska þingsins.

 


The Great Global Warming Swindle í RÚV annað kvöld - 19. júní

Í byrjun mars s.l. var hér á bloggsíðunni kynnt kvikmyndin The Great Global Warming Swindle.

Myndin hefur vakið gríðarmikið umtal, enda málið funheitt. Þessi mynd verður sýnd í  Sjónvarpinu (RÚV) annað kvöld 19. júní  kl. 20:55. Myndin kallast í kynningu RÚV  "Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle".   Hugsanlega er þetta eitthvað stytt útgáfa.

Sjá bloggið um þessa mynd frá 10. mars: The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu.  Umræður urðu töluverðar í athugasemdum, og einnig í athugasemdum um bloggið Afkolun jeppaeiganda

Það má einnig benda áhugasömum á aðrar kvikmyndir í sama dúr sem kynntar hafa verið á blogginu: Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Á blogginu er einnig fjallað um kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth, sem einnig hefur valdið heitum umræðum. Sjá hér.  Myndin sem sýnd verður í RÚV 19. júní er einmitt andsvar allmargra vísindamanna við mynd Al Gore.  

Það er sjálfsagt að kynna sér málið frá öllum hliðum, og hafa ánægju af, hvort sem maður er sammála eða ekki.

Vefsíðan http://www.greatglobalwarmingswindle.co.uk er helguð kvikmyndinni.

Það skyldi þó ekki vera að svona kvikmyndir valdi meiri hnatthlýnun en CO2? Að minnsta kosti verður allmörgum æði heitt í hamsi Smile.

center


Skógrækt áhugamannsins

01-grisjunHvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Bloggarinn var svo lánsamur að eiga þess kost að starfa við skógrækt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum í Austmannabrekku í Haukadal um 1960, en hann situr þar efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt við Geysi, sem sjá má glitta í á myndinni ásamt Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar þar sem nú er Hótel Geysir. Takið eftir að enginn skógur sést, fyrir utan nokkrar birkihríslur. Þarna er nú kominn gríðarmikill skógur með háum trjám.

Byrjað var á því að grisja birkikjarrið með kjarrsög. Kjarrsögin líkist  vélorfi, nema í stað bandspottans sem klippir grasið er hjólsagarblað. Bloggarinn er einmitt með ólarnar sem héldu uppi kjarrsöginni spenntar um axlir. Gerðar voru langar rásir í birkikjarrið upp eftir fjallshlíðinni með um 2ja metra millibili. Síðan var gróðursett í rásirnar, ýmist með skógræktarhaka eða bjúgskóflu. Plöturnar voru í búntum og berróta, en ekki í fjölpottabökkum eins og algengast er í dag.

Við gróðursettum í akkorði, eins og það var kallað. Mikill hugur var í mönnum og unnið langt fram á kvöld, enda náðu menn að planta vel yfir 1000 plöntum á dag, þ.e. hver og einn. Launin voru heldur hærri en jafnaldrar okkar fengu í almennri verkamannavinnu, og puðið örugglega miklu meira.

Þó mikið væri unnið í Haukadal, þá var einnig töluvert puðað í Heiðmörk og Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Á þessum þrem sumrum lærðu menn mikið um skógrækt, grisjun, áburðargjöf og uppsetningu girðinga.  Líkaminn stæltist og útveran var mikil og holl.

Varla hefur bloggarann grunað þegar hann sat hugsi í Austmannabrekku að hann væri farinn að puða aftur fjórum áratugum síðar á eigin landi þar skammt frá. Fáeinir hektarar sem biðu óþreyjufullir eftir því að verða klæddir skógi. Reyndar vill svo til að landskikinn er á myndinni í beinni línu lárétt fyrir framan höfuð hans. Svosem tvær eða þrjár höfuðbreiddir. Kanski var hann að dreyma eitthvað í þeim dúr.  Segja má að sagan endurtaki sig, því réttum fjórum áratugum eftir að myndin var tekin var aftur hafist handa við að girða, græða upp, planta og bera á. Næstum á sama stað og nú er sprottinn fullvaxinn skógur, skógur sem hann gerði með eigin höndum.

Fyrir fáeinum árum var verið að grisja í Austmannabrekku. Þetta voru engin smá tré. Gamli skógarrefurinn stóðst ekki mátið og taldi árhringina. Viti menn, þetta gátu verið litlu berróta plönturnar sem hann plantaði um 1960 ásamt félögum sínum. Undarleg tilfinning liðaðist um kroppinn.

Fjöldi Íslendinga dundar sér við að setja niður plöntur sér til ánægju, enda fátt sem veitir jafn mikla gleði. Tilgangurinn er ekki að rækta nytjaskóg, heldur að bæta land sem oft hefur farið illa, meðal annars vegna ofbeitar. Skógurinn veitir skjól og fuglarnir þyrpast að. Opið stormasamt land breytist í skjólgóðan unaðsreit. Ekki sakar ferska loftið og hreyfingin sem stælir líkama kyrrsetumannsins.

Maja og Julie

Hvað ungur nemur gamall temur, segir í upphafi. Hér má sjá tvær hörkukonur aðstoða við gróðursetninguna. Önnur kynslóð tekin til starfa. María Björg Ágústsdóttir var í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, en Julie Chu silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikjunum 2002, 2010 og 2014 og bronsverðlaunahafi 2006. Báðar voru vinkonurnar í sumarleyfi frá námi við Harvard þegar myndin var tekin. Ekki er amalegt að fá svona hjálp smile.

 

Það er auðvitað alveg ljóst, að afköstin, þegar verið er að dunda við áhugamannaskógrækt, eru ekki nema brot af afköstum atvinnumanna.

Bloggarinn afkastaði vel yfir 1000 plöntum á dag á unglingsárunum, en það þykir honum í dag mátulegur skammtur yfir sumarið. Auðvitað er ekki nóg að koma plöntunum í jörð. Alls konar stúss fylgir að sjálfsögðu, en það eykur bara ánægjuna. Á myndinni má sjá 400 plöntur bíða þess óþreyjufullar að komast í jörð, en bak við þær eru bakkar undan um 2000 plöntum.Góður helgarskammtur

Sjálfsagt er fátt sem kennir manni þolinmæði eins vel og gróðursetning trjáplantna í íslenskri náttúru.

Plönturnar eru viðkvæmar og þarf að hlúa vel að þeim í æsku, alveg eins og mannfólkinu. Þeim veitir ekki af hollri fæðu og þurfa áburðargjöf fyrstu árin. Stundum koma vorhret sem fara illa með litlu greyin, en flest komast þó á legg um síðir. Þegar þau hafa náð manni í hné finnst manni að kominn sé vísir að skógi. Ekki ósvipuð tilfinning og þegar litlu börnin læra að ganga.  Stærstu trén eru nú orðin um mannhæðar há, þó flest séu ennþá verulega minni.

Á unglingsárum plantaði bloggarinn líklega einhverjum fáum tugum þúsunda, en um fimmþúsund á undanförnum árum.

Vefsíðan www.kolvidur.is segir mér að ég þurfi að gróðursetja 60 tré á ári til að friða samviskuna. Hvað ætli ég sé búinn að kolefnisjafna fyrir mörg ár?

 

 

 

 


Afkolun jeppaeiganda

Afkolun jeppaeiganda

"Veitið mér fyrirgefningu. Ég hef verið að jeppast"   -  "Aktu leið þína. Syndir þínar hafa verið fyrirgefnar".

Ágæti jeppaeigandi. Hefur þú keypt þér syndaaflausn? Hefur þú verið afkolaður? Ekki er seinna vænna. Opnaðu veskið aðeins og samviska þín verður hrein og sál óflekkuð.

Kolefniskirkjan

.

Seint fyllist sálin kolefnisprestanna

.

The worst of the carbon-offset programs resemble the Catholic Church’s sale of indulgences back before the Reformation.

.

Instead of reducing their carbon footprints, people take private jets and stretch limos, and then think they can buy an indulgence to forgive their sins.

.

This whole game is badly in need of a modern Martin Luther.

.

 Denis Hayes, Bullitt Foundation, The New York Times, 29 April 2007
 

 Sjá nánar:

GLOBAL COOLNESS: CARBON-NEUTRAL IS HIP, BUT IS IT GREEN? The New York Times, 29 April 2007   

By ANDREW C. REVKIN

http://www.nytimes.com/2007/04/29/weekinreview/29revkin.html?ex=1178510400&en=5281a26c79cf24bd&ei=5070&emc=eta1 

 

Það er ljóst að mikil hætta á spillingu fylgir viðskiptum með kolefniskvóta og aflátsbréf. Margir ætla sér að hagnast, og margir kolsýrugreifar munu hagnast vel. Hugsanlega mun aðeins litill hluti fjármagnsins skila sér þangað sem til var ætlast. Dæmi um stórgróða er hér.

Því er þó ekki að leyna að bloggarinn er pínulítið spenntur fyrir íslensku verkefni sem kallast Kolviður. Þar geta menn keypt sér aflátsbréf þar sem hagnaðurinn skilar sér til skógræktar. Sjá hér. Mun bloggarinn kaupa sér syndaaflausn í þessum sjóði til að bæta fyrir notkun landbúnaðartækisins sem hann ekur um á? Kanski og kanski ekki. Hann hefur sjálfur, með eigin höndum, plantað einhverjum tugþúsundum af trjáplöntum, þar af á fimmta þúsund á þessari öld. Samviskan ætti því að vera nokkuð hrein Wink . 

Vonandi verður verkefnið Kolviður til að efla skógrækt á Íslandi verulega.

Vefurinn http://www.kolvidur.is verður opnaður kl. 11:00 15. maí.

 

(S.U.V. á myndinni = Sport Utility Vehicle, eða bara jeppi).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 766909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband