Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
"Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric"...

Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver. Björn Kristinsson verkfræðingur á Orkudeild Raforkumálastjóra hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist "Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric".
Kjarnorkuver þetta má staðsetja á flestum stöðum þar sem landrými er fyrir hendi. ... Í Noregi og Svíþjóð tíðkast að hafa þær neðanjarðar til að einangra þær frá umhverfinu og minnka þar með enn meir líkurnar fyrir óhöppum... Reaktor af svipaðri gerð hefur General Electric reist við Vallecitos í Kaliforníu og er hann sýndur á mynd 1...." Einnig hafa á vegum Raforkumálastjóra verið gefnar út skýrslurnar "Stofnkostnaður kjarnorkustöðva og framleiðslukostnaður raforku (1958)". (Skýrslan er tekin saman af nefnd á vegum European Nuclear Energy Agency, og er hér um að ræða þýðingu með smávægilegum breytingum), og "Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum (1959)". Í skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum er reynt að finna út hvaða verð yrði á orku frá kjarnorkustöð á Íslandi. Höfundur er einnig Björn Kristinsson verkfræðingur, sem síðar stofnaði verkrfræðistofuna Rafagnatækni og varð einnig prófessor við Háskóla Íslands. Í skýrslunum er ítarlega fjallað um stofnkostnað, fjármagnskostnað og rekstrarkostnað slíkra stöðva. (Uppfært 3ja mars: Skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum bætt við). Þessar skýrslur Raforkumálastjóra eru öllum aðgengilegar hér á netinu. Einnig má smella á eftirfarandi krækjur til að nálgast þær:
Myndin hér fyrir ofan sýnir kjarnorkuver. Þar er þó enginn kæliturn sýnilegur, en risastórir kæliturnar einkenna oft þannig orkuver, en þar sem kalt Atlantshafið er nærri má sleppa slíkum búnaði og einfaldlega kæla eimsvalann (condenser á myndinni, neðst til hægri) með sjónum... Höfund greinargerðanna um kjarnorkuver má sjá á þessari hópmynd. Hann er þriðji frá hægri. Fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku til almenningsnota var AM-1 Obnisk orkuverið, sem hóf starfrækslu 27. júni árið 1954 í Sovétríkjunum. Það framleiddi um 5 megawött af raforku. Orkuverið í Vallecitos í Kaliforníu semhóf starfssemi árið 1957 var aftur á móti hið fyrsta sem var í einkaeign. Það framleiddi um 40 MW af varmaorku og 5 MW af raforku. Það vekur athygli að skýrslur þessar eru ekki alveg nýjar og hafa líklega ekki verið áberandi fyrir sjónum almennings fyrr, en þetta var fyrir rúmlega hálfri öld... Það er gaman til þess að hugsa hve tilbúnir Íslendingar voru að nýta sér nýjustu tækni og vísindi...
|
Eldri pistlar:
Kjarnorka á komandi tímum
Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?
Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2011 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Gangverk rit verkfræðistofunnar Verkís er komið út - Helgað nýtingu jarðvarma - Hægt að nálgast á netinu...
Verkfræðistofan Verkís hefur um árabil gefið út fréttabréfið Gangverk. Fyrsta tölublað tíunda árgangs kom út fyrir nokkrum dögum og er það helgað nýtingu jarðvarma á Íslandi, en starfmenn Verkís hafa komið að hönnun flestra hitaveitna og jarðvarmaorkuvera hér á landi, auk þess að hafa komið að nýtingu jarðvarma víða erlendis. Fréttabréfið er hægt að nálgast með því að smella á krækju sem er neðar á síðunni. Vafalítið hafa margir áhuga á nýtingu jarðhitans og þykir þetta fréttablað örugglega mjög fróðleg lesning. Ekki sakar að það er ókeypis og prýtt fjölda fallegra mynda. Og svo eru engar auglýsingar í blaðinu :-) Efni blaðsins:
Gangverk má nálgst sem pdf með því að fara á þessa síðu, og eldri blöð eru varðveitt hér. Verkfræði- og ráðgjafastofa Samfelld reynsla frá árinu 1932
Verkfræðistofan VERKÍS á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa sem sameinuðust árið 2008.
Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Verkís og dótturfélaga þess eru um 300. Þar starfa meðal annars verkfræðingar, tæknifræðingar, dýravistfræðingur, iðnfræðingar, landfræðingar. landslagsarkitekt, jarðfræðingar, eðlisfræðingar, tækniteiknarar, geislafræðingar, læknir, hjúkrunarfræðingur, lýsingarhönnuðir, fiskifræðingur, bókasafnsfræðingur, viðskiptafræðingar...
Á næsta ári mun fyrirtækið halda upp á þau tímamót að þá verða 80 ár liðin síðan Sigurður Thoroddsen opnaði verkfræðistofu sína.
VERKÍS á rætur að rekja til fimm rótgróinna verkfræðistofa sem sameinuðust árið 2008:
1932: VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Um sólblossa fyrr og nú...
Sólblettahópurinn 1158 sést greinilega hægra megin á þessari mynd.
Smella þrisvar á myndina til að sjá betur
Það er ekki á hverjum degi sem svona fyrirbæri sést stefna beint á jörðina. Frægastur er líklega Carrington sólblossinn sem orsakaði neistaflug úr fjarskiptalínum árið 1859. Sjá nánar hér á bloggi Stjörnufræðivefsins
Sjá tvo pistla um fyrirbærið:
Pistill 25. janúar 2009.
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...
Pistill 2. september 2009.
Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...
Árið 2008 var gefin út löng skýrsla um hugsanlega vá af svona fyrirbærum: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report.
Í skýrslunni stendur meðal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...". Þetta er enginn smá kostnaður: 2.000.000.000.000 dollarar, og það bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn árið 1859, gæti komið hvenær sem er. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir efnahag heimsins.
Þessa 130 blaðsíðna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb að stærð). Einnig er hægt að kaupa hana hjá Amazon.
(Skýrsluna og samantekt er líklegar fljótlegast að nálgast með því að smella á viðhengin neðst á þessari síðu).
Það er rétt að leggja áherslu á að þessi fyrirbæri eru ekki hættuleg, en norðurljós geta orðið mjög falleg.
Sólblossinn sem fréttin fjallar um er ekkert í líkingu við Carrington blossann árið 1859 og ólíklegt að hann valdi miklum usla.
Svona heyrðist í stuttbylgjuviðtækjum meðan loftnetum var beint að sólinni
Sólblettahópur 1158 að myndast
Sunspot group 1158 forms - Solar Dynamics Observatory
Segulmynd
Sunspot group 1158 forms as seen on SDO magnetic imager
Ótrúlegar myndir hér !
![]() |
Sólstormur í vændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2011 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Hjarðhugsun manna eða Groupthink...
Hjarðhegðun í dýraríkinu þekkja flestir og margir eru farnir að greina svipaða hegðun meðal manna, en það þarf ekki að koma á óvart því auðvitað tilheyra menn (konur eru líka menn) dýraríkinu. Leiðtoginn, forystusauðurinn, leggur línurnar og þeir sem tilheyra hjörðinni samsinna öllu sem hann segir. Það er ekki endilega vísvitandi, heldur hrífast menn með andrúmsloftinu kringum hann, oftar en ekki hugsunarlaust og ómeðvitað. Eitthvað fyrirbæri ræður ríkjum sem límir saman hugsanir og gerðir manna. Menn í hjörð eru löngu hættir að hugsa á gagnrýninn hátt, og hirð leiðtogans gætir þess vel að þeir sem fara út af sporinu og spyrja spurninga séu yfirgnæfðir með ýmsum ráðum. Oft er beitt árásum á viðkomandi persónu í stað þess að ræða málstaðinn. Argumentum ad hominem. Þetta þekkja menn vel úr stjórnmálum og jafnvel vísindaheiminum. Þar kallast hóphugsunin hinu fína nafni scientific concensus. Jafnvel virðast sumar opinberar stofnanir bera merki hjarðhegðunar innanhúss, en það þarf ekki að undra. Forystusauðir eru jú einnig í fjárhúsum. Sem betur fer eru til sjálfstæðir einstaklingar sem þrífast illa í hjörð. Það þekkjum við úr íslenskum stjórnmálum og alþjóðlegum vísindum. Einstaklingar sem láta eigin sannfæringu ráða. Oftar en ekki verða þetta brautryðjendur á nýjum sviðum framfara og hugsunar. Hjörðin situr eftir öllum gleymd. Hjarðhugsun kallast Groupthink á ensku. Hugsanlega mætti einnig nota orðið hóphugsun, en ritaranum þykir fyrra orðið berta. Hugtakið Groupthink er nánast orðið alþjóðlegt og hafa um það verið skrifaðar lærðar greinar, enda er um að ræða stórvarsamt fyrirbæri. Þekktastar eru e.t.v. rannsóknir Irving Janis hjá Yale háskóla. Groupthink er eiginlega hugarfar innan mjög samstæðs hóps þar sem meðlimir reyna eftir megni að forðast árekstra og komast að samdóma áliti án þess að beita gagnrýnni hugsun, greiningu og skoðun á hugmyndum.
Hér fyrir neðan eru meginatriði hjarðhugsunar sem oft veldur hjarðhegðun dregin saman.
Hjarðhugsun - Groupthink Hjarðhugsun eða Groupthink er hugtak sem vísar til rangrar ákvörðunartöku innan hóps. Hópar þar sem hjarðhegðun eða groupthink viðgengst skoðar ekki alla möguleika og meiri áhersla er lögð á samdóma álit en gæði ákvörðunar. Niðurstaðan verður oftar en ekki röng. Í sumum tilvikum geta afleiðingarnar orðið skelfilegar. Það er öllum hollt að hugsa um þessi mál og reyna að skilja fyrirbærið og hvað megi gera til að forðast það. Líta í kringum sig og reyna að sjá merki hjarðhegðunar. Hvernig er ástandið í þjóðfélaginu, stjórnmálunum, fjármálaheiminum, vísindaheiminum, vinnustaðnum... ? Greina, spyrja og ræða... Taka jafnvel dæmi úr dýraríkinu og gleyma því ekki að við tilheyrum því. Reyna síðan að láta skynsemina verða hjarðeðlinu yfirsterkari og brjótast út úr hjörðinni. Verða sjálfstæður í hugsun og öðlast þannig virðingu, í stað þess að vera ósýnilegur í stóði.
Hagstæð skilyrði til að hjörð myndist:
Neikvæð hegðun í hóp þar sem hjarðhugsun viðgengst:
Einkenni hjarðhugsunar:
Úrbætur til að koma í veg fyrir hjarðhegðun í hóp eru meðal annars:
|
Hjarðhegðun-hóphugsun-groupthink er stórvarasamt fyrirbæri
Hvaða dæmi þekkir þú um hjarðhegðun í samfélaginu, vísindaheiminum eða annars staðar, fyrr á tímum eða nú á dögum?
Amazon: Irving L Janis; Groupthink.
Á netinu má finna mikið efni um Groupthink. Smella hér.
Power Point skyggnur með mörgum dæmum.
Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur: Hugsanir á dósum. Myndbönd. Fyrri hluti. Seinni hluti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2011 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Hitametið 2010 --- Nú er hitinn í frjálsu falli...
Dr. Roy Spencer hjá University of Alabama er einn þeirra sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. Hann hefur nú birt niðurstöður mælinga fyrir janúar 2011: UAH Update for January 2011: Global Temperatures in FreefallSmella hér. Eins og sjá má myndinni hefur meðalhiti lofthjúps jarðar nánast verið í frjálsu falli undanfarið, og er nú svo komið að lofthitinn (eða hitafrávikið) er komið niður í meðaltal síðustu 30 ára, og örlítið betur ef menn vilja rýna í ferilinn með stækkunargleri. (Blái granni ferillinn lengst til hægri). Hitinn samkvæmt þessum mælingum var nefnilega -0,01°C undir meðaltalinu, en það er varla tölfræðilega marktækt. Miðað við þetta hraða hitafall kæmi það ekki á óvart þó meðalhitinn færi vel undir 30-ára meðaltalið á næstunni. Eru þetta miklar breytingar? Hummm... Kannski og kannski ekki. Talið er að meðalhiti jarðar hafi hækkað um svosem 0,7 til 0,8 gráður á síðastliðnum 100 eða 150 árum. Hver reitur hér fyrir ofan jafngildir 0,1 gráðu. Síðastliðið ár var einstaklega ljúft og milt fyrir gróðurinn og mannfólkið. Hvernig skyldi árið sem er nýhafið verða? Vonandi verður það ekki síðra hér á Fróni þó þessar blikur séu á lofti...
Sjá nánar á bloggsíðu Dr. Roy Spencer. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2011 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 18. janúar 2011
Spá NASA um virkni sólar fellur enn...

Eins og hreyfimyndin hér fyrir ofan ber með sér þá hefur spá NASA um hámark næstu sólsveiflu farið hratt lækkandi. Takið eftir textanum efst á myndinni með dagsetningu.
Eins og bloggað var um hér 7. október 2010 spáði NASA þá sólblettatölu 64. Í nýjustu spánni sem birt er hér er talan komin niður í 59. Sjá myndina hér fyrir neðan. Í mars 2008 spáði NASA sólblettatölu 130-140, en nú er spáin komin niður í 59. Skyldi spáin eiga eftir að falla frekar?
"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed
Þannig byrjar vefsíða NASA Solar Cycle Prediction. Það dregur greinilega nokkuð hratt úr virkni sólar... |
Myndin er af vefsíðu NASA. Takið eftir textanum efst á myndinni.
""The next sunspot cycle will be 30% to 50% stronger than the previous one,"
If correct, the years ahead could produce a burst of solar activity second only to
the historic Solar Max of 1958 ".
Hvað hefði þetta þýtt í sólblettatölu?
Sjá pistilinn frá 7. október 2010: Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2011 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 8. janúar 2011
Undarleg fylgni milli kolsýrunnar og hitastigs. Hvað er að gerast...?
Þessi merkilega mynd er á vef prófessors Ole Humlum við Oslóarháskóla.
Á myndinni má sjá sambandið milli hitastigs lofthjúpsins og styrks CO2 síðan reglubundnar mælingar á CO2 hófust 1958.
Eitthvað merkilegt er að gerast.
Ferillinn ætti að vera sívaxandi frá vinstri til hægri, en það er hann alls ekki. Á síðustu árum fellur hitastigið með vaxandi styrk koldíoxíðs, CO2. Reyndar sést sama fyrirbærið einnig í byrjun ferilsins, þ.e. á árunum eftir 1958 þegar styrkur CO2 var miklu lægri en í dag.
Hvað segir Prófessor Ole Humlum um þetta fyrirbæri? Sjá neðst á síðunni hér.
Diagram showing HadCRUT3 monthly global surface temperature estimate plotted against the monthly atmospheric CO2 content according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii, back to March 1958. The red line is a polynomial fit with key statistics listed in the upper left part of the diagram. Last month incorporated in the analysis: October 2010 (inside red circle). Last diagram update: 22 December 2010.
The diagram above shows all HadCRUT3 monthly temperatures plotted against the monthly Mauna Loa CO2 values, since the initiation of these measurements in 1958. As the amount of atmospheric CO2 have risen steadily since 1958, although with annual variations, the oldest values of temperature and CO2 are plotted close to the left side of the diagram, and more recent values are progressively plotted towards the right side of the diagram.
By this, the diagram illustrates that the overall relation between atmospheric CO2 and global temperature apparently has changed several times since 1958.
In the early part of the period, with CO2 concentrations close to 315 ppm, an increase of CO2 was associated with decreasing global air temperatures. When the CO2 concentration around 1975 reached 325 ppm this association changed, and increasing atmospheric CO2 was now associated with rising global temperatures. However, when the CO2 concentration at the turn of the century reached about 378 ppm, the association changed back to that characterizing the period before 1975. Thus, since 2000, increasing concentration of atmospheric CO2 has again been associated with decreasing global temperature.
The diagram above thereby demonstrates that CO2 can not have been the dominant control on global temperatures since 1958. Had CO2 been the dominant control, periods of decreasing temperature (longer than 2-5 years) with increasing CO2 values should not occur. It might be argued (IPCC 2007) that the CO2 dominance first emerged around 1975, but if so, the recent breakdown of the association around 2000 should not occur, either.
Consequently, the complex nature of the relation between global temperature and atmospheric CO2 since at least 1958 therefore represents an example of empirical falsification of the hypothesis ascribing dominance on the global temperature by the amount of atmospheric CO2. Clearly, the potential influence of CO2 must be subordinate to one or several other phenomena influencing global temperature. Presumably, it is more correct to characterize CO2 as a contributing factor for global temperature changes, rather than a dominant factor.
The breakdown of the positive temperature-CO2 relation since about 2000 (diagram above) have now lasted 10-11 years. This suggests that the recent global temperature development might deviate significantly from previous short-lived (2-5 years) periods of cooling derived from oceanic and volcanic activity as seen several times between 1975 and 2000. There are two possibilities: 1) Global air temperatures may again begin to increase in a short while. 2) The recent development may represent the beginning of a more thorough and long-lasting cooling, perhaps similar to the cooling period after 1940. As usual, time will show what is correct.
Ekki vil ég reyna að bæta nokkru við þessi orð prófessorsins og ekki er við bloggarann að eiga ef einhverjum mislíkar hegðun náttúrunnar eða skrif Dr. Ole Humlum.
Hitamæligögn eru frá hinni virtu stofnun Climate Research Unit. CO2 gögn eru frá NOAA.
Sjá nánar síðuna Climate Reflections sem er einn kafli vefsíðunnar Climate4You.com
Á vef prófessors Ole Humlum er fjölmargt fróðlegt. M.a. er myndin sem er hér fyrir neðan þaðan.
Smella má tvisvar á myndir til að stækka
Um prófessor Ole Humlum
Smella hér til að sjá greinasafn prófessorsins
"Margt er skrýtið í kýrhausnum"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.1.2011 kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Sunnudagur, 26. desember 2010
Nóvembermánuður síðastliðinn var ekki sá hlýjasti, en beðið er eftir hitatölum fyrir árið 2010...
Í fréttum undanfarið hefur komið fram að nóvembermánuður hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Er það virkilega svo? Reyndar eingöngu samkvæmt mæligögnum frá einum aðila, þ.e. NASA-GISS.
Skoðum málið nánar, en látum nægja að skoða áratuginn sem er að líða því hann er talinn hafa verið einstaklega hlýr á heimsvísu. Hér fyrir neðan er rýnt í mæligögnin og vísað í frumheimildir:
(Talan 11 eftir ártalinu táknar alls staðar nóvember, en gildin eru afrituð beint úr frumheimildum).
---
Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliðni.
2000 12 0.04
2001 11 0.28
2002 11 0.36
2003 11 0.33
2004 11 0.26
2005 11 0.42
2006 11 0.30
2007 11 0.17
2008 11 0.28
2009 11 0.50
2010 11 0.38
http://vortex.nsstc.uah.edu/
http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt
---
Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliðni.
2000 11 0.021
2001 11 0.331
2002 11 0.306
2003 11 0.366
2004 11 0.263
2005 11 0.363
2006 11 0.240
2007 11 0.131
2008 11 0.216
2009 11 0.328
2010 11 0.312
ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt
---
Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá CRU (Climate Research Unit í Bretlandi) voru nóvember 2009, 2006, 2005, 2004 og 2001 hlýrri en sá nýliðni:
1998/11 0.351
1999/11 0.210
2000/11 0.150
2001/11 0.506
2002/11 0.393
2003/11 0.428
2004/11 0.526
2005/11 0.483
2006/12 0.523
2007/11 0.269
2008/11 0.393
2009/11 0.448
2010/11 0.431
http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/diagnostics/global/nh+sh/monthly
---
Samkvæmt NOAA (National Oceanic Atmospheric Administration) þá var nóvember 2004 hlýrri en nýliðinn nóvember. Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.
2000 11 0.1885
2001 11 0.6461
2002 11 0.5693
2003 11 0.5370
2004 11 0.7247
2005 11 0.6817
2006 11 0.5942
2007 11 0.4716
2008 11 0.6013
2009 11 0.5845
2010 11 0.6943
ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat
---
NASA-GISS (Goddard Institute for Space Studies) segir aftur á móti að nóvember hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga, - en skoðum árið nánar:
Janúar síðastliðinn var kaldari en 2007, 2005 og 2002.
Febrúar var kaldari en 1998.
Mars var kaldari en 2002.
Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Maí var kaldari en 1998.
Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.
Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.
Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.
September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.
Október var kaldari en 2005 og 2003.
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Hvernig skyldi þá allt árið verða?
http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt
---
Innan skamms mun ef að líkum lætur NASA-GISS tilkynna að árið 2010 hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það getur vel farið svo að þeir verði einir um þá skoðun, því mælingar NASA-GISS eru af einhverjum ástæðum vel fyrir ofan það sem aðrar stofnanir mæla, hver sem ástæðan er.
Hitaferla fyrir síðustu 30 ár frá öllum þessum aðilum má sjá efst á síðunni. Myndin er fengin hér. Nóvember síðastliðinn er kominn inn.
Hitaferlarnir eru unnir úr sömu gögnum og vísað er til hér að ofan og hafa ekkert verið teygðir eða togaðir til. Þeir gefa því rétta mynd af síðastliðnum rúmum 30 árum.
Eftirtektarvert er hve sveiflur eru miklar, bæði upp og niður.
Svarta línan er 37 mánaða meðaltal allra ferlanna, þ.e. hver punktur er meðaltal 18 fyrri mánaða plús 18 næstu mánaða. Sjá hér.
Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.
Það er misjafnt hvað menn lesa úr svona hitaferli, en hér er það sem bloggarinn sér:
Lægðin um 1992 stafar væntanlega af eldgosinu mikla í Mt. Pinatubo árið 1991.
Hitatoppurinn árið 1998 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.
Hitatoppurinn árið 2010 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.
Hitastigið hefur fallið mjög hratt á síðustu mánuðum. Mun væntanlega halda áfram að falla, en hve mikið er ómögulegt að segja.
Erfitt er að greina nokkra hækkun eða lækkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999 má þó sjá hækkun. Eftirtektarvert er að þessi hækkun hitastigs á sér stað á fáeinum árum.
IPCC hefur spáð verulegri hækkun hitastigs fram til ársins 2100. Segjum að miðgildið sé um 3°, en það jafngildir um 0,3° á áratug. Vilji menn bera saman t.d. E-Nino hitatoppana árin 1998 og 2010 þá væri eðlilegt að taka tillit til þessa spádóma. Væru hitatopparnir álíka öflugir, þá ætti toppurinn 2010 að vera rúmum 0,3 gráðum hærri en toppurinn 1998, en ekki er að sjá annað en hann sé ívið lægri.
Að sjálfsögðu lesa aðrir annað en bloggarinn úr þessum hitaferlum, og ekkert óeðlilegt við það.
Nú hefur virkni sólar farið mjög hratt minnkandi á undanförnum mánuðum eftir að virkni hennar fór vaxandi á síðustu öld. Vonandi mun það ekki hafa mikil áhrif á hitastigið, en samt er það svo að á tímum sem sólin hefur verið lítið virk á undanförnum öldum hefur verið kalt. Kannski bara tilviljun. Vonandi á sagan ekki að endurtaka sig, því kuldinn er slæmur. Honum fylgir uppskerubrestur, hafís hungur, sjúkdómar og jafnvel styrjaldir og mannfellir. Hugsanlega mun losun manna á koltvísýringi vinna á móti hugsanlegri hitalækkun... Höfum ekki áhyggjur af þessu í dag því um þessi mál veit enginn með neinni vissu.
---
Eftirfarandi skýringar standa fyrir neðan myndina sem fengin var að láni frá Climate4you vefsíðunni sem haldið er úti af prófessor Ole Humlum (greinar) hjá Oslóarháskóla:
Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.
It should be kept in mind that satellite- and surface-based temperature estimates are derived from different types of measurements, and that comparing them directly as done in the diagram above therefore in principle is problematical. For that reason, in the analysis below these two different types of global temperature estimates are compared to each other. However, as both types of estimate often are discussed together, the above diagram may nevertheless be of interest. In fact, the different types of temperature estimates appear to agree quite well as to the overall temperature variations on a 2-3 year scale, although on a short term scale there may be considerable differences.
All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation.
Gleðileg jól
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2010 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 18. desember 2010
Vetrarríki: Bretar orðnir vantrúaðir á hnatthlýnun...
Enn og aftur snjóar á Bretlandseyjum og ríkir þar vetur konungur í öllu sínu veldi. Nú orðið er varla hægt að telja þá eyjaskeggja á fingrum annarrar handar sem trúa á hnatthlýnun, og skyldi engan undra. Spáð er hvítum jólum...
Þó þetta sé fyrir marga dauðans alvara því samgöngur hafa lamast og víðast hvar eru húsin illa einangruð, er vonandi í lagi að slá á létta strengi áður en vísað er til nýjustu frétta neðst á síðunni.
Whatever happened to Global Warming aye?
Armstrong & Miller show, BBC


Snow and ice bring travel chaos to UK
Flights cancelled and drivers hit by holdups as heavy snowfall and falling temperatures disrupt Christmas getaway
Heavy snow and freezing conditions returned to Britain today with travel chaos expected over the weekend as forecasters predict more snow.
Britain's second largest airport, Gatwick, warned it might be forced to close and easyJet said tonight it was suspending flights there between 6am and 10am, coinciding with an expected snowstorm.
Some parts of England are expected to be hit with between 25cm and 30cm of fresh snow, just as many up and down the country begin the big Christmas getaway...
--- --- ---

Skyldi þessum mótmælendum verða að ósk sinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 11. desember 2010
Falleg mynd frá gervitungli af snævi þöktu Skotlandi og Englandi 8. desember...
Þessi fallega mynd sýnir snævi þakið Skotland 8. desember síðastliðinn. Ekki er eins mikill snjór núna á Englandi og var fyrir nokkru og heldur farið að hlýna.
Smellið nokkrum sinnum á myndina til að skoða risastórt eintak.
Svona mikill snjór er ekki algengur á þessum slóðum, en kemur fyrir. Á dögum Dickens var hann þó algengari. Skyldi veðurfarið vera að breytast aftur og líkjast því sem Dickens lýsir í jólasögunni Christmas Carol? Hver veit? Ekki veit ég... Við skulum bara vona að náttúran fari áfram mildum höndum um okkur og frændur okkar á Bretlandseyjum eins og undanfarin ár...
Af vefsíðu Earth Observatory:
Snow lingered in Great Britain and Ireland on December 8, 2010. The Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer (MODIS) on NASAs Aqua satellite captured this natural-color image the same day.
Snow extends from Northern Ireland southward past Dublin, and from Scotland southward into England. Snow cover stops short of London; the white expanses in that area are clouds. Snow and clouds present an almost uniform white to the satellite sensor, but clouds can be distinguished from the underlying snow by their billowy shapes and indistinct margins. Rugged hills and gray-toned urban areas interrupt the snow cover, especially in northern England.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði