Skynsamlegt staðarval Landspítala á lóð RÚV nærri Borgarspítalanum, eða enn betra við Vífilsstaði...

ruv-landspitali-001.jpg

 

 

Á myndinni hér að ofan má sjá hve nálægt Borgarspítalanum lóð RÚV er, og hve vel hún liggur að umferðaræðum. Þessi staðsetning er miklu mun heppilegri en lóðin við Hringbraut, og mun skynsamlegra að nýr spítali rísi þar.  Nýr spítali við Hrngbraut kostar sjálfsagt vel yfir 100 milljarða króna, svo það er full ástæða til að staldra við.

Auðvitað á síðan að byggja spítalann lóðrétt, en ekki lárétt eins og spítalinn við Hringbraut hefur verið hannaður. Þannig sparast þúsundir fermetrar af tengigöngum. Hægt er að spara fjölda starfsmanna sem annars þyrfti við þrif á þessum göngum og til að ferja sjúklinga  eftir þeim milli bygginga. Þannig bygging yrði einnig væntanlega töluvert ódýrari.

Í lóðréttri byggingu koma góðar lyftur í stað  fjölda langra tengiganga. Örstutt er þá á milli deilda. Á þetta hefur skynsamt fólk bent, en ekki verið hlustað.

Með tilliti til umferðar er staðurinn við Hringbraut eins óheppilegur og hugsast getur.  Vonandi staldra menn nú við og íhugi hugmynd forsætisráðherra um að nýta lóð RÚV fyrir nýjan spítala, sem allir eru sammála um að rísa þurfi.

Svo má ekki gleyma Vífilsstöðum. Kannski væri það besta lausnin, því þar er nægt landrými fyrir byggingar og bílastæði. 

 

Vonandi verður skynsemin látin ráða svo komið verði í veg fyrir stórslysið sem er í uppsiglingu við Hringbraut. Nú er lag...

 

  Vifilsstadir


mbl.is Nýr Landspítali í Efstaleiti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Astro-naut og Nautagil...

 

Mooooonwalk_rjn_3264

 

 

Skemmtileg mynd er á vefsíðunni Astronomical Picture of the Day hjá NASA í dag. 

Vísindamenn hafa velt fyrir sér hvernig menn munu fara að því að lifa af búsetu á tunglinu. Auðvitað munu þeir þurfa mjólkurvörur svo sem skyr, nýmjólk og rjóma. 

Landnámsmennirnir urðu að flytja með sér allan bústofninn til Íslands á sínum tíma, og eins verður með geimfara framtíðarinnar. 

Vísindamenn hafa þó áttað sig á því vandamáli að lítið er um loft á Tunglinu, minna loft en í Þingeyjasýslu sumarið 1969 þar sem tunglfarar voru að kynna sér aðstæður sem líkjast þeim sem eru á Mánanum.  Hjá Þingeyingum var nóg loft.

 

Jarðfræðingarnir Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Sigvaldason gáfu litlu gili á hálendinu fyrir norðan nafnið Nautagil til heiðurs geimförunum, sem kallast astronaut á enskri tungu. Þeir hafa verið mjög framsýnir, því nú hafa vísindamenn loks fundið lausn á vandamálinu, eins og APOD myndin ber með sér.

 

  

 Sverrir Pálsson tók þessa mynd sem fengin var að láni hjá Vísi af Guðmundi Sigvaldasyni, Sigurði Þórarinssyni
og astronautunum árið 1969.

nautagil


Takk fyrir framtakið stjörnuskoðunarmenn...!

 

797354.jpg

 

Nokkrir félagar mínir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness sýndu fádæma dugnað og frumkvæði þegar þeir fluttu inn 75.000 sólmyrkvagleraugu og gáfu grunnskólabörnum um land allt bróðurpartinn, en seldu almenningi hluta þeirra til að fjármagna verkefnið. Fyrir það eru flestir þakklátir, ef undanskildir eru fáeinir kverúlantar sem af óskiljanlegum ástæðum voru með dónaskap og skæting í garð þessara áhugasömu sjálfboðaliða.

Stjörnuskoðunarmenn vildu gefa börnunum gleraugun til minja um atburðinn. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum leyfðu skólastjórnendur í Reykjavík það ekki og létu börnin skila gleraugunum til skólanna...

Það er víst margt óskiljanlegt í hegðun manna.

Eftir 11 ár verður almyrkvi á sólu á Íslandi. Þá munu skólarnir í Reykjavík eiga birgðir af sólmyrkvagleraugum og mun Stjörnuskoðunarfélagið þá geta sleppt þeim skólum ef þeir endurtaka leikinn, og einbeitt sér að skólum utan höfuðborgarinnar og kannski einnig leikskólunum...   Auðvitað yrði það ekki óskiljanlegt, eða þannig...

Líklega verða allir búnir að gleyma leiðindunum þá og gleraugun í hirslum skólanna löngu týnd.  Við skulum bara leyfa okkur að fara að hlakka til strax og vera viðbúin tímanlega, því eitt er víst, tíminn flýgur cool.

 

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er í raun eina félag sinnar tegundar á Íslandi, enda búa félagar víða á landinu. Sjálfur hef ég verið félagi frá því á síðustu öld og setið í stjórn þess um skeið.   Takk fyrir frábært framtak félagar !

  

www.astro.is

 

 total-solar-elipse-diamondring

 


mbl.is Hystería í aðdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurljós í kvöld 17. mars...?

 

Í morgun klukkan 5:54 barst tilkynning frá Rice Space Institute: RED ALERT.

"This is an alert from the Rice Space Institute...
Value of the Boyle index warrants Condition RED
Trigger Boyle index value: 277.67
This index is based on the ACE Solar Wind data..."

http://mms.rice.edu/realtime/forecast.html

 

Töluverð ókyrrð sést núna á mælum víða um heim.  Sjá vefinn Norðurljósaspá.

Á vefnum www.solarham.net  stendur:

CME Impact / Aurora Watch (UPDATED): The ACE spacecraft detected a sudden solar wind increase to over 500 km/s just after 04:00 UTC (March 17). This could possibly be related to the CME associated with the C9 flare from this past weekend. The incoming shock should sweep past Earth within the next hour (04:30 - 05:30 UTC). Sky watchers at high latitudes should be alert for visible aurora displays should increased geomagnetic activity result from this event. A minor (G1) geomagnetic storm watch is in effect for the next 24-48 hours.

CME Impact: Ground based magnetometers detected a geomagnetic sudden impulse (54 nT @ Boulder) at 04:35 UTC. This marks the exact moment that an interplanetary shockwave originating from the sun swept past our planet. The Bz component of the interplanetary magnetic field (IMF), carried through our solar system via the solar wind is currently pointing north, a condition that could suppress geomagnetic activity. Monitor solar wind during the next several hours. Should the Bz tip south, this could help intensify geomagnetic conditions at high latitudes. Sky watchers should be alert tonight for visible aurora displays.

 

Það er frekar óvenjulegt að Rice Space Institute sendi út RED ALERT. Venjulega aðeins YELLOW ALERT.  Hugsanlega verða því falleg norðurljós í kvöld, en ekki er hægt að treysta á það.

 

Uppfært: klukkan 17:13.

 

Myndin hér fyrir neðan er tímastimpluð 17:05.    
Mikið gengur á í háloftunum og vafalítið norðurljós víða.


Sjá:   http://www.spaceweather.com      http://www.solarham.net

http://spaceweathergallery.com/indiv_upload.php?upload_id=109913

 

 

latest

 

 

Þessi mynd uppfærist sjálfvirkt:

latest

 

 

 "The auroras were insane," says Marketa who regularly runs a photography workshop on the Arctic Circle. She has seen a lot of auroras. "I have never seen anything like this."alaska_strip (1)


Minningar frá sólmyrkvanum 1954 og sólmyrkvinn 2015...

total-solar-elipse-diamondring

 

 

30. júní árið 1954 var almyrkvi á sólu sem sást mjög vel syðst á Suðurlandi, og einna best nærri Dyrhólaey. Þar var almyrkvi, en aðeins deildarmyrkvi í Reykjavík.

Ég var svo lánsamur að fá að fara með frændfólki að Dyrhólaey og njóta atburðarins í einstaklega góðu veðri. Þar var kominn saman fjöldi fólks og þar á meðal fjölmargir útlendingar, því þetta var einn besti staðurinn til að njóta fyrirbærisins.

Við lögðum af stað frá Reykjavík eldsnemma morguns, því drjúgur spölur var til Dyrhólaeyjar og vegurinn auðvitað venjulegur lúinn malarvegur með þvottabrettum. Búist var við almyrkva um hádegisbil svo eins gott var að vera snemma á ferðinni. Ferðin austur gekk vel og vorum við mætt vel tímanlega. Eins og oft var allnokkuð brim við ströndina og upplagt að bregða á leik í fjöruborðinu meðan beðið var almyrkvans. Strákurinn naut þess vel.

Skyndilega mátti sjá smá sneið á jaðar sólar þegar máninn byrjaði að mjaka sér fram fyrir hana. Margir voru með rafsuðugler eða svarta filmu til að deyfa skært sólarljósið og nokkrir með sótaða glerplötu, en vafalítið hafa margir fengið meiri birtu í augun en hollt getur talist.

Smám saman stækkaði skugginn af tunglinu og bráðlega hafði hann næstum hulið alla sólina. Nú dimmdi óðum og fuglarnir í bjarginu þögnuðu. Þessi nótt sem nú skall á um hásumarið kom þeim greinilega á óvart. Spennan óx og allir störðu þögulir til himins.  Nokkru síðar huldi máninn nákvæmlega alla sólina og sást einungis bjartur hringur á himninum. Almyrkvi á sólu. Undrunarhljóð hljómuðu. Almyrkvinn varði ekki lengi. Skyndilega sást ofurskært tindrandi ljós við jaðar tunglsins. Þetta var sólin að gægjast fram. Máninn og sólinn mynduðu nú hinn fræga demantshring sem aðeins sést við almyrkva. Enn meiri undrunarhljóð...  (Myndin efst er af svona demantshring).

Smám saman sást meira af sólinni og fuglarnir tóku gleði sína aftur þegar birti. Mannfjöldinn leyndi ekki gleði sinni. Þetta yrði ógleymanlegt.

 

Vafalítið hefur þessi upplifun haft þau áhrif á guttann litla að hann fékk áhuga á himingeimnum, áhuga sem enn er fyrir hendi. Hann hafði orðið vitni að mögnuðum atburði sem allt of fáir fá tækifæri til að upplifa.


Daginn eftir birtist skemmtileg frásögn í Morgunblaðinu:  

   Forsíða
   Framhald á síðu 2



OKM0078941

 

Fólk fylg­ist með al­myrkva við Dyr­hóla­ey í gegn­um svört spjöld árið 1954

Mynd úr Ljós­mynda­safni Ólafs K. Magnús­son­ar / ​Morg­un­blaðsins. Ólaf­ur K. Magnús­son

 

 

 

Ég á ekki neina ljósmynd frá þessum atburði, en nokkrar sem ég hef tekið af öðrum deildarmyrkvum:

 

  

Sólmyrkvi 1999

 

 Myndina tók ég af deildarmyrkvanum 1999. Myndin er tekin í gegn um rafsuðugler.
Meira hér: Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008

 

 

 

solmyrkvi 1 agust 2008 vid Gullfoss

 Deildarmyrkvi á sólu. Myndin tekin 1. ágúst 2008 nærri Gullfossi.
Meira hér: Sólmyrkvinn 2008




venus-transit-ahb-crop

 

Sólmyrkvi? Tja, þetta er reyndar Venus sem skyggir á hluta sólarinnar.
Myndin er tekin 11. júní 2004 klukkan 07:45.
Meira hér: Þverganga Venusar

 

Þverganga Venusar 2012
Þverganga Venusar 5. júní 2012.
Fleiri myndir hér: Myndir frá þvergöngu Venusar
Ekki beinlínis sólmyrkvi :-)

 

--- --- ---

 

Sólmyrkvinn að morgni föstudagsins 20. mars 2015 

Þetta verður ekki almyrkvi eins og árið 1954,
en tunglið mun þó ná að hylja 97% sólskífunnar.


Á Stjörnufræðivefnum eru frábær myndbönd sem sýna vel hvernig sólmyrkvinn
gæti lítið út frá nokkrum stöðum á Íslandi. Hér er eitt þeirra sem á við Reykjavík. 

Meira hér: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solmyrkvi/solmyrkvi-20.-mars-2015/

 

Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

***

 

Vantar þig sólmyrkvagleraugu?
Stjörnuskoðunarfélagið verður með sólmyrkvagleraugun til sölu í
Smáralind helgina 14.-15. mars.

Gleraugun kosta 500 kr. stykkið og allur ágóði
verður notaður í fleiri fræðsluverkefni.

 

 

Krækjur:


Stjörnufræðivefurinn um sólmyrkvann 2015

Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008.

Sólmyrkvinn í dag. Myndir. (2008)

Tunglmyrkvinn aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar
 2008

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

 

 SE2015Mar20T

 

 sun eclipse space

 Jörðin, sólin bak við tunglið og vetrarbrautin

 


mbl.is Einstæð mynd af almyrkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Má bjóða þér snákaolíu"...?

 

Mikið er dásamlegt að koma heim úr vinnu í dagsbirtunni núna í byrjun mars, og enn dásamlegra verður í vor og sumar þegar bjart verður fram eftir öllu og hægt að njóta hins íslenska sumars langt fram á kvöld. Það kemur svo sannarlega heilsunni í lag eftir langan vetur.

Við þurfum ekki að efast um það að fólki sem vill seinka klukkunni, eða jafnvel flýta henni, nú eða taka upp sumartíma til viðbótar núverandi tíma, eða þá bara seinka klukkunni yfir vetrarmánuðina, gengur gott eitt til.  Sumir vilja að sólin fylgi sem næst gangi sólar og hádegið sé á sínum stað, nema kannski á sumrin, en margir eru þó sannfærðir um að núverandi stilling klukkunnar sé best mið tilliti til ýmissa sjónarmiða. Auðvitað eru ekki allir sammála og Íslendingar kunna það allra þjóða best að vera ósammála.

 

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur skrifaði í Morgunblaðið 25. febrúar:

 

"Má bjóða þér snákaolíu?

 

gulliÍ villta vestinu riðu loddarar um héruð og seldu almenningi snákaolíu, elexír sem gagnast átti við hverju því sem angraði kaupandann, líkamlegu eða andlegu. Urðu sumir sölumannanna þjóðhetjur, eflaust efnaðar, en í nýlegum kúrekamyndum eru þeir ofast túlkaðir sem sérfræðingar í prettum ýmiskonar.

Það virðist mannskepnunni eðlilegt að leita alltaf auðveldustu leiða úr öllum vandamálum og helst að geta skyggnst inn í framtíðina. Menn fara til spákonu, kaupa sér kort hjá stjörnuspekingi og fleira. Á sama hátt vilja menn geta keypt skyndilausnir á öllu því sem þá hrjáir, remedíur hjá hómópötum, vöðvapillur og bætiefni alls konar í dósum, mörg gagnslaus og sum jafnvel skaðleg. Það er meira að segja reynt að pranga inn á krabbameinssjúklinga vitagagnslausum efnum. Snákaolíur nútímans taka á sig ýmsar myndir.

Undanfarin misseri hefur alveg sérstök útgáfa af snákaolíu verið kynnt á Íslandi. Hún á að lækna nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það þarf ekki að taka hana inn og hún kostar lítið sem ekkert. Þetta er slík undraolía að hún á ekki bara að lækna nánast alla sálræna kvilla sem hrjá þjóðina, hún á líka að draga verulega úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Ísland er í allt í einu orðið eins og villta vestrið var, þessi undraolía er nefnilega hvergi boðin annars staðar.

Ég á við þá hugmynd að með því einu að breyta stillingu klukkunnar muni geðheilsa þjóðarinnar stórlagast, unglingar hætta að vera syfjaðir og þreyttir á morgnana og við Íslendingar almennt hætta að drolla frameftir á kvöldin. Rökin sem færð eru fyrir þessu má draga saman í eftirfarandi:


a) Skorti á góðum nætursvefni eða svefnleysi fylgja ýmsir kvillar, líkamlegir og andlegir. Ekki efast ég um það.

b) Skortur á værum svefni stafar af misræmi á milli þess hvernig klukkan er stillt á hverjum stað og líkamsklukkunnar. Ég stórefast um það.

c) Brottfall unglinga úr skólum snarminnkar við það eitt að breyta stillingu klukkunnar. Þetta er fráleitt.

d) Nú síðast er því haldið fram að seinkun klukkunnar fækki umferðarslysum. Það er ekki nóg með að þetta sé rangt, heldur er þessu öfugt farið. Konunglega slysavarnafélagið í Bretlandi hefur sýnt fram á að umferðarslysum fjölgar verulega þegar klukkunni er seinkað á haustin.

Bretar eru með sína klukku stillta eins nærri sólargangi og kostur er. Þeir glíma við sömu vandamál tengd svefni og svefnleysi og við. Unglingar eru jafn syfjaðir þar og annars staðar í veröldinni og brottfall álíka. Sama er uppi á teningnum í Danmörku þar sem klukkan er líka stillt nærri sólargangi. Svefnleysi og kvillar tengdir því hafa ekkert með stillingu klukkunnar að gera.

 

Við Íslendingar höfum stundum um fátt að sýsla, sérstaklega í skammdeginu. Þá detta í okkur ýmsar grillur sem stærri þjóðir sýnast að mestu vera lausar við. Engum öðrum hefur dottið í hug að alhæfa svo stórkostlega sem fylgismenn þessarar undarlegu hugmyndar gera þegar þeir halda því fram að breytt stilling klukkunnar sé allra meina bót, virki eins og snákaolía villta vestursins. Það er alvarlegt og ábyrgðarhluti, sérstaklega af fólki innan heilbrigðiskerfisins, að halda því fram og lofa því að þessi eina aðgerð sé slík töfralausn sem talað er um".

 

(Höfundur er deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans).
 

--- --- ---

Hvað segir Vísindavefurinn um málið?

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

"...Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári...".
                                                                    www.visindavefur.is/svar.php?id=68760

Ef við töpum 131 til 190 birtustundum á ári við það að seinka klukkunni, hvað er þá unnið ?

 

Jæja, breyting á stillingu klukkunnar er því miður engin alhliða töfralausn frekan en snákaolían... 

             

  

 snake-oil (1)



 

 


Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi fyrir hálfri öld, og njósnarinn í Norðurmýrinni...

 

 orbits

 

Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi fyrir hálfri öld...

 

Aðdragandinn...

Þessar athuganir hófust í ágústmánuði 1964. Aðdragandinn var sá að eftir eldflaugaskot Frakka á Mýrdalssandi fyrr um sumarið (http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/) voru Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans og  Dr. Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur, sem var þá forstöðumaður Almannavarna, á lokafundi med Frönsku visindamönnunum ásamt öllum íslenskum aðilum sem höfðu aðstoðað  Frakkana við geimskotin, þegar Þorsteinn minntist á við Ágúst að hann væri að leita að einhverjum á Íslandi til að fylgjast með brautum gervihnatta frá Íslandi.  Þannig var mál með vexti að Desmond King-Hele sá um rannsóknir á vegum Royal Society í Englandi á áhrifum efstu laga lofthjúps jarðar á brautir gervihnatta og fékk í því skyni nokkra sjálfboðaliða til aðstoðar um víða veröld. Ágúst minntist á ungan mann  Hjálmar Sveinsson sem hafði starfað sem sumarmaður hjá honum og var með brennandi áhuga á eldflaugum og geimferðum, og hafði skrifað nokkrar blaðagreinar um þau mál.

Málin fóru nú að snúast, og tækjabúnaður, þar á meðal stuttbylgjuviðtæki, 7x50 handsjónauki (heppilegur fyrir notkun í myrkri), tvö mjög nákvæm stoppúr, Norton‘s Star Atlas stjörnukortabók, ásamt mjög nákvæmum stjörnukortabókum, Atlas Coeli og Atlas Borealis í stóru broti barst til Raunvísindastofnunar. Dr. Ken Fea kunningi Þorsteins kom við á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna og tók Hjálmar í kennslustund. Þeim tókst að mæla braut eins gervihnattar og á leið sinni frá Bandaríkjunum kom Ken Fea aftur við á Íslandi og notaði þá tækifærið til að aðstoða Hjálmar. Eftir það var gatan greið og Hjálmar mældi fjölda gervihnatta þar til hann fór til náms í verkfræði erlendis einu ári síðar, en þá tók Ágúst H Bjarnason við starfinu þar til hann fór til náms í verkfræði erlendis haustið 1969. Síðla sumars 1970 kenndi Hjálmar ungum manni frá Keflavík, en tækjabúnaðinum var skilað til Englands árið 1974. (Því miður muna hvorki Þorsteinn, Hjálmar né Ágúst nafnið á unga manninum og væru upplýsingar vel þegnar).

Desmond Hing-Hele var m.a. formaður nefndar á vegum Royal Society  sem stóð að þessum rannsóknum.  Hann fæddist árið 1927 og stundaði m.a. nám í eðlisfræði við háskólann í Cambridge. Hann hefur samið  nokkrar bækur um fagsvið sitt: A Tapestry of Orbits, Observing Earth Satellites, Satellites and Scientific Research, Theory of Satellite Orbits in an Atmosphere.  Einnig er hann höfundur bókanna Shelley: His Thought and Work, Doctor of Revolution and Erasmus Darwin: A Life of Unequalled Achievement, svo og tveggja ljóðabóka.  Hann starfaði um árabil hjá Royal Aircraft Establishment í Farnborough við rannsóknir á þyngdarsviði jarðar og efstu lögum lofthjúpsins með rannsóknum á brautum gervihnatta.  Fyrir þær rannsóknir hlaut hann Eddington viðurkenninguna frá Royal Astronomical Society. Hann var valinn Fellow of the  Royal Astronomical Society árið 1966.   Viðtal við Desmond King-Hele er hér.

 

Framkvæmd athugana...

Þessar athuganir hér á landi fóru þannig fram að um það bil einu sinni í mánuði kom þykkt umslag frá Orbits Group, Radio and Space Research Station í Slough, Englandi.  Þetta var tölvuútskrift á töfluformi með spám um ferla nokkurra gervihnatta.

Þegar heiðskírt var og útlit fyrir að gervihnettir sæjust voru þessi gögn tekin fram og þau skimuð í leit að gervihnetti sem færi yfir Ísland það kvöld.  Ef líklegur gervihnöttur fannst þurfti að framkvæma nokkra útreikninga og teikna síðan með blýanti áætlaða braut hans í Nortion‘s stjörnuatlas.  Rýnt var í kortið og fundnar stjörnur þar sem braut gervihnattarins færi nálægt. 

Um 10 mínútum áður en gervitunglið myndi birtast for athugandinn út, kom sér eins þægilega fyrir og hægt var, og kannaði brautina sem útreiknuð hafði verið með sjónaukanum til að vera tilbúinnn.  Þegar gervitunglið birtist i sjónaukanum var tunglinu fylgt þangað þar til að það fór á milli eða nálægt auðþekkjanlegum stjörnum, og stoppúrið sett i gang á því augnabliki.  Síðan var farið inn, og staðsetningin gervitunglsins þegar stoppúrið var sett af stað ákveðin, yfirleitt í Atlas Borealis.  Þegar staðsetning hafði verið ákveðin var stoppúrið stöðvað á tímamerki frá WWV tímamerkjasendingu á stuttbylgju.  Þá þurfti einungis að draga gangtíma stoppúrsins frá tímamerkingunni og var þá staðsetningin og tíminn sem hún var tekin þekkt.

Þessum upplýsingum var svo safnað inn í skjöl sem fylgdu með gervitungla spánum frá Slough, og voru þau send til baka til Englands þegar nokkru magni mælinga hafði verið safnað saman.

Það má geta þess að á þessum tíma var ljósmengun á höfuðborgarsvæðinu miklu minni en í dag. Götulýsingu og flóðlýsingu bygginga var stillt í hóf. Þá mátti sjá tindrandi stjörnur yfir Reykjavík og börnin lærðu að þekkja stjörnumerkin. Nú er öldin önnur og stjörnurnar að mestu horfnar í mengunarský borgarljósanna.

 

Skondin atvik...

Geimrannsóknir í Garðahrepp

Þessi saga gerðist í kjallara gömlu Loftskeytastöðvarinnar á Melunum. Þar sátu þeir Hjálmar, Ken Fea og Þorsteinn Sæmundsson. Ken var að fara yfir aðferðafræðina við gervitunglaathuganir og var að teikna brautir hnattanna inn á eyðublöðin sem við notuðum. Umhverfis okkur voru kortabækurnar, stuttbylgjuviðtæki, sjónaukar, o.fl. Þá birtist fréttamaður frá einu dagblaðanna (við skulum sleppa öllum nöfnum svo enginn fari hjá sér)  sem kom til að taka viðtal við Þorstein um sovéskan gervihnött sem nýlega hafði verið skotið á loft.  Þegar hann sá okkur ásamt öllum búnaðinum umhverfis okkur spurði hann hvað við værum að gera. Ken og Þorsteinn reyndu að útskýra málið fyrir fyrir honum, og meðal annars að Hjálmar byggi í Garðahreppi (Garðabæ í dag) og þar væri ljósmengun miklu minni en í Reykjavík sem gerði athuganir miklu auðveldari.

Næsta dag birtist risafyrirsögn í dagblaðinu: „Geimkapphlaupið nær til Íslands“. Í greininni var fjallað um hve flóknar og merkilegar þessar athuganir á gervihnöttum væru, og að búnaðurinn sem til þyrfti væri svo næmur að jafnvel borgarljósin myndu trufla þessar athuganir. Þetta þótti þeim félögum meira en lítið fyndið.

 

Njósnarinn í Norðurmýrinni

Þegar þetta gerðist var Ágúst unglingur í menntaskóla. Hann hafði reyndar haft allnokkurn áhuga á geimnum  frá því er hann sá með eigin augum Sputnik-1, sem var fyrsti gervihnötturinn, sveima yfir Íslandi árið 1957 þegar hann var 12 ára. Það var ekki löngu síðar sem hann stóðst ekki mátið og smíðaði einfaldan stjörnusjónauka úr pappahólk, gleraugnagleri og stækkunargleri.  Með þessum einfalda sjónauka sem stækkaði 50-falt mátti sjá gíga tunglsins og tungl Júpiters. Síðan voru liðin nokkur ár ár og enn var geimáhuginn fyrir hendi. Nóg um það...

Fimm árum síðar: Það hafði vakið einhverja athygli í Norðurmýrinni að um það bil einu sinni í mánuði bar pósturinn  þykkt brúnt umslag í húsið. Umslagið var með mörgum útlendum frímerkjum, og á því stóð með stórum svörtum stöfum On Her Majesty‘s Service.  Þetta þótti í meira lagi undarlegt, og ekki bætti úr skák að í sama húsi bjó landsþekktur alþingismaður. Sögur fóru á kreik. Einhver hafði séð skuggalega úlpuklædda mannveru liggja í sólstól í garðinum og beina einhverju dularfullu tæki sem hann hélt með annarri hendi  til himins.  Í hinni hélt hann á einhverju silfurlituðu. Stundum sást skin frá litlu vasaljósi þegar maðurinn laumaðist til að líta á litinn minnismiða. Skyndilega hljóp maðurinn inn. Þetta hafði einhver séð oftar en einu sinni. Oftar en tvisvar.  Hvað var eiginlega á seyði? - Dularfullur póstur, í þjónustu Hennar Hátignar, Royal Society, frægur vinstrisinnaður stjórnmálamaður, myrkraverk í garðinum, undarleg hljóð úr stuttbylgjuviðtæki, morse...  Þetta var orðið virkilega spennandi...  Det er gaske vist, det er en frygtelig historie! skrifaði H.C. Andersen í frægu ævintýri. Ekki var þetta neitt skárra.   Hvað var að gerast í þessu húsi?

Síðan spurðist sannleikurinn út:    Iss - þetta voru bara lítt spennandi athuganir á brautum gervihnatta. Ekkert merkilegt. Dularfullu tækin sem maðurinn hélt á voru víst bara sjónauki og stórt stoppúr. Hann þóttist vera að glápa á gervihnetti. Dularfullu hljóðin komu frá stuttbylgjuviðtækinu þegar verið var að taka á móti tímamerkjum; „...this is WWV Boulder Colorado, when the tone returns the time will be exactly...“ heyrðist annað slagið, og þess á milli ...tikk...tikk...tikk...tikk...   Reyndar var pilturinn líka radíóamatör og það útskýrði morsið  sem stundum heyrðust fram á rauða nótt, en þá var hann að spjalla við vini sína úti í hinum stóra heimi.  Þetta var ekki mjög spennandi, en mörgum árum síðar gerðust mjög dularfullir og óhuggulegir atburðir í kjallara sama húss, atburðir sem voru festir á filmu. - Mýrin.

 

Horft til himins

Fylgst með brautum gervihnatta í kolniðamyrkri undir tindrandi stjörnuhimni. Athugandinn er með öflugan handsjónauka og stoppúr fyrir tímamælingu.

 

 sputnik_1_800

Sputnik 1 gervihnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Rússlandi 26. október 1957. 

 

 08-12-echo1

Echo 2 gervihnötturinn sem skotið var á loft 24. janúar 1964 var 41m í þvermál og því mjög bjartur á himninum.  Þessi hnöttur var í raun eins konar málmhúðaður loftbelgur sem sendur var á braut umhverfis jörðu og var notaður sem spegill til að endurvarpa útvarpsbylgjum aftur til jarðar.

 

Desmond King-Hele

Desmond Hing-Hele stærðfræðingur.  Hlusta má á viðtöl við hann hér.

 

 MPNIL26

Umslögin sem bárust reglulega með tölvureiknuðum spám um brautir nokkurra gervihnatta voru reyndar öllu stærri en þetta, eða rúmlega A4. 

 

 Observing Earth Satellites

Í þessari bók er fjallað um mælingar á brautum gervihnatta, m.a. með handsjónauka.

 

 Map-elevation

Í bókinn eru myndir af ýmsum eyðublöðum sem notuð voru til að spá fyrir um braut gervihnattarins á stjörnuhimninum fyrir ofan höfuðborgarsvæðið.

 

Nortons Star Atlas

Síða úr Nortons kortabókinni.

 

 

 Atlas_Coeli_3-large--B

Síða úr Atlas Coeli kortabókinni. Þessi stjörnukort voru upphaflega handteiknuð af framhaldsnemum við stjörnuathugunarstöðina  Observatórium Skalnaté Pleso í Slovakíu seint á fimmta áratug síðustu aldar. Þessi kort voru álitin þau bestu fáanlegu um það leyti sem gervihnattaathuganirnar fóru fram frá Íslandi.

 

16615590_1_l

Atlas Coeli kortabókin var í mjög stóru broti eins og sú stærri sem er á myndinni.

 

 image001

Ágúst er hér að stilla Eddystone  stuttbylgjuviðtækið sem fylgdi verkefninu á tímamerkja útsendingar WWV stöðvarinnar sem var í Boulder Colorado í Bandaríkjunum. Stöðin sendi m.a. út á 15 MHz sem yfirleitt heyrðist best hér á landi. Þetta voru örstuttir púlsar sendir með sekúndu millibili, en lengri púls á heilum mínútum. Nákvæm tímasetning athugana skipti sköpum við þessar mælingar og var áríðandi að æfa sig vel.

 

 Braut-1

Í bók Desmond King-Hele er lýst hvernig athugandinn notaði stjörnur á himninum til að staðsetja braut gervihnattarins sem verið var að mæla.  Á því augnabliki sem gervihnötturinn skar línu sem dregin var milli tveggja stjarna, sem fundnar höfðu verið á stjörnukortinu og ætlunin var að hafa til viðmiðunar, var nákvæmt stoppúr ræst. Einnig mátt miða við eina stjörnu ef gervihnötturinn fór mjög nærri henni.

 

Nákvæmni athugana...

Óhjákvæmilega vaknar spurningin, hve nákvæmar voru þessar athuganir, sérstaklega þegar haft er í huga að notast var við einföld tæki? Svarið kemur örugglega á óvart. Samkvæmt King-Hele gat vanur athugandi náð 1/100 sekúndna tímanákvæmni og um ½° staðarnákvæmni. Við töldum okkur ná með nokkurri vissu um 1/10 sekúndna tímanákvæmni, en til þess þurfti nokkra þjálfun.
Til fróðleiks sýnir taflan hér fyrir neðan nokkrar aðferðir og tækjabúnað sem notaður er við  við gervihnattaathuganir.

 Navspasur

Samkvæmt þessari töflu eru sjónrænar athuganir með góðum handsjónauka mjög nákvæmar (200 metrar miðað við 1000 km fjarlægð, eða 1:5000 eða 0,02%), og það krefst þess að notaður sé dýr og flókinn tækjabúnaður til að ná betri árangri. Í stað 11x80 handsjónauka var notaður heldur minni sjónauki, eða 7x50, en á móti kemur að gervihnettirnir sem fylgst var með voru ekki í meiri fjarlægð en 500 km.

 

 

Að lokum...

Pistill þennan um einn þátt geimrannsókna frá íslandi fyrir hálfri öld tóku þeir Hjálmar og  Ágúst saman árið 2015. Báðir eru þeir nú rafmagnsverkfræðingar, Hjálmar í Bandaríkjunum og  Ágúst á Íslandi.  Minna má á annan pistil sem fjallar um geimskot Frakka á Íslandi árin 1964 og 1965 þar sem báðir voru viðstaddir.  Sjá hér:  http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/

 

 

Á myndinn efst á síðunni eru nokkrar skammstafanir:

LEO = Lower Earth Orbit: Allt að 2.000 km hæð.

MEO = Medium Earth Orbit: 2.000 - 35.000 km hæð.

GEO = Geostationary Earth Orbit: 35.786 km hæð.

 

 

Stopwatch-2


Gagnaver lítt áhugaverð á Íslandi...

 

 

 

 

Datacenter

 

Margir telja að mjög áhugavert sé að gagnaver rísi á Íslandi, þetta séu merkilegar stofnanir sem veiti fjölda vel menntaðra vinnu við hæfi. Er það svo?

Svarið er einfaldlega: Nei.

Í raun eru þetta lítið annað en kæligeymslur sem hýsa ótrúlegan fjölda netþjóna sem eru ekkert annað en tölvur með stórum diskageymslum. Þessar tölvur eru knúnar rafmagni sem fyrst og fremst umbreytist í hita sem þarf að losna við. Þess vegna er kælibúnaðurinn mjög fyrirferðamikill. Hvinurinn í viftunum ærandi.

Þarna starfar fólk sem sinnir eftirlitsstörfum og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sérþjálfað fólk sinnir einhæfu starfi við að skipta út einingum í endalausum skáparöðum. Bilaðar einingar eru settar í kassa og sendar úr landi, og nýjar einingar teknar úr kössum. Þarna starfar enginn við skapandi störf. Engöngu rútínuvinnu við að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og bíða eftir að eitthvað bili. Sama verkið dag eftir dag. Dag eftir dag. Árið um kring. Dag og nótt...

Starfa einhverjir tölvunarfræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar o.s.frv. á svona stað? Það er lítil þörf á þeim, og ef einhverjir slysast til þess, þá sinna þeir ekki skapandi störfum. Taka þátt í ótrúlega einhæfu og leiðinlegu viðhaldi. Allur tölvubúnaðurinn kemur til landsins tilbúinn í skápum sem raðað er saman, eða jafnvel heilu gámunum sem einfaldlega er staflað upp í kæligeymslunni stóru.

Svo er öllu auðvitað fjarstýrt frá útlöndum.

Auðvitað starfar þarna líka fólk við að hella upp á kaffið sem nauðsynlegt er til að halda starfsfólkinu vakandi. Líklega eru þó sjálfvirkar kaffivélar notaðar.  Þarna starfa væntanlega húsverðir og öryggisverðir sem gæta þess að óvikomandi komi ekki nærri búnaðinum og þarna starfar fólk sem sópar ryki af gólfi.

Eftirsóknarverður staður til að starfa? Varla.

Veita gagnaver mörgum störf:  Eru 30 margir?  Sumum finnst það. En 50 manns?

Hvað er þá svona merkilegt við gagnaver?  Jú, margir halda að þau séu einstaklega merkileg. Það er jú merkilegt í sjálfu sér.

Svo þurfa þau mikla raforku sem fer í ekkert annað er að knýja tölvurnar og hörðu diskana ógnarstóru og svo auðvitað kæla þær því þær hitna ógurlega. Kælikerfin og blásararnir gleypa mikla orku. Það merkilega er að öll þessi raforka fer bara í að hita rafeindabúnað og kæla hann aftur. Engin vinna er framkvæmd. Engin afurð. Öll raforkan, segjum 30 MW, endar í umhverfi gagnaversins, sem er auðvitað notalegt fyrir fugla himinsins. 

Stórmerkilegt...

Má ég þá heldur biðja um eitthvað annað. Eitthvað sem skapar störf fyrir viti borið fólk...

 

 --- --- ---

Svo er það hin hliðin á málinu: Ef gagnaver er langt frá notendum verður svartíminn of langur. Ísland er langt frá Ameríku og meginlandi Evrópu. Það gerir staðsetningu gagnavera á Íslandi minna áhugaverð fyrir eigendur þeirra.

 

---

Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er í risa gagnaveri Microsoft.  Öllu komið fyrir í gámaeiningum sem staflað er í kæligeymslu.

Inside Windows Azure's data center, one of world's largest

http://www.neowin.net/news/inside-windows-azures-data-center-one-of-worlds-largest

Microsoft_DC1

 

 

 


Hvers vegna virkaði SPOT neyðarsendir konunnar ekki - möguleg skýring...

 

spot2_satellite_network

 

 

Neyðarsendirinn sendir merki til gervihnattar með ákveðnu millibili. Sendiaflið frá þessu litla tæki er lítið, loftnet lítið og gervihnötturinn í mikilli fjarlægð. Þess vegna má litlu muna.

Ekki er ólíklegt að skýlið sem konan leitaði skjóls í hafi verið með bárujárnsþaki sem drepur niður allar sendingar í átt til gervihnattanna. Þetta er nægileg skýring og gæti tækið verið í fullkomnu lagi.

Einnig þarf Geos Spot að ná merkjum frá GPS hnöttunum, en eins og flestir vita þá gengur það oftast illa innanhúss.

Eftir því sem ég best veit þá er sendiaflið frá Spot tækinu 0,4 wött og senditíðnin 1,6 GHz. Notað er gervihnattanetið Globalstar sem samanstendur af 48 hnöttum í 1400 km hæð og á braut með 52 gráðu brautarhalla. 

 

UPPFÆRT 24.2.2015:

Hér fyrir neðan má sjá hvernig braut eins gervihnattarins af 48 í Globalstar netinu liggur langt fyrir sunnan Ísland. Þetta er hnötturinn M095.  Hæð hans yfir sjóndeildarhring er misjöfn eftir því hvar hann er staddur á braut sinni og eftir því hvar nyrsti hluti brautarinnar liggur. Í þessu dæmi er það á bilinu 15° - 38°.  Sjá http://www.n2yo.com/passes/?s=39075 .  Brautir annarra hnatta í kerfinu liggja á sömu slóðum.


Vegna þess hve brautir hnattarins eru langt fyrir sunnan land er hann tiltölulega lágt á himninum og geta fjöll auðveldlega skyggt á hann.  Loftnet SPOT tækisins er stefnuvirkt og er mesti styrkur hornrétt á framhlið þess, þannig að tækið ætti helst að halla á móti suðri til að ná sem bestu merki frá því.

Tækið sendir "blint" til gervihnattarins. Það veit ekki hvort merkið hafi náð til hans, og ljósið sem birtist á tækinu þegar það sendir merki segir eingöngu til um að merkið hafi verið sent. Ljósið merkir ekki að merkið hafi borist til gervihnattarins.   Þetta er því "one-way communication".    Þetta er auðvelt að misskilja.      Viðtækið í tækinu er eingöngu fyrir GPS staðsetningarmerki.

Þrátt fyrir þessar takmarkanir er tækið auðvitað betra en ekkert. Til að auka líkur á að merki berist á áfangastað í fjalllendi er ráðlegt að láta það senda merki sjálfvirkt tiltölulega ört, t.d. á klukkutíma fresti.

Svo þarf að muna eftir að tækið virkar að öllum líkindum ekki innanhúss. Hugsanlega þó ef það er í suðurglugga og hallar móti suðri.

 

Globalstar M095

  spot_messenger_tips

 

91973-spot-gen3-satellite-gps-messenger

 

globalconstel.jpg

Globalstar


mbl.is Konan fannst heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilt um keisarans skegg: Skekkjureikningar og loftslagsmálin...

 

 

Smávegis um keisarans skegg: Þegar bloggarinn var í menntaskóla og síðar háskóla var ávallt lögð mikil áhersla á að nemendur framkvæmdu skekkjumat og skekkjureikninga og gerðu grein fyrir óvissumörkum. Það þarf að taka tillit til nákvæmni þeirra mælitækja sem notuð hafa verið, og atriða eins og aflestrarskekkju o.fl.  Mat á skekkjuvöldum getur verið dálítið flókið stundum og þurfa menn að vera gagnrýnir, heiðarlegir og skilja hvað þeir eru að fást við.  Gera þarf greinarmun á tilviljanakenndum skekkjum og kerfisbundnum. Nota þarf réttar viðurkenndar aðferðir við skekkjumat og úrvinnslu.  Allt hefur þetta áhrif á gæði mæligagnanna og niðurstöður, og er nauðsynlegt að gera grein fyrir slíku þegar mæligögn eru birt. Því miður virðist það þó vera orðin algjör undantekning. Í menntaskóla og háskóla fengu menn eðlisfræðiskýrslurnar í hausinn aftur ef réttir skekkjumatsreikningar voru ekki framkvæmdir og niðurstöður túlkaðar samkvæmt því.

Það er nauðsynlegt að vita og setja fram óvissubilið eða skekkjumörkin ásamt mæligögnum. Þetta verður alltaf að gera þegar vísindagögn eru birt, því annars eru þau markleysa.

Smá dæmi: Hugsum okkur tvær færslur í gagnagrunninum fyrir hitafrávik:   

0,3°  +/- 0,1   og   0,4°  +/-0,1. 

Fyrra gildið getur þá verið einhvers staðar á bilinu 0,2° til 0,4° og seinna gildið á bilinu 0,3° til 0,5° vegna óvissumarkanna.

  • Getum við fullyrt að munurinn á þessum tveim færslum sé 0,1 gráða?
  • Getum við verið sannfærðir án alls vafa um að fyrra gildið sé í raun minna en hið síðara?  Skarast ekki þessar tvær færslur á bilinu 0,3 til 0,4?
  • Gæti verið að "rétt" gildi í fyrra tilvikinu hafi til dæmis í raun verið 0,36  í stað 0,3 og seinna gildið 0,34 í stað 0,4? Óvissumörkin banna það ekki. En er ekki 0,36 stærra en 0,34?  Stærra gildið reyndist í raun minna !

Hugsum okkur enn annað dæmi og aftur  tvær færslur í gagnagrunninum fyrir hitafrávik:
0,31°  +/- 0,1   og   0,32°  +/-0,1

Hér munar aðeins 1/100 úr gráðu en óvissan er tíu sinnum meiri eða 1/10 úr gráðu.  Hver heilvita maður sér að þetta er markleysa, en samt birta menn svona gögn og draga ályktanir. Ótrúlegt en satt. Það er auðvitað í hæsta máta óvísindalegt.

Skoðum nú gamla ferilinn hjá bresku veðurstofunni Met Office, þar sem menn kunna til verka og sýna hitaferla á réttan hátt með óvissumörkum.  (Við erum eingöngu að skoða framsetninguna á myndinni og því skiptir ekki máli þó hún sé ársgömul,  - smella á mynd til að stækka):

hadcrut4_annual_global-1
Breska veðurstofan Met Office: Hnattrænar breytingar á hita frá 1850 til 2013. Síðustu áratugir 19. aldar tilheyra Litlu ísöldinni svokölluðu. Þetta er árs gamall ferill, en við erum eingöngu að nota hann sem dæmi um góða framsetningu.
Takið eftir grönnu strikunum sem ganga upp og niður úr hverjum mælipunkti. Þau tákna óvissubil þess punkts. Lengst til hægri er óvissubilið +/-0,1, en lengst til vinstri +/-0,2.

Við sjáum að skekkjumörk ársmeðaltala síðustu ára eru +/-0,1 en nokkrar mælingar frá 19. öld eru með tvöfalt víðari skekkjumörkum, eða +/-0,2°.  Þetta er ekki óeðlilegt. Framsetningin er til fyrirmyndar.

Þrátt fyrir þessa óvissu leyfa margir sér kinnroðalaust að bera saman meðalhita ára þar sem munurinn er aðeins 0.01°, eða tífalt minni en óvissumörkin. Auðvitað ættu menn að vera aðeins rjóðir og feimnir  þegar þeir ræða málin á þessum nótum, að minnsta kosti ef þeir kunna sín fræði.  Þeim sem ekki skilja hvað liggur að baki svona tölum er vorkun og hlýtur að fyrirgefast embarassed


NASA GISS 2014 average
Á þessari mynd eru engin skekkjumörk eða óvissumörk sýnd.

 

Fréttir um heitasta árið og skeggbroddar keisarans:
Fréttir um að nýliðið ár hafa sumar hverjar verið þessu marki brenndar sem lýst hefur verið hér að ofan, þ.e. óvísindalegar og því erfitt að taka mark á þeim.

Sem betur fer kom út mun skýrsla eða frétt 14. janúar frá Berkley-Earth um sama mál, og þar eru málin rædd af skynsemi:
Sjá http://static.berkeleyearth.org/memos/Global-Warming-2014-Berkeley-Earth-Newsletter.pdf

Þar er þessi tafla sem sýnir „topp tíu árin“:

Röð,  Ár,  Frávik, Óvissumörk

1)  2014  0.596  +/- 0.049   (eða +/-0,05)
2)  2010  0.586  +/- 0.045
3)  2005  0.585  +/- 0.047
4)  2007  0.541  +/- 0.044
5)  2006  0.533  +/- 0.046
6)  2013  0.517  +/- 0.046
7)  2009  0.517  +/- 0.044
8)  2002  0.516  +/- 0.048
9)  1998  0.512  +/- 0.048
10) 2003  0.501  +/- 0.048

Eins og við sjáum, þá er munurinn milli áranna 2014 og 2010 ekki mikill, eða 0,596 – 0,586=0,01 gráða Celcius.  Óvissumörkin eru aftur á móti +/-0,05 fyrir hvort árið um sig, eða 5 sinnum meiri en hitamunurinn.  

Reyndar er það svo, að samkvæmt viðurkenndum aðferðum við skekkjumatsreikning skal leggja saman óvissumörkin þegar mismunur á tveim mælistærðum er fundinn. Þannig er rétt að skrifa niðurstöðuna á samanburði þessara tveggja ára:
Mismunur í hitafráviki frá meðalhita milli áranna 2014 og 2010 er  0,01°C +/- 0,1

Óvissan er sem sagt tíu sinnum meiri en mismunurinn.

(Uppfært 21. janúar 2014: Helgi Sigvaldason verkfræðingur, sem er mjög vel að sér í tölfræði og kenndi bloggaranum fyrir löngu við HÍ, hafði samband og benti á að ég væri aðeins ónákvæmur. Helgi skrifaði meðal annars:
"Tilefni þess, að ég sendi þér línu, er að ég er ekki sáttur við meðhöndlun þína þ. 18.1.2014 á skekkjufrávikum mismunar tveggja stærða. Þar leggjast saman kvaðröt (variances) frávikanna, þannig að þau margfaldast með 1,4 (kvaðratrót af 2), en ekki með 2 (að sjálfsögðu smáatriði, sem breytir ekki þínum ályktunum).  
Sem sagt, skekkjufrávikin eru heldur víð í mínu dæmi. Að öðru leyti kvaðst Helgi vera sammála efasemdarmanninum.    Bestu þakkir Helgi fyrir ábendinguna.  Ég læt upphaflega texta minn standa, en bið menn að hafa í huga ábendingu Helga, þó svo það hafi ekki mikil áhrif á niðurstöðu pælinganna).

 

Munurinn á árunum 2010 og 2005 er ennþá minni, eða nánast enginn (0,001 gráða eða 1/1000 úr gráðu).

Þetta er ástæðan fyrir því að í skýrslunni frá Berkley stendur eftirfarandi (Þeir nota reyndar skekkjumörkin +/-0,05 í stað +/-0,1 sem breytir ekki niðurstöðunni):

„Discussion:
Numerically, our best estimate for the global temperature of 2014 puts it slightly above  (by 0.01 C) that of the next warmest year (2010) but by much less than the margin of  uncertainty (0.05 C).  Therefore it is impossible to conclude from our analysis which of  2014, 2010, or 2005 was actually the warmest year.

The margin of uncertainty we achieved was remarkably small (0.05 C with 95%  confidence).   This was achieved this, in part, by the inclusion of data from over 30,000  temperature stations, and by the use of optiized statistical methods. Even so, the  highest year could not be distinguished. That is, of course, an indication that the Earth s  average temperature for the last decade has changed very little.  Note that the ten  warmest years all occur since 1998“.

 

Sem sagt:  Ekki er hægt að segja að árið 2014 hafi verið það hlýjasta því munurinn á árunum 2014, 2010 og 2005 er tölfræðilega ómarktækur. Samkvæmt þessu eru þessi þrjú ár tölfræðilega jafn hlý og skipa saman efsta sætið. Meðalhiti jarðar hefur breyst mjög lítið síðasta áratug.

Sjá um Berkley-Earth verkefnið hér: http://www.berkeleyearth.org

 

Niðurstaða um keisarans skegg: það verður að fara ósköp varlega þegar meðalhiti tveggja ára er borinn saman. Við verðum að gæta þess að fullyrða ekki of mikið og hafa fyrirvara á því sem við segjum eða skrifum og vísa í skekkjumörk. Við megum ekki vera að deila um keisarans litlu skeggbrodda eins og jafnvel NASA varð á að gera í nýlegri frétt á síðu þeirra, og virðist sem þeir hafi gleymt því sem þeir lærðu í framhaldsskóla um skekkjumat og framsetningu mæligagna.

 

Smá æfing: Hver er munurinn á 1. árinu og 10. árinu í Berkley-Earth töflunni? Prófum:
0,596 - 0,501 = 0,095 +/-0,1
Munurinn á hlýjasta og kaldasta árinu er því sem næst 0,1° +/-0,1.   

 

Ítarefni:

>>Nasa climate scientists: We said 2014 was the warmest year on record... but we are only 38% sure we were right<<  embarassed

 

Um skekkjumat í mælingum:

Góður texti frá Menntaskólanum á Akureyri (Word skjal).

National Physical Laboratory: A Beginner&#39;s Guide to Uncertainty of Measurement 

 

 

 

 --- --- ---

Uppfært 21. janúar 2014:

Þessi mynd er úr Berkley-Earth fréttablaðinu sem fjallað var um hér að ofan.  Þar má sjá óvissumörkin eða skekkjumörkin (error-bars) sem daufar lóðréttar línur við hvern hinna rauðu punkta. Neðri myndin er stækkuð úrklippa sem sýnir síðustu ár.

 berkley-earth_1850-2014_error_bars.png

berkley-earth_1850-2014_error_bars-crop.png

 uncertainty.jpg


mbl.is Jörðin hlýnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Árið 2014 reyndist hlýtt á heimsvísu en ekki það hlýjasta...

 

Jörðin

 

Á heimsvísu var árið 2014 vel hlýtt, en ekki hlýjasta árið hingað til. Samkvæmt nýbirtum mæligögnum frá gervihnöttum var það í þriðja eða sjötta sæti. Enn vantar þó niðurstöður frá hefðbundnum veðurstöðvum á jörðu niðri.

Mælingar á hita lofthjúps jarðar með hjálp gervihnatta hófust árið 1979. Þessar mælingar hafa það framyfir mælingar frá hefðbundnum veðurstöðvum að mælt er yfir nánast allan hnöttinn, lönd, höf, eyðimerkur, fjöll og firnindi. Aðeins pólsvæðin eru undanskilin vegna þess hvernig brautir gervihnattana liggja. Þessi mæliaðferð lætur ekki truflast af hita í þéttbýli sem truflar hefðbundnar mæliaðferðir. Í aðalatriðum ber mælingum frá gervihnöttum vel saman við hefðbundnar mælingar eins og sjá má á ferlinum "allir helstu hitaferlar á einum stað" hér fyrir neðan.

Tvær stofnanir vinna úr þessum mæligögnum, Remote Sensing Systems (RSS) og University of Alabama in Huntsville (UAH). Smávægilegur munur er á niðurstöðum þessara aðila og er því hvort tveggja birt hér fyrir neðan.

MSU RSS GlobalMonthlyTempSince1979 With37monthRunningAverage

Hitaferill unninn samkvæmt mæligögnum frá RSS, og fenginn er af vefsíðu Ole Humlum prófessors við háskólann í Osló. Hann nær frá árinu 1979 til loka desember 2014. Ferillinn sýnir frávik (anomaly) fá meðalgildi ákveðins tímabils. Þykka línan er um 3ja ára meðaltal, en granna línan mánaðagildi.

 

 

rss_dec2014.png

Súlurnar sýna frávik í meðalhita hvers árs fyrir sig frá árinu 1998 sem var metár. Samkvæmt myndinni er árið 2014 í 6. sæti.  Það verður að hafa það vel í huga að munur milli ára getur verið örlítill og alls ekki tölfræðilega marktækur. Þannig eru árin 2002, 2003 og 2005 í raun jafnhlý. Myndin er fengin að láni af vefsíðu Paul Homewood.

 

 

uah_lt_1979_thru_december_2014_v5.png

Þessi hitaferill er unninn samkvæmt gögnum frá UAH og er fenginn af vefsíðu Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu þessara mæligagna. Þykka línan er 13 mánaða meðaltal, en granna línan mánaðagildi.

 

 uah_bargraph.png

Samkvæmt þessu súluriti sem unnið er úr gögnum UAH er árið 2014 í 3. sæti.   Myndin er fengin að láni af vefsíðu Paul Homewood.  Eins og við sjáum þá eru árin 2005 og 2014 nánast jafnhlý (munar um 1/100 úrgráðu) og munurinn milli áranna 2014 og 2013 ekki fjarri 2/100 úr gráðu eða 0,02°.  Í raun ekki tölfræðilega marktækur munur.

 

Á báðum hitaferlunum, þ.e. frá RSS og UAH, má sjá kyrrstöðuna í hitastigi frá aldamótum. Á tímabilinu hefur hvorki hlýnað né kólnað marktækt. Aðeins smávægilegar hitasveiflur upp og niður. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn. Mun hitinn fara að hækka aftur innan skamms, mun hann haldast svipaður í kyrrstöðu áfram, eða er toppinum náð og fer að kólna aftur?   Enginn veit svarið.  Við skulum bara anda rólega og sjá til.

Bráðlega má vænta mæligagna frá stofnunum sem vinna úr mælingum fjölda hefðbundinna veðurstöðva á jörðu niðri. Ef að líkum lætur munu niðurstöðurnar ekki verða mjög frábrugðnar eins og myndin hér fyrir neðan gefur til kynna, en þar má sjá alla helstu hitaferlana samankomna, en þeir ná þar aðeins til loka nóvembers 2014. 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979-nov2014.gif

Allir helstu hitaferlarnir á einum stað: UAH, RSS, GISS, NCDC og HadCRUT4. Myndin er fenginn af vefsíðu prófessors Ole Humlum. Þykka línan er um 3ja ára meðaltal, en granna línan mánaðagildi. Stækka má myndina og gera hana skýrari með því að smella á hana. Ferlarnir ná aðeins aftur til þess tíma er mælingar með gervihnöttum hófust. UAH og RSS eru hér gervihnattamælingar, en GISS, NCDC og HadCRUT4 hefðbundnar á jörðu niðri.

 

 

Til að setja þetta í samhengi þá er hér enn einn ferill sem nær frá árinu 1850 til 2011, eða yfir 160 ára tímabil. Reyndar vantar þar um þrjú ár í lokin, en það er meinlaust í hinu stóra smhengi.

hadcrut3_globalmonthlytempsince1850_withsatelliteperiod.gif

Litlu ísöldinni svonefndu lýkur í lok 19. aldar eða byrjun 20 aldar. Hér er miðað við 1920. Gervihnattatímabilið hefst 1979. Hvort tveggja er merkt inn á myndina sem fengin er fenginn af vefsíðu prófessors Ole Humlum.

Það er kannski eftirtektarvert, að á myndinni er ámóta mikil og hröð hækkun hitastigs á tímabilunum ca 1915-1945 og ca 1980-2000, en nánast kyrrstaða þar á milli.


Hvernig verður árið 2015?   Auðvitað veit það enginn fyrr en árið er liðið. 

 20150101-img_6234-2.jpg

Vetur


Öflugir vindar næstu daga og miklar öldur...

 

Næstu daga getur sjólag orðið mjög slæmt og háloftavindar orðið það öflugir að farþegaflugvélar frá Bandaríkjunum til Evrópu gætu náð hljóðhraða. Auðvitað ekki hljóðhraða miðað við loftið sem er á fleygiferð í sömu stefnu, heldur miðað við jörð. Semsagt "groundspeed" en ekki "airspeed".  
Þær gætu af sömu ástæðu orðið lengi á leiðinni vestur. Sjá bloggsíðu Dr. Roy Spencer og bloggsíðu Trausta Jónssonar.

Fylgist með myndunum hér fyrir neðan, en þær eru beintengdar við tölvulíkön.  Prófið að snúa og skruna...

Myndirnar sýna verulegar haföldur, vinda við yfirborð jarðar og háloftavindao.

 

*

                                                                               Haföldur.
                                                                       
        Sjá hér

 

 

**

                                                                                Vindur við yfirborð jarðar.
                                                                           Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

**

 

                                               Skotvindur (röst, jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

Snúðu jarðarkúlunni þannig að norðurskautið snúi upp og skoðaðu alla röstina. Snúðu síðan suðurskautinu upp og skoðaðu hvað er að gerast þar.

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

 

 

                                                              Flugumferð. Sjá www.flightradar24.com


Tillaga: Björgunarsveitirnar fái hlutdeild í fyrirhuguðum ferðamannaskatti...

 

 Björgunarsveitir-3

Aukinn straumur ferðamanna til landsins hefur valdið töluverðu viðbótar álagi hjá Björgunarveitunum. Erlendir ferðamenn eru ókunnir landinu og eiga það til að villast inn á ófæra vegaslóða eða einfaldlega týnast í gönguferðum, svo ekki sé minnst á þau tilvik þegar sækja þarf þá slasaða. Auðvitað á þetta einnig við um Íslendinga, en það eru hinir erlendu ferðamenn sem hafa valdið mjög auknu álagi á sjálfboðaliðana. Spár benda til að ferðamönnum eigi eftir að fjölga, og þar með eykst álagið á þessar hetjur okkar.  Björgunarsveitirnar hafa aldrei rukkað fyrir þessa þjónustu.

Ég geri það að tillögu minni að Landsbjörg / Björgunarsveitirnar fái verulegt árlegt framlag úr hinum fyrirhugaða ferðamannaskatti, hvort sem hann verður í formi náttúrupassa, gistináttagjalds eða breytts virðisaukaskatts.   Ég á von á því að margir séu mér sammála.

 

Það eru ekki eingöngu ferðamenn sem Björgunarsveitirnar aðstoða. Við þekkjum öll óbilgjarnt starf þeirra þegar óveður gengur yfir og mannvirki eru í hættu. Afrek þeirra og þorgæði á liðnu ári eru okkur í fersku minni. Snjóflóð hafa fallið, og stórslys orðið á undanförnum árum. Þá er gott að eiga þessa menn og konur að. Þessar hetjur okkar eru alltaf tilbúnar að hlaupa til, að nóttu sem degi, til að aðstoða. Þeir leggja sig oft í mikla hættu við björgunar- og hjálparstörf.

Hugsum okkur að svo sem tíundi hluti fyrirhugaðs ferðamannaskatt renni til björgunarsveitanna. Kannski meira. -  Gæti það ekki verið smá þakklætisvottur fyrir vel unnin störf?   Víst er að það kæmi Björgunarsveitunum vel.

 

 

Nú er að hefjast flugeldasala Björgunarsveitanna. Að sjálfsögðu munu sannir Íslendingar beina viðskiptum sínum til þeirra. Að sjálfsögðu...

Flugeldasalan er mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita.  Björgunarsveitirnar ættu auðvitað ekki að þurfa að reiða sig eingöngu á flugeldasölu. Erlendir og innlendir ferðamenn mættu auðvitað leggja eitthvað af mörkum.

 

Hvað finnst þér lesandi góður?

 



 

 

Landsbjörg 3

 

 

www.landsbjorg.is

 

Myndirnar tók skrifarinn traustataki af vef Landsbjargar. Vona að það fyrirgefist.

 

 

 

 

Bestu óskir um gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár


Vetrarsólstöður og hafísinn í dag...

 

 

Sól tér sortna...

 

 

Nú er snjór yfir öllu landinu og óvenjumikill hér á suðvesturhorninu. Skammdegið í hámarki. Sólin er lægst á lofti í dag, en á morgun fer daginn að lengja aftur. Það verður þó varla meira en eitt lítið hænuskref fyrsta daginn, eða aðeins níu sekúndur. Um lengd þessa merkilega hænuskrefs hefur verið fjallað áður, sjá hér.

Þegar allt er meira og minna á kafi í snjó leitar hugurinn ósjálfrátt til landsins forna fjanda. Hvernig skyldi honum líða? Við höfum ekki orðið hans vör í áratugi, sem betur fer. Sumir hafa spáð því að hann væri alveg að hverfa af norðurhveli, en er eitthvað fararsnið á honum? En hafísinn á suðurhveli, hvernig líður honum?  Skoðum málið...

 

Hafísinn á Norðurhveli samkvæmt Dönsku veðurstofunni DMI:

Þessi mynd er tekin 21. desember á vetrarsólhvörfum:

screenhunter_5409-dec-21-06-23

Á þessu ferlaknippi sem minnir aðeins á spaghettí má sjá útbreiðslu hafíss síðustu 10 árin. Eins og sjá má þá er hann ekkert á þeim buxunum að hverfa alveg, en í augnablikinu er hann jafnvel ívið meiri en öll árin undanfarinn áratug.  "The reports of my death have been greatly exaggerated" sagði Mark Twain eitt sinn þegar ótímabærar fréttir höfðu borist af láti hans.  (Heimild: hér, hér).

 

Þessi mynd er aftur á móti breytileg og uppfærist sjálfvirkt:

Hafísinn á norðurhveli...

Á þessum ferli sem uppfærist daglega, en myndin er beintengd við Dönsku Veðurstofuna DMI, má sjá þróunina eftir vetrarsólhvörf 2014.

 

Við gleymum því oft að einnig er hafís á Suðurhveli jarðar:

antarctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Á myndinni má sjá hafísinn á Suðurhveli alla daga ársins frá árinu 1978 er samfelldar mælingar með hjálp gervihnatta hófust. Rauði ferillinn er árið 2014.  Óneitanlega er hafísinn ekki neitt að hverfa á þeim slóðum. Reyndar er hann í allra mesta lagi um þessar mundir miðað við árin frá 1978. (Gögn: r og r og hér).

 

Svo má skoða hafísinn samanlagt á Norður- og Suðurhveli:

global_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

 

Samanlagður hafís á Norður- og Suðurhveli jarðar alla daga ársins síðan 1978. Rauði ferillinn sýnir ástandið 2014. (Gögn: r og r og hér).

 

Meira spaghettí, nú aftur af Norðurhveli eins og efsti ferillinn frá DMI, en fleiri ár:

arctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Hér sjáum við aftur hafísinn á norðurhveli í ár miðað við öll árin frá 1978.  Vissulega hefur hann verið meiri áður og ekki sjáum við hafísárin svokölluðu um 1970, og ekki sjáum við hafísinn eins og hann var þegar hann var nefndur landsins forni fjandi. (Gögn: r og r og hér).

 

Landsins forni fjandi árið 1695:

"1695.    Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík.

Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi

 

Niðurstaðan?

Niðurstaðan er svosem engin. Hafísinn er á sínum stað, bæði fyrir norðan og fyrir sunnan. Hann er ekki að hverfa og hann er heldur ekki að angra okkur.  Það er fátt sem bendir til þess að siglingaleiðir í Norður Íshafi séu að opnast.  

 

Meira um hafísinn hér á vef Ole Humlum prófessors: http://climate4you.com/SeaIce.htm

 

Nú fer daginn að lengja...

Gleymum því ekki að nú fer daginn að lengja. Skammdegið minnkar óðum og áður en við vitum af fara fuglar að gera sér hreiður. Leyfum okkur að hlakka til vorsins og sumarsins og njótum þess að eiga loksins almennileg hvít jól.

 

 anchristmastree_390336

Gleðileg Jól

 

 

Myndina sem er efst á síðunni tók bloggarinn efst í uppsveitunum dag einn í haust 

þegar mikla móðu frá gosstöðvunum lagði yfir sveitina og birtan var dálítið dularfull.

Í hugann kom hið fornkveðna úr Völuspá:

Sól tér sortna,
sígr fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
geisar eimi
við aldrnara,
leikr hár hiti
við himin sjálfan.

 

 

 

 


Glæsihótel og fótanuddtæki...

 

Cranes-at-Dawn-Picture 

 

 

Hvað eiga eiginlega fótanuddtæki og hótelbyggingar sameiginlegt? Kannski skortur á fyrirhyggju og múgsefjun Íslendinga. Allir ætla að græða á því sama.

Fyrir þrem áratugum tókst sniðugum kaupmanni að selja stórum hluta Íslendinga fótanuddtæki. Öll enduðu þau fjótlega á haugunum eða í rykföllnum geymslum landsmanna. Eitt sinn voru það refabú og minnkabú sem enduðu á hausnum, nú eða laxeldisstöðvarnar... Listinn er langur.

Nú er verið að reisa hótel á út um allt eða verið að breyta atvinnuhúsnæði í hótel. Engin veit hve mörg þau eru og enn síður hve mörg herbergin verða. Enginn veit hve gistiheimilin eru mörg, og ekki heldur íbúðir sem leigðar eru ferðamönnum. Kannski herbergin séu að verða jafnmörg fótanuddtækjunum 14 þúsund sem Radíóbúðin seldi 1982. Hver veit?

Fyrir einhverja tilviljun, kannski var það að þakka eldgosinu í Eyjafjallajökli, komst Ísland í tísku. Það er þó eðli allra tískusveiflna að þær rísa og hníga svo aftur.

Það er þó ekki bara tískubólan sem getur sprungið hvenær sem er. Kreppa er að læðast að Evrópubúum um þessar mundir. Hvaða áhrif hefur það á ferðaiðnaðinn hér?

Nú eru ýmsir farnir að hafa áhyggjur af málinu. Í Morgunblaðinu í dag er þessi forsíðufrétt:

 

Varað við kerfishættu


Sérfræðingur sér hættumerki í ferðaþjónustu - Bankastjóri hvetur til varkárni


Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem ...

Baldur Arnarson baldura@mbl.is

Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem hefur rannsakað arðsemi hótela.


Hjá Seðlabankanum fékkst upplýst að hlutfall útlána banka til greinarinnar væri óþekkt.


Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa hafnað sumum umsóknum um uppbyggingu í ferðaþjónustu. »Ég held að það þurfi að fara varlega og það er það sem við reynum að gera. Við erum til í að lána í verk þar sem við teljum að áhættan sé ekki of mikil...
Mikill vöxtur getur skapað hættu,« segir Steinþór.


Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ferðaþjónustu að ná sama vægi og sjávarútvegur áður. Niðursveifla í ferðaþjónustu geti því haft keðjuverkandi áhrif. »Ákveðnir hlutar ferðaþjónustunnar eru mjög fjármagnsfrekir, líkt og hótelrekstur, og hljóta því að krefjast töluverðrar lánafyrirgreiðslu,« segir Ásgeir.

-


Á blaðsíðu 4 er ítarlegri umfjöllun.  Hvað er hægt að gera við öll þessi hótel ef illa fer og Ísland verður ekki lengur í tísku meðal erlendra ferðamanna, eða ef þeir hafa ekki lengur efni á að ferðast hingað? Hefur einhver hugsað út í það?  Hve mörgum milljörðum munu þeir sem lánað hafa fé í þetta ævintýri tapa?

 

Við skulum samt leyfa okkur að vona að þessi ótti reynist ástæðulaus.  



24 Reasons Iceland Is The Best Country On The Planet



 

 

 

hotel_room.jpg


"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"...

 

 

 

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Þorsteinn hefur oft fjallað um klukkuna, seinkun hennar, sumartíma, vetrartíma, o.fl. Mig langar til að vísa á nýlegan pistil hans á vef Almanaksins: „Um seinkun klukkunnar“    http://www.almanak.hi.is/seinkun2.html

Það vill svo til að sá sem þessar línur ritar starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að  hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

 

Þorsteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið 1. desember:

 

Still­ing klukk­unn­ar alltaf mála­miðlun

Ingi­leif Friðriks­dótt­ir
if@mbl.is

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.stækka

Dr. Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur hjá
Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. mbl.is/​Golli

„Ég hef mikl­ar efa­semd­ir um nei­kvæð heilsu­fars­leg áhrif af fljótri klukku. Í því sam­bandi er at­hygl­is­vert að svefn­höfgi ung­linga virðist engu minna vanda­mál í þeim lönd­um þar sem klukk­unni er seinkað að vetri til,“ seg­ir Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur.

Hann seg­ir það klukk­una frem­ur en dags­birt­una sem ræður því hvenær ung­ling­ar fara að sofa á kvöld­in. Sums staðar er­lend­is hafi það gef­ist vel að hefja skóla­hald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Eg­ilsstaðaskóla síðustu ár.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyr­ir­lest­ur Bjarg­ar Þor­leifs­dótt­ur, lektors við Lækna­deild Há­skóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslend­inga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsu­mál að seinka klukk­unni um eina klukku­stund. Íslend­ing­ar væru að skapa sér vanda með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem hef­ur meðal ann­ars slæm­ar af­leiðin­f­ar fyr­ir heilsu fólks.

Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsu­fræðilegt heimsvanda­mál,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ist jafn­framt hafa þá at­huga­semd að Björg, ásamt mörg­um öðrum, ein­blíni á eina af­leiðingu þess að seinka klukk­unni í stað þess að skoða málið frá öll­um hliðum. 

Hverri til­hög­un fylgja kost­ir og ókost­ir

„Still­ing klukk­unn­ar verður alltaf mála­miðlun því að sér­hverri til­hög­un fylgja bæði kost­ir og ókost­ir,“ seg­ir Þor­steinn, en bend­ir á að þegar nú­gild­andi lög um tíma­reikn­ing voru sett árið 1968 hafi megin­á­stæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukk­una.

Í pistli sín­um um seink­un klukk­unn­ar seg­ir hann mark­miðið með laga­setn­ing­unni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föst­um tíma allt árið. „Skoðana­könn­un leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku („sum­ar­tíma“) en óbreytta („vetr­ar­tíma“). Varð því niðurstaðan sú að klukk­ur skyldu stillt­ar eft­ir miðtíma Greenwich.“

Radd­ir komið fram síðustu ár sem kalla á breyt­ingu

Eft­ir breyt­ing­una má segja að friður hafi ríkt um tíma­reikn­ing­inn í ald­ar­fjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram radd­ir sem kalla á breyt­ingu á ný. Má þar nefna þings­álykt­un­ar­til­lögu árið 1994, frum­varp árið 1995 (end­ur­flutt 1998 og 2000), og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014.

„Spyrja má hvers vegna breyt­inga sé óskað eft­ir svo langa sátt um nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag. Þar kem­ur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vax­in upp ný kyn­slóð sem man ekki það fyr­ir­komu­lag sem áður gilti og þekk­ir ekki af eig­in raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skap­ast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfé­lag­inu, nýrr­ar tækni og nýrra sjón­ar­miða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tek­in um laga­setn­ingu sem óhjá­kvæmi­lega snert­ir hvern ein­asta Íslend­ing að meira eða minna leyti.“

Bjart­ari morgn­ar dýr­keypt­ir

Þá bend­ir hann á að seink­un klukk­unn­ar hefði þau áhrif að bjart­ara yrði á morgn­anna og það sé tví­mæla­laust sterk­asta rök­semd þeirra sem vilja fara þessa leið. 

„Á hinn bóg­inn eru bjart­ari morgn­ar keypt­ir því verði að fyrr dimm­ir síðdeg­is þegar um­ferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn get­ur greint á um það hvort þeir kjósi frem­ur bjart­ari morgna eða bjart­ara síðdegi. En um­ferðarþung­inn bend­ir til þess að menn nýti al­mennt síðdegið frem­ur en morgn­ana til að sinna er­ind­um sín­um. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórn­ast því ekki af birt­unni einni sam­an. Óum­deilt er, að flest­ir kjósa flýtta klukku á sumr­in, því að lengri tími gefst þá til úti­vist­ar.“

Fals­von­ir um batn­andi líðan við að seinka klukk­unni

Þor­steinn bend­ir jafn­framt á að í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sé horft fram­hjá þeirri staðreynd að raf­lýs­ing hef­ur áhrif á lík­ams­klukk­una ekki síður en sól­ar­ljósið og rask­ar því hinni nátt­úru­legu sveiflu. „Í þjóðfé­lagi nú­tím­ans ræður sól­ar­ljósið ekki still­ingu lík­ams­klukk­unn­ar nema að tak­mörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönn­um fals­von­ir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukk­unni.“

Þá seg­ist hann hrædd­ur um að mörg­um myndi bregða í brún þegar þeir yrðu var­ir við það að myrkrið skylli á klukku­stund fyrr síðdeg­is, eins og myndi ger­ast ef klukk­unni væri seinkað. „Dótt­ir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukk­unni var breytt þar frá sum­ar­tíma yfir á vetr­ar­tíma. Hún orðaði það svo að breyt­ing­in síðdeg­is hefði verið afar óþægi­leg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleir­um, bæði aust­an­hafs og vest­an­hafs,“ seg­ir Þor­steinn.

Loks seg­ir hann rétt að vekja at­hygli á því að mik­ill fjöldi fólks í heim­in­um býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjá­ist vel ef tíma­kort Almanaks Há­skól­ans er skoðað.

 

--- --- ---

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, skrifaði 1. desember 2014 á visir.is:

Myrkur í heygarðshorninu

SKOÐUN
09:18 01. DESEMBER 2014
 
 
Gullli
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi.


Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan.

Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum.

Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24.

Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.

 

--- --- ---

 

Þetta er skoðun þeirra tveggja manna sem best þekkja útreikning tímatals og klukkunnar á Íslandi. 

Á mínum vinnustað mætir starfsfólkið til vinnu á tímabilinu 7 til 9. Þeir árrisulu mæta snemma og geta því einnig farið snemma heim í lok vinnudags. Flestir mæta um klukkan átta, en allnokkrir ekki fyrr en um níuleytið.  Allir eru ánægðir og klukkan ekkert vandamál.

Svo má auðvitað minnast á að í þéttbýli utanhúss er tæplega hægt að tala um skammdegismyrkur, lýsing er það góð. Myrkrið er aftur á móti í dreifbýlinu. Þar er það oft kolsvart.  Innanhúss er auðvitað vel bjart hjá okkur öllum, þökk sé góðri raflýsingu. 

Ráðið við morgunsyfju er einfalt: Fara fyrr að sofa og gæta þess að ná 7 - 8 tíma svefni. Vakna síðan eldhress smile.



 

 

 

 

 


mbl.is Svona dimmir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúndur jólastress...!

 

 

Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís  taka þátt í Áheitasöfnun Geðveikra Jóla með frábæru jólalagi í ár. Hægt er að sjá hér þeirra framlag og einnig kjósa lagið þeirra og styrkja gott málefni.

Heimsækið vefsíðu Einstakra barna, en einstök börn þjást af erfiðum og sjaldgæfum sjúkdómum: www.einstokborn.is
 
 
 

Hægt er að heita á lag VERKÍS inni á www.gedveikjol.is eða með því að senda sms til að gefa 1.000 – 5.000 kr. Áheitin renna til stuðningsfélags Einstakra barna.

Sendið textann „1007“ í númerið 900 9501 – til að gefa 1.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9503 – til að gefa 3.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9505 – til að gefa 5.000 kr

 

 anchristmastree_390336

 

Syngið með:

Dúndur jólastress

 

JÓL

Æ þarf að gera allt þó bráðum komi jól?
Við getum líka tekið því með ró!

Skrifa jólakortin, skreyt’og pakka inn.
Eða má, sleppa því í þetta sinn?

Baka, versla inn og þrífa hátt og lágt?
Er það nú ekki full mikið í lagt?

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

JÓL JÓL

Finnst þér, enn að, allt verð´að vera spik & span?
Nei ég er ekki sáputusku-fan.

Ef mútta kæm´ í heimsókn og allt í drasli hér.
Hún kennir mér um, það allt hvort eð er.
Allt sem hún sér og miður fer

Ég er að missa´ða, með jólakvíða hnút.
Æ elsku besta ekki fríka út.

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Svo þramm, þramm, þramma ég, allt Þorláksmessukvöld,
þeytist um, leit´a að jólagjöf.
Það er spenn, spenn, spennandi, að spæn´ um allan bæ,
og spá í allt sem ég get gefið þér.

Í geð, geð, geðveikum, spanjólagír,
svo gaman er að vera til.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú, saman geðveik jól

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.

www.gedveikjol.is

 

 

logo-upphleypt-standandi_1250719.png

 

www.verkis.is

 


Góð frétt í jólamánuðinum...

 

Ragna og Börnin

 

 
Manni hlýnar um hjartaræturnar við að lesa svona frétt eins og var í Morgunblaðinu í dag:
 
 
 

"Ókunn­ugt fólk bauð Rögnu íbúðir til af­nota"

"Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna einstæð móðir í Reykjavík, fékk boð frá tveimur ókunnugum íbúðareigendum í Reykjavík um tímabundin afnot af íbúðunum án endurgjalds.

 

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær er Ragna komin á götuna eftir að hafa misst tímabundið húsnæði. Fjárhagur Rögnu er erfiður eftir mikil útgjöld vegna veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar, sem lést eftir langvinn veikindi sl. sumar.

 

Íbúðir í Breiðholti og Vesturbæ

 

Saga Rögnu hreyfði við lesendum Morgunblaðsins sem buðu henni húsnæði í Breiðholti og Vesturbæ.

 

»Ég ætla að taka boðinu og vera í íbúðinni í Vesturbænum í þrjár vikur. Þá kemur annar í íbúðina og ég færi mig yfir í aðra íbúð í eigu fjölskyldu í Breiðholti sem er að fara til útlanda. Þau leyfa mér að vera í íbúðinni frá og með 19. desember til 2. janúar. Hvað gerist í framhaldinu er óvíst,« segir Ragna.

 

Hún var á leið í hótelíbúð í miðborg Reykjavíkur þegar boðin um íbúðirnar tvær bárust. Hún hafði bókað gistingu fram á föstudag og fékk hún fyrirframgreiðslu þriggja af þeim nóttum fellda niður þegar henni stóð annað húsnæði til boða. Hyggst hún flytja sig um set í dag.

 

Eigandi íbúðarinnar í Vesturbænum er búsettur í Danmörku.

 

Um miðjan dag í gær hafði Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir samband við Morgunblaðið en hún býr í Stege í Danmörku. Sagðist hún eiga íbúð með húsgögnum og öðrum húsbúnaði í Vesturbæ Reykjavíkur sem yrði ónotuð til 20. desember. Vildi hún gjarnan lána Rögnu og dætrum hennar íbúðina án endurgjalds, þó ekki yfir hátíðarnar því þá myndi systursonur hennar dvelja þar með konu sinni. Eftir áramótin kæmu frekari afnot af íbúðinni til greina.

 

»Það er hjónarúm í svefnherberginu og svefnsófi í stofunni og rúmföt og sængur og koddar fyrir fimm. Það er allt í íbúðinni og vantar ekkert,« sagði Sólveig sem hafði aldrei heyrt Rögnu getið fyrr en í gær.

 

Sólveig og eiginmaður hennar, sem er læknir, eiga bújörð og rækta hveiti, bygg, hafra og sykurrófur.

 

Hefur búið í Danmörku í 40 ár

 

»Ég á sjö rollur sem bera á vorin. Ég er 65 ára hjúkrunarfræðingur og hef búið í Danmörku í yfir 40 ár. Ég á þrjú börn á aldur við Rögnu og svo á ég barnabörn. Þegar ég heyrði af Rögnu og að hún hefði átt veika dóttur fannst mér sem hjúkrunarfræðingi leitt að það skyldi ekki vera til hjálp fyrir hana,« segir Sólveig sem fluttist til Danmerkur árið 1972 til að læra svæfingarhjúkrun.

 

Sólveig fylgist með fréttum frá Íslandi og hefur áhyggjur af húsnæðismálum. »Kerfið er orðið fátækt á Íslandi ef það getur ekki hugsað um þá sem eiga erfitt í þjóðfélaginu. Ég held að Danir hugsi betur um fólk í slíkum vanda,« segir Sólveig."
 
 
Svo sakar ekki að nafn þess sem lánar íbúðina er kunnuglegt:

 

 

 

 
 
Solla-Jona-Olli
Sólveig er hér að spjalla við Örlyg og Jónu í Kaupmannahöfn 1971
Bloggarinn tók myndina á námsárunum.
 
smile
 

mbl.is Ókunnugt fólk bauð Rögnu íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 761785

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband